Fílalag

Follow Fílalag
Share on
Copy link to clipboard

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er u…

Fílalag


    • Apr 29, 2022 LATEST EPISODE
    • infrequent NEW EPISODES
    • 1h AVG DURATION
    • 306 EPISODES

    4.8 from 73 ratings Listeners of Fílalag that love the show mention: sem, ver, og, f la, egar bergur fer, lun, takk fyrir, eftir, efni, hla.



    Search for episodes from Fílalag with a specific topic:

    Latest episodes from Fílalag

    Strönd og stuð! – Good Vibrations

    Play Episode Listen Later Apr 29, 2022 96:34


    Rafbylgjur smjúga í gegnum þunna gifsveggi. Brunabíll keyrir í útkall. Í höfuðkúpu er haldin veisla. Húlahringir orbita áreynslulaust. Pabbi skammar. Stanislav nágranni er sendur í raflostameðferð. Sólin hamrar geislum sínum á stillt hafið. Segulband flækist. Ljósálfur liggur á blakbolta. Stendur svo upp og stígur dans, á ströndinni, í takt við rafbylgjur. Þessi fílun fór fram live […]

    Goodbye Yellow Brick Road – Hinn sinnepsguli vegur (Live í Borgó)

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2021 98:09


    Elton John – Goodbye Yellow Brick Road Árið er 1973. Kynóðir Jesúsar safna krökkum upp í Volkswagen rúgbrauð og keyra til fjalla. Djúpgul skotveiðisólgleraugu seljast eins og heitar lummur. Bólufreðnir síðhippar gæða sér á Tex Mex meðan hár vex. Veröldin varð vitstola 1969 en þarna fjórum árum síðar hefur skollið á með heiðgulu rofi. Og […]

    Wannabe – Kryds-ild

    Play Episode Listen Later Sep 24, 2021 60:09


    Fyrsta plata Spice Girls hét Spice og hún var nákvæmlega það: krydd. Og ekkert venjulegt krydd heldur napalm-karrí-lyftiduft. Kryddpíurnar sprengdu upp veröldina, og eins og allar alvöru sprengjur, þá gerðust hlutirnir hratt og átökin voru mikil. En það sem stóð eftir voru þó falleg skilaboð um mátt tónlistar, gildi vináttu og mátt stúlkna og kvenna […]

    Have You Ever Seen The Rain? – Full ákefð

    Play Episode Listen Later Sep 17, 2021 70:38


    Creedence Clearwater Revival – Have You Ever Seen The Rain? Saga Creedence Clearwater Revival er best tekin saman með einu orði: ákefð. Hljómsveitin starfaði aðeins í örfá ár en gaf út sjö stórar plötur, ferðaðist um heiminn, tók Ed Sullivan mulninginn og Woodstock mulninginn og allt þar á milli. Og svo nánast eins skyndilega og […]

    Gentle On My Mind – Lagið sem allir fíluðu

    Play Episode Listen Later Sep 10, 2021 62:59


    John Hartford og ýmsir – Gentle on My Mind Setjið á ykkur svunturnar. Á hlaðborðinu eru Glen Campbell, Aretha Franklin, Frank Sinatra, Elvis Presley og Dean Martin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa flutt og maukfílað lagið Gentle on My Mind eftir ameríska blue-grass tónlistarmanninn John Hartford, og það gerið þið einnig. Gentle on […]

    Over & Over – Sans Serif

    Play Episode Listen Later Sep 3, 2021 62:43


    Hot Chip – Over and Over Það er komið að tilgangslausu trúttilúllus skaðræði í formi duracell airwaves hjakks. Nú skal djammað fast og post mortem framkvæmt á post modern. Öld grafíska hönnuðarins. Eftirpartí á ellefunni. Þriggja pipara Ban Thai réttum sturtað yfir nóvember-kvíðann. Þröngar buxur, 8 GB RAM, heimildamynd um erfðabreytt matvæli. Staffadjamm. Ofnskúffan hennar […]

    Let’s Spend the Night Together – Brokkið ykkur

    Play Episode Listen Later Aug 27, 2021 54:56


    Rolling Stones – Let’s Spend the Night Together Farið inn í föðurhúsin, undir loðfeldinn, inn í merginn, inn í kjarnsýruna og marinerið ykkur þar til Stephen Hawking segir Bó að segja gó á Big Bang. Náðuð þið þessu. Ekki. Tökum þetta aftur. Farið inn í föðurhúsin, undir loðfeldinn, inn í merginn, inn í kjarnsýruna og […]

    It Ain’t Over ‘Til It’s Over – Make-Up-Sex Möxun

    Play Episode Listen Later Aug 20, 2021 52:45


    Lenny Kravitz – It Ain’t Over ‘Til It’s Over Snjáð gallabuxnaefni. Nefhringur. Skartgripir. Búdda-líkneski. Lág fituprósenta. Fender Rhodes. Haltu-mér-slepptu-mér-orka. Steinaldarmataræði. Innlit útlit í Amazon. Ríðum saman út í sólarlagið með John Wayne einu sinni enn. Einu sinni enn. Einu sinni enn. Kaffibarþjóna-augnaráðið. Vifta í húsgagnalausu herbergi. Engissprettur á túni. Naflahringir, sportrendur, blesönd á sundi, longboard-reið […]

    The Logical Song – Saðsamasti morgunverður allra tíma

    Play Episode Listen Later Aug 6, 2021 51:57


    The Logical Song bresku hljómsveitarinnar Supertramp frá 1979 er svo rökrétt að það nær ekki nokkurri átt. Samið af þunnum Bretum í hljómsveitabolum, tekið upp í fyrsta flokks hljóðveri í Bandaríkjunum, loftþéttur popppakki fyrir alla framtíð. Létt heimspekilegur texti með tímalausum hugleiðingum, Abbey Road hljómandi gítarar, wurlitzer hljómborðslínur og möfflaðar sjöu-trommur. The Logical Song er […]

    Foolish Games – Djásnið í djúpinu

    Play Episode Listen Later Jul 30, 2021 70:43


    Jewel – Foolish Games Það er mikið af rusli í heiminum. KFC-umbúðir á sófaborði, ljótar byggingar í illa skipulögðum borgum sem öllum er sama um, kusk á hillu, milljónir laga sem er tímasóun að hlusta á. Í raun er heimurinn bara einn stór ruslahaugur. Saga okkar líka. Flestar minningar, flest orð sem hafa verið sögð, […]

    Fílalag – Wild Thing (2.0) – Þáttur frá 2014

    Play Episode Listen Later Jul 23, 2021 42:51


    Fílalag er í hýði eins og flestir aðrir landsmenn. Því gripum við til þess að gramsa í gullkistunni og draga fram í dagsljósið eina af fyrstu fílunum sem kuklaðar voru enda ekki að undrast því lagið er algjör frumeðlustomper: Wild Thing. Takk fyrir. Við látum ekki eina útgáfu duga heldur kjömsum á þrem útgáfum; orginallinn, […]

    Nessun Dorma – Hetja sigrar

    Play Episode Listen Later Jul 16, 2021 58:39


    Milljónir manna, milljónir sagna, tjöld máluð í litbrigðum jarðarinnar, sól á himni, hveiti á akri. Og stígvélið sparkar í knöttinn á miðjarðarhafi sagna, valda, átaka og ástríðna. Ítalía. Legíónur Sesars, drottnarar veraldar á tímum biblíusagna, meitlaðir hermenn og mömmustrákar olíu og hveitis. Verdi, Puccini, pússuð stígvél og strimlaskegg. Sigur, deiling, drottnun. La Scala á öðrum […]

    Love – Eggjarauðan sem aldrei eyðist

    Play Episode Listen Later Jul 9, 2021 46:28


    John Lennon – Love Það er ekki bara Brimborg sem er öruggur staður til að vera á heldur líka innsta hólf í innstu kistu hvelfingar grafhýsis Tútankamúns. Það er hægt að verja og það er hægt að brynverja. Og ekkert er jafn öruggt, jafn varið, jafn hugmyndafræðilega afmarkað og lagið “Love” með John Lennon. Love […]

    Heartbreaker – Harmurinn og hæðirnar

    Play Episode Listen Later Jul 2, 2021 79:29


    Bee Gees – Heartbreaker Saga Bee Gees er Sagan með stóru S-i og greini. Saga þjóðflutninga, saga efnahagsþrenginga, hæstu hæða, dýpstu dala. Elsta saga í heimi. Fyrsta Mósebók, fjórði kafli: Kain og Abel. Á ég að gæta bróðir míns? Vesalingar og krypplingar Victors Hugo, verksmiðjubörn Dickens. Undirskálaaugu Andersens. Saga Bee Gees inniheldur þjóðflutninga, lestarslys, hótelsvítur, […]

    Killing Me Softly With His Song- Að smyrja kæfu ofan á skýin

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2021 62:21


    Roberta Flack – Killing Me Softly Lyklapartí í Norræna húsinu 1973. Samískar hempur lagðar á gólfin. Reykelsi fíruð. Kæfan smurð. Maður að koma heim af næturvakt hjá HS Orku lamast og leggur bílnum í myrkrinu, roðnar í myrkrinu. Peningar, kærleikur, myrkur. Hið myljandi hjól draumanna. Mylla draumanna.

    Tubthumping – Almyrkvi af gleði

    Play Episode Listen Later Jun 18, 2021 82:17


    Chumbawamba – Tubthumping Gestófíll – Ari Eldjárn Í raun deyr man mörg þúsund sinnum áður en vomurinn með ljáinn mætir loksins. Það verður mótlæti, það verður sköddun, það verða vonbrigði, það verður lágdeyða og stundum er fótunum hreinlega sópað undan vel meinandi fólki. En ef einhver heldur að tilgangur lífsins sé að forðast mótlæti, átök […]

    King of the Road – Að elta skiltin

    Play Episode Listen Later Jun 11, 2021 59:38


    Roger Miller – King of the Road Ef það er eitthvað sem vantar á Íslandi þá er það alvöru vegamenning. Að geta farið út í buskann. Á Íslandi er maður alltaf kominn í hring áður en maður veit af. Það er helst að maður geti náð einhverri smá útlegð á Kjálkanum eða kannski nyrst á […]

    Uptown Girl – Blöðruselur í brunastiga

    Play Episode Listen Later Jun 4, 2021 78:39


    Billy Joel – Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á gula leigubílana sem þjóta hjá. Það er ekki hægt að tjónka við hann. Elsta saga veraldar. Fátæki strákurinn sem er skotinn í prinsessunni, eða öfugt. Lítið krakkaævintýri, en samt svo stórt. […]

    Son of a Preacher Man – Spartsl í holu hjartans

    Play Episode Listen Later May 28, 2021 61:15


    Dusty Springfield – Son of a Preacher Man Fíkja veraldar. Svið biblískra atburða. Martin Luther King skotinn til bana á mótelsvölum. Memphis, 1968. Svið harmsins. Dusty Springfield var frá Bretlandi. Hét upprunalega O’Brien. Hún var eiginlega of hæfileikarík til að vera til. Hún fann sig í öllu, þjóðlagahefð en líka sálartónlist þar sem hún gaf […]

    Workinman’s Blues #2 – Með hjartað fullt af bananabrauði

    Play Episode Listen Later May 22, 2021 91:19


    Bob Dylan – Workinman’s Blues #2 Bob Dylan kjarnar hugmyndina um „boomer”. Það er erfitt að kyngja því nú á tímum þegar 37 ára gamalt fólk kallar 39 ára gamalt fólk búmera og heldur að það sé með neglu. En það er áttræður Bubbi gamli Zimmermann, fæddur 24. maí 1941, sem er aðalbúmerinn. Hann útskrifaðist […]

    Dry The Rain – Skoskt, artí, indífokk

    Play Episode Listen Later May 14, 2021 71:13


    The Beta Band – Dry the Rain Þunglyndisfílgúddið verður ekki tærara en þetta. Hér er hann mættur í Pringles-mylsnaða sófann þinn: Indígírkassinn mikli sem hrært hefur í þunnum keltum í tvo áratugi. Dry the Rain með Beta Band er þéttofinn refill. Í ísskápnum eru 28 síðir Amstel, sígarettuaskan fellur ofan á pínulitlar bjórvambir, græjurnar óma […]

    Fyrir átta árum – Einn kílómetri af eilífð

    Play Episode Listen Later May 7, 2021 58:17


    Heimir og Jónas – Fyrir átta árum Sumarlandið. Vormanían. Spássering í kringum Tjörn. Byltingarfólk og hökutoppar. Glaumbar og hass. Predikari segir þér hvað kílóið af salti kostar í raun og veru. Kinkandi kollar. Guy Ritchie þrútnar. Kristalsglasi hent á arin. Vakan hefur staðið yfir alla vikuna, allt vorið. Undir 19. aldar legubekk á Þrúðvangi liggur […]

    I Can See Clearly Now – Að skipta út hryggjarsúlu sinni fyrir sólargeisla

    Play Episode Listen Later Apr 30, 2021 57:06


    Johnny Nash – I Can See Clearly Now Ef fílgúdd væri vara sem maður kaupir út í búð, þá erum við í þann mund að setja tvo fimmtíu kílóa sekki í skottið á bílnum við bílastæðið hjá Costgo. Framundan er bökuð kartafla snædd í ölvandi sólskini undir hamraveggjum. Pakkið fellihýsinu í súputening og étið það. […]

    Music – Að leggjast á hraðbrautina

    Play Episode Listen Later Apr 23, 2021 48:55


    Madonna – Music „Popp” er hart orð. Það eru þrjú pé í því og það brotnar á vörum manns. Popp er líka harður business. Líklega sá allra harðasti. Popp fær fólk til að lita á sér hárið, klæðast þröngum buxum, syngja í falsettum, dilla rassinum, öskra eins og apar, taka pillur, fara í málaferli við […]

    Come on Eileen – Keltnesk krossfesting

    Play Episode Listen Later Apr 16, 2021 68:06


    Dexys Midnight Runners – Come on Eileen Fyrir þau ykkar sem hafið gengið slyddublaut inn í blokkarstigagang. Fyrir þau ykkar sem hafið stigið inn í stóran leigubíl um miðja nótt á leiðinni úr einu fokkjúi með vonda hljóðvist í það næsta. Fyrir þau ykkar sem hafið borðað grænt epli í miðju nóvemberskammdegi og fundið maga […]

    Næturljóð – Gárur á tjörn tímans

    Play Episode Listen Later Apr 9, 2021 69:20


    Næturljóð – MA Kvartettinn Fáni blaktir yfir Studebaker á Holtavörðuheiði. Prúðbúinn maður festir á sig skóhlífar í innbænum á Akureyri. Púrtvíni hellt í glas í reykfylltu bakherbergi á Sóleyrjargötu. Elfur tímans áfram rennur. Þjóðin er fyrirburi í kassa. Hábeinn heppni finnur túskilding og býður öllum með sér inn í Gamla bíó. Fiskifluga suðar. Ilmandi hey […]

    Hallelujah – Heilög gredda

    Play Episode Listen Later Mar 26, 2021 102:03


    Hallelujah – Ýmsir Leonard Cohen var 49 ára þegar hann tók upp lagið Hallelujah fyrir plötu sína “Various Positions”. Plötunni var hafnað af bandaríska útgáfurisanum Sony, enda var hún í þyngri kantinum og flest lögin spiluð á casio-hljómborð. En á plötunni voru samt tvö af helstu lögum Lenna: Dance Me To the End of Love […]

    Sk8er Boi – Halló litli villikötturinn minn

    Play Episode Listen Later Mar 19, 2021 43:43


    Avril Lavigne – Sk8er Boi Opnaðu ferska dós af tennisboltum (já, tennisboltar eru seldir í dósum og þær opnast með flipa eins og gosdósir og gefa frá sér “ttsss” hljóð). Dragðu djúpt andann og finndu ferskan ilm síðkapítalismans streyma ofan í dýpstu lungnarætur. Farðu í Kringluna og rústaðu Kringlunni. Rústaðu líka kortinu þínu. Kauptu þig […]

    We are Young – Fómó-framleiðsla

    Play Episode Listen Later Mar 12, 2021 59:03


    Fun. – We Are Young Það er þversagnarkenndur vöndull undir nálinni. Poppsmellur sem fór í fyrsta sæti ameríska vinsældalistans, peppandi, ærandi og neysluhvetjandi Super-Bowl-auglýsinga teppalagning. En á sama tíma er lagið, We Are Young, dulbúið örvæntingarhróp heillar kynslóðar. Gallajakkaklæddrar kynslóðar sem var stungið í samband við ramen og látin framleiða fómó í boði Verizon. Gefið […]

    Itchycoo Park – Að brenna sig á fegurðinni

    Play Episode Listen Later Mar 5, 2021 89:57


    Small Faces – Itchycoo Park Hoppum og skoppum í gegnum blómagarðinn með litlar sólhlífar og gúrkusamlokur í maganum eins og í bók eftir Thackeray og veltumst um í grasinu og hlæjum og brennum okkur á brenninetlum og hellum mjólk á sárið og grátum með hjörtum okkar yfir fegurðinni og breytum sorginni í útvarpsbylgjur sem við […]

    Útrásin í myrkrinu – Smells Like Teen Spirit

    Play Episode Listen Later Feb 26, 2021 88:57


    Gestófíll: Ilmur Kristjánsdóttir Þeir frelsuðu unglinga á Vesturströnd Bandaríkjanna, þeir frelsuðu unglinga í Bangkok á Tælandi. Þeir frelsuðu unglinga í Austurbæ Reykjavíkur. Nirvana kom sá og sónikaði sig í gegn með sinni annarri plötu. Skiptir ekki máli hét hún í lauslegri þýðingu og þar með var tónn níunnar sleginn og hann var sleginn fast. Whatever. […]

    Harðsnúna Hanna – Hámark norpsins

    Play Episode Listen Later Feb 19, 2021 68:28


    Ðe lónlí blú bojs – Harðsnúna Hanna Steypustyrktarjárn. 24 metrar á sekúndu. Tikk í fánastöngum. Þrefaldur vodki í kók. Vanlíðan. Æsingur. Spenna. Æring. Bældar tilfinningar. Gráar minningar. Mótlæti, skaðræði, flótti, norp, örvænting, stuð. Skyggð sjóngleraugu. Drápuhlíðargrjót. Hass. Gangstéttarhella. Volkswagen bjalla. Snókerkjuði. Slímugt þang í fjöru, grár vikur í holti. Svarthvít veröld, blóðmörsskán og strætó. Nýbýlavegur. […]

    I Feel Love – Eimuð ást

    Play Episode Listen Later Feb 12, 2021 59:29


    Donna Summer – I Feel Love Alþjóðlegt teymi. Bandarísk söngkona, Týróli, Breti, Þjóðverji að sjá um snúrurnar og Íslendingur á kantinum. Saman skópu þau dansmúsíkina og allt fór þetta fram í München í Þýskalandi í sinnepsgulri sjöu. Nú er frumdanstónlistarsleggjan I Feel Love með Donnu Summer tekin fyrir og er hér um að ræða stóra […]

    Fourth Rendez-Vous – Til stjarnanna

    Play Episode Listen Later Feb 5, 2021 54:45


    Jean-Michel Jarre – Quatrième Rendez-vous Belgískur milljónamæringur stígur um borð í einkaþotu. Kona með áhyggjufulla rödd segir frá siðferðislegum álitamálum í tengslum við loðdýrarækt. Gufan merlast úr viðtækjunum og blandast gufunni úr pottinum þar sem ýsan sýður. Velkomin að speglinum. Jörðin hlýnar. Rafbylgjur flæða. Fólk í þungum þönkum leggst í bastrólu. Hlutabréf hækka. Kvartbuxur í […]

    Blister in the Sun – Graftarkýlið sem sprakk út

    Play Episode Listen Later Jan 29, 2021 56:03


    Violent Femmes – Blister in the Sun Fyrsta lag á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Violent Femmes er þeirra stærsta lag. Það heitir Blister in the Sun og söngvarinn, Gordon Gano, var aðeins átján ára þegar það var tekið upp – en hann hafði víst samið lagið mun fyrr. Lagið er því óður til unglingagreddu og óöryggis, […]

    Da Funk – Skothelt, skyggt gler

    Play Episode Listen Later Jan 22, 2021 67:37


    Daft Punk – Da Funk Endurtekningin. Lífsleiðinn. Gljáinn. Feimnin, friggðin, nostalgían. Jökullinn hopar. Evrópa ropar. Sykurpúðar, stúdíólúðar, Christian Dior blússur liggja eins og hráviði fyrir framan kennslustofuna þar sem enfant terrible úr stúdentaóeirðunum ’68 ætlar að kenna þér kynferðislega geómatríu. Daft Punk eru kontrapunktur kapítalismans. Endurvinnslustöð og endastöð. Allir fíla.

    White Rabbit – Nærðu huga þinn

    Play Episode Listen Later Jan 15, 2021 62:45


    Jefferson Airplane – White Rabbit San Francisco 1967. Reipi undir smásjánni. Rannsóknarlögreglumenn frá FBI með hlerunarbúnað í hvítum sendiferðarbílum. Drullugir hippar. Satan stutt frá. Maður í skyrtu með víðum 19. aldar ermum siglir niður Thames, sér sefið, sér froskana, lirfurnar. Hann gleypir flugu. Nett tign í sírisi. Frændi Charlie Chaplin loðnari en fjallagórilla. Fimm hundruð […]

    Feel – Svarthvítt bað

    Play Episode Listen Later Jan 8, 2021 74:01


    Feel – Robbie Williams Bootcut gallabuxur. Sperrt mjóbak. Diesel auglýsing. Stóðhestur kældur í baði.Robbie Williams var ungur þegar hann mætti með augabrýrnar sínar og þrátt fyrir mikla kókanínneyslu og allskonar ólifnað, þá er hann ennþá jafn sperrtur og ný upptrekktur gormur.Hér er farið yfir allt það helsta. Manchester heimspekina, hestagredduna og keisaradæmi bjórglasabotnsins. Robbie Williams […]

    Jólin alls staðar – Geimvera krufin í kjallara Búnaðarbankans í Austurstræti

    Play Episode Listen Later Dec 22, 2020 65:25


    Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson – Jólin alls staðar Okkar fallegasta jólalag er tekið fyrir í dag. Það voru hjónin Jóhanna G. Erlingsson og Jón „Bassi” Sigurðsson sem eru höfundar hins eilífa og unaðslega verks Jólin alls staðar, en verkið var sungið af systkinunum Ellý og Villa Vill á jólaplötu þeirra sem gefin var út […]

    Euphoria – Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður

    Play Episode Listen Later Dec 11, 2020 57:38


    Loreen – Euphoria Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað í skálar í húsi í Kórahverfinu. Evrópa, ertu vakandi, Evrópa, sefur þú? Gervisnjókornavél er flutt með FedEx sendibíl. Bílstjórinn hlustar á fréttastúf um kjaraviðræður. Himnar opnast og sól lemur sig niður […]

    Stand By Me – Konungleg upplifun

    Play Episode Listen Later Dec 4, 2020 53:13


    Ben E. King – Stand By Me Viltu vera konungur, en finnst of mikið vesen að gera uppreisn og drepa gamla kónginn? Viltu vera konungur en veist ekkert um pólitík eða hernað og hreinlega nennir ekki að klæða þig í purpurarauða skikkju og setja upp kórónu? Það er allt í lagi. Því þú getur orðið […]

    Kinky Afro – Þriggja daga lykt

    Play Episode Listen Later Nov 27, 2020 65:57


    Happy Mondays – Kinky Afro Brútalismi. Gráir veggir. Steinsteypa. Rigning. Vond hárgreiðsla. Bryðjandi kjálkar. Vond nærvera. Sveittar nasir. Engin markmið. Engar vonir. Engin reisn. Engin niðurstaða. Ekkert í gangi. Nema ALLT. Happy Mondays er skilgreiningin á losta. Skaðræði. Fryst hjörtu í leit að blossa.

    Don’t Get Me Wrong – Hindin heilaga

    Play Episode Listen Later Nov 20, 2020 62:13


    The Pretenders – Don’t Get Me Wrong Chrissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Pretenders hafði marga fjöruna sopið þegar hún söng lagið “Don’t Get Me Wrong” árið 1986. Þessi ameríska söngkona flutti ung til Bretlands og drakk í sig pönksenuna og stofnaði þar band sitt, sem átti eftir að verða geysivinsælt bæði í Bretlandi […]

    Sister Golden Hair – Filter Última

    Play Episode Listen Later Nov 6, 2020 52:48


    America – Sister Golden Hair Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge. Kjallarinn í botlanganum. Þurrt hár. Þurr kynging. Klístraðir lófar. Panilklæddir veggir, panilklæddir bílar, panilklædd samviska þjóðar. Beltissylgja spennt. Nál stillt. Fótur á pedal. Skyggð gleraugu á grímu. Gullslegin tálsýn í farþegasætinu. Er hún til eða […]

    The Best – Það allra besta

    Play Episode Listen Later Nov 2, 2020 56:28


    Tina Turner – The Best Ein stærsta saga veraldar. Anna Mae Bullock, fædd í Tennessee 1939. Sú orkuríkasta, sú gæfasta, sú stóra. Tina Turner. Sú sem snéri öllu á hvolf. Tók bresku rokk yrðlinganna og sýndi þeim hvar Davíð keypti mánaskeindan landann. Sýndi öllum hvað það er að lifa af. Sýndi öllum heiminum hvað það […]

    Vanishing act – Við skolt meistarans

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2020 65:01


    Fílabeinskistan – FílalagGull™ Lou Reed – Vanishing Act Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður fílar það. Það er eins og að vera staddur við skolt meistarans að hlýða á það undravirki sem lagið Vanishing Act er. Um er að ræða Rás 1 gúmmelaði fyrir lengra […]

    Fuzzy – Fjúkandi pulsubréf

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2020 52:46


    Grant Lee Buffalo – Fuzzy Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í pappamálinu. Setjið hnausþykkt brúnt seðlaveskið í rassvasann og gelið hárið. Skvettið Calvin Klein ilmvatni á hrjúft spjaldið. Spennið á ykkur mótorhjólaklossana. Dragið djúpt andann. Árið er 1993. Það er fuzzari. Hér […]

    The Age of Aquarius – Kapítalisminn og draumar hippakynslóðarinnar að r##a inn í kústaskáp

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2020 68:29


    The 5th Dimension – The Age of Aquarius Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er um að ræða kapítalismann og drauma hippakynslóðarinnar saman inn í kústaskáp að búa til beikon. Engu er til sparað í þessari tungllendingar-neglu sem þrumaði sér inn á topp Billboard listans sumarið […]

    Theme from New York, New York – Með 20. öldina út á kinn

    Play Episode Listen Later Sep 18, 2020 85:13


    Frank Sinatra – Theme from New York, New York Bláskjár. Frank Sinatra. Níu hundruð þúsund sígarettur. Tvö hundruð og átta tíu þúsund martíní-glös. T-steikur, broads, kertaljós. Röddin í útvarpinu, axlirnar á sviðinu, augun á umslaginu. Francis Albert. Jarðaður með foreldrum sínum. Kistan úttroðin af stemningsvarningi. Slökkt á Las Vegas. Empire State byggingin lýst bláu ljósi. […]

    The Power of Love – Tyggjó, kærleikur, agi, höggmynd, skriðþungi, stjörnuþoka, tryggð

    Play Episode Listen Later Sep 11, 2020 55:26


    Jennifer Rush – The Power of Love Það er þýsk-amerísk negla í dag. Hin Ameríska Jennifer Rush fór til Þýskalands til að taka upp sitt frægasta lag, The Power of Love, sem er eitt vinsælasta og útbreiddasta lag allra tíma. Sem hefur rokið á topplista með henni sjálfri, Celine Dion og hinum áströlsku Air Supply. […]

    Love Minus Zero/No Limit – Hrafninn sem kyndir ofn okkar allra

    Play Episode Listen Later Sep 4, 2020 86:47


    Bob Dylan – Love Minus Zero / No Limit Lagið sem er til umfjöllunar í dag er svo epískt að greinin um fílunina verður í “Í ljósi sögunnar” stíl. Dagarnir 13., 14. og 15. janúar voru nokkuð kaldir í New York borg árið 1965. Hitinn fór lítið yfir frostmark og fór alveg niður í mínus […]

    Claim Fílalag

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel