POPULARITY
Við rifjum upp hluta þáttar sem við gerðum í október 2023 sem fjallaði um stöðuna á leigumarkaði. Hvers vegna er svona erfitt að óska eftir meðleigjanda? var sennilega rannsóknarspurningin. Hvers vegna er það talið betra að eiga en að leigja á Íslandi og af hverju er það þannig? Við berum saman stöðu íslendinga og aðfluttra á leigumarkaðnum og ræðum við sérfræðinga. Og svo förum við inn í nútímann, er þetta jafn slæm staða, betri eða verri en fyrir tveimur árum? Við ræðum við Jónas Atla Gunnarsson hagfræðing hjá HMS. Kolbeinn Rastrick hefur þó leika á rýni í nýjustu mynd norska leikstjórans Joachim Trier, Sentimental Value.
Það er tímabært að sækja til hægri sagði nýkjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. En hvað þýðir það? Hvernig lítur það hægri út? Júlíus Viggó var á dögunum kjörinn formaður SUS og við ræddum hægrið, þjóðleg gildi, frjálslyndi og íhald. Og hvort það sé hægri sveifla hjá ungu fólki. Una Ragnarsdóttir er tiltölulega nýbúin að vera í menntaskóla hvar hún var látin lesa Laxness. Í kjölfar frétta um að bækur hans væru svo að segja að hverfa af námskrá framhaldsskóla hafði hún áhuga á því að ræða við nemendur skóla sem lesa og lesa ekki Halldór Laxness. Hvers vegna ættum við að lesa Sjálfstætt fólk? Vilja unglingar lesa Sjálfstætt fólk?
Mánudagur 6. október Listamannalaun, Evrópustríð, fall Play, leiklist og þjóðfélagsstaða og menntun Úthlutun ritlauna og fyrirkomulag við veitingu listamannalauna hefur ítrekað vakið deilur í seinni tíð. Hvers vegna? Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, reyna að svara þeirri spurningu í samtali við Björn Þorláks. Valur Ingimundarson prófessor ræðir vaxandi stríðsógn í Evrópu við Gunnar Smára, ólíka afstöðu Evrópuríkja og Bandaríkjanna, afleiðingar hernaðaruppbyggingar á álfuna og hættuna á stigmögnun stríðsátaka. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir fall Play og fjölmörg álitamál og verkefni sem fjöldi neytenda glímir við nú til að leita réttar síns. Er Icelandair að nýta sér neyð strandaðra ferðalanga? Björn Þorláksson ræðir við Breka. Hvaða áhrif hefur þjóðfélagsstaða nemenda á framgang þeirra? Eru samkeppnispróf góð hugmynd? Þorlákur Axel Jónsson hefur nýlokið doktorsvörn í menntavísindum og ræðir niðurstöður við Björn Þorláks. Katla Þórudóttir Njálsdóttir leikkona og Kolbrún Björt Sigfúsdóttir höfundur og leikstjóri segja Gunnar Smára frá sýningunni Þetta er gjöf, verk um græðgi, kapítalisma og annað sem er að eyða samfélaginu okkar, samskiptum okkar og okkur sjálfum.
Kept you waiting, huh?MGS 3 hefur verið endurgerður og heitir núna DELTA. Hvers vegna? Enginn veit.Arnór Steinn fær MGS sérfræðinginn Þorra Líndal til að ræða endurgerðina, hvernig hún jafnast á við upprunalega leikinn og hvort hægt sé að fá botn í hvað MGS snýst yfir höfuð um.Þorri mætti með ÚTPRENTAÐ FJÖLSKYLDUTRÉ. Hvað fannst þér um MGS Delta?Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Hvers vegna er það strax orðið umdeilt val að Bad Bunny skuli hafi verið bókaður til að spila í hálfleiknum á Superbowl? Við kynnum okkur þennan Puerto Ríkanska tónlistarmann sem sló fyrst í gegn árið 2016 og hefur síðan orðið einn sá frægasti í heimi, þó hann sé ekki endilega öllum íslendingum kunnugur, en hann rappar einvörðungu á spænsku. Magnús Jóhann og Sverrir Páll segja frá State of the Art hátíðinni sem hefst eftir viku. Þar eru ólíkum tónlistarstefnum og tónlistarfólki stefnt saman og list sýnd í óhefðbundnum rýmum. Útkoman er eitthvað alveg nýtt og spennandi. Atli Bollason flytur pistil undir yfirskriftinni 'Ekki slá í gegn'.
Á laugardag fór fram samstöðufundurinn Þjóð gegn þjóðarmorði um allt land. Meðal atriða á fjölsóttum fundi á Austurvelli var flutningur á nýju tónverki Sigurðar Sævarssonar við ljóð Dags Hjartarsonar, Hvers vegna þessi þögn? Við heyrum af tilurð verksins í síðari hluta þáttar. Við hugum einnig að kvikmynd um þjóðarmorðið sem hefur verið að fá mjög sterkar viðtökur eftir frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. The Voice of Hind Rajab segir frá örlögum Hind Rajab í bifreið sem Ísraelsher réðst á, en kvikmyndin er unnin upp úr símtali hennar við starfsmenn Rauða hálfmánans - símtali sem gekk fram af heimsbyggðinni. En við byrjum á því að hringja austur í Öræfi, til að taka ljósmyndarann Spessa tali um nýútkomna bók sem hann kallar TÓM.
Þórarinn ræðir við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um stjórnmál, rétttrúnað, kjarabaráttu, stöðu láglaunafólks og margt fleira.Umfjöllunin snýr meðal annars að undarlegum vendingum á vinstri væng stjórnmálanna, þar sem áherslan hefur oft færst yfir í táknræn mál á borð við „píkupólitík“ og kvennafrídaga. Sólveig leggur áherslu á að barátta láglaunafólks verði að byggjast á raunverulegum hagsmunum þeirra sjálfra, ekki forskrift millitekjuhópa sem nýti sér kjör hinna tekjulægstu undir merkjum „woke“ hugmyndafræði og persónufornafna.- Hvers vegna var Hallgrímur Helgason að „manspreada“ á Rauða borðinu?- Af hverju er svo oft talað niðrandi um stráka og „eitraða karlmennsku“?- Hvað þarf vinstrið að gera til að rétta úr kútnum?Svörin við þessum spurningum má finna hér.
Sjötti maðurinn mættur aftur eftir sumarfrí nánast fullmannaður. Öddi vant við látinn í þetta skiptið en góðurvinur þáttarins, Óðinn (Lóðinn) mætti í stað Ödda og stóð sína plikt vel. Tókum vel ígrundaða umræðu um EuroBasket hóp okkar Íslendinga, hópar andstæðinga okkar í riðlinum og skúbb varðandi Tómas Val.Góð vika slæm vika, uppáhalds sjötti og allskonar veisla. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Hvers vegna er Spotify enn á ný til umræðu? Hvað gerði þessi streymisrisi af sér að þessu sinni? Nýverið voru sagðar fréttir af því að tónlistarfólk hygðist fjarlægja efni sitt af Spotify í mótmælaskyni við fjárfestingar stofnandans Daniel Ek. Við veltum fyrir okkur kostunum og göllum Spotify í samtali við tónlistarfólk, útvarpsfólk og framkvæmdastjóra STEF. Rætt er við Sigurlaugu Thorarensen í BSÍ, Árna Húma Aðalsteinsson tónskáld, Þorstein Hreggviðsson útvarpsmann á Rás 2 og Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra STEF.
Margir upplifa að grunnbrennslan virðist hægari en áður. Þessi þáttur fjallar um grunnbrennsluna og svarar vonandi mörgum spurningum. Hvað er grunnbrennsla? Hvers vegna lækkar grunnbrennsluhraðinn þegar við förum í megrun? Hvernig hækkum við grunnbrennsluna aftur? Hvernig getum við misst fitu á heilbrigðan hátt með dúndur grunnbrennslu?
Þegar Kvikmyndaskóli Íslands var að verða gjaldþrota á vormánuðum vaknaði spurning hjá embættismanni í menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að gera við nemendurna? Væri endilega gott að þeir héldu áfram námi sínu undir merkjum Kvikmyndaskóla Íslands? Hvers konar prófgráðu væru þeir að útskrifast með? Hvers virði væri hún og hvað stæði á námskírteininu? Freyr Gígja Gunnarsson kannaði málið. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Þjóðhátíðardagurinn er handan við hornið, eða helgina og viti menn - þá er spáð rigningu um mest allt land enda ekki almennilegur 17. júní nema það rigni og helst duglega. Til að búa landsmenn undir hæhó og jibbý jei ákvað Samfélagið að ráðast í rannsókn á regnhlífanotkun á Íslandi fyrr og nú - og spyrja: Eru regnhlífar gagnlegar eða ef til vill algerlega gagnslausar á Íslandi? Hvers vegna ráðum við túristum eindregið frá því að pakka regnhlífum fyrir Íslandsferðina? Nýlegar breytingar á Google-leitarvélinni sem færa notendum svör samin af gervigreind hafa orðið til þess að netumferð á fréttamiðla hefur snarminnkað. En munu tæknirisar endanlega gera út af við fréttamiðla? Í dag veltum við þessari spurningu fyrir okkur með Eyrúnu Magnúsdóttur, gervigreindarfréttaritara Samfélagsins. Pistill frá Esther Jónsdóttur, pistlahöfundi Samfélagsins - hún hefur undanfarið verið með hugann við hafið og pistill dagsins endurspeglar það. Tónlist í þættinum: SPILVERK ÞJÓÐANNA, SPILVERK ÞJÓÐANNA - Skýin. MASSIVE ATTACK - Teardrop. RIHANNA - Umbrella. THE WEATHER GIRLS - It´s Raining Men. Franklin, Aretha - My guy. O-Shen - Siasi.
Gísli Freyr Valdórsson er stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmál. Þar fer fram hispurlaus umræða um stjórnmál, efnahagsmál og menningu. Þátturinn hóf göngu sína í mars 2021, eftir ár af Covid, en áður en Þjóðmál varð hlapvarpsþáttur þá var það tímarit. Hvers vegna að breyta tímariti í hlaðvarp? Og hvers vegna eru engir viðmælendur af vinstri vængnum?
Una Gíslrún Schram fór á verkið Skeljar í Ásmundasal, sem fjallar um ungt par sem er að velta því fyrir sér hvort það eigi að ganga í það heilaga. Hvers vegna að gifta sig og hvers vegna ekki? Una spyr vini sína, gifta og ógifta. Eitt af höfuðskáldum Ítala, Giacomo Leopardi, skrifaði ritgerð á þriðja áratug 19. aldar sem fjallar um Íslending sem hefur fengið sig fullsaddan af samfélagi manna. „Fyrir honum var þetta land óbyggilegasta helvíti á jörð,“ segir Ólafur Gíslason listfræðingur okkur en Ólafur þýddi umrædda grein árið 1971. Við rifjum upp esseyju Leopardis sem nefnist „Samtal Náttúrunnar og Íslendings“ eða „Dialogo della Natura e di un Islandese“. Skoðum sömuleiðis tómhyggju Leopardis í þætti dagsins en við fjölluðum um efnið fyrst hér í Lestinni fyrir 6 árum síðan.
Arne Slot er búinn að búa til hreint út sagt ótrúlega vel á mettíma hjá Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur gegn Manchester City í dag og það er erfitt að sjá annað en að þeir verði Englandsmeistarar. Allavega eins og staðan er núna. Davíð Eldur, stuðningsmaður Manchester City, kom í heimsókn í kvöld og fór yfir vandamálin hjá City en hans menn eru í dimmum dal þessa stundina. Hann fór yfir stórleikinn og aðra leiki helgarinnar með Guðmundi Aðalsteini og Magnúsi Hauki.
Miðvikudagur 6. nóvember Trump, efnahagur, stjórnarskrá, neytendur, rödd almennings, verkfallsvakt. Við Rauða borðið í kvöld verður tekið á grundvallarmálunum og nýjustu fréttum. Sigurjón Magnús Egilsson tekur á móti góðum gestum í beina útsendingu til að ræða meðal annars um úrslit kosninganna í Bandaríkjunum; Eva Bergþóra Þorbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gunnnar Hólmsteinn Ársælsson, kennari, Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur, Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði í Háskóla Íslands. Efnahagsstjórnin hér hefur gengið frekar illa, ríkissjóður er rekinn með halla ár eftir ár. Hvers vegna er það og hvað er unnt að gera til að snúa þessu við? Við fáum fjóra góða hagfræðinga til að greina stöðuna. Þeir eru: Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB, Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur hjá SA og Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ. Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrárfélaginu setja nýja stjórnarskrá á dagskrá og útskýra hvers vegna það er kosningamál sem liggur til grundvallar öllum helstu kröfum okkur og draumum um betra líf og réttlátara. Benjamín Julian fer yfir neytendafréttir og fólk á förnum vegi svarar spurningum um stjórnarskrá sem kosningamál og hvað þurfi til að gera til að bjarga ríkissjóði úr halla. Á Verkfallsvakt Rauða borðsins ræðir Haukur Hilmarsson, smíðakennari í Reykjanesbæ um kennara sem blóraböggla en hann skrifaði samninganefndunum skeyti í formi dagbókar kennara sem varpar ljósi á umfang starfsins sem er vanmetið.
Í dag er ár liðið frá hrottalegri árás Hamas á Ísrael - í heilt ár hafa Ísraelsmenn varpað sprengjum á Gaza og nú Líbanon. Sprengjum sem myrt hafa á fimmta tug þúsunda. Fyrir helgi ræddum við við Fidu Abu Libdeh, athafnakonu, sem er uppalin í Palestínu. Í hennar huga er síðastliðið ár brot af miklu lengri sögu átaka og kúgunar. Í dag ætlum við að velta fyrir okkur hvað heimurinn getur gert. Hvers er alþjóðasamfélagið megnugt og hvers vegna stoppa Sameinuðu þjóðirnar þetta ekki af? Við ræðum mátt og máttleysi Sameinuðu þjóðanna við Völu Karen Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Og síðan kíkjum við í heimsókn til ungs kaffinörds sem rekur svona hálfgert kaffinördakaffihús á Akureyri. Við pælum aðeins í kaffi: Kaffimenningu, kaffinördisma, kaffiáhrifavöldum. Og við hellum að sjálfsögðu upp á kaffi líka. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, kemur svo til okkar með upptöku úr safninu, mál sem klauf samfélagið á sínum tíma, í það minnsta reykfyllt bakherbergi þess.
Við höfum verið að fjalla undanfarna mánudaga um það hvað verður á fjölunum í leik- og sviðslistahúsunum í vetur. Í dag var komið að Tjarnarbíói, Snæbjörn Brynjarsson nýráðinn leikhússtjóri þar á bæ kom í þáttinn. Tjarnarbíó hefur verið aðalmiðstöð frjálsu leikhópana hér á höfuðborgarsvæðinu og verður það áfram í vetur með fjölbreytta dagskrá sem Snæbjörn sagði okkur frá henni í þættinum. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn fjallaði vinkillinn um matargerð sem tekur mið af hnattstöðu Íslands og ekki síður árstíðinni, því nú verður spjallað um kjötsúpu. Hvers vegna er kjötsúpan mismunandi á milli heimila og landa? Má allt í kjötsúpugerð, eða verður að fara eftir uppskrift? Eru einhver leyndarmál sem gera súpuna betri á sumum heimilum en öðrum? Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skáld og bóksali. Hún rekur bókabúðina Kanínuholan, sem hefur verið kölluð minnsta bókabúð landsins, en búðin er í bílskúrnum hjá henni. Hún sagði okkur auðvitað frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Móheiður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Mafalda e. Quino, teiknimyndasögur Undir grjótvegg e. Svövu Jakobsdóttur Ariel e. Sylviu Plath (sem Móheiður hefur verið að þýða) Óseldar bækur bóksala e. Shaun Bythell. Things You May Find Hidden in My Ear e. Mosab Abu Toha Og svo talaði hún um bækurnar Mémoire d'une Jeune Fille Rangée / Mémoirs of a Dutiful Daughter og La Femme Rompue / A Woman Destroyed e. Simone de Beauvoir Tónlist í þættinum: Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson) Allar mínar götur / Ragnar Bjarnason (Haraldur Reynisson) Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason, ljóð Steinn Steinarr) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í dag fjöllum við um mikið hitamál í Þingeyjarsveit; um sögu sundlaugar í Reykjahlíð, þéttbýliskjarna við Mývatn, sem var fjarlægð með stórtækum vinnuvélum af óljósum ástæðum, í óþökk íbúa svæðisins. Þótt laugarkarið hafi verið grafið upp fyrir meira en átta árum er grunnur laugarinnar enn eins og opið sár fyrir utan íþróttamiðstöð Reykjahlíðar, íbúum til ama. Í dag heimsækjum við Reykjahlíð, ræðum við starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar á svæðinu, íbúa og sveitarstjórnarfólk til að svara spurningunum: Hvað varð um sundlaugina í Reykjahlíð? Hvers vegna var hún fjarlægð og geta íbúar jarðhitasveitarinnar Mývatnssveitar gert sér vonir um að komast aftur í sund í heimabyggð í náinni framtíð? Og í lok þáttar kíkjum við í heimsókn í bíl Frú Ragnheiðar hér á Akureyri og ræðum við hjúkrunarfræðingana Berglindi Júlíusdóttur og Eddu Ásgrímsdóttur. Þær ætla að fræða okkur um stöðu skjólstæðinga Frú Ragnheiðar á Akureyri og þjónustu við fíknisjúka á Norðurlandi.
Allt um lotuþjálfun (HIIT) í þessu sólóvarpi. Vonandi öllum spurningum um þetta æfingaáreiti svarað. Hvað er það? Hvers vegna er HIIT gott fyrir okkur Hvenær er best að gera lotuþjálfun? Hversu margar lotur í einu? Hversu langar lotur? Hversu oft í viku. Heilsuvarpið er styrkt af NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
Glamúrinn á hinu víðfræga Met Gala-kvöldi í New York í síðustu viku hefur farið öfugt ofan í netverja síðan í síðustu viku. Myndir af stórstjörnum í skrautlegum og íburðarmiklum tískufatnaði fara um miðlana eins og eldur í sinu, og er gjarnan stillt upp andspænis myndum af hryllingi stríðsátaka og hungursneyðar. Nú er kallað eftir því að við blokkerum stjörnur og áhrifavalda á öllum helstu samfélagsmiðlum. Hvers vegna? Baldur og Erla Hlín kynntust í djasshljómfræðitíma í MÍT, og stofnuðu í kjölfarið hljómsveitina Amor Vincit Omnia, sem kemur til með að senda frá sér sitt fyrsta lag á föstudaginn. Við tökum púlsinn á Baldri og Erlu, og frumflytjum lagið. Gervigreindin færist inn á sífellt fleiri svið lífs okkar, það getur bæði vakið spennu og forvitini. Í sumum tilfellum vekur það upp siðferðislegar spurningar eða jafnvel ótta. Í dag er hægt að leita sér hjálpar við andlegum kvillum sínum, sækja meðferð hjá gervigreindarspjallmennum sem hafa þá sérhæfingu að leiða fólk í gegnum allskonar sjálfsvinnu eða þerapíu. Og ein slík þjónusta er á vegum íslendings, Gunnars Jörgens Viggósonar og heitir Heartfelt services.
Hvers vegna er þetta orð 'innviðir' út um allt núna? Hvers vegna eru vinstrimenn farnir að tala eins og hægrimenn í útlendingamálum? Við rýnum í orð Kristrúnar Frostadóttur með Eiríki Bergmann. Anahita Babaei komst í fréttir á síðasta ári þegar hún dvaldi í þrjátíu klukkustundir í mastri hvalveiðiskips í mótmælaskini. Hún tilheyrir samtökunum Hvalavinir en þau, auk Ungra Umhverfissinna, standa fyrir viðburðinum Hvalasöngur í Tjarnarbíói á laugardaginn kemur. Erna Kanema Mashinkila hefur upp á síðkastið flutt pistla og viðtöl sem tengjast birtingarmyndum litaðra íslendinga á leiksviðum og víðar. Að þessu sinni, í þriðja þætti af Sjáumst og heyrumst, ræðir hún við dansarann Luis Lucas. Olga Guðrún Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson - Það er munur að vera hvalur Mac DeMarco - Change The World (Eric Clapton Cover) Alex G - Whale Cocteau Twins - Whales Tails Jessica Pratt - Life Is
Stefán Pálsson sagði okkur frá fótbolta í Asíu. 4,7 milljarðar manna búa þarna en fótboltinn er ennþá lélegur. Hvers vegna?
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins að þessu sinni og við komum víða við í spjallinu með henni. Hún rifjaði upp æsku sína og hvernig hún ætlaði sér að verða dýralæknir lengi vel, hvað henni leið vel í sveitinni en líka hversu gaman það var að alast upp í Breiðholtinu. En hvernig stóð á því að hún fór í stjórnmálin? Hvers vegna fór hún í lögfræði en ekki leiklist? Við heyrðum allt um það í skemmtilegu spjalli við Þorgerði Katrínu. Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við um sósugerð fyrir jólin. Rjúpusósa, sósa með kalkúninum og hamborgarhryggnum. Ekki vorum við öll sammála um hvað má og hvað ekki í þeim efnum en við vorum þó sammála um að góð sósa getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Tónlist í þættinum í dag: Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (lag Callander & Stevens, texti Iðunn Steinsdóttir) Sister Golden Hair / America (Gerry Beckley) Fairytale of New York / The Pogues & Kirsty MacColl (Jem Finer & Shane MacGowan) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins að þessu sinni og við komum víða við í spjallinu með henni. Hún rifjaði upp æsku sína og hvernig hún ætlaði sér að verða dýralæknir lengi vel, hvað henni leið vel í sveitinni en líka hversu gaman það var að alast upp í Breiðholtinu. En hvernig stóð á því að hún fór í stjórnmálin? Hvers vegna fór hún í lögfræði en ekki leiklist? Við heyrðum allt um það í skemmtilegu spjalli við Þorgerði Katrínu. Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við um sósugerð fyrir jólin. Rjúpusósa, sósa með kalkúninum og hamborgarhryggnum. Ekki vorum við öll sammála um hvað má og hvað ekki í þeim efnum en við vorum þó sammála um að góð sósa getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Tónlist í þættinum í dag: Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (lag Callander & Stevens, texti Iðunn Steinsdóttir) Sister Golden Hair / America (Gerry Beckley) Fairytale of New York / The Pogues & Kirsty MacColl (Jem Finer & Shane MacGowan) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Um þessar mundir standa yfir blóðug átök á Gaza-svæðinu. Allt frá stofnun Ísraels-ríkis árið 1948 hefur verið mikil ólga í kringum það. Við vildum skyggnast aðeins inn í þessa sögu. Hvers vegna er barist og hví var Ísraels-ríki stofnað nákvæmlega á þessum stað, við mikil mótmæli þeirra sem þar bjuggu fyrir? Til að fá heildarmynd verðum við að byrja ferð okkar mun fyrr. Þessi þáttur skoðar sköpun þeirrar hugmyndafræði sem kallast Síonismi og snerist um það markmið að koma á fót og viðhalda gyðingalandi í hinu sögulega svæði Ísrael, sem þá var hluti af Ottómanaveldi. Hugtakið "síonismi" er dregið af "Síon", sem er tilvísun í biblíulegt hugtak um Jerúsalem og Ísraelsland. Síonismi var svar við langri sögu gyðingaofsókna og gyðingahaturs í Evrópu sem hafði jafnvel versnað til muna er þjóðerniskennd og þjóðríki komu til sögunnar. Síonismi reyndi að koma til móts við þörf gyðinga fyrir öruggt og viðurkennt heimaland. Hreyfingin komst á skrið snemma á 20. öld, sérstaklega eftir Balfour-yfirlýsinguna frá 1917, þar sem bresk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við stofnun „þjóðarheimilis gyðinga“ í Palestínu. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️ Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Við ætlum að fjalla um átökin milli Hamas og Ísraelsríkis. Hvers vegna er ekki einhugur meðal ríkja heims um að styðja vopnahlé, hvers vegna eru viðbrögð vesturveldanna við þessu stríði gerólík viðbrögðum þeirra við stríðinu í Úkraínu? Eru hörmungarnar sem almenningur á Gaza býr við án fordæma, er hægt að tala um þjóðarmorð? Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir þetta við okkur. Við leitum að ljósi í myrkrinu og kíkjum í heimsókn í leikskólann Öskju, heyrum hljóðið í þriggja og fjögurra ára drengjum í jólaskapi og fræðumst aðeins um Hjallastefnuna í leiðinni, ræðum við Ásthildi Hönnu Ólafsdóttur, leikskólakennara á gula kjarna. Við förum einnig í heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Margrét Gunnarsdóttir, skjalavörður, sýnir okkur merkileg skjöl úr dönsku sendingunni svokölluðu, rentukammersskjöl frá tímum móðuharðindanna.
Við ætlum að fjalla um átökin milli Hamas og Ísraelsríkis. Hvers vegna er ekki einhugur meðal ríkja heims um að styðja vopnahlé, hvers vegna eru viðbrögð vesturveldanna við þessu stríði gerólík viðbrögðum þeirra við stríðinu í Úkraínu? Eru hörmungarnar sem almenningur á Gaza býr við án fordæma, er hægt að tala um þjóðarmorð? Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir þetta við okkur. Við leitum að ljósi í myrkrinu og kíkjum í heimsókn í leikskólann Öskju, heyrum hljóðið í þriggja og fjögurra ára drengjum í jólaskapi og fræðumst aðeins um Hjallastefnuna í leiðinni, ræðum við Ásthildi Hönnu Ólafsdóttur, leikskólakennara á gula kjarna. Við förum einnig í heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Margrét Gunnarsdóttir, skjalavörður, sýnir okkur merkileg skjöl úr dönsku sendingunni svokölluðu, rentukammersskjöl frá tímum móðuharðindanna.
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 ráðgjöf og bókhald Úr þýskum aga í sænskan toppfótbolta(?). Eggert mætti, Davíð fær lyklana að flokknum og í Vesturbænum er alls konar vitleysisgangur í boði. Það var sárt að sakna en þjóðin flykktist á bakvið eftirmanninn þegar Spánverjar voru bakaðir. Svo fór Diddi Fiðla til London. Svona var Ísland '90-92.
Í þættinum í dag ætlum við að skoða leigumarkaðinn út frá sambandsstöðu, skömm, heterónormatívu, tengslarofi og forréttindum. Við ræðum við leigjendur, húseigendur, fólk sem er fætt á Íslandi og aðflutt. Hvers vegna er staða leigjenda svona slæm á Íslandi?
Í þættinum í dag ætlum við að skoða leigumarkaðinn út frá sambandsstöðu, skömm, heterónormatívu, tengslarofi og forréttindum. Við ræðum við leigjendur, húseigendur, fólk sem er fætt á Íslandi og aðflutt. Hvers vegna er staða leigjenda svona slæm á Íslandi?
Við tókum fyrir svokallað Wound Mapping í þessum þætti. Virkilega áhugaverðar pælingar um hvaða sár stjórna hegðuninni okkar í daglegu lífi. Þú vilt kafa veeeeel í þennan.
Hvers vegna er ríkisbáknið orðið ófreskja? Þannig spurði Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í erindi sem hann flutti árið 1976. Yfirskriftin var „Embættisvaldið gegn borgurunum”. Orðrétt sagði Eykon: „Á því leikur naumast vafi, að útþensla ríkisbáknsins meðal vestrænna lýðræðisþjóða er orðið alvarlegt vandamál, enda má segja að kerfið stjórni sér orðið sjálft — það stjórni mannfólkinu en enginn mannlegur máttur ráði við það, eða eins og einhver sagði: „Kerfið er ófreskja — og ef einhverjir reyna að taka henni taki þá bara hristir hún sig og menn hrökkva af henni."“
Við kynnum okkur kolefnismarkaði sem eru alls konar, og í sókn bæði hér á landi og erlendis. Hrafnhildur Bragadóttir aðjúnkt við Lagadeild HÍ, er vel heima í því máli og skipuleggur málþing sem fer fram á Þjóðminjasafninu á morgun. Hvers vegna vill UNESCO, ásamt ýmsum öðrum, svo gott sem banna snjalltæki í skólum? Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fer yfir hvaða áhrif snjalltæki hafa á börnin okkar, hvað gerist raunverulega í heilanum á þeim við notkun slíkra tækja og hvernig best er fyrir kennslusamfélagið og foreldra að bregðast við í ljósri nýjustu rannsókna. Fanney Birna Jónsdóttir ræðir við hann. Í lok þáttar heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, þetta er endurtekinn pistill frá síðastliðnu hausti en Páll mætir hér með glænýja pistla frá og með næsta þriðjudegi.
Við kynnum okkur kolefnismarkaði sem eru alls konar, og í sókn bæði hér á landi og erlendis. Hrafnhildur Bragadóttir aðjúnkt við Lagadeild HÍ, er vel heima í því máli og skipuleggur málþing sem fer fram á Þjóðminjasafninu á morgun. Hvers vegna vill UNESCO, ásamt ýmsum öðrum, svo gott sem banna snjalltæki í skólum? Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fer yfir hvaða áhrif snjalltæki hafa á börnin okkar, hvað gerist raunverulega í heilanum á þeim við notkun slíkra tækja og hvernig best er fyrir kennslusamfélagið og foreldra að bregðast við í ljósri nýjustu rannsókna. Fanney Birna Jónsdóttir ræðir við hann. Í lok þáttar heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, þetta er endurtekinn pistill frá síðastliðnu hausti en Páll mætir hér með glænýja pistla frá og með næsta þriðjudegi.
Leikin eru lög og textar sem Jóhann G. Jóhannsson samdi og hinar og þessar hljómsveitir og söngvarar tóku til flutnings á hljómplötum sínum. Í þessum þætti leikur Upplyfting lögin Traustur vinur, Sumar og sól og Nýir dagar. Hljómsveitin Haukar flytur lögin Tjaldferðin og Í leti. Brunaliðið flytur lögin Stend með þér og ég get það og Pálmi Gunnarsson flytur lögin Hvers vegna varst' ekki kyrr? og Öllu öðru en þér. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög og textar sem Jóhann G. Jóhannsson samdi og hinar og þessar hljómsveitir og söngvarar tóku til flutnings á hljómplötum sínum. Í þessum þætti leikur Upplyfting lögin Traustur vinur, Sumar og sól og Nýir dagar. Hljómsveitin Haukar flytur lögin Tjaldferðin og Í leti. Brunaliðið flytur lögin Stend með þér og ég get það og Pálmi Gunnarsson flytur lögin Hvers vegna varst' ekki kyrr? og Öllu öðru en þér. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Hver eru topp 5 bestu gæludýrinn?Af hverju var Helgi gagnrýndur fyrir að vera í sokkaskóm?Hvers vegna er best að halda barnaafmæli klukkan 10 á morgnana?IG: helgijean & hjalmarorn110 Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Gestur vikunnar er Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdarstýra Jafnlaunastofu. Helga Björg er með BA-próf í félagsfræði og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jafnlaunastofa er sameignarfélag í eigu Sambands íslenskra sveitafélaga og Reykjavíkurborgar og hefur það hlutverk að stuðla að launajafnrétti starfsfólks sveitarfélaga og veita stjórnendum stuðning við að framfylgja slíku jafnrétti. Aðferðafræði sveitafélaganna er að leggja áherslu á virðismat starfa en sú leið virðist skila árangri, en árið 2019 var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14% hjá Ríkinu og 7,4% hjá sveitarfélögunum. Í hlaðvarpinu ræða þær Helga og Sigrún af hverju það hefur reynst svona erfitt að ná launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við kynjuðum launamun með sérstaka áherslu á hvers vegna virðismat starfa sé líklegra til að skila árangri en ýmsar aðrar leiðir.
Gestur vikunnar er Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdarstýra Jafnlaunastofu. Helga Björg er með BA-próf í félagsfræði og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jafnlaunastofa er sameignarfélag í eigu Sambands íslenskra sveitafélaga og Reykjavíkurborgar og hefur það hlutverk að stuðla að launajafnrétti starfsfólks sveitarfélaga og veita stjórnendum stuðning við að framfylgja slíku jafnrétti. Aðferðafræði sveitafélaganna er að leggja áherslu á virðismat starfa en sú leið virðist skila árangri, en árið 2019 var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14% hjá Ríkinu og 7,4% hjá sveitarfélögunum. Í hlaðvarpinu ræða þær Helga og Sigrún af hverju það hefur reynst svona erfitt að ná launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við kynjuðum launamun með sérstaka áherslu á hvers vegna virðismat starfa sé líklegra til að skila árangri en ýmsar aðrar leiðir.
Þær sorglegu fréttir bárust til tölvuleikjaáhugafólks um daginn að E3 væri slaufað enn eitt árið - líklegast að eilífu. Arnór Steinn og Gunnar fara í saumana á þessari ágætu hátíð. Á tímabili voru þetta "jólin" fyrir tölvuleikjasamfélagið en síðustu ár hefur mikilvægi hennar dalað. Hvers vegna ætli það sé? Heldur þú að E3 muni snúa aftur? Ef ekki, muntu sakna þess? Tjékkaðu á fréttaskýringunni sem Arnór Steinn skrifaði um E3! https://heimildin.is/grein/17312/ Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano. --- Tjékkaðu á Tölvuleikjaspjallinu! Facebook: https://www.facebook.com/tolvuleikjaspjallid/ Instagram: https://www.instagram.com/tolvuleikjaspjallid/
Atvinnuleyfi starfsfólks frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins verða ekki lengur bundin atvinnurekanda heldur starfsfólkinu sjálfu, samkvæmt fyrirhuguðum breytingum á lögum um dvalar- og atvinnuréttindi útlendinga. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman og talaði við Katrínu Jakobsdóttur, Málflutningur í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fór fram í allan dag. Verjendur segja sakborningana aðeins lítil peð í stórri keðju en saksóknari krefst hámarksrefsingar. Gunnhildur Birgisdóttir talaði við Önnu Barböru Andradóttur. Kröfu sakborninga um að hoppukastalamálinu yrði vísað frá dómi var hafnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Innviðaráðherra fór á fund bæjarstjóra í Vogum í morgun vegna Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjórinn segist vona að stjórnvöld taki mark á áliti sérfræðinga og að áformum um línuna verði breytt. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Gunnar Axel Axelsson. ---------------------- Félagsmenn Eflingar og aðildarfyrirtæki SA samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara . Nýr kjarasamningur gildir út janúar 2024 og forystufólk býr sig undir næstu viðræður, næsta vetur. Hvers má vænta í þeirri lotu ef við lítum yfir farinn veg í þessari deilu? Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sumarliða Ísleifsson, dósent í sagnfræði sem segir samtal um þjóðarsátt fara of seint af stað. Mörg ár hafi tekið á koma á þjóðarsátt síðast. Óumflýjanlegt er að virkja meira til að orkuskipti og loftslagsmarkmið verði ekki orðin tóm að mati Landsvirkjunar. Forstjóri hennar segist vongóður um að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarfélögum, sem kalla eftir að meira sitji eftir vegna nábýlisins við virkjanir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Hörð Arnarsson.
Atvinnuleyfi starfsfólks frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins verða ekki lengur bundin atvinnurekanda heldur starfsfólkinu sjálfu, samkvæmt fyrirhuguðum breytingum á lögum um dvalar- og atvinnuréttindi útlendinga. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman og talaði við Katrínu Jakobsdóttur, Málflutningur í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fór fram í allan dag. Verjendur segja sakborningana aðeins lítil peð í stórri keðju en saksóknari krefst hámarksrefsingar. Gunnhildur Birgisdóttir talaði við Önnu Barböru Andradóttur. Kröfu sakborninga um að hoppukastalamálinu yrði vísað frá dómi var hafnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Innviðaráðherra fór á fund bæjarstjóra í Vogum í morgun vegna Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjórinn segist vona að stjórnvöld taki mark á áliti sérfræðinga og að áformum um línuna verði breytt. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Gunnar Axel Axelsson. ---------------------- Félagsmenn Eflingar og aðildarfyrirtæki SA samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara . Nýr kjarasamningur gildir út janúar 2024 og forystufólk býr sig undir næstu viðræður, næsta vetur. Hvers má vænta í þeirri lotu ef við lítum yfir farinn veg í þessari deilu? Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sumarliða Ísleifsson, dósent í sagnfræði sem segir samtal um þjóðarsátt fara of seint af stað. Mörg ár hafi tekið á koma á þjóðarsátt síðast. Óumflýjanlegt er að virkja meira til að orkuskipti og loftslagsmarkmið verði ekki orðin tóm að mati Landsvirkjunar. Forstjóri hennar segist vongóður um að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarfélögum, sem kalla eftir að meira sitji eftir vegna nábýlisins við virkjanir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Hörð Arnarsson.
Recognising Sexual Violence: Developing Pathways to Survivor-Centred Justice hét ráðstefna sem haldin var í lok október sl. af RIKK (rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands) í samstarfi við háskólana í Lundi og Osló. Rannsóknir á reynslu og hugmyndum þolenda kynferðisbrota sýna að réttlæti er mun flóknara en svo að eingöngu sé hægt að styðjast við réttarkerfið; hegningarlög og refsirétt. Auk þess má réttilega segja að réttarkerfið nái afar illa utan um kynferðisbrot eins og reynsla þolenda hefur sýnt fram á. Markmið ráðstefnunnar var að draga fram hvernig þolendamiðað réttlæti getur litið út, sem krefst þess að við endurhugsum ólík réttlætiskerfi og þróum pólitískar, félagslegar og lagalegar leiðir að réttlæti. Til þess að ræða þetta nánar spjallaði ég við Elínu Björk Jóhannsdóttur verkefnisstjóra hjá RIKK, skipuleggjanda ráðstefnunnar og Steinunni Gyðu og Guðjónsdóttur talskonu Stígamóta sem sat ráðstefnuna og hefur starfað með þolendum í rúman áratug. Á meðal spurninga sem við leitum svara við eru: Hvers vegna gengur ekki að vera með viðbragðsáætlun í skólum sem grípa má til þegar upp koma kynferðisbrot? Hvað er félagslegt réttlæti, uppbyggileg réttvísi og umbreytandi réttlæti? Hvernig geta skólar og vinnustaðir brugðist við þegar upp koma kynferðisbrot? Hvers vegna ættu gerendur að taka þátt í ábyrgðarferli og gangast við brotum sínum? Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, ÖRLÖ, BM Vallá ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja) bjóða upp á þennan þátt.
Fjölnir og Villi ætla sér að taka neðanjarðarlest þegar skilti frá Icelandair lætur þá stoppa og hugsa. Hvers vegna er þetta skilti þarna? Hverjum datt í hug að þetta væri sniðug hugmynd? Hvað hafa íslenskar konur að segja um þetta skilti?
Júlíana Sara er ein skemmtilegasta manneskja sem við höfum hitt. Hún er mesta hæfileikabúnt: Leikkona, handritshöfundur og leikstýra með meiru. Margir þekkja hana úr þáttaseríunum Venjulegt Fólk og Þær Tvær. Viðtalið er virkilega innihaldsríkt, létt og djúpt í senn. Njótið kæru hlustendur!
2. umferðin í Subway deild karla að baka og að sjálfsögðu kom Endalínan saman og fór yfir málin í Rebbagreninu. Er skor-dýra faraldur í Kópavogi? Hversu lengi getur partýið gengið í Síkinu? Eru Hattarmenn að spila á móti heiminum? Er hinn þriðji svarið? Hvað er að gerast í paradís? Hvers vegna er þetta ströggl í Höfninni? Þetta og svo miklu, miklu meira í Endalínunni þessa vikuna í boði þess Græna, Cintamani og Viking Lite léttöls. Podcaststöðin, besta stöðin!
Hvað er umhverfið tilbúið að leggja á sig fyrir þig?Af hverju datt Helgi ofan í læk þegar hann var á sínu daglega skokki?Hvers vegna vill Hjálmar taka með sér þykka vetrarúlpu næst þegar hann fer til Tenerife?Þessum spurningum og fleirum verður svarað í áskriftarþætti dagsins. Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!IG: helgijean & hjalmarorn110 Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Árið 1945 kom út ævisaga Jóhannesar Birkiland. Hún bar titil sem vart á sinn líka í Íslandssögunni. Bókin heitir "Harmsaga æfi minnar - Hvers vegna ég varð auðnuleysingi". Líklega hefur aldrei komið út bók á verri tíma. Hún átti ekkert erindi við almenning á þessum tíma. Fólk var uppnumið og spennt í hinu nýja lýðveldi, fullt af eldmóði tilbúið að takast á margvísleg og erfið verkefni hinnar ný-sjálfstæðu þjóðar. Bölmóður Birkilands var ekki það sem þurfti þá. Hann var hafður að háði og spotti en vegna atorku hans sjálfs, seldist bókin reyndar ágætlega. Hún hefur smátt og smátt mjakað sér fram í sólarljósið á ný enda er hún afar skemmtileg og stíllinn einstakur, rétt eins og Birkiland sjálfur. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér. Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
OLÍS - BOÐLEIÐ - VERKFÆRASALAN - VIAPLAY Kristján Einar og Bragi nýta sér tækifærið þar sem engin Formúla var um helgina og fara yfir bestu ökumenn allra tíma þeirra liða sem keppa í dag. Þetta var ansi erfið fæðing eftir að hafa komist af bestu leiðinni til að gera þetta komu margar skemmtilegar pælingar.