Matarmennirnir Bjarki Þór og Anton fá til sín skemmtilega sælkera í spjall og ræða um mat og matarmenningu.
Alfreð betur þekktur sem BBQ Kóngurinn hefur aldeilis náð góðum árangri í grillheiminum á stuttum tíma. Árið 2017 fékk hann grill dellu sem skilaði honum á endanum þáttaseríum á stöð 2, ásamt fjöldanum öllum af skemmtilegum tækifærum sem við fjöllum um í þessum þætti.
ATH! Á mínútu 9 klikkaði hljóðið smá hjá okkur... það er bergmál þar til á mínútu 14! Vonum að þið fyrirgefið það
Gunnlaugur Arnar Ingason, betur þekktur sem Gulli Arnar opnaði bakarí í miðri Covid bylgju eftir að hafa flutt heim frá Danmörku fyrr á árinu. Gulli er menntaður bakari og konditor ásamt því er hann að vinna að meistararéttindum. Í þættinum fer Gulli yfir það hvernig áhuginn kviknaði að matreiðslu, dvölina í Danmörku, heimsmeistarakeppnina sem var flautuð af eftir 3 mánaða undirbúning og opnun bakarís á vægast sagt erfiðum tímum.
Gylfi hefur komið víða við á kokkaferlinum og hefur ferillinn alls ekki alltaf verið dans á rósum. í þessu spjalli fer Gylfi yfir víðan völl og segir okkur frá ævintýrum sínum sem ungur maður í Danmörku og hvernig ísbúðin Valdís varð að veruleika.
Elenora Rós deilir með okkur þeim skemmtilegu hlutum sem hún er að taka sér fyrir hendur þessa dagana. Hún er meðal annars að gefa út bók ásamt því að starfa í Bláa Lóninu þar sem hún bakar fyrir tvo flottustu veitingastaði landsins, Moss Restaurant og Lava Restaurant.