POPULARITY
Þórarinn ræðir við Hjálmtý Heiðdal, formann Félagsins Ísland-Palestína um stríðið fyrir botni miðjarðarhafs, stjórnmálin á Íslandi, akademískt frelsi og sumarbústaðarferðir. Rætt er um stríðið ásamt því að ræða vendingar hérlendis er varðar mótmælendur sem hafa bæði ráðist gegn fjölmiðlum og akademísku frelsi á Íslandi. Hjálmtýr og Þórarinn takast á um það hvar mörk tjáningarfrelsi prófessora eigi að liggja og hvort að réttlætanlegt sé að kveða í kútinn það sem viðkomandi telur vera forkastanlegar skoðanir. Fasismi ber á góma, þjóðarmorð, afrakstur mótmæla á Íslandi og margt fleira.- Auka stuðningsmenn Palestínu við almennan stuðning með sínum mótmælum?- Hefur Ísraelsríki tilvistarrétt?- Hvort myndi Hjálmtýr fara í sumarbústað með Hannesi Hólmsteini, Stefáni Einari eða Frosta Logasyni?Þessum spurningum er svarað hérTil að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Einar Þorsteinsson og Halldór Halldórsson ræða um stöðuna í borginni, nýjustu kannanir um fylgi flokka, hvort að Framsókn nái vopnum sínum, hvort að Sjálfstæðisflokkurinn eigi mögulega á því að komast í meirihluta, hvort að innstæða sé fyrir fylgi Samfylkingarinnar og annað sem snýr að pólitíkinni. Þá er rætt um skipulagsmálin og íbúðauppbyggingu, hvernig stjórnmálaskoðanir skiptast eftir hverfum, tillögur um skattalækkanir sem núverandi meirihluti vill ekki heyra minnst á og margt fleira. Við ræðum líka um nýjan aðstoðarmann menntamálaráðherra, hvernig ríkisstjórninni mun takast að koma fjárlögum í gegn, um aðför ríkisstjórnarinnar að atvinnulífinu og fleira.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson slá á létta strengi og kæta landsmenn með nærveru sinni í hlaðvarpi þjóðarinnar. Rætt er um einbeittan (brota)vilja ríkisstjórnarinnar sem vill troða okkur inn í ESB, óljós skilaboð utanríkisráðherra í samtölum við erlenda miðla, þögn forsætisráðherra um tollamál, rugludalla sem vilja skerða akademískt frelsi, stöðu flokka í könnunum sem og önnur málefni líðandi stundar.
Einar Sigurðsson og Hörður Ægisson fara yfir allt það helsta, eftirmálana af þinglokunum, villandi umræðu um mögulega aðild að Evrópusambandinu, verðmætasköpunina sem fjallað er um í stjórnarsáttmálanum en finnst hvergi, minnkandi líkur á frekari vaxtalækkunum í bili, mögulegan samruna Arion og Kviku og margt fleira.
Kristín Gunnarsdóttir og Stefán Einar Stefánsson fara yfir dramatískan dag í stjórnmálunum á sinn einstaka og yfirvegaða hátt, hvort að leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi burði til að leiða mál til lykta á farsælan hátt, þá undarlegu staðreynd að fólk sé almennt upplýst um 71.gr. þingskapalaga ásamt öðrum og mikilvægum málum og atbuðum sem áttu sér stað í vikunni.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson mæta í Þjóðmálastofuna að loknum löngum vinnudegi og fara yfir allt það helsta. Rætt er um hneykslunarbylgju vegna norskra auglýsinga, skort á efnislegri umræðu um aðför að atvinnulífinu, flótta nýs formanns Sjálfstæðisflokksins, skrýtnar ráðningar í Valhöll, njósnamál, yfirlæti héraðssaksóknara og margt fleira.
VÆB bræður, Matthías og Hálfdán, stíga á svið í Basel fyrir Íslands hönd á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision 13.maí. Hópurinn fer til Sviss síðar í vikunni og það er skiljanlega mikil spenna fyrir því sem koma skal. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins og VÆB var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það sem er framundan og stemninguna í hópnum. Léttsveit Reykjavíkur er stærsti kvennakór landsins, en hann samanstendur af 100 konum á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn. Léttsveitin á þrjátíu ára afmæli í ár og verður því með ýmsa viðburði tengda afmælinu víða um landið. Við fengum þær Ingibjörgu Margréti Gunnlaugsdóttur, formann kórsins og Helgu Björk Jónsdóttur, kórfélaga, til að segja okkur frá kórnum, starfseminni og afmælisárinu. Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Í dag ræddi hann við okkur um rafmagnsleysið á Spáni og í Portúgal undanfarinn sólarhring og tengsl þess við veður. Hann talaði svo um þessa góðu tíð sem hefur verið undanfarið og bar hana saman við sama tíma í fyrra og svo skoðuðum við aðeins horfurnar framundan. Kemur hret? Einar fór með okkur yfir það í veðurspjallinu í dag. Tónlist í þættinum í dag: Vorið kemur / Diddú (Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum) Róa / VÆB (Ingi Bauer, Gunnar Björn Gunnarsson, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, enskur texti Peter Fenner) Langferð (Aften) / Léttsveit Reykjavíkur (Matti Borg, texti Eygló Eyjólfsdóttir) Þá mun vorið vaxa / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson, texti Einar Georg Einarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við forvitnuðumst í dag um nýja sjónvarpsþáttaröð sem kallast A&B og er saga tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona. Þeir vöktu fljótt mikla athygli fyrir mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum á Skaganum. Þeir fóru ungir í atvinnumennskuna, léku með landsliðinu og saga þeirra þar er rakin í þáttunum. Þeim er svo fylgt eftir í gegnum viðskiptaævintýri eftir atvinnumennskuna og hvernig þeir fundu báðir aftur fótboltann og nú er til dæmis Arnar orðinn landsliðsþjálfari hjá karlalandsliðinu. Þetta er saga drengja sem upplifa drauma sína, en lenda líka í hremmingum innan sem utan vallar. Gunnlaugur Jónsson, umsjónarmaður, handritshöfundur og framleiðandi þáttanna, kom í þáttinn ásamt Arnari, öðrum bróðurnum. Steinunn Harðardóttir leiðsögukona hefur í 12 ár farið í pílagrímsgöngur áleiðis til Rómar en á miðöldum gengu fjölmargir íslenskir pílagrímar til Rómar. Einn þeirra var Nikulás ábóti á Munkaþverá í Eyjafirði en hann fór til Noregs og Danmerkur og gekk þaðan til Rómar og svo alla leið til Jerúsalem. Hann skrifaði leiðarvísi fyrir aðra pílagríma árið 1153-4, „Leiðarvísir og borgarskipan“ er sá eini sinnar tegundar frá þessum tíma sem hefur varðveist í Evrópu. Þegar Steinunn kom til Rómar síðasta haust stóðu yfir miklar viðgerðir á borginni vegna Heilags árs hátíðarhöldum sem hófust á jólum 2024 og standa út allt þetta ár. Heilög ár eru haldin af kaþólsku kirkjunni á 25 ára fresti. Steinunn kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá. Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Það er hafið nýtt eldgos suðaustur af Þorbirni við Grindavík, því fór Einar aðeins yfir stöðuna, til dæmis hvað varðar gasdreifingu. Svo gerði hann aðeins upp veturinn, en með mars lauk veðurstofuvetrinum. Einar talaði svo að lokum um mikla hita sem nú geysa á fjarlægum slóðum, s.s. sunnarlega í Bandaríkjunum, í Kákasus og á Tælandi og merkilegt marsveður sem Madrídingar og Spánverjar hafa upplifað. Tónlist í þættinum í dag: Ég skal bíða þín / Helgi Björnsson (Michel Legrande, texti Hjördís Morthens) April in Paris / Count Basie orchestra (Vernon Duke) Creepin' in / Dolly Parton og Norah Jones (Lee Alexander) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um kveðjuræðu Bjarna Benediktssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, formannskjör í flokknum sem fram fer um helgina, um neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, um borgarstjóra sem veit ekki hvað samningur við kennara mun kosta, vandræði ríkisstjórnarinnar og margt fleira.
Suomessa on vireillä ennätysmäärä vihreän siirtymän investointihankkeita, joiden kokonaisarvon arvioidaan olevan noin 280 miljardia euroa. Euroopan komissio on juuri hyväksynyt Suomen verohyvityksen suurille vihreän siirtymän investoinneille, joiden tarkoituksena on vauhdittaa matkaa kohti ilmastoneutraaliutta. Millaiset hankkeet kuuluvat verohyvityksen piiriin? Entä mitä muuta yritysten on syytä ottaa huomioon tukihakemukseen liittyen? Uusimmassa podcastissamme verotiimimme osakkaat Heikki Wahlroos ja Einari Karhu sekä vihreän siirtymän hankkeista vastaava osakas Casper Herler keskustelevat aiheesta ja vastaavat mm. yllä oleviin kysymyksiin.
Við fjölluðum um gigt og mataræði í þættinum í dag. Talið er að einn af hverjum fimm fái gigtarsjúkdóm einhvern tíma á lífsleiðinni og allir geta fengið gigt, óháð aldri. Einkennin geta verið misjafnlega alvarleg, það fer eftir uppruna, en það sem flestar gigtar tegundir eiga sameiginlegt eru bólgur, stirðleiki og verkir. Vísindalegar rannsóknir sýna að bólgustemmandi mataræði dregur ekki bara verulega úr einkennum heldur eykur einnig lífsgæði og vellíðan. Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um gigt og mataræði. Við fræddumst svo um bækur sem eru fyrst og fremst fyrir fólk af erlendum uppruna sem er að læra íslensku. Þetta eru skáldsögur, smásögur, þar sem erfið orð og orðasambönd eru útskýrð með tilvísunum sem þá hjálpa nemendum, sem er búin með grunnnám í íslensku, til að komast lengra í málskilningi og málnotkun í gegnum áhugaverðar sögur. Bækurnar henta líka til að efla orðaforða íslenskra barna og unglinga. Kristín Guðmundsdóttir er matartæknir að mennt og höfundur bókarinnar kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum bókum, hvernig þær komu til og hvernig og hverjum þær hafa nýst. Svo var það veðurspjallið, Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom til okkar í dag og í þetta sinn staldraði Einar aðeins við óveðrið í síðustu viku, 5. og 6. febrúar. Þó veðrið hafið orðið hart og þó nokkuð afbrigðilegt gekk mjög vel að spá fyrir um það. Svo eru það vetrarblæðingar á vegum sem hafa eðlilega verið mjög í fréttum undanfarið. Hvað þarf til, veðurfarslega, til að framkalla þennan ófögnuð? Og þessar vetrarblæðingar eru ekki bara bundnar við Ísland. Svo í lokin veltum við fyrir okkur spurningunni, er að koma vor? Tónlist í þætti dagsins: Hr. Reykjavík / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Einbúinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson o g Mannakorn (Magnús Eiríksson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Jeg har så travlt / Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson (Tina Dickow) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Um helgina fór fram fundur á vegum Umboðsmanns barna í samvinnu við ungmennaráðin á höuðborgarsvæðinu og UNICEF þar sem málefni Strætó voru rædd. Markmið fundarins var að koma á formlegum umræðum milli barna og ungmenna, Strætó og sveitastjórnum um umbætur á strætókerfinu með hag barna að leiðarljósi. Þau Dagur Jónsson og Júlíanna Rós Skúladóttir voru tveir af fulltrúum ungmenna á fundinum, þau voru hjá okkar í dag og sögðu okkur frá því helsta sem ungmennin komu á framfæri á fundinum, til dæmis öryggismál og samskipti við vagnstjóra og hvernig var tekið í tillögurnar. 64 ára gamall húsasmiður og innanhúsarkitekt úr Hafnarfirði var að gefa út sína fyrstu bók, ljóðabók sem heitir Þú ert engill. Hans Unnþór Ólason heitir höfundurinn og hefur fengist við að raða saman orðum í rúmlega hálfa öld og yrkisefnið í þessari ljóðabók er konan hans Helena Mjöll en hann segir að hún sé engill í mannsmynd. Við töluðum við Hans í dag. Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í Veðurspjallið í dag. Hann talaði um ótíðina að undanförnu og djúpar lægðir á Atlantshafinu. Svo sagði hann okkur frá veðurspám sem verða sífellt nákvæmari og hvernig verkefni veðurfræðinga hefur því breyst frá því að spá í veðrið yfir í að túlka og vara við á réttum tíma og stöðum og þar mun gervigreindin, eða hermigreindin, gegna miklu hlutverki í túlkun veðurspárinnar. Svo ræddi hann um vetrarvertíð til forna sem hófst eftir Kyndilmessu (2.feb) og erfiða sjósókn um hávetur. Einar horfði svo til verstöðvarinnar í Dritvík og við enduðum á lestri Jóns Helgasonar á Áföngum, 3. erindi um Dritvík. Tónlist í þættinum í dag: Önnur sjónarmið / Edda Heiðrún Bachman (Hilmar Oddsson) Dagný / Eivör Pálsdóttir og Egill Ólafsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) Ást / Orri Harðarson (Orri Harðarson) Óbyggðirnar kalla / KK & Magnús Eiríksson (Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara yfir fyrsta mánuðinn í lífi ríkisstjórnarinnar, hið nýja styrkjamál, hvernig halda þarf Flokki fólksins í gjörgæslu, um ónot í garð Morgunblaðsins, ráðningu á flokksgæðingum í ráðuneyti menntamála, slaginn um þingflokksherbergin, formannskjör í Sjálfstæðisflokknum og mögulega í Framsóknarflokknum og margt fleira.
