POPULARITY
Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, eru gestir Helga Fannars þessa vikuna, sem var ansi þétt er íþróttafréttir varðar.Þá er Matthías Vilhjálmsson í viðtali í síðasta hluta þáttarins, en hann er að leggja skóna á hilluna eftir leik Víkings við Val á morgun.
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heldur á morgun og hinn daginn mikla námsstefnu, Á vakt fyrir Ísland, sem er mikilvægur vettvangur fræðslu, umræðu og samvinnu fyrir þau fjölmörgu sem starfa við viðbragðs- og björgunarstörf hér á landi. Bjarni Ingimarsson formaður landsambandsins ætlar að segja okkur betur frá þessu hér rétt á eftir. Danshópurinn Sporið sýnir íslenska þjóðdansa við ýmis tækifæri og var stofnaður var á Hvanneyri árið 1995 og á sér rætur í enn eldri hópi sem þar starfaði. Megintilgangur hópsins er að iðka og kynna íslenska þjóðdansa, sem eru hverfandi en engu að síður afar mikilvægur hluti menningararfs landsins. Danshópurinn Sporið hefur lagt sitt af mörkum til miðlunar þessarar hefðar í allmörg ár og nýjustu tíðindi eru þau að yngra fólkið er að sækja í þennan félagsskap. Guðrún Jónsdóttir er á leiðinni til okkar úr Borgarfirðinum og sest hjá okkur í spjall á eftir. Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu kemur til okkar í dag enda fastur gestur hjá okkur á fimmtudögum. Í dag ætlar hann að halda aðeins áfram að tala um hlutverk í fjölskyldum. Tónlist í þættinum í dag: Snorri Helgason - Torfi á orfi Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Anna Vilhjálms, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Ég bíð við bláan sæ Grettir Björnsson - Austfjarðaþokan
Mýrin, alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð hefst á morgun í Norræna húsinu. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og yfirskriftin að þessu sinni er Týnd útí mýri. Áhersla er lögð á Norrænar barna- og unglingabókmenntir og lestrargleði og sköpun höfð að leiðarljósi og ýmis konar uppákomur og viðburðir verða fyrir börn, ungmenni og alla aðra sem láta sig barnabókmenntir varða. Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur situr í stjórn Mýrarinnar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi, er gestur okkar í dag. Við tölum við hana um aðkomu UNICEF að hjálparstarfi á Gaza eftir að samkomulag náðist um vopnahlé. Þörfin fyrir mat, lyf og önnur hjálpargögn er mikil og það hefur gengið illa að koma þeim til þeirra sem þurfa. Málbjörg, félag um stam heitir núna Stamfélag Íslands og jafnframt var hannað nýtt lógó fyrir félagið. Hönnuðurinn er Sveinn Snær Kristjánsson sem byggir hönnunina á eigin upplifun af stami. Í næstu viku, 22.okt, er alþjóðlegur vitundarvakningardagur um stam. Sveinn Snær ræði við okkur í Mannlega þættinum. Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir Tónlist í þættinum í dag: Einhvern tímann / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Harry Chapin, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson) Berg og Båre / Kari Bremnes (Lars, Kari og Ola Bremnes) Kavatína Kristínar / Uppáhellingarnir (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason)
Við kryfjum myndina One Battle After Another með Birni Þór VIlhjálmssyni. Myndin er í leikstjórn Paul Thomas Anderson og er byggð á skáldsögu Thomas Pynchon, Vineland. Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverkið í myndinni, leikur jónureykjandi pabba í náttslopp, sem er örvæntingafullur að leita að dóttur sinni, Willu. Brynja Hjálmsdóttir horfði á And Just Like That... sjálfstætt framhald af Sex And The City, en hve mikið tekst þessum nýju þáttum að halda í kjarna upprunalegu þáttanna, sem mótuðu nánast heila kynslóð kvenna.
Annað kvöld verður sýnd heimildarmynd á RÚV eftir Bjarney Lúðvíksdóttur um heilatengda sjónskerðingu eða CVI, myndin heitir á íslensku Fyrir allra augum og er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu. Myndin fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, metnaðarfullan söngnema sem les ekki nótur heldur lærir þær með eyranu en það dugar ekki til að útskrifast. Í leit að svörum uppgötvar hún, 26 ára, að hún hefur verið blind frá fæðingu með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Dagbjört kom í þáttinn í dag ásamt Elínu Sigurðardóttur, vinkonu sinni, sem fylgir Dagbjörtu í myndinni. Við töluðum svo við Sæunni Öldudóttur, hún ber þann flotta titil að vera súrdeigsráðgjafi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða þar sem hún hjálpar fólki að ná tökum á súrdeiginu. Hún stefnir á að opna lítið bakarí, en hún hefur selt brauð lengi og búið til deig fyrir verslanir. Sæunn fræddi okkur um grunnatriðin í súrdeigi og ýmsu súrdeigstengdu hér á eftir. Þær Guðfinna Eydal sálfræðingur og Anna Ingólfsdóttir, rithöfundur og jógakennari, gáfu út bókina MAKAMISSIR fyrir nokkrum árum sem fékk góðar viðtökur og sýndi að þörf er fyrir stuðning við fólk sem hefur misst maka. Nú bjóða þær stöllur uppá rafrænt námskeið þar sem þær fara dýpra og ítarlegar í málefnið en námskeiðið veitir fræðslu, samkennd og stuðning sem hjálpar til við úrvinnslu sorgar og að ná sálrænni endurheimt. Anna kom í þáttinn í dag og sagði frá. Tónlist í þættinum í dag: Og co / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ítalskur calypso / Erla Þorsteinsdóttir (L. Monte & W. Merrell) Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson) Við gengum tvö / Ingibjörg Smith (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Margrét Erla sat við míkrófóninn og spilaði nokkra þýska slagara til að hita upp fyrir októberfest-hátíðahöld komandi helga. Mugison kom í heimsókn og talaði um ástina, komandi tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni og boðhlaup söngvaskálda. Anna Maríat Björnsdóttir, Swiftie Ríkisútvarpsins talaði um nýjustu plötu Taylor Swift. Snorri Helgason – Torfi á orfi Trio – Da Da Da (I Don't Love You You Don't Love Me Aha Aha Aha) My Morning Jacket – Everyday Magic Dolly Parton – Jolene Daði Freyr Pétursson – Me and You Coldplay – Speed of Sound Electric Light Orchestra – Don't Bring Me Down St. Paul & The Broken Bones – Sushi and Coca-Cola Bjarn!, Valborg Ólafsdóttir – Hvert sem er Nicole – Ein bißchen Frieden Olivia Dean, Sam Fender – Rein Me In Justice – We Are Your Friends (Radio Edit) Sigur Rós – Gobbledigook Mugison – Kossaflóð Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mugison – Til lífsins í ást (Sinfó útgáfa) Kraftwerk – Das Model Lady Gaga – The Dead Dance Laufey – Mr. Eclectic Kaleo – I Want More Talking Heads – Once in a Lifetime Ásgeir Trausti Einarsson – Ferris Wheel Nena – 99 Luftballons Sabrina Carpenter – Tears ABBA – SOS Vilhjálmur Vilhjálmsson – S.O.S. Ást í neyð CMAT – Running/Planning Taylor Swift – Cancelled! (Explicit) Taylor Swift – Elizabeth Taylor Taylor Swift – Actually Romantic (Explicit) Taylor Swift – The Fate of Ophelia Á móti sól – Fyrstu laufin Elvar – Miklu betri einn Sombr – Undressed GDRN – Parísarhjól Of Monsters and Men – Dream Team Peter Björn & John – Young Folks Wolf Alice – Just Two Girls Gugusar – Nær Hipsumhaps – Góðir hlutir gerast hææægt Bonde Do Rolê – Solta o Frango Herra Hnetusmjör – Elli Egils The Zombies – She's Not There Thundercat – I Wish I Didn't Waste Your Time The Last Shadow Puppets – The Age of the Understatement Joy Crookes – Somebody to You Duffy – Mercy Robbie Williams – Angels.
Erum við orðin ófær um að eiga í samtali við fólk sem við erum ósammála? Morðið á Charlie Kirk og umtalað Kastljósviðtal í byrjun mánaðarins hafa orðið kveikjan að umræðu um þöggun, rökræður og samfélagslegt samtal. Við ætlum að halda áfram að ræða um samtalið eða skortinn á því. Við spjöllum við Vilhjálm Árnason, prófessor emiritus í heimspeki, sem hefur í gegnum árin velt fyrir sér samtalinu, lýðræðinu og samræðusiðferði. Kolbeinn Rastrick flytur rýni um Eldana, nýja íslenska bíómynd í leikstjórn Uglu Hauksdóttur. Einar Hugi Böðvarsson ræðir gervigreind og agentíska-gervigreind við okkur.
Þriðjudagur 9. september Lagaleg álitaefni, heimsmálin, fjárlög, flughávaði og listrænir feðgar Við hefjum leik á liðnum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir fréttir í samhengi við lagaleg álitaefni. Í dag verður drepið á Eurovision, rétti rjúpnaveiðimanna til veiða, ólíkra stjórnarskráa nágrannalanda og fleira. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku ræða við Gunnar Smára um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, það sem er gott í því og vont og það sem vantar í frumvarpið. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um heimsmálin við Gunnar Smára og afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirra. Er það hagur Íslands að setja á refsitolla á Kína og Indland? Hvaða áhrif munu ólíkar áherslur Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna innan Nató hafa? Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldumeðlimir leika listir sínar í sama galleríi. Feðgarnir Hlynur Hallsson og Númi Hlynsson setja upp sameiginlega myndlistarsýningu fyrir norðan á Akureyri, við ræðum við þá. Við endum þáttinn á umræðu um stóraukið einkaflug við Reykjavíkurflugvöll, ekki síst þyrluflug. Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir mörg álitamál í þeim efnum, rannsóknir sýna að viðhorf til flugs skiptir miklu hvernig íbúar í grennd upplifa hávaða. Þannig er ekki ólíklegt að úrsýnisflug vegna eldgoss valdi meiri pirringi og annars konar líðan hjá íbúum en björgun mannslífs.
King and conquerer nefnast nýir sögulegir drama og spennuþættir frá BBC. Þeir fjalla um valdabaráttu í Bretlandi á 11.öld - átök sem enduðu með orrustinni við Hastings árið 1066. James Norton og Nikolaj Coster-Waldau leika þá Harald Guðnason og Vilhjálm sigursæla, en mikill fjöldi Íslendinga kemur að þáttunum, bæði sem leikarar og fólk í ýmsum stórum hlutverkum bakvið tjöldin. Þættirnir hafa fengið misjafnar viðtökur og meðal annars hefur verið rifist um það hvernig fólk talaði árið 1066, hvernig hártískan var á sögutímanum og það hvort leikaravalið sé of fjölbreytt. Við spjöllum við Baltasar Kormák, listrænan stjórnanda þáttanna, um þessar spurningar og aðrar. Við fáum innslag af ysta jaðri tónlistarheimsins. Þórður Ingi Jónsson rekur harmsögu rapparans unga Lil EBG og læriföður hans Glock40spaz. Við kíkjum líka í Bíó Paradís og heyrum um íslensku hinsegin kvikmyndahátíðina sem hefst á morgun.
Miðvikudagur 3. september Kastljósumræðan, hafstraumar, Sjálfstæðisflokkurinn, Reynsluboltar og mótmælendur Það veldur umtalsverðri vanlíðan hjá aðstandendum trans fólks að hlusta á vanstillta orðræðu Snorra Mássonar og sjá undirtektirnar. Þetta segir Þórgnýr Dýrfjörð, faðir transeinstaklings í samtali við Björn Þorláksson. Stefán Jón Hafstein sem hefur skrifað mikið um umhverfismál ræðir ögurstundina sem nú er uppi. Miklu varðar að Íslendingar ekki síður en aðrar þjóðir breyti hegðun sinni til að vernda hlýja hafstrauma og fleira. Björn Þorláks ræðir við Stefán. Reynsluboltar Sigurjóns Magnússonar verða á dagskrá en þar ræðir folk þjóðmálin. Gestir þáttarins eru Guðmundur Þ. Ragnarsson, Vilborg Oddsdóttir, Margrét Sanders og Þorsteinn Sæmundsson. Lögregluaðgerðir við Hlemm-Mathöll. María Lilja ræddi við vitni. Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður segir sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn óþekkjanlegan. Hann segir minnkandi ítök valdaflokkanna gömlu eiga sér skýringar sem hann ræðir í samtali við Björn Þorláksson. Og við endum þáttinn á ofbeldi gegn mótmælendum. Daníel Thor Bjarnason, Helga Ögmundardóttir og Margrét Baldursdóttir eru öll virk í hreyfingunni fyrir frjálsri Palestínu. Þau lýsa fyrir Maríu Lilju hvernig þau hafa öll orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á mótmælum undanfarið og hvernig lögregla og fjölmiðlar eiga þátt.
Bráðaskólinn sérhæfir sig annars vegar í skyndihjálparkennslu fyrir almenning og fyrirtæki og hins vegar í ýmsum sérhæfðum námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sérstaða skólans er einna helst sú að allir kennarar eru heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur við bráðar aðstæður í daglegum störfum sínum. Skólinn var stofnaður árið 2011 og hefur síðan þá haldið yfir 580 námskeið af ýmsu tagi og nemendurnir eru orðnir ríflega 7300 talsins. Eigendaskipti urðu á Bráðaskólanum sumarið 2024 og núverandi eigendur Bráðaskólans, hjónin Haukur Smári Hlynsson svæfingahjúkrunarfræðingur og Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir á Bráðadeild LSH komu í þáttinn í dag. Við ætlum að skoða hvað verður á boðstólnum á leiksviðum leikhúsanna á komandi leikvetri. Við fáum forsvarsfólk leikhúsana til okkar næstu mánudaga og í dag reið á vaðið Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós. Hann sagði okkur frá því helsta sem verður boðið upp á í Tjarnarbíói í vetur. Svo var það fyrsti lesandi vikunnar þetta haustið, það var Kári Valtýsson, lögfræðingu og rithöfundur. Hann var að senda frá sér sína fjórðu bók, Hyldýpi, sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo fengum við auðvitað að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Kári talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Karítas án titils og Óreiða á Striga e. Kristínu Marju Baldursdóttur, Dolores Claiborne e. Stephen King Konuna í búrinu e. Jussi Adler Olsen Síðasta freisting Krists e. Niko Kazantszakis, Fight Club e. Chuck Palahniuk, The Rules of Attraction e. Bret Easton Ellis, og Charles Bukowski Tónlist í þættinum í dag: Einhversstaðar einhverntíma aftur / Ellen Kristjáns og Mannakorn (Magnús Eiríksson) SOS ást í neyð / Vilhjálmur Vilhjálmsson (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson) The last farewell / Roger Whittaker UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Stjórnmál Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögum við HA Davíð ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer m.a. yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli. Menntamál Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi og Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar um menntun og skólaþjónustu Ásdís og Þórdís ræða útspil Kópavogsbæjar sem lagt hefur fram 16 umbótatillögur í skólamálum og hyggst takast á við áratuga vanrækslu í menntakerfinu. Stjórnmál Vilhjálmur Árnason alþ.maður Ragnar Þór Ingólfsson alþingismaður formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vilhjálmur og Ragnar ræða nýjustu þróun á fjármálamarkaði, vaxandi svartsýni um að hægt verði að lækka vexti og um stóru sleggjuna sem forsætisráðherra ætlað að beita gegn verðbólgu, en ekki er búið að draga fram enn. Alþjóðamál Erlingur Erlingsson, sagnfræðingur: Erlingur sem er sérfræðingur í alþjóðamálum ræðir stöðuna á Gasa og fleiri alþjóðleg málefni í lok þáttar. Æ fleiri málsmetandi ríki virðast nú ætla sér að viðurkenna ríki Palestínumanna en á sama tíma vinna Ísraelsmenn að því - að best verður séð - að skipuleggja brottflutning fólks á Gasa, þvert á öll alþjóðalög og viðmið.
Miðvikudagur 20. ágúst Vextir, námslán, reynsluboltar, skógareldar og rauði þráðurinn Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins ræðir við Gunnar Smára um verðbólgu, vexti og kjarasamninga í tilefni af vaxtaákvörðun Seðlabankans. María Lilja spyr almenning hvort vextir séu of háir á Íslandi. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseta Landssamtaka íslenskra stúdenta, ræðir við Gunnar Smára um námslánakerfið, sem virkar illa eða alls ekki; styrkir ekki jafnrétti til náms og veldur mikilli atvinnuþátttöku stúdenta og þar með minna tíma til náms. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur, Þórunn Sigurðardóttir menningarfrömuður og Oddný Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra fara yfir stöðu mála með Sigurjóni Magnúsi. Kristófer Alex Guðmundsson, talar við Maríu Lilju frá Madrid hvar eldar og miklir hitar hafa mikil áhrif í líf borgaranna. Þau ræddu um tíða skógarelda, viðbrögð almennings og stjórnvalda, vatnsbirgðir, tengingu eldsumbrota við sólarsellur og fleira. Kári Gautason, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og fyrrum aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur ræður um stéttabaráttu, vinstrið og sósíalismans á okkar tímum. Þetta er hluti af syrpunni um rauða þráðinn, þar sem Gunnar Smári ræðir við fólk um stöðu vinstrisins.
Karate/einkaþjálfarinn Vilhjálmur Þór Þóruson er mikill kvikmyndaáhugamaður með sterkar skoðanir. Hann hefur fylgst með Bíóblaðri í nokkur ár og Hafsteinn var því spenntur að fá hann í heimsókn. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars topp 10 listann hans Villa, nokkur “hot takes” sem Villi er með, hvort Snape sé besta Harry Potter persónan, hversu vönduð Snerting er, hvort Marvel séu alveg búnir að missa það og margt, margt fleira.00:00 - Intro00:15 - NCIS og ótrúlegir hlutir03:18 - The Amazing Spider-Man 205:19 - Villi og karate14:02 - Eldamennska og kvikmyndir15:49 - Villi er með hot takes!31:25 - Snerting40:39 - The Whale48:11 - Primal Fear1:03:08 - Sleepers1:17:03 - Good Will Hunting1:23:45 - Warrior1:32:39 - Harry Potter and the Half-Blood Prince1:58:41 - Captain America: Civil War2:10:16 - Under Siege2:19:05 - Uppáhalds myndin hans Villa
Enska úrvalsdeildin er hafin að nýju!Arsenal vann torsóttan sigur gegn Manchester United með mark úr horni, Liverpool byrjaði titilvörnina á sigri, Manchester City virka mjög sannfærandi, og Chelsea eru heimsmeistarar en geta ekki skorað.Haraldur Örn Haraldsson stýrir þættinum í fjarveru Guðmundar Aðalsteins. Jökull Andrésson markvörður Aftureldingar og Manchester United stuðningsmaður mætti í heimsókn, auk Vilhjálms Kaldal Sigurðssonar framherji Þróttar, en hann er Arsenal stuðningsmaður.
Margrét sat við hljóðnemann. Snorri Helgason mætti með ferskt lag: Torfi á orfi. Brimbrot á plötu vikunnar. Margrét Eir Hönnudóttir – Að Eilífu Daði Freyr Pétursson – I Don't Wanna Talk Júníus Meyvant – Neon Experience Amabadama – Hossa Hossa Portugal. The Man – Silver Spoons Sólstrandargæjarnir – Rangur Maður Royel Otis – Moody Retro Stefson – Qween Elín Hall – Bjartar Nætur The Weeknd – Save Your Tears Bríet – Wreck Me Hjaltalín – Stay by You Prins Póló – Niðri á Strönd (Remix by Jack Schidt & Sexy Lazer) Brimbrot – Tehús Ágústmánans Röyksopp – The Girl and the Robot Gerry Rafferty – Baker Street Metronomy – The Look Jónas Sig – Baráttusöngur Uppreisnarklansins á Skítadreifurunum [Radio Edit] Þursaflokkurinn – Pínulítill Karl Laufey – Lover Girl Snorri Helgason – Ein Alveg Snorri Helgason – Torfi á Orfi Hljómar – Ég Elska Alla Friðrik Dór Jónsson, Moses Hightower – Bekkjarmót og Jarðarfarir Einar Ágúst & Telma – Tell Me! Milky Chance – Stolen Dance Króli, Ussel, JóiPé – 7 Símtöl Ed Sheeran – Sapphire Lola Young – One Thing Celebs – Kannski Hann Alex Warren, Jelly Roll – Bloodline Unun – Lög Unga Fólksins Andrés Vilhjálmsson – Sumar Rósir Kim Carnes – Bette Davis Eyes Brimbrot – Hafnarfrí – Kynning (Plata Vikunnar 2025, 33. Vika) Brimbrot – Hafnarfrí Talking Heads – Once in a Lifetime María Bóel – Hjartað Mitt Er Þreytt The Black Keys – No Rain, No Flowers Pálmi Gunnarsson – Þorparinn Ashe, The Favors, Finneas – The Hudson Úlfur Úlfur Hljómsveit, Herra Hnetusmjör – Sitt Sýnist Hverjum Chris Lake, Abel Balder – Ease My Mind Scarlet Pleasure – What a Life (Úr kvikmyndinni Druk) Ásdís – Pick Up GDRN – Þú Sagðir
Mánudagur 11. ágúst Palestína, pólitík, brennivín & sport, ESB og danslög við fiðlu Qussay Oddeh, íslenskur Palestínumaður, ræðir við Gunnar Smára um ástandið í Palestínu. Sem hefur aldrei verið verra. Ólafur Þ. Harðarson og Eva H. Önnudóttir prófessorar í stjórnmálafræði ræða við Björn Þorláks um stöðu ríkisstjórnarinnar, stjórnarandstöðu og gat í hinu pólitíska litrófi. Markaðsöflin vilja normalisera drykkju á íþróttaviðburðum segir Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi í samtali við Björn Þorláks. Er Íslandi betur borgið í ESB eða utan? Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson aðstoðarmaður borgarstjóra og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá Bændasamtökunum kryfja málin með Birni Þorláks. Atli Freyr Hjaltason, þjóðfræðingur ræðir við Maríu Lilju um útgáfu Danslaga fyrir fiðlu, gleymd menningarverðmæti Jónasar Helgasonar.
Margrét Erla Maack sat við hljóðnemann, fersk eftir sumarfrí. Hún talaði um ála, dansandi japanska menn og sitthvað fleira. Brimbrot á plötu vikunnar, sem er samnefnd hljómsveitinni. Diddú – Stella í orlofi Mugison – Kossaflóð Ussel, JóiPé, Króli – 7 símtöl Laufey – From the Start Franz Ferdinand – Take Me Out Eels – Flyswatter ABBA – Ring Ring Retro Stefson – Glow Marsibil – Það er komið sumar Dire Straits – Sultans of Swing Brimbrot – Bryggjublús – kynning (Plata vikunnar 2025, 33. vika) Brimbrot – Bryggjublús Amy Winehouse – You Know I'm No Good Gnarls Barkley – Gone Daddy Gone (Violent Femmes cover) Hjaltalín – Halo (Live – Stúdíó 12, 22. feb 2013) Fatboy Slim – Praise You Ljósin í Bænum – Disco Frisco Lizzo – About Damn Time Daði Freyr – Whole Again Tómas Tómasson, Stuðmenn – Á Spáni Ásdís – Pick Up Zombies – She's Not There Andrés Vilhjálmsson – Sumar rósir Tina Turner – The Best Pulp – Tina Freddie Mercury – The Great Pretender Sophie Ellis-Bextor – Taste Electric Light Orchestra – Don't Bring Me Down Burna Boy – Don't Let Me Drown Diana Ross – Upside Down Ágúst Þór Brynjarsson – Á leiðinni Björgvin Halldórsson – Dagar og nætur Portugal. The Man – Silver Spoons Blondie – Maria Of Monsters and Men – Television Love Friðrik Dór Jónsson, Moses Hightower – Bekkjarmót og jarðarfarir Elvar – Miklu betri einn CMAT – Running/Planning PBG – Pizzakvöld Bríet – Wreck Me Bruno Mars – Treasure Brimbrot – Hafnarfrí – kynning (Plata vikunnar 2025, 33. vika) Brimbrot – Hafnarfrí Brimbrot – Eftir lag kynning – kynning (Plata vikunnar 2025, 33. vika) GDRN – Þú sagðir Nancy Sinatra & Lee Hazlewood – Summer Wine Númer 3 – Múrsteinn Adele – Rumour Has It sombr – Undressed Britney Spears – Toxic White Lies – Farewell to the Fairground Marvin Gaye – I Heard It Through the Grapevine (duplicate)
Annar þáttur þar sem lesið er úr verkum Thors Vilhjálmssonar rithöfundar sem hefði orðið 100 ára um þessar mundir. Að þessum sinni er athyglinni beint að blaðaskrifum hans og lesið úr ferðafrásögnum hans frá Ítalíu á 7. áratugnum. Jafnframt kemur fram hve lunkinn og skemmtilegur blaðamaður hann var, ekki síst í fróðlegri samantekt um heimspekinginn Bruno sem hann fléttar inn í ferðasögu sína.
Um þessar mundir er ein öld liðin frá fæðingu Thors Vllhjálmssonar rithöfundar. Af því tilefni les umsjónarmaður nokkra valda kafla úr skáldverkum Thors sem lýsa orðsnilld hans og innsæi. Í þessum þætti hafa orðið fyrir valinu tvær stuttar frásagnir úr bókinni Maðurinn er alltaf einn, upphafskaflinn úr hinni áhrifamiklu sögu Fljótt fljótt sagði fuglinn, tvær stuttar frásagnir úr Tvílýsi og tvö brot úr verðlaunasögunni Grámosinn glóir.
Gestir Vikulokanna eru Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Magnús Árni Skjöld Magnússon fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata. Þau ræddu nýja könnun um fylgi flokka á Alþingi, Evrópusambandið, verðbólgu og efnahagsmál, fasteignamarkaðinn og þéttingu byggðar. Umsjón: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Þráinn Steinsson
Við byrjum á að segja fréttir Samstöðvarinnar með okkar lagi, klukkan sjö þegar fótboltinn rúllar á RÚV. Við heyrum síðan hljóðið í strandveiðimönnum sem eru allt annað en ánægðir með hvernig stjórnarandstaðan stöðvaði þeirra mál í þinginu. Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, gerir út frá Grundarfirði, Þórólfur Júlían Dagsson strand- og ufsaveiðimaður gerir út frá Höfn í Hornafirði og Benedikt Bjarnason formaður Eldingar, félags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, gerir út frá Súganda. Þeir fara yfir stöðuna, baráttuna og óvissuna. Síðan ræða um fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni þau Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi, Ragnar Þór Pétursson kennari og Lísa Margrét Gunnarsdóttir formaður Landssambands íslenskra stúdenta. Og í lokin kynnumst við stórframkvæmdum í Engjaholti í landi Fells í Bláskógabyggð, sem nágrannarnir Þóra Hafsteinsdóttir og Unnar Ragnarsson eru alls ekki ánægð með.
https://solvitryggva.is/ Bergur Vilhjálmsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður sem ætlar að framkvæma gríðarlegt líkamlegt þrekvirki í sumar til styrktar Píeta-samtökunum. Í fyrra gekk hann 100 kílómetra með meira en hundrað kíló í eftirdragi, en í sumar ætlar hann að fara heila 400 kílómetra. Í þættinum ræða Sölvi og Bergur um líkamlega og andlega heilsu, störfin í slökkviliðinu, að leggja á sig erfiði og vera til staðar fyrir annað fólk og margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/ Biofit - https://biofit.is/ Exoquad - https://www.exoquad.is
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar og hugmyndasmiðurinn að hjartaljósunum á Akureyri Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista um átök innan Sósíalistaflokksins Símatími Oddur Ingimarsson læknir og viðskiptafræðingur um örorkulífeyriskerfið Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins um kílómetragjaldið Vera Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Myndstef um höfundarrétt á eigin tilveru Margrét Lára Viðarsdóttir fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta
Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Bergur Vilhjálmsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður sem ætlar að framkvæma gríðarlegt líkamlegt þrekvirki í sumar til styrktar Píeta-samtökunum. Í fyrra gekk hann 100 kílómetra með meira en hundrað kíló í eftirdragi, en í sumar ætlar hann að fara heila 400 kílómetra. Í þættinum ræða Sölvi og Bergur um líkamlega og andlega heilsu, störfin í slökkviliðinu, að leggja á sig erfiði og vera til staðar fyrir annað fólk og margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/ Biofit - https://biofit.is/ Exoquad - https://www.exoquad.is
Aðgengi almennings að Heiðmörk kann að verða takmarkað í framtíðinni. Veitur stefna að því að loka grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Í dag verður haldið málþing á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur þar sem framtíð Heiðmerkur verður rædd. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, kemur og ræðir við okkur um framtíð Heiðmerkur. Síðan fáum við síðasta pakkann af umfjöllunum frá nemendum í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Stefanía Silfá Sigurðardóttir fjallar um tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Theódóra Guðný Vilhjálmsdóttir fjallar um strákahljómsveitir. Þórður Ari Sigurðsson fjallar um níkótínpúðanotkun ungmenna. Og að lokum kíkir Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall og segir okkur frá áhrifum Alzheimers á aðra vefi líkamans.
Fyrirtæki sem taka að sér að afla upplýsinga um keppinauta eða andstæðinga í viðskiptalífinu þekkjast víða og hafa sum teygt anga sína hingað. Njósnir á vegum viðskiptamanna voru umfjöllunarefni Kveiks, hvaða áhrif hefur þáttur lögreglu í þessu á traust til hennar, hvernig er fylgst með störfum lögreglu og hvaða skorður eru við aukavinnu lögreglu. Rætt við þingmennina Vilhjálm Árnason (D) og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur (S) og Fjölni Sæmundsson formann landssambands lögreglumanna.
Grunnskólar í Breiðholti hlutu veglegan nýsköpunar- og starfsþróunarstyrk frá mennta og barnamálaráðuneytinu á síðasta ári fyrir verkefnið Íslenskubrú Breiðholts. ÍSAT stendur fyrir námsgreinina íslenska sem annað tungumál og markmið þess var að útbúa verkefni, leiðbeiningar, áætlanir, námsmat og ýmislegt fleira til að kennarar hefðu fleiri verkfæri og tól til þess að kenna íslensku sem annað mál. Þær Erla Guðrún Gísladóttir verkefnisstjóri verkefnisins og Heiðrún Ólöf Jónsdóttir kennari komu í þáttinn í dag. Hvað er næringarleg streita og hvernig er gott að bregðast við henni? Lítið er fjallað um þetta í öllu tali um streitu og Tekla Hrund Karlsdóttir læknir er að skoða sérstaklega hvernig streitan hefur áhrif á konur. Hún segir líkamskerfi kvenna svara umhverfisáreiti miklu meira og þær séu hreinlega viðkvæmari fyrir flóknari veikindum á borð við langvinnum covid einkennu,, potts, ME, vefjagigt, umhverfisóþoli og kulnun. Konur séu oft undir það miklu álagi að það bitnar á réttri næringarinntöku og vatnsneyslu. Tekla stofnaði sína eigin stofu, sem kallast SoundHealth, ásamt eiginmanni sínum, Kjartani Hrafni Loftssyni lækni, til að verja meiri tíma með sjúklingum sínum og leita lausna við einkennum sem oft fá ekki mikla meðhöndlun og greiningu í heilbrigðiskerfinu. Helga Arnardóttir talaði við Teklu Hrund á Heilsuvaktinni í dag. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í dag var svo Urður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, en hún vinnur að atvinnu- og byggðaþróun, markaðsmálum og öðru tilfallandi og býr austur í Fljótsdal. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Urður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Strá fyrir Straumi – Sigríður Pálsdóttir e. Erlu Huldu Halldórsdóttur Hnífur e. Salman Rushdie Í skugga trjánna e. Guðrún Eva Mínervudóttir Æviminningar Sigfúsar á Austfjarðarútunni e. Vilhjálm Einarsson Vefarinn mikli frá Kasmír e. Halldór Laxness Bone Clocks e. David Mitchell Eyland e. Sigríði Hagalín Tónlist í þættinum í dag: Indæl er æskutíð / Adda Örnólfs og tríó Ólafs Gauks (Erlent lag, texti Eiríkur Karl Eiríksson) Sólbrúnir vangar / Berti Möller (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Gestir Vikulokanna voru Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Meðal annars var rætt um innflutningstolla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, áhrif stefnu Bandaríkjastjórnar á stöðu hinsegin fólks, jafnréttismál og fleira. Umsjón: Alma Ómarsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona. Síðan hún útskrifaðist sem leikkona hefur hún leikið fjölda hlutverka bæði á sviði og fyrir framan myndavélina og ávallt hefur hennar frammistaða vakið eftirtekt. En svo er það sýningin sem hún bjó til, Á rauðu ljósi, þar sem hún er ein á sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum og fjallar um eigin reynslu, af stressi, streitu og því að keyra sig í þrot. Þar fjallar hún á bráðfyndinn hátt um þessa erfiðu reynslu, en einnig af slíkri einlægni að það snertir virkilega við áhorfendum og nú er hún farin að flytja einnig erindi um þessa reynslu. Við fengum Kristínu auðvitað til að segja okkur aðeins frá því hvernig þessi sýning hefur sprungið út og svo fórum við auðvitað með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar, í Skotlandi, Englandi og Hlíðunum og röktum okkur svo í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét var svo með okkur í matarspjallinu í beinni útsendingu frá suður Evrópu. Hún sagði okkur frá litlum sveitamörkuðum og frönskum kartöflum í þetta sinn. Tónlist í þættinum í dag: Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Jónas Jónasson, texti Kristján frá Djúpalæk) Freedom / Wham (George Michael) I Wanna Dance With Somebody / Whitney Houston (George Merrill & Shannon Rubicam) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Bítið á Bylgjunni með Heimi, lilju og Ómari Logi Bergmann, sendiherrafrú ræddi við okkur um lífið í Bandaríkjunum. Jón Pétur Zimsen og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sitja bæði í allsherjar- og menntamálanefnd og ræddu við okkur menntamál. Pétur Sigurðsson, verkefnastjóri Barnabónus og Helga Reynisdóttir, ljósmóðir ræddu við okkur um Barnabónus. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, ræddi við okkur um samsköttun.
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis um Adolescence. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingkona Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins um málþóf. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um samskipti þjóða í tollastríði. Vala Baldursdóttir gusumeistari um gusur. Ásmundur Gunnarsson sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni um líkamsskynjunarröskun. Skúli Helgason borgarfulltrúi blæs til góðgerðartónleika í tilefni sextugsafmælis síns.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kom í þáttinn í dag og við ræddum við hann um brunaforvarnir og í því fór hann samhengi yfir brunann sem varð í Kringlunni í júní í fyrra og hvað má læra af honum. Með honum kom Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VíS, en hún fræddi okkur um vinnuslys, öryggismál og forvarnir á vinnustöðum. Kristjana Dröfn Haraldsdóttir jógakennari fór í þrot árið 2017 og ákvað í kjölfarið að taka heilsuna í gegn. Í dag vinnur hún sem heilsumarkþjálfi, jógakennari og nuddari og rekur fyrirtækið Nærandi líf þar sem hún hjálpar öðrum að losa sig við streitu og ná tökum á djúpri slökun. Við heyrðum hvernig hún náði að endurstilla hugsanamynstur sem hún var föst í og öðlast betra líf. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í þessu póstkorti segir Magnús af áhyggjum heimsins vegna bananaræktar sem nú er í hættu vegna þess að ósigrandi sveppur leggst á bananaplöntuna og drepur hana. Þetta er hægfara þróun en óstöðvandi hingað til. Bananinn er einn vinsælasti ávöxtur heims fyrir utan mango og epli og ef ekkert verður við ráðið þá munu bananar hverfa úr verslunum innan aldarfjórðungs. Tónlist í þættinum í dag: Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson, texti Halldór Gunnarsson) Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson) Vor í Reykjavík / Uppáhellingarnir (Andri Ólafsson, texti Þórarinn Már Baldursson) Og co. / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Kraftmikil umræða um pólitíkina og landsmálin í umsjón Kristjáns Kristjánssonar. Magnús Gottfreðsson prófessor og yfirlæknir, sérfræðingur í smitsjúkdómum, ræðir um Covid-19 veiruna. Í dag eru 5 ár frá því fyrsta samkomubannið tók gildi. Voru viðbrögðin rétt á sínum tíma, hvaða lærdóm má draga af heimsfaraldrinum? Ingibjörg Isaksen og Kolbrún Baldursdóttir, alþingismenn, ræða leiðir til að koma til móts við vanda barna með alvarlegan og fjölþættan vanda í kjölfar frétta undanfarinna vikna. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra fer yfir stöðu efnahagsmála og sýn sína á ríkisfjármálin á næstunni. Hann segir að strangt aðhald verði í komandi fjármálaáætlun. Vilhjálmur Árnason alþingismaður, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður, fyrrverandi formaður sömu nefndar ræða pólitísk tíðindi, m.a. vantraust menntamálaráðherra á dómskerfinu en ekki síst verksvið nefndarinnar sem ætlar að taka fyrir erindi utan úr bæ í svokölluðu byrlunarmáli.
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, ræddi við okkur um málefni barna með fjölþættan vanda. Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, ræddi við okkur um byrlunarmálið svokallaða. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttakona og Rúnar Róbertsson, útvarpsmaður fóru yfir sviðið. Guðjón Smári og Jóna Margrét voru í orðabók vitringanna. Sindri Sindrason ræddi við okkur um hlaup og viðburð þar sem hann fer yfir sína hlaupareynslu. Steinar Svan um hraðstefnumót Lagakeppni Bítisins - Skítamórall
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari. Vilhjálmur Arason, heimilislæknkir og sérfræðingur á bráðamóttöku, ræddi við okkur um sjúkraflutninga á nýjum Landspítala. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, var á línunni og ræddi ofurlaun sveitastjórnarmanna og fleiri innan hins opinbera. Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður Morgunblaðsins og Jakob Bjarnar, blaðamaður á Vísi, ræddu um ofurlaun sveitastjórnarmanna og fleira er varðar pólitík. Tryggvi Rúnar Brynjarsson, sagnfræðingur í doktorsnámi við Háskóla Íslands, ræddi við okkur um spilakassarekstur Háskóla Íslands. Árni Árnason, grínari og mannauðsstjóri hjá Elju, hefur slegið í gegn á Facebook. Helga Beck, markaðsstjóri Orkusölunnar of Heiða Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Orkusölunni, ræddu við okkur um áhugaverða auglýsingaherferð.
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari. Haraldur Guðjónsson og Þórunn Ólafsdóttir, bændur mættu til okkar í spjall. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi við okkur um leikskólamál og launamál. Jón Gnarr, Viðreisn og Bergþór Ólason, Miðflokki ræddu um nýja skýrslu Viðskiptaráðs um Ríkisútvarpið. Hrefna Sigurjónsdottir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, ræddi við okkur. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður ÍMARK, ræddi við okkur um ÍMARK daginn. Saga Garðarsdóttir og Árni Vilhjálmsson ræddu við okkur um leikritið Innkaupapokinn í Borgarleikhúsinu. Símatími.
Endósamtökin hafa farið af stað með vitundarvakningarátak undir yfirskriftinni - Þetta er allt í hausnum á þér - þar sem vakin er athygli á þeim hindrunum sem konur og fólk með endó, eða endómetríósu, lendir í heilbrigðiskerfinu og krefjast úrbóta. Næstkomandi þriðjudag verður heimildarmynd samtakanna, Tölum um ENDÓ - ekki bara slæmir túrverkir, sýnd á RÚV. Ásdís Elín Jónsdóttir, einn af viðmælendum í myndinni, kom í þáttinn og deildi sinni reynslusögu. 8. mars næstkomandi er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni munu konur í félagsskapnum Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir viðburði í Fríkirkjunni í þágu friðar. Maraþonlestur á ljóðum um stríð og frið. Og þær segja sjálfar „Við erum mæður og ömmur sem höfum áhyggjur af stöðu heimsmálanna og framtíð afkomenda okkar og viljum vekja athygli á því sem skáldin hafa sagt um þetta efni.“ Skipulagið verður í líkingu við lestur Passíusálmanna á föstudeginum langa, ljóðalestur sem fléttaður er saman með fallegri tónlist. Leikkonurnar Ragnheiður Steindórsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir sögðu okkur frá viðburðinum í þættinum í dag og lásu hvor um sig eitt ljóð í beinni útsendingu. Og talandi um ljóð, Skáldasuð er ný ljóða– og listahátíð sem haldin er nú í annað sinn, en hún fór fyrst fram í fyrra suður með sjó. Þessi litla listahátíð er hugarfóstur Gunnhildar Þórðardóttur myndlistarkonu, ljóðskálds og kennara. Ljóðin eru í aðalhlutverki á hátíðinni og verða til dæmis til flutt í Sundlaug Keflavíkur, það verða ljósaljóð í strætóskýlum bæjarins og hægt verður að fara í ljóðalabb, þ.e.a.s. hefur ljóðum verið komið fyrir á ýmsum gönguleiðum um bæinn. Við heyrðum í Gunnhildi í þættinum Tónlist í þættinum í dag: Eingetið ljóð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson) Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson og Rebekka Blöndal, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson) Ljóð um ástina / Sigrún Hjálmtýsdóttir og Spilverk Þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Svefnljóð / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson, texti Kristján frá Djúpalæk) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fjölluðum um gigt og mataræði í þættinum í dag. Talið er að einn af hverjum fimm fái gigtarsjúkdóm einhvern tíma á lífsleiðinni og allir geta fengið gigt, óháð aldri. Einkennin geta verið misjafnlega alvarleg, það fer eftir uppruna, en það sem flestar gigtar tegundir eiga sameiginlegt eru bólgur, stirðleiki og verkir. Vísindalegar rannsóknir sýna að bólgustemmandi mataræði dregur ekki bara verulega úr einkennum heldur eykur einnig lífsgæði og vellíðan. Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um gigt og mataræði. Við fræddumst svo um bækur sem eru fyrst og fremst fyrir fólk af erlendum uppruna sem er að læra íslensku. Þetta eru skáldsögur, smásögur, þar sem erfið orð og orðasambönd eru útskýrð með tilvísunum sem þá hjálpa nemendum, sem er búin með grunnnám í íslensku, til að komast lengra í málskilningi og málnotkun í gegnum áhugaverðar sögur. Bækurnar henta líka til að efla orðaforða íslenskra barna og unglinga. Kristín Guðmundsdóttir er matartæknir að mennt og höfundur bókarinnar kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum bókum, hvernig þær komu til og hvernig og hverjum þær hafa nýst. Svo var það veðurspjallið, Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom til okkar í dag og í þetta sinn staldraði Einar aðeins við óveðrið í síðustu viku, 5. og 6. febrúar. Þó veðrið hafið orðið hart og þó nokkuð afbrigðilegt gekk mjög vel að spá fyrir um það. Svo eru það vetrarblæðingar á vegum sem hafa eðlilega verið mjög í fréttum undanfarið. Hvað þarf til, veðurfarslega, til að framkalla þennan ófögnuð? Og þessar vetrarblæðingar eru ekki bara bundnar við Ísland. Svo í lokin veltum við fyrir okkur spurningunni, er að koma vor? Tónlist í þætti dagsins: Hr. Reykjavík / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Einbúinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson o g Mannakorn (Magnús Eiríksson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Jeg har så travlt / Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson (Tina Dickow) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi Alþingismaður um stjórnmál. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við HA um alþjóðamál. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi um stjórnmál og Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins um samfélagsmál og innviði.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ásta Arnardóttir. Ásta er eigandi og framkvæmdastjóri Yogavin, hún er menntuð leikkona, leiðsögukona og yogakennari og hún hefur tekið virkan þátt í náttúruvernd og var til dæmis tilnefnd til Nátturu- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Við fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag með viðkomu meðal annars í Englandi, Póllandi og Bandaríkjunum. Svo var það auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað. Í síðustu viku tengdum við matarspjallið við gular veðurviðaranir sem þá höfðu verið og töluðum um gulan mat. Þá lá beinast við að fjalla í dag um appelsínugulan og rauðan mat í þetta sinn eftir viðvaranir og veðrið þessarar viku. Tónlist í þættinum í dag: Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson og Vilhjálmur frá Skáholti) We are Family / Sister Sledge (Bernard Edwards & Nile Rodgers) Lokah Samasta / Deva Premal & Miten (M. Done) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Gestir Vikulokanna eru Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Stefán Pálsson sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi VG og Davíð Stefánsson formaður Varðbergs. Þau ræddu meðal annars um Trump og Grænland, komandi formannskjör í Sjálfstæðisflokknum og Álfabakkamálið. Umsjón: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Kári Guðmundsson
https://solvitryggva.is/ Páll Vilhjálmsson er blaðamaður, samfélagsrýnir og fyrrverandi kennari. Í þættinum ræða Sölvi og Páll um blaðamennsku, múgæsingu, hugmyndafræðistríð, kennsluna og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Vilhjálmur Árnason prófessor emeritus í heimspeki er djúpur í fræðunum eins og titill hans gefur til kynna. Á fjörutíu ára ferli sínum hefur hann mikið fjallað um siðfræði: Hvað er rétt og rangt, gott og illt? Hvaðan fáum við þessar hugmyndir? Hvernig hafa þær þróast í gegnum tímann? Í þessum þætti ræðum við þetta allt saman sérstaklega í samhengi við Forn-Grikkland, Nietzsche, Íslendingasögurnar og annað sem Skoðanabræðralagið kann að meta. PS. Glöggir hlustendur þekkja Vilhjálm fyrir að hafa skrifað Við rætur mannlegs siðferðis: Siðagagnrýni og heilræði Friedrich Nietzsche (1991), greinina sem var notuð í hinn víðfræga Nietzsche þátt í fyrra.
Flestir settu heilbrigðismál í efsta sæti þegar Félagsvísindastofnun kannaði í síðustu viku hvað skipti fólk mestu fyrir kosningarnar á laugardaginn - og er það svo í öllum sex kjördæmum. Áherslur fólks í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi, það er höfuðborgarsvæðinu eru nánast alveg eins, en samgöngur eru kjósendum í Norðvesturkjördæmi hugstæðar. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Rúnar Vilhjálmsson prófessor. Alcoa Fjarðaál setur spurningarmerki við stórt vindorkuorkuver sem Fjarðarorka ehf vill reisa í Fljótsdalshreppi og segist ekki geta samþykkt áformin eins og þau séu kynnt í matsáætlun félagsins. Frestur til að skila umsögn um matsáætlunina rann út í síðustu viku. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér málið. Hinn 20. janúar sver Repúblikaninn Donald John Trump embættiseið vestur í Washington, sem fertugasti og sjöundi forseti Bandaríkjanna. Hann bar, sem kunnugt er, sigurorð af Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrata, í forsetakosningunum sem haldnar voru 5. nóvember. Demókratar, sem eyddu meira fé í kosningabaráttuna en nokkru sinni fyrr, klóra sér í hausnum og spyrja, hvað klikkaði? Þeirri spurningu er enn ósvarað, en tölurnar liggja fyrir og spænska blaðið El País rýndi í þær til að reyna að átta sig á sveiflum í kosningahegðun nokkurra mikilvægra kjósendahópa. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins. Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um stjórnmál og kosningar. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi og Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðingur um kosningabaráttuna. Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku um orkuskiptin.
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku, verða gestir Pressu í dag. Þar mun hækkandi matvöruverð vera til umræðu. Aldrei hefur verið meiri hagnaður fólginn í því að selja íslenskum neytendum matvöru.
Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Páll Vilhjálmsson er blaðamaður, samfélagsrýnir og fyrrverandi kennari. Í þættinum ræða Sölvi og Páll um blaðamennsku, múgæsingu, hugmyndafræðistríð, kennsluna og margt margt fleira Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/
Dr. Football sat með Jökli Vilhjálmssyni, Gústa from the furture og Daníel Ólafssyni.
Jói Skúli og Pétur Vilhjálmsson frá Hugverkastofunni komu og ræddu vörumerki í íþróttum. Afhverju skrá íslensk lið ekki vörumerkin sín?