POPULARITY
Categories
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Gaupi fóru yfir 1.umferðina í Olís deildum karla og kvenna. Sigmundur Steinarsson gefur ekki mikið fyrir nýja logo-ið hjá HSÍ og sendi væna pillu á þá. Stjörnumenn misstu af sæti í Evrópudeildinni eftir vítakastkeppni í Hekluhöllinni. Strákarnir okkar í Magdeburg buðu Krickau velkominn til starfa í Berlín og settu upp sýningu. Nýliðarnir í Olís deildunum byrja tímabilið af krafti. Cell Tech lið karla og kvenna fyrir 1.umferðina opinberað og margt fleira í þætti dagsins.
Mánudagur 1. september Verðbólga, sósíalistar, Brics, Gufunesmálið og leigubílar Stefán Ólafsson prófessor og ráðgjafi Eflingar fer yfir stöðuna í efnahagsmálum í samtali við Gunnar Smára. Virkar hávaxtastefna Seðlabankans, mun verðbólgan éta upp kaupmáttinn og þarf stóraðgerðir í húsnæðismálum? Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi svarar fyrir vantrauststillögu sem borin var upp gegn henni af samflokksmönnum úr Sósíalistaflokknum fyrir helgi. María Lilja ræðir við hana. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir fund leiðtoga Kína, Indlands og Rússlands í kjölfar þess að ríkisstjórn Trump lagði refsitolla á Indland. Mun sú aðgerð veikja stöðu Bandaríkjanna og í raun styrkja stöðu Rússlands? Ákveðin skautun er að verða í afstöðu Íslendinga til ofbeldismála. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur en hann ræðir Gufunesmálið svokallaða, sumpart mjög sérstakt mál, í samtali við Björn Þorláks. Ekki er allt sem sýnist í umræðunni um starfsemi leigubíla segir framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Hopp. Vandinn sé meintur og hreint ekki einyrkjum eða útlendingum um að kenna. María Lilja ræðir við Daníel Thors, framkvæmdastjóra hjá Hopp leigubílum.
Grænland er aftur komið í kastljós fjölmiðla; DR, danska ríkisútvarpið, greindi frá því í morgun að þrír Bandaríkjamenn hefðu verið á Grænlandi til að efla samband við þá Grænlendinga sem hugnast sú hugmynd Bandaríkjaforseta að innlima Grænland, afla upplýsinga um þá sem eru henni andvígir og finna leiðir til að reka fleyg milli Danmerkur og Grænlands. Víðtæk mótmæli og vinnustöðvanir hafa verið boðuð í Frakklandi tíunda september, tveimur dögum eftir að franska þingið greiðir atkvæði um vantraust á ríkisstjórn Francois Bayrou forsætisráðherra. Bayrou tilkynnti um þessa atkvæðagreiðslu á mánudag til að knýja fram ákvörðun þingsins um að samþykkja - eða synja - tillögum um milljarða evra niðurskurð á útgjöldum ríkisins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í sumar beiðni franskrar konu um að vera viðstödd kistulagningu eiginmanns síns og dóttur hér á landi. Konan situr í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Héraðsdómur felldi ákvörðun lögreglunnar úr gildi og leyfði konunni að vera viðstödd.
Þriðjudagur 26. ágúst Lög, innflytjendur, skólamál, forsetaframboð og rauði þráðurinn Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lagalegt mikilvægi nýfallins dóms þar sem kona sem varð fyrir ofbeldi hafði betur gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindastól Evrópu. Ekki dugar eitt og sér að bera við skorti á fjármunum eða mannafla ef rannsókn mála er ábótavant. Sabine Lespkof ræðir við Maríu Lilju um mýtuna sem felst í orðræðu hægrisins af hættulega útlendingnum, flóttamanninum sem kominn er til að breyta vestrinu til hins verra og mergsjúga velferðarkerfin. Atli Harðarson prófessor við menntavísindasvið ræðir skólamál við Gunnar Smára, um hástemmda námskrá sem engin leið er fyrir skólana að uppfylla og auglýsingamennsku kringum framhaldsskóla. Fulltrúar valdaflokkanna sóttu fast að Katrín Jakobsdóttir yrði forseti Íslands vegna þess að hún var talin fulltrúi kerfisins og myndi engum bátum rugga. Arnar Þór Jónsson ljóstrar þessu upp í uppgjörsviðtali við Björn Þorláksson. Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandsson ræðir við Gunnar Smára um stéttabaráttuna, vinstrið og sósíalismann.
Sjötti maðurinn mættur aftur eftir sumarfrí nánast fullmannaður. Öddi vant við látinn í þetta skiptið en góðurvinur þáttarins, Óðinn (Lóðinn) mætti í stað Ödda og stóð sína plikt vel. Tókum vel ígrundaða umræðu um EuroBasket hóp okkar Íslendinga, hópar andstæðinga okkar í riðlinum og skúbb varðandi Tómas Val.Góð vika slæm vika, uppáhalds sjötti og allskonar veisla. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Það var enginn rottugangur í þætti vikunnar. Góða skemmtun!
Laufléttur þáttur sem var farið var yfir fyrsta leik tímabilsins og aðeins horft um öxl yfir það sem gerðist í sumar. Ekki formfastur þáttur og bara spilaður eftir eyranu. Nonni Coach, Snorri Clinton og Stefán Marteinn voru á mæknum.
Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardaginn. Í skugga hörmulegs atburðar á hátíðinni í fyrra, þegar 17 ára stúlka var stungin til bana, hefur Reykjavíkurborg ákveðið að standa fyrir sérstöku átaki undir slagorðinu "Verum klár". Vaxtaákvörðun verður kynnt á morgun, Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands telur að svigrúm sé til að lækka háa vexti en fleira þurfi til að leysa úr húsnæðisvanda. Ekki síst þurfi að útvega nýjar lóðir svo hægt sé að byggja hagkvæmara húsnæði.
Handkastið hefur hafið enn eitt tímabilið og það er óhætt að segja að það byrji á sprengju. Kári Kristján Kristjánsson mætti í stúdíóið hjá Handkastinu í kvöld og fór yfir alla tímalínuna í samningaviðræðum við ÍBV sem silgdu í strand í síðustu viku. Kári Kristján vandar sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar
Þórarinn ræðir við Albert Jónsson um loftslagsmál. Albert hefur víðtæka reynslu af því að vinna á sviði alþjóðamála og hefur skrifað mikið um aðgerðir Íslands í loftslagsaðgerðum sem hann telur ekki byggja á forsendum raunveruleikans. Hann telur að almenningur á Vesturlöndum hafi ekki verið nægilega vel upplýstur um kostnaðinn sem loftslagsaðgerðum fylgir og að stuðningur við slíkar aðgerðir myndi hverfa væri kostnaðurinn gerður opinber.Í þessu samhengi er rætt um Parísarsáttmálann, Kyoto bókunina, afhverju ekki sé tekið mark á því að 85% orkunotkunar Íslands sé með endurnýjanlegum hætti, hvort að stórnmálastéttina skorti tengingu við almenning, gervigreind,lífsgæði, Ísrael, Gaza, Trump, tolla og margt fleira.- Afhverju fá Íslendingar ekki að njóta góðs af því að vera með 85% endurnýjanlega orku?- Myndi stuðningur við loftslagsaðgerðir hverfa ef almenningur væri upplýstur um kostnaðinn?- Skortir stjórnmálamenn tenginu við almenning?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Kæru vinir. Enn einn mánudagsþáttuinn. Við afsökum þetta auðvitað og færum ykkur rosalegan þátt að launum. Ekki fara í fýlu út í okkur
Viðar Valsson hefur selt fleiri fótboltatreyjur en nokkur annar á Íslandi. Við ræddum treyjusölur og sölur á íþróttafatnaði.
Í ársbyrjun 2022 voru rétt um 100 manns skráðir til heimilis á Bifröst - en þeim fjölgaði umtalsvert þegar stjórnvöld sömdu við háskólann og Borgarbyggð um að opna þar móttökustöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eftir að Rússar réðust þar inn. Í dag búa þar 305 manneskjur, þar af 228 með úkraínskt ríkisfang. Ekki voru og eru allir jafn sannfærðir um að þetta sé heppilegt athvarf fyrir fólk á flótta undan stríðsátökum. Friðsæld er vissulega óvíða meiri en í uppsveitum Borgarfjarðar, en í þorpinu er litla sem enga þjónustu að fá, það er fjarri öðru þéttbýli og almenningssamgöngur stopular svo vægt sé til orða tekið. Daria Peremot er læknir sem neyddist til að flýja heimili sitt í borginni Kharkiv í Úkraínu 2022 og flúði þá til Íslands. Hún hefur búið á Bifröst allar götur síðan og segir viðbrigðin mikil. Rætt er við hana og fjallað um aðstæður á Bifröst í Speglinum. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason
Ekki einu sinni Coldplay náðu að slíta okkur í sundur. Góða skemmtun!
Þátturinn byrjaði á afmælisbörnum dagsins. Strákarnir hringdu í nokkra sérfræðinga til að fá svör við erfiðum spurningum. Emil sagði muninn á gjalddaga og eindaga. Ágústa útskýrði muninn á verðbólgu og vaxtabótum. Hjálmar var með lítið quiz fyrir Helga.IG helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe´a!Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!
Kristín Gunnarsdóttir og Stefán Einar Stefánsson fara yfir dramatískan dag í stjórnmálunum á sinn einstaka og yfirvegaða hátt, hvort að leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi burði til að leiða mál til lykta á farsælan hátt, þá undarlegu staðreynd að fólk sé almennt upplýst um 71.gr. þingskapalaga ásamt öðrum og mikilvægum málum og atbuðum sem áttu sér stað í vikunni.
Það var enginn sakfelldur við gerð þessar þáttar. Góða skemmtun!
Fórum yfir Stelpurnar okkar, Ásgeir Ingólfs og konuna hans De Ligt.
Innkastið eftir 13. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke. KR með nauðsynlegan sigur, Víkingur vann Aftureldingu naumlega, það hallar undan fæti hjá Vestra og ÍBV og Lárus Orri átti óskabyrjun sem þjálfari ÍA.
Helgi fór yfir hvað má og hvað má ekki gera í brúðkaupsveislum. Hjálmar fór með strákinn sinn á fótboltamót um helgina. Björn Björnsson hringdi inn í útvarp Sögu og ræddi skemmtileg mál. Strákarnir ræddu barneignir. Helga blöskraði yfir verði á barnafötum þegar hann verslaði afmælisgjöf fyrir frænda sinn.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Utanríkisráðherra segir fara verði að alþjóðalögum og hugnast ekki að fyrirferðarmeiri ríki gangi ekki af virðingu og varlega um þau. Sjálf hefði hún kosið aðra leið en að ráðast á Íran þótt ekki megi gleyma hver rótin sé. Íran er sagt eiga 400 kíló af 60% auðguðu úrani og hve mikil hætta stafar af því þegar kjarnorkustöðvar eru skotmark loftárása. Ekki hafa komið fram merki um aukna geislun eftir árásirnar en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin krefst þess að vopnaviðskiptum linni svo eftirlitsmenn geti gert grein fyrir hvar úranið Þrjú sveitarfélög á norðausturhorninu vilja ræða við forsætisráðherra um hækkun veiðigjalds því margt sé óljóst um áhrifin.
Helgi hélt utan um gæsahóp í morgun sem gekk ótrúlega vel. Helgi hringdi í Ágústu til að fá staðfestingu á vinuáttu sinni. Hjálmar sagði frá því þegar hann lærði að hjóla. Hæhæ verður 6 ára þann 17. júní og erum við rosalega þakklátir okkar hlustendum.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Rannsókn lögreglu á fjölskylduharmleik á fimm stjörnu lúxushóteli við Austurbakka í Reykjavík teygir sig bæði til Frakklands og Írlands. Henni miðar vel en er á byrjunarstigi. Ekki er útilokað að frönsk yfirvöld sendi hingað lögreglumenn til að fylgjast með rannsókn málsins. Flokkshollusta virðist ekki lengur hafa áhrif á val kjósenda eins og hún gerði, um helmingur kjósenda kaus ekki sama flokk í fyrra og hann gerði í alþingiskosningum 2021. Dettifoss komst nýlega í fréttirnar þegar skriða féll þar og frekara jarðrask uppgötvaðist í kjölfarið. Til að gæta öryggis ferðamanna var leiðum við fossinn lokað tímabundið. Þess utan eru þarna næg verkefni en þrjú til fjögur þúsund gestir skoða Dettifoss á dag.
Við ætlum að taka fyrir TikTok trendið "propoganda's I'm not falling for" og líka "propoganda I am falling for! Hvað "áróði"(trendi) ætlar þú ekki að falla fyrir 2025? Þátturinn er í boði: Bestís & MINI Bestís
Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Í þætti dagsins förum við um víðan völl, allt frá vítamínum yfir í kynlíf. Ekki missa af Undralestinni þennan sunnudaginn kæru vinir.
Ef ekki verður gripið til aðgerða má búast við miklum skorti á ómenguðu neysluvatni á Kaupmannahafnarsvæðinu á næsta áratug. Þetta má lesa í nýrri skýrslu frá fyrirtækinu Hofor sem sér um öflun og dreifingu orku og vatns í Kaupmannahöfn og nágrenni.
Helgi er búinn að vera spara sig undanfarið en um daginn flaug hann of nálægt sólinni. Hjálmar vill loka æskunni með C.T.G. og gera hluti sem hann er búinn að ætla sér að gera í mörg ár. Helgi er að fara á tantranámskeið og hann sagði hann aðeins frá því. Hjálmar ryksugaði fyrir páfann 15 ára gamall.IG helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe´a!
Doc, Jóhann Már og Arnar Sveinn Geirsson á sunnudagskvöldi.
Brim, Samherji, Síldarvinnslan, Ísfélagið og Fisk-Seafood greiddu meira en þriðjung af heildarupphæð veiðigjalds á síðasta ári, eða 3,7 milljarða. Eignir þessara félaga hlaupa á hundruðum milljarða króna. Ekkert varð af fundi forseta Úkraínu, Rússlands og Bandaríkjanna í Tyrklandi til að ræða um hvernig mætti binda enda á stríðið í Úkraínu en sendinefndir Rússa og Úkraínumanna ræðast við í Istanbúl í kvöld eða á morgun - og það verður í fyrsta sinn þrjú ár sem þær eiga í beinum viðræðum. Ekki ríkir þó mikil bjartsýni um vopnahlé.
Ekki er mikill ágreiningur um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á þingi en menn eru ekki alveg á einu máli um tímasetningu og hvað sé ásættanlegt verð. Verð á laxveiðileyfum vekur á stundum furðu og hneykslan en eftirspurnin er mikil og auðlindin takmörkuð segja þeir sem selja. Fyrir fjórum árum færðust hrygningarstöðvar norsk-íslenska síldarstofnsins skyndilega 800 kílómetra norður með ströndum Noregs. Rannsókn norrænna vísindamanna sýnir að ofveiði á elstu síldinni úr stofninum er ástæðan. Þar með vantaði eldri síld til að sýna ungviðinu hvar ætti að hrygna.
Styrktaraðilar þáttarins eru: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur á takktakk.is með kóðanum SB15).Hannes Hólmsteinn Gissurarson er kominn á eftirlaun. Það þýðir frjáls hugsun og frjáls tjáning. Ekki það að hann sé nýbyrjaður á slíku. Í gegnum árin hefur Hannes verið bæði utangarðsmaður í háskólanum og svo innanbúðarmaður hjá æðsta valdinu. Mikil sérstaða hér.Í þessum þætti segir Hannes okkur frá muninum á hægri og vinstri mönnum, hvers vegna hægri menn lesa ekki bækur, Jón Ásgeir vs. Davíð Oddsson, útlendingastefna Íslands og margt annað.
Doc, Arnar Sveinn Geirsson og Nablinn sjálfur.
Liverpool Englandsmeistari! Pökkuðu Tottenham saman á Anfield. Baráttan um meistaradeildarsætin 3-5 sætið heldur áfram. Newcastle fór upp í 3.sætið með þægilegum sigri á Ipswich. Matheus Chuna er listamaður Úlfanna. Chelsea sigraði Everton á Brúnni. Man City og Crystal Palace sem spiluðu ekki í umferðinni mætast í úrslitum FA bikarsins.
Vinstri ríkisstjórn þriggja flokka undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur minnir æ meira á aðra vinstri stjórn – ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á árunum 2009 til 2013. Þá lögðu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon til atlögu við atvinnulífið og millistéttina. Skattar voru hækkaðir og haft í hótunum við undirstöðuatvinnugreinar landsins. Hugmyndafræði vinstri manna hefur því ekkert breyst. Hún byggir á þeirri trú að ríkissjóður sé að „kasta frá sér tekjum“ ef skattar eru ekki hækkaðir. Ekki sé verið að „nýta tekjutækifæri ríkisins“ og ríkissjóður sé að „afsala sér tekjum“ ef skattar og gjöld eru lækkuð.
Gunni og Dóri tóku vaktina tveir í gegnum öldurnar þessa vikuna og fóru yfir það sem hefur gengið á í samstarfi við Brons, Viking Lite (Léttöl), KEF Spa, Soho og Comfyballs!
Styrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, Saltverk, World Class, Silkisvefn og Takk takk (15% afsláttur með kóðanum SB15).www.patreon.com/skodanabraedurSnorri vs. kynjafræðingar landsins og fylgifiskar þeirra. Fjölmiðlafár síðustu viku rætt hér í þessum sérstaka þætti. Ekki reynt að skilgreina hugtakið woke. Allskonar annað líka: löngun í frægð og frama, aðstæður fólks og framtíðin.
við heyrum í Húsvíkingum eftir íbúafund með Carbfix, verkefni sem Hafnfirðingar vildu ekki sjá í bakgarðinum hjá sér, heyrum af atburðum í Úkraínu og á Gaza síðasta sólarhringinn en byrjum á geðheilbrigðismálum - Ekki er fyllilega ljóst hvar ný bygging undir geðþjónustu Landspítala verður og hennar er hvergi getið í þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í vikunni.. Kostnaður við að reisa bygginguna og kaupa þann búnað sem þarf er áætlaður um 24 milljarðar og framkvæmdatíminn um fimm ár og á meðan er geðdeildin með starfsemi á tveimur stöðum í húsnæði sem allir vita að er úr sér gengið og hentar hvorki sjúklingum né starfsmönnum. Formaður Geðráðs segir þörfina brýna og að nýtt hús verði að vera á næstu fjármálaáætlun
Arnar Sveinn og Jói Már með Dr. Football.
Gleðilegan sunnudag gott fólk. Ekki láta eftirsjá vera hluti af þínu lífi. Ekki heldur trúa öllu sem þú heyrir. Fleira var það ekki frá Ólafssonum, nema það sem kemur fram í þættinum.
Matthew var einstakur karakter sem hafði frá ungum aldri haft mikinn áhuga á náttúrunni. Hann eyddi ófáum stundum utandyra þar sem hann fylgdist með nágrönnum sínum og kom að lokum til með að koma líkum fórnarlamba sinna fyrir í holóttu tré. Ekki nóg með það, þá var heimili hans fyllt laufblöðum, af ástæðu sem við komum líklegast aldrei til með að vita. Þátturinn er í boði Define The Line Sport en kóðinn morðskúrinn veitir ykkur 15% afslátt af öllum vörum. Við erum með áskriftarleið í boði inni á pardus, en þar er hægt að hlusta á yfir 180 þætti fyrir aðeins 1.390kr. á mánuði!
Helgi spjallaði við okkur frá Marokkó í dag, en hann er þar að láta ritstýra bókinni sem hann er að skrifa. Hjálmar er hinsvegar á Íslandi að vinna. Strákarnir ræddu útlandaferðir, ferðafrelsið og bænaköll.IG helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe´a!
www.patreon.com/skodanabraedurStyrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, Saltverk, Stjörnugrís, World Class, Silkisvefn & Takk takk (SB15 fyrir 15% afslátt).Snorri snýr aftur frá þingstörfum og fer yfir málin með okkur. Kulnun, þunglyndi eða kvíði er ekki til. Vísindalegt fact eða hvað?Þetta og ýmislegt annað í þessum sérstaka þætti. Guð blessi ykkur kæra bræðralag. Njótið vel!
Hreimur Örn Heimisson var gestur okkar í dag, hann lærði House of the rising sun á gítar og þá var ekkert aftur snúið. Strákarnir ræddu sveitaballa stemminguna. Hreimur sagði okkur frá útrásinni til Bandaríkjanna. Hjálmar dreymir um að verða rosalega góður gítarleikari. Helgi lét ChatGPT segja sér allt um Hreim.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!
Hér fer síðari hluti viðtals við Nínu Jónsson varformann stjórnar Icelandair Group um feril hennar hjá sumum af stærstu flugfélögum heims. Nína er ráðgjafi hjá Jetzero í Kaliforníu þar sem unnið er að byltingarkenndu þróunarverkefni um smíði nýrrar gerðar farþegaþotu sem kölluð er „blended wing-body aircraft“ eða vaffþotan. Nína segir að þarna gæti komið vélin sem Boeing ákvað á sínum tíma að smíða EKKI til að taka við af B757 og B767. Vonir eru bundnar við að vaffþotan sem er á stærð við B767 verði komin á almennan markað innan sjö ára og fyrsta slíka hönnunin á að fljúga innan tveggja ára á vegum bandaríska flughersins sem eldsneytisflutningavél (tanker). Nýstárleg hönnun vaffþotunnar á að stuðla að um 50% minni eldsneytiseyðslu miðað við hefðbundnar þotur af svipaðri stærð á markaðnum í dag.
Eyþór Wöhler mætti með Dr. Football og Gunnari Birgissyni.
Doc, Gunnar Birgissoh og Hjálmar Örn voru mættir í Tuborg Tíuna í Kópavogi.