Í upphafi árs, á þeim tímamótum, skoðum við gjarnan stöðuna á ýmsu, það eru vörutalningar, hvernig er formið? Eftir jólin og veislurnar endurskoðum við jafnvel mataræðið. Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar í janúar. Það er dagskrá af því tilefni allan þennan mánuð og við fengum nýjan formann samtakanna, Aldísi Amah Hamilton til að koma og segja okkur meira frá veganúar. „Á Vestfjörðum, í afskekktri verbúð á 19. öld, þarf Eva ung ekkja, að taka erfiða ákvörðun þegar erlent seglskip strandar í firðinum,“ segir í lýsingu á myndinni The Damned, sem er sálfræðitryllir innblásin af íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar í fullri lengd en hann skrifaði söguna ásamt handrits höfundinum Jamie Hannigan. Þórður kom í þáttinn í dag. Veðrið leikur alltaf stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga og á því er engin breyting í dag. Heimsókn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er kærkomin annan hvern þriðjudag og í dag kom hann með smá viðbót við veðuruppgjör síðasta árs þar sem hann skoðar ástæður fyrir því hvað 2024 var kalt. Svo ræddi hann um ísinn á Þingvallavatni og umskipti í veðurspánni framundan. Tónlist í þættinum: Stóð ég út í tunglsljósi / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Heine Heinrich, íslenskur texti Jónas Hallgrímsson) Landíbus með jökri (Nú hvaða hvaða?) / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson) Never Going Back / Fleetwood Mac (Lindsey Buckingham & Christine McVie) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson taka stöðuna í upphafi nýs árs. Við ræðum vel heppnaða Áramótasprengju Þjóðmála sem haldin var í Borgarleikhúsinu, förum yfir nýliðið ár og þá atburðarrás sem hófst strax í upphafi ársins og leiddi af sér tvennar kosningar, hvernig ný ríkisstjórn fer af stað, val á aðstoðarmönnum, áskoranirnar á nýju ári, mögulegt uppgjör í Sjálfstæðisflokknum, stöðu alþjóðamála og margt fleira.
Soroptimistasamband Íslands samanstendur af 20 klúbbum um allt land sem eru hluti af alþjóðlegum samtökum kvenna sem stuðla að bættri stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Á sunnudaginn var Soroptimistaklúbbur Vestfjarða stofnaður. Við töluðum við Sigríði Kr. Gísladóttur og Hörpu Guðmundsdóttur um Soroptimista og þeirra starf og átakið Roðagyllum heiminn, en í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, hófst 16 daga vitundarvakning þar sem Soroptimistar fræða fólk til að þekkja rauðu aðvörunarljósin þegar kemur að stafrænu ofbeldi. FLÍSS, Félag um leiklist í skólastarfi, heldur hátíðlegan IDEA daginn á morgun. IDEA eru alþjóðasamtök leiklistar/leikhúss og menntunar. Haldið er upp á daginn árlega til þess að fagna og minna á mikilvægi þess að nota kennsluaðferðir leiklistar í skólum landsins. Leiklist kom inn í Aðalnámskrá grunnskóla árið 2013 og er nú orðin að fullgildri kennslugrein til jafns við aðrar listgreinar. Ása Helga Ragnarsdóttir, formaður FLÍSS, og Halldóra Björnsdóttir leikkona og leiklistarkennari komu í þáttinn. Einar Sveinbjörnsson kom til okkar í Veðurspjallið í dag. Í þetta sinn fræddi hann okkur um daggarmark loftsins, veðurútlit næstu daga og kosningaveðrið en mikil óvissa er í spám eftir að þessum frostakafla lýkur. Að lokum sagði hann okkur frá bókinni Veðurfregnir og jarðafarir eftir Maó Alheimsdóttur, en það er skáldsaga þar sem veðurfræðingur er ein aðalpersónan. Tónlist í þættinum: Borð fyrir tvo / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson, texti Bragi Valdimar Skúlasons) Smile / Nat King Cole ( Charlie Chaplin, Geoffrey Parsons og John Turner) Knowing me knowing you / ABBA (Benny og Björn) Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst um Vertonet, samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi, í þættinum í dag, eða nánar tiltekið um átaksverkefni Vertonet sem er samvinnuverkefni yfir 20 fyrirtækja, samtaka og menntastofnanna í upplýsingatækni til að auka hlut kvenna og kvára í tæknigeiranum á Íslandi. Tæknigeirinn hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og talið er að það vanti um níu þúsund sérfræðinga til að standa undir þeim vaxtaráformum sem eru til staðar í hugverkaiðnaðinum hér á landi. Ásdís Eir Símonardóttur, stjórnenda- og mannauðsráðgjafi og driffjöður átaksverkefnis Vertonet sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Viltu heilbrigðari samskipti og sambönd? Einlægni og nánd í stað spennu og fjarlægðar og vera með opið hjarta án ótta við höfnun? Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðferðararaðili í áfalla- og uppeldisfræðum hún fræddii okkur í dag um óheilbrigð mynstur í samböndum sem fara sama hringinn aftur og aftur og koma í veg fyrir þá einlægni og nánd. Það sem í daglegu tali kallað ástarþrá og ástarfælni. Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Hann talaði um hitann á landinu í nótt sem er óvenjulegur í alla staði, en þó ekki met þó nærri hafi farið. Hann tengdi hitann við uppruna loftsins suður í höfum og heitum sjó þar. Einar talaði svo um eftirtektarverða hita á Kanaríeyjum síðustu daga. Það rigndi mikið fyrir vestan og með vatnavöxtum og skemmdum á vegum, 111 mm. sólarhringsúrkoma á Hólum í Dýrafirði, sem þykir með mesta móti þar. Það er svo von á stórrigningu að nýju á fimmutdag og svo skoðuðum í lokin við langtímaspána með Einari, en umskiptum er spáð á föstudag með kólnandi veðri. Tónlist í þættinum Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Með vaxandi þrá / Geirmundur Valtýsson og Erna Gunnarsdóttir Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar (Geirmundur Valtýsson og Hjálmar Jónsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Norðurhjálp tekur við og selur allskyns notaðar vörur; fatnað, heimilisbúnað, húsgögn, bækur, smádót, listaverk og margt fleira. Allur ágóði fer í að styrkja einstaklinga og fjölskyldur á svæðinu sem ekki hafa mikið á milli handanna. Fjórar konur sem hafa starfað lengi við sjálfboðavinnu tóku höndum saman og vinna nú 6 daga vikunnar við að taka á móti vörum og við afgreiðslu. Við heimsóttum Norðurhjálp í rúmlega 400 fm. skemmu sem þær leigja undir starfsemina rétt hjá Glerártorgi. Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir tók á móti okkur. Svo heyrðum við í Snorra Vilhjálmssyni í Austurríki, en hann starfar þar við golfvallahönnun hjá fyrirtæki sem kennt er við einn frægasta kylfing heims. Snorri lærði golfvallahönnun í Skotlandi og vinnur nú að hönnun og byggingu glæsilegra golfvalla um nánast allan heim. Það er ekki víst að margir viti hvað felst í starfi golfvallahönnuðar. Við fengum Snorra til að segja okkur í dag. Einar Sveinbjörnsson kom svo í veðurspjallið í dag. Í þetta sinn sagði hann okkur frá kaldri tungu sjávar undan Vestfjörðum og Húnaflóa um þessar mundir og hvernig hún mótar hitafarið. Svo talaði Einar um veðurstöðina Grímsstaði á Fjöllum. Þar er ríkir hálfgert meginlandsloftslag og hann ætlar að skoða kuldana undanfarna daga einmitt þar. Og að lokum veltum við því fyrir okkur hvort fellibyljatímanum á Atlantshafi sé lokið. Tónlist í þættinum í dag: Pínulítið lengur / Stefán Hilmarsson (D. Gates, texti Stefán Hilmarsson) Litli tónlistarmaðurinn / Elly Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson eða Tólfti September) Build Me Up Buttercup / The Foundation (A. G. Instone, M. D'Abo og T. Macaulay) Veðurglöggur / Spilverk Þjóðanna (Spilverk Þjóðanna) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Kokiko Esko herätyksen? Kaverin puolesta kyselen -osiossa mietitään, onko ongelmallista jos esihenkilö on ystävä alaisen kanssa? Levähdyspaikat: Onko niille vielä käyttöä? Hellittelynimet: Ihanaa -vai voi ei? Unibossukka ja haniböllerö -ei jatkoon! Makkosten pikku-Einari vaasin kimpussa... Suvi pitää turvatarkastus-visailun! Selviäisitkö sinä tästä? Esko ei...
Málbjörg er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp og einnig gefa þeim sem stama möguleika á að hjálpa hvert öðru með því að ræða saman í góðu umhverfi og skiptast á skoðunum og reynslu. Nú hefur félagið sett á fót hlaðvarp, Stamvarpið, og sú sem heldur utan um það heitir Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og við ræddum við hana í þættinum og heyrðu brot úr Stamvarpinu, en í hljóðbútnum heyrðist í Sveini Snæ Kristjánssyni. Páll Ásgeir Ásgeirsson, útivista- og leiðsögumaður, sem kom í Sumarmál á þriðjudögum í sumar, kom í eitt síðasta skipti til okkar í dag. Hann sagði okkur frá áhugaverðum stöðum á Vesturlandi og tengdi meira að segja Vesturland við álfa, huldufólk, skrímsli og geimverur. Veðurspjallið með Einar Sveinbjörnssyni er komið aftur á dagskrá og í dag gerðum við upp með Einari veðursumarið, hita og úrkomu og fáaeina góða daga. Við sppjölluðum einnig um veðrið á Svalbarða sem hefur verið ótrúlega hlýtt sem og í N-Evrópu. Að lokum fjallaði Einar um horfurnar, hvort einhverjar breytingar séu í vændum og hvað gefa lengri tíma spár til kynna. Tónlist í þættinum: Ef að ég má / Friðrik Ómar (erlent lag, texti Óttar Felix Hauksson) Wonderful / Toggi (Hallgrímur Jón Helgason, Helgi Egilsson, Don Pedro,Sveinbjörn Bjarki Jónsson,Toggi, texti Toggi) Fyrirheitna landið / Geirfuglarnir og Jóhann Sigurðarson (Þorkell Heiðarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í þessum þætti er gluggað í Prestasögur Oscars Clausen, líkt og í tveim þáttum fyrr á árinu. Fyrst segir frá séra Einari „prestlausa“ í Grímstungu í Húnavatnssýslu á 18. öld en hann var sagður „hrekkjamaður og illmenni“. Þá segir af hinum bláfátæka séra Jóni Mikaelssyni í Vesturhópshólum sem var dæmi um að síst væru allir prestar vel stæðir. Þá segir frá séra Þorbirni Einarssyni í Sauðlauksdal á 17. öld, „harðleiknum ístrubelg“. Síðast segir frá „Galdra-Manga“, séra Magnúsi Einarssyni á Árnesi á Ströndum.
Stefán Einar Stefánsson og Sigríður Á. Andersen undirbúa þjóðina fyrir verslunarmannahelgina sama dag og nýr forseti tekur við völdum. Við höldum aðeins áfram að ræða um réttmæti og starfsemi erlendra veðmálasíðna, ræðum um óraunhæf markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og möguleikana á orkuskiptum, hlutverk ríkisvaldsins, glæpamenn sem skipta um nafn, stöðuna í stjórnmálunum, sálarangist stuðningsmanna Hamas-samtakanna sem misstu einn leiðtoga sinn í vikunni, hvort að embættismenn hafi of mikil völd og margt fleira.
Sendu okkur skilaboð!Í þessum stórskemmtilega þætti förum við yfir kampavínsmarkaðinn með Stefáni Einari en hann er ekki einungis fremsti blaðamaður landsins um þessar mundir heldur einnig sérfræðingur í kampavíni og líklega fremstur á landinu í þeim efnum einnig. Það var því vel við hæfi að fá hann til að skóla okkur til í þessum fræðum. Missið ekki af þessum!
Einar Örn Ólafsson, forstjóri og einn stærsti eigandi flugfélagsins Play, ræðir um stöðu félagsins og uppbyggingu, samkeppnina hér heima og innanlands, horfurnar framundan, þær breytingar sem kunna að verða á framboði félagsins, flotamálin, stöðu ferðaþjónustunnar, hlutabréfamarkaðinn, viðhorf stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni og margt fleira.
Tässä jaksossa fysioterapeutti Marko Grönholmin vieraana on fysioterapeutti Einari Kurittu ja aiheena on ACL- eli eturistisidevammojen hoito ja kuntoutus sekä näiden nykytila Suomessa nyt vuonna 2024. Puhumme jaksossa muun muassa naisurheilun ACL-vammaepiemiasta, eturistisidevamman riskitekijöistä, hoitolinjan valinnasta sekä ennen kaikkea laadukkaan kuntoutusprosessin rakenteesta ja siinä huomioivista asioista sekä paljosta muusta aiheen ympärillä. Lisäksi tähän jaksoon liittyy jalkapallovalmentaja Omar Adlanin haastattelu ACL-vammoista naisten jalkapallossa. Omar työskentelee FC Hongan naisten edustusjoukkueen päävalmentajana ja on kohdannut valitettavan monta ACL-vamma joukkueessaan ja podcastissa kuulemme myös hänen näkökulmaansa asiaan. Omarin kanssa keskustelu on käyty englanniksi ja siitä on tähän jaksoon koostettu lyhyt tiivistelmä. Koko keskustelu on katsottavissa YouTubesta: https://youtu.be/N2ybPOloK_g Tervetuloa mukaan! Miten voisin kehittää tästä podcastista entistä paremman ja sinulle merkityksellisen kuuntelukokemuksen? Otan mielelläni vastaan kommentteja, palautetta, kysymyksiä ja toiveita sähköpostitse podcast@movementphysio.fi tai Instagramissa @movement_physio. Fysioterapiaa liikkeellä -podcastia tukevat Kuntoutuskouluttajat, VK-Kustannus, Kir-Fix ja Palautuminen-com. Kuntoutuskouluttajien ajantasaiseen koulutustarjontaan voit tututustua osoitteessa https://www.kuntoutuskouluttajat.fi/koulutukset/ VK-Kustannuksen verkkokaupasta osoitteessa https://vk-kustannus.fi/kauppa saat koodilla 'MG' jo julkaistuista kirjoista -25% alennuksen Kir-Fixin palvelevan verkkokaupan valikoimiin pääset tutustumaan osoitteessa https://kir-fix.fi Palautuminen-com tuo käyttöösi GameReady-kylmäkompressiojärjestelmän sekä monia muita innovatiivisia tuotteita. Saat -10% alennuksen ActivForce2 -dynamometrista koodilla 'MG10' verkkokaupasta osoitteessa https://palautuminen.com
Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl Gunnlaugsson mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi umhverfis fræðingnum Heiðdísi Ingu Hilmarsdóttur.Einari er ýmislegt til lista lagt en hefur hann gefið út tvær plötur, samið texta fyrir marga helstu tónlistarmenn landsins og er hann þessa stundina á loka metrunum að skrifa sína fyrstu skáldsögu sem kemur út í mars.Heiðdís er menntuð umhverfisfræðingur og vinnur hún þessa stundina hjá krónunni á umhverfissviði.Einar og Heiðdís kynntust á jólaballi MR þar sem Einar gaf undanþágu af strangri miðasölu reglu fyrir hana þar sem hún átti afmæli, þau eyddu dágóðum tíma saman á ballinu og hlutirnir gerðust hratt í kjölfarið og hafa þau í raun verið saman allar götur síðan þá og eiga í dag saman tvær dætur.Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina, textasmíðina og rithöfundamennskuna, hvar áhuginn kviknaði á umhverfisfræðinni, rómantíkina, húmorinn, fjölskyldulífið og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð meðal annars frá óheppilegri uppákomu þeirra í leiguíbúð Einars í Svíþjóð.Þátturinn er í boði:Góu - http://www.goa.is/RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar
Afmælisþáttur Dr. Footabll með Viktori Unnari Illugasyni og Gunnari Birgissyni. Vikulokin: 4:49 Spurningin með Tölvutek. 6:22 Power-rank í boði Dineout. 11:10 Farið yfir fréttir vikunnar. Óskar Hrafn til Haugesund? 15:39 Umræða um nýju Beckham þættina í boði Wunderbar. 22:46 Menningarhorn Dr. Football með Nettó. 24:37 Yngri boltinn með Nóa Siríus. 33:29 Rætt um EM 2028 í Bretlandi og Írlandi með Einari Á. 36:05 Besta lið skipað rauðhærðum leikmönnum. 39:41 Umræða um íslenska karla landsliðið. 45:05 Farið yfir leiki gærdagsins í EM umspilinu. 49:17 Besta deildin. 52:35 Enski boltinn. 1:01:58 El Grande með Poulsen.
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara léttir inn í verslunarmannahelgina. Í nýjum þætti er rætt um stöðu ferðaþjónustunnar og hvernig ferðamenn við viljum helst fá til landsins, um hagnað bankanna og traust almennings til bankakerfisins, um nýja stjórn Íslandsbanka og það hvernig kjör hennar fór fram, um þingmann Pírata sem vill efla lögregluna og margt fleira.
Þórður Gunnarsson og Örn Arnarson fara yfir málefni líðandi stundar á helgarvakt hlaðvarps Þjóðmála. Rætt er um tiltrú á aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda í baráttu við verðbólgu og hvort að það sé rétt að tala um verðbólgu sem gróðabólgu, hvort það sé góð hugmynd að stofna þjóðarsjóð, það hvernig stjórnvöld nota Samkeppniseftirlitið eins og svissneskan vasahníf, um hluthafafund í Íslandsbanka, hvort að ferðaþjónustan sé að draga niður kaupmátt heimilanna og það hvort að heimurinn sé að stikna eða hvort það eigi bara við um gufubaðið hjá Stefáni Einari.
Þórarinn ræðir við Stefán Einar Stefánsson um heilbrigðiskerfið, stjórnmálin, húsnæðismál og margt fleira.
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson mæta í páskaskapi. Fjallað er um ársfund Seðlabankans og ráðningu aktívista í nýja stöðu innan bankans, breytingar á forystu Samtaka atvinnulífsins, leigubílstjóra sem líta á snjallsímavæðingu sem „verkfæri Satans“, orð forsætisráðherra um að atvinnulífið skuldi ríkinu pening, „táknræna“ skattahækkun, um gildi Gildis og margt fleira í gamansömum þætti með alvarlegu ívafi.
Ísland fór ekki vel af stað í undankeppni EM 2024 í gær þar sem liðið tapaði 3-0 fyrir Bosníu í Senica. Leikurinn var ekki góður hjá íslenska liðinu, bara alls ekki. Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Þór Steinke hringdu til Svíþjóðar í dag og spjölluðu við Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfara Víkings, um vonbrigðin í gær. Farið var yfir uppstillinguna á liðinu, frammistöðu liðsins í leiknum og framtíð Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara ásamt mörgu fleiru. Þetta var einn af úrslitaleikjunum í þessari undankeppni og sárt að hafa tapað honum eins og við gerðum.
Kristján Einar Kristjánsson var gestur okkar þetta skiptið og sagði okkur frá Civitas sem er nýr íslenskur tölvuleikur í vinnslu sem er byggður á bálkakeðju. Ásamt því ræddum við um Gametíví og tækni sem var þróuð í Formúlu 1 sem við nýtum í hversdaglegum græjum. Stjórnendur þáttarins eru Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
Það eru stjörnublaðamennirnir, frumkvöðlarnir og bóksalarnir Gísli Freyr Valdórsson og Stefán Einar Stefánsson sem loka árinu með okkur Pyngjumönnum. Kampavín drukkið og árið gert upp. Takk fyrir hlustunina á árinu!
Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, og Stefán Einar Stefánsson, dagskrárgerðarmaður á Morgunblaðinu, fara yfir árið sem nú er að líða. Fjallað er um áhrif af verðbólgunni sem fáum nú að kynnast í fyrsta sinn af einhverri alvöru í tæp 40 ár, aukin ríkisútgjöld, kjánaskap verkalýðshreyfingarinnar, stjórnleysið í Reykjavík, undarlega umræðu í kringum söluna á Íslandsbanka og skrýtna skýrslu Ríkisendurskoðunar, söluna á Mílu, aðra jákvæða þætti í viðskiptalífinu og margt fleira.
How green is green energy really? And what role does Asia, more specifically China play in the transition to green energy? On the 7th of July, International Energy Agency came out with a press release warning the world to diversify the solar panel supply chain, which as of now is dominated by China. In this episode, Saskia Lilli Lehtsalu, an intern at University of Tartu Asia Center will take a look at the current energy green energy dilemma and discuss the future scenarios with energy expert Einari Kisel from Tallinn University of Technology (TalTech) in Estonia. Einari is the current Head of Partnerships and Strategy in the Fin-est Center for Smart Cities in TalTech and former World Energy Council Regional Manager for Europe. The Nordic Asia Podcast is a collaboration sharing expertise on Asia across the Nordic region, brought to you by the Nordic Institute of Asian Studies (NIAS) based at the University of Copenhagen, along with our academic partners: the Centre for East Asian Studies at the University of Turku, and Asianettverket at the University of Oslo. We aim to produce timely, topical and well-edited discussions of new research and developments about Asia. About NIAS: www.nias.ku.dk Transcripts of the Nordic Asia Podcasts: http://www.nias.ku.dk/nordic-a... Learn more about your ad choices. Visit megaphone.fm/adchoices Support our show by becoming a premium member! https://newbooksnetwork.supportingcast.fm/new-books-network
How green is green energy really? And what role does Asia, more specifically China play in the transition to green energy? On the 7th of July, International Energy Agency came out with a press release warning the world to diversify the solar panel supply chain, which as of now is dominated by China. In this episode, Saskia Lilli Lehtsalu, an intern at University of Tartu Asia Center will take a look at the current energy green energy dilemma and discuss the future scenarios with energy expert Einari Kisel from Tallinn University of Technology (TalTech) in Estonia. Einari is the current Head of Partnerships and Strategy in the Fin-est Center for Smart Cities in TalTech and former World Energy Council Regional Manager for Europe. The Nordic Asia Podcast is a collaboration sharing expertise on Asia across the Nordic region, brought to you by the Nordic Institute of Asian Studies (NIAS) based at the University of Copenhagen, along with our academic partners: the Centre for East Asian Studies at the University of Turku, and Asianettverket at the University of Oslo. We aim to produce timely, topical and well-edited discussions of new research and developments about Asia. About NIAS: www.nias.ku.dk Transcripts of the Nordic Asia Podcasts: http://www.nias.ku.dk/nordic-a... Learn more about your ad choices. Visit megaphone.fm/adchoices Support our show by becoming a premium member! https://newbooksnetwork.supportingcast.fm/east-asian-studies
How green is green energy really? And what role does Asia, more specifically China play in the transition to green energy? On the 7th of July, International Energy Agency came out with a press release warning the world to diversify the solar panel supply chain, which as of now is dominated by China. In this episode, Saskia Lilli Lehtsalu, an intern at University of Tartu Asia Center will take a look at the current energy green energy dilemma and discuss the future scenarios with energy expert Einari Kisel from Tallinn University of Technology (TalTech) in Estonia. Einari is the current Head of Partnerships and Strategy in the Fin-est Center for Smart Cities in TalTech and former World Energy Council Regional Manager for Europe. The Nordic Asia Podcast is a collaboration sharing expertise on Asia across the Nordic region, brought to you by the Nordic Institute of Asian Studies (NIAS) based at the University of Copenhagen, along with our academic partners: the Centre for East Asian Studies at the University of Turku, and Asianettverket at the University of Oslo. We aim to produce timely, topical and well-edited discussions of new research and developments about Asia. About NIAS: www.nias.ku.dk Transcripts of the Nordic Asia Podcasts: http://www.nias.ku.dk/nordic-a... Learn more about your ad choices. Visit megaphone.fm/adchoices Support our show by becoming a premium member! https://newbooksnetwork.supportingcast.fm/environmental-studies
How green is green energy really? And what role does Asia, more specifically China play in the transition to green energy? On the 7th of July, International Energy Agency came out with a press release warning the world to diversify the solar panel supply chain, which as of now is dominated by China. In this episode, Saskia Lilli Lehtsalu, an intern at University of Tartu Asia Center will take a look at the current energy green energy dilemma and discuss the future scenarios with energy expert Einari Kisel from Tallinn University of Technology (TalTech) in Estonia. Einari is the current Head of Partnerships and Strategy in the Fin-est Center for Smart Cities in TalTech and former World Energy Council Regional Manager for Europe. The Nordic Asia Podcast is a collaboration sharing expertise on Asia across the Nordic region, brought to you by the Nordic Institute of Asian Studies (NIAS) based at the University of Copenhagen, along with our academic partners: the Centre for East Asian Studies at the University of Turku, and Asianettverket at the University of Oslo. We aim to produce timely, topical and well-edited discussions of new research and developments about Asia. About NIAS: www.nias.ku.dk Transcripts of the Nordic Asia Podcasts: http://www.nias.ku.dk/nordic-a... Learn more about your ad choices. Visit megaphone.fm/adchoices Support our show by becoming a premium member! https://newbooksnetwork.supportingcast.fm/chinese-studies
How green is green energy really? And what role does Asia, more specifically China play in the transition to green energy? On the 7th of July, International Energy Agency came out with a press release warning the world to diversify the solar panel supply chain, which as of now is dominated by China. In this episode, Saskia Lilli Lehtsalu, an intern at University of Tartu Asia Center will take a look at the current energy green energy dilemma and discuss the future scenarios with energy expert Einari Kisel from Tallinn University of Technology (TalTech) in Estonia. Einari is the current Head of Partnerships and Strategy in the Fin-est Center for Smart Cities in TalTech and former World Energy Council Regional Manager for Europe. The Nordic Asia Podcast is a collaboration sharing expertise on Asia across the Nordic region, brought to you by the Nordic Institute of Asian Studies (NIAS) based at the University of Copenhagen, along with our academic partners: the Centre for East Asian Studies at the University of Turku, and Asianettverket at the University of Oslo. We aim to produce timely, topical and well-edited discussions of new research and developments about Asia. About NIAS: www.nias.ku.dk Transcripts of the Nordic Asia Podcasts: http://www.nias.ku.dk/nordic-a...
Í þættinum var fjallað um tvo listamenn, hvorn á sínu sviðinu. Annar var arkitekt og teiknaði margar af glæsilegustu og þekktustu byggingum höfuðborgarinnar, hinn var Elvis Presley. Einar Erlendsson arkitekt teiknaði m.a. Gamla bíó, Herkastalann, Esjuberg þar - sem Borgarbókasafnið var lengi til húsa, hús Thors Jenssen við Fríkirkjuveg og Skólabrú. Út er kominn bók um Einar sem Björn G. Björnsson ritaði. Björn kom á Morgunvaktina og sagði okkur frá Einari arkitekt. Svo er það Elvis. Ný kvikmynd um hann var tekin til sýninga hér í fyrradag. Umboðsmaður hans er í forgrunni en sá var þrjótur og hugsaði um eigin hag fremur en listamannsins. Bjarni Arason söngvari þekkir vel sögu Elvis, hann talaði um kónginn við okkur. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, var líka með okkur. Við töluðum meðal annars um ferðatöskufjöllin í flugstöðvum víða um álfuna; farþegum til ama og óþæginda. Kristján er í Stokkhólmi þar sem mikil hátíðahöld eru framundan vegna Jónsmessu, og gefin hefur verið út gul viðvörun vegna hita og sólskins. Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: Return to sender ? Elvis Presley If I can dream ? Elvis Presley In the ghetto ? Bjarni Arason Always on my mind ? Elvis Presley
Í þættinum var fjallað um tvo listamenn, hvorn á sínu sviðinu. Annar var arkitekt og teiknaði margar af glæsilegustu og þekktustu byggingum höfuðborgarinnar, hinn var Elvis Presley. Einar Erlendsson arkitekt teiknaði m.a. Gamla bíó, Herkastalann, Esjuberg þar - sem Borgarbókasafnið var lengi til húsa, hús Thors Jenssen við Fríkirkjuveg og Skólabrú. Út er kominn bók um Einar sem Björn G. Björnsson ritaði. Björn kom á Morgunvaktina og sagði okkur frá Einari arkitekt. Svo er það Elvis. Ný kvikmynd um hann var tekin til sýninga hér í fyrradag. Umboðsmaður hans er í forgrunni en sá var þrjótur og hugsaði um eigin hag fremur en listamannsins. Bjarni Arason söngvari þekkir vel sögu Elvis, hann talaði um kónginn við okkur. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, var líka með okkur. Við töluðum meðal annars um ferðatöskufjöllin í flugstöðvum víða um álfuna; farþegum til ama og óþæginda. Kristján er í Stokkhólmi þar sem mikil hátíðahöld eru framundan vegna Jónsmessu, og gefin hefur verið út gul viðvörun vegna hita og sólskins. Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: Return to sender ? Elvis Presley If I can dream ? Elvis Presley In the ghetto ? Bjarni Arason Always on my mind ? Elvis Presley
Í þættinum var fjallað um tvo listamenn, hvorn á sínu sviðinu. Annar var arkitekt og teiknaði margar af glæsilegustu og þekktustu byggingum höfuðborgarinnar, hinn var Elvis Presley. Einar Erlendsson arkitekt teiknaði m.a. Gamla bíó, Herkastalann, Esjuberg þar - sem Borgarbókasafnið var lengi til húsa, hús Thors Jenssen við Fríkirkjuveg og Skólabrú. Út er kominn bók um Einar sem Björn G. Björnsson ritaði. Björn kom á Morgunvaktina og sagði okkur frá Einari arkitekt. Svo er það Elvis. Ný kvikmynd um hann var tekin til sýninga hér í fyrradag. Umboðsmaður hans er í forgrunni en sá var þrjótur og hugsaði um eigin hag fremur en listamannsins. Bjarni Arason söngvari þekkir vel sögu Elvis, hann talaði um kónginn við okkur. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, var líka með okkur. Við töluðum meðal annars um ferðatöskufjöllin í flugstöðvum víða um álfuna; farþegum til ama og óþæginda. Kristján er í Stokkhólmi þar sem mikil hátíðahöld eru framundan vegna Jónsmessu, og gefin hefur verið út gul viðvörun vegna hita og sólskins. Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: Return to sender ? Elvis Presley If I can dream ? Elvis Presley In the ghetto ? Bjarni Arason Always on my mind ? Elvis Presley
Fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson hefur verið áberandi á skjám landsmanna um árabil, bæði sem fréttamaður en einnig sem einn af stjórnendum Kastljóss en hefur hann nú sagt skilið við sjónvarpið í bili og freistar gæfunnar í borgarpólitíkinni. Það var einmitt á RÚV sem hann kynntist sínum betri helming, Millu Ósk Magnúsdóttur, en var hún einnig að vinna á fréttastofunni á þeim tíma.Milla fór einnig út í pólitík, þó aðeins á undan Einari og er hún í dag aðstoðarkona Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra en þar áður starfaði hún í menntamálaráðuneytinu við hlið Lilju Alfreðsdóttur. Það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá þeim hjónum en ásamt því að vera nýflutt & Einar í miðri kosningabaráttu eiga þau von á sínu fyrsta barni saman. Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum við meðal annars árin þeirra á RÚV, draumabrúðkaupið á Spáni sem breyttist í sveitabrúðkaup á Varmalandi sem breyttist í lítið brúðkaup í Hallgrímskirkju, bónorðið, kraftaverkið að verða ólétt ásamt því að þau sögðu mér margar skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð, þar á meðal skemmtilegan misskilning Einars í kirkjunni þegar Milla sýndi söngvaranum óvænta athygli.Aha.is - https://aha.isBlush.is - https://blush.is/Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Vilborg Einarsdóttir, meðstofandi Mentors og framkvæmdastjóri Bravo Earth, ræddu um strákana í skólakerfinu. Tveir af hverjum þremur nemendum Háskóla Íslands eru stelpur og Jón Atli segir mikilvægt að rétta hlutfallið af. Vilborg segir vandamálið ekki vera fjölda stúlkna í háskólum heldur hversu fáir drengir fara í háskólanám. Því í háskólum er brotthvarf kynjanna svipað á meðan yfir 30% drengja hættir í námi á framhaldsskólastigi. Vilborg segir að það sé áhyggjuefni hversu hátt hlutfall drengja getur ekki lesið sér til gagns og spurning um hvort laga þurfi skólakerfið betur að drengjum en nú er. Pétur Ottesen sat á þingi í 42 ár og 250 daga. Farið var yfir þingkosningarnar 1916 þegar Pétur var kjörinn fyrst á þing og eins mál sem hann fór fyrir á Alþingi. Viðtal Stefáns Jónssonar útvarpsmanns við Pétur frá 1. desember 1968, þegar hálf öld var liðin síðan Íslendingar öðluðust fullveldi, var leikið í þætti dagsins. Pétur lést skömmu síðar, eða 16. desember, áttræður að aldri. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom í þáttinn og rætt um árstíðarskiptin, fyrsti vetrardagur er á laugardaginn en síðasti sumardagur var í gær. Nú eru því veturnætur í tvo sólarhringa. Sumarið var hlýtt og það rigndi mikið í september. Á næstunni má búast við því að það verði ágætt veður og lægðirnar færri en oft áður. Einar ræddi loftslagsmálin en í byrjun nóvember fer fram loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi. Ísland fer stefnulaust þangað og það veldur ekki bara Einari vonbrigðum heldur einnig Halldóri Þorgeirssyni formanni Loftslagsráðs. Rætt var við Halldór í Speglinum í gærkvöldi. Tónlist: Ófeigur með Geirfuglunum Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Steinunn Camilla Þóra Sigurðardóttir sótti um sumarvinnu hjá Einari Bárðar vorið 2004 þegar hún mætti í áheyrnaprufu fyrir Nylon flokkinn og síðan rak hvert ævintýrið annað. Leiðir þeirra skildu viðskiptalega undir lok árs 2007 og stúlkurnar fóru sínar eigin leiðir. Í tveggja þátta samtali ræða Steinunn og Einar um upplifun hvors sum sig af Nylon ævintýrinu og árin sem tóku við í Bandaríkjunum. Steinunn fer einnig yfir komuna heim til Íslands og þegar hún hirti titilinn "Umboðsmaður Íslands" af Einari sem umboðsmaður Bríetar, Auðs og margra skærustu stjarnanna á landinu í dag.
Steinunn Camilla Þóra Sigurðardóttir sótti um sumarvinnu hjá Einari Bárðar vorið 2004 þegar hún mætti í áheyrnaprufu fyrir Nylon flokkinn og síðan rak hvert ævintýrið annað. Leiðir þeirra skildu viðskiptalega undir lok árs 2007 og stúlkurnar fóru sínar eigin leiðir. Í tveggja þátta samtali ræða Steinunn og Einar um upplifun hvors sum sig af Nylon ævintýrinu og árin sem tóku við í Bandaríkjunum. Steinunn fer einnig yfir komuna heim til Íslands og þegar hún hirti titilinn "Umboðsmaður Íslands" af Einari sem umboðsmaður Bríetar, Auðs og margra skærustu stjarnanna á landinu í dag.
Sigrún Árnadóttir hlaut norræn þýðingaverðlaun Letterstedtska sjóðsins á dögunum. Sigrún kynnti landsmenn meðal annars fyrir hinum ástsæla Einari Áskeli. Víðsjá heimsækir Sigrúnu á heimili hennar í tilefni verðlaunanna. Sunna Ástþórsdóttir flytur hlustendum myndlistarpistil og veltir þar fyrir sér útskriftasýningum Listaháskóla Íslands og myndlistarnámi almennt. Einnig verður rætt við Sólveigu Thoroddsen söngkonu og hörpuleikara sem nýlega sendi frá sér hljómplötu þar sem hún syngur lög á einum sjö tungumálum og leikur undir á tvenns konar Hörpu og finnska hljóðfærið kantele. Björn Þór Vilhjálmsson segir hlustendum frá lestri sínum á bókinni Apropos of nothing, nýlegri sjálfsævisögu Woodys Allen.