Hlaðvarpið ÖLL TRIXIN er hlaðvarp Einars Bárðarsonar. Hér er fjallað um ýmsar hliðar tónlistarbransans. Einar fær til sín afreksfólk í íslensku tónlistarlífi og ræðir við það um lagasmíðar, upptökur, tónleikahald, samninga, sölu og markaðsstarf og það sem samtalið gefur tilefni til. Öll Trixin eru létt og skemmtileg samtöl með gagnlegu ívafi. Kíktu baksviðs með Einari Bárðar.
Hrefna Sif Jónsdóttir er líklega ein valdamesta konan í íslensku tónlistarlífi. Hún lætur þó lítið fyrir sér fara og fer vel með það það vald. Hún er framkvæmdastjóri Tix miðasölu og ekki að ósekju því þrátt fyrir að vera ung á hún að baki mikla reynsla af miðasölubransanum.Hún vann í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, allt frá opnun þess árið 2011 en þar starfaði hún síðast sem miðasölustjóri. Í mars 2017 þegar hún réð sig sem framkvæmdastjóra Tix.is sem er langstærsta miðasölugátt landsins og í raun engir alvöru samkeppnisaðilar á markaðnum en það þýðir þó ekki að markaðurinn sé án áskorunar fyrir Tix.is. Síðasta ár hefur verið hlaðið áskorununum þar sem allt tónleika og tónlistarlíf hefur nánast verið stopp. Hrefna ræðir þessar áskoranir við Einar Bárðarson í fimmta þættinum að hlaðvarpi Einars, Öll trixin.
Magnús Árnason er einn áhrifamesti og farsælasti markaðsmaður landsins. Í dag er Magnús framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova og eins og hann segir sjálfur frá hafa skapandi greinar og þá ekki síst tónlist alltaf verið rauður þráður í allri hans vinnu. Einar og Maggi ræða tónlist í auglýsingum allt frá hughrifum til notkunar réttar í skemmtilegu kaffi spjalli
Steinunn Camilla Þóra Sigurðardóttir sótti um sumarvinnu hjá Einari Bárðar vorið 2004 þegar hún mætti í áheyrnaprufu fyrir Nylon flokkinn og síðan rak hvert ævintýrið annað. Leiðir þeirra skildu viðskiptalega undir lok árs 2007 og stúlkurnar fóru sínar eigin leiðir. Í tveggja þátta samtali ræða Steinunn og Einar um upplifun hvors sum sig af Nylon ævintýrinu og árin sem tóku við í Bandaríkjunum. Steinunn fer einnig yfir komuna heim til Íslands og þegar hún hirti titilinn "Umboðsmaður Íslands" af Einari sem umboðsmaður Bríetar, Auðs og margra skærustu stjarnanna á landinu í dag.
Steinunn Camilla Þóra Sigurðardóttir sótti um sumarvinnu hjá Einari Bárðar vorið 2004 þegar hún mætti í áheyrnaprufu fyrir Nylon flokkinn og síðan rak hvert ævintýrið annað. Leiðir þeirra skildu viðskiptalega undir lok árs 2007 og stúlkurnar fóru sínar eigin leiðir. Í tveggja þátta samtali ræða Steinunn og Einar um upplifun hvors sum sig af Nylon ævintýrinu og árin sem tóku við í Bandaríkjunum. Steinunn fer einnig yfir komuna heim til Íslands og þegar hún hirti titilinn "Umboðsmaður Íslands" af Einari sem umboðsmaður Bríetar, Auðs og margra skærustu stjarnanna á landinu í dag.
Herra Hnetusmjör er ekki óumdeildur. Hann ögrar en skemmtir og fer algjörlega sínar eigin leiðir þó margir í kringum hann séu sannfærðir um að þær séu ófærar. Hann hefur sýnt fram á það að það þýðir ekkert að afskrifa hann. Hann er fæddur í stjörnu hlutverkið, með skýr markmið og hefur engan tíma til að bulla. Í þessu samtali rekur Einar úr það upp úr “smjörvanum” eins og Einar kallar hann, hvað það verðmætasta sé við vörumerkið Herra Hnetusmjör