Podcast by Bjórvarpið

Jóhanna Selma fær allskonar fólk í heimsókn til að ræða umhverfið og bjór, góðgerðardrykkju fyrir Ástralíu, nytsemi stórra gleríláta til að taka bjórinn heim í og fleira og fleira. Útvarpsrödd Íslands mætir á svæðið.

Við spjöllum við og bruggum með snillingunum í Malbygg sem sérhæfa sig í metnaði, dönsum inn á hættusvæði og kynnumst þremur bruggmeisturum sem allir útskrifuðust úr sama skóla, en á mismunandi tímum og hafa ekki enn snætt Haggis saman.

Við fáum Hjörvar Óla, eina certified Cicerone Íslands ásamt Jóhönnu Selmu bjórgyðju í heimsókn. þau leggja þekkingu sína og bragðlauka að veði í blindri smökkun á nokkrum vel völdum Stoutum.

Við fáum Grétar úr Hisminu og Atla Stefán úr Tæknivarpinu til að gefa okkur sjónarhorn hins strangheiðarlega ekkibjórnörds.

Fyrsta bjórvarpið tekur stöðuna á nýinnfluttum Amerískum dósabjór sem hægt er að klófesta á Session Craft Bar. Valgeir bruggmeistari og Mási láta dæluna ganga.