POPULARITY
Alþjóðleg ráðstefna um geðhvörf stendur nú yfir í Hörpu og við fjölluðum í dag um nýja nálgun á geðsviði sem er aukið samstarf á milli geðheilbrigðisstarfsfólks og jafningja með eigin reynslu af geðsjúkdómum. Nína Eck, félagsráðgjafi hjá Geðhvarfateymi Landspítala og fyrrum notandi geðheilbrigðisþónustu, kom í þáttinn, en hún hefur tekið þátt í að innleiða jafningjastuðning í Geðþjónustu Landspítalans. Með henni kom Guðmunda Arnardóttir, kennari í Bataskóla í Kaupmannahöfn og einn höfunda bókarinnar Geðhvörf fyrir byrjendur. Þær sögðu okkur meira frá jafningjastuðningnum og til dæmis því sem kallað er bjargráð. Einar Sveinbjörnsson var svo hjá okkur í veðurspjallinu í dag. Í dag fjallaði hann um monsúnvinda, almennt séð en einkum þann þekktasta í Indlandi. Þeir hafa skilað miklum rigningum í sumar, til góðs fyrir uppskeru á þessu svæði þar sem um fjórðungur mannkyns býr, en líka til ills því mannskæð flóð hafa fylgt, nú síðast í Nepal. Svo talaði Einar aðeins meira um sumarhitann hér á landi, nú þegar Veðurstofusumrinu er formlega lokið. Það hefur ekki verið kaldara í Reykjavík frá árinu 1992. Svo í lokin fór Einar aðeins yfir langtímahorfurnar þar sem veðurfyrirbærið fyrirstöðuhæð kom við sögu. Tónlist í þættinum: Here Comes the Sun / The Beatles (George Harrison) Yo canto, canto por amor / Lissete Hernandez Piqueras (Egill Ólafsson og Lissete Hernandez Piqueras) Poor Boy / Nick Drake (Nick Drake) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Bataskólinn er fyrir fólk sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og aðstandendur þeirra. Þar er boðið upp á fjölbreytt námskeið sem fjalla öll um bata á einhvern hátt nemendum að kostnaðarlausu. Í síðustu viku var haldinn opinn kynningarfundur um Bataskólann og starfsemi hans og þær Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri og Sigrún Sigurðardóttir, jafningjafræðari, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá skólanum, starfseminni og því sem þar er boðið upp á. Eins og við sögðum frá á mánudaginn, þá er Mannlegi þátturinn 10 ára og við rifjuðum í dag upp viðtal frá fyrstu viku þáttarins. Þá fórum við í ferð til Vestfjarða og komum við í Tjöruhúsinu, veitingastaðnum í Neðstakaupstað á Ísafirði. Hjónin sem reka staðinn voru ekki við, en dóttir þeirra Salóme Magnúsdóttur, þá 19 ára, tók á móti okkur. Við heyrðum þetta 10 ára gamla viðtal og í framhaldinu heyrðum við aftur í Salóme, en hún er auðvitað 10 árum eldri í dag. Hún var sem sagt að heyra viðtalið við sig í fyrsta skipti síðan þá og í rauninni mundi hún ekkert eftir því. Það var gaman að heyra hvað hafði á daga hennar drifið síðan þá. Tónlist í þættinum: Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Kaffi Tröð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson) Kvöld / Egill Ólafsson og Villi Valli (Villi Valli) Quietly / Salóme Katrín Magnúsdóttir (Salóme Katrín Magnúsdóttir) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Út er komin bókin Íslenskir matþörungar, sem eins og nafnið ber með sér, fjallar um þörunga sem nýta má til matargerðar og teljast til ofurfæðu úr fjörunni að mati höfunda. Fjórir höfundar koma að bókinni en aðalhöfundur er Eydís Mary Jónsdóttir og hún kíkti til okkar í morgunkaffi ásamt Hinriki Carli Ellertssyni matreiðslumanni og þau sögðu okkur meira af matþörungum og fjörumó Við ræddum við Auði Margréti Guðmundsdóttir sem er verkefnisstjóri í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún hefur umsjón með verkefni sem nefnist Fangaverk og hefur reynst vel. Þar reynir á sköpunargleði fanganna sem búa meðal annars til kertastjaka úr því sem til fellur í fangelsinu og hugsa því um umhverfið í leiðinni. Þorsteinn Guðmundsson grínari og verkefnisstjóri hjá Bataskólanum býður upp á hálftíma af húmor á netinu þessa dagana, með það í huga að létta fólki lífið á þessum krefjandi tímum. Við slógum á þráðinn til Þorsteins og spurðum aðeins út í þetta. Nú eru aðeins fáir dagar þar til skólahald hefst að nýju. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að geta hafið hefðbundið skólastarf í leik- og grunnskólum, en óljósara er enn hvernig nám í framhaldsskólum verður útfært til að mæta reglum um fjöldatakmarkanir og 2m fjarlægð. Framhaldsskólanemendur urðu að læra í gegnum fjarnám vikum saman á sl. vorönn og reyndist það mörgum erfitt. Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskóla kom til okkar og ræddi skólastarfið framundan og hvaða áhrif ástandið hefur og getur haft á nemendur, t.d. með tilliti til brottfalls. Við fórum yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar og þar komu við sögu golf, knattspyrna og fleira. Tónlist: Ingó Veðurguð - Takk fyrir mig. A-ha - Hunting high and low. KT Tunstall - Suddenly I see. Eivör - Sleep on it. Simple Minds - Dont you forget about me. Daði Freyr - Where we wanna be. Moses Hightower - Stundum. The Magic Numbers - Love me like you. R.E.M. - The sidewinder sleeps tonite. Bubbi og Hjálmar - Þöggun. Gladys Knight and the Pips - Midnight train to Georgia. GDNR - Af og til. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Sigmar Guðmundsson.
Út er komin bókin Íslenskir matþörungar, sem eins og nafnið ber með sér, fjallar um þörunga sem nýta má til matargerðar og teljast til ofurfæðu úr fjörunni að mati höfunda. Fjórir höfundar koma að bókinni en aðalhöfundur er Eydís Mary Jónsdóttir og hún kíkti til okkar í morgunkaffi ásamt Hinriki Carli Ellertssyni matreiðslumanni og þau sögðu okkur meira af matþörungum og fjörumó Við ræddum við Auði Margréti Guðmundsdóttir sem er verkefnisstjóri í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún hefur umsjón með verkefni sem nefnist Fangaverk og hefur reynst vel. Þar reynir á sköpunargleði fanganna sem búa meðal annars til kertastjaka úr því sem til fellur í fangelsinu og hugsa því um umhverfið í leiðinni. Þorsteinn Guðmundsson grínari og verkefnisstjóri hjá Bataskólanum býður upp á hálftíma af húmor á netinu þessa dagana, með það í huga að létta fólki lífið á þessum krefjandi tímum. Við slógum á þráðinn til Þorsteins og spurðum aðeins út í þetta. Nú eru aðeins fáir dagar þar til skólahald hefst að nýju. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að geta hafið hefðbundið skólastarf í leik- og grunnskólum, en óljósara er enn hvernig nám í framhaldsskólum verður útfært til að mæta reglum um fjöldatakmarkanir og 2m fjarlægð. Framhaldsskólanemendur urðu að læra í gegnum fjarnám vikum saman á sl. vorönn og reyndist það mörgum erfitt. Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskóla kom til okkar og ræddi skólastarfið framundan og hvaða áhrif ástandið hefur og getur haft á nemendur, t.d. með tilliti til brottfalls. Við fórum yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar og þar komu við sögu golf, knattspyrna og fleira. Tónlist: Ingó Veðurguð - Takk fyrir mig. A-ha - Hunting high and low. KT Tunstall - Suddenly I see. Eivör - Sleep on it. Simple Minds - Dont you forget about me. Daði Freyr - Where we wanna be. Moses Hightower - Stundum. The Magic Numbers - Love me like you. R.E.M. - The sidewinder sleeps tonite. Bubbi og Hjálmar - Þöggun. Gladys Knight and the Pips - Midnight train to Georgia. GDNR - Af og til. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Sigmar Guðmundsson.
Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni sem kallast Velferðartækni - gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér lífið auðveldara og þægilegra. Við fengum Guðrúnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra bæklingsins til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá velferðartækninni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans, kom í þáttinn og ræddi breyskleika sína og manneskjunnar og veltir upp stórum spurningum sem snúa að mannlegu eðli og því að vera manneskja. Í dag velti hann fyrir sér undirmeðvitundinni, eða dulvitundinni og fleiru. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni sem kallast Velferðartækni - gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér lífið auðveldara og þægilegra. Við fengum Guðrúnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra bæklingsins til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá velferðartækninni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans, kom í þáttinn og ræddi breyskleika sína og manneskjunnar og veltir upp stórum spurningum sem snúa að mannlegu eðli og því að vera manneskja. Í dag velti hann fyrir sér undirmeðvitundinni, eða dulvitundinni og fleiru. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni sem kallast Velferðartækni - gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér lífið auðveldara og þægilegra. Við fengum Guðrúnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra bæklingsins til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá velferðartækninni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans, kom í þáttinn og ræddi breyskleika sína og manneskjunnar og veltir upp stórum spurningum sem snúa að mannlegu eðli og því að vera manneskja. Í dag velti hann fyrir sér undirmeðvitundinni, eða dulvitundinni og fleiru. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Alþjóðadagur gegn krabbameinum var haldinn um heim allan 4. febrúar. Að því tilefni hrintu Kraftur og Krabbameinsfélagið af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning. Stuðningsnetið er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þeir koma hingað Guðmundur Kristinsson sem greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein þegar hann var 54 ára og Gísli Álfgeirsson, konan hans og barnsmóður greindist tvisvar með brjóstakrabbamein og lést á síðasta ári. Þeir eru báðir stuðningsfulltrúar í Stuðningsnetinu. Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar, leikara, grínara, meistaranema í klínískri sálfræði og skólastjóra Bataskólans, héldu áfram í þættinum í dag. Þorsteinn hefur verið hjá okkur undanfarna mánudaga og velt fyrir sér stórum spurningum sem snúa að því að vera manneskja. Hann hefur velt fyrir sér spurningum eins og hvað er líkt með heilum okkar og tölvum? Getum við breyst? Og í dag velti hann fyrir sér spurningunni af hverju gerum við ekki það sem við ætlum að gera? Hægt er að senda inn reynslusögur eða spurninga á thorsteinn.gudmundsson@ruv.is. Skíðafélag Strandamanna var stofnað fyrir tuttugu árum og þar er unnið mikið og gott starf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar Bragason sem er þjálfari skíðagarpanna og Aðalbjörgu Óskarsdóttur formann félagsins og ræddi við þau um félagið, íþróttina, strandagönguna og hið merka sjálfboðavinnustarf sem þarna fer fram. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Alþjóðadagur gegn krabbameinum var haldinn um heim allan 4. febrúar. Að því tilefni hrintu Kraftur og Krabbameinsfélagið af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning. Stuðningsnetið er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þeir koma hingað Guðmundur Kristinsson sem greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein þegar hann var 54 ára og Gísli Álfgeirsson, konan hans og barnsmóður greindist tvisvar með brjóstakrabbamein og lést á síðasta ári. Þeir eru báðir stuðningsfulltrúar í Stuðningsnetinu. Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar, leikara, grínara, meistaranema í klínískri sálfræði og skólastjóra Bataskólans, héldu áfram í þættinum í dag. Þorsteinn hefur verið hjá okkur undanfarna mánudaga og velt fyrir sér stórum spurningum sem snúa að því að vera manneskja. Hann hefur velt fyrir sér spurningum eins og hvað er líkt með heilum okkar og tölvum? Getum við breyst? Og í dag velti hann fyrir sér spurningunni af hverju gerum við ekki það sem við ætlum að gera? Hægt er að senda inn reynslusögur eða spurninga á thorsteinn.gudmundsson@ruv.is. Skíðafélag Strandamanna var stofnað fyrir tuttugu árum og þar er unnið mikið og gott starf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar Bragason sem er þjálfari skíðagarpanna og Aðalbjörgu Óskarsdóttur formann félagsins og ræddi við þau um félagið, íþróttina, strandagönguna og hið merka sjálfboðavinnustarf sem þarna fer fram. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Hagstofu Íslands lýkur tæplega 40 prósent hjónabanda á Íslandi með lögskilnaði. Í mörgum tilfellum er um að ræða skilnað fólks sem á börn saman. Er þá ótalinn sá hópur fólks sem á börn og slítur sambúð. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, skrifaði í byrjun janúar undir samning við danska fyrirtækið SES (Samarbejde efter Skilsmisse) vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar til foreldra á Íslandi. „Hægt er að lágmarka áhrif skilnaðar á börn ef foreldrar fá aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu og ná að vinna saman í skilnaðarferlinu allt frá upphafi.“ Ásmundur Einar Daðason var gestur þáttarins og sagði betur frá þessu verkefni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranámsnemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans kom í þáttinn í dag með þennan nýjan lið sem hóf göngu sína í þættinum eftir áramót og verður héðan í frá á mánudögum, Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Í síðustu viku fór hann yfir hver væru líkindi mannsheilans við tölvu og fékk senda inn áhugaverða punkta um það frá hlustendum. Í þetta sinn ætlar hann að velta fyrir sér spurningunni, getum við breyst? Fyrir næsta pistil varpar Þorsteinn fram spurningunni hvers vegna gerum við ekki alltaf það sem við ætlum að gera? Hann biður hlustendur um að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í sambandi við hana á thorsteinn.gudmundsson@ruv.is. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Júlíana Kristín Jónsdóttir leikkona. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Hagstofu Íslands lýkur tæplega 40 prósent hjónabanda á Íslandi með lögskilnaði. Í mörgum tilfellum er um að ræða skilnað fólks sem á börn saman. Er þá ótalinn sá hópur fólks sem á börn og slítur sambúð. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, skrifaði í byrjun janúar undir samning við danska fyrirtækið SES (Samarbejde efter Skilsmisse) vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar til foreldra á Íslandi. „Hægt er að lágmarka áhrif skilnaðar á börn ef foreldrar fá aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu og ná að vinna saman í skilnaðarferlinu allt frá upphafi.“ Ásmundur Einar Daðason var gestur þáttarins og sagði betur frá þessu verkefni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranámsnemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans kom í þáttinn í dag með þennan nýjan lið sem hóf göngu sína í þættinum eftir áramót og verður héðan í frá á mánudögum, Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Í síðustu viku fór hann yfir hver væru líkindi mannsheilans við tölvu og fékk senda inn áhugaverða punkta um það frá hlustendum. Í þetta sinn ætlar hann að velta fyrir sér spurningunni, getum við breyst? Fyrir næsta pistil varpar Þorsteinn fram spurningunni hvers vegna gerum við ekki alltaf það sem við ætlum að gera? Hann biður hlustendur um að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í sambandi við hana á thorsteinn.gudmundsson@ruv.is. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Júlíana Kristín Jónsdóttir leikkona. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar kallast nýr liður sem hófst eftir áramót í Mannlega þættinum. Þá fáum við téðan Þorstein, grínara, skólastjóra Bataskólans og meistaranema í klínískri sálfræði til að ræða við okkur um ýmislegt sem viðkemur breyskleikum manneskjunnar. Í síðasta þætti velti hann fyrir sér hver væru líkindi mannsheilans og tölvu og bað um ábendingar og spurningar frá hlustendum. Í dag fór hann nánar yfir það og þær ábendingar sem hann fékk sendar sem voru mjög áhugaverðar og mjög áhugavert að bera saman heila okkar og tölvu. Þorsteinn varpaði svo fram spurningu fyrir næsta þátt, „Getum við breyst?“ Hlustendur eru hvattir til að senda inn hugleiðingar um það á netfangið thorsteinn.gudmundsson@ruv.is. Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Gunnar var náttúruunnandi sem gekk snemma í Ferðafélag Íslands og ferðaðist með myndavélina um hálendið og ósnortna náttúru landsins. Miðað við umfang ljósmyndasafns Gunnars er nokkuð einstakt hve lítið hefur birst af myndum hans. Hann myndaði fyrst og fremst fyrir sjálfan sig en sló í engu af kröfum til sinna verka. Það er þess vegna mikilsvert og brýnt að færa myndheim þessa hæverska ljósmyndara fram í dagsljósið. Um helgina verður opnuð sýning í Þjóðminjasafninu með myndum hans. Ívar Brynjólfsson ljósmyndari sagði okkur frá Gunnari og ferli hans í þættinum í dag. Við höfum fengið að heyra undanfarna tvo fimmtudaga pistla Daníels Ólasonar, rafeindavirkja og raforkuverkfræðings, um flughræðslu. Hann hefur glímt við mikla flughræðslu og kynnti á hugmyndadögum RÚV þessa hugmynd sína að gera pistla um flughræðsluna. Í síðasta innslagi fengum við að kynnast störfum flugmanns, fyrir flug og í flugi. En hvernig ganga hlutirnir fyrir sig hinum megin við flugstjórnarhurðina? Í þriðja innslaginu, sem við heyrðum í dag, hitti Daníel Sigrúnu Kolsöe, forstöðumann þjálfunar hjá Icelandair. Sigrún hóf störf við fluginnritun árið 1987 og hefur síðan þá farið um víðan völl og starfað sem flugfreyja, öryggiskennari og yfirkennari flugfreyja. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar kallast nýr liður sem hófst eftir áramót í Mannlega þættinum. Þá fáum við téðan Þorstein, grínara, skólastjóra Bataskólans og meistaranema í klínískri sálfræði til að ræða við okkur um ýmislegt sem viðkemur breyskleikum manneskjunnar. Í síðasta þætti velti hann fyrir sér hver væru líkindi mannsheilans og tölvu og bað um ábendingar og spurningar frá hlustendum. Í dag fór hann nánar yfir það og þær ábendingar sem hann fékk sendar sem voru mjög áhugaverðar og mjög áhugavert að bera saman heila okkar og tölvu. Þorsteinn varpaði svo fram spurningu fyrir næsta þátt, „Getum við breyst?“ Hlustendur eru hvattir til að senda inn hugleiðingar um það á netfangið thorsteinn.gudmundsson@ruv.is. Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Gunnar var náttúruunnandi sem gekk snemma í Ferðafélag Íslands og ferðaðist með myndavélina um hálendið og ósnortna náttúru landsins. Miðað við umfang ljósmyndasafns Gunnars er nokkuð einstakt hve lítið hefur birst af myndum hans. Hann myndaði fyrst og fremst fyrir sjálfan sig en sló í engu af kröfum til sinna verka. Það er þess vegna mikilsvert og brýnt að færa myndheim þessa hæverska ljósmyndara fram í dagsljósið. Um helgina verður opnuð sýning í Þjóðminjasafninu með myndum hans. Ívar Brynjólfsson ljósmyndari sagði okkur frá Gunnari og ferli hans í þættinum í dag. Við höfum fengið að heyra undanfarna tvo fimmtudaga pistla Daníels Ólasonar, rafeindavirkja og raforkuverkfræðings, um flughræðslu. Hann hefur glímt við mikla flughræðslu og kynnti á hugmyndadögum RÚV þessa hugmynd sína að gera pistla um flughræðsluna. Í síðasta innslagi fengum við að kynnast störfum flugmanns, fyrir flug og í flugi. En hvernig ganga hlutirnir fyrir sig hinum megin við flugstjórnarhurðina? Í þriðja innslaginu, sem við heyrðum í dag, hitti Daníel Sigrúnu Kolsöe, forstöðumann þjálfunar hjá Icelandair. Sigrún hóf störf við fluginnritun árið 1987 og hefur síðan þá farið um víðan völl og starfað sem flugfreyja, öryggiskennari og yfirkennari flugfreyja. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við kynntum í dag inn tvö ný efni sem munu fylgja okkur á nýju ári í Mannlega þættinum. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, meistaranemi í sálfræði og skólastjóri Bataskólans verður með fasta pistla í þættinum á nýja árinu sem hann kýs að kalla Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Þar ætlar hann að fjalla um margvísleg efni sem tengjast einmitt breyskleikum hans og líklega okkar allra. Þorsteinn kom í þáttinn í dag og sagði betur frá því sem hann ætlar að fjalla um í pistlum sínum eins og til dæmis, að hvaða leiti erum við eins og vélmenni? Að hvaða leiti er heili okkar eins og tölva? Þorsteinn lét vita af því að ef hlustendur hafa einhverja fyrirspurn, eða ábendingar í sambandi við þessar spurningar, þá geti þeir sent þær á mannlegi@ruv.is. Margir þjást af flughræðslu og því miður sumir við talsvert mikla flughræðslu, jafnvel ofsahræðslu. Þó við ættum að vita að það séu töluvert minni líkur á að lenda í lífshættu um borð í flugvél en til dæmis í bíl og það eru víst meiri líkur á því að við látum lífið við að rúlla fram úr rúminu en um borð í flugvél. Daníel Ólason, rafeindavirki og raforkuverkfræðingur, kynnti hugmynd á hugmyndadögum RÚV um að gera innslög fyrir útvarp um einmitt þetta efni, en hann hefur þjáðst af mikilli flughræðslu í gegnum tíðina. Það er skemmst frá því að segja að hugmyndin var samþykkt og hann hefur nú lagt á sig mikla vinnu við að taka viðtöl við sérfræðinga sem gátu svarað spurningum hans sem hafa komið upp í sambandi við flughræðsluna, atvinnuflugmann, öryggiskennara og yfirkennara flugfreyja og flugþjóna, flugvirkja, doktor í flugverkfræði og doktor í sálfræði. Daníel kom í stutt viðtal í þáttinn í dag og svo fengum við að heyra fyrsta innslagið af sex um flughræðslu þar sem hann tók viðtal við Friðbjörn Oddsson, þjálfunarflugstjóra hjá Icelandair. Magnús R. Einarsson sendi okkur áramótapóstkort í dag. Áramótin á Spáni eru ekki eins litrík og á Íslandi, en þeir skemmta sér engu að síður konunglega við þetta tilefni. Í þessu Póstkorti frá Spáni segir Magnús frá þrem fréttum sem fönguðu athygli Spánverja á liðnu ári. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Við kynntum í dag inn tvö ný efni sem munu fylgja okkur á nýju ári í Mannlega þættinum. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, meistaranemi í sálfræði og skólastjóri Bataskólans verður með fasta pistla í þættinum á nýja árinu sem hann kýs að kalla Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Þar ætlar hann að fjalla um margvísleg efni sem tengjast einmitt breyskleikum hans og líklega okkar allra. Þorsteinn kom í þáttinn í dag og sagði betur frá því sem hann ætlar að fjalla um í pistlum sínum eins og til dæmis, að hvaða leiti erum við eins og vélmenni? Að hvaða leiti er heili okkar eins og tölva? Þorsteinn lét vita af því að ef hlustendur hafa einhverja fyrirspurn, eða ábendingar í sambandi við þessar spurningar, þá geti þeir sent þær á mannlegi@ruv.is. Margir þjást af flughræðslu og því miður sumir við talsvert mikla flughræðslu, jafnvel ofsahræðslu. Þó við ættum að vita að það séu töluvert minni líkur á að lenda í lífshættu um borð í flugvél en til dæmis í bíl og það eru víst meiri líkur á því að við látum lífið við að rúlla fram úr rúminu en um borð í flugvél. Daníel Ólason, rafeindavirki og raforkuverkfræðingur, kynnti hugmynd á hugmyndadögum RÚV um að gera innslög fyrir útvarp um einmitt þetta efni, en hann hefur þjáðst af mikilli flughræðslu í gegnum tíðina. Það er skemmst frá því að segja að hugmyndin var samþykkt og hann hefur nú lagt á sig mikla vinnu við að taka viðtöl við sérfræðinga sem gátu svarað spurningum hans sem hafa komið upp í sambandi við flughræðsluna, atvinnuflugmann, öryggiskennara og yfirkennara flugfreyja og flugþjóna, flugvirkja, doktor í flugverkfræði og doktor í sálfræði. Daníel kom í stutt viðtal í þáttinn í dag og svo fengum við að heyra fyrsta innslagið af sex um flughræðslu þar sem hann tók viðtal við Friðbjörn Oddsson, þjálfunarflugstjóra hjá Icelandair. Magnús R. Einarsson sendi okkur áramótapóstkort í dag. Áramótin á Spáni eru ekki eins litrík og á Íslandi, en þeir skemmta sér engu að síður konunglega við þetta tilefni. Í þessu Póstkorti frá Spáni segir Magnús frá þrem fréttum sem fönguðu athygli Spánverja á liðnu ári. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Bílaleigan Hertz, Landsbjörg og Sjóvá tóku á dögunum höndum saman og hófu átak í umferðaröryggi sem snýr að því að skikka þá sem taka bíl á leigu til að gangast undir próf. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, sagði okkur hvernig þetta hefur gengið. Við heyrðum í Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra og spurðum hann spjörunum úr, m.a. um hlutverk skógræktar í aðgerðum í loftslagsmálum og ummæli hans um sauðkindina. Þorsteinn Guðmundsson leikari og sálfræðinemi kíkti til okkar og spjallaði við okkur um námið og hverju hann vinnur að sem verkefnastjóri Bataskólans. Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, hefur skrifað bók um ris og fall WOW air og hann kom til okkar og sagði okkur frá henni. Meðal þess sem kemur fram er að Björgólfur Thor Björgólfsson, keypti hluti í skuldabréfa útboði WOW og jafnframt að helmingur þess sem safnaðist í útboðinu hafi í raun verið breyting á skammtímaskuldum í langtímaskuldir. Sævar Helgi Bragason kom til okkar til að talaði um heima og geima, m.a. Chernobyl slysið sem mikið er í umræðunni núna í kjölfar nýrra sjónvarpsþátta sem fjalla um þann atburð. Tónlist: Hafdís Huld - The bargain store. Bruce Springsteen - Hello sunshine. Moses Hightower - Bílalest út úr bænum. Ragnheiður Gísladóttir - Ég gef þér allt mitt líf. Mark Knopfler - Beryl. Bubbi og Mannakorn - Haltu mér fast. Morrissey - First of the gang to die. Hjálmar - Hvað viltu gera? Nina Simone - My baby just cares for me.
Hvernig getum við haft áhrif á okkar andlegu vanlíðan með beinum hætti? Margir eru eflaust ráðalausir við eigin vanlíðan en með því að breyta þankagangi okkar getum við haft bein áhrif á líðan okkar. Helga Arnardóttir ráðgjafi um andlega heilsu hefur starfað fyrir fjölmörg félagasamtök á borð við Geðrækt, Grettistak og Bataskólann svo eitthvað sé nefnt og haldið fjölda fyrirlestra um þetta málefni. Hún er með MSc í félags- og heilsusálfræði og próf í jákvæðri sálfræði. Hún fullyrðir að við getum haft djúpstæð áhrif á okkar andlegu heilsu eins og við hlúum að líkama okkar, hreyfum okkur, nærumst vel og fáum góðan svefn. Hún ræðir við Helgu Arnardóttur alnöfnu sína og umsjónarmann hlaðvarpsins Lifum lengur um hvernig við getum brugðist við eigin vanlíðan með ýmstum leiðum, horfst í augu við hana og líka snúið henni við með því að hlúa að þáttum sem skipta okkur máli en við vanmetum svo oft. Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur. Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is Netfang: eldumrett@eldumrett.is Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur Sími: 571-1855
Við erum á batavegi í þessum þætti. Ræðum við fólk um ýmiskonar bata, andlegan jafnt sem líkamlegan. Við förum í Bataskólann í Reykjavík, heimsækjum apótekara á Akureyri og mann sem er á andlegum batavegi austur á landi. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Rúnar Snær Reynisson og Sunna Valgerðardóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson
Við erum á batavegi í þessum þætti. Ræðum við fólk um ýmiskonar bata, andlegan jafnt sem líkamlegan. Við förum í Bataskólann í Reykjavík, heimsækjum apótekara á Akureyri og mann sem er á andlegum batavegi austur á landi. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Rúnar Snær Reynisson og Sunna Valgerðardóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson