Podcast by Golfkastið
Förum yfir PGA Championship þar sem að Phil Mickelson spilaði frábærlega. Tölfræðin í mótinu skoðuð og hvað var mikilvægt og hvað var svo ekki mikilvægt. Íslenska golfið var ekki langt undan en þar skoðum við hvað er um að vera. Í lokin var farið yfir leikritið hjá Bryson og Brooks en það er allt annað en búið.
Ítarleg upphitun fyrir PGA Championship þar sem við förum yfir Kiawah Island völlinn og hvaða kylfingar eru líklegir til afreka. Förum við yfir hverjir við teljum líklegastir til þess að vera meðal efstu að móti loknu. einnig fórum við yfir ÍSAM mótið sem haldið var á Hlíðarvelli um síðustu helgi.
Stewart Cink spilaði vel á RBC Heritage mótinu og sigraði með 4 högga mun. Lydia Ko spila vel aftur og núna sigraði hún á LPGA. Golf "Ofurdeild" hefur verið til umræðu en það passar vel inn í umræðuna sem fótboltinn hefur verið í síðustu daga en við ræðum það fram og til baka.
Tókum gott spjall um Mastersmótið sem kláraðist um síðustu helgi. Hver stóð uppúr og hver voru mestu vonbrigðin. Einnig fórum við yfir sögur síðustu daga um eftirmála eftir atvik í mótinu.
Förum yfir allt það helst á Masters mótið en ræðum Ana Inspiration og Valero Texas Open. Spennandi helgi framundan en það verður mikil spenna hver mun klæðast Græna jakkanum á sunnudaginn. Richard og Alexander mættu til okkar í spurningu vikunnar. Verður gaman að sjá hvort hlustendur verði á undan Þórði að giska á réttan kylfing.
Förum yfir sigur Matt Jones, tölfræðin og margt fleira í Honda Classic. Síðan förum við yfir Heimsmótið í holukeppni sem er spilað í Austin. Síðan er farið yfir 6. risamótið sem engin þekki og litlar upplýsingar er að fá um.
Players frábært að vanda og JT með hrikalega góða spilamennsku um helgina. Einnig var farið yfir Íslenska kylfinga í háskóla golfinu. Í lokin var farið yfir eitt af mythum í golfinu.
Við erum með upphitun fyrir Players mótið og ræðum allt það helsta fyrir það mót. Einnig förum við yfir hvað var að gerast á API mótinu um síðustu helgi. Í þættinum kemur tillaga til forseta GSÍ þar sem við leggjum til að Ísland verði frumkvöðlar í breytingu á golfreglu. Ert þú sammála?
Við förum yfir allt það helsta frá síðustu helgi og ræðum sigurinn hjá Homa. Finau sér um að taka annað sætið eins og svo oft áður. Bílslysið og framtíð Tiger rædd. Risa tilkynning í lok þáttarins.
Við ræddum allt það helsta á PGA mótaröðinni og síðan fórum við yfir annað sem hefur gerst síðustu vikuna.
DJ sigrar í Saudi, Brooks sigrar í Arizona, Popov reglan komin í gildi á LPGA og spurning vikunnar gerir mönnum lífið leitt.
Mikið búið að gerast síðustu viku en við ræðum atvik sem kom upp hjá Patrick Reed og margt fleira. Þáttur sem allir vilja hlusta á.
Mikið búið að gerast síðustu vikuna en Na sigrar á Sony, JT í vandræðum og margt fleira. Spurning vikunnar og Bryson hornið var afsjálfsögðu partur af þættinum.
Við förum yfir helstu hástökkvara ársins 2020 og ræðum hvaða kylfingar verða mögulega ofarlega í lok árs. Einnig var stutt Bryson horn og farið var yfir kylfuhraða. Leitum að íslenskum kylfingum sem sveifla hraðar en 130 mph, þekkir þú einhvern?
Tókum einn jólaþátt eftir að við fórum í stutt frí síðustu vikur. Farið yfir allt það helsta síðustu vikurnar. Þökkum frábæra hlustun á árinu og Gleðileg Jól.
Ræddum Mastersmótið en Ísak Jasonarson mætti til okkar og hjálpaði okkur að klára góða Masters umfjöllun. Guðmundur Ágúst og Guðrún Brá að klára síðustu mót tímabilsins.
Ræðum úrslit síðustu daga og förum yfir allt það helsta. Spurning vikunnar á sínum stað en alltaf er hún erfið.
Förum yfir allt það helsta síðustu daga en það er allt frá bombum á PGA, bönnum á golfvöllum og hver er þessi MAroi á PGA mótaröðinni. Það var smá vandamál með hljóðið í upphafi þáttar en það lagast þegar líður á þáttinn.
Strákarnir okkar eru fyrir ofan marga þekkta kylfinga en þar er helstan að nefna Ernie Els. Einnig förum við yfir íhaldssemi í golfinu og hvernig golfið gæti verið skemmtilegra ef við leyfum "ólöglegar" kylfur. Einnig er spurning vikunar á sínum stað en hvaða kylfingur er forseti CF Burriol og nefndu frægan kylfing sem heitir Theodorus.
Spjöllum um ný liðið US Open mót og ræðum af hverju vann Bryson með 6 höggum? Einnig ræðum við stöðuna hjá Gumma og Hadda.
Ræðum US Open og allt það helsta úr heimi golfsins.
Förum yfir frábært BMW mót og alla þá dramatík sem var í kringum það. Síðan ræðum við allt það helsta sem búið er að gerast síðustu vikur.
Við fengum Bjarka Pétursson Íslandsmeistara karla í golfi 2020 til okkar í frábært spjall sem fór um í nær allt varðandi Íslandsmótið. Frábær hlustun fyrir alla kylfinga bæði hin almenna kylfing sem og afrekskylfinginnn.
Ræðum Íslandsmótið í golfi, 35+ mótið fær mikinn tíma og síðan ræðum við í lokin PGA Championship.
Upphitun fyrir Íslandsmótið 2020 og recap af hlutum síðustu vikurnar. Förum létt yfir PGA Championship sem hefst á morgun.
Ræðum allt að það helsta í golfinu. Fórum yfir fyrstu meistaramótsvikuna og hvað er málið með Bryson?
Förum yrif allt það helsta úr golfheiminum, örlítið tölfræðihorn og margt fleira.
Margt og mikið rætt, farið yfir afhverju við ættum að hafa holustaðsetningar í miðjunni í mótum.
Förum yfir hvað hefur gerst í golfinu síustu daga. Skoðum hver er mest Eins árs stjarnan á PGA mótaröðinni og hvað meistarinn úr GS gerði frábærlega á B59 Hotel mótinu.
Fórum yfir víðan völl enn mikið, farið var yfir ítarlega yfir tölfræðina eftir ÍSAM mótið og rætt um Skins keppnina hjá þeim bestu.
Farið yfir víðan völl en ÍSAM mótið og margt fleira rætt.
Förum yfir helst fréttir vikunnar sem og tillkynning á viðburði hjá Golfkastinu í lok þáttarins.
Förum um víðan völl en við skoðum hvernig verður golf spilað á Íslandi í sumar, hvað verður um PGA mótaröðina? Þurfum við að setja niður "nýju" golfreglurnar og vera með frumkvæðið og einnig verður ný spurning í spurningu vikunnar.
Annar þáttur með engu golfi í beinni útsendingu en þá er farið yfir nokkra skemmtilega hluti sem og það voru tvær spurningar vikunnar.
Fyrsti þáttur í sóttkví en það var farið yfir alla helstu hlutina sem þarf að skoða þegar atvinnukylfingar eru ekki að keppa og dunda sér heima við. Nóg af áskorun sem ganga á milli kylfinga þessa daganna.
Players um helgina, Hatton sigrar á API og verða engir áhorfendur á Masters?
Spjallað um nýja forgjafarfyrirkomulagið, Honda mótið og margt fleira.
Ísak Jasonarson kemur til okkar og við ræðum Patrick Reed og hans mál undanfarnar vikur sem og nýjustu þjónustuna í golfinu hér á landi en það er playgolf.is sem auðveldar erlendum kylfingum að panta sér hringi á Íslandi.
Ræðum Genesis mótið á PGA, tökum fyrir hvaða áratugur myndi vinna sveitakeppni áratuganna og síðan erfiðar spurningar sem annar okkar fékk að spreyta sig á.
Mikið af golffréttum en þar var verið að ræða PGA, LPGA, ET, hvernig væri alvöru Pro-Am mót á íslandi og margt fleira.
Tómas Freyr íþróttasálfræðingur kom til okkar í spjall um allt það sem er að gerast í íslensku sem og erlendu golfi. Þáttur sem ekki má missa af en Tómas var á landinu til að vera með fyrirlestra hjá nokkrum íslenskum golfklúbbum.
Fullt í fréttum, Nostalgía á Champions mótaröðinni, Spenna á öllum stóru mótaröðunum.
Hér kemur loksins nýr þáttur en við höfum fengið spurningar um hvenær það kæmi að nýjum þætti en loksins kemur hann. Við förum fyrir margar fréttir og atriði tengd golfi.
Spenna í Forsetabikarnum, Ancer vildi spila við Tiger Woods og margt margt fleira í þætti vikunnar.
Haukur Örn kom til okkar í langt spjall þar sem var farið yfir sögu Hauks í golfi og hjá Golfsambandinu. Farið var yfir margt tengt golfi og hrikalega skemmtilegt spjall.
Aðalfundir golfklúbba, Korpan og Leirdalur í Trackman, hvenær kemst Íslendingur á öldungamótaröðina. Það var margt fleira sem var rætt.
Við ræðum lokastigið hjá strákunum á úrtökumótinu. Við spjölluðum við Ísak frá Kylfingur.is um aðstæður á Spáni en hann fylgdist með kylfingum yfir mótið. Því miður vorum við í tæknilegaum vandræðum og hljóðið kemur ekki nógu vel út en því er lokið á 13 mín ef það er ekki hægt að hlusta á viðtalið.
Valdís Þóra kom til okkar í einlægt spjall um golfið sitt og síðustu ár. Við ræðum hvar þetta allt byrjaði, hvernig þetta þróaðist og hvað hefur gerst á hennar golfferli. Heimagistingar á hinum ýmsu stöðum, viðtalið á Akureyri og margt fleira.
Í þættinum í dag var rætt um sigranna 82 hjá Tiger Woods og það ótrúlega afrek. Rory vann um helgina, regluklúður enn einu sinni.
Tölum um fréttir vikunnar, ný fantasy deild Golfkastssins og margt margt fleira.
Spjöllum um fréttir vikunnar þar sem helst var að ræða að Haraldur Franklín er búinn að tryggja sér þáttöku á Challengemótaröðinni. Einni g ræðum við Fantasy deild Golfkastsins.