Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri. Umsjón: Ævar Þór Benediktsson.
Bæði flöskuskeyti Ævars og Verkís eru komin aftur heim til Íslands. Ævar segir frá ferðalaginu og fær svo Arnór Þóri Sigfússon frá Verkís í heimsókn til að útskýra betur hvernig í ósköpunum skeytin virka. krakkaruv.is/aevar krakkaruv.is/floskuskeyti
Vísindafréttir verða allsráðandi í Vísindavarpi dagsins. Vísindakonu-LEGO, jógúrt og óeðlilega flókið hár eru bara nokkrar af fréttunum sem við ætlum að skoða. Sérstakar þakkir fær vísindavefsíðan www.hvatinn.is krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins rannsökum við mengun sjávar og skoðum skjaldbökur. krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi vikunnar skoðar Ævar fugla og hvernig maður getur skoðað þá. Sérstakar þakkir fær Fuglavernd. krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins fjöllum við m.a. um fyrsta geimfarið, geimrusl, hvers vegna við höfum tíu tær og tíu fingur og svo skoðum við sögu hjólabrettisins. Sérstakar þakkir fær Vísindavefur HÍ. krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi vikunnar rannsökum við hvernig apar myndu hljóma ef þeir gætu talað, hvers vegna hvalir eiga það til að bjarga öðrum dýrum, við skoðum skó úr plastrusli og veltum því fyrir okkur hvort hundar séu í alvörunni með samviskubit þegar þeir setja upp skömmustulegan svip. Sérstakar þakkir fær vísindavefsíðan hvatinn.is krakkaruv.is/aevar
Fyrir stuttu síðan fundu vísindamenn glænýtt sólkerfi! Ævar fær Sævar Helga Bragason stjörnufræðing í heimsókn og spyr hann allt milli himins og jarðar um þessa merku uppgvötun. krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins hlustar Ævar á furðuleg hljóð úr geimnum, skoðar kosti þess að horfa á kattamyndbönd á netinu og rannsakar skordýralýsi. Sérstakar þakkir fær vísindavefsíðan hvatinn.is http://krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins skoðar Ævar uppvakninga og risaeðluegg, geimfara, flugufótspor og fimm sekúndna regluna. Sérstakar þakkir fær vísindavefsíðan hvatinn.is. http://krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins skoðum við hvernig tungumál verða til, hvað esperantó er eiginlega (Vísbending: Esperantó ekki eitthvað sem þú pantar á kaffihúsi) og hvert fallegasta íslenska orðið sé. http://krakkaruv.is/aevar
Í þættinum verður farið yfir helstu vísindafréttir í heiminum í dag; Farsímar sem tengja má við heilann, umhverfisvænar líkkistur og tónlist fyrir ketti er bara brotabrot af því sem við fjöllum um í Vísindavarpi dagsins. http://krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins setjum við íslenska tungumálið undir smásjánna og spjöllum við Evu Maríu Jónsdóttur, miðaldafræðing og starfsmann hjá Stofnun Árna Magnússonar. www.krakkaruv.is/aevar
Ævar heldur áfram að fjalla um sögu tölvunnar, internetið og erfiðasta tölvuleik sögunnar. http://krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins rannsökum við sögu tölvunnar. http://krakkaruv.is/aevar
Í þætti dagsins rannsökum við hvernig piss getur hlaðið farsíma, skoðum hvort hægt sé að flýja fret og veltum því fyrir okkur hvernig það myndi ganga að fljúga flugvél á annarri plánetu. http://krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins förum við um víðan völl. Við skoðum alls konar vísindi, fjöllum um stærðfræði og hvers vegna hún er mikilvæg, skoðum hrakfarir vísindamanna, rannsökum tilfinningar og merkjum mörgæsir. http://krakkaruv.is/aevar
Elín Björk Jónasdóttir frá Veðurstofu Íslands kíkir í heimsókn og talar um hvernig maður lærir að verða veðurfræðingur, svarar spurningum um eldingar og segir frá því þegar hún elti skýstróka! http://krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins skoðar Ævar enn fleiri karla og konur úr sögu vísindanna. Tölvunarfræðingar, heimspekingar og landkönnuðir koma við sögu, ásamt manninum sem bjó til lotukerfið. http://krakkaruv.is/aevar
Í Vísindavarpi dagsins skoðar Ævar enn fleiri merkilegar konur úr sögu vísindanna. http://krakkaruv.is/aevar
Gestur þáttarins er Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, nemi í hugbúnaðarverkfræði. Við spjöllum um hvað forritun er, hvernig forritun og fótbolti tengjast og hvað /sys/tur eru. Svo fer Ævar yfir sögu internetsins og hvernig maður á að haga sér á því. http://krakkaruv.is/aevar
Í þætti dagsins kemur málvísindamaðurinn Bragi Valdimar Skúlason í heimsókn og segir okkur frá því hvers vegna honum finnist íslenska svona skemmtilegt tungumál. Svo ætlum við líka að skoða hvernig tungumál verður til. http://krakkaruv.is/aevar
Í þættinum í dag fáum við góðan gest; Margréti Hugadóttur. Hún ætlar að segja okkur frá verkefninu ,,Jörð í hættu!?" Að spjallinu loknum skoðum við svo risastórar plasteyjar. http://krakkaruv.is/aevar
Í dag ætlum við að fjalla um geiminn. Við veltum því fyrir okkur hvort geimverur séu til, skoðum hvað gerist ef geimfari deyr í geimnum og rannsökum flottasta stjörnusjónauka í heimi (og geimi). http://krakkaruv.is/aevar
Í þættinum í dag ætlum við að tala um mistök, bæði góð og slæm. Við opnum líka póstkassann og rannsökum múmíur.
Í þættinum í dag ætlum við að tala um mistök, bæði góð og slæm. Við opnum líka póstkassann og rannsökum múmíur.
Í dag fáum við góðan gest í heimsókn; engan annan en Sævar Helga Bragason stjörnufræðing.
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um vísindamenn úr mannkynssögunni sem allir eiga það sameiginlegt að vera konur. Við skoðum fyrstu konuna sem fór út í geim, fjöllum um hina einu sönu Jane Goodall og svo ætla ég að segja ykkur frá ótrúlega merkilegri konu sem fann upp alveg ótrúlega merkilegt efni.
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um vísindamenn úr mannkynssögunni sem allir eiga það sameiginlegt að vera konur. Við skoðum fyrstu konuna sem fór út í geim, fjöllum um hina einu sönu Jane Goodall og svo ætla ég að segja ykkur frá ótrúlega merkilegri konu sem fann upp alveg ótrúlega merkilegt efni.
Í þættinum í dag ætlum við að tala um fræga vísindamenn úr mannkynssögunni. Við skoðum Wright-bræður sem bjuggu til fyrstu flugvélina, Carl Linné, föður flokkunarfræðinnar og svo rannsökum við eðlisfræðinginn Niels Bohr, sem kom að hönnun kjarnorkusprengjunnar.
Í þættinum í dag ætlum við að tala um fræga vísindamenn úr mannkynssögunni. Við skoðum Wright-bræður sem bjuggu til fyrstu flugvélina, Carl Linné, föður flokkunarfræðinnar og svo rannsökum við eðlisfræðinginn Niels Bohr, sem kom að hönnun kjarnorkusprengjunnar.
Ævar fær afar áhugavert bréf í póstinum um risaeðlur og óskabein. Svo skoðar hann líka hvað það þýðir að vera í útrýmingarhættu.
Í Vísindavarpi dagsins skoðar Ævar hor, fjallar um sögu farartækjanna og rannsakar gróðurhúsaáhrif.
Í Vísindavarpi dagsins skoðar Ævar hor, fjallar um sögu farartækjanna og rannsakar gróðurhúsaáhrif.
Í þætti dagsins fjallar Ævar um flugur. Ólöf Haraldsdóttir, býflugnabóndi, kíkir í heimsókn og segir okkur frá því hvernig maður ræktar býflugur á Íslandi og svo segir Ævar okkur frá hræðilegum Vitsugu-vespum! http://www.krakkaruv.is/aevar
Í þætti dagsins fjöllum við um jörðina okkar og hvernig henni líður. Rakel Garðarsdóttir kemur í heimsókn, en hún er algjör sérfræðingur í því hvernig má hugsa betur um umhverfið og í lok þáttarins les ég alls kyns upplýsingar um rusl - m.a. að við Íslendingar hendum um 110 þúsund plastpokum á dag! http://www.krakkaruv.is/aevar
Í þætti dagsins fjöllum við um jörðina okkar og hvernig henni líður. Rakel Garðarsdóttir kemur í heimsókn, en hún er algjör sérfræðingur í því hvernig má hugsa betur um umhverfið og í lok þáttarins les ég alls kyns upplýsingar um rusl - m.a. að við Íslendingar hendum um 110 þúsund plastpokum á dag! http://www.krakkaruv.is/aevar
Gleðilegt nýtt ár! Í þessum síðasta þætti ársins 2015 rannsakar Ævar flugelda og hvernig þeir komast eiginlega á loft. Hann fær tvo góða gesti frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í heimsókn og spjallar við þau um öryggi og hvers vegna maður má alls ekki fikta í flugeldum. Í lok þáttarins flytur hann svo hið ótrúlega (og vonandi árlega) áramótaávarp Ævars.
Gleðilegt nýtt ár! Í þessum síðasta þætti ársins 2015 rannsakar Ævar flugelda og hvernig þeir komast eiginlega á loft. Hann fær tvo góða gesti frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í heimsókn og spjallar við þau um öryggi og hvers vegna maður má alls ekki fikta í flugeldum. Í lok þáttarins flytur hann svo hið ótrúlega (og vonandi árlega) áramótaávarp Ævars.
Í þætti dagsins ætlar Ævar að kenna okkur að baka regndropa og búa til okkar eigin jökul. Við skoðum líka íslensk skrímsli og heyrum sögu af ótrúlegu skeljaheimsmeti!
Í þætti dagsins ætlar Ævar að kenna okkur að baka regndropa og búa til okkar eigin jökul. Við skoðum líka íslensk skrímsli og heyrum sögu af ótrúlegu skeljaheimsmeti!
9. desember á Ævar afmæli og þess vegna ætlar hann að rannsaka afmælisdaga, heimsins stærstu afmælistertu og heimsækja gömlu sveitina sína sem hann ólst upp í þegar hann var lítill: Borgarfjörðinn.
Í Vísindavarpi dagsins verður farið um víðan fótboltavöll. Við skoðum sögu þessarar vinsælu íþróttar á milli þess sem við gerum tilraunir og skoðum hinar ýmsu stórhættulegu þjóðsagnapersónur.