Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir
Jón segir frá Sálminum um blómið eftir Þórberg og viðurkennir með bros á vör að hafa haft Þórberg á bakinu í mörg ár. Hann ætlar að standa á Söguloftina og túlka Sálminn í söguformi,, en Jón lék Þórberg í rómaðri uppsetningu Kjartans Ragnarssonar á Ofvitanum hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1980 , en sú sýning var í þrjú ár.
Hera og Ólafur Darri settust niður og sögðu frá lífi sínu, verkefnum framundan og nýju þáttaröðinni Reykjavík Fusion þar sem þau leika aðalhlutverkin.
Hrefna segir frá hinsegin ungmennum og tíu ára sögu hinsegin félagsmiðstöðvarinnar sem byrjaði sem 6 vikna tilraunaverkefni og síðan eru líðin tíu ár.
Þórey segir frá verðlaunaverkinu Ífigeníu í Ásbrú en hún hlaut tilnefningu til Grímununnar sem leikkona ársins í aðalhlutverki.
Jón var vinsæll þáttastjórnandi á níunda áratugnum, en fór og lærði kvikmyndagerð. Kvkmyndin hans Anorgasmía er sýnd á Riff hátíðinni.
Catherine hefur komið 79 sinnum til Íslands, lærði íslensku og hefur bæði ferðast með fjölskyldu sinni og einnig með hópa frá Frakklandi.
Kristinn Óli eð Króli er tilbúin í þessar 100 sýningar sem framundan eru á leikritinu Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu, en þar fer hann með hlutverk lögreglumanns sem Lína leikur grátt. Fyrir utan að standa á sviði, þá á hann von á barni í desember.
Stefán Pétur býr á Húsavík og segir frá Hraði-miðstöð nýsköpunar, hönnunarþing þar sem lögð verður áhersla á mat, nýsköpun og hönnun.
Kærustuparið Rögnvaldur og Helga Kristín fóru í hjónabandsráðgjöf áður en þau byrjuðu suman. Þau búa á Vopnafirði og segja það bestu ákvörðun sem þau hafa tekið.
Matthías er listrænn ráðunautur Þjóleikhússins og dramatúrg.
Sunna er jazzpíanisti hefur haldið tónleka um víða veröld, en hefur síðastliðin tuttugu ár búið á Íslandi.
Einar Örn er á leið í nám til Hollands í jasssöng.
María og Magnús leikstýra verkinu Jónsmessunæturdraumur í Tjarnabíó.
Friðbjörg hefur setið í bæjarstjórn í Bíldudal í 20 ár, hún segir frá lífinu þar
Ingi Þór er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður þjónustu á Eirhömrum. Hann er einnig þekktur fyrir að lýsa sundi hér á rúv af mikilli innlifun.
Tinna er myndlistarkona og menningarstýra.
Sara Magnúsdóttir og Tómas Jónsson eru hammond-orgel leikarar og tónskáld.
Borghildur Sölvey Sturludóttir er arkitekt.
Þórunn segir frá starfi sínu sem forseti Alþingis.
Jón Magnús Arnarsson er leikari og ljóðaslammari
Ólöf Kristín er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Gestur þáttarins er Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari.
Viðmælendur Sigurlaugar eru Þorkell Harðarson og Sólveig Moravek.
Rannveig rifjar upp tíma sinn á þingi.
Pálmi ákvað 12 ára að verða atvinnumaður í tónlist og sér ekki eftir því.
Íris segir frá nýjustu bók sinn Bylur sem var að koma út.
Þorbjörg Sandra Bakke hefur starfað í umhverfismálum í nær tvo áratugi og stígur hér sín fyrstu skref sem mynd- og rithöfundur. Hún er með menntun í stjórnmálafræði, náttúrufræði og siðfræði og leggur áherslu á að tvinna saman jákvæðar hliðar þessara fagsviða í lífi og starfi.
Björk segir frá Rabarbarahátíðinni á Blönduósi.
Marentza og Helga Vala segja frá mæðrum sínum.
Áslákur segir frá óperunni Símanum eftir Gian Carlo Menotti.
Aðalheiður er að fara nýjar leiðir í listinni, og hún ræðir sinn listferil og þróunn verka hennar.
Þórey segir frá fyrirtæki sýnu Helvítis ehf, hugmyndavinnu, skapandi ferli og eldpipar.
Guðrún Jóhnana er nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og hún segir frá því sem og sönghátíðiinni Hafnarfirði .
Pétur Ernir hefur lokið söngleikjanámi við Royal Academy of Music í London og leggur nú stund á læknisfræði í HÍ. Hann segðir einnig frá tónlistarhátíðinni Við Djúpið.
Guðrún Ágústa er nýr framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Katrín Helga segir frá unglingum sem elska ekki grunnskóla, og talar um að listrænir unglingar séu viðkvæmir hópar. Katrín var áður í Reykjavíkurdætrum og í dag eru hún í hljómsveitinni ULTRAFLEX.