Róttæk samfélagsumræða á hættutímum.

Bridgeþátturinn 26. október EINMENNINGUR María Haraldsdóttir Bender og Páll Þórsson briddspilarar ræða endurvakið Íslandsmót í einmenningi, muninn á skák og bridds, Úrvalsdeildina, styrkleika og veikeika og fleiri skemmtileg mál. Björn Þorláks hefur umsjá með þættinum.

Sunnudagurinn 26. október Synir Egils: Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og alvöru stríð Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála. Síðan koma þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar, Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Sigurður Örn Hilmarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og ræða stöðu flokka, stjórnar og þings og helstu málin sem eru óleyst á vettvangi stjórnmálanna. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Laugardagur 25. október Helgi-spjall: Bergsveinn Birgisson Bergsveinn Birgisson fræðamaður, rithöfundur og Strandamaður segir frá fortíð sinni og sýn sinni á framtíðina, vegleysum nútímans og trú sinni á húmanismann sem gæti verið að gleymast.

Fimmtudagur 23. október FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Fimmtudagur 23. október Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjar Það er kvennaverkfall á morgun en ekki allar konur hafa kost á því að taka þátt. Oft er rætt um konur af erlendum uppruna í þessu samhengi. Jasmina Vasjovic, stjórnmálafræðingur ræðir við Maríu Lilju um málið. Vaxtamálið, Ný stjórnarskrá, áfengi og börn, mál Steinþórs Gunnarssonar, þvingunarfækkun sveitarfélaga og sigur blaðamanns gegn sveitarfélagi verða til umræðu í þættinum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir þessi mál í samtali við Björn Þorláks. Hlín Agnarsdóttir höfundur og leikkonurnar Rósa Guðný Þórsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen segja Gunnari Smára frá leiklestri á Allt er um okkur, leikriti um eldri konur í bókaklúbb og ræða um aldur, konur, kvennabaráttu, feminisma og kvennaverkfall. Bræðurnir Ólafur Þ. prófessor í stjórnmálafræði og Tryggvi Harðarson fyrrverandi námsmaður í Kína og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og víðar segja frá ferð sinni til Kína og þeim stórkostlegu samfélagsumbreytingum sem þar hafa átt sér stað frá þeim tíma að Tryggvi fór til náms í Peking fyrir hálfri öld. Saga einhleypra kvenna á Íslandi hefur verið kortlögð og kemur út á bók eftir nokkra daga. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir ræðir piparmeyjar og viðhorf til þeirra í samtali við Björn Þorláks.

Miðvikudagur 22. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Miðvikudagur 22. október Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlist Hvar er nýja stjórnarskráin? 13 ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hjörtur Hjartarson ræðir við Björn Þorláks. Barði Guðmundsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir eru höfundar heimildarmyndarinnar Bóndinn og verksmiðjan sem fjallar um baráttu Ragnheiðar Þorgrímsdóttur á Kúludalsá gegn mengun frá álverinu í Hvalfirði. Þau segja Gunnari Smára frá myndinni auk annarra verka. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, greinir frá staðli um aukna ábyrgð vinnuveitenda á stuðningi við konur á breytingaskeiði. Björn Þorláks ræðir við Helgu Sigrúnu. Arnar Pálsson prófessor lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands segir Gunnari Smára frá fjölbreytileikanum í náttúrunni og hversu illa tvíhyggja mannsins heldur utan um hinn líffræðilega raunveruleika. Eru kynin fleiri en tvö? María Lilja ræðir að lokum við Óla Dóra, menningarvita og plötusnúð um gervigreindartónlist.

Þriðjudagur 21. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Þriðjudagur 21. október Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill takmarka möguleika erlendra aðila til að kaupa landsvæði á Íslandi. Hún ræðir málið í samtali við Björn Þorláks, sem og íslenskuna, börnin okkar og fleiri auðlindir. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir öryggismál Evrópu eftir afdrifaríkt símtal þeirra Trump og Pútín og hver staða Evrópu er í aðdraganda fundar þeirra í Búdapest. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland Palestína flytur Maríu Lilju fréttir af Gaza og setja þau ástandið meðal annars í samhengi við pólitíkina á Vesturlöndum. Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur. Hann segir Gunnari Smára hvers vegna. Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari hefur unnið meira en þrjá áratugi í sömu tónlistarbúðinni. Hann deilir kunnáttu sinni í samtali við Björn Þorláks og ræður söguna, hvernig venjur breytast í bransanum og kynjabyltinguna.

Mánudagur 20. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Mánudagur 20. október Sundabraut, umhverfismál, flóttafólk, fjölmiðlar og transréttindi Gauti Kristmannsson prófessor og varaformaður Íbúafélags Laugardals og Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og íbúi í Grafarvogi ræða við Maríu Lilju um áætlun vegagerðarinnar um að gera sundabraut að brú og áhrifin sem það kann að valda til framtíðar. Hallgrímur Óskarsson hjá Carbon Iceland og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ræða vindorku og umhverfismál í þröngu og víðu samhengi. Björn Þorláks ræðir við þau. Málþing fór fram á vegum Landverndar um helgina þar sem rætt var m.a. um vísindaleg og pólitísk rök hvað varðar víðerni landsins og fleira. Sema Erla Serdarouglu, ræðir við Maríu Lilju um fyrirætlanir yfirvalda í málefnum flóttafólks og fangabúðir fyrir flóttafólk þar sem vista megi börn án dóms og laga. Óbreytt ástand í fjölmiðlaumhverfinu gengur ekki, gera þarf róttækar breytingar á Ríkisútvarpinu. Þetta segir Óðinn Jónsson blaðamaður og fyrrum fréttastjóri Rúv. Hann varar við blöndun almannatengla og blaðamanna en ný deild hefur verið stofnuð innan Blaðamannafélags Íslands með almannatenglum. Arna Magnea Danks, sérlegur fréttaritari mannréttinda á Samstöðinni ræðir við Maríu Lilju um áróðursherferð Samtaka 22 sem beinist gegn transfólki og leitast þær við að setja málin í stærra samhengi við bakslag í réttindarbaráttu minnihlutahópa annars staðar á vesturlöndum.

Sunnudagurinn 19. október Synir Egils: Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfall Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Eiríkur Örn Norðdahl skáld og rithöfundur, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins, hér heima og erlendis. Síðan koma þau, Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Róbert Marshall aðstoðarmaður borgarstjóra og velta fyrir stöðunni í stjórnmálunum og þeim verkefnum sem þar eru óleyst. Í lokin taka þeir bræður púlsinn á pólitíkinni.

Laugardagur 18. október Helgi-spjall: Diddi Frissa Sigurður Friðriksson, oftast kallaður Diddi Frissa, er goðsögn í lifanda lífi. Hann fór ungur til sjós, varð farsæll skipstjóri, hætti að drekka og skipti yfir í ferðaþjónustu þar sem hann hefur stigið ný skref sunnan heiða sem norðan milli þess sem hann syndir í vötnum og í sjónum. Björn Þorláks ræðir við Didda í helgispjalli Samstöðvarinnar.

Föstudagur 17. október Vikuskammtur: Vika 42 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Brynhildur Stefánsdóttir snyrtifræðingur og bóndi, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Máni Pétursson umboðsmaður og Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson mannfræðingur og gusumeistari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af dómsmálum, vopnahléi, langferðum, sigrum og stórgróða.

Fimmtudagur 16. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Fimmtudagur 16. október Neytendaógnir, heimsmálin, ný heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissala Við hefjum leik á neytendamálum og nokkuð óvæntum snúningi á dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu fyrr í vikunni. Arion banki hótar auknum vaxtaálögum á lántakendur vegna dómsins. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í viðtali við Björn Þorláks að um grafalvarlega og mögulega ólöglega merkjasendingu sé að ræða milli bankanna. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, stóraukin útgjöld Natóríkjanna til hermála og breytta heimskipan í margpóla heimi. Yrsa Roca Fannberg leikstjóri og Elín Agla Briem handritshöfundur ræða við Gunnar Smára um heimildarmyndina Jörðin undir fótum okkar, sem fjallar um ellina og lífið, bregður upp svipmyndum af lífi fólks á elliheimilinu Grund. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, reynir að finna rauða þráðinn í samræðu við Gunnar Smára, hver sé staða sósíalisma, stéttarbaráttu og vinstris í okkar heimshluta. Aðildarfélög UMFÍ íhuga að bæta fjárhag með sölu áfengis á íþróttaviðburðum. Forvarnafulltrúinn Árni Guðmundsson varar mjög við öfugþróun sem virðist eiga sér stað varðandi börn, áfengi og íþróttir. Björn Þorláks ræðir við Árna.

Miðvikudagur 15. október Kvennaverkfall, vopnahlé, Trump, leiksigur og Laxness Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Sara Stef Hildar baráttukona frá Rótinni og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir jafnréttisfulltrúi hjá ASÍ ræða við Björn Þorláks um kvennaverkfallið um aðra helgi. Helen Ólafsdóttir sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum ræðir um vopnahlé á Gaza við Gunnar Smára, innihald þess sem Donald Trump vill kalla friðarsamninga og viðbrögð á Vesturlöndum við þessum afarkostum sem Palestínumenn standa frammi fyrir. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og dósent í félagsfræði í Háskóla Íslands, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent í gagnrýnum menntunarfræðum við HÍ, Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur ræða í Trumptíma þessarar viku þær margvísulegu breytingar sem Donald Trump og ríkisstjórn hans eru standa fyrir. Arna Magnea Banks leikkona ræðir þýðingu verðlauna sem hún hlaut nýverið fyrir frammistöðu sína í myndinni Ljósvíkingar. Arna ræðir einnig undirliggjandi átök gegn minnihlutahópum, hér á landi sem utan landsteinanna. Björn Þorláks ræðir við hana. Hildur Ýr Ísberg íslenskukennari í MH kennir Sjálfstætt fólk sem aðrir skólar hafa lagt á hilluna. Hildur segir Gunnari Smára hvernig nemendur skilja þessa bók, Bjart og stílgáfu Halldórs Laxness.

Miðvikudagur 15. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Þriðjudagur 14. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Þriðjudagur 14. október Biskup Íslands, þúsund ára ríkið, skipulögð glæpastarfsemi og nýtt lífsskoðunarfélag Við hefjum leik á samtali við Guðrúnu Karls Helgudóttir biskup. Ár er liðið síðan hún var vígð í embættið. Hún segist bjartsýn á frið í heiminum þótt tímarnir séu viðsjárverðari en um langt skeið. Hún segist hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún ákvað að blanda sér í umræðuna eftir alræmdan Kastljóssþátt á dögunum þar sem vegið var að minnihlutahópum. Björn Þorláks ræðir við biskup. Fjallað verður um skipulagða glæpastarfsemi. Svala Ísfeld Ólafsdóttir lögfræðingur og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands ræða við Gunnar Smára um rót skipulagðrar glæpastarfsemi og þróun á Íslandi. Hvað stjórnvöld gera og hvað stjórnvöld gætu gert til að sporna við henni. Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragða- og guðfræðingur ræðir við Gunnar Smára hugmynd þjóðernissinnaða hvíta evangelíska kirkju um þúsund ára ríkið og hvaða áhrif hún hefur á pólitík í Bandaríkjunum og víðar. Svanur Sigurbjörnsson læknir er nú í hléi frá lækningum til að stofna nýtt lífsskoðunarfélag. Viðhorf hans um lífið og tilveruna fóru fyrst að breytast eftir árásina á Tvíburaturnana í New York. Björn Þorláks ræðir við Svan.

Mánudagur 13. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til þess aðstoð gesta: Sara Stef Hildar og Þórarinn Hjartarson setjast við fréttaborðið. Hvert er samhengi fréttanna?

Mánudagur 13. október Mataræði barna, ferðaþjónusta á villigötum, ástin, byggðamál og agi í skólum Við hefjum leik á umræðu sem spyr stórra spurninga hvort við séum að leita langt fyrir skammt þegar við leitum lausna við gríðarlegu lyfjaáti barna og ungmenna og vondri andlegri heilsu ungs fólks sem kostað hefur sjö hundruð mannslíf á einum áratug. Vigdís M. Jónsdóttir sálfræðingur vill beina sjónum að mataræðinu umfram annað. Hún segir brýnt að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum eiginlega frá grunni. Björn Þorláks ræðir við hana. Katrín Anna Lund, mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ræðir við Gunnar Smára um ferðaþjónustu á villugötum, hvort gróðasókn fárra hafi ráðið of miklu í þróun ferðamennsku á Íslandi. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent í gagnrýnum menntunarfræðum við HÍ segir Gunnari Smára frá bókinni Allt um ástina eftir bell hooks sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. Þurfum við að rækta ástina og læra að nota hana til að bjarga heiminum? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps ræðir breytta stöðu byggðamála. Mikill vöxtur hefur orðið á Suðurlandi og austur að Vatnajökli og því fylgja mikil tækifæri en einnig áskoranir. Það er löngu liðin tíð að Reykjavíkursvæðið bólgni út á kostnað landsbyggðanna. Við endum þáttinn á viðtali við gamlan skólamann. Eiríkur Jónsson, fyrrum formaður Kennarasambands Íslands, ræðir álitamál og áskoranir sem blasa við í kennslustarfi. Hann ber saman tímana tvenna og ólíkan aga hér á landi í skólastofum og í samanburðarlöndum.

Sunnudagurinn 12. október Synir Egils: Vopnahlé, leikskólar, Nóbel, pólitíkin og Framsókn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Jóna Benediktsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins, Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og Jón Trausti Reynisson ritstjóri Mannlífs og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni og síðan kemur Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og ræðir stöðu flokksins, þingsins, stjórnmálanna og samfélagsins.

Laugardagur 11. október Helgi-spjall: Einar Kárason Einar Kárason rithöfundur kemur í helgi-spjall og segir frá fjölskyldu sinni, uppruna, æsku, kynslóð og ritstörfum, en líka frá bílum, skrítnu fólki, fótbolta og ýmsu öðru.

Föstudagur 10. október Vikuskammtur: Vika 41 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þær Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og rithöfundur, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Þórdís Helgadóttir rithöfundur og fara yfir fréttir vikunnar sem einkenndust af leit að friði, hernaðarhyggju, sigrum og ósigrum, deilum og ekki svo miklum sáttum.

Fimmtudagur 9. október Leikskólar, vextir, öryggismál, lögfræði og Trumpland Gunnar Smári heldur áfram umræðu um leikskólana. Að þessu sinni koma þær Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og segja hvers vegna þær eru á móti tillögum um styttri vistunartíma á leikskólunum. Finnbjörn A. Hermannsson hjá ASÍ furðar sig á hávaxtastefnu Seðlabankans sem hann segir að valdi miklu tjóni. Þá séu álitamál með krónuna og fleira sem hafi neikvæð áhrif á fólk, einkum hina skuldsettu. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um vopnahlé á Gaza og öryggismál Evrópu, stöðu álfunnar í fjölpóla heimi. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir álitamál í lögfræði tengd fréttum líðandi stundar. Fjallað verður um vændi, hvort líklegt sé að Ísland fái mikilvægar undanþágur með inngöngu í ESB, muninn á málfrelsi og tjáningarfrelsi og rétt eða órétt Ísraela til að handtaka fólk á hafi úti. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Gunnar Smári ræðir við Harald Sigurðsson jarðfræðing, sem býr í New Bedford í Massachusetts, um áhrif Trump á bandarískt samfélag. Er Trump að takast að brjóta niður margt af því besta sem byggt var upp í Bandaríkjunum á liðnum áratugum.

Miðvikudagur 8. október Trump, hervæðing, kristni, veðmál, sigur anti-vók og Hannes Pétursson Við höldum áfram að ræða Donald Trump í Trumptímanum á miðvikudögum, hugmyndir hans, verk og áhrif á Bandaríkin og heiminn allan. Að þessu sinni koma að borðinu og ræða við Gunnar Smára hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Þorvaldur Gylfason og sagnfræðingurinn Sveinn Máni Jóhannesson. Helga Þórólfsdóttir er sérfræðingur í friðarfræðum og hefur starfað á stríðsfræðum. Hún ræðir við Gunnar Smára um hernaðarhyggju og hervæðingu, sem nú fer sem vofa um öll lönd. Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragða- og guðfræðingur ræðir við Gunnar Smára um áhrif evangelískrar kirkju og ýmissa trúarkenninga á stefnu ríkisstjórnar Donald Trump. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, ræðir vandann og möguleg úrræði vegna veðmálastarfsemi barna í samtali við Björn Þorláks. Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri og leikararnir Bjarni Snæbjörnsson, Árni Pétur Guðjónsson og Kristrún Kolbrúnardóttir segja Gunnari Smára frá Skammarþríhyrningnum kómískum pólitískum leik um vók og anti-vók sem þau hafa samið ásamt öðrum og sýndur er í Borgarleikhúsinu. Kvæðabók Hannesar Péturssonar kom út fyrir 70 árum og verður tímamótanna fagnað norður í Skagafirði um helgina. Eyþór Árnason ljóðskáld ræðir við Björn Þorláks um tímamótin.

Þriðjudagur 7. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Þriðjudagur 7. október Leikskólar, börn, friður, heimsvaldastefna og sólarorka Haraldur F. Gíslason, formaður félags leikskólakennara, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða við Gunnar Smára um leikskólakerfið og deilurnar sem hafa magnast upp vegna tillagna meirihlutans í Reykjavík að draga úr opnunartíma. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir margt að varast fyrir börn og og ungmenni í samtímanum. Fíknir og Internetið eru þar á meðal. Björn Þorláks ræðir við Salvöru. Sagnfræðingur í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, fer yfir samtímann í samtali við Björn Þorláks. Hann sér enga ástæðu til að Íslendingar vopnvæðist og varar við stríðsæsingi. Ragnar Baldursson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um Kína ræðir um heimsvaldastefnu Vesturlanda við Gunnar Smára og hvernig rekja má rætur hennar til víkinga. Sólarorka er framtíðin og varasamt er að einblína á síaukna orkuframleiðslu hér á landi í tengslum við orkuskipti. Þetta segir Geir Guðmundsson verkfræðingur. Björn Þorláks ræðir við hann.

Mánudagur 6. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Mánudagur 6. október Listamannalaun, Evrópustríð, fall Play, leiklist og þjóðfélagsstaða og menntun Úthlutun ritlauna og fyrirkomulag við veitingu listamannalauna hefur ítrekað vakið deilur í seinni tíð. Hvers vegna? Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, reyna að svara þeirri spurningu í samtali við Björn Þorláks. Valur Ingimundarson prófessor ræðir vaxandi stríðsógn í Evrópu við Gunnar Smára, ólíka afstöðu Evrópuríkja og Bandaríkjanna, afleiðingar hernaðaruppbyggingar á álfuna og hættuna á stigmögnun stríðsátaka. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir fall Play og fjölmörg álitamál og verkefni sem fjöldi neytenda glímir við nú til að leita réttar síns. Er Icelandair að nýta sér neyð strandaðra ferðalanga? Björn Þorláksson ræðir við Breka. Hvaða áhrif hefur þjóðfélagsstaða nemenda á framgang þeirra? Eru samkeppnispróf góð hugmynd? Þorlákur Axel Jónsson hefur nýlokið doktorsvörn í menntavísindum og ræðir niðurstöður við Björn Þorláks. Katla Þórudóttir Njálsdóttir leikkona og Kolbrún Björt Sigfúsdóttir höfundur og leikstjóri segja Gunnar Smára frá sýningunni Þetta er gjöf, verk um græðgi, kapítalisma og annað sem er að eyða samfélaginu okkar, samskiptum okkar og okkur sjálfum.

Sunnudagurinn 5. október Synir Egils: Átök á Alþingi, húsnæðiskreppa,, friðarvon, hernaður og ríkisfjármál Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Eyrún Magnúsdóttir stofnandi Gímaldsins, Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og Þórður Snær Júlíusson framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála, hér heima og erlendis. Að því loknu koma þrír nefndarmenn úr utanríkismálanefnd og ræða öryggismál Evrópu, en á fundi leiðtoga Evrópuríkja var fullyrt að álfan væri nú í stríði við Rússland. Pawel Bartoszek, Dagbjört Hákonardóttir og Víðir Reynisson ræða öryggismál. Síðan kemur Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og fer yfir ríkisfjármálin.

Laugardagur 4. október Helgi-spjall: Kristín Gunnlaugs Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður segir frá leit sinni frá Maríu mey að kvenmannssköpum og tröllskessum, frá óttanum í foreldrahúsum sem hefur fylgt henni, frá ást og skilnaði, trúarþörf og hættunni af að staðna.

Föstudagur 3. október Vikuskammtur: Vika 40 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Auður Jónsdóttir rithöfundur, Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri, Sara Stef. Hildar bókavörður og Sassa Eyþórsdóttir iðjuþjálfi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af gjaldþroti, stríði og litlum frið, átökum um stórt sem smátt en líka vonarglætum stórum og smáum.

Fimmtudagur 2. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Fimmtudagur 2. október Kynjafræði, leikhús. fjölmiðlaógn, Kína og klassíkin Hanna Björg Viljhjálmsdóttir, kynjafræðingur og Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur ræða um bakslag og kynjafræði í skólum. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri og leikararnir Hildur Vala Baldursdóttir, Mikael Kaaber, Margrét Eir Hönnudóttir og Ernesto Camilo Valdes segja Gunnari Smára frá ást og sorg fólksins í Rauðu myllunni í París fyrir rúmri öld og hvers vegna sú saga á erindi við okkur í dag. Elva Ýr Gylfadóttir hjá Fjölmiðlanefnd ræðir ógnir og undirróður erlendra ríkja og hvers ber að gæta í heimi fjölmiðlanna í þeim efnum. Björn Þorláks ræðir við hana. Ragnar Baldursson stjórnmálafræðingur heldur áfram að segja okkur frá Kína í samtali við Gunnar Smára. Nú horfir hann á áhrif Konfúsíusar á kínverska menningu, stjórnmál og stöðu Kína í heiminum. Guðni Tómasson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu ræða meðal annars Víking Heiðar og áhrif hans og fleiri frumkvöðla á tónlistina í spjalli við Gunnar Smára og tónlistarnemann Sól Björnsdóttur.

Miðvikudagur 1. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Miðvikudagur 1. október Trumptíminn, hampur, heimsmálin, Alþingi, ónæmiskerfið og söngur Við ræðum ástandið í Bandaríkjunum á miðvikudögum við Rauða borðið. Þá er Trumptíminn. Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur ræða nýjustu tíðindi úr landi Trump og hvaða áhrif þau munu hafa. Athafnakonan Tóta Jónsdóttir er frumkvöðull í hamprækt á Íslandi. Hún leiðir Maríu Lilju í allan sannleika um þessa mögnuðu, forboðnu jurt sem er til svo margra hluta nytsamleg. Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um heimsmálin, ekki síst nýjustu vendingar Trump gagnvart Gaza og Úkraínu. Málþóf fékk falleinkunn á málþingi um starfshætti Alþingis. Að kalla úrræði til að stöðva eilífðarvél í ræðuflutningi kjarnorkuákvæði vekur aulahroll hjá lagaprófessor. Mörður Árnason fyrrum þingmaður og Indriði H Þorláksson, fyrrum skattstjóri ræða þingið í samtali við Björn Þorláks. Guðlaug María Bjarnadóttir, Súsanna Antonsdóttir halda fyrirlestur fyrir áhugasama um vanvirkni í ónæmiskerfi, sjúkdóm sem hrjáir fjölda fólks en fáir þekkja. Þær ræða við Maríu Lilju um heilsuna. Jóhann Helgason og Edda Borg koma að Rauða borðinu spjalla, spila og syngja í tilefni af nýrri sólóplötu Jóhanns og tónleikum með honum, Eddu og Gömmunum í Bæjarbíói.

Þriðjudagur 30. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Þriðjudagur 30. september Tilboð Trumps, Húsavík, loftlagsmál, dauðinn og sjóari sem málar Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir tilboð Trump og Netanjahú um framtíð Gaza, forsögu þessa tilboðs sem byggt er á kröfum Ísraelsstjórnar, möguleika þess að það nái fram að ganga og viðbrögð stjórnvalda í Evrópu og í arabaríkjunum. Alvarlegt ástand gæti skapast á Húsavík eftir fall kísilvers PCC á Bakka. Einkennilegt andvaraleysi einkennir samtímann gagnvart dreifðum byggðum í landinu, segir Aðalsteinn Árni Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík í samtali við Björn Þorláks. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar hjá HÍ og Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofunni ræða stöðu loftslagsmála, hvernig Ísland gæti bætt sig, losun og áhrif orðræðu í BNA þar sem Trump bannar viðurkennd hugtök tengd loftslagsmálum. Björn Þorláks ræðir við þau. Kristján Hreinsson, skerjafjarðarskáld ræðir nýja bók við Maríu Lilju. Bókin sem heitir: Einfaldar útfarir - allir velkomnir, Deyjandi hefðir fyrir lifandi fólk. Ingi Þór Hafdísarson stýrimaður, hárgeiðslumaður og listmálari ræðir við Gunnar Smára og sjómennsku, karlmennsku, uppreisnir og margt annað.

Mánudagur 29. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Mánudagur 29. september Ritlaun, sýklasótt, stöðugleikaregla, MÍR, sniðganga og veðurfræði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins ræðir við Maríu Lilju um ritlaun en úthlutun þeirra hefur verið hávær í umræðu dagsins. Kristján Ingólfsson, eftirlaunamaður og fyrrum ráðgjafi segir Gunnari Smára frá fráfalli Eyglóar Svövu dóttur sinnar sem send var heim af bráðamóttöku þrátt fyrir að vera helsjúk af sýklasótt. Og Anna María Ingveldur Larsen mannfræðinemi segir jafnframt frá sambærilegri reynslu. Saga Guðmundsdóttir, aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, útskýrir stöðugleikaregluna fyrir Gunnar Smára auk ýmissa annarra reglna. Sigurður Þórðarson, fyrrum stýrimaður, verslunarmaður og félagi MíR til 50 ára. Boðar í samtali við Maríu Lilju aðalfund fyrir hönd gamalla félaga. Staðið hefur styr um félagið en nú er von á sáttum. Ingólfur Gíslason, rektor á menntavísindasviði HÍ skipuleggur ný skref í sniðgöngu vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Björn Þorláks ræðir við Ingólf. Mun gervigreindin úrtrýma stétt veðurfræðinga í framtíðinni? Björn Þorláks ræðir við Sigga storm.

Sunnudagurinn 28. september Synir Egils: Upplausn í alþjóðamálum, stríð og þjóðarmorð, fjárlög, húsnæðismál og pólitíkin innanlands Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Svandís Svavarsdóttir formaður VG og ræða fréttir innanlands og utan og stöðu mála. Síðan ræðum við veikingu lýðræðis í Bandaríkjunum. Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur fjalla um aðför ríkisstjórnar Trump að valddreifðu lýðræði. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Laugardagur 27. september Helgi-spjall: Rúnar Guðbrands Rúnar Guðbrandsson leikari, leikstjóri og sviðslistamaður ræðir spennandi leikhús og minna spennandi, pólitíska list, trúnna á að við getum breytt heiminum, öryggi æskunnar og óróa unglingsáranna, föðurmissi og annað sem hefur mótað hann sem manneskju og listamann.

Föstudagur 26. september Vikuskammtur: Vika 39 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Árni Sveinsson kvikmyndaleikstjóri, Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur, Saga Kjartansdóttir sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ og Þóra Elísabet Kjeld kennari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af dularfullum drónum, tárum á hvarmi, afsökunarbeiðni, vinnumansali, skoðanaskiptum og hótunum.

Fimmtudagur 25. september FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Björn Leví Gunnarsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Fimmtudagur 25. september Réttur er settur, rauði þráðurinn, Taóismi og klassíkin rokkar Gísli Tryggvason lögmaður fer yfir mannréttindi, Bókun 35, kynþáttamisrétti og fleira í samtali við Björn Þorláksson. Kolbeinn H. Stefánsson dósent í félagsráðgjöf ræðir við Gunnar Smára um vanda vinstrisins á Vesturlöndum og hér heima. Ragnar Baldursson Kínasérfræðingur heldur áfram að skýra fyrir Gunnari Smára hvernig taóisminn hefur mótað Kína, menningu og stjórnmál, og hugmyndir Kínverja um stöðu Kína í heiminum. Kristinn Sigmundsson bassi, Kolbeinn Ketilsson tenór og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari ræða um ljóðasöng við Gunnar Smára og tónlistarnemana Sóleyju Lóu Smáradóttur og Sól Björnsdóttur, um óperu, töfra tónlistar, kvíða fyrir tónleika, íslenska einsöngslagið og margt fleira.

Þriðjudagur 23. september Húsnæði, brottvikning, börn með geðraskanir, óþekkti þingmaðurinn og bönnuð list Á sama tíma og ungt fólk er í vanda að fjárfesta í húsnæði eru heldur fleiri íbúðir að koma á markað en verið hefur. Jónas Atli Gunnarsson hjá HMS ræðir við Björn Þorláksson. Matthías James Spencer Heimisson og Adrimir Selene Melo Fria eru hjón. Samt ætlar Útlendingastofnun að vísa Adrimir úr landi, en hún er ein þeirra fjölmörgu frá Venesúela sem hingað komu í boði stjórnvalda en nú er verið að vísa úr landi þegar dvalarleyfið rennur út. Gunnar Smári ræðir við hjónin. María Lilja ræðir þjónustu við börn með geðraskanir við þær Láru Ómarsdóttur, almannatengil og aðstandanda fíkils í bata, Diljá Ámundadóttur, varaþingmann, guðfræðinema og sálgæslukonu og Sigurþóru Bergsdóttir, varaþingmann, bæjarfulltrúa og stofnanda Bergsins Headspace. Kristján Þórður Snæbjarnarson segir Birni Þorláks frá persónulegum hliðum en Kristján er einn fjölmargra nýrra þingmanna. Óþekkti þingmaðurinn leitast við að kynna manneskjuna að baki þingmannsins. María Lilja fær til sín þau Snærós Sindradóttur, listfræðing og gallerista og Þránd Þórarinsson, myndlistarmann sem þekktur er fyrir hápólitísk málverk sín. Þau ræða saman um list og pólitík.

Miðvikudagur 24. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Miðvikudagur 24. september Palestína, húsnæðiskrísa, Trump, taoismi og heyskapur Þórdís Ingadóttir lagaprófessor ræðir við Gunnar Smára um gildi þess að fleiri lönd viðurkenna nú Palestínu, um hvort alþjóðalög og alþjóðakerfið sé að veikjast vegna stefnu Bandaríkjanna og hvaða skyldur íslensk stjórnvöld bera frammi fyrir þjóðarmorði á Gaza og öðrum glæpum Ísraelsstjórnar. Alvarleg staða er uppi í húsnæðismálum fjölmargra einstaklinga án þess að það fari hátt í samfélaginu. Fordómar eru miklir og harka í samfélaginu. María Pétursdóttir öryrki og myndlistarkona og Styrmir Hallsson, háskólanemi og ungur maður í leit að öruggu framtíðarhúsnæði, ræða ástandið með Birni Þorláks. Vorstjarnan heldur fund um málið annað kvöld. Gunnar Smári ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um stefnubreytingu Trump gagnvart Úkraínu, sem hann segir nú að geti unnið stríð. Þeir fara líka yfir ræðu Trump í alsherjarþinginu, elta hana um víðan völl. Ragnar Baldursson Kínafræðingur ræðir við Gunnar Smára um Taoisma og áhrif hans á kínverska menningu, stefnu kínverska ríkisins og einnig um áhrif Taó á vestræna menningu. Þetta er fyrri hluti spjalls þeirra um Taóisma. Til marks um sprettusumarið sem nú er að baki eru dæmi um bændur á Norðurlandi sem slógu tún sín fjórum sinnum, sem er einsdæmi að sögn Trausta Þórissonar, bónda á Hofsá. Björn Þorláks slær á þráðinn norður.

Þriðjudagur 23. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?