Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umræðan um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var stöðvuð í morgun af forseta Alþingis. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1989 sem þetta er gert og þung orð voru látin falla á Alþingi í framhaldinu. Forsætisráðherra vonaði fram á síðustu stundu að það næðist samkomulag um afgreiðslu málsins en þegar á hólminn hafi verið komið hafi verið nauðsynlegt að sýna að lýðræðið væri að virka
Skömmu fyrir miðnætti í gær sleit Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og fimmti varaforseti Alþingis, þingfundi, án samráðs við forseta Alþingis. Þetta varð til þess að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sérstakt ávarp við upphaf þingfundar í morgun, þar sem hún sagði nýja og fordæmalausa stöðu komna upp í íslenskum stjórnmálum, þar sem stjórnarandstaðan neitaði í raun að viðurkenna úrslit þingkosninga með því að halda þinginu í gíslingu með lengra málþófi en dæmi séu um í sögunni. Hún lauk svo máli sínu á yfirlýsingu um að hún og ríkisstjórnin hygðust verja Lýðveldið Ísland, stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. Stór og þung orð, og umræðan í kjölfarið einkenndist líka af stórum orðum og þungum, þar sem stjórnarliðar hafa gengið svo langt að saka Hildi um atlögu að lýðræðinu og jafnvel líkt þessu við valdaránstilraun, en stjórnarandstæðingar saka stjórnina um yfirgang og skort á samráðs- og samningsvilja. Svona hélt þetta áfram þar til fundi var frestað klukkan fimm, vegna fundar flokksformanna. Ævar Örn Jósepsson ræddi þá stöðu sem uppi er við þau EIrík Bergmann Einarsson prófessor í stjórnmálafræði og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, sem var þingfréttamaður RÚV um margra ára skeið. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
Þegar Kvikmyndaskóli Íslands var að verða gjaldþrota á vormánuðum vaknaði spurning hjá embættismanni í menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að gera við nemendurna? Væri endilega gott að þeir héldu áfram námi sínu undir merkjum Kvikmyndaskóla Íslands? Hvers konar prófgráðu væru þeir að útskrifast með? Hvers virði væri hún og hvað stæði á námskírteininu? Freyr Gígja Gunnarsson kannaði málið. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
„Það heitir Alligator Alcatraz, sem er afar viðeigandi, því ég kíkti á umhverfið og þetta er ekki staður sem mig langar að fara í útilegu á á næstunni,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í skoðunarferð um nýjustu fangabúðir Bandarískra yfirvalda fyrir óskráða innflytjendur. Þær eru í sólarríkinu Flórída, á eyju í Everglades, fenjasvæðinu mikla syðst á Flórídaskaganum. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar um að gögnum sé haldið frá Íslandi þótt hér sé ekki starfandi nein leyniþjónusta. Og hún sjái ekki í fljótu bragði ástæðu til að setja á fót slíka stofnun.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglustjórans á Suðurnesjum sendi á síðasta ári dómsmálaráðuneytinu nokkur minnisblöð þar sem bent var á gloppur í kerfinu og varað við því að skipulagðir brotahópar hér á landi misnotuðu kerfi landsins, sérstaklega þau kerfi sem fengust við málefni útlendinga. Spegillinn fékk þessi minnisblöð afhent nýverið og Freyr Gígja Gunnarsson ræddi innihald þeirra við Öldu Hrönn. Hún segir erlenda brotahópa nýta sér gloppurnar með ýmsum hætti, enda virðist sumir þessara hópa jafnvel þekkja íslenkt lagaumhverfi betur en þeir sem hér búa. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu um stöðu Landspítalans þar sem dreginn er upp kunnugleg en um leið alvarleg mynd af stöðunni á stærstu heilbrigðisstofnun landsins; Landspítalanum. Í skýrslunni eru heilbrigðisyfirvöld sökuð um úrræðaleysi þegar kemur að mönnunarvanda spítalans sem er áfram í þeim vanda að of margir sjúklingar hans væru betur settir á hjúkrunarheimili - í þeim efnum er skuldinni skellt á stjórnvöld þar sem áform þeirra um uppbyggingu hjúkrunarrýma hafa engan vegin gengið eftir.
Fólk á ekki að þurfa leggja líf sitt að veði til að sækja sér neyðaraðstoð, en þannig er staðan á Gaza. 170 hjálparsamtök fordæma hvernig hjálpargögnum er dreift og krefjast þess að GHF hætti þar störfum. Það vantar sárlega fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu og ekki síst vantar sjúkraliða á Landspítalann. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á spítalnum, mönnun og flæði sjúklinga kemur fram að 50 stöðugildi hjúkrunarfræðinga, 30 stöðugildi lækna, 14 stöðugildi ljósmæðra og um 380 stöðugildi sjúkraliða voru ómönnuð í fyrra. Því miður ekki óvænt tíðindi segir Sandra Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra við öryggisgæslu í tengslum við erlend fyrirmenni sem hingað koma nemur 315 milljónum króna frá árinu 2023. Kröfurnar eru sífellt að verða meiri sem meðal annars má rekja til aukinnar óvissu í heimsmálum. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra.
Suðurhluti Evrópu er að skrælna í hitabylgju og hitamet hafa fallið á Spáni og í Portúgal. Um fimmtíu þúsund manns hafa flúið að heiman undan eldum í Izmir héraði í Tyrklandi. Í El Granado, nærri landamærum Spánar og Portúgals, fór hitinn í 46 stig á laugardaginn og hefur aldrei mælst hærri í júní og enn heitara varð í Mora í Portúgal. Hálendisvakt Landsbjargar hófst í gær þegar Björgunarfélag Árborgar hélt á fyrstu vakt sumarsins inn í Landmannalaugar. Margar hálendisleiðir eru enn lokaðar en vegirnir opnast einn af öðrum. Fjallaskálar eru komnir í fullan rekstur og ferðamenn mættir þar sem fært er orðið.
Steingrímur J. Sigfússon sat um áratugaskeið á þingi fyrir Alþýðubandalagið og svo VG. ; ósjaldan ræðukóngur og var forseti Alþingis á árunum 2016 til 21. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brestur á með löngum umræður undir þinglok og hnikar þeim til. Steingrímur telur að vandann megi rekja til breytinga sem gerðar voru 2007. Vatnsskorturinn á Gaza er kominn á lífshættulegt stig, þar sem einungis 40 prósent drykkjarvatnspósta virka og stór hluti vatnsveitunnar að hruni kominn vegna skorts á eldsneyti. 93 prósent allra heimila bjuggu við vatns-óöryggi um miðjan júní, sem ógnar heilbrigði almennings. Þetta er meðal þess sem má lesa úr vikulegu stöðumati Sameinuðu þjoðanna.
Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, skuldbinda sig til að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnar- og öryggismála á ári hverju frá og með 2035 eða fyrr. Yfirlýsing þessa efnis var samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins í den Haag í Hollandi 25. júní. Leiðtogar NATO-landanna fagna þessu, aðrir eru gagnrýnni - en allir virðast sammála um að fundurinn og niðurstaða hans marki tímamót. Ævar Örn Jósepsson segir frá. Miklu fleiri konur er karlar hafa lokið háskólamenntun hér og sér ekki fyrir endann á þeim kynjahalla en sambærilegan halla er að finna um allan heim. Hann hefur orðið til á löngum tíma og minnkar ekki fyrr en sókn kvenna í háskólanám mettast segir Jón Torfi Jónasson fyrrverandi prófessor í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur. Áætlað er að á bilinu 150 til 200 þúsund lömb með mótstöðu gegn riðuveiki hafi fæðst á nýliðnum sauðburði og hafa þau aldrei verið fleiri frá því aðgerðir gegn riðu hófust. Þá má ætla að um tíu prósent af íslenska fjárstofninum sé kominn með verndandi eða mögulega verndandi gen gegn riðu. Landsáætlun um útrýmingu riðiveiki gerir ráð fyrir að Ísland verði orðið riðulaust eftir tuttugu ár. Ágúst Ólasson ræðir fið Eyþór Einarsson hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
Leiðtogafundur Nato í Haag hefst með formlegum hætti á morgun en í kvöld snæða leiðtogarnir saman kvöldverð. Björn Malmquist er í Haag og hefur fylgst með því sem þar hefur gerst og ræddi líka við forsætisráðherra. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápsmálinu á Edition - hótelinu fyrir tíu dögum er flókin og mörgum mikilvægum spurningum er enn ósvarað. Maðurinn sem var myrtur ásamt dóttur sinni glímdi við alvarlega nýrnabilun og var illa farinn sökum veikinda sinna. Umdeilt þynningarsvæði mengunar umhverfis álverið og málmblendiverksmiðjuna á Grundartanga í Hvalfirði heyrir brátt sögunni til. Það er þó allsendis óvíst hvort kvaðir á jörðum kringum verksmiðjurnar sem banna búsetu, skepnuhald og matvælaframleiðslu falli niður.
Utanríkisráðherra segir fara verði að alþjóðalögum og hugnast ekki að fyrirferðarmeiri ríki gangi ekki af virðingu og varlega um þau. Sjálf hefði hún kosið aðra leið en að ráðast á Íran þótt ekki megi gleyma hver rótin sé. Íran er sagt eiga 400 kíló af 60% auðguðu úrani og hve mikil hætta stafar af því þegar kjarnorkustöðvar eru skotmark loftárása. Ekki hafa komið fram merki um aukna geislun eftir árásirnar en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin krefst þess að vopnaviðskiptum linni svo eftirlitsmenn geti gert grein fyrir hvar úranið Þrjú sveitarfélög á norðausturhorninu vilja ræða við forsætisráðherra um hækkun veiðigjalds því margt sé óljóst um áhrifin.
Leiðtogar ríkja í Atlantshafsbandalaginu koma saman á fundi í Haag í Hollandi í næstu viku. Við blasa erfið verkefni; stríðið í Úkraínu hefur geisað í þrjú ár og ógnin frá Rússlandi er mikil. Innan bandalagsins hefur verið tekist á um framlög ríkja til varnarmála og Donald Trump forseti Bandaríkjanna verið óspar á gagnrýni á önnur aðildarríki sem verði að leggja meira til öryggis- og varnarmála. Sóknaráætlun landshluta er eitthvað sem við heyrum oft í fréttum en færri vita sennilega hvað er. Sama er með orðið uppbyggingarsjóður sem styður við verkefni sem falla að sóknaráætlun. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE. Hún er ein af átta framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga sem sýsla reglulega með málefni í sóknaráætlun. Móðir fimm ára stúlku sem steyptist út í útbrotum á andliti og endaði upp á barnaspítala eftir að hafa gengið með spöng frá Temu í nokkrar klukkustundir segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hættunni sem geti fylgt vörunum. Vottanir séu til af ástæðu og afleiðingar geti verið alvarlegar. Umhverfisstofnun hefur marg oft varað við vörum frá kínverskum netsölutorgum en það virðist hafa lítl áhrif á Íslenska neytendur. Dæmi eru um að vörunar innihaldi hundrað sinnum hærra magn af eiturefnum en löglegt er.
Það stefnir í tvennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga í ár. Sú fyrri er ákveðin í Skorradalshreppi og Borgarbyggð og þá er stefnt að kosningum um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Offituaðgerðum hefur snarfækkað á síðustu árum með tilkomu þyngdarstjórnunarlyfja. 2021 voru 1.000 slíkar aðgerðir gerðar en í ár stefnir í að þær verið 150 til 200. Írönsk kona sem búsett er á Íslandi segir Írana þrá frið, mikilvægt sé að gerður sé greinarmunur á fólkinu í landinu og klerkastjórninni sem aðeins brot landsmanna styðji. Stóra spurningin hefur verið hvort Bandaríkin blandi sér í átökin með beinum hætti.
Önnur umræða um veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra hófst á Alþingi klukkan þrjú í dag. Þetta er langstærsta málið sem eftir er á þessu þingi og framhald þingstarfa ræðst að miklu leyti af því hvort formenn nái samkomulagi um hvernig það verður afgreitt. Þingflokksformaður Flokks fólksins býst allt eins við að önnur umræða standi í heila viku. Evrópusambandið stefnir að því að skrúfa alveg fyrir gas og olíu sem flutt er frá Rússlandi til aðildarríkja sambandsins - og það stendur ekki til að byrja aftur þótt samið verði um frið í Úkraínu. Tillögur um þetta verða lagðar fram á næstunni - en þrjú ríki innan Evrópusambandsins hafa þegar lýst yfir andstöðu við þessi áform. Fimmtán þúsund eldri borgarar eru með tekjur undir lágmarkstaxta Starfsgreinasambandsins - og nýkjörinn formaður Landssambands eldri borgara segir að það verði að leiðrétta. Þá sé lífeyrir aldraðra langt fyrir neðan lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það hljóti samt að fara að birta til, því trúlega hafi flestöll baráttumál aldraðra verið tekin inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Rannsókn lögreglu á fjölskylduharmleik á fimm stjörnu lúxushóteli við Austurbakka í Reykjavík teygir sig bæði til Frakklands og Írlands. Henni miðar vel en er á byrjunarstigi. Ekki er útilokað að frönsk yfirvöld sendi hingað lögreglumenn til að fylgjast með rannsókn málsins. Flokkshollusta virðist ekki lengur hafa áhrif á val kjósenda eins og hún gerði, um helmingur kjósenda kaus ekki sama flokk í fyrra og hann gerði í alþingiskosningum 2021. Dettifoss komst nýlega í fréttirnar þegar skriða féll þar og frekara jarðrask uppgötvaðist í kjölfarið. Til að gæta öryggis ferðamanna var leiðum við fossinn lokað tímabundið. Þess utan eru þarna næg verkefni en þrjú til fjögur þúsund gestir skoða Dettifoss á dag.
Í vikunni hefur gustað um flugfélagið Play, forstjórinn ásamt öðrum vill yfirtaka það, skrá það af markaði og skila inn íslensku flugrekstrarleyfi, svo fátt eitt sé nefnt. Efasemdir hafa heyrst um áform yfirtökuhópsins og starfsmennirnir eru uggandi. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefur trú á verkefninu en viðurkennir að eins og staðan sé í dag sé ljóst að hluthafar í Play, meðal annars lífeyrissjóðir og hann sjálfur, tapi peningum gangi yfirtakan eftir. Sögufrægt hótel í miðborg Stokkhólms er fullbókað þessa dagana 12. til 15. júní. Í vikunni vöktu auknar öryggisráðstafanir í kringum Grand Hotel athygli, lögreglubílar og sprengjuleitarhundar voru á ferli en Stokkhólmslögreglan vildi lítið segja annað en að á hótelinu væri einkafundur, allt hótelið bókað vegna hans en ekkert frekara látið uppi. SVT sænska ríkissjónvarpið hafði eftir talsmanni lögreglunnar að von væri á gestum sem hefðu með sér lífverði og eitthvað yrði um lokanir í kringum hótelið. Af þessari blokkbókun hafði frést á vordögum - og svo varð ljóst að Bilderberg-fundur ársins yrði í Stokkhólmi téða daga og birtur listi yfir þátttakendur og umræðuefni á fundinum.
Vörumerkið Stöð 2 heyrir sögunni til, því hefur verið skipt út fyrir Sýn sem verður yfir og allt um kring í rekstri félagsins. Djörf ákvörðun - voru fyrstu viðbrögð hjá doktor í vörumerkjastjórnun. Helmingur allra lóa í heiminum og um þriðjungur spóa verpir á Íslandi og þeim hefur fækkað síðustu ár. Ísland ber ábyrgð á því að vernda þessa stofna og uppbygging þrengir að varplöndum þeirra segir fuglafræðingur. Það herðist á skrúfunnni og tóninum í umræðum hjá þingmönnum á síðustu metrunum, hvað um lýðræðið spyrja þeir.
Eldhúsdagsumræður eru á Alþingi í kvöld og marka alla jafna þinglok - en þau eru ekki í augsýn Fjöldi mála er enní nefnd eftir fyrstu umræðu. Þórarinn Ingi Pétursson, Framsóknarflokki og Lilja Rafney Magnúsdóttir Flokki fólksins eru þó bæði á því að samkomulag náist um þingstörfin það geri það alltaf. Þeim sýnist þó sitt hvoru um eitt stærsta mál þingsins, veiðigjaldið. Víðtækar refsiaðgerðir gegn Rússum, sem vestræn ríki og Evrópusambandið hafa staðið fyrir undanfarin ár, virðast ekki hafa haft þau áhrif sem til var ætlast; það er að setja þrýsting á stjórnvöld í Kreml til að hætta hernaðinum í Úkraínu eða hnika þeim nær samningaborðinu. Nýjasti pakki refsiaðgerða Evrópusambandsins, meðal annars gegn skuggaflotanum svokallaða, var kynntur í gær. Það er hins vegar ekki ljóst hvort stjórnvöld í Bandaríkjunum eða öll ESB-ríkin ætla að spila með eins og þau hafa gert til þessa.
Í minnisblaði setts lögreglustjóra á Suðurnesjum um stöðuna á landamærunum og baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi er dregin upp býsna skýr mynd af stöðunni; það vantar menntaða lögreglumenn þar sem embættið hefur að sumu leyti lent undir í samkeppninni við önnur lögregluembætti; Við fjöllum líka um þá ákvörðun Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sem sendi þjóðvarðalið og landgönguliða til að kveða niður mótmæli í Los Angels, ákvörðun sem á sér fá fordæmi
Það er vandséð hvernig á að ljúka þingstörfum og nánast hægt að fullyrða að þinglok verða ekki á föstudag í næstu viku; það er ekki búið að afgreiða stærsta málið á yfirstandandi þingi úr nefnd; veiðigjaldið og í dag var sett á dagskrá bókun 35 við litla hrifningu sumra þingmanna stjórnarandstöðunnar. Þegar menn voru að setja sig í stellingar bárust svo tíðindi af nýrri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem olli nokkru uppnámi. Þau Arna Lára Jónsdóttur, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar og Bergþór Ólason, formaður þingflokks Miðflokksins, fóru yfir stöðuna.
Gaza er verra en helvíti á jörðu - segir forseti alþjóðaráðs Rauða krossins og það sem þar gerist er í trássi við öll viðmið alþjóðalaga, mannúðar og siðferðis. Það þarf mikið til að Rauði krossinn taki svo djúpt í árinni segir framkvæmdastjóri RKÍ og það sýnir hve brýnt er að brugðist verði við. Milljónir stríðshrjáðra íbúa sveltur á Gaza. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu framgang formanns allsherjar- og menntamálanefndar vegna kólumbísks drengs sem vísa átti úr landi. Lögmaður fjölmargra sem sótt hafa um vernd hér segir að mögulega megi breyta ferlinu þegar Alþingi veitir einstaklingum ríkisborgararétt en sú leið sé nauðsynlegur öryggisventill. Með innleiðingu á einu öflugasta gervigreindartóli nútímans ætlar Háskólinn á Akureyri að skipa sér þar í fremstu röð. Verkefnastjóri gervigreindar við skólann segir að nemendur eigi að þjálfast í notkun gervigreindar með ábyrgum hætti og gagnrýninni hugsun.
Forstjóri Útlendingastofnunar taldi sig þurfa skýr svör frá formanni allsherjar- og menntamálanefndar um hvort Alþingi ætlaði sér að veita sautján ára kólumbískum dreng íslenskan ríkisborgararétt. Til að gæta jafnræðis yrði annars að fresta brottflutningi átján annarra umsækjenda sem hafa sótt um ríkisborgararétt en á að flytja úr landi. Formaður nefndarinnar var í samskiptum við ríkislögreglustjóra um málið sem áframsendi tölvupóst frá honum til forstjóra Útlendingastofnunar Íbúar á Norður- og Austurlandi vöknuðu við hvíta jörð í morgun og norðan vonskuveður hefur gengið yfir landið í dag. Snjómokstursverktakar Vegagerðarinnar voru kallaðir út því moka þurfti snjó af mörgum fjallvegum. Einn bíll var ennþá tilbúinn í snjómokstur hjá Nesbræðrum á Akureyri og Gunnar Helgi Gunnarsson framkvæmdastjóri ætlar að hafa bílinn til taks allvega út vikuna til öryggis. Sum flugfélög telja að sér hafi ekki verið heimilt að skila farþegaupplýsingum til yfirvalda þó að lunginn geri það. Með breytingum á lögum sem hafa verið lagðar til eru líkur á að fullar heimtur fáist að mati lögreglu. Farþegaupplýsingar er safnað til að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi þær til dæmis keyrðar saman við gagnagrunna um skráða brotamenn hjá Interpol.
Norðanóveður er í spánni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Austurlandi, Austfjörðum og Suðuarusturlandi og gildir langt fram á morgundaginn. Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur tekur undir að þetta sé ekki einsdæmi snemmsumars en mjög óvenjulegt á þessum tíma. Hret á þessum árstíma getur bitnað illa á bændum, þeir þurfa að vera fljótir að stökkva til og koma kindum og nýfæddum lömbum í skjól og huga að gróðri sem kominn er mun lengra kominn en oftast áður. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hvetur bændur til að vera á tánum en vonar hretið núna verði ekki eins slæmt og fyrir ári. Á laugardag var haldinn fundur á Austurvelli á vegum hóps sem nefnist Ísland þvert á flokka á Facebook. Fundarmenn kröfðust aðgerða í útlendingamálum - og fundurinn hefur verið kallaður rasistasamkoma af sumum á samfélagsmiðlum. Nokkur af þeim atriðum sem fólkið á Austurvelli krafðist að yrði breytt eru þegar til skoðunar hjá stjórnvöldum. Einar Jóhannes Guðnason, varaformaður Freyfaxa sem er ungliðahreyfing Miðflokksins og var á fundinum er ekki sáttur við að vera stimplaður rasisti. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, beinir gagnrýni sinni að þeim sem töluðu á fundinum.
Síðustu dagarnir á Alþingi eru oftar en ekki spretthlaup þar sem mörg mál eru afgreidd á skömmum tíma. Í sumar gæti þetta orðið langhlaup eða jafnvel utanvegahlaup því vísir að einhvers konar samkomulagi um þinglok virðist ekki innan seilingar.
Aukinn varnarbúnaður á norðurslóðum var meðal þess sem Kristrún Frostadóttir, forsætirráðherra og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Nato, ræddu á blaðamannafundi sínum í dag. Í Háskólanum á Akureyri var einnig fjallað um norðurslóðir í dag og þau miklu áhrif sem breytt heimsmynd hefur haft innan Norðurskautsráðsins meðal annars. Þá er spurt hvort ríkisstjórnin eigi að stöðva málþóf sem komið er fram úr hófi. Því vopni hefur ekki verið beitt í sextíu og sex ár.
Síðustu daga hafa væringar á vinstri vængnum verið áberandi í fréttum. Miklar sviptingar urðu hjá Sósíalistaflokknum um helgina og jafna má til hallarbyltingar. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfiðara að vera í litlum en stórum stjórnmálaflokki. Forsætisráðherra hittir á morgun framkvæmdastjóra Nato. Fundurinn er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins og þar verður líklega rætt um kröfu Bandaríkjaforseta um að aðildarríki auki útgjöld sín til varnarmála. Sviðsstjóri hjá Landi og Skógi segir mikilvægt að sátt náist um nýtingu á einstökum trjátegundum. Vinna við fimm ára aðgerðaáætlun eftir sameiningu Skógræktar og Landgræðslu er langt komin.
Íslenska ríkið greiddi tæpar 10 milljónir króna í skaðabætur vegna símhlustana sérstaks saksóknara í hrunmálum og fjórar milljónir í lögmannskostnað. Þetta kemur fram í tölum frá ríkislögmanni. Tuttugu og átta kröfðust bóta. Í tuttugu og fjórum tilvikum var samið um bætur. Þrjú mál fóru fyrir dóm, þar sem tveimur lauk með dómsátt og einu með dómi. Einni kröfu var hafnað. Fyrirhuguð hækkun veiðigjalds verður hlutfallslega mest hjá smæstu fiskiskipunum, eða þeim sem veiða innan við 350 tonn á ári. Þetta sýna útreikningar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Í flestum tilfellum eru þetta viðkvæmar rekstrareiningar sem oft eru undirstaða atvinnu í litlum sjávarbyggðum. Og það var tekist á um það hvort það væri stjórnarandstöðunni eða ríkisstjórninni sjálfri að kenna hvort tvö frumvörp dómsmálaráðherra um landamæri og framsal sakamanna væru rædd á þingi eða ekki.
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði í vikunni eftir hertari aðgerðum gegn Nikótínpúðum. Hlutfall ungmenna sem nota slíka níkótínpúða er hvergi hærra á Norðurlöndum en á Íslandi - Á stóru blaði sem hangir á veggnum á skrifstofunni hjá stækkunarstjóra Evrópusambandsins í í Brussel, eru nöfn níu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB og yfirlit yfir hvernig viðræðurnar ganga - Ísland er á listanum - með rauðu merki - enda er aðildarumsóknin í frosti eins og fram hefur komið. Nýleg skýrsla Europol varpar ljósi á hvernig skipulögð brotastarfsemi hefur þróast á undanförnum árum, meðal annars með nýrri tækni eins og gervigreind - þótt afbrot eins og fíkniefnasmygl, vopnasala og mansal séu áfram fyrirferðarmikil. Þetta er alþjóðleg starfsemi í eðli sínu og Ísland er þar ekki undanskilið; íslenskir og erlendir brotamenn starfa saman; flytja hingað fíkniefni og þvætta ágóðann af ólögmætri starfsemi, meðal annars með skipulögðum útflutningi á reiðufé og kaupum á rafmynt.
Staðan á Gaza og aðgerðir Evrópusambandsins var umræðuefni á ráðherrafundi EES ríkjanna í Brussel í dag, þar sem Kaja Kallas utanríkismálastjóri ESB var meðal þátttakenda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók þátt í þessum fundi; hún segir það ánægjulegt að aðildarríki ESB séu að ná samstöðu um harðari aðgerðir gagnvart Ísrael. Viljayfirlýsing um nánara samstarf á sviði utanríkis og öryggismála var einnig staðfest á þessum fundi. Björn Malmquist fréttamaður ræddi við Þorgerði Katrínu í Brussel í dag. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í dag um 0,25 prósentustig, úr 7,75 prósent í 7,5. Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri segir að verðbólgan þurfi að hjaðna í sumar til að hægt verði að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. Horfur í efnahagsmálum séu góðar en óvissa á alþjóðamörkuðum út af tollastríði gæti sett strik í reikninginn. Menningarferðaþjónusta er nú í fyrsta sinn formlega skilgreind sem hluti af ferðamálastefnu stjórnvalda enda er menning talin afar mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og ferðamenn sem hingað koma njóta íslenskrar menningar með ýmsum hætti um allt land.
Innviðaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Stöðvarskylda verður innleidd á ný og bílstjórum gert að skrá allar ferðir sínar rafrænt. Ráðherra segir að traust almennings til leigubílstjóra hafi algjörlega hrunið og við því verði að bregðast. Nauðsynlegt sé að tryggja betur öryggi farþega. Bandaríkjaforseti heldur áfram þeirri stefnu að draga Bandaríkin út úr alþjóðastofnunum, samningum og sáttmálum. Hvað tekur við? Við ræddum um stöðuna í heimsmálunum við prófessor í stjórnmálafræði. Stafafura er ágeng tegund sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi landsins ef marka má niðurstöður úr nýlegri rannsókn á áhrifum tegundarinnar. Útbreiðslan tífaldaðist á rúmum áratug á því landsvæði sem rannsakað var. Sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun telur að frekari ræktun stafafuru krefjist aukinnar þekkingar og tafalausra viðbragða við útbreiðslu.
Verð á matvælum hefur hækkað í hverjum einasta mánuði frá áramótum samkvæmt verðlagseftirlit ASÍ. Nautakjöt hefur hækkað mest og í einstaka tilfellum um allt að 20 prósent á ársgrundvelli. Það eru að verða níu ár síðan meirihluti breskra kjósenda samþykkti útgöngu úr Evrópusambandinu - og rúm fimm ár síðan útgangan tók formlega gildi - en á leiðtogafundi sem haldinn var í Lundúnum í morgun var hins vegar samþykkt að taka ákveðin skref til baka - til hagsbóta fyrir breskan almenning segir Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. Innan stjórnarandstöðunnar er hins vegar talað um uppgjöf fyrir Evrópusambandinu. Sólarorkuverum fjölgar hratt á Íslandi og segja má að sólarorkubylting sé að hefjast. Orkuverð hækkar og búnaður hefur batnað. Plötur sem fanga orkuna þurfa ekki glampandi sól og rafhlöður geta geymt orkuna til næturinnar. Fyrirtækið Alor setur þessa dagana upp sólarorkuver á nokkrum stöðum á landinu.
Hækkun veiðigjalds getur haft afdrifarík áhrif á einstaka byggðakjarna og breytingin gæti náð langt út fyrir útgerðina, snert samfélög í heild og umhverfi þeirra. Þetta kemur fram í drögum að umsögn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem þau kynntu fyrir þingmönnum á fundi í morgun. 141 fyrirtæki verður fyrir verulegum áhrifum af hækkun veiðigjaldsins, tuttugu og sex þeirra eru á Vestfjörðum. Húsnæðis og mannvirkjastofnun kynnti á mánudag tillögur að breytingum á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Þar er meðal annars lagt til að tekin verði upp sérstökt byggingagallatrygging, til að auka vernd neytenda. Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í gallamálum, segir ekkert tryggingafélag reiðubúið að veita slíka tryggingu fyrr en fúskurum hefur verið ýtt af byggingamarkaði. Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins taldi nauðsynlegt að dómsmálaráðherra tæki ákvörðun um hvort rétt væri að auglýsa embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar í ljósi þeirra miklu breytinga sem gera ætti á embættinu. Úlfar Lúðvíksson sem þótti ákvörðun ráðherrans vera kaldar kveðjur til sín verður á launum í heilt ár.
Brim, Samherji, Síldarvinnslan, Ísfélagið og Fisk-Seafood greiddu meira en þriðjung af heildarupphæð veiðigjalds á síðasta ári, eða 3,7 milljarða. Eignir þessara félaga hlaupa á hundruðum milljarða króna. Ekkert varð af fundi forseta Úkraínu, Rússlands og Bandaríkjanna í Tyrklandi til að ræða um hvernig mætti binda enda á stríðið í Úkraínu en sendinefndir Rússa og Úkraínumanna ræðast við í Istanbúl í kvöld eða á morgun - og það verður í fyrsta sinn þrjú ár sem þær eiga í beinum viðræðum. Ekki ríkir þó mikil bjartsýni um vopnahlé.
Ekki er mikill ágreiningur um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á þingi en menn eru ekki alveg á einu máli um tímasetningu og hvað sé ásættanlegt verð. Verð á laxveiðileyfum vekur á stundum furðu og hneykslan en eftirspurnin er mikil og auðlindin takmörkuð segja þeir sem selja. Fyrir fjórum árum færðust hrygningarstöðvar norsk-íslenska síldarstofnsins skyndilega 800 kílómetra norður með ströndum Noregs. Rannsókn norrænna vísindamanna sýnir að ofveiði á elstu síldinni úr stofninum er ástæðan. Þar með vantaði eldri síld til að sýna ungviðinu hvar ætti að hrygna.
Indverskir tölvuhakkarar herjuðu á lögmannsstofu sem sá meðal annars um hópmálsókn gegn Björgólfi Thor. Stór kúnni þessarar lögmannsstofu var það líka og það hvaða einstaklinga helst var herjað á í þeim innbrotstilraunum, varð blaðamönnum Reuters tilefni til að vangaveltna um hvort einhver Íslendingur, þriðji íslenski aðilinn, tengdist málinu; hvort hann hefði ráðið málaliðana indversku til starfa. Orkunotkun í dreifbýli á Íslandi er alltaf dýrust sama hvort kveikja þurfi ljós, hita hús eða drífa áfram bíla. Á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri var fjallað um hvernig stuðla megi að orkuskiptum í dreifðum byggðum - því talið sé afar mikilvægt að hraða sem mest slíkum orkuskiptum til að lækka kostnað og draga úr mengun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær nokkur símtöl í viku frá fólki sem hefur orðið fyrir kynlífskúgun eða „sextortion“. Nígerískur glæpahópur sem hefur sérhæft sig í brotum af þessum tagi stærir sig af þeim á Tiktok.
Fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag liggur mál um skyldur Ísraels samkvæmt alþjóðalögum til að tryggja íbúum á hernumdum svæðum í Palestínu nauðþurftir, skyldur sem Ísland líkt og meginþorri ríkja sem sendu inn skriflega greinargerð til dómstólsins telja að Ísrael sé brotlegt við. Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir á árunum fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð af embætti héraðssaksóknara; Karl fyrir skilasvik en sonurinn og sambýliskonan fyrir peningaþvætti. Málið tengist gjaldþroti Karls sem er sagður hafa reynt að koma undan dýrmætum eignum. Landsnet ætlar í framkvæmdir fyrir 120 milljarða króna á næstu þremur árum. Höfuðáherslan er lögð á að klára byggðalínuna - hringtengingu rafmagns um landið. Miklar tafir hafa orðið við undirbúning fyrir nýjar háspennulínur sem þar gegna lykilhlutverki.