Hlaðvarpið Lifum lengur er sjálfstætt framhald af samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans Premium. Þeir fjalla um lykilstoðir heilsu: næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Í hljóðvarpinu Lifum lengur verður áfram fjallað um lykilstoðirnar með ítarlegri viðtölum við ýmsa s…
Ástandið á Ítalíu hefur verið skelfilegt vegna Covid-19 og hafa tæplega tuttugu og átta þúsund manns látist af völdum sjúkdómsins þegar þetta er skrifað. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur búið í Bra á Ítalíu, tæplega þrjátíu þúsund manna bæ um 50 km sunnan við Tórínó undanfarið ár ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni og þremur börnum á aldrinum 8,12 og 14 ára. Fjölskyldan hefur verið lokuð inni vegna farsóttarinnar í tæpa tvo mánuði. Þau kæmust ekki heim í dag nema borga fyrir það verulega há fargjöld, mögulega á aðra milljón króna fyrir fimm manns. Þetta er eitt lengsta útgöngubann í sögu Ítalíu og þótt sjúkdómurinn þar í landi virðist í rénun þá létu engu að síður 333 lífið og 2000 nýsmit voru skráð daginn sem viðtalið var tekið við Þóru, þann 26.apríl sl. Helga Arnardóttir ræðir við Þóru fyrrverandi samstarfskonu sína í Kastljósi um þennan skrýtna tíma sem fjölskyldan hefur þurft að vera lokuð inni og upplifun þeirra í landinu. Þá segir Þóra frá því hvað þessi mikla samvera hefur kennt þeim og gert fjölskyldunni gott, hvernig heimaskóli undir hennar stjórn hefur verið starfræktur og hvernig þau hafa varið tímanum í lestur, spilamennsku, bakstur og eldamennsku.
Það versta sem við getum gert þegar okkur líður illa er að einangra okkur því grunnuppspretta öryggis mannskepnunnar er góð tengsl við annað fólk og við fjarlægjum okkur frá þessari grunnuppsprettu ef við einangrum okkur heima. Þetta segir Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur sem segir tækni og samfélagsmiðla geta gert öllum kleift að vera í góðu sambandi við sína nánustu. Hann gefur okkur góð ráð um hvernig við getum hugsað okkur út úr kvíðaástandi vegna yfirstandandi heimsfaraldurs eða annarra ástæðna. Til eru mörg ráð við kvíða og lykilatriði er að þekkja hann og láta hann ekki ná tökum á sér. Helga Arnardóttir ræðir við Guðbrand um heilsukvíða, efnahagskvíða og hvers kyns kvíðaástand sem herjar á fólk á þessum skrýtnu tímum. Sjónvarp Símans styrkir þessa þáttaröð en báðar sjónvarpsþáttaraðir af Lifum lengur eru sýndar hjá Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta þáttaröðin fjallar um fjóra lykilþætti heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Sú seinni fjallar um langlífustu þjóðir heims á svokölluðu Bláu svæðunum þar sem Helga Arnardóttir heimsækir langlífa bæði erlendis og hér á landi og kafar ofan í leyndarmál langlífis.
Hvað gerir eldra fólk í sjálfskipaðri sóttkví til að halda sönsum og líkamlegri heilsu? Hvernig getur fólk varið tíma sínum sem hefur nóg af honum um þessar mundir og hvað er hægt að finna jákvætt við þetta ástand? Helga Arnardóttir ræðir við tvær leikkonur á sjötugaldri sem eru báðar í sjálfskipaðri sóttkví. Önnur þeirra er Margrét Ákadóttir móðir hennar sem heldur sig heima vegna undirliggjandi nýrnasjúkdóms og hin þeirra er Edda Björgvinsdóttir sem hefur einangrað sig vegna 97 ára gamals föður síns sem hún getur ekki hugsað sér að vera ekki í sambandi við. Þær eru þó kornungar í anda og gefa hlustendum góð ráð um hvernig hægt er að nýta þennan tíma til góðra verka, notalegheita og heilsudekurs. Sjónvarp Símans styrkir þessa hlaðvarpsþáttaröð en báðar sjónvarpsþáttaraðir af Lifum lengur eru sýndar hjá Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta þáttaröðin fjallar um fjóra lykilþætti heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Sú seinni fjallar um langlífustu þjóðir heims á svokölluðu Bláu svæðunum þar sem Helga Arnardóttir heimsækir langlífa bæði erlendis og hér á landi og kafar ofan í leyndarmál langlífis.
Miklu hættulegra er fyrir ungabarn að smitast af RS vírus eða almennri inflúensu en kórónuvírusnum að mati Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis sem segir börn vera með öðruvísi viðtaka í slímhúðinni en fullorðnir eru með og því nái kórónuvírusinn í flestum tilfellum ekki bólfestu í líkama barna. Ungabörn og börn langt frameftir grunnskólaaldri virðast nær einkennalaus þótt þau greinist með Covid-19 smit. Helga Arnardóttir ræðir við Bryndísi um skýringar á því af hverju börn veikjast síður af Covid-19, hvernig ófrískar konur hafa komið út úr Covid-19 veikindum, hvað nýjustu rannsóknir sýna um hegðun vírussins og lyfjaþróun í heiminum við þessum sjúkdómi sem getur ýmist verið nær einkennalaus eða lífshættulegur í sumum tilfellum. Sjónvarp Símans styrkir þessa hlaðvarpsþáttaröð en báðar sjónvarpsþáttaraðir af Lifum lengur eru sýndar hjá Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta þáttaröðin fjallar um fjóra lykilþætti heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Sú seinni fjallar um langlífustu þjóðir heims á svokölluðu Bláu svæðunum þar sem Helga Arnardóttir heimsækir langlífa bæði erlendis og hér á landi og kafar ofan í leyndarmál langlífis.
Rifrildi við maka eða einhvern nákominn og fjögurra tíma svefn getur verið nóg til að fella niður varnir ónæmiskerfisins og valdið því að við erum móttækilegri fyrir hvers kyns vírusum þar á meðal kórónuvírusnum. Reykingar og áfengisneysla hafa mikil áhrif á varnir ónæmiskerfisins og meira að segja neysla nikótíns þótt það sé ekki í sígarettum. Helga Arnardóttir ræðir við Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans sem leggur til að landsmenn allir fari í ónæmisdekur eins og hann kýs að kalla það í þessum skæða heimsfaraldri. Hreyfing nokkrum sinnum í viku, hreint og gott mataræði með litskrúðugu grænmeti og ávöxtum, lítil streita og álag eru þættir sem styrkja varnir ónæmiskerfisins til muna. Við getum með þessu móti varið okkur fyrir því að fá kórónuvírusinn og mögulega komist betur út úr veikindunum ef við smitumst. Sjónvarp Símans styrkir þessa hlaðvarpsþáttaseríu en báðar sjónvarpsþáttaseríur af Lifum lengur eru sýndar hjá Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta serían fjallar um fjóra lykilþætti heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Seinni þáttaröðin fjallar um langlífustu þjóðir heims á svokölluðu Bláu svæðunum og þar sem Helga Arnardóttir heimsækir langlífa bæði erlendis og hér á landi og og kafar ofan í leyndarmál langlífis.
Tuttugu og fjögurra manna hópur fór í gönguskíðaferð til Mývatns þann 12.mars síðastliðinn, degi áður en tilkynnt var um að samkomubann yrði sett á. Engan í hópnum grunaði hvað væri í vændum en ferðin heppnaðist vel, allir sváfu í sitthvoru herberginu og borðuðu saman í matsalnum en að öðru leyti var ekki mikil nánd í hópnum að frátalinni hópmynd í jarðböðunum. Hópurinn kom heim á sunnudagskvöldi en á þriðjudegi og miðvikudegi fundu nokkrir úr hópnum til flensueinkenna. Áður en vikan var á enda voru 20 af 24 með Covid 19 smit. Hvorki er vitað hvar fólkið smitaðist né hver smitberinn var. Helgi Jóhannesson 56 ára lögmaður og fjallagarpur og Andrea Sigurðardóttir 32 ára viðskiptafræðingur og fjallakona voru í þessum hóp og lögðust þau bæði í flensu 2-3 dögum eftir heimkomu. Helga Arnardóttir ræðir við þau í gegnum allt Covid 19 veikindaferlið sem tók hátt í 20 daga hjá þeim. Þau eru bæði hraust, reykja hvorug og hreyfa sig mjög mikið en þau lýsa veikindunum eins og rússíbanareið með eilífum slappleika og sleni. Sjónvarp Símans styrkir þessa hlaðvarpsþáttaröð og fyrir þá sem ekki vita þá eru tvær sjónvarpsþáttaraðir af Lifum lengur sýndar á Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta þáttaröðin fjallar um fjórar lykilstoðir heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Allir eru hvattir til að horfa á hana núna í ljósi aðstæðna því þar er talað um hvernig hægt er að efla ónæmiskerfið og almennt heilsufar. Seinni þáttaröðin fjallar um langlífustu þjóðir heims á Bláu svæðunum þar sem Helga Arnardóttir ræðir við langlíft fólk þar og hér á landi og reynir að finna lykilinn að langlífi.
Langvarandi svefnleysi getur haft afdrifarík áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Svefninn er ótrúlega vanmetið fyrirbæri, við höldum öll að við getum bætt okkur upp svefnleysi en rannsóknir sýna núna með óyggjandi hætti að við bætum okkur það aldrei upp ef við missum hann á annað borð. Það myndast bólgur í líkamanum við svefnleysi og það getur átt stóran þátt í þunglyndi og ofþyngd svo dæmi séu tekin þar sem hormónastarfsemin raskast, ásamt fjölmörgum öðrum líkamlegum og geðrænum kvillum. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum er síðasti gestur Helgu Arnardóttur í fyrstu seríu af Lifum lengur. Hún er höfundur bókarinnar Svefn og hún fræðir hlustendur um skaðsemi svefnleysis, hvernig hægt er að breyta slæmum svefnvenjum með einföldum leiðum og gefur góð ráð til að ná betri svefni í þágu heilsunnar. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855
Hvernig getum við haft áhrif á okkar andlegu vanlíðan með beinum hætti? Margir eru eflaust ráðalausir við eigin vanlíðan en með því að breyta þankagangi okkar getum við haft bein áhrif á líðan okkar. Helga Arnardóttir ráðgjafi um andlega heilsu hefur starfað fyrir fjölmörg félagasamtök á borð við Geðrækt, Grettistak og Bataskólann svo eitthvað sé nefnt og haldið fjölda fyrirlestra um þetta málefni. Hún er með MSc í félags- og heilsusálfræði og próf í jákvæðri sálfræði. Hún fullyrðir að við getum haft djúpstæð áhrif á okkar andlegu heilsu eins og við hlúum að líkama okkar, hreyfum okkur, nærumst vel og fáum góðan svefn. Hún ræðir við Helgu Arnardóttur alnöfnu sína og umsjónarmann hlaðvarpsins Lifum lengur um hvernig við getum brugðist við eigin vanlíðan með ýmstum leiðum, horfst í augu við hana og líka snúið henni við með því að hlúa að þáttum sem skipta okkur máli en við vanmetum svo oft. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855
Öll þekkjum við skömmina en gerum við okkur grein fyrir því að hún er mögulega að valda okkur heilsubresti eða andlegri vanlíðan án þess að við tökum eftir því? Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur er höfundur nýrrar bókar sem ber heitið Skömmin úr vanmætti í sjálfsöryggi. Hann segir skömmina oft taka á sig margvíslegar myndir og smeygja sér inn á ótrúlegustu tímum við óvenjulegustu aðstæður án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Hann segir mikilvægast að þekkja hana, tala um hana og útrýma henni ef hún veldur mikilli andlegri vanlíðan. Bókin tekur á öllum myndum skammarinnar á borð við skammarþunglyndi, skammarviðkvæmni, viðbrögð fólks með fullkomnunaráráttu við skömminni og margt fleira. Guðbrandur Árni ræðir við Helgu Arnardóttur um hvernig við eigum að þekkja skömmina, hvenær hún verndar okkur og hvenær hún hreinlega eyðileggur fyrir okkur í daglegu lífi. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855
Vissir þú að ef fólk borðar af minni diski þá borðar það 25% minna samkvæmt rannsóknum? Getur verið að við borðum of stóra matarskammta í hugsunarleysi? Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana hefur mikið talað fyrir næringu í núvitund (mindful eating)og unnið með fjölda einstaklinga sem eru með óheilbrigðar matarvenjur. Hún hefur sérhæft sig í þessum fræðum og segir mikilvægt að við lærum að borða mat á meðvitaðan hátt og að við gefum okkur góðan tíma til að borða í stað þess að gleypa í okkur matinn á methraða. Hún segir líka að uppeldið geti mótað matarvenjur okkar og valdið því að við eigum í óeðlilegu sambandi við mat á fullorðinsárum. Ragnhildur ræðir við Helgu Arnardóttur þáttastjórnanda Lifum lengur og gefur hlustendum góð ráð um heilbrigðari matarvenjur og bendir á öðruvísi leiðir til að njóta matarins á meðvitaðan og eðlilegan hátt. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855
Af hverju fá mjög fáir súmóglímukappar sykursýki 2 þrátt fyrir ofát og ofneyslu á óhollum mat til að halda þyngdinni uppi? Svarið er einfaldlega: Hreyfing! Þeir hreyfa sig svo mikið á meðan þeir eru í keppnisformi að líkaminn nær að halda öllu kerfinu gangandi án þess að fá sykursýki 2. Hins vegar um leið og þeir hætta að æfa og keppa og draga verulega úr hreyfingu þá byrjar óeðlilegt ástand að myndast í líkama þeirra og sykursýki 2 er handan við hornið. Þetta segir Lilja Kjalarsdóttir doktor í sameindalíffræði og aðstoðarforstjóri KeyNatura. Hún talar við Helgu Arnardóttur í hlaðvarpinu Lifum lengur um hversu varasamt hreyfingarleysi er, hvernig hreyfing getur spornað gegn fjölmörgum sjúkdómum og hjálpað fólki með sjúkdóma að lifa betra lífi. Lilja gefur einnig góð ráð um hvernig hægt er að innleiða hreyfingu í daglegt líf án þess endilega að fara í ræktina og hvetur fólk einfaldlega til að byrja á því að ganga stuttar veglengdir. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855
Hvernig er hægt að snúa við einkennum efnaskiptaheilkennis og sykursýki 2 með breyttu mataræði og lífstíl? Hentar ketó og lágkolvetnamataræði öllum og hvað segja læknar og rannsóknir um áhrif þessara matarkúra? Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf-og bráðalæknir hefur talað fyrir breyttu mataræði á Íslandi í nokkur ár og hvatt til þess að fólk endurskoði slæmar matar- og lífstílsvenjur sínar í því augnamiði að ná betri heilsu. Sykursýki 2 sé að verða heimsfaraldur og fæstir þekki einkenni forstigs sjúkdómsins sem geti verið óljós í fyrstu. Helga Arnardóttir ræðir við Guðmund um jákvæð áhrif ketó og lágkolvetnamataræðis á sykursýki 2 og efnaskiptaheilkenni og hvað rannsóknir sýna. Hann talar einnig um allar mýturnar um ketókúrinn og aðra áhrifaþætti en mataræði sem geta aukið insúlínviðnám og leitt til efnaskiptaheilkennis ef slæmt ástand varir lengi. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855
Konan sem át fíl og grenntist (samt) er nafn á bók sem Margrét Guðmundsdóttir málfræðingur gaf út árið 2018. Hún fjallar um hvernig Margrét náði að létta sig um þriðjunginn af sjálfri sér eftir að hafa átt í samfelldri baráttu við offitu í fimmtán ár. Eftir að hafa stöðugt reynt að borða lítið, fitusnautt og hollt, með litlum árangri, lagðist hún yfir umfjöllun vísindamanna á netinu um áhrif sykurs og einfaldra kolvetna á líkamann. Hún ákvað að gera róttækar breytingar á mataræðinu. Hún byrjaði daginn fyrir verslunarmannahelgina árið 2016, en steig skrefið til fulls sjö mánuðum síðar. Þá lét árangurinn ekki á sér standa. Í fyrsta skipti léttist Margrét því að lystin minnkaði með nýju mataræði. Allt í einu var það hægt sem gekk ekki áður - að borða lítið. Margrét er í kjörþyngd í dag og fullyrðir að það sé vel hægt að gera sér glaðan dag án sykurs. Eldum rétt styður gerð þessa hljóðvarps. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Skrifstofur: Smiðjuvegur 4b, 200 Kópavogur Sími: 571-1855
Hvað þurfum við að gera til að viðhalda góðri andlegri heilsu og almennri vellíðan? Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur hefur fjallað um geðheilbrigðismál í tuttugu og fimm ár og deilt sinni reynslu af geðheilbrigði og geðhvörfum. Hann skrifaði bókina Vertu úlfur árið 2008 þar sem hann ræddi opinskátt um geðsveiflur sem hann fór í gegnum þá og hvernig hann vann sig út úr þeirri líðan með því að setja sér nokkur viðmið til að ná heilsu á ný. Hann kallar þau lífsorðin 14. Héðinn segir okkur öll vera ólík og mismunandi geðnæm. Mikilvægast sé þó að passa ávallt upp á svefninn, gæta að mataræðinu, neyta ekki eiturlyfja og annarra vímugjafa í viðkvæmu ástandi. Hann hvetur fólk einnig til að tileinka sér gjörhygli og núvitund með hugleiðslu til að þekkja og vinna betur með hugann. Að vera í punktinum er hans lykilsetning sem hann ræðir meðal annars um í þessu viðtali. Eldum rétt styrkir gerð hljóðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta tilbúna matarpakka í gegnum vefsíðu þeirra www.eldumrett.is eða hafa samband. Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Skrifstofur: Smiðjuvegur 4b, 200 Kópavogur Sími: 571-1855 Netfang: eldumrett@eldumrett.is