Eftirmál

Follow Eftirmál
Share on
Copy link to clipboard

Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum. Samsetning: Adelina Antal


    • May 4, 2022 LATEST EPISODE
    • infrequent NEW EPISODES
    • 54m AVG DURATION
    • 5 EPISODES


    Search for episodes from Eftirmál with a specific topic:

    Latest episodes from Eftirmál

    Flugslys við Múlakot

    Play Episode Listen Later May 4, 2022 73:32


    Ida Björg Wessman flugmaður missti foreldra sína og yngri bróður í hræðilegu flugslysi við Múlakot í júní 2019. Slysið vakti mikinn óhug, ekki síst í flugsamfélaginu, þar sem faðir Idu var reyndur flugstjóri og bróðir hennar nýútskrifaður flugmaður. Ida hefur ekki tjáð sig um þessa atburði hingað til en segir sögu sína í Eftirmálum.Samsetning: Adelina Antal

    Flótti Matthíasar Mána

    Play Episode Listen Later Apr 27, 2022 42:58


    Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Hann var á flótta í tæpa viku og á þeim tíma hafðist hann við í sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu útbúin eins og Rambó, stal fjórhjóli sem hann ferðaðist á um að næturlagi, nýtti tunglsljós til að sjá í myrkri og hugðist veiða sér til matar með haglabyssu. Margrét Frímannsdóttir, fyrrum forstöðumaður á Litla-Hrauni, fer yfir málið í þættinum.Samsetning: Adelina Antal

    Eiginkona myrt í Sandgerði

    Play Episode Listen Later Apr 11, 2022 43:54


    Í mars 2020 lést kona að nafni Björg á heimili sínu í Sandgerði. Hún var móðir þeirra Braga og Ástu sem héldu fyrstu dagana eftir andlátið að Björg hefði verið bráðkvödd og syrgðu hana ásamt föður sínum Ragnari. Jörðin hrundi aftur, fjórum dögum eftir andlátið, þegar lögreglan handtók Ragnar föður systkinanna vegna gruns um að hann hafi myrt eiginkonu sína. Það hafði komið í ljós við krufningu á líkinu. Bragi og Ásta opna sig einlæglega um þessa skelfilegu atburði í lífi sínu í Eftirmálum.Samsetning: Adelina Antal

    Ásdís Rán og rafmyntadrottningin sem hvarf

    Play Episode Listen Later Apr 4, 2022 65:15


    Sími Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur var hleraður í aðdraganda þess að besta vinkona hennar, Ruja Ignatova, hvarf sporlaust frá Búlgaríu í október 2017. Ruja var ein ríkasta kona heims og hafði hagnast gríðarlega á One Coin, rafmynt sem síðar kom í ljós að var byggð á píramídasvindli. Ásdís opnar sig um hvarf vinkonu sinnar í þættinum og lýsir atburðarásinni frá fyrstu hendi. Samsetning: Adelina Antal

    Fjárkúgunarmálið

    Play Episode Listen Later Mar 27, 2022 44:47


    Í júní 2015 gerðu systurnar og fjölmiðlakonurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand tilraun til að kúga milljónir út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Lögreglan tók fjárkúguninni mjög alvarlega og sérsveitarmenn fóru í dulargervi og umfangsmiklar aðgerðir þegar peningarnir voru afhentir. Málið átti svo eftir að snúast upp í ákveðinn farsa og fjölmiðlasprengju. Sigmundur Davíð tjáir sig um atburðarásina í fyrsta sinn í þættinum.

    Claim Eftirmál

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel