Podcasts about geirsson

  • 28PODCASTS
  • 84EPISODES
  • 1h 1mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Jul 26, 2024LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about geirsson

Latest podcast episodes about geirsson

Spegillinn
Gliðnun á sprungum frá Krýsuvík til Hólmsheiðar, Ólympíuleikar, útilokanir og öryggisgæsla

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jul 26, 2024 10:39


Áhrif umbrotanna á suðvestanverðum Reykjanesskaganum síðustu misseri teygja sig víða, eins og Benedikt Sigurðsson komst að þegar hann hitti Halldór Geirsson jarðeðlisfræðing að máli í Búrfellsgjá, skammt suðaustur af Vífilsstaðavatni, sem liggur þvert á það sem kallast sprungusveimur Krýsuvíkureldstöðvakerfisins. Í honum eru virkar gliðnunarsprungur sem teygja sig nokkra tugi kílómetra til norðausturs. Við skoðun á gervitunglamælingum fyrir nokkrum árum tóku jarðvísindamenn eftir nokkurra millimetra hreyfingum á þessum sprungum, segir Halldór, og frekari rannsóknir sýndu aukna gliðnun á allra síðustu árum, eftir að yfirstandandi umbrot hófust. Þrítugustu og þriðju Ólympíuleikar nútímans voru settir í París í Frakklandi í dag. Þetta er í þriðja skipti sem Ólympíuleikar eru haldnir í París, þar sem þeir voru fyrst haldnir aldamótaárið 1900 og svo aftur fyrir réttri öld, 1924. Keppnisviðburðir eru 329 í 32 íþróttagreinum og keppendur 10.714 frá 206 ríkjum - en ekki Rússlandi og Belarús. Tíu þjóðir hafa áður verið útilokaðar frá leikunum og gagnrýnt hefur verið að Ísrael skuli ekki hafa verið meinuð þátttaka að þessu sinni. Ævar Örn Jósepsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred

Spegillinn
Hvað er í gangi í gosinu? Vandræði í Skotlandi. Höll og kastali í Gufunesi.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 30, 2024 20:40


Hvað er í gangi í Sundhnúksgígaröðinni? Þrýstingur eykst og augu jarðvísindamanna eru á mælitækjunum. Rætt var við jarðeðlisfræðinginn Halldór Geirsson. Fyrsti ráðherra Skotlands boðaði afsögn sína í gær, eftir afdrifarík, pólitísk mistök. Við segjum frá áframhaldandi vandræðum Skoska þjóðarflokksins. Við heimsækjum Westminster-höll Játvarðs konungs og kastala Vilhjálms sigursæla, í Normandi - en samt í Gufunesi.

Spegillinn
Kjarasamningar, verkbann og verkföll, skjálftavirkni færist vestar og stjórnarmyndun í Hollandi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 14, 2024 20:00


Verkalýðsfélög virðast fljótari en áður að grípa í verkfallsvopnið og atvinnurekendur svara því með samhverfunni verkbanni segir vinnumarkaðsfræðingur. Jarðskjálftavirkni við Grindavík hefur færst dálítið til vesturs. Hvað telur Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur að það þýði. Frelsisflokkur þjóðernisöfgamannsins Geerts Wilders vann stórsigur, ríflega tvöfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í fyrra en Wilders verður ekki forsætisráðherra þótt flokkur hans komist í sjtórn.

Spegillinn
Ísland og NATO, eldgosataktur og kreppa í Bretlandi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 15, 2024 19:54


Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir það slæm - og röng skilaboð, sem Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sendi um helgina, þegar hann sagði að undir sinni stjórn myndu Bandaríkin ekki koma þeim NATO-ríkjum til varnar, sem ekki hefðu varið nægu fé til varnarmála. Þessi umræða var í bakgrunni tveggja daga fundar varnarmálaráðherra NATO sem Bjarni sat fyrir hönd Íslands. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel ræddi við Bjarna eftir fundinn. Ef kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi með sama hraða og nú má gera ráð fyrir að í lok febrúar eða í byrjun mars aukist líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi verulega, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar fyrr í dag. Stöndum við mögulega frammi fyrir því að það gæti gosið á þessum slóðum á þriggja vikna fresti mánuðum saman? Ragnhildur Thorlacius fréttamaður spurði Halldór Geirsson dósent við Jarðvísindadeild HÍ að því. Efnahagskreppa er skollin á í Bretlandi. Enginn hagvöxtur mældist þar í níu mánuði í fyrra og raunar samdráttur á síðari hluta ársins. Hann var núll komma þrjú prósent síðustu þrjá mánuði ársins, núll komma eitt prósent næstu þrjá mánuðina þar á undan og stóð á núlli í apríl, maí og júní. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.

Samfélagið
Heitavatnsleysi, algóriþminn sem elur okkur upp, tilraunaeldhús Matís og fræskiptamarkaður

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 9, 2024 55:00


Dregið hefur verulega úr eldgosinu á Reykjanesskaga - en enn er heitavatnslaust og sums staðar kaldavatnslaust. Þorgils Jónsson, fréttamaður sem er búinn að vera á vaktinni á Suðurnesjum í dag verður á línunni hjá okkur. Börn verja mörg miklum tíma á netinu og þar er ýmislegt sem þarf að varast. Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, hefur undanfarið haldið fyrirlestra með yfirskriftinni - Algóriþminn sem elur mig upp. Hvernig geta foreldrar sett börnum sínum mörk og verndað þau í síbreytilegum stafrænum veruleika - veruleika sem þeir þekkja kannski ekki almennilega sjálfir? Ráða fullorðnir sjálfir við tækin? Við heimsækjum Matarsmiðju Matís sem er suðupottur þegar kemur að nýsköpun á sviði matargerðar. Ræðumvið Óla Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmann og verkefnastjóra og hittum einn af þeim sem nýta smiðjuna, Jón Örvar Geirsson hjá fyrirtækinu Bone and marrow. Nú fer fram fræskiptamarkaður í Borgarbókasafninu í Sólheimum. Lísbet Perla Gestsdóttir, sérfræðingur á Sólheimasafninu, segir okkur frá honum.

Spegillinn
Gæti gosið reglulega, hiti og rafmagn í Grindavík, varnargarðar og hraun, andleg líðan

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 15, 2024 20:05


Spegillinn er tileinkaður Grindavík. Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði segir að enn streymi kvika inn í Svartsengi og það geti gosið reglulega á þeim slóðum. Heitavatnslögnin til Grindavíkur skemmdist í gosinu, heitavatnslaust er í bænum, en rafmagn er komið á í vesturhluta bæjarins, í bili að minnsta kosti. Það á að skoða hvort hækka þurfi varnargarðana við bæinn, því hraun rann upp að þeim og meðfram. Ef hraun rennur á ný þarf því minna til að það komist yfir garðana. Inga Guðlaug Helgadóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr í götunni sem hraun rann inn í í gær. Hún segir að engann Grindvíking hafi órað fyrir því í raun og veru að það myndi gjósa svona nálægt þeim.

Spegillinn
Kvikugeymir undir Svartsengi, varnir hitaveitulagna og rafmagnsmastra

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 19, 2023 20:00


Ýmislegt bendir til þess að kvikugeymir sé undir Svartsengi og nágrenni, allt frá Eldvörpum að Sundhnúksgígum, segir Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði. Í nótt var rætt um að fara með stórvirkar vinnuvélar til Grindavíkur og hefja undirbúning varnargarðs. Horfið var frá því þegar ljóst var að bærinn var ekki í bráðri hættu frá hraunrennsli. Rætt er við Ara Guðmundsson verkfræðing sem leiðir hóp um varnir innviða fyrir almannavarnir. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.

Spegillinn
Kvikugeymir undir Svartsengi, varnir hitaveitulagna og rafmagnsmastra

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 19, 2023


Ýmislegt bendir til þess að kvikugeymir sé undir Svartsengi og nágrenni, allt frá Eldvörpum að Sundhnúksgígum, segir Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði. Í nótt var rætt um að fara með stórvirkar vinnuvélar til Grindavíkur og hefja undirbúning varnargarðs. Horfið var frá því þegar ljóst var að bærinn var ekki í bráðri hættu frá hraunrennsli. Rætt er við Ara Guðmundsson verkfræðing sem leiðir hóp um varnir innviða fyrir almannavarnir. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.

FM957
VEISLAN - Logi Geirsson

FM957

Play Episode Listen Later May 9, 2023 84:38


Logi Geirs ræðir cash, partí og fleira við Gústa B og Big Income Pally. Hann yfirgefur líka stúdíóið í miðri lokaspurningu enda mikill hiti í henni.

Samfélagið
Strandveiðar, mæðradauði og sjálfbærni

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 9, 2023 55:00


Við ræðum um strandveiðar við nýkjörinn formann félags strandveiðimanna Kjartan Pál Sveinsson. Hann er doktor í félagsfræði en aðallega trillukarl. Við ætlum að ræða við Reyni Tómas Geirsson prófessor emiritus og fyrrverandi forstöðulækni á kvennadeild Landspítalans en hann ásamt fleirum lagðist yfir gögn á Íslandi um mæðradauða - og tók saman yfirlit yfir 40 ára tímabil. Mæðradauði er sem betur fer ekki algengur á Íslandi, en gögnin gefa okkur mikilvægar upplýsingar um hvernig og hvar má betur gera þegar kemur meðal annars að mæðravernd og stuðning við konur. Umhverfispistillinn er í höndum Tinnu Hallgrímsdóttur forseta ungra umhverfissinna, en hún ræðir um hinar mörgu og flóknu hliðar sjálfbærni.

Samfélagið
Strandveiðar, mæðradauði og sjálfbærni

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 9, 2023


Við ræðum um strandveiðar við nýkjörinn formann félags strandveiðimanna Kjartan Pál Sveinsson. Hann er doktor í félagsfræði en aðallega trillukarl. Við ætlum að ræða við Reyni Tómas Geirsson prófessor emiritus og fyrrverandi forstöðulækni á kvennadeild Landspítalans en hann ásamt fleirum lagðist yfir gögn á Íslandi um mæðradauða - og tók saman yfirlit yfir 40 ára tímabil. Mæðradauði er sem betur fer ekki algengur á Íslandi, en gögnin gefa okkur mikilvægar upplýsingar um hvernig og hvar má betur gera þegar kemur meðal annars að mæðravernd og stuðning við konur. Umhverfispistillinn er í höndum Tinnu Hallgrímsdóttur forseta ungra umhverfissinna, en hún ræðir um hinar mörgu og flóknu hliðar sjálfbærni.

Heimildavarp RÚV
Lífið með Brakka

Heimildavarp RÚV

Play Episode Listen Later Jan 25, 2023


Í þættinum verður fjallað um meinvaldandi breytingar í BRCA 1 og 2 geni. Rannsóknum á tengslum erfða og krabbameins fer sífellt fram og úrræðin sem eru í boði verða fjölbreyttari. Rætt verður um sögu Brakkagensins hér á landi, kerfið sem búið hefur verið til í kringum það og líf þeirra sem bera stökkbreytinguna. Viðmælendur eru Anna Margrét Bjarnadóttir, rithöfundur og fyrrum formaður Brakkasamtakanna, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Stefán Geirsson bóndi og Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi. Umsjón: Harpa Dís Hákonardóttir. Aðstoð við dagskrárgerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Norðfirðingur - Hlaðvarp
21. þáttur - Smári Geirsson

Norðfirðingur - Hlaðvarp

Play Episode Listen Later Jan 8, 2023 98:15


Í þessum þætti er rætt við Smára Geirsson. Þættirnir hefðu eflaust getað verið 10 talsins og láðist m.a. að ræða þegar hann var sæmdur fálkaorðunni! En hvað sem því nú líður er hér víða komið við og ætti enginn Norðfirðingur að láta þennan þátt framhjá sér fara.

Morgunvaktin
Heimsgluggi, borgarhönnun og unga fólkið og tónlist

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 1, 2022 130:00


Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Fylgishrun norska Verkamannaflokksins frá því að hann tók við völdum fyrir tveimur árum og smygl á áfengi frá Svíþjóð til Noregs voru meðal umfjöllunarefna. Og tíminn; hvernig upplifum við tímann. Sum finnst hann líða ógnarhratt en öðrum finnst hann standa í stað. Hvað veldur? Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór Reykjavík? er spurning sem Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg og samstarfsfólk hennar veltir fyrir sér á hverjum degi. Þau vinna að því að gera borgarhönnunarstefnu - Edda sagði okkur frá vinnunni og því sem þarf til að gera borg betri. Viðurkenning Barnaheilla var veitt á dögunum. Að þessu sinni hlaut hana Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs. Í umsögn sagði: Össur hefur óbilandi trú á ungu fólki og einstakt lag á að laða fram það besta í hverju og einu barni. Össur spjallaði við okkur um tónlist og börn og þessa trú á unga fólkinu sem er svo mikilvæg en kannski of lítið fer fyrir. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Við gengum tvö - Skólahljómsveit Kópavogs Little lies ? Fleetwood Mac Fjögur íslensk bítlalög (syrpa) - Skólahljómsveit Kópavogs

Morgunvaktin
Heimsgluggi, borgarhönnun og unga fólkið og tónlist

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 1, 2022


Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Fylgishrun norska Verkamannaflokksins frá því að hann tók við völdum fyrir tveimur árum og smygl á áfengi frá Svíþjóð til Noregs voru meðal umfjöllunarefna. Og tíminn; hvernig upplifum við tímann. Sum finnst hann líða ógnarhratt en öðrum finnst hann standa í stað. Hvað veldur? Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór Reykjavík? er spurning sem Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg og samstarfsfólk hennar veltir fyrir sér á hverjum degi. Þau vinna að því að gera borgarhönnunarstefnu - Edda sagði okkur frá vinnunni og því sem þarf til að gera borg betri. Viðurkenning Barnaheilla var veitt á dögunum. Að þessu sinni hlaut hana Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs. Í umsögn sagði: Össur hefur óbilandi trú á ungu fólki og einstakt lag á að laða fram það besta í hverju og einu barni. Össur spjallaði við okkur um tónlist og börn og þessa trú á unga fólkinu sem er svo mikilvæg en kannski of lítið fer fyrir. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Við gengum tvö - Skólahljómsveit Kópavogs Little lies ? Fleetwood Mac Fjögur íslensk bítlalög (syrpa) - Skólahljómsveit Kópavogs

Mannlegi þátturinn
Hugarafl í beinni og póstkort frá Kúbu

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 23, 2022 50:00


Við sendum í dag út beint frá húsnæði Hugarafls í Síðumúla. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Þetta eru grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og var stofnað árið 2003. Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls, Grétar Björnsson kennara og félagsfræðing, sem tók fyrst þátt í starfinu árið 2006 og svo heyrðum við í Bjarna Karlssyni presti sem er með kyrrðarstund hjá Hugarafli á miðvikudögum í hádeginu. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og póstkortið barst að þessu sinni frá Kúbu, en Magnús hefur verið þar í heimsókn undanfarinn hálfan mánuð. Hann segir í kortinu af upplifun sinni af Havana, fólkinu, músíkinni og kúltúrnum en líka frá einræðinu og kúguninni sem ríkir í skjóli kommúnismans. Fátæktinni, matar- og lyfjaskorti sem veldur uppþotum og óeirðum af og til. En veðurfarið er dásamlegt segir Magnús og strendurnar fagrar. Tónlist í þættinum í dag: Einu sinni enn / Bergur Ebbi og Dói (Sveinn Þórir Geirsson og Bergur Ebbi Benediktsson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Tiene sabor / Buena Vista Social Club (Ignacio Piniero og Rolando Valdes) Hægt en bítandi / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Mannlegi þátturinn
Hugarafl í beinni og póstkort frá Kúbu

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 23, 2022


Við sendum í dag út beint frá húsnæði Hugarafls í Síðumúla. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Þetta eru grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og var stofnað árið 2003. Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls, Grétar Björnsson kennara og félagsfræðing, sem tók fyrst þátt í starfinu árið 2006 og svo heyrðum við í Bjarna Karlssyni presti sem er með kyrrðarstund hjá Hugarafli á miðvikudögum í hádeginu. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og póstkortið barst að þessu sinni frá Kúbu, en Magnús hefur verið þar í heimsókn undanfarinn hálfan mánuð. Hann segir í kortinu af upplifun sinni af Havana, fólkinu, músíkinni og kúltúrnum en líka frá einræðinu og kúguninni sem ríkir í skjóli kommúnismans. Fátæktinni, matar- og lyfjaskorti sem veldur uppþotum og óeirðum af og til. En veðurfarið er dásamlegt segir Magnús og strendurnar fagrar. Tónlist í þættinum í dag: Einu sinni enn / Bergur Ebbi og Dói (Sveinn Þórir Geirsson og Bergur Ebbi Benediktsson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Tiene sabor / Buena Vista Social Club (Ignacio Piniero og Rolando Valdes) Hægt en bítandi / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Samfélagið
Straumsvík, hjúkkan á Tene, ruslarabb, málfar og alsheimers

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 7, 2022


Lúðvík Geirsson hafnarstjóri í Hafnarfirði: Það eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar við höfnina í Straumsvík vegna áforma um niðurdælingu á koltvísýringi fyrir Carbfix verkefnið. . Svana Andrea Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Svana starfar á landspítalanum, en ætlar að söðla um og verða hjúkkan á Tene - flytja til Tenerife og bjóða þar upp á hjúkrunarþjónustu fyrir Íslendinga, sem dvelja þar í þúsundatali, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Ruslarabbið Málfarsmínúta Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttir - hún ætlar að ræða um tengsl frunsu og hlaupabólu við alsheimers.

Samfélagið
Straumsvík, hjúkkan á Tene, ruslarabb, málfar og alsheimers

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 7, 2022


Lúðvík Geirsson hafnarstjóri í Hafnarfirði: Það eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar við höfnina í Straumsvík vegna áforma um niðurdælingu á koltvísýringi fyrir Carbfix verkefnið. . Svana Andrea Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Svana starfar á landspítalanum, en ætlar að söðla um og verða hjúkkan á Tene - flytja til Tenerife og bjóða þar upp á hjúkrunarþjónustu fyrir Íslendinga, sem dvelja þar í þúsundatali, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Ruslarabbið Málfarsmínúta Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttir - hún ætlar að ræða um tengsl frunsu og hlaupabólu við alsheimers.

Samfélagið
Straumsvík, hjúkkan á Tene, ruslarabb, málfar og alsheimers

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 7, 2022 55:00


Lúðvík Geirsson hafnarstjóri í Hafnarfirði: Það eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar við höfnina í Straumsvík vegna áforma um niðurdælingu á koltvísýringi fyrir Carbfix verkefnið. . Svana Andrea Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Svana starfar á landspítalanum, en ætlar að söðla um og verða hjúkkan á Tene - flytja til Tenerife og bjóða þar upp á hjúkrunarþjónustu fyrir Íslendinga, sem dvelja þar í þúsundatali, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Ruslarabbið Málfarsmínúta Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttir - hún ætlar að ræða um tengsl frunsu og hlaupabólu við alsheimers.

Heimildavarp RÚV
Kerfið - afnot af auðlind í eigu þjóðar.

Heimildavarp RÚV

Play Episode Listen Later Aug 24, 2022


2. þáttur af fjórum: Hagræðing Fjórir þættir í umsjón Guðmundar Pálssonar og Ágústs Ólafssonar þar sem leitast er við að draga upp mynd af íslenska kvótakerfinu. Forsögu þess, markmiðum, framtíð og áhrifum á samfélög, atvinnuhætti og nýtingu sjávarafurða. Rætt við fræðafólk, útgerðarmenn, fiskverkafólk og íbúa í sjávarþorpum. Framleiðsla: Guðni Tómasson. Viðmælendur í þessum þætti: Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Íslandssögu á Suðureyri, Hugi Árbjörnsson yfirverkstjóri hjá netagerð Hampiðjunnar á Neskaupsstað, Smári Geirsson fræðimaður og fyrrum sveitarstjórnarmaður, Einar Björnsson og Guðbjörg Kristinsdóttir í sjoppunni á Eskifirði. Tónlistin í þættinum er úr smiðju Hermigervils, lögin Gvendur á eyrinni og Sail on.

Heimildavarp RÚV
Kerfið - afnot af auðlind í eigu þjóðar.

Heimildavarp RÚV

Play Episode Listen Later Aug 24, 2022


4. þáttur af fjórum: Margir miljarðar á ári Fjórir þættir í umsjón Guðmundar Pálssonar og Ágústs Ólafssonar þar sem leitast er við að draga upp mynd af íslenska kvótakerfinu. Forsögu þess, markmiðum, framtíð og áhrifum á samfélög, atvinnuhætti og nýtingu sjávarafurða. Rætt við fræðafólk, útgerðarmenn, fiskverkafólk og íbúa í sjávarþorpum. Framleiðsla: Guðni Tómasson. Viðmælendur í þessum þætti: Elvar Óskarsson stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, Elís Pétur Elísson útgerðarmaður á Breiðdalsvík, Gunnar Jónsson myndlistarmaður á Ísafirði, Smári Geirsson fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, Erna Jónsdóttir sviðstjóri hjá Fiskistofu og Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Íslandssögu á Suðureyri. Tónlistin í þættinum er úr smiðju Hermigervils, lögin Gvendur á eyrinni og Sail on.

Heimildavarp RÚV
Kerfið - afnot af auðlind í eigu þjóðar.

Heimildavarp RÚV

Play Episode Listen Later Aug 24, 2022


4. þáttur af fjórum: Margir miljarðar á ári Fjórir þættir í umsjón Guðmundar Pálssonar og Ágústs Ólafssonar þar sem leitast er við að draga upp mynd af íslenska kvótakerfinu. Forsögu þess, markmiðum, framtíð og áhrifum á samfélög, atvinnuhætti og nýtingu sjávarafurða. Rætt við fræðafólk, útgerðarmenn, fiskverkafólk og íbúa í sjávarþorpum. Framleiðsla: Guðni Tómasson. Viðmælendur í þessum þætti: Elvar Óskarsson stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, Elís Pétur Elísson útgerðarmaður á Breiðdalsvík, Gunnar Jónsson myndlistarmaður á Ísafirði, Smári Geirsson fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, Erna Jónsdóttir sviðstjóri hjá Fiskistofu og Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Íslandssögu á Suðureyri. Tónlistin í þættinum er úr smiðju Hermigervils, lögin Gvendur á eyrinni og Sail on.

Heimildavarp RÚV
Kerfið - afnot af auðlind í eigu þjóðar.

Heimildavarp RÚV

Play Episode Listen Later Aug 24, 2022


2. þáttur af fjórum: Hagræðing Fjórir þættir í umsjón Guðmundar Pálssonar og Ágústs Ólafssonar þar sem leitast er við að draga upp mynd af íslenska kvótakerfinu. Forsögu þess, markmiðum, framtíð og áhrifum á samfélög, atvinnuhætti og nýtingu sjávarafurða. Rætt við fræðafólk, útgerðarmenn, fiskverkafólk og íbúa í sjávarþorpum. Framleiðsla: Guðni Tómasson. Viðmælendur í þessum þætti: Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Íslandssögu á Suðureyri, Hugi Árbjörnsson yfirverkstjóri hjá netagerð Hampiðjunnar á Neskaupsstað, Smári Geirsson fræðimaður og fyrrum sveitarstjórnarmaður, Einar Björnsson og Guðbjörg Kristinsdóttir í sjoppunni á Eskifirði. Tónlistin í þættinum er úr smiðju Hermigervils, lögin Gvendur á eyrinni og Sail on.

Samfélagið
Rafvæðing hafna, þolendur vændi, loftlagsblekkingar og d-vítamín

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022


Við ræðum aðeins um rafvæðingu hafna á eftir. Nýtt háspennu-landtengingarkerfi var tekið í notkun á tveimur stærstu hafnarbökkunum í Hafnarfjarðarhöfn á sjómannadaginn og fyrsta farþegaskipið landtengt. Áður hafði togarinn Baldvin Njálsson verið tengdur við þetta nýja kerfi. Þau skip sem geta tengst með þessum hætt sleppa við að brenna olíu, með tilheyrandi útblæstri, mengun og hávaða. Í ræðum þetta við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra - á hafnarbakkanum. VIð ætlum svo að ræða við Önnu Þóru kristinsdóttur sálfræðing og ráðgjafa hjá stígamótum en hún leiðir þar hóp fólks sem eru þolendur vændis - en nývereið kom ??ut bókin venjulegar konur í vændi á íslnadi sem veitir einstaka innsýn í þeirra upplifanir Óhætt er að segja að ungir umhverfissinnar séu verulega óánægðir með íslensk stjórnvöld, ekki aðeins tóku þau í gær þátt ásamt fleiri náttúruverndarhópum að mótmæla rammaáætlun og færslu náttúrugersema úr verndarflokki í biðflokk - heldur gefa þau stjórnvöldum algera falleinkun þegar kemur að loftlagsmálunum og segja þau blekkja og beita villandi aðferðum tengdum loftlagsmarkmiðum Íslands - við fáum að vita meira af því í þætti dagsins þegar rætt verður við Finn Ricart Andrason. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Edda Olgudóttir kemur í lok þáttar - hún ætlar að tala um D-vítamín.

Samfélagið
Rafvæðing hafna, þolendur vændi, loftlagsblekkingar og d-vítamín

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022 55:00


Við ræðum aðeins um rafvæðingu hafna á eftir. Nýtt háspennu-landtengingarkerfi var tekið í notkun á tveimur stærstu hafnarbökkunum í Hafnarfjarðarhöfn á sjómannadaginn og fyrsta farþegaskipið landtengt. Áður hafði togarinn Baldvin Njálsson verið tengdur við þetta nýja kerfi. Þau skip sem geta tengst með þessum hætt sleppa við að brenna olíu, með tilheyrandi útblæstri, mengun og hávaða. Í ræðum þetta við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra - á hafnarbakkanum. VIð ætlum svo að ræða við Önnu Þóru kristinsdóttur sálfræðing og ráðgjafa hjá stígamótum en hún leiðir þar hóp fólks sem eru þolendur vændis - en nývereið kom ??ut bókin venjulegar konur í vændi á íslnadi sem veitir einstaka innsýn í þeirra upplifanir Óhætt er að segja að ungir umhverfissinnar séu verulega óánægðir með íslensk stjórnvöld, ekki aðeins tóku þau í gær þátt ásamt fleiri náttúruverndarhópum að mótmæla rammaáætlun og færslu náttúrugersema úr verndarflokki í biðflokk - heldur gefa þau stjórnvöldum algera falleinkun þegar kemur að loftlagsmálunum og segja þau blekkja og beita villandi aðferðum tengdum loftlagsmarkmiðum Íslands - við fáum að vita meira af því í þætti dagsins þegar rætt verður við Finn Ricart Andrason. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Edda Olgudóttir kemur í lok þáttar - hún ætlar að tala um D-vítamín.

Samfélagið
Rafvæðing hafna, þolendur vændi, loftlagsblekkingar og d-vítamín

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022


Við ræðum aðeins um rafvæðingu hafna á eftir. Nýtt háspennu-landtengingarkerfi var tekið í notkun á tveimur stærstu hafnarbökkunum í Hafnarfjarðarhöfn á sjómannadaginn og fyrsta farþegaskipið landtengt. Áður hafði togarinn Baldvin Njálsson verið tengdur við þetta nýja kerfi. Þau skip sem geta tengst með þessum hætt sleppa við að brenna olíu, með tilheyrandi útblæstri, mengun og hávaða. Í ræðum þetta við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra - á hafnarbakkanum. VIð ætlum svo að ræða við Önnu Þóru kristinsdóttur sálfræðing og ráðgjafa hjá stígamótum en hún leiðir þar hóp fólks sem eru þolendur vændis - en nývereið kom ??ut bókin venjulegar konur í vændi á íslnadi sem veitir einstaka innsýn í þeirra upplifanir Óhætt er að segja að ungir umhverfissinnar séu verulega óánægðir með íslensk stjórnvöld, ekki aðeins tóku þau í gær þátt ásamt fleiri náttúruverndarhópum að mótmæla rammaáætlun og færslu náttúrugersema úr verndarflokki í biðflokk - heldur gefa þau stjórnvöldum algera falleinkun þegar kemur að loftlagsmálunum og segja þau blekkja og beita villandi aðferðum tengdum loftlagsmarkmiðum Íslands - við fáum að vita meira af því í þætti dagsins þegar rætt verður við Finn Ricart Andrason. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Edda Olgudóttir kemur í lok þáttar - hún ætlar að tala um D-vítamín.

Morgunvaktin
Aðgerðir stjórnvalda til góða en meira þarf til

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 11, 2022


Vöruverð hefur hækkað að undanförnu og vextir þokast upp. Í síðustu viku kallaði Alþýðusambandið eftir aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við til að létta fólki róðurinn. Daginn eftir tilkynnti ríkisstjórnin um mótvægisaðgerðir. Við ræddum stöðu efnahagsmála við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Borgþór Arngrímsson var líka með okkur og sagði frá því sem er efst á baugi í Danmörku þessa dagana. Varnarmál, skandall í þekktum skóla og stærri bílastæði komu við sögu. Sú var tíðin að tugir matvöruverslana voru á Akureyri; þær voru í íbúðahverfunum og jafnvel tvær í sömu götu. Minjasafnið á Akureyri fjallar um þá tíma upp með ljósmyndum og sögum úr búðunum; mjólkin var á flöskum, ýsuflakið afgreitt í dagblaði og krakkarnir máttu kaupa nammi fyrir afganginn. Við rifjuðum þetta upp í dag þegar Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi við Harald Þór Egilsson og Hörð Geirsson frá Minjasafninu á Akureyri. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Svante's lykkelige dag - Povl Dissing og Benny Andersen Hilsen til forårssolen - Povl Dissing og Benny Andersen Kling klang - Dátar Jarðarfarardagur - Savanna tríóið

Morgunvaktin
Aðgerðir stjórnvalda til góða en meira þarf til

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 11, 2022


Vöruverð hefur hækkað að undanförnu og vextir þokast upp. Í síðustu viku kallaði Alþýðusambandið eftir aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við til að létta fólki róðurinn. Daginn eftir tilkynnti ríkisstjórnin um mótvægisaðgerðir. Við ræddum stöðu efnahagsmála við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Borgþór Arngrímsson var líka með okkur og sagði frá því sem er efst á baugi í Danmörku þessa dagana. Varnarmál, skandall í þekktum skóla og stærri bílastæði komu við sögu. Sú var tíðin að tugir matvöruverslana voru á Akureyri; þær voru í íbúðahverfunum og jafnvel tvær í sömu götu. Minjasafnið á Akureyri fjallar um þá tíma upp með ljósmyndum og sögum úr búðunum; mjólkin var á flöskum, ýsuflakið afgreitt í dagblaði og krakkarnir máttu kaupa nammi fyrir afganginn. Við rifjuðum þetta upp í dag þegar Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi við Harald Þór Egilsson og Hörð Geirsson frá Minjasafninu á Akureyri. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Svante's lykkelige dag - Povl Dissing og Benny Andersen Hilsen til forårssolen - Povl Dissing og Benny Andersen Kling klang - Dátar Jarðarfarardagur - Savanna tríóið

Morgunvaktin
Aðgerðir stjórnvalda til góða en meira þarf til

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 11, 2022 130:00


Vöruverð hefur hækkað að undanförnu og vextir þokast upp. Í síðustu viku kallaði Alþýðusambandið eftir aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við til að létta fólki róðurinn. Daginn eftir tilkynnti ríkisstjórnin um mótvægisaðgerðir. Við ræddum stöðu efnahagsmála við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Borgþór Arngrímsson var líka með okkur og sagði frá því sem er efst á baugi í Danmörku þessa dagana. Varnarmál, skandall í þekktum skóla og stærri bílastæði komu við sögu. Sú var tíðin að tugir matvöruverslana voru á Akureyri; þær voru í íbúðahverfunum og jafnvel tvær í sömu götu. Minjasafnið á Akureyri fjallar um þá tíma upp með ljósmyndum og sögum úr búðunum; mjólkin var á flöskum, ýsuflakið afgreitt í dagblaði og krakkarnir máttu kaupa nammi fyrir afganginn. Við rifjuðum þetta upp í dag þegar Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi við Harald Þór Egilsson og Hörð Geirsson frá Minjasafninu á Akureyri. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Svante's lykkelige dag - Povl Dissing og Benny Andersen Hilsen til forårssolen - Povl Dissing og Benny Andersen Kling klang - Dátar Jarðarfarardagur - Savanna tríóið

Jákastið
#3 Arnar Sveinn Geirsson

Jákastið

Play Episode Listen Later Apr 5, 2022 83:05


Gestur minn þessa vikuna er Arnar Sveinn Geirsson. Ég átti frábært og yndislegt spjall við Arnar um lífið og tilveruna. Þú ert frábær! Ást og friður. 

Spegillinn
Fjármálaáætlun og skólaþjónusta

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 29, 2022 10:27


Fjármálaáætlun næstu ára er óraunhæf að dómi stjórnarandstöðunnar og stuðlar ekki að velferð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, (M) segir hana byggjast á óskhyggju síðasta árs, Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F) saknar aðgerða fyrir heimilin. Rússnesk stjórnvöld eru ekki reiðubúin að hleypa mannúðaraðstoð til hafnarborgarinnar Mariupol að svo stöddu. Forseti Frakklands ræddi þessi mál við Pútín Rússlandsforseta í síma í dag. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Breyting á skipulagi og framkvæmd leghálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst að dómi læknafélags Íslands; Svo virðist sem yfirsýn og verkefnastjórnun hafi brugðist hjá heilbrigðisráðuneytinu. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Reyni Tómas Geirsson formann vinnuhóps Læknafélagsins. Seðlabankastjóri vill að dregið verði úr verðtryggðum fasteignalánum og helst að lífeyrissjóðir minnki umsvif á lánamarkaði. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman af fundi efnahags og viðskiptanefndar. Nýting auðlinda Breiðafjarðar verður í forgrunni Þekkingar- og rannsóknaseturs sem stefnt er að í Stykkishólmi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi. ------- BJarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar segir að auka þurfi framboð á íbúðalóðum til að bregðast við húsnæðisvandanum. Það sé þó gleðilegt hversu margir fyrstu kaupendur hafi komist inn á markaðinn á seinasta ári. Björn Leví Gunnarsson, (P) segir vandann hafa aukist og röðina inn á húsnæðismarkaðinn einungis hafa lengst. Bjarni Rúnarsson ræðir við þau um nýkynnta fjármálaáætlun. Áhersla í skólaþjónustu sveitarfélaga síðastliðinn aldarfjórðung hefur færst yfir í það að taka frekar á vanda nemenda en að styðja kennara og veita þeim ráðgjöf. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Háskólans á Akureyri. Kristján Sigurjónsson ræðir við Hermínu Gunnþórsdóttur, prófessor við HA. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Spegillinn
Fjármálaáætlun og skólaþjónusta

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 29, 2022


Fjármálaáætlun næstu ára er óraunhæf að dómi stjórnarandstöðunnar og stuðlar ekki að velferð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, (M) segir hana byggjast á óskhyggju síðasta árs, Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F) saknar aðgerða fyrir heimilin. Rússnesk stjórnvöld eru ekki reiðubúin að hleypa mannúðaraðstoð til hafnarborgarinnar Mariupol að svo stöddu. Forseti Frakklands ræddi þessi mál við Pútín Rússlandsforseta í síma í dag. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Breyting á skipulagi og framkvæmd leghálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst að dómi læknafélags Íslands; Svo virðist sem yfirsýn og verkefnastjórnun hafi brugðist hjá heilbrigðisráðuneytinu. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Reyni Tómas Geirsson formann vinnuhóps Læknafélagsins. Seðlabankastjóri vill að dregið verði úr verðtryggðum fasteignalánum og helst að lífeyrissjóðir minnki umsvif á lánamarkaði. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman af fundi efnahags og viðskiptanefndar. Nýting auðlinda Breiðafjarðar verður í forgrunni Þekkingar- og rannsóknaseturs sem stefnt er að í Stykkishólmi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi. ------- BJarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar segir að auka þurfi framboð á íbúðalóðum til að bregðast við húsnæðisvandanum. Það sé þó gleðilegt hversu margir fyrstu kaupendur hafi komist inn á markaðinn á seinasta ári. Björn Leví Gunnarsson, (P) segir vandann hafa aukist og röðina inn á húsnæðismarkaðinn einungis hafa lengst. Bjarni Rúnarsson ræðir við þau um nýkynnta fjármálaáætlun. Áhersla í skólaþjónustu sveitarfélaga síðastliðinn aldarfjórðung hefur færst yfir í það að taka frekar á vanda nemenda en að styðja kennara og veita þeim ráðgjöf. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Háskólans á Akureyri. Kristján Sigurjónsson ræðir við Hermínu Gunnþórsdóttur, prófessor við HA. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Spegillinn
Fjármálaáætlun og skólaþjónusta

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 29, 2022


Fjármálaáætlun næstu ára er óraunhæf að dómi stjórnarandstöðunnar og stuðlar ekki að velferð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, (M) segir hana byggjast á óskhyggju síðasta árs, Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F) saknar aðgerða fyrir heimilin. Rússnesk stjórnvöld eru ekki reiðubúin að hleypa mannúðaraðstoð til hafnarborgarinnar Mariupol að svo stöddu. Forseti Frakklands ræddi þessi mál við Pútín Rússlandsforseta í síma í dag. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Breyting á skipulagi og framkvæmd leghálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst að dómi læknafélags Íslands; Svo virðist sem yfirsýn og verkefnastjórnun hafi brugðist hjá heilbrigðisráðuneytinu. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Reyni Tómas Geirsson formann vinnuhóps Læknafélagsins. Seðlabankastjóri vill að dregið verði úr verðtryggðum fasteignalánum og helst að lífeyrissjóðir minnki umsvif á lánamarkaði. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman af fundi efnahags og viðskiptanefndar. Nýting auðlinda Breiðafjarðar verður í forgrunni Þekkingar- og rannsóknaseturs sem stefnt er að í Stykkishólmi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi. ------- BJarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar segir að auka þurfi framboð á íbúðalóðum til að bregðast við húsnæðisvandanum. Það sé þó gleðilegt hversu margir fyrstu kaupendur hafi komist inn á markaðinn á seinasta ári. Björn Leví Gunnarsson, (P) segir vandann hafa aukist og röðina inn á húsnæðismarkaðinn einungis hafa lengst. Bjarni Rúnarsson ræðir við þau um nýkynnta fjármálaáætlun. Áhersla í skólaþjónustu sveitarfélaga síðastliðinn aldarfjórðung hefur færst yfir í það að taka frekar á vanda nemenda en að styðja kennara og veita þeim ráðgjöf. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Háskólans á Akureyri. Kristján Sigurjónsson ræðir við Hermínu Gunnþórsdóttur, prófessor við HA. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga
Molda - Herhlaup Tyrkjans

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga

Play Episode Listen Later Mar 17, 2022 58:42


Í fimmtugasta þætti í hlaðvarpinu er rætt við peyjana í Molda og forvitnast um hljómsveitarlífið og hvað er framundan hjá bandinu og margt annað.Peyjarnir sem skipa hljómsveitina Molda eru þeir Albert Snær Tórshamar, Helgi Rasmussen Tórshamar, Þórir Rúnar Geirsson kallaður Dúni og Birkir Ingason.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra nýja lagið þeirra peyjana í Molda sem heitir Herhlaup Tyrkjans.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.

Mannlegi þátturinn
Hér stóð búð, krabbameinsskimun kvenna og Bergrún lesandinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 7, 2022


Hér stóð búð! er heiti á nýrri ljósmyndasýningu sem verður opnuð á Minjasafni Akureyrar næstu helgi og þar verða sýndar gamlar ljósmyndir af kjörbúðum og sjoppum og fólk er hvatt til að koma við á safninu og rifja upp minningar af kynnum sínum af þessum gömlu búðum. Minjasafnið fagnar 60 ára afmæli á þessu ári og þessi sýning er hluti af því. Við ræddum við Harald Þór Egilsson safnstjóra og Hörð Geirsson sem er safnstjóri ljósmyndadeildar. Þátttaka kvenna í krabbameinsskimunum hefur farið minnkandi síðustu ár og er Ísland nú eftirbátur hinna Norðurlandanna í þessum efnum. Það er því mikilvægt að vekja athygli á skimunum og reyna að snúa þeirri þróun við. Þetta er málefni sem snertir okkur öll, ekki bara konur, heldur líka karla sem eiga eiginkonur, dætur, mæður, systur, vinkonur og svo framvegis. Við heyrðum í Sigríði Dóru Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslunni, til að fræðast um þetta átak og við heyrðum líka í Sigrúnu Waage leikkonu, en hún er ein tólf þjóðþekktra kvenna sem deila persónulegri tengingu sinni við leghálsskimun í ljósmyndasýningunni Er kominn tími á skimun? sem hófst um helgina í Kringlunni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur. Hún er þessa dagana stödd í Vatnsdalnum við skriftir á nýrri bók, en í þættinum sagði hún frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo frá því hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Hér stóð búð, krabbameinsskimun kvenna og Bergrún lesandinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 7, 2022 50:00


Hér stóð búð! er heiti á nýrri ljósmyndasýningu sem verður opnuð á Minjasafni Akureyrar næstu helgi og þar verða sýndar gamlar ljósmyndir af kjörbúðum og sjoppum og fólk er hvatt til að koma við á safninu og rifja upp minningar af kynnum sínum af þessum gömlu búðum. Minjasafnið fagnar 60 ára afmæli á þessu ári og þessi sýning er hluti af því. Við ræddum við Harald Þór Egilsson safnstjóra og Hörð Geirsson sem er safnstjóri ljósmyndadeildar. Þátttaka kvenna í krabbameinsskimunum hefur farið minnkandi síðustu ár og er Ísland nú eftirbátur hinna Norðurlandanna í þessum efnum. Það er því mikilvægt að vekja athygli á skimunum og reyna að snúa þeirri þróun við. Þetta er málefni sem snertir okkur öll, ekki bara konur, heldur líka karla sem eiga eiginkonur, dætur, mæður, systur, vinkonur og svo framvegis. Við heyrðum í Sigríði Dóru Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslunni, til að fræðast um þetta átak og við heyrðum líka í Sigrúnu Waage leikkonu, en hún er ein tólf þjóðþekktra kvenna sem deila persónulegri tengingu sinni við leghálsskimun í ljósmyndasýningunni Er kominn tími á skimun? sem hófst um helgina í Kringlunni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur. Hún er þessa dagana stödd í Vatnsdalnum við skriftir á nýrri bók, en í þættinum sagði hún frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo frá því hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Íþróttavarp RÚV
EM í handbolta - Logi Geirsson

Íþróttavarp RÚV

Play Episode Listen Later Jan 27, 2022


Farið yfir víðan völl eftir svekkjandi niðurstöðu úr leik Danmerkur og Frakklands sem þýða að Ísland leikur um 5. sætið á mótinu. Jákvæðir punktar frá Loga Geirssyni, gesti þáttarins, skoðum heildarmyndina og ræðum frammistöðu Íslands á mótinu hingað til. Ræðum framtíð Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið, hvaða leikmenn komu mest á óvart, stærstu sigrarnir og súrustu töpin. Upphitun fyrir erfiðan leik gegn Noregi á morgun. Umsjón: Gunnar Birgisson og Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Íþróttavarp RÚV
EM í handbolta - Logi Geirsson

Íþróttavarp RÚV

Play Episode Listen Later Jan 27, 2022 40:58


Farið yfir víðan völl eftir svekkjandi niðurstöðu úr leik Danmerkur og Frakklands sem þýða að Ísland leikur um 5. sætið á mótinu. Jákvæðir punktar frá Loga Geirssyni, gesti þáttarins, skoðum heildarmyndina og ræðum frammistöðu Íslands á mótinu hingað til. Ræðum framtíð Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið, hvaða leikmenn komu mest á óvart, stærstu sigrarnir og súrustu töpin. Upphitun fyrir erfiðan leik gegn Noregi á morgun. Umsjón: Gunnar Birgisson og Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Íþróttavarp RÚV
EM í handbolta - Logi Geirsson

Íþróttavarp RÚV

Play Episode Listen Later Jan 27, 2022


Farið yfir víðan völl eftir svekkjandi niðurstöðu úr leik Danmerkur og Frakklands sem þýða að Ísland leikur um 5. sætið á mótinu. Jákvæðir punktar frá Loga Geirssyni, gesti þáttarins, skoðum heildarmyndina og ræðum frammistöðu Íslands á mótinu hingað til. Ræðum framtíð Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið, hvaða leikmenn komu mest á óvart, stærstu sigrarnir og súrustu töpin. Upphitun fyrir erfiðan leik gegn Noregi á morgun. Umsjón: Gunnar Birgisson og Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Íþróttavarp RÚV
EM í handbolta - Logi Geirsson og handboltalög með Helgu

Íþróttavarp RÚV

Play Episode Listen Later Jan 15, 2022


Logi Geirsson var gestur í Íþróttavarpinu í dag. Hann fór yfir sigur Íslands á Portúgal á EM í gærkvöld og spáði aðeins í spilin fyrir leikinn við Holland á morgun og um framhaldið á mótinu. Logi ræddi líka eigin landsliðsferil og það hve erfitt er að stjórna honum. Í seinni hluta þáttarins kom svo Helga Margrét Höskuldsdóttir og greindi handboltalög. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.

holland port hann logi umsj helgu geirsson gunnar sigurbj gunnar birgisson
Íþróttavarp RÚV
EM í handbolta - Logi Geirsson og handboltalög með Helgu

Íþróttavarp RÚV

Play Episode Listen Later Jan 15, 2022 75:14


Logi Geirsson var gestur í Íþróttavarpinu í dag. Hann fór yfir sigur Íslands á Portúgal á EM í gærkvöld og spáði aðeins í spilin fyrir leikinn við Holland á morgun og um framhaldið á mótinu. Logi ræddi líka eigin landsliðsferil og það hve erfitt er að stjórna honum. Í seinni hluta þáttarins kom svo Helga Margrét Höskuldsdóttir og greindi handboltalög. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.

holland port hann logi umsj helgu geirsson gunnar sigurbj gunnar birgisson
Íþróttavarp RÚV
EM í handbolta - Logi Geirsson og handboltalög með Helgu

Íþróttavarp RÚV

Play Episode Listen Later Jan 15, 2022


Logi Geirsson var gestur í Íþróttavarpinu í dag. Hann fór yfir sigur Íslands á Portúgal á EM í gærkvöld og spáði aðeins í spilin fyrir leikinn við Holland á morgun og um framhaldið á mótinu. Logi ræddi líka eigin landsliðsferil og það hve erfitt er að stjórna honum. Í seinni hluta þáttarins kom svo Helga Margrét Höskuldsdóttir og greindi handboltalög. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.

holland port hann logi umsj helgu geirsson gunnar sigurbj gunnar birgisson
Papers Read on Earth Sciences
Temporal Seismic Velocity Changes During the 2020 Rapid Inflation at Mt. Thorbjorn, Svartsengi, Iceland, Using Seismic Ambient Noise

Papers Read on Earth Sciences

Play Episode Listen Later Nov 17, 2021 32:20


For the first time during modern instrumentation, we measure uplift (with GPS and satellite data) on the peninsula, and intense earthquake activity at the same time. Key Points: • Ambient noise-based temporal seismic wave velocity variations provide insights into volcanic unrest in the Reykjanes Peninsula • Seismic velocity drops to −1% during repeated magma intrusions • The evolution of dv/v (%) correlates with deformation data 2020: Yesim Cubuk-Sabuncu, Kristín Jónsdóttir, Corentin Caudron, Thomas Lecocq, Michelle Maree Parks, Halldór Geirsson and Aurélien Mordret https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/epdf/10.1029/2020GL092265

Hub & Spoken: Data | Analytics | Chief Data Officer | CDO | Strategy
Enabling Data-Driven Decisions at The City of Reykjavik with Óli Páll Geirsson

Hub & Spoken: Data | Analytics | Chief Data Officer | CDO | Strategy

Play Episode Listen Later Nov 4, 2021 34:49


In this episode, Jason Foster talks to Óli Páll Geirsson, Chief Data Officer at The City of Reykjavik, Iceland, about the value of being data-driven in making decisions in order to result in a positively impactful experience for the people. Oli shares his experience as CDO, the agenda they have in Reykjavik, and insights on how the council and the decision-makers assess their decisions for the residents of Reykjavik.

Spegillinn
Spegillinn 10. september 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 10, 2021 30:00


Það eru eðlileg mannréttindi að geta farið út undir bert loft, segir Maríanna Bernharðsdóttir, deildarstjóri fíknigeðdeildar Landspítalans, en það er ekki hægt á lokuðum geðdeildum við Hringbraut. Sunna Valgerðardóttir ræddi við hann. Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Sex hundruð manns eru á biðlista eftir húsnæði hjá Öryrkjabandalaginu og á annað hundrað bíða árum saman hjá borginni. Það blasir við hverjum manni að svona gengur þetta ekki lengur með húsnæðismál fatlaðra, segir Grétar P. Geirsson, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Þýska lyfjaþróunarfyrirtækið BioNTech, sem þróaði Pfizer-bóluefnið gegn COVID-19, hyggst sækja um markaðsleyfi fyrir covid-bóluefni fyrir börn á aldrinum 5-11 ára fyrir miðjan október, meðal annars í Evrópu. Hildur Margrét Jóhannsdóttir sagði frá. Framkvæmdastjóri bresku öryggisþjónustunnar óttast að valdataka Talibana í Afganistan auki á hryðjuverkaógn í Bretlandi. Undanfarin fjögur ár hafi rúmlega þrjátíu hryðjuverkaárásum verið afstýrt þar. Ný skýrsla sýnir að hver íbúi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefur greitt sem svarar um 50 þúsund krónum á ári með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts á Þórshöfn. Heimilið er í eigu sveitarfélagsins og hefur rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands. Jónas Egilsson, sveitarstjóri segir það neyðarbrauð að skila rekstrinum til ríkisins. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Íbúi bjargaði nágranna sínum þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Töluverður reykur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang. Kristín Sigurðardóttir talaði við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta, fyrst íslenskra liða. Það ætti að hvetja önnur félög til að leggja enn meiri áherslu á kvennaboltann segir Helena Ólafsdóttir sparkspekingur við Einar Örn Jónsson fréttamann. --------- Á geðdeild í Bretlandi, sem færð var úr aldargömlu húsnæði yfir í nýtt, fækkaði legudögum og dró úr árásargirni sjúklinga. Rannsóknir á arkitektúr sýna að náttúruleg birta og gott aðgengi að gróðri hefur áhrif á líðan sjúklinga segir Hildigunnur Sverrisdóttir, deildarforseti arkitektadeildar Listaháskólans. Áratugum saman hefur kosninga- og stjórnmálahegðun íslenskra kjósenda verið könnuð í Íslensku kosningarannsókninni. Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, heldur utan um fjölmiðahluta þessarar stóru rannsóknar og þar er verið að bæta í, skoða miðlun pólitískra upplýsinga í ko

Spegillinn
Spegillinn 10. september 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 10, 2021


Það eru eðlileg mannréttindi að geta farið út undir bert loft, segir Maríanna Bernharðsdóttir, deildarstjóri fíknigeðdeildar Landspítalans, en það er ekki hægt á lokuðum geðdeildum við Hringbraut. Sunna Valgerðardóttir ræddi við hann. Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Sex hundruð manns eru á biðlista eftir húsnæði hjá Öryrkjabandalaginu og á annað hundrað bíða árum saman hjá borginni. Það blasir við hverjum manni að svona gengur þetta ekki lengur með húsnæðismál fatlaðra, segir Grétar P. Geirsson, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Þýska lyfjaþróunarfyrirtækið BioNTech, sem þróaði Pfizer-bóluefnið gegn COVID-19, hyggst sækja um markaðsleyfi fyrir covid-bóluefni fyrir börn á aldrinum 5-11 ára fyrir miðjan október, meðal annars í Evrópu. Hildur Margrét Jóhannsdóttir sagði frá. Framkvæmdastjóri bresku öryggisþjónustunnar óttast að valdataka Talibana í Afganistan auki á hryðjuverkaógn í Bretlandi. Undanfarin fjögur ár hafi rúmlega þrjátíu hryðjuverkaárásum verið afstýrt þar. Ný skýrsla sýnir að hver íbúi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefur greitt sem svarar um 50 þúsund krónum á ári með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts á Þórshöfn. Heimilið er í eigu sveitarfélagsins og hefur rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands. Jónas Egilsson, sveitarstjóri segir það neyðarbrauð að skila rekstrinum til ríkisins. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Íbúi bjargaði nágranna sínum þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Töluverður reykur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang. Kristín Sigurðardóttir talaði við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta, fyrst íslenskra liða. Það ætti að hvetja önnur félög til að leggja enn meiri áherslu á kvennaboltann segir Helena Ólafsdóttir sparkspekingur við Einar Örn Jónsson fréttamann. --------- Á geðdeild í Bretlandi, sem færð var úr aldargömlu húsnæði yfir í nýtt, fækkaði legudögum og dró úr árásargirni sjúklinga. Rannsóknir á arkitektúr sýna að náttúruleg birta og gott aðgengi að gróðri hefur áhrif á líðan sjúklinga segir Hildigunnur Sverrisdóttir, deildarforseti arkitektadeildar Listaháskólans. Áratugum saman hefur kosninga- og stjórnmálahegðun íslenskra kjósenda verið könnuð í Íslensku kosningarannsókninni. Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, heldur utan um fjölmiðahluta þessarar stóru rannsóknar og þar er verið að bæta í, skoða miðlun pólitískra upplýsinga í ko

The Snorri Björns Podcast Show
#95 Hafsteinn Ægir - Ólympíufari og Íslandsmeistari í sitthvorri íþróttinni

The Snorri Björns Podcast Show

Play Episode Listen Later Jul 7, 2021 119:16


Hafsteinn Ægir Geirsson er einn albesti hjólari landsins. Hann hefur unnið Bláa Lóns þrautina í fjallahjólreiðum 11 sinnum og er sömuleiðis margfaldur Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Ekki nóg með að ná langt í hjólreiðum hefur hann farið á tvenna ólympíuleika í allt annarri íþrótt: siglingum. Hafsteinn segir okkur frá því hvernig hann fann sig í siglingunum sem ungur strákur, hætti í menntaskóla eftir lítinn stuðning frá skólastjóra, flutti til Suður-Frakklands, keppti á tvennum ólýmpíuleikum áður en hann yfirgaf íþróttina til að gerast Íslandsmeistari í annarri. Skiptin á milli íþrótta eiga við einhver rök að styðjast þar sem hann tók styrk í löppum, þrautseigju og brjálað keppnisskap með sér milli íþrótta.

Segðu mér
Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og yfirlæknir

Segðu mér

Play Episode Listen Later May 17, 2021 40:00


Reynir segir frá eiginkonu sinni Steinunni Jónu Sveinsdóttur sem hann missti 2018 eftir baráttu við krabbamein, þau voru heppin með hvort annað og voru mjög samrýmd. Hann var í erilsömu starfi sem yfirmaður á Landspítalanum og háskólaprófessor. Steinunn þýddi skáldssöguna Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik-Olsen en hún fjallar um hvernig hinn frægi Bayeux refill var saumaður í léreft að öllum líkindum í Kent á Englandi um 1076. Refillinn er samfelld myndaröð og lýsir einni mestu orrustu sem orðið hefur á Bretlandseyjum, orustunni við Hastings árið 1066 þegar innrásarlið frá Normandí réðst inn í England og hafði sigur. Refillinn sem er 70,34 metra langur er eitt mesta þjóðargersemi Frakka enn í dag. Steinunn lést áður en henni tókst að ljúka útgáfu bókarinnar og Reynir lofaði henni að hann myndi ljúka verkinu, og nú er bókin komin út. Reynir Tómas er mættur á söguloftið á Landnámssetrinu og segir ekki frá tilurð refilsins, saumaaðferðinni, ? refilsaum sem er frá tímum víkinga og hvernig refillinn hefur varðveist í gegnum aldirnar. Einnig rekur hann söguna sem myndirnar á reflinum túlka.

Segðu mér
Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og yfirlæknir

Segðu mér

Play Episode Listen Later May 17, 2021


Reynir segir frá eiginkonu sinni Steinunni Jónu Sveinsdóttur sem hann missti 2018 eftir baráttu við krabbamein, þau voru heppin með hvort annað og voru mjög samrýmd. Hann var í erilsömu starfi sem yfirmaður á Landspítalanum og háskólaprófessor. Steinunn þýddi skáldssöguna Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik-Olsen en hún fjallar um hvernig hinn frægi Bayeux refill var saumaður í léreft að öllum líkindum í Kent á Englandi um 1076. Refillinn er samfelld myndaröð og lýsir einni mestu orrustu sem orðið hefur á Bretlandseyjum, orustunni við Hastings árið 1066 þegar innrásarlið frá Normandí réðst inn í England og hafði sigur. Refillinn sem er 70,34 metra langur er eitt mesta þjóðargersemi Frakka enn í dag. Steinunn lést áður en henni tókst að ljúka útgáfu bókarinnar og Reynir lofaði henni að hann myndi ljúka verkinu, og nú er bókin komin út. Reynir Tómas er mættur á söguloftið á Landnámssetrinu og segir ekki frá tilurð refilsins, saumaaðferðinni, ? refilsaum sem er frá tímum víkinga og hvernig refillinn hefur varðveist í gegnum aldirnar. Einnig rekur hann söguna sem myndirnar á reflinum túlka.

Landsbyggðir
#145 Minjasafnið á Akureyri - Hörður Geirsson

Landsbyggðir

Play Episode Listen Later Apr 27, 2021 25:43


Súkkulaði og vetraríþróttir. Minjasafnið á Akureyri varðveitir gríðarlegt magn gamalla mynda. Hörður Geirsson sýnir í þættinum myndir sem tengjast páskum. Meðal annars myndir sem teknar voru í súkkulaðiverksmiðjunni Lindu á Akureyri. ATH. Myndirnar má sjá með þættinum á www.n4.is, Youtube og Facebooksíðu N4 Sjónvarp. Landsbyggðir, gjörið svo vel !

Morgunútvarpið
6. apríl - Krabbamein, sóttvarnarreglur, Reykjanes og vísindi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 6, 2021 130:00


Ákvörðunartæki Krabbameinsfélagsins er fjölþætt og gagnvirkt tæki sem hjálpar körlum að skilja og meta þörf á krabbameinsskimun miðað við aldur, fjölskyldusögu og lífsmynstur. Tækið er unnið af sérfræðingum Krabbameinsfélagsins í forvörnum og fræðslu og þar hefur Sigrún Elva Einarsdóttir, lýðheilsufræðingur, komið að. Hún kíkti til okkar og sagði okkur betur af ákvörðunartækinu og hvernig hægt er að nýta það. Við heyrðum í Ómari R. Valdimarssyni, lögmanni eins þeirra sem kærðu til héraðsdóms vistunina í sóttvarnarhúsi eftir heimkomu til landsins. Héraðsdómur kvað upp úrskurð sinn í gær varðandi þær kærur sem þangað bárust og var niðurstaðan sú að stjórnvöld máttu ekki skikka fólkið í sóttvarnarhús ef þau gætu farið í sóttkví heima hjá sér. Ekki var uppi ágreiningur um að fólkið þyrfti að fara í sóttkví. Reykjanesið hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur og mánuði eftir jarðhræringar og svo eldgos. Skömmu áður hafði Reykjanes UNESCO Global Geopark gefið út veglega bók um svæðið þar sem finna má fjölda ljósmynda af einstökum Reykjanesskaganum og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið. Þráinn Kolbeinsson ljósmyndari tók myndirnar í bókinni og þekkir svæðið vel, enda búsettur í Grindavík um tíma, og við heyrðum aðeins í honum áður en hann lagði í verkefni dagsins. Og við spáðum meira í Reykjanesskagann og eldsumbrotin þar, en eins og allir vita væntanlega opnuðust þar tvær nýjar sprungur í gær. Við fengum Halldór Geirsson jarðeðlisfræðing til að spá í spilin með okkur og fara yfir þessa nýju stöðu. Við spjölluðum líka við Sævar Helga Bragason sem ræddi drónaflug á Mars í Vísindahorni vikunnar. Það hefur mætt mikið á Gylfa Þór Þorsteinssyni, umsjónarmanni sóttvarnarhúsa, og starfsfólki hans hjá Rauða krossinum. Við hringdum í Gylfa og spurðum hvernig gekk um páskahelgina. Tónlist: Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu. Toto - Rosanna. Tryggvi - Við erum eitt. Valdimar - Slétt og fellt. Auður - Enginn eins og þú. Feist - 1234. Bubbi Morthens og Bríet - Ástrós.

Morgunútvarpið
6. apríl - Krabbamein, sóttvarnarreglur, Reykjanes og vísindi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 6, 2021


Ákvörðunartæki Krabbameinsfélagsins er fjölþætt og gagnvirkt tæki sem hjálpar körlum að skilja og meta þörf á krabbameinsskimun miðað við aldur, fjölskyldusögu og lífsmynstur. Tækið er unnið af sérfræðingum Krabbameinsfélagsins í forvörnum og fræðslu og þar hefur Sigrún Elva Einarsdóttir, lýðheilsufræðingur, komið að. Hún kíkti til okkar og sagði okkur betur af ákvörðunartækinu og hvernig hægt er að nýta það. Við heyrðum í Ómari R. Valdimarssyni, lögmanni eins þeirra sem kærðu til héraðsdóms vistunina í sóttvarnarhúsi eftir heimkomu til landsins. Héraðsdómur kvað upp úrskurð sinn í gær varðandi þær kærur sem þangað bárust og var niðurstaðan sú að stjórnvöld máttu ekki skikka fólkið í sóttvarnarhús ef þau gætu farið í sóttkví heima hjá sér. Ekki var uppi ágreiningur um að fólkið þyrfti að fara í sóttkví. Reykjanesið hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur og mánuði eftir jarðhræringar og svo eldgos. Skömmu áður hafði Reykjanes UNESCO Global Geopark gefið út veglega bók um svæðið þar sem finna má fjölda ljósmynda af einstökum Reykjanesskaganum og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið. Þráinn Kolbeinsson ljósmyndari tók myndirnar í bókinni og þekkir svæðið vel, enda búsettur í Grindavík um tíma, og við heyrðum aðeins í honum áður en hann lagði í verkefni dagsins. Og við spáðum meira í Reykjanesskagann og eldsumbrotin þar, en eins og allir vita væntanlega opnuðust þar tvær nýjar sprungur í gær. Við fengum Halldór Geirsson jarðeðlisfræðing til að spá í spilin með okkur og fara yfir þessa nýju stöðu. Við spjölluðum líka við Sævar Helga Bragason sem ræddi drónaflug á Mars í Vísindahorni vikunnar. Það hefur mætt mikið á Gylfa Þór Þorsteinssyni, umsjónarmanni sóttvarnarhúsa, og starfsfólki hans hjá Rauða krossinum. Við hringdum í Gylfa og spurðum hvernig gekk um páskahelgina. Tónlist: Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu. Toto - Rosanna. Tryggvi - Við erum eitt. Valdimar - Slétt og fellt. Auður - Enginn eins og þú. Feist - 1234. Bubbi Morthens og Bríet - Ástrós.

Spegillinn
Spegillinn 25.mars 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 25, 2021 30:00


Spegillinn 25.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Fjöldi sjúklinga á Covid göngudeild landspítalans hefur fjórfaldast síðustu daga, en þar eru nú hátt í níutíu manns. Yfirlæknir á spítalanum segir að fjórða bylgjan sé hafin. Fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Allt annar veruleiki blasi við á síðari hluta ársins. Talið er að hraun flæði yfir í Meradali eftir um tvær vikur miðað við núverandi rennsli. Flúor hefur mælst í regnvatnssýnum við gosstöðvarnar. Yfirkokkur veisluþjónustu, sem gerði ráð fyrir að elda mat fyrir rúmlega 700 fermingarveislugesti nú um helgina, segir mikil vonbrigði að fresta hafi þurft veislunum. Hann segist binda vonir við að alvöru partý verði haldin í haust. Færð er nú tekin að spillast víða um land. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafnaði í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en áður höfðu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélagana þriggja. Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti Lengri umfjöllun: Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum undanfarna daga og bílaröðin þar sem fólk leggur ökutækjum á Suðurstrandavegi í nágrenni stikuðu leiðarinnar upp að gosstöðvunum er margra kílómetra löng. Aka verður í gegnum Grindavík til að komast að gönguleiðinni. Kristján Sigurjónsson ræðir við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík um stóraukna umferð í gegnum bæinn, skipulag á móttöku ferðamanna o.fl. Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða jarðeldana í Geldingadölum á Reykjanesskaga. Nú eru sex dagar frá því gosið hófst. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla íslands sat fundinn og segir frá stöðu gossins, kvikuflæði, gaseitrun og skjálftavirkni. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Íbúar ellefu sveitarfélaga greiða í ár atkvæði um að sameinast nágranna sveitarfélögum sínum. Þreifingar eða viðræður í sameiningarátt standa yfir á fimmtíu og einu prósenti landsins - landfræðilega séð. Þar búa um 6% íbúa. Talsverð hreyfing hefur verið í sameiningu sveitarfélaga undanfarin misseri. Tvö ný sveitarfélög hafa orðið til á síðustu árum; Múlaþing á Austurlandi og Suðurnesjabær á Suðurnesjum. Nú eru sveitarfélög landsins 69 og talsverðar líkur á að þeim fækki á næstunni. Í sumar og í haust á að greiða atkvæði í 11 sveitarfélögum um sameiningu v

Spegillinn
Spegillinn 25.mars 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 25, 2021


Spegillinn 25.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Fjöldi sjúklinga á Covid göngudeild landspítalans hefur fjórfaldast síðustu daga, en þar eru nú hátt í níutíu manns. Yfirlæknir á spítalanum segir að fjórða bylgjan sé hafin. Fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Allt annar veruleiki blasi við á síðari hluta ársins. Talið er að hraun flæði yfir í Meradali eftir um tvær vikur miðað við núverandi rennsli. Flúor hefur mælst í regnvatnssýnum við gosstöðvarnar. Yfirkokkur veisluþjónustu, sem gerði ráð fyrir að elda mat fyrir rúmlega 700 fermingarveislugesti nú um helgina, segir mikil vonbrigði að fresta hafi þurft veislunum. Hann segist binda vonir við að alvöru partý verði haldin í haust. Færð er nú tekin að spillast víða um land. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafnaði í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en áður höfðu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélagana þriggja. Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti Lengri umfjöllun: Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum undanfarna daga og bílaröðin þar sem fólk leggur ökutækjum á Suðurstrandavegi í nágrenni stikuðu leiðarinnar upp að gosstöðvunum er margra kílómetra löng. Aka verður í gegnum Grindavík til að komast að gönguleiðinni. Kristján Sigurjónsson ræðir við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík um stóraukna umferð í gegnum bæinn, skipulag á móttöku ferðamanna o.fl. Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða jarðeldana í Geldingadölum á Reykjanesskaga. Nú eru sex dagar frá því gosið hófst. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla íslands sat fundinn og segir frá stöðu gossins, kvikuflæði, gaseitrun og skjálftavirkni. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Íbúar ellefu sveitarfélaga greiða í ár atkvæði um að sameinast nágranna sveitarfélögum sínum. Þreifingar eða viðræður í sameiningarátt standa yfir á fimmtíu og einu prósenti landsins - landfræðilega séð. Þar búa um 6% íbúa. Talsverð hreyfing hefur verið í sameiningu sveitarfélaga undanfarin misseri. Tvö ný sveitarfélög hafa orðið til á síðustu árum; Múlaþing á Austurlandi og Suðurnesjabær á Suðurnesjum. Nú eru sveitarfélög landsins 69 og talsverðar líkur á að þeim fækki á næstunni. Í sumar og í haust á að greiða atkvæði í 11 sveitarfélögum um sameiningu v

Draumaliðið
Arnar Sveinn Geirsson

Draumaliðið

Play Episode Listen Later Mar 9, 2021 131:43


Fyrrum unglingalandsliðsmaðurinn, Íslandsmeistarinn, forseti leikmannasamtakanna og pistlahöfundurinn Arnar Sveinn Geirsson gerði upp meistaraflokksferilinn sem hófst árið 2008 þegar Óskar Bjarni og Willum háðu hatramma deilu um örlög hans í íþróttum. Tveir klukkutímar af tandurhreinni íslensku.

Morgunútvarpið
25. feb. - Erlent verkafólk, jarðhræringar, Bokashi, VR og Hatari

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 25, 2021 130:00


Þessa vikuna standa Efling, ASÍ og Starfsgreinasambandið fyrir ráðstefnu eða fyrirlestraröð um aðstæður erlends verkafólks á Íslandi undir yfirskriftinni Mannamunur á vinnumarkaði. Farið er ofan í mismunandi greinar og í dag er ferðaþjónustan á dagskrá. Við fengum til okkar þau Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar og Arndísi Ósk Magnúsdóttur sem gerði rannsókn á upplifun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu á COVID 19 tímum, til að ræða þessi mál og fengum einnig viðbrögð Viðars við dómi í máli fjögurra félagsmanna Eflingar gegn fyrirtækjunum Eldum rétt og Menn í vinnu. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, kom til okkar og ræddi við okkur um jarðskjálftahrinuna sem hófst í gær og hvers sé að vænta með framhaldið. Við fræddumst líka um Bokashi jarðgerð, en sl. sumar hóf Jarðgerðarfélagið í samstarfi með Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. og Landgræðsluna tilraunaverkefni á Strönd til að meta nýtni bokashi-jarðgerðar til meðhöndlunar á lífrænum heimilisúrgangi í Rangárvallasýslu. Björk Brynjarsdóttir verkefnisstjóri var á línunni og sagði okkur hvað Bokashi jarðgerð er og hvernig hún nýtist. Helga Guðrún Jónasdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru bæði í framboði til formanns VR en kosið verður í þessu stærsta stéttarfélagi landsins dagana 8. -12. mars. Þau komu til okkar og ræddu sín framboðsmál. Heimildamyndin A song called hate þar sem fylgst er með för Hatara í Eurovison var frumsýnd á RIFF sl. haust og hefur síðan farið á nokkrar kvikmyndahátíðir. Nú er hún á leið í bíó hér heima á Íslandi og kvikmyndagerðarkonan Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem er konan að baki myndinni kíkti til okkar í spjall af því tilefni. Tónlist: Snorri Helgason - Einsemd. Baggalútur - Hlægifíflin. Emilíana Torrini - Big jumps. Bubbi Morthens - Agnes og Friðrik. Hatari - Hatrið mun sigra. Margrét Rán - A song called hate. Hjálmar - Tjörnin. Birnir og Páll Óskar - Spurningar.

Morgunútvarpið
25. feb. - Erlent verkafólk, jarðhræringar, Bokashi, VR og Hatari

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 25, 2021


Þessa vikuna standa Efling, ASÍ og Starfsgreinasambandið fyrir ráðstefnu eða fyrirlestraröð um aðstæður erlends verkafólks á Íslandi undir yfirskriftinni Mannamunur á vinnumarkaði. Farið er ofan í mismunandi greinar og í dag er ferðaþjónustan á dagskrá. Við fengum til okkar þau Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar og Arndísi Ósk Magnúsdóttur sem gerði rannsókn á upplifun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu á COVID 19 tímum, til að ræða þessi mál og fengum einnig viðbrögð Viðars við dómi í máli fjögurra félagsmanna Eflingar gegn fyrirtækjunum Eldum rétt og Menn í vinnu. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, kom til okkar og ræddi við okkur um jarðskjálftahrinuna sem hófst í gær og hvers sé að vænta með framhaldið. Við fræddumst líka um Bokashi jarðgerð, en sl. sumar hóf Jarðgerðarfélagið í samstarfi með Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. og Landgræðsluna tilraunaverkefni á Strönd til að meta nýtni bokashi-jarðgerðar til meðhöndlunar á lífrænum heimilisúrgangi í Rangárvallasýslu. Björk Brynjarsdóttir verkefnisstjóri var á línunni og sagði okkur hvað Bokashi jarðgerð er og hvernig hún nýtist. Helga Guðrún Jónasdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru bæði í framboði til formanns VR en kosið verður í þessu stærsta stéttarfélagi landsins dagana 8. -12. mars. Þau komu til okkar og ræddu sín framboðsmál. Heimildamyndin A song called hate þar sem fylgst er með för Hatara í Eurovison var frumsýnd á RIFF sl. haust og hefur síðan farið á nokkrar kvikmyndahátíðir. Nú er hún á leið í bíó hér heima á Íslandi og kvikmyndagerðarkonan Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem er konan að baki myndinni kíkti til okkar í spjall af því tilefni. Tónlist: Snorri Helgason - Einsemd. Baggalútur - Hlægifíflin. Emilíana Torrini - Big jumps. Bubbi Morthens - Agnes og Friðrik. Hatari - Hatrið mun sigra. Margrét Rán - A song called hate. Hjálmar - Tjörnin. Birnir og Páll Óskar - Spurningar.

TSRA Podcast
International Training in CT Surgery (Miia Lehtinen, Arnar Geirsson, Rafa Sadaba)

TSRA Podcast

Play Episode Listen Later Dec 21, 2020 38:19


International Training in CT Surgery (Miia Lehtinen, Arnar Geirsson, Rafa Sadaba) by TSRA

Morgunútvarpið
21. okt.-Kórónuveirubók, líkamsrækt, kvikmyndir, jarðskjálftar, Spánn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 21, 2020 130:00


Hjálmar Árnason fyrrverandi þingmaður og skólameistari hefur aldrei haft eins mikið að gera eins og eftir að hann hætti í fastri vinnu. Hann nýtur þess að hreyfa sig og sinna hugðarefnum sínum svo sem að skrifa, en það áhugamál hefur hann nú tekið skrefinu lengra með því að skrifa bók og það enga venjulega bók, heldur barnabók um kórónuveiruna. Hjálmar kíkti til okkar í spjall. Við heyrðum í Ágústu Johnson, framkvæmdastjóra Hreyfingar, en fyrirtækið ætlar ekki að opna á ný með því að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum eins og heimilað hefur verið. Enn séu of mörg smit í samfélaginu. Á heimasíðu Hreyfingar kemur fram að þetta sé til að sýna samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld kynntu nýja kvikmyndastefnu í tengslum við Eddu verðlaunahátíðina fyrir skemmstu. Margir hafa lýst yfir ánægju með framtakið en WIFT sem eru samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi gera hins vegar alvarlegar athugasemdir við skort á markmiðum í jafnréttismálum þegar að stefnunni kemur. Helena St. Magneudóttir frá WIFT var á línunni og fór yfir málið með okkur en samtökin hafa sent frá ályktun hvað þetta varðar. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, kom til okkar og ræddi við okkur um jarðskjálftann í gær og hvers sé að vænta með framhaldið. Við heyrðum líka í okkar manni á Spáni Jóhanni Hlíðar Harðarsyni sem sagði okkur tíðindi að sunnan, m.a. af vantrauststillögu á ríkisstjórn Spánar, asnameðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólk og þróun fasteignamarkaðarins. Tónlist: Fríða Hansen - Tímamót. Júníus Meyvant - Hailslide. Sly and the Family Stone - Everyday people. Jón Jónsson - Dýrka mest. Bríet - Rólegur kúreki. Sváfnir Sig. - Fer sem fer. Blondie - Hangin on the telephone. Draumfarir - Ást við fyrstu seen (ft. Króli). Justin Timberlake - Say something (ft. Chris Stapleton). David Bowie - Ashes to ashes.

Morgunútvarpið
21. okt.-Kórónuveirubók, líkamsrækt, kvikmyndir, jarðskjálftar, Spánn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 21, 2020


Hjálmar Árnason fyrrverandi þingmaður og skólameistari hefur aldrei haft eins mikið að gera eins og eftir að hann hætti í fastri vinnu. Hann nýtur þess að hreyfa sig og sinna hugðarefnum sínum svo sem að skrifa, en það áhugamál hefur hann nú tekið skrefinu lengra með því að skrifa bók og það enga venjulega bók, heldur barnabók um kórónuveiruna. Hjálmar kíkti til okkar í spjall. Við heyrðum í Ágústu Johnson, framkvæmdastjóra Hreyfingar, en fyrirtækið ætlar ekki að opna á ný með því að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum eins og heimilað hefur verið. Enn séu of mörg smit í samfélaginu. Á heimasíðu Hreyfingar kemur fram að þetta sé til að sýna samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld kynntu nýja kvikmyndastefnu í tengslum við Eddu verðlaunahátíðina fyrir skemmstu. Margir hafa lýst yfir ánægju með framtakið en WIFT sem eru samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi gera hins vegar alvarlegar athugasemdir við skort á markmiðum í jafnréttismálum þegar að stefnunni kemur. Helena St. Magneudóttir frá WIFT var á línunni og fór yfir málið með okkur en samtökin hafa sent frá ályktun hvað þetta varðar. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, kom til okkar og ræddi við okkur um jarðskjálftann í gær og hvers sé að vænta með framhaldið. Við heyrðum líka í okkar manni á Spáni Jóhanni Hlíðar Harðarsyni sem sagði okkur tíðindi að sunnan, m.a. af vantrauststillögu á ríkisstjórn Spánar, asnameðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólk og þróun fasteignamarkaðarins. Tónlist: Fríða Hansen - Tímamót. Júníus Meyvant - Hailslide. Sly and the Family Stone - Everyday people. Jón Jónsson - Dýrka mest. Bríet - Rólegur kúreki. Sváfnir Sig. - Fer sem fer. Blondie - Hangin on the telephone. Draumfarir - Ást við fyrstu seen (ft. Króli). Justin Timberlake - Say something (ft. Chris Stapleton). David Bowie - Ashes to ashes.

Spegillinn
Stór Jarðskjálfti

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 20, 2020 30:00


Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan tvö í dag var 5,6 að stærð. Á þriðja hundrað minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst víða um land en mest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003. Upptök hans voru 6 km fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra norðaustan við Grindavík. Ekki hafa borist tilkynningar um slys á fólki eða tjón á mannvirkjum. Skriða féll á veginn um Djúpavatnsleið skammt frá upptökum skjálftans. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag ríkið af kröfu Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Þeir kröfðust bóta fyrir tjón vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og tekjutap vegna frelsissviptingar. Rætt var við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, stóra skjálftann sem var í dag og um gosvirknina á Reykjanesskaga. Arnar Páll Hauksson talaði við Halldór. Útlitið í ferðaþjónustunni næstu vikur er kolsvart segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki vonast eftir beinum rekstrarstyrkjum frá ríkinu til að lifa af veturinn. Kristján Sigurjónsson talaði við Bjarnheiði Hallsdóttur. Sjálfsstjórn einstakra landshluta í Bretlandi hefur verið pólitískt deilumál í Bretlandi í áratugi. Covid-19 faraldurinn hefur með óvæntum hætti styrkt bæði sjálfsstjórn og sjálfsímynd svæðanna fjögurra sem hafa tekið á faraldrinum með ólíkum hætti. Kjörnir borgarstjóra í ýmsum stærstu borgum Bretlands hafa svo undanfarið staðið upp í hárinu á bresku stjórnina í togstreitu um veiruaðgerðir sem að hluta snúast um að ,,þeir þarna fyrir sunnan“ skilji ekki lífsskilyrðin fyrir norðan. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Stór Jarðskjálfti

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 20, 2020


Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan tvö í dag var 5,6 að stærð. Á þriðja hundrað minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst víða um land en mest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003. Upptök hans voru 6 km fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra norðaustan við Grindavík. Ekki hafa borist tilkynningar um slys á fólki eða tjón á mannvirkjum. Skriða féll á veginn um Djúpavatnsleið skammt frá upptökum skjálftans. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag ríkið af kröfu Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Þeir kröfðust bóta fyrir tjón vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og tekjutap vegna frelsissviptingar. Rætt var við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, stóra skjálftann sem var í dag og um gosvirknina á Reykjanesskaga. Arnar Páll Hauksson talaði við Halldór. Útlitið í ferðaþjónustunni næstu vikur er kolsvart segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki vonast eftir beinum rekstrarstyrkjum frá ríkinu til að lifa af veturinn. Kristján Sigurjónsson talaði við Bjarnheiði Hallsdóttur. Sjálfsstjórn einstakra landshluta í Bretlandi hefur verið pólitískt deilumál í Bretlandi í áratugi. Covid-19 faraldurinn hefur með óvæntum hætti styrkt bæði sjálfsstjórn og sjálfsímynd svæðanna fjögurra sem hafa tekið á faraldrinum með ólíkum hætti. Kjörnir borgarstjóra í ýmsum stærstu borgum Bretlands hafa svo undanfarið staðið upp í hárinu á bresku stjórnina í togstreitu um veiruaðgerðir sem að hluta snúast um að ,,þeir þarna fyrir sunnan“ skilji ekki lífsskilyrðin fyrir norðan. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Sögur af landi
Neskaupstaður að fornu og nýju. Hekluhestar

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 17, 2020


Í þætti dagsins er ferð okkar heitið á Suður- og Austurlandið. Fyrir austan fræðumst við um landnótaveiðar og sögu gamla Lúðvíkshúss sem hefur þjónað mörgum hlutverkum í Norðfirði síðan það var reist árið 1881. Það er Smári Geirsson kennari í Neskaupstað sem segir frá. Við heyrum einnig gamla upptöku frá árinu 1960 þegar Stefán Jónsson var á ferð í Norðfirði og talaði þar við sjómenn og starfsfólk í fiskisölu og fiskvinnslu. Á Suðurlandi forvitnumst við um hestaleiguna Hekluhesta sem boðið hefur upp á skipulagðar hestaferðir í 40 ár, en það er ferðaþjónustubóndinn Aníta Ólöf Jónsdóttir sem segir okkur frá starfseminni. Rifjum líka upp Heklugosið 1980 sem má segja hafi markað upphaf Hekluhesta. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sögur af landi
Neskaupstaður að fornu og nýju. Hekluhestar

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 17, 2020


Í þætti dagsins er ferð okkar heitið á Suður- og Austurlandið. Fyrir austan fræðumst við um landnótaveiðar og sögu gamla Lúðvíkshúss sem hefur þjónað mörgum hlutverkum í Norðfirði síðan það var reist árið 1881. Það er Smári Geirsson kennari í Neskaupstað sem segir frá. Við heyrum einnig gamla upptöku frá árinu 1960 þegar Stefán Jónsson var á ferð í Norðfirði og talaði þar við sjómenn og starfsfólk í fiskisölu og fiskvinnslu. Á Suðurlandi forvitnumst við um hestaleiguna Hekluhesta sem boðið hefur upp á skipulagðar hestaferðir í 40 ár, en það er ferðaþjónustubóndinn Aníta Ólöf Jónsdóttir sem segir okkur frá starfseminni. Rifjum líka upp Heklugosið 1980 sem má segja hafi markað upphaf Hekluhesta. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sögur af landi
Neskaupstaður að fornu og nýju. Hekluhestar

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 17, 2020


Í þætti dagsins er ferð okkar heitið á Suður- og Austurlandið. Fyrir austan fræðumst við um landnótaveiðar og sögu gamla Lúðvíkshúss sem hefur þjónað mörgum hlutverkum í Norðfirði síðan það var reist árið 1881. Það er Smári Geirsson kennari í Neskaupstað sem segir frá. Við heyrum einnig gamla upptöku frá árinu 1960 þegar Stefán Jónsson var á ferð í Norðfirði og talaði þar við sjómenn og starfsfólk í fiskisölu og fiskvinnslu. Á Suðurlandi forvitnumst við um hestaleiguna Hekluhesta sem boðið hefur upp á skipulagðar hestaferðir í 40 ár, en það er ferðaþjónustubóndinn Aníta Ólöf Jónsdóttir sem segir okkur frá starfseminni. Rifjum líka upp Heklugosið 1980 sem má segja hafi markað upphaf Hekluhesta. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sunnudagssögur
Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og Arnar Sveinn Geirsson fótbolt

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Feb 2, 2020


Bergrún íris Sævarsdóttir hlaut nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka en hún sagði frá uppvextinum í Kópavogi, fjölskyldunni, lúðrasveit Kópavogs og Kársneskórnum og ýmsu öðru. Hún sagði frá áhugamálunum, náminu í Kvennó og síðar Hí og myndlistarnámi sem hún stundaði frá unga aldri. Hún sagði frá kvíðanum sem hún fann alltaf fyrir, ADHD greiningu, strákunum sínum og ýmsu öðru. Arnar Sveinn Geirsson sagði frá uppvexti en rætur hans liggja bæði í heimi íþrótta og lista. Hann sagði frá því þegar mamma hans dó, hvernig að hann gróf tilfinningarnar niður en ákvað svö löngu síðar að stíga fram og tjá sig um þær. Hann ræddi íþróttaferlininn, áhugamáli, og störfin sem hann hefur fengist við, fjölskylduna og ýmislegt fleira.

Sunnudagssögur
Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og Arnar Sveinn Geirsson fótbolt

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Feb 2, 2020 135:00


Bergrún íris Sævarsdóttir hlaut nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka en hún sagði frá uppvextinum í Kópavogi, fjölskyldunni, lúðrasveit Kópavogs og Kársneskórnum og ýmsu öðru. Hún sagði frá áhugamálunum, náminu í Kvennó og síðar Hí og myndlistarnámi sem hún stundaði frá unga aldri. Hún sagði frá kvíðanum sem hún fann alltaf fyrir, ADHD greiningu, strákunum sínum og ýmsu öðru. Arnar Sveinn Geirsson sagði frá uppvexti en rætur hans liggja bæði í heimi íþrótta og lista. Hann sagði frá því þegar mamma hans dó, hvernig að hann gróf tilfinningarnar niður en ákvað svö löngu síðar að stíga fram og tjá sig um þær. Hann ræddi íþróttaferlininn, áhugamáli, og störfin sem hann hefur fengist við, fjölskylduna og ýmislegt fleira.

Sunnudagssögur
Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og Arnar Sveinn Geirsson fótbolt

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Feb 2, 2020


Bergrún íris Sævarsdóttir hlaut nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka en hún sagði frá uppvextinum í Kópavogi, fjölskyldunni, lúðrasveit Kópavogs og Kársneskórnum og ýmsu öðru. Hún sagði frá áhugamálunum, náminu í Kvennó og síðar Hí og myndlistarnámi sem hún stundaði frá unga aldri. Hún sagði frá kvíðanum sem hún fann alltaf fyrir, ADHD greiningu, strákunum sínum og ýmsu öðru. Arnar Sveinn Geirsson sagði frá uppvexti en rætur hans liggja bæði í heimi íþrótta og lista. Hann sagði frá því þegar mamma hans dó, hvernig að hann gróf tilfinningarnar niður en ákvað svö löngu síðar að stíga fram og tjá sig um þær. Hann ræddi íþróttaferlininn, áhugamáli, og störfin sem hann hefur fengist við, fjölskylduna og ýmislegt fleira.

Missir hlaðvarp
Missir - Arnar Sveinn Geirsson

Missir hlaðvarp

Play Episode Listen Later Feb 1, 2020 57:04


Missti mömmu sína og um leið sinn besta vin -- Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. Í þáttunum Missir er rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt. Viðtölin birtast á Vísi á laugardögum.

Landsbyggðir
#82 Hörður Geirsson - Ljósmyndir á Minjasafninu á Akureyri

Landsbyggðir

Play Episode Listen Later Sep 24, 2019 28:38


3.000.000 MYNDA SEM VARÐVEITA OG SEGJA SÖGUNA „Já, það eru alltaf að bætast við myndir í safnið,“ segir Hörður Geirsson hjá Minjasafninu á Akureyri en þar eru varðveittar um þrjár milljónir mynda. Myndir segja sögur. Myndir varðveita. Hörður sýndi nokkrar vel valdar myndir í Landsbyggðum og sagði sögu þeirra. Afskaplega fróðleg og skemmtileg ljósmyndasýning, gjörið svo vel !

Normið
25. Arnar Sveinn Geirsson – hvar leynist hamingjan?

Normið

Play Episode Listen Later Aug 22, 2019


  Einlægni er eitthvað sem að einkennir þennan íslandsmeistara og afreksdreng. Arnar fær erfitt verkefni ungur að aldri þar sem að hann missir mömmu sína. Hann tók sér tíma og greindi allar tilfinningar sínar eftir að hafa ekki grátið í 15 ár, út frá því verður hann einstaklingur sem að getur miðlað miklum lærdómi. „Hamingjan […]

Flakk
20072019 - Flakk - Fjallað um nýtt timburstórhýsi Hafró í Hafnarfirði

Flakk

Play Episode Listen Later Jul 20, 2019


Nú um stundir rís heljarinnar timburhús í Hafnarfirði, þangað mun Hafrannsóknarstofnun flytja innan tíðar, þetta er fyrsta timburstórhýsið á landinu og við ætlum að forvitnast nánar um það og timburhús almennt. Rætt við Jón Rúnar Halldórsson sem er framkvæmdarstjóri Fornubúða Fasteignafélags hf. og Lúððvík Geirsson hafnarstjóra Hafnarfjarðarhafnar framkævmdirnar. Sjálft húsið er skoðað í fylgd Sveins Þórarinssonar arkitekts hjá Batteríinu, en stofan sá um hönnun hússins auk deiliskipulags svæðisins.

Flakk
20072019 - Flakk - Fjallað um nýtt timburstórhýsi Hafró í Hafnarfirði

Flakk

Play Episode Listen Later Jul 20, 2019


Nú um stundir rís heljarinnar timburhús í Hafnarfirði, þangað mun Hafrannsóknarstofnun flytja innan tíðar, þetta er fyrsta timburstórhýsið á landinu og við ætlum að forvitnast nánar um það og timburhús almennt. Rætt við Jón Rúnar Halldórsson sem er framkvæmdarstjóri Fornubúða Fasteignafélags hf. og Lúððvík Geirsson hafnarstjóra Hafnarfjarðarhafnar framkævmdirnar. Sjálft húsið er skoðað í fylgd Sveins Þórarinssonar arkitekts hjá Batteríinu, en stofan sá um hönnun hússins auk deiliskipulags svæðisins.

Flakk
20072019 - Flakk - Fjallað um nýtt timburstórhýsi Hafró í Hafnarfirði

Flakk

Play Episode Listen Later Jul 20, 2019


Nú um stundir rís heljarinnar timburhús í Hafnarfirði, þangað mun Hafrannsóknarstofnun flytja innan tíðar, þetta er fyrsta timburstórhýsið á landinu og við ætlum að forvitnast nánar um það og timburhús almennt. Rætt við Jón Rúnar Halldórsson sem er framkvæmdarstjóri Fornubúða Fasteignafélags hf. og Lúððvík Geirsson hafnarstjóra Hafnarfjarðarhafnar framkævmdirnar. Sjálft húsið er skoðað í fylgd Sveins Þórarinssonar arkitekts hjá Batteríinu, en stofan sá um hönnun hússins auk deiliskipulags svæðisins.

Bylgjan
Reykjavík síðdegis föstudaginn 5. júlí 2019

Bylgjan

Play Episode Listen Later Jul 5, 2019 40:06


Reykjavík síðdegis föstudaginn 5. júlí 2019 Efni dagsins: - Nauðsynlegt að læsa hjólum með öflugum lás inn í bílskúr. Hafsteinn Ægir Geirsson hjólaþjálfari. - Ísland ekki með hreint umhverfisbókhald vegna sölu upprunavottorða. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi hjá Samorku. - Formaður samgöngunefndur ekki sáttur með aðgerðaráætlun samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar þingsins um framkvæmdir og rafbíla. - Vatnajökulsþjóðgarður er einstakur staður á heimsvísu. Vilhjálmur Árnason, varaformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. - Þú borðar víst hagvöxt. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Sendu okkur tölvupóst á reykjavik@bylgjan.is

Draumaliðið
Skúli Jón Friðgeirsson

Draumaliðið

Play Episode Listen Later May 28, 2019 57:57


Besti vinur Frikka Dórs og leikmaður KR, Skúli Jón Friðgeirsson, mætti í Draumaliðið og stillti upp byrjunarliði skipuðu af bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með.

Golfkastið með Simma og Þórði
Hörður Geirsson - nýju golfreglurnar og fréttir síðustu viku

Golfkastið með Simma og Þórði

Play Episode Listen Later Feb 4, 2019 91:25


Hörður Geirsson kom til okkar í viðtal um nýju golfreglurnar og hvernig það var að dæma á Opna Breska meistaramótinu.

Spekingar Spjalla
#15 Hafsteinn Ægir Geirsson

Spekingar Spjalla

Play Episode Listen Later Jan 10, 2019 124:12


Hafsteinn Ægir Geirsson hefur verið fremsti hjólreiðamaður landsins í áraraðir. Fram að því var hann fremsti siglingarmaður landsins með 2 ólympíutúra á bakinu. Með hjólreiðunum rekur hann Hjólaþjálfun ásamt kærustu sinni, Maríu Ögn Guðmundsdóttur en hún gefur Hafsteini ekkert eftir þegar kemur að hjólreiðunum. Þið finnið flest allt sem tengist hjólreiðum á hjolathjalfun.is og einnig á Snappinu, hjolathjalfun.

Museums in Strange Places
A Flyby of the Icelandic Aviation Museum (S01/E12)

Museums in Strange Places

Play Episode Listen Later Feb 27, 2018 24:28


The Icelandic Aviation Museum in Akureyri is filled with great stories: locals crashing a Nazi glider into an open grave, the president's plane enlisted to beat the British in the Cod Wars, and a nineteen year search to find a missing WWII plane that crash landed in a glacier. The museum's Chairman of the board, Hörður Geirsson, gave me an insiders tour and told me more about the Flugsafn Íslands collection and the history of aviation in Iceland. Music in this episode is from The Aristókrasía Project album by Úlfur Eldjárn. _______ Museums in Strange Places is a podcast for people who love museums, stories, culture, and exploring the world. This year, the podcast focuses on museums in Iceland.  Subscribe to Museums in Strange Places and you can expect fascinating conversations with Icelandic museum professionals, world class exhibitions, private museums in gas stations, an introduction to Icelanders and their knack for storytelling, and a unique window into the inner workings of museums on this strange but wonderful little island. Get bonus material from each episode (photos, further reading, links) at hhethmon.com. Use the hashtag #MuseumsinStrangePlaces on social media. The podcast is hosted by Hannah Hethmon, an American Fulbright Fellow living in Reykjavík. You can find her on Twitter and Instagram @hannah_rfh or on the web at hhethmon.com. Hannah has a BA in English Literature from the University of Maryland, College Park and an MA from the University of Iceland in Medieval Icelandic Studies. After completing her MA, she spent two years as the Marketing Coordinator for the American Association for State and Local History, a Nashville-based national nonprofit dedicated to serving history museums, historical societies, and other public history institutions.  

Selfossgospel
Símon Geir Geirsson 11. okt. 2015

Selfossgospel

Play Episode Listen Later Oct 11, 2015


Selfossgospel
Símon Geir Geirsson 11. okt. 2015

Selfossgospel

Play Episode Listen Later Oct 11, 2015


Selfossgospel
Símon Geir Geirsson 10. Maí. 2015

Selfossgospel

Play Episode Listen Later May 10, 2015


Selfossgospel
Símon Geir Geirsson 10. Maí. 2015

Selfossgospel

Play Episode Listen Later May 10, 2015