Rauða borðið

Follow Rauða borðið
Share on
Copy link to clipboard

Róttæk samfélagsumræða á hættutímum.

Gunnar Smári Egilsson


    • Dec 1, 2025 LATEST EPISODE
    • daily NEW EPISODES
    • 2h 17m AVG DURATION
    • 1,217 EPISODES


    Search for episodes from Rauða borðið with a specific topic:

    Latest episodes from Rauða borðið

    FRÉTTATÍMINN 1. desember

    Play Episode Listen Later Dec 1, 2025 60:14


    Mánudagur 1. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 1. des - Píratar, njósnarit, stjórnsýsla, innkaup og börn

    Play Episode Listen Later Dec 1, 2025 183:35


    Mánudagur 1. desember Píratar, njósnarit, stjórnsýsla, innkaup og börn Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns er fyrsti formaðurinn sem píratar hafa valið sér. Hán ræðir áherslur, stefnu, hvað fór úrskeiðis fyrir síðustu þingkosningar og fordóma í samtali við Björn Þorláks. Gunnar Smári ræðir við Helen Ólafsdóttur öryggissérfræðing um njósnarit (spyware) sem gera stjórnvöldum, leyniþjónustum og einkafyrirtækjum mögulegt að fylgjast með öllum, einkum þeim sem viðkomandi skilgreina sem andstæðinga. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur svarar fyrir ásakanir sem Morgunblaðið setti fram á dögunum gagnvart henni sem aðalhöfundi skýrslu um embættismenn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hún efni skýrslunnar og hvers vegna við þurfum að ræða hana. Kaupgleði landans er hafin fyrir stórhátíðina fram undan og varðar miklu að nýta krónurnar sem best. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum gefur neytendum hollráð í samtali við Björn Þorláks. Vaka Evu og Eldarsdóttir er í öðrum bekk í Vesturbæjarskóla. Hún er í réttindaráði barna í skólanum og er einstaklega fróð um réttindi barna. María Lilja fékk hana í spjall til sín um framtíðina, barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og jólin.

    Synir Egils 30. nóv - Nató, fjölmiðlar, atvinna, leikskólar, jafnrétti, öryggi

    Play Episode Listen Later Nov 30, 2025 150:21


    Sunnudagurinn 30. nóvember Synir Egils: Nató, fjölmiðlar, atvinna, leikskólar, jafnrétti, öryggi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þær Guðrún Johnsen prófessor og deildarforseti viðskiptadeildar á Bifröst, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins; fjölmiðla, jafnrétti, atvinnustefnu, Evrópu og margt fleiri. Síðan ræðum við Nató og öryggismál Íslands og Evrópu við Davíð Stefánsson formann Varðbergs og Stefán Pálsson sagnfræðing. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Andrea Jónsdóttir

    Play Episode Listen Later Nov 29, 2025 73:37


    Laugardagur 29. nóvember Helgi-spjall: Andrea Jónsdóttir Andrea Jónsdóttir er flestum kunn. Hún ræðir við Maríu Lilju um tónlistina, uppvöxtinn, leiðina til manns og hvernig við ættum öll að reyna að skilja hvort annað betur.

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 48

    Play Episode Listen Later Nov 28, 2025 58:58


    Föstudagur 28. nóvember Vikuskammtur: Vika 48 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Unnur Andrea Einarsdóttir, fjöllistakona, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Thelma Harðardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í borgarbyggð og Eldar Ástþórsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Þau ræða fréttir vikunnar með Maríu Lilju.

    FRÉTTATÍMINN 27. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 27, 2025 59:30


    Fimmtudagur 27. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 27. nóv - Nató, heimilisleysi, reynsluboltar, fallnir múrar og íslenskan

    Play Episode Listen Later Nov 27, 2025 232:39


    Fimmtudagur 27. nóvember Nató, heimilisleysi, reynsluboltar, fallnir múrar og íslenskan Soffía Sigurðardóttir hernaðarandstæðingur ræðir við Maríu Lilju um hernaðarbandalagið m.t.t. frétta dagsins. Einar Ingi Kristinsson og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir tala um reynslu sína af götunni. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við þau. Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður og Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafgélags Íslands fara yfir helstu mál. Fúin kerfi, pólitíkin, hernaður og fleira verður til umræðu. Björn Þorláks ræðir við þau. Þegar múrar falla, er heiti nýrrar bókar eftir Hörð Torfason. Þar rekur hann hvað varð að gera til að múrar féllu. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fer yfir helstu tíðindi jólabókaflóðsins og setur útgáfu hér innanlands í samhengi við varnarbaráttu íslenskrar tungu. Björn Þorláks ræðir við hann.

    FRÉTTATÍMINN 26. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 26, 2025 57:34


    Miðvikudagur 26. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 26. nóv - Sjókvíar, lögfræði, fasismi, skipulag, dánaraðstoð og gagnrýni

    Play Episode Listen Later Nov 26, 2025 286:13


    Miðvikudagur 26. nóvember Sjókvíar, lögfræði, fasismi, skipulag, dánaraðstoð og gagnrýni Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur bregst við stuðningi atvinnuvegaráðherra við sjókvíaeldi í Mjóafirði og ræðir við Björn Þorláks um skaðsemi sjókvíaeldis. Gísli Tryggvason ræðir í samtali við Björn Þorláks málalok ríkislögreglustjóra, makríldeilu,. rifrildi Moggans og ráðherra, greiðslufall Norðuráls, lögmann sem situr í fangelsi og fleiri lögfræðileg álitaefni. Pontus Järvstad doktor í sagnfræði ræðir við Gunnar Smára um fasisma tuttugustu aldar og stjórnmálahreyfingar dagsins sem bera keim af fasisma eða eru hreinlega fasískar. Andri Snær Magnason rithöfundur hefur sent frá sér rammpólitíska skáldsögu þar sem sögusviðið er geld byggingarlist okkar tíma, sem hefur hvorki rými fyrir fegurð né þjónar okkur vel, býr okkur ekki gott umhverfi. Gunnar Smári ræðir við hann um arkitektúr og skipulag. Ingrid Kuhlman meistari í jákvæðri sálfræði og ein forsvarsmanna Lífsvirðingar, samtaka um dánaraðstoð, ræðir við Maríu Lilju um rétt hvers manns yfir eigin líkama nema við dauðann. María Lilja fær til sín Sigríði Jónsdóttur, gagnrýnanda til að ræða listina við gagnrýni á listinni. Er alltaf rýnt til gagns?

    FRÉTTATÍMINN 25. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 25, 2025 55:35


    Þriðjudagur 25. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 25. nóv - Úkraína, rakari, höfundur og listarými

    Play Episode Listen Later Nov 25, 2025 184:18


    Þriðjudagur 25. nóvember Úkraína, rakari, höfundur og listarými Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um tillögupunkta Donald Trump sem hann telur að geti stöðvað stríðið í Úkraínu. Er það raunhæft? Þorberg Ólafsson hefur klippt og rakað í heil 60 ár og er enn að. Hann fer yfir feril sinn og breytingar sem orðið hafa. Þá verða tengslin sem skapast oft milli hárskera og kúnna til umræðu í samtali Þorbergs við Björn Þorláks. Katrín Júlíusdóttir var eitt sinn ráðherra en hún er líka rithöfundur og fagnar útkomu nýrrar bókar þessa dagana. Í samtali við Björn Þorláks lýsir Katrín kúnstinni að lifa og skrifa. Katrin Inga Jónsdóttir-Hjördísardóttir, listamaður og forsvarsmaður Fyrirbæris og Magnús Ebbi Ólafsson, tónlistarmaður og forsvarsmaður fyrir TÞM ræða við Maríu Lilju um list í borgarrýminu og mikilvægi þess að hafa afdrep fyrir skapandi fólk.

    FRÉTTATÍMINN 24. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 24, 2025 58:17


    Mánudagur 24. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 24. nóv - Réttindabót, loftslagsmálin, sorgin, íslenskan og ungskáld

    Play Episode Listen Later Nov 24, 2025 190:34


    Mánudagur 24. nóvember Réttindabót, loftslagsmálin, sorgin, íslenskan og ungskáld Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ ræðir við Gunnar Smára um úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk og um gildi þess að samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur verið lögleiddur. Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Carbon Iceland gerir upp COP-ráðstefnuna. Minni áhersla er lögð á vistvænan samgöngumáta en margir hefðu kosið og sitthvað bendir til bakslags. Hallgrímur segir þó allt of snemmt að örvænta. Björn Þorláks ræðir við hann. Vigfús Bjarni Albertsson prestur og forstöðumaður sálgæslu- og fjölskylduþjónustu ræðir við Gunnar Smára um bók sína Sár græða sár, um sorgina og áföllin og hvernig við erum búin undir slíkt sem manneskjur og samfélag. Páll Valsson rithöfundur og bókmenntafræðingur hefur lengi haft áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. En aldrei sem nú. Efna þarf í raun til þjóðarátaks til að bjarga þeirri menningargersemi sem íslenskan er og bindur okkur saman að mati Páls. Aron Elí Arnarsson, 15 ára grunnskólanemi, sigraði nýverið í ljóðasamkeppni. Hann lýsir hugarheimi sínum og áherslum og les upp eigið verðlaunaljóð.

    Synir Egils 23. nóv - Evrópusambandið, friðartilboð, okurvextir, húsnæði og pólitískar sveiflur

    Play Episode Listen Later Nov 23, 2025 153:34


    Sunnudagurinn 23. nóvember Synir Egils: Evrópusambandið, friðartilboð, okurvextir, húsnæði og pólitískar sveiflur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ólína Þorvarðardóttir prófessor og deildarforseti á Bifröst, Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins og Halla Gunnarsdóttir formaður VR og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála hér heima og erlendis. Við ræðum síðan Evrópusambandið við tvo heiðursmenn: Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra, þingmaður og formaður BSRB og Þorsteinn Pálsson fyrrum ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræða stöðu sambandsins og kosti þess fyrir Ísland að ganga inn í ESB. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Arndís Anna

    Play Episode Listen Later Nov 22, 2025 129:27


    Laugardagur 22. nóvember Helgi-spjall: Arndís Anna Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sinnir lögmennsku eftir feril sem þingmaður. Áður vann hún lengi fyrir Rauða krossinn. Hún ræðir í helgi-spjalli við Björn Þorláks líf sitt og brennandi áhuga á málum sem hún lætur sig varða.

    Föstudagur 21. nóvember - Vikuskammtur: Vika 47

    Play Episode Listen Later Nov 21, 2025 89:18


    Föstudagur 21. nóvember Vikuskammtur: Vika 47 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, Steinunn Ólína Hafliðadóttir myndlistarkona, Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af upphlaupi, leyndarskjölum, verndartollum, vaxtaokri og allskyns veseni.

    rau vika halld steinunn hafli freyr eyj dav kristj
    FRÉTTATÍMINN - 20. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 20, 2025 56:54


    Fimmtudagur 20. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 20. nóv - Reynsuboltar, friðarplan, krabbamein, gervigreind og skáldið

    Play Episode Listen Later Nov 20, 2025 258:01


    Fimmtudagur 20. nóvember Reynsuboltar, friðarplan, krabbamein, gervigreind og skáldið Sigurjón Magnús tekur á móti reynsluboltum og ræðir um fréttir vikunnar og vettvang dagsins: Viðar Eggertsson leikari, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi skemmta hvort öðru og okkur með spjalli um daginn og veginn. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir friðarplan Trump við Gunnar Smára og hvort honum takist að troða því ofan í kokið á Úkraínu og Evrópu. Hannes Rúnar Hannesson varaformaður Krafts og Melkorka Matthíasson sem starfar hjá Ljósinu ræða við Ragnheiði Davíðsdóttur um sára reynslu sína af krabbameini. Stefán Atli Rúnarsson er viðskiptafræðingur, fjölmiðlatækni og eigandi ChatGPT námskeið.is þar sem hann kennir fólki að umgangast gervigreindina. Hann sagði Gunnari Smára frá sinni reynslu og sýn á þetta furðufyrirbrigði sem gervigreindin er. Kristín Ómarsdóttir skáld ræðir við Gunnar Smára um bækur sínar um langömmu sína, um skáldskapinn, tímann, tímamótin og fleira sem skemmtilegt er að spjalla um.

    FRÉTTATÍMINN 19. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 19, 2025 54:04


    Miðvikudagur 19. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 19. nóv - Trump, Gaza, stöðnun, kjólar og spegill þjóðar

    Play Episode Listen Later Nov 19, 2025 217:27


    Miðvikudagur 19. nóvember Trump, Gaza, stöðnun, kjólar og spegill þjóðar Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur koma í Trumptímann hjá Gunnari Smára og ræða áhrif Epsteins-skjalanna á Trump, stuðning MAGA-hreyfingarinnar við hann og hvernig staða efnahagslífsins er að grafa undan honum. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir við Gunnar Smára um samþykkt öryggisráðsins varðandi Gaza, hvaða vit er í þeirri samþykkt og hvort það sé líklegt að hún leiði til friðar og uppbyggingar á Gaza. Sigurður Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins, ræðir í samtali við Björn Þorláksson þær breytingar sem hillir undir í innlendri framleiðslu og íslensku hagkerfi. Vextir og ESB verða til umræðu auk fleiri þátta. Gunnhildur Sveinsdóttir, sálfræðingur og aðgerðarsinni hefur í félagi við aðra hafið söfnun fínna, notaðra jólakjóla auk annarskonar sparifatnaðar í þeim tilgangi að selja hann áfram fyrir jólin og ágóðinn allur gefinn óskiptur til þurfandi fjölskyldna á Gaza. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari starfaði áratugum saman sem blaðaljósmyndari og kann fréttasögu Íslendinga betur en flestir. Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður og skáld, nú þingmaður, og Gunnar hafa splæst kröftum sínum saman í bók sem kallast Spegill þjóðar. Björn Þorláks ræðir við þá félaga um blaðamennskuna og breytingar á henni.

    Þriðjudagur 18. nóvember - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Nov 18, 2025 50:39


    Þriðjudagur 18. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Þriðjudagur 18. nóvember - Útlendingaólög, um Kristrúnu, embættismennska og utanveltumaður

    Play Episode Listen Later Nov 18, 2025 208:06


    Þriðjudagur 18. nóvember Útlendingaólög, um Kristrúnu, embættismennska og utanveltumaður Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður ræðir nýleg frumvörp um útlendinga og setur hina meintu óreiðu málaflokksins í samhengi. María Lilja ræðir við hana. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræðir stjórnartíð Kristrúnar Fostadóttur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar við Björn Þorláksson þeir spá í hvernig kjörtímabilið þróast m.t.t. ESB og alþjóðamála. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Þorvaldur Ingi Jónsson stjórnsýslufræðingur ræða embættismannaskýrsluna svokölluðu og hvort auka eigi völd embættismanna - eða pólitíkusa? Björn Þorláks ræðir við þá. Valdimar Gunnarsson íslenskufræðingur ræðir lífshlaup og skoðanir brottflutts norðlendings og mótlætið sem mætti honum þegar hann snéri aftur heim. Björn Þorláks ræðir við Valdimar sem hefur skrifað bók um utanveltumanninn.

    Rauða borðið 17. nóv - Borgarstjóri, siðferði, löggan, ný skáldsaga og kvikmynd

    Play Episode Listen Later Nov 17, 2025 255:46


    Mánudagur 17. nóvember Borgarstjóri, siðferði, löggan, ný skáldsaga og kvikmynd Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svarar gagnrýnum spurningum almennings og Samstöðvarinnar um stjórn Reykjavíkur. Mjög hár kostnaður við stjórnsýslu, skipulagsmál, umferðarhnútar, leikskólamálin og fleira verður til umræðu. Björn Þorláks ræðir við Heiðu og miðlar spurningum frá almenningi. Henry Alexander Henrysson heimspekingur ræðir siðferðisleg álitamál, svo sem lausn á óráðsíu ríkislögreglustjóra. Hvað er dæmigert og hvað er sérstakt við það mál? Þá leitast Henry við að svara þeirri spurningu hvort siðferði eigi í vök að verjast er kemur að valdi hér innanlands og á heimsvísu. Björn Þorláks ræðir við hann. María Lilja ræðir við Fjölni Sæmundsson um lögregluembættið undanfarið vegna frétta af kaupum fráfarandi ríkislögreglustjóra á ráðgjöf í verktöku, brota lögreglumanna í starfi, framgöngu lögregluþjóna á mótmælum ofl. Þau ræða lausnir á auknu vantrausti, hræðsluáróður fjölmiðla, einföldun skipulags og þörfina fyrir lögregluna almennt. Þór Tulinius leikari og leikstjóri tekst á við nýja áskorun með fyrstu skáldsögu sinni, Sálnahirðirinn. Hann skrifar um mann sem á í stríði við eigin skugga og ræðir bókina og annað verkefni fram undan í samtali við Björn Þorláks. Ásdís Thoroddsen leikstjóri og Rósa Þórsteinsdóttir rannsóknardósent á Árnastofnun, sem sér meðal annars um þjóðfræðisafn stofnunarinnar og skráningu þess í gagnagrunninn Ísmús, ræða við Gunnar Smára um tímabilið þegar dúr og moll mætti til Íslands með sinn hljóðheim og nánast þurrkaði út eldri tónlistarheim, sem nú lifir helst meðal sérvitra.

    FRÉTTATÍMINN 17. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 17, 2025 48:46


    Mánudagur 17. nóvember FRÉTTATÍMINN Björn Þorláks, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Synir Egils 16. nóv - Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrar

    Play Episode Listen Later Nov 16, 2025 75:32


    Sunnudagurinn 16. nóvember Synir Egils: Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrar Það verður góðmennt í þætti dagsins. Af nógu er að taka á vettvangi dagsins. Lögreglan, ógnir í efnahagslífinu, setur EB tolla á járnblendið. Í pólitíkinni er margt að gerast. Það blæs ekki byrlega fyrir gömlu valdaflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hvað þurfa þeir að gera? Efnahagsmálin munu verða í brennidepli nú sem fyrr. Gestir verða þau Erla Hlynsdóttir, blaðamaður, Sigtryggur Ari Jóhannsson, blaðamaður og ljósmyndari, Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Stefán Pálsson, sagnfræðingur með meiru.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Guðrún Jóhanna

    Play Episode Listen Later Nov 15, 2025 116:19


    Laugardagur 15. nóvember Helgi-spjall: Guðrún Jóhanna Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er skólastjóri söngskólans. Hún er líka mezzosopran og hefur sungið víða um heim. Eiginmaður hennar er af erlendu bergi brotinn og covid reyndist örlagavaldur í þeirra lífi. Björn Þorláks ræði við Guðrúnu Jóhönnu í helgi-spjalli vikunnar.

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 46

    Play Episode Listen Later Nov 14, 2025 74:47


    Föstudagur 14. nóvember Vikuskammtur: Vika 46 Gestir þáttarins í dag eru Vala Árnadóttir stjórnmálafræðinemi og aktívisti, María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ og listakona, Lárus Guðmundsson, fyrrum knattspyrnuhetja -og miðflokksmaður og Svala Ragnheiðar- Jóhannesardóttir formaður Matthildarsamtakanna. Björn Þorláks hefur umsjá með umræðunni. Ræddar verða fréttir líðandi stundar, þjóðmál og tíðarandi. Gæludýr, moskítóflugur, efnahagsmál, svelt kerfi og fleira áhugavert ber á góma.

    FRÉTTATÍMINN 13. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 14, 2025 44:04


    Fimmtudagur 13. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góða gesti en með þeim í hljóðveri er Pétur Eggerz en þar að auki lítur Hildur Ýr Viðarsdóttir, framkvæmdstjóri Húseigendafélagsins við í gegnum fjarfundarbúnað. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 13. nóv - Háskólafólk, reynsluboltar, blindrasýn og Gunnar Gunnars

    Play Episode Listen Later Nov 13, 2025 188:57


    Fimmtudagur 13. nóvember Háskólafólk, reynsluboltar, blindrasýn og Gunnar Gunnars Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingafræðum og deildarforseti íslensku og menningardeildar og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir Gudjonsson dósent í gagnrýnum menntunarfræðum bæði við Háskóla Íslands ræða við Maríu Lilju um fyrirhugaðar breytingar á dvalarleyfum til nema utan Evrópu. Styr hefur staðið um fullyrðingar dómsmálaráðherra þess eðlis að nemendur frá Pakistan, Nígeríu og Ghana misnoti háskólana til að fá dvalarleyfi hér á landi. Háskólafólk kannast hreint ekki við slík athæfi. Reynsluboltarnir Ólafur Arnarson, Páll Ásgeir Ásgeirsson og Steingerður Steinarsdóttir ræða mál sem hæst fer í þjóðmálum og fréttum þennan daginn. Þau eru öll blaðamenn. Björn Þorláks hefur umsjón með umræðunni. Brynja Arthúrsdóttir og Halldór Sævar Guðbergsson ræða um reynslu sína við Ragnheiði Davíðsdóttur en þau eru bæði alblind. Saga Gunnars Gunnarssonar rithöfunar Aðventa verður lesin upp á fjölda tungumála og ævistarfi hans fagnað. Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur ræða við Björn Þorláks um arfleifð Gunnars og sviðsljós líðandi stundar.

    FRÉTTATÍMINN 12. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 12, 2025 47:00


    Miðvikudagur 12. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 12. nóv - Námslán, Trumptíðindi, Græningjar og staðreyndirnar

    Play Episode Listen Later Nov 12, 2025 206:14


    Miðvikudagur 12. nóvember Námslán, Trumptíðindi, Græningjar og staðreyndirnar Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta ræðir breytingar á námslánakerfinu og fyrirhugaða hækkun skrásetningargjalda. Eru námslán hægt og sígandi á útleið sem félagslegt úrræði? Margt bendir til þess þrátt fyrir betrumbætur. Björn Þorláks ræðir við Lísu Margréti. Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Magnús Helgason og hagfræðingurinn Þorsteinn Þorgeirsson fara yfir Trumptíðindin með Gunnari Smára, kosningar og Hæstarétt, tolla og tilskipanir og aðra átaklínur byltingar Trump á bandarísku samfélagi. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fréttaritari Samstöðvarinnar í London segir Gunnari Smára frá uppgangi Græningja í Bretlandi og forystu manni flokksins, Zack Polanski, sem hefur markað nýja stefnu flokksins, sveigt hann í átt til sósíalisma. Haukur Már Helgason rithöfundur ræðir við Gunnar Smára um bók sína, Staðreyndirar, og eldheit mál sem blandast inn í hana útlendingastefnu, nasískan uppruna útlendingastofnunar, vilja valdhafa til að stjórna umræðunni og margt fleira.

    FRÉTTATÍMINN 11. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 11, 2025 46:41


    Þriðjudagur 11. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góðan gest, Stefán Jón Hafstein. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 11. nóv - Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist

    Play Episode Listen Later Nov 11, 2025 169:58


    Rauða borðið 11. nóvember 2025 Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist Hver eru viðbrögð Neytendasamtakanna við viðbrögðum bankanna hvað varðar húsnæðislán í kjölfar dóms um vexti í Hæstarétti? Breki Karlsson leggur spilin á borðið í samtali við Björn Þorláks. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsókn Orban Ungverjaforseta til Trump í Washington og aðrar sviptingar í heimsmálunum í samtali við Gunnar Smára. Valur Gunnarsson sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá leyndardóminum um örlög og endalok byggðar norrænna manna á Grænlandi. Ágúst Guðmundsson, höfundur bíómyndanna Með allt á hreinu, Útlaginn og Land og synir, meðal annars, hefur skrifað nýja skáldsögu, Lúx. Hann ræðir bókina, Hrunið og ferilinn við Björn Þorláks.

    land bj gu hann rau hilmar hilmarsson trump washington neytendasamtakanna breki karlsson
    FRÉTTATÍMINN 10. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2025 50:25


    Mánudagurinn 10. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 10. nóv - Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2025 235:21


    Mánudagur 10. nóvember Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir Margrét Valdimarsdóttir dr. í afbrotafræðum og dósent félagsfræði við HÍ fjallar um rannsóknarverkefni á hatursofbeldi ungs fólks í Reykjavík og afsögn lögreglustjóra. María Lilja ræðir við hana. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Magnea Tómasdóttir söngkona og tónlistarkenni ræða þau kraftaverk sem tónlist hefur á mannsheilann - ekki síst þegar þegar heilsan bilar. Björn Þorláks ræðir við þær. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir segja Gunnari Smára frá leikritinu sem þær hafa samið og sett upp um sjálfan sig, hljómsveitina sína, æskuna, bugunina, umsókn um styrk, Jesúskomplex og margt fleira. Katla og máttur þeirrar miklu eldstöðvar hefur orðið Þóri Kjartanssyni ljósmyndara hugstæð. Hann býr í Vík og varar við skipulagi íbúðabyggðar í Vík með liti til náttúruhamfarahættu. Hann hefur undanfarið birt myndbönd með ýmsum fróðleik. Björn Þorláks ræðir við Þóri. Sigurjón Árni Eyjólfsson, tvöfaldur doktor í guðfræði, lauk nýverið meistaranámi í listfræði og skrifaði þar um abstrakmálverkið á 20. öld, meðal annars út frá helgimyndum fyrri tíma en líka stórveldapólitík kalda stríðsins.

    Synir Egils 9. nóv - Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi

    Play Episode Listen Later Nov 9, 2025 153:30


    Sunnudagurinn 9. nóvember Synir Egils: Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Kjartan Sveinsson formaður Landssambands smábátaeigenda, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður og Arna Lára Jónsdóttir þingkona og ræða atvinnulíf, vaxtakrísu, húsnæðiseklu, efnahagslægð, menningarstríð og stöðuna í stjórnmálunum. Þá spyrjum við hvort sigur Zohran Mamdani í New York muni hafa áhrif á vinstrið annars staðar, meðal annars hér heima. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Finnur Dellsén prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Rósa Björk Brynjólfsdóttir ráðgjafi og fyrrverandi þingmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar ræða sósíalisma á uppleið. Í lokin ræða þeir bræður um pólitíkina með sínum hætti.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Björk Vilhelms

    Play Episode Listen Later Nov 8, 2025 96:36


    Laugardagur 8. nóvember Helgi-spjall: Björk Vilhelms Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og baráttukona mætir í morgunkaffi við Rauða borðið og er það María Lilja sem tekur á móti henni. Þær ræða um tilveruna þá og nú, fjölskylduna, stóra og litla sigra og sitthvað annað um lífsins ólgusjó.

    Föstudagur 7. nóvember - Vikuskammtur: Vika 45

    Play Episode Listen Later Nov 7, 2025 77:46


    Föstudagur 7. nóvember Vikuskammtur: Vika 45 Gestir Maríu Lilju eru að þessu sinni þau Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Halldóra Mogensen, fyrrum þingmaður Pírata og formaður Samtaka um mannvæna tækni og Dr. Sólveig Ásta Sigurðardóttir rannsóknasérfræðingur.

    FRÉTTATÍMINN 6. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 6, 2025 48:42


    Fimmtudagur 6. nóvember - FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 6. nóv - Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn

    Play Episode Listen Later Nov 6, 2025 200:52


    Fimmtudagur 6. nóvember Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn Claudia A. Wilson segir Laufeyju Líndal frá eftirleik fellibylsins Melissu sem reið yfir eyjarnar í Karabíska hafinu í síðustu viku. Claudia ólst upp á eynni Jamaíku og segir okkur frá samfélaginu þar sem nú bíða ýmsar áskoranir. Bogi Ágústsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir ræða fréttir og tíðaranda líðandi stundar, efnahagsmál, trúverðugleika opinberra stofnana, umhverfismál, nýjan borgarstjóra í New York og fleira. Björn Þorláks hefur umsjón með þættinum. Ari Logn frá Rauðu regnhlífinni samtökum kynlífsverkafólks mætir til Maríu Lilju og fer yfir nýlega ráðstefnu um málefni fólks í kynlífsvinnu. Halldóra Kristin Guðjónsdóttir og Linda Sólveig Birgisdóttir fjalla um skyndilegan dauða sona sinna. Einnig segja þær frá Birtu, landssamtökum, sem halda utan um fólk sem lendir í skyndilegu fráfalli barna sinna en það er Ragnheiður Davíðsdóttir sem ræðir við þær. Skotveiðimenn ætla ekki að una aðgerðalaust úrskurði sem hefur leitt til lokunar skotsvæðis þeirra í Álfsnesi. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís og Róbert Reynisson formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis ræða við Björn Þorláks.

    FRÉTTATÍMINN 5. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 5, 2025 62:23


    Mánudagur 5. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 5. nóv - Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn

    Play Episode Listen Later Nov 5, 2025 236:12


    Miðvikudagur 5. nóvember Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Sveinn Máni Jóhannesson fara yfir pólitíska sviðið í Bandaríkjunum með Gunnari Smára eftir sigur Demókrata í öllu því sem kosið var um, ekki síst góðan sigur Zohran Mamdani verðandi borgarstjóra í New York. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, Eva Hauksdóttir, lögmaður og Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ ræða við Maríu Lilju um hvað gerist þegar lögreglan brýtur lög. Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands ræðir gervigreindina við Björn Þorláks. Gísli Tryggvason lögmaður mætir sem áður til Björns Þorlákssonar til að ræða sérstaklega lagaleg álitaefni tengd fréttum líðandi stundar. Formaður SAMFÉS, Valgeir Þór Jakobsson lýsir reynsluheimi unglinga í félagsmiðstöðvunum í samtali við Björn Þorláks og ræðir vímuefna forvarnir.

    FRÉTTATÍMINN 4. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 5, 2025 51:11


    Mánudagur 4. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 4. nóv - New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2025 263:10


    Þriðjudagur 4. nóvember New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur, ráðgjafi og aðjunkt á Bifrösty ræðir um borgarstjórnarkosningar í New York við Gunnar Smára þar sem kannanir benda til að Zohran Mamdani, yfirlýstur sósíalisti, verði kjörinn borgarstjóri. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Karlsson prestur siðfræðingur á sálgæslustofunni Hafi ræða við Gunnar Smára um kynfræðslu í fermingarfræðslu, dýrðarljómann og holdið. Leikararnir Kristín Þorsteinsdóttir, Heiðdís Hlynsdóttir og Rakel Ýr Stefánsdóttir, María Ellingsen leikstjóri og Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós ræða um Jónsmessunæturdraum eftir Shakespeare sem sýndur er í Tjarnarbíói. Þórólfur Matthíasson, doktor í hagfræði og prófessor emeritus við HÍ, hefur oft þorað að leggja fram rök, sem valdamiklar blokkir í samfélaginu hafa hafið herferð gegn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hann Grundartanga, stöðu stóriðju, hávaxtastefnuna, kjarasamninga og fleira. Stefán Hrafn Jónsson prófessor í félagsfræði ræðir um galla nýjum húsum við Gunnar Smára, en rannsókn hans bendir til að galli sé í miklum meirihluta nýrra húsa og mikill og kostnaðarsamur í mjög mörgum.

    FRÉTTATÍMINN 3. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 3, 2025 55:40


    Mánudagur 3. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 3. nóv - RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntun

    Play Episode Listen Later Nov 3, 2025 166:49


    Mánudagur 3. nóvember RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntun Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar Rúv, segir í samtali við Björn Þorláks að tekið verði upp aðhald hjá Ríkisútvarpinu til að stöðva hallarekstur. Skilja má á máli hans að eitthvað verði um uppsagnir. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS ræðir áhrif húsnæðisaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar á leigjendur við Maríu Lilju. Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur hefur starfað fyrir alþjóðastofnanir víða, meðal annars í Súdan. Hann segir Gunnari Smára frá mannúðarkrísunni þar. Arna Magnea Danks, leikkona og kennari ræðir við Maríu Lilju um skóla án aðgreiningar, pisa-kannanir og sitthvað um vókið.

    Sunnudagurinn 2. nóvember Synir Egils

    Play Episode Listen Later Nov 2, 2025 96:00


    Sunnudagurinn 2. nóvember Synir Egils Vettvangur dagsins: Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður Flokki fólksins Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins Íslenskan í hættu? Guðrún Nordal prófessor Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Ársæll Arnarson

    Play Episode Listen Later Nov 1, 2025 118:45


    Laugardagur 1. nóvember Helgi-spjall: Ársæll Arnarson Ársæll Arnarson prófessor ræðir listina að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir frá sjálfum sér og leitast við að kryfja samfélagið í helgi-spjalli með Birni Þorláks. Hagur barna er Ársæli hugstæður og ber margt á góma.

    Föstudagur 31. október - Vikuskammtur: Vika 44

    Play Episode Listen Later Oct 31, 2025 82:20


    Föstudagur 31. október Vikuskammtur: Vika 44 Gestir Maíru Lilju í vikuskammti eru þau Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi Katla Ásgeirsdóttir og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu.

    Fimmtudagur 30. október - Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma

    Play Episode Listen Later Oct 30, 2025 257:00


    Fimmtudagur 30. október Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma Felix Woelflin segir Gunnari Smára frá pólitísku ástandi í Argentínu eftir ágætan sigur flokks Milei forseta í aukakosningum til þings. Hvaðan kemur Milei og hvers vegna vilja svona margir treysta honum fyrir stjórn landsins? Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna fer yfir húsnæðispakkann sem ríkisstjórnin i gær með Gunnari Smára. Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá bók sinni Fröken Dúlla, sögu Jóhönnu Knudsen, sem er alræmd vegna rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, ekki síst átökin milli Bandaríkjanna og Kína í breyttum heimi. Þorsteinn Úlfar Björnsson kvikmyndagerðarmaður hefur skrifað á annan tuga bóka sem tengjast vímu og menningu. Hann er með umdeildar skoðanir og ekki hefur verið fjallað um bækur hans. Hann segir Birni Þorláks frá sjónarhorni sínu.

    Fimmtudagur 30. okt. - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Oct 30, 2025 45:39


    Fimmtudagur 30. okt. FRÉTTATÍMINN Laufey Líndal, María Lilja, Björn Leví og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Claim Rauða borðið

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel