POPULARITY
Grísirnir eru mættir aftur með alla þína uppáhalds liði. Ég náði að plata Gumma, Pálma og Geinar aftur að hljóðnemunum Í EITT SÍÐASTA SKIPTI!
Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða nýjustu Superman myndina eftir James Gunn. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hvort Gunn hafi tekist að gera góða mynd, hvort búningurinn sé flottur, hversu björt DCU framtíðin er, hvort þetta sé besti Lex Luthor sem fólk hefur fengið að sjá, hvort Lois Lane fái nóg að gera í myndinni og margt, margt fleira.00:00 - Intro00:15 - Gummi er DC gaurinn02:00 - Bíóblaður spurningaspil er væntanlegt fyrir jólin04:59 - Superman 2025 (SPOILER FREE)29:27 - Superman 2025 (SPOILER SPJALL)1:35:00 - DCU framtíðin
Deacon Lucian Gumma - 4th Sunday of The Apostles 2025 by Chaldean Diocese
Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða stærstu DC myndir frá upphafi. Í þessum fyrri hluta setja strákarnir sérstakan fókus á Superman (1978), Superman II, Batman, Batman Returns, Batman Forever, Batman & Robin, Mask of the Phantasm, Constantine, Nolan Batman þríleikinn, Superman Returns, Watchmen og Green Lantern.00:00 - Intro00:13 - DC/WB þessa dagana06:45 - Af hverju er Gummi DC aðdáandi?13:37 - Superman 197830:06 - Superman II 198047:29 - Batman 19891:05:52 - Batman Returns 19921:14:13 - Batman Forever 1995 og Batman & Robin 19971:35:47 - Mask of the Phantasm 19931:42:13 - Constantine 20051:59:59 - Nolan Batman þríleikurinn 2005-20122:25:45 - Superman Returns 20062:41:08 - Watchmen 20092:49:40 - Green Lantern 2011
Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða stærstu DC myndir frá upphafi. Í þessum seinni hluta setja strákarnir sérstakan fókus á DCEU myndirnar en það eru meðal annars myndirnar Man of Steel, Batman v Superman, Suicide Squad, Aquaman, Wonder Woman, Justice League og Snyder Cut.00:00 - Intro00:15 - DCEU01:08 - Man of Steel 201328:40 - Batman v Superman 201643:57 - Suicide Squad 201652:06 - DC og James Gunn1:01:28 - Birds of Prey 20201:07:48 - Wonder Woman og WW841:17:51 - Aquaman 20181:27:06 - Shazam 20191:35:29 - Justice League 2017 og Snyder Cut1:43:47 - Joker og The Batman
Deacon Lucian Gumma - 3rd Sunday of The Apostles 2025 by Chaldean Diocese
Deacon Lucian Gumma - 4th Sunday of The Resurrection 2025 by Chaldean Diocese
Viðmælandi þáttarins er Guðmundur Hafsteinsson oftast kallaður Gummi, frumkvöðull og stjórnarformaður Icelandair. Gummi hefur starfað hjá stærstu tæknifyrirtækjum í heimi ásamt því að koma að stofnun nokkurra sprotafyrirtækja. Gummi fæddist á Húsavík árið 1975 og er alinn upp í Breiðholtinu. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og kláraði BS próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og síðar MBA frá MIT í Boston í Bandaríkjunum. Eftir útskrift úr verkfræðinni stofnaði Gummi sitt fyrsta sprotafyrirtæki ásamt félögum sínum sem hét Dímon og þróaði lausnir fyrir fyrstu nettengdu farsímana upp úr aldamótum. Gummi hefur starfað sem vörustjóri hjá Google og vann þar m.a. að fyrstu farsímaútgáfunni af Google Maps og Google Voice Search sem var fyrsta raddgreiningin sem komst í almenna notkun. Hann hefur einnig starfað sem yfirvörustjóri (VP of Product) hjá fyrirtækinu Siri sem var síðan selt til Apple og er nú hluti af iPhone símunum. Árið 2012 stofnaði Gummi sprotafyrirtækið Emu sem þróaði gervigreindarþjón sem veitti notendum aðstoð í spjallþráðum. Fyrirtækið var síðan selt til Google og þróaðist að lokum í Google Assistant, sem Gummi stýrði þróun á frá upphafi. Árið 2019 flutti Gummi aftur til Íslands og starfar nú sem stjórnarformaður Icelandair og kannar heim gervigreindar þess á milli. Nú fyrir jólin 2024 kom út bókin Gummi sem fjallar um endurminningar Gumma á þessu ferðalagi um Kísildalinn. Þar má finna sýn inn í heim tækninnar síðustu áratugi og skemmtilegar sögur af því hvernig hlutirnir gerast á bak við tjöldin hjá nokkrum af stærstu og áhrifamestu fyrirtækjum heimsins. Þátturinn er kostar af Sólar, Arion og KPMG.
Fórum yfir allt það helsta frá liðnu ári með okkar besta manni Gumma #ársins
Idag lyssnar vi på vad vi trodde inför säsongen 2024 och konstaterar att (utöver allt som är råmegafel) en hel del förutsägelser satt riktigt fint. Vi lyssnar även på Dino Beganovic och dennes tankar efter två finfina racehelger i F2 och hur känslorna är inför en HEL SÄSONG i Formel 2, bara ett ynka steg från FORMEL 1! Vi ser även över vad och vilka som prisades under FIA-galan i Rwanda där Max Verstappen också gjorde en del av sin ”samhällstjänst”.
Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Bpro - www.bpro.is Gummi Emil er einkaþjálfari og viskubrunnur, hann hefur vakið mikla athygli útfrá kuldaiðkun og ' Víkingar vakna ' og miðlar með okkur hvaðan þessi iðkun kemur og hvað liggur að baki. Við förum einnig tilbaka og kynnumst Gumma og hvernig hann fór frá því að vera feiminn í skóla í að verða orkusprengjan sem hann er í dag. Við förum einnig yfir mátt hugans og hversu mikilvægt það er að hugsa sem minnst og gera sem mest. Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt. Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars allar leiknu Star Wars seríurnar sem hafa komið út, hversu stórkostleg Andor er, hvernig The Book of Boba Fett gat klikkað svona, hvort Filoni hafi tekist vel til með Ahsoka seríuna og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hver Dave Filoni er, hversu góðir The Clone Wars þættirnir voru, hvernig Filoni skapaði magnaðan karakter í Ahsoka Tano, hvort Star Wars Rebels séu bestu Star Wars teiknimyndaþættirnir, hversu skemmtileg hugmynd er á bakvið The Bad Batch, hversu geggjuð fyrsta serían var af The Mandalorian og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
Það var nóg af atriðum til að ræða eftir helgina í ensku úrvalsdeildinni. Það fer að styttast í annan endann á þessu stórskemmtilega tímabili. El Jóhann mætti í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag til að fara yfir helgina með þeim Gumma og Steinke. El Jóhann hefur að sjálfsögðu enn bullandi trú á því að Arsenal geti tekið Englandsmeistaratitilinn í næsta mánuði.
Það var mikið sem gerðist í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi en titilbaráttan er mögulega bara búin eftir leiki helgarinnar. Liverpool tapaði og Arsenal tapaði. Enn eina ferðina virðist Pep Guardiola ætla að standa uppi sem sigurvegari. Óskar Smári Haraldsson, stuðningsmaður Liverpool, mætti í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fór yfir stöðuna með Gumma og Steinke.
Það var spilað í miðri viku í ensku úrvalsdeildinni, en umferðin kláraðist í gær með tveimur leikjum. Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson mætti á skrifstofu .net í dag og fór yfir umferðina ásamt Gumma og Steinke. Núna erum við að fara inn í lokasprettinn og titilbaráttan hefur sjaldan verið eins spennandi.
Gestur minn þessa vikuna er Guðmundur Magnússon, Gummi Magg. Gummi er leikmaður Fram í knattspyrnu og fórum við yfir fótboltasumarið 2024 í þessum fótbolta special þætti af Jákastinu. Það var frábært, gott, gaman, yndislegt, áhugavert og fræðandi að spjalla við Gumma. Þú ert frábær! Ást og friður.
Magnús Axelsson er stundum kallaður Maggi Strump, eftir safnplöturöð sem kom út á hans vegum á tíunda áratugnum. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, rýnir í nýja þætti Ryans Murphy um erjur rithöfundarins Trumans Capote og svananna svonefndu. Varði fer á vertíð nefnist umdeild kvikmynd frá 2001. Bíótekið býður upp á sjaldgæfa sýningu á myndinni í Bíó Paradís á sunnudaginn, og í tilefni af því ræðir Lóa Björk um hana við Arnar Eggert Thoroddsen. Lagalisti: Dýrðin - Popp & Co. Kókópöffs - Ást við fyrstu og einu sýn I am round - Guð er eitthvað Sjálfsfróun - Bölvað vors land Mósaík - Sjáandi Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni - Þú kemur með mér Opp Jors - Jói Gumma (eine kleine kántrý mix) Curver - Evening Star Paul & Laura - Little Wet Ball Il Nuovo Baldur - Ils Ont Une Belle Skoda Tilburi - Panic Needle The Johnstones Family Orchestra - Þessi maður eltir mig um allt Margo Guryan - Kiss & Tell
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson er gestur Enska boltans í þessari viku. Hann heimsótti skrifstofu Fótbolta.net í morgunsárið og ræddi við Guðmund Aðalstein og Sæbjörn Steinke um síðustu leiki í enska boltanum. Þá var einnig snert aðeins á enska bikarnum. Gummi kastaði fram sínu liði ársins hingað til og þá var spáin - sem var birt fyrir tímabilið - skoðuð. Hvernig lítur hún út núna?
“LET'S MAKE A PARTY of it,” I said. “We can all get together to watch the show when they're on—us, and Gumma, and the Joneses, and—” “No, I don't think so, Peter,” said my father. ... Get full access to The Personal History, Adventures, Experiences & Observations of Peter Leroy at peterleroy.substack.com/subscribe
Leikur Chelsea og Manchester City er einhver skemmtilegasti leikur sem hefur verið spilaður í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum. Það var hrein unun að fylgjast með leiknum. Kári Snorrason, stuðningsmaður Chelsea, er gestur í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag en hann ræddi mikið við Gumma og Steinke um stórleikinn í gær. Hann ræddi einnig um stöðuna hjá Chelsea og svo var farið yfir aðra leiki helgarinnar.
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndaáhugamennirnir Gummi Sósa, Oddur Klöts og Kristinn Reyr kíktu til Hafsteins til að ræða einn skemmtilegasta hryllingsmyndaleikstjóra allra tíma, John Carpenter. Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars hversu mikið meistaraverk The Thing er, hvort The Fog sé jafngóð og Jaws, hversu klikkuð In the Mouth of Madness er, hversu leiðinleg The Ward er, hvort hægt sé að kalla Carpenter B-mynda leikstjóra, hversu góð Cigarette Burns hefði verið ef hún hefði verið í fullri lengd og margt, margt fleira. Þátturinn er 2 klukkutímar. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is
Kvikmyndaáhugamennirnir Gummi Sósa, Oddur Klöts og Kristinn Reyr kíktu til Hafsteins til að ræða einn skemmtilegasta hryllingsmyndaleikstjóra allra tíma, John Carpenter. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hversu leiðinleg Halloween er, hvort They Live sé virkilega góð eða ekki, hversu töff James Woods er í Vampires, hversu mikið Gummi hatar Village of the Damned, hvort Ghosts of Mars sé lélegasta Carpenter myndin og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.
Það var mjög svo áhugaverð umferð í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Það er alltaf gaman að fá enska boltann aftur að loknu landsleikjahléi. Jón Júlíus Karlsson, stuðningsmaður Newcastle, er gestur í þætti dagsins en hann ræðir við Gumma og Steinke um fína byrjun sinna manna á tímabilinu. Eddie Howe hefur sannað sig sem magnaður stjóri. Þá er farið vel yfir umferðina sem er að baki og helstu fréttapunkta í kringum deildina.
SO GUPPA BECAME a sharecropper. He staked out a stretch of land running along one side of our lot, from the back of the garage to the foot of the hill. Every day when the weather was suitable for gardening he came over after work, wearing one of the identical brown suits that he always wore at work, suits that my grandmother, Gumma, called Studebaker suits, carrying a canvas bag in which he had his gardening clothes, a pair of overalls that really made him look like a farmer. ... Get full access to The Personal History, Adventures, Experiences & Observations of Peter Leroy at peterleroy.substack.com/subscribe
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Ofurhetjusérfræðingarnir Gummi Sósa, Raggi Ólafs, Fannar Gilberts og Ari Ólafs kíktu til Hafsteins til að ræða bardaga upp á líf og dauða milli DC karaktera og Marvel karaktera. Hafsteinn setti saman fimm bardaga þar sem DC karakter keppir við Marvel karakter. Strákarnir reyna síðan í sameiningu að finna út hvor myndi vinna bardagann. Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Ultron gæti rústað Brainiac, hvort The Wasp kæmist inn í heilann á Poison Ivy, hvernig Spider-Man myndi ganga á móti Clayface og Cyborg, hvort Aquaman þyrfti aðstoð við að drepa Namor og margt, margt fleira. Þátturinn er 93 mínútur. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is
Ofurhetjusérfræðingarnir Gummi Sósa, Raggi Ólafs, Fannar Gilberts og Ari Ólafs kíktu til Hafsteins til að ræða bardaga upp á líf og dauða milli DC karaktera og Marvel karaktera. Hafsteinn setti saman fimm bardaga þar sem DC karakter keppir við Marvel karakter. Strákarnir reyna síðan í sameiningu að finna út hvor myndi vinna bardagann. Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Doomsday myndi vinna Hulk, hvort öskrið hjá Black Canary væri nóg til að rústa Gamora, hvort Bane næði að kremja hausinn á Kraven og margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.
Leikarinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi landslagsarkitektúrnum Heiðu Aðalsteinsdóttlur.Guðmundur eða Gummi eins og hann er oftast kallaður hefur komið víða við á sviði leiklistarinnar en var hann um langt skeið leikhússtjóri Tjarnabíós. Hann hefur undanfarið verið áberandi bæði hérlendis sem og erlendis í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en er hann þessa dagana að leika í sínum öðrum tölvuleik en fór hann með stórt hlutverk í tölvuleiknum Assassin's creed.Heiða er landslagsarkitekt að mennt en er hún þessa dagana að sinna stefnumótandi stjórnun og umsjón með skipulagi og umhverfismati á starfssvæðum Carbfix, en eru þau að gera virkilega áhugaverða hluti sem hún fór aðeins í í þættinum.Gummi og Heiða kynntust fyrst þegar Gummi var að kenna á leiklistarnámskeiði í sveitinni þar sem hann er uppalin, en hafði Heiða skráð sig á námskeiðið í ákveðnu hugsunarleysi. Þegar hún mætti í fyrsta tíman sá hún svo Gumma og heillaðist alveg um leið. Gummi hafði nýverið hætt í erfiðu sambandi og var því ekki að leita að ástinni en var eitthvað við Heiðu sem dró hann inn og hafa þau verið saman allt frá þeirra fyrsta stefnumóti og eru í dag gift með tvo stráka.Í þættinum ræddum við meðal annars um leiklistina og hvernig það er að leika í tölvuleik, áhugann á íslenskri náttúru, ADHD sem þau glíma bæði við, erfiða leið þeirra við að eignast sitt annað barn, rómantíkina, tilfinningar, húmorinn og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð meðal annars þegar Heiða fór mannavillt á ansi skrautlegann hátt.Þátturinn er í boði:RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/Augað - https://www.augad.is/
Gestur minn þessa vikuna er Guðmundur Þórarinsson, Gummi Tóta. Hann er atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu og spilar í dag með OFI Crete í Grísku úrvalsdeildinni. Gummi er einnig frábær tónlistarmaður og gefur hann reglulega út tónlist. Hann er gjörsamlega frábær og magnaður. Það var yndislegt, gott, gaman, áhugavert, frábært og fræðandi að spjalla við Gumma. Þú ert frábær! Ást og friður.
Kringlan har varit ledig och återvänt till sin barndoms lyckliga ökenstad och Jossan har upptäckt att hon inte har de kvinnliga egenskaper hon trott sig ha. Som vanligt handlar det mest om teko-industrin i Borås och en tankeväckande historia om direktören för Algots. Gillar ni Crazy Town kommer ni älska Cruel Town. Kolla in på underproduktion.se/crueltown
Gestur minn þessa vikuna er einn af mínum allra bestu vinum, Guðmundur Magnússon oft þekktur sem Gummi Magg. Gummi er sóknarmaður í knattspyrnuliði Fram, er íþróttafræðingur að mennt og margt fleira. Hann hefur upplifað margt í boltanum og átti magnað tímabil í fyrra sumar í Bestu deildinni þar sem hann skoraði 17 mörk. Það er ekki langt í að Besta deildin hefjist og er komin mikil spenna fyrir fótboltasumrinu. Það var yndislegt, gott, gaman, áhugavert og frábært að spjalla við Gumma. Þú ert frábær! Ást og friður.
Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, er gestur í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag. Hann settist niður með Gumma og Steinke og fór yfir stöðuna. Magnús Geir er stuðningsmaður Everton en það er ekki auðvelt í dag og hefur ekki verið síðustu árin. Það ríkir mikið stefnuleysi hjá félaginu og því er illa stjórnað. Í þættinum í dag var farið yfir stöðuna hjá Everton og þá var farið yfir leiki vikunnar í Evrópukeppnum og í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, féll úr leik í Evrópudeildinni í gær gegn Sporting, liðinu sem er í fjórða sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Þá að lokum var hitað upp fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum en það er spilað í bæði deild og bikar.
Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða núverandi stöðu DC og hversu björt framtíðin er eftir að James Gunn og Peter Safran tóku við DC studios. Gummi og Hafsteinn ræða þessi 10 verkefni sem Gunn tilkynnti á dögunum en þar á meðal er ný Superman mynd, HBO sería um Green Lanterns, ný Supergirl mynd, kvikmynd um ofurhetjuteymið The Authority og HBO sería um Amanda Waller. Strákarnir ræða einnig hvort DC menn munu reyna að brjótast út úr Marvel boxinu með því að taka fleiri sénsa og leyfa sumum myndum að vera t.d. R-rated. Þátturinn er í boði Sambíóanna, Subway og Popp Smells frá Nóa Síríus.
Lagasmiðurinn og gítarleikarinn, - tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson varð 60 ára á árinu. Hann hélt upp á það með tónleikum í Háskólabíói, 22 október sl. og flutti með aðstoð góðs fólks mörg af sínum þekktustu lögum sem eru orðin mörg. Þekktust eru auðvitað lögin sem hann samdi fyrir hljómsveitina sína stóru ? Sálina Hans Jóns Míns, sem hann var prímusmótur í í 30 ár. Plötur Sálarinnar eru í það minnsta 12, en í raun soldið fleiri vegna þess að Sálin gerði eina plötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðra með Gospelkór Reykjavíkur, og eina með Stórsveit Reykjavíkur. Sálin sem kom fram sem leyninúmer á afmælistónleikum Gumma á dögunum gerði alveg helling á löngum tíma - annað en að skemmta Íslendingum á þessum einstöku Sálar-böllum sem svo margir hafa upplifað í gegnum tíðina og voru í raun bara miðnætur-tónleikar þar sem fólk stóð yfirleitt, dansaði og söng með, og öll músíkin eftir strákana í hljómsveitinni. En Guðmundur Jónsson hefur gert margt annað en að spila með Sálinni og semja fyrir hana. Hann er í dag í tveggja manna blús-rokk-hljómsveitinni G.G. Blús, og rokkhljómsveitinni Nykur. Svo er hann líka að búa til jólamúsík og þar syngja þeir stór sjón-og tónleikarar (eins og þeir segja í Færeyjum), Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð. Það er kallað Jóladraumur. Guðmundur Jónsson er gestur Rokklands í dag.
Lagasmiðurinn og gítarleikarinn, - tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson varð 60 ára á árinu. Hann hélt upp á það með tónleikum í Háskólabíói, 22 október sl. og flutti með aðstoð góðs fólks mörg af sínum þekktustu lögum sem eru orðin mörg. Þekktust eru auðvitað lögin sem hann samdi fyrir hljómsveitina sína stóru ? Sálina Hans Jóns Míns, sem hann var prímusmótur í í 30 ár. Plötur Sálarinnar eru í það minnsta 12, en í raun soldið fleiri vegna þess að Sálin gerði eina plötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðra með Gospelkór Reykjavíkur, og eina með Stórsveit Reykjavíkur. Sálin sem kom fram sem leyninúmer á afmælistónleikum Gumma á dögunum gerði alveg helling á löngum tíma - annað en að skemmta Íslendingum á þessum einstöku Sálar-böllum sem svo margir hafa upplifað í gegnum tíðina og voru í raun bara miðnætur-tónleikar þar sem fólk stóð yfirleitt, dansaði og söng með, og öll músíkin eftir strákana í hljómsveitinni. En Guðmundur Jónsson hefur gert margt annað en að spila með Sálinni og semja fyrir hana. Hann er í dag í tveggja manna blús-rokk-hljómsveitinni G.G. Blús, og rokkhljómsveitinni Nykur. Svo er hann líka að búa til jólamúsík og þar syngja þeir stór sjón-og tónleikarar (eins og þeir segja í Færeyjum), Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð. Það er kallað Jóladraumur. Guðmundur Jónsson er gestur Rokklands í dag.
Lagasmiðurinn og gítarleikarinn, - tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson varð 60 ára á árinu. Hann hélt upp á það með tónleikum í Háskólabíói, 22 október sl. og flutti með aðstoð góðs fólks mörg af sínum þekktustu lögum sem eru orðin mörg. Þekktust eru auðvitað lögin sem hann samdi fyrir hljómsveitina sína stóru ? Sálina Hans Jóns Míns, sem hann var prímusmótur í í 30 ár. Plötur Sálarinnar eru í það minnsta 12, en í raun soldið fleiri vegna þess að Sálin gerði eina plötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðra með Gospelkór Reykjavíkur, og eina með Stórsveit Reykjavíkur. Sálin sem kom fram sem leyninúmer á afmælistónleikum Gumma á dögunum gerði alveg helling á löngum tíma - annað en að skemmta Íslendingum á þessum einstöku Sálar-böllum sem svo margir hafa upplifað í gegnum tíðina og voru í raun bara miðnætur-tónleikar þar sem fólk stóð yfirleitt, dansaði og söng með, og öll músíkin eftir strákana í hljómsveitinni. En Guðmundur Jónsson hefur gert margt annað en að spila með Sálinni og semja fyrir hana. Hann er í dag í tveggja manna blús-rokk-hljómsveitinni G.G. Blús, og rokkhljómsveitinni Nykur. Svo er hann líka að búa til jólamúsík og þar syngja þeir stór sjón-og tónleikarar (eins og þeir segja í Færeyjum), Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð. Það er kallað Jóladraumur. Guðmundur Jónsson er gestur Rokklands í dag.
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða stærstu DC myndir frá upphafi. Í þessum seinni hluta setja strákarnir sérstakan fókus á DCEU myndirnar en það eru meðal annars myndirnar Man of Steel, Batman v Superman, Suicide Squad, Aquaman, Wonder Woman, Justice League og Snyder Cut. Þátturinn er 2 tímar. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða stærstu DC myndir frá upphafi. Í þessum fyrri hluta setja strákarnir sérstakan fókus á myndirnar Superman, Superman II, Batman, Batman Returns, Batman Forever, Batman & Robin, Mask of the Phantasm, Constantine, Nolan Batman þríleikinn, Superman Returns, Watchmen og Green Lantern. Þátturinn er 3 tímar. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is
Það var nóg um að ræða í Enski boltinn þennan mánudaginn. Heil umferð var leikin í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og sunnudag. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, kom í heimsókn og ræddi um vandræði Liverpool við Gumma og Steinke. Einnig var Mate Dalmay, þjálfari körfuboltaliðs Hauka, með fyrsta hálftímann í þættinum og lét ýmislegt flakka. Ásamt því að vandræði Liverpool voru rædd þá var farið yfir stórkostlegan sigur Brighton gegn Chelsea, endurkomu Tottenham, rúst Arsenal gegn Nottingham Forest, sigur Manchester United gegn West Ham og margt fleira.
Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, er sérstakur gestur Innkastsins þessa vikuna. Ef Gummi skorar gegn Keflavík í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardaginn verður gullskórinn hans. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Gummi Magg fara yfir 26. umferð Bestu deildarinnar og Sæbjörn velur einnig besta leikmann hvers liðs í sumar og einnig mestu vonbrigðin. Þá er auðvitað rætt við Gumma um árangur hans og Framliðsins í sumar og ýmislegt skemmtilegt.
Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, er heiðursgestur EM Innkastsins að þessu sinni. Hann ræðir við Elvar, Steinke og Gumma um komandi leik gegn Ítalíu, sífelldar ferðir hans og Eggerts ljósmyndara til Manchester og hverju má búast við í leiknum á morgun. Hver fer á vítapunktinn ef við fáum víti? Í lok þáttar er farið um víðan völl og meðal rætt um skoðunarferð til Liverpool, Kristal Mána og Víking og fleira.
Í þessum þætti er spjallað við lögreglumanninn Guðmund Fylkisson eða Gumma löggu sem er hvað þekktastur fyrir að finna týnd börn og ungmenni. Við ræðum um starf hans og áhyggjur hans af þeirri hugmynd að afglæpavæða vímuefni. Hægt er að styrkja Poppsálina fyrir 5 evrur á mánuði og fá aukaþætti í kaupbæti :)https://www.patreon.com/PoppsalinTHEY'RE NOT SHADOWSSpooky stories of the paranormal, the supernatural and the unexplained with no...Listen on: Apple Podcasts Spotify Leadership SchoolConversations from around the world inspiring you to be an extraordinary leader.Listen on: Apple Podcasts Spotify
Í þessum þætti átti ég stórskemmtilegt spjall við listaparið Þuríði Blæ Jóhannsdóttur og Guðmund Felixsson. Blær og Gummi eiga sér töluvert öðruvísi baksögu en mörg önnur pör en þau höfðu verið góðir vinir síðan í grunnskóla áður en þau byrjuðu loksins saman árið 2015 og segja þau einmitt skemmtilega frá því í þættinum þegar Gummi skutlaði Blæ á stefnumót við annan dreng og hjálpaði henni að “banga” eins og hann orðaði það. Blær hefur verið fastráðin leikkona hjá Borgarleikhúsinu undanfarin sex ár og kemur hún reglulega fram á skjánum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún er einnig einn af stofnendum og meðlimur hljómsveitarinnar Reykjarvíkurdætur sem hefur gert garðinn frægan víðsvegar um heiminn. Gummi er leikari en hann útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ og er einn af meðlimum spunahópsins Improv Island ásamt því að vera í hinum og þessum verkefnum en hann til dæmis er einn af höfundum og leikari sketsa-þáttanna Kanarý sem sýndir eru á rúv núll. Ég hafði virkilega gaman af þessu spjalli sem einkenndist af húmor, góðum sögum og mikilli einlægni en við ræddum til dæmis listina, ástartungumál, hvernig það er að byrja í sambandi eftir langa vináttu, fegurðina á bak við það að fara saman til sálfræðings og sögðu þau mér frábæra sögu af óförum Gumma á kayak í grennd við nektarströnd í Barcelona.Þátturinn er í boði:Blush.is - https://blush.is/Spaðinn - https://spadinn.is/Ajax
Veistu hvað landverðir gera til að fá ekki skyrbjúg? Eða hvað þeir gera yfirhöfuð? Vigdís fræðir Gumma um þessa dularfullu starfsmenn ríkisins, friðlýst svæði á Íslandi (sem ná samt líka yfir steina?) og þjóðgarða, auk þess sem splunkunýr liður kemur fram á heyrnarsviðið: NOSTALGÍUHORNIÐ. Katrín Pálma- og Þorgerðardóttir, fyrrum landvörður, segir frá starfinu, túristunum, lygurunum og sandinum og heldur erfiða, en sanngjarna, spurningakeppni.
Veistu eitthvað um Berghain, frægasta teknóklúbb heims? Fleiri hafa allavega heyrt sögur af staðnum, en hafa komist inn, enda langflestum vísað frá við innganginn. Vigdís fór í asnalega (en gleraugnalausa) vettvangsferð í þetta gamla raforkuver og fræðir Gumma og hina ýmsu kima staðarins, þó ekki nóg til að svala allri forvitni hans. Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, þekkt undir listamannsnafninu Fever Dream, er gestur þáttarins, enda sá Íslendingur sem hefur líklegast farið hvað oftast inn á þennan dularfulla stað. Umsjón: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson í útsetningu Hjálmars Óla Hjálmarssonar Lag: Achso með Fever Dream og Alice Go Byrjun: Næturklúbburinn og þráin eftir að vera dæmur, eftir Halldór Armand http://www.ruv.is/frett/naeturklubburinn-og-thrain-eftir-ad-vera-daemdur
Veistu hvað er gott við að fara í sjósund? Allavega ekki nógu mikið til að sannfæra Gumma um að taka þátt í æðinu sem hefur heltekið ofurkerlingar og huga landsins. Sjósund heillar ýmsa en hræðir fleiri og er stundað víðast hvar á landinu, líka þar sem hitastig sjávar er -1,8 C. Já, MÍNUS. Íris Stefanía Skúladóttir, sviðslistakona og garpur mætir viðtal og segir sögur úr sjónum. VIÐVÖRUN: Aðgát skal höfð í nærveru sjávar.
Veistu hvað sum börn borða í sumarbúðum CISV á meðan önnur fá pönnukökur? Vigdís fræðir Gumma um alþjóðasamtökin CISV (ísl. Alþjóðlegar sumarbúðir barna), en honum virðast búðirnar samblanda stjórnleysis og tilraunamennsku á börnum. Hann sannfærist þó um ágæti samtakanna eftir frekari fræðslu, sérstaklega frá Margréti Erlu Maack, CISV-kempu Íslands og gesti þáttarins þessa vikuna.
Veistu hvað þú ert í mörgum stjörnumerkjum? Já, mörgum, því í stjörnuspeki er horft á stöðu ólíkra pláneta þegar einstaklingur fæðist. Gísli Gunnarsson Bachmann áhugamaður um stjörnuspeki og lærlingur Gunnlaugs Guðmundssonar störnuspekings var gestur þáttarins. Hann segir frá áhuga sínum á spekinni og dregur upp mynd af persónuleika Gumma og Vigdísar með því að lesa í stjörnukortið þeirra.
Veistu hvað lagið All Star með Smashmouth passar vel við Glaðasti hundur í heimi? Umræðuefni þáttarins er fyrirbærið „meme“ (ísl. mem, jarm, farandbrandari, mím) í öllu sínu veldi! Nei kannski í hálfu sínu veldi. Eða jafnvel bara einum nítugasta. Þetta er flókið dæmi. Á meðan Vigdís segir Gumma frá uppruna orðsins, upphafi meme-sins og reynir að rekja söguna hatar Gummi internetið. Karl Ólafur Hallbjörnsson meme-nörður kemur með heimspekilegar vangaveltur um fyrirbærið, greinir frá myrkum hliðum þess og lætur Gumma hata internetið enn meira. EN. Svo er sungið!
Veistu hvað skátar taka með sér í ljós? Svarið kemur í ljós (hehe) í þessari skátasprengju! Gummi var eitt sinn skáti og þarf ekki að vera það ennþá frekar en hann vill, en Vigdís hefur aldrei verið í skátunum þrátt fyrir einkar skátalegt yfirbragð. Inga Auðbjörg Straumland kíkir í heimsókn og kennir Gumma og Vigdísi eitt og annað um útilegur, tevur og skátaútgáfur af gömlum Eurovisionlögum! Umsjónarmenn: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson