Spegillinn

Follow Spegillinn
Share on
Copy link to clipboard

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Rás 1


    • Nov 17, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 22m AVG DURATION
    • 2,884 EPISODES


    More podcasts from Rás 1

    Search for episodes from Spegillinn with a specific topic:

    Latest episodes from Spegillinn

    Ofbeldi barna og glæpagengi, Lesturinn, æskan og íslenskan

    Play Episode Listen Later Nov 17, 2025 20:00


    Það hefur komið á óvart hversu hratt aðferðafræðin hjá skipulögðum brotahópum í löndum eins og Svíþjóð, að nota börn og ungmenni til að fremja glæpi, hefur náð til Íslands. Það sem gerist á öðrum Norðurlöndum er að gerast hér, segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana. Af fáu hafa Íslendingar meiri áhyggjur en íslenskri tungu. Sama hvert litið er, ógnirnar eru alstaðar, hnignunarmerkin líka og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær dánarvottorðið verði gefið út. Í gær, á degi íslenskrar tungu, hlaut Dröfn Vilhjálmsdóttir, safnstjóri skólasafns Seljaskóla verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún segir ekkert vanta upp a lestraráhuga barna og ungmenna - hins vegar vanti meira lesefni. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dröfn. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred

    Skipulagðir brotahópar hafa fest sig í sessi og hvað með þýska herinn?

    Play Episode Listen Later Nov 14, 2025 20:00


    Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf í dag út sína fyrstu skýrslu í fjögur ár um skipulagða brotastarfsemi. Hún staðfestir að þessi starfsemi hafi fest sig kyrfilega í sessi hér á landi sem sést kannski best á því að brotahópum hefur fjölgað um helming á áratug; í dag er talið að þeir séu tuttugu - þetta eru mis-fjölmennir og mis-skipulagðir hópar en allir með einbeittan brotavilja; sumir byggja á áralöngum kunningsskap, aðrir tengjast glæpagengjum í öðrum löndum. Þýska hernum er ætlað lykilhlutverk í vörnum Evrópu. Hann er sá stærsti í álfunni og þrjú og hálft prósent af landsframleiðslu Þýskalands fer í varnarmál. Friedrich Merz kanslari vill fjölga í hernum og undanfarið hefur verið tekist á um hvort mögulegt verði að kveðja fólk til herþjónustu og frá og með næsta ári á að spyrja unga þýska karla hvort þeir vilji í herinn. Varnarmálaráðherrann, Boris Pistorius, vill styrkja herinn með sjálfboðaliðum en Merz hefur hallast að herskyldu sem byggist samt á tilviljanakenndum drætti. Pistorius telur að með sjálfboðaliðum sé frekar hægt að velja hermenn á grundvelli getu og færni.

    Aðstæður á Vesturbakkanum, borgarstefna Íslands

    Play Episode Listen Later Nov 13, 2025 20:00


    Nýjustu fréttir frá Vesturbakkanum eru ekki góðar: Fjöldahandtökur, stöðugar árásir óg skemmdarverk ísraelskra landræningja og morð ísraelskra hermanna á tveimur börnum. Þetta er daglegt brauð fyrir palestínska íbúa Vesturbakkans, sem Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Rauða krossins heimsótti í vikunni. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hann. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði þingsályktunartillögu um borgarstefnu fyrir Ísland sem stuðlar að þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á Íslandi. Annars vegar með því að styrkja höfuðborgina Reykjavík og höfuðborgarsvæðið og hins vegar með því að skilgreina Akureyri sem svæðisborg og efla hana sem slíka. En hvað felst í þessu? Ágúst Ólafsson ræðir það við Ástthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson

    Stanslaust landris við Öskju, vígbúnaður Bandaríkjamanna á Karíbahafi og mál Samherja í Namibíu

    Play Episode Listen Later Nov 12, 2025 20:00


    Niðurstaða rannsakenda, hér á landi og í Namibíu, er að meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra áhrifamanna, séu talsvert hærri en áður hafði verið talið. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nú, sléttum sex árum eftir að Kveikur í samstarfi við Wikileaks, Stundina, Al-Jazeera og namibíska dagblaðið The Namibian, fjölluðu fyrst um ásakanir um stórfelld mútubrot tengd starfsemi Samherja í Namibíu, sitja 10 menn í varðhaldi þar ytra og bíða þess að réttarhöld hefjist í máli þeirra. Land við Öskju hefur risið um nærri einn metra frá því landris hófst á ný við eldstöðina fyrir rúmum fimm árum. Haldi þessi þróun áfram gæti endað með eldgosi, en svo gæti allt dottið í dúnalogn og ekkert gerst. Fyrir fáum dögum varð jarðskjálfti í Öskju 3,5 að stærð og þótt það séu kannski ekki fréttir að jarðskjálfti mælist í Öskju, þá eru svo stórir skjálftar ekki algengir þar. Stærsta og öflugasta flugmóðurskip heims, hið bandaríska Gerald R. Ford, lónar nú á Karíbahafinu, undan norðurströnd Suður-Ameríku, með ríflega 4.000 manna áhöfn og tugi orrustuþotna um borð. Þetta risaskip er ekki eitt á ferð, því tugir annarra herskipa - orrustuskipa, freigáta, tundurspilla og minni flugmóðurskip fylgja því hvert sem það fer. Þessi flotadeild bætist við þann fjölda bandarískra herskipa, herþotna og kafbáta sem hafa haldið til í sunnanverðu Karíbahafi að undanförnu, ekki ýkja fjarri Venesúela, og haldið þar uppi mannskæðum árásum á báta meintra fíkniefnasmyglara.

    Ráðherra um brottvísunarbúðir, Andakílsárvirkjun og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna

    Play Episode Listen Later Nov 11, 2025 20:00


    Það væri óheiðarlegt að kalla fyrirhugaðar brottvísunarbúðir eitthvað annað en þvingunarráðstöfun, segir dómsmálaráðherra. Hún telur sig ekki þurfa að hlusta á yfirhalningu frá fínum mönnum í Háskóla Íslands um að hlutirnir séu ekki eins og þeir séu varðandi námsmannaleyfi erlendra nemenda - hún hafi gögn og yfirlýsingar sem sýni að bregðast þurfi við. Bændur, veiðimenn og sumarhúsaeigendur í Borgarfirði eru ósáttir við hvernig Andakílsárvirkjun stjórnar vatnshæð í Skorradalsvatni og rennsli Andakílsár. Þeir kvarta undan blautum túnum, landrofi, öryggi veiðimanna, áhrifum á mannvirki og hvarfi gönguleiða meðfram vatninu. Í dag var tilkynnt að loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP 32, sem haldin verður eftir tvö ár, verði í Eþiópíu - en hvar COP 31 verður haldin á næsta ári liggur ekki fyrir enn. Tvö ríki, Ástralía og Tyrkland, bítast nefnilega um hnossið - og ef hvorugt þeirra gefur eftir mun það þriðja neyðast til að gera það. Þetta ríki er Þýskaland - en Þjóðverjar vilja ekki halda ráðstefnuna og gera því allt hvað þeir geta til að leysa þetta óvenjulega vandamál, sem rekja má til regluverksins um val á gestgjöfum.

    tv cops herra sameinu borgarfir loftslagsr
    Ríkislögreglustjóri hættir og afsagnir hjá breska ríkisútvarpinu

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2025 20:00


    Sigríður Björk Guðjónsdóttir gekk á fund dómsmálaráðherra í ráðuneytinu við Skúlagötu 4 klukkan eitt í gær. Niðurstaða fundarins var að hún myndi hætta sem ríkislögreglustjóri en yrði í staðinn sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi hjá ráðuneytinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra. Mikill styr stendur um breska ríkisútvarpið BBC, en um helgina hættu bæði útvarpsstjórinn Tim Davie og fréttastjórinn Deborah Turness og vísuðu til umfjöllunar um fréttaskýringarþáttinn Panorama sem væri farinn að skaða BBC. Stjórnarformaðurinn baðst afsökunar á vinnubrögðunum. Ingibjörg Þórðardóttir fyrrverandi ritstjóri hjá BBC trúir ekki á að þar ríki kerfislæg hlutdrægni en oft sé brugðist seint og illa við þegar mistök eru gerð.

    Stóll ríkislögreglustjóra hitnar, losun gróðurhússlofttegunda og eignarnám ekki fyrirhugað

    Play Episode Listen Later Nov 7, 2025 20:00


    Eftir nærri fimm ára tafir segir forstjóri Landsnets kominn tíma til að ljúka undirbúningi fyrir Blöndulínu þrjú - nýja háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þótt enn sé ósamið við þriðjung landeigenda á línuleiðinni sé eignarnám ekki uppi á borðum. Reyna verði til þrautar að ná samningum. Staða Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur sem ríkislögreglustjóri virðist vera orðin mjög snúin og hún nýtur ekki trausts formanns fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að kveða upp neinn dóm, þá ábyrgð verði dómsmálaráðherra að axla. Losun gróðurhúsalofttegunda er í hæstu hæðum þrátt fyrir áratuga baráttu og vinnu að hinu gagnstæða og fögur fyrirheit ráðamanna um róttækar aðgerðir til að hamla gegn yfirstandandi hlýnun Jarðar og loftslagsbreytingum af mannavöldum.

    Vegurinn yfir Öxi, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna og ríkislögreglustjóri.

    Play Episode Listen Later Nov 6, 2025 20:00


    Þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrst veður af 160 milljóna viðskiptum ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intru ráðgjöf, á mánudagskvöld í síðustu viku, beið hún ekki boðanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, var kölluð á teppið og langlundargeð ráðherrans var ekki mikið. Eftir fund í ráðuneytinu voru Sigríði gefnir fimm dagar til að svara ítarlegri upplýsingabeiðni um þessi viðskipti. Í millitíðinni fundaði ráðherra aftur með ríkislögreglustjóra til að ræða alvarlega stöðu hennar sem forstöðumanns. Leiðtogar og sérfræðingar alls staðar að úr heiminum safnast nú saman í brasilísku borginni Belém, þar sem þrítugasta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í dag með leiðtogafundi. Talað hefur verið um að þetta eigi ekki að vera ráðstefna umræðna og samningaþófs, heldur ákvarðana og aðgerða, því engan tíma sé að missa. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir enn mögulegt að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun Jarðar innan 1,5 gráða umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vegurinn yfir Öxi á sunnanverðum Austfjörðum liggur úr Berufjarðarbotni upp á Fljótsdalshérað. Mikilvæg samgönguæð að mati heimamanna fyrir austan, þrátt fyrir að þarna sé hlykkjóttur og ósléttur malarvegur. Þetta er innan við 20 kílómetra leið en nýr Axarvegur myndi stytta hringveginn um tæpa 70 kílómetra miðað við núverandi leið um Austfirði. Öxi er ekki síst mikilvæg leið fyrir íbúa á Djúpavogi eftir myndun sveitarfélagsins Múlaþings og þá sameiningu sem henni fylgdi.

    Kosningar í Bandaríkjunum og hafstraumar í norðurhöfum

    Play Episode Listen Later Nov 5, 2025 20:00


    Demókrötum gekk vel í kosningum í Bandaríkjunum í gær. Zohran Mamdami sigraði í borgarstjórakosningum í New York, í Virgíníu vann Abigail Spanberger ríkisstjóraefni þeirra sannfærandi sigur og í New Jersey fékk Mikie Sheriill frambjóðandi demókrata álíka niðurstöðu. Tillaga demókrata um að draga ný kjördæmamörk sem eru talin þeim hagstæð var samþykkt og allt er þetta talið merki um að tæplega einu ári eftir að Donald Trump tók við embætti forseta sé pendúllinn að sveiflast. Er þetta til marks um vinstrisveiflu eða bara óánægju með störf forsetans, Donalds Trump? Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðmund Hálfdánarson prófessor. Varað hefur verið við því að líkurnar á röskun svokallaðrar veltihringrásar hafstrauma í Atlantshafi, skammstöfuð AMOC, hafi verið vanmetnar. Sú röskun er rakin til hlýnunar hvorutveggja sjávar og loftslags og bent á að hrun veltihringrásarinnar myndi líklega leiða til mikillar kólnunar á norðurslóðum, þótt áfram hitni annars staðar. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á áhrifum yfirstandandi hlýnunar á djúpsjávarmyndun í norðurhöfum og þar með veltihringrásina, benda hins vegar til að hættan sé mögulega orðum aukin. Rannsóknin var til umfjöllunar á ráðstefnu vísindamanna í Helsinki í október og þar var Halldór Björnsson, fagstjóri loftslagsmála á Veðurstofunni. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hann. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kári Guðmundsson

    Vændi, skemmtiferðarskip og stækkun ESB

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2025 20:00


    Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni segir það hafa verið vonbrigði þegar lögreglan fékk ekki heimild hjá dómstólum til að fylgjast með vændisstarfsemi í grónu íbúðarhverfi í Reykjavík. Útlit er fyrir hrun í komu skemmtiferðaskipa til landsins á næstu tveimur árum ef stjórnvöld halda til streitu fyrirhugaðri gjaldtöku á þessi skip. Áhrifanna gætir hjá ferðaþjónustu og hafnarsjóðum sveitarfélaga um allt land. Sums staðar leggjast skipakomur nánast af og tekjutap hafnanna mælist í milljörðum. Svartfjallaland gæti orðið næsta aðildarríki Evrópusambandsins, árið 2027, haldi svo fram sem horfir í aðildarferlinu. Þetta er niðurstaðan í árlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stöðuna í þeim tíu ríkjum sem eru á lista yfir umsóknarríki. Framkvæmdastjórnin segir að Georgía sé nú orðið umsóknarríki aðeins að nafninu til.

    Neyðaraðstoð seytlar inn á Gaza en streymir ekki, áminningar til starfsmanna sveitarfélaga og eiturlyfjastríð

    Play Episode Listen Later Nov 3, 2025 20:00


    Þrátt fyrir að í vopnahléssamkomulaginu sé kveðið á um óhindrað streymi lífsnauðsynlegra hjálpargagna inn á Gaza, þar á meðal grundvallarnæringar fyrir börn sem soltið hafa heilu hungri mánuðum saman, þá er raunveruleikinn annar, segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi sem er nýkomin frá Palestínu. Um 100 starfsmenn hjá fimm stærstu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið áminntir fyrir brot í starfi og 20 hefur verið sagt upp að undangenginni áminningu. frá 2022. Nær 18.000 starfa hjá sveitarfélögunum. Undanfarna mánuði hafa á sjöunda tug manna fallið í árásum bandaríska hersins á báta í Karíba- og Kyrrahafi undan ströndum Mexikó, síðast þrír um helgina. Hernaðarviðbúnaður Bandaríkjanna í og við Karíbahaf hefur stóraukist undanfarna mánuði og hefur aldrei verið meiri, Bandaríkjaforseti talar um stríð við eiturlyfjasmyglara en greinendur telja margir að olía sé rótin.

    Jón Gnarr um stöðu Grænlands, vörn Karls Wernerssonar og Belgía að verða dópríki

    Play Episode Listen Later Oct 31, 2025 20:00


    Þing Norðurlandaráðs hefur staðið alla vikuna í Stokkhólmi. Þar er fundað á vettvangi Norðurlandanna, þar með talið Vestnorræna ráðsins sem Lögþing Færeyja, landsþing Grænlands og Alþingi stofnuðu. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar er formaður Vestnorræna ráðsins og sat þingið nú í fyrsta skipti. Hann segir alveg ljóst að pólitísk staða Grænlands sé sterk og að Grænland sé að verða vinsælasta stelpan á ballinu ef sú samlíking sé skoðuð. Sonur Karls Wernerssonar segist hafa lagt traust sitt á föður sinn þegar hann tók við eignarhaldi á einu dýrmætasta félagi hans. Karl segir þrotabú hans gera tilkall til bóta sem hann telur sig eiga inni eftir að hafa afplánað refsingu vegna dóms sem hefur verið hnekkt. Þetta kemur fram í greinargerðum sem skilað var til Héraðsdóms Reykjaness fyrir nokkru og Spegillinn fékk afhentar í vikunni. Sagt var frá ákærunni á hendur Karli, sambýliskonu hans og syni í maí. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin standi sjö virka daga í mars á næsta ári. Belgía er á góðri leið með að verða að eiturlyfjaríki, segir dómari í Antwerpen í opnu bréfi sem birt var á heimasíðu belgískra dómstóla í gær. Skipulögð glæpasamtök hafa hreiðrað um sig og náð áhrifum í stofnunum ríkisins, þar á meðal dómskerfinu segir dómarinn, sem hefur þurft að fara huldu höfði vegna hótana. Höfnin í Antwerpen er einn helsti áfangastaður eiturlyfja sem smyglað er inn til Evrópu.

    Gerviverktaka og húsnæðisaðgerðir

    Play Episode Listen Later Oct 30, 2025 20:00


    Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri var í hópi þeirra forstjóra ríkisstofnana sem fengu dreifibréf frá fjármálaráðuneytinu í ágúst á síðasta ári þar sem stofnanir ríkisins voru beðnar um að forðast alla gerviverktöku; hún væri ólögmæt. Eini starfsmaður Intru ráðgjafar, sem ríkislögreglustjóri var í tugmilljóna viðskiptum við og nánast eini verkkaupi, var með tölvu og netfang hjá embættinu og aðgang að innra neti þess. Ráðherrar hafa kynnt fyrsta hluta aðgerða í húsnæðismálum. Von á öðrum pakka í byrjun næsta árs sem er ætlað er að lækka fasteignaverð og fjölga íbúðum. Rætt við Höllu Gunnarsdóttur formann VR og Ragnar Þór Ingólfsson Flokki fólksins sem leiddi þingmannanefnd um húsnæðismál.

    Viðskipti ríkislögreglustjóra við Intru ráðgjöf og forsetakosningarnar í Argentínu

    Play Episode Listen Later Oct 29, 2025 20:00


    Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um umfangsmikil viðskipti ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intru ráðgjöf. Þau hafa verið gagnrýnd og dómsmálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að áferð málsins væri ekki góð. Hún ítrekaði þau skilaboð eftir fund sinn með ríkislögreglustjóra í dag. En hvað segir ríkislögreglustjóri? Freyr Gígja Gunnarsson ræddi ítarlega við Sigríði Björk Guðjónsdóttur. Niðurstöður forsetakosninga í Argentínu um helgina þar sem flokkur forsetans, hægri pópúlistans Javiers Milei, Frelsið fremst fékk 40% atkvæða, komu mörgum greinendanum á óvart að sögn Hólmfríðar Garðarsdóttur prófessors í spænsku. Hún er í Buenos Aires og Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana um úrslit kosninganna. Kosið var um hluta þingmanna og bætti Frelsið fremst verulega við sig, en er þó ekki stærstur flokka á þingi. Hólmfríður telur að óttinn við að Bandaríkjastjórn myndi hætta við björgunarpakka, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna var búinn að lofa, gæti hafa haft mikil áhrif.

    Ríkislögreglustjóri og Austurland vill vera metið að verðleikum

    Play Episode Listen Later Oct 28, 2025 20:00


    Stjórnendaráðgjafinn, sem ríkislögreglustjóri greiddi 160 milljónir fyrir ráðgjafarstörf, var ráðinn tímabundið í fullt starf tveimur dögum eftir að fréttastofa óskaði eftir því að fá afhentar tímaskýrslur og reikninga vegna vinnu hennar fyrir embættið. Ríkisendurskoðandi segir málið bera þess merki að innri endurskoðun og innra eftirlit ríkislögreglustjóra hafi ekki verið eins og lög kveði á um. Nokkrum starfsmönnum ríkislögreglustjóra var sagt upp störfum í gær vegna sparnaðaraðgerða. Forystufólki í sveitarstjórnarmálum á Austurlandi finnst vanta mikið upp á að stjórnvöld meti framlag fjórðungsins í þjóðarframleiðslunni þegar kemur að uppbyggingu innviða. Nærri fjórðungur af útflutningsverðmætum landsins verði til á Austurlandi þótt þar búi innan við þrjú prósent þjóðarinnar.

    Þúsundþjalasmiður ríkislögreglustjóra og óvæntar kosninganiðurstöður í Argentínu

    Play Episode Listen Later Oct 27, 2025 20:00


    Ríkislögreglustjóri hefur síðustu fimm ár keypt þjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Intru ráðgjöf fyrir 160 milljónir. Hvorki var gerður skriflegur samningur við fyrirtækið né farið í útboð en klukkutímarnir hlaupa á þúsundum. Síðastliðin tvö ár hefur eini starfsmaður félagsins verið nánast í fullu starfi á háu tímakaupi við að flytja embættið, fara í skoðunarferðir í húsgagnaverslanir, panta gardínur, velja sorpflokkunarílát, breyta nöfnum á fundarherbergjum og finna stað fyrir píluspjöld. Flokkur forseta Argentínu vann nokkuð óvæntan sigur kosningum um helgina. Forsetinn er litrík og umdeild persóna sem hefur orðið nokkuð ágengt í baráttu við verðbólgu sem var með himinskautum fyrir nokkrum árum en gagnrýnendur segja árangurinn dýru verði keyptan.

    argent sund forsetinn
    Hversu þungt er Norðurálshöggið, rjúpnaskyttur og kjötsmygl

    Play Episode Listen Later Oct 24, 2025 20:00


    Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir nokkrum áskorunum; Norðurál þarf að takmarka sína framleiðslu, Play fór á hausinn og PCC á Bakka hefur ekki verið starfrækt í nokkra mánuði. Fjármálaráðherra var í beinni útsendingu. Það getur verið freistandi fyrir hagsýna Svisslendinga að fara yfir landamærin og næla sér í franskt kjötmeti sem er þar miklu ódýrara. Það getur líka verið dýrkeypt að vera gripinn með góssið, eins og Ævar Örn Jósepsson fjallaði um. Ágúst Ólafsson ræddi síðan við formann Skotveiðifélags Íslands en rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag. Nýtt fyrirkomulag var tekið upp fyrrahaust en formaðurinn segir unga fólkið hafa lítinn áhuga á því að arka upp á fjöll með byssu á öxl.

    Vandi kísilvers PCC á Bakka og umræðan um ungmenni og skólamál

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2025 20:00


    Forstjóri PCC á Bakka segist ekki sjá betur en að versta sviðsmynd varðandi framtíð kísilverksmiðjunnar sé að raungerast. Hann býst ekki við að hægt verði að hefja rekstur aftur fyrr en í fyrsta lagi í lok sumars 2026. Um 20 manns verða við störf á Bakka í vetur. Mikið er rætt um skólamál og ungmenni í fjölmiðlum. Sú umræða er oftar en ekki undir neikvæðum formerkjum en hvað finnst krökkum sem eru að ljúka grunnskóla um hana? Verða þeir varir við ofbeldi í skólum, eru þeir öruggir þar? Símanum er oft kennt um ýmislegt sem miður fer og hafa reyndar verið bannaðir í mörgum skólum. Sakna nemendur þeirra og hvað um einkunnagjöfina?

    ´Moskítóflugur á Íslandi og samskipti Íslands og Grænlands

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2025 20:00


    Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að koma moskító-flugna til landsins yrði líklega ekki jafn óþægileg fyrir landsmenn og þegar lúsmýið nam hér land. Tegundin sé þekkt fyrir að stinga bæði menn og dýr, en sé ekki smitberi lífshættulegra sjúkdóma á norðurhveli jarðar. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við Gísla Ísland og Grænland eru nánir grannar en samstarf þeirra og samskipti hafa ekki alltaf verið mikil. Forsætisráðherra og formaður grænlensku landstjórnarinnar skrifuðu í gær undir yfirlýsingu um sameiginlega sýn á framtíð Norður-Atlantshafssvæðisins og að vinna ætti að sjálfbærri efnahagsþróun. Vísuðu þau til samstarfsyfirlýsingar frá 2022 sem ætti að fylgja eftir af auknum krafti. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason

    Líkleg formannsefni Framsóknar og fyrrverandi Frakklandsforseti í fangelsi

    Play Episode Listen Later Oct 21, 2025 20:00


    Leið Lilju Alfreðsdóttur að formannsstóli Framsóknarflokksins er ekki jafn greið og margir telja. Skorað hefur verið á oddvita flokksins í Reykjavík að gefa kost á sér og í einu af höfuðvígjum flokksins renna margir hýru auga til Willums Þórs Þórsson. Tveir þingmenn eru sömuleiðis að þreifa fyrir sér. Fjöldi fólks safnaðist saman við heimili Nicolas Sarkozy fyrrverandi Frakklandsforseta í morgun til að lýsa stuðningi við hann og stappa í hann stálinu þar sem yfirgaf heimili sitt og í fylgd konu sinnar og barna og steig upp í einn margra ómerktra lögreglubíla í mikilli bíla- og mótorhjólalest sem flutti hann í La Santé-fangelsið í París. Nær allir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa rýmt skrifstofur sínar í varnarmálaráðuneytinu í mótmælaskyni við nýjar reglur. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir aðför Trump-stjórnarinnar að fjölmiðlum minna á þróun mála í Rússlandi eftir valdatöku Pútíns - og að sú aðför hafi byrjað strax í kosningabaráttunni fyrir fyrra kjörtímabil hans.

    Staða Netanjahus og kvennaverkfall

    Play Episode Listen Later Oct 20, 2025 20:00


    Vopnahléið sem samið var um 8. október á Gaza hangir nánast á bláþræði - líkt og reyndar framtíð Benjamín Netanjahús á forsætisráðherrastólnum í Ísrael. Bindur vopnahléið og lausn ísraelsku gíslanna í síðustu viku enda á stjórnmálaferil Netanjahús eða styrkir hann. Jón Björgvinsson hefur undanfarnar vikur verið í Ísrael og rætt við stjórnmálamenn og almenning um hvað taki við í stjórn landsins. Fimmtíu ár, hálf öld er síðan konur á Íslandi tóku sér kvennafrí og fylltu miðbæ Reykjavíkur á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Á föstudaginn er aftur boðað kvennaverkfall til að mæta bakslagi í jafnréttisbaráttunni.

    Staða íslenskunnar og aðför að fjölmiðlafrelsinu í BNA

    Play Episode Listen Later Oct 17, 2025 20:00


    Nánast allir fjölmiðlar sem voru með aðstöðu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og aðgang að fréttafundum þess rýmdu skrifstofur sínar og yfirgáfu ráðuneytið í vikunni. Þannig brugðust þeir við nýjum fjölmiðlareglum ráðuneytisins, sem þeim var gert að samþykkja en hverfa á brott ella. Bubbi skrifaði grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann húðskammaði íslenska stjórnmálamenn fyrir hvernig komið væri fyrir íslenskri tungu og þegar þjóðskáldið byrstir sig leggur þjóðin við hlustir. María Rut Kristinsdóttir og Ingibjörg Isaksen svara fyrir stjórnmálastéttina.

    Úttekt á samningum borgarinnar og olíufélaga um bensínstöðvarlóðir

    Play Episode Listen Later Oct 16, 2025 20:00


    Betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf til borgarráðs þegar bensínstöðvasamningar Reykjavíkurborgar við olíufélögin voru samþykktir á tveimur fundum. Allir fulltrúar hefðu þó átt að vera meðvitaðir um að olíufélögin höfðu fjárhagslegan ávinning af samningunum. Margt virðist hins vegar hafa verið óljóst og annað hvorki skoðað né greint nægilega vel. Þetta kemur fram í úttekt innri endurskoðunar borgarinnar á samningunum. Rætt við borgarfulltrúana Einar Þorsteinsson (B), Hildi Björnsdóttur (D) og Líf Magneudóttur (V) um samningana.

    Launadeila Innheimtustofnunar og fyrrverandi forstjóra, raforkukerfi á Norðausturlandi og stríð fjölmiðla við bandaríska stríðsráðuneytið

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 19:50


    Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna krefst þess að stofnunin greiði honum rúmar níutíu milljónir. Hann er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara sem er á lokastigi. Innheimtustofnun hafnar öllum kröfum og telur forstjórann fyrrverandi hafa valdið henni miklu tjóni með ákvörðunum sínum. Freyr Gígja Gunnarsson reifar málið. Talið er kosta allt að sjö og hálfum milljarði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á raforkukerfinu á Norðausturlandi svo hægt verði að flytja nægt rafmagn til allra byggðarlaga. Núverandi afhendingargeta rafmagns er að mestu uppurin með tilheyrandi áhrifum á orkuskipti, búsetuþróun og atvinnumál, segir Kristín Soffía Jónsdóttir í viðtali við Ágúst Ólafsson. Frétta- og tökumenn bandarísku sjónvarpsstöðvanna ABC, CBS, NBC og CNN og Fox News eru í óða önn að tæma skrifstofur sínar í Pentagon, höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sem nú heitir reyndar stríðsráðuneyti. Sama á við um nánast alla aðra fjölmiðla, bandaríska og alþjóðlega, sem voru með aðstöðu í ráðuneytinu. Ástæðan er nýjar reglur ráðuneytisins sem fjölmiðlar telja stjórnarskrárbrot sem heftir getu þeirra til að fylgja grunngildum blaðamennsku og sinna skyldum sínum við almenning. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson. Tæknimaður: Mark Eldred.

    Viðvörunarbjöllur vegna Play og baráttan um kvótann

    Play Episode Listen Later Oct 14, 2025 20:00


    Þegar Play lagðist á hliðina í lok september óskaði Spegillinn eftir þeim gögnum sem kynnu að hafa verið útbúin í tengslum við fjárhagsvandræði flugfélagsins og gjaldþrot frá forsætisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, atvinnuvegaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu. Ítrekað hafði verið fjallað um fjárhagsvandræði Play í fjölmiðlum en skyndilegt fall kom flestum í opna skjöldu. Nærri tuttugu þúsund farþegar urðu fyrir skakkaföllum þegar ferðum félagsins var skyndilega hætt og sumir urðu að reiða fram háar upphæðir til að komast heim. Árum saman hefur ríkt ósamkomulag um ­skiptingu kvóta úr öllum deili­stofnum uppsjávarfisks sem Íslendingar eiga hlutdeild að, nema loðnu, og jafn lengi hefur verið veitt langt umfram veiðiráðgjöf vísindamanna. Deilistofnar eru fiskistofnar sem Ísland nýtir sameiginlega með öðrum þjóðum og ganga ýmist milli lögsagna ríkjanna eða um alþjóðlegt hafsvæði. Í þessu tilfelli eru þetta makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld. Íbúar í Múlaþingi eru ánægðari með aðgengi sitt að stjórnsýslu sveitarfélagsins en íbúar Ísafjarðarbæjar. Þetta sýna tvær nýjar rannsóknir. Þeim var ætlað að leiða í ljós hver væri besta leiðin til að tryggja að enginn verði undir þegar nýtt og öflugra sveitarfélag verður til úr nokkrum minni.

    Spilafíkn, kvótaniðurskurður og rússnesk stjórnmál

    Play Episode Listen Later Oct 13, 2025 20:00


    Það var til eilífðar - þangað til það var ekki lengur - þannig mætti ef til vill snara titli bókarinnar It was forever - until it was no more, bók um síðustu ár Sovétríkjanna, eftir rússnesk-bandaríska félagsfræðinginn Alexei Yurchak. Rússneski stjórnarandstæðingurinn Vladimir Kara-Murza segir titilinn lýsa því fullkomlega, hvernig breytingar á rússnesku stjórnskipulagi ganga fyrir sig. Hafrannsóknastofnun kynnti í síðustu viku nýja ráðgjöf um loðnuveiðar og leggur til að afli á vertíðinni verði ekki meiri en 43.766 tonn. Hlutur íslenskra skipa verður þar enn minni, því taka þarf tillit til samninga við Færeyjar, Noreg og Grænland, og þá standa eftir rúm 33 þúsund tonn. Spilafíkn er ekki afþreying sem hefur farið úr böndunum heldur langvinnur sjúkdómur, segir Ingunn Hansdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs hjá SÁÁ í grein í Læknablaðinu. Þrátt fyrir það hafi lítið verið fjallað um hana sem heilbrigðisvanda. Rétt eins og skjólstæðingar séu spurðir um áfengisnotkun, nikótínneyslu og hreyfingu, ætti að spyrja um fjárhættuspil. Mikil skömm fylgi því að hafa ekki stjórn á spilamennsku og fæstir nefni vandann þótt hann sé til staðar.

    Play Episode Listen Later Oct 10, 2025 20:00


    Íslenskur dómur varpa ljósi á lögleysuna á Gaza og öryggismálin á þingi

    Play Episode Listen Later Oct 9, 2025 20:00


    Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu hendur sínar bundnar í máli palestínsks manns sem héraðssaksóknari ákærði í sumar fyrir að beita eiginkonu sína og börn hrottalegu ofbeldi á Gaza. Málið varpar ljósi á þá flóknu stöðu sem íbúar á Gaza búa við sem líkja má við hálfgerða lögleysu. Öll skilyrði eru til að endurreisa íslenska kræklingarækt, sýni stjórnvöld vilja og stuðning, að mati sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Eitt fyrirtæki ræktar núna bláskel hér á landi en þau voru tuttugu fyrir fáum árum. Þá er hvergi fylgst með eiturþörungum vilji fólk tína sér bláskel í matinn. Það vakti mikla athygli að um síðustu helgi fór maður inn í Alþingishúsið við Austurvöll að kvöldlagi um opnar dyr og var þar alla nóttina. Öryggisvörður, sem síðan var sagt upp störfum, varð var við manninn snemma nætur en sannfærðist um að hann ætti þar erindi. Það var ekki fyrr en við vaktaskipti um morguninn sem þingvörður komst að því að maðurinn væri í húsinu og kallaði til lögreglu. Við ræðum öryggismálin við nýjan skrifstofustjóra Alþingis.

    gaza ingi eitt landsr austurv hafranns
    Lögmæti hafnbanns og handtaka á Miðjarðarhafi, bútasaumur og biluð tæki á Landspítala og gullverð í hæstu hæðum

    Play Episode Listen Later Oct 8, 2025 20:00


    Ísraelar hafa hindrað för skipa sem sigla með vistir til Gaza - handtekið fólk um borð og sent svo úr landi. Í morgun fóru ísraelskir hermenn um borð í skipið Conscience sem er hluti af friðarflotanum og handtóku meðal annarra tónlistarkonuna Möggu Stínu. Eru þær handtökur löglegar? Snjólaug Árnadóttir dósent við HR og sérfræðingur í Hafrétti svarar því. Bútasaumur er orð sem Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans finnst lýsandi um rekstur spítalans á meðan beðið er eftir nýjum. Hann hefur áhyggjur af því að tæki spítalans séu að verða úrelt, fjármagn vanti til að fara í nauðsynlegt viðhald og að Ísland sé smám saman að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hann. Verð á gulli hefur hækkað hratt og mikið undanfarna mánuði og fór í dag í 4.031 Bandaríkjadal á únsuna, sem er hin staðlaða eining í gullviðskiptum. Þetta er í fyrsta skipti sem verð á gulli fer upp fyrir 4.000 dollara á únsuna, en það hefur hækkað um 50 prósent á hálfu ári. Ævar Örn Jósepsson fjallar um þetta og ræðir við Eld Ólafsson, framkvæmdastjóra gullnámufyrirtækisins Amaroq. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason

    Tvö ár frá árás Hamas og upphafsins að hörmungum Gaza

    Play Episode Listen Later Oct 7, 2025 20:00


    Fyrri hluti þáttarins verður helgaður því að í dag eru tvö ár frá því að vígamenn Hamas frömdu grimmilega hryðjuverkaárás í Ísrael sem var upphafið að alblóðugasta kaflanum í margra áratuga stríði Ísraela og Palestínumanna. Við fjöllum líka um af hverju Flokkur fólksins hefur skipt um skoðun um bókun þrjátíu og fimm.

    Formaður Eflingar um leikskólatillögur í Reykjavík , frönsk stjórnarkreppa og íslensk tunga

    Play Episode Listen Later Oct 6, 2025 20:00


    Áform um breytingar á leikskólum í Reykjavík voru kynntar í síðustu viku og meðal annars lagt til að vinnutími starfsfólks og dvalartími barna mætist í 38 tímum og ný gjaldskrá verði tekjutengd. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir gefa auga leið að stemma verði saman vinnu og dvalartímann. Ólga og ókyrrð lýsa ástandinu í frönskum stjórnmálum þessi misserin. Um fátt er rætt og ritað af meiri ákefð hér á landi en hnignun íslenskrar tungu og yfirvofandi dauða hennar. Bölmóðurinn er mikill, en Ármann Jakobsson, prófessor og formaður Íslenskrar málnefndar, segir að það sé ekki að öllu leyti slæmt.

    Handhafalaun og óhollustuauglýsingar bannaðar

    Play Episode Listen Later Oct 3, 2025 20:25


    Laun handhafa forsetavalds og ferðakostnaður fyrstu tólf mánuði Höllu Tómasdóttur í forsetaembætti námu yfir þrjátíu milljónum króna. Fyrirhugað er að breyta fyrirkomulagi handhafalaunanna. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir löngu tímabært að Akureyrarflugvöllur verði viðurkenndur sem önnur gátt inn í landið til jafns við Keflavík. Hún vísar þar meðal annars til Grænlands þar sem brátt verða þrír nýir alþjóðaflugvellir. Þá glíma Færeyingar við sömu árstíðasveifluna og Ísland og vilja fjölga ferðamönnum yfir veturinn.

    Flókið og tímafrekt að gera upp fallið flugfélag og fjármál sveitarfélaga

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2025 19:11


    Nær sex þúsund kröfum var lýst í þrotabú WOW air þegar það varð gjaldþrota. Skiptum á félaginu er ólokið, nú sex árum síðar. Skiptastjóri segir margt óvenjulegt í gjaldþroti flugfélags en það séu fyrst og fremst tímafrek dómsmál sem hafi dregið skiptin á langinn. Mörg hundruð sveitarstjórnarmenn af öllu landinu eru á árlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Mikið rætt þar um inniviði, fjárfestingar, fjármögnun og tekju- og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

    Rauði krossinn hverfur tímabundið frá Gaza og fátt nýtt í friðaráætlun Bandaríkjaforseta

    Play Episode Listen Later Oct 1, 2025 20:00


    Rauði krossinn hefur hætt starfsemi í Gaza-borg og flutt starfsfólk sitt sunnar í Gaza því ekki er hægt að tryggja öryggi þess og halda starfsemi áfram eftir því sem harðar er sótt að borginni. Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor við Williamsháskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í málefnum miðausturlanda segir fátt nýtt að finna í margliða áætlun Doanlds Trumps um frið á Gaza. Henni svipi um margt til tillögu sem lögð var fram fyrir um tíu mánuðum, þegar Joe Biden var enn forseti. Hún leiddi ekki til friðar.

    Ein lítil bilun getur valdið meiriháttar viðbragði og innviðafélag getur margt leyst

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 20:00


    Fjölþáttaógnir færðust nær Íslandi þegar loka þurfti Kastrup -flugvelli í Kaupmannahöfn vegna óþekktra dróna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir óvinveittum ríkjum hafa orðið ágengt með þennan hernað sinn; ein lítil og eðlileg bilun geti sett stjórnkerfið af stað. Sérfræðingur í samgöngurannsóknum segir að innviðafélag, líkt og innviðaráðherra vill stofna, ætti að geta leyst úr fjölda verkefna sem lengi hafa legið ókláruð í vegakerfinu. Þar megi ekki einblína of mikið á jarðgöng. Mörg önnur verkefni séu afar brýn, eins og brúagerð og langir kaflar á hringveginum. Útgerðarmenn og bæjaryfirvöld í Stykkishólmi kalla eftir að ráðherra gefi út reglugerð um skel- og rækjubætur tafarlaust þrátt fyrir að endurskoðun byggðakerfis í sjávarútvegi standi yfir. Þótt skelbætur hafi átt að vera tímabundin ráðstöfun benda þau á að gera þurfi upp ójafnvægi í úthlutun veiðiheimilda frá árdögum fiskveiðistjórnunarkerfisins.

    Fall flugfélagsins Play og skattar á orkumannvirki

    Play Episode Listen Later Sep 29, 2025 20:00


    Play ætlaði sér að vaxa of hratt og viðskiptamódelið gekk ekki upp, eins og fulljóst er við fall félagsins. Spurningar vakna líka um hvað varð um tvo og hálfan milljarð sem fengust í sumar, segir Steinn Logi Björnsson fjárfestir sem þekkir vel til í flugrekstri. Þótt þrjú flugfélög hafi fallið á öldinni telur hann allt eins líklegt að aftur verði til félag vil hlið Icelandair. Spegillinn hefur sagt frá nýju lagafrumvarpi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, sem hefði í för með sér að greiddur yrði fasteignaskattur af öllum mannvirkjum fyrir orkuframleiðslu. Lögfræðingur Samorku - Samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, segir margt óljóst í áformum ráðherrans og margir hafa áhyggjur af aukinni skattlagningu á orkumannvirki. Sveitarfélög fagna hins vegar mörg hver.

    Skattur á orkumannvirki og staða íslenskrar tungu

    Play Episode Listen Later Sep 26, 2025 20:00


    Framleiðslukostnaður við tökur á kvikmyndinni Ódysseifur hér á landi var áætlaður rúmlega tveir og hálfur milljarður og endurgreiðsla úr ríkissjóði tæplega níu hundruð milljónir, sem yrði næsthæsta endugreiðsla fyrir kvikmyndaverkefni frá upphafi. Innviðaráðherra hyggst með nýju lagafrumvarpi sjá til þess að greiddur verði fasteignaskattur af öllum mannvirkjum sem reist eru til orkuframleiðslu hér á landi. Samtök orkusveitarfélaga fagna þessu og segja mikla mismunun felast í alls kyns undanþágum í núverandi fyrirkomulagi. Íslensk málnefnd birti í gær árlega ályktun sína um stöðu íslenskrar tungu. Ályktunin er að þessu sinni helguð gildandi regluverki um þjóðtunguna og því sem brýnast er að skoða, gera, breyta og bæta til að auka skilvirkni þess. Þar er fyrst á blaði tillaga um styrkja íslenska tungu með því að festa það í stjórnarskrá, að íslenska skuli vera þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi

    Lögbundinn íbúafjöldi sveitarfélaga, fyrsta haustlægðin að skella á og málefni Vélfags og meint tengsl við Rússland.

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 20:00


    Ivan Kaufmann, kaupsýslumaður frá Liechtenstein, hefur stefnt utanríkisráðherra fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að ákvörðun ráðuneytisins, um að meina honum að taka sæti í stjórn Vélfags í byrjun mánaðarins, verði felld úr gildi. Hann segir ráðuneytið hafa meðhöndlað sig eins og svikahrapp. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er lagt til að ef íbúar sveitarfélags eru færri en 250, þann fyrsta janúar ár hvert, skuli ráðherra eiga frumkvæði að því að sameina það aðliggjandi sveitarfélagi. Fyrsta haustlægð ársins er í þann mund að skella á. Hún er óvenju seint á ferðinni, og í allra blautasta lagi. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun um mestallt land vegna sunnan og suðaustan hvassviðris. Spár gera ráð fyrir allt að 25 millimetra úrkomu á klukkustund til fjalla og á jöklum þar sem mest rignir, og tíu millimetra á klukkustund á láglendi.

    Lykkjuhneykslið á Grænlandi, samgöngur á Vestfjörðum og menningarstríð Bandaríkjanna og Evrópu

    Play Episode Listen Later Sep 24, 2025 20:00


    Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Jens-Frederik Nielsen formaður grænlensku heimastjórnarinnar báðust formlega afsökunar á lykkjuhneykslinu í dag við athöfn í Katuq menningarhúsinu í Nuuk. Fjöldi kvenna var við athöfnina og sumar stóðu í sorgarklæðum því reiðin og sársaukinn hverfur ekki. Anna Kristín Jónsdóttir fylgdist með fundinum og ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing. Göng undir Klettsháls gætu verið besti jarðgangakosturinn á Vestfjörðum ef marka má greiningarvinnu fyrir nýtt svæðisskipulag í landshlutanum, og mikilvægasta vegabótin væri á veginum frá Bíldudal inn Arnarfjörð. Þegar rýnt er nánar í gögnin kemur þó fljótt í ljós að enn skortir undirbúningsvinnu og rannsóknir til að hægt sé að taka afgerandi ákvarðanir. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um málið og ræðir við Gerði Björk Sveinsdóttur, sveitarstjóra í Vesturbyggð. Það geisar menningarstríð milli Bandaríkjanna og Evrópu og það ristir dýpra en átök um viðskiptakjör og öryggismál. Þetta er meginniðurstaða nýrrar skýrslu sem kynnt var í Brussel í gær. Björn Malmquixt rýndi í skýrsluna fyrir Spegilinn. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður:: Kormákur Marðarson.

    Viðkvæmir flugvellir og næðir um Starmer

    Play Episode Listen Later Sep 23, 2025 20:00


    Þótt enn sé langt eftir af kjörtímabilinu á breska þinginu er tekið að næða um Keir Starmer, leiðtoga Verkmannaflokksins og forsætisráðherra. Fimm ráðherrar í ríkisstjórn hans hafa sagt af sér eftir hneykslismál og á meðan eykst fylgið við Reform-flokk Nigel Farage - við kynnum okkur stöðuna í breskum stjórnmálum á eftir. En fyrst eru það flygildin yfir Kastrup-flugvelli. Óvíst er hverjir flugu drónum við Kastrup og Gardemoen þótt spjótin beinist að Rússum. Þingmaður og fyrrverandi flugumferðarstjóri segir flugvelli fyrir viðkvæma fyrir truflunum af þessu tagi og flugsamgöngur almennt.

    Samingar við lækna ólögmætir og netþrjótar herja á flugsamgöngur

    Play Episode Listen Later Sep 22, 2025 20:00


    Bæjarstjórinn á Akureyri segist hafa áhyggjur af breyttri heilbrigðisþjónustu eftir að verktakasamningum við sérgreinalækna á sjúkrahúsinu þar í bæ var sagt upp. Heilbrigðisráðuneytið bað forstjóra heilbrigðisstofnana að fækka samningum sem gætu falið í sér gerviverktöku. Netárás um helgina, sem setti starfsemi flugvalla í Evrópu úr skorðum, var áminning um hversu mikilvægar netvarnir eru; og það er líklegt að fólk þurfi að vera undir það búið að netárásum á mikilvæga innviði fjölgi.

    Dýrara að verða íslenskur ríkisborgararéttur og 19. refsipakki ESB

    Play Episode Listen Later Sep 19, 2025 20:00


    Nítjándi refsipakki Evrópusambandsins gegn Rússum var kynntur í dag, sambandið ætlar að skrúfa fyrir allt rússneskt gas og herða aðgerðir gegn skuggaflotanum. Og Deilur um mögulegar virkjanir í skagfirskum jökulám hafa blossað upp að nýju Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir bið þeirra sem hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt óásættanlega. Vísbendingar eru um að það lága verð sem fólk greiðir fyrir slíka umsókn hafi skapað rangan hvata og óeðlilegt álag á Útlendingastofnun. Rúmlega tvö þúsund umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun.

    Claim Spegillinn

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel