Spjall um allt sem tengist meðgöngu og fæðingum
Sóley Rún kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á 8 mánaða son hann Lúkas sem fæddist í Danmörku. Sóley og maki hennar voru búin að fara í tæknifrjógvun sem heppnaðist ekki en svo verður Sóley loksins ólétt eftir að vera búin að reyna lengi. Meðgangan gekk vel fyrir sig en Covid setti sitt strik á meðgönguna og fæðinguna en Sóley missti skyndilega vatnið og fór af stað í virka fæðingu í Danmörku og mamma hennar sem ætlaði að vera viðstödd fæðinguna ennþá á Íslandi. Við tölum um meðgönguna, fæðinguna og Sóley opnar sig um sængurleguna og hvað það getur verið erfitt þegar barnið loksins kemur í heiminn. Ótrúlega falleg og einlæg frásögn frá yndislegri móður
Tanja Sól var að eignast annað barnið sitt hana 3 mánaða Ernu Rún. Hlustendur kannast kannski við hana en hún kom til okkar 2019 þegar hún eignaðist son sinn hann Emil á 30 viku. Þessi meðganga gekk ekki áfallalaust heldur en í 20 vikna skoðun kom í ljós að leghálsinn væri nánast fullstyttur og mjúkur og þurfti hún að láta sauma fyrir leghálsinn til að halda gullinu sínu inni.
Þórunn kemur til okkar og segir frá sinni fæðingarreynslu. Við tölum um erfiðleikana sem fylgja getnaði en Þórunn og unnusti hennar voru búin að vera lengi að reyna og kom svo í ljós að eftir mörg ár á pillunni að hún fékk ekki lengur sinn mánaðarlega tíðahring. Við ræðum um það hvernig það er að vera ólétt á Covid tímum og svo förum við yfir fæðinguna en Þórunn átti algjöra drauma heimafæðingu. Einlæg og falleg frásögn frá yndislegri stelpu.
Yrja er 3 barna móðir, markþjálfi, uppeldisfræðingur, með diplómu í jákvæðri sálfræði og djákni. Við ræðum allt milli himins og jarðar ásamt því að fara yfir allar 3 meðgöngurnar og fæðingarnar. Fæðingarnar voru misjafnar en á fyrstu meðgöngunni var Yrja búsett í Danmörku og átti þar og í seinni 2 meðgöngunum var hún heppin að ná á spítalann. Æðislegt spjall við frábæra móður. Þessi þáttur er í samstarfi með Alvogen Ísland og HIPP.
Harpa kemur til okkar og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á hálfs árs gamla tvíbura sem hún átti í Þýskalandi þar sem þau eru búsett. Við ræðum um meðgönguna en hún var á Íslandi, Danmörku og Þýskalandi í mæðraverndinni og ræðum við um hvernig það er að fæða annar staðar í heiminum og tungumálaerfiðleikana sem því fylgja. Falleg og einlæg frásögn frá yndislegri móðir.
Halldóra Fanney kemur til okkar og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á einn strák hann tveggja ára Tryggva Stein. Þau hjónin fóru í glasafrjógvun og ræðum við um það ferli, meðgönguna og fæðinguna en gekk eins og draumur þangað til að það kom að því að fæða fylgjuna en því fylgdi erfiðleikar. Svo ræðum við um fyrstu vikurnar eftir fæðinguna en Tryggvi Steinn greinist með CAH þegar hann var nokkura vikna og tölum við um sjúkdóminn líka. Falleg og einlæg frásögn frá yndislegri móður.
Hilda kemur til okkar og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu en hún á 2 að baki. Hún átti í fyrra skiptið á Landspítalanum þar sem hún þurfti sýklalyf í æð í fæðingunni og ákvað svo að eiga heima í seinna skiptið. Í báðum fæðingunum notaði hún haföndun til að koma sér í gegnum verkina. Skemmtileg frásögn frá magnaðri móður.
Fanney kemur og segir okkur sína fæðingareynslu. Hún á 8 vikna son hann Matthías Hauk sem kom öllum heldur betur á óvart en alla meðgönguna var Fanney sagt að hún gengi með stelpu. En það var ekki það eina sem kom á óvart, falleg frásögn frá yndislegri einstæðri móður. þessi þáttur er í samstarfi með Alvogen, Blush og HIPP
Sunneva Sól kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. Hún á 2 mánaða son hann Anton Elí. Barneignarferlið hefur ekki verið dans á rósum hjá Sunnevu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur gengið í gegnum missi 2 og greinist svo með Covid á miðri meðgöngu. Við ræðum þetta allt saman og fæðinguna í þættinum, falleg og einlæg frásögn frá yndislegri stelpu.
Gerður kemur til okkar í þessum extra langa þætti og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á einn son hann Hektor sem er orðin 11.ára gamall og átti hún hann á Akranesi. Við ræðum um meðgönguna, fæðinguna og sængurleguna. Svo förum við alveg út fyrir topic og ræðum um fullt af skemmtilegum og fræðandi aukahlutum! Við skemmtum okkur konunglega í tökum og er Gerður klárlega móðir sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar - - Þessi þáttur er i samstarfi með Alvogen, Blush.is og Hipp
Elín Rut kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á 2 börn sem hún átti bæði heima hjá sér. Við tölum um báðar meðgöngunar en þær voru mjög misjafnar, báðar fæðingarnar, en þar sem hún var heima að fæða bara með ljósmæður hjá sér er engin deyfing í boði og gengu fæðingarnar ekki áfallalaust fyrir sig og er magnað að heyra þessar frásagnir. Svo ræðum við um fyrstu dagana og hvernig það er að vera bara heima allan tímann. Ótrúlega falleg og skemmtileg frásögn frá magnaðri móður. Þátturinn er í boði Alvogen og Blush
Íris kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á eina dóttir hana Eriku Sól. Við ræðum um meðgönguna sem gekk ágætlega þrátt fyrir Covid bylgju, fæðinguna en þau ákváðu að eiga Eriku á Akranesi. Við ræðum líka um fyrstu vikurnar en Íris ákvað að hætta með Eriku á brjósti og ræðir það og léttirinn sem því fylgdi. Þátturinn er í boði Hulan.is , Blush & Alvogen.
Margrét Kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu en hún á einn 8 mánaða son hann Elías Dag. Eftir að hafa haldið að hún gæti ekki eignast börn kom það henni heldur betur á óvart þegar hún fattaði að hún væri ólétt, við ræðum um meðgönguna og hvernig það er að upplifa meðgöngu eftir að hafa barist við lystarstol, fæðinguna og fyrstu vikurnar eftir að hún átti, Falleg, einlæg og hreinskilin frásögn frá yndislegri stelpu með höfuðið á réttum stað. Þessi þáttur er í samstarfi með Alvogen og Blush
Hildur kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á eina 5 og hálfs árs gamla stelpu sem fæddist 8 vikum fyrir tíman. Hildur er með blóðsjúkdóm sem veldur því að blóðið hennar storknar ekki nógu hratt og förum við yfir hvernig það hafði áhrif á meðgönguna og svo fæðinguna, en hún endaði í bráðakeisara á 32 viku. Falleg frásögn frá yndislegri stelpu sem leyfir engu að stela gleðinni frá sér. Þátturinn er í boði Alvogen .
Alma Glóð er einstök 24 ára móðir sem eignaðst son sinn fyrr á þessu ári með gjafasæði. Hún segir okkur frá öllu ferlinu, hvernig hún valdi sæði og frá uppsetningunni en hún fór fram í Kenya eftir að Alma hafi verið með hálfan fótinn þar síðustu ár. Svo förum við yfir meðgönguna og fæðinguna en það gekk bæði eins og í sögu. Yndisleg og einlæg frásögn frá magnaðri konu sem lætur ekkert stoppa sig.
Elísabet kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. Hún eignaðist son sinn í fyrstu Covid bylgjunni og segir okkur frá því hvernig var að ganga með og fæða barn á óvissutímum í heiminum. Meðgangan gekk vel fyrir sig og fæðingin líka þangað til það kom að rembingnum og endaði hún á að þurfa vera klippt. Einlæg og falleg frásögn frá yndislegri stelpu Þessi þáttur er í samstarfi með Alvogen
Sara Linneth kemur til okkar og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. Hún á einn strák hann Björgin Úlf sem er 6.mánaða. Sara var gangsett vegna gallstasa og segir okkur frá meðgöngunni, greiningarferlinu og svo gangsetningunni sem gekk ekki áreynslulaust. Falleg frásögn frá yndislegri móður . Þessi þáttur er í samstarfi með Alvogen
Aníta ofurkona kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu & fyrsta ári hetjunnar sinnar henni Aldísi Emblu, þær mæðgur eru svo sannarlega búnar að upplifa margt saman og eiga svo fallegt samband. Aldís Embla er í hópnum Einstök börn. Við spjöllum um mikilvægi starf hópsins fyrir foreldra og börn. Við hvetjum hlustendur að styrkja gott málefni. www.einstokborn.is/ https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/901/einstok-born-born-med-sjaldgaefa-alvarlega-sjukdoma-og-sjaldgaef-heilkenni
Bóel kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. Hún á 2 börn þegar þetta er skrifað en hún eignaðist sitt annað barn stuttu eftir að við tókum upp þáttinn. Fæðingasagan sem hún segir okkur frá er af dóttir hennar sem fæddist 2017 en í 20 vikna sónar kom í ljós að hún væri með skarð í vör. Við tölum um fæðinguna og hvað tekur við eftir fæðingu. Við óskum henni innilega til hamingju með viðbótina í fjölskylduna
Steinunn Ósk kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. Hún á 8 ára tvíbura stráka og er ólétt af sínu 3 barni. Við tölum um fæðinguna hjá tvíburunum en hún átti þá í gegnum fæðingarveg og spjöllum um framhaldið á meðgöngunni núna og hvað margt hefur breyst síðan hún var ólétt fyrir um 9 árum. Yndisleg stelpa og skemmtileg frásögn.
Svava Björk kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á eina dóttir og átti hún frábæra meðgöngu og fæðingu en hún notaði jóga og haföndun sem hún lærði hjá Auði í jógasetrinu á meðgöngunni og segir okkur frá því hversu vel það nýttist henni í fæðingunni sjálfri, mögnuð frásögn.
Gestný Rós kemur og segir okkur frá sínum fæðingarsögum. Hún á sjálf 4 börn og segir okkur frá yndislega sambandi sínu með elstu dóttir sinni sem systir hennar gekk með, átakanlegri reynslu sinni að fæða andvana engilinn sinn og fæðingum báða drengjanna sinna. Við viljum sérstaklega þakka henni Gestný fyrir að koma og deila sinni reynslu með okkur, en það þurfti mikinn kjark og er hún algjör hetja
Eva Dögg kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. Hún á eina dóttir fædda árið 2018 , Hún var í áhættumeðgöngu eftir að hafa fengið blóðtappa í höfuðið 16.ára gömul og segir hún okkur frá meðgöngunni og fæðingunni sem gekk eins og í sögu.
Linda Sjöfn kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. Hún á eitt barn og hefur gengið í gegnum missi líka þar sem hún endaði í 2 aðgerðum. Við tölum líka um tengingu föður og barns á meðgöngu og hvernig það er fyrir feðurna að meðtaka það að nýtt líf sé að myndast. Falleg frásögn frá yndislegri stelpu.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir því að fá hana Eyrúnu til okkar. Hún Eyrún Telma kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Þau hjónin voru lengi að reyna en eignuðust svo eineggja tvíbura eftir að hafa farið í tæknifrjógvun hjá Livio. Við tölum um endrómetríósu, allt Livio ferlið, meðgönguna og fæðinguna. Æðisleg frásögn frá yndislegri móður
Gréta og Ísak koma til okkar í spjall og segja okkur meira frá verkefninu Fæðingarsögur feðra. Við fáum líka að heyra fæðingarsögu frá hlið makans sem var einstaklega skemmtilegt. Við viljum líka hvetja alla karlmenn að kynna sér þetta og senda sína sögu því þær eru alveg jafn magnaðar
Sexy time! Hún Indíana okkar kemur aftur og í þetta sinn ekki með fæðingarreynslu heldur fræðslu og spjall um allt sem tengist getnaði, kynlífi á meðgöngu og kynlífi eftir fæðingu. Æðislegt að fá hana aftur til okkar og nú er það bara að finna ástæðu til að lokka hana en aftur
Eydís kemur og segir okkur frá sinni átakanlegri fæðingarreynslu❤ Hún greinist með krabbamein á miðri meðgöngu og segir okkur frá öllu ferlinu og fæðingunni. Algjör hetja sem lætur ekkert stoppa sig
Anna Eðvaldsdóttir betur þekkt sem Anna ljósa kemur til okkar og deilir með okkur allskonar fróðleik og svarar spurningum bæði frá okkur og hlustendum. Anna býr yfir margra ára reynslu og þekkingu, hún einnig skrifaði bókina Fyrstu mánuðirnir - Ráðin hennar Önnu ljósu. Hún er alveg hreint yndisleg kona.
Hún Andrea Eyland ofurkona með meiru kemur og segir okkur frá sínum fæðingarreynslum. Hún er 8 barna móðir en sjálf hefur hún gengið með 5 börn og fékk svo 3 bónus börn. Við tókum líka spjall um #raunin, kviknar og líf kviknar en hún er konan bakvið það og við hvetjum allar mæður að kíkja á það!
Kynfræðingurinn Sigga Dögg kemur og segir okkur frá sínum fæðingarreynslum. Hún er 3 barna móðir og á meðal annars hádramatískan keisara þar sem hún fékk innvortis blæðingu og ekki allt eins og það á að vera að baki. Gjörsamlega magnaðar frásagnir og ennþá magnaðari kona.
Þá er komið að síðasta þættinum okkar í seríu 1. Þórunn kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. Hún á eina 6 mánaða dóttir sem heitir Urður og gekk allt eins og í sögu, bæði meðganga og fæðing. Hún Þórunn lýsir hríðum einsog slæmum túrverkjum sannkallað hörkutól. Alltaf gaman að fá að heyra líka jákvæðu og góðu reynslurnar.
Gleðilegt nýtt ár Dúndur þáttur á nýju ári ! Tinna Freysdóttir á 3 börn með stuttu millibili. Börnin komu undir fyrstu tilraun á blómadegi, fyrsta barn Tinnu kom með bráðakeisara eftir erfiða fæðingu og fór hún svo í valkvæðan keisara með seinni tvö. Þriðja barn Tinnu kom óvænt eftir erfiðan missir. Tinna er svo sannarlega gerð til að eignast börn. Svo er hún ótrúlega skemmtileg, góð fyrirmynd & flott móðir.
Hún Tanja Sól kemur og segir okkur frá sinni reynslu en hún átti yndislega meðgöngu þar til hún fer óvænt af stað komin aðeins 29+5 vikur á leið. Hún fæðir svo drenginn sinn akkúrat á 30. viku. Hún segir okkur frá öllu ferlinu og fyrstu vikunum á Vöku. Mögnuð frásögn mæli með að hlusta. Þvílík hetjumæðgin.
Systurnar Tinna Rún og Kolfinna komu til okkar í spjall og sögðu okkur frá sínum reynslum. Magnað hvað þetta er mismunandi hjá öllum! meirað segja systrum en Tinna Rún fór sjálf af stað komin um 39 vikur en Kolfinna fór í gangsetningu og átti heilum 15 dögum eftir settan dag. Yndislegar systur og við mælum með að hlusta! þið gætuð jafnvel heyrt í leynigesti.
Þá er komið að tíunda þættinum okkar! Irpa Fönn kemur og segir okkur frá sinni reynslu. Hún á tvö börn og upplifði hún meðgöngu og fæðingarþunglyndi á fyrri meðgöngu en þá endaði hún í bráðakeisara eftir að það kom í ljós í miðri fæðingu að strákurinn hennar var að koma skakkur niður. Í seinni meðgöngu fór hún svo í valkvæðan keisara.
Aníta Rún kemur og segir okkur frá sínum fæðingarreynslum. Hún eignaðist 3 börn á 3 árum og mætti segja að líkaminn hennar væri gerður í það að eignast börn. Gangsetning, meðgönguþunglyndi og axlarklemma eru aðeins nokkur dæmi sem hún þurfti að glíma við. Magnaðar frásagnir og allt er gott sem endar vel.
Indíana Rós kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún er með PCOS og glímir ásamt manninum sínum við ófrjósemi og gengu þau í gegnum missi tvisvar. Þá ákváðu þau að fara til Livio og í glasafrjógvun. Hún útskýrir fyrir okkur hvernig það ferli fer allt fram frá "getnaði" til fæðingar. Ótrúleg og svo falleg frásögn!
Vera Rut kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún var með mikinn fæðingarkvíða og segir okkur frá því hvernig hún reyndi að komast í gegnum meðgönguna og að hún hafi reynt ALLT til að koma sér af stað og grátbað einnig um keisara eða gangsetningu en fékk það ekki í gegn. Eftir kaldar móttökur á landsspítalanum ákvað hún að fara á Akranes og fékk þessa yndislegu og hlýju móttöku og fer sjálf af stað og átti drauma fæðingu eftir erfiða meðgöngu.
Arna Ýr kemur og segir okkur frá sinni reynslu, Hún er í doulu námi og dreymir um að vera ljósmóðir þannig hún ákvað að gera þetta alveg sjálf og fá að upplifa allt ferlið deyfingarlaust. Hún var vel undirbúin og tók hverjum verk fagnandi. Mögnuð frásögn! Jákvæðnin og viljastyrkurinn í þessari mögnuðu stelpu er ótrúlegur!
Guðrún Ósk kemur og segir okkur frá sinni reynslu, hádramatísk reynsla með mikið af inngripum. Vafinn naflastrengur og sjúkrabíll til Reykjavíkur en allt er gott sem endar vel.
Telma Rut er 26 ára 3 barna móðir og kemur og segir okkur frá sínum reynslum. 3 fæðingar og allar mismunandi, ein gangsetning, ein mjög hröð og svo ein í baði þar sem dóttir hennar fæddist í sigurkufli
Nú er komið að hinum þáttarstjórnanda okkar henni Söru Björk að segja frá sínum fæðingarreynslum. Langdregin gangsetning komin 15 daga framyfir og svo hröð draumafæðing. Ps. við afsökum orðbragðið í þessum þætti við gleymdum okkur aðeins í innlifuninni.
Annar þáttarstjórnandinn okkar hún Viktoría Ósk segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. 2 mismunandi fæðingar, ein tangarfæðing og svo draumafæðing eftir erfiða reynslu.
Anna Dögg kemur í fyrsta þátt og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á tvö börn og átti í bæði skiptin á Landspítalanum deyfingarlaus, í fyrra skiptið vissu þau ekki kynið en svo gafst hún upp á óvissunni í seinna skiptið.