Róttæk samfélagsumræða á hættutímum.

Fimmtudagur 18. desember ESB eða ekki, Reynsluboltar, list, trú, Sjálfstæðisflokkurinn og íslenskan Magnús Skjöld fyrir hönd Evrópuhreyfingarinnar sem vill inngöngu Íslands í ESB og Haraldur Ólafsson Heimssýn sem berst gegn inngöngu í ESB ræða kosti og galla aðildar Íslendinga að ESB. Björn Þorláks stýrir rökræðunni.Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Björn Leví Gunnarsson fyrrum þingmaður eru reynsluboltar vikunnar og ræða fréttir vikunnar, þjóðmál, menningu, árið 2025 og jólin. Píratar verða ekki til eftir nokkur ár, segir Björn Leví. Björn Þorláks ræðir við þau. Byltingunni hefur verið frestað vegna skorts á ríkisfjármagni. Listamaðurinn Almar Steinn Atlason opnar sýningu í Gluggagallaríinu Stétt. Gunnar Smári ræðir við hann.Mikil umræða hefur verið á árinu 2025 um hvort stjórnmálahreyfingar hafa gengið til góðs. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður, ste ig fram fyrir nokkrum mánuðum og ræddi pólitísk hrossakaup og menningarlausan Sjálfstæðisflokk nú orðið í samtali við Björn Þorláks. Við endurflytjun það. Muhammed Emin Kizilkaya, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í Félagi Horizon, sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju og MA í trúarbragðafræði og sr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur í Vídalínskirkju og doktor í nýjatestamentisfræðum ræða við Gunnar Smára um kristni og Islam á Íslandi, fordóma milli trúarbragða og hvernig skapa megi frið og sátt í samfélaginu. Viðtalið er endurflutt. Á árinu sem er að líða höfum við sinnt íslenskri tungu í nokkrum mæli. Þórarinn Eldjárn þjóðskáld gefur nokkur hollráð um það hvernig við komum í veg fyrir að missa íslenskuna úr huga og hjarta. Björn Þorláks ræddi við hann, við endurflytjum viðtalið.

Miðvikudagur 17. desember Samfylkingin og innflytjendur, skáldkonur, Ástu Lóu-málið og íslenskan Við byrjum Rauða borði á spjalli þeirra bræðra, Sigurjóns Magnúsar og Gunnars Smára. Síðan Sabine Leskopf borgarfulltrúi hættir senn störfum en hún er ekki sátt við hvernig flokkur hennar, Samfylkingin, heldur á spilunum í útlendingamálum. Björn Þorláks ræðir við hana. Skáldkonurnar Natasha S., Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Alda Björk Valdimarsdóttir og Maó Alheimsdóttir koma að Rauða borðinu á aðventunni og ræða ljóðin og jólin. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur ræddi við Oddnýju Eir Ævarsdóttur á árinu sem er að líða um viðkvæmt efni sem þótti pólitískt hneyksli. Hið svokallaða Ástu Lóu mál sem mörgum finnst í dag að hafi jafnveli verið stormur í vatnsglasi en um það eru þó skiptar skoðanir. Við endum svo á tveimur samtölum um íslensku og innflytjendur frá því fyrir þremur árum: Gunnar Smári ræddi um íslenskuna frá sjónarhóli innflytjenda með Linu Hallberg og Victoriu Bakshina og síðan við Agnieszku Sokolowska sem segir okkur hvernig íslenskan getur verið eins og svipa á innflytjendum.

Þriðjudagur 16. desember Veður, hægribylgja, loftslag, áföll og cóvid Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur hamfaraveðrið í snjóflóðunum í Súðavík og hvort veðurfræðingar hefðu getað gert betur. Þá spáir Einar ítarlega um jólaveður landsmanna, ekki síst með liti til færðar um vegi landsins og fer yfir árið 2025 veðurfarslega, innanlands sem utan. Björn Þorláks ræðir við hann. Eiríkur Bergmann prófessor ræðir við Gunnar Smára um sýn þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna á Evrópu, von Trump-stjórnarinnar um uppgang þjóðernisflokka og um góða siglingu Miðflokksins í könnunum. Ungir umhverfissinnar gera upp árið 2025. Þær Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Sigrún Perla Gísladóttir og Ragnhildur Katla Jónsdóttir lýsa bakslagi í málaflokknum en ræða einnig nýja möguleika til bjargar heiminum. Björn Þorláks ræðir við þær. Vigfús Bjarni Albertsson fyrrum sjúkrahúsprestur ræðir við Gunnar Smára um lífið, dauðann og lífsglímuna. „Þú verður reiður, þú grenjar út af engu. Þú ert annar Gunni í dag en í gær.” 24. febrúar síðastliðinn ræddi Björn Þorláks við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara sem lenti í langtímacovid og allt breyttist. Boðskapur viðtalsins lifir enn og við endurflytjum það nú á aðventu.

Mánudagur 15. desember Týnd börn, stjórnmál, hávaði, sjálfsvíg og tónlist Jón K. Jacobsen, faðir drengsins sem dó á Stuðlum, ræðir við Björn Þorláks um börnin sem kerfið virðist hunsa. Tilefni viðtalsins er sláandi viðtal við mæðgin í síðustu viku hér á Samstöðinni um fíkn, geð, úrræði og úrræðaleysi. Hann ræðir dapurleg örlög margra barna og ungmenna sem eru vistuð á Stuðlum og meðferðarúrræðið Yes We Can. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur ræðir stöðu stjórnar og minnihluta sem og framboð Sönnu og borgarmálin. Málþóf ber einnig á góma. Björn Þorláks ræðir við Ólaf. Vinnuaðstæður í leikskólum eru mjög mismunandi og hljóðvist barna eitt þeirra atriða sem virðast í misgóðu lagi. Fyrir skemmstu voru veitt íslensku hljóðvistarverðlaunin í flokki leikskóla. Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli vann fyrstu verðlaun. Magnús Skúlason formaður dómnefndar og Kristín Ómarsdóttir formaður Íslenska hljóðvistarfélagsins, sem einnig var hljóðhönnuður Öldunnar ræða við Björn Þorláksson um hljóðið, fegurðina og fleira í skipulagsmálum. Endurflutningur tveggja viðtala verður í þættinum. Gunnar Smári ræðir við fjóra karla af mismunandi kynslóðum, Anton Ísak Óskarsson, Ármann Örn Bjarnason, Baldvin Frederiksen og Bjarna Karlsson, um sjálfsvíg og áhrif þeirra á aðstandendur. Hvernig glíma karlar við sorg og dauða? Og við spyrjum: Hvað var í gangi í Þingeyjarsýslunni til forna þegar hópur karla tók það upp hjá sér nánast upp úr engu að spila á fiðlu líkt og enginn væri morgundagurinn? Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands ræðir það dularfulla mál.

Sunnudagurinn 14. desember Synir Egils: Samgöngur, fæðingarorlof, EES, Trump, Evrópa og þingið Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Andrea Sigurðardóttir blaðamaður á Mogganum, Benedikt Erlingsson leikstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar og ástand samfélagsins. Við förum síðan yfir stöðuna á Alþingi á aðventunni. Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar, Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingar ræða góðu málin sem verða samþykkt, málin sem ætti ekki að samþykkja og mikilvægu málin sem ekki verða afgreidd. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi í síðasta þættinum fyrir hátíðirnar.

Föstudagur 12. desember Vikuskammtur: Vika 50 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri, Teitur Atlason starfsmaður Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri og Þórdís Gísladóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stórkarlalegum yfirlýsingum, nýjum og gömlum hneykslismálum, dagsskrárlegum ákvörðunum, afsökunarbeiðnum og öðrum óvæntum uppákomum.

Fimmtudagur 11. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Fimmtudagur 11. desember Börn í vanda, reynsluboltar, lögfræði, Evrópa og áfengi um jól Grímur Atlason hjá Geðvernd bregst við máli drengsins Hjartar og móður hans, Hörpu Henrýsdóttur, sem Samstöðin fjallaði um í gær. Grímur segir í samtali við Björn Þorláks mikið vanta upp á að börn sem lendi í geðheilbrigðisvanda séu varin. Oddný Harðardóttir, fyrrum fjármálaráðherra og þingmaður, Lárus Guðmundsson varaþingmaður og Guðmundur Andri Thorsson ræða fréttir og tíðarandi líðandi stundar. Pólitíkin, skólameistaramálið, samgöngur, Júróvisjón, staða íslenskunnar og jólin koma við sögu. Björn Þorláks ræðir við þau. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lagaleg álitamál sem eru ofarlega á baugi. Dómurinn gegn knattspyrnumanninum Albert Guðmundssyni, vaxtamál, 5 ára reglan og fleira verður til umræðu. Þátturinn er í umsjá Björns Þorlákssonar. Thomas Möller stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni ræðir við Gunnar Smára um afstöðu Trump-stjórnarinnar til Evrópu: Yfirvofandi siðmenningarlegri útrýmingu álfunnar, veika leiðtoga, ranga stefnu gagnvart Rússlandi, veikan hernaðarmátt og hnignandi efnahag. Mörg dæmi erum að helgi jólanna sé spillt vegna áfengisneyslu eða annarra vímugjafa. Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi ræðir vandann og reynir að útskýra hvort ráðuneytið eða Morgunblaðið hafi rétt fyrir sér í harðri rimmu um hvort unglingadrykkja sé að aukast eða ekki. Björn Þorláks ræðir við hann.

Miðvikudagur 10. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Páll Ásgeir segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Miðvikudagur 10. desember Húsnæðislán, fíkn og sjálfskaði, þjóðaröryggi og ungt fólk í pólitík Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Gunnar Smára um málið sem samtökin töpuðu fyrir Hæstarétti i dag, önnur mál sem enn eru útistandandi og hvaða afleiðingar þessi mál hafa fyrir hinn ómögulega húsnæðislánamarkað sem Íslendingar búa við. Harpa Henrysdóttir, móðir í Reykjavík, og Hjörtur, 17 ára gamall sonur hennar, segja Birni Þorláks áhrifamikla sögu af baráttu sonarins við vanlíðan, fíkn og sjálfskaða. Hjörtur var aðeins 13 ára gamall þegar hann leitaði sér hjálpar í Hollandi. Líf hans stóð þá tæpt en engin leið var að komast að í geðmeðferð innanlands. Hann er fyrsta barnið sem fær greitt frá Sjúkratryggingum fyrir meðferð við geðsjúkdómi utan landsteinanna. Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur ræðir við Gunnar Smára um hina undarlegu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem blandað er saman raunverulegri stefnumörkun, upphafningu Trump forseta og blammeringar gagnvart Evrópu og öðrum heimshlutum. Forprófkjör ungs jafnaðarfólks fer fram í fyrsta skipti í sögu Samfylkingarinnar. Hlutur ungra borgarfulltrúa hefur verið lítill sem enginn áratugum saman. Þau Soffía Svanhvít Árnadóttir varaforseti og Jóhannes Óli Sveinsson, kallaður Jóli, forseti ungs jafnaðarfólks, ræða mikilvægi þess að yngra fólk fái ítök í borgarstjórn Reykjavíkur í samtali við Björn Þorláks.

Þriðjudagur 9. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Þriðjudagur 9. desember Jarðgöng, ofbeldi og útlendingaandúð, þjóðaröryggi og þjóðskald Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður VG og fjármálaráðherra, gagnrýnir vissa þætti í Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá segir hann fleiri mál orka tvímælis, sem stuðli að auknu ójafnræði meðal borgaranna, hinum efnaminni í óhag. Björn Þorláks ræðir við Steingrím. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Linda Dröfn Gunnarsdóttir, ræðir hvort aukin útlendingaandúð hér á landi sem víða í veröldinni, kunni að hafa áhrif á starfsemi Kvennaathvarfsins. Björn Þorláks ræðir við Lindu. Valur Ingimundarson prófessor ræðir um öryggisstefnu Bandaríkjanna við Gunnar Smára, hvað í henni eru merki um breytta stefnu og hvað er ætlað að skýra pólitík dagsins, hver er staða Evrópu eftir að Bandaríkin draga sig að einhverju leyti til baka og hvort þess sé að vænta að Bandarísk stjórnvöld muni skipta sér í auknu mæli að pólitík innan Evrópulandanna. Einar Már Guðmundsson rithöfundur hefur skrifað bók sem ögrar hugmyndum um skáldskapinn. Hann veltir því fyrir sér hvernig skáld verður til í samtali við Björn Þorláks.

Mánudagur 8. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Mánudagur 8. desember Galdrar, íslenska, fréttir og þjóðaröryggisstefna Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, skrifaði doktorsritgerð sína um galdrafárið á Íslandi. Nú sendir hún frá sér skáldsögu byggða á takmörkuðum heimildum um líf fólks sem sent var á bálið. Hún segir Gunnari Smára frá Glæður galdrabáls. Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, ræðir við Gunnar Smára um kröfu Landsspítalans til starfsmanna um íslenskukunnáttu, en yfirstjórn spítalans hefur ákveðið að enginn starfsmaður verði ráðinn nema viðkomandi hafi tök á íslensku. Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, ræðir við Gunnar Smára um kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna í tilefni af samdrætti og mögulegum slitum á fréttum Sýnar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna, sem setur punt aftan við það alþjóðakerfi sem Bandaríkin byggðu upp eftir seinna stríð. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir Evrópu og Ísland? Við endurflytjum síðan samtal um sögulega þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna við þá Albert Jónsson fyrrum sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og Guðlaug Þór Þórðarson fyrrum utanríkisráðherra.

Sunnudagurinn 7. desember Synir Egils: Pólitískt hneyksli, jarðgöng, risa og fall flokka, fjölmiðlar og öryggisstefna Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þær Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknar, Eyrún Magnúsdóttir stofnandi Gímaldsins og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og ræða fréttir vikunnar og pólitíkina; skólastjóramál, samgönguáætlun, fjárlög, stöðu flokka í könnunum til þings og borgar, veika fjölmiðlar og veikan húsnæðismarkaður. Við ræðum síðan sögulega öryggisstefnu Bandaríkjanna sem Trumpstjórnin birti við þá Albert Jónsson fyrrum sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og Guðlaