Rauða borðið

Follow Rauða borðið
Share on
Copy link to clipboard

Róttæk samfélagsumræða á hættutímum.

Gunnar Smári Egilsson


    • Jul 11, 2025 LATEST EPISODE
    • daily NEW EPISODES
    • 2h 18m AVG DURATION
    • 1,025 EPISODES


    Search for episodes from Rauða borðið with a specific topic:

    Latest episodes from Rauða borðið

    Fimmtudagur 10. júlí. Fréttir, Bjarg, upplausn í þinginu og pólitík á suðupunkti

    Play Episode Listen Later Jul 11, 2025 116:20


    Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö með fréttatíma, förum yfir pólitíkina hér heima sem er við suðumark og segjum aðrar fréttir. Þórhallur Guðmundsson, stjórnsýslufræðingur og félagsráðgjafi, ræðir við Maríu Lilju um frétt okkar um Bjargið. Og síðan förum við yfir fréttir vikunnar og eldfima pólitíkina með góðum gestum: Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Andrea Sigurðardóttir blaðamaður og þingfréttaritari greina stöðuna og túlka.

    gu krist brynjar torfason fimmtudagur
    Rauða borðið - Helgi-spjall: Páll Óskar

    Play Episode Listen Later Jul 10, 2025 145:33


    Fimmtudagur 10. júlí Helgi-spjall: Páll Óskar Páll Óskar Hjálmtýsson segir okkur frá No Borders-tónleikunum sem hann ætlar að syngja á, frá leið sinni út úr skápnum, frá baráttusögu sinni, listinni og ástinni sem hefur heltekið hann.

    Miðvikudagur 9. júlí Fréttir, Bjarg, ekki kært, veik sveitarfélög og leigjendur

    Play Episode Listen Later Jul 9, 2025 117:11


    Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu með fréttayfirlit, förum meðal annars yfir sláandi lýsingar á aðstöðunni á Bjargi, heimili fyrir geðfatlaða. Við ræðum síðan málefni Bjargs við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar og um ákvörðun saksóknara að ákæra ekki menn sem misnotuðu þroskahefta konu við Önnu Láru Steindal, framkvæmdastjóra Þorskahjálpar. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, kemur til okkar og ræðir húsnæðismarkaðinn en líka stöðu fámennra sveitarfélaga gagnvart ásælni auðugs fólks með virkjunaráform, en Guðmundur er Strandamaður og barðist gegn Hvalárvirkjun.

    Þriðjudagur 8. júlí. Fréttir, vindmyllur, strandveiði, veiðigjöld og heimsmálin

    Play Episode Listen Later Jul 9, 2025 114:00


    Við byrjum sumarþáttinn á Samstöðinni klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu. Við byrjum á fréttatíma Samstöðvarinnar og förum yfir hitamál hér heima og erlendis. Halla Hrund Logadóttir þingmaður og Andrés Skúlason stjórnarmaður í Landvernd ræða síðan við okkur um vindmyllur í Garpsdal og orkustefnu stjórnvalda. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona segir okkur frá mikilvægi þess að fá samþykkt lög um veiðigjöld og strandveiði og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir áhrif Trump Bandaríkjaforseta á stríð og efnahag.

    hilmar hilmarsson landvernd trump bandar
    Mánudagur 7. júlí Fréttir, peningaleysi í Háskólanum og nýr vinstri flokkur í Bretlandi

    Play Episode Listen Later Jul 7, 2025 119:09


    Mánudagur 7. júlí Fréttir á Samstöðinni, peningaleysi í Háskólanum og nýr vinstri flokkur í Bretlandi Við byrjum sumarútsendingar á Samstöðinni klukkan sjö vegna fórboltans á Ríkissjónvarpinu. Við reynum fyrir okkur í að segja fréttir og ræðum helstu hitamál, en fáum svo prófessorana Magnús Karl Magnússon og Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur til að segja okkur frá sviknum loforðum stjórnvalda um aukið fé til reksturs háskólanna í landinu. Síðan segir fréttaritari okkar í London, Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, frá nýjum vinstri flokki sem þar er í burðarliðnum.

    Rauða borðið 30. júní - Vorstjarna, maraþon, Sanna, Shakespeare, ÍNN, ljóð og Krummi

    Play Episode Listen Later Jul 1, 2025 409:48


    Mánudagur 30. júní Vorstjarna, maraþon, Sanna, Shakespeare, ÍNN, ljóð, Krummi Rauða borðið í kvöld verður með sérstöku sniði, uppgjör eftir maraþon beina útsendingu og með fréttum af aðalfundi Vorstjörnunnar.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Þóra Karítas

    Play Episode Listen Later Jul 1, 2025 90:30


    Laugardagur 28. júní Helgispjall: Þóra Karítas Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, höfundur og framleiðandi, segir Oddnýju Eir frá lífi sínu og list.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Þórarinn Tyrfingsson

    Play Episode Listen Later Jun 29, 2025 130:47


    Laugardagur 25. Helgi-spjall: Þórarinn Tyrfingsson Þórarinn Tyrfingsson læknir segir okkur baráttusögu sína, frá æsku sinni og uppruna, hvað var það sem mótaði hann, lyfti og skaðaði.

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 26

    Play Episode Listen Later Jun 28, 2025 102:16


    Föstudagur 27. júní Vikuskammtur: Vika 26 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Haukur Már Helgason rithöfundur, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri og Magnús Scheving framleiðandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stríð og vopnahléi, málþófi og svörtum skýrslum, valkyrjum og sjarmerandi mönnum.

    Rauða borðið 26. júní - Nató-fundurinn

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 40:40


    Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Nató-fundurinn Hilmar Þór Hilmarsson prófessor metur niðurstöður Nató-fundarins í samtali við Gunnar Smára.

    Rauða borðið 26. júní - Feigð fjölmiðla

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 40:20


    Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Feigð fjölmiðla Hverju myndi það breyta ef Samstöðin hætti störfum vegna fjárhagsþrenginga? Hvaða samfélagslegur herkostnaður fylgir því að fjölmiðlar heltist úr leik einn á fætur öðrum og blaðamönnum fækki frá degi til dags? Óðinn Jónsson og Björg Eva Erlendsdóttir, fjölmiðlafólk og fyrrum fréttakaukar á Ríkisútvarpinu og Atli Þór Fanndal, ræða við Björn Þorláksson.

    Rauða borðið 26. júní - Skothvellir

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 46:16


    Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Skothvellir

    Rauða borðið 26. júní - Dýrí neyð

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 26:20


    Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Dýrí neyð Sandra Ósk Jóhannsdóttir, meistaranemi í glæpasálfræði og dýrfinna mætir til Maríu Lilju og ræðir um sjálfboðaliðasamtökin sem standa í ströngu alla daga við að finna týnd gæludýr. Hún segir lagabreytingu um gæludýrahald í fjölbýlum muni breyta þónokkru til hins betra en dæmi sé um að fólk neyðist til að skilja við dýrin sín vegna flutninga og þá sé ótryggur leigumarkaður hreinlega skaðvaldur í lífi loðinna vina. Hún vinnur nú að meistararitgerð um líf sjálfboðaliða og álag.

    Rauða borðið 26. júní - Sálin í sumarfríi

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 39:21


    Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Sálin í sumarfríi Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, ræðir um ýmsar sálrænar áskoranir í sumarfríinu.

    Rauða borðið 26. júní - Getur útgerðin borgað?

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 37:09


    Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025 Getur útgerðin borgað? Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóri, fer yfir veiðigjöld og auðlindarentu með Gunnar Smára. Ættum við kannski að setjast niður, fámenn þjóð í stóru landi með miklum auðlindum, og ákveða hvernig auðlindarentunni er ráðstafað?

    Rauða borðið 26. júní - Maraþon, fjölmiðlar, Nató, skothvellir, kvíði, kvóti og kettir

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 262:41


    Fimmtudagur 26. júní Maraþon, fjölmiðlar, Nató, skothvellir, kvíði, kvóti og kettir Hverju myndi það breyta ef Samstöðin hætti störfum vegna fjárhagsþrenginga? Hvaða samfélagslegur herkostnaður fylgir því að fjölmiðlar heltist úr leik einn á fætur? Óðinn Jónsson og Björg Eva Erlendsdóttir, fjölmiðlafólk og fyrrum fréttahaukar á Ríkisútvarpinu og Atli Þór Fanndal, ræða við Björn Þorláksson. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor metur niðurstöður Nató-fundarins í samtali við Gunnar Smára. Umdeilt skotsvæði við rætur Esju verður til umfjöllunar við Rauða borðið í kvöld. Þrír íbúar og einn sérfræðingur gagnrýna kerfið fyrir lausatök en mikill heilsufarslegur skaði hefur orðið hjá fólki sem býr í grennd við skotsvæðið. Ólafur Hjálmarsson, Kristbjörn Haraldsson, Sigríður Ingólfsdóttir og Anja Þórdís Karlsdóttir ræða við Björn Þorláksson. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, ræðir við Oddnýju Eir um ýmsar sálrænar áskoranir í sumarfríinu. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóri, fer yfir veiðigjöld og auðlindarentu með Gunnar Smára. Ættum við kannski að setjast niður, fámenn þjóð í stóru landi með miklum auðlindum, og ákveða hvernig auðlindarentunni er ráðstafað? Sandra Ósk Jóhannsdóttir, meistaranemi í glæpasálfræði og dýrfinna mætir til Maríu Lilju og ræðir um sjálfboðaliðasamtökin sem standa í ströngu alla daga við að finna týnd gæludýr.

    Rauða borðið 25. júní - Trump og Ísland

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 24:03


    Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Trump og Ísland Við hefjum leik með viðbrögðum formanns utanríkismálanefndar Alþingis við tíðindum dagsins í Haag. Pawel Bartoszek bregst við tíðindum um að langflest NATO-ríki greiða 5 prósent af þjóðarframleiðslu til varnamála og framlög Íslands stóraukast.

    Rauða borðið 25. júní - Utanríkisstefna Íslands

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 42:54


    Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Utanríkisstefna Íslands Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur gagnrýnir valkyrjur ríkisstjórnarinnar fyrir að bjóða landsmönnum upp á óbreytta utanríkisstefnu þrátt fyrir gerbreytta heimsmynd. Hún segir Gunnari Smára hvað vantar í stefnuna.

    Rauða borðið 25. júní - Á að kljúfa þjóðina?

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 32:31


    Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Á að kljúfa þjóðina? Þingmenn tala einatt um ykkur og okkur. Þannig er verið að strá efasemdum um að veiðigjöldin séu landsbyggðarskattur og strá þannig auknum efasemdum um veiigjaldamálið. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifaði leiðara um þetta.

    Rauða borðið 25. júní - Reynsluboltar

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 51:37


    Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Reynsluboltar Ragnheiður Davíðsdóttir, Guðmundur Þ. Ragnarsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ræða það sem hæst ber og tala af reynslu. Við komum við á Alþingi og út í heimi. Af nógu er að taka þessa dagana. Það virðist vera langt í hinu árlegu sumargúrku.

    Rauða borðið 25. júní - Sumartónleikar

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 32:40


    Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Sumartónleikar Benedikt Kristjánsson, söngvari og skipuleggjandi hátíðarinnar Sumartónleikar í Skálholti, 28. júní - 13. júlí, segir okkur frá stórkostlegri dagskrá tónleikanna í ár sem fagna 50 ára afmæli og eru haldnir til heiðurs Helgu Ingólfsdóttur og mun Jean Rondeau leika á sembalinn hennar. Benedikt ræðir líka um sjálfboðaliðun menningarinnar, um tengslin við fjármögnunina, um umboðsmenn og eigin söng.

    Rauða borðið 25. júní - Íran

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 31:28


    Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Íran Anahita B, aðgerðarsinni frá Íran um Íran og réttarhöldin gegn Hval hf. Anahita segir frá stríðinu frá sjónarhóli hins almenna Írana, um hvernig þjóðin upplifir sig í raun fasta milli tveggja elda, stríðinu við kúgandi klerka og stríðinu við vesturlönd en báðir aðilar sjá hag sinn í að hefta frelsi og mannhelgi almennings. Þá ræðir hún einnig persónulega baráttu sína við hvalveiðar á Íslandi og hvernig öll barátta, sama hvort hún er fyrir náttúruvernd eða mannréttindum er samofin.

    Rauða borðið 25. júní - Óþekkti þingmaðurinn

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 61:48


    Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025 Óþekkti þingmaðurinn Eiríkur Björn Björgvinsson er í hópi nýrra þingmanna. Björn Þorláks rekur garnirnar úr Eiríki og leitast við að kynnast persónulegri hlið hans. Skelfilegt flugslys sem reyndi mikið á Eirík er meðal annars til umræðu.

    Rauða borðið 25. júní: Utanríkisstefna, reynsluboltar, þingmaður, þjóðin, sumartónleikar og aktivismi

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 292:41


    Miðvikudagur 25. júní Utanríkisstefna, reynsluboltar, þingmaður, þjóðin, sumartónleikar og aktivismi Við hefjum leik með viðbrögðum formanns utanríkismálanefndar Alþingis við tíðindum dagsins í Haag. Pawel Bartoszek bregst við tíðindum um að langflest NATO-ríki greiða 5 prósent af þjóðarframleiðslu til varnamála og framlög Íslands stóraukast. Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur gagnrýnir valkyrjur ríkisstjórnarinnar fyrir að bjóða landsmönnum upp á óbreytta utanríkisstefnu þrátt fyrir gerbreytta heimsmynd. Hún segir Gunnari Smára hvað vantar í stefnuna. Ragnheiður Davíðsdóttir, Guðmundur Þ. Ragnarsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ræða það sem hæst ber og tala af reynslu við Sigurjón Magnús Egilsson. Af nógu er að taka þessa dagana hvað varðar þjóðmálin og virðist langt í hina árlegu sumargúrku. Eiríkur Björn Björgvinsson er í hópi nýrra þingmanna. Björn Þorláks rekur garnirnar úr Eiríki og leitast við að kynnast persónulegri hlið hans. Skelfilegt flugslys sem reyndi mikið á Eirík er til umræðu og hvaða mælikvarða hann notaði til að velja sér eiginkonu! Og það verður einnig umræða um að þingmenn tali um ykkur og okkur og með því sé sáldrað efasemdum um að veiðigjöldin séu landsbyggðarskattur - til að skapa efasemdir. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifaði leiðara um þetta og Sigurjón Magnús ræðir við hann. Benedikt Kristjánsson, söngvari og skipuleggjandi hátíðarinnar Sumartónleikar í Skálholti, 28. júní - 13. júlí, segir okkur frá stórkostlegri dagskrá tónleikanna í ár. Hátíðin fagnar 50 ára afmæli og eru haldnir til heiðurs Helgu Ingólfsdóttur og mun Jean Rondeau leika á sembalinn hennar. Benedikt ræðir líka um sjálfboðaliðun menningarinnar, um tengslin við fjármögnunina, um umboðsmenn og eigin söng. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við hann. Við ljúkum dagskránni með því að Anahita B, aðgerðarsinni frá Íran ræðir um Íran og réttarhöldin gegn Hval hf. Anahita segir frá stríðinu frá sjónarhóli hins almenna Írana, um hvernig þjóðin upplifir sig í raun fasta milli tveggja elda, stríðinu við kúgandi klerka og stríðinu við vesturlönd en báðir aðilar sjá hag sinn í að hefta frelsi og mannhelgi almennings.

    Rauða borðið 24. júní - Alþjóðalög í stríði

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 49:14


    Brot úr Rauða borðinu 24. júní Alþjóðalög í stríði Bjarni Már Magnússon lagaprófessor svarar Gunnari Smári hvort Bandaríkin og Ísrael hafi brotið alþjóðalög með árásum sínum á Íran og framið stríðsglæpi. Hefur Íran allan rétt á að svara fyrir sig?

    Rauða borðið 24. júní - Áföll og list

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 41:59


    Brot úr Rauða borðinu 24. júní Áföll og list Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkrar framtíðina, svo fátt eitt sé nefnt.

    Rauða borðið 24. júní - Niðurlæging þingmanna

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 56:46


    Brot úr Rauða borðinu 24. júní Niðurlæging þingmanna Stjórnarandstaða Miðflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niðurlægir lýðræðið með orðum sínum og atferli þessa dagana. Þetta segir doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Hann bregst við þeirri spurningu hvað stjórnarandstaðan á Alþingi sé að pæla þessa dagana við Rauða borðið ásamt framsóknarmanninum Halli Magnússyni, Ástu Guðrúnu Helgadóttur samfylkingarkonu og Birni Leví Gunnarssyni, fyrrum þingmanni pírata. Björn Þorláks stýrir umræðunni.

    Rauða borðið 24. júní - Einkamál

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 44:58


    Brot úr Rauða borðinu 24. júní Einkamál Þórunn Marel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri einkaskjalasafna í Þjóðskjalasafni Íslands og Ólafur Arnar Sveinsson, sagnfræðingur, ræða um einkaskjalasöfn.

    Rauða borðið 24. júní - Kvennahreyfing

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 36:07


    Brot úr Rauða borðinu 24. júní Kvennahreyfing Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkrar framtíðina, svo fátt eitt sé nefnt.

    Rauða borðið 24. júní - Vitund um ofbeldi

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 25:36


    Brot úr Rauða borðinu 24. júní Vitund um ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundins ofbeldis, ræðir um Vitund um ofbeldi og útflutning á ofbeldismönnum.

    Rauða borðið 24. júní - Lýðræði, ofbeldi, alþjóðalög, áföll, list, kvennahreyfing og einkaskjalasöfn

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 271:05


    Þriðjudagur 24. júní Lýðræði, ofbeldi, alþjóðalög, áföll, list, kvennahreyfing og einkaskjalasöfn. Við hefjum Rauða borð kvöldsins á umræðu um stjórnarandstöðu Miðflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem niðurlægir lýðræðið með orðum sínum og atferli þessa dagana, eða svo segir doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og í samræðu við Björn Þorláks ræða þau málið, framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon, Ásta Guðrún Helgadóttir samfylkingarkona og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður Pírata. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi, ræðir við Oddnýju Eir um þarfa vitund um ofbeldi Íslendinga og ræðir grein sína um útflutning á ofbeldismönnum. Bjarni Már Magnússon lagaprófessor svarar Gunnari Smári hvort Bandaríkin og Ísrael hafi brotið alþjóðalög með árásum sínum á Íran og framið stríðsglæpi. Hefur Íran allan rétt á að svara fyrir sig? Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, þýðandi og einn stofnanda Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir frá baráttu sinni í þágu kvenna og innflytjenda á Íslandi og rekur kynbundið ofbeldi til föðurhúsanna. Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir, sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkvar framtíðina. Við ljúkum Rauða borðinu á samræðu sem gæti nýst þeim sem eru að taka til hjá sér eða í dánarbúum því Ólafur Arnar Sveinsson, sagnfræðingur og sviðsstjóri fræðslu og rannsókna hjá Þjóðskjalasafninu og Þórunn Marel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri einkaskjalasafna í Þjóðskjalasafni Íslands, ræða um einkaskjalasöfn, um spurninguna hverju skuli henda og hvort skjöl séu einkamál eða mikils virði fyrir söguna.

    Rauða borðið, 23. júní, 2025. Íran, Grænland, hægrið, friðurinn, handbók helgihaldsins og Kúrdar

    Play Episode Listen Later Jun 23, 2025 282:48


    Mánudagur 23. júní Rauða borðið, 23. júní, 2025. Íran, Grænland, hægrið, friðurinn, handbók helgihaldsins og Kúrdar Við hefjum Rauða borðið á umræðu um stríðið í Íran. Kjartan Orri Þórsson Mið-Austurlandasérfræðingur og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræða við Gunnar Smára um árásir herja Ísraels og Bandaríkjanna á Íran. Við pælum því næst í norðurslóðum. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, framkvæmdastýra viðskiptaþings Arctic Circle og mannfræðingur ræðir við Oddnýju Eir um auðlindir Grænlands og tengsl auðlindastjórnunar og pólitísks sjálfræðis á Grænlandi. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur ræðir síðan stjórnmálin Evrópu við Gunnar Smára, um uppgang ysta hægrisins og hnignun Þýskalands. Oddný Eir ræðir um möguleika friðarins á stríðstímum við Katrínu Harðardóttur þýðanda og Guttorm Þorsteinsson formann Samtaka hernaðarandstæðinga. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor í hagnýtri guðfræði við Háskóla Íslands skýrir handbókar-málið svokallaða og ræðir við Oddnýju Eir um átök og heift í tengslum við málfræði og tvíhyggju. Jan Fernon, mannréttindalögmaður, aðalritari International Association of Democratic Lawyers og Ceren Uysal, mannréttindalögmaður, í forsvari fyrir European Association of Lawyers for Democracy and World Human Rights (ELDH) mæta að rauða borðinu ásamt Ögmundi Jónassyni og ræða við Oddnýju Eir um réttarhöld á vegum Permanent Peoples' Tribunal um mannréttindabrot gegn Kúrdum í Rojava í Sýrlandi.

    Synir Egils: Sumarþing, upplausn, heimstyrjöld og sveitarstjórnir

    Play Episode Listen Later Jun 22, 2025 151:56


    Sunnudagurinn 22. júní Synir Egils: Sumarþing, upplausn, heimstyrjöld og sveitarstjórnir Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þeir Helgi Seljan blaðamaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og ræða fréttir og stöðu samfélagsins á miðju sumri, nú þegar dagarnir fara að styttast. Síðan koma þær Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Líf Magneudóttur formaður borgarráðs og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og halda umræðunni áfram, um ástandið í heimsmálum, landsmálum og í nærsamfélaginu. Í lokin taka þeir bræður púlsinn á pólitíkinni.

    gu magn sumar sigurj egils andri thorsson brynjar torfason
    Rauða borðið - Helgi-spjall: Daníel Magnússon

    Play Episode Listen Later Jun 21, 2025 121:53


    Laugardagur 21. júní Helgi-spjall: Daníel Magnússon Daníel Magnússon myndlistarmaður, vélstjóri og stólasmiður ræðir um listina, dugnaðinn og drykkjuna, foreldra sína og annað venjulegt fólk sem hefur mótað hann.

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 25

    Play Episode Listen Later Jun 20, 2025 81:49


    Föstudagur 20. júní Vikuskammtur: Vika 25 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Valgerður Þ. Pálmadóttir rannsóknarsérfræðingur í hugmyndasögu, Hafdís Helga Helgadóttir útvarpskona, Vigdís Halla Birgisdóttir leikkona og Andrés Skúlason verkefnastjóri hjá Landvernd og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af loftárásum, málþófi, sumri og nýjum tækifærum.

    Rauða borðið 19. júní Kvennabarátta, vekni, náttúruspeki, handverk, brids og kvæðakór

    Play Episode Listen Later Jun 19, 2025 195:50


    Fimmtudagur 19. júní Kvennabarátta, vekni, náttúruspeki, handverk, brids og kvæðakór Við hefjum leik með umfjöllun um konur og kúrda. Í dag, nítjánda júní á hátíðis- og baráttudegi kvenna á Íslandi setur Ögmundur Jónasson kvenréttindabaráttuna á Íslandi í samhengi við baráttu Kúrda fyrir tilverurétti sínum. Kúrdískar konur hafa verið í fararbroddi baráttunnar og Ögmundur segir einnig frá fyrirlestri tveggja mannréttindalögfræðinga á mánudaginn, Jan Fernon og Ceren Uysal. Kristján Kristjánsson heimspekiprófessor í Birmingham ræðir við Gunnar Smára um umræðuhefð á tímum samfélagsmiðla, Marxíska vekni, póstmóderníska og þá sem náði flugi á tímum sjálfsmyndarstjórnmála. Hildur Margrétardóttir, myndlistakona, kennari og fyrrverandi skólastjóri, segir okkur frá nýjum námsleiðum, skapandi námi, náttúruspeki og útinám. Hún ræðir líka um ilminn og útiveruna. Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi og víkingur ræðir um handverk og mikilvægi fullnýtingar. Oddný Eir og María Lilja ræða við hana. Í bridgeþætti Samstöðvarinnar ræðir Björn Þorláks við Guðmund Snorrason fyrrum norðurlandameistara í bridds og Matthías Imsland, framkvæmdastjóra Bridgesambands Ísland. Vonbrigði í opna flokknum á Norðurlandamótinu á Laugarvatni verða krufin og leiðir ræddar til að ná betri árangri í framtíðinni. Við endum Rauða borðið með söng. Bjarni Karlsson kórstjóri leiðir Maríu Lilju í allan sannleika um þjóðlagahefðir og Kvæðakórinn sem hann stýrir. Hann tekur lagið um Lækinn.

    Rauða borðið 18. júní - Vg, pólitík, Íran, heimsendi, vinstrið og samræmd próf

    Play Episode Listen Later Jun 18, 2025 332:22


    Miðvikudagur 18. júní Vg, pólitík, Íran, heimsendi, vinstrið og samræmd próf Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður, segir Birni Þorláks að spilling og valdsækni áhrifafólks innan VG, ekki síst Svandísar Svavarsdóttur, skýri bágt gengi flokksins undanfarið. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði upplýsir Björn að traust til Alþingis sé að aukast frá því sem verið hefur. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um hvort Bandaríkin muni taka frekari þátt í loftárásum Ísraels á Íran. Og um Ísland og Evrópusambandið. Oddný Eir og María Lilja rabba við fólk um hugsanlegan heimsenda, um landamæri, efnahagsflótta, einmanaleika, skattaskjól og önnur hressileg frétta- og ekki-fréttamál. Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og Marxisti, svarar Gunnari Smára um hvers vegna vinstrið og sósíalisminn hafi ekki risið þegar nýfrjálshyggjan féll í Hruninu. Jón Torfi Jónasson prófessor á eftirlaunum talar um skólakerfið við Gunnar Smára og segir hvers vegna hann geldur varhug við samræmdum prófum eins og kallað er eftir.

    Mánudagur 16. júní: Íran og Ísrael, Striplab og njósnir, blaðamennskan, Víkingahátíð og listir

    Play Episode Listen Later Jun 16, 2025 237:21


    Mánudagur 16. júní: Íran og Ísrael, Striplab og njósnir, blaðamennskan, Víkingahátíð og listir Við hefjum Rauða borðið á spjalli við Kjartan Orra Þórsson, Miðausturlandafræðing og sérfræðing í málefnum Írans. Hann ræðir við Gunnar Smára um stríðsátök milli Ísraels og Íran og íranska þjóðerniskennd sem á sér mörg þúsund ára rætur. Ari Logn og Renata Sara Arnórsdóttir, aktívistar í Rauðu regnhlífinni ræða við Maríu Lilju og Oddnýju Eir um strip, femínisma, fordóma á Íslandi og njósnir í Svíþjóð. Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Skúli Geirdal, Fjölmiðlanefnd, ræða pólaríseringu íslenskra fjölmiðla, starfsskilyrði blaðamanna, vinnubrögð, falsfréttir og traust til fjölmiðla við Björn Þorláks. Samkvæmt óbirtri könnun treysta hægri menn Morgunblaðinu best en Rúv síður. Við heimsækjum Víkingahátíð í Hafnarfirði þar sem sólin skín á tjöld, eldstæði, baráttu og hljómleik. Oddný Eir og María Lilja fóru og ræddu við víkingana um hátíðarhöld, handverk, hefðir og hugmyndir sem kvikna í ullartjöldunum og samverunni. Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, ræðir við Björn Þorláks um starfsaðstæður skapandi greina, mikilvægi þess að ungt fólk fái að stunda þá list sem það brennur fyrir og skyldur hins opinbera.

    Synir Egils 15. júní - Málþóf, mótmæli. loftárásir og skautun

    Play Episode Listen Later Jun 16, 2025 154:01


    Sunnudagurinn 15. júní Synir Egils: Málþóf, mótmæli. loftárásir og skautun Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Benedikt Jóhannesson tölfræðingur og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og ræða um málþóf á Íslandi, átökin í Mið-Austurlöndum, mótmæli í Bandaríkjunum og hér heima og fleiri fréttir. Síðan koma þau Halla Gunnarsdóttir formaður VR, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og Davíð Þór Jónsson prestur og halda umræðunni áfram og ræða líka um skautun og upplausn milli ríkja og innan ríkja. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Gnarr

    Play Episode Listen Later Jun 14, 2025 199:30


    Laugardagur 14. júní Helgi-spjall: Gnarr Jón Gnarr segir okkur frá föður sínum og móður, frá föðurnum á himnum, húmor og pólitík, hugrekki sínu og hugsunarleysi, tímanum þegar hann tapaði sér og gildi þess að tala ekki of mikið um hlutina.

    Vikuskammtur 13. júní: Jovana Pavlović, Birgitta Jónsdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Jón Gísli Harðarson

    Play Episode Listen Later Jun 13, 2025 93:03


    Vikuskammtur 13. júní Jovana Pavlović mannfræðingur, Birgitta Jónsdóttir skáld, Steinunn Rögnvaldsdóttir kynjafræðingur og Jón Gísli Harðarson rafvirkjameistari.

    Rauða borðið 12. júní - Kulnun skólamanns, Ný Sýn, gegn rasisma, breytt Bandaríki og skipulagsmál

    Play Episode Listen Later Jun 13, 2025 184:57


    Fimmtudagur 12. júní Kulnun skólamanns, Ný Sýn, gegn rasisma, breytt Bandaríki og skipulagsmál Við hefjum leik á uppgjöri Valgarðs Más Jakobsssonar, skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en hann berskjaldar sig og lýsir einkennum kulnunar í starfi og hvað þurfti að gerast til að hann rambaði á rétta hillu á ný. Björn Þorláksson ræðir við Valgarð. Það eru vendingar á fjölmiðlamarkaði og hefur verið tilkynnt um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Sýnar, Stöð 2 er úr sögunni. Frosti Logason fjölmiðlamaður kemur til Maríu Lilju og ræðir stöðu fjölmiðla og mikilvægi fjölbreytni. Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû, stuðningsfulltrúi, Margrét Pétursdóttir, leiðsöguman og Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata svara kröfum hópsins Ísland þvert á flokka í tengslum mótmælin á Austurvelli sem boðuð eru fyrir helgi. Þær ræða líka við Oddnýju Eir Ævarsdóttur um uppákomuna í Húsdýragarðinum, rasismann og staðreyndir málsins. Oddný Eir ræðir einnig við dr. Áka Jarl Lárusson, líffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun, sem ólst upp í Los Angeles, um ofbeldið í Bandaríkjunum, orsakir og afleiðingar. Og Björn Teitsson, borgarfræðingur mætti til Maríu Lilju og ræddið borgarsamfélagið. Þau fóru yfir samræðuna um bílastæði, einkabílinn, opin rými og hvers meirihluti höfuðborgarbúa óski sér í þeim efnum.

    Rauða borðið 11. júní: Flugvöllurinn, hafið, reynsluboltar, glæpasamtök, huldufólk og umbylting í læknavísindum

    Play Episode Listen Later Jun 11, 2025 275:36


    Miðvikudagur 11. júní Flugvöllurinn, hafið, reynsluboltar, glæpasamtök, huldufólk og umbylting í læknavísindum Daði Rafnsson hjá samtökunum Hljóðmörk sem berjast gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli og Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur ræða við Björn Þorláks stöðu vallarins, vítaverða og vaxandi hljóðmengun og alvarlegt atvik í gærkvöld. Flugvallarvinir hafa hótað fólki sem vill minnka umferð um völlinn að því er kemur fram í umræðunni. Kristín Vala Ragnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni og prófessor emerita í jarðvísindadeild Háskóla Íslands, ræðir við Oddnýju Eir um aðgerðarleysi og hugsanavillur tengdum hagvexti sem ógna hafinu og framtíð okkar. Reynsluboltar vikunnar voru þingkonurnar fyrrverandi; Álfheiður Ingadóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Oddný Harðardóttir. Rætt var um helstu fréttir og stjórnmál. Ekki síst að það vanti fólk á þingi sem talar frá vinstri og hefur áhuga á náttúruvernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, ræðir við Maríu Lilju um glæpasamtök útlendinga í fangelsi og auknar valdheimildir lögreglu. Auður Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, höfundur, rannsóknarlektor og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit segir okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum sköpunarkrafts og náttúru og hlutverki álfa, huldufólks í pólitík og menningu samtíma okkar. Páll Þórðarson, efnafræði-prófessor við háskóla í Sydney í Ástralíu segir Gunnari Smára frá umbyltingu í læknisfræði vegna RNA-tækni sem hann vinnur að.

    Rauða borðið 10. júní - Herinn til LA, Thunberg, Trump, Grímur, lífeyrissjóðir og gervigreind

    Play Episode Listen Later Jun 10, 2025 267:52


    Þriðjudagur 10. júní Herinn til LA, Thunberg, Trump, Grímur, lífeyrissjóðir og gervigreind Dröfn Ösp Rozas ræðir við Maríu Lilju um mótmælin í LA sem hún segir að sé mikilvægt að kalla ekki óeirðir. María Lilja ræðir við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, lögmann og formann Siðmenntar um fleyið Madleen sem stöðvuð var með nauðsynlegar vistir fyrir utan Gaza stendur. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um Trump og heimsmálin, ástandið í Kaliforníu og Úkraínu, á Gaza og Mið-Austurlöndum og vaxandi stórveldaátök í heiminum. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum lögga, segir frá sjálfum sér, þinginu, ofbeldismálum í samfélaginu og ýmsu öðru í samtali við Björn Þorláksson. Björn Þorláksson heldur áfram umfjöllun sinni um lífeyrissjóði. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, ræðir kosti og galla íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Hvað aðgreinir okkur frá sambærilegum sjóðum utan landsteinanna? Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur ræðir við Gunnar Smára um þá afgerandi samfélagsbreytingu sem gervigreindin mun valda, ekki bara í samfélaginu og völdum innan þess, heldur á sjálfsmynd okkar sjálfra.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Drífa

    Play Episode Listen Later Jun 7, 2025 138:14


    Laugardagur 7. júní Helgi-spjall: Drífa Drífa Snædal, talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, VG og Kvennaathvarfsins segir okkur frá baráttunni, hinu persónulega í pólitíkinni og pólitíkinni í hinu persónulega, frá æsku og uppruna og hversu lengi hún var að finna sig og hvað hún vildi taka sér fyrir hendur. Og um sósíalismann sem hún drakk í sig með móðurmjólkinni.

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 23

    Play Episode Listen Later Jun 6, 2025 66:50


    Föstudagur 6. júní Vikuskammtur: Vika 23 Það verður líf og fjör í Vikuskammtinum að þessu sinni þegar þau Helga Þórey Jónsdóttir, menningarfræðingur og kennari, Steinunn Gunnlaugsdóttir, myndlistamaður og Atli Bollason, listamaður mætast við Rauða borðið hjá Maríu Lilju. Að þessu sinni verður farið ítarlega í menningarviðburði, störf þingsins, fordóma í samfélaginu, Gaza, Oscar og ríkisborgararéttinn, sumarveðrið, laun ráðafólks, evrópusambandið og margt fleira.

    Rauða borðið 5. júní: Lagatækni eða mannúð, Evrópumál, auðmagn, persónuvernd, útlendingar og víðerni

    Play Episode Listen Later Jun 5, 2025 241:25


    Rauða borðið, fimmtudaginn 05. júní: Mannúð og stjórnsýsla, Evrópuáhugi vinstri manns, auðmagn, persónuvernd, útlendingahatur og víðerni eru á dagskrá í kvöld Við hefjum leik á samtali Björns Þorlákssonar við Henry Alexander Henrysson heimspeking og sérfræðing í siðferðislegum álitamálum rsem rökæðir mál Oscars hins kólumbíska ásamt Hauki Arnþórssyni stjórnsýslufræðingi. Þeir eru ekki alveg á einu máli þegar þeir ræða inngrip Víðis Reynissonar formanns allsherjarnefndar Alþingis, en allar líkur eru nú á að Oscar fái ríkisborgararétt. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í leyfi og fyrrverandi þingmaður VG, ræður við Gunnar Smára um alþjóðamál og ekki síður Evrópumál, en ríkisstjórnin ætlar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Jón Gunnar Bernburg prófessor segir Gunnari Smára frá ólíku auðmagni; peningalegu, félagslegu og menningarlegu og hvernig slíkt auðmagn ræður því hverjir heyrast og sjást og hverjir alls ekki. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar ræðir um helstu áskoranir dagsins í dag í tengslum við persónuvernd. Oddný Eir Ævarsdóttir ræddi við Helgu. Ole Anton Bieltvedt, samfélagsrýnir, ræðir um útlendingahatur á Íslandi við Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Og við endum Rauða borðið með samtali við Þorvarð Árnason, forstöðumann Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði og fræðimanns í umhverfishugvísindum. Hann segir okkur frá nýútkominni bók sinni Víðerni sem er grundvallarrit í nýrri nálgun við náttúruna og ræðir tengsl okkar við hana, bókin er skrifuð fyrir almenning og náttúru í harðri viðureign okkar tíma. Oddný Eir ræðir við Þorvarð.

    Rauða borðið 4. júní: Aþena, líf og dauði, rasismi, mótmæli, kvóti, samfélagssöknuður, skák og bridge

    Play Episode Listen Later Jun 4, 2025 375:52


    Miðvikudagur 4. júní Aþena, líf og dauði, rasismi, mótmæli, kvóti, samfélagssöknuður, skák og bridge Darina Andreys, Tanja Ósk Brynjarsdóttir og Anna Margrét Lucec Jónsdóttir spila körfubolta með Aþenu í Efra-Breiðholti og berjast fyrir framtíð félagsins gegn borgaryfirvöldum, sem vilja ekki gefa félaginu aðgang að íþróttahúsi. Þær útskýra stöðuna fyrir Gunnari Smára. Sigurjón Magnús ræðir við reynslubolta um samfélagið, líf og dauða, í bókstaflegri merkingu. Bogi Ágústsson fréttamaður, Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi og Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur spjalla um samfélagið og okkur sjálf. María Pétursdóttir, listakona og aktívisti, ræðir við Oddnýju Eir um mátt mótmæla gegn undirliggjandi andúð og um háværa kröfu um að loka landamærunum fyrir hælisleitendum. Ásgeir Daníelsson hagfræðingur hefur tekið saman miklar upplýsingar og samanburð á stöðu sjávarútvegs og svo annarskonar atvinnurekstur. Hann ræðir þetta við Sigurjón. Kristín Amalía Atladóttir lífsnautnakona, segir Oddnýju Eir frá lífi sínu úti í sveit og utanlands og veltir fyrir sér söknuði eftir samfélagi. Tveir fulltrúar kvennalandsliðsins í bridge, Guðrún Óskarsdóttir og María Haraldsdóttir Bender, ræða NM sem hefst á Laugarvatni á morgun. Gunnar Björn Helgason fyrirliði kvennaliðsins mætir einnig í briddsþátt Björns Þorlákssonar. Vignir Vatnar, besti skákmaður Íslendinga nú um stundir, gerði sér lítið fyrir og vann sjálfan Magnus Carslen í netskák fyrir nokkrum dögum. Björn Þorláks ræðir við Vigni Vatnar um þetta mikla afrek.

    Rauða borðið - Útlendingavandamál, rasismi, áfengi og sport, landsbyggðir, lífeyrissjóðir og goth

    Play Episode Listen Later Jun 3, 2025 300:34


    Þriðjudagur 3. júní Útlendingavandamál, rasismi, áfengi og sport, landsbyggðir, lífeyrissjóðir og goth Að Rauða borðinu mæta þeir Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður hópsins Ísland þvert á flokka og Baldur Borgþórsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og ráðgjafi, og ræða um mótmælin á Austurvelli, ásakanir um rasisma og hatursorðræðuna á samfélagsmiðlum við Oddnýju Eir og Sigurjón. Snorri Sturluson kvikmyndagerðarmaður ræðir við Gunnar Smára um hvernig rasismi getur meitt og grafið undan öryggi þeirra sem verða fyrir honum. Skólameistari Framhaldsskólans í Laugum í Reykjadal, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, geldur varhug við aukinni áfengissölu á íþróttaviðburðum. Hann segir að íþróttayfirvöld ættu að staldra við í þessum efnum. Björn Þorláks ræðir við hann. Dögg Sigmarsdóttir, verkefnisstjóri borgaralegrar þátttöku, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, prófessor í fræðum myndlistar í Listaháskóla Íslands og dósent í listkennslu við Háskólann á Akureyri og Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst ræða við Oddnýju um skapandi mátt og samfélagslega virkni og samveru í dreifðum byggðum landsins. Samstöðin mun fjalla um lífeyrissjóðsmál næstu vikur með nokkuð reglulegum hætti. Fyrsti viðmælandi er Eiríkur Jónsson, fyrrum formaður Kennarasambands Íslands, hann ræðir rimmur liðins tíma og ögurstund sem hann segir að hafi skipt sköpum. Björn Þorláks hefur umsjón með þáttunum. Árni Sveinsson leikstjóri og Laufey Soffía söngkona í Kælunni miklu segja Gunnari Smára frá heimildarmyndinni Goth í RVK, goth-senunni á Íslandi og erlendis og hversu fáir tónleikastaðir eru eftir í henni í Reykjavík.

    Rauða borðið 2. júní: Pólland, lýðræði, fjölmiðlar, Palestína, woke, glimmer og blóð

    Play Episode Listen Later Jun 2, 2025 250:58


    Mánudagur 2. júní Pólland, lýðræði, fjölmiðlar, Palestína, woke, glimmer og blóð Jacek Godek hefur þýtt fjölda íslenskra bóka yfir á pólsku en er líka glöggur samfélagsrýnir. Gunnar Smári slær á þráðinn til Jacek til Gdansk í tilefni af pólsku forsetakosningunum, þar sem frambjóðandi ytra hægrisins sigraði. Kristinn Már Ársælsson prófessor við Duke Kunshan-háskólann í Kína ræðir við Gunnar Smára um hnignun lýðræðis í heiminum og innan samfélaga á Vesturlöndum, ekki síst í Bandaríkjum Trump. Ólafur Arnarson, DV, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi blaðamaður og Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna, ræða við Björn Þorláks um fjölmiðla, blaðamennsku og samfélagspólitík. Nasista ber á góma. Gunnar Smári slær á þráðinn til Jerúsalem og ræðir við Qussay Odeh, íslenskan Palestínumann sem reynir að fá dvalarleyfi sitt framlengt í Palestínu. Qussay lýsir meiri hörku og kúgun undir hernámi Ísraels og spáir að Palestínumenn muni rísa upp. Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur ræðir við Gunnar Smára um woke og anti-woke, hvort sú deila eigi sér raunverulegar rætur á Íslandi, en ekki síður um merkingu þess að í gær var tiltölulega fjölmennur fundur á Austurvelli þar sem fólk krafðist stefnubreytingar í málefnum hælisleitenda, vildi færri flóttamenn. Magdalena Lukasiak, ljósmyndarannsóknablaðamaður og hinsegin flóttamaður, fjallar um Glimmer og blóð á heimildasýningu sem er að opna í Núllinu.

    Synir Egils 1. júní: Sjómenn, veiðigjöld, stjórn og stjórnarandstaða, hægri og vinstri

    Play Episode Listen Later Jun 1, 2025 168:04


    Sunnudagurinn 1. júní Synir Egils: Sjómenn, veiðigjöld, stjórn og stjórnarandstaða, hægri og vinstri Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og fyrrum þingkona, Kári Gautason búfjárerfðafræðingur og fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Benedikt Erlingsson leikstjóri en síðan þau Bolli Héðinsson hagfræðingur, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur. Í tilefni sjómannadags rifjum við upp ávörp óþekka sjómannsins sem Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og trillukarl, flutti og þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni.

    Claim Rauða borðið

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel