POPULARITY
Jæja við erum loksins mættir aftur eftir 16 daga frí.Við vorum svo lengi í fríi að við misstum Producerinn okkar Auðun Braga í meiðsli en hann fór að láta skipta um mjöðm í sér - því er þessi þáttur ekki í mynd!Sem er algjör synd með svona glæsilega gesti.Sendum batakveðjur á Auðun Braga.Því miður þá þurfti forsætisráðherra að fresta komu sinni og stefnir hún á að mæta til okkar í næstu viku…Ekki örvænta þó en við höfum fengið tvo bestu vini okkar í staðinn…Höddi Magg & Viktor Unnar.Spennið beltin: Spá CAD fyrir Bestu deildina verður opinberuð, förum yfir landsliðið og gerum upp Enska boltann.Þessi þáttur er í boði:KaldaDefend IcelandAutocenterSerrano - 20 % afsláttur á serrano.is með kóðanum burritoafterdarkOrka NáttúrunnarDineoutTMSjöstrand - 15 % afsláttur með kóðanum CADPaydayLengjanBúllanSubwayDave&JonsFrumherjiKemi
Rauða borðið miðvikudagur 11. desember Kosningafúsk, fangelsismál, bókaspjall, loftslagsmál, þungarokk og ættarfylgja Við bjóðum uppá hlaðborð ólíkra mála hér við rauða borðið miðvikudagskvöldið ellefta desember, nú þegar stekkjastaur ætti að vera að skrölta til byggða. Það eru þó engir jólasveinar á meðal gesta okkar í kvöld. Björn Þorláksson ríður á vaðið ásamt umboðsmanni framboðs Samfylkingarinnar sem er ekki sáttur við meðferð atkvæða. Þá koma fulltrúar fanga í Afstöðu til Maríu og ræða brýnar úrbætur á fangelsismálum. Þær Oddný Eir og Vigdís Grímsdóttir taka lifandi og lífrænt spjall um bækur. Þorgerður María, hjá landvernd lítur við og köttar krappið í umræðunni um loftslagsmál. María og Oddný fara svo á hugarflug með hávaðarokkurum í osme og Björn lokar svo þættinum með harmrænni ættarfylgju. Útsendingu stýrðu Laufey Líndal og Pétur Fjeldsted. Spenniði eyrun vel það er gott spjall framundan.
Hlustaðu í fullri lengd (50mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur Bret Easton Ellis er bandarískur rithöfundur og podcastari fæddur árið 1964. Hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað American Psycho. White (2019) eftir hann er bók mánaðarins núna í Nóvember. Bókin er menningargagnrýni skrifuð í esseyju/memoir formi og má túlka sem nokkurskonar ákall um að fegurðin eigi að þrífast og sjálfsritskoðun þurfi að stöðva. Bók mánaðarins í Desember er Ilíonskviða eftir Hómer. Spennið beltin!
Rætt er við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um ókyrrð í flugi eins og heiðkviku (clear air turbulence), sem nýleg dæmi sýna að geta valdið stórslysum um borð í flugvélum. Hvar og hvernig myndast heiðkvikan og hvað veldur því hversu mikil hún verður? Eru varasamar aðstæður og öfgar í veðrinu að aukast með breyttu veðurfari og hitastigi? Einar reynir að svara þessum spurningum og fleirum, en hann hefur áratuga reynslu sem veðurfræðingur og sinnir veðurráðgjöf fyrir bæði stofnanir og fyrirtæki. Hann rýnir t.a.m. gögn til að hjálpa flugfélögum við að meta hvort breyta þurfi flugáætlun þegar óveður gengur yfir landið eða eldgos verða.
Það er ákaflega sjaldan sem stuðningsmenn Liverpool eru sáttir við jafntefli en ætli við getum ekki tekið þessu um helgina. Liverpool er fyrir vikið enn vel á lífi í annars mjög jafnri deild sem hefur farið ágætlega af stað. Framundan er ekkert asnalegt HM í eyðimörk heldur rosalegur mánuður þar sem Liverpool spilar 10 leiki frá 30.nóv til 1.janúar. Spennið beltin. Hinn miðvörðurinn er næstur á dagskrá í Ögurverk liði aldarinnar – Van Dijk var allt að þvi sjálfkjörin síðast. Tveir heimaleikir framundan í þessari viku og Liverpool á að vinna og verður að vinna báða. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
Spennið beltin. Þriggja bauka show lekur í eyrun á þér. Mál Vítalíu og Arnars Grant eiga ekkert erindi við þjóðina. Afhverju fór Bubbi ekki bara sjálfur uppá RUV ? Ísland með næst stórasta typpi í heimi, heitir yfir fimmtugu og oxy í leggöngum. Þetta, lögreguldagbókin og margt fleira sem mögulega þolir ekki dagsljósið. Góða andskotans skemmtun !
Í þessum þætti köfum við dýpra í náttúrufjársjóðskistu Austurlands. Hvar finnast helstu gimsteinar og náttúruperlur landshlutans og hvernig kemst maður þangað? Heimamennirnir Hallgrímur Vopni frá Egilsstöðum og Iðunn Elísa frá Reyðarfirði segja frá sínum uppáhaldsstöðum. Þjóðsögur þáttarins fjalla um álfadrottingu Íslands sem á að búa á Borgarfirði eystra og völvuna sem vakir yfir Reyðarfirði og Eskifirði. Spennið beltin því að lok þáttar er æsispennandi spurningakeppni þar sem barist verður um titilinn "náttúruperlusérfræðingur Austurlands!"
Spennið beltin því þið eruð á leið í bílferð með okkur um heilt bæjarfélag sem er stútfullt af draugum! Nánast á hverju horni. Við erum stödd í afskekktum bæ sem nefndur er Caryville í Wisconsin í Bandaríkjunum... Hafðu rúðurnar samt uppi, þú vilt ekki að einhver fylgi þér heim ...? ... Myndir og efni sem fylgir þættinum er á Draugasögur.com Enn fleiri þættir, sönnunargöng, myndbönd, klippur, viðtöl, spjallþættir ofl. er aðgengilegt á: Patreon.com/Draugasögur
Spennið sætisólar og hækkið í tækjunum, það er kominn Morðaforða Miðvikudagur!! Bjórinn sem við smökkuðum var hin grjótharða Úlfrún frá Borg og hún var alveg ýlfrandi góð. Þessi þáttur er með aðeins öðruvísi sniði þar sem Stella sökkti sér ofan í hyldýpið sem málið í kringum horbjóðinn hann Marc Dutroux er. Þetta er hyldýpi sem virðist vera botnlaust og því talaði Stella svolítið mikið en örvæntið eigi, Lára kemur sterk aftur til leiks í næstu viku með annan háklassa viðbjóð. Ekki gleyma að elska friðinn og strjúka kviðinn, og endilega deilið (m)orðinu, fylgið okkur sem víðast og gefið okkur stjörnur, ást og góða strauma þegar það á við. Við sendum það svo margfalt tilbaka á ykkur. Heyrumstumst! facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
Grant Lee Buffalo – Fuzzy Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í pappamálinu. Setjið hnausþykkt brúnt seðlaveskið í rassvasann og gelið hárið. Skvettið Calvin Klein ilmvatni á hrjúft spjaldið. Spennið á ykkur mótorhjólaklossana. Dragið djúpt andann. Árið er 1993. Það er fuzzari. Hér […]
Liv Bergþórsdóttir hefur verið einskonar ofurkona í íslensku viðskiptalífi undanfarinn áratug. Hún stofnaði fjarskiptafyrirtækið Nova ásamt Jóakimi Reynissyni og Novator. Félagið hóf starfsemi korter í kreppuna sem kom árið 2008. Nova réri lífróður og tapaði hundruðum milljóna króna fyrstu starfsár sín í baráttu við risana á markaðnum, Símann og Vodafone. Liv, sem forstjóri félagsins, hafði skýra sín á hvað skipti máli til að ná árangri. Úthugsuð viðskiptaáætlun, fjögur skýr markmið, réttar ráðningar og mögnuð markaðssetning. Á aðeins 8 árum náði Nova hæstu markaðshlutdeild í farsímaþjónustu á Íslandi, með 8 milljarða króna í veltu og 2 milljarða í rekstarhagnað. Við köfum í þetta allt. Svo er það Wow. Liv lýsir því tækifæri sem hún sá í ferðamennsku fyrir Ísland og hvernig leiðir hennar og Skúla Mogensen lágu saman við stofnun Wow. Liv varð stjórnarformaður félagsins. Það var margt líkt með Nova og Wow s.s. mikið hugrekki, framsækin markaðssetning, sterkur kúltúr og metnaður fyrir tækni. Nova var selt á 15 milljarða króna árið 2016 til erlendra fjárfesta en Wow fór á hausinn 2019 eftir að vonir um erlendan fjárfesti urðu að engu. Liv fer yfir hvernig þetta horfir við henni, bæði afrekin og mistökin. Þetta er mögnuð saga. Spennið beltin.
Why is all the rum gone! Spennið beltin þessi þáttur fjallar um Johnny Depp!
Spenniði beltinn. Bjarni Þór Viðarsson settist niður með þeim Árna Grétari Finnssyni og Vilhjálmi Frey Hallssyni og fór yfir allt frá erfiðum rimmum Essomótsins, ævintýrin á meginlandi evrópu yfir í verslunarrekstur á Íslandi.
í tímaflakki dagsins fóru Bergsson og Blöndal eins langt aftur og mögulegt er samkvæmt reglum þáttarins eða alveg aftur til ársins 1950. Síðan eru 68 ár! Það þýðir að árin 1960, 1970 og 1980 eiga líka eftir koma við sögu í þessum þætti og við miðum auðvitað við seinni hluta nóvember. Spennið beltin og komið á Tímaflakk!
í tímaflakki dagsins fóru Bergsson og Blöndal eins langt aftur og mögulegt er samkvæmt reglum þáttarins eða alveg aftur til ársins 1950. Síðan eru 68 ár! Það þýðir að árin 1960, 1970 og 1980 eiga líka eftir koma við sögu í þessum þætti og við miðum auðvitað við seinni hluta nóvember. Spennið beltin og komið á Tímaflakk!
Svakalegur þáttur sem bíður ykkar. Við förum yfir örlítið af nýju plötunni hans Emmsjé, sem er svo gestur í næsta þætti, hlustum á nýju Quavo ásamt fleira fersku. En svo kemur til okkar GKR og Starri og við förum yfir nýju plötuna hans GKR, Útrás, lag fyrir lag. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að missa af enda halda okkur engin bönd. Spennið á ykkur sætisólarnar og hækkið svo mikið að eyrun þola varla meira. Emmsjé Gauti - Mér líður vel Emmsjé gauti - Korter Emmsjé gauti - Steinstjarna pt. 2 Emmsjé Gauti - Manstubish Quavo - Flip the switch feat. Drake Quavo - Fuck 12 Quavo - Champagne Rosé feat Madonna & Cardi B Quavo - Workin me Swizz Beats - Preach feat jim jones Haki - Vinna Vel Bad Bunny - MIA feat Drake Kodak Black - ZEZE feat Travis Scott & Offset Belly - Immigrant feat Meek Mill M.I.A. GKR - Intro GKR - Ok kúl GKR - Hellaður GKR - Áttaviti GKR - Úff GKR - Útrás GKR - Skynja þig