Ernuland Podcast

Follow Ernuland Podcast
Share on
Copy link to clipboard

Ernuland Podcast setur fókusinn á líkamsvirðingu, sjálfsást, lífið og krefjandi umræðupunkta. Gestir verða allskonar einstaklingar úr samfélaginu sem krydda umræðuna út frá sínu sjónarmiði og ég er spennt að takast á við umræður sem nauðsynlegt er að taka og markmiðið er að þið kæru hlustendur njóti…

ernuland

  • May 11, 2020 LATEST EPISODE
  • infrequent NEW EPISODES
  • 42m AVG DURATION
  • 5 EPISODES


Search for episodes from Ernuland Podcast with a specific topic:

Latest episodes from Ernuland Podcast

Líkamsímynd barna

Play Episode Listen Later May 11, 2020 55:39


Líkamsímynd barna er mikilvægur þáttur í lífi barns. Við gerum okkar allra besta að hjálpa börnum að þróa með sér jákvæða líkamsímynd en það er þó ekki alltaf auðvelt í samfélagi sem matar okkur á staðalímyndum og ranghugmyndum um líkama okkar. Ég fékk frábæra konu, hana Elvu Ágústsdóttur í viðtal til mín, en hún hefur skoðað líkamsímynd og sjálfsmynd barna náið, ásamt því að vera í stjórn samtakana um líkamsvirðingu. Í þættinum ræðum við mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar fyrir börn og hvernig er best að mæta börnum þegar kemur að líkamsímynd og sjálfsmynd barna. Það getur verið snúið, en með aukinni fræðslu um líkamsvirðingu, getum við hjálpað börnunum okkar að öðlast jákvætt samband við líkama sinn, í gegnum allar breytingar. Fyrir áhugasama, þá fer Elva yfir líkamsímynd kvenna ásamt öðru tengt jákvæðri líkamsmynd á instagram : elvaagustsdottir 

13 ára & nýkomin á samfélagsmiðla

Play Episode Listen Later Feb 6, 2020 35:39


Anja stjúpdóttir mín er 13ára og nýbúin að kynnast heimi samfélagsmiðla. Hún fékk þessa frábæru hugmynd að ræða jákvæða líkamsímynd út frá sjónarmiðum ungmenna. 

Fræddu þig eða þegiðu - Ernuland x Árný Guðjónsdóttir

Play Episode Listen Later Dec 29, 2019 59:39


Fyrsti þátturinn þar sem Ernuland Podcast er með viðmælanda, en það er hún Árný Guðjónsdóttir. Árný er frábær karakter með bein í nefinu og ég hef lært mikið af henni þegar kemur að líkamsvirðingu. Einnig er Árný tveggja barna móðir, admin með mér á facebook-síðunni Jákvæð líkamsímynd og að klára uppeldis og menntunarfræði.  Áhersluatriði : Nýtt ár, Des/Jan, öfgar, megrunarmenningin, matarsamviskubit, fyrir og eftir myndir, fræðsla, líkamsvirðing, átröskun, jákvæð líkamsímynd.

Verkfærakista - Jákvæð líkamsímynd

Play Episode Listen Later Dec 3, 2019 31:04


Þessi þáttur er stútfullur af allskonar verkfærum fyrir ykkur í jákvæðri líkamsímynd. Verkfærin hjálpa ykkur að taka fyrstu skrefin, halda fókus og mæta neikvæðum skilaboðum bæði frá ykkur sjálfum og samfélaginu. 

Hvað mótaði Ernuland? Áföll og áttin að Jákvæðri líkamsímynd

Play Episode Listen Later Dec 3, 2019 32:56


Í þessum þætti gef ég ykkur færi á að kynnast Ernu ofan í kjarna. Þátturinn er mjög raw og brynjan algjörlega felld niður. Ég vil gefa ykkur smá tilfinningu fyrir því hvað hefur mótað mig og hvernig mín vegferð hefur fært mig frá neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða líkamsímynd.

Claim Ernuland Podcast

In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

Claim Cancel