Heimsendi

Follow Heimsendi
Share on
Copy link to clipboard

Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu aus…

Heimsendi


    • Feb 8, 2022 LATEST EPISODE
    • infrequent NEW EPISODES
    • 53m AVG DURATION
    • 17 EPISODES


    Search for episodes from Heimsendi with a specific topic:

    Latest episodes from Heimsendi

    16 – Jón opnar sig

    Play Episode Listen Later Feb 8, 2022 64:29


    Jón fer á flug og sálgreinir sjálfan sig og mannkynið með hjálp tónlistarinnar. Með honum eru náttúrulega góðvinirnir Orri og Siggi sem kasta vel völdum sprekum á eldinn óaðfinnanlega.

    15 – Orri opnar sig

    Play Episode Listen Later Jan 30, 2022 79:12


    Í þættinum segir Orri Smárason tónlistarlega ævisögu sína, fer yfir sinn “heimavöll” eins og hann orðar það sjálfur. Með honum eru að venju Sigurður Ólafsson og Jón Knútur Ásmundsson.

    14 – Siggi opnar sig

    Play Episode Listen Later Jan 25, 2022 68:59


    Í fjórtánda þætti Heimsenda rekur Sigurður Ólafsson tónlistarlega ævisögu sína. Hvers vegna er hann með svona skrýtinn tónlistarsmekk? Með honum eru að venju Orri Smárason og Jón Knútur Ásmundsson. 

    13 – Tónspil

    Play Episode Listen Later Dec 22, 2021 41:52


    Verslunin Tónspil í Neskaupstað mun loka á næsta ári. Þessu fylgir talsverð melankólía fyrir okkur félagana, blönduð hlýrri nostalgíu. Við spjöllum um þessa stórmerkilegu verslun og þau áhrif sem hún hefur haft á líf okkar. Umsjón: Sigurður Ólafsson, Orri Smárason og Jón Knútur Ásmundsson. 

    12 – Tónlistartrúnó IV

    Play Episode Listen Later Dec 17, 2021 97:44


    Við elskum kanadísku rokkhljómsveitina Rush. Hún er lífsförunautur okkar og hún er stöðutákn. Að þú sért aðdáandi hljómsveitarinnar segir meira um þig en nokkuð annað. Við förum á dýptina og reynum að skilja þetta magnaða aðdráttarafl sem bandið hefur. Umsjón: Sigurður Ólafsson, Orri Smárason og Jón Knútur Ásmundsson. 

    11 – Tónlistartrúnó III

    Play Episode Listen Later Nov 3, 2020 68:00


    Við ætlum að spjalla saman um stjörnuna og poppkúlturfyrirbærið Britney Spears. Einn okkar rekur ferilinn hennar og hinir grípa fram í og gjamma eitthvað. Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson, Orri Smárason og Sigurður Ólafsson. 

    10 – Tónlistartrúnó II: Skíturinn

    Play Episode Listen Later Sep 4, 2020 63:59


    Við ætlum að ræða ítarlega um drullusokkana í Mötley Crue, greina þá, meta og loks dæma. Sem fyrr munu umsjónarmenn beina athyglinni að sjálfum sér og skoða eigin reynslu og lífssögu í ljósi glamrokks níunda áratugarins. Heróín kemur við sögu.  

    09 – Tónlistartrúnó I

    Play Episode Listen Later Jul 16, 2020 84:59


    Í þessum þætti verður fjallað um hljómplötuna Ten með einlægu gruggrokkurunum í Pearl Jam. Ástæðan er ekki sú að umsjónarmönnum finnist platan góð en hún býður upp á marga útúrdúra þar sem umsjónarmenn beina athyglinni að sjálfum sér og hlífa sér hvergi. 

    08 – Heilsuháski

    Play Episode Listen Later Sep 4, 2019 51:28


    Í framhaldi af óvæntri hjartaþræðingu annars umsjónarmannsins datt okkur í hug að heyra í fólki sem hefur lent í enn alvarlegri heilsuháska. Í fyrri hluta þáttarins heyrum við í Þórarni Þórarinssyni, blaðamanni, sem greindist með krabbamein í vor. Hann hætti loksins að reykja og drekka og það þurfti eistnakrabbamein til.  Í seinni hlutanum segir Unnur […]

    07 – Aðdáandinn II

    Play Episode Listen Later Jul 12, 2019 43:12


    Viðmælendur kvöldsins eru tveir, þeir Orri Smárason og Sigurður Ólafsson. Orri segir okkur frá trúarlegu uppeldi sínu þar sem mikið fór fyrir innrætingu og dýrkun á enska knattspyrnuliðinu Crystal Palace. Þótt samhengið liggi kannski ekki í augum uppi ræðum við meðal annars um eiturlyfjaneyslu, Fellabæ og snyrtistofur. Auk þess tölum við um þungarokkshátíðina Eistnaflug sem […]

    06 – Aðdáandinn I

    Play Episode Listen Later Jul 5, 2019 42:54


    Öll erum við einhvers konar aðdáendur. Sum okkar dást afsakandi og í laumi en önnur einlæglega og fyrir algjörlega galopnum tjöldum.  Í kvöld tökum við tali fölskvalausa Take that-fanatíkerinn Bylgju Borgþórsdóttur. Fyrir tveimur vikum hélt þessi dagfarsprúða kona til Köben þar sem hún sá drengina sína stíga á stokk í fjórða sinn. Já og fimmta […]

    05 – Atlavík

    Play Episode Listen Later Jun 12, 2019 40:56


    Hinn eini sanni Ringo Starr, trommari Bítlanna, kemur við sögu í nýjasta þætti Heimsenda. Þar segir líka frá ungum ræstitækni og því hvernig leiðir þessarra tveggja manna lágu saman – eða næstum því.  Atlavíkurhátíðarnar eru sveipaðar dýrðlegum nostalgíuljóma í huga margra sem þær sóttu. Hátíðin sem fram fór árið 1984 er sú sem flestir þekkja til […]

    04 – Mjóifjörður

    Play Episode Listen Later Jun 4, 2019 34:47


    Í þættinum heyrum við í tveimur Mjófirðingum. Okkur þykir sérstaklega vænt um Mjóafjörð, enda er þar að finna einn augljósasta heimsenda fjórðungsins: Dalatanga. Við heyrum í vitaverðinum sem segist ekki vera skurðlæknir en þarf engu að síður að bjarga sér við aðstæður þar sem við flest köllum til allskyns sérfræðinga. Við hringjum í Fúsa á […]

    03 – Sjómennskan er ekkert grín

    Play Episode Listen Later May 27, 2019 40:10


    Um helgina er sjómannadagurinn – dagur sem er tengdur þjóðarsálinni sterkum böndum. Af því tilefni fjöllum við um sjómennsku. Í þættinum heyrum við brot úr viðtali sem Jón Knútur tók við pabba sinn, Ásmund Þorsteinsson. Ási segir m.a. frá því þegar hann sigldi til Skotlands og lenti eitt sinn í fangelsi. Jón spyr pabba sinn […]

    02 – Ávani

    Play Episode Listen Later May 6, 2019 35:47


    Erum við ekki öll að reyna að hætta einhverju – hætta að borða sykur, hætta að fylla húsin okkar af drasli, hætta að nota plast? Að þessu sinni heyrum við í einum brottfluttum Austfirðingi og öðrum innfluttum og ræðum við þá um kaffi og kók, drykki sem margir eiga í óþarflega nánu sambandi við.

    01 – Kaupmaðurinn á horninu

    Play Episode Listen Later Apr 3, 2019 45:38


    Öll höfum við átt okkar eigin kaupmann á horninu – einhvern sem, þrátt fyrir kaupfélagið eða öll markaðslögmál, lagði allt sitt undir til að selja okkur nauðsynjar eða sérvöru. Í þessum þætti fjöllum við meðal annars um Tónspil, eggjasuðuvél, Viðarsbúð, Amazon og hnupl. Við tölum við sérfræðing að sunnan um framtíðarhorfur plötubúðarinnar og heyrum söguna […]

    00 – Kynning

    Play Episode Listen Later Apr 3, 2019 6:58


    Claim Heimsendi

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel