Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu aus…
Jón fer á flug og sálgreinir sjálfan sig og mannkynið með hjálp tónlistarinnar. Með honum eru náttúrulega góðvinirnir Orri og Siggi sem kasta vel völdum sprekum á eldinn óaðfinnanlega.
Í þættinum segir Orri Smárason tónlistarlega ævisögu sína, fer yfir sinn “heimavöll” eins og hann orðar það sjálfur. Með honum eru að venju Sigurður Ólafsson og Jón Knútur Ásmundsson.
Í fjórtánda þætti Heimsenda rekur Sigurður Ólafsson tónlistarlega ævisögu sína. Hvers vegna er hann með svona skrýtinn tónlistarsmekk? Með honum eru að venju Orri Smárason og Jón Knútur Ásmundsson.
Verslunin Tónspil í Neskaupstað mun loka á næsta ári. Þessu fylgir talsverð melankólía fyrir okkur félagana, blönduð hlýrri nostalgíu. Við spjöllum um þessa stórmerkilegu verslun og þau áhrif sem hún hefur haft á líf okkar. Umsjón: Sigurður Ólafsson, Orri Smárason og Jón Knútur Ásmundsson.
Við elskum kanadísku rokkhljómsveitina Rush. Hún er lífsförunautur okkar og hún er stöðutákn. Að þú sért aðdáandi hljómsveitarinnar segir meira um þig en nokkuð annað. Við förum á dýptina og reynum að skilja þetta magnaða aðdráttarafl sem bandið hefur. Umsjón: Sigurður Ólafsson, Orri Smárason og Jón Knútur Ásmundsson.
Við ætlum að spjalla saman um stjörnuna og poppkúlturfyrirbærið Britney Spears. Einn okkar rekur ferilinn hennar og hinir grípa fram í og gjamma eitthvað. Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson, Orri Smárason og Sigurður Ólafsson.
Við ætlum að ræða ítarlega um drullusokkana í Mötley Crue, greina þá, meta og loks dæma. Sem fyrr munu umsjónarmenn beina athyglinni að sjálfum sér og skoða eigin reynslu og lífssögu í ljósi glamrokks níunda áratugarins. Heróín kemur við sögu.
Í þessum þætti verður fjallað um hljómplötuna Ten með einlægu gruggrokkurunum í Pearl Jam. Ástæðan er ekki sú að umsjónarmönnum finnist platan góð en hún býður upp á marga útúrdúra þar sem umsjónarmenn beina athyglinni að sjálfum sér og hlífa sér hvergi.
Í framhaldi af óvæntri hjartaþræðingu annars umsjónarmannsins datt okkur í hug að heyra í fólki sem hefur lent í enn alvarlegri heilsuháska. Í fyrri hluta þáttarins heyrum við í Þórarni Þórarinssyni, blaðamanni, sem greindist með krabbamein í vor. Hann hætti loksins að reykja og drekka og það þurfti eistnakrabbamein til. Í seinni hlutanum segir Unnur […]
Viðmælendur kvöldsins eru tveir, þeir Orri Smárason og Sigurður Ólafsson. Orri segir okkur frá trúarlegu uppeldi sínu þar sem mikið fór fyrir innrætingu og dýrkun á enska knattspyrnuliðinu Crystal Palace. Þótt samhengið liggi kannski ekki í augum uppi ræðum við meðal annars um eiturlyfjaneyslu, Fellabæ og snyrtistofur. Auk þess tölum við um þungarokkshátíðina Eistnaflug sem […]
Öll erum við einhvers konar aðdáendur. Sum okkar dást afsakandi og í laumi en önnur einlæglega og fyrir algjörlega galopnum tjöldum. Í kvöld tökum við tali fölskvalausa Take that-fanatíkerinn Bylgju Borgþórsdóttur. Fyrir tveimur vikum hélt þessi dagfarsprúða kona til Köben þar sem hún sá drengina sína stíga á stokk í fjórða sinn. Já og fimmta […]
Hinn eini sanni Ringo Starr, trommari Bítlanna, kemur við sögu í nýjasta þætti Heimsenda. Þar segir líka frá ungum ræstitækni og því hvernig leiðir þessarra tveggja manna lágu saman – eða næstum því. Atlavíkurhátíðarnar eru sveipaðar dýrðlegum nostalgíuljóma í huga margra sem þær sóttu. Hátíðin sem fram fór árið 1984 er sú sem flestir þekkja til […]
Í þættinum heyrum við í tveimur Mjófirðingum. Okkur þykir sérstaklega vænt um Mjóafjörð, enda er þar að finna einn augljósasta heimsenda fjórðungsins: Dalatanga. Við heyrum í vitaverðinum sem segist ekki vera skurðlæknir en þarf engu að síður að bjarga sér við aðstæður þar sem við flest köllum til allskyns sérfræðinga. Við hringjum í Fúsa á […]
Um helgina er sjómannadagurinn – dagur sem er tengdur þjóðarsálinni sterkum böndum. Af því tilefni fjöllum við um sjómennsku. Í þættinum heyrum við brot úr viðtali sem Jón Knútur tók við pabba sinn, Ásmund Þorsteinsson. Ási segir m.a. frá því þegar hann sigldi til Skotlands og lenti eitt sinn í fangelsi. Jón spyr pabba sinn […]
Erum við ekki öll að reyna að hætta einhverju – hætta að borða sykur, hætta að fylla húsin okkar af drasli, hætta að nota plast? Að þessu sinni heyrum við í einum brottfluttum Austfirðingi og öðrum innfluttum og ræðum við þá um kaffi og kók, drykki sem margir eiga í óþarflega nánu sambandi við.
Öll höfum við átt okkar eigin kaupmann á horninu – einhvern sem, þrátt fyrir kaupfélagið eða öll markaðslögmál, lagði allt sitt undir til að selja okkur nauðsynjar eða sérvöru. Í þessum þætti fjöllum við meðal annars um Tónspil, eggjasuðuvél, Viðarsbúð, Amazon og hnupl. Við tölum við sérfræðing að sunnan um framtíðarhorfur plötubúðarinnar og heyrum söguna […]