Podcasts about landsvirkjun

  • 18PODCASTS
  • 87EPISODES
  • 59mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Apr 23, 2025LATEST
landsvirkjun

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about landsvirkjun

Latest podcast episodes about landsvirkjun

Mannlegi þátturinn
Stóri plokkdagurinn, skólagangan í dægurtextum og póstkort frá Magnúsi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Apr 23, 2025 51:58


Á sunnudaginn mun forseti Íslands setja Stóra plokkdaginn og svo verður haldið upp á daginn um allt land með tilheyrandi plokki. Stóri plokkdagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2018 og hefur hann vaxið og dafnað síðan. Fólk er hvatt til að skipuleggja plokk í sínu nágrenni, eða bara hvar sem er með því að sameinast í útiveru og plokka rusl. Rótarý hreyfingin, í samstarfi við Landsvirkjun og Umhverfisráðuneytið standa að Stóra plokkdeginum og til okkar komu í dag þau Jón Karl Ólafsson, forseti Rótarý hreyfingarinnar á Íslandi og Elín Birna plokkari á Eyrarbakka, sem verður sérstakur gestur setningarathafnarinnar á sunnudaginn. Karl Hallgrímsson kom svo til okkar, en hann vann útvarpsþætti sem verða fluttir á Rás 2 á næstunni og bera heitið Röfl um mengi og magann á beljum og eru hluti af meistarrannsókn þar sem úrtakið er um sextíu dægurlagatextar íslenskra höfunda og gerði Karl eigindlega rannsókn á innihaldi þeirra, dró fram svipmyndir og viðhorf sem þar birtast til skólans, námsins og tilheyrandi þátta. Við fengum að lokum póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni. Kort dagsins segir af páskahaldinu á Spáni, en Magnús hefur dvalið alla dymbilvikuna í Alicante. Páskahaldið einkennist af íburðarmiklum skrúðgöngum, háværri tónlisti og skrautlegum búningum. Risastór og þung líkneski eru borin um stræti og torg alla dagana og gríðarlegur fjöldi manna tekur þátt í hátíðarhöldunum. Tónlist í þættinum í dag: Berum út dívanana/Stuðmenn(Jakob Frímann-Þórður Árnason) Öll þín tár / KK, Ólöf Arnalds og Önnu Jónu Son (Kristján Kristjánsson, Haraldur Ingi Þorleifsson og Ólöf Helga Arnalds) Fallinn / Tívolí (Stefán S. Stefánsson) Nú liggur vel á mér / Ingibjörg Smith og Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (Óðinn G. Þórarinsson, texti Númi Þorbergsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Grænvarpið
Jöklarnir og orkan - Magnús Tumi Guðmundsson

Grænvarpið

Play Episode Listen Later Apr 22, 2025 24:10


Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og formaður Jöklarannsóknafélags Íslands til 24 ára, ræðir við Ívar Pál um íslenskar jöklarannsóknir og gæfuríkt samstarf við Landsvirkjun.

magn tumi orkan landsvirkjun
Spegillinn
Tollastríðið magnast, Landsvirkjun og ríkið takast á og stjórnarmenn af landsbyggðinni vantar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 7, 2025 19:27


Bandaríkjaforseti linnir ekki yfirlýsingum um frekari tollheimtu. Hann ætlar að leggja 50% viðbótartolla á kínverskar vörur ef Kínverjar leggja refsitolla á bandarískar vörur. Verð á hlutabréfamörkuðum féllu um allan heim, líka þeim bandaríska eftir nokkrar sveiflur á deginum. Landsvirkjun og ríkið hafa ekki náð saman um hvernig eigi að greiða fyrir vatnsréttindi Hvammsvirkjunar og landsréttindi vegna vindorkuversins í Vaðöldu. Báðum þessum deilum hefur verið vísað til gerðardóms. Miklir hagsmunir eru í húfi. Enginn í nýkjörinni stjórn Landsnets býr utan stórhöfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra segir þetta þvert á gildandi byggðaáætlun. Fá opinber fyrirtæki eigi jafn mikilla hagsmuna að gæta um allt land og Landsnet.

va hann inni bandar enginn framkv samtaka vantar landsvirkjun landsnets
Samfélagið
Jöklar á Íslandi, Framkvæmdir í Grundarfjarðarbæ, Æðarsetur Íslands

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 21, 2025 55:18


Við tökum stöðuna á íslenskum jöklum og framtíð þeirra í tilefni af alþjóðlegum degi jökla, Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun og formaður Jöklarannsóknarfélags Íslands, JÖRFÍ, hefur verið úti um allar trissur að tala á málþingum af þessu tilefni - en gefur sér tíma til að stoppa stutt við hjá okkur og spjalla um jökla á Íslandi. Heimsókn á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Þær Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, og Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri skipulags og umhverfismála, hjá bænum spjalla um stór verkefni sem eru í farvatninu hjá bænum, meðal annars orkuskipti og innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Erla Friðriksdóttir, stofnandi Æðarseturs Íslands í Stykkishólmi, fræðir okkur um setrið og fræðslustarfsemi þess, æðardún og samband æðarfugla og æðarbænda. Tónlist í þættinum: 1860 - Snæfellsnes. ARETHA FRANKLIN - Think.

bj klar sn heims framkv aretha franklin think stykkish landsvirkjun
Rauða borðið
Synir Egils: Kosningar, umpólun í stjórnmálum og framtíð vinstrisins

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Nov 10, 2024 179:28


Sunnudagurinn 10. nóvember: Synir Egils: Kosningar, umpólun í stjórnmálum og framtíð vinstrisins Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan blaðamaður, Alma Mjöll Ólafsdóttir starfsmaður þingflokks Vg og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og sviptingar í pólitíkinni, hér heiman og vestan hafs. Þeir bræður taka líka stöðuna á pólitíkinni og ræða síðan við vinstra fólk um stöðuna á vinstrinu í okkar heimshluta. Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur, Viðar Þorsteinsson fræðslu og félagsmálastjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Kjartan Valgarðsson framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur velta fyrir sér framtíð vinstrisins í stjórnmálunum.

Rauða borðið
Sunnudagurinn 8 . september:  Synir Egils: Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Sep 8, 2024 121:28


Sunnudagurinn 8 . september:  Synir Egils: Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður, Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður greina stöðuna og síðan koma þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ragnar Þór Jónsson formaður VR og segja hvers vegna stærstu heildarsamtök launafólks sameinast í mótmælum við þingsetningu. Vettvangur dagsins: Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri  Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun Bræður spjalla Mótmæli Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB Ragnar Þór Jónsson formaður VR

vr gu verk magn ragnar arn sigurj ragnhei egils landsvirkjun andri thorsson bsrb
Spegillinn
Þingmenn setja sig í stellingar og forstjóri Landsvirkjunar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 5, 2024 20:00


Alþingi verður sett á þriðjudag og þingmenn eru að setja sig stellingar. Við ræðum við þingflokksformenn og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, um þingveturinn framundan. Forstjóri Landsvirkjunar bindur vonir við að Búrfellslundur verði kominn í gagnið 2026. Landsvirkjun hafi reynt að flýta fyrir með útboðum samhliða leyfisveitingunni sem sé óvanalegt. Kæra Skeiða- og Gnúpverjahrepps breyti litlu. Við ræðum við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar.

gn vigd skei arnarson forstj landsvirkjun hjaltad
Spegillinn
Tungumálið er lykillinn að samfélaginu, neyðarástand í Súdan og Landsvirkjun og tafir á leyfisveitingum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 4, 2024 20:00


Hlutfall útlendinga af landsmönnum hefur tvöfaldast á skömmum tíma, atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra en styðja þarf betur við íslenskufærni þeirra og barna af erlendum uppruna til að tryggja aðgang að samfélaginu.... Það er mjög slæmt að Landsvirkjun skuli vera milli steins og sleggju í deilum orkusveitarfélaganna við ríkið, segir forstjóri Landsvirkjunar. Þótt Landsvirkjun hafi talað máli sveitarfélaganna um meiri sanngirni verði þau líka standa við sínar skuldbindingar Neyðarástandið í Súdan á eftir að marka djúp ör hjá þjóðinni um langa hríð segir framkvæmdastjóri SOS barna þorpanna. Átök herja stjórnarinnar og uppreisnarmanna hafa geisað frá því fyrravor og við blasir mesta mannúðarkrísa í heimi.

stand sos sam f landsvirkjun
Spegillinn
Vonarglæta á Gaza, áfram virkjað við Þeistareyki og niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslys á Þingvöllum 2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 6, 2024 20:00


Innrás Ísraela í Rafahborg vofir yfir og hefur gert lengi þúúsundir hafa þegar lagt á flótta en hafa að engu að hverfa. Síðdegis samþykktu leiðtogar Hamas skilyrði fyrir vopnahléi á Gaza en ísraelsk stjórnvöld hafa enn ekki tekið í þann streng. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra UNICEF á Íslandi segir aðstæður á Gaza og í Rafah ömurlegar en vont geti enn versnað. Afar brýnt sé að greiða fyrir því að hjálpargögn berist til nauðstaddra og vonandi verði vopnahlé að veruleika Önnur af tveimur rannsóknarholum sem boraðar voru á háhitasvæðinu á Þeistareykjum á síðasta ári er ein sú aflmesta sem boruð hefur verið hér á landi. Holan gefur tvöfalt meðalafl hjá borholum í orkuvinnslu á Þeistareykjum. Landsvirkjun vill kanna hvort hægt sé að sækja enn meiri orku í jörðu við Þeistareyki og þá utan núverandi vinnslusvæðis. Rannsókn að flugslysi sem varð fyrir tveimur árum á Þingvöllum og fjórir fórust hefur verið flókin og umfangsmikil segir Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur hjá flugsviði rannsóknarnefndar um samgönguslys. Lokaskýrsla nefndarinnar um slysið birtist í dag.

Morgunvaktin
Metafkoma Landsvirkjunar, kjarasamningar, árás á Teslu-verksmiðju í Þýskalandi og myndvinnsla Katrínar prinsessu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Mar 12, 2024 130:00


Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór ítarlega yfir kjarasamningsmál á Morgunvaktinni í dag. Búið er að semja fyrir hönd tugþúsunda, aðrir eru enn eftir, en ríkið hefur sýnt á sín spil. Hið opinbera leggur til 80 milljarða króna pakka, sem þó hefur ekki verið sagt hvernig nákvæmlega verður fjármagnaður. Ræddum einnig um Landsvirkjun og metafkomu fyrirtækisins. Árás var gerð á verksmiðju Tesla bílaframleiðandans fyrir utan Berlín í síðustu viku. Kveikt var í, og bæði verksmiðjan og stór hluti Brandenburgar-fylkis urðu rafmagnslaus með miklum afleiðingum. Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá málinu í Berlínarspjalli eftir morgunfréttirnar klukkan átta. Hann sagði okkur líka frá skólamálum og kröfugöngu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Katrín prinsessa af Wales kom sér í klandur um helgina þegar hún birti það sem virtist vera sakleysisleg mynd af henni og börnum sínum þremur. Myndin var þó fljótlega tekin úr umferð af helstu fréttaveitum enda talið að átt hefði verið við hana með myndvinnsluforriti og Katrín þurfti síðan að biðjast afsökunar á birtingunni. Við ræddum myndbirtingar og hverju er hægt að treysta við þau Kjartan Þorbjörnsson, Golla, fréttaljósmyndara og Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur ráðgjafa og ljósmyndara. Cilla Black - Anyone Who Had a Heart. When sunny gets blue - Kristjana Stefánsdóttir. Ich hab die Schnauze voll von rosa - Suli Puschban

heart tesla wales berl sn hann schnauze katr kristj kjartan myndin kristjana stef landsvirkjun bollason kjarasamningar
Rauða borðið
Synir Egils: Innflytjendur, orka, efnahagur, Vg og Sjálfstæðisflokkurinn

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Mar 3, 2024 150:01


Sunnudagurinn 3. mars Synir Egils: Innflytjendur, orka, efnahagur, Vg og Sjálfstæðisflokkurinn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í Vík í Mýrdal, Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, og ræða innflytjendamál, orkumál, efnahagsmál og önnur mál sem hafa verið ofarlega í umræðunni í vikunni. Bræðurnir fá að því búnu til sín Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og spyrja hana um þær breytingar sem hún stendur fyrir og hefur staðið fyrir, stöðuna á flokknum hennar og ríkisstjórninni. Fyrir hvað stendur Áslaug Arna í pólitíkinni? Að lokum spjalla þeir bræður um stöðu mála og samfélagsins og draga saman umræður dagsins.

Spegillinn
Grindavík - byggilegur bær?, Vindorkugarður á Klausturseli, Traðkað á mannréttindum í landinu helga

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 17, 2024 19:53


Grindavík er ekki staður sem fjölskyldur geta búið á eins og staðan er núna og líklegra að einhver ár líði frekar en mánuðir áður en það breytist, segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðvísindamaður í viðtali við Ævar Örn Jósepsson. Fyrirtækið Zephyr áætlar að byggja upp allt að 500 megavatta vindorkugarð í landi Klaustursels á Jökuldal í Múlaþingi. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræddi við Jónínu Brynjólfsdóttur, forseta sveitarstjórnar Múlaþings og Gunnar Guðna Tómasson, framkvæmdastjóra vatnsafls hjá Landsvirkjun. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir stríðandi fylkingar fyrir botni Miðjarðarhafs hunsa alþjóðalög, traðka á Genfarsáttmálanum og brjóta mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eru sammála um að án tveggja ríkja lausnarinnar svonefndu verði ekki friður í heimshlutanum. Ásgeir Tómasson tók saman.

Grænvarpið
Nýsköpun - Dóra Björk Þrándardóttir

Grænvarpið

Play Episode Listen Later Dec 20, 2023 15:38


Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun segir okkur frá samstarfsverkefnum Landsvirkjunar á sviði nýsköpunar.

bj landsvirkjun
Spegillinn
Hvammsvirkjun, lögregluaðgerðir í Grafarvogi, netsamband rofið á Gaza

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 27, 2023


27. október 2023 Landsvirkjun stefnir enn að því að byggja Hvammsvirkjun þótt framkvæmdaleyfi fyrir henni hafi verið ógilt, segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað til sín alla hlutaðeigandi til að fara yfir verklag vegna lögregluaðgerðar í Grafarvogi í fyrrakvöld í tengslum við forsjármál. Nánast allt netsamband hefur verið rofið á Gazasvæðinu. Af þrjátíu og sjö dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra í fyrra, voru aðeins fimm birtir opinberlega. Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræði, segir gagnsæi skorta í störfum dómstólanna. Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir almennu regluna þá að dómar séu birtir á vefnum. Danska stjórnin hefur gert breytingar á frumvarpi um bann við að brenna Kóraninn og önnur helgirit. Þjóðaröryggi er í húfi að hennar sögn. Heimsbikarkeppnin á skíðum hefst á ný um helgina. Snjóleysi vegna hækkandi hitastigs gerir það að verkum að sífellt flóknara verður að hefja skíðavertíðina svona snemma þótt gífurlegir efnahagshagsmunir séu í húfi. Dómari á Ítalíu hefur gert tveimur bræðrum á fimmtugsaldri að flytja að heiman. Móðir þeirra á áttræðisaldri var búin að fá nóg af þeim. Flugfreyjufélag Íslands segir fullyrðingar forstjóra PLAY í Silfrinu á mánudaginn hafa verið rangar. Hann hafi gefið í skyn að félagið væri gult stéttarfélag; sem gengur frekar erinda atvinnurekenda heldur en starfsmanna. Heyrðist í Birgi Jónssyni, forstjóra Playt, og Berglindi Kristófersdóttur, formann Flugfreyjufélagsins. Heimsbikarkeppnin á skíðum hefst á ný um helgina. En snjóleysi vegna hækkandi hitastigs gerir það að verkum að sífellt flóknara verður að hefja skíðavertíðina svona snemma þótt gífurlegir efnahagshagsmunir séu í húfi. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Montel Weekly
Iceland GO ban stirs market

Montel Weekly

Play Episode Listen Later Aug 4, 2023 19:23


A temporary EU ban on Icelandic GOs stirred the guarantees of origin market, raising questions about the credibility of the system amid double counting concerns. Listen to a discussion about why the EU renewables watchdog, the Association of Issuing Bodies (AIB), rattled the GO market and what the utility on the island did to lift the suspension.Host: Snjólfur Richard Sverrisson, Editor-in-Chief, MontelGuest: Tinna Traustadóttir, Executive Vice President Sales and Customer Service, Landsvirkjun

CORE Knowledge
Landsvirkjun | Bjarni Palsson on CORE Knowledge Podcast

CORE Knowledge

Play Episode Listen Later Jun 26, 2023 41:12


Not that long ago Iceland was considered a developing country. Fast forward to today and it is now one of the welathiest nations on a per capita basis. One major driver of that has been their innovation around the natural resources and energy they have right under their feet; geothermal. Landsvirkjun has been developing and innovating around geothermal and the many use cases for the past 60 years. My conversation with Bjarni Palsson, Executive Director of Geothermal Development dives into how Iceland continues to innovate and share the knowledge globally to help advance the industry. Bjarni Palsson https://www.linkedin.com/in/bjarni-palsson-08b27a29/Landsvirkjun https://www.linkedin.com/company/landsvirkjun/Bjarni's book recommendation The Prize by Daniel Yergin CORE Knowledge https://www.linkedin.com/company/core-geothermal/Nick Cestari https://www.linkedin.com/in/nick-cestari-48059268/

Spegillinn
Virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi, Boris Johnson snupraður

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 15, 2023 9:22


Spegillinn 15. júní 2023. Virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar hefur verið fellt úr gildi. Ógilding leyfisins kemur Landsvirkjun á óvart. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill harðari löggjöf og skilvirkari vinnubrögð í málefnum fólks sem hér sækir um alþjóðlega vernd. Hann lætur væntanlega af embætti á mánudag en hefði viljað sitja lengur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Sendiherra Íslands í Moskvu tekur við stöðu sendiherra í Kaupmannahöfn í sumar og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra ákvað að senda ekki annan sendiherra í hans stað. Starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi og umfang rússneska sendiráðsins hér hefur verið rædd í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd en ákvörðun um að leggja niður starfsemi í Moskvu var hennar. Óttast er að mörg hundruð hafi farist þegar skip sökk undan strönd Grikklands í gær. Talið er að 750 flóttamenn hafi verið um borð, þar af hundrað börn í lestinni. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skólastjórar borgarinnar hafa rætt umað banna snjallsímanotkun barna á skólatíma. Ákvörðun um símabann verður ekki sett fyrir haustið. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá. ----------------- Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ekki afturkvæmt í framlínu stjórnmálanna að mati fréttaskýrenda. Hann er sakaður um að hafa vanvirt breska þingið með því að hafa sagt því ósatt átta sinnum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að framtíð Úkraínu sé í Atlantshafsbandalaginu - það verði sterkara með Úkraínu innanborðs. Hún situr nú fund varnarmálaráðherra NATO ríkjanna í Brussel, og Björn Malmquist, ræddi við hana síðdegis, um málefni Úkraínu - en einnig um nýlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda að loka tímabundið sendiráði Íslands í Moskvu og viðbrögðin við þeirri ákvörðun. Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa fyrir rúmum tuttugu árum. Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi rektor London Film School, er nýráðinn forstöðumaður miðstöðvarinnar, sem er ætlað að efla kvikmyndamenningu, kynna íslenskar kvikmyndir á erlendum markaði og margt fleira. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Spegillinn
Virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi, Boris Johnson snupraður

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 15, 2023


Spegillinn 15. júní 2023. Virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar hefur verið fellt úr gildi. Ógilding leyfisins kemur Landsvirkjun á óvart. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill harðari löggjöf og skilvirkari vinnubrögð í málefnum fólks sem hér sækir um alþjóðlega vernd. Hann lætur væntanlega af embætti á mánudag en hefði viljað sitja lengur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Sendiherra Íslands í Moskvu tekur við stöðu sendiherra í Kaupmannahöfn í sumar og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra ákvað að senda ekki annan sendiherra í hans stað. Starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi og umfang rússneska sendiráðsins hér hefur verið rædd í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd en ákvörðun um að leggja niður starfsemi í Moskvu var hennar. Óttast er að mörg hundruð hafi farist þegar skip sökk undan strönd Grikklands í gær. Talið er að 750 flóttamenn hafi verið um borð, þar af hundrað börn í lestinni. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skólastjórar borgarinnar hafa rætt umað banna snjallsímanotkun barna á skólatíma. Ákvörðun um símabann verður ekki sett fyrir haustið. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá. ----------------- Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ekki afturkvæmt í framlínu stjórnmálanna að mati fréttaskýrenda. Hann er sakaður um að hafa vanvirt breska þingið með því að hafa sagt því ósatt átta sinnum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að framtíð Úkraínu sé í Atlantshafsbandalaginu - það verði sterkara með Úkraínu innanborðs. Hún situr nú fund varnarmálaráðherra NATO ríkjanna í Brussel, og Björn Malmquist, ræddi við hana síðdegis, um málefni Úkraínu - en einnig um nýlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda að loka tímabundið sendiráði Íslands í Moskvu og viðbrögðin við þeirri ákvörðun. Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa fyrir rúmum tuttugu árum. Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi rektor London Film School, er nýráðinn forstöðumaður miðstöðvarinnar, sem er ætlað að efla kvikmyndamenningu, kynna íslenskar kvikmyndir á erlendum markaði og margt fleira. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Samfélagið
Rafeldsneyti, skýrsla um náttúruvá og hættumat og viðkvæm jörð

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 13, 2023 55:00


Við ræðum um rafeldsneyti og möguleikana sem felast í framleiðslu á því hér á landi við Ríkarð Ríkarðsson framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, en Landsvirkjun hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega stórfyrirtækið Linde um þróun vetnis- og rafeldsneytisverkefna til að stuðla að orkuskiptum. Síðustu ár hafa dunið yfir okkur hver náttúruváratburðurinn á fætur öðrum - og samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í dag um náttúruvá og hættumat er mikil þörf á að efla þekkingu og vöktun og undirbúa rétt viðbrögð til að draga úr tjóni vegna náttúruvár. Við erum einfaldlega bara ekki nógu vel undirbúin. Við ætlum að rýna í helstu atriði þessarar skýrslu með sérfræðingum, Árna Snorrasyni forstjóra Veðurstofunnar og náttúruvársérfræðingi hjá umhverfisráðuneytinu, Elísabetu Pálmadóttur. Við fáum svo umhverfispistil frá Bryndísi Marteinsdóttur í lok þáttar.

ve linde og h og vi brynd landsvirkjun marteinsd
Samfélagið
Rafeldsneyti, skýrsla um náttúruvá og hættumat og viðkvæm jörð

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 13, 2023


Við ræðum um rafeldsneyti og möguleikana sem felast í framleiðslu á því hér á landi við Ríkarð Ríkarðsson framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, en Landsvirkjun hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega stórfyrirtækið Linde um þróun vetnis- og rafeldsneytisverkefna til að stuðla að orkuskiptum. Síðustu ár hafa dunið yfir okkur hver náttúruváratburðurinn á fætur öðrum - og samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í dag um náttúruvá og hættumat er mikil þörf á að efla þekkingu og vöktun og undirbúa rétt viðbrögð til að draga úr tjóni vegna náttúruvár. Við erum einfaldlega bara ekki nógu vel undirbúin. Við ætlum að rýna í helstu atriði þessarar skýrslu með sérfræðingum, Árna Snorrasyni forstjóra Veðurstofunnar og náttúruvársérfræðingi hjá umhverfisráðuneytinu, Elísabetu Pálmadóttur. Við fáum svo umhverfispistil frá Bryndísi Marteinsdóttur í lok þáttar.

ve linde og h og vi brynd landsvirkjun marteinsd
Spegillinn
Hækkanir til forstjóra og innviðaráðherra um Vegagerðina

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 7, 2023 9:28


Spegillinn 7. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Seðlabankastjóri hvetur til þjóðarsáttar til að kveða niður verðbólgu en laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu ríflega í fyrra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vont að laun forstjóra hækki umfram önnur, ekki síst í núverandi umhverfi verðbólgu og kjarasamninga. Stjórn Landsvirkjunar ætlar að leggja til að greiða út 20 milljarða arð í ríkissjóð fyrir seinasta ár. Þar að auki greiðir Landsvirkjun 30 milljarða í tekjuskatt, svo heildargreiðslan nemur 50 milljörðum. Skuldastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann. Tífalt meiri olía fór í fjarvarmaveitur á Vestfjörðum árið tvö þúsund tuttugu og tvö en árið áður. Þá varð Orkubú Vestfjarða að keyra varaafl vegna skerðingar á raforku frá Landsvirkjun, í fimmtíu og fjóra daga. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Elías Jónatansson forstjóra Orkubús Vestfjarða. Meirihluti þings Sama í Noregi krefst þess að óháð rannsóknarnefnd verði skipuð vegna vindorkuversins í Fosen í Þrændalögum. Ríkið geti ekki sjálft rannsakað málið þar sem orkuverið sé rekið í gegnum ríkisfyrirtækið Statkraft. Róbert Jóhannsson sagði frá. Matvælastofnun er uggandi yfir komu farfugla til landsins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu á vetrarstöðvum þeirra. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla segir veiruna hafa aðlagast og því sé alifuglum hættara við að smitast. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. -------------- Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við reikningsskil Vegagerðarinnar og telur að efla þurfi þar öryggisstjórnun. Í gær voru kynntar tvær skýrslur ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Æðstu ráðamenn Kína hafa ekki sparað stóru orðin í garð Bandaríkjanna á ársfundi fastanefndar Alþýðuþings landsins sem hófst á sunnudag. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Qin Gang, utanríkisráðherra Kína og Celiu Hatton, yfirmanni fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC í Kyrrahafsasíuríkjum. Katrín Kristjana Hjartardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nema hafa mætt afgangi í menntamálum. Sambandið kallar eftir úttekt á árangri og áhrifum styttingar framhaldsnámsins. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.

Spegillinn
Hækkanir til forstjóra og innviðaráðherra um Vegagerðina

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 7, 2023


Spegillinn 7. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Seðlabankastjóri hvetur til þjóðarsáttar til að kveða niður verðbólgu en laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu ríflega í fyrra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vont að laun forstjóra hækki umfram önnur, ekki síst í núverandi umhverfi verðbólgu og kjarasamninga. Stjórn Landsvirkjunar ætlar að leggja til að greiða út 20 milljarða arð í ríkissjóð fyrir seinasta ár. Þar að auki greiðir Landsvirkjun 30 milljarða í tekjuskatt, svo heildargreiðslan nemur 50 milljörðum. Skuldastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann. Tífalt meiri olía fór í fjarvarmaveitur á Vestfjörðum árið tvö þúsund tuttugu og tvö en árið áður. Þá varð Orkubú Vestfjarða að keyra varaafl vegna skerðingar á raforku frá Landsvirkjun, í fimmtíu og fjóra daga. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Elías Jónatansson forstjóra Orkubús Vestfjarða. Meirihluti þings Sama í Noregi krefst þess að óháð rannsóknarnefnd verði skipuð vegna vindorkuversins í Fosen í Þrændalögum. Ríkið geti ekki sjálft rannsakað málið þar sem orkuverið sé rekið í gegnum ríkisfyrirtækið Statkraft. Róbert Jóhannsson sagði frá. Matvælastofnun er uggandi yfir komu farfugla til landsins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu á vetrarstöðvum þeirra. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla segir veiruna hafa aðlagast og því sé alifuglum hættara við að smitast. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. -------------- Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við reikningsskil Vegagerðarinnar og telur að efla þurfi þar öryggisstjórnun. Í gær voru kynntar tvær skýrslur ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Æðstu ráðamenn Kína hafa ekki sparað stóru orðin í garð Bandaríkjanna á ársfundi fastanefndar Alþýðuþings landsins sem hófst á sunnudag. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Qin Gang, utanríkisráðherra Kína og Celiu Hatton, yfirmanni fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC í Kyrrahafsasíuríkjum. Katrín Kristjana Hjartardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nema hafa mætt afgangi í menntamálum. Sambandið kallar eftir úttekt á árangri og áhrifum styttingar framhaldsnámsins. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.

Spegillinn
Vinnudeila SA og Eflingar harðnar enn og Joe Biden í Úkraínu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 20, 2023


Spegillinn 20. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn að setja lög á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Deilan sé orðin ein sú harðasta í áratugi, þetta sögðu þau aðspurð á Alþingi af stjórnarandstöðunni. Höskuldur Kári Scharm tók saman. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að félagið ætli ekki að tæma vinnudeilusjóð sinn til að axla ábyrgð á verkbanni og sturlun SA. Verðmunur á matvöru eykst við samanburð á kílóverði. Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus en hæst í Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Landsvirkjun ætlar að greiða ríkinu tuttugu milljarða króna í arð fyrir síðasta ár, samkvæmt tillögu stjórnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir stærsta áhrifaþátt bættrar afkomu fyrirtækisins vera endurnýjaða samninga við stórnotendur. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur sagt starfi sínu lausu og óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa út þetta ár Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, formaður bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir að ákvörðun Jóns Björns hafi komið á óvart. ------------------- Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er líklega harðasta kjaradeilan sem sést hefur á þessari öld segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur. Hann rekur ekki minni til þess að verkbann hafi áður beinst að jafn fjölmennum hópi og nú er undir. Ljóst sé að vinnulöggjöfin nái ekki tilgangi sínum að stilla til friðar. Stutt heimsókn Joes Bidens Bandaríkjaforseta til Úkraínu í dag kom flatt upp á flesta. Heimsóknin er sögð þrungin merkingu þegar nærri ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu og stórsókn þeirra vofir yfir. Ásgeir Tómasson tók saman. Brot úr ávörpum Joes Bidens og Volodymyrs Zelenskys forseta Úkraínu. Norðmenn eru æfir yfir í því að frægt málverk af Leifi Eíríkssyni var tekið niður og sett niður í kjallara í Ríkislistaafninu í Ósló. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Spegillinn
Vinnudeila SA og Eflingar harðnar enn og Joe Biden í Úkraínu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 20, 2023 9:00


Spegillinn 20. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn að setja lög á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Deilan sé orðin ein sú harðasta í áratugi, þetta sögðu þau aðspurð á Alþingi af stjórnarandstöðunni. Höskuldur Kári Scharm tók saman. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að félagið ætli ekki að tæma vinnudeilusjóð sinn til að axla ábyrgð á verkbanni og sturlun SA. Verðmunur á matvöru eykst við samanburð á kílóverði. Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus en hæst í Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Landsvirkjun ætlar að greiða ríkinu tuttugu milljarða króna í arð fyrir síðasta ár, samkvæmt tillögu stjórnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir stærsta áhrifaþátt bættrar afkomu fyrirtækisins vera endurnýjaða samninga við stórnotendur. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur sagt starfi sínu lausu og óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa út þetta ár Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, formaður bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir að ákvörðun Jóns Björns hafi komið á óvart. ------------------- Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er líklega harðasta kjaradeilan sem sést hefur á þessari öld segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur. Hann rekur ekki minni til þess að verkbann hafi áður beinst að jafn fjölmennum hópi og nú er undir. Ljóst sé að vinnulöggjöfin nái ekki tilgangi sínum að stilla til friðar. Stutt heimsókn Joes Bidens Bandaríkjaforseta til Úkraínu í dag kom flatt upp á flesta. Heimsóknin er sögð þrungin merkingu þegar nærri ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu og stórsókn þeirra vofir yfir. Ásgeir Tómasson tók saman. Brot úr ávörpum Joes Bidens og Volodymyrs Zelenskys forseta Úkraínu. Norðmenn eru æfir yfir í því að frægt málverk af Leifi Eíríkssyni var tekið niður og sett niður í kjallara í Ríkislistaafninu í Ósló. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Samfélagið
Fúsk, upprunavottorð og torfær leið á ÓL

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 24, 2023


Í gær fór fram í Háskólanum í Reykjavík ráðstefna um rakaskemmdir og myglu; byggingargalla og fúsk í nýjum byggingum. Þessi ráðstefna var til heiðurs Dr. Ríkharði Kristjánssyni, sem er sjálfstætt starfandi ráðgjafaverkfræðingur og á að baki langan feril. Hann talaði sjálfur á þessari ráðstefnu um fúsk. Ríkharður verður gestur okkar. Landsvirkjun seldi upprunavottorð fyrir tvo milljarða á síðasta ári og á næsta ári gætu tekjur af þessari sölu orðið á milli 8 - 15 milljarðar króna. Upprunavottorðin hafa verið til umræðu undanfarið því nýlega fréttist að öll raforka sem Landsvirkjun selur teljist nú vera framleidd með kolum, olíu og kjarnorku vegna þessara vottorða. Við reynum að komast til botns í þessu í þættinum í dag og ræðum við Hönnu Björgu Konráðsdóttur, lögfræðing og deildarstjóra hjá Orkustofnun og Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing. Íslenska landsliðið lendir í 12. sæti á HM í handbolta, sem lýkur um næstu helgi. Liðinu tókst ekki að greiða sér leið á ólympíuleika eins og margir höfðu vonað en ekki er öll nótt úti - það er von. En það getur verið flókið mál. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður ætlar að gera tilraun til að útskýra það fyrir okkur.

Samfélagið
Fúsk, upprunavottorð og torfær leið á ÓL

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 24, 2023 55:00


Í gær fór fram í Háskólanum í Reykjavík ráðstefna um rakaskemmdir og myglu; byggingargalla og fúsk í nýjum byggingum. Þessi ráðstefna var til heiðurs Dr. Ríkharði Kristjánssyni, sem er sjálfstætt starfandi ráðgjafaverkfræðingur og á að baki langan feril. Hann talaði sjálfur á þessari ráðstefnu um fúsk. Ríkharður verður gestur okkar. Landsvirkjun seldi upprunavottorð fyrir tvo milljarða á síðasta ári og á næsta ári gætu tekjur af þessari sölu orðið á milli 8 - 15 milljarðar króna. Upprunavottorðin hafa verið til umræðu undanfarið því nýlega fréttist að öll raforka sem Landsvirkjun selur teljist nú vera framleidd með kolum, olíu og kjarnorku vegna þessara vottorða. Við reynum að komast til botns í þessu í þættinum í dag og ræðum við Hönnu Björgu Konráðsdóttur, lögfræðing og deildarstjóra hjá Orkustofnun og Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing. Íslenska landsliðið lendir í 12. sæti á HM í handbolta, sem lýkur um næstu helgi. Liðinu tókst ekki að greiða sér leið á ólympíuleika eins og margir höfðu vonað en ekki er öll nótt úti - það er von. En það getur verið flókið mál. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður ætlar að gera tilraun til að útskýra það fyrir okkur.

Spegillinn
Áhyggjur af álagi í heilbrigðiskerfinu, brennisteinsvetni , vændiskarl

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 6, 2023


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir viðvarandi álag í heilbrigðiskerfinu ýta undir hættu á alvarlegum atvikum. Hann hefur áhyggjur af brotthvarfi fagfólks úr heilbrigðisstéttum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Meðalstyrkur brennisteinsvetnis mældist óvenjuhár á höfuðborgarsvæðinu í dag, á þrettánda degi jóla. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé ekki hættuleg fólki, en gæti haft áhrif á raftæki. Pétur Magnússon talaði við hann. Minnihlutafulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn á Akureyri vilja ljúka viðræðum við Landsnet um þá ákvörðun að Blöndulína þrjú verði lögð sem loftlína til bæjarins. Jarðstrengur geti komið síðar. Störukeppni um málið verði að linna. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa. Héraðsdómur Reykjavíkur breytti í dag dómi sem hafði verið birtur um gróft líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi manns gagnvart konu. Harðlega var gagnrýnt að nafn afbrotamannsins hafði verið máð burtu og var nafnið því birt í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir vandvirkni starfsfólks dómstólsins hafa ráðið því að nafnið var upphaflega hulið. Kristín Sigurðardóttir talaði við Ingibjörgu. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Husseins Husseins, íraksks innflytjanda og fjölskyldu hans til Landsréttar. Þau voru flutt nauðug til Grikklands eftir að hafa dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Héraðsdómur taldi brottvísunina ólöglega. Fólkið sneri aftur til Íslands þegar sú niðurstaða lá fyrir. Landsvirkjun hætti um áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Þetta þýðir að íslensk smásölufyrirtæki ? Orka náttúrunnar, HS Orka eða Straumlind til dæmis ? mega ekki markaðssetja orkuna sem keypt er af Landsvirkjun sem græna. Nema að greiða fyrir það. Alexander Kristjánsson ræddi við Val Ægisson, forstöðumann viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Erfitt ástand var í heilbrigðiskerfinu á Englandi milli jóla og nýárs og dæmi um að sjúklingar þyrftu að bíða á aðra klukkustund í sjúkrabílum áður en hægt var að flytja þá inn á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Inflúensufaraldri og fjölgun kovid-tilfella var um að kenna. Vaxtahækkarnir. Dýrari matur. Hærra raforkuverð. Hagur fólks fer versnandi í Svíþjóð líkt og víða annars staðar þessi misserin. Starfsfólk mötuneyta í sumum skólu

Spegillinn
Áhyggjur af álagi í heilbrigðiskerfinu, brennisteinsvetni , vændiskarl

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 6, 2023 29:54


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir viðvarandi álag í heilbrigðiskerfinu ýta undir hættu á alvarlegum atvikum. Hann hefur áhyggjur af brotthvarfi fagfólks úr heilbrigðisstéttum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Meðalstyrkur brennisteinsvetnis mældist óvenjuhár á höfuðborgarsvæðinu í dag, á þrettánda degi jóla. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé ekki hættuleg fólki, en gæti haft áhrif á raftæki. Pétur Magnússon talaði við hann. Minnihlutafulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn á Akureyri vilja ljúka viðræðum við Landsnet um þá ákvörðun að Blöndulína þrjú verði lögð sem loftlína til bæjarins. Jarðstrengur geti komið síðar. Störukeppni um málið verði að linna. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa. Héraðsdómur Reykjavíkur breytti í dag dómi sem hafði verið birtur um gróft líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi manns gagnvart konu. Harðlega var gagnrýnt að nafn afbrotamannsins hafði verið máð burtu og var nafnið því birt í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir vandvirkni starfsfólks dómstólsins hafa ráðið því að nafnið var upphaflega hulið. Kristín Sigurðardóttir talaði við Ingibjörgu. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Husseins Husseins, íraksks innflytjanda og fjölskyldu hans til Landsréttar. Þau voru flutt nauðug til Grikklands eftir að hafa dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Héraðsdómur taldi brottvísunina ólöglega. Fólkið sneri aftur til Íslands þegar sú niðurstaða lá fyrir. Landsvirkjun hætti um áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Þetta þýðir að íslensk smásölufyrirtæki ? Orka náttúrunnar, HS Orka eða Straumlind til dæmis ? mega ekki markaðssetja orkuna sem keypt er af Landsvirkjun sem græna. Nema að greiða fyrir það. Alexander Kristjánsson ræddi við Val Ægisson, forstöðumann viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Erfitt ástand var í heilbrigðiskerfinu á Englandi milli jóla og nýárs og dæmi um að sjúklingar þyrftu að bíða á aðra klukkustund í sjúkrabílum áður en hægt var að flytja þá inn á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Inflúensufaraldri og fjölgun kovid-tilfella var um að kenna. Vaxtahækkarnir. Dýrari matur. Hærra raforkuverð. Hagur fólks fer versnandi í Svíþjóð líkt og víða annars staðar þessi misserin. Starfsfólk mötuneyta í sumum skólu

Spegillinn
Fylgi stjórnmálaflokka, læknar segja upp og rammaáætlun

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 3, 2023


Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er nánast jafnt í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Tíu ár eru síðan fylgi Vinstri grænna mældist jafn lítið eða um sjö prósent. Plássleysi, undirmönnun og niðurskurður til nýs Landspítala hefur orðið til þess að læknar á bráðamóttöku hafa sagt upp störfum að undanförnu. Tugir hjúkrunarfræðinga hafa einnig sagt upp. Innviðaráðherra segir Suðurnesjalínu tvö varða þjóðarhag og að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir lagningu hennar. Það sé grafalvarleg staða. Kuldatíð í nýliðnum desember skilar honum í fjórða sæti yfir köldustu desembermánuði frá upphafi mælinga. Seinast var desember viðlíka kaldur árið 1916. Þess er krafist að varnarmálaráðherra Þýskalands segi af sér eftir að hún birti óviðeigandi myndskeið á Instagram á gamlárskvöld. ----- 3. áfangi rammaáætlunar var samþykktur í sumar eftir mikið karp. Þegar rykið sest fara þau virkjanaáform sem sett eru í nýtingarflokk yfirleitt í umhverfismat. Nú þegar hefur verið gefið út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá, en framkvæmdaleyfi hefur ekki verið afgreitt af sveitarstjórnum sem liggja að Þjórsá. Tveir virkjanakostir eru á Vestfjörðum, annars vegar Hvalárvirkjun sem stendur til að ráðast í og hins vegar Austurgilsvirkjun, en Landsvirkjun setti þau áform á ís fyrir afgreiðslu rammaáætlunar. Veituleið Blönduvirkjunar er einnig í nýtingarflokki. Þau háhitasvæði sem eru í nýtingarflokki eru flest á Reykjanesskaga, en einnig á Kröflusvæðinu og í Bjarnarflagi á Norðausturlandi. Þá eru vindorkuver í nýtingarflokki á tveimur stöðum á landinu, annars vegar við Búrfell og hins vegar við Blöndu. En hvað svo. Hvað tekur við eftir að rammaáætlun er samþykkt. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og sat í verkefnastjórn rammaáætlunnar. Stjórnarandstæðingar í Þýskalandi krefjast þess að Christine Lambrecht varnarmálaráðherra segi af sér. Ella reki Olaf Scholz kanslari hana úr embætti. Jafnframt krefjast þeir þess að hún biðjist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Instagram-myndskeiði á gamlárskvöld. Reyndar greinist varla hvað hún segir fyrir látunum í sprengjuglöðum Berlínarbúum sem fengu sitt fyrsta tækifæri síðan um áramótin 2019 til að láta til sín taka. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Spegillinn
Fylgi stjórnmálaflokka, læknar segja upp og rammaáætlun

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 3, 2023 11:02


Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er nánast jafnt í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Tíu ár eru síðan fylgi Vinstri grænna mældist jafn lítið eða um sjö prósent. Plássleysi, undirmönnun og niðurskurður til nýs Landspítala hefur orðið til þess að læknar á bráðamóttöku hafa sagt upp störfum að undanförnu. Tugir hjúkrunarfræðinga hafa einnig sagt upp. Innviðaráðherra segir Suðurnesjalínu tvö varða þjóðarhag og að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir lagningu hennar. Það sé grafalvarleg staða. Kuldatíð í nýliðnum desember skilar honum í fjórða sæti yfir köldustu desembermánuði frá upphafi mælinga. Seinast var desember viðlíka kaldur árið 1916. Þess er krafist að varnarmálaráðherra Þýskalands segi af sér eftir að hún birti óviðeigandi myndskeið á Instagram á gamlárskvöld. ----- 3. áfangi rammaáætlunar var samþykktur í sumar eftir mikið karp. Þegar rykið sest fara þau virkjanaáform sem sett eru í nýtingarflokk yfirleitt í umhverfismat. Nú þegar hefur verið gefið út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá, en framkvæmdaleyfi hefur ekki verið afgreitt af sveitarstjórnum sem liggja að Þjórsá. Tveir virkjanakostir eru á Vestfjörðum, annars vegar Hvalárvirkjun sem stendur til að ráðast í og hins vegar Austurgilsvirkjun, en Landsvirkjun setti þau áform á ís fyrir afgreiðslu rammaáætlunar. Veituleið Blönduvirkjunar er einnig í nýtingarflokki. Þau háhitasvæði sem eru í nýtingarflokki eru flest á Reykjanesskaga, en einnig á Kröflusvæðinu og í Bjarnarflagi á Norðausturlandi. Þá eru vindorkuver í nýtingarflokki á tveimur stöðum á landinu, annars vegar við Búrfell og hins vegar við Blöndu. En hvað svo. Hvað tekur við eftir að rammaáætlun er samþykkt. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og sat í verkefnastjórn rammaáætlunnar. Stjórnarandstæðingar í Þýskalandi krefjast þess að Christine Lambrecht varnarmálaráðherra segi af sér. Ella reki Olaf Scholz kanslari hana úr embætti. Jafnframt krefjast þeir þess að hún biðjist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Instagram-myndskeiði á gamlárskvöld. Reyndar greinist varla hvað hún segir fyrir látunum í sprengjuglöðum Berlínarbúum sem fengu sitt fyrsta tækifæri síðan um áramótin 2019 til að láta til sín taka. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Montel Weekly
Crisis, what crisis?

Montel Weekly

Play Episode Listen Later Nov 24, 2022 27:46


Iceland has dodged an energy crisis gripping most of Europe with spiralling costs for households and industrial consumers. While the North Atlantic island nation is self-sufficient in energy, listen to a discussion on why its largest utility Landsvirkjun recently renegotiated a supply contract with one of its industrial consumers. Also, hear about Iceland's energy successes, the prospects of exports but also why Landsvirkjun is concerned about prospective changes to guarantees of origin regulation.Host: Richard Sverrisson, Editor-in-Chief, MontelGuest: Hördur Arnarson, CEO, Landsvirkjun.

Hjjj
36. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair

Hjjj

Play Episode Listen Later Nov 22, 2022 69:37


Viðmælandi þáttarins er Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair. Sylvía er fædd árið 1980 og er alin upp í Vesturbænum. Hún gekk í Kvennaskólinn í Reykjavík og kláraði BS próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla íslands og Master í aðgerðarannsóknum frá London School of Economics. Sylvía starfaði í fimm ár hjá Amazon, fyrst sem sérfræðingur í nýfjárfestingum á fjármálasviði og seinna sem yfirmaður viðskiptagreindar og vörustjóri í Kindle deild Amazon. Sylvía hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, forstöðumaður á rekstrarsviði hjá Icelandair, forstöðumaður tekjustýringar og jarðvarmadeildar hjá Landsvirkjun og forstöðumaður viðbúnaðarsviðs Seðlabanka Íslands. Sylvía hefur einnig starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands og setið í ýmsum stjórnum t.d. eins hjá og Símanum, Íslandssjóðum, Ölgerðinni og Orkufjarskiptum. Þátturinn er í boði Icelandair.

Samfélagið
Lestur barna, orkuskipti, málfar og stofnfrumumeðferð

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 19, 2022


Það er tekist á um lestur barna, einu sinni sem oftar, en kannski af meiri hörku en áður - manni finnst það kannski. Nú eru lestrarfimiprófin í brennidepli, eru þau mælitækið sem við þurfum til að vinna með og bæta lestrarhæfni barnanna okkar - sitt sýnist hverjum, en hvað er þá rétta leiðin, þarf að kollvarpa öllu, eða fínstilla eitthvað aðeins. Við ræðum við lestrarsérfræðing hér í byrjun þáttar, Svövu Þórhildi Hjaltalín, sem vill breyta töluvert um stefnu og segir okkur ástæðuna fyrir því. Í gær var settur í loftið vefur um orkuskipti hér á landi - orkuskipti.is. Það eru Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla sem standa að vefnum sem er ætlað að veita upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum. Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins ætlar að fara yfir þessi mál með okkur á eftir. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir kemur í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá rannsókn á stofnfrumumeðferð á fóstrum, til að laga klofinn hrygg.

Samfélagið
Lestur barna, orkuskipti, málfar og stofnfrumumeðferð

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 19, 2022 55:00


Það er tekist á um lestur barna, einu sinni sem oftar, en kannski af meiri hörku en áður - manni finnst það kannski. Nú eru lestrarfimiprófin í brennidepli, eru þau mælitækið sem við þurfum til að vinna með og bæta lestrarhæfni barnanna okkar - sitt sýnist hverjum, en hvað er þá rétta leiðin, þarf að kollvarpa öllu, eða fínstilla eitthvað aðeins. Við ræðum við lestrarsérfræðing hér í byrjun þáttar, Svövu Þórhildi Hjaltalín, sem vill breyta töluvert um stefnu og segir okkur ástæðuna fyrir því. Í gær var settur í loftið vefur um orkuskipti hér á landi - orkuskipti.is. Það eru Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla sem standa að vefnum sem er ætlað að veita upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum. Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins ætlar að fara yfir þessi mál með okkur á eftir. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir kemur í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá rannsókn á stofnfrumumeðferð á fóstrum, til að laga klofinn hrygg.

Spegillinn
Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2022


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.

Spegillinn
Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2022


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.

Spegillinn
Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2022 8:41


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.

Spegillinn
Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2022


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.

Morgunútvarpið
25. maí - Frístund, sæstrengur, vinna barna, hælisleitendur og Apabóla

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later May 25, 2022 130:00


Móðir sex ára barns á Ísafirði skrifaði í gær grein í bæjarblaðið þar sem hún vakti athygli á mjög skertu frístundastarfi í bænum miðað við þar sem víða annars staðar tíðkast á landinu. Við ræddum þessi mál við Hafdísi Gunnarsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðar í upphafi þáttar. Lagning nýs sæstrengs milli Íslands og Írlands hófst á mánudaginn en gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir árslok. Með tilkomu strengsins, sem ber heitið Íris, verður sambandsleysi tífalt ólíklegra og þá markar strengurinn tímamót fyrir íslenska upplýsingatækni- og gagnaversiðnaðinn, og opnar einnig á fjölmörg önnur tækifæri í stafrænum iðnaði og nýsköpun, að mati Samtaka iðnaðarins. Við ræddum við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs Samtakanna, og Harald Hallgrímsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Andrés Jónsson, almannatengill, birti færslu á Twitter á dögunum þar sem hann stakk upp á því að börn á aldrinum 12 til 18 ára fengju rýmri heimildir til að vinna til að bregðast við skorti á starfsfólki í ákveðnum atvinnugreinum. Færslan vakti mikla athygli en við ræddum þessar hugmyndir - og vinnu barna almennt, við Salvör Nordal, Umboðsmann barna. Málefni 300 hælisleitenda sem til stóð að senda úr landi á næstu dögum hafa verið mikið til umræðu hjá bæði þingi og þjóð. Við ræddum þessi mál við þá Andrés Inga Jónsson þingmann Pírata og Loga Einarsson formann Samfylkingar en hann situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem fer með málaflokkinn á þingi. Brotthvarf fólks á aldrinum 18 til 24 ára úr námi er hið næst mesta hér á landi meðal Evrópuþjóða. Við ræddum stöðu ungs fólks í námi við Derek T. Allen, forseta Landssamtaka íslenskra stúdenta. Margir supu hveljur í gær þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir tilkynnti að sóttkví og einangrun yrði beitt í baráttunni við apabóluna sem nú hreiðrar um sig í Evrópu. Þórólfur var gestur okkar í lok þáttar. Tónlist: Moses Hightower - Maðkur í mysunni Jói Pé x Króli - Þriggja tíma brúðkaup Laura Branigan - Gloria Fleetwood Mac - Don't stop Duffy - Rockferry Hjálmar & GDRN - Upp á rönd Björk - Big Time Sensuality Svala - The Real Me Metronomy - Things will be fine

Morgunútvarpið
25. maí - Frístund, sæstrengur, vinna barna, hælisleitendur og Apabóla

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later May 25, 2022


Móðir sex ára barns á Ísafirði skrifaði í gær grein í bæjarblaðið þar sem hún vakti athygli á mjög skertu frístundastarfi í bænum miðað við þar sem víða annars staðar tíðkast á landinu. Við ræddum þessi mál við Hafdísi Gunnarsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðar í upphafi þáttar. Lagning nýs sæstrengs milli Íslands og Írlands hófst á mánudaginn en gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir árslok. Með tilkomu strengsins, sem ber heitið Íris, verður sambandsleysi tífalt ólíklegra og þá markar strengurinn tímamót fyrir íslenska upplýsingatækni- og gagnaversiðnaðinn, og opnar einnig á fjölmörg önnur tækifæri í stafrænum iðnaði og nýsköpun, að mati Samtaka iðnaðarins. Við ræddum við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs Samtakanna, og Harald Hallgrímsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Andrés Jónsson, almannatengill, birti færslu á Twitter á dögunum þar sem hann stakk upp á því að börn á aldrinum 12 til 18 ára fengju rýmri heimildir til að vinna til að bregðast við skorti á starfsfólki í ákveðnum atvinnugreinum. Færslan vakti mikla athygli en við ræddum þessar hugmyndir - og vinnu barna almennt, við Salvör Nordal, Umboðsmann barna. Málefni 300 hælisleitenda sem til stóð að senda úr landi á næstu dögum hafa verið mikið til umræðu hjá bæði þingi og þjóð. Við ræddum þessi mál við þá Andrés Inga Jónsson þingmann Pírata og Loga Einarsson formann Samfylkingar en hann situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem fer með málaflokkinn á þingi. Brotthvarf fólks á aldrinum 18 til 24 ára úr námi er hið næst mesta hér á landi meðal Evrópuþjóða. Við ræddum stöðu ungs fólks í námi við Derek T. Allen, forseta Landssamtaka íslenskra stúdenta. Margir supu hveljur í gær þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir tilkynnti að sóttkví og einangrun yrði beitt í baráttunni við apabóluna sem nú hreiðrar um sig í Evrópu. Þórólfur var gestur okkar í lok þáttar. Tónlist: Moses Hightower - Maðkur í mysunni Jói Pé x Króli - Þriggja tíma brúðkaup Laura Branigan - Gloria Fleetwood Mac - Don't stop Duffy - Rockferry Hjálmar & GDRN - Upp á rönd Björk - Big Time Sensuality Svala - The Real Me Metronomy - Things will be fine

Morgunútvarpið
25. maí - Frístund, sæstrengur, vinna barna, hælisleitendur og Apabóla

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later May 25, 2022


Móðir sex ára barns á Ísafirði skrifaði í gær grein í bæjarblaðið þar sem hún vakti athygli á mjög skertu frístundastarfi í bænum miðað við þar sem víða annars staðar tíðkast á landinu. Við ræddum þessi mál við Hafdísi Gunnarsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðar í upphafi þáttar. Lagning nýs sæstrengs milli Íslands og Írlands hófst á mánudaginn en gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir árslok. Með tilkomu strengsins, sem ber heitið Íris, verður sambandsleysi tífalt ólíklegra og þá markar strengurinn tímamót fyrir íslenska upplýsingatækni- og gagnaversiðnaðinn, og opnar einnig á fjölmörg önnur tækifæri í stafrænum iðnaði og nýsköpun, að mati Samtaka iðnaðarins. Við ræddum við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs Samtakanna, og Harald Hallgrímsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Andrés Jónsson, almannatengill, birti færslu á Twitter á dögunum þar sem hann stakk upp á því að börn á aldrinum 12 til 18 ára fengju rýmri heimildir til að vinna til að bregðast við skorti á starfsfólki í ákveðnum atvinnugreinum. Færslan vakti mikla athygli en við ræddum þessar hugmyndir - og vinnu barna almennt, við Salvör Nordal, Umboðsmann barna. Málefni 300 hælisleitenda sem til stóð að senda úr landi á næstu dögum hafa verið mikið til umræðu hjá bæði þingi og þjóð. Við ræddum þessi mál við þá Andrés Inga Jónsson þingmann Pírata og Loga Einarsson formann Samfylkingar en hann situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem fer með málaflokkinn á þingi. Brotthvarf fólks á aldrinum 18 til 24 ára úr námi er hið næst mesta hér á landi meðal Evrópuþjóða. Við ræddum stöðu ungs fólks í námi við Derek T. Allen, forseta Landssamtaka íslenskra stúdenta. Margir supu hveljur í gær þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir tilkynnti að sóttkví og einangrun yrði beitt í baráttunni við apabóluna sem nú hreiðrar um sig í Evrópu. Þórólfur var gestur okkar í lok þáttar. Tónlist: Moses Hightower - Maðkur í mysunni Jói Pé x Króli - Þriggja tíma brúðkaup Laura Branigan - Gloria Fleetwood Mac - Don't stop Duffy - Rockferry Hjálmar & GDRN - Upp á rönd Björk - Big Time Sensuality Svala - The Real Me Metronomy - Things will be fine

Morgunútvarpið
24. jan. - Ljósmynd, íslenskan, orkumál, Reynir Tr., glens og EM

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 24, 2022 130:00


Þriðja elsta þekkta ljósmyndin frá Íslandi fannst á dögunum þegar opnaður var nýr vefur með hluta af ljósmyndasafni dönsku konungsfjölskyldunnar. Myndin, sem sýnir norðurenda Tjarnarinnar í Reykjavík, hefur sögulegt gildi en hún er talin tekin af Frakkanum Louis Rousseau í leiðangri Napóleons prins um Norðurlönd sumarið 1856. Við heyrðum í Ingu Láru Baldvinsdóttur, sagnfræðingi og fyrrum sviðsstjóra ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands, um myndina. Lestrarkeppni grunnskólanna er í fullum gangi og er hluti af þeim verkefnum sem eru í gangi til að efla íslenskuna. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála fer með málaflokkinn og við ræddum við hana um stöðu íslenskunnar og áherslur í baráttunni við að vernda tungumálið okkar í sífellt alþjóðlegri heimi. Orkubú Vestfjarða býst við að þurfa að brenna olíu í allt að þrjá mánuði til að tryggja húsakyndingu eftir að Landsvirkjun tilkynnti að hún afhendi nú enga raforku til kaupenda að skerðanlengri orku vegna orkuskorts. Við heyrðum í Elíasi Jónatanssyni, forstjóra Orkubús Vestfjarða, um málið og framtíðarsýn þeirra í orkumálum. Reynir Traustason fréttastjóri Mannlífs hefur staðið í sannkallaðri orrahríð síðan áður en brotist var inn á skrifstofur fjölmiðilsins aðfaranótt föstudags og atlaga gerð að því að leggja miðilinn niður. Róbert Wessmann forstjóri Alvogen sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem hann segist hvergi hafa komið nærri innbrotinu en Reynir lítur þó svo á að þeir eigi í einhverskonar stríði. Reynir var gestur okkar. Drulluleiðist þér í sóttkví eða einangrun? Að þessu spyrja þær Ebba Sig uppistandari og Róberta Michelle Hall húllumhæ húllastelpan. Þær taka að sér að skemmta fólki við alls kyns aðstæður og í öllum veðrum og við fengum þær í heimsókn til að segja okkur meira. Óhætt er að segja að íslenska karlalandsliðið í handbolta hafi fyllt á hamingjuhormón þjóðarinnar sl. laugardag með alveg hreint stórkostlegum sigri á Ólympíumeisturum Frakka. Við heyrðum í okkar manni í Búdapest, sem líkt og níu leikmenn, varð fyrir barðinu á veirufjandanum, og lýsti Frakkaleiknum úr einangrun í hótelherbergi sínu. Við tókum EM stöðuna hjá Einar Erni Jónssyni. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson - Dont try to fool me. Amy Winehouse - Back to black. Júlí Heiðar - Ástin heldur vöku. Robert Plant og Alison Krauss - Cant let go. Erla og Gréta - Ég á heiminn með þér. Sigrún Stella - Baby blue. Ásgeir Trausti - Sunday drive. Post Malone - Only wanna be with you. Eddie Vedder - Long way. Björk - Army of me.

army bj hei nap robert plant sigr glens erla amy winehouse back reynir myndin vestfjar landsvirkjun frakka lilja alfre baldvinsd alvogen
Morgunútvarpið
24. jan. - Ljósmynd, íslenskan, orkumál, Reynir Tr., glens og EM

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 24, 2022


Þriðja elsta þekkta ljósmyndin frá Íslandi fannst á dögunum þegar opnaður var nýr vefur með hluta af ljósmyndasafni dönsku konungsfjölskyldunnar. Myndin, sem sýnir norðurenda Tjarnarinnar í Reykjavík, hefur sögulegt gildi en hún er talin tekin af Frakkanum Louis Rousseau í leiðangri Napóleons prins um Norðurlönd sumarið 1856. Við heyrðum í Ingu Láru Baldvinsdóttur, sagnfræðingi og fyrrum sviðsstjóra ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands, um myndina. Lestrarkeppni grunnskólanna er í fullum gangi og er hluti af þeim verkefnum sem eru í gangi til að efla íslenskuna. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála fer með málaflokkinn og við ræddum við hana um stöðu íslenskunnar og áherslur í baráttunni við að vernda tungumálið okkar í sífellt alþjóðlegri heimi. Orkubú Vestfjarða býst við að þurfa að brenna olíu í allt að þrjá mánuði til að tryggja húsakyndingu eftir að Landsvirkjun tilkynnti að hún afhendi nú enga raforku til kaupenda að skerðanlengri orku vegna orkuskorts. Við heyrðum í Elíasi Jónatanssyni, forstjóra Orkubús Vestfjarða, um málið og framtíðarsýn þeirra í orkumálum. Reynir Traustason fréttastjóri Mannlífs hefur staðið í sannkallaðri orrahríð síðan áður en brotist var inn á skrifstofur fjölmiðilsins aðfaranótt föstudags og atlaga gerð að því að leggja miðilinn niður. Róbert Wessmann forstjóri Alvogen sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem hann segist hvergi hafa komið nærri innbrotinu en Reynir lítur þó svo á að þeir eigi í einhverskonar stríði. Reynir var gestur okkar. Drulluleiðist þér í sóttkví eða einangrun? Að þessu spyrja þær Ebba Sig uppistandari og Róberta Michelle Hall húllumhæ húllastelpan. Þær taka að sér að skemmta fólki við alls kyns aðstæður og í öllum veðrum og við fengum þær í heimsókn til að segja okkur meira. Óhætt er að segja að íslenska karlalandsliðið í handbolta hafi fyllt á hamingjuhormón þjóðarinnar sl. laugardag með alveg hreint stórkostlegum sigri á Ólympíumeisturum Frakka. Við heyrðum í okkar manni í Búdapest, sem líkt og níu leikmenn, varð fyrir barðinu á veirufjandanum, og lýsti Frakkaleiknum úr einangrun í hótelherbergi sínu. Við tókum EM stöðuna hjá Einar Erni Jónssyni. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson - Dont try to fool me. Amy Winehouse - Back to black. Júlí Heiðar - Ástin heldur vöku. Robert Plant og Alison Krauss - Cant let go. Erla og Gréta - Ég á heiminn með þér. Sigrún Stella - Baby blue. Ásgeir Trausti - Sunday drive. Post Malone - Only wanna be with you. Eddie Vedder - Long way. Björk - Army of me.

army bj hei nap robert plant sigr glens erla amy winehouse back reynir myndin vestfjar landsvirkjun frakka lilja alfre baldvinsd alvogen
Morgunútvarpið
11.jan - Lúxus, leikskólar, LOG4j, Landsvirkjun og Loftsteinar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 11, 2022


Það eru bókstaflega allir að spá í Verbúðinni, sem sýnd er á RÚV, þessa dagana - hvað er sögulega rétt og hverju hnikar til um nokkur ár. Í öðrum þætti þáttaraðarinnar brá fyrir tímaritinu Lúxus sem kom út árið 1984 en forsvarsmenn vefsins Tímarit.is ráku augun í tímaritið, höfðu upp á því og skönnuðu það inn á vefinn svo það er nú öllum aðgengilegt. Við heyrðum í Erni Hrafnkellssyni sviðsstjóra varðveislu og stafrænnar endurgerðar um þetta skondna tilhlaup. Borgarstjórn hætti í lok síðustu viku við að greiða starfsfólki leikskóla 75 þúsund krónur fyrir að stuðla að ráðningum á leikskóla. Tillagan var einn liður í átaki borgarinnar í ráðningar- og mannauðsmálum á leikskólum en til þess að standa undir fjölgun leikskólaplássa næstu 3-4 árin má gera ráð fyrir að þurfi að ráða 250-300 starfsmenn til viðbótar á leikskóla í borginni. Við ræddum við Harald Frey Gíslason, formanni Félags leikskólakennara, um málið og hvernig æskilegt sé að fjölga starfsfólki á leikskólum hér á landi. Nú eru tvær vikur síðan óvissustigi almannavarna var aflétt vegna LOG4j öryggisgallans. Vinna vegna gallans gekk eins og í sögu og af honum má læra ýmislegt um netöryggi opinberra stofnanna og fyrirtækja til framtíðar. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar kom til okkar. Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum svo sem álverum að skerða þurfi orkusölu til þeirra vegna þess hve lítið vatn er í lónum á Þjórsársvæðinu. Staðan í vatnsbúskap hefur ekki verið lakari í sjö ár. Við ræddum við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, um þessa stöðu og hvernig eigi að bregðast við. Það er staðreynd að heimsóknum eldri borgara, sérstaklega þeim sem glíma við hjartavandamál, á bráðamóttöku Landspítalans snarfækkaði þegar Covid-19 faraldurinn hóf að geisa hér á landi. Við heyrðum í Ingibjörgu Sigurþórsdóttur sérfræðing í bráðahjúkrun um þetta athyglisverða mál. Og Sævar okkar var með hjá okkur í lok þáttar með sneysafullt farteski af fróðleik úr heimi vísindanna. Tónlist: Háa c - Moses Hightower Wild World - Cat Stevens Easy on Me - Adele Perlur og Svín - Emiliana Torrini Royal Morning Blue - Damon Albarn Ef þú hugsar eins og ég - Flott og Unnsteinn Manuel Heart of Glass - Blondie Solar Power - Lorde Sumargestur - Ásgeir Trausti

Morgunútvarpið
11.jan - Lúxus, leikskólar, LOG4j, Landsvirkjun og Loftsteinar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 11, 2022 130:00


Það eru bókstaflega allir að spá í Verbúðinni, sem sýnd er á RÚV, þessa dagana - hvað er sögulega rétt og hverju hnikar til um nokkur ár. Í öðrum þætti þáttaraðarinnar brá fyrir tímaritinu Lúxus sem kom út árið 1984 en forsvarsmenn vefsins Tímarit.is ráku augun í tímaritið, höfðu upp á því og skönnuðu það inn á vefinn svo það er nú öllum aðgengilegt. Við heyrðum í Erni Hrafnkellssyni sviðsstjóra varðveislu og stafrænnar endurgerðar um þetta skondna tilhlaup. Borgarstjórn hætti í lok síðustu viku við að greiða starfsfólki leikskóla 75 þúsund krónur fyrir að stuðla að ráðningum á leikskóla. Tillagan var einn liður í átaki borgarinnar í ráðningar- og mannauðsmálum á leikskólum en til þess að standa undir fjölgun leikskólaplássa næstu 3-4 árin má gera ráð fyrir að þurfi að ráða 250-300 starfsmenn til viðbótar á leikskóla í borginni. Við ræddum við Harald Frey Gíslason, formanni Félags leikskólakennara, um málið og hvernig æskilegt sé að fjölga starfsfólki á leikskólum hér á landi. Nú eru tvær vikur síðan óvissustigi almannavarna var aflétt vegna LOG4j öryggisgallans. Vinna vegna gallans gekk eins og í sögu og af honum má læra ýmislegt um netöryggi opinberra stofnanna og fyrirtækja til framtíðar. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar kom til okkar. Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum svo sem álverum að skerða þurfi orkusölu til þeirra vegna þess hve lítið vatn er í lónum á Þjórsársvæðinu. Staðan í vatnsbúskap hefur ekki verið lakari í sjö ár. Við ræddum við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, um þessa stöðu og hvernig eigi að bregðast við. Það er staðreynd að heimsóknum eldri borgara, sérstaklega þeim sem glíma við hjartavandamál, á bráðamóttöku Landspítalans snarfækkaði þegar Covid-19 faraldurinn hóf að geisa hér á landi. Við heyrðum í Ingibjörgu Sigurþórsdóttur sérfræðing í bráðahjúkrun um þetta athyglisverða mál. Og Sævar okkar var með hjá okkur í lok þáttar með sneysafullt farteski af fróðleik úr heimi vísindanna. Tónlist: Háa c - Moses Hightower Wild World - Cat Stevens Easy on Me - Adele Perlur og Svín - Emiliana Torrini Royal Morning Blue - Damon Albarn Ef þú hugsar eins og ég - Flott og Unnsteinn Manuel Heart of Glass - Blondie Solar Power - Lorde Sumargestur - Ásgeir Trausti

Þjóðmál
#56 – Úr auga stormsins yfir í hollenskt ævintýri – Birna Ósk kveður (í bili)

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Jan 3, 2022 38:00


Birna Ósk Einarsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair og mun nú í byrjun árs flytja til Hollands þar sem hún tekur við starfi framkvæmdastjóri markaðssviðs APM Terminals, dótturfélags skipafélagsins Maersk. Birna Ósk starfaði áður sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs hjá Landsvirkjun og sem framkvæmdastjóri hjá Símanum um árabil. Í þættinum ræðir hún um þann storm sem Icelandair hefur farið í gegnum sl. tvö ár vegna heimsfaraldursins, framtíð íslenskrar ferðaþjónustu, reynsluna sem hún hefur öðlast sem stjórnandi í atvinnulífinu, stöðu kvenna, það hvort að skortur sé á mannauði hér á landi og margt fleira.

Grænvarpið
15. þáttur – Ragnheiður Ólafsdóttir og Laufey Lilja Ágústsdóttir – úrgangsmál

Grænvarpið

Play Episode Listen Later Oct 11, 2021 19:51


Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri hjá Landsvirkjun og Laufey Lilja Ágústsdóttir, sérfræðingur hjá Loftslagi og umhverfi hjá Landsvirkjun, segja okkur frá fyrirkomulagi úrgangsmála hjá fyrirtækinu.

Hjjj
9. Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar

Hjjj

Play Episode Listen Later Jun 15, 2021 96:16


Viðmælandi þessa þáttar er Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar sem er framtakssjóður sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum á vaxtarstigi. Stefanía er fædd árið 1973 á Akranesi og ólst upp á Hólmavík. Hún kláraði stúdentinn í Austurríki og fór síðan í landfræði í Háskóla Íslands og eftir það fór hún í mastersnám í umhverfisfræði að hluta til í DTU í Danmörku. Stefanía hefur komið víða við og starfaði við vatnamælingar hjá Orkustofnun og í orkutæknilausnum og viðskiptagreind hjá HugurAx. Þaðan lá leið hennar í leikjaiðnaðinn, nánar tiltekið til tölvuleikjafyrirtækisins, CCP, þar sem hún vann meðal annars sem yfirþróunarstjóri hjá CCP í Shanghai og síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi. Stefanía snéri síðan aftur í orkumálin þegar hún tók við sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Í dag starfar hún framkvæmdastjóri nýs 6 milljarða króna fjárfestingasjóðs sem ber heitið Eyrir Vöxtur. Þátturinn er kostaður af Kaffitár, VÍS og Bílaumboðinu Öskju.

Spegillinn
Njósnir Dana, fjármálaáætlun, minnkandi jöklar

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 31, 2021 30:00


Spegillinn 31. maí 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur að hættunni sé boðið heim með fjölgun ferðamanna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir að eftirlitsdeild almannavarnadeildar kanni hvort fólk virði sóttkví. Aðeins hafi þurft að vísa örfáum tilfellum til lögreglu. Leiðtogar Frakklands og Þýskalands krefjast þess að upplýst verði hvað hæft sé í fréttum um að Bandaríkjamenn hafi njósnað um evrópska samherja þeirra með hjálp Dana. Alþingi samþykkti í dag fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára. Forsætisráðherra hefur trú á því að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar Covid-faraldrinum lýkur. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Halldóra Mogensen á Alþingi í dag. Íslenskir jöklar hafa minnkað um 18 prósent að flatarmáli frá lokum 19. aldar eða um tvö þúsund og tvö hundruð ferkílómetra. Rætt við Odd Sigurðsson, jarðfræðing sem er annar höfunda nýlegrar greinar um breytingar á útbreiðslu íslenskra jökla. Lengra efni: Samskipti Svisslendinga og Evrópusambandsins eru nú í uppnámi eftir að Svisslendingar slitu viðræðum við sambandið eftirt sjö ára samningaþóf. Svisslendingar kusu á sínum tíma að fara sínar eigin leiðir í samningum við Brussel en það hefur ekki gengið þrautarlaust fyrir sig. Jón Björgvinsson í Sviss sagði frá Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé mjög alvarlegt mál að Bandaríkjamenn hafi njósnað með aðstoð frá dönsku leyniþjónustunni um háttsetta stjórnmálamenn, embættismenn, fyrirtæki og stofnanir í nágrannalöndum Danmerkur. Hún hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta geti haft á traust á milli Norðurlandaþjóðanna. Arnar Páll Hauksson, ræddi við hana Nokkur fyrirtæki hér á landi taka nú þátt í að þróa hugbúnað sem auðveldar þeim að reikna út og fylgjast með kolefnisspori sínu á hraðari og betri hátt en áður. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hagfræðingur og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkfræðingur fengu hugmyndina að hugbúnaðinum þegar þau voru við störf hjá Landsvirkjun. Þau hafa nú stofna fyrirtækið Greenfo í kringum hana. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Stefán og Ólöfu

Spegillinn
Njósnir Dana, fjármálaáætlun, minnkandi jöklar

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 31, 2021


Spegillinn 31. maí 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur að hættunni sé boðið heim með fjölgun ferðamanna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir að eftirlitsdeild almannavarnadeildar kanni hvort fólk virði sóttkví. Aðeins hafi þurft að vísa örfáum tilfellum til lögreglu. Leiðtogar Frakklands og Þýskalands krefjast þess að upplýst verði hvað hæft sé í fréttum um að Bandaríkjamenn hafi njósnað um evrópska samherja þeirra með hjálp Dana. Alþingi samþykkti í dag fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára. Forsætisráðherra hefur trú á því að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar Covid-faraldrinum lýkur. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Halldóra Mogensen á Alþingi í dag. Íslenskir jöklar hafa minnkað um 18 prósent að flatarmáli frá lokum 19. aldar eða um tvö þúsund og tvö hundruð ferkílómetra. Rætt við Odd Sigurðsson, jarðfræðing sem er annar höfunda nýlegrar greinar um breytingar á útbreiðslu íslenskra jökla. Lengra efni: Samskipti Svisslendinga og Evrópusambandsins eru nú í uppnámi eftir að Svisslendingar slitu viðræðum við sambandið eftirt sjö ára samningaþóf. Svisslendingar kusu á sínum tíma að fara sínar eigin leiðir í samningum við Brussel en það hefur ekki gengið þrautarlaust fyrir sig. Jón Björgvinsson í Sviss sagði frá Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé mjög alvarlegt mál að Bandaríkjamenn hafi njósnað með aðstoð frá dönsku leyniþjónustunni um háttsetta stjórnmálamenn, embættismenn, fyrirtæki og stofnanir í nágrannalöndum Danmerkur. Hún hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta geti haft á traust á milli Norðurlandaþjóðanna. Arnar Páll Hauksson, ræddi við hana Nokkur fyrirtæki hér á landi taka nú þátt í að þróa hugbúnað sem auðveldar þeim að reikna út og fylgjast með kolefnisspori sínu á hraðari og betri hátt en áður. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hagfræðingur og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkfræðingur fengu hugmyndina að hugbúnaðinum þegar þau voru við störf hjá Landsvirkjun. Þau hafa nú stofna fyrirtækið Greenfo í kringum hana. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Stefán og Ólöfu

Samfélagið
Gróðureldar. Landsvirkjun. Umhverfisspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 6, 2021 55:00


Eyrún Viktorsóttir á brunavarnarsviði Húnæðis- og mannvirkjastofnunnar: Eyrún ræðir eðli gróðurelda og þörfina á aukinni viðbragðsgetu þegar þeir kvikna. Kristín Linda Árnadóttir aðst.forstjóri Landsvirkjunar: Vegna jöklabráðnunar hefur rennsli jökuláa aukist um ein átta prósent sem ekki nýtast að fullu til rafmagnsframleiðslu í dag. Landsvirkjun vinnur að langtímaáætlun með það að markmiði að nýta þau. Umhverfisspjall: Hafdís Hanna Ægisdóttir ræðir um Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og markmið og starfsemi hennar.

krist viktors eyr landsvirkjun
Samfélagið
Gróðureldar. Landsvirkjun. Umhverfisspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 6, 2021


Eyrún Viktorsóttir á brunavarnarsviði Húnæðis- og mannvirkjastofnunnar: Eyrún ræðir eðli gróðurelda og þörfina á aukinni viðbragðsgetu þegar þeir kvikna. Kristín Linda Árnadóttir aðst.forstjóri Landsvirkjunar: Vegna jöklabráðnunar hefur rennsli jökuláa aukist um ein átta prósent sem ekki nýtast að fullu til rafmagnsframleiðslu í dag. Landsvirkjun vinnur að langtímaáætlun með það að markmiði að nýta þau. Umhverfisspjall: Hafdís Hanna Ægisdóttir ræðir um Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og markmið og starfsemi hennar.

krist viktors eyr landsvirkjun
Samfélagið
Landsvirkjun og loftslag. Eldgos og drónar. Umhverfisspjall.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 25, 2021 55:00


Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri umhverfis og samfélags hjá Landsvirkjun: Landsvirkjun hefur sett fram metnaðarfulla loftslagsstefnu og stefnir á að hafa kolefnisjafnað starfssemina 2025. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu: Rætt um drónaflug yfir gosstöðvum og reglur um drónaflug. Emilía Borgþórsdóttir: Umhverfisspjall um hringrásarhagkerfið.

Samfélagið
Landsvirkjun og loftslag. Eldgos og drónar. Umhverfisspjall.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 25, 2021


Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri umhverfis og samfélags hjá Landsvirkjun: Landsvirkjun hefur sett fram metnaðarfulla loftslagsstefnu og stefnir á að hafa kolefnisjafnað starfssemina 2025. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu: Rætt um drónaflug yfir gosstöðvum og reglur um drónaflug. Emilía Borgþórsdóttir: Umhverfisspjall um hringrásarhagkerfið.

Spegillinn
Margir í ólöglegu húsnæði

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 1, 2021 30:00


Fimm til sjö þúsund manns búa í ólöglegu húsnæði hér á landi samkvæmt áætlun vinnuhóps sem skipaður var í kjölfar lífskjarasamninganna. Forseti ASÍ segir að vanþekking á leigumarkaðinum sé til mikilla trafala í allri áætlanagerð. Héraðssaksóknari hefur tekið við máli manns sem er grunaður um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjórans og á skrifstofur Samfylkingarinnar. Boðunarlisti Fangelsismálastofnunar hefur lengst verulega síðustu ár. og bíða nú á sjötta hundrað eftir að hefja afplánum í íslenskum fangelsum. Fangelsismálastjóri vonar að nýtt lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir aukinni samfélagsþjónustu stytti listann verulega. Skipverjinn á línubátnum Fjölni GK frá Grindavík sem greindist með COVID-19 í gær var með gamalt smit og þar af leiðandi ekki virkt. Klámnotkun ungra drengja er orðin slík að þeir þurfa að verða sér út um stinningarlyf til örvunar í kynlífi. Forseti Íslands segir að við sem búum í þessu landi verðum að hafna öllum öfgum og ofbeldi á vettvangi þjóðmála. Til bóta er að sameina fern lög um kosningar hér á landi í einn lagabálk segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hann er þó á móti því að leggja niður yfirstjórnir kjördæma eins og gert er ráð fyrir í nýju kosningalagafrumvarpi. Landsvirkjun telur að miklir möguleikar geti falist í vetnisframleiðslu. Vetni gæti orðið ný útflutningsgrein í nánustu framtíð. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni munbu aukast umtalsvert. Arnar Páll Hauksson talar við Harald Hallgrímsson forstöðumann viðskiptaþrónunar Landsvirkjunar. Boðunarlisti Fangelsismálastofnunar hefur lengst verulega síðustu ár. og bíða nú á sjötta hundrað eftir að hefja afplánum í íslenskum fangelsum. Fangelsismálastjóri vonar að nýtt lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir aukinni samfélagsþjónustu stytti listann verulega. Bergljót Baldursdóttir talar við Pál Winkel.

Spegillinn
Margir í ólöglegu húsnæði

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 1, 2021


Fimm til sjö þúsund manns búa í ólöglegu húsnæði hér á landi samkvæmt áætlun vinnuhóps sem skipaður var í kjölfar lífskjarasamninganna. Forseti ASÍ segir að vanþekking á leigumarkaðinum sé til mikilla trafala í allri áætlanagerð. Héraðssaksóknari hefur tekið við máli manns sem er grunaður um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjórans og á skrifstofur Samfylkingarinnar. Boðunarlisti Fangelsismálastofnunar hefur lengst verulega síðustu ár. og bíða nú á sjötta hundrað eftir að hefja afplánum í íslenskum fangelsum. Fangelsismálastjóri vonar að nýtt lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir aukinni samfélagsþjónustu stytti listann verulega. Skipverjinn á línubátnum Fjölni GK frá Grindavík sem greindist með COVID-19 í gær var með gamalt smit og þar af leiðandi ekki virkt. Klámnotkun ungra drengja er orðin slík að þeir þurfa að verða sér út um stinningarlyf til örvunar í kynlífi. Forseti Íslands segir að við sem búum í þessu landi verðum að hafna öllum öfgum og ofbeldi á vettvangi þjóðmála. Til bóta er að sameina fern lög um kosningar hér á landi í einn lagabálk segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hann er þó á móti því að leggja niður yfirstjórnir kjördæma eins og gert er ráð fyrir í nýju kosningalagafrumvarpi. Landsvirkjun telur að miklir möguleikar geti falist í vetnisframleiðslu. Vetni gæti orðið ný útflutningsgrein í nánustu framtíð. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni munbu aukast umtalsvert. Arnar Páll Hauksson talar við Harald Hallgrímsson forstöðumann viðskiptaþrónunar Landsvirkjunar. Boðunarlisti Fangelsismálastofnunar hefur lengst verulega síðustu ár. og bíða nú á sjötta hundrað eftir að hefja afplánum í íslenskum fangelsum. Fangelsismálastjóri vonar að nýtt lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir aukinni samfélagsþjónustu stytti listann verulega. Bergljót Baldursdóttir talar við Pál Winkel.

Grænvarpið
8. þáttur – Jóhanna Hlín Auðunsdóttir – kolefnishlutleysi 2025

Grænvarpið

Play Episode Listen Later Jan 25, 2021 23:45


Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, verkefnisstjóri aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, segir okkur frá áætluninni, sem gerir ráð fyrir að Landsvirkjun verði kolefnishlutlaus árið 2025.

hl landsvirkjun
Morgunútvarpið
18. nóv. - Verðlaun, góðar fréttir, fjárfestingar, Spotify og karfa

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Nov 18, 2020 130:00


Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru afhent klukkan níu sem fylgjast mátti með á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunnar, ræddi við okkur af því tilefni en Landsvirkjun fékk verðlaunin fyrir ári. Okkur veitir ekki af góðum fréttum þessi dægrin til að vega upp á móti öllum slæmu fréttunum. Ný vefsíða hefur litið dagsins ljós, godar.is, sem einbeitir sér í einmitt að góðum fréttum. Bjarki Steinn Stefánsson er einn þeirra sem standa á bakvið síðuna. Við heyrðum í honum. Kauphöllin og Háskólinn í Reykjavík ásamt bönkunum halda vefviðburð á morgun þar sem gestir eru sjálfir fundarstjórar. Yfirskriftin er almenningur og hlutabréfamarkaðurinn. Ræða á um fjárfestingar vítt og breytt. Þátttakendur kjósa sjálfir um þær spurningar sem þeir vilja fá svörin við, en gríðarlegur áhugi er á viðburðinum en um 1200 manns hafa svarað fundarboðinu. Við hringdum í Baldur Thorlacius frá Kauphöllinni sem veit allt um málið. Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn var á línunni hjá okkur en hún er nú að kynna fyrir tónlistafólki hvernig það getur dreift tónlist sinni meira og betur á tónlistarveitunni Spotify. Með markvissum aðgerðum hefur hún stóraukið spilun þar á eigin tónlist. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ var á línunni en landslið kvenna er nýkomið heim eftir að hafa spilað landsleiki í búblu FIBA og landslið karla er á leið í samskonar búblu í Bratislava. Við spurðum Hannes út í ferðina framundan og veruna í búblunni með kvennalandsliðinu. Þá ræddum við um æfingabann afreksfólk okkar. Tónlist: Dikta - Goodbye Sálgæslan & KK - Þú varst ástin mín Ísold - Let me love you Alphaville - Forever young The Beatles - Penny lane Stuðmenn - Staldraðu við Todmobile - Stúlkan Unnur Sara - Zou Bisou Bisou R.E.M. - The One I love Chicago - Saturday in the park Of monsters and men - Visitor

Morgunútvarpið
18. nóv. - Verðlaun, góðar fréttir, fjárfestingar, Spotify og karfa

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Nov 18, 2020


Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru afhent klukkan níu sem fylgjast mátti með á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunnar, ræddi við okkur af því tilefni en Landsvirkjun fékk verðlaunin fyrir ári. Okkur veitir ekki af góðum fréttum þessi dægrin til að vega upp á móti öllum slæmu fréttunum. Ný vefsíða hefur litið dagsins ljós, godar.is, sem einbeitir sér í einmitt að góðum fréttum. Bjarki Steinn Stefánsson er einn þeirra sem standa á bakvið síðuna. Við heyrðum í honum. Kauphöllin og Háskólinn í Reykjavík ásamt bönkunum halda vefviðburð á morgun þar sem gestir eru sjálfir fundarstjórar. Yfirskriftin er almenningur og hlutabréfamarkaðurinn. Ræða á um fjárfestingar vítt og breytt. Þátttakendur kjósa sjálfir um þær spurningar sem þeir vilja fá svörin við, en gríðarlegur áhugi er á viðburðinum en um 1200 manns hafa svarað fundarboðinu. Við hringdum í Baldur Thorlacius frá Kauphöllinni sem veit allt um málið. Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn var á línunni hjá okkur en hún er nú að kynna fyrir tónlistafólki hvernig það getur dreift tónlist sinni meira og betur á tónlistarveitunni Spotify. Með markvissum aðgerðum hefur hún stóraukið spilun þar á eigin tónlist. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ var á línunni en landslið kvenna er nýkomið heim eftir að hafa spilað landsleiki í búblu FIBA og landslið karla er á leið í samskonar búblu í Bratislava. Við spurðum Hannes út í ferðina framundan og veruna í búblunni með kvennalandsliðinu. Þá ræddum við um æfingabann afreksfólk okkar. Tónlist: Dikta - Goodbye Sálgæslan & KK - Þú varst ástin mín Ísold - Let me love you Alphaville - Forever young The Beatles - Penny lane Stuðmenn - Staldraðu við Todmobile - Stúlkan Unnur Sara - Zou Bisou Bisou R.E.M. - The One I love Chicago - Saturday in the park Of monsters and men - Visitor

spotify visitors hannes fiba kk bratislava reykjav okkur arnarsson samtaka chicago saturday landsvirkjun kauph unnur sara eldj
Hægri hliðin
Njáll Trausti - Næstu skref: Sesselja Ingibjörg og Sigurður H. Markússon

Hægri hliðin

Play Episode Listen Later Nov 8, 2020 40:16


Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, og Sigurður H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun, eru gestir þáttarins. Í þættinum var rætt um hvaða styrkleika við getum nýtt hér á landi til að skapa verðmæti fyrir hagkerfi framtíðarinnar, af hverju matvælaframleiðsla er spennandi tækifæri fyrir Ísland og Norðurland, möguleika og áskoranir sem fylgja aukinni áherslu á sjálfbærni og hvernig við aukum samkeppnishæfni í græna hagkerfinu.

Mannlegi þátturinn
Sjálfbærni, gönguleiðir Reykjaness og Inga Björk og lýran

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Aug 20, 2020 55:00


Nú á tímum hlýnandi loftslags hefur eitt hugtak hljómað oftar en áður, það er sjálfbærni. Sjálfbærnihugtakið hefur þróast með tímanum, það snýst ekki eingöngu um umhverfis- og auðlindanýtingu heldur líka um heilsteyptara samhengi með hliðsjón af ábyrgð, hlutverki og samkeppni fyrirtækja og stofnana til framtíðar. Við fengum Sigurð H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóra hjá Landsvirkjun, sem er einn leiðbeinanda á nýju námskeiði hjá Opna háskólanum til að segja okkur frá þessari þróun og hvernig hægt er að gefa sjálfbærni aukið vægi. Framundan eru blíðviðrisdagar í höfuðborginni og víða um land og fyrir þá sem vilja vera á suðvesturhorninu og fara í gönguferðir er Reykjanesið tilvalið til útivistar. Fyrir nokkrum árum sögðu menn að Reykjanesið væri falin perla en nú er það orðið vinsæll útivistarstaður og heilmikið hægt að sjá og upplifa. Jónatan Garðarsson er sennilega sá sem þekkir göngusvæði Reykjaness hvað best og hann fræddi okkur um gönguleiðir á Reykjanesinu í þættinum. Inga Björk Ingadóttir er músíkmeðferðarfræðingur og starfar sem slíkur í Hljómu, sem er hennar eigin meðferðarstöð, staðsett í Hafnarfirði. Hún hefur gefið út frumsamda tónlist þar sem hún leikur á lýru en hún notar lýru mikið í músíkmeðferðinni og nú í haust er væntanleg ný barnaplata. Við ræddum við Ingu um lýruna, nýja barnaplötu og músíkmeðferðina í dag. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Sjálfbærni, gönguleiðir Reykjaness og Inga Björk og lýran

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Aug 20, 2020


Nú á tímum hlýnandi loftslags hefur eitt hugtak hljómað oftar en áður, það er sjálfbærni. Sjálfbærnihugtakið hefur þróast með tímanum, það snýst ekki eingöngu um umhverfis- og auðlindanýtingu heldur líka um heilsteyptara samhengi með hliðsjón af ábyrgð, hlutverki og samkeppni fyrirtækja og stofnana til framtíðar. Við fengum Sigurð H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóra hjá Landsvirkjun, sem er einn leiðbeinanda á nýju námskeiði hjá Opna háskólanum til að segja okkur frá þessari þróun og hvernig hægt er að gefa sjálfbærni aukið vægi. Framundan eru blíðviðrisdagar í höfuðborginni og víða um land og fyrir þá sem vilja vera á suðvesturhorninu og fara í gönguferðir er Reykjanesið tilvalið til útivistar. Fyrir nokkrum árum sögðu menn að Reykjanesið væri falin perla en nú er það orðið vinsæll útivistarstaður og heilmikið hægt að sjá og upplifa. Jónatan Garðarsson er sennilega sá sem þekkir göngusvæði Reykjaness hvað best og hann fræddi okkur um gönguleiðir á Reykjanesinu í þættinum. Inga Björk Ingadóttir er músíkmeðferðarfræðingur og starfar sem slíkur í Hljómu, sem er hennar eigin meðferðarstöð, staðsett í Hafnarfirði. Hún hefur gefið út frumsamda tónlist þar sem hún leikur á lýru en hún notar lýru mikið í músíkmeðferðinni og nú í haust er væntanleg ný barnaplata. Við ræddum við Ingu um lýruna, nýja barnaplötu og músíkmeðferðina í dag. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Listening Post
Exporting green hydrogen

Listening Post

Play Episode Listen Later Jul 28, 2020 24:01


Podcast: Montel WeeklyEpisode: Exporting green hydrogenPub date: 2020-07-09Notes from Listening Post:HydrogenIceland is starting to position itself as a producer and exporter of “green” hydrogen. Listen to a discussion on the potential for the island nation to export the clean fuel, expand wind power and on the difficulties currently faced by large industrial energy users. Host: Snjolfur Richard Sverrisson, Editor-in-Chief Europe, Montel, Guest: Hordur Arnarson, CEO Landsvirkjun.  The podcast and artwork embedded on this page are from Montel News, which is the property of its owner and not affiliated with or endorsed by Listen Notes, Inc.

Montel Weekly
Exporting green hydrogen

Montel Weekly

Play Episode Listen Later Jul 9, 2020 24:01


Iceland is starting to position itself as a producer and exporter of “green” hydrogen. Listen to a discussion on the potential for the island nation to export the clean fuel, expand wind power and on the difficulties currently faced by large industrial energy users. Host: Snjolfur Richard Sverrisson, Editor-in-Chief Europe, Montel, Guest: Hordur Arnarson, CEO Landsvirkjun. Produced by Anna Siwecka. Music by Laurence Walker, Taizo Audio.

TechCast Advania
40 ár í UT með Ragnari Wiencke

TechCast Advania

Play Episode Listen Later May 25, 2020 27:58


Við spjölluðum við Ragnar Wiencke sem er með okkur í SPOC hóp Advania um feril hans og upplifanir. Ragnar hefur komið við á mörgum stöðum, byrjaði sem rennismiður, kenndi á Office og var svo lengi í notendaaðstoð hjá Landsvirkjun.

Spegillinn
Versta krísa í 100 ár

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 7, 2020 30:00


COVID-19 faraldurinn þýðir að minnsta kosti 200 milljarða króna högg fyrir ríkissjóð, segir fjármálaráðherra. Faraldurinn stefnir í að verða stærsta efnahagslega krísa Íslendinga í eitt hundrað ár. Flest bendir til þess að ríkisstjórnin framlengi stuðningssamning sinn við Icelandair um að halda úti lágmarksflugsamgöngum eftir 15. apríl. Þetta segir samgönguráðherra. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að það sé spurning hvort Ísland hafi náð toppnum í kórónuveirufaraldrinum. Óvenjufá tilfelli greindust síðasta sólarhringinn eða 24. Næstu dagar skeri úr um hvort svo sé eða ekki. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mjög óeðlilegt að nýr kjarasamningur við starfsfólk álversins í Straumsvík velti á því hvort Landsvirkjun endurskoði raforkusamninga. Mörg hundruð Íranar eru látnir eftir að hafa drukkið óblandað alkóhól til að verjast kórónuveirunni. Tæplega 19 þúsund fengu í dag greiddar út bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði vegna skerts starfshlutfalls. Alls námu greiðslurnar tæpum einum komma þremur milljörðum króna. Spáð er að atvinnuleysi í þessum mánuði geti farið í 22% á Suðurnesjum. Arnar Páll Hauksson talar við Unni Sverrisdóttir. Íslenskur læknir sem starfar á Manhattan í New York segir að henni líði eins og að hafa lent í holskeflu. Fjöldi innlagna vegna COVID-19 hafi hundraðfaldast á tveimur vikum. Tryggvi Aðalbjörnsson talar við Ernu Miunka Kojic. Í Svíþjóð gengur lífi flestra að mestu leyti sinn vanagang, þótt grannlöndin hafi flest gripið til harðra aðgerða til að tefja fyrr útbreiðslu kórónuveirunnar. Búðir eru opnar, líkt og kaffihús og veitingastaðir, þótt fólk sé reyndar beðið um að halda sig heima, sé það veikt. Hátt í sex hundruð Svíar hafa nú látið lífið vegna veirunnar, þótt þeir kunni að vera mun fleiri. Fræðimenn telja að allt að ein milljón manna - tíu prósent íbúa landsins - kunni að hafa smitast nú þegar. Arnar Páll Hauksson talar við Kára Gylfason í Gautaborg.

Spegillinn
Versta krísa í 100 ár

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 7, 2020


COVID-19 faraldurinn þýðir að minnsta kosti 200 milljarða króna högg fyrir ríkissjóð, segir fjármálaráðherra. Faraldurinn stefnir í að verða stærsta efnahagslega krísa Íslendinga í eitt hundrað ár. Flest bendir til þess að ríkisstjórnin framlengi stuðningssamning sinn við Icelandair um að halda úti lágmarksflugsamgöngum eftir 15. apríl. Þetta segir samgönguráðherra. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að það sé spurning hvort Ísland hafi náð toppnum í kórónuveirufaraldrinum. Óvenjufá tilfelli greindust síðasta sólarhringinn eða 24. Næstu dagar skeri úr um hvort svo sé eða ekki. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mjög óeðlilegt að nýr kjarasamningur við starfsfólk álversins í Straumsvík velti á því hvort Landsvirkjun endurskoði raforkusamninga. Mörg hundruð Íranar eru látnir eftir að hafa drukkið óblandað alkóhól til að verjast kórónuveirunni. Tæplega 19 þúsund fengu í dag greiddar út bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði vegna skerts starfshlutfalls. Alls námu greiðslurnar tæpum einum komma þremur milljörðum króna. Spáð er að atvinnuleysi í þessum mánuði geti farið í 22% á Suðurnesjum. Arnar Páll Hauksson talar við Unni Sverrisdóttir. Íslenskur læknir sem starfar á Manhattan í New York segir að henni líði eins og að hafa lent í holskeflu. Fjöldi innlagna vegna COVID-19 hafi hundraðfaldast á tveimur vikum. Tryggvi Aðalbjörnsson talar við Ernu Miunka Kojic. Í Svíþjóð gengur lífi flestra að mestu leyti sinn vanagang, þótt grannlöndin hafi flest gripið til harðra aðgerða til að tefja fyrr útbreiðslu kórónuveirunnar. Búðir eru opnar, líkt og kaffihús og veitingastaðir, þótt fólk sé reyndar beðið um að halda sig heima, sé það veikt. Hátt í sex hundruð Svíar hafa nú látið lífið vegna veirunnar, þótt þeir kunni að vera mun fleiri. Fræðimenn telja að allt að ein milljón manna - tíu prósent íbúa landsins - kunni að hafa smitast nú þegar. Arnar Páll Hauksson talar við Kára Gylfason í Gautaborg.

Morgunvaktin
Skammur tími fyrir ríkisstjórn að selja banka

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 18, 2020 130:00


Allir stóru bankarnir þrír hafa skilað uppgjörum fyrir síðasta ár. Þeir högnuðust allir, en mismikið þó, og ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós þegar rýnt er í tölurnar. Þórður Snær Júlíusson fór yfir afkomu bankanna. Hann fjallaði líka um stöðu stóriðjunnar hér á landi, en vandræði álversins í Straumsvík hafa vakið upp spurningar og umræðu um stóriðju í heild. Þórður sagði m.a. að ef allt færi á versta veg og álverinu yrði lokað væri Landsvirkjun þó með tryggingar fyrir greiðslum út samningstíma. Það stendur til að selja fjórðungshlut eða svo í Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að draga úr eignarhaldi ríkisins á bönkum og fjármálaráðherra sagði það í bígerð í viðtali á dögunum. Við ræddum þessi áform - kosti og galla og aðferðafræði - á Morgunvaktinni í dag. Í þáttinn komu þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki og Oddný G. Harðardóttir Samfylkingunni. Oddný vill ekki selja hlutinn, hún vill að viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi verði aðskilin áður en lengra er haldið. Bryndís segir ekki verið að ana að neinu við söluna, það eigi að gera hlutina vel og ferlið verði gagnsætt. Töluverð ólga er í þýskum stjórnmálum þessa dagana og mikil óvissa hefur skapast í ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer tilkynnti að hún myndi segja af sér formennsku í Kristilega demókrataflokknum. Eitt af því sem fólk veltir vöngum er það hver eigi að taka við stjórnartaumunum í flokknum. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þeim þremur sem helst þykja koma til greina. Tónlist: Valdi Skafari - Spilverk þjóðanna

Morgunvaktin
Skammur tími fyrir ríkisstjórn að selja banka

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 18, 2020


Allir stóru bankarnir þrír hafa skilað uppgjörum fyrir síðasta ár. Þeir högnuðust allir, en mismikið þó, og ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós þegar rýnt er í tölurnar. Þórður Snær Júlíusson fór yfir afkomu bankanna. Hann fjallaði líka um stöðu stóriðjunnar hér á landi, en vandræði álversins í Straumsvík hafa vakið upp spurningar og umræðu um stóriðju í heild. Þórður sagði m.a. að ef allt færi á versta veg og álverinu yrði lokað væri Landsvirkjun þó með tryggingar fyrir greiðslum út samningstíma. Það stendur til að selja fjórðungshlut eða svo í Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að draga úr eignarhaldi ríkisins á bönkum og fjármálaráðherra sagði það í bígerð í viðtali á dögunum. Við ræddum þessi áform - kosti og galla og aðferðafræði - á Morgunvaktinni í dag. Í þáttinn komu þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki og Oddný G. Harðardóttir Samfylkingunni. Oddný vill ekki selja hlutinn, hún vill að viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi verði aðskilin áður en lengra er haldið. Bryndís segir ekki verið að ana að neinu við söluna, það eigi að gera hlutina vel og ferlið verði gagnsætt. Töluverð ólga er í þýskum stjórnmálum þessa dagana og mikil óvissa hefur skapast í ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer tilkynnti að hún myndi segja af sér formennsku í Kristilega demókrataflokknum. Eitt af því sem fólk veltir vöngum er það hver eigi að taka við stjórnartaumunum í flokknum. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þeim þremur sem helst þykja koma til greina. Tónlist: Valdi Skafari - Spilverk þjóðanna

Morgunútvarpið
12. feb. - Öryggismál, refastofninn, Ísalög, parasambönd og tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 12, 2020 130:00


Í dag fer fram forvarnar- og öryggisráðstefna undir yfirskriftinni Hvað brennur á þínu fyrirtæki? Kristján Kristinsson, öryggisstjóri hjá Landsvirkjun, er einn þeirra sem flytur erindi en á liðnum áratug hefur mikið átak verið unnið hjá Landsvirkjun til að koma í veg fyrir slys og önnur óhöpp með góðum árangri og alvarleg slys hafa ekki orðið í starfseminni í mörg ár. Nú ætla þeir að yfirfæra öryggisstefnuna á sálfélagslega þætti líka. Við ræddum við Kristján. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að refum og yrðlingum hefur fækkað mikið á Hornströndum. Breytingar í náttúrunni og ágangur ferðamanna er hluti skýringarinnar. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur kom til okkar og sagði okkur frá en hún hefur fylgst með stofninum frá árinu 1998. Sænsk-ís­lenska sjón­varpsþáttaröðin Thin Ice, eða Ísalög, er sú dýr­asta sem fram­leidd hef­ur verið hér á landi, en fram­leiðslu­kostnaður nem­ur yfir ein­um og hálf­um millj­arði króna. Þætt­irn­ir voru frum­sýnd­ir í Svíþjóð í byrj­un fe­brú­ar og fara í loftið á RÚV nk. sunnudagskvöld. Fram­leiðsla þátt­anna er í hönd­um Sagafilm og sænska fram­leiðslu­fyr­ir­tæks­ins Yellow Bird en hand­rits­höf­und­ar eru Birk­ir Blær Ing­ólfs­son, Jón­as Mar­geir Ing­ólfs­son og Jó­hann Ævar Gríms­son. Kidda Rokk framleiðandi hjá Saga Film sagði okkur meira af þessu stóra verkefni. Margir eru illa paraðir saman, segir Kristín Tómasdóttir. Fólk mætti gefa sér meiri tíma í að skoða, meta og prófa mögulega maka. Kristín sem hefur unnið með sjálfsmynd stúlkna í mörg ár er að ljúka námi í fjölskyldumeðferð í vor og vinnur samhliða með fólki í parameðferð ásamt því að skrifa bók um hjónabönd. Hún var gestur Morgunútvarpsins. Guðmundur Jóhannsson kíkti í tæknispjall að venju og ræddi nýungar hjá Samsung o.fl. Tónlist: Sigrún Stella - Sideways. Duffy - Rockferry. Haim - Hallelujah. U2 - Ahimsa (ft. A.R. Rahman). Axel Ó. - Tíminn stendur aldrei kyrr. Suede - Shes in fashion. Mezzoforte og Auður - Hún veit hvað ég vil. Kacey Musgraves - High horse. Justin Timberlake - Say something (ft. Chris Stapleton).

Morgunútvarpið
12. feb. - Öryggismál, refastofninn, Ísalög, parasambönd og tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 12, 2020


Í dag fer fram forvarnar- og öryggisráðstefna undir yfirskriftinni Hvað brennur á þínu fyrirtæki? Kristján Kristinsson, öryggisstjóri hjá Landsvirkjun, er einn þeirra sem flytur erindi en á liðnum áratug hefur mikið átak verið unnið hjá Landsvirkjun til að koma í veg fyrir slys og önnur óhöpp með góðum árangri og alvarleg slys hafa ekki orðið í starfseminni í mörg ár. Nú ætla þeir að yfirfæra öryggisstefnuna á sálfélagslega þætti líka. Við ræddum við Kristján. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að refum og yrðlingum hefur fækkað mikið á Hornströndum. Breytingar í náttúrunni og ágangur ferðamanna er hluti skýringarinnar. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur kom til okkar og sagði okkur frá en hún hefur fylgst með stofninum frá árinu 1998. Sænsk-ís­lenska sjón­varpsþáttaröðin Thin Ice, eða Ísalög, er sú dýr­asta sem fram­leidd hef­ur verið hér á landi, en fram­leiðslu­kostnaður nem­ur yfir ein­um og hálf­um millj­arði króna. Þætt­irn­ir voru frum­sýnd­ir í Svíþjóð í byrj­un fe­brú­ar og fara í loftið á RÚV nk. sunnudagskvöld. Fram­leiðsla þátt­anna er í hönd­um Sagafilm og sænska fram­leiðslu­fyr­ir­tæks­ins Yellow Bird en hand­rits­höf­und­ar eru Birk­ir Blær Ing­ólfs­son, Jón­as Mar­geir Ing­ólfs­son og Jó­hann Ævar Gríms­son. Kidda Rokk framleiðandi hjá Saga Film sagði okkur meira af þessu stóra verkefni. Margir eru illa paraðir saman, segir Kristín Tómasdóttir. Fólk mætti gefa sér meiri tíma í að skoða, meta og prófa mögulega maka. Kristín sem hefur unnið með sjálfsmynd stúlkna í mörg ár er að ljúka námi í fjölskyldumeðferð í vor og vinnur samhliða með fólki í parameðferð ásamt því að skrifa bók um hjónabönd. Hún var gestur Morgunútvarpsins. Guðmundur Jóhannsson kíkti í tæknispjall að venju og ræddi nýungar hjá Samsung o.fl. Tónlist: Sigrún Stella - Sideways. Duffy - Rockferry. Haim - Hallelujah. U2 - Ahimsa (ft. A.R. Rahman). Axel Ó. - Tíminn stendur aldrei kyrr. Suede - Shes in fashion. Mezzoforte og Auður - Hún veit hvað ég vil. Kacey Musgraves - High horse. Justin Timberlake - Say something (ft. Chris Stapleton).

Morgunútvarpið
9. des. - Húsdýragarður, tryggingagjald, Kaffi Kú, Landsvirkjun, sport

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Dec 9, 2019 130:00


Hús­dýrag­arður­inn er ekki í sam­ræmi við tíðarand­ann, seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, sem vill aðeins sjá hús­dýr sem unnt væri að bjóða líf­væn­leg skil­yrði í garðinum. Hildur var gestur Morgunútvarpsins. Sjö þing­menn Viðreisn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Pírata vilja lækk­a trygg­inga­gjald á jafn­rétt­ismiðuð fyr­ir­tæki. Þeir vilja að fyrirtæki sem hafa jafnvægi í stjórnendastöðum sínum fái 0,5 pró­sentu­stiga af­slátt af gjald­inu. Þorsteinn Víglundsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og hann var gestur Morgunútvarpsins. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir var á línunni hjá okkur en hún og maður hennar reka ferðaþjónustu meðfram kúabúskapnum rétt utan við Akureyri. Kaffi Kú heitir kaffihús em þau reka fyrir ofan fjósið og gestir geta fylgst með í návígi hvernig tæknivætt róbótafjós virkar og börnin gefið kálfunum nammi svo fátt eitt sé nefnt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, ræddi við okkur en það var þó nokkur umræða um launakjör hans á dögunum en fram kom í svari við fyrirspurn á Alþingi að laun hans hafi tvöfaldast á fimm árum og að kostnaður hafi aukist mikið við yfirstjórn Landsvirkjunnar. Hann fór yfir þetta og við spurðum hann einnig um það markmið fyrirtækisins að stefna að kolefnishlutleysi árið 2025. Við fórum yfir íþróttir helgarinnar.

Morgunútvarpið
9. des. - Húsdýragarður, tryggingagjald, Kaffi Kú, Landsvirkjun, sport

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Dec 9, 2019


Hús­dýrag­arður­inn er ekki í sam­ræmi við tíðarand­ann, seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, sem vill aðeins sjá hús­dýr sem unnt væri að bjóða líf­væn­leg skil­yrði í garðinum. Hildur var gestur Morgunútvarpsins. Sjö þing­menn Viðreisn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Pírata vilja lækk­a trygg­inga­gjald á jafn­rétt­ismiðuð fyr­ir­tæki. Þeir vilja að fyrirtæki sem hafa jafnvægi í stjórnendastöðum sínum fái 0,5 pró­sentu­stiga af­slátt af gjald­inu. Þorsteinn Víglundsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og hann var gestur Morgunútvarpsins. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir var á línunni hjá okkur en hún og maður hennar reka ferðaþjónustu meðfram kúabúskapnum rétt utan við Akureyri. Kaffi Kú heitir kaffihús em þau reka fyrir ofan fjósið og gestir geta fylgst með í návígi hvernig tæknivætt róbótafjós virkar og börnin gefið kálfunum nammi svo fátt eitt sé nefnt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, ræddi við okkur en það var þó nokkur umræða um launakjör hans á dögunum en fram kom í svari við fyrirspurn á Alþingi að laun hans hafi tvöfaldast á fimm árum og að kostnaður hafi aukist mikið við yfirstjórn Landsvirkjunnar. Hann fór yfir þetta og við spurðum hann einnig um það markmið fyrirtækisins að stefna að kolefnishlutleysi árið 2025. Við fórum yfir íþróttir helgarinnar.

Morgunvaktin
Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi 2025.

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 4, 2019 130:00


Í dag eru liðin 63 ár síðan stórstjörnurnar Elvis Presley, Carl Perkins, Jerry Lee Lewis og Johnny Cash hittust fyrir tilviljun í Sun-hljóðverinu í Memphis og hljóðrituðu nokkur lög. 25 árum síðar voru þau loks gefin út á plötu. Freyr Eyjólfsson rifjaði upp söguna af þessari dagstund fjórmenninganna 4. desember 1956. Landsvirkjun ætlar að verða kolefnishlutlaus árið 2025. Hörður Arnarson forstjóri sagði frá aðgerðaáætlun fyrirtækisins í þeim efnum en nú þegar hefur náðst mikill árangur í að draga úr losun. Aðgerðirnar eru þríþættar, það á að fyrirbyggja losun, draga úr losun og auka bindingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra snæddi í gær kvöldverð í Downingstræti 10, bústað forsætisráðherra Bretlands, ásamt leiðtogum annarra Nató-ríkja. Af því tilefni stiklaði Vera Illugadóttir á stóru í langri og merkri sögu þessa kunna húss sem fyrir margt löngu var talið orðið svo táknrænt fyrir Bretland og forsætisráðherraembættið að horfið var frá hugmyndum um að rífa það. Ekki stendur til að ráðast í framkvæmdir á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum á næstu árum. Við það eru margir ósáttir enda illgjörningur að fá erlend flugfélög til að fljúga þangað meðan aðstaðan er ekki betri en raunin er. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á Akureyri, ræddi þessi mál við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Akureyri, þá Steingrím Birgisson, forstjóra Bílaleigu Akureyrar, og Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, eiganda útsýnisflugfélagsins Circle Air. Tónlist: Just a Litttle Talk With Jesus - Elvis Presley, Lullaby of birdland - Ted Heath, Dead Flowers - Rolling Stones.

Morgunvaktin
Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi 2025.

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 4, 2019


Í dag eru liðin 63 ár síðan stórstjörnurnar Elvis Presley, Carl Perkins, Jerry Lee Lewis og Johnny Cash hittust fyrir tilviljun í Sun-hljóðverinu í Memphis og hljóðrituðu nokkur lög. 25 árum síðar voru þau loks gefin út á plötu. Freyr Eyjólfsson rifjaði upp söguna af þessari dagstund fjórmenninganna 4. desember 1956. Landsvirkjun ætlar að verða kolefnishlutlaus árið 2025. Hörður Arnarson forstjóri sagði frá aðgerðaáætlun fyrirtækisins í þeim efnum en nú þegar hefur náðst mikill árangur í að draga úr losun. Aðgerðirnar eru þríþættar, það á að fyrirbyggja losun, draga úr losun og auka bindingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra snæddi í gær kvöldverð í Downingstræti 10, bústað forsætisráðherra Bretlands, ásamt leiðtogum annarra Nató-ríkja. Af því tilefni stiklaði Vera Illugadóttir á stóru í langri og merkri sögu þessa kunna húss sem fyrir margt löngu var talið orðið svo táknrænt fyrir Bretland og forsætisráðherraembættið að horfið var frá hugmyndum um að rífa það. Ekki stendur til að ráðast í framkvæmdir á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum á næstu árum. Við það eru margir ósáttir enda illgjörningur að fá erlend flugfélög til að fljúga þangað meðan aðstaðan er ekki betri en raunin er. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á Akureyri, ræddi þessi mál við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Akureyri, þá Steingrím Birgisson, forstjóra Bílaleigu Akureyrar, og Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, eiganda útsýnisflugfélagsins Circle Air. Tónlist: Just a Litttle Talk With Jesus - Elvis Presley, Lullaby of birdland - Ted Heath, Dead Flowers - Rolling Stones.

Morgunútvarpið
3. des. - Landsvirkjun, jólakrásir, loftslagsdagatal, HIV forvörn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Dec 3, 2019 130:00


Árslaun forstjóra Landsvirkjunar hafa tvöfaldast á fimm árum. Laun for­stjóra Lands­virkj­un­ar 20 voru millj­ón­ir króna árið 2014 en 41 milljón í fyrra. Þetta kem­ur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við fyr­ir­spurn frá Þor­steini Sæ­munds­syni þing­manni Miðflokks­ins. Hann hefur einnig óskað upplýsinga um kostnað Landsvirkjunar á því að kanna sæstreng en ekki fengið. Þorsteinn var gestur Morgunútvarpsins. Jólin eru tími kræsinga og hlýlegra samverustunda. Þá langar marga að prófa eitthvað nýtt í matargerð og skreytingum á meðan aðrir eru íhaldssamir í sínu jólahaldi. Þær Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir ritstjóri Gestgjafans og Húsa og híbýla og Folda Guðlaugsdóttir blaðamaður þekkja bæði nýjustu strauma og stefnur, sem og gömlu góðu hefðirnar og þær kíktu til okkar í smá jólaspjall. Aðventudagatöl eru vinsæl leið til þess að telja niður til jóla og margir föndra sín eigin dagatöl fyrir jólin. Fjölskylda í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði tekur þessa hugmynd þó lengra en margir og birtir sitt jóladagatal sem myndbönd á Facebook, en dagatalið þeirra heitir því þjála nafni, Jólaloftslagslausnadagatal Hjallatraðar 4. Gígja Hólmgeirsdóttir fékk feðginin Sigurð Inga Friðleifsson og Katrínu Sigurðardóttur til sín í hljóðverið á Akureyri og fékk að heyra allt um þetta forvitnilega dagatal. Um 140 karlmenn á Íslandi taka nú fyrirbyggjandi lyfið Trevada, eða PrEP eins og það er líka kallaði, í forvarnarskyni gegn HIV smiti. Einn þeirra er Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður sem hefur tekið lyfið í 18 mánuði og segir lyfið byltingu sem brjóti múra og fjarlægi óttann sem fylgt hefur karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Páll Óskar kom til okkar og ræddi PrEP og nýtt óttalaust líf. Sævar Helgi Bragason kom í sitt vikulega vísindaspjall og sagði okkur sitthvað forvitnilegt að venju, t.d. um svarthol og stjörnur sem sjást á suðrænum himni um þessar mundir. Tónlist: Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Annað haust. Van Morrison - Moondance. Michael Bublé - All I want for Christmas is you. Helga Möller - Bráðum koma jól. Páll Óskar og Sigga Beinteins - Jólin koma með þér. Sváfnir Sig. - Fer sem fer. Liam Gallagher - One of us. Bruce Springsteen - Cover me.

Morgunútvarpið
3. des. - Landsvirkjun, jólakrásir, loftslagsdagatal, HIV forvörn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Dec 3, 2019


Árslaun forstjóra Landsvirkjunar hafa tvöfaldast á fimm árum. Laun for­stjóra Lands­virkj­un­ar 20 voru millj­ón­ir króna árið 2014 en 41 milljón í fyrra. Þetta kem­ur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við fyr­ir­spurn frá Þor­steini Sæ­munds­syni þing­manni Miðflokks­ins. Hann hefur einnig óskað upplýsinga um kostnað Landsvirkjunar á því að kanna sæstreng en ekki fengið. Þorsteinn var gestur Morgunútvarpsins. Jólin eru tími kræsinga og hlýlegra samverustunda. Þá langar marga að prófa eitthvað nýtt í matargerð og skreytingum á meðan aðrir eru íhaldssamir í sínu jólahaldi. Þær Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir ritstjóri Gestgjafans og Húsa og híbýla og Folda Guðlaugsdóttir blaðamaður þekkja bæði nýjustu strauma og stefnur, sem og gömlu góðu hefðirnar og þær kíktu til okkar í smá jólaspjall. Aðventudagatöl eru vinsæl leið til þess að telja niður til jóla og margir föndra sín eigin dagatöl fyrir jólin. Fjölskylda í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði tekur þessa hugmynd þó lengra en margir og birtir sitt jóladagatal sem myndbönd á Facebook, en dagatalið þeirra heitir því þjála nafni, Jólaloftslagslausnadagatal Hjallatraðar 4. Gígja Hólmgeirsdóttir fékk feðginin Sigurð Inga Friðleifsson og Katrínu Sigurðardóttur til sín í hljóðverið á Akureyri og fékk að heyra allt um þetta forvitnilega dagatal. Um 140 karlmenn á Íslandi taka nú fyrirbyggjandi lyfið Trevada, eða PrEP eins og það er líka kallaði, í forvarnarskyni gegn HIV smiti. Einn þeirra er Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður sem hefur tekið lyfið í 18 mánuði og segir lyfið byltingu sem brjóti múra og fjarlægi óttann sem fylgt hefur karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Páll Óskar kom til okkar og ræddi PrEP og nýtt óttalaust líf. Sævar Helgi Bragason kom í sitt vikulega vísindaspjall og sagði okkur sitthvað forvitnilegt að venju, t.d. um svarthol og stjörnur sem sjást á suðrænum himni um þessar mundir. Tónlist: Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Annað haust. Van Morrison - Moondance. Michael Bublé - All I want for Christmas is you. Helga Möller - Bráðum koma jól. Páll Óskar og Sigga Beinteins - Jólin koma með þér. Sváfnir Sig. - Fer sem fer. Liam Gallagher - One of us. Bruce Springsteen - Cover me.

Bylgjan
Reykjavík síðdegis mánudaginn 14. október 2019

Bylgjan

Play Episode Listen Later Oct 14, 2019 48:58


Við veltum því fyrir okkur í upphafi hvort það sé ekki alveg í lagi að pissa og tannbursta sig í sturtu. Verkalýðsleiðtogi er ósáttur við Landsvirkjun og íþróttamaður sem aldrei ætlaði að hætta að borða kjöt er orðinn vegan. Við heyrðum af smávirkjunum, smádýrum og að lokum af ótrúlegri upplifun á Granda.

reykjav granda landsvirkjun verkal
Spegillinn - Hlaðvarp
Orkupakkinn og söguleg lautarferð

Spegillinn - Hlaðvarp

Play Episode Listen Later Aug 22, 2019


Í þættinum er rætt við talsmann Orkunnar okkar, samtaka sem eru andvíg samþykkt þriðja orkupakkans og rifjuð upp söguleg lautarferð. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar segir að hætt sé við því að Ísland verði að greiða milljarðasektir ef stjórnvöld standa í vegi fyrir lagningu sæstrengs. Hann segir líka að væntanlega komi fram kröfur um að skipta Landsvirkjun upp og nýtingarrétturinn boðinn út. Arnar Páll Hauksson ræddi við Frosta. Angela Merkel minntist á fundi með Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands Samevrópsku lautarferðarinnar, þar sem hundruð Austur Þjóðverja flýðu yfir landamæri Austurríkis og Ungverjalands fyrir þrjátíu árum. Anna Kristín Jónsdóttir rifjaði þetta upp.

Spegillinn
Merkel kemur, 3. orkupakkinn og launakröfur BSRB

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 19, 2019 30:00


Mikil öryggisgæsla er vegna komu Angelu Merkel, kanslari Þýskalands til landsins. Hún ræðir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Þingvöllum í kvöld og tekur þátt í fundir forsætisráðherra Norðurlandanna á mrogun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá komu Merkel og viðbúnaði á Þingvöllum. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar segir að hætt sé við því að Ísland verði að greiða milljarðasektir ef stjórnvöld standa í vegi fyrir lagningu sæstrengs. Hann segir líka að væntanlega komi fram kröfur um að skipta Landsvirkjun upp og nýtingarrétturinn boðinn út. Arnar Páll Hauksson ræðir við Frosta. Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB svíður að laun tekjuhæstu ríkisstarfsmannanna hækki mest og oft jafnmikið og heil mánaðarlaun þeirra sem lægri hafa launin. Kristín Sigurðardóttir ræddi við hana. Lögreglan hefur lokað Reynisfjöru vegna grjóthruns. Tveir slösuðust þar í dag, þó ekki alvarlega. Þúsundir hafa þurft að flýja skógarelda á Gran Canaria og slökkviliðsmenn fá lítt við ráðið. Á eyjunni hafa kviknað gróðureldar í þriðja sinn á rúmri viku og þar er líka hitabylgja þessa dagana. Ásgeir Tómasson segir frá. Skýrsla Deloitte til skiptastjóra flugfélagsins WOW air veitir innsýn í rekstur sem sýnir samspil flugfélagsins og félaga í eigu aðaleiganda Wow. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Angela Merkel minntist í morgun með Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands Samevrópsku lautarferðarinnar, þar sem hundruð Austur Þjóðverja flýðu yfir landamæri Austurríkis og Ungverjalands fyrir þrjátíu árum. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir

Spegillinn
Íslenskukennslan fær falleikunn

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 8, 2019 30:00


Landsvirkjun spáir því að raforkuframleiðsla aukist mikið samhliða bráðnun jökla fram á miðja þessa öld. Innflytjendur gefa íslenskukennslu falleikunn. Í nýrri könnun kemur fram að um 60 prósent innflytjenda eru óánægð með kennsluna. Hæstiréttur ætlar að taka til meðferðar mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu. Á annað hundrað þúsund Rússar hafa skrifað undir áskorun um að farþegaþotur af gerðinni Sukhoi verði kyrrsettar meðan rannsakaðar verði orsakir þess að ein þeirra fórst um síðustu helgi. Aeroflot flugfélagið aflýsti í dag nokkrum ferðum flugvéla af þeirri gerð. Strætó þyrfti að ráðast í framkvæmdir fyrir allt að fjögur hundruð milljónir króna til þess að geta fjölgað metanstrætisvögnum. Um 60% innflytjenda eru óánægð með þá íslenskukennslu sem er í boði hér á landi, samkvæmt nýrri könnun. Lítil fylgni er milli þess hversu vel innflytjendur telja sig geta talað íslensku og hversu mörg íslenskunámskeið þeir hafa sótt. Nærri helmingur innflytjenda telur íslenskukunnáttu sína slaka. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Lara Wilhelmine Hoffmann og Eyjólf Sturlaugsson. Fararstjórar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fá á hverju ári þjálfun í því hvernig á að bregðast við þegar sprengja springur eða vopnaðir menn komast inn á svæðið, segir Jónatan Garðarsson, sem fylgt hefur íslensku þátttakendunum sextán sinnum. Bergljót Baldursdóttir talat við Jónatan. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá norska þjóðbúningnum og því að konur sem mótmæla lokun fæðingardeilda í Norður Noregi hafa klæðst þjóðbúningum í mótmælunum. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tækinmaður Ragnar Gunnarsson.

str gar aeroflot umsj noregi eyj hauksson sukhoi baldursd arnar p anna krist landsvirkjun berglj
Segðu mér
Margrét Edda Ragnarsdóttir rafmagnsfræðingur

Segðu mér

Play Episode Listen Later Feb 5, 2019 38:39


Margrét var í góðu starfi hjá Landsvirkjun, en sagði upp þeirri vinnu og fór í heimsreisu með fjölskyldu sína. Hún segir frá þeirri ævintýralegu ferð þar sem þau hjónin ásamt tveimur drengum sínum pökkuðu í heimsreisupoka og upplifðu stöðug ævintýri. Þegar hún kom heim stofnaði hún fyrirtækið Gemba með vinkonu sinni en þær aðstoða fyrirtæki við að innleiða umótamenningu, lágmarka sóun, einfalda ferli og bæta öryggi. Hún sjálf leggur mikla áherslu á að einfalda lífið sitt og gera allt einfaldara.

Morgunvaktin
Borgaryfirvöld hlusta ekki á kvartanir íbúa miðborgar

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 6, 2018 130:00


Íslensk stjórnvöld stefna að því vegna aðildar að EES-samningnum að innleiða þriðju raforkutilskipun Evrópusambandsins, að því er varðar sjálf­stæði raf­orku­eft­ir­lits Orku­stofn­un­ar. Um það hafa farið fram miklar umræður og eru margir ósáttir - telja að skapaður verði jarðvegur fyrir því að Ísland tengist evrópskum raforkumarkaði og missi þar með ákvörðunarrétt til verðlagningar á raforku. Við þessu á að bregðast með breytingum á raforkulögum: Tenging við raforkukerfi annarra landa verði háð samþykki Alþingis. Við ætlum að ræða um evrópska raforkumarkaðinn, viðskipti með raforku og stöðu Íslands. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, var gestur þáttarins. - Mikil umræða er í Þýskalandi um hver verði eftirmaður Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata. Sá flokkur, CDU, er oft kallaður Íhaldsflokkur. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur nýjustu tíðindi af stjórnmálum í Þýskalandi og veltir fyrir sér merkingu hugtaksins „íhald“. Hvað er það sem gerir flokk að „íhaldsflokki“? Er hægt að tala um að CDU sé „dæmigerður“ íhaldsflokkur? Og hvað með Græningja? Eru þeir kannski á góðri leið með að verða eins konar „íhaldsflokkur“, flokkur sem vill halda í ákveðin gildi og verðmæti, sem kalla mætti íhaldssöm? - Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst á morgun og mörgum fagnaðarefni. Innlendir og erlendir gestir streyma á tónleika víða um miðborgina og njóta þess sem listamenn hafa fram að færa. En það eru ekki allir sáttir. Íbúar í miðborginni eru margir ósáttir við hávaðamengun frá hátíðinni, sem bætist ofan á mikið ónæði frá öðru skemmtanahaldi og vaxandi umferð ferðafólks. Íbúarnir hafa kvartað en segja lítið á þá hlustað. Sverrir Guðjónsson, tónlistarmaður og íbúi í Grjótaþorpi, sagði frá hávaðamengun í miðborginni og glímunni við borgaryfirvöld. - Tónlist: Jacky Terrasson - Bye, bye blackbird.

Morgunvaktin
Lífið gengur sinn vanagang í Tel Aviv

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 18, 2018 130:00


Líkt og lóan og nýbornu lömbin, eru kylfingar vorboðar. Þeir hörðustu spila reyndar í öllum veðrum yfir vetrarmánuðina en þessir venjulegu fara út á vellina í maí, þegar grasið er tekið að grænka og flatirnar orðnar fínar. Fyrsta mót þeirra bestu í ár fer fram nú um helgina, á Garðavelli á Akranesi. Við heyrðum hljóðið í Þórði Emil Ólafssyni, formanni Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. - Það árar vel hjá Landsvirkjun, þessu mikilvæga fyrirtæki okkar landsmanna. Met voru slegin í sölu og vinnslu rafmagns síðasta ár. Akoman hefur aldrei verið betri og efnahagurinn er traustur, segja forráðamenn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ræddi stöðu fyrirtækisins og framtíðarsýn. - Það vorar seint og illa á Íslandi þetta árið og margir fyllast útþrá við að sjá hitatölur frá Skandínavíu og meginlandi Evrópu í veðurfréttatímunum. Kristján Sigurjónsson, ritstjóra Túrista, ræddi útþrána og ferðamöguleikana og sitthvað af vettvangi ferðamála. - Art Pepper og félagar léku lagið You´d be so nice to come home to. - Augu heimsins hafa í vikunni beinst að Gaza-ströndinni og þeim ógnaratburður sem þar hafa orðið. Sex tugir manna féllu og mörg hundruð særðust þegar Ísraelsher svaraði örvæntingarfullum mótmælum Palestínumanna. Vera Illugadóttir er stödd í Ísrael og lýsti kynnum af landi og þjóð. - Þættinum lauk á því að hljómsveit Safy Boutella flutti lagið Orient. Sagt var frá Ramadan, föstumánuði múslima.

Spegillinn
Spegillinn 15. maí 2018

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 15, 2018 30:00


Það skiptir miklu að leiðbeina og aðstoða fólk sem fær upplýsingar um að líkur séu á að það þrói með sér alvarlega sjúkdóma en það sé ekki skilið eftir úti í kuldanum segir forstjóri Persónuverndar. Búist er við töluverðu álagi hjá erfðaráðgjöf Landspítalans. Aðalsteinn Kjartansson talar við Helgu Þórsdóttur forstjóra Persónuverndar og Vigdísi Stefánsdóttur, erfðaráðgjafa á Landspítalanum. Ísraelsmenn hafa komið fram af mikilli stillingu gagnvart mótmælum Palestínumanna á Gaza. Þetta fullyrti Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum á skyndifundi Öryggisráðsins síðdegis. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá og heyrist í Nikolay Mladenov, tengilið Sameinuðu þjóðanna við Miðausturlönd og Nikki Haley. Landsvirkjun hagnaðist um rúma ellefu milljarða í fyrra, sem er methagnaður. Jóhann Bjarni Kolbeinsson talar við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar. Um hundrað gestum ofbauð og þeir gengu út af frumsýningu nýjustu myndar danska leiksstjórans Lars von Triers í Cannes. Til er urmull gagna og upplýsinga um fólk ekki síst heilbrigðisupplýsingar hafi það tekið þátt í visindarannsóknum. Í dag var opnaður vefurinn Arfgerði á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem fólk getur kannað hvort líkur séu á að það beri BRCA2 genið sem eykur hættu á krabbameinum, ef það er arfberi er því beint til Landspítalans um erfðaráðgjöf. Hvað er erfðaráðgjöf og hvaða máli skiptir upplýst samþykki? Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Vigdísi Stefánsdóttur, erfðaráðgjafa. Þjóðskrá á að tryggja að lögheimili fólks sé rétt skráð en það er erfitt að svara því hversu vel lögheimilsskráningar endurspegla raunverulega búsetu. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og talar við Ástríði Jóhannesdóttur, sviðsstjóra hjá Þjóðskrá Íslands. Í bresku stjórninni og þinginu er hart tekist á um tvær lausnir varðandi hvað eigi að koma í staðinn fyrir tollabandalag Evrópusambandsins. Undanfarnar vikur hefur hver vika átt að vera úrslitavikan en enn er engin ákvörðunin. Í Brussel yppa menn öxlum, báðar lausnirnar séu óraunsæjar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Grétar Ævarsson

Katie dot Show
Discover Iceland Part 2 – What the heck is geothermal energy?

Katie dot Show

Play Episode Listen Later Aug 3, 2016 23:54


Sitting on a literal hotbed of active and inactive volcanoes, Iceland capitalizes on its natural resources to provide renewable electricity to its citizens. Katie speaks with Hordur Arnarson, CEO of Landsvirkjun, which produces 73% of all Iceland's electricity via geothermal energy. Hordur further discusses future plans for an undersea pipeline from Iceland to the UK of hydro and geothermal-generated electricity.