POPULARITY
Þórarinn ræðir við hagfræðinginn Þórð Gunnarsson um ýmis málefni. Rætt er um stjórnmálin á Íslandi, breytta stöðu í útlendingamálum og orkumálum, vindorku, orkutilraunir á Spáni, stöðu vinstrisins, Sjálfstæðisflokkinn og margt fleira.- Afhverju vill enginn hlusta lengur á Landvernd?- Hversu lengi þolir Flokkur fólksins að fá ekkert í gegn?- Er Kristrún Frostadóttir besti leiðtogi Íslandssögunnar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Stundum er engu líkara en að saga endurtaki sig, með nýjum leikurum en öðrum blæbrigðum. Í mörgu er staða Flokks fólksins sú sama og Vinstri grænna fyrir rúmum einum og hálfum áratug. Með sama hætti og Vinstri grænir hefur Flokkur fólksins selt stefnu sína í Evrópumálum fyrir aðild að ríkisstjórn og ráðherraembætti. Andstaðan við Bókun 35 er horfin, áralöng baráttan fyrir að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu formlega til baka er kominn niður í skúffu. Og hvað hefur Flokkur fólksins fengið í staðinn. Ekkert. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn skipulögðu þinghaldið á fyrsta þingvetri ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að öll helstu stefnumál Flokks fólksins voru látin mæta afgangi.
Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar um að gögnum sé haldið frá Íslandi þótt hér sé ekki starfandi nein leyniþjónusta. Og hún sjái ekki í fljótu bragði ástæðu til að setja á fót slíka stofnun.
Meddi sinn á plötu vikunnar sem heitir Love After Death. Una Schram og Kári (Marsibil) komu með nýtt lag sem heitir Það er komið sumar. Pálmi Sigurhjartar í Sniglabandinu sendi póstkort með nýrri útgáfu af laginu Gott. Best fyrir sendi einnig póstkort með Sjálfulaginu. STUÐMENN - Strax í dag. EMILÍANA TORRINI - Jungle Drum. MADNESS - Our House. Royel Otis - Moody. COLDPLAY - Princess of China (ft. Rihanna). Stockwell, Bebe - Minor Inconveniences. PÁLL ÓSKAR - International. UNNSTEINN - Er þetta ást? (Tónatal - 2021). Guðbergur Auðunsson - Adam og Eva. Ásdís - Pick Up. ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Don't bring me down. Meddi Sinn - Get back on the Horse. AMERICA - A Horse With No Name. Una Schram - 1999 (There You Go). Marsibil - Það er komið sumar. Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan. Gildran - Staðfastur stúdent. FINE YOUNG CANNIBALS - She Drives Me Crazy. BJÖRK - Bachelorette. HJÁLMAR & HELGI BJÖRNS - Húsið Og Ég. Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir. ROXY MUSIC - Let's stick together. Sniglabandið - Gott. MIKA - Grace Kelly. Daði Freyr Pétursson - I don't wanna talk. Elín Hall - Heaven to a Heathen. REM - Man On The Moon. BJARNI ARA - Karen. Addison Rae - Fame is a Gun. ERYKAH BADU - On and on. Stebbi JAK - Djöflar. OF MONSTERS & MEN - Little Talks. MUGISON - Kletturinn. Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis. THE BEATLES - The ballad of John and Yoko. TRABANT - The One (The Filthy Duke Remix). Meddi Sinn - Enemy. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Þú ert nú meiri. DONNA SUMMER - Bad Girls. Hildur - Alltaf eitthvað. Best fyrir - Sjálfulagið. Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Bros. MACY GRAY - I Try. RAKEL OG KÁRI - I don't know who you are. Costa, Nikka - Like a feather. Egill Sæbjörnsson - I love you so.
Hormón er eitthvað merkilegasta fyrirbærið þarna úti og býður upp á fjöldan allan af kanínuholum. Ólafssynir féllu ofan í eina þeirra en eftir hlustun á þáttinn ættuð þið að vera sannfærð um að við lifum í sýndarveruleika.
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Sverrir Örn Einarsson.
Brim, Samherji, Síldarvinnslan, Ísfélagið og Fisk-Seafood greiddu meira en þriðjung af heildarupphæð veiðigjalds á síðasta ári, eða 3,7 milljarða. Eignir þessara félaga hlaupa á hundruðum milljarða króna. Ekkert varð af fundi forseta Úkraínu, Rússlands og Bandaríkjanna í Tyrklandi til að ræða um hvernig mætti binda enda á stríðið í Úkraínu en sendinefndir Rússa og Úkraínumanna ræðast við í Istanbúl í kvöld eða á morgun - og það verður í fyrsta sinn þrjú ár sem þær eiga í beinum viðræðum. Ekki ríkir þó mikil bjartsýni um vopnahlé.
Þetta er hluti af þætti 200, afmælisþættinum okkar sem var 10 tíma streymi í hljóði og mynd, sem hægt er að nálgast í held sinni á youtube rásinni okkar: Ekkert að frétta. Þetta er fyrsti hluti sem byrjaði kl. 11. Hér ræðum við lyfjapróf, piss og fréttir.
Séffinn, Klipparinn og Einar Ingi gerðu landsleikinn upp. Úrslitaeinvígin í Olísdeildunum eru að byrja og Valskonur geta brotið blað í sögu kvennahandboltans.
Stefán Ingvar grínisti og pistlahöfundur og hlaðvarpsstjónandi hvaðvarpsinns Ekkert að þakka er gestur í dag og kemur til að verjast ásökunum og ræða sína hlið á fjölmiðlamálinu sem hefur skekið alla þjðóðina.
„Hjartaknúsarinn“ er merkilegt fyrirbæri í tónlistarsögunni. Sætur, tilfinningaríkur maður, oft íklæddur smóking eða fallegri peysu. Ekkert endilega sérstaklega graður, en alltaf gjörsamlega að farast úr ást. Við veltum þessu fyrir okkur í þætti vikunnar.
Andri Berg og Davíð Már mættu í Dominos stúdíóið og gerðu upp 19.umferðina í Olísdeild karla. Línur eru farnar að skýrast en þó eru ennþá 3 umferðir eftir.
Forsetaskrifstofan veitti óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir, forseti íslands, hefði verið þegar minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram á mánudag. Freyr Gígja Gunnarsson fann svarið í Stjórnartíðindum. „Þetta er ekki niðurstaðan sem ég hefði óskað mér,“ sagði Jónas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, á fréttafundi eftir að ljóst var að stjórn hans var sprungin. Hann sagði samvinnu og vináttu flokkanna sem að henni stóðu - og þeirra Trygve Slagsvold Vedum, formanns Miðflokksins - hafa verið traust og honum mikils virði - og væri það enn. Það breytti því þó ekki að stjórnin sprakk eins og spáð hafði verið. Støre situr þó áfram á stóli forsætisráðherra. Við tekur líf í minnihlutastjórn Verkamannaflokksins og löng kosningabarátta því ekki má rjúfa þing. Kosið verður til nýs Stórþings 8. september í haust. Gísli Kristjánsson segir frá. Aftökur dauðadæmdra fanga voru teknar upp að nýju í Bandaríkjunum 1976, eftir nokkurra ára hlé vegna réttaróvissu. Frá þeim tíma hafa um 8.500 manns verið dæmdir til dauða þar í landi og rúmlega 1.600 þeirra verið teknir af lífi. Rannsóknir hafa sýnt að fælingarmáttur dauðarefsingar er enginn. Vitað er að kostnaðurinn er svimandi hár. Og það sem líka er vitað er, að um það bil einn af hverjum átta föngum sem dæmdir hafa verið til dauða í Bandaríkjunum frá 1973 hafa verið hreinsaðir af sök. Ekkert af þessu kom þó í veg fyrir það, að Donald Trump, nýskipaður Bandaríkjaforseti, gerði það að einu sínu fyrsta embættisverki að skipa fyrir um að auka skuli áherslu á að dæma fólk til dauða hvenær sem lög leyfa - og að fullnusta skuli þá dóma, svikalaust. Ævar Örn Jósepsson ræddi þetta við Evu Einarsdóttur, formann Íslandsdeildar Amnesty International. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Doc, Keli og Sigurður Bond án landamæra.
Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson leiða okkur inn í helgina. Við ræðum um væntanlega formannakjör í Sjálfstæðisflokknum, hvað Dagur B. ætti að gera við ofurlaunin sín, ummæli Katrínar Ólafdóttur hagfræðings um aukna skattheimtu á sjávarútveginn, rándýra auglýsingarherferð Isavia, stöðuna á hlutabréfamarkaði, af hverju það er ekki búið að skipa nýjan varaseðlabankastjóra og margt fleira.
Árið 1996 hvarf hin 18 ára Sarah Spiers úr miðbæ Claremont en hún hafði verið á djamminu og ætlað að taka leigubíl heim. Ekkert bólaði á rannsókninni og um sex mánuðum síðar hvarf önnur stelpa frá sama svæði, og voru bæjarbúar að upplifa sama áfallið aftur. Rannsókn var á fullu þar sem þeir báðar áttu það sameiginlegt að hafa verið á djamminu og ætlað að taka leigubíl heim, og lögreglan fór að velta því fyrir sér hvernig einstaklingurinn væri að nálgast fórnarlömbin sín. Ári seinna, hvarf svo þriðja stelpan sem setti samfélagið á hliðina. Komdu í áskrift: www.pardus.is/mordskurinn Kóðinn morðskúrinn veitir 15% afslátt af öllum vörum inni á www.definethelinesport.com
Arngrímur Einarsson, Kristjana Benediktsdóttir og Stefán Gunnlaugur Jónsson halda sína árlegu jólatónleika. Njótið vel.
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 ráðgjöf og bókhald Óumbeðinn hafði Karlsvagninn samband við útvarpsstöð og sagðist vera með þjóðhátíðarlag sem myndi fanga stemningu landans. Meginatriði lagsins voru hæðir sem enduðu í lægðum sem kallaðar voru ævintýrareisa. Ekkert nær að súmmera upp meira þá tíð sem ríkti frá 12-14, eftir að hafa hafið leik með Skattgrím og endað í gósentíð. Þegar Eggert mætti á flugvöllinn án Roy Keane með fulllan toll. Þegar Gunnar Bragi komst á þing. Þegar Gylfi smurði hann í samskeytin á móti Slóvenum úti. Þegar Þorbjörn Þórðar mætti á Vesturlandsveginn. Svona var Ísland 2012-2014. Viðmælendur þáttarins: Kolbeinn Tumi Daðason, herramaður úr norðri Haukur Harðarson, stuðningsmaður Chelsea frá unga aldri Ingimar Helgi Finnsson, forsvarsmaður Fálkanna, stúdentahópur FSU Archive efni: Fjölmiðlamenn elta Eggert Magnússon út úr Leifsstöð í upptöku frá Fótbolta.net (Arnar Björnsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Eggert Magnússon) Fótbolti.net þáttur á leikdegi Ísland Króatía (Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Sveppi Krull) Viðtal Fótbolta.net við Aron Einar fyrir leik Albaníu og Íslands (Magnús Már Einarsson og Aron Einar Gunnarsson) Frumflutningur á Lundi, Landi, Lopapeysa í flutningi Brynhildar og Karlsvagnsins í Magasín þætti FM957.
Jájá! Endalínan mætt eftir 5. umferð, línur farnar að skýrast eða hvað? Förum yfir það í samstarfi með Brons, Soho og Viking Lite (Léttöl)! Veriði með!
Þú hefur eitt markmið - komast yfir þessa tíu jarda .. af einhverjum ástæðum. Arnór Steinn og Gunnar leggja í sitt metnaðarfyllsta verk til þessa: MADDEN Arnór veit EKKERT um Amerískan Fótbolta. Gunnar veit eitthvað. Hvað verður úr? Úffff ... snilld! Ætlar þú í Madden 25? Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Ert þú alltaf að hlusta á gamla tónlist? Eru kvikmyndirnar sem þú ert að horfa á bara sömu kvikmyndir aftur og aftur? Hér er sagan rakin frá afdrifaríkum hryðjuverkaárásum árið 2001 og fjallað um hvernig menning okkar mótaðist í kringum 2005 og hefur síðan lítið breyst. Algrímin valda því, að mati sérfræðinga, að allt sem við sjáum og heyrum er endurtekning eða endurvinnsla þess sem áður hefur virkað. Annað: Trump vs. Harris kappræður Munurinn á kapítalisma og kommúnisma 9/11 og áhrifin á alheimssamfélagið Nýr iPhone og regluverksfargan Evrópusambandsins Skaðleg sálfræðiþjónusta fyrir ungt fólk með þunglyndi og kvíða Kostir áfengis
Það hefur mikið gengið á hjá Chelsea í sumar, alveg eins og búist var við. Leikmenn hafa komið og farið, og það er kominn nýr stjóri. Ekkert óvænt þar. Stefán Marteinn Ólafsson og Haraldur Örn Haraldsson eru fárveikir Chelsea menn. Þeir mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fóru aðeins yfir stöðuna hjá sínu félagi; fóru yfir furðulegan heim Chelsea.
Ekkert eðlilega gott að koma aftur eftir sumarfrí. Við fórum yfir þjóðhátið, ríkið hyggist bjóða uppá frí eiturlyf einn daginn og vegabréfið þitt er ekki jafn öflugt og fyrirsagnir segja til um. Við komumst svo næstum því að því hver vegna konur halda framhjá maka sínum. Þetta og milljón annað gagnslaust blaður sem er aðeins gert til að stytta þér stundir. Góða skemmtun!
Annar þáttur af tveimur sem kemur út í dag! Hellblade 2 kom út í maí og við ætlum að sjálfsögðu að fjalla um hann. Saga baráttukonunnar frá Orkneyjum heldur áfram og hér er ekkert gefið eftir. Hún heldur til Íslands til að granda þrælasölum þar. Ekkert glens hér á ferð. Arnór Steinn og Gunnar taka leikinn fyrir og ræða allar hliðar. Sagan, combat kerfið, útlitið og margt fleira! Er þessi leikur þess virði? Við pælum vel í því saman. Við spillum ekki fyrir neinu alvarlegu í þættinum, þannig ykkur er óhætt að hlusta! En við segjum í hreinskilni hvað okkur finnst og það er margt. Hvað fannst þér? Er spenna hjá ykkur fyrir þessum leik? Endilega tékkið á þætti 207 þar sem við ræddum við Aldísi Amah Hamilton um hennar hlutverk í leiknum! Virkilega gott og fræðandi spjall. Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Enginn virðist ánægður með ákvörðun um að heimila hvalveiðar í ár. Matvælaráðherra ákvað í dag að heimila veiðar í ár. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur segir að það sé ekkert grín að veiða dýr sem er fjörutíu tonn og tuttugu metrar að lengd. Þjóðarleiðtogar og alþjóðasamtök fagna ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að Ísraelar og Hamas skuli semja um vopnahlé á grundvelli samkomulags sem Bandaríkin lögðu fram. Vonir standa til að svo fari, en formlegt samkomulag er þó ekki í höfn. Tillögur til úrbóta í skýrslu um stöðu drengja í menntakerfinu eru um margt ágætar en skýrslan sjálf er nokkuð sundurlaus og tilviljanakennd segir fyrrverandi prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er í fullum gangi en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta þriðjudaginn 5.nóvember. Nýr verður hann nú reyndar ekki, því þeir tveir sem til greina koma, eins og velflestir vita, heita Donald Trump og Joe Biden. Þetta er í fyrsta sinn í næstum sjötíu ár síðan sömu nöfnin eru á kjörseðlinum tvennar kosningar í röð. Trump var í vikunni sakfelldur í einu af fjórum dómsmálum sem höfðuð voru gegn honum. Ekkert þessara mála er þó talið ógna því að Trump geti orðið forseti, sama hvernig þau fara. Í síðari hluta þáttarins ætlum við að huga að hæstarétti Bandaríkjanna, þessu valdamikla bákni sem reglulega er í fréttum. Hvað er framundan hjá dómstólnum, hvernig er hann mannaður og hvernig hann hefur í gegnum tíðina sveiflast svolítið með og stundum svolítið á móti straumnum og stjórnmálunum og ráðandi öflum hverju sinni. Við skoðum líka sögu réttararins og hvernig hann hefur breyst í tímans rás og hvernig vald þessa dómstóls hefur aukist upp á síðkastið. Þá hafa stjórnmálamenn lagt meiri og meiri áherslu á að koma sínu fólki fyrir í Hæstarétti og flestar ef ekki allar skipanir í réttinn síðustu ár hafa verið mjög umdeildar og eru orðnar eitt helsta þrætueplið í bandarískum stjórnmálum. Við ræðum við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, og Adam Liptak, sem er blaðamaður New York Times og á ekki von á því að dómsmálin dragi mikið úr fylgi Trumps fyrir forsetakosningarnar, en gætu vel gert það, sérstaklega ef hann verði sakfelldur í fleiri en einu máli.
Það herðist baráttan hjá forsetaframbjóðendum; aðeins nokkrir dagar þar til gengið verður til kosninga og ljóst hver gegnir embætti forseta næstu árin, þá ríður á að skera sig úr hópnum. Ekkert húsnæði er í sjónmáli undir Konukot þótt tvö ár séu að verða liðin síðan borgaryfirvöld sögðu það sprungið og henta illa undir starfsemina.
Það er komið að því sem öll hafa verið að bíða eftir... Óskar podcastana. Verðlaunaafhending Ekkert að frétta.
Í þættinum heyrum við af nýrri plötu og útgáfutónleikum flautuseptettsins Viibru, en stallsysturnar sjö sem sveitina skipa ferðuðust víða um heim með Björk Guðmundsdóttur á síðustu árum, blésu í fjölbreyttar flautur sínar og runnu í raun nánast saman við tónlistina. Við hittum í þættinum Berglindi Maríu Tómasdóttur, flautuleikara og Margréti Bjarnadóttur, danshöfund, og ræðum tónleika í Hörpu á sunnudag, nýju plötuna og samstarfið við Björk. Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, rýnir í þýðingu Gyrðis Elíassonar á bók breska rithöfundarins Gabriel Josipovici, Grafreiturinn í Barnes. Og við rifjum upp innslag frá árinu 2021 um umdeilda sölu á verki ítalska myndlistarmannsins Salvatore Garau, verkinu Il sono, sem mætti þýða sem, ég er, en salan komst í heimsfréttirnar vegna þess að verkið sjálft er eiginlega ekki neitt. Ekkert. Tómarými.
Doc, Sigurður og Baldvin Borgars frá Dalvík mættu í Hamraborgina.
Besta deildin hefst á morgun! Í þriðja sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið er Stjarnan. Hinn skemmtilegi Þorkell Máni Pétursson mætti í heimsókn á skrifstofu .net og ræddi um Stjörnuna en hann er mikill stuðningsmaður félagsins. Þá er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, á línunni í seinni hluta þáttarins.
Í dag er sunnudagur og það þýðir bara eitt - Undralandið opnast upp á gátt. Þáttur dagsins er algjör manía þar sem Aron er í aðalhlutverki en Arnar er talsvert stabílli. Ekkert svo vera að spyrja pabba ykkar út í Þórskaffi... Allavega ekki fyrir framan mömmur ykkar. Gleðilega nýja viku!
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um heitustu mál dagsins. Svandís Svavarsdóttir er í vanda og hlutabréfin eru græn. Það er ekki endilega orsakasamhengi þarna á milli en það er farið nánar yfir það í þættinum. Rætt er um stöðu matvælaráðherrans og ríkisstjórnarinnar, um þróun mála í kjaraviðræðum, dulda varasjóði ríkisins, stöðuna í orkumálum og afturhaldsáróður Landverndar, mögulegan smásölurisa sem kann að vera í smíðum og margt fleira. Svona byrjum við vikuna í hlaðvarpi þjóðarinnar.
Ég hef lengi haft töluverðar áhyggjur af menntakerfinu og gæði menntunar, allt frá grunnskóla- til háskólastigs. Áhyggjur mínar hafa síst minnkað með árunum og þá sérstaklega þegar kemur að gæðum grunnskólanáms, sem er undirstaða alls annars náms. Hér er ekki við kennara eða foreldra að sakast. Kerfið er brotið. Við Íslendingar rekum einn dýrasta grunnskóla heims. Sem hlutfall af landsframleiðslu verjum við um 2,3% til grunnskólans. Ekkert þróað land ver jafnmiklu og Ísland í rekstur grunnskóla. Árangurinn er hins vegar ekki í samræmi við kostnaðinn. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun: Að endurskipuleggja grunnskólann og treysta grunn menntunar. Þannig efnum við fyrirheitið um að tryggja börnunum okkar góða menntun og veganesti sem nýtist til allrar framtíðar.
Mig langar að láta þig vita að ég er að byrja með frábæra, ókeypis áskorun á Instagram í dag: Vertu hugrökk og láttu vaða 2024! Og mig langar að bjóða þér að taka þátt. Ég set inn nýja áskorun daglega í 10 daga til að þú getir farið hugrakkari inn í nýja árið. Við þurfum nefnilega að hrista upp í hlutunum og setja okkur í stellingar til að gera breytingar. Ekkert breytist ef við gerum það ekki sjálfar. Ég á mér þann draum að árið 2024 verði þitt besta ár hingað til og þetta er mitt framlag til að hjálpa þér að ljúka árinu 2023 með stæl og hefja árið 2024 sem sú kona sem þú þarft að verða til að gera þær breytingar sem þú vilt. Ekki láta þetta fram hjá þér fara. → Ég er að bjóða þessa 10 daga áskorun ókeypis, það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að fylgja mér á Instagram með því að smella hér
Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um skipan sendiherra, stöðuna á stjórnarheimilinu og í stjórnmálunum almennt, ríkisstjórn sem þorir ekki að takast á við alvöru mál og annað það helsta sem við þurfum að vita fyrir jólin.
Afsökum seinaganginn! EN HÉR ER HANN!! Gleðilega hátíð kæru Jardar! Hafið það gott með ykkar nánustu
18, desember 2023 Í nýútkominni skýrslu um Menntasjóð námsmanna kemur fram að lög sem sett voru um sjóðinn fyrir þremur árum hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á námslánkerfinu. Sumar þeirra hafi komið námsmönnum vel, en aðrar síður, og nauðsynlegt að breyta lögunum til að markmið þeirra um að jafna tækifæri fólks til náms náist. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Rakel Önnu Coulter, forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ekkert er vitað með vissu um hvort símanotkun, samskiptamiðlar, eða breytt barnæska frá því sem áður var eigi þátt í slakara gengi nemenda á PISA. Á þetta bendir Atli Harðarson prófessor á menntavísindasviði sem varar við því að haupið verði upp til handa og fóta til að gera breytingar á menntakerfinu vegna útkomu íslenskra nemenda í PISA. Ragnhildur THorlacius ræðir við Atla. Þúsundir íbúa Queensland í norðausturhluta Ástralíu hafa orðið að flýja að heiman vegna gríðarlegrar rigningar síðustu dægrin. Sums staðar hefur rignt meira á einum sólarhring en í meðalári. Þeir sem eru á ferð utan dyra þurfa að hafa varann á vegna krókódíla á sundi. Ásgeir Tómasson segir frá.
18, desember 2023 Í nýútkominni skýrslu um Menntasjóð námsmanna kemur fram að lög sem sett voru um sjóðinn fyrir þremur árum hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á námslánkerfinu. Sumar þeirra hafi komið námsmönnum vel, en aðrar síður, og nauðsynlegt að breyta lögunum til að markmið þeirra um að jafna tækifæri fólks til náms náist. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Rakel Önnu Coulter, forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ekkert er vitað með vissu um hvort símanotkun, samskiptamiðlar, eða breytt barnæska frá því sem áður var eigi þátt í slakara gengi nemenda á PISA. Á þetta bendir Atli Harðarson prófessor á menntavísindasviði sem varar við því að haupið verði upp til handa og fóta til að gera breytingar á menntakerfinu vegna útkomu íslenskra nemenda í PISA. Ragnhildur THorlacius ræðir við Atla. Þúsundir íbúa Queensland í norðausturhluta Ástralíu hafa orðið að flýja að heiman vegna gríðarlegrar rigningar síðustu dægrin. Sums staðar hefur rignt meira á einum sólarhring en í meðalári. Þeir sem eru á ferð utan dyra þurfa að hafa varann á vegna krókódíla á sundi. Ásgeir Tómasson segir frá.
Þetta var geggjað! Fyrsta Live showi hjá okkur sem var tekið upp á Arena Gaming! Geggjuð aðstaða. Frábær mæting, mikil stemming og góður andi. Ekkert nema þakklæti og gleði frá okkur til ykkar kæru Jardar. Bæði þið sem komust og sem komust ekki. Án ykkar værum við ekki að þessu. Podcaststöðin skaffaði dokkuna sem gerði okkur kleift að henda þessu í loftið, Kansas sá til þess að við vorum nærðir fyrir upptöku, Boli hélt okkur vel vökvuðum og Lengjan sá til þess að leikurinn var ennþá skemmtilegri!
Það hefur hvorki þurft dyraverði né lögreglu í Þjóðmálastofuna hingað til. Það þurfti heldur ekki í dag þegar þeir Brynjar Níelsson og Þórður Gunnarsson mættu og fóru yfir allt það helsta sem ber á góma í okkar ágæta samfélagi. Þar má nefna handtöku þingmanns og undarlega eftirmála þess, mikinn fjölda Íslendinga á loftslagsráðstefnu SÞ, hvort að loftslagsmál snúist í raun um það eða pólitíska hugmyndafræði, vangetu stjórnmálanna í útlendingamálum og margt fleira. Þátturinn endar síðan á nokkrum jólagjafahugmyndum.
Áreynslulaus og afslappaður bíltúr. Sveppa kalt. Jón Gnarr og Klaki. Ekkert kaffi og Graði maðurinn.
TÖF AFÞVÍ VIÐ VORUM AÐ REYNA AÐ FIXA HLJÓÐIÐ! TÓKST EKKI EN ERUM SKREFINU NÆR! LOFUM! Allt saman tekið upp í Nóa Síríus stúdíóinu hjá Podcaststöðinni! Boli - TUDDI! Léttöl! Styttist í jólin sem þýðir að Bolinn á jafn vel við þá líkt og allar hinar árstíðarnar. PÍTUPARTÝ HJÁ PÍTUNNI! p.s. Gjafaleikur framundan! Fylgjast með miðlum - takk! ARENA GAMING! Heimvöllur NFL þar sem öllum líður vel og eru heimakærir! Smala saman góðum hóp og gera sér glaðan dag! Lengjan Lengja - lukku sprengja! Ekkert eðlilega þægilegt að geta bombað á íslenska stuðla í NFLinu!
Fimm leikir fóru fram í 5.umferð Olísdeildar Karla og voru þeim gerð góð skil. Atli Báruson kíkti í heimsókn á strákana í Handkastinu.
Helgi hringdi í Stefán Árna Pálsson, en hann skrifaði skemmtilega grein um þyngdartap Hjálmars. Strákarnir töluðu við Gurrý þjálfara en hún hjálpaði Hjálmari að losna við 2.5 Kg á 8 vikum.Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is! IG: helgijean & hjalmarorn110 Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Doc var án landamæra ásamt Sigurði Bond og Kela.
Á 20. öld átti Ísland í hatrammri deilu um fiskveiðilögsögu við margar þjóðir. Hörðust var deilan við Bretland sem sendi sjálfan flotann í þrígang á Íslandsmið til að skakka leikinn. Bretar göntuðust með að ekki væri nóg að það væri "Cold War", heldur væri nú komið "Cod War", eða þorskastríð. Nafnið hefur fest sig í sessi þrátt fyrir að þetta hafi á engan hátt verið stríð, í fullri merkingu þess orðs. Þessi deila er merkileg að mörgu leyti. Nú gátu stórveldi ekki lengur vaðið yfir þau smáu í krafti herstyrks. Ísland og Bretland voru saman í hernaðarbandalagi og vera Íslands þar var afar mikilvæg hvað öryggi Bretlands varðaði. Breytingar og umbætur á hafréttarlögum spiluðu einnig stórt hlutverk og nýttu Íslendingar sér það óspart, með góðum árangri. Deilan varð þó svo hörð að ýmsir óttuðust að Ísland myndi jafnvel senda bandaríska herinn úr landi. Ekkert varnarmálaráðuneyti á Vesturlöndum vildi sjá það gerast. Deilan er því ansi áhugaverð hvað alþjóðasamskipti og sögu kalda stríðsins varðar. Allir fjórir þættir septembermánaðar verða um þorskastríðin. Við mælum með því að rifja upp kynni við þátt númer 79 sem heitir "Togaraskelfirinn" og fjallar um landhelgisgæslu Dana við Ísland í upphafi 20. aldar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Það er komið að vikulega bullinu! Ekkert nema þvæla í þessum þætti, njótið!
Hjálmar bauð í matarboð síðustu helgi og var mikið hlegið. Hann vildi búa til einstaka matarupplifun sem stóðst ekki alveg kröfur Helga. IG: helgijean & hjalmarorn110 Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Doc, A.I og Keli á föstudegi.