POPULARITY
Categories
Helgi sagði betur frá hvað fyrirlesturinn gekk út á sem hann fór á í Denver, Colarado. Hjálmar vonaði til þess að Helgi myndi lenda í veseni í tollinum í Bandaríkjunum. Helgi segir að Denver sé eins og Köben Ameríku. Hjálmar vill að Helgi lesi inn kvennlegar útvarpsauglýsingar.IG helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe´a!Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!
Charlie Kirk, ungur hægrisinnaður áhrifavaldur, var skotinn til bana á fundi í Utah Valley-háskólanum í Bandaríkjunum í gær. Rætt var um pólitísk morð í upphafi Heimsgluggans. Aðalefnið var þó stjórnmálastaðan í Noregi eftir kosningarnar á mánudag. Hallgrímur Indriðason fréttamaður fylgdist með kosningunum og var gestur Heimsgluggans.
Allskonar Brennsla í dag. Hræðilegur atburður í Bandaríkjunum í gær. Frosti Logason mætir og segir okkur frá Charlie Kirk. Hver var maðurinn? Hvað vitum við um málið og hvað gerist í framhaldi? Top 7 hlutir sem þú vilt ekki heyra á golfvellinum. Stjörnu Sævar kynnir nýja bók um Miklahvell. Ræðum einning nýjustu fregnir um líf á Mars. Þetta og miklu meira til í þætti dagsins.
Þriðjudagur 9. september Lagaleg álitaefni, heimsmálin, fjárlög, flughávaði og listrænir feðgar Við hefjum leik á liðnum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir fréttir í samhengi við lagaleg álitaefni. Í dag verður drepið á Eurovision, rétti rjúpnaveiðimanna til veiða, ólíkra stjórnarskráa nágrannalanda og fleira. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku ræða við Gunnar Smára um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, það sem er gott í því og vont og það sem vantar í frumvarpið. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um heimsmálin við Gunnar Smára og afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirra. Er það hagur Íslands að setja á refsitolla á Kína og Indland? Hvaða áhrif munu ólíkar áherslur Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna innan Nató hafa? Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldumeðlimir leika listir sínar í sama galleríi. Feðgarnir Hlynur Hallsson og Númi Hlynsson setja upp sameiginlega myndlistarsýningu fyrir norðan á Akureyri, við ræðum við þá. Við endum þáttinn á umræðu um stóraukið einkaflug við Reykjavíkurflugvöll, ekki síst þyrluflug. Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir mörg álitamál í þeim efnum, rannsóknir sýna að viðhorf til flugs skiptir miklu hvernig íbúar í grennd upplifa hávaða. Þannig er ekki ólíklegt að úrsýnisflug vegna eldgoss valdi meiri pirringi og annars konar líðan hjá íbúum en björgun mannslífs.
Bókasafnsdagurinn er haldinn í borgarbókasafninu í Kringlunni í dag. Þema dagsins er lestur er bestur - fyrir sálina. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður, segir okkur allt um dagskrána á bóksafninu í dag. Við heyrum söguna af því þegar íslenska körfuboltalandsliðið fór næstum því á fund Bandaríkjaforseta, á sjöunda áratug síðustu aldar. En Evrópumótið í körfubolta fer nú fram í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Íslenska landsliðið hefur lokið sinni keppni á mótinu en það var í árslok 1964 sem íslenskt körfuboltalandslið hélt til Bandaríkjanna og Kanada í sína fyrstu keppnisferð erlendis. Í skjalasafni íslenska sendiráðsins í Washington, sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni, er að finna bréf sem voru send í aðdraganda þessarar ferðar. Heiðar Lind Hansson, safnvörður á Þjóðskjalasafninu, segir okkur frá þessum skjölum. Einar Gunnar Bollason var einn þeirra leikmanna landsliðsins sem fór í þessa ferð. Einar varð síðar landsliðsþjálfari, formaður Körfuknattleikssambands Íslands og hefur starfað víða tengt körfuboltanum. Hann deilir endurminningum sínum tengdum ferðinni, meðal annars kynnum sínum af stórstjörnunni Diana Ross. Tónlist í þættinum: ELVIS PRESLEY - Only Fools Rush In. MUGISON - Haustdansinn. DIANA ROSS & THE SUPREMES - Stop in the name of love
Rétt rúm 20 ár eru frá einu mesta eignatjóni sem orðið hefur vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum. Það var eftir að fellibylurinn Katrina gekk yfir New Orleans í Louisiana og fleiri nálæg ríki. Hamfarirnar, og viðbragðið við þeim, eða viðbragðsleysi, þóttu sýna svart á hvítu kynþáttaójöfnuðinn í Bandaríkjunum. Það er alltaf fróðlegt að fá sögur þeirra sem voru á staðnum og við heyrum frá Jóni Björgvinssyni og Birni Malmquist fréttamanni okkar sem voru báðir þarna fyrir 20 árum. Björn segir að þetta hafi verið mjög erfið reynsla og erfiðasta fréttaferð sem hann hafi farið í. Svo fjöllum við um spennandi þingkosningar í Noregi á mánudaginn. Það er hnífjafnt milli stærstu fylkinganna og sviptingar í hægri blokkinni því Framfaraflokkurinn mælist stærstur. Kannanir sýna að munurinn á rauðgrænu og borgaralegu blokkunum er lítill og kosningabaráttan hefur tekið mið af því - hún hefur verið afar hörð.
Sunnudagurinn næsti verður Duchenne dagurinn, en Duchenne er sjaldgæfur vöðvasjúkdómur sem skerðir hreyfigetu og hrjáir einn af hverjum fjögur þúsund drengjum. Við fræddumst um nýja íslenska heimildarmynd sem heitir Einstakt ferðalag. Hún er um Ægi Þór 9 ára dreng frá Höfn í Hornafirði, sem er með þennan sjaldgæfa sjúkdóm, og ferðalag hans um Ísland þar sem hann hittir önnur börn með sjaldgæfa sjúkdóma. Myndin varpar ljósi á stöðu langveikra barna og aðstandenda þeirra hér á landi. Ágústa Fanney Snorradóttir, leikstjóri myndarinnar, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá henni. Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir hefur á síðustu misserum vakið athygli en hún hélt athyglisverðan fyrirlestur á ráðstefnu BUGL árið 2023 þar sem hún fór yfir reynslu sína af íslenska skólakerfinu og hvernig henni fannst það bregðast sér. Jóhanna Birna er greind með lesblindu, einhverfu og ADHD. Jóhanna Birna hefur nú lokið háskólanámi í Bandaríkjunum og hyggur á áframhaldandi nám. Hún heldur fyrirlestra um hvernig henni finnst að skólakerfið geti betuð komið til móts við börn í svipuðum aðstæðum og hún var í þegar hún gekk í grunnskóla. Svo kom Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur til okkar í veðurspjallið í dag. Hann var með uppgjör á sumarveðrinu og hverrnig við upplifum það á mismunandihátt. Einar talaði svo um hitamet og metsumur úti í heimi, horfurnar næstu daga og að lokum reyndi Einar að svara spurningunni: Hvenær mun hausta? Tónlist í þættinum í dag: Heiðlóan / Gísli Magna og Co. (Steingrímur M. Sigfússon) Þótt falli snjór / Jóhann Sigurðason (Ágúst Guðmundsson) Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson) Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu sem tóku gildi í dag leggjast vel í formann ÖBÍ, sem óttast þó að hærri ráðstöfunartekjur skili sér misvel í vasa fólks. Fylgi Framsóknarflokksins heldur áfram að dragast saman og mælist hann nú með fjögur og hálft prósent í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Forsætisráðherra Spánar boðar átak eftir mestu gróðurelda í sögu landsins í sumar. Stjórnvöld voru ekki nægilega vel undirbúin. Innviðaráðherra skoðar leiðir til að tryggja 48 daga strandveiði næsta sumar. Níu fyrrverandi yfirmenn sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna segjast aldrei hafa orðið vitni að framgöngu ráðherra sem komist í líkingu við störf núverandi heilbrigðisráðherra.
Mánudagur 1. september Verðbólga, sósíalistar, Brics, Gufunesmálið og leigubílar Stefán Ólafsson prófessor og ráðgjafi Eflingar fer yfir stöðuna í efnahagsmálum í samtali við Gunnar Smára. Virkar hávaxtastefna Seðlabankans, mun verðbólgan éta upp kaupmáttinn og þarf stóraðgerðir í húsnæðismálum? Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi svarar fyrir vantrauststillögu sem borin var upp gegn henni af samflokksmönnum úr Sósíalistaflokknum fyrir helgi. María Lilja ræðir við hana. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir fund leiðtoga Kína, Indlands og Rússlands í kjölfar þess að ríkisstjórn Trump lagði refsitolla á Indland. Mun sú aðgerð veikja stöðu Bandaríkjanna og í raun styrkja stöðu Rússlands? Ákveðin skautun er að verða í afstöðu Íslendinga til ofbeldismála. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur en hann ræðir Gufunesmálið svokallaða, sumpart mjög sérstakt mál, í samtali við Björn Þorláks. Ekki er allt sem sýnist í umræðunni um starfsemi leigubíla segir framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Hopp. Vandinn sé meintur og hreint ekki einyrkjum eða útlendingum um að kenna. María Lilja ræðir við Daníel Thors, framkvæmdastjóra hjá Hopp leigubílum.
Grænland er aftur komið í kastljós fjölmiðla; DR, danska ríkisútvarpið, greindi frá því í morgun að þrír Bandaríkjamenn hefðu verið á Grænlandi til að efla samband við þá Grænlendinga sem hugnast sú hugmynd Bandaríkjaforseta að innlima Grænland, afla upplýsinga um þá sem eru henni andvígir og finna leiðir til að reka fleyg milli Danmerkur og Grænlands. Víðtæk mótmæli og vinnustöðvanir hafa verið boðuð í Frakklandi tíunda september, tveimur dögum eftir að franska þingið greiðir atkvæði um vantraust á ríkisstjórn Francois Bayrou forsætisráðherra. Bayrou tilkynnti um þessa atkvæðagreiðslu á mánudag til að knýja fram ákvörðun þingsins um að samþykkja - eða synja - tillögum um milljarða evra niðurskurð á útgjöldum ríkisins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í sumar beiðni franskrar konu um að vera viðstödd kistulagningu eiginmanns síns og dóttur hér á landi. Konan situr í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Héraðsdómur felldi ákvörðun lögreglunnar úr gildi og leyfði konunni að vera viðstödd.
Matthías Hemstock fór að tromma 9 ára gamall og hefur starfað við tónlistarflutning í fjóra áratugi. Hann fór fljótt að spá í áferð og segist ekki bara hafa áhuga á trommunum, heldur fyrst og fremst á hljóði. Verkefnavalið hefur endurspeglað þessa hugsun og spannar gífurlega vítt svið, allt frá rokki og poppi til klassískrar tónlistar, þó jazz- og spunatónlist hafi verið rauður þráður frá námsárunum við tónlistarskóla FÍH og í Berklee háskóla í Bandaríkjunum. Nú er Jazzhátíð í Reykjavík komin á fullt flug og Víðsjá flýgur með, þessi auðmjúki og fjölhæfi trommuleikari er gestur svipmyndar í dag.
Ehab Bandar shares why creative freedom, curiosity, and human connection matter more than ever in design — exploring how resilience, adaptability, and gratitude shape a lasting career in UX . ====== Episode Chapters: 00:00 – Immigrating to the US from Lebanon at Age Six 19:39 – Choosing Autonomy Over Authority in Career Paths 25:17 – The Three-Lens Framework: Content, Lifestyle, Money 53:10 – The U Curve of Design Leadership Explained 1:13:32 – The Soulless Product: Avoiding AI-Driven Blandness 1:33:55 – Advice for Aspiring Independent Consultants ====== Who is Ehab Bandar? Ehab Bandar is a seasoned UX design leader and independent consultant whose career spans fintech, real estate, hospitality, and beyond . He has: Led design teams for clients like Airbnb and Charles Schwab Founded Bigtable, a design and innovation consulting firm Shared insights through *The Experience Architect* newsletter Taught graduate design courses at the Academy of Art University ====== Find Ehab Bandar here: LinkedIn → https://www.linkedin.com/in/ehabbandar/ Bigtable → https://bigtable.co/ Website → https://www.ehabbandar.com/ Substack → https://ehabbandar.substack.com/ ====== Subscribe to Brave UX Like what you heard?
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Freyr Ólafsson framkvæmdastjóri Parka Albert Jónsson fyrrum sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum Símatími Theodór Carl Steindórsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og stafrænna lausna Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulagsráðs Reykjavíkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur fjallað um skipulagsmál í 30 ár Björn Rúnar Lúðvíksson er prófessor í ónæmisfræði og framkvæmdastjóri
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og einn helsti sérfræðingur landsins í alþjóðamálum, ræðir um fund forseta Bandaríkjanna og Rússlands sem virðist að öllu óbreyttu ætla að skila litlum árangri, stöðu Úkraínumanna sem kann að skýrast að einhverju leyti á fundi í Washington í dag, hvernig vestræn ríki hafa brugðist við átökum Úkraínu og hegðun Rússa og fleira. Þá er einnig rætt um skort á upplýstri umræðu um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu, átökin fyrir botni Miðjarahafs, stöðu Kínverja og fleira.
Evrópskir leiðtogar að Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu meðtöldum gengu á fund Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna í Washington í dag. Trump sagði fyrir fund sinn með Zelensky að mögulegt væri að þeir settust niður fljótlega með Vladimir Pútín forseta Rússlands til að ræða leið til varanlegs friðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að stríðið í Úkraínu sé efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Kanada. Hún telur að fundurinn með evrópsku leiðtogunum sýni samstöðu Evrópu og ekki sé hægt að önnur ríki eins og Rússland ráði því hvort Úkraína gengur í NATO.
Polda Daerah Istimewa Yogyakarta menangkap 5 pemain judi online karena merugikan bandar judol senilai 50 juta. Ini menjadi perbincangan hangat para netizen.
Jajaran Satresnarkoba Polres Mesuji, Lampung, dalam sepekan berhasil meringkus belasan bandar dan kurir narkoba. Salah satu pelaku merupakan bandar lintas provinsi yang menggunakan senjata api. Dari penangkapan tersebut, petugas menyita puluhan gram sabu, pil ekstasi, satu pucuk senjata api rakitan, dan amunisi aktif. Penangkapan dilakukan di lima lokasi berbeda.
Ingvi Þór Georgsson og Þórður Gunnarsson mæta í Þjóðmálastofuna og fara yfir allt það helsta. Við gerum stuttlega upp golfmót Þjóðmála, ræðum um útflutningsskatta í Bandaríkjunum, nýja úttekt Viðskiptaráðs um efnahagsleg áhrif af því fáa sem ríkisstjórnin (sem stundum vill kalla sig verkstjórn) kom í gegnum þingið í vor, vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku, hvort að hlutabréfamarkaðurinn sé í raun spennandi kostur í hávaxtaumhverfi, sjoppustefnu ÁTVR og tilvistarkreppu þess ríkisapparats og margt fleira.
Þriðjudagur 12. ágúst Lög og réttur, Kína, grunnskóli og tollar Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lögfræðileg álitamál sem oftast tengjast fréttum líðandi stundar. Sauðfé sem bítur blóm í kirkjugörðum og Reynisfjara meðal umfjöllunarefna. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Ragnar Baldursson samanburðarstjórnmálafræðingur hefur búið í Kína í 25 ár af síðustu fimmtíu árum. Gunnar Smári ræðir við hann um ris Kína, kínverskt samfélag, stjórnmál og menningu. Meðvirkni og metnaðarleysi ríkin innan grunnskólakerfisins í sumum skólum og gagnast engum að þegja og láta vandann hlaða utan á sig frá degi til dags heldur þvert á móti. Þetta segir Arnar Ævarsson kennslufræðingur í samtali við Björn Þorláks. Þorvaldur Gylfason prófessor ræðir við Gunnar Smára um áhrif tollastefnu Trump á efnahags Bandaríkjanna og heimshagkerfið, en líka áhrifin á pólitíkina heima fyrir og erlendis.
Í byrjun níunda áratugar varð vart undarlegrar vænisýki sem breyddist frá úthverfum Bandaríkjanna og var skyndilega á allra vörum. Það var hið svokallaða "Satanic Panic" sem sumir telja undanfara QAnon. Hræðslan beindist öll inn á við. Kenningar flugu um að Dungeons og Dragons hlutverkaspilið væri verkfæri Satans. Tölvuleikir voru að sækja í sig veðrið á þessum tíma og spilasalir spruttu upp. Hræðslan beindist einnig að þeim en þó virtust hörðustu samsæriskenningasmiðir sammála um að þarna væri Satan saklaus. Í gegnum tölvuleiki var það ríkisstjórnin eða leyniþjónustan sem stjórnaði. Allra alræmdasti leikurinn er án nokkurs efa Polybius. Finndu þér miða á túrinn okkar um landið hér. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Bandaríkjaforseti krefst þess af aðildarríkjum NATO að þau verji fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnar- og öryggismála eins og það er oftast orðað. Bandaríkin voru til skamms tíma nánast eina NATO-ríkið sem lagði meira en tvö prósent af vergri landsframleiðslu til þessa málaflokks, en nú stefna nánast öll aðildarríki Evrópusambandsins og NATO að fimm prósenta markinu. Þetta er rökstutt með vaxandi óvissu og ógnum í heimspólitíkinni almennt og stóraukinni ógn úr austri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu sérstaklega. Og það eru ekki bara Vesturlönd sem margfalda viðskipti sín við hergagnaframeiðendur heimsins, Rússar gera það auðvitað líka og svipaða sögu er að segja af mörgum ríkjum í öllum heimsálfum. En þjóðríki hafa ekki ótæmandi sjóði, sem þýðir að margföldun útgjalda á einu sviði kallar á niðurskurð á öðrum. Þetta hefur ekki síst bitnað á þróunaraðstoð og hvers kyns mannúðar- og hjálparstarfi og svo hafa umhverfis- og loftslagsmál líka orðið illa fyrir niðurskurðarhnífnum, enda sársaukaminna fyrir stjórnmálafólk sem á starfsferil sinn undir velvild kjósenda að skera niður útgjöld til þessara málaflokka en þeirra, sem bitna beint og milliliðalaust á almenningi heimafyrir. Rætt er við Evu Bjarnadóttur, teymisstjóra hjá Unicef á Íslandi, Gísla Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Rauða krossins og Margréti Sigurðardóttur Blöndal, barnalækni. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Andrea Rán Snæfeld hefur átt ótrúlega áhugaverðan fótboltaferil!Hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild aðeins 15 ára og hefur síðan spilað í tveimur efstu deildum Bandaríkjanna, í Frakklandi og í Mexíkó ásamt því hafa spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Í dag stjórnar Andrea umferðinni á miðjunni hjá FH sem nýlega komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. Við ræddum um ferilinn, hvað þarf til að byggja sterka liðsheild og hvað skiptir máli í fari góðra þjálfara og vinnuna við að hjálpa ungu íþróttafólki að finna sér skóla við hæfi!Góða skemmtun!
Nýjasta útgáfan af lista Trumps yfir verndartolla á innflutningi varnings frá hátt í eitt hundrað ríkjum til Bandaríkjanna var birt að kvöldi 31. júlí. Í flestum tilvikum hækkuðu tollarnir nokkuð frá því sem áður hafði verið tilkynnt og Ísland er þar ekki undanskilið. Tíu prósenta tollur var lagður á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna í apríl, en það er lágmarkstollur á innflutning þangað. Hvorutveggja íslensk stjórnvöld og íslensk fyrirtæki gerðu því skóna að þar með væri málið afgreitt. Trump leggur jú áherslu á að tolla varning frá ríkjum sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa af þeim, en þessu er öfugt farið hér. Þess vegna kom það á óvart að tollar á íslenskan varning eiga samkvæmt þessum nýja lista að hækka úr 10 prósentum í 15 prósent. En hvað er til ráða? Og hvers vegna hlaupa kaupahéðnar heimsins enn upp til handa og fóta við hverja tilkynningu Trumps, sem þó skiptir um skoðun oftar en tölu verður á komið? Ævar Örn Jósepsson spurði Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands um þetta. Einnig er rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Hin ævintýragjarna Tomomi Hanamure ákvað að skella sér til Bandaríkjanna í tilefni afmælisdagsins síns árið 2006. Hún vildi helst fara ótroðnar slóðir og ákvað því í þetta skiptið að eyða tíma sínum á Havasupai verndarsvæðinu í Arizona. Þaðan kom hún ekki til með að skila sér. Þátturinn er í boði Define the Line Sport Kóðinn "morðskúrinn" veitir 15% afslátt af öllum vörum inn á www.definetheline.is Komdu í áskrift! www.pardus.is/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn www.facebook.com/mordskurinn
Einræðisherrar verða fyrirferðamiklir í þætti dagsins. Við fjöllum um svalasta einræðisherra heims, að eigin sögn, og svo þann sem virðist vilja feta í fótspor hans með svo margt, og þeirra nána samband. Sá fyrrnefndi en Nayib Bukele, forseti El Salvador og sá síðarnefndi er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Á stuttum stjórnmálaferli hefur Nayib Bukele gjörbreytt El Salvador, morðtíðni hefur lækkað mikið en hann hefur fangelsað rúmlega 80 þúsund manns á þremur árum. Bukele reisti risastórt fangelsi og vill taka við föngum annars staðar frá, til dæmis frá Bandaríkjunum. Þangað hefur Donald Trump sent nokkur hundruð manns, jafnvel án þess að taka mál þeirra fyrir í Bandaríkjunum. Trump segist engu að síður ætla að senda miklu fleiri þangað. Honum líst vel á kollega sinn sem hefur aukið völdin með því að breyta stjórnarskrá, til að geta setið áfram, og rekið hæstaréttardómara sem honum hugnast ekki. Það má segja að Trump sé orðinn að eins konar lærlingur Bukele, því margt af því sem hann hefur gert í heimalandinu langar Trump að gera í Bandaríkjunum.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur á takktakk.is með kóðanum SB15).www.patreon.com/skodanabraedurAgnar Tómas Möller hefur starfað í íslenskum fjármálaheimi síðan 2001. Fyrir nokkrum árum skráði hann sig í sagnfræði í HÍ - og er nú á lokametrunum þar. Í þessum þætti ræðum við skuldabréf, sagnfræði, ástandið í heiminum, reksturinn á íslenska ríkinu og skuldir Bandaríkjana.
Stjórnarandstöðuflokkarnir urðu viðskila við kjósendur sína í afstöðu til veiðigjaldsfrumvarpsins, að mati stjórnmálafræðings. Ný könnun Maskínu sýnir að ánægja með stjórnarandstöðuna hefur aldrei verið minni. Krónan hefur styrkst mikið síðustu mánuði og gengi hennar er i sögulegum hæðum. Almennir borgarar fagna því að innfluttar vörur verða ódýrari en útflutningsfyrirtæki gætu orðið undir í samkeppni, segir hagfræðingur. Það er ekki nóg að Ísraelar leyfi dreifingu matvæla til Gaza úr lofti, segja leiðtogar þriggja stærstu ríkja Evrópu. Þeir segja tímabært að lát verði á mannúðarhörmungunum á Gaza þar sem 90 þúsund þjást af alvarlegum næringarskorti. Fyrirtækið sem byggði nýjan miðbæ á Selfossi á grunni eldri bygginga hefur fest kaup á Landsbankahúsinu í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekkert grín að gera stólpagrín að forseta Bandaríkjanna. Afsökunarbeiðni þeirra var tekið með hlátrasköllum og þótti hún ekki trúverðug.
Donald Trump er ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna sem viðrar hugmyndir um kaup á Grænlandi. Harry Truman vildi kaupa Grænland í upphafi kalda stríðsins og Andrew Johnson skoðaði hugmyndina sömuleiðis á nítjándu öld. Fljótlega eftir áramót, þegar mest fór fyrir umræðunni um ásælni Trumps í Grænland, skoðaði Birta sögulegan áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi og flókið samband Danmerkur og Grænlands. Og líka áhuga Bandaríkjamanna á Íslandi. Svo eru að verða miklar breytingar í Færeyjum. Þeir eru farnir að gera eins og við Íslendingar og kenna sig við foreldrana og enda nöfnin á -son eða -dóttir í staðinn fyrir þessi dönsku, Jensen og Olsen og það allt saman. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallaði um þessar breytingar í febrúar, og talaði meðal annars við Hönnu í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi, sem eins og margir aðrir gera núna og kennir sig við heimahagana.
„Það heitir Alligator Alcatraz, sem er afar viðeigandi, því ég kíkti á umhverfið og þetta er ekki staður sem mig langar að fara í útilegu á á næstunni,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í skoðunarferð um nýjustu fangabúðir Bandarískra yfirvalda fyrir óskráða innflytjendur. Þær eru í sólarríkinu Flórída, á eyju í Everglades, fenjasvæðinu mikla syðst á Flórídaskaganum. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, World Class, Silkisvefn, Gæði, Takk takk (SB15 fyrir 15% afslátt inni á takktakk.is)www.patreon.com/skodanabraedurÍ fyrri hlutanum af samtalinu okkar við Kjartan Þórisson frumkvöðul förum við djúpt í það hvernig maður hámarkar sína eigin getu, orku og lífskraft. Í þessum þætti erum við í stóru myndinni: Ísland eftir 50 ár, hlutverk Bandaríkjana á alheimssviði, gervigreind, Bitcoin, tækniframfarir. Í lok þáttar má heyra hljóð-esseyju Kjartans sem kjarnar þetta allt saman.
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Siggi stormur um júlí veðrið Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs barna og fjölskyldustofu Símatími Sigrún A Þorsteinsdóttir sérfræðingur hjá VÍS um brunabótamat fasteigna Bjarnheiður Erlendsdóttir garðahönnuður og pallahönnuður hjá Húsasmiðjunni um tískubylgjur í garðinum Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og prófessor við háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum hefur rýnt í gögn varðandi sprengjuárás Bandaríkjanna á kjarnorkuinnviði í Íran Elísabet Margeirsdóttir, hlaupaþjálfari hjá Náttúruhlaupum, um hlauparáðin
Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, fer yfir rekstur og stefnu félagsins í ítarlegu viðtali. Við ræðum um tilgang félagsins, námugröftinn á Grænlandi, aðkomu félagsins að innviðauppbyggingu þar í landi, samskiptin við fjárfesta hér heima og erlendis, tekjumódelið sem félagið er að byggja upp, mikilvægi fágætismálma fyrir heiminn, gengi félagsins á markaði, orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland, það hvort að Eldur sé sjálfur rétti maðurinn til að leiða félagið á næsta stig og margt fleira.
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer leikmaður íslenska landsliðsins og Alba Berlin í Þýskalandi Martin Hermannsson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum.Martin er 30 ára og að upplagi úr KR og eftir að hafa leikið upp yngri flokka með félaginu hóf hann að leika með meistaraflokki félagsins aðeins 15 ára gamall árið 2009. Þó má segja að hann hafi unnið aðeins tvo titla með KR, 2011 og 2014, en í þeim seinni var hann besti leikmaður deildarinnar.Eftir seinni titilinn fór Martin út til Bandaríkjanna í háskóla. Þaðan fór hann svo og gerði vel með tveimur liðum í Frakklandi áður en hann fór til Alba Berlin árið 2018. Þaðan fór hann svo til Valencia á Spáni, þar sem hann lék 2020 til 2020 áður en hann fór aftur til Alba Berlin.Með bæði Alba Berlin og Valencia hefur Martin leikið í deild þeirra bestu í Evrópu, EuroLeague, en hann var t.a.m. einn stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Martin hefur einnig gert vel með íslenska landsliðinu, en hann mun nú í haust fara í þriðja skiptið með liðinu á lokamót EuroBasket.Stjórnandi: Pálmi ÞórssonFyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.
Við lítum inn á yfirlitssýningu huldumálarans Kristjáns H Magnússonar, sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Ferill Kristjáns var um margt óvenjulegur, en hann lærði málarlist í Bandaríkjunum í upphafi 20. aldar og var fyrstur Íslendinga til að halda markvisst sýningar á verkum sínum í erlendum stórborgum. Samhliða sýningum í Listasafni Íslands og Safnasafninu kemur út yfirgripsmikil bók um ævi Kristjáns og verk í ritstjórn Einars Fals Ingólfssonar, og við fáum hann til að segja okkur nánari deili af Kristjáni. Fyrirtækið Genki Instruments fagnar nú 10 ára afmæli, og setti nýverið á markað hljóðgervilinn Kötlu, einn allra fyrsta hljóðgervil sem þróaður hefur verið á Íslandi. Ólafur Bjarki Bogason, einn af stofnendum fyrirtækisins heimsækir hljóðstofu og segir okkur frá Genki og gervlinum. Við heyrum líka af nýútgefinu lagi eftir Eirík Stephensen, lagið nefnist Eirrek og er titillag væntanlegrar plötu.
Stríðið á milli Íran og Ísrael hefur staðið yfir í níu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað inngrip í stríðið, mögulega hernaðarlegt. Diplótmatísk lausn er líka möguleg með aðkomu Bandaríkjanna. Á meðan geisar stríðið á Gaza og berst Ísraelsher nú á tveimur vígstöðvum. Átök hafa einnig geisað hér heima fyrir, það er að segja pólitísk átök á Alþingi. Stjórnarandstaðan berst gegn nokkrum málum ríkisstjórnarinnar af fullri hörku, sérstaklega veiðigjöldunum og bókun 35, og liggja þinglok ekki fyrir. Um hvað er deilt? Þingmennirnir Pawel Bartozek úr Viðreisn, sem er formaður utanríkismálanefndar, og Diljá Mist Einarsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum, sem er nefndarmaður í utanríkismálanefnd og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, ræða þessi mál í Vikulokunum . Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson Tæknimaður: Þráinn Steinsson
Leiðtogar ríkja í Atlantshafsbandalaginu koma saman á fundi í Haag í Hollandi í næstu viku. Við blasa erfið verkefni; stríðið í Úkraínu hefur geisað í þrjú ár og ógnin frá Rússlandi er mikil. Innan bandalagsins hefur verið tekist á um framlög ríkja til varnarmála og Donald Trump forseti Bandaríkjanna verið óspar á gagnrýni á önnur aðildarríki sem verði að leggja meira til öryggis- og varnarmála. Sóknaráætlun landshluta er eitthvað sem við heyrum oft í fréttum en færri vita sennilega hvað er. Sama er með orðið uppbyggingarsjóður sem styður við verkefni sem falla að sóknaráætlun. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE. Hún er ein af átta framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga sem sýsla reglulega með málefni í sóknaráætlun. Móðir fimm ára stúlku sem steyptist út í útbrotum á andliti og endaði upp á barnaspítala eftir að hafa gengið með spöng frá Temu í nokkrar klukkustundir segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hættunni sem geti fylgt vörunum. Vottanir séu til af ástæðu og afleiðingar geti verið alvarlegar. Umhverfisstofnun hefur marg oft varað við vörum frá kínverskum netsölutorgum en það virðist hafa lítl áhrif á Íslenska neytendur. Dæmi eru um að vörunar innihaldi hundrað sinnum hærra magn af eiturefnum en löglegt er.
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu í upphafi um stöðuna í Mið-Austurlöndum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus, var aðalgestur þáttarins og hann og Bogi ræddu hættu sem stafar að frjálslyndu lýðræði. Ólafur sagði Donald Trump grafa undan lýðræði í Bandaríkjunum, eins og Viktor Orban í Ungverjalandi. Hann sagði ekki miklar ytri hættur steðja að lýðræðisríkjum, helsta hættan kæmi frá þjóðernissinnuðum pópúlistum.
Það stefnir í tvennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga í ár. Sú fyrri er ákveðin í Skorradalshreppi og Borgarbyggð og þá er stefnt að kosningum um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Offituaðgerðum hefur snarfækkað á síðustu árum með tilkomu þyngdarstjórnunarlyfja. 2021 voru 1.000 slíkar aðgerðir gerðar en í ár stefnir í að þær verið 150 til 200. Írönsk kona sem búsett er á Íslandi segir Írana þrá frið, mikilvægt sé að gerður sé greinarmunur á fólkinu í landinu og klerkastjórninni sem aðeins brot landsmanna styðji. Stóra spurningin hefur verið hvort Bandaríkin blandi sér í átökin með beinum hætti.
Úlfur Ágúst er einn af helstu sóknarmönnum FH auk þess að vera einn af fjölmörgum fyrirliðum Duke háskólans í norður Karólínu í Bandaríkjunum.Við ræddum saman um líf fótboltamannsins í Bandaríkjunum, möguleikann á að spila í MLS, Coach K og marg fleira. Eðaldrengur.Njótið vel!
Eldhúsdagsumræður eru á Alþingi í kvöld og marka alla jafna þinglok - en þau eru ekki í augsýn Fjöldi mála er enní nefnd eftir fyrstu umræðu. Þórarinn Ingi Pétursson, Framsóknarflokki og Lilja Rafney Magnúsdóttir Flokki fólksins eru þó bæði á því að samkomulag náist um þingstörfin það geri það alltaf. Þeim sýnist þó sitt hvoru um eitt stærsta mál þingsins, veiðigjaldið. Víðtækar refsiaðgerðir gegn Rússum, sem vestræn ríki og Evrópusambandið hafa staðið fyrir undanfarin ár, virðast ekki hafa haft þau áhrif sem til var ætlast; það er að setja þrýsting á stjórnvöld í Kreml til að hætta hernaðinum í Úkraínu eða hnika þeim nær samningaborðinu. Nýjasti pakki refsiaðgerða Evrópusambandsins, meðal annars gegn skuggaflotanum svokallaða, var kynntur í gær. Það er hins vegar ekki ljóst hvort stjórnvöld í Bandaríkjunum eða öll ESB-ríkin ætla að spila með eins og þau hafa gert til þessa.
Í minnisblaði setts lögreglustjóra á Suðurnesjum um stöðuna á landamærunum og baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi er dregin upp býsna skýr mynd af stöðunni; það vantar menntaða lögreglumenn þar sem embættið hefur að sumu leyti lent undir í samkeppninni við önnur lögregluembætti; Við fjöllum líka um þá ákvörðun Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sem sendi þjóðvarðalið og landgönguliða til að kveða niður mótmæli í Los Angels, ákvörðun sem á sér fá fordæmi
Ástandinu á Gaza hefur verið lýst sem „verra en helvíti“ og forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins var afar þungorð um ástandið í viðtali við BBC. Þetta var meðal þess sem Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu einnig styrjöldina í Úkraínu, frumvarp Trumps Bandaríkjaforseta sem hann kallar „Big beautiful bill“, stóra dásamlega frumvarpið. Elon Musk, sem lauk störfum fyrir Trump í síðustu viku, hefur ráðist harkalega á frumvarpið og sagt skuldaaukningu ríkisins sem fylgdi samþykkt þess leiða til þjóðargjaldþrots. Í lokin ræddu þau hugarfarsbreytingu ráðamanna á Vesturlöndum til varnarmála og aukin útgjalda til varna.
Josephine Baker er einn áhrifamesti skemmtikraftur sögunnar. Auk þess að bæði hneyksla og hrífa Evrópubúa með sínum söng og dansi tók hún virkan þátt í baráttu gegn alræði og kynþáttaníði. Baker var fædd í Bandaríkjunum en eins og margir svartir íbúar þaðan, vildi hún flýja botnlausan rasismann þar. Hún hafði heyrt um ríki þar sem svartir voru þó álitnar mannverur. Fyrir þetta fólk lágu öll vötn til Parísar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Donald Trump forseti Bandaríkjanna heimsótti Katar í maí síðastliðnum og átti m.a. fund með Al Thani konungsfjölskyldunni. Þá skoðaði forsetinn Al Udeid herflugstöðina sem er stærsta herstöð Bandaríkjanna á svæðinu. Trump hefur örugglega þakkað fyrir höfðinglega „gjöf": 400 milljóna dollara Boeing 747-8 þotu sem Katar hefur gefið forsetanum, og verður notuð sem Forsetavél - Air Force One. Heimsóknin og flugvélagagjöfin varpa ljósi á þéttriðið net tengsl Katars við bandaríska valdakerfið. Náið samband Katar og Bandaríkjanna er sérstakt þegar haft er í huga að Katar er jafnframt skjól fyrir samtök eins og Bræðralag múslima, mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl Hamas, samverkaríki Írans, athvarf fyrir landflótta stjórnmálaleiðtoga Talíbana, og heimaríki fyrir fjölmiðlaveldi sem breiðir út boðskap íslamista - Al Jazeera — sem nær til 430 milljón manna í yfir 150 löndum. Lykilmeðlimir konungsfjölskyldu Katars hafa opinberlega lýst aðdáun sinni á íslamisma — og Hamas sérstaklega. Umfangsmikil fréttaskýring The Free Press um tengsl Katar og Bandaríkjanna og áhrif smáríkisins í bandarísku samfélagi er hér: https://www.thefp.com/p/how-qatar-bought-america Og svo er það Honestly - hlaðvarpsþáttur Free Press - þar sem er viðtal við þá tvo blaðamenn unnu að rannsóknum að baki fréttaskýringunni: Spotify https://open.spotify.com/show/0GRPAKeSMASfbQ7VgNwYCR?si=78ce42d1876c4b1f&nd=1&dlsi=17539eb63f8c427e Apple https://podcasts.apple.com/us/podcast/honestly-with-bari-weiss/id1570872415 Og á öllum helstu öðrum hlaðvarpsveitum.
www.patreon.com/skodanabraedurStyrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, World Class, Silkisvefn, Gæði og Takk takk (SB15 fyrir 15% afslátt á takktakk.is).Kristján Ingi Mikaelsson er frumkvöðull, forritari, fríþenkjari og Bitcoin-maður. Hann er búinn að kynna sér hvernig heimurinn virkar og er mættur í Skoðanabræður til þess að miðla sinni sýn. Þessi sýn er frumleg, frjáls og ögrandi. Í þættinum förum við yfir það sem er gangi í heiminum, hvernig kerfin virka, Bitcoin, Bandaríkin og tækifærin fyrir Ísland í þessum nýja heimi sem er að verða til.Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
Landsliðskonan vinsæla Sveindís Jane Jónsdóttir gekk á dögunum í raðir Angel City í Bandaríkjunum. Þetta voru skipti sem komu nokkuð mikið á óvart.Hún hefur síðustu ár verið á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi en hefur nú nýjan kafla í borg englanna í Bandaríkjunum í sumar. Þetta er áhugaverð.Sveindís settist niður með fréttamanni Fótbolta.net í Þrándheimi í Noregi í dag og ræddi þar betur um þessi áhugaverðu skipti. Sveindís gerði einnig upp tímann hjá Wolfsburg og ræddi auðvitað um landsliðið líka.Það er óhætt að mæla með þessu spjalli fyrir leik Noregs og Íslands sem er á föstudag.
Jarðneskar leifar eþíópísks prins og marmastyttur af sögufrægu grísku hofi eru meðal formninja sem geymdar eru í Bretlandi en eiga uppruna sinn á mun fjarlægari slóðum. Talsverður styr hefur staðið um skil á mununum, sem mörgum finnst að eigi að skila tafarlaust. Söfn heimsins geyma marga muni sem hvílir yfir ára samviskubits í ljósi sögunnar. En þetta er ekki alveg einfalt. Stundum eru rök þeirra sem geyma munina að þau séu að bjarga þeim frá eyðileggingu, sem sannarlega er oft raunin. En það er ekki endilega samasemmerki milli varðveislu um ákveðinn tíma og eign til frambúðar. Birta Björnsdóttir skoðaði málið og ræðir meðal annars við Hörðu Þórsdóttur, þjóðminjavörð. Í síðari hluta þáttarins ætlar Oddur Þórðarsona að greina vegferð eins frægasta sjónvarpsmanns heims, Dr. Phil, inn á hið pólitíska svið. Dr. Phil er hættur að sálgreina gesti í sjónvarpssal og virðist vera að reyna að endurforrita bandarísku þjóðina með pólitískum skilaboðasendingum á nýstofnaðri sjónvarpsstöð sinni, þar sem forseta Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ísraels hefur brugðið fyrir, auk fleiri.
Forseti El Salvador, Nayib Bukele, segist vera svalasti einræðisherra heims. Hann hefur gjörbylt landinu á örfáum árum og nýtur fádæma vinsælda. Hann samdi við glæpagengin sem höfðu mikil áhrif og ítök í El Salvador og hefur gert landið með þeim öruggari í heimi, en þar var morðtíðni með því allra hæsta sem gerist. En þetta voru engar töfralausnir. Því nú er að koma í ljós hvað þessir samningar fólu í sér. Bukele hefur fangelsað tugi þúsunda á síðustu árum í nýju risastóru fangelsi sem nefnist CECOT og þannig liggja leiðir hans og Donalds Trump saman. Trump er byrjaður að senda mörg hundruð innflytjendur í fangelsi í El Salvador, án þess að mál þeirra séu tekin fyrir í Bandaríkjunum. Trump er mikill aðdáandi Bukele og má segja að hann dáist að einræðistilburðunum, en báðum hættir þeim til að ganga of langt til þess að ná markmiðum sínum og teygja lög og reglur í allar áttir. Börn, áhrifavaldar og samfélagsmiðlar eru umfjöllunarefni nýrrar heimildarmyndar, í þremur hlutum, sem er ný á streymisveitunni Netflix. Í þáttunum skyggnast áhorfendur inn í margar hliðar samfélagsmiðlanotkunar barna, hvaða áhrif miðlarnir geta haft á líf þeirra og jafnvel hvaða siðferðislegu spurningar vakna í oft grimmum raunveruleika. Hvenær ganga foreldrar of langt í að nýta börn sín til að afla tekna á samfélagsmiðlum og hvenær er friðhelgi barna jafnvel stefnt í hættu með myndbirtingum og fréttum? Því það hefur ekki alltaf góð áhrif á börn að vera í kastljósinu, hvort sem þau biðja um það sjálf eða verða það í gegnum foreldra sína.
Magnús Skjöld, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, var gestur Heimsgluggans að þessu sinni. Hann er meðal fyrirlesara á ráðstefnu í Norræna húsinu: Ísland og norðurslóðir í nýjum heimi. Þar verður fjallað um ógnir, öryggi, áskoranir og tækifæri í breyttum heimi. Þeir Bogi Ágústsson ræddu ráðstefnuna og alþjóðamálin. Bogi og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu svo meðal annars niðurskurð til þróunaraðstoðar og hjálpar við fátæk ríki. Bandaríkjastjórn hefur skorið niður fjárveitingar til helstu þróunarsamvinnustofnunar Bandaríkjanna, USAID, um meira en 80 prósent. USAID hefur styrkt aðrar stofnanir víða um heim og þær finna áþreifanlega fyrir samdrættinum. Þannig hefur Dansk Flygtningehjælp tilkynnt að 650 störf verði lögð niður til viðbótar 1300 störfum sem hafa verið lögð niður frá því í febrúar. Þetta hefur bein áhrif á líf hálfrar milljónar manna. Þá hafa Bretar og Frakkar tilkynnt niðurskurð til þróunarmála og aukin útgjöld til varnarmála.
John Andrews hefur þjálfað í Mosfellsbæ, á Húsavík, í Indlandi, Bandaríkjunum og nú í hamingjunni í Víkinni. John er fæddur í Cork í Írlandi, er frábær trúbador, stórskemmtilegur náungi og er hluti af Víkingsliðinu sem afrekaði það sem ekkert annað lið hefur afrekað í íslenskum kvennafótbolta - að verða bikarmeistari sem Lengjudeildarlið. Við ræddum þetta, Roy Keane, Matt Le Tissier, Keiko og margt fleira í þessum hlaðvarpsþæti!