Róttæk samfélagsumræða á hættutímum.
Gunnar Smári Egilsson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp og Björn Þorláksson ræða fréttir dagsins.
Þriðjudagur 5. ágúst Utanríkismál, leyniþjónusta, líðan barna, heimsmálin og rauði þráðurinn Stefán Pálsson sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur og Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, skiptast á skoðunum um utanríkismál og stöðu Íslands. Þeir ræða líka kjarnorkuvána sem virðist nær okkur en um áratuga skeið. Björn Þorláks stjórnar umræðunni. Helen Ólafsdóttir öryggis- og þróunarsérfræðingur ræðir hugmyndir um leyniþjónustu Íslands og hverjar eru helstar öryggisógnir í íslensku samfélagi. Björn Hjálmarsson barnageðlæknir ræðir um líðan barna í samtímanum og hvað má gera til að auka öryggi þeirra og sjálfsmynd. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um breytta heimsmynd út frá sjónarhóli lítilla ríkja á tímum fjölpóla heims. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur ræðir um vinstrið í okkar heimshluta og nýja vinstri flokkinn í Bretlandi.
Örn Guðmundsson aka Mugison kemur að Rauða borðinu og segir sköpunarsögu sína, hvernig hann varð til sem manneskja og listamaður. Og hann er með gítarinn með sér og tekur nokkur lög þar sem við á í frásögninni.
Í kvöld er lokaþáttur af sumarþáttunum þar sem fréttir Ríkissjónvarpsins færast yfir á venjulegan tíma á morgun. Við segjum fréttir með okkar lagi á Samstöðinni klukkan sjö, Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús finna samhengið í fréttunum. Þau koma síðan til að ræða fréttirnar og ástandið í heiminum og samfélaginu þau Þórir Jónsson Hraundal miðausturlandafræðingur, Nichole Leigh Mosty doktorsnemi, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari og blaðamaður. í lokin kemur Soffía Bjarnadóttir að Rauða borðinu og segir frá bók sinni Áður en ég brjálast, um ástina, trans, þunglyndi, ummyndanir, miðaldur og margt fleira sem þar kemur fram.
Við segjum fréttirnar með okkar lagi á Samstöðinni, klukkan sjö þegar engar fréttir eru í Ríkissjónvarpinu. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og Jasmina Vajzovic stjórnmálafræðingur ræða uppgang hægri öfga hópa á Íslandi og Evrópu, meðal annars Skildi Íslands. Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri, Magnús Árni Skjöld Magnússon prófessor og Klemens Ólafur Þrastarson fyrrverandi starfsmaður ESB og blaðamaður, einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Klói, allt ákafir Evrópusinnar, segja okkur frá hvers vegna Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Í lokin heyrum við í mótmælendum við utanríkisráðuneytið þar sem félagið Ísland-Palestína mótmælti aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda frammi fyrir þjóðarmorðinu á Gaza.
Við segjum fréttirnar með okkar lagi á Samstöðinni, klukkan sjö þegar engar fréttir eru í Ríkissjónvarpinu. Kristín Valberg, forstöðukona Bjarkarhlíðar, Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar samtaka gegn kynferðisofbeldi og Silja Höllu Egilsdóttir og Margrét Baldursdóttir, fulltrúar Druslugöngunnar, ræða sýknudóma og vopnavæðingu ný-nasista á kynferðisofbeldi og fleiri mál. Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst tekur stöðuna á pólitíkinni eftir ansi heitt sumarþing og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri ræðir varnarsamning Íslands og Evrópusambandsins, Evrópusambandsaðild Íslands og stöðuna í Úkraínu.
Við byrjum á að segja fréttir Samstöðvarinnar með okkar lagi, klukkan sjö þegar fótboltinn rúllar á RÚV. Við heyrum síðan hljóðið í strandveiðimönnum sem eru allt annað en ánægðir með hvernig stjórnarandstaðan stöðvaði þeirra mál í þinginu. Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, gerir út frá Grundarfirði, Þórólfur Júlían Dagsson strand- og ufsaveiðimaður gerir út frá Höfn í Hornafirði og Benedikt Bjarnason formaður Eldingar, félags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, gerir út frá Súganda. Þeir fara yfir stöðuna, baráttuna og óvissuna. Síðan ræða um fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni þau Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi, Ragnar Þór Pétursson kennari og Lísa Margrét Gunnarsdóttir formaður Landssambands íslenskra stúdenta. Og í lokin kynnumst við stórframkvæmdum í Engjaholti í landi Fells í Bláskógabyggð, sem nágrannarnir Þóra Hafsteinsdóttir og Unnar Ragnarsson eru alls ekki ánægð með.
Við segjum fréttir Samstöðvarinnar klukkan sjö og ræðum svo eldgosið á Suðurnesjum við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing og Dagmar Valsdóttir gistihúsaeigandi í Grindavík, en þau sem búa og starfa í bænum eru langþreytt á rýmingu og takmörkunum á rekstri. Við ræðum síðan við Breka Karlsson formann neytendasamtakanna um rukkun fyrir bílastæði, ferðir sem Play fellir niður, netsvik, raforkufrumvarpið sem fór í gegn og afurðarstöðvafrumvarpið sem ekki slapp í gegn. Og í lokin kemur Júlíus Sólnes til okkar, en hann var fyrsti umhverfisráðherrann. Hann gagnrýnir að umhverfismál hafi verið sett undir orkumál í ráðuneytinu og vara við vindmyllum sem Jóhann Páll Jóhannsson, núverandi umhverfisráðherra, hefur opnað á.
Við segjum fréttir með lagi Samstöðvarinnar og ræðum síðan við Renötu Söru Arnórsdóttur og Ara Logn frá Samtökum kynlífsverkafólks um aðgerðir lögreglunnar gegn mansali og vændi. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands og Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands hafa bent á, ásamt öðrum formönnum heilbrigðisstarfsfólks, að vandinn sem ríkisendurskoðun benti á innan heilbrigðiskerfisins hafi legið fyrir árum saman. Samt gera stjórnvöld ekkert. Í lokin hringjum við til Sómalíu þar sem Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur starfar, ræðum við hana um ástandið þar en ekki síður um stefnu Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Gaza, en fullyrða má að Ursala van der Leyen formaður framkvæmdastjórnarinnar styðji þjóðarmorðið.
Mánudagur 14. júlí Við byrjum á nýjum fréttatíma Samstöðvarinnar, ræðum söguleg tíðindi hér innan lands og erlendis og förum yfir öll mál ríkisstjórnarinnar sem döguðu uppi í deilum á þingi. Hafsteinn Michael Guðmundsson, fyrrum starfsmaður Mannvirðingar sem hrökklaðist úr starfi vegna kulnunar, lýsir starfsaðstæðum að Jafnaðarseli, nú Reynimel og ræðir um slæman starfsanda, stjórnunarhætti, launagreiðslur undir taxta og öryggi starfsfólks og skjólstæðinga sem er ábótavant innan geðheilbrigðisþjónustunnar. Ólafur Þ. Harðarson prófessor fer yfir þingveturinn sem nái fram yfir mitt sumar og stöðu flokkanna að honum loknum. Við birtum viðtöl við fólk sem var að mótmæla Íslandsheimsókn Ursula von der Leyen.
Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö með fréttatíma, förum yfir pólitíkina hér heima sem er við suðumark og segjum aðrar fréttir. Þórhallur Guðmundsson, stjórnsýslufræðingur og félagsráðgjafi, ræðir við Maríu Lilju um frétt okkar um Bjargið. Og síðan förum við yfir fréttir vikunnar og eldfima pólitíkina með góðum gestum: Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Andrea Sigurðardóttir blaðamaður og þingfréttaritari greina stöðuna og túlka.
Fimmtudagur 10. júlí Helgi-spjall: Páll Óskar Páll Óskar Hjálmtýsson segir okkur frá No Borders-tónleikunum sem hann ætlar að syngja á, frá leið sinni út úr skápnum, frá baráttusögu sinni, listinni og ástinni sem hefur heltekið hann.
Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu með fréttayfirlit, förum meðal annars yfir sláandi lýsingar á aðstöðunni á Bjargi, heimili fyrir geðfatlaða. Við ræðum síðan málefni Bjargs við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar og um ákvörðun saksóknara að ákæra ekki menn sem misnotuðu þroskahefta konu við Önnu Láru Steindal, framkvæmdastjóra Þorskahjálpar. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, kemur til okkar og ræðir húsnæðismarkaðinn en líka stöðu fámennra sveitarfélaga gagnvart ásælni auðugs fólks með virkjunaráform, en Guðmundur er Strandamaður og barðist gegn Hvalárvirkjun.
Við byrjum sumarþáttinn á Samstöðinni klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu. Við byrjum á fréttatíma Samstöðvarinnar og förum yfir hitamál hér heima og erlendis. Halla Hrund Logadóttir þingmaður og Andrés Skúlason stjórnarmaður í Landvernd ræða síðan við okkur um vindmyllur í Garpsdal og orkustefnu stjórnvalda. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona segir okkur frá mikilvægi þess að fá samþykkt lög um veiðigjöld og strandveiði og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir áhrif Trump Bandaríkjaforseta á stríð og efnahag.
Mánudagur 7. júlí Fréttir á Samstöðinni, peningaleysi í Háskólanum og nýr vinstri flokkur í Bretlandi Við byrjum sumarútsendingar á Samstöðinni klukkan sjö vegna fórboltans á Ríkissjónvarpinu. Við reynum fyrir okkur í að segja fréttir og ræðum helstu hitamál, en fáum svo prófessorana Magnús Karl Magnússon og Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur til að segja okkur frá sviknum loforðum stjórnvalda um aukið fé til reksturs háskólanna í landinu. Síðan segir fréttaritari okkar í London, Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, frá nýjum vinstri flokki sem þar er í burðarliðnum.
Mánudagur 30. júní Vorstjarna, maraþon, Sanna, Shakespeare, ÍNN, ljóð, Krummi Rauða borðið í kvöld verður með sérstöku sniði, uppgjör eftir maraþon beina útsendingu og með fréttum af aðalfundi Vorstjörnunnar.
Laugardagur 28. júní Helgispjall: Þóra Karítas Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, höfundur og framleiðandi, segir Oddnýju Eir frá lífi sínu og list.
Laugardagur 25. Helgi-spjall: Þórarinn Tyrfingsson Þórarinn Tyrfingsson læknir segir okkur baráttusögu sína, frá æsku sinni og uppruna, hvað var það sem mótaði hann, lyfti og skaðaði.
Föstudagur 27. júní Vikuskammtur: Vika 26 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Haukur Már Helgason rithöfundur, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri og Magnús Scheving framleiðandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stríð og vopnahléi, málþófi og svörtum skýrslum, valkyrjum og sjarmerandi mönnum.
Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Nató-fundurinn Hilmar Þór Hilmarsson prófessor metur niðurstöður Nató-fundarins í samtali við Gunnar Smára.
Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Feigð fjölmiðla Hverju myndi það breyta ef Samstöðin hætti störfum vegna fjárhagsþrenginga? Hvaða samfélagslegur herkostnaður fylgir því að fjölmiðlar heltist úr leik einn á fætur öðrum og blaðamönnum fækki frá degi til dags? Óðinn Jónsson og Björg Eva Erlendsdóttir, fjölmiðlafólk og fyrrum fréttakaukar á Ríkisútvarpinu og Atli Þór Fanndal, ræða við Björn Þorláksson.
Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Skothvellir
Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Dýrí neyð Sandra Ósk Jóhannsdóttir, meistaranemi í glæpasálfræði og dýrfinna mætir til Maríu Lilju og ræðir um sjálfboðaliðasamtökin sem standa í ströngu alla daga við að finna týnd gæludýr. Hún segir lagabreytingu um gæludýrahald í fjölbýlum muni breyta þónokkru til hins betra en dæmi sé um að fólk neyðist til að skilja við dýrin sín vegna flutninga og þá sé ótryggur leigumarkaður hreinlega skaðvaldur í lífi loðinna vina. Hún vinnur nú að meistararitgerð um líf sjálfboðaliða og álag.
Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Sálin í sumarfríi Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, ræðir um ýmsar sálrænar áskoranir í sumarfríinu.
Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Getur útgerðin borgað? Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóri, fer yfir veiðigjöld og auðlindarentu með Gunnar Smára. Ættum við kannski að setjast niður, fámenn þjóð í stóru landi með miklum auðlindum, og ákveða hvernig auðlindarentunni er ráðstafað?
Fimmtudagur 26. júní Maraþon, fjölmiðlar, Nató, skothvellir, kvíði, kvóti og kettir Hverju myndi það breyta ef Samstöðin hætti störfum vegna fjárhagsþrenginga? Hvaða samfélagslegur herkostnaður fylgir því að fjölmiðlar heltist úr leik einn á fætur? Óðinn Jónsson og Björg Eva Erlendsdóttir, fjölmiðlafólk og fyrrum fréttahaukar á Ríkisútvarpinu og Atli Þór Fanndal, ræða við Björn Þorláksson. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor metur niðurstöður Nató-fundarins í samtali við Gunnar Smára. Umdeilt skotsvæði við rætur Esju verður til umfjöllunar við Rauða borðið í kvöld. Þrír íbúar og einn sérfræðingur gagnrýna kerfið fyrir lausatök en mikill heilsufarslegur skaði hefur orðið hjá fólki sem býr í grennd við skotsvæðið. Ólafur Hjálmarsson, Kristbjörn Haraldsson, Sigríður Ingólfsdóttir og Anja Þórdís Karlsdóttir ræða við Björn Þorláksson. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, ræðir við Oddnýju Eir um ýmsar sálrænar áskoranir í sumarfríinu. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóri, fer yfir veiðigjöld og auðlindarentu með Gunnar Smára. Ættum við kannski að setjast niður, fámenn þjóð í stóru landi með miklum auðlindum, og ákveða hvernig auðlindarentunni er ráðstafað? Sandra Ósk Jóhannsdóttir, meistaranemi í glæpasálfræði og dýrfinna mætir til Maríu Lilju og ræðir um sjálfboðaliðasamtökin sem standa í ströngu alla daga við að finna týnd gæludýr.
Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Trump og Ísland Við hefjum leik með viðbrögðum formanns utanríkismálanefndar Alþingis við tíðindum dagsins í Haag. Pawel Bartoszek bregst við tíðindum um að langflest NATO-ríki greiða 5 prósent af þjóðarframleiðslu til varnamála og framlög Íslands stóraukast.
Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Utanríkisstefna Íslands Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur gagnrýnir valkyrjur ríkisstjórnarinnar fyrir að bjóða landsmönnum upp á óbreytta utanríkisstefnu þrátt fyrir gerbreytta heimsmynd. Hún segir Gunnari Smára hvað vantar í stefnuna.
Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Á að kljúfa þjóðina? Þingmenn tala einatt um ykkur og okkur. Þannig er verið að strá efasemdum um að veiðigjöldin séu landsbyggðarskattur og strá þannig auknum efasemdum um veiigjaldamálið. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifaði leiðara um þetta.
Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Reynsluboltar Ragnheiður Davíðsdóttir, Guðmundur Þ. Ragnarsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ræða það sem hæst ber og tala af reynslu. Við komum við á Alþingi og út í heimi. Af nógu er að taka þessa dagana. Það virðist vera langt í hinu árlegu sumargúrku.
Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Sumartónleikar Benedikt Kristjánsson, söngvari og skipuleggjandi hátíðarinnar Sumartónleikar í Skálholti, 28. júní - 13. júlí, segir okkur frá stórkostlegri dagskrá tónleikanna í ár sem fagna 50 ára afmæli og eru haldnir til heiðurs Helgu Ingólfsdóttur og mun Jean Rondeau leika á sembalinn hennar. Benedikt ræðir líka um sjálfboðaliðun menningarinnar, um tengslin við fjármögnunina, um umboðsmenn og eigin söng.
Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Íran Anahita B, aðgerðarsinni frá Íran um Íran og réttarhöldin gegn Hval hf. Anahita segir frá stríðinu frá sjónarhóli hins almenna Írana, um hvernig þjóðin upplifir sig í raun fasta milli tveggja elda, stríðinu við kúgandi klerka og stríðinu við vesturlönd en báðir aðilar sjá hag sinn í að hefta frelsi og mannhelgi almennings. Þá ræðir hún einnig persónulega baráttu sína við hvalveiðar á Íslandi og hvernig öll barátta, sama hvort hún er fyrir náttúruvernd eða mannréttindum er samofin.
Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Óþekkti þingmaðurinn Eiríkur Björn Björgvinsson er í hópi nýrra þingmanna. Björn Þorláks rekur garnirnar úr Eiríki og leitast við að kynnast persónulegri hlið hans. Skelfilegt flugslys sem reyndi mikið á Eirík er meðal annars til umræðu.
Miðvikudagur 25. júní Utanríkisstefna, reynsluboltar, þingmaður, þjóðin, sumartónleikar og aktivismi Við hefjum leik með viðbrögðum formanns utanríkismálanefndar Alþingis við tíðindum dagsins í Haag. Pawel Bartoszek bregst við tíðindum um að langflest NATO-ríki greiða 5 prósent af þjóðarframleiðslu til varnamála og framlög Íslands stóraukast. Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur gagnrýnir valkyrjur ríkisstjórnarinnar fyrir að bjóða landsmönnum upp á óbreytta utanríkisstefnu þrátt fyrir gerbreytta heimsmynd. Hún segir Gunnari Smára hvað vantar í stefnuna. Ragnheiður Davíðsdóttir, Guðmundur Þ. Ragnarsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ræða það sem hæst ber og tala af reynslu við Sigurjón Magnús Egilsson. Af nógu er að taka þessa dagana hvað varðar þjóðmálin og virðist langt í hina árlegu sumargúrku. Eiríkur Björn Björgvinsson er í hópi nýrra þingmanna. Björn Þorláks rekur garnirnar úr Eiríki og leitast við að kynnast persónulegri hlið hans. Skelfilegt flugslys sem reyndi mikið á Eirík er til umræðu og hvaða mælikvarða hann notaði til að velja sér eiginkonu! Og það verður einnig umræða um að þingmenn tali um ykkur og okkur og með því sé sáldrað efasemdum um að veiðigjöldin séu landsbyggðarskattur - til að skapa efasemdir. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifaði leiðara um þetta og Sigurjón Magnús ræðir við hann. Benedikt Kristjánsson, söngvari og skipuleggjandi hátíðarinnar Sumartónleikar í Skálholti, 28. júní - 13. júlí, segir okkur frá stórkostlegri dagskrá tónleikanna í ár. Hátíðin fagnar 50 ára afmæli og eru haldnir til heiðurs Helgu Ingólfsdóttur og mun Jean Rondeau leika á sembalinn hennar. Benedikt ræðir líka um sjálfboðaliðun menningarinnar, um tengslin við fjármögnunina, um umboðsmenn og eigin söng. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við hann. Við ljúkum dagskránni með því að Anahita B, aðgerðarsinni frá Íran ræðir um Íran og réttarhöldin gegn Hval hf. Anahita segir frá stríðinu frá sjónarhóli hins almenna Írana, um hvernig þjóðin upplifir sig í raun fasta milli tveggja elda, stríðinu við kúgandi klerka og stríðinu við vesturlönd en báðir aðilar sjá hag sinn í að hefta frelsi og mannhelgi almennings.
Brot úr Rauða borðinu 24. júní Alþjóðalög í stríði Bjarni Már Magnússon lagaprófessor svarar Gunnari Smári hvort Bandaríkin og Ísrael hafi brotið alþjóðalög með árásum sínum á Íran og framið stríðsglæpi. Hefur Íran allan rétt á að svara fyrir sig?
Brot úr Rauða borðinu 24. júní Áföll og list Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkrar framtíðina, svo fátt eitt sé nefnt.
Brot úr Rauða borðinu 24. júní Niðurlæging þingmanna Stjórnarandstaða Miðflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niðurlægir lýðræðið með orðum sínum og atferli þessa dagana. Þetta segir doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Hann bregst við þeirri spurningu hvað stjórnarandstaðan á Alþingi sé að pæla þessa dagana við Rauða borðið ásamt framsóknarmanninum Halli Magnússyni, Ástu Guðrúnu Helgadóttur samfylkingarkonu og Birni Leví Gunnarssyni, fyrrum þingmanni pírata. Björn Þorláks stýrir umræðunni.
Brot úr Rauða borðinu 24. júní Einkamál Þórunn Marel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri einkaskjalasafna í Þjóðskjalasafni Íslands og Ólafur Arnar Sveinsson, sagnfræðingur, ræða um einkaskjalasöfn.
Brot úr Rauða borðinu 24. júní Kvennahreyfing Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkrar framtíðina, svo fátt eitt sé nefnt.
Brot úr Rauða borðinu 24. júní Vitund um ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundins ofbeldis, ræðir um Vitund um ofbeldi og útflutning á ofbeldismönnum.
Þriðjudagur 24. júní Lýðræði, ofbeldi, alþjóðalög, áföll, list, kvennahreyfing og einkaskjalasöfn. Við hefjum Rauða borð kvöldsins á umræðu um stjórnarandstöðu Miðflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem niðurlægir lýðræðið með orðum sínum og atferli þessa dagana, eða svo segir doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og í samræðu við Björn Þorláks ræða þau málið, framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon, Ásta Guðrún Helgadóttir samfylkingarkona og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður Pírata. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi, ræðir við Oddnýju Eir um þarfa vitund um ofbeldi Íslendinga og ræðir grein sína um útflutning á ofbeldismönnum. Bjarni Már Magnússon lagaprófessor svarar Gunnari Smári hvort Bandaríkin og Ísrael hafi brotið alþjóðalög með árásum sínum á Íran og framið stríðsglæpi. Hefur Íran allan rétt á að svara fyrir sig? Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, þýðandi og einn stofnanda Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir frá baráttu sinni í þágu kvenna og innflytjenda á Íslandi og rekur kynbundið ofbeldi til föðurhúsanna. Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir, sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkvar framtíðina. Við ljúkum Rauða borðinu á samræðu sem gæti nýst þeim sem eru að taka til hjá sér eða í dánarbúum því Ólafur Arnar Sveinsson, sagnfræðingur og sviðsstjóri fræðslu og rannsókna hjá Þjóðskjalasafninu og Þórunn Marel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri einkaskjalasafna í Þjóðskjalasafni Íslands, ræða um einkaskjalasöfn, um spurninguna hverju skuli henda og hvort skjöl séu einkamál eða mikils virði fyrir söguna.
Mánudagur 23. júní Rauða borðið, 23. júní, 2025. Íran, Grænland, hægrið, friðurinn, handbók helgihaldsins og Kúrdar Við hefjum Rauða borðið á umræðu um stríðið í Íran. Kjartan Orri Þórsson Mið-Austurlandasérfræðingur og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræða við Gunnar Smára um árásir herja Ísraels og Bandaríkjanna á Íran. Við pælum því næst í norðurslóðum. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, framkvæmdastýra viðskiptaþings Arctic Circle og mannfræðingur ræðir við Oddnýju Eir um auðlindir Grænlands og tengsl auðlindastjórnunar og pólitísks sjálfræðis á Grænlandi. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur ræðir síðan stjórnmálin Evrópu við Gunnar Smára, um uppgang ysta hægrisins og hnignun Þýskalands. Oddný Eir ræðir um möguleika friðarins á stríðstímum við Katrínu Harðardóttur þýðanda og Guttorm Þorsteinsson formann Samtaka hernaðarandstæðinga. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor í hagnýtri guðfræði við Háskóla Íslands skýrir handbókar-málið svokallaða og ræðir við Oddnýju Eir um átök og heift í tengslum við málfræði og tvíhyggju. Jan Fernon, mannréttindalögmaður, aðalritari International Association of Democratic Lawyers og Ceren Uysal, mannréttindalögmaður, í forsvari fyrir European Association of Lawyers for Democracy and World Human Rights (ELDH) mæta að rauða borðinu ásamt Ögmundi Jónassyni og ræða við Oddnýju Eir um réttarhöld á vegum Permanent Peoples' Tribunal um mannréttindabrot gegn Kúrdum í Rojava í Sýrlandi.
Sunnudagurinn 22. júní Synir Egils: Sumarþing, upplausn, heimstyrjöld og sveitarstjórnir Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þeir Helgi Seljan blaðamaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og ræða fréttir og stöðu samfélagsins á miðju sumri, nú þegar dagarnir fara að styttast. Síðan koma þær Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Líf Magneudóttur formaður borgarráðs og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og halda umræðunni áfram, um ástandið í heimsmálum, landsmálum og í nærsamfélaginu. Í lokin taka þeir bræður púlsinn á pólitíkinni.
Laugardagur 21. júní Helgi-spjall: Daníel Magnússon Daníel Magnússon myndlistarmaður, vélstjóri og stólasmiður ræðir um listina, dugnaðinn og drykkjuna, foreldra sína og annað venjulegt fólk sem hefur mótað hann.
Föstudagur 20. júní Vikuskammtur: Vika 25 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Valgerður Þ. Pálmadóttir rannsóknarsérfræðingur í hugmyndasögu, Hafdís Helga Helgadóttir útvarpskona, Vigdís Halla Birgisdóttir leikkona og Andrés Skúlason verkefnastjóri hjá Landvernd og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af loftárásum, málþófi, sumri og nýjum tækifærum.
Fimmtudagur 19. júní Kvennabarátta, vekni, náttúruspeki, handverk, brids og kvæðakór Við hefjum leik með umfjöllun um konur og kúrda. Í dag, nítjánda júní á hátíðis- og baráttudegi kvenna á Íslandi setur Ögmundur Jónasson kvenréttindabaráttuna á Íslandi í samhengi við baráttu Kúrda fyrir tilverurétti sínum. Kúrdískar konur hafa verið í fararbroddi baráttunnar og Ögmundur segir einnig frá fyrirlestri tveggja mannréttindalögfræðinga á mánudaginn, Jan Fernon og Ceren Uysal. Kristján Kristjánsson heimspekiprófessor í Birmingham ræðir við Gunnar Smára um umræðuhefð á tímum samfélagsmiðla, Marxíska vekni, póstmóderníska og þá sem náði flugi á tímum sjálfsmyndarstjórnmála. Hildur Margrétardóttir, myndlistakona, kennari og fyrrverandi skólastjóri, segir okkur frá nýjum námsleiðum, skapandi námi, náttúruspeki og útinám. Hún ræðir líka um ilminn og útiveruna. Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi og víkingur ræðir um handverk og mikilvægi fullnýtingar. Oddný Eir og María Lilja ræða við hana. Í bridgeþætti Samstöðvarinnar ræðir Björn Þorláks við Guðmund Snorrason fyrrum norðurlandameistara í bridds og Matthías Imsland, framkvæmdastjóra Bridgesambands Ísland. Vonbrigði í opna flokknum á Norðurlandamótinu á Laugarvatni verða krufin og leiðir ræddar til að ná betri árangri í framtíðinni. Við endum Rauða borðið með söng. Bjarni Karlsson kórstjóri leiðir Maríu Lilju í allan sannleika um þjóðlagahefðir og Kvæðakórinn sem hann stýrir. Hann tekur lagið um Lækinn.
Miðvikudagur 18. júní Vg, pólitík, Íran, heimsendi, vinstrið og samræmd próf Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður, segir Birni Þorláks að spilling og valdsækni áhrifafólks innan VG, ekki síst Svandísar Svavarsdóttur, skýri bágt gengi flokksins undanfarið. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði upplýsir Björn að traust til Alþingis sé að aukast frá því sem verið hefur. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um hvort Bandaríkin muni taka frekari þátt í loftárásum Ísraels á Íran. Og um Ísland og Evrópusambandið. Oddný Eir og María Lilja rabba við fólk um hugsanlegan heimsenda, um landamæri, efnahagsflótta, einmanaleika, skattaskjól og önnur hressileg frétta- og ekki-fréttamál. Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og Marxisti, svarar Gunnari Smára um hvers vegna vinstrið og sósíalisminn hafi ekki risið þegar nýfrjálshyggjan féll í Hruninu. Jón Torfi Jónasson prófessor á eftirlaunum talar um skólakerfið við Gunnar Smára og segir hvers vegna hann geldur varhug við samræmdum prófum eins og kallað er eftir.
Mánudagur 16. júní: Íran og Ísrael, Striplab og njósnir, blaðamennskan, Víkingahátíð og listir Við hefjum Rauða borðið á spjalli við Kjartan Orra Þórsson, Miðausturlandafræðing og sérfræðing í málefnum Írans. Hann ræðir við Gunnar Smára um stríðsátök milli Ísraels og Íran og íranska þjóðerniskennd sem á sér mörg þúsund ára rætur. Ari Logn og Renata Sara Arnórsdóttir, aktívistar í Rauðu regnhlífinni ræða við Maríu Lilju og Oddnýju Eir um strip, femínisma, fordóma á Íslandi og njósnir í Svíþjóð. Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Skúli Geirdal, Fjölmiðlanefnd, ræða pólaríseringu íslenskra fjölmiðla, starfsskilyrði blaðamanna, vinnubrögð, falsfréttir og traust til fjölmiðla við Björn Þorláks. Samkvæmt óbirtri könnun treysta hægri menn Morgunblaðinu best en Rúv síður. Við heimsækjum Víkingahátíð í Hafnarfirði þar sem sólin skín á tjöld, eldstæði, baráttu og hljómleik. Oddný Eir og María Lilja fóru og ræddu við víkingana um hátíðarhöld, handverk, hefðir og hugmyndir sem kvikna í ullartjöldunum og samverunni. Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, ræðir við Björn Þorláks um starfsaðstæður skapandi greina, mikilvægi þess að ungt fólk fái að stunda þá list sem það brennur fyrir og skyldur hins opinbera.
Sunnudagurinn 15. júní Synir Egils: Málþóf, mótmæli. loftárásir og skautun Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Benedikt Jóhannesson tölfræðingur og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og ræða um málþóf á Íslandi, átökin í Mið-Austurlöndum, mótmæli í Bandaríkjunum og hér heima og fleiri fréttir. Síðan koma þau Halla Gunnarsdóttir formaður VR, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og Davíð Þór Jónsson prestur og halda umræðunni áfram og ræða líka um skautun og upplausn milli ríkja og innan ríkja. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.
Laugardagur 14. júní Helgi-spjall: Gnarr Jón Gnarr segir okkur frá föður sínum og móður, frá föðurnum á himnum, húmor og pólitík, hugrekki sínu og hugsunarleysi, tímanum þegar hann tapaði sér og gildi þess að tala ekki of mikið um hlutina.
Vikuskammtur 13. júní Jovana Pavlović mannfræðingur, Birgitta Jónsdóttir skáld, Steinunn Rögnvaldsdóttir kynjafræðingur og Jón Gísli Harðarson rafvirkjameistari.