Góð ráð dýr

Follow Góð ráð dýr
Share on
Copy link to clipboard

Góð ráð dýr er hlaðvarp um veganisma á Íslandi. Umsjónarmenn eru Birkir Steinn og Ragnar Freyr en þeir hafa báðir verið vegan í nokkur ár og tekið virkan þátt í framgangi grænkera á Íslandi. Þættirnir eru í samræðuformi þar sem farið er um víðan völl út frá einu þema hverju sinni. Góðir gestir verða…

Ragnar Freyr og Birkir Steinn

  • Jun 5, 2020 LATEST EPISODE
  • monthly NEW EPISODES
  • 1h 2m AVG DURATION
  • 9 EPISODES


Search for episodes from Góð ráð dýr with a specific topic:

Latest episodes from Góð ráð dýr

#009 - Veganistur

Play Episode Listen Later Jun 5, 2020 62:53


Hver elskar ekki góðan sælkeramat án dýraafurða? Veganistur þarf varla að kynna. Systurnar Helga María og Júlía Sif eru snillingarnir á bak við matarbloggið veganistur.is og gáfu nýlega út matreiðslubókina Úr eldhúsinu okkar sem inniheldur yfir 100 gómsætar vegan uppskriftir. Í þættinum förum við yfir hvernig allt þetta byrjaði og hvað gefur þeim hugmyndir og innblástur þegar kemur að vegan matargerð. Þátturinn var tekinn upp í Janúar 2020. Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

#008 - Erum við að vinna?

Play Episode Listen Later Apr 28, 2020 85:12


Í tilefni Veganúar 2020 kom hingað dýraréttindasinninn Jake Conroy eða The Cranky Vegan. Jake er búinn að vera aðgerðarsinni fyrir dýrin síðan 1995, vegan í yfir 20 ár og hefur tekið þátt í ótal mótmælum, kennsluviðburðum og gjörningum auk þess að stunda borgaralega óhlýðni í þágu dýranna. Jake er einn stofnenda Stop Huntington Animal Cruelty samtakanna árið 2001 sem er talin ein áhrifamesta dýraréttindaherferð sögunnar. Og fyrir það var hann titlaður hryðjuverkamaður og var dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum í fjögur ár. Þátturinn var tekinn upp 8. janúar 2020. Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

#007 - Ekkert mál að vera 100% vegan

Play Episode Listen Later Jan 26, 2020 70:33


Ólafur Gunnar Sæmundsson er þaulreyndur næringarfræðingur sem kennir fræðin við Háskóla Reykjavíkur. Við tókum gott spjall við hann um vegan matarræði, Game changers, ketó og fleira og leynir Ólafur ekki skoðunum sínum. Þátturinn er stútfullur af fróðleik sem ekki má láta framhjá sér fara. Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

#006 - Eina sem hann vill dautt er rokkið sitt

Play Episode Listen Later Dec 10, 2019 62:43


Við förum út um víðan völl með Sigvalda Ástríðarsyni eða Herra Tofu í þessum nýjasta þætti af Góð ráð dýr. Það þarf varla að kynna manninn. Sigvaldi er búinn að vera vegan í meira en áratug og hefur látið að sér kveða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Hann er þungarokkari, áhrifavaldur, hot sósu tester og var fyrsti formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Þátturinn er í boði Jömm og Vegan búðarinnar. Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

#005 - Kraftur grænkerafæðis

Play Episode Listen Later Oct 2, 2019 32:32


Vegan heilsa er ráðstefna sem verður haldin í Silfurbergi Hörpu 16. október næstkomandi. Á ráðstefnunni flytja meðal annars heimsþekktir læknar erindi um vegan mataræði, heilsu og næringu. Við fengum Elínu Skúladóttur, skipuleggjanda ráðstefnunnar til okkar í smá spjall. Við tölum um kveikjuna að hugmyndinni, förum létt yfir fyrirlesara ráðstefnunnar og mikilvægi þess að halda ráðstefnu eins og Vegan heilsu hérna heima. Þátturinn er í boði Jömm og Vegan búðarinnar. Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

#004 - Næringin

Play Episode Listen Later Sep 23, 2019 63:51


Í þessum þætti ræðum við við næringar- og matvælafræðinginn Gúðrúnu Ósk Maríasdóttur um allt sem tengist vegan mataræði og næringu. Viðtalið var mjög fróðlegt og mun eflaust hjálpa mörgum að feta sig áfram í vegan lifstilnum. Þið finnið Guðrúnu Ósk og Go heilsu á: https://www.instagram.com/go_heilsa/ Þátturinn er í boði Jömm og Vegan búðarinnar. Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

#003 - That Vegan Couple

Play Episode Listen Later Sep 3, 2019 86:49


Við settumst niður með That Vegan Couple en þau heimsóttu Ísland sem hluta af Evróputúrnum sínum í júlí 2019. Á Íslandi héldu þau fyrirlestra, tóku þátt í Sannleikskubb og samstöðuvöku og framkvæmdu einnig fyrstu dýraréttindatruflun sem haldin hefur verið hér á landi. Natasha og Luca ræða við okkur um aktivisma og ferðalag þeirra um heiminn í þeim tilgangi að fræða almenning um veganisma og hvetja aðra til að taka fyrstu skrefin í átt að aktivisma. Við biðjumst velvirðingar á hljóðgæðunum í þessum þætti. Þátturinn er í boði Jömm og Vegan búðarinnar. Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

#002 - Fræða, ekki hræða!

Play Episode Listen Later Aug 6, 2019 60:18


Hvernig er árangurríkast að snúa sér þegar talað er við fjölskyldu, vini og vinnufélaga um veganisma? Í þessum þætti fjöllum við um hvernig það er að vera vegan í non-vegan samfélagi og hugmyndina um að setja okkur í spor viðmælenda okkar. Hvenær er gott og brýnt að tala um veganisma og hvenær ætti ef til vill að forðast að bera málefnið á borð? Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

#001 - Velkomin

Play Episode Listen Later Jul 4, 2019 41:27


Verið velkomin í hlaðvarpið Góð ráð dýr. Í þessum fyrsta þætti hlaðvarpsins tölum við um skilgreininguna á veganisma, kynnum okkur og segjum frá því hvernig við urðum vegan. Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

Claim Góð ráð dýr

In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

Claim Cancel