Þessi þáttur er mögulega ekki við hæfi 15 ára og yngri þar sem talað er mikið um kynsjúkdóma, óhóflegt neyslumunstur sykurdrykkja og annað óviðeigandi.Í þættinum hringjum við í Arnar Ólafsson sem hefur farið sigurgöngu í vetraríþróttum.
í þessum þætti svara JD og EBG spurningum frá hlustendum. Þessi þáttur kom 1 mánuði of seint og við hörmum það.
Eftir langa bið er nýr þáttur loks brotlentur á öllum hlaðvarpsveitum í þínu nágrenni. Þúsundþjalasmiðurinn, og brátt rithöfundurinn með meiru, Jakob Daníelsson leikur á alls oddi á meðan formaður lágmenningarinnar, Egill Bjarni Gíslason reynir að upphefja hann. Í þættinum ræða þeir meðal annars um áhugavert kaffiboð, hvers vegna kötturinn hefur kæft allt jólaskap, og játa ýmislegt misgáfulegt.
Við vinir að spjalla um komandi tíma Tn2. Jakob Daníelsson fer á kostum í samræðum við Egil Bjarna sem stóð sig temmilega. Í þættinum eru hugmyndir um þáttinn og gildi hans rædd á afar málefnalegan hátt. Biðjumst velvirðingar á dónalegum samræðum og viljum enn og aftur minna á að við elskum og virðum börn, konur, dýr og aðra minnihlutahópa. Fyrirtæki endilega hafið samband ef þið viljið samstarf.