Podcasts about framundan

  • 51PODCASTS
  • 232EPISODES
  • 1h 10mAVG DURATION
  • 1EPISODE EVERY OTHER WEEK
  • Feb 17, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about framundan

Latest podcast episodes about framundan

Gullkastið á Kop.is
Gullkastið - Sjónvarpið fékk að heyra það!

Gullkastið á Kop.is

Play Episode Listen Later Feb 17, 2025 63:19


Liverpool er í mjög þungu prógrammi þessa dagana og það sást vel í báðum leikjum vikunnar sem tóku á taugarnar. Framundan eru tveir risastórir útileikir gegn Villa og Man City. Ögurverk liðið er á sínum stað og fagmaðurinn í boði Deloitte Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done Afsláttarkóði í febrúar á WoktoWalk.is – 25% afsláttur með afsláttarkóðanum Liverpoolerubestir

Endalínan
264. Þáttur - Kærkomin pása?

Endalínan

Play Episode Listen Later Feb 15, 2025 68:17


Sælar!Framundan er landsleikjahlé, fengum einhver svör og einhverjar spurningar.Nýr styrktaraðili í KEF fjölskyldunni, KEF Spa of KEF Restaurant ásamt Brons, Soho og Viking Lite!

Spegillinn
Þingið framundan og sænsk börn sem sprengja sprengjur

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 31, 2025 20:00


Guðmundur Ari Sigurjónsson og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins - tókust á um hvað er framundan. Það má kannski segja að forsmekkurinn að þingvetrinum hafi fengist í gær þegar deilt var um hver ætti að fá hvaða herbergi í þinghúsinu; skrifstofustjóri Alþingis er búinn að kveða upp sinn dóm, Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu herbergi en málinu virðist hvergi nærri lokið. Undanfarið hafa dunið sprengingar í Svíþjóð nær daglega. Í janúarmánuði einum hefur verið sprengt rúmlega þrjátíu sinnum við íbúðarhús og verslanir og flestar eru sprengingarnar í suðurhluta Stokkhólms. Lögreglan segir ástandið mjög alvarlegt og það takmarkist ekki aðeins við Stokkhólm.

Spegillinn
Formannsslagur framundan í Sjálfstæðisflokki

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 6, 2025 20:00


Nokkuð óvænt tilkynning Bjarna Benediktssonar um miðjan dag um að hann ætlaði ekki að taka sæti á þingi og gæfi ekki kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins verður viðfangsefni þáttarins og rætt verður við þær Evu H. Önnudóttur prófessor og Jóhönnu Vigdís Hjaltadóttur fréttamann. Þingmönnum sjálfstæðisflokksins flokksins var brugðið þegar Bjarni sagði þeim frá ákvörðun sinni í dag, líklega er leitun að stjórnmálamanni sem hefur verið jafn umtalaður síðustu ár og áratugi.

Rauða borðið
Rauða borðið 18. desember:  Fátækt, ofbeldi, ljóð, innanríki, hvað er framundan og skaðaminnkun

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Dec 18, 2024 314:31


Miðvikudagur 18. desember  Fátækt, ofbeldi, ljóð, innanríki, hvað er framundan og skaðaminnkun Myndlistamaðurinn og Öryrkinn Georg Jónasson ræðir við Maríu Lilju um fátækt frá fyrstu hendi, myndlistina og allt þar á milli. Þá mæta til leiks Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, forstýra Kvennaathvarfsins og ræða um ofbeldi í nánum samböndum. Oddný Eir og Vigdís Grímsdóttir halda áfram með ítarlegt bókaspjall. Fyrstur að borði er Bragi Ólafsson með nýja bók Innanríkið Alexíus. Þar strax í kjölfarið verður staða ljóðsins krufin mtt. Tveggja nýútkominna verka skáldkvennanna Guðrúnar Hannesdóttur, Sigurbjargar Þrastardóttur.  Sigurjón M. fær til sín álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um framhaldið í samfélaginu þetta eru þau Valur Grettisson, Bryndís Haraldsdóttir og Auður Alfa Ólafsdóttir.  Í lokin kemur Svala Jóhannesardóttir formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, og ræðir um velsæld áfengis- og vímuefnasjúklinga.

Helgaspjallið
Þáttur 208 - Jara Giantara stjörnuspekingur um umbyltingartíma framundan

Helgaspjallið

Play Episode Listen Later Dec 17, 2024 76:51


Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Helgaspjalls-fan favorít og stjörnuspekingurinn Jara Giantara snýr aftur og við förum yfir magnaða tíma sem við búum við og umbyltingartíma framundan. Vatnsberi fór nýverið yfir í Plútó, og hvað þýðir það? Hafði stórar og sturlaðar fréttir útí heimi eitthvað með það að gera? Öld vatnsberans er komin til að vera en hvernig lítur næsta ár út? Hægt er að bóka tíma og kaupa gjafakort á www.jaragiantara.com Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

Tíu Jardarnir
E216 - Svakalegur endasprettur framundan. Úrslitakeppnin nálgast!

Tíu Jardarnir

Play Episode Listen Later Dec 10, 2024 60:08


Valur, Matti og Kalli ræddu leikviku 14 í NFL. Það er farið að hitan í kolunum í NFL þegar og úrslitakeppnin er handan við hornið! Allt er þetta í boði Lengjunnar og Arena Gaming.

Spekingar Spjalla
275. Annar í aðventu framundan

Spekingar Spjalla

Play Episode Listen Later Dec 5, 2024 90:02


Full lestað í dag choo-choo! Almennar umræður, SlúSlú, rætinn Tilfinningaskali og Meiða eða Leiða Valkyrjuspecial, allt í boði Alþingis. Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.

Gullkastið á Kop.is
Gullkastið – Olíulaust Man City

Gullkastið á Kop.is

Play Episode Listen Later Dec 2, 2024 73:47


Þvílík vika, Real Madríd var pakkað saman í miðri viku og Man City jafnvel ennþá meira sannfærandi um helgina. Liverpool er afgerandi á toppnum allsstaðar fyrir vikið. Framundan eru tveir erfiðir útileikir, Newcastle á St. Jamses áður en Liverpool heldur í síðasta skipti yfir Stanley Park til að spila í Guttagarði. Ljómandi að losna við þá úr hverfinu. Ögurverk liðið er á sínum stað, það var töluverð barátta um fagmann vikunnar í boði Húsasmiðjunnar Happatreyjur.is – Gjafaleikur Minnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, endilega kynnið ykkur málið á happatreyjur.is. Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10 Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

Gullkastið á Kop.is
Gullkastið – Átta Stiga Forskot

Gullkastið á Kop.is

Play Episode Listen Later Nov 25, 2024 68:18


Það var hvorki sannfærandi en sérstaklega fallegt þessa helgina en Liverpool er komið með átta stiga forskot á toppnum eftir aðeins 12 umferðir, það er sérstaklega fallegt og sannfærandi. Framundan er rosalegt leikjaprógramm sem byrjar á Real Madríd með Man City í eftirrétt! Bætum miðvörðum við Ögurverks liðið og óskum eftir djúpum miðjumanni við næst í þetta lið Brostinna vona. Spáum svo auðvitað í því helsta frá síðustu helgi. Happatreyjur.is – Gjafaleikur Einnig var dregið út og tilkynnt sigurvegarann í Happatreyjur.is leiknum og þökkum við frábæra þáttöku. Happatreyjur eru auðvitað jólagjöfin, endilega kynnið ykkur málið á happatreyjur.is. Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10 Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

Flugvarpið
#93 – Lakari afkoma Iceair en bjartara framundan – Bogi Nils Bogason

Flugvarpið

Play Episode Listen Later Oct 23, 2024 59:59


Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um uppgjör félagsins eftir fyrstu 9 mánuði ársins 2024. Tekjur félagsins dragast verulega saman og hagnaðurinn var tæpum tveimur milljörðum króna lakari miðað við sama tíma í fyrra eða 9,5 milljarðar. Bogi ræðir hér um síkvikar breytingar á samkeppnisumhverfinu í Keflavík, betri árangur í frakflutningum og góða afkomu af leiguflugi á vegum Loftleiða. Málefni innanlandsflugsins og Hvassahraun eru einnig rædd ásamt ýmsu fleiru eins og mögulegu samstarfi Icelandair og Air Atlanta.

Valur - Hljóðvarp
Úrslitaleikir framundan og ákall til Valsara!

Valur - Hljóðvarp

Play Episode Listen Later Sep 19, 2024 43:53


Franzarinn í hinu virta Gústa loungi með Arnari Sveini, Benna Bó og Öddu Baldurs. Fótboltinn ræddur, uppgjör á deildarkeppninni og úrslitaleikir framundan.

Steve Dagskrá
Hnignun ítalska fótboltans, úrslitakeppnin framundan og meistaradeildin.

Steve Dagskrá

Play Episode Listen Later Sep 18, 2024 50:07


Margt í mörgu.

Spegillinn
Átakavetur framundan í pólitíkinni en stjórnarslit vart í augsýn og úræði skortir fyrir börn sem beita ofbeldi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 29, 2024 20:00


Ný skoðanakönnun Maskínu í gær um fylgi flokkanna hefur vakið mikla athygli. Fimmtán prósent sögðust myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en fjórtán prósent Sjálfstæðisflokkinn - sem verða að teljast töluverð tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður MIðflokksins býst við átökum í vettvangi stjórnmálanna í vetur. Fallandi gengi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli en Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mönnum hafi lærst að skoðanakannanir sem gerðar eru á miðju kjörtímabili hafa takmarkað forspárgildi um kosningar. TIlkynningum um að börn beiti ofbeldi hefur fjölgað mjög og kerfið sem á að taka við þeim er löngu sprungið segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Ofbeldið hefur aukist og er grófara en áður.

Spegillinn
Skúffaðir nágrannar í Frakklandi, flókin stjórnarmyndun framundan

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jul 8, 2024 10:00


Lára Benjnouh býr í 800 manna þorpi í blómlegu landbúnaðarhéraði í Cher-dalnum Mið-Frakklandi. Það er óhætt að segja að meirihluti nágranna hennar hafi sennilega búist við sigri síns fólks í gær. 56% kusu Þjóðarfylkingu Le Pen og hún gerir ráð fyrir að margir séu skúffaðir. Sjálf býst hún allt eins við stjórnarkreppu, en segir það betra en að öfgafólk nái stjórnartaumunum í Frakklandi. Eirkur Bergmann Einarsson prófessor í stjórnmálafræði segir að það verði ákaflega flókið að mynda stjórn í Frakklandi. Miðjublokkin og vinstriblokkin hljóti að reyna að ná saman en sumir í miðflokkunum vilji alls ekki vinna með sumum í vinstri blokkunum. Þá sé hægt að reyna að mynda minnihluststjórn, jafnvel einhverskonar utanþingsstjórn.

Fotbolti.net
EM hringborðið - Riðlunum lokið og útsláttarkeppni framundan

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Jun 27, 2024


Riðlakeppninni á Evrópumótinu í Þýskalandi er lokið og framundan eru 16-liða úrslitin. Almarr Ormarsson og Adda Baldursdóttir, sem eru bæði að vinna í kringum mótið fyrir RÚV, komu í heimsókn í dag og ræddu um riðlakeppnina og 16-liða úrslitin sem eru framundan. Það verður áhugavert að sjá hvernig mótið þróast en 16-liða úrslitin hefjast á laugardaginn.

Mannlegi þátturinn
Ólafía Hrönn föstudagsgestur og þjóðlegir réttir á kosninganótt

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 31, 2024 54:38


Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona, söngkona og lagahöfundur. Hún hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði og í sjónvarpi og kvikmyndum og svo er hún meðlimur í Heimilistónum og Hljómsveit Jarþrúðar og hefur sungið víða. Framundan er Sumarkjólaball Heimilistóna í Gamla Bíói, en við fórum auðvitað aftur í tímann með Ólafíu, á æskuslóðirnar, í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði og á Laugarvatni. Við fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og spjallið leiddi okkur á skemmtilegar slóðir, til dæmis þegar hún sagði frá því hvaðan draumurinn um að verða leikkona kom, grínið og hljómsveitirnar, en hún er nýbúin að stofna tríó sem ber nafnið Mamma þín. HP sósan var svo til umfjöllunar í Matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti, en í síðustu viku fjölluðum við um Worchestershire sósuna. Svo ræddum við hugmyndir að þjóðlegum smáréttum og partýmat sem sniðugt gæti verið að bera á borð á kosningavökunni annað kvöld. Tónlist í þættinum í dag: Nú liggur vel á mér / Ingibjörg Smith (Óðinn G Þórarinsson og Númi Þorbergs) Tuð / Hljómsveit Jarþrúðar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) Haltu utan um mig / Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

hp la f mamma jar reykjav svo hlj ingibj framundan hornafir laugarvatni haltu sigurlaugu margr
Spegillinn
Það sem Guðni gerði og forsetakosningarnar framundan

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 26, 2024 20:00


Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur, fer yfir stöðuna í komandi forsetakosningum sem metfjöldi frambjóðenda ætlar að taka þátt í. Fyrst verður hins vegar skyggnst á bakvið tjöldin og skoðað hvernig það er að vera forseti Íslands og hvað það er sem hann gerir.

Spegillinn
Nýr fjármálaráðherra segir ekki niðurskurð framundan og allt um mál OJ Simpson

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 12, 2024 20:00


Í þættinum verður rætt við formann BSRB um kjarasamninga, þar sem meginverkefnið er að hemja verðbólgu og vexti. Einnig þurfi að leiðrétta það sem rangt var gefið í upphafi. Líka verður fjallað um OJ Simpson, sem lést í gær. Fyrst er það þó nýr fjármálaráðherra sem boðar ekki niðurskurð í fjármálaáætlun, ætlar að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka og segir sitthvað um kaup Landsbankans á TM.

90 mínútur
Íþróttavikan - Úkraína framundan, beint frá Póllandi

90 mínútur

Play Episode Listen Later Mar 25, 2024 26:51


Hörður Snævar ræðir leik morgundagsins við Helga Fannar sem staddur er í Póllandi.

Spegillinn
Hver á eyjarnar við landið? Kílómetragjaldið vekur athygli, erfiðar stjórnarmyndunarviðræður framundan í Portúgal

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 11, 2024 20:00


Mörgum brá þegar ríkið gerði tilkall til Vestmannaeyja, Hvítserks og flestallra eyjanna á Breiðafirði á grundvelli þjóðlendulaga, ekki síst þeim landeigendum sem töldu sig eiga eyjarnar. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að eyjar og sker verði undanskildar meðferð Óbyggðanefndar en lögfræðingar segja eitt þurfa yfir alla að ganga. Sigurvegari þingkosninganna í Portúgal í gær Mið-hægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið AD undir forystu Luís Montenegro á fá möguleika á að mynda stjórn. Portúgalir gætu þurft að kjósa fljótlega aftur. Nýja kílómetragjaldið sem kemur í stað veggjalda hefur vakið athygli á erlendri grundu. Ísland er fyrst landa til að taka kílómetragjaldið upp. Nánar af því á eftir.

Mannlegi þátturinn
Solihull aðferðin, íslensk strandmenning og eldsumbrotin

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 21, 2024 54:06


Solihull er aðferð sem snýst um snemmtæka íhlutun, aðgerðir og vinnulag til að auka geð- og tilfinningaheilbrigði ungra barna og foreldra. Við fræddumst í dag um þessa aðferð þegar Gunnlaug Thorlacius, yfirfélagsráðgjafi Landspítalans og formaður Geðverndarfélags Íslands, kom í þáttinn ásamt Kjartani Valgarðssyni framkvæmdastjóra félagsins einmitt til þess að fræða okkur um Solihull aðferðina. Framundan er málþing Vitafélagsins um íslenska strandmenningu, stöðu hennar og framtíð. Málþingið fer fram á Akranesi 4. mars, þar verða flutt erindi um strandmenningu, sögu hennar, strandmenningu í bókmenntum og fleira auk þess sem það verða pallborðsumræður. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins kom í þáttinn ásamt Árna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi og þau sögðu okkur frekar frá íslenskri strandmenningu og málþinginu. Þorvaldur Þórðarsson prófessor í eldfjallafræði og bergfræði kom svo til okkar og við spurðum hann útí stöðuna á Reykjanesi þar sem enn einu sinni er útlit fyrir gos. Hann fræddi okkur um hvað er í gangi undir yfirborði jarðar í svona jarðhræringum og eldsumbrotum og þetta tímabil sem augljóslega er hafið og sér ekki fyrir endann á í bili að minnsta kosti. Tónlist í þættinum í dag: Þúsund sinnum segðu já / Toggi og Ourlives (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson, Sæmundur Rúnar Þórisson og Örn Jónsson) Sólarlag = Sunny Days / Pónik (ProKop, Þorvaldur Halldórsson og Erlendur Svavarsson) Hvenær sé ég þig næst / Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir (Tómas R. Einarsson og Linda Vilhjálmsdóttir) Hæ Mambó / Tónar og trix, Bogomil Font (Bob Merrill og Loftur Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Handkastið
Heilladísirnar halda okkur inná EM - Algjört afhroð gegn Ungverjum

Handkastið

Play Episode Listen Later Jan 16, 2024 69:00


Svartfjallaland tryggði íslenska landsliðinu sæti í milliriðil á EM fyrr í dag. Farið yfir leik Íslands og Ungverjalands sem tapaðist með átta mörkum. Logi Geirsson var á línunni frá Þýskalandi og fór yfir þetta allt saman með Sérfræðingnum, Ponzunni og Gunnari Birgissyni lýsanda stóru leikjanna á RÚV. Framundan eru fjórir leikir í milliriðli þar sem allt getur gerst. Vonin um verðlaunasæti lifir enn.

Samfélagið
Eldsumbrot í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands, líðan Grindvíkinga og óvissan framundan

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 15, 2024 56:56


Það hefur dregið mikið úr virkni eldgossins sem hófst norðan við Grindavík í gærmorgun en það eru enn merki um áframhaldandi landris við Svartsengi. Við ræðum eldgosið og stöðuna á Reykjanesskaga við Bergrúnu Örnu Óladóttur, jarðfræðing hjá Veðurstofunni. Margt er óljóst eftir atburðina í Grindavík síðasta sólarhring og íbúar í mikilli óvissu um heimili sín og eigur. Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands ræðir næstu skref stofnunarinnar. Fjöldi Grindvíkinga er nú saman kominn í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Það er margt sem liggur fólki á hjarta, margt óljóst varðandi framtíðina. Við ræðum líðan fólks, óvissu og úrræði við Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar. Tónlist: MARK KNOPFLER - True Love Will Never Fade. GDRN, MAGNÚS JÓHANN RAGNARSSON - Morgunsól. TRACY CHAPMAN - Fast car.

Heimskviður
167| Hvað er framundan árið 2024?

Heimskviður

Play Episode Listen Later Dec 16, 2023


Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision og á Ólympíuleikunum, eins og var með Rússland í fyrra? Hvernig lítur árið 2024 út utan Íslands? Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Heimskviður
167| Hvað er framundan árið 2024?

Heimskviður

Play Episode Listen Later Dec 16, 2023 41:49


Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision og á Ólympíuleikunum, eins og var með Rússland í fyrra? Hvernig lítur árið 2024 út utan Íslands? Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Fotbolti.net
Gústi Gylfa um ellefu ár af Bose mótinu - Stórleikur framundan

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Dec 7, 2023


Það eru núna ellefu ár síðan Bose-mótið var stofnað en mótið hefur verið fastur liður af undirbúningstímabilinu hér á Íslandi síðan. Fótboltaþjálfarinn Ágúst Gylfason á stóran þátt í mótinu en hann kom á skrifstofu Fótbolta.net í dag þar sem hann ræddi um stofnun mótsins og þróun þess. Framundan er stórleikur þar sem erkifjendurnir Breiðablik og Víkingur eigast við í úrslitaleik. Leikurinn fer fram annað kvöld á Kópavogsvelli. Í seinni hluta þáttarins ræddi Gústi um viðskilnaðinn við Stjörnuna og sína framtíð. Umsjónarmaður þáttarins er Sæbjörn Steinke.

Tíu Jardarnir
E.178 - Línurnar eru farna að skýrast, þakkagjörðarhátíðin og Live Show framundan!

Tíu Jardarnir

Play Episode Listen Later Nov 28, 2023 113:08


OG þáttur með Valsa, Bigga, Kalla og Matta! LIVE SHOW - 3 DES NÆSTKOMANDI Á ARENA!! Mögulega Limited Edition Merch?? Allt saman tekið upp í Nóa Síríus stúdíónu hjá Podcaststöðinni! BOLI - TUDDI! Léttöl! Kansas - Pítan og Saffran! Lengjan Lengjan Lukkusprengja! Arena Gaming - Heimavöllur NFL á Íslandi!

Handkastið
Sturluð botnbarátta framundan - Boltabloggið hitar upp fyrir HM

Handkastið

Play Episode Listen Later Nov 27, 2023 55:31


Hitað var upp fyrir 11.umferðina í Olís-deildinni þar sem áhugaverðir leikir fara fram í vikunni. Þá heyrðum við í Ragnari Hermannssyni, Boltablogginu sjálfu sem fór yfir landsleikina hjá kvennalandsliðinu í aðdraganda HM og það sem koma skal. Umfjöllunin um kvennalandsliðið er í boði Vogue - fyrir heimilið.

Morgunvaktin
Harðræði gegn börnum, áhrif afsláttardaga og stjórnmál í Evrópu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 6, 2023 130:00


Og meðal þess sem við ætlum að gera í dag er að reyna að skilja íslenskt samfélag frá því eftir stríð og fram eftir síðustu öld; það samfélag sem lét lítil börn á vöggustofum afskipt og beitti ungmenni á vistheimilum ofbeldi. Við munum málin og skýrslurnar; fyrst Breiðavík á sínum tíma og nú síðast Vöggustofurnar í Reykjavík. Hvernig stendur á því að börn og unglingar, og fullorðið fólk sem glímdi við fötlun eða veikindi naut ekki alúðar og öryggis í skjóli hins opinbera? Við veltum því fyrir okkur með Ingólfi Gíslasyni, prófessor í félagsfræði. Framundan eru stórir afsláttardagar - dagur einhleypra, svartur föstudagur og þar fram eftir götunum - og svo auðvitað jólin. En af hverju hafa auglýsingar og afslættir áhrif á okkur, hvað er þar að baki? Við ræddum þetta við Gró Einarsdóttur doktor í félagssálfræði. Björn Malmquist spjallaði við okkur um stjórnmál í Evrópu, meðal annars um mögulega aðild Úkraínu að Evrópusambandinu en formlegar aðildarviðræður kunna að hefjast á snemma á nýja ári. Við ræddum líka þingkosningar í Hollandi sem verða eftir rúmar tvær vikur. Tónlist: Sinatra, Frank - That's life. Ellington, Duke - Angelica. KÁRI - Into The Blue.

Morgunvaktin
Harðræði gegn börnum, áhrif afsláttardaga og stjórnmál í Evrópu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 6, 2023


Og meðal þess sem við ætlum að gera í dag er að reyna að skilja íslenskt samfélag frá því eftir stríð og fram eftir síðustu öld; það samfélag sem lét lítil börn á vöggustofum afskipt og beitti ungmenni á vistheimilum ofbeldi. Við munum málin og skýrslurnar; fyrst Breiðavík á sínum tíma og nú síðast Vöggustofurnar í Reykjavík. Hvernig stendur á því að börn og unglingar, og fullorðið fólk sem glímdi við fötlun eða veikindi naut ekki alúðar og öryggis í skjóli hins opinbera? Við veltum því fyrir okkur með Ingólfi Gíslasyni, prófessor í félagsfræði. Framundan eru stórir afsláttardagar - dagur einhleypra, svartur föstudagur og þar fram eftir götunum - og svo auðvitað jólin. En af hverju hafa auglýsingar og afslættir áhrif á okkur, hvað er þar að baki? Við ræddum þetta við Gró Einarsdóttur doktor í félagssálfræði. Björn Malmquist spjallaði við okkur um stjórnmál í Evrópu, meðal annars um mögulega aðild Úkraínu að Evrópusambandinu en formlegar aðildarviðræður kunna að hefjast á snemma á nýja ári. Við ræddum líka þingkosningar í Hollandi sem verða eftir rúmar tvær vikur. Tónlist: Sinatra, Frank - That's life. Ellington, Duke - Angelica. KÁRI - Into The Blue.

Handkastið
Íslensku liðin taka yfir Evrópu - Do or die umferð framundan

Handkastið

Play Episode Listen Later Oct 24, 2023 55:48


Upphitun fyrir svakalega umferð sem framundan eru. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar á línunni og Evrópu-ævintýri íslensku liðanna skoðað. Það styttist í næsta landsliðsverkefni - hvernig voru landsliðsmennirnir að spila um helgina?

Spjallið
#98 Nakin á Kjarval, slúður og það sem er framundan!

Spjallið

Play Episode Listen Later Sep 27, 2023 54:33


Þátturinn er í boði Maarud, Kúmen í Kringlunni, Happy Hydrate, Nettó og Subway.

Mannlegi þátturinn
Krabbameinsrannsóknir, Alzheimerdagurinn og Landsbyggðin lifi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 21, 2023


Á málþingi sem haldið er í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna, kl.16:30 í dag í húsi Krabbameinsfélagsins, verður veitt innsýn í mikilvægi krabbameinsrannsókna, þar sem vísindafólk og læknar og fólk sem nýtur ávinnings af framförum í meðferð sinna krabbameina tala á mannamáli um sína reynslu. Í dag fengum við í heimsókn til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, sem hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum tengdum myndun og meinvörpun æxla þar sem notast er við ávaxtaflugur og við heyrðum einnig í Sigurbirni Árna Arngrímssyni, sem greindist með fjórða stigs sortuæxli fyrir rúmum tveimur árum. Í dag er alþjóðlegur Alzheimerdagur og í tilefni þess halda Alzheimersamtökin ráðstefnu undir heitinu Er mamma bara með heilabilun þrisvar sinnum í viku? - Úrræði og þjónusta fyrir fólk með heilabilun á landsvísu. Meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni eru systurnar Dagný Björg Gunnarsdóttir og Hera Kristín Óðinsdóttir sem ætla að segja frá upplifun sinni af því þegar móðir þeirra fékk staðfesta greiningu fyrir Alzheimer og tímanum eftir greiningu. Einnig mun Bergþóra Guðmundsdóttir segja frá reynslu sinni á ráðstefnunni, en hún er líka aðstandandi Alzheimersjúklings. Við ræddum við þær Dagnýju, Heru og Bergþóru í þættinum í dag. Samtökin Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks sem vill örva og efla byggð um land allt, bæði í efnahags- og menningarmálum. Samtökin taka þátt í erlendum verkefnum með öðrum jaðarbyggðum, til dæmis í Evrópusambandinu, þar sem þau meðal annars deila reynslu sinni af því að vinna gegn fólksfækkun og glötun menningar í heimabyggð. Framundan er aðalfundur félagsins og málþing á Egilsstöðum og við fengum þær Hildi Þórðardóttur og Sigríði Svavarsdóttur til að segja okkur meira frá samtökunum, aðalfundinum og hvað er á döfinni hjá þeim. Tónlist í þættinum Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson ( Jenni Jóns) I?m still standing / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Falling Slowly / The Swell Season (Glen Hansard & Markéta Irglová) Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Dr. Football
Doc án landamæra - Hell week framundan og Júlli til DFB

Dr. Football

Play Episode Listen Later Sep 19, 2023 65:01


Dr. Football sat með Sigurði og Kela á þriðjudegi.

Fotbolti.net
Heimavöllurinn: Takk Sif, Blikar snúa aftur og erfitt í eyjum

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Sep 18, 2023


Úrslitakeppni neðri hlutans í Bestu er lokið og það er ÍBV sem kveður deildina. Blikar rönkuðu við sér eftir dapurt gengi að undanförnu og eru aftur komnar í Evrópusæti. Framundan eru landsleikir og Meistaradeildarævintýri og það er margt að ræða. Elíza Gígja Ómarsdóttir og Lilja Dögg Valþórsdóttir mæta á Heimavöllinn og fara yfir málin með Mist Rúnarsdóttur. Í boði Dominos og Orku Náttúrunnar.

Fotbolti.net
Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Sep 15, 2023


Framundan hjá Breiðabliki er riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrst er þó heimaleikur í Bestu deildinni gegn FH á sunnudag. Sá leikur var fyrst settur á morgundaginn (laugardag) en sökum veðurs var hann færður fram á sunnudag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Sæbjörn Steinke um komandi átök, stöðuna á hópnum, möguleikann á styrkingu og Laugardalsvöll. Hann ræðir einnig um ferðalagið til Ísraels, æfingaleiki eftir að Íslandsmótinu lýkur og svo leik Íslands gegn Bosníu sem fram fór á mánudagskvöld. Í þeim leik byrjaði sonur hans, Orri Steinn, sinn fyrsta landsleik.

Spjallið
New York draumurinn, hvað er framundan, fyndnar aðstæður og turn on

Spjallið

Play Episode Listen Later Jun 21, 2023 84:11


Þátturinn er í boði Bio-kult, VitHit & Kúmen.

90 mínútur
Íþróttavikan: Hjálmar Örn og landsleikirnir framundan

90 mínútur

Play Episode Listen Later Jun 17, 2023 54:20


Hjálmar Örn Jóhannsson er gestur þeirra Helga og Kela í Íþróttavikunni.

Virðing í uppeldi
84. Guðrún Björns og Soffía Bærings um dúlustarfið

Virðing í uppeldi

Play Episode Listen Later Jun 14, 2023 48:05


Framundan inn á milli annarra þátta eru nokkrir þættir úr smiðju þeirra Guðrúnar Björnsdóttur og Soffíu Bæringsdóttur. Þær starfa báðar sem doulur. Guðrún er ein stofnmeðlima Meðvitaðra foreldra og tveggja barna móðir. Segja má að foreldrahlutverkið og ástríða hennar fyrir virðingarríku uppeldi hafi leitt hana á þá braut sem hún starfar á í dag, með börnum hjá Hjallastefnunni og sem doula eftir að hafa lært hjá Soffíu. Soffía er þriggja barna móðir, eiginkona og félagsfræðingur og brennur því fyrir því að aðstoða fjölskyldur alveg frá meðgöngu og áfram og er með fyrirtækið Hönd í hönd.Báðar eru þær með hjartað í því að tilheyra og styðja samfélagið sitt, víkka það út (fjölskyldurnar sem þær þjónusta kalla þær fjölskyldurnar sínar) og halda rými utan um fólkið sem þær þjónusta.Við mælum með þessari rólegu og góðu hlustun á spjall Guðrúnar og Soffíu, sér í lagi ef þú ert að búa þig undir fæðingu. „Að vera til staðar í fæðingu án þess að vera með læti og taka yfir rýmið. Þegar fjölskyldan þakkar manni fyrir á maður að minna sig á að fjölskyldan gerði þetta sjálf.“ Þessi orð Soffíu úr þættinum hafa sterkan samhljóm við foreldrahlutverkið. Guðrún Inga Torfadóttir annaðist klippingu þáttarins.

Spekingar Spjalla
212. Vikan, Topp 3, Tilfinningaskalinn, Vel eða Kvel og svo er helgi framundan

Spekingar Spjalla

Play Episode Listen Later May 12, 2023 112:57


Þetta var óvenjulegur þáttur þar sem það vantaði tvo máttarstólpa (samt ekki) Þórhallur mætti og stóð fyrir sínu. Það var rætt um úrslita keppnina í handbolta, körfu og enska boltans. Þegar YouTjúb og Þórhallur mætast þá er veisla. Upptökur fóru fram í ⁠Nóa Síríus⁠ stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði ⁠Gull Lite⁠.

Fotbolti.net
Ólafur Ingi Skúlason - Miklu stærra en margir átta sig á

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Mar 31, 2023


Ólafur Ingi Skúlason ræddi um U19 ára landsliðið sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM í vikunni. Ólafur er þjálfari liðsins og fór yfir milliriðilinn, umgjörðina, uppleggið, hárlitinn og allt mögulegt í kringum afrekið magnaða. „Ég held að enginn fyrir fram hafi búist við því að við stæðum uppi sem sigurvegarar í riðlinum. Þetta er miklu stærra en margir átta sig á," sagði Ólafur m.a. í þættinum. Til þess að komast í lokakeppnina þurfti að enda í efsta sæti í riðlinum sem haldinn var á Englandi. England er ríkjandi meistari í U19 og hinir andstæðingarnir voru Tyrkir og Ungverjar. Framundan er lokakeppni á Möltu í júlí og verður dregið í riðlana þar í apríl.

Þjóðmál
#111 – Úkraínumenn fá betri vopn og búnað – Hvað er framundan í stríðinu?

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Jan 30, 2023 47:30


Kristján Johannessen, fréttastjóri á Morgunblaðinu, mætir aftur til að ræða um stöðu mála í Úkraínu, hvernig stríðið hefur breyst úr því að vera varnarstríð yfir í að vera átök um landvinninga, hvort að sá búnaður sem Vesturlönd eru að senda Úkraínumönnum muni gagnast og hvernig, hvað kunni mögulega að vera framundan í átökunum, hvort og þá hvernig átökin geta stigmagnast, hvaða áhrif átökin hafa á umræðu hér á landi um öryggis- og varnarmál, hvort að stríðið sé einnig stríð um upplýsingaflæði og margt fleira.

Heimskviður
130| Goðsögnin Pelé og árið framundan í Úkraínu

Heimskviður

Play Episode Listen Later Jan 7, 2023


Brasilíumenn kvöddu sinn dáðasta son í vikunni. Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést rétt fyrir áramót og var borinn til grafar á fimmtudaginn. Kóngurinn sem átti svo stóran þátt í að móta sjálfsmynd brasilísku þjóðarinnar og sameina hana er af mörgum talinn besti fótboltamaður sem stundað hefur íþróttina fögru. Bjarni Pétur Jónsson fer með okkur til Brasilíu. Tuttugasta og fjórða febrúar verður eitt ár liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Innrásin hófst að morgni dags með stórsókn meðal annars að Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en rússneskar hersveitir sóttu einnig fram í austur og suðurhluta landsins. Þeim varð nokkuð ágengt í upphafi, en undanfarna mánuði hafa átökin markast af undanhaldi Rússa á stórum svæðum í Kharkiv héraði í norðausturhluta landsins og Kherson héraði í suðri - og nokkurs konar kyrrstöðuhernaði í héruðunum Donetsk og Luhansk í austri. Rússar hafa gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgir og bæi; árásir sem beinst hafa að innviðum á borð við raforkukerfi Úkraínu - markvisst í því skyni að draga úr baráttuvilja almennings og valda efnahagslegum skaða. En hvernig er útlitið fyrir næstu vikur og mánuði? Björn Malmquist ræddi við úkraínsku þingkonuna Kiru Rudik, Ben Hodges, fyrrverandi yfirmann bandaríska heraflans í Evrópu og Albert Jónsson sérfræðing í öryggis og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Heimskviður
130| Goðsögnin Pelé og árið framundan í Úkraínu

Heimskviður

Play Episode Listen Later Jan 7, 2023


Brasilíumenn kvöddu sinn dáðasta son í vikunni. Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést rétt fyrir áramót og var borinn til grafar á fimmtudaginn. Kóngurinn sem átti svo stóran þátt í að móta sjálfsmynd brasilísku þjóðarinnar og sameina hana er af mörgum talinn besti fótboltamaður sem stundað hefur íþróttina fögru. Bjarni Pétur Jónsson fer með okkur til Brasilíu. Tuttugasta og fjórða febrúar verður eitt ár liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Innrásin hófst að morgni dags með stórsókn meðal annars að Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en rússneskar hersveitir sóttu einnig fram í austur og suðurhluta landsins. Þeim varð nokkuð ágengt í upphafi, en undanfarna mánuði hafa átökin markast af undanhaldi Rússa á stórum svæðum í Kharkiv héraði í norðausturhluta landsins og Kherson héraði í suðri - og nokkurs konar kyrrstöðuhernaði í héruðunum Donetsk og Luhansk í austri. Rússar hafa gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgir og bæi; árásir sem beinst hafa að innviðum á borð við raforkukerfi Úkraínu - markvisst í því skyni að draga úr baráttuvilja almennings og valda efnahagslegum skaða. En hvernig er útlitið fyrir næstu vikur og mánuði? Björn Malmquist ræddi við úkraínsku þingkonuna Kiru Rudik, Ben Hodges, fyrrverandi yfirmann bandaríska heraflans í Evrópu og Albert Jónsson sérfræðing í öryggis og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Heimskviður
130| Goðsögnin Pelé og árið framundan í Úkraínu

Heimskviður

Play Episode Listen Later Jan 7, 2023 40:00


Brasilíumenn kvöddu sinn dáðasta son í vikunni. Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést rétt fyrir áramót og var borinn til grafar á fimmtudaginn. Kóngurinn sem átti svo stóran þátt í að móta sjálfsmynd brasilísku þjóðarinnar og sameina hana er af mörgum talinn besti fótboltamaður sem stundað hefur íþróttina fögru. Bjarni Pétur Jónsson fer með okkur til Brasilíu. Tuttugasta og fjórða febrúar verður eitt ár liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Innrásin hófst að morgni dags með stórsókn meðal annars að Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en rússneskar hersveitir sóttu einnig fram í austur og suðurhluta landsins. Þeim varð nokkuð ágengt í upphafi, en undanfarna mánuði hafa átökin markast af undanhaldi Rússa á stórum svæðum í Kharkiv héraði í norðausturhluta landsins og Kherson héraði í suðri - og nokkurs konar kyrrstöðuhernaði í héruðunum Donetsk og Luhansk í austri. Rússar hafa gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgir og bæi; árásir sem beinst hafa að innviðum á borð við raforkukerfi Úkraínu - markvisst í því skyni að draga úr baráttuvilja almennings og valda efnahagslegum skaða. En hvernig er útlitið fyrir næstu vikur og mánuði? Björn Malmquist ræddi við úkraínsku þingkonuna Kiru Rudik, Ben Hodges, fyrrverandi yfirmann bandaríska heraflans í Evrópu og Albert Jónsson sérfræðing í öryggis og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Flugvarpið
#51 - ISAVIA, endurheimtin í KEF og vöxturinn framundan – Sveinbjörn Indriðason

Flugvarpið

Play Episode Listen Later Nov 17, 2022 95:02


Sveinbjörn Indriðason forstjóri ISAVIA fer vítt yfir sviðið um fjölmörg og krefjandi verkefni félagsins. Reksturinn í Keflavík, stækkunaráform og þróun vallarins á næstu árum. Vel yfir 6 milljónir farþega fara um völlinn á þessu ári og í vetur munu fleiri flugfélög fljúga til Keflavíkur en nokkru sinni áður yfir vetrartímann. Sveinbjörn ræðir einnig ýmis atriði sem varða innanlandsflugvelli á Íslandi, varaflugvelli, stöðu Reykjavíkurflugvallar og flugleiðsöguþjónustunnar.

Lífið með Lindu Pé
106. Ætlar þú að missa af þessu?

Lífið með Lindu Pé

Play Episode Listen Later Nov 9, 2022 29:15


Ef þú vilt bæta líf þitt á einn eða annan hátt skaltu hlusta! Linda og Dögg segja þér hér frá öllu því fjölbreytta efni sem stendur þér til boða í LMLP prógramminu. Framundan er ótrúlega spennandi efni sem við erum að fara að kenna, bæði nú í lok árs og í byrjun næsta árs og í þættinum segjum við frá því. Það er engin kona sem getur sagt, „Það er ekkert þarna fyrir mig“. Dæmi um það efni sem þú færð aðgang að með LMLP aðild er; þyngdartap, sambönd, sjálfsmynd, fjármál, sjálfsrækt, mataræði, markmið, skipulag, stíll, umhverfi, vikulegir fundir, vinnustofur, lífsþjálfun og margt fleira! Og síðast en ekki síst þá heyrirðu um Draumferðina sem hópurinn fer í til Spánar vorið 2023. → Ekki missa af DÍL ÁRSINS. Aðeins í boði 7-15. nóv.

Spekingar Spjalla
181. Slúður, Vel eða Kvel, To Eat or Not to Eat og helgin framundan

Spekingar Spjalla

Play Episode Listen Later Sep 23, 2022 81:31


Stór vika hjá Spekingum en þeir komu allir til baka með 10 fingur og 10 tær úr stóru golfferðinni. Spekingur fór holu í höggi á Spáni, Slúðrið á sínum stað, Vel eða Kvel brútalt að þessu sinni og To Eat or Not to Eat kom á óvart. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Flugvarpið
#45 - Erfiður tími að baki, nýjar áskoranir en bjart framundan – Þ. Haukur Reynisson

Flugvarpið

Play Episode Listen Later Jun 24, 2022 72:39


Rætt er við Þórhall Hauk Reynisson flugrekstrarstjóra Icelandair um gríðarlegar áskoranir í rekstrinum síðustu árin og um stöðu félagsins í dag og horfurnar framundan. Haukur eins og hann er kallaður rifjar einnig upp áhugaverða tíma á ferlinum eins og þegar hann hóf sinn feril sem flugmaður hjá Flugfélaginu Erni á Ísafirði og sinnti þar fjölbreyttum verkefnum, allt frá sjúkra- og póstflugi um Vestfirði til hjálparflugs í Afríku.