Tækni-podcast SPOC hóps Advania, þar sem rætt er um tæknina sem hópurinn er að vinna með í rekstri á UT kerfum, tækniáhugamál og annað tengt.
Við tókum fjarfund með Sigurgeiri Þorbjarnarsyni og ræddum um fjarfundartækni, búnað í fundarherbergjum og notandaupplifunina. Sigurgeir hefur víðtæka reynslu úr upplýsingatæknigeiranum, hefur verið tæknilegur ráðgjafi fjölmargra stórra fyrirtækja og er meðal annars með CCNP gráðu frá Cisco.
Við fengum Gísla Guðmundsson í þáttinn til þess að segja okkur frá hvað er nýtt í Azure, hans reynslu af því að kenna kerfisstjórnun í HR og aðeins um Azure user group á Íslandi sem hann stofnaði. Gísli er kerfisstjóri í SysOps hóp Advania og hefur unnið hjá fyrirtækinu í 18 ár, en hann hefur lengi haft áhuga á tölvum og forritun og byrjaði ungur á sinclair spectrum.
Við spjölluðum við Ragnar Wiencke sem er með okkur í SPOC hóp Advania um feril hans og upplifanir. Ragnar hefur komið við á mörgum stöðum, byrjaði sem rennismiður, kenndi á Office og var svo lengi í notendaaðstoð hjá Landsvirkjun.
Við spjöllum aðeins um lykilorð, password manager kerfi og hvernig við erum að geyma lykilorðin okkar. Hlekkir í efni úr þættinum: Have I been pwned? (Check if you have an account that has been compromised in a data breach) https://haveibeenpwned.com/ How secure is my password? https://howsecureismypassword.net/
Við förum yfir allt það helsta í nýju útgáfunni af Edge, sem byggir á chromium.
Hópstjóri framlínuþjónstunu Advania kom í smá spjall og ræddi meðal annars hvernig það kom til að hún byrjaði í bransanum og hennar upplifanir í gegnum árin
Í þættinum ræðum við um Teams, hvernig við erum að nota það, hvað er hægt að nýta það í og afhverju það er mikið betra en slack og allt hitt!
Við fengum Steingrím Óskarsson í þáttinn og ræddum um hvað þarf að huga að varðandi fjarvinnu, bæði hvað hvað þú sem starfsmaður getur gert og hvað fyrirtækið þarf að hugsa um.
Helga Björk Árnadóttir, hópstjóri kerfisþjónustu Advania kom í heimsókn til okkar. Helga er m.a. sérfræðingur í öryggismálum og ræðir hún við okkur access control og almenn öryggismál. Við förum yfir hugtökin "principle of least privilege" og "Role based access control" ásamt því að fara yfir algeng mistök og "best practices".
Í þessum þætti tölum við um Powershell, hvernig það tengist command prompt og linux skeljum (bash) og hvernig er hægt að koma sér af stað og læra. Hlekkir í efnið sem við töluðum um í þættinum: Powershell samfélagið á Reddit: https://www.reddit.com/r/PowerShell/ Pistlar frá Gísla Guðmundssyni um fyrstu skrefin í Powershell: https://medium.com/@gisligud/powershell-to-the-people-1fa13fae404f Mjög ítarlegt kennslu efni á CBT Nuggets frá Don Jones: https://www.cbtnuggets.com/it-training/microsoft-windows-powershell-2-3-4 Powershell in a mont of lunches: https://www.manning.com/books/learn-windows-powershell-in-a-month-of-lunches-third-edition
Í þættinum förum við yfir Intune, hvernig hægt er að setja það upp á tækjum, hvernig hugbúnaðardreifing virkar með Intune ásamt patching á Windows. Hlekkir í efnið sem við töluðum um í þættinum: Intune lendingarsíðan hjá Microsoft: https://www.microsoft.com/en-us/microsoft-365/enterprise-mobility-security/microsoft-intune "Hvað er Intune?": https://docs.microsoft.com/en-us/intune/fundamentals/what-is-intune App stjórnun: https://docs.microsoft.com/en-us/intune/apps/