POPULARITY
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ræddi við okkur um hagræðingartillögu er varðar Hæstarétt. Margrét Ármann, skólastjóri í Lindaskóla og Nanna Þóra Jónsdóttir, sérkennari og verkefnastjóri Kveikjum neistann í Lindaskóla, ræddu við okkur um góðan námsárangur. Leikkonan Sandra Barilli og fréttamaður Tómas Arnar Þorláksson fóru yfir sviðið. Baldur Ketilsson, íbúi á Hvalfjarðarströnd, var á línunni og hefur áhyggjur af vítissóda sem stendur til að sturta í hafið. Vala Eiríks, Óskar Logi og Bjarmi litlu kíktu í heimsókn. Lagakeppni Bítisins.
Skaginn bíður góðann daginn! Í þessum þætti fá Villi og Fjölnir góðann gest, en það er enginn annar en hún Eygló Höskuldsdóttir Viborg, einnig þekkt sem Alter Eygló. Þau hefja göngu sína við norðurmunna hvalfjarðarganganna ásamt fjölda fólks sem ákváðu að ganga í gegnum göngin árið 1998.
Spegillinn 13. júní 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri netöryggissveitarinnar Certis telur líklegt að lokun sendiráðs Íslands í Moskvu sé ein ástæða þess að netárásir voru gerðar á opinbera stjórnsýslu og Alþingi í dag. Rætt við Guðmund og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur innviðaráðherra. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Dana segir mikilvægt að loka ekki á samskipti við Rússa, þó stríðsrekstur þeirra í Úkraínu sé óforsvaranlegur. Mikilvægt sé að norrænu löndin standi saman. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 40 prósent á tólf mánuðum. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að lækkunin skili sér ekki að fullu til íslenskra neytenda. Benedikt Sigurðsson ræddi við Runólf Ólafsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að nýlegar lagabreytingar sem heimila stærri fiskiskipum að veiða nær landi en áður geti haft neikvæð áhrif á hrygningarslóðir þorsks. Höskuldur Kári Schram ræddi við Örn. Laxveiðisumarið fer vel af stað og veiðileyfi í bestu laxveiðiánum eru uppseld. Ágúst Ólafsson ræddi við Jón Helga Björnsson, formann Landssambands veiðifélaga, sem er ánægður með upphafsdagana. --------- Minnst ein jarðgöng verða ávallt í byggingu næstu áratugi, gangi samgönguáætlun eftir, þar á meðal ný Hvalfjarðargöng, göng undir Öxnadalsheiði og átta göng önnur. Byggja á flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og ljúka við stækkun flugstöðvar á Akureyri. Þá á að útrýma einbreiðum brúm á helstu vegum á næstu 15 árum, en þær eru 80. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun, Ragnhildur Thorlacius tók saman. Fæðuöryggi er stefnt í hættu og heimsmarkaðsverð á matvælum á eftir að hækka vegna stíflunnar sem eyðilagðist í Úkraínu í síðustu viku, að mati sérfræðings Sameinuðu þjóðanna. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Fjársýsla ríkisins tilkynnti í fyrra að launahækkun 260 kjörinna fulltrúa og embættismanna hefði verið meiri en efni stóðu til, þar sem stuðst hafi verið við rangt viðmið er hún var reiknuð út. Fjársýslan ákvað þá að lækka laun þessa hóps, afturvirkt, sem nam reikningsskekkjunni. Dómarar eru ósáttir við þetta. Einn þeirra fór í mál við ríkið með stuðningi Dómarafélagsins og því eru allir dómarar vanhæfir til að dæma í málinu. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Kristbjörgu Stephensen, formann Dómarafélags Íslands, um þessa óvenjulegu st
Spegillinn 13. júní 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri netöryggissveitarinnar Certis telur líklegt að lokun sendiráðs Íslands í Moskvu sé ein ástæða þess að netárásir voru gerðar á opinbera stjórnsýslu og Alþingi í dag. Rætt við Guðmund og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur innviðaráðherra. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Dana segir mikilvægt að loka ekki á samskipti við Rússa, þó stríðsrekstur þeirra í Úkraínu sé óforsvaranlegur. Mikilvægt sé að norrænu löndin standi saman. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 40 prósent á tólf mánuðum. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að lækkunin skili sér ekki að fullu til íslenskra neytenda. Benedikt Sigurðsson ræddi við Runólf Ólafsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að nýlegar lagabreytingar sem heimila stærri fiskiskipum að veiða nær landi en áður geti haft neikvæð áhrif á hrygningarslóðir þorsks. Höskuldur Kári Schram ræddi við Örn. Laxveiðisumarið fer vel af stað og veiðileyfi í bestu laxveiðiánum eru uppseld. Ágúst Ólafsson ræddi við Jón Helga Björnsson, formann Landssambands veiðifélaga, sem er ánægður með upphafsdagana. --------- Minnst ein jarðgöng verða ávallt í byggingu næstu áratugi, gangi samgönguáætlun eftir, þar á meðal ný Hvalfjarðargöng, göng undir Öxnadalsheiði og átta göng önnur. Byggja á flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og ljúka við stækkun flugstöðvar á Akureyri. Þá á að útrýma einbreiðum brúm á helstu vegum á næstu 15 árum, en þær eru 80. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun, Ragnhildur Thorlacius tók saman. Fæðuöryggi er stefnt í hættu og heimsmarkaðsverð á matvælum á eftir að hækka vegna stíflunnar sem eyðilagðist í Úkraínu í síðustu viku, að mati sérfræðings Sameinuðu þjóðanna. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Fjársýsla ríkisins tilkynnti í fyrra að launahækkun 260 kjörinna fulltrúa og embættismanna hefði verið meiri en efni stóðu til, þar sem stuðst hafi verið við rangt viðmið er hún var reiknuð út. Fjársýslan ákvað þá að lækka laun þessa hóps, afturvirkt, sem nam reikningsskekkjunni. Dómarar eru ósáttir við þetta. Einn þeirra fór í mál við ríkið með stuðningi Dómarafélagsins og því eru allir dómarar vanhæfir til að dæma í málinu. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Kristbjörgu Stephensen, formann Dómarafélags Íslands, um þessa óvenjulegu st
Nokkuð hefur verið deilt um fyrirhugaðan vindorkugarð að Brekku í Hvalfjarðarsveit. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telur það mikla áskorun að ná sátt um byggingu vindorkuvers í svo lítilli fjarlægð frá sumarhúsum og lögbýlum og Skúli Mogensen, eigandi sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af ?einhvers konar firringu?. Við ræddum við Andreu Ýr Arnarsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar - en sveitarstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til málsins. Brauðtertur skipa sérstakan sess á veisluborðum Íslendinga og þar skipta ekki bara bragðgæðin máli, ekki er síður mikilvægt að skreyta terturnar vel. Nú stendur yfir brauðtertukeppni með eldgosaþema hjá Brauðtertufélagi Erlu og Erlu og Hulda Geirsdóttir ræddi við aðra Erluna, Erlu Hlynsdóttur, sem sagði okkur betur frá. Við ræddum við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um áhrifavaldinn Andrew Tate, sem ýtt hefur undir ofbeldi og hatursorðræðu á samfélagsmiðlinum Tik tok og víðar. Nafn hans hefur verið slegið oftar upp í leitarvél Google en nöfn Kim Kardashian og Donald Trump til samans í síðasta mánuði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust í gær og ræddu meðal annars sameiginleg varnarmál og orkumál í Evrópu. Það eru uppi að minnsta kosti tvö sjónarmið hér á landi um hvort Ísland eigi að leggja rafstreng til Evrópu og selja þangað græna orku en okkur hér í Morgunútvarpinu leikur hugur á að vita hvort stríðið í Evrópu breyti siðferðislegum skyldum landsins að einhverju leyti í þeim efnum. Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki kíkir til okkar í þessar vangaveltur. Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn á sviði í New York ríki á fimmtudag en um tíma leit ástand hans ekki vel út. Það eru rúm þrjátíu ár síðan kveðinn var upp dauðadómur í Íran yfir rithöfundinum og öllum þeim sem kæmu að útbreiðslu bókarinnar Söngvar Satans. Halldór Guðmundsson rithöfundur og þá útgefandi gaf þessa bók út á íslensku og hitti Rushdie fyrir aldarfjórðung af því tilefni að norskur útgefandi bóka hans hafði þá sloppið naumlega undan banatilræði vegna bókarinnar. Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant, kom til okkar í lok þáttar, eins og alltaf annan hvern þriðjudag. Tónlist: Blisters in the sun - Violent Femmes Happy Hours - The Housemartins What a Life - Scarlet Pleasure No one dies from love - Tove Lo Lúser - Unnsteinn Upside Down - Diana Ross Poki - Birgir Hansen Elsku vinur - Kusk og Óviti Murder on the Dancefloor - Sophie Ellis Bextor Late night talking - Harry Styles
Nokkuð hefur verið deilt um fyrirhugaðan vindorkugarð að Brekku í Hvalfjarðarsveit. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telur það mikla áskorun að ná sátt um byggingu vindorkuvers í svo lítilli fjarlægð frá sumarhúsum og lögbýlum og Skúli Mogensen, eigandi sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af ?einhvers konar firringu?. Við ræddum við Andreu Ýr Arnarsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar - en sveitarstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til málsins. Brauðtertur skipa sérstakan sess á veisluborðum Íslendinga og þar skipta ekki bara bragðgæðin máli, ekki er síður mikilvægt að skreyta terturnar vel. Nú stendur yfir brauðtertukeppni með eldgosaþema hjá Brauðtertufélagi Erlu og Erlu og Hulda Geirsdóttir ræddi við aðra Erluna, Erlu Hlynsdóttur, sem sagði okkur betur frá. Við ræddum við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um áhrifavaldinn Andrew Tate, sem ýtt hefur undir ofbeldi og hatursorðræðu á samfélagsmiðlinum Tik tok og víðar. Nafn hans hefur verið slegið oftar upp í leitarvél Google en nöfn Kim Kardashian og Donald Trump til samans í síðasta mánuði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust í gær og ræddu meðal annars sameiginleg varnarmál og orkumál í Evrópu. Það eru uppi að minnsta kosti tvö sjónarmið hér á landi um hvort Ísland eigi að leggja rafstreng til Evrópu og selja þangað græna orku en okkur hér í Morgunútvarpinu leikur hugur á að vita hvort stríðið í Evrópu breyti siðferðislegum skyldum landsins að einhverju leyti í þeim efnum. Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki kíkir til okkar í þessar vangaveltur. Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn á sviði í New York ríki á fimmtudag en um tíma leit ástand hans ekki vel út. Það eru rúm þrjátíu ár síðan kveðinn var upp dauðadómur í Íran yfir rithöfundinum og öllum þeim sem kæmu að útbreiðslu bókarinnar Söngvar Satans. Halldór Guðmundsson rithöfundur og þá útgefandi gaf þessa bók út á íslensku og hitti Rushdie fyrir aldarfjórðung af því tilefni að norskur útgefandi bóka hans hafði þá sloppið naumlega undan banatilræði vegna bókarinnar. Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant, kom til okkar í lok þáttar, eins og alltaf annan hvern þriðjudag. Tónlist: Blisters in the sun - Violent Femmes Happy Hours - The Housemartins What a Life - Scarlet Pleasure No one dies from love - Tove Lo Lúser - Unnsteinn Upside Down - Diana Ross Poki - Birgir Hansen Elsku vinur - Kusk og Óviti Murder on the Dancefloor - Sophie Ellis Bextor Late night talking - Harry Styles
Nokkuð hefur verið deilt um fyrirhugaðan vindorkugarð að Brekku í Hvalfjarðarsveit. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telur það mikla áskorun að ná sátt um byggingu vindorkuvers í svo lítilli fjarlægð frá sumarhúsum og lögbýlum og Skúli Mogensen, eigandi sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af ?einhvers konar firringu?. Við ræddum við Andreu Ýr Arnarsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar - en sveitarstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til málsins. Brauðtertur skipa sérstakan sess á veisluborðum Íslendinga og þar skipta ekki bara bragðgæðin máli, ekki er síður mikilvægt að skreyta terturnar vel. Nú stendur yfir brauðtertukeppni með eldgosaþema hjá Brauðtertufélagi Erlu og Erlu og Hulda Geirsdóttir ræddi við aðra Erluna, Erlu Hlynsdóttur, sem sagði okkur betur frá. Við ræddum við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um áhrifavaldinn Andrew Tate, sem ýtt hefur undir ofbeldi og hatursorðræðu á samfélagsmiðlinum Tik tok og víðar. Nafn hans hefur verið slegið oftar upp í leitarvél Google en nöfn Kim Kardashian og Donald Trump til samans í síðasta mánuði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust í gær og ræddu meðal annars sameiginleg varnarmál og orkumál í Evrópu. Það eru uppi að minnsta kosti tvö sjónarmið hér á landi um hvort Ísland eigi að leggja rafstreng til Evrópu og selja þangað græna orku en okkur hér í Morgunútvarpinu leikur hugur á að vita hvort stríðið í Evrópu breyti siðferðislegum skyldum landsins að einhverju leyti í þeim efnum. Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki kíkir til okkar í þessar vangaveltur. Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn á sviði í New York ríki á fimmtudag en um tíma leit ástand hans ekki vel út. Það eru rúm þrjátíu ár síðan kveðinn var upp dauðadómur í Íran yfir rithöfundinum og öllum þeim sem kæmu að útbreiðslu bókarinnar Söngvar Satans. Halldór Guðmundsson rithöfundur og þá útgefandi gaf þessa bók út á íslensku og hitti Rushdie fyrir aldarfjórðung af því tilefni að norskur útgefandi bóka hans hafði þá sloppið naumlega undan banatilræði vegna bókarinnar. Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant, kom til okkar í lok þáttar, eins og alltaf annan hvern þriðjudag. Tónlist: Blisters in the sun - Violent Femmes Happy Hours - The Housemartins What a Life - Scarlet Pleasure No one dies from love - Tove Lo Lúser - Unnsteinn Upside Down - Diana Ross Poki - Birgir Hansen Elsku vinur - Kusk og Óviti Murder on the Dancefloor - Sophie Ellis Bextor Late night talking - Harry Styles
Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskóla Íslands og rannsóknarprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri, hefur skilað inn umsögn við frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur í samgönguinnviða. Þar er meðal annars er rætt um að fjármagna jarðgangagerð með veggjöldum í öllum jarðgöngum landsins. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessar hugmyndir ráðherrans. Þóroddur bendir á kostnaðinn sem þessu fylgir fyrir íbúa Akraness sem þegar hafa greitt veggjöld um Hvalfjarðargöng í mörg ár eða allt þar til greitt hafði verið fyrir göngin að fullu og veggjaldið afnumið. Martin Ingi Sigurðsson yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítalanum, fer á hverju ári til Rúanda ásamt alþjóðlegu teymi heilbrigðisstarfsmanna að gera opnar hjartaskurðaðgerðir hjá ungum sjúklingum með hjartalokuskemmdir eftir streptókokkasýkingu. Í Rúanda er starfandi einn hjartaskurðlæknir en það var hjartateymið, Heart Team, sem kostaði hann til náms í Eþíópíu. Ekki var hægt að gera neinar slíkar aðgerðir í Rúanda á meðan Covdid-19 geisaði. Íbúar Rúanda eru 14 milljónir og Íslands tæplega 400 þúsund. Hér á landi eru tveir hjartaskurðlæknar. Martin Ingi segir margt ólíkt í heilbrigðiskerfum ríkjanna tveggja en um leið eigi þau ýmislegt sameiginlegt. Þórdís Sif Sigurðardóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Vesturbyggðar og tekur hún við starfinu 1. september. Þórdís Sif var áður bæjarstjóri í Borgarbyggð og bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í sjö ár. Ekkert atvinnuleysi er í Vesturbyggð og þörf fyrir að þar sé byggt nýtt íbúðarhúsnæði og það vantar leikskóla á Patreksfirði. Menningarlífið blómstrar í Vesturbyggð og Þórdís er spennt fyrir flutningnum vestur á firði. Eitt af því sem íbúar Vesturbyggðar vilja er að jarðgöng verði gerð milli Bíldudals og Tálknafjarðar annars vegar og Tálknafjarðar og Patreksfjarðar hins vegar. Tónlist: Here, there and everywhere - Beatles, Isn't this a lovely day - Ella Fitzgerald og Louis Armstrong, The dress looks nice on you - Sufjan Stevens, Nature - Ragnheiður Gröndal, Home is where you're happy - Willie Nelson, Án þín - með þér - Ragnar Bjarnason og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Back to Black - Amy Winehouse. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskóla Íslands og rannsóknarprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri, hefur skilað inn umsögn við frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur í samgönguinnviða. Þar er meðal annars er rætt um að fjármagna jarðgangagerð með veggjöldum í öllum jarðgöngum landsins. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessar hugmyndir ráðherrans. Þóroddur bendir á kostnaðinn sem þessu fylgir fyrir íbúa Akraness sem þegar hafa greitt veggjöld um Hvalfjarðargöng í mörg ár eða allt þar til greitt hafði verið fyrir göngin að fullu og veggjaldið afnumið. Martin Ingi Sigurðsson yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítalanum, fer á hverju ári til Rúanda ásamt alþjóðlegu teymi heilbrigðisstarfsmanna að gera opnar hjartaskurðaðgerðir hjá ungum sjúklingum með hjartalokuskemmdir eftir streptókokkasýkingu. Í Rúanda er starfandi einn hjartaskurðlæknir en það var hjartateymið, Heart Team, sem kostaði hann til náms í Eþíópíu. Ekki var hægt að gera neinar slíkar aðgerðir í Rúanda á meðan Covdid-19 geisaði. Íbúar Rúanda eru 14 milljónir og Íslands tæplega 400 þúsund. Hér á landi eru tveir hjartaskurðlæknar. Martin Ingi segir margt ólíkt í heilbrigðiskerfum ríkjanna tveggja en um leið eigi þau ýmislegt sameiginlegt. Þórdís Sif Sigurðardóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Vesturbyggðar og tekur hún við starfinu 1. september. Þórdís Sif var áður bæjarstjóri í Borgarbyggð og bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í sjö ár. Ekkert atvinnuleysi er í Vesturbyggð og þörf fyrir að þar sé byggt nýtt íbúðarhúsnæði og það vantar leikskóla á Patreksfirði. Menningarlífið blómstrar í Vesturbyggð og Þórdís er spennt fyrir flutningnum vestur á firði. Eitt af því sem íbúar Vesturbyggðar vilja er að jarðgöng verði gerð milli Bíldudals og Tálknafjarðar annars vegar og Tálknafjarðar og Patreksfjarðar hins vegar. Tónlist: Here, there and everywhere - Beatles, Isn't this a lovely day - Ella Fitzgerald og Louis Armstrong, The dress looks nice on you - Sufjan Stevens, Nature - Ragnheiður Gröndal, Home is where you're happy - Willie Nelson, Án þín - með þér - Ragnar Bjarnason og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Back to Black - Amy Winehouse. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskóla Íslands og rannsóknarprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri, hefur skilað inn umsögn við frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur í samgönguinnviða. Þar er meðal annars er rætt um að fjármagna jarðgangagerð með veggjöldum í öllum jarðgöngum landsins. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessar hugmyndir ráðherrans. Þóroddur bendir á kostnaðinn sem þessu fylgir fyrir íbúa Akraness sem þegar hafa greitt veggjöld um Hvalfjarðargöng í mörg ár eða allt þar til greitt hafði verið fyrir göngin að fullu og veggjaldið afnumið. Martin Ingi Sigurðsson yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítalanum, fer á hverju ári til Rúanda ásamt alþjóðlegu teymi heilbrigðisstarfsmanna að gera opnar hjartaskurðaðgerðir hjá ungum sjúklingum með hjartalokuskemmdir eftir streptókokkasýkingu. Í Rúanda er starfandi einn hjartaskurðlæknir en það var hjartateymið, Heart Team, sem kostaði hann til náms í Eþíópíu. Ekki var hægt að gera neinar slíkar aðgerðir í Rúanda á meðan Covdid-19 geisaði. Íbúar Rúanda eru 14 milljónir og Íslands tæplega 400 þúsund. Hér á landi eru tveir hjartaskurðlæknar. Martin Ingi segir margt ólíkt í heilbrigðiskerfum ríkjanna tveggja en um leið eigi þau ýmislegt sameiginlegt. Þórdís Sif Sigurðardóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Vesturbyggðar og tekur hún við starfinu 1. september. Þórdís Sif var áður bæjarstjóri í Borgarbyggð og bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í sjö ár. Ekkert atvinnuleysi er í Vesturbyggð og þörf fyrir að þar sé byggt nýtt íbúðarhúsnæði og það vantar leikskóla á Patreksfirði. Menningarlífið blómstrar í Vesturbyggð og Þórdís er spennt fyrir flutningnum vestur á firði. Eitt af því sem íbúar Vesturbyggðar vilja er að jarðgöng verði gerð milli Bíldudals og Tálknafjarðar annars vegar og Tálknafjarðar og Patreksfjarðar hins vegar. Tónlist: Here, there and everywhere - Beatles, Isn't this a lovely day - Ella Fitzgerald og Louis Armstrong, The dress looks nice on you - Sufjan Stevens, Nature - Ragnheiður Gröndal, Home is where you're happy - Willie Nelson, Án þín - með þér - Ragnar Bjarnason og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Back to Black - Amy Winehouse. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Hafa íslensk stjórnmál náð jafnvægi eftir kúvendinguna frá 2008? Leita þau aftur í sama farið eða eru einhverjir hlutir varanlega breyttir? Íslenska kosningarannsóknin leitast við að svara ýmsum spurningum um kosningahegðun okkar, og nú liggja fyrir ýmsar niðurstöður eftir síðustu kosningar. Agnar Freyr Helgason, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði frá. Umfjöllun Morgunvaktarinnar um hamingjuna heldur áfram í dag. Í síðustu viku heyrðum við um skilgreiningar á hamingju og veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að verða hamingjusamari. Í dag spyrjum við; hvað geta ráðamenn gert betur til að skapa okkur skilyrði til hamingjuríkrar tilveru? Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur ræddi þessi mál við okkur. Og svo er það lífið og tilveran í Hvalfjarðarsveit. Í sveitarfélaginu búa rúmlega sjö hundruð manns, ýmist í sveitinni eða þéttbýliskjarnanum Melahverfi. Þar eru Akrafjall og Skarðsheiðin, Grundartangi og Glymur, en þótt sveitarfélagið dragi nafn sitt af Hvalfirðinum er hann ekki nema hálfur innan marka þess. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri sagði frá menningu og mannlífi í Hvalfjarðarsveit. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Walkin after midnight ? Patsy Cline Your latest trick ? Dire Straits Upp í sveit - Brimkló Láttu þér líða vel - Stjórnin
Hafa íslensk stjórnmál náð jafnvægi eftir kúvendinguna frá 2008? Leita þau aftur í sama farið eða eru einhverjir hlutir varanlega breyttir? Íslenska kosningarannsóknin leitast við að svara ýmsum spurningum um kosningahegðun okkar, og nú liggja fyrir ýmsar niðurstöður eftir síðustu kosningar. Agnar Freyr Helgason, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði frá. Umfjöllun Morgunvaktarinnar um hamingjuna heldur áfram í dag. Í síðustu viku heyrðum við um skilgreiningar á hamingju og veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að verða hamingjusamari. Í dag spyrjum við; hvað geta ráðamenn gert betur til að skapa okkur skilyrði til hamingjuríkrar tilveru? Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur ræddi þessi mál við okkur. Og svo er það lífið og tilveran í Hvalfjarðarsveit. Í sveitarfélaginu búa rúmlega sjö hundruð manns, ýmist í sveitinni eða þéttbýliskjarnanum Melahverfi. Þar eru Akrafjall og Skarðsheiðin, Grundartangi og Glymur, en þótt sveitarfélagið dragi nafn sitt af Hvalfirðinum er hann ekki nema hálfur innan marka þess. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri sagði frá menningu og mannlífi í Hvalfjarðarsveit. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Walkin after midnight ? Patsy Cline Your latest trick ? Dire Straits Upp í sveit - Brimkló Láttu þér líða vel - Stjórnin
Hafa íslensk stjórnmál náð jafnvægi eftir kúvendinguna frá 2008? Leita þau aftur í sama farið eða eru einhverjir hlutir varanlega breyttir? Íslenska kosningarannsóknin leitast við að svara ýmsum spurningum um kosningahegðun okkar, og nú liggja fyrir ýmsar niðurstöður eftir síðustu kosningar. Agnar Freyr Helgason, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði frá. Umfjöllun Morgunvaktarinnar um hamingjuna heldur áfram í dag. Í síðustu viku heyrðum við um skilgreiningar á hamingju og veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að verða hamingjusamari. Í dag spyrjum við; hvað geta ráðamenn gert betur til að skapa okkur skilyrði til hamingjuríkrar tilveru? Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur ræddi þessi mál við okkur. Og svo er það lífið og tilveran í Hvalfjarðarsveit. Í sveitarfélaginu búa rúmlega sjö hundruð manns, ýmist í sveitinni eða þéttbýliskjarnanum Melahverfi. Þar eru Akrafjall og Skarðsheiðin, Grundartangi og Glymur, en þótt sveitarfélagið dragi nafn sitt af Hvalfirðinum er hann ekki nema hálfur innan marka þess. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri sagði frá menningu og mannlífi í Hvalfjarðarsveit. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Walkin after midnight ? Patsy Cline Your latest trick ? Dire Straits Upp í sveit - Brimkló Láttu þér líða vel - Stjórnin
Hvalfjarðargöngum var lokað tvisvar síðdegis á sunnudag með stuttu millibili vegna umferðaróhappa - með tilheyrandi töfum. Við ætlum að ræða umferðaröryggi í göngunum við Valgarð Lyngdal Jónsson, forseta bæjarstjórnar Akraness. Staða samkeppnismála á matvörumarkaði var til umræðu í þessum þætti í síðustu viku þegar Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins settist hjá okkur. Í þeirri dýrtíð sem nú ríkir hefur verið deilt um réttmæti þess að fyrirtæki skili methagnaði í stað þess að lækka álögur til að koma til móts við almenning en lífeyrissjóðirnir eru oftar en ekki stærstu eigendur fyrirtækjanna sem um ræðir - og þar á bæ er rík hagnaðarkrafa enda er þetta spurning um að færa fé úr einum vasa almennings í annan. Hann kom til okkar, Aðalbjörn Sigurðsson forstöðumaður, samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði. Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans um helgina að lokapróf væru gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna, þægilegt guðlegt tæki til að flokka fólk, og hefðu ekkert með nám og menntun að gera. Við ræddum við Guðjón Hrein Hauksson, nýkjörinn formann Félags framhaldsskólakennara, um þetta meinta kúgunartæki. Um það bil tveir þriðju hlutar Íslendinga telja hvalveiðar skaða orðspor þjóðarinnar en þetta er umtalsverð breyting frá árinu 2009 þegar sama hlutfall studdi sjálfbærar hvalveiðar. Við ræddum hvalveiðar við Bergþór Ólason þingmann Miðflokksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar en könnun Maskínu í síðustu viku leiddi í ljós að viðhorf kjósenda þessara tveggja flokka eru gjörólík til málsins. Töluverðar raskanir hafa orðið á starfsemi flugvalla og flugfélaga víða að undanförnu og gera má ráð fyrir áframhaldandi truflunum í sumar. Við ræddum áhrifin hér heima og hvort líklegt sé að eitthvað svipað gerist hér við Brynjar Má Brynjólfsson, mannauðsstjóra Isavia. Þessa dagana gengur sögulega snemmbær hitabylgja yfir Evrópu. Á Spáni hefur hitinn sumsstaðar verið að ná 37 gráðum við ströndina og 40 gráðum inn til landsins. Við ræddum við Súsönnu Svavarsdóttur sem búsett er á Spáni. Tónlist: Spilverk þjóðanna - Sirkus Geira Smart Rolling Stones - Wild Horses Camila Cabello - Bam Bam The Cure - Just like Heaven Unnsteinn - Er þetta ást? Grýlurnar - Ekkert mál George Ezra - Green Green Grass Rihanna - Fourfiveseconds
Hvalfjarðargöngum var lokað tvisvar síðdegis á sunnudag með stuttu millibili vegna umferðaróhappa - með tilheyrandi töfum. Við ætlum að ræða umferðaröryggi í göngunum við Valgarð Lyngdal Jónsson, forseta bæjarstjórnar Akraness. Staða samkeppnismála á matvörumarkaði var til umræðu í þessum þætti í síðustu viku þegar Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins settist hjá okkur. Í þeirri dýrtíð sem nú ríkir hefur verið deilt um réttmæti þess að fyrirtæki skili methagnaði í stað þess að lækka álögur til að koma til móts við almenning en lífeyrissjóðirnir eru oftar en ekki stærstu eigendur fyrirtækjanna sem um ræðir - og þar á bæ er rík hagnaðarkrafa enda er þetta spurning um að færa fé úr einum vasa almennings í annan. Hann kom til okkar, Aðalbjörn Sigurðsson forstöðumaður, samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði. Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans um helgina að lokapróf væru gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna, þægilegt guðlegt tæki til að flokka fólk, og hefðu ekkert með nám og menntun að gera. Við ræddum við Guðjón Hrein Hauksson, nýkjörinn formann Félags framhaldsskólakennara, um þetta meinta kúgunartæki. Um það bil tveir þriðju hlutar Íslendinga telja hvalveiðar skaða orðspor þjóðarinnar en þetta er umtalsverð breyting frá árinu 2009 þegar sama hlutfall studdi sjálfbærar hvalveiðar. Við ræddum hvalveiðar við Bergþór Ólason þingmann Miðflokksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar en könnun Maskínu í síðustu viku leiddi í ljós að viðhorf kjósenda þessara tveggja flokka eru gjörólík til málsins. Töluverðar raskanir hafa orðið á starfsemi flugvalla og flugfélaga víða að undanförnu og gera má ráð fyrir áframhaldandi truflunum í sumar. Við ræddum áhrifin hér heima og hvort líklegt sé að eitthvað svipað gerist hér við Brynjar Má Brynjólfsson, mannauðsstjóra Isavia. Þessa dagana gengur sögulega snemmbær hitabylgja yfir Evrópu. Á Spáni hefur hitinn sumsstaðar verið að ná 37 gráðum við ströndina og 40 gráðum inn til landsins. Við ræddum við Súsönnu Svavarsdóttur sem búsett er á Spáni. Tónlist: Spilverk þjóðanna - Sirkus Geira Smart Rolling Stones - Wild Horses Camila Cabello - Bam Bam The Cure - Just like Heaven Unnsteinn - Er þetta ást? Grýlurnar - Ekkert mál George Ezra - Green Green Grass Rihanna - Fourfiveseconds
Hvalfjarðargöngum var lokað tvisvar síðdegis á sunnudag með stuttu millibili vegna umferðaróhappa - með tilheyrandi töfum. Við ætlum að ræða umferðaröryggi í göngunum við Valgarð Lyngdal Jónsson, forseta bæjarstjórnar Akraness. Staða samkeppnismála á matvörumarkaði var til umræðu í þessum þætti í síðustu viku þegar Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins settist hjá okkur. Í þeirri dýrtíð sem nú ríkir hefur verið deilt um réttmæti þess að fyrirtæki skili methagnaði í stað þess að lækka álögur til að koma til móts við almenning en lífeyrissjóðirnir eru oftar en ekki stærstu eigendur fyrirtækjanna sem um ræðir - og þar á bæ er rík hagnaðarkrafa enda er þetta spurning um að færa fé úr einum vasa almennings í annan. Hann kom til okkar, Aðalbjörn Sigurðsson forstöðumaður, samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði. Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans um helgina að lokapróf væru gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna, þægilegt guðlegt tæki til að flokka fólk, og hefðu ekkert með nám og menntun að gera. Við ræddum við Guðjón Hrein Hauksson, nýkjörinn formann Félags framhaldsskólakennara, um þetta meinta kúgunartæki. Um það bil tveir þriðju hlutar Íslendinga telja hvalveiðar skaða orðspor þjóðarinnar en þetta er umtalsverð breyting frá árinu 2009 þegar sama hlutfall studdi sjálfbærar hvalveiðar. Við ræddum hvalveiðar við Bergþór Ólason þingmann Miðflokksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar en könnun Maskínu í síðustu viku leiddi í ljós að viðhorf kjósenda þessara tveggja flokka eru gjörólík til málsins. Töluverðar raskanir hafa orðið á starfsemi flugvalla og flugfélaga víða að undanförnu og gera má ráð fyrir áframhaldandi truflunum í sumar. Við ræddum áhrifin hér heima og hvort líklegt sé að eitthvað svipað gerist hér við Brynjar Má Brynjólfsson, mannauðsstjóra Isavia. Þessa dagana gengur sögulega snemmbær hitabylgja yfir Evrópu. Á Spáni hefur hitinn sumsstaðar verið að ná 37 gráðum við ströndina og 40 gráðum inn til landsins. Við ræddum við Súsönnu Svavarsdóttur sem búsett er á Spáni. Tónlist: Spilverk þjóðanna - Sirkus Geira Smart Rolling Stones - Wild Horses Camila Cabello - Bam Bam The Cure - Just like Heaven Unnsteinn - Er þetta ást? Grýlurnar - Ekkert mál George Ezra - Green Green Grass Rihanna - Fourfiveseconds
Spegillinn 19.02.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Afskaplega vont veður er á Kjalarnesi . Þar varð umferðarslys og hefur veginum í suðurátt frá Hvalfjarðargöngum verið lokað. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði ekkert ferðaveður á þessum slóðum og að fólk ætti ekki að vera á ferli. Ingvar Þór Björnsson ræddi viöð Hörpu Ólafsdóttur, formann samninganefndar Reykjavíkurborgar og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag lauk án árangurs. Ótímabundin verkföll Eflingar halda því áfram. Vonskuveður er skollið á á Suðausturlandi. Vegurinn frá Markarfljóti að Vík og á milli Lómagnúps og Jökulsárlóns er lokaður. Björgunarsveitir standa þar í ströngu við að aðstoða fólk á illa búnum bílum. Ekki er ljóst hvort niðurstöður norsku lögmannstofunnar Wikborg Rein sem rannsakar starfsemi dótturfélags Samherja í Namibíu verða gerðar opinberar. Ótrúleg staða er komin upp í fjármálakerfinu þar sem lokað hefur verið á fjármagn til fyrirtækja, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir ferðahópar hafa afbókað ferðir vegna COVID-19 veirunnar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann. Í könnun Gallups um viðhorf fólks til umhverfismála kemur fram að færri telja nú að loftslagsbreytingar séu aðalleg af mannavöldum miðað við sambærilega könnun sem gerð var fyrir einu ári. Tæplega 60 af hundraði segjast vera óánægð með viðleitni stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Arnar Páll Hauksson ræddi við Evu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóra hjá umhverfisráðuneytinu og Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
Spegillinn 19.02.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Afskaplega vont veður er á Kjalarnesi . Þar varð umferðarslys og hefur veginum í suðurátt frá Hvalfjarðargöngum verið lokað. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði ekkert ferðaveður á þessum slóðum og að fólk ætti ekki að vera á ferli. Ingvar Þór Björnsson ræddi viöð Hörpu Ólafsdóttur, formann samninganefndar Reykjavíkurborgar og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag lauk án árangurs. Ótímabundin verkföll Eflingar halda því áfram. Vonskuveður er skollið á á Suðausturlandi. Vegurinn frá Markarfljóti að Vík og á milli Lómagnúps og Jökulsárlóns er lokaður. Björgunarsveitir standa þar í ströngu við að aðstoða fólk á illa búnum bílum. Ekki er ljóst hvort niðurstöður norsku lögmannstofunnar Wikborg Rein sem rannsakar starfsemi dótturfélags Samherja í Namibíu verða gerðar opinberar. Ótrúleg staða er komin upp í fjármálakerfinu þar sem lokað hefur verið á fjármagn til fyrirtækja, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir ferðahópar hafa afbókað ferðir vegna COVID-19 veirunnar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann. Í könnun Gallups um viðhorf fólks til umhverfismála kemur fram að færri telja nú að loftslagsbreytingar séu aðalleg af mannavöldum miðað við sambærilega könnun sem gerð var fyrir einu ári. Tæplega 60 af hundraði segjast vera óánægð með viðleitni stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Arnar Páll Hauksson ræddi við Evu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóra hjá umhverfisráðuneytinu og Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
Spegillinn 19.02.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Afskaplega vont veður er á Kjalarnesi . Þar varð umferðarslys og hefur veginum í suðurátt frá Hvalfjarðargöngum verið lokað. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði ekkert ferðaveður á þessum slóðum og að fólk ætti ekki að vera á ferli. Ingvar Þór Björnsson ræddi viöð Hörpu Ólafsdóttur, formann samninganefndar Reykjavíkurborgar og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag lauk án árangurs. Ótímabundin verkföll Eflingar halda því áfram. Vonskuveður er skollið á á Suðausturlandi. Vegurinn frá Markarfljóti að Vík og á milli Lómagnúps og Jökulsárlóns er lokaður. Björgunarsveitir standa þar í ströngu við að aðstoða fólk á illa búnum bílum. Ekki er ljóst hvort niðurstöður norsku lögmannstofunnar Wikborg Rein sem rannsakar starfsemi dótturfélags Samherja í Namibíu verða gerðar opinberar. Ótrúleg staða er komin upp í fjármálakerfinu þar sem lokað hefur verið á fjármagn til fyrirtækja, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir ferðahópar hafa afbókað ferðir vegna COVID-19 veirunnar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann. Í könnun Gallups um viðhorf fólks til umhverfismála kemur fram að færri telja nú að loftslagsbreytingar séu aðalleg af mannavöldum miðað við sambærilega könnun sem gerð var fyrir einu ári. Tæplega 60 af hundraði segjast vera óánægð með viðleitni stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Arnar Páll Hauksson ræddi við Evu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóra hjá umhverfisráðuneytinu og Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
Ágúst Arnórsson hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskólands: Fjallaði um nýuppfærð neysluviðmið. Benedikt Benediktsson varaoddviti í Rangárþingi eystra: Ræddi um fyrirhugaðar könnunarviðræður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi, Ásahrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Gísli Guðmundsson frá Nýsköpunarmiðstöð: Sagði frá niðurstöðum rannsóknar á svifryksmengun í Hvalfjarðargöngum.
Ágúst Arnórsson hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskólands: Fjallaði um nýuppfærð neysluviðmið. Benedikt Benediktsson varaoddviti í Rangárþingi eystra: Ræddi um fyrirhugaðar könnunarviðræður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi, Ásahrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Gísli Guðmundsson frá Nýsköpunarmiðstöð: Sagði frá niðurstöðum rannsóknar á svifryksmengun í Hvalfjarðargöngum.
Ásta Marý er vélvirkia og sópransöngkona og hún er ein af tuttugu konum sem hafa útskrifast með sveinspróf í vélvirkjun. Hún er alinn upp í Hvalfjarðarsveit á svieetabæ þar sem pabbi hennar rekur vélaverkstæði. Móðir hennar er í Mótettukór Hallgrímskirkju og hún fór snemma að fara á æfingar með henni, og í dag er hún í kórnum og syngur einsöng. Hún og Hörður sem hefur hefur stjórnað kórnum frá árinu 1982 ræða gleðina að strfa í kór og rómantíska kórtónlist.
Hólavallagarður í Reykjavík á sér langa sögu en um þessar mundir eru 180 ár síðan hann var vígður. Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður garðsins ætlar að leiða fólk um garðinn á sunnudaginn og fræða það um söguna og við fengum smá forskot á sæluna þegar hann tyllti sér hjá okkur í morgunkaffi. Frestur til að skila inn veglyklum og afsláttarmiðum vegna Hvalfjarðarganga rennur út á föstudaginn eftir viku, en enn eru ógreiddar hátt á annað hundruð milljónir til þeirra sem eiga inni. Anna Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Spalar var á línunni. Bandarískur trúboði fannst látinn eftir að hafa orðið fyrir árás einangraðs ættbálks sem býr á eyju í Indlandshafi. Þessi ættbálkur hefur búið á eyjunni í þúsundir ára, að mestu án afskipta umheimsins. Fólkið notast við spjót, boga og örvar við veiðar og kann ekki að kveikja eld og hefur oft brugðist illa við þegar tilraunir eru gerðar til að hafa samband við það. Það er algerlega bannað að fara til eyjunnar enda er fólkið að líkindum ónæmt fyrir allskyns sjúkdómum. Kristján Þór Sigurðsson, mannfræðingur, kom til okkar og ræddi þetta. Fréttir vikunnar eru á sínum stað og gestir okkar þar voru Logi Bergmann fjölmiðlamaður og Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Freyr Gígja Gunnarsson færði okkur fréttir af fræga fólkinu í hégómavísindahorninu og að þessu sinni komu Piers Morgan og Ariana Grande m.a. við sögu. Tónlist: Dísa - Anniversary. UB40 - If it happens again. Queen - Radio Ga Ga. Mugison - Kletturinn. Júníus Meyvant - Let it pass.
Dóra S. Gunnarsdóttir forstöðumaður neytendmála hjá Matvælastofnun og Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi: Fjallað um umbúðalausan lífstíl, en samkvæmt tillögum í plastmálum á að auðvelda neytendum að koma með sín eigin ílát undir vörur og matvæli sem þau kaupa hjá verslunum og fyrirtækjum. Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur Persónuvernd: persónuvernd barna Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar: yfir hundrað miljónir eru enn ósóttar af fólki sem á veglykla, inneignir og miða í Hvalfjarðargöng. Spölur hvetur fólk til að drífa í því að skila inn og fá endurgreiðslu því frestur rennur út eftir þrjár vikur.
Matartíminn, verkefni á vegum Sölufélags garðyrkjumanna, boðar byltingu í næringu barna enda skiptir gríðarlega miklu máli hvað þeim er gefið að borða. Þetta segir Herborg Hjelm forstöðumaður Matartímans sem sest hjá okkur hér á eftir. Segja má að að dag séu ákveðin tímamót í samgöngusögu landsins því að hætt verður að innheimta veggjöld í Hvalfjarðargöngin um hádegið. Af því tilefni sláum við á þráðinn til Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra á Akranesi og heyrum í honum hljóðið í tilefni dagsins og spyrjum hann einnig um hvort Akurnesingum finnist koma til greina að hefja gjaldtöku á ný í göngin til að fjármagna tvöföldun þeirra. Ferðaþjónustan verður líka til umræðu hér í þættinum. Fyrr í mánuðinum talaði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og fyrrverandi formaður samtaka ferðaþjónustunnar, um að bókunarsíður gerðu íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir en umræddar síður krefjast þess að fyrirtæki greiði þeim allt að 30 prósent af sinni veltu. Fréttir vikunnar verða á sínum stað en þessa helgina eru 10 ár frá Glitnishelginni víðfrægu. Kristján Guy Burgess kemur til okkar, hann var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann var utanríkisráðherra - auk þess hefur hann fylgst náið með Guðmundar- og Geirfinnsmálinu gegnum tíðina, skrifaði m.a. handrit að heimildamynd um málið. Einnig kemur til okkar Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður af Morgunblaðinu. Hégómavísindahorn Freys Gígju Gunnarssonar verður í banastuði á þessum föstudegi.
Við byrjuðum á því að ræða þýsk málefni. Arthúr Björgvin Bollason, tíðindamaður okkar í Þýskalandi, sagði frá viðbrögðum stjórnvalda og almennings við ólátum og átökum í Chemnitz og vaxandi uppgangi öfgaafla. Þá sagði hann frá útgáfutónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar í Berlín, sem túlkaði tónlist Bachs fyrir gesti í bústað sendiherra Íslands. Plata hans með tónlist Bach hefur vakið mikla athygli og fengið góð viðbrögð. Í þættinum heyrðist í Víkingi Heiðari og Martin Eyjólfssyni, sendiherra. - Mikil uppbygging hefur verið í Reykjavík á síðustu árum - ekki síst vegna stórfjölgunar ferðafólks. Nýtt miðborgarhverfi er að verða til nærri gömlu höfninni og fjöldi nýrra og stórra húsa hefur risið í nærliggjandi götum - hótel og verslunarhús. Þetta er sannkallað umbreytingaskeið, sem reynir á innviði og stjórnsýslu - líka þolinmæði og skilning íbúa og gesta. Við ræddum stöðu og framtíðarverkefni höfuðborgar Íslands og samskipti meirihluta og minnihluta. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, var gestur Morgunvaktarinnar en í dag er fyrsti fundur borgarstjórnar á þessu hausti. - Laugarnesið í Reykjavík er sögufrægt. Þar bjó Hallgerður langbrók - og dó, og alls ekki ólíklegt að hún hvíli þar; þar er fyrsti kirkjugarður Reykvíkinga; þar bjó biskup; þar var spítali og þar sleit Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og myndlistarkona barnskónum. Þuríður sagði frá Laugarnesinu og framtaki hennar, ættingja og vina, sem slegið hafa gras og hirt gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. - Tuttugu ár eru síðan Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun. Fyrirtækið Spölur á göngin en til stendur að afhenda þau ríkinu til eignar og hætt verður að rukka. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, var gestur Morgunvaktarinnar. - Tónlist: Þuríður Sigurðardóttir - Ég ann þér enn.
Mikil truflun verður á starfsemi fæðingarþjónustu Landspítalans um mánaðamótin þegar 12 ljósmæður hætta störfum. Konur verða útskrifaðar eins fljótt og hægt er og biðlað hefur verið til samstarfsstofnana í nágrenni Reykjavíkur um hjálp. Á helstu ferðamannastöðum landsins hefur ferðamönnum fjölgað eða fjöldi þeirra staðið í stað það sem af er ári. Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga segir fullljóst að dýrara verði að keyra um göngin en Hvalfjarðargöng. Líklegt sé að meðalgjaldið verði um 1.200 krónur. Búrfellsstöð tvö var gangsett við hátíðlega athöfn í dag. Grímseyingar eru hæstánægðir með tvö ný almenningsklósett í eyjunni. Von er á hátt í fjörutíu skemmtiferðaskipum til Grímseyjar í sumar. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir að staðan í kjaradeilunni sé grafalvarleg. Krafa ljósmæðra sé að grunnlaun þeirra hækki í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun, lækna, verkfræðinga, lögfræðinga og dýralækna. Ljósmæður vilja líka styttri vinnutíma vegna vaktavinnu.Tólf ljósmæður hætta störfum um mánaðamótin. Aðgerðaráætlun Landspítalans verður sett af stað um helgina. Arnar Páll Hauksson ræðir við Katrínu Sif SIgurgeirsdóttur. Hvert er samband menntunar og starfa á íslenskum vinnumarkaði og hvernig hefur það samspil þróast síðustu tíu ár? Þetta var meðal þess sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skoðaði í nýrri skýrslu fyrir velferðarráðuneytið og er hluti af undirbúningsvinnu við mat á færni- og menntunarþörf á Íslandi. Sigurður Björnsson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun, segir að myndin hafi breyst mikið frá því 2008. Anna Kristín Jónsdóttir. Í fyrra var hvarf hitabeltisskógur af svæði á stærð við fjörutíu fótboltavelli á hverri einustu mínútu. Á einu ári gerir það rúmlega 21 milljón fótboltavalla og flatarmál þeirra er stærra en Íslands. Þetta kemur fram í nýrri úttekt bandarísku samtakanna Global Forest Watch. Aðeins einu sinni áður hefur stærra skógsvæði tapast á einu ári, það var árið 2016. Prófessor í skógfræði segir að heilt yfir hafi skógeyðing á heimsvísu minnkað síðastliðin ár en vandinn sé alvarlegur. Arnhildur Hálfdánardóttóttir. Umsjón Arnhildur Hálfdánardóttir
Ný plata með hljómsveitinni Johnny Blaze & Hakki Brakes og svo heyrum við ný lög með Future Lion & Antoni, Ingvari Valgeirs, AFK, Gunnari Ragnarsson og Milkywhale, Hjalta og Láru, Aldísi Fjólu, Vilhjálmi Guðjónssyni, Írisi G, Darth Coyote, Bríeti, Máni Orrason,G Hinrikssyni, SURU, Maríu Ólafsdóttur, Einari Erni og Sigrúnu Dóru, Hyowlp, Indriða og Soffíu Björg. Það er heilmikið að gerast í grasrótinni og gróskan þokkaleg, þrátt fyrir að betri tíð láti bíða eftir sér. Mikið kemur út af nýrri tónlist í hverri viku og í kvöld heyrum við ný lög með Future Lion & Antoni, Ingvari Valgeirs, AFK, Gunnari Ragnarsson og Milkywhale, Hjalta og Láru, Aldísi Fjólu, Vilhjálmi Guðjónssyni, Írisi G, Darth Coyote, Bríeti, Máni Orrason,G Hinrikssyni, SURU, Maríu Ólafsdóttur, Einari Erni og Sigrúnu Dóru, Hyowlp, Indriða og Soffíu Björg. Einnig kíkjum við á nýja plötu frá Johnny Blaze & Hakka Brakes. Lagalisti Langspils 205: 1. Aldrei meir - Ingvar Valgeirs 2. Distant Shoreline - Vilhjálmur Guðjónsson 3. We used to love - Future Lion & Anton 4. Why - AFK 5. Allt í megagóðu - Gunnar Ragnarsson og Milkywhale 6. Divine - ÍrisG 7. Bensínljós - Johnny Blaze & Hakki Brakes 8. Hvalfjarðargöng - Johnny Blaze & Hakki Brakes 9. Vegkantur 2 - Johnny Blaze & Hakki Brakes ásamt Sölku Valsdóttur 10. Monkfish - Darth Coyote 11. This is my life - G Hinriksson 12. Hækka í botn - María Ólafsdóttir 13. Komast upp - SURA 14. Bláminn - Einar Örn og Sigrún Dóra 15. Twin - Bríet 16. Hamskipti - Hjalti og Lára 17. Slip away - Aldís Fjóla 18. Afterglow - Hyowlp 19. Þeir vaka yfir þér - Soffía Björg 20. December - Indriði 21. Acting like a fool - Máni Orrason 22. Vestur Berlín - HAM Hefurðu samið ótrúlega gott lag, sem þér finnst að eigi að spila í útvarpi? Sendu inn lag í þáttinn og hver veit... Langspil er á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum frá 19.20-21.00. Umsjón: Heiða Eiríksdóttir
Á morgun standa Háskóli Íslands og Landspítalinn fyrir ráðstefnunni Bráðadagurinn 2018, fjölbreytileiki í bráðaþjónustu. Á ráðstefnunni verður fjölbreytt dagskrá fyrirlestra og er hún í rauninni árleg uppskeruhátíð rannsókna og þróunarverkefna á flæðisviði og Rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum. Áskoranir og verkefni bráðaþjónustunnar verður sífellt fjölbreyttari, þær Þórdís Katrínu Þorsteinsdóttur lektor við hjúkrunarfræðideild og verkefnastjóri, formaður undirbúningsnefndar Bráðadagsins og Guðrún Lísbet Níelsdóttir, hjúkrunarfræðingur með meistarapróf í hamfarastjórnun og verkefnastjóri viðbragðsáætlana Landspítala komu í þáttinn. Íslandsklukkan er hugarsmíði Björns Ágústs Magnússonar frá Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit. Eins og nafnið gefur til kynna er um klukku að ræða, en enga venjulega klukku þó. Hún sýnir ekki aðeins hvað klukkan er, heldur segir hún það einnig upphátt og á íslensku. Er henni ætlað að gera blindum og sjónskertum kleift að fylgjast með tímanum með auðveldum hætti. Björn Ágúst kom í þáttinn í dag. Eftir um það bil 50 ár frá stofnun ætlar hljómsveitin Sóló að troða upp í Bókasafninu á Seltjarnarnesi, þessi merki viðburður á sér stað seinni partinn í dag. Lísa Páls leit inná æfingu hjá strákunum í gær og hitti þá Ólaf Má Ásgeirsson hljómborðsleikara, Sturlu Má Jónsson gítarleikara, Guðmar Marelsson trommara og Þorkel Snævar Árnason gítarleikara. Umsjón í dag Hrafnhildur Halldórsdóttir og Gunnar Hansson
Samgönguráðherra segir að til greina komi að gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum verði haldið áfram eftir að Spölur afhendir ríkinu göngin. Nauðsynlegt er að fá á hreint hvort bílaleigubílar eru í verra ástandi en aðrir bílar þegar þeir koma til aðalskoðunar, áður en ákvörðun er tekin um hvort breyta eigi reglum um skoðun atvinnubíla. Þetta segir samgönguráðherra. Innihald nýrrar bókar um forsetatíð Trumps Bandaríkjaforseta er ærumeiðandi, að mati lögfræðinga hans. Þeir hafa hótað útgefanda bókarinnar málsókn. Fundur stendur nú yfir á Kirkjubæjarklaustri þar sem farið er yfir aðgerðir og viðbrögð þegar rútuslys varð þar fyrir áramót. Hallgrímur Helgason hlaut í dag viðurkenningu rithöfundarsjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í dag var líka tilkynnt að orð ársins 2017 er Epal-hommi. Barnakassar og útburður. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Braga Guðbrandsson, forstjóra Banrnaverndarstofu. Laun embættismanna á Norðurlöndum. Arnar Páll Hauksson segir frá og ræðir við Gunnar Björnsson skrifstofustjóra Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Umsjónarmaður Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
Ævar rannsakar Kjalarnesið, Hvalfjörðinn og hin hættulega djúpu Hvalfjarðargöng. Hann segir okkur þjóðsögu af stórhættulegum hval og kíkir ofan í dýpstu holu í heimi.
Ævar rannsakar Kjalarnesið, Hvalfjörðinn og hin hættulega djúpu Hvalfjarðargöng. Hann segir okkur þjóðsögu af stórhættulegum hval og kíkir ofan í dýpstu holu í heimi.
Ævar rannsakar Kjalarnesið, Hvalfjörðinn og hin hættulega djúpu Hvalfjarðargöng. Hann segir okkur þjóðsögu af stórhættulegum hval og kíkir ofan í dýpstu holu í heimi.