Rauða borðið

Follow Rauða borðið
Share on
Copy link to clipboard

Róttæk samfélagsumræða á hættutímum.

Gunnar Smári Egilsson


    • Nov 16, 2025 LATEST EPISODE
    • daily NEW EPISODES
    • 2h 17m AVG DURATION
    • 1,193 EPISODES


    Search for episodes from Rauða borðið with a specific topic:

    Latest episodes from Rauða borðið

    Synir Egils 16. nóv - Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrar

    Play Episode Listen Later Nov 16, 2025 75:32


    Sunnudagurinn 16. nóvember Synir Egils: Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrar Það verður góðmennt í þætti dagsins. Af nógu er að taka á vettvangi dagsins. Lögreglan, ógnir í efnahagslífinu, setur EB tolla á járnblendið. Í pólitíkinni er margt að gerast. Það blæs ekki byrlega fyrir gömlu valdaflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hvað þurfa þeir að gera? Efnahagsmálin munu verða í brennidepli nú sem fyrr. Gestir verða þau Erla Hlynsdóttir, blaðamaður, Sigtryggur Ari Jóhannsson, blaðamaður og ljósmyndari, Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Stefán Pálsson, sagnfræðingur með meiru.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Guðrún Jóhanna

    Play Episode Listen Later Nov 15, 2025 116:19


    Laugardagur 15. nóvember Helgi-spjall: Guðrún Jóhanna Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er skólastjóri söngskólans. Hún er líka mezzosopran og hefur sungið víða um heim. Eiginmaður hennar er af erlendu bergi brotinn og covid reyndist örlagavaldur í þeirra lífi. Björn Þorláks ræði við Guðrúnu Jóhönnu í helgi-spjalli vikunnar.

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 46

    Play Episode Listen Later Nov 14, 2025 74:47


    Föstudagur 14. nóvember Vikuskammtur: Vika 46 Gestir þáttarins í dag eru Vala Árnadóttir stjórnmálafræðinemi og aktívisti, María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ og listakona, Lárus Guðmundsson, fyrrum knattspyrnuhetja -og miðflokksmaður og Svala Ragnheiðar- Jóhannesardóttir formaður Matthildarsamtakanna. Björn Þorláks hefur umsjá með umræðunni. Ræddar verða fréttir líðandi stundar, þjóðmál og tíðarandi. Gæludýr, moskítóflugur, efnahagsmál, svelt kerfi og fleira áhugavert ber á góma.

    FRÉTTATÍMINN 13. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 14, 2025 44:04


    Fimmtudagur 13. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góða gesti en með þeim í hljóðveri er Pétur Eggerz en þar að auki lítur Hildur Ýr Viðarsdóttir, framkvæmdstjóri Húseigendafélagsins við í gegnum fjarfundarbúnað. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 13. nóv - Háskólafólk, reynsluboltar, blindrasýn og Gunnar Gunnars

    Play Episode Listen Later Nov 13, 2025 188:57


    Fimmtudagur 13. nóvember Háskólafólk, reynsluboltar, blindrasýn og Gunnar Gunnars Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingafræðum og deildarforseti íslensku og menningardeildar og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir Gudjonsson dósent í gagnrýnum menntunarfræðum bæði við Háskóla Íslands ræða við Maríu Lilju um fyrirhugaðar breytingar á dvalarleyfum til nema utan Evrópu. Styr hefur staðið um fullyrðingar dómsmálaráðherra þess eðlis að nemendur frá Pakistan, Nígeríu og Ghana misnoti háskólana til að fá dvalarleyfi hér á landi. Háskólafólk kannast hreint ekki við slík athæfi. Reynsluboltarnir Ólafur Arnarson, Páll Ásgeir Ásgeirsson og Steingerður Steinarsdóttir ræða mál sem hæst fer í þjóðmálum og fréttum þennan daginn. Þau eru öll blaðamenn. Björn Þorláks hefur umsjón með umræðunni. Brynja Arthúrsdóttir og Halldór Sævar Guðbergsson ræða um reynslu sína við Ragnheiði Davíðsdóttur en þau eru bæði alblind. Saga Gunnars Gunnarssonar rithöfunar Aðventa verður lesin upp á fjölda tungumála og ævistarfi hans fagnað. Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur ræða við Björn Þorláks um arfleifð Gunnars og sviðsljós líðandi stundar.

    FRÉTTATÍMINN 12. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 12, 2025 47:00


    Miðvikudagur 12. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 12. nóv - Námslán, Trumptíðindi, Græningjar og staðreyndirnar

    Play Episode Listen Later Nov 12, 2025 206:14


    Miðvikudagur 12. nóvember Námslán, Trumptíðindi, Græningjar og staðreyndirnar Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta ræðir breytingar á námslánakerfinu og fyrirhugaða hækkun skrásetningargjalda. Eru námslán hægt og sígandi á útleið sem félagslegt úrræði? Margt bendir til þess þrátt fyrir betrumbætur. Björn Þorláks ræðir við Lísu Margréti. Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Magnús Helgason og hagfræðingurinn Þorsteinn Þorgeirsson fara yfir Trumptíðindin með Gunnari Smára, kosningar og Hæstarétt, tolla og tilskipanir og aðra átaklínur byltingar Trump á bandarísku samfélagi. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fréttaritari Samstöðvarinnar í London segir Gunnari Smára frá uppgangi Græningja í Bretlandi og forystu manni flokksins, Zack Polanski, sem hefur markað nýja stefnu flokksins, sveigt hann í átt til sósíalisma. Haukur Már Helgason rithöfundur ræðir við Gunnar Smára um bók sína, Staðreyndirar, og eldheit mál sem blandast inn í hana útlendingastefnu, nasískan uppruna útlendingastofnunar, vilja valdhafa til að stjórna umræðunni og margt fleira.

    FRÉTTATÍMINN 11. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 11, 2025 46:41


    Þriðjudagur 11. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góðan gest, Stefán Jón Hafstein. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 11. nóv - Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist

    Play Episode Listen Later Nov 11, 2025 169:58


    Rauða borðið 11. nóvember 2025 Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist Hver eru viðbrögð Neytendasamtakanna við viðbrögðum bankanna hvað varðar húsnæðislán í kjölfar dóms um vexti í Hæstarétti? Breki Karlsson leggur spilin á borðið í samtali við Björn Þorláks. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsókn Orban Ungverjaforseta til Trump í Washington og aðrar sviptingar í heimsmálunum í samtali við Gunnar Smára. Valur Gunnarsson sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá leyndardóminum um örlög og endalok byggðar norrænna manna á Grænlandi. Ágúst Guðmundsson, höfundur bíómyndanna Með allt á hreinu, Útlaginn og Land og synir, meðal annars, hefur skrifað nýja skáldsögu, Lúx. Hann ræðir bókina, Hrunið og ferilinn við Björn Þorláks.

    land bj gu hann rau hilmar hilmarsson trump washington neytendasamtakanna breki karlsson
    FRÉTTATÍMINN 10. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2025 50:25


    Mánudagurinn 10. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 10. nóv - Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2025 235:21


    Mánudagur 10. nóvember Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir Margrét Valdimarsdóttir dr. í afbrotafræðum og dósent félagsfræði við HÍ fjallar um rannsóknarverkefni á hatursofbeldi ungs fólks í Reykjavík og afsögn lögreglustjóra. María Lilja ræðir við hana. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Magnea Tómasdóttir söngkona og tónlistarkenni ræða þau kraftaverk sem tónlist hefur á mannsheilann - ekki síst þegar þegar heilsan bilar. Björn Þorláks ræðir við þær. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir segja Gunnari Smára frá leikritinu sem þær hafa samið og sett upp um sjálfan sig, hljómsveitina sína, æskuna, bugunina, umsókn um styrk, Jesúskomplex og margt fleira. Katla og máttur þeirrar miklu eldstöðvar hefur orðið Þóri Kjartanssyni ljósmyndara hugstæð. Hann býr í Vík og varar við skipulagi íbúðabyggðar í Vík með liti til náttúruhamfarahættu. Hann hefur undanfarið birt myndbönd með ýmsum fróðleik. Björn Þorláks ræðir við Þóri. Sigurjón Árni Eyjólfsson, tvöfaldur doktor í guðfræði, lauk nýverið meistaranámi í listfræði og skrifaði þar um abstrakmálverkið á 20. öld, meðal annars út frá helgimyndum fyrri tíma en líka stórveldapólitík kalda stríðsins.

    Synir Egils 9. nóv - Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi

    Play Episode Listen Later Nov 9, 2025 153:30


    Sunnudagurinn 9. nóvember Synir Egils: Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Kjartan Sveinsson formaður Landssambands smábátaeigenda, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður og Arna Lára Jónsdóttir þingkona og ræða atvinnulíf, vaxtakrísu, húsnæðiseklu, efnahagslægð, menningarstríð og stöðuna í stjórnmálunum. Þá spyrjum við hvort sigur Zohran Mamdani í New York muni hafa áhrif á vinstrið annars staðar, meðal annars hér heima. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Finnur Dellsén prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Rósa Björk Brynjólfsdóttir ráðgjafi og fyrrverandi þingmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar ræða sósíalisma á uppleið. Í lokin ræða þeir bræður um pólitíkina með sínum hætti.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Björk Vilhelms

    Play Episode Listen Later Nov 8, 2025 96:36


    Laugardagur 8. nóvember Helgi-spjall: Björk Vilhelms Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og baráttukona mætir í morgunkaffi við Rauða borðið og er það María Lilja sem tekur á móti henni. Þær ræða um tilveruna þá og nú, fjölskylduna, stóra og litla sigra og sitthvað annað um lífsins ólgusjó.

    Föstudagur 7. nóvember - Vikuskammtur: Vika 45

    Play Episode Listen Later Nov 7, 2025 77:46


    Föstudagur 7. nóvember Vikuskammtur: Vika 45 Gestir Maríu Lilju eru að þessu sinni þau Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Halldóra Mogensen, fyrrum þingmaður Pírata og formaður Samtaka um mannvæna tækni og Dr. Sólveig Ásta Sigurðardóttir rannsóknasérfræðingur.

    FRÉTTATÍMINN 6. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 6, 2025 48:42


    Fimmtudagur 6. nóvember - FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 6. nóv - Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn

    Play Episode Listen Later Nov 6, 2025 200:52


    Fimmtudagur 6. nóvember Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn Claudia A. Wilson segir Laufeyju Líndal frá eftirleik fellibylsins Melissu sem reið yfir eyjarnar í Karabíska hafinu í síðustu viku. Claudia ólst upp á eynni Jamaíku og segir okkur frá samfélaginu þar sem nú bíða ýmsar áskoranir. Bogi Ágústsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir ræða fréttir og tíðaranda líðandi stundar, efnahagsmál, trúverðugleika opinberra stofnana, umhverfismál, nýjan borgarstjóra í New York og fleira. Björn Þorláks hefur umsjón með þættinum. Ari Logn frá Rauðu regnhlífinni samtökum kynlífsverkafólks mætir til Maríu Lilju og fer yfir nýlega ráðstefnu um málefni fólks í kynlífsvinnu. Halldóra Kristin Guðjónsdóttir og Linda Sólveig Birgisdóttir fjalla um skyndilegan dauða sona sinna. Einnig segja þær frá Birtu, landssamtökum, sem halda utan um fólk sem lendir í skyndilegu fráfalli barna sinna en það er Ragnheiður Davíðsdóttir sem ræðir við þær. Skotveiðimenn ætla ekki að una aðgerðalaust úrskurði sem hefur leitt til lokunar skotsvæðis þeirra í Álfsnesi. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís og Róbert Reynisson formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis ræða við Björn Þorláks.

    FRÉTTATÍMINN 5. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 5, 2025 62:23


    Mánudagur 5. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 5. nóv - Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn

    Play Episode Listen Later Nov 5, 2025 236:12


    Miðvikudagur 5. nóvember Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Sveinn Máni Jóhannesson fara yfir pólitíska sviðið í Bandaríkjunum með Gunnari Smára eftir sigur Demókrata í öllu því sem kosið var um, ekki síst góðan sigur Zohran Mamdani verðandi borgarstjóra í New York. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, Eva Hauksdóttir, lögmaður og Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ ræða við Maríu Lilju um hvað gerist þegar lögreglan brýtur lög. Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands ræðir gervigreindina við Björn Þorláks. Gísli Tryggvason lögmaður mætir sem áður til Björns Þorlákssonar til að ræða sérstaklega lagaleg álitaefni tengd fréttum líðandi stundar. Formaður SAMFÉS, Valgeir Þór Jakobsson lýsir reynsluheimi unglinga í félagsmiðstöðvunum í samtali við Björn Þorláks og ræðir vímuefna forvarnir.

    FRÉTTATÍMINN 4. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 5, 2025 51:11


    Mánudagur 4. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 4. nóv - New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2025 263:10


    Þriðjudagur 4. nóvember New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur, ráðgjafi og aðjunkt á Bifrösty ræðir um borgarstjórnarkosningar í New York við Gunnar Smára þar sem kannanir benda til að Zohran Mamdani, yfirlýstur sósíalisti, verði kjörinn borgarstjóri. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Karlsson prestur siðfræðingur á sálgæslustofunni Hafi ræða við Gunnar Smára um kynfræðslu í fermingarfræðslu, dýrðarljómann og holdið. Leikararnir Kristín Þorsteinsdóttir, Heiðdís Hlynsdóttir og Rakel Ýr Stefánsdóttir, María Ellingsen leikstjóri og Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós ræða um Jónsmessunæturdraum eftir Shakespeare sem sýndur er í Tjarnarbíói. Þórólfur Matthíasson, doktor í hagfræði og prófessor emeritus við HÍ, hefur oft þorað að leggja fram rök, sem valdamiklar blokkir í samfélaginu hafa hafið herferð gegn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hann Grundartanga, stöðu stóriðju, hávaxtastefnuna, kjarasamninga og fleira. Stefán Hrafn Jónsson prófessor í félagsfræði ræðir um galla nýjum húsum við Gunnar Smára, en rannsókn hans bendir til að galli sé í miklum meirihluta nýrra húsa og mikill og kostnaðarsamur í mjög mörgum.

    FRÉTTATÍMINN 3. nóvember

    Play Episode Listen Later Nov 3, 2025 55:40


    Mánudagur 3. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 3. nóv - RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntun

    Play Episode Listen Later Nov 3, 2025 166:49


    Mánudagur 3. nóvember RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntun Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar Rúv, segir í samtali við Björn Þorláks að tekið verði upp aðhald hjá Ríkisútvarpinu til að stöðva hallarekstur. Skilja má á máli hans að eitthvað verði um uppsagnir. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS ræðir áhrif húsnæðisaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar á leigjendur við Maríu Lilju. Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur hefur starfað fyrir alþjóðastofnanir víða, meðal annars í Súdan. Hann segir Gunnari Smára frá mannúðarkrísunni þar. Arna Magnea Danks, leikkona og kennari ræðir við Maríu Lilju um skóla án aðgreiningar, pisa-kannanir og sitthvað um vókið.

    Sunnudagurinn 2. nóvember Synir Egils

    Play Episode Listen Later Nov 2, 2025 96:00


    Sunnudagurinn 2. nóvember Synir Egils Vettvangur dagsins: Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður Flokki fólksins Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins Íslenskan í hættu? Guðrún Nordal prófessor Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Ársæll Arnarson

    Play Episode Listen Later Nov 1, 2025 118:45


    Laugardagur 1. nóvember Helgi-spjall: Ársæll Arnarson Ársæll Arnarson prófessor ræðir listina að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir frá sjálfum sér og leitast við að kryfja samfélagið í helgi-spjalli með Birni Þorláks. Hagur barna er Ársæli hugstæður og ber margt á góma.

    Föstudagur 31. október - Vikuskammtur: Vika 44

    Play Episode Listen Later Oct 31, 2025 82:20


    Föstudagur 31. október Vikuskammtur: Vika 44 Gestir Maíru Lilju í vikuskammti eru þau Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi Katla Ásgeirsdóttir og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu.

    Fimmtudagur 30. október - Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma

    Play Episode Listen Later Oct 30, 2025 257:00


    Fimmtudagur 30. október Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma Felix Woelflin segir Gunnari Smára frá pólitísku ástandi í Argentínu eftir ágætan sigur flokks Milei forseta í aukakosningum til þings. Hvaðan kemur Milei og hvers vegna vilja svona margir treysta honum fyrir stjórn landsins? Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna fer yfir húsnæðispakkann sem ríkisstjórnin i gær með Gunnari Smára. Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá bók sinni Fröken Dúlla, sögu Jóhönnu Knudsen, sem er alræmd vegna rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, ekki síst átökin milli Bandaríkjanna og Kína í breyttum heimi. Þorsteinn Úlfar Björnsson kvikmyndagerðarmaður hefur skrifað á annan tuga bóka sem tengjast vímu og menningu. Hann er með umdeildar skoðanir og ekki hefur verið fjallað um bækur hans. Hann segir Birni Þorláks frá sjónarhorni sínu.

    Fimmtudagur 30. okt. - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Oct 30, 2025 45:39


    Fimmtudagur 30. okt. FRÉTTATÍMINN Laufey Líndal, María Lilja, Björn Leví og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    FRÉTTATÍMINN 29. október

    Play Episode Listen Later Oct 29, 2025 52:17


    Mánudagur 29. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 29. okt - Húsnæðismál, beittir pistlar, Trumptíminn, reynsluboltar og dauðinn

    Play Episode Listen Later Oct 29, 2025 242:51


    Miðvikudagur 29. október Húsnæðismál, beittir pistlar, Trumptíminn, reynsluboltar og dauðinn Breki Karlsson ræðir húsnæðismálin, grun um samráð í sorpþjónustu og fleiri mál sem brenna á landsmönnum í viðtali við Björn Þorláks. Felst einhver spenna – jafnvel háski – í því að vera borgaraleg kona en skrifar beitta pistla og gagnrýna um þjóðmál, stundum svo svíður undan? Sif Sigmarsdóttir rithöfundur og pistlahöfundur svarar þeirri spurningu í samtali við Björn Þorláks. Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á bandarískt samfélag. Hávaxtastefnan, húsnæðisvandi, stóriðjan, vægi atkvæða, yfirlöggan, snjórinn og fleiri mál verða til umræðu hjá reynsluboltunum sem Björn Þorláks ræðir við: Ólafi Þ. Harðarsyni, Oddnýju Harðardóttur og Steingerði Steinarsdóttur. Sigrún Alba Sigurðardóttir doktorsnemi ræðir við Gunnar Smára um reynslu uppkominna barna af veikindum og dauða aldraðra foreldra, en hún skrifaði bókina Þegar mamma mín.

    FRÉTTATÍMINN 28. október

    Play Episode Listen Later Oct 28, 2025 49:06


    Þriðjudagur 28. október Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan Jódís Skúladóttir, fyrrum þingkona, segir mál ríkislögreglustjóra vekja margar spurningar og kalla á rannsókn. Hún ræðir í samtali við Björn Þorláks einnig löskuð heilbrigðiskerfi sem fólki er boðið upp á, segir að mennsku og þjónustu hafi hrakað og ber saman íslenskan veruleika við Norðurlöndin. María Lilja skellti sér í kraftgallann og óð út í skaflana til að taka púlsinn á borgarbúum sem voru misvelundirbúnir fyrir snjóinn. Er lofsteinn á leið til jarðar? Sævar Helgi Bragason eða stjörnu Sævar kemur til Maríu Lilju og svarar hvort við þurfum að óttast að verða loftsteini að bráð á næstu árum. Mikið hefur farið fyrir fregnum og upplýsingum af Atlas 3i og ekki alltaf víst hvaða upplýsingum ber að trúa. Við endurflytjum samtal Björns Þorláks við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur hagfræðing frá Harward sem útilokar ekki að íslensk efnahagsstjórn kunni að hafa verið sú versta í heimi. Skúli Thoroddsen lögfræðingur segir Gunnari Smára frá bernsku- og æskuminningum sínum sem hann hefur sett á bók: Dorgað í djúpi hugans.

    Rauða borðið 28. okt - Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan

    Play Episode Listen Later Oct 28, 2025 203:48


    Þriðjudagur 28. okt. 2025 Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan Jódís Skúladóttir, fyrrum þingkona, segir mál ríkislögreglustjóra vekja margar spurningar og kalla á rannsókn. Hún ræðir í samtali við Björn Þorláks einnig löskuð heilbrigðiskerfi sem fólki er boðið upp á, segir að mennsku og þjónustu hafi hrakað og ber saman íslenskan veruleika við Norðurlöndin. María Lilja skellti sér í kraftgallann og óð út í skaflana til að taka púlsinn á borgarbúum sem voru misvelundirbúnir fyrir snjóinn. Er lofsteinn á leið til jarðar? Sævar Helgi Bragason eða stjörnu Sævar kemur til Maríu Lilju og svarar hvort við þurfum að óttast að verða loftsteini að bráð á næstu árum. Mikið hefur farið fyrir fregnum og upplýsingum af Atlas 3i og ekki alltaf víst hvaða upplýsingum ber að trúa. Við endurflytjum samtal Björns Þorláks við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur hagfræðing frá Harward sem útilokar ekki að íslensk efnahagsstjórn kunni að hafa verið sú versta í heimi. Skúli Thoroddsen lögfræðingur segir Gunnari Smára frá bernsku- og æskuminningum sínum sem hann hefur sett á bók: Dorgað í djúpi hugans.

    FRÉTTATÍMINN 27. október

    Play Episode Listen Later Oct 27, 2025 47:22


    Mánudagur 27. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 27. okt - Hávaði, kapítalisminn, stóru málin og rammaáætlun

    Play Episode Listen Later Oct 27, 2025 183:22


    Mánudagur 27. október Hávaði, kapítalisminn, stóru málin og rammaáætlun Íbúar á Álfsnesi í reykjavík mótmæltu hávaða við skotvelli og höfðu loks betur í máli sem þau höfðuðu. Björn Þorláks ræðir við þrjá íbúa, Kristbjörn Haraldsson, Önju Þórdísi Karlsdóttur, Sigríðu Ingólfsdóttir og Ólaf Hjálmarsson hljóðverkfræðing um þýðingu úrskurðarins og baráttuna að baki. María Lilja fær Pétur Eggerz, tæknifræðing og aktívista í spjall um Gaza og fara þau yfir hvernig ástandið þar tengist uppgangi fasimsa hér á landi. Þau ræða um upplýsingu og fjölmiðla, kapítalmisma og öflin sem öllu stýra. Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðvísindakona og umhverfissinni, ræðir nokkrar stórar spurningar á sviði umhverfismála. Höfin á norðurslóðum, losun gróðurhúsalofttegunda og annað sem varðar mannkyn allt, en ekki síst okkur Íslendinga. Björn Þorláks ræðir við hana. Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar, fer yfir sögu rammaáætlunar, deilurnar og horfurnar. Lifir hún sem stjórntæki á tímum þar sem haldið er fram að Ísland þurfi að stórauka orkuframleiðslu? Í hvað ætti orkan að fara? Björn Þorláks ræðir við Svanfríði.

    Bridgeþátturinn 26. október - EINMENNINGUR

    Play Episode Listen Later Oct 26, 2025 36:18


    Bridgeþátturinn 26. október EINMENNINGUR María Haraldsdóttir Bender og Páll Þórsson briddspilarar ræða endurvakið Íslandsmót í einmenningi, muninn á skák og bridds, Úrvalsdeildina, styrkleika og veikeika og fleiri skemmtileg mál. Björn Þorláks hefur umsjá með þættinum.

    Sunnudagurinn 26. október Synir Egils: Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og alvöru stríð

    Play Episode Listen Later Oct 26, 2025 145:25


    Sunnudagurinn 26. október Synir Egils: Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og alvöru stríð Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála. Síðan koma þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar, Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Sigurður Örn Hilmarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og ræða stöðu flokka, stjórnar og þings og helstu málin sem eru óleyst á vettvangi stjórnmálanna. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

    Laugardagur 25. október Helgi-spjall: Bergsveinn Birgisson

    Play Episode Listen Later Oct 25, 2025 144:49


    Laugardagur 25. október Helgi-spjall: Bergsveinn Birgisson Bergsveinn Birgisson fræðamaður, rithöfundur og Strandamaður segir frá fortíð sinni og sýn sinni á framtíðina, vegleysum nútímans og trú sinni á húmanismann sem gæti verið að gleymast.

    FRÉTTATÍMINN 23. október

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2025 46:48


    Fimmtudagur 23. október FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 23. okt - Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjar

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2025 226:40


    Fimmtudagur 23. október Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjar Það er kvennaverkfall á morgun en ekki allar konur hafa kost á því að taka þátt. Oft er rætt um konur af erlendum uppruna í þessu samhengi. Jasmina Vasjovic, stjórnmálafræðingur ræðir við Maríu Lilju um málið. Vaxtamálið, Ný stjórnarskrá, áfengi og börn, mál Steinþórs Gunnarssonar, þvingunarfækkun sveitarfélaga og sigur blaðamanns gegn sveitarfélagi verða til umræðu í þættinum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir þessi mál í samtali við Björn Þorláks. Hlín Agnarsdóttir höfundur og leikkonurnar Rósa Guðný Þórsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen segja Gunnari Smára frá leiklestri á Allt er um okkur, leikriti um eldri konur í bókaklúbb og ræða um aldur, konur, kvennabaráttu, feminisma og kvennaverkfall. Bræðurnir Ólafur Þ. prófessor í stjórnmálafræði og Tryggvi Harðarson fyrrverandi námsmaður í Kína og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og víðar segja frá ferð sinni til Kína og þeim stórkostlegu samfélagsumbreytingum sem þar hafa átt sér stað frá þeim tíma að Tryggvi fór til náms í Peking fyrir hálfri öld. Saga einhleypra kvenna á Íslandi hefur verið kortlögð og kemur út á bók eftir nokkra daga. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir ræðir piparmeyjar og viðhorf til þeirra í samtali við Björn Þorláks.

    Miðvikudagur 22. október - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2025 60:09


    Miðvikudagur 22. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 22. okt - Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlist

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2025 207:21


    Miðvikudagur 22. október Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlist Hvar er nýja stjórnarskráin? 13 ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hjörtur Hjartarson ræðir við Björn Þorláks. Barði Guðmunds­son og Hrafn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir eru höfundar heimildarmyndarinnar Bóndinn og verksmiðjan sem fjallar um baráttu Ragnheiðar Þorgrímsdóttur á Kúludalsá gegn mengun frá álverinu í Hvalfirði. Þau segja Gunnari Smára frá myndinni auk annarra verka. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, greinir frá staðli um aukna ábyrgð vinnuveitenda á stuðningi við konur á breytingaskeiði. Björn Þorláks ræðir við Helgu Sigrúnu. Arnar Pálsson prófessor lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands segir Gunnari Smára frá fjölbreytileikanum í náttúrunni og hversu illa tvíhyggja mannsins heldur utan um hinn líffræðilega raunveruleika. Eru kynin fleiri en tvö? María Lilja ræðir að lokum við Óla Dóra, menningarvita og plötusnúð um gervigreindartónlist.

    FRÉTTATÍMINN 21. október

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2025 45:19


    Þriðjudagur 21. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 21. okt - Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík

    Play Episode Listen Later Oct 21, 2025 254:57


    Þriðjudagur 21. október Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill takmarka möguleika erlendra aðila til að kaupa landsvæði á Íslandi. Hún ræðir málið í samtali við Björn Þorláks, sem og íslenskuna, börnin okkar og fleiri auðlindir. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir öryggismál Evrópu eftir afdrifaríkt símtal þeirra Trump og Pútín og hver staða Evrópu er í aðdraganda fundar þeirra í Búdapest. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland Palestína flytur Maríu Lilju fréttir af Gaza og setja þau ástandið meðal annars í samhengi við pólitíkina á Vesturlöndum. Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur. Hann segir Gunnari Smára hvers vegna. Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari hefur unnið meira en þrjá áratugi í sömu tónlistarbúðinni. Hann deilir kunnáttu sinni í samtali við Björn Þorláks og ræður söguna, hvernig venjur breytast í bransanum og kynjabyltinguna.

    FRÉTTATÍMINN - 20. október

    Play Episode Listen Later Oct 20, 2025 48:51


    Mánudagur 20. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 20. okt - Sundabraut, umhverfismál, flóttafólk, fjölmiðlar og transréttindi

    Play Episode Listen Later Oct 20, 2025 228:33


    Mánudagur 20. október Sundabraut, umhverfismál, flóttafólk, fjölmiðlar og transréttindi Gauti Kristmannsson prófessor og varaformaður Íbúafélags Laugardals og Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og íbúi í Grafarvogi ræða við Maríu Lilju um áætlun vegagerðarinnar um að gera sundabraut að brú og áhrifin sem það kann að valda til framtíðar. Hallgrímur Óskarsson hjá Carbon Iceland og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ræða vindorku og umhverfismál í þröngu og víðu samhengi. Björn Þorláks ræðir við þau. Málþing fór fram á vegum Landverndar um helgina þar sem rætt var m.a. um vísindaleg og pólitísk rök hvað varðar víðerni landsins og fleira. Sema Erla Serdarouglu, ræðir við Maríu Lilju um fyrirætlanir yfirvalda í málefnum flóttafólks og fangabúðir fyrir flóttafólk þar sem vista megi börn án dóms og laga. Óbreytt ástand í fjölmiðlaumhverfinu gengur ekki, gera þarf róttækar breytingar á Ríkisútvarpinu. Þetta segir Óðinn Jónsson blaðamaður og fyrrum fréttastjóri Rúv. Hann varar við blöndun almannatengla og blaðamanna en ný deild hefur verið stofnuð innan Blaðamannafélags Íslands með almannatenglum. Arna Magnea Danks, sérlegur fréttaritari mannréttinda á Samstöðinni ræðir við Maríu Lilju um áróðursherferð Samtaka 22 sem beinist gegn transfólki og leitast þær við að setja málin í stærra samhengi við bakslag í réttindarbaráttu minnihlutahópa annars staðar á vesturlöndum.

    bj bla hann hallgr samtaka grafarvogi landverndar
    Sunnudagurinn 19. október Synir Egils: Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfall

    Play Episode Listen Later Oct 19, 2025 143:16


    Sunnudagurinn 19. október Synir Egils: Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfall Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Eiríkur Örn Norðdahl skáld og rithöfundur, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins, hér heima og erlendis. Síðan koma þau, Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Róbert Marshall aðstoðarmaður borgarstjóra og velta fyrir stöðunni í stjórnmálunum og þeim verkefnum sem þar eru óleyst. Í lokin taka þeir bræður púlsinn á pólitíkinni.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Diddi Frissa

    Play Episode Listen Later Oct 18, 2025 120:25


    Laugardagur 18. október Helgi-spjall: Diddi Frissa Sigurður Friðriksson, oftast kallaður Diddi Frissa, er goðsögn í lifanda lífi. Hann fór ungur til sjós, varð farsæll skipstjóri, hætti að drekka og skipti yfir í ferðaþjónustu þar sem hann hefur stigið ný skref sunnan heiða sem norðan milli þess sem hann syndir í vötnum og í sjónum. Björn Þorláks ræðir við Didda í helgispjalli Samstöðvarinnar.

    Föstudagur 17. október - Vikuskammtur: Vika 42

    Play Episode Listen Later Oct 17, 2025 96:29


    Föstudagur 17. október Vikuskammtur: Vika 42 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Brynhildur Stefánsdóttir snyrtifræðingur og bóndi, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Máni Pétursson umboðsmaður og Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson mannfræðingur og gusumeistari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af dómsmálum, vopnahléi, langferðum, sigrum og stórgróða.

    Fimmtudagur 16. október - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Oct 16, 2025 61:48


    Fimmtudagur 16. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 16. okt - Neytendur, heimsmálin, heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissala

    Play Episode Listen Later Oct 16, 2025 244:00


    Fimmtudagur 16. október Neytendaógnir, heimsmálin, ný heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissala Við hefjum leik á neytendamálum og nokkuð óvæntum snúningi á dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu fyrr í vikunni. Arion banki hótar auknum vaxtaálögum á lántakendur vegna dómsins. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í viðtali við Björn Þorláks að um grafalvarlega og mögulega ólöglega merkjasendingu sé að ræða milli bankanna. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, stóraukin útgjöld Natóríkjanna til hermála og breytta heimskipan í margpóla heimi. Yrsa Roca Fannberg leikstjóri og Elín Agla Briem handritshöfundur ræða við Gunnar Smára um heimildarmyndina Jörðin undir fótum okkar, sem fjallar um ellina og lífið, bregður upp svipmyndum af lífi fólks á elliheimilinu Grund. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, reynir að finna rauða þráðinn í samræðu við Gunnar Smára, hver sé staða sósíalisma, stéttarbaráttu og vinstris í okkar heimshluta. Aðildarfélög UMFÍ íhuga að bæta fjárhag með sölu áfengis á íþróttaviðburðum. Forvarnafulltrúinn Árni Guðmundsson varar mjög við öfugþróun sem virðist eiga sér stað varðandi börn, áfengi og íþróttir. Björn Þorláks ræðir við Árna.

    Miðvikudagur 15. október - Kvennaverkfall, vopnahlé, Trump, leiksigur og Laxness

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 269:08


    Miðvikudagur 15. október Kvennaverkfall, vopnahlé, Trump, leiksigur og Laxness Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Sara Stef Hildar baráttukona frá Rótinni og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir jafnréttisfulltrúi hjá ASÍ ræða við Björn Þorláks um kvennaverkfallið um aðra helgi. Helen Ólafsdóttir sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum ræðir um vopnahlé á Gaza við Gunnar Smára, innihald þess sem Donald Trump vill kalla friðarsamninga og viðbrögð á Vesturlöndum við þessum afarkostum sem Palestínumenn standa frammi fyrir. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og dósent í félagsfræði í Háskóla Íslands, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent í gagnrýnum menntunarfræðum við HÍ, Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur ræða í Trumptíma þessarar viku þær margvísulegu breytingar sem Donald Trump og ríkisstjórn hans eru standa fyrir. Arna Magnea Banks leikkona ræðir þýðingu verðlauna sem hún hlaut nýverið fyrir frammistöðu sína í myndinni Ljósvíkingar. Arna ræðir einnig undirliggjandi átök gegn minnihlutahópum, hér á landi sem utan landsteinanna. Björn Þorláks ræðir við hana. Hildur Ýr Ísberg íslenskukennari í MH kennir Sjálfstætt fólk sem aðrir skólar hafa lagt á hilluna. Hildur segir Gunnari Smára hvernig nemendur skilja þessa bók, Bjart og stílgáfu Halldórs Laxness.

    Miðvikudagur 15. október - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 46:33


    Miðvikudagur 15. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Claim Rauða borðið

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel