Podcasts about neskaupsta

  • 19PODCASTS
  • 69EPISODES
  • 1h 21mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Jan 25, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about neskaupsta

Latest podcast episodes about neskaupsta

Vikulokin
Sigmar Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir og Víðir Reynisson

Vikulokin

Play Episode Listen Later Jan 25, 2025 57:41


Gestir Vikulokanna eru: Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og Víðir Reynisson þingmaður Samfylkingarinnar. Þau ræddu meðal annars um rýmingar í Neskaupstað og á Seyðisfirði, samgöngumál, Donald Trump bandaríkjaforseta, vopnahlé á Gaza, kjaradeilu kennara og komandi formannskjör í Sjálfstæðisflokknum. Umsjón: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Spegillinn
Hjón í hesthúsi vegna snjóflóðahættu á Seyðsifrði og Donald Trump tekur við embætti

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 20, 2025 20:00


Grípa þurfti til umfangsmikilla rýminga á Austfjörðum vegna snjóflóðahættu í því óveðri og ofankomu sem gengið hefur yfir landshlutann síðasta sólarhringinn eða svo. Rafmagnsbilanir kom upp þegar loftlínur slitnuðu eftir að ís hlóðst utan á þær og rafmagnsstaurar brotnuðu. Hjón i Neskaupstað kusu frekar að sinna hrossum en gista hjá dóttur sinni. Donald Trump segir gullöld Bandaríkjanna hafna, nú þegar hann er tekinn við embætti forseta. Hann kom víða við í innsetningarávarpi sínu, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í orkumálum og á suðurlandamærum Bandaríkjanna.

donald trump hj hann bandar vegna sifr og donald trump neskaupsta austfj
Rauða borðið
Rauða borðið 16. des - Snjóflóð, Seyðisfjörður, ljóðadjamm, Gaza og niðurbrot verkalýðsfélaga

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Dec 16, 2024 237:10


Mánudagur 16. desember Snjóflóð, Seyðisfjörður, ljóðadjamm, Gaza og niðurbrot verkalýðsfélaga Við hefjum leik á viðtali við Katrínu Oddsdóttur mannréttindalögmann sem berst gegn laxeldi á Seyðisfirði – að því er virðist í andstöðu við íslenskar ríkisstofnanir. Hjónin Ólöf Þorvaldsdóttir og Logi Kristjánsson hafa skrifað bókina Fjall í fangið, sem fjallar um snjóflóðin í Neskaupstað en líka um samfélagið sem flóðin féllu á, sérstakt samfélag sem var mótað af völdum og áhrifum sósíalista. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags atvinnuflugmanna, ræðir tilraunir flugfélaga til niðurbrots á verkalýðsfélögum og félagsleg undirboð og áhrif þess á kjör flugstétta og samfélagið allt. Við ræðum ástandið á Gaza viðMagneu Marínósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing og Guðrúnu Margrétu Guðmundsdóttur, mannfræðing. Þær eru báðar sérfræðingar í málefnum Miðausturlanda. Að lokum koma ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson, Halla Þórðardóttir og Þórunn Valdimarsdóttir og ræða um ljóðlistina, ljóðadjammið og leyfa okkur heyra lljóð úr nýútkomnum bókum sínum.

Nordic Crimes
Harbor of secrets

Nordic Crimes

Play Episode Listen Later May 14, 2024 43:28


In 2004, the small town of Neskaupstaður becomes the scene of a complex crime with the death of a Lithuanian national linked to a perilous drug operation. Unveiling the dark underbelly of Iceland's drug trade, the case exposes international criminal networks and their impact on a small community, challenging local law enforcement with its scope and severity.Binge the entire season immediately and without ads by becoming a Plus subscriber, and enjoy the added perk of exclusive access to a hidden bonus episode each season.This episode was written and reported by Ragnar Tómas. Producer and sound designer was Eiríkur Sigurðsson. Executive producer is Nils Bergman.Music from Epidemic Sound and Extreme MusicNordic Crimes is a Tall Tale production.Contact: nils@talltale.se Become a member at https://plus.acast.com/s/nordic-crimes. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Spegillinn
Skuldir aukast í bygginggeiranum og Bretar draga úr loftslagsaðgerðum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 20, 2023 9:49


Hægari sala fasteigna hefur valdið því að skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist um 68 milljarða króna síðustu tólf mánuði. Það er ekki áhyggjuefni enn sem komið er, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafi gert ráðið gagnslaust með beitingu neitunarvaldsins. Barnahús metur öll tilvik sem barnaverndarnefndir senda til hennar vegna mögulegra kynferðisbrota barna, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Sum mál eigi ekki heima í Barnahúsi. Matvælastofnun boðar afléttingu á tímabundnu banni við hvalveiðum Hvals 8, að uppfylltum skilyrðum. Það er allt uppávið í uppsjávarfiski og gósentíð segir Hjörvar Ólafsson, skipstjóri á Berki, sem landaði 1.700 tonnum af síld í Neskaupstað í fyrrinótt eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð. NIðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi verður boðið út á næstu vikum. Margt þarf að gera til að tryggja að myglugró berist ekki víða, það þarf að huga að vindátt og mögulega væta húsið segir Kjartan Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. -------------- Forsætisráðherra Bretlands segist ætla að milda aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og fylgja raunsærri nálgun en hingað til. Ákvörðun hans mælist misjafnlega fyrir. Þar á meðal er forseti neðri málstofu þingsins sagður ævareiður. Krakkar og klám, unglingar og kynlíf, þetta eru óþægileg umræðuefni og vandræðaleg. Við viljum eðlilega leyfa börnum að vera börn sem lengst og hlífa þeim. En við viljum kannski líka hlífa okkur við tilhugsuninni og samtalinu. Kristín Blöndal Ragnarsdóttir veitir forstöðu verkefni Hafnarfjarðarbæjar um kynja- og kynfræðslu og kennir í Lækjaskóla. Spegillinn hitti Kristínu og spurði hana hvað krakkar, bæði börn og unglingar sæju á netinu. Mikill styr hefur staðið um sameiningaráform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskólana á Akureyri. Karli Frímannssyni, skólameistara MA líst fremur illa á sameining en Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari í VMA telur að einn og öflgur skóli væri til bóta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Spegillinn
Skuldir aukast í bygginggeiranum og Bretar draga úr loftslagsaðgerðum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 20, 2023


Hægari sala fasteigna hefur valdið því að skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist um 68 milljarða króna síðustu tólf mánuði. Það er ekki áhyggjuefni enn sem komið er, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafi gert ráðið gagnslaust með beitingu neitunarvaldsins. Barnahús metur öll tilvik sem barnaverndarnefndir senda til hennar vegna mögulegra kynferðisbrota barna, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Sum mál eigi ekki heima í Barnahúsi. Matvælastofnun boðar afléttingu á tímabundnu banni við hvalveiðum Hvals 8, að uppfylltum skilyrðum. Það er allt uppávið í uppsjávarfiski og gósentíð segir Hjörvar Ólafsson, skipstjóri á Berki, sem landaði 1.700 tonnum af síld í Neskaupstað í fyrrinótt eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð. NIðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi verður boðið út á næstu vikum. Margt þarf að gera til að tryggja að myglugró berist ekki víða, það þarf að huga að vindátt og mögulega væta húsið segir Kjartan Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. -------------- Forsætisráðherra Bretlands segist ætla að milda aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og fylgja raunsærri nálgun en hingað til. Ákvörðun hans mælist misjafnlega fyrir. Þar á meðal er forseti neðri málstofu þingsins sagður ævareiður. Krakkar og klám, unglingar og kynlíf, þetta eru óþægileg umræðuefni og vandræðaleg. Við viljum eðlilega leyfa börnum að vera börn sem lengst og hlífa þeim. En við viljum kannski líka hlífa okkur við tilhugsuninni og samtalinu. Kristín Blöndal Ragnarsdóttir veitir forstöðu verkefni Hafnarfjarðarbæjar um kynja- og kynfræðslu og kennir í Lækjaskóla. Spegillinn hitti Kristínu og spurði hana hvað krakkar, bæði börn og unglingar sæju á netinu. Mikill styr hefur staðið um sameiningaráform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskólana á Akureyri. Karli Frímannssyni, skólameistara MA líst fremur illa á sameining en Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari í VMA telur að einn og öflgur skóli væri til bóta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Spegillinn
Skuldir vaxa, jarðgöng, flugsamgöngur, eldri borgarar og Tina Turner

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 25, 2023


Spegillinn 25. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Umboðsmaður skuldara segir embættið búa sig undir að fleiri leiti liðsinnis stofnunarinnar þegar nýjustu vaxtahækkanir Seðlabankans fari að bíta. Nú þegar húsnæðiskostnaður hefur vaxið mikið, leiti margir í dýr og óhagstæð yfirdráttarlán og smálán til að ná endum saman. Rætt við Ástu Sigrúnu Helgadóttur. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer fram á greinargerð frá Almannavörnum, þar sem tíundað er hvers vegna stofnunin vill hætta við Fjarðarheiðargöng og bora frekar göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar, og svo frá Mjóafirði upp í Hérað. Icelandair hyggst í haust bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Íslandsbanka af sex milljóna króna kröfu manns sem taldi bankann hafa ofrukkað vexti. Framleiðsla á skógarplöntum er að hefjast á Héraði á ný eftir fimm ára hlé. Rætt við Ragnar Atla Tómasson. Snorri Stefánsson bakari á Sauðárkróki er farinn að baka brauð ofan í bæjarbúa á ný, tíu dögum eftir að bakaríið stórskemmdist. ---- Ný aðgerðaáætlun stjórnvalda um þjónustu við eldra fólk næstu fimm árin, eða frá þessu ári til ársloka 2027, ber yfirskriftina Gott að eldast og er unnin af verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Bæta á þjónustuna og auðvelda fólki að nýta sér hana og búa lengur heima hjá sér. Rætt við Berglindi Magnúsdóttur, formann verkefnisstjórnar. Bandaríkjamenn hafa siglt flugmóðurskipinu Gerald Ford, stærsta stríðsdreka sínum, nánast alveg upp í landsteina innst í Óslóarfirði. Þetta er hundrað þúsund tonna ferlíki og Rússar líta á ferð þess sem ögrun og tilefnislausa ógn við sig. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi. Háir sem lágir hafa minnst söngkonunnar Tinu Turner á samfélagsmiðlum frá því að fréttir bárust af andláti hennar. Drottning, átrúnaðargoð, fyrirmynd og goðsögn eru rauði þráðurinn í þessum færslum. Ásgeir Tómasson stiklar á stóru í merkilegri sögu Tinu Turner.

Spegillinn
Skuldir vaxa, jarðgöng, flugsamgöngur, eldri borgarar og Tina Turner

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 25, 2023 9:25


Spegillinn 25. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Umboðsmaður skuldara segir embættið búa sig undir að fleiri leiti liðsinnis stofnunarinnar þegar nýjustu vaxtahækkanir Seðlabankans fari að bíta. Nú þegar húsnæðiskostnaður hefur vaxið mikið, leiti margir í dýr og óhagstæð yfirdráttarlán og smálán til að ná endum saman. Rætt við Ástu Sigrúnu Helgadóttur. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer fram á greinargerð frá Almannavörnum, þar sem tíundað er hvers vegna stofnunin vill hætta við Fjarðarheiðargöng og bora frekar göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar, og svo frá Mjóafirði upp í Hérað. Icelandair hyggst í haust bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Íslandsbanka af sex milljóna króna kröfu manns sem taldi bankann hafa ofrukkað vexti. Framleiðsla á skógarplöntum er að hefjast á Héraði á ný eftir fimm ára hlé. Rætt við Ragnar Atla Tómasson. Snorri Stefánsson bakari á Sauðárkróki er farinn að baka brauð ofan í bæjarbúa á ný, tíu dögum eftir að bakaríið stórskemmdist. ---- Ný aðgerðaáætlun stjórnvalda um þjónustu við eldra fólk næstu fimm árin, eða frá þessu ári til ársloka 2027, ber yfirskriftina Gott að eldast og er unnin af verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Bæta á þjónustuna og auðvelda fólki að nýta sér hana og búa lengur heima hjá sér. Rætt við Berglindi Magnúsdóttur, formann verkefnisstjórnar. Bandaríkjamenn hafa siglt flugmóðurskipinu Gerald Ford, stærsta stríðsdreka sínum, nánast alveg upp í landsteina innst í Óslóarfirði. Þetta er hundrað þúsund tonna ferlíki og Rússar líta á ferð þess sem ögrun og tilefnislausa ógn við sig. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi. Háir sem lágir hafa minnst söngkonunnar Tinu Turner á samfélagsmiðlum frá því að fréttir bárust af andláti hennar. Drottning, átrúnaðargoð, fyrirmynd og goðsögn eru rauði þráðurinn í þessum færslum. Ásgeir Tómasson stiklar á stóru í merkilegri sögu Tinu Turner.

Hlaðvarp Kjarnans
Raddir margbreytileikans – 36. þáttur: „Það þarf sterkt afl til að við breytum til“

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Apr 25, 2023 70:53


Helga Ögmundardóttir fæddist í Neskaupstað árið 1965. Hún lauk Fil.kand. prófi 1992 frá Stokkhólmsháskóla, ásamt námi í heimspeki, vísindaheimspeki og -sögu, siðfræði, rökfræði, o.fl. frá sama skóla. Einnig lagði Helga stund á nám í lífvísindum við Háskóla Íslands og í Kaupmannahöfn, sem og garðyrkjufræði við Garðyrkjuskólann í Ölfusi. Helga lauk MA prófi 2002 í mannfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í mannfræði 2011 frá Háskólanum í Uppsölum. Megin rannsóknaráherslur Helgu eru umhverfis- og orkumál, auðlindanýting og samskipti manna og náttúru almennt. Helga er dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Í þessum þætti mun vera spjallað um mannfræði og umhverfismál, loftslagsbreytingar og aðra þætti sem tengjast breyttum lífsskilyrðum á plánetunni bláu, og þeim sporum sem maðurinn er að marka á hana. Mögulegar afleiðingar þessara spora eru ræddar, sem og þeir möguleikar sem eru í stöðunni, ef ekki á að fara illa, nokkuð sem kallað hefur verið „djúp aðlögun“. Í því sambandi hefur komið fram nýtt hugtak, „vistmorð“, þar sem litið er á umhverfismál sem mannréttindamál, og þar sem glæpum gegn náttúrunni er stillt upp sem glæpum gegn mannkyni.

Morgunvaktin
Söfnun, líffræðileg fjölbreytni, Evrópuráðið og menntamál

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 24, 2023 130:00


Guðmundur Höskuldsson, forseti Rótarýklúbbs Neskaupstaðar, sagði frá söfnun fyrir þá sem urðu fyrir tjóni í snjóflóðunum í Neskaupstað 27. mars. Vel hefur gengið að safna en enn er tekið á móti framlögum. Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum, fjallaði um líffræðilega fjölbreytini en bæði dýrum og jurtum hefur fækkað mikið. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og segir Skúli að þar þurfi stjórnvöld að grípa inn og leggja lóð á vogarskálarnar ásamt almenningi og fræðasamfélaginu. Björn Malmquist fréttamaður ræddi um Evrópuráðið; hlutverk þess, starfsemi og Reykjavíkurfundinn en Björn var staddur í Strassborg í síðustu viku þar sem hann ræddi meðal annars við framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og sendiherra Íslands, Ragnhildi Arnljótsdóttur, sem gegnir formennsku í ráðinu. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, fór yfir hlutverk nýrrar stofnunar sem sett verður á laggirnar á komandi mánuðum. Mennta- og barnamálaráðherra mælir fyrir stofnun hennar á Alþingi í dag. Þórdís segir mikilvægt að grípa börn fyrr en gert er í dag og bendir til að mynda á að þegar barn kemur vopnað hnífi í skólann þá sé það ekkert sem gerist upp úr þurru. FJölmörg viðvörunarljós hafi blikkað áður en slíkt gerist. Tónlist: Hjarta mítt - Eivör Pálsdóttir, Swirl - Coney Island Babies, Morgunsól - Magnús Jóhann Ragnarsson og GRDN. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Morgunvaktin
Söfnun, líffræðileg fjölbreytni, Evrópuráðið og menntamál

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 24, 2023


Guðmundur Höskuldsson, forseti Rótarýklúbbs Neskaupstaðar, sagði frá söfnun fyrir þá sem urðu fyrir tjóni í snjóflóðunum í Neskaupstað 27. mars. Vel hefur gengið að safna en enn er tekið á móti framlögum. Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum, fjallaði um líffræðilega fjölbreytini en bæði dýrum og jurtum hefur fækkað mikið. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og segir Skúli að þar þurfi stjórnvöld að grípa inn og leggja lóð á vogarskálarnar ásamt almenningi og fræðasamfélaginu. Björn Malmquist fréttamaður ræddi um Evrópuráðið; hlutverk þess, starfsemi og Reykjavíkurfundinn en Björn var staddur í Strassborg í síðustu viku þar sem hann ræddi meðal annars við framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og sendiherra Íslands, Ragnhildi Arnljótsdóttur, sem gegnir formennsku í ráðinu. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, fór yfir hlutverk nýrrar stofnunar sem sett verður á laggirnar á komandi mánuðum. Mennta- og barnamálaráðherra mælir fyrir stofnun hennar á Alþingi í dag. Þórdís segir mikilvægt að grípa börn fyrr en gert er í dag og bendir til að mynda á að þegar barn kemur vopnað hnífi í skólann þá sé það ekkert sem gerist upp úr þurru. FJölmörg viðvörunarljós hafi blikkað áður en slíkt gerist. Tónlist: Hjarta mítt - Eivör Pálsdóttir, Swirl - Coney Island Babies, Morgunsól - Magnús Jóhann Ragnarsson og GRDN. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Vikulokin
Líneik Anna, Þorbjörg Sigríður og Ólafur Stephensen

Vikulokin

Play Episode Listen Later Apr 1, 2023 55:00


Hallgrímur Indriðason ræðir við Líneik Önnu Sævarsdóttir þingmann Framsóknarflokksins, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmann Viðreisnar og Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rætt um snjóflóðin í Neskaupstað og víðar á Austfjörðum, endalok Fréttablaðsins, vantrauststillögu á Jón Gunnarsson, fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og efnahagsmálin almennt.

Vikulokin
Líneik Anna, Þorbjörg Sigríður og Ólafur Stephensen

Vikulokin

Play Episode Listen Later Apr 1, 2023


Hallgrímur Indriðason ræðir við Líneik Önnu Sævarsdóttir þingmann Framsóknarflokksins, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmann Viðreisnar og Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rætt um snjóflóðin í Neskaupstað og víðar á Austfjörðum, endalok Fréttablaðsins, vantrauststillögu á Jón Gunnarsson, fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og efnahagsmálin almennt.

Spegillinn
Rýmingar, vantraust og landsliðsþjálfari rekinn

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 30, 2023


Spegillinn 30. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Hús voru enn rýmd á Austfjörðum í dag vegna hættu á ofanflóðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Fjöldi flóða hefur fallið í dag en ekki í byggð. Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða er á vakt hjá Veðurstofunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann og Óðin Svan Óðinsson fréttamann sem er í Neskaupstað. Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra er eitt af mörgum óþægilegum málum fyrir Vinstri græn í ríkisstjórnarsamstarfinu segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, samþykkt hefði jafngilt stjórnarslitum. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara upp störfum. Einar Örn Jónsson sagði frá og Hans Steinar Bjarnason talaði við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Stéttarfélög á opinbera markaðnum hafa samið við ríki og borg um launahækkanir og kjarabætur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir helsta markmið 12 mánaða samnings að verja kaupmáttinn. Helstu matvörukeðjur Svíþjóðar hafa boðað verðlækkun á ýmsum nauðsynjavörum eftir harða gagnrýni. Fjármálaráðherra landsins hafði áður boðað forstjóra fyrirtækjanna á sinn fund og krafist skýringa á verðhækkunum, sem eru langt umfram nágrannalönd. Alexander Kristjánsson sagði frá. Páskaeggin eru ódýrust í Bónus og Krónunni samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Dýrust eru þau í Heimkaup og Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. --------- Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag með 35 atkvæðum stjórnarliða gegn 22 atkvæðum stjórnarandstöðu. Einn greiddi ekki atkvæði. Bjarni Rúnarssorn ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um aðdraganda og afleiðingar vantrauststillögunnar. Brot úr viðtali Höskuldar Kára Schram við Jón. Héraðsdómur í Zürich í Sviss dæmdi í dag þrjá fyrrverandi yfirmenn í útibúi rússneska Gazprombankans í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki kannað uppruna um það bil 50 milljóna svissneskra franka sem lagðir voru inn á reikning í bankanum á árunum 2014 til '16. Rússneskur sellóleikari og hljómsveitarstjóri, Sergei Roldugin, góðvinur Vladimírs Pútíns lagði peningana inn í bankanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Maria Nizzero, sérfræðingur í rannsókn á fjármálaglæpum við RUSI-hugveituna í Lundúnum, segir að dómurinn sæti tíðindum.

Spegillinn
Rýmingar, vantraust og landsliðsþjálfari rekinn

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 30, 2023 13:18


Spegillinn 30. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Hús voru enn rýmd á Austfjörðum í dag vegna hættu á ofanflóðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Fjöldi flóða hefur fallið í dag en ekki í byggð. Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða er á vakt hjá Veðurstofunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann og Óðin Svan Óðinsson fréttamann sem er í Neskaupstað. Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra er eitt af mörgum óþægilegum málum fyrir Vinstri græn í ríkisstjórnarsamstarfinu segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, samþykkt hefði jafngilt stjórnarslitum. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara upp störfum. Einar Örn Jónsson sagði frá og Hans Steinar Bjarnason talaði við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Stéttarfélög á opinbera markaðnum hafa samið við ríki og borg um launahækkanir og kjarabætur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir helsta markmið 12 mánaða samnings að verja kaupmáttinn. Helstu matvörukeðjur Svíþjóðar hafa boðað verðlækkun á ýmsum nauðsynjavörum eftir harða gagnrýni. Fjármálaráðherra landsins hafði áður boðað forstjóra fyrirtækjanna á sinn fund og krafist skýringa á verðhækkunum, sem eru langt umfram nágrannalönd. Alexander Kristjánsson sagði frá. Páskaeggin eru ódýrust í Bónus og Krónunni samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Dýrust eru þau í Heimkaup og Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. --------- Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag með 35 atkvæðum stjórnarliða gegn 22 atkvæðum stjórnarandstöðu. Einn greiddi ekki atkvæði. Bjarni Rúnarssorn ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um aðdraganda og afleiðingar vantrauststillögunnar. Brot úr viðtali Höskuldar Kára Schram við Jón. Héraðsdómur í Zürich í Sviss dæmdi í dag þrjá fyrrverandi yfirmenn í útibúi rússneska Gazprombankans í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki kannað uppruna um það bil 50 milljóna svissneskra franka sem lagðir voru inn á reikning í bankanum á árunum 2014 til '16. Rússneskur sellóleikari og hljómsveitarstjóri, Sergei Roldugin, góðvinur Vladimírs Pútíns lagði peningana inn í bankanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Maria Nizzero, sérfræðingur í rannsókn á fjármálaglæpum við RUSI-hugveituna í Lundúnum, segir að dómurinn sæti tíðindum.

Morgunvaktin
Ofanflóðavarnir, dönsk málefni og Ísrael

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Mar 29, 2023 130:00


Kristín Martha Hákonardóttir, sérfræðingur í snjóflóðaverkfræði hjá Verkís, kannaði aðstæður á snjóflóðasvæðunum í Fjarðabyggð og fór yfir stöðuna þar með hlustendum Morgunvaktarinnar. Hún segir að ofanflóðavarnir hafi sannað gildi sitt en afar erfitt hafi verið að sjá hvernig umhorfs er þar sem flóðin féllu á byggð í Neskaupstað. Borgþór Arngrímsson fjallaði um Bodil-kvikmyndaverðlaunin, gengi danska karlalandsliðsins í knattspyrnu, heilsu Margrétar Þórhildar og stöðu Coop. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður þekkir vel aðstæður í Mið-Austurlöndum og fór yfir stöðuna sem nú er uppi í í ísraelskum stjórnmálum. Tónlist: Instant - Angar Már Magnússon , No One knows - Sigurður Flosason Copenhagen Quartet, Quand on n'a que l'amour - Jacques Brel, Talað við gluggann - Hera Hjartardóttir, Mælkebøtten - Clausen og Petersen. Umsjón höfðu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Morgunvaktin
Ofanflóðavarnir, dönsk málefni og Ísrael

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Mar 29, 2023


Kristín Martha Hákonardóttir, sérfræðingur í snjóflóðaverkfræði hjá Verkís, kannaði aðstæður á snjóflóðasvæðunum í Fjarðabyggð og fór yfir stöðuna þar með hlustendum Morgunvaktarinnar. Hún segir að ofanflóðavarnir hafi sannað gildi sitt en afar erfitt hafi verið að sjá hvernig umhorfs er þar sem flóðin féllu á byggð í Neskaupstað. Borgþór Arngrímsson fjallaði um Bodil-kvikmyndaverðlaunin, gengi danska karlalandsliðsins í knattspyrnu, heilsu Margrétar Þórhildar og stöðu Coop. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður þekkir vel aðstæður í Mið-Austurlöndum og fór yfir stöðuna sem nú er uppi í í ísraelskum stjórnmálum. Tónlist: Instant - Angar Már Magnússon , No One knows - Sigurður Flosason Copenhagen Quartet, Quand on n'a que l'amour - Jacques Brel, Talað við gluggann - Hera Hjartardóttir, Mælkebøtten - Clausen og Petersen. Umsjón höfðu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Spegillinn
Áfram hættustig á Austfjörðum og fasteignamarkaður kólnar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 28, 2023 10:34


Spegillinn 28. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, sem vaknaði upp við að fá snjóflóð inn um svefnherbergisgluggann sinn í Neskaupstað í gærmorgun segir tilfinninguna skrítna, en stuðningur samfélagsins skipti miklu. Rúnar Snær Reynisson kom sjóleiðina til Neskaupstaðar í dag. Hann ræddi við Guðrúnu Sólveigu og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Deilt er um það fyrir dómi hvort hoppukastali sem tókst á loft í hitteðfyrra svo börn slösuðust alvarlega var festur í samræmi við leiðbeiningar framleiðenda. Aðalsteinn Ingi Guðmundsson, varð vitni að slysinu og líkir því við martröð. Orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag lög sem banna sölu bensín og díselbifreiðar árið 2035. Þeir féllust hins vegar á kröfu Þjóðverja um að leyfa bifreiðar sem ganga fyrir svokölluðu rafrænu eldsneyti. Björn Malmquist sagði frá, brot úr máli Ebbu Busch orkumálaráðherra Svía. Flugfélagið Condor hefur hætt við að fljúga frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða. Það er Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands vonbrigði. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hana. Spáin fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu var opinberuð í dag, en 13 dagar eru í fyrsta leik deildarinnar. Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð titlinum annað árið í röð. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spána þó hafa litla þýðingu. --------------- Þó að hægt hafi á fasteignamarkaði er langt frá því að þar ríki frost, segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Hann á frekar von á því að verðið standi í stað en að það lækki. Áhrif vaxtabreytinga séu ekki komin fram að fullu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Norður-Kóreumenn birtu í dag í fyrsta sinn myndir af kjarnaoddum sem hægt er að koma fyrir á skammdrægum eldflaugum. Með þeim er hægt að hæfa skotmörk í Suður-Kóreu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ísland er mikilvæg varpstöð og búsvæði mófugla, eins og heiðlóu, spóa, skógarþrasta og þúfutittlinga. Um 85 prósent allra mófugla verpa á láglendi landsins og landnotkun þar ræður framtíð mófuglastofna. Vísbendingar eru um að mófuglum sé að fækka verulega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aldísi Ernu Pálsdóttur er nýdoktor í líffræði á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi

Spegillinn
Áfram hættustig á Austfjörðum og fasteignamarkaður kólnar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 28, 2023


Spegillinn 28. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, sem vaknaði upp við að fá snjóflóð inn um svefnherbergisgluggann sinn í Neskaupstað í gærmorgun segir tilfinninguna skrítna, en stuðningur samfélagsins skipti miklu. Rúnar Snær Reynisson kom sjóleiðina til Neskaupstaðar í dag. Hann ræddi við Guðrúnu Sólveigu og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Deilt er um það fyrir dómi hvort hoppukastali sem tókst á loft í hitteðfyrra svo börn slösuðust alvarlega var festur í samræmi við leiðbeiningar framleiðenda. Aðalsteinn Ingi Guðmundsson, varð vitni að slysinu og líkir því við martröð. Orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag lög sem banna sölu bensín og díselbifreiðar árið 2035. Þeir féllust hins vegar á kröfu Þjóðverja um að leyfa bifreiðar sem ganga fyrir svokölluðu rafrænu eldsneyti. Björn Malmquist sagði frá, brot úr máli Ebbu Busch orkumálaráðherra Svía. Flugfélagið Condor hefur hætt við að fljúga frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða. Það er Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands vonbrigði. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hana. Spáin fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu var opinberuð í dag, en 13 dagar eru í fyrsta leik deildarinnar. Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð titlinum annað árið í röð. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spána þó hafa litla þýðingu. --------------- Þó að hægt hafi á fasteignamarkaði er langt frá því að þar ríki frost, segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Hann á frekar von á því að verðið standi í stað en að það lækki. Áhrif vaxtabreytinga séu ekki komin fram að fullu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Norður-Kóreumenn birtu í dag í fyrsta sinn myndir af kjarnaoddum sem hægt er að koma fyrir á skammdrægum eldflaugum. Með þeim er hægt að hæfa skotmörk í Suður-Kóreu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ísland er mikilvæg varpstöð og búsvæði mófugla, eins og heiðlóu, spóa, skógarþrasta og þúfutittlinga. Um 85 prósent allra mófugla verpa á láglendi landsins og landnotkun þar ræður framtíð mófuglastofna. Vísbendingar eru um að mófuglum sé að fækka verulega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aldísi Ernu Pálsdóttur er nýdoktor í líffræði á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi

Morgunvaktin
Fjármálaáætlun, Berlínarspjall og snjóflóðin

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Mar 28, 2023 130:00


Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir það sem vænta má af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Áætlunin verður kynnt síðdegis á morgun, miðvikudag. Þórður Snær kom inn á stýrivaxtahækkanir og áhrif þeirra á lán heimilanna í Efnahag og samfélagi. Verðbólgan mældist 10,2% í síðasta mánuði en er 9,8% í mars samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá verkföllum sem lömuðu samgöngur víða í Þýskalandi í gær. Þær eru liður í kjaradeildum opinberra starfsmanna við viðsemjendur þeirra. Klukkunni var flýtt á meginlandi Evrópu aðfararnótt sunnudags en skiptar skoðanir eru meðal Þjóðverja varðandi tímabreytingarnar sem eru fastir liðir tvisvar á ári. Í Berlínarspjallinu var einnig komið inn á nýjar genarannsóknir sem benda til þess að banamein tónskáldsins fræga, Ludwigs van Beethovens, hafi verið skorpulifur. Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og íbúi í Neskaupstað, var á línunni í síðasta hluta Morgunvaktinnar. Íbúar þar eru slegnir óhug eftir hamfarir gærdagsins en heldur er farið að rofa til og sést til fjalla. Það á eftir að meta stöðuna og eins tjónið sem snjóflóðin ollu í gærmorgun. Það er allt á kafi í snjó í Neskaupstað og Stefán man aldrei eftir svo miklum snjó í lok mars. Tónlist: Óskalagið - Gunnar Gunnarsson, Ónumin lönd - Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir, Zärtliche Liebe - Dietrich Fischer-Diskau, Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir og John Grant. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Morgunvaktin
Fjármálaáætlun, Berlínarspjall og snjóflóðin

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Mar 28, 2023


Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir það sem vænta má af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Áætlunin verður kynnt síðdegis á morgun, miðvikudag. Þórður Snær kom inn á stýrivaxtahækkanir og áhrif þeirra á lán heimilanna í Efnahag og samfélagi. Verðbólgan mældist 10,2% í síðasta mánuði en er 9,8% í mars samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá verkföllum sem lömuðu samgöngur víða í Þýskalandi í gær. Þær eru liður í kjaradeildum opinberra starfsmanna við viðsemjendur þeirra. Klukkunni var flýtt á meginlandi Evrópu aðfararnótt sunnudags en skiptar skoðanir eru meðal Þjóðverja varðandi tímabreytingarnar sem eru fastir liðir tvisvar á ári. Í Berlínarspjallinu var einnig komið inn á nýjar genarannsóknir sem benda til þess að banamein tónskáldsins fræga, Ludwigs van Beethovens, hafi verið skorpulifur. Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og íbúi í Neskaupstað, var á línunni í síðasta hluta Morgunvaktinnar. Íbúar þar eru slegnir óhug eftir hamfarir gærdagsins en heldur er farið að rofa til og sést til fjalla. Það á eftir að meta stöðuna og eins tjónið sem snjóflóðin ollu í gærmorgun. Það er allt á kafi í snjó í Neskaupstað og Stefán man aldrei eftir svo miklum snjó í lok mars. Tónlist: Óskalagið - Gunnar Gunnarsson, Ónumin lönd - Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir, Zärtliche Liebe - Dietrich Fischer-Diskau, Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir og John Grant. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Spegillinn
Snjóflóð í Neskaupstað og verkföll og mótmæli í Ísrael

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 27, 2023 30:00


Hættustig almannavarna vegna snjóflóða er í gildi í þremur bæjum á Austfjörðum. Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað snemma í morgun. Ólíkar tilfinningar vakna hjá Norðfirðingum í kjölfar flóðsins. Sum muna Norðfirðingar muna sumir eftir mannskæðum snjóflóðum þar í bænum fyrir tæpum 50 árum. Snjóflóðin í Neskaupstað féllu utan við varnargarða bæjarins. Viðbætur eru á teikniborðinu en stranda á fjármagni. Karlmaður frá Rúmeníu hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst fimm milljóna í bætur. Hann kom til Íslands til að vinna við þakviðgerðir með tengdaföður sínum en var eftirlýstur af lögreglu og bendlaður við glæpagengi. Stúlka á táningsaldri vopnuð tveimur rifflum og skammbyssu varð sex að bana í grunnskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Nærri níutíu árásir hafa verið gerðar í bandarískum grunnskólum það sem af er ári. Umdeildu frumvarpi Ísraelsstjórnar var mótmælt harkalega í dag. Allsherjarverkfall hófst í landinu og sendiráðum var lokað. Frumvarpið átti að færa stjórnvöldum aukin völd yfir dómstólum. Afgreiðslu þess var frestað síðdegis. ---- Í morgun féllu snjóflóð í Neskaupstað. Blessunarlega varð ekki manntjón í flóðunum en nokkrir hlutu minni háttar áverka þegar flóð lenti á fjölbýlishúsi í Starmýri. Mikil ofankoma og vindur er fyrir austan og mikil snjóflóðahætta víða á Austfjörðum, til að mynda á Seyðisfirði, Eskifirði og víðar. Hús voru rýmd í Neskaupstað og Eskifirði. Flóðin sem lentu í byggð féllu úr Nesgili og Bakkagili en stór flóð hafa áður fallið úr þessum giljum. Norðfirðingar hafa áður þurft að takast á við náttúruöflin. Alls hafa 17 manns látist í snjóflóðum í Neskaupstað í þremur flóðum, árin 1885, 1974 og 1978. Árið 1974 varð mannskæðasta flóðið í bænum þar sem 12 manns fórust og fjórtán var bjargað, ýmist af eigin rammleik eða voru grafin upp. Slík sár gróa seint og sambýlið við náttúruna er samofið í huga Norðfirðinga. Í hádegisfréttum var sagt frá því að í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Egilsbúð sé meðal annars fólk sem man eftir flóðunum 1974 og það ýfi upp gömul sár að vera komin aftur á þann stað við svona aðstæður. "Atvinnurekendur og launþegar um gjörvallt Ísraelsríki. Komum í veg fyrir breytingar á lögum um dómstóla. Stöðvum þetta brjálæði," sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut, landsambands verkalýðsfélaga, þegar hann tilkynnti í morgun að allsherjarverkfall væri brostið á í landinu. Fljótlega tilkynntu fleiri stéttarfélög um að þau hefðu lagt niður störf, þar á meðal landssamband ísraelskra hjúkrunarfræðinga. Frá deginum í dag ætla þeir einungis að sinna neyðartilvik

sl sum hann alls sey snj mikil flj neskaupsta komum austfj karlma
Spegillinn
Snjóflóð í Neskaupstað og verkföll og mótmæli í Ísrael

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 27, 2023


Hættustig almannavarna vegna snjóflóða er í gildi í þremur bæjum á Austfjörðum. Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað snemma í morgun. Ólíkar tilfinningar vakna hjá Norðfirðingum í kjölfar flóðsins. Sum muna Norðfirðingar muna sumir eftir mannskæðum snjóflóðum þar í bænum fyrir tæpum 50 árum. Snjóflóðin í Neskaupstað féllu utan við varnargarða bæjarins. Viðbætur eru á teikniborðinu en stranda á fjármagni. Karlmaður frá Rúmeníu hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst fimm milljóna í bætur. Hann kom til Íslands til að vinna við þakviðgerðir með tengdaföður sínum en var eftirlýstur af lögreglu og bendlaður við glæpagengi. Stúlka á táningsaldri vopnuð tveimur rifflum og skammbyssu varð sex að bana í grunnskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Nærri níutíu árásir hafa verið gerðar í bandarískum grunnskólum það sem af er ári. Umdeildu frumvarpi Ísraelsstjórnar var mótmælt harkalega í dag. Allsherjarverkfall hófst í landinu og sendiráðum var lokað. Frumvarpið átti að færa stjórnvöldum aukin völd yfir dómstólum. Afgreiðslu þess var frestað síðdegis. ---- Í morgun féllu snjóflóð í Neskaupstað. Blessunarlega varð ekki manntjón í flóðunum en nokkrir hlutu minni háttar áverka þegar flóð lenti á fjölbýlishúsi í Starmýri. Mikil ofankoma og vindur er fyrir austan og mikil snjóflóðahætta víða á Austfjörðum, til að mynda á Seyðisfirði, Eskifirði og víðar. Hús voru rýmd í Neskaupstað og Eskifirði. Flóðin sem lentu í byggð féllu úr Nesgili og Bakkagili en stór flóð hafa áður fallið úr þessum giljum. Norðfirðingar hafa áður þurft að takast á við náttúruöflin. Alls hafa 17 manns látist í snjóflóðum í Neskaupstað í þremur flóðum, árin 1885, 1974 og 1978. Árið 1974 varð mannskæðasta flóðið í bænum þar sem 12 manns fórust og fjórtán var bjargað, ýmist af eigin rammleik eða voru grafin upp. Slík sár gróa seint og sambýlið við náttúruna er samofið í huga Norðfirðinga. Í hádegisfréttum var sagt frá því að í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Egilsbúð sé meðal annars fólk sem man eftir flóðunum 1974 og það ýfi upp gömul sár að vera komin aftur á þann stað við svona aðstæður. "Atvinnurekendur og launþegar um gjörvallt Ísraelsríki. Komum í veg fyrir breytingar á lögum um dómstóla. Stöðvum þetta brjálæði," sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut, landsambands verkalýðsfélaga, þegar hann tilkynnti í morgun að allsherjarverkfall væri brostið á í landinu. Fljótlega tilkynntu fleiri stéttarfélög um að þau hefðu lagt niður störf, þar á meðal landssamband ísraelskra hjúkrunarfræðinga. Frá deginum í dag ætla þeir einungis að sinna neyðartilvik

sl sum hann alls sey snj mikil flj neskaupsta komum austfj karlma
Morgunútvarpið
8. júlí - Metalmessa, sumarfrí, Landsmót, Garden Party og ferðalög

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 8, 2022


Í tilefni af því að Eistnaflug verði haldið í Neskaupstað um helgina verður blásið til ,,Þungarokks messu" eða ,,Metal messu" af finnskri fyrirmynd. Um er að ræða hefðbundna messu en í stað hefðbundins sálmasöngs með orgelleik verða erlendir þungarokkssálmar spilaðir en íslenskur texti verður aðgengilegur í sálmaskrá. Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson var á línunni. Leikskólarnir loka í dag og margir foreldrar því að sigla inn í sumarfrí núna um helgina. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga að kúpla sig alveg frá vinnu þegar fríið loksins hefst. Við ræddum við Þórkötlu Aðalsteinsdóttur, sálfræðing og ráðgjafa í mannauðsmálum, um fríið. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um það að Íslendingar hafi ekki lengur ráð á gistingu í eigin landi - og að hótelgeirinn geri ekki ráð fyrir Íslendingum í gistingu í sumar. Við ræddum þessi mál við Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar. Venju samkvæmt fórum við yfir fréttir vikunnar að loknum átta fréttum. Fjölmiðlafólkið Arnar Björnsson og Fanndís Birna Logadóttir komu til okkar. Landsmót hestamanna er ekki bara hestamót heldur líka mikið mannamót þar sem aðdáendur íslenska hestsins alls staðar að úr heiminum koma saman. Boðið er upp á alls kyns varning og veitingar fyrir gesti og Hulda okkar fór á stúfana og heyrði af ferskum fiski, hreinni mjólk... og svo auðvitað hestum. Tónlistar,- matar- og fjölskylduhátíðin Garden Party verður haldin í Laugardal laugardaginn 13 ágúst nk. Hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi. Þorsteinn Stephensen hefur veg og vanda að þessari hátíð og hann kom til okkar. Tónlist: Krummi - Bona Fide Arcade Fire - Unconditional love Kaleo - I walk on water Una Torfadóttir - En Tal Bachman - She's so high Pale Moon - I confess Helgi Björns og Reiðmenn vindanna - Sem lindin tær Mezzoforte - Garden Party

Morgunútvarpið
8. júlí - Metalmessa, sumarfrí, Landsmót, Garden Party og ferðalög

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 8, 2022 130:00


Í tilefni af því að Eistnaflug verði haldið í Neskaupstað um helgina verður blásið til ,,Þungarokks messu" eða ,,Metal messu" af finnskri fyrirmynd. Um er að ræða hefðbundna messu en í stað hefðbundins sálmasöngs með orgelleik verða erlendir þungarokkssálmar spilaðir en íslenskur texti verður aðgengilegur í sálmaskrá. Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson var á línunni. Leikskólarnir loka í dag og margir foreldrar því að sigla inn í sumarfrí núna um helgina. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga að kúpla sig alveg frá vinnu þegar fríið loksins hefst. Við ræddum við Þórkötlu Aðalsteinsdóttur, sálfræðing og ráðgjafa í mannauðsmálum, um fríið. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um það að Íslendingar hafi ekki lengur ráð á gistingu í eigin landi - og að hótelgeirinn geri ekki ráð fyrir Íslendingum í gistingu í sumar. Við ræddum þessi mál við Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar. Venju samkvæmt fórum við yfir fréttir vikunnar að loknum átta fréttum. Fjölmiðlafólkið Arnar Björnsson og Fanndís Birna Logadóttir komu til okkar. Landsmót hestamanna er ekki bara hestamót heldur líka mikið mannamót þar sem aðdáendur íslenska hestsins alls staðar að úr heiminum koma saman. Boðið er upp á alls kyns varning og veitingar fyrir gesti og Hulda okkar fór á stúfana og heyrði af ferskum fiski, hreinni mjólk... og svo auðvitað hestum. Tónlistar,- matar- og fjölskylduhátíðin Garden Party verður haldin í Laugardal laugardaginn 13 ágúst nk. Hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi. Þorsteinn Stephensen hefur veg og vanda að þessari hátíð og hann kom til okkar. Tónlist: Krummi - Bona Fide Arcade Fire - Unconditional love Kaleo - I walk on water Una Torfadóttir - En Tal Bachman - She's so high Pale Moon - I confess Helgi Björns og Reiðmenn vindanna - Sem lindin tær Mezzoforte - Garden Party

Morgunútvarpið
8. júlí - Metalmessa, sumarfrí, Landsmót, Garden Party og ferðalög

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 8, 2022


Í tilefni af því að Eistnaflug verði haldið í Neskaupstað um helgina verður blásið til ,,Þungarokks messu" eða ,,Metal messu" af finnskri fyrirmynd. Um er að ræða hefðbundna messu en í stað hefðbundins sálmasöngs með orgelleik verða erlendir þungarokkssálmar spilaðir en íslenskur texti verður aðgengilegur í sálmaskrá. Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson var á línunni. Leikskólarnir loka í dag og margir foreldrar því að sigla inn í sumarfrí núna um helgina. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga að kúpla sig alveg frá vinnu þegar fríið loksins hefst. Við ræddum við Þórkötlu Aðalsteinsdóttur, sálfræðing og ráðgjafa í mannauðsmálum, um fríið. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um það að Íslendingar hafi ekki lengur ráð á gistingu í eigin landi - og að hótelgeirinn geri ekki ráð fyrir Íslendingum í gistingu í sumar. Við ræddum þessi mál við Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar. Venju samkvæmt fórum við yfir fréttir vikunnar að loknum átta fréttum. Fjölmiðlafólkið Arnar Björnsson og Fanndís Birna Logadóttir komu til okkar. Landsmót hestamanna er ekki bara hestamót heldur líka mikið mannamót þar sem aðdáendur íslenska hestsins alls staðar að úr heiminum koma saman. Boðið er upp á alls kyns varning og veitingar fyrir gesti og Hulda okkar fór á stúfana og heyrði af ferskum fiski, hreinni mjólk... og svo auðvitað hestum. Tónlistar,- matar- og fjölskylduhátíðin Garden Party verður haldin í Laugardal laugardaginn 13 ágúst nk. Hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi. Þorsteinn Stephensen hefur veg og vanda að þessari hátíð og hann kom til okkar. Tónlist: Krummi - Bona Fide Arcade Fire - Unconditional love Kaleo - I walk on water Una Torfadóttir - En Tal Bachman - She's so high Pale Moon - I confess Helgi Björns og Reiðmenn vindanna - Sem lindin tær Mezzoforte - Garden Party

Morgunútvarpið
25. jan. - Loðna, Íslandsbanki, Alda Music, Söngvakeppnin o.fl.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 25, 2022


Nokkur gangur hefur verið í loðnuveiði undanfarnar vikur en fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa samtals tekið á móti um 60.000 tonnum af loðnu frá því að veiðar hófust í desember. Við hringdum á miðin og heyrðum í Ólafi Gunnar Guðnasyni stýrimanni á Berki, nýjasta skipi vinnslunnar, um veiðina. Bankasýsla ríkisins hefur lagt til að íslenska ríkið selji allan hlut sinn í Íslandsbanka í nokkrum áföngum. Í minnisblaði sem fylgir tillögunni kemur fram að samkvæmt áætlunum stjórnvalda megi selja helming eignarhluts ríkisins í Íslandsbanka á þessu ári og afganginn á því næsta. Við ræddum fyrirhugaða sölu við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í viðskiptafræði. Í gær bárust fréttir af sölu á Öldu Music til Universal Music/Ingrooves. Skiptar skoðanir eru um málið og við fengum Bryndísi Jónatansdóttur yfirverkefnisstjóra hjá Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, til að fara yfir málið með okkur. Það er hægt að treysta á tvennt þegar kemur að því að gleðjast á frekar dimmum og þungum árstíma. Annars vegar handboltann og hins vegar Söngvakeppnina. Henni var frestað um viku við síðustu herðingu samkomutakmarkana, en nú styttist í gleðina og við fengum þau Rúnar Frey Gíslason og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur til að segja okkur frá því sem framundan er. Ungar athafnakonur hafa ekki látið heimsfaraldurinn slá sig út af laginu og halda úti öflugu starfi að venju. Í kvöld fer fram opnunarviðburður þessa árs undir heitinu Fjárhagsleg valdefling, konur fjárfesta og við fengum þær Ingu Maríu Hjartardóttur, varaformann UAK og Kristínu Hildi Ragnarsdóttur, sem verður gestur í pallborði kvöldsins, til að segja okkur aðeins frá. Sævar Helgi Bragason kom svo til okkar í vísindaspjall og ræddi tilraunir með net, geimsjónauka og áhrif eldgosa á loftslag. Tónlist: Mannakorn og Ellen - Elska þig. Celeste - Love is back. Silk Sonic - Smokin out the window. Sálin hans Jóns míns - Lestin er að fara. U2 - Your song saved my life. Pálmi Gunnars og Ninna Pálma - Vinir vita það. Maneskin - Zitti e buoni. ABBA - Dont shut me down. Elvis Costello - Dont let me be misunderstood. Hjálmar - Kona.

music kona hj krist fj annars ungar alda sey gunnars bankas henni brynd lestin nokkur neskaupsta gunnar gu hjartard helgi bragason brynjar torfason uak mannakorn
Morgunútvarpið
25. jan. - Loðna, Íslandsbanki, Alda Music, Söngvakeppnin o.fl.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 25, 2022 130:00


Nokkur gangur hefur verið í loðnuveiði undanfarnar vikur en fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa samtals tekið á móti um 60.000 tonnum af loðnu frá því að veiðar hófust í desember. Við hringdum á miðin og heyrðum í Ólafi Gunnar Guðnasyni stýrimanni á Berki, nýjasta skipi vinnslunnar, um veiðina. Bankasýsla ríkisins hefur lagt til að íslenska ríkið selji allan hlut sinn í Íslandsbanka í nokkrum áföngum. Í minnisblaði sem fylgir tillögunni kemur fram að samkvæmt áætlunum stjórnvalda megi selja helming eignarhluts ríkisins í Íslandsbanka á þessu ári og afganginn á því næsta. Við ræddum fyrirhugaða sölu við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í viðskiptafræði. Í gær bárust fréttir af sölu á Öldu Music til Universal Music/Ingrooves. Skiptar skoðanir eru um málið og við fengum Bryndísi Jónatansdóttur yfirverkefnisstjóra hjá Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, til að fara yfir málið með okkur. Það er hægt að treysta á tvennt þegar kemur að því að gleðjast á frekar dimmum og þungum árstíma. Annars vegar handboltann og hins vegar Söngvakeppnina. Henni var frestað um viku við síðustu herðingu samkomutakmarkana, en nú styttist í gleðina og við fengum þau Rúnar Frey Gíslason og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur til að segja okkur frá því sem framundan er. Ungar athafnakonur hafa ekki látið heimsfaraldurinn slá sig út af laginu og halda úti öflugu starfi að venju. Í kvöld fer fram opnunarviðburður þessa árs undir heitinu Fjárhagsleg valdefling, konur fjárfesta og við fengum þær Ingu Maríu Hjartardóttur, varaformann UAK og Kristínu Hildi Ragnarsdóttur, sem verður gestur í pallborði kvöldsins, til að segja okkur aðeins frá. Sævar Helgi Bragason kom svo til okkar í vísindaspjall og ræddi tilraunir með net, geimsjónauka og áhrif eldgosa á loftslag. Tónlist: Mannakorn og Ellen - Elska þig. Celeste - Love is back. Silk Sonic - Smokin out the window. Sálin hans Jóns míns - Lestin er að fara. U2 - Your song saved my life. Pálmi Gunnars og Ninna Pálma - Vinir vita það. Maneskin - Zitti e buoni. ABBA - Dont shut me down. Elvis Costello - Dont let me be misunderstood. Hjálmar - Kona.

music kona hj krist fj annars ungar alda sey gunnars bankas henni brynd lestin nokkur neskaupsta gunnar gu hjartard helgi bragason brynjar torfason uak mannakorn
Heimsendi
13 – Tónspil

Heimsendi

Play Episode Listen Later Dec 22, 2021 41:52


Verslunin Tónspil í Neskaupstað mun loka á næsta ári. Þessu fylgir talsverð melankólía fyrir okkur félagana, blönduð hlýrri nostalgíu. Við spjöllum um þessa stórmerkilegu verslun og þau áhrif sem hún hefur haft á líf okkar. Umsjón: Sigurður Ólafsson, Orri Smárason og Jón Knútur Ásmundsson. 

kn sigur umsj neskaupsta
Hlaðvarp Kjarnans
Raddir margbreytileikans – 8. þáttur: Finnst skemmtilegra að grafa skurði en skrifa greinar

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Sep 14, 2021 70:11


Í þessum þætti er rætt við Helgu Ögmundardóttur, lektor við félagsfræði-, mannfræði-, og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og kennir meðal annars áfanga í umhverfismannfræði og rannsóknaraðferðum en er í rannsóknarleyfi núna. Helga er fædd í Neskaupstað árið 1965. Rannsóknir Helgu snúast um umhverfið og umhverfismannfræði en hún hefur unnið mikið í skógrækt og garðyrkju. Í þættinum ræðum við leið hennar í mannfræði, áhrif hamfarahlýnunar á Íslandi, hversu skemmtilegt það er að tala við blómin sín og margt fleira. Raddir marg­breyt­i­­­­leik­ans er mann­fræð­i­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræð­i­­­­menn þegar færi gefst. Umsjón­­­­ar­­­­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­­­­fríður María Ragn­hild­­­­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­­­­urðs­­­­son og Sandra Smára­dótt­­­­ir.

Listamenn
#15 Tónlistarfólk sem dó of ungt

Listamenn

Play Episode Listen Later Jun 5, 2021 86:38


Listamenn eru staddir á hótelherbergi í Neskaupstað eftir vel heppnað gigg á Beituskúrnum. Með bjór og smá viskí í glösum ræða þeir um tónlistarfólk sem dó of ungt. Þessi þáttur er svolítið dökkur, biðjumst velvirðingar á því.

ungt neskaupsta listamenn
Spegillinn
Ný #MeToo bylgja

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 7, 2021 30:00


Fjölmargar konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa verið beittar. Ný #MeToo bylgja er risin. Vegna hættu á gróðureldum verða 16 slökkviliðsmenn í Borgarbyggð á bakvakt um helgina í varúðarskyni. Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var settur nú síðdegis. Formaður flokksins segir að kjörtímabilið hafi verið lærdómsríkt og óvenjulegt. Íslandi stendur til boða að kaupa skammta fyrir 200 þúsund manns af rússneska bóluefninu Spútnik V. Alþjóðaheilbrigðissstofnunin veitti í dag neyðarleyfi til notkunar kínverska bóluefnisins Sinopharm. Hlutafjárútboð í Síldarvinnslunni í Neskaupstað hefst á mánudaginn og stendur til miðvikudags. Frá því að byrjað var að bólusetja hér á landi gegn COVID-19 hafa verið fluttir inn um 185 þúsund skammtar af bóluefni. Þegar er áætlun um að hingað komi um 174 þúsund skammtar í maí og júní. Þeir gætu orðið fleiri því ekki liggur fyrir áætlun um afhendinu AstraZeneca og Janssen. Arnar Páll Hauksson talar við Júlíu Rós Atladóttur. Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Ný #MeToo bylgja

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 7, 2021


Fjölmargar konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa verið beittar. Ný #MeToo bylgja er risin. Vegna hættu á gróðureldum verða 16 slökkviliðsmenn í Borgarbyggð á bakvakt um helgina í varúðarskyni. Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var settur nú síðdegis. Formaður flokksins segir að kjörtímabilið hafi verið lærdómsríkt og óvenjulegt. Íslandi stendur til boða að kaupa skammta fyrir 200 þúsund manns af rússneska bóluefninu Spútnik V. Alþjóðaheilbrigðissstofnunin veitti í dag neyðarleyfi til notkunar kínverska bóluefnisins Sinopharm. Hlutafjárútboð í Síldarvinnslunni í Neskaupstað hefst á mánudaginn og stendur til miðvikudags. Frá því að byrjað var að bólusetja hér á landi gegn COVID-19 hafa verið fluttir inn um 185 þúsund skammtar af bóluefni. Þegar er áætlun um að hingað komi um 174 þúsund skammtar í maí og júní. Þeir gætu orðið fleiri því ekki liggur fyrir áætlun um afhendinu AstraZeneca og Janssen. Arnar Páll Hauksson talar við Júlíu Rós Atladóttur. Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Réttlát umskipti, barnaverndarmál og ráðningarstyrkir

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 18, 2021 30:00


Spegillinn 18.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir. Hundrað manns, þar af fimmtíu starfsmenn Landspítala eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar. Rætt við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum Lyfjastofnun Evrópu segir að færri hafi fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca en búast hefði mátt við. Það er sagt bæði vel virkt og öruggt. Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Dregið hefur úr líkum á stórum skjálftum næstu daga. Rætt við Kristínu Jónsdóttur, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands. Breiðafjarðarfejan Baldur lagði að bryggju í Brjánslæk núna klukkan sex að lokinni fyrstu ferð yfir fjörðinn eftir viðgerð. Ferjan bilaði í síðustu viku í annað sinn á innan við ári og tók ferðin rúman sólarhring í stað þess að taka þrjá tíma. Rætt við Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóra á Baldri, sem segir það vera létti að ferjan er aftur komin á siglingu. Ekkert stress hafi verið í áhöfninni áður en lagt var af stað. Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og í Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Róbert Jóhannsson, ræddi við Díönu Ívarsdóttur aðstoðarskólastjóra gunnskólans á Reyðarfirði og Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands. Lengri umfjöllun: Réttlát umskipti: Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingar á Íslandi hafa staðið að. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB og einn af skýrsluhöfundum. Skýrslan heitir Réttlát umskipti: Leiðin að kolefnislausu samfélagi. Hún er unnin í samstarfi við 14 samtök launafólks í sex ríkjum á Norðurlöndunum og Þýskalandi Barnavernd: Annar pistill af þremur. Það er spennandi að sjá hvernig hægt að að efla þjónustu við börn og fækka þannig barnaverndarmálum, segir Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu . Henni líst vel á kerfisbreytingar sem nú eru í deiglunni og segir þær risastórar. Ragnhildur Thorlacius talaði við han

Spegillinn
Réttlát umskipti, barnaverndarmál og ráðningarstyrkir

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 18, 2021


Spegillinn 18.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir. Hundrað manns, þar af fimmtíu starfsmenn Landspítala eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar. Rætt við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum Lyfjastofnun Evrópu segir að færri hafi fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca en búast hefði mátt við. Það er sagt bæði vel virkt og öruggt. Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Dregið hefur úr líkum á stórum skjálftum næstu daga. Rætt við Kristínu Jónsdóttur, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands. Breiðafjarðarfejan Baldur lagði að bryggju í Brjánslæk núna klukkan sex að lokinni fyrstu ferð yfir fjörðinn eftir viðgerð. Ferjan bilaði í síðustu viku í annað sinn á innan við ári og tók ferðin rúman sólarhring í stað þess að taka þrjá tíma. Rætt við Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóra á Baldri, sem segir það vera létti að ferjan er aftur komin á siglingu. Ekkert stress hafi verið í áhöfninni áður en lagt var af stað. Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og í Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Róbert Jóhannsson, ræddi við Díönu Ívarsdóttur aðstoðarskólastjóra gunnskólans á Reyðarfirði og Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands. Lengri umfjöllun: Réttlát umskipti: Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingar á Íslandi hafa staðið að. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB og einn af skýrsluhöfundum. Skýrslan heitir Réttlát umskipti: Leiðin að kolefnislausu samfélagi. Hún er unnin í samstarfi við 14 samtök launafólks í sex ríkjum á Norðurlöndunum og Þýskalandi Barnavernd: Annar pistill af þremur. Það er spennandi að sjá hvernig hægt að að efla þjónustu við börn og fækka þannig barnaverndarmálum, segir Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu . Henni líst vel á kerfisbreytingar sem nú eru í deiglunni og segir þær risastórar. Ragnhildur Thorlacius talaði við han

Morgunútvarpið
10. feb. - Loðna, Sundabraut, Ævi, ferðaþjónustan og Spánn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 10, 2021 130:00


Veiðar á loðnu eru hafnar á nýjan leik eftir þriggja ára hlé. Norsk skip eru farin að landa í Neskaupstað en íslensku skipin bíða eftir að loðnan sé nægjanlega hrognafull til að hægt sé að vinna hana fyrir Japansmarkað. Við tókum púlsinn á Síldarvinnslunni en þar er byrjað að taka á móti loðnu frá Norðmönnunum og unnið á sólarhrings vöktum. Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri þar var á línunni hjá okkur. Sveitarfélög á Vesturlandi sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi var á línunni hjá okkur og fór yfir málið með okkur. Hvernig breytir maður sjónvarpsþáttum í dansverk? Við komumst að því þegar þær Inga Maren Rúnarsdóttir og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir komu til okkar en þær eru konurnar að baki danssýningunni Ævi, sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum. Lokasýning verksins er í kvöld og við forvitnuðumst aðeins um þennan listviðburð. Ekkert verður af bólusetningartilraun Pfizer eins og fram kom í fréttum í gær. Sú staðreynd hefur áhrif á þjóðlífið allt og við heyrðum í Bjarnheiði Hallsdóttur formanni Samtaka ferðaþjónustunnar um fyrirsjáanleg áhrif á ferðaþjónustuna þar sem allir bíða eftir að geta tekið á móti ferðamönnum á ný. Við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni þar sem hann rakti fyrir okkur ýmis dómsmál sem þar eru í gangi. Tónlist: Gugusar og Auður - Frosið sólarlag. Moses Hightower - Stutt skref. Elvis Costello - Olivers Army. Passenger - Sword from the stone. Sigrún Stella - So cold. Sykurmolarnir - Ammæli. The Weeknd - Save your tears. Lenny Kravitz - The Chamber. Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein. Elton John - Little Jeannie.

Morgunútvarpið
10. feb. - Loðna, Sundabraut, Ævi, ferðaþjónustan og Spánn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 10, 2021


Veiðar á loðnu eru hafnar á nýjan leik eftir þriggja ára hlé. Norsk skip eru farin að landa í Neskaupstað en íslensku skipin bíða eftir að loðnan sé nægjanlega hrognafull til að hægt sé að vinna hana fyrir Japansmarkað. Við tókum púlsinn á Síldarvinnslunni en þar er byrjað að taka á móti loðnu frá Norðmönnunum og unnið á sólarhrings vöktum. Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri þar var á línunni hjá okkur. Sveitarfélög á Vesturlandi sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi var á línunni hjá okkur og fór yfir málið með okkur. Hvernig breytir maður sjónvarpsþáttum í dansverk? Við komumst að því þegar þær Inga Maren Rúnarsdóttir og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir komu til okkar en þær eru konurnar að baki danssýningunni Ævi, sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum. Lokasýning verksins er í kvöld og við forvitnuðumst aðeins um þennan listviðburð. Ekkert verður af bólusetningartilraun Pfizer eins og fram kom í fréttum í gær. Sú staðreynd hefur áhrif á þjóðlífið allt og við heyrðum í Bjarnheiði Hallsdóttur formanni Samtaka ferðaþjónustunnar um fyrirsjáanleg áhrif á ferðaþjónustuna þar sem allir bíða eftir að geta tekið á móti ferðamönnum á ný. Við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni þar sem hann rakti fyrir okkur ýmis dómsmál sem þar eru í gangi. Tónlist: Gugusar og Auður - Frosið sólarlag. Moses Hightower - Stutt skref. Elvis Costello - Olivers Army. Passenger - Sword from the stone. Sigrún Stella - So cold. Sykurmolarnir - Ammæli. The Weeknd - Save your tears. Lenny Kravitz - The Chamber. Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein. Elton John - Little Jeannie.

Morgunvaktin
Getur verið sáttaleið að skrá sjávarútvegsfélög á markað

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 9, 2021 130:00


Síldarvinnslan í Neskaupstað verður senn skráð í Kauphöll Íslands. Þetta eru nokkur tíðindi enda er aðeins eitt útgerðarfélag fyrir á almennum hlutabréfamarkaði. Mikil breyting hefur orðið í þessum efnum en um aldamót voru yfir 20 fyrirtæki í veiðum,vinnslu og sölu sjávarafurða á markaði. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir málið í spjalli um efnahag og samfélag. Og fyrst við vorum komin á þessi mið ræddum við líka um áhrif þess að gefinn hefur verið út 127 þúsund tonna loðnukvóti - þar af fá íslensk skip að veiða 70 þúsund tonn. Víða í Evrópu er kuldakast þessa dagana, og bæði kaldara og snjóþyngra í ýmsum höfuðborgum nágrannaríkjanna heldur en í Reykjavík. Snjóa- og kuldakastið hefur haft margvísleg áhrif. Það á ekki síst við í Þýskalandi, eins og Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá í Berlínarspjalli dagsins. Samgöngur eru úr skorðum og veðrið hefur líka haft áhrif á kórónuveirumál. Í fimmtán ár eða svo hefur okkur gefist kostur á að velja af hvaða fyrirtæki við kaupum rafmagn. Rafmagnssala til heimila er frjáls. En er alvöru samkeppni á þessum markaði? Munar einhverju í verði? Við fjölluðum um samkeppni í rafmagnssölu með Sigurði Friðleifssyni hjá Orkusetri. Tónlist: Logar - Minning um mann Don't try to fool me - Jóhann G. Jóhannsson

Morgunvaktin
Getur verið sáttaleið að skrá sjávarútvegsfélög á markað

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 9, 2021


Síldarvinnslan í Neskaupstað verður senn skráð í Kauphöll Íslands. Þetta eru nokkur tíðindi enda er aðeins eitt útgerðarfélag fyrir á almennum hlutabréfamarkaði. Mikil breyting hefur orðið í þessum efnum en um aldamót voru yfir 20 fyrirtæki í veiðum,vinnslu og sölu sjávarafurða á markaði. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir málið í spjalli um efnahag og samfélag. Og fyrst við vorum komin á þessi mið ræddum við líka um áhrif þess að gefinn hefur verið út 127 þúsund tonna loðnukvóti - þar af fá íslensk skip að veiða 70 þúsund tonn. Víða í Evrópu er kuldakast þessa dagana, og bæði kaldara og snjóþyngra í ýmsum höfuðborgum nágrannaríkjanna heldur en í Reykjavík. Snjóa- og kuldakastið hefur haft margvísleg áhrif. Það á ekki síst við í Þýskalandi, eins og Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá í Berlínarspjalli dagsins. Samgöngur eru úr skorðum og veðrið hefur líka haft áhrif á kórónuveirumál. Í fimmtán ár eða svo hefur okkur gefist kostur á að velja af hvaða fyrirtæki við kaupum rafmagn. Rafmagnssala til heimila er frjáls. En er alvöru samkeppni á þessum markaði? Munar einhverju í verði? Við fjölluðum um samkeppni í rafmagnssölu með Sigurði Friðleifssyni hjá Orkusetri. Tónlist: Logar - Minning um mann Don't try to fool me - Jóhann G. Jóhannsson

Segðu mér
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur

Segðu mér

Play Episode Listen Later Oct 8, 2020 40:00


Katrín Oddsdóttir kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Eysteinsdóttur, á galeiðunni í Reykjavík. Þá var Katrín blaðamaður í Neskaupstað og Kristín var í lesbíurokksveitinni Rokkslæðan. Þær ala börnin sín upp í þeirri trú að þau hafi rödd og geti breytt samfélaginu og þannig uppeldi fékk Katrín sjálf hjá móður sinni. Katrín er ein helsta baráttukonan um nýja stjórnarskrá og er að gera þætti um meint skemmtanagildi lögfræðinnar. Þegar dóttir Katrínar Oddsdóttur lögfræðings og konu hennar, Kristínar Eysteinsdóttur leikstjóra og fyrrum borgarleikhússtjóra, var að kríta í skólanum með öðrum bekkjarsystkinum sínum á dögunum sáu leikskólakennararnir ástæðu til að taka mynd af listaverkinu hennar. Á meðan önnur börn teiknuðu blóm og skrifaði dóttir lögfræðingsins og leikstjórans: HVAR ER NÝJA STJÓRNARSKRÁIN? með krít á flötina. Þegar Katrín fékk að sjá myndina fékk hún endurlit til eigin æsku og hló. „Ég var alin upp með þeim hætti að mamma og pabbi voru mikið að reyna að breyta samfélaginu og láta til sín taka,“ segir Katrín sem barnung tók þátt í aktívisma móður sinnar, Hólmfríðar R. Árnadóttur, sem er ein af stofnendum Kvennalistans.

krist reykjav katr oddsd eysteinsd neskaupsta
Morgunvaktin
Sveitarfélög á Suðurlandi ræða jöfnunarsjóð við ríkisstjórn

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Aug 18, 2020 130:00


Ríkisstjórnin fundar í dag á Hellu á Rangárvöllum. Undanfarin tvö ár hefur stjórnin haldið sérstaka sumarfundi úti um landið; á Snæfellsnesi fyrir tveimur árum og í Mývatnssveit í fyrra. Búast má að mál er tengjast kórónuveirufaraldrinum verði á dagskrá fundarins en að honum loknum fundar stjórnar með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi. Við ræddum við Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóra Rangarþings ytra. Hann sagði víst að málefni jöfnunarsjóðs sveitarfélaga yrðu á dagskránni. Það hefur betri áhrif á efnahag þjóðarbúsins að nánast loka landinu fyrir almennum ferðamönnum heldur en að halda því opnu og hvetja útlendinga til að sækja Ísland heim. Og það þrátt fyrir að það þýði að fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu - nánast öll - verði meira eða minna tekjulaus á meðan þetta ástand varir. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir þessa niðurstöðu ráðgjafa og sérfræðinga stjórnvalda. Þótt enn sé ár til kosninga til þýska sambandsþingsins er kosningabaráttan að nokkru leyti hafin - stjórnmálamenn eru í það minnsta komnir í stellingar. Jafnaðarmenn útnefndu kanslaraefni sitt í síðustu viku og miklar umræður eru í Þýskalandi þessa dagana um kanslaraefni annarra flokka og möguleg stjórnarmynstur. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu. Deilur um andlitsgrímur komu líka við sögu sem og menningarlífið í Þýskalandi sem er auðvitað svipað og hér; með daufasta móti. Aðsókn í Verkmenntaskóla Austurlands er með mesta móti og tekið verður á móti fleirum en venjulega þetta haustið. Smæð skólans hjálpar til þennan veturinn og gerir, að óbreyttu, mögulegt að halda úti hefðbundnu námi. Iðngreinar hafa verið kenndar í Neskaupstað frá 1944. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari VA, sagði okkur frá.

va bj sm sn hann sigur arth undanfarin neskaupsta sveitarf kjarnans austurlands lilja gu bollason jafna
Morgunvaktin
Sveitarfélög á Suðurlandi ræða jöfnunarsjóð við ríkisstjórn

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Aug 18, 2020


Ríkisstjórnin fundar í dag á Hellu á Rangárvöllum. Undanfarin tvö ár hefur stjórnin haldið sérstaka sumarfundi úti um landið; á Snæfellsnesi fyrir tveimur árum og í Mývatnssveit í fyrra. Búast má að mál er tengjast kórónuveirufaraldrinum verði á dagskrá fundarins en að honum loknum fundar stjórnar með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi. Við ræddum við Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóra Rangarþings ytra. Hann sagði víst að málefni jöfnunarsjóðs sveitarfélaga yrðu á dagskránni. Það hefur betri áhrif á efnahag þjóðarbúsins að nánast loka landinu fyrir almennum ferðamönnum heldur en að halda því opnu og hvetja útlendinga til að sækja Ísland heim. Og það þrátt fyrir að það þýði að fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu - nánast öll - verði meira eða minna tekjulaus á meðan þetta ástand varir. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir þessa niðurstöðu ráðgjafa og sérfræðinga stjórnvalda. Þótt enn sé ár til kosninga til þýska sambandsþingsins er kosningabaráttan að nokkru leyti hafin - stjórnmálamenn eru í það minnsta komnir í stellingar. Jafnaðarmenn útnefndu kanslaraefni sitt í síðustu viku og miklar umræður eru í Þýskalandi þessa dagana um kanslaraefni annarra flokka og möguleg stjórnarmynstur. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu. Deilur um andlitsgrímur komu líka við sögu sem og menningarlífið í Þýskalandi sem er auðvitað svipað og hér; með daufasta móti. Aðsókn í Verkmenntaskóla Austurlands er með mesta móti og tekið verður á móti fleirum en venjulega þetta haustið. Smæð skólans hjálpar til þennan veturinn og gerir, að óbreyttu, mögulegt að halda úti hefðbundnu námi. Iðngreinar hafa verið kenndar í Neskaupstað frá 1944. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari VA, sagði okkur frá.

va bj sm sn hann sigur arth undanfarin neskaupsta sveitarf kjarnans austurlands lilja gu bollason jafna
Sögur af landi
Neskaupstaður að fornu og nýju. Hekluhestar

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 17, 2020


Í þætti dagsins er ferð okkar heitið á Suður- og Austurlandið. Fyrir austan fræðumst við um landnótaveiðar og sögu gamla Lúðvíkshúss sem hefur þjónað mörgum hlutverkum í Norðfirði síðan það var reist árið 1881. Það er Smári Geirsson kennari í Neskaupstað sem segir frá. Við heyrum einnig gamla upptöku frá árinu 1960 þegar Stefán Jónsson var á ferð í Norðfirði og talaði þar við sjómenn og starfsfólk í fiskisölu og fiskvinnslu. Á Suðurlandi forvitnumst við um hestaleiguna Hekluhesta sem boðið hefur upp á skipulagðar hestaferðir í 40 ár, en það er ferðaþjónustubóndinn Aníta Ólöf Jónsdóttir sem segir okkur frá starfseminni. Rifjum líka upp Heklugosið 1980 sem má segja hafi markað upphaf Hekluhesta. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sögur af landi
Neskaupstaður að fornu og nýju. Hekluhestar

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 17, 2020


Í þætti dagsins er ferð okkar heitið á Suður- og Austurlandið. Fyrir austan fræðumst við um landnótaveiðar og sögu gamla Lúðvíkshúss sem hefur þjónað mörgum hlutverkum í Norðfirði síðan það var reist árið 1881. Það er Smári Geirsson kennari í Neskaupstað sem segir frá. Við heyrum einnig gamla upptöku frá árinu 1960 þegar Stefán Jónsson var á ferð í Norðfirði og talaði þar við sjómenn og starfsfólk í fiskisölu og fiskvinnslu. Á Suðurlandi forvitnumst við um hestaleiguna Hekluhesta sem boðið hefur upp á skipulagðar hestaferðir í 40 ár, en það er ferðaþjónustubóndinn Aníta Ólöf Jónsdóttir sem segir okkur frá starfseminni. Rifjum líka upp Heklugosið 1980 sem má segja hafi markað upphaf Hekluhesta. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sögur af landi
Neskaupstaður að fornu og nýju. Hekluhestar

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 17, 2020


Í þætti dagsins er ferð okkar heitið á Suður- og Austurlandið. Fyrir austan fræðumst við um landnótaveiðar og sögu gamla Lúðvíkshúss sem hefur þjónað mörgum hlutverkum í Norðfirði síðan það var reist árið 1881. Það er Smári Geirsson kennari í Neskaupstað sem segir frá. Við heyrum einnig gamla upptöku frá árinu 1960 þegar Stefán Jónsson var á ferð í Norðfirði og talaði þar við sjómenn og starfsfólk í fiskisölu og fiskvinnslu. Á Suðurlandi forvitnumst við um hestaleiguna Hekluhesta sem boðið hefur upp á skipulagðar hestaferðir í 40 ár, en það er ferðaþjónustubóndinn Aníta Ólöf Jónsdóttir sem segir okkur frá starfseminni. Rifjum líka upp Heklugosið 1980 sem má segja hafi markað upphaf Hekluhesta. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Norðfirðingur - Hlaðvarp
9. þáttur - Petra

Norðfirðingur - Hlaðvarp

Play Episode Listen Later Mar 13, 2020 68:47


Gestur þáttarins að þessu sinni er Petrún Björg Jónsdóttir, eða Petra eins og hún er gjarnan kölluð. Blak, uppvöxturinn í Neskaupstað, kraftakeppni, pólitík, hinsegin og margt margt fleira ber á góma í þættinum, sem unninn er í samstarfi við SÚN.

Steve Dagskrá
Dröftuðum okkar EPL lið og afhverju geta Arsenal og United ekkert?

Steve Dagskrá

Play Episode Listen Later Jan 27, 2020 57:38


Herra Katalónía býr í Neskaupstað, við fórum á Þorrablót, Enski boltinn og munið að spara skorpuna.

Morgunútvarpið
10. des. - Eldri og yngri, veður, Húsdýragarður, orðanotkun og vísindi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Dec 10, 2019 130:00


Ráðist er gegn einangrun eldri borgara í Neskaupstað með því að setja upp félagsaðstöðu fyrir þá og ungmenni í Egilsbúð. Þá hefur ungt fólk í Neskaupstað reglulega heimsótt íbúa í Breiðabliki, sem eru íbúðir aldraðra. Guðrún Lilja Magnúsdóttir, heldur utan um verkefnið hjá Fjarðabyggð sem styrkt er af Evrópusambandinu og er einnig í gangi á Írland, Norður-Írlandi og í Svíþjóð. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar. Við vorum á veðurvaktinni í dag enda von á ofsaveðri og heyrðum í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi var á línunni hjá okkur í gær, en hún vill sjá breytingar á Húsdýragarðinum og segir að þar ætti aðeins að halda húsdýr, engin villt dýr. Þorkell Heiðarsson líffræðingur og deildarstjóri í Húsdýragarðinum kom svo til okkar í morgun og ræddi starfsemi garðsins. Elliði Vignisson, bæjarstjori í Ölfusi, er þeirrar skoðunar að orðið afneitunarsinni sé ljótt orð og orðskrípi sem sé vont að nota í umræðu um mikilvægasta málefni samtímans og að í staðinn þurfi orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar en lokar ekki umræðu. Helst þarf að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta orð sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði útskýrði þetta fyrir okkur í þættinum. Sævar Helgi Bragason mætti í sitt vikulega vísindaspjall og ræddi eldgosið á Hvítey. Tónlist: Eivör Pálsdóttir - Dansaðu vindur. The Cardigans - Feathers and down. Stebbi og Eyfi - Jólagleði. Amy Winehouse - Tears dry on their own. Kansas - Dust in the wind. Þrjár systur - Hvað varð um jólin. Sting - Desert rose. Þór Breiðfjörð - Heilaga nótt (vertu mér nær). Kacey Musgraves - High horse. Baggalútur - Afsakið þetta smáræði.

bj gu hva hei sv brei hv helst dansa evr eiv sindi fjar baggal hildur bj neskaupsta stebbi helgi bragason
Morgunútvarpið
10. des. - Eldri og yngri, veður, Húsdýragarður, orðanotkun og vísindi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Dec 10, 2019


Ráðist er gegn einangrun eldri borgara í Neskaupstað með því að setja upp félagsaðstöðu fyrir þá og ungmenni í Egilsbúð. Þá hefur ungt fólk í Neskaupstað reglulega heimsótt íbúa í Breiðabliki, sem eru íbúðir aldraðra. Guðrún Lilja Magnúsdóttir, heldur utan um verkefnið hjá Fjarðabyggð sem styrkt er af Evrópusambandinu og er einnig í gangi á Írland, Norður-Írlandi og í Svíþjóð. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar. Við vorum á veðurvaktinni í dag enda von á ofsaveðri og heyrðum í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi var á línunni hjá okkur í gær, en hún vill sjá breytingar á Húsdýragarðinum og segir að þar ætti aðeins að halda húsdýr, engin villt dýr. Þorkell Heiðarsson líffræðingur og deildarstjóri í Húsdýragarðinum kom svo til okkar í morgun og ræddi starfsemi garðsins. Elliði Vignisson, bæjarstjori í Ölfusi, er þeirrar skoðunar að orðið afneitunarsinni sé ljótt orð og orðskrípi sem sé vont að nota í umræðu um mikilvægasta málefni samtímans og að í staðinn þurfi orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar en lokar ekki umræðu. Helst þarf að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta orð sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði útskýrði þetta fyrir okkur í þættinum. Sævar Helgi Bragason mætti í sitt vikulega vísindaspjall og ræddi eldgosið á Hvítey. Tónlist: Eivör Pálsdóttir - Dansaðu vindur. The Cardigans - Feathers and down. Stebbi og Eyfi - Jólagleði. Amy Winehouse - Tears dry on their own. Kansas - Dust in the wind. Þrjár systur - Hvað varð um jólin. Sting - Desert rose. Þór Breiðfjörð - Heilaga nótt (vertu mér nær). Kacey Musgraves - High horse. Baggalútur - Afsakið þetta smáræði.

bj gu hva hei sv brei hv helst dansa evr eiv sindi fjar baggal hildur bj neskaupsta stebbi helgi bragason
Mannlegi þátturinn
Pinkulítil hátíð, Eva Rún og Ró og Lára lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 9, 2019 55:00


Pinkulitla aðventu- og grínhátíðin verður haldin í Neskaupstað næstu helgi. Þau sem að hátíðinni standa segja að þetta verði lang minnsta sviðslistahátíð á íslandi... þ.e.a.s. vonandi. Því þau segjast ekki hafa sannreynt það og lifa í algjörri afneitun ef hátíðin reynist ekki vera sú minnsta. Þessi litla hátíð hefur það að markmiði að gleðja og létta fólki lífið í aðdraganda jólanna. Við hringdum í Benedikt Karl Gröndal, einn aðstandenda og fengum að vita hver stærðargráðan er í raun. Á hverjum degi þjóta óteljandi hugsanir og tilfinningar í gegnum huga okkar. Það getur komið sér vel að kunna aðferð til að finna innri frið og ró. Í nýrri bók RÓ er að finna einfaldar æfingar fyrir krakka og fullorðna til að kalla fram slökun og innri ró. Bókin er byggð á margra ára reynslu Evu Rúnar Þorgeirsdóttur af því að kenna börnum jóga, slökun og hugleiðslu. Eva Rún kom í þáttinn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri í Reykjavík bókmenntaborg Unesco. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Pinkulítil hátíð, Eva Rún og Ró og Lára lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 9, 2019


Pinkulitla aðventu- og grínhátíðin verður haldin í Neskaupstað næstu helgi. Þau sem að hátíðinni standa segja að þetta verði lang minnsta sviðslistahátíð á íslandi... þ.e.a.s. vonandi. Því þau segjast ekki hafa sannreynt það og lifa í algjörri afneitun ef hátíðin reynist ekki vera sú minnsta. Þessi litla hátíð hefur það að markmiði að gleðja og létta fólki lífið í aðdraganda jólanna. Við hringdum í Benedikt Karl Gröndal, einn aðstandenda og fengum að vita hver stærðargráðan er í raun. Á hverjum degi þjóta óteljandi hugsanir og tilfinningar í gegnum huga okkar. Það getur komið sér vel að kunna aðferð til að finna innri frið og ró. Í nýrri bók RÓ er að finna einfaldar æfingar fyrir krakka og fullorðna til að kalla fram slökun og innri ró. Bókin er byggð á margra ára reynslu Evu Rúnar Þorgeirsdóttur af því að kenna börnum jóga, slökun og hugleiðslu. Eva Rún kom í þáttinn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri í Reykjavík bókmenntaborg Unesco. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Morgunútvarpið
15. okt. - Siglufjörður, íslenskan, Tónspil, vatn og vísindi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 15, 2019 130:00


Jón Garðar Steingrímsson sá ekki fyrir sér að búa á æskustöðvunum, Siglufirði, þegar hann yrði fullorðinn. Hann taldi sig alfarinn þegar kom að menntaskólaárunum. En örlögin gripu í taumana. Hann sneri heim úr doktorsnámi í Þýskalandi með flogaveikt ungbarn í faðm stórfjölskyldunnar. Hann hafði þá ekki endilega búist við að flytja aftur til Íslands, hvað þá Siglufjarðar. Hann fékk starf við hæfi hjá líftæknifyrirtækinu Genís og hefur ekki efast um ákvörðunina um að snúa heim. Hann segir tvennt ólíkt að búa í bænum nú en var þegar hann ólst upp enda uppbyggingin verið mikil síðustu ár. Jón Garðar var á línunni. Er íslenskan góður business? Mikilvægt er að fyrirtæki og fræðasamfélagið vinni saman að því að bjarga tungumálinu, en vilja viðskiptavinir fyrirtækja tala við vélar? Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms - Miðstöðvar um máltækni, og Erik Figueras Torras, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Símans, voru gestir Morgunútvarpsins. Þeim fækkar hratt sérverslunum sem höndla með plötur og geisladiska, ekki síst úti á landi þar sem það er hending að finna slíka verslun. Eina slíka er þó að finna í Neskaupstað og þar hefur Pjétur S. Hallgrímsson staðið vaktina í áratugi. Við slógum á þráðinn austur og heyrðum í Pjétri og spurðum út í verslunina Tónspil og lífið fyrir austan. Ummæli forstöðumanns vatns- og fráveitudeildar Oslóar vöktu undrun og jafnvel nokkra hneykslan samlanda sinna þegar hann gagnrýndi sóun borgarbúa á vatni á dögunum. Hann benti á nokkrar leiðir til að spara vatn, meðal annars að fólk gæti pissað í sturtunni og burstað þar tennur, auk hefðbundnari ráða. Norðmenn hafa þurft að spara vatn og við veltum fyrir okkur hvort við eigum á hættu að þetta geti gerst hér á landi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum var á línunni. Sævar Helgi Bragason fræddi okkur um vísindi og í dag ræddi hann m.a. Nóbelsverðlaun og fyrsta geimgengilinn, ef svo mætti að orði komast. Tónlist: Heiða Ólafsdóttir - Ekki nema von. Emilíana Torrini - Sunnyroad. OMAM - Wars. Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið sem mig langar í). Magni og Ólöf Jara - Eina nótt. Valdimar Guðmundsson - Okkar eigin Osló. TLC - Waterfalls. Jónas Sig. - Höldum áfram. Calvin Harris - One kiss (ft. Dua Lipa). Lizzo - Good as hell.

Morgunútvarpið
15. okt. - Siglufjörður, íslenskan, Tónspil, vatn og vísindi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 15, 2019


Jón Garðar Steingrímsson sá ekki fyrir sér að búa á æskustöðvunum, Siglufirði, þegar hann yrði fullorðinn. Hann taldi sig alfarinn þegar kom að menntaskólaárunum. En örlögin gripu í taumana. Hann sneri heim úr doktorsnámi í Þýskalandi með flogaveikt ungbarn í faðm stórfjölskyldunnar. Hann hafði þá ekki endilega búist við að flytja aftur til Íslands, hvað þá Siglufjarðar. Hann fékk starf við hæfi hjá líftæknifyrirtækinu Genís og hefur ekki efast um ákvörðunina um að snúa heim. Hann segir tvennt ólíkt að búa í bænum nú en var þegar hann ólst upp enda uppbyggingin verið mikil síðustu ár. Jón Garðar var á línunni. Er íslenskan góður business? Mikilvægt er að fyrirtæki og fræðasamfélagið vinni saman að því að bjarga tungumálinu, en vilja viðskiptavinir fyrirtækja tala við vélar? Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms - Miðstöðvar um máltækni, og Erik Figueras Torras, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Símans, voru gestir Morgunútvarpsins. Þeim fækkar hratt sérverslunum sem höndla með plötur og geisladiska, ekki síst úti á landi þar sem það er hending að finna slíka verslun. Eina slíka er þó að finna í Neskaupstað og þar hefur Pjétur S. Hallgrímsson staðið vaktina í áratugi. Við slógum á þráðinn austur og heyrðum í Pjétri og spurðum út í verslunina Tónspil og lífið fyrir austan. Ummæli forstöðumanns vatns- og fráveitudeildar Oslóar vöktu undrun og jafnvel nokkra hneykslan samlanda sinna þegar hann gagnrýndi sóun borgarbúa á vatni á dögunum. Hann benti á nokkrar leiðir til að spara vatn, meðal annars að fólk gæti pissað í sturtunni og burstað þar tennur, auk hefðbundnari ráða. Norðmenn hafa þurft að spara vatn og við veltum fyrir okkur hvort við eigum á hættu að þetta geti gerst hér á landi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum var á línunni. Sævar Helgi Bragason fræddi okkur um vísindi og í dag ræddi hann m.a. Nóbelsverðlaun og fyrsta geimgengilinn, ef svo mætti að orði komast. Tónlist: Heiða Ólafsdóttir - Ekki nema von. Emilíana Torrini - Sunnyroad. OMAM - Wars. Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið sem mig langar í). Magni og Ólöf Jara - Eina nótt. Valdimar Guðmundsson - Okkar eigin Osló. TLC - Waterfalls. Jónas Sig. - Höldum áfram. Calvin Harris - One kiss (ft. Dua Lipa). Lizzo - Good as hell.

Füzz
Frískandi Fuzz með Foo Fighters og fleirum

Füzz

Play Episode Listen Later Jul 26, 2019


Hulda Geirs rokkaði með hlustendum í Fuzzi kvöldsins. Gestur hennar var bassafanturinn Þorsteinn Árnason frá Neskaupstað sem m.a. spilar með hljómsveitinni Rock Paper Sisters og hann hafði með sér sína uppáhalds rokkplötu Sabotage með Black Sabbath frá árinu 1975. Plata þáttarins var svo Sonic Highways með Foo Fighters sem kom út árið 2014 ásamt samnefndum heimildaþáttum. Hlustendur fengu sín óskalög og rokkið var úr öllum áttum. Lagalisti: Pearl Jam - The Fixer. Bryan Adams - Run to you. Foo Fighters - Congregation (Plata þáttarins). Foreign Monkeys - Nú meikarðu það Gústi. Janis Joplin - One good man. Nykur - Illskufullar kenndir. The Clash - Should I stay or should I go. AC/DC - Back in black. Judas Priest - Breaking the law. Foo Fighters - Outside (Plata þáttarins). Led Zeppelin - Immigrant song. Smashing Pumpkins - Bullet with butterfly wings. Queen - Keep yourself alive. Arctic Monkeys - I bet you look good on the dance floor. Þrumuvagninn - Ekki er allt sem sýnist. Valdimar - Of seint. Rock Paper Sisters - Wings. Gestur þáttarins Þorsteinn Árnason. Black Sabbath - Hole in the sky. Black Sabbath - Symptom of the universe. Deep Jimi and the Zep Creams - Let it roll. ZZ Top - Tush. Tool - Schism. KISS - Nowhere to run.

sabotage foo fighters black sabbath plata back in black fuzz ekki gestur ac dc back sonic highways hlustendur neskaupsta judas priest breaking black sabbath symptom bryan adams run queen keep led zeppelin immigrant
Füzz
Frískandi Fuzz með Foo Fighters og fleirum

Füzz

Play Episode Listen Later Jul 26, 2019


Hulda Geirs rokkaði með hlustendum í Fuzzi kvöldsins. Gestur hennar var bassafanturinn Þorsteinn Árnason frá Neskaupstað sem m.a. spilar með hljómsveitinni Rock Paper Sisters og hann hafði með sér sína uppáhalds rokkplötu Sabotage með Black Sabbath frá árinu 1975. Plata þáttarins var svo Sonic Highways með Foo Fighters sem kom út árið 2014 ásamt samnefndum heimildaþáttum. Hlustendur fengu sín óskalög og rokkið var úr öllum áttum. Lagalisti: Pearl Jam - The Fixer. Bryan Adams - Run to you. Foo Fighters - Congregation (Plata þáttarins). Foreign Monkeys - Nú meikarðu það Gústi. Janis Joplin - One good man. Nykur - Illskufullar kenndir. The Clash - Should I stay or should I go. AC/DC - Back in black. Judas Priest - Breaking the law. Foo Fighters - Outside (Plata þáttarins). Led Zeppelin - Immigrant song. Smashing Pumpkins - Bullet with butterfly wings. Queen - Keep yourself alive. Arctic Monkeys - I bet you look good on the dance floor. Þrumuvagninn - Ekki er allt sem sýnist. Valdimar - Of seint. Rock Paper Sisters - Wings. Gestur þáttarins Þorsteinn Árnason. Black Sabbath - Hole in the sky. Black Sabbath - Symptom of the universe. Deep Jimi and the Zep Creams - Let it roll. ZZ Top - Tush. Tool - Schism. KISS - Nowhere to run.

sabotage foo fighters black sabbath plata fuzz ekki gestur sonic highways hlustendur ac dc back in black neskaupsta judas priest breaking black sabbath symptom bryan adams run queen keep led zeppelin immigrant
Füzz
Frískandi Fuzz með Foo Fighters og fleirum

Füzz

Play Episode Listen Later Jul 26, 2019 155:00


Hulda Geirs rokkaði með hlustendum í Fuzzi kvöldsins. Gestur hennar var bassafanturinn Þorsteinn Árnason frá Neskaupstað sem m.a. spilar með hljómsveitinni Rock Paper Sisters og hann hafði með sér sína uppáhalds rokkplötu Sabotage með Black Sabbath frá árinu 1975. Plata þáttarins var svo Sonic Highways með Foo Fighters sem kom út árið 2014 ásamt samnefndum heimildaþáttum. Hlustendur fengu sín óskalög og rokkið var úr öllum áttum. Lagalisti: Pearl Jam - The Fixer. Bryan Adams - Run to you. Foo Fighters - Congregation (Plata þáttarins). Foreign Monkeys - Nú meikarðu það Gústi. Janis Joplin - One good man. Nykur - Illskufullar kenndir. The Clash - Should I stay or should I go. AC/DC - Back in black. Judas Priest - Breaking the law. Foo Fighters - Outside (Plata þáttarins). Led Zeppelin - Immigrant song. Smashing Pumpkins - Bullet with butterfly wings. Queen - Keep yourself alive. Arctic Monkeys - I bet you look good on the dance floor. Þrumuvagninn - Ekki er allt sem sýnist. Valdimar - Of seint. Rock Paper Sisters - Wings. Gestur þáttarins Þorsteinn Árnason. Black Sabbath - Hole in the sky. Black Sabbath - Symptom of the universe. Deep Jimi and the Zep Creams - Let it roll. ZZ Top - Tush. Tool - Schism. KISS - Nowhere to run.

sabotage foo fighters black sabbath plata fuzz ekki gestur sonic highways hlustendur ac dc back in black neskaupsta judas priest breaking black sabbath symptom bryan adams run queen keep led zeppelin immigrant
Norðfirðingur - Hlaðvarp
6. þáttur - Kiddi Jó

Norðfirðingur - Hlaðvarp

Play Episode Listen Later Jun 5, 2019 76:56


Í 6. þætti af Norðfirðingi - hlaðvarp er rætt við Kristinn V. Jóhannsson, eða Kidda Jó eins og hann er gjarnan kallaður. Kiddi hefur lifað tímana tvenna og ræddum við beitiskúra og neftóbak, stjórnmál í Neskaupstað, körfubolta, þorskastríðin, Þórð bróður og margt fleira. Þátturinn er gerður í samstarfi við SÚN.

sn kiddi neskaupsta
Mannlegi þátturinn
OsteoStrong, unnu Fjármálaleikinn og nýr bátur í Kokkálsvík

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Apr 2, 2019 55:00


Við heyrðum af nýrri stöð, OsteoStrong, sem staðsett er í Borgartúni og býður uppá aðferð við að þétta bein með sérstöku Spectrum kerfi, sem eru 4 tæki, nokkurs konar líkamsræktartæki . Spectrum kerfið var fundið upp af Dr. John Jaquish, sem er höfundur bókarinnar „Osteogenic Loading“ en hann hefur flutt fjölda erinda á heimsþingi um beinþynningu og sat áður í stjórn American Bone Health sem eru samtök um beinheilsu í Bandaríkjunum. Nokkrar mínútur í tækjunum einu sinni í viku er nóg , segja hjónin Örn og Svanlaug sem opnuðu útbú á Íslandi í janúar sl. Mannlegi þátturinn skoðaði málið. Tíundi bekkur Nesskóla í Neskaupstað fór með sigur af hólmi í Fjármálaleiknum 2019, spurningakeppni í fjármálalæsi. Alls tóku þrjátíu skólar á landsvísu þátt í leiknum að þessu sinni með samtals um 500 nemendur. Hver nemandi í bekknum þurfti að svara 60 fjölbreyttum krossaspurningum um fjármál. Við hringdum austur og heyrðum í Eysteini Þór Kristinssyni, skólastjóra Nesskóla og Ester Rún Jónsdóttur nemanda. Þann 9. mars kom nýr bátur til hafnar í svokallaðri Kokkálsvík þar sem er hafnaraðstaða Drangsnesinga. Haldið var upp á daginn með pompi og prakt, og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, mætti á staðinn og spjallaði skipstjórann Ingólf Haraldsson, föður hans Harald Ingólfsson og Finn Ólafsson Oddvita, auk þess sem heyrðist í Óskari Torfasyni, framkvæmdastjóra útgerðarinnar á staðnum. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Morgunvaktin
Leitin að loðnunni

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 28, 2019 130:00


Við fjölluðum um landsins gagn og nauðsynjar og töluðum líka dálítið um The Rolling Stones á fæðingardegi Brian Jones, eins stofnanda sveitarinnar og fyrsta leiðtoga. - Það er útlit fyrir loðnubrest. Loðna hefur ekki fundist á hefðbundnum slóðum fyrir norðan land og austan þrátt fyrir mikla leit. Þetta er áfall; loðnan skiptir okkur miklu máli; hún skapar störf og tekjur. Við fjölluðum um stöðuna á Morgunvaktinni í dag; til okkar kom Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknastofnunar, og við heyrðum líka í Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. - Hornafjörður var lengi afskekktur og samgöngur við aðra landshluta og byggðarlög erfiðar. Miklar og góðar breytingar urðu með brúnni yfir Skeiðará 1974 og svo með göngum undir Almannaskarð sem tekin voru í notkun 2005. Í þá daga treystu Hornfirðingar á flugið og gera reyndar enn. En nú eru blikur á lofti, lagt er til í skýrslu að ríkisstuðningi við flugleiðina Hornafjörður-Reykjavík verði hætt og það lýst Hornfirðingum illa á. Við ræddum við Matthildi Ásmundardóttur, bæjarstjóra Hornafjarðar, um samgöngumálin. Við spjölluðum líka um óveðrið í fyrradag, uppbyggingu í sveitarfélaginu og sitthvað fleira. - Hver er framtíð byggðarinnar norður á Ströndum? Liggur framtíðarvonin í friðlýsingu Drangajökulsvíðernis, eins og friðunarsinnar leggja til, eða er sjálfsagt, rétt og skynsamlegt að nýta náttúruauðlindir svæðisins með beinni hætti eins og virkjun í Ófeigsfirði? Arinbjörn Bernharðsson er fæddur og uppalinn í Norðurfirði og hefur verið að byggja þar upp ferðaþjónustu. Hann sagði frá byggðinni fyrir norðan og framtíðarhúsmyndum. Sjálfur styður Arinbjörn virkjanaáform í Ófeigsfirði. - The Rolling Stones - Ruby Tuesday - We Love You - Paint it Black - Mother´s Little Helper.

Spegillinn
Spegillinn 19. febrúar 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 19, 2019 30:00


Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Davíð Berndsen Skattbyrði lágtekjufólks lækkar um tvö prósentustig og barnabætur hækka samkvæmt tillögum sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Alþýðusambandið hafnar skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Þær valdi vonbrigðum og nægi ekki til að liðka fyrir kjarasamningum. Flest bendir til þess að undirbúningur verkfalla hefjist á næstu dögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að hún hefði viljað að vinna við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefði gengið hraðar. Ný skýrsla Amnesty International um málefni intersex fólks hér á landi er gagnrýnin á stjórnvöld og heilbrigðiskerfið. Fólk mæti hindrunum í leit að fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og það stofni líkamlegri og andlegri heilsu í hættu. Talið er að allt að tólf skíðamenn hafi lent í snjóflóði sem féll í Sviss í dag. Íslenskur maður sem reyndist smitaður af mislingum leitaði á heilsugæsluna í Neskaupstað í síðustu viku vegna veikinda. Maðurinn var sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, til að tryggja að hann fengi viðeigandi meðferð, en einnig til að tryggja öryggi annarra. Hann var settur í einangrun á Landspítalanum og er nú á batavegi. Spænska ríkisstjórnin hefur veitt fjölskyldu Franciscos Francos, fyrrverandi einræðisherra Spánar, tveggja vikna frest til þess að ákveða hvar hann skuli hvíla eftir að jarðneskar hans verða fjarlægðar úr minningargrafreit um þá hermenn sem létust í spænska borgarastríðinu. Spáð er leiðindaveðri víða um land í nótt og í fyrramálið. Lengri umfjallanir: Eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag bendir flest til þess að undirbúningur verkfalla hefjist á næstu dögum. Formenn verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandins telja tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum vonbrigði og að þær verði ekki til þess að liðka fyrir lausn kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. forseti ASÍ, gekk af fundi ríkisstjórnarinnar í dag vegna þess að hann er ósáttur við framlag hennar í skattamálum. Eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði Eflingar, VR og Verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík voru bundnar vonir við útspil ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir samningum. Gagntilboðið hljóðaði upp á að mánaðarlaun hækkuðu um 37.500 krónur á mánuði árlega í þrjú ár og að á síðasta samningsárinu yrðu lágmarklaun eða tekjutryggingin komin í 400 þúsund krónur. Vilhjálmur segir að staðan í kjaraviðræðum hafi verið alvarleg en nú séu hún grafalvarleg. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún hafi ekki gert sé miklar

Spegillinn
Spegillinn 22. janúar 2019. 40 tillögur í húsnæðismálum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 22, 2019 30:00


Þó að áformað sé að byggja 10 þúsund íbúðir á næstu þremur árum dugir það ekki fyrir þá sem hafa minnstar tekjur. Fjölmargar tillögur voru kynntar í dag sem miða að því að byggja ódýrari íbúðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að tillögurnar greiði fyrir kjarasamningum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formaður átakshópsins sem vann tillögurnar telur að segir útliti fyrir það þær íbúðir sem búið er að byggja eða eru ráðgerðar leysi ekki vanda þeirra tekjulægstu. Meirihluti sveitarstjórnar Reykhólahrepps telur sig engan annan kost hafa en samþykkja þá leið um Teigsskóg sem Vegagerðin helst kýs. var Árný Huld Haraldsdóttir sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi lagði fram tillögu um samþykkt sem þrír greiddu atkvæði sitt en tveir voru á móti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það grundvallarsjónarmið sitt að vera talsmaður listræns frelsis. Það sé úrlausnarefni Seðlabankans að tryggja að listaverk séu ekki þar sem þau eru óþægileg fyrir starfsmenn. Gat fannst á nótarpoka sjókvíar Arnarlax í Arnarfirði í morgun. Ekki er ljóst hvort eða hve margir laxar sluppu þar út. Loðnuleit er hafin að nýju. Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hélt frá Neskaupstað í dag og hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fer á föstudaginn. Júlía Týmósjenkó, sem var forsætisráðherra Úkraínu fyrir meira en áratug, lýsti yfir forsetaframboði sínu í dag. Kosningarnar eiga að fara fram í lok mars og Týmósjenkó virðist hafa mun meira fylgi en Petró Porosjenkó, sem nú er forseti. Björn Malmquist sagði frá. RARIK vinnur nú að því að losa sig við ljósastaura í þéttbýli og koma verkefninu yfir til sveitarfélaga. Þannig eru Fjarðabyggð og RARIK langt komin með samning um að sveitarfélagið taki við staurunum. ------- Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðgerðir til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði leggur til að sveitarfélög og ríkið auki fjárveitingar til stofnframlaga vegna uppbyggingar í almenna húsnæðiskerfinu og að tekjumörk verði hækkuð. Einnig er lagt til að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög verði efld og skýrari reglur settar á leigumarkaði. Arnar Páll Hauksson ræddi við formenn hópsins, Gísla Gíslason og Önnu Guðmundu Ingvarsdóttir. TIllögurnar móta stefnu okkar í húsnæðismálum til lengri tíma segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra þær hafi verið unnar af fjölbreyttum hópi og um þær samstaða .Hún vonar að þær geti líka greitt fyrir kjaraviðræðum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Katrínu Jakobsdóttur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að tillögurnar séu innspil í kjaraviðræðurnar. Anna Kris

Mannlegi þátturinn
Oddskarðsgöng, Schola Cantorum og snjallsímanotkun foreldra

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 19, 2018 50:00


Fyrir tveimur og hálfu ári fékk Alexandra Ýr Ingvarsdóttir, ung Norðfirsk stúlka þá hugmynd að eftir lokun Oddsskarðsganga væri gaman að fá fólk til þess að skrifa nafnið sitt á veggi þeirra. Hún hefur búið í Neskaupstað alla tíð og Oddsskarðsgöngin því órjúfanlegur hluti af hennar lífi eins og annarra íbúa. Hún sendi hugmyndina til þáverandi bæjarstjóra og nú tveimur árum síðar er verkefnið komið á fleygiferð, við hringdum í Alexöndru Ýr og heyrðum líka í Körnu Sigurðardóttur forstöðumann Menningarstofu Fjarðarbyggðar. Kammerkórinn SCHOLA CANTORUM var stofnaður árið 1996 af stjórnandanum Herði Áskelssyni. Í kórnum eru að jafnaði 16 atvinnusöngvarar. Kórinn hefur verið mikilvirkur í frumflutningi tónverka eftir íslensk tónskáld og haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum og hlaut tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2016. Í hádeginu á föstudag munu þau meðal annars frumflytja tvö verk úr smiðju kórfélaga auk þess að syngja hugljúf jólalög úr ýmsum áttum. Við hringdum í Lilju Dögg Gunnarsdóttur, kórfélaga í kórnum, í þættinum í dag. Of mikil snjallsímanotkun foreldra ungra barna getur flokkast sem tegund af vanrækslu og haft áhrif á hvernig börnin þróa samskiptahæfileika sína. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir segir að foreldrar séu að vakna til vitundar um hvaða áhrif þeirra eigin símanotkun hefur á börnin. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sæunni á Heilsuvaktinni í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Fram og til baka
Fram og til baka 9.12.2018

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Dec 9, 2018 114:00


Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins - Hvít jól, Svanhildur Jakobsdóttir. Uppruanalega auðvitað White Christmas sem er mest selda smáskífa allra tíma en lagið hefur selst í amk 50 milljón eintökum Fimman - Guðmundur Rafnkell Gíslason tónlistarmaður frá Neskaupstað var gestur Felix og sagði frá fimm hljóðfærum sem hafa haft áhrif á hann frá því í barnæsku. Þetta voru hljóðfærin en þeim fylgdu auðvitað skemmtilegar sögur af ýmsu bralli Blokkflautan - fyrsta hljóðfærið er það fyrsta sem Gummi tók upp með Sigurjóni Kristinssyni vini sínum. Það tengist líka tónlistarkennaranum Ágústi Ármann sem átti eftir að verða mikill vinur Guðmundar og örlagavaldur í lífi hans. Básúna - hljóðfæri tvö reyndist vera básúna og aftur var það með besta vininum Sigurjóni Kristinssyni en það voru einmitt til tvær básúnur! Jón Lundberg stjórnandi sá til þess. Gummi hefur haldið við básúnuleiknum og notað þá hæfileika áfram í tónlistinni sinni. Að auki halda þau saman lúðrasveit fyrir austan og æfa einu sinni í viku. Það er dæmigert samfélagslegt verkefni hjá hópi fólks sem finnst nauðsynlegt að það sé til lúðrasveit á staðnum! Rauði bassinn - Þegar Gummi var byrjaður í Sú Ellen vildi hann fá sér hljóðfæri til að geta samið tónlist á og fyrir valinu varð Gibson bassi sem hann fann í hljóðfæraverslun á Akureyri. Raunar hafði Gummi ekki efni á bassanum þar á staðnum og lét því senda sér bassann austur í Neskaupstað í póstkröfu og náði að skrapa saman fyrir hljóðfærinu og leysa það út. Nú er bassinn verðmætasta hljóðfæri sem Gummi á enda frá árinu 1967 og því mjög einstakur. Kassagítar - Yamaha kassagítar er fyrsti kassagítarinn sem Guðmundur eignast. Sú Ellen fór í pásu og Gummi vildi taka sig á og læra á gítar til að hann gæti komið fram einn og óstuddur. Hann stóð við að koma fram ári síðar einn með gítarinn en viðurkennir að hann hafi ekkert verið neitt sérstaklega góður. Og hlær. Rafmagnsgítar - Fyrir tveimur árum kaupir Gummi sér Fender Telecaster sem er svona töffaragítar eins og Bruce Springsteen notar jafnan. Hann spurði gaurinn í búðinni hvort það fylgdi gítarkassi en hann svaraði að það væri nú því miður ekki svo en hinsvegar fylgdi honum fullt af flottri tónlist ef hann væri heppinn. Og það fór líka svo að Gummi samdi flest lögin á nýju plötunni einmitt á þennan gítar. Viðtal / umfjöllun. Kolbrún Albertsdóttir, PQ-17 skipalestin, sigling Alberts Sigurðssonar til heljar og heim. Fréttagetraun - höfundur Árni Freyr Magnússon

Fram og til baka
Fram og til baka 9.12.2018

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Dec 9, 2018


Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins - Hvít jól, Svanhildur Jakobsdóttir. Uppruanalega auðvitað White Christmas sem er mest selda smáskífa allra tíma en lagið hefur selst í amk 50 milljón eintökum Fimman - Guðmundur Rafnkell Gíslason tónlistarmaður frá Neskaupstað var gestur Felix og sagði frá fimm hljóðfærum sem hafa haft áhrif á hann frá því í barnæsku. Þetta voru hljóðfærin en þeim fylgdu auðvitað skemmtilegar sögur af ýmsu bralli Blokkflautan - fyrsta hljóðfærið er það fyrsta sem Gummi tók upp með Sigurjóni Kristinssyni vini sínum. Það tengist líka tónlistarkennaranum Ágústi Ármann sem átti eftir að verða mikill vinur Guðmundar og örlagavaldur í lífi hans. Básúna - hljóðfæri tvö reyndist vera básúna og aftur var það með besta vininum Sigurjóni Kristinssyni en það voru einmitt til tvær básúnur! Jón Lundberg stjórnandi sá til þess. Gummi hefur haldið við básúnuleiknum og notað þá hæfileika áfram í tónlistinni sinni. Að auki halda þau saman lúðrasveit fyrir austan og æfa einu sinni í viku. Það er dæmigert samfélagslegt verkefni hjá hópi fólks sem finnst nauðsynlegt að það sé til lúðrasveit á staðnum! Rauði bassinn - Þegar Gummi var byrjaður í Sú Ellen vildi hann fá sér hljóðfæri til að geta samið tónlist á og fyrir valinu varð Gibson bassi sem hann fann í hljóðfæraverslun á Akureyri. Raunar hafði Gummi ekki efni á bassanum þar á staðnum og lét því senda sér bassann austur í Neskaupstað í póstkröfu og náði að skrapa saman fyrir hljóðfærinu og leysa það út. Nú er bassinn verðmætasta hljóðfæri sem Gummi á enda frá árinu 1967 og því mjög einstakur. Kassagítar - Yamaha kassagítar er fyrsti kassagítarinn sem Guðmundur eignast. Sú Ellen fór í pásu og Gummi vildi taka sig á og læra á gítar til að hann gæti komið fram einn og óstuddur. Hann stóð við að koma fram ári síðar einn með gítarinn en viðurkennir að hann hafi ekkert verið neitt sérstaklega góður. Og hlær. Rafmagnsgítar - Fyrir tveimur árum kaupir Gummi sér Fender Telecaster sem er svona töffaragítar eins og Bruce Springsteen notar jafnan. Hann spurði gaurinn í búðinni hvort það fylgdi gítarkassi en hann svaraði að það væri nú því miður ekki svo en hinsvegar fylgdi honum fullt af flottri tónlist ef hann væri heppinn. Og það fór líka svo að Gummi samdi flest lögin á nýju plötunni einmitt á þennan gítar. Viðtal / umfjöllun. Kolbrún Albertsdóttir, PQ-17 skipalestin, sigling Alberts Sigurðssonar til heljar og heim. Fréttagetraun - höfundur Árni Freyr Magnússon

Lestin
Stan Lee, Litla Moskva, African Rhythms

Lestin

Play Episode Listen Later Nov 13, 2018 55:00


Efni Lestarinnar í dag: ,,Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð,'' segir köngulóamaðurinn, en ofurhetjan er meðal fjölmargra hugarsmíða myndasöguhöfundarins Stans Lee. Lee lést í gær, 95 ára að aldri. Hans verður minnst í Lestinni í dag. Heimildarmaður er Hugleikur Dagsson, teiknimyndahöfundur með meiru. Einnig verður í Lestinni í dag rætt við kvikmyndaleikstjórann Grím Hákonarson um heimildamyndina Litlu Moskvu sem frumsýnd verður á morgun en hún fjallar um Neskaupstað og það hvernig bærinn hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag. Sósíalistar komust til valda í bænum árið 1946 og stýrðu bænum í 52 ár, í myndinni er sú saga rakin og skoðuð frá ólíkum sjónarhornum. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson plötuna African Rhythms frá 8. áratug síðustu aldar en á plötunni fléttast saman straumar úr mörgum áttum, allt frá sagnfræðilegri endurskoðun til skáldaðra handanheima í geimnum. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson

hans stan lee gu armand moskva eir einnig umsj miklu litla african rhythms neskaupsta hugleikur dagsson
Fotbolti.net
Miðjan - Einstök þjálfarasaga Heimis Þorsteinssonar

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Sep 26, 2018


Miðjan er hlaðvarpsþáttur á Fótbolta.net þar sem rætt er við skemmtilega viðmælendur sem tengjast boltanum. Viðmælandinn að þessu sinni er hinn grjótharði en manneskjulegi Heimir Þorsteinsson. Heimir er fæddur 1966 og ólst upp á Stöðvarfirði. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa þjálfað Fjarðabyggð, fyrst 2004 og 2005 og síðan frá 2008 - 2012. Hann var hársbreidd frá því að koma Fjarðabyggð í deild þeirra bestu en upplifði einnig brösótta tíma við stjórnartaumana. Oft og tíðum snerist þjálfaraferill Heimis um eitthvað allt annað en fótbolta og er saga hans einstök. Daníel Geir Moritz ræddi við Heimi í bíl við afleggjarann í Seldal, inn við Neskaupstað.

The Raisin at the Hot Dog's End
Bonus #1: One Ring Road to Rule Them All!

The Raisin at the Hot Dog's End

Play Episode Listen Later May 1, 2018 68:57


#Bonus #1 ONE RING ROAD TO RULE THEM ALL! Traveling along the Ring Road (Route 1) is a great way to experience the natural beauty of Iceland. It takes you around the entire country, with the exceptions of the Westfjords and Snæfellsnes peninsula and you can do it in less than two weeks. If Jonas and Lydia can do it, so can you. THIS IS NOT SPONSORED CONTENT, Y'ALL. FER REAL. Just so you know, we are absolutely not getting paid for any of this. None of this is an advertisement or sponsored content or a "collaboration" (can you sense our collective eye roll?) with any companies or organizations or whatever other euphemism you have for getting paid to pretend something is your honest opinion. This is pure, unadulterated solid gold from our brainses. Enjoy. Wanna say thank you? Rate us and/or leave us a review. SHOW NOTES In this episode we mention lotsa places to visit along the ring road. You can find more info on these places on the show's Google map as well as at the link's below. Go nuts with our Google Map (we made it just for you with ♥︎) Links to places mentioned (listed on the ring road going counterclockwise from Reykjavík, i.e. South Coast first) Veragerðin web site - Check road conditions here before you go. Conveniently, the URL is just "road.is" for the English version of the site. Hveragerði town - The little town you see when you're coming down from the mountain pass from Reykjavík. There's a lot of geothermal activity around town (which is why there are so many greenhouses), so it's not a bad stop. Eyrarbakki - Cute AF seaside village. But what they DON'T say on the tourist web site is that this little piece o' heaven is also home to Litla Hraun maximum security prison. It's not exactly Sing Sing, but it might be worth a drive by. Stokkseyri - Eyrarbakki's partner in crime (pun intended) is this adorbs little village. More historical homes on the seashore. But instead of the max sec prison, this place got a cute little restaurant called Fjöruborðið where they specialize in Iceland's teeny-tiny lobsters (they look like crawdads, folks). But they serve 'em by the pailful here with boiled potatoes so it's a fun place to have dinner. Seljalandsfoss waterfall - The parking lot will probably be full. Just figure it out, Francis! Just park the damn car. Skógafoss waterfall - Yes another stunning, life-changing waterfall. Again, parking is going to be a nightmare unless you visit at midnight in the dead of winter. Just make it work, Mary! Get the damn picture. Plane wreck at Sólheimasandur - Park on the roadside and walk down to the wreck. Nothing is marked, so just look for a gravely area and an opening in the fence with a cattle guard. It's a 4-km hike, so give yourself about 45 minutes to get there. If Justin Bieber can figure it out, so can you. Because nothing is marked, use our Google Map to find your way. We dropped pins for the parking area and the wreck and we've also got a walking path marked in. I know, I know. You're welcome. Vík village - Vík used to be a wide spot in the road (albeit a jaw-droopingly beautiful wide spot), but with the boom in tourism the village has really swollen—and I mean that in mainly a "infected and swollen" kind of way. The shop in town has gotten criminally expensive and it with all the clamor for tourist money, the village has lost its charm somewhat. Nevertheless, its swimming pool is fantastic and the locals are still very kind. Reynisfjara beach - Stop the car. Bring your camera. It's just the black volcanic sand beach and columnar basalt formations to make all your Instagram followers jelly. Don't miss the Reynisdrangar sea stacks and the Dyrhólaey arch. It's all right there on the coast. Skaftafell National Park - Just super gorgeous and windy. Right there under the glacier. If you are not carried off by the gales, then don't miss Svartifoss waterfall and all the columnar basalt insanity happening around it. Djúpivogur village - Good pit stop with little hobbit huts. Jökulsárlón glacial lagoon - Simply one of the most stunning things you'll see in Iceland. You can pay through the nose to take an amphibious vehicle or zodiac out on the lagoon, and if you can afford, it's a pretty great experience. These days you have to book those trips way in advance, so don't wait until the last minute, y'all. Atlavík - Pretty great camping spot with… TREES! Like, an actual forest-type situation. You're also right next to gorgeous Lagarfljót lake. Hallormsstaðaskógur - The largest forest in Iceland, which, honestly, is not saying much. But it is woodland wonderland if you care to make a day of it. Fjarðabyggð (the villages of Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður and Mjóifjörður) - Really super cute group of little villages in the East Fjords. Some of the street signs Fáskrúðsfjörður are in French since back in the day some French sailors got stuck there at some point and just decided to stay. Borgarfjörður eystri - Very remote but also very beautiful. The slogan for the village is literally "better than you expect", but it really is a remarkable place to stop of you've made it all the way out east. Dettifoss waterfall - Iceland's big daddy waterfall. It doesn't get any waterfallier than this. Kind of a pain in the ass to get to—you probably need a 4x4 and the road is closed in the winter and spring. But if you have the wheels, you won't regret the side trip. Lake Mývatn - While the lake is called Mývatn, the region that surrounds it also goes by the same name. There is lots to do here like all kinds of hiking, some crazy volcanic craters and Mývatn Nature Baths (the poor man's Blue Lagoon, and by poor man's, we mean only slightly more reasonably priced). Lots of little flies and lots of duck poop. So watch your step and keep your goddam mouth closed! Akureyri - Iceland's second largest city (and when I say city, I mean around 18,000 people, so keep your MetroCards in your wallets). Hrísey Island - This is like the Newport of Iceland. Anybody who's anybody has a summer house on Hrísey. Catch the ferry from Árskógsandur and don't forget your steamer trunks, egg cups and scullery maids. Grímsey Island - This is Iceland's northernmost point and the only part of Iceland that's actually above the Arctic Circle. It's a very small community and heart-stoppingly beautiful. Catch the ferry from Dalvík or fly from Akureyri. We skipped two large regions in the west—the Westfjords and Snæfellsnes—in these notes since they're not on the ring road, but we'll probably come back to them in later episodes. So fast forward to though the west all the way to Borgarnes. Borgarnes - Great little town just north of Reykjavík. If you have time visit the Settlement Center with its two museums. The museums are small and really well done. The exhibitions are a little old, but some of them include these amazing screwed-together, rough-hewn wooden sculptures. Audio guides are well narrated too. And whatever you do, do not miss the frikin' amazing buffet at the museum restaurant—especially if you're a veggie. Some of the best food and not just in Borgarnes, but in the WHOLE GODDAM COUNTRY. And it's only like 2000 kr. for insanely good vegetarian food. If only it were closer! Hvalfjörður and the tunnel - If you just haven't had enough of all Iceland's frickin' amazing natural beauty, you can extend your trip by an hour on the last stretch into Reykjavík by driving Hvalfjörður fjord instead of taking the subterranean tunnel (which is kind of rad in its own right). FOLLOW US Subscribe on Apple Podcasts Our Website Facebook Handy dandy Google Map Instagram Pinterest Twitter Email: raisinandhotdog@gmail.com Takk, takk and bless, bless y'all!

Morgunvaktin
Rússland í sviðsljósinu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 12, 2018 130:00


Hópur flóttamanna frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið Austurlöndum kom til landsins í síðasta mánuði. Hluti hópsins fluttist vestur á firði og annar hluti austur, til Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar. Nína Helgadóttir hjá Rauða krossinum sagði frá námskeiðum se haldin eru til að undirbúa heimafólkið. - Þeir Gregory Porter og Jamie Cullum fluttu lagið Don´t let me be misunderstood. - Bogi Ágústsson ræddi heimsmálin eftir fréttayfirlitið hálfátta. Hann ræddi sérstaklega stríðið í Sýrlandi, boðaðar aðgerðir Vesturlanda vegna meintrar efnavopnaárásar Sýrlandshers, viðbrögð Rússa, og síðan vandræðin heimafyrir hjá Donald Trump. - Rússland verður í sviðsljósinu um allan heim í sumar þegar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer þar fram. Jón Ólafsson , prófessor, dró upp mynd af rússnesku þjóðinni og þeim áhrifum sem stóratburðir á borð við heimsstyrjaldir, fall kommúnismans og sundurliðun Sovétríkjanna, hafa haft á fólkið í landinu. - Stórfyrirtækið Facebook sætir gagnrýni vegna meðferðar á persónuupplýsingum notenda. Forstjórinn hefur verið yfirheyrður af þingnefndum á Bandaríkjaþingi og hafa nefndarmenn verið gagnrýndir fyrir litla þekkingu á þessum öfluga samskiptamiðli. Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf tekur brátt gildi og má búast við að Bandaríkjaþing setji líka skýrari reglur. Fjölmiðlakonan Maríanna Friðjónsdóttir þekkir Facebook vel og ræddi stöðu samskiptamiðilsins og notkun fólks á honum. - Mavis Staples lauk þættinum með laginu Step into the light.

Morgunútvarpið
Morgunútvarpið 1.mars

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 1, 2018 190:00


Transbörnum á Íslandi fer fjölgandi og hafa börn allt niður í leikskólaaldur komið út sem transbörn og jafnvel breytt nafni sínu. Í dag fer fram ráðstefna um málefni transbarna sem Samtökin 78 og Trans Ísland standa fyrir. Velt verður upp spurningum á borð við hvort við vitum nóg til þess að hlúa að þessum börnum í skóla- og heilbrigðiskerfinu. Til okkar koma Óliver Elí Jónsson, sem er 17 ára transstrákur, og Guðlaugur Aðalsteinsson, faðir 6 ára transstúlku. Nýlega komu 21 írakskur flóttamaður til landsins. Fólkið kom frá Amman í Jórdaníu þar sem það hefur hafst við við slæmar aðstæður. Þetta eru fimm fjölskyldur og munu tvær setjast að á Vestfjörðum, ein á Súðavík og önnur á Ísafirði, og þrjár á Austfjörðum, tvær í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði. Í næstu viku kemur jafnstór hópur af írökskum og sýrlenskum flóttamönnum sem sest að á Flateyri og Reyðarfirði. Í kjölfar frétta af komu fólksins spunnust umræður á samfélagsmiðlum um hvort betra væri fyrir flóttafólk að setjast að í fámennum byggðum úti á landi fremur en á höfuðborgarsvæðinu. Við fáum til okkar Lindu Rós Alfreðsdóttur, sérfræðing í Velferðarráðuneytinu, sem fylgdi fólkinu til landsins, og Nínu Helgadóttur, sérfræðing hjá Rauða krossinum, til að ræða þetta við okkur. Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Atlanta til Sádí Arabíu, með blessun íslenskra stjórnvalda, hefur vakið upp hörð viðbrögð en félagið hefur fengið leyfi samgöngustofu til að flytja vopnin í amk 25 skipti. Vopnin eru flutt til Jemen og Sýrlands en fullyrt er að flutningurinn stangist á við lög og alþjóðasáttmála. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Kveiks, fer yfir þetta með okkur. Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður skrifaði greinaflokk um fíkniefnaneyslu ungmenna og birtur var í Morgunblaðinu. Hún ræddi við fjölda sérfræðinga auk aðstandenda og mun hún koma til okkar og segja okkur frá því sem hún fékk að heyra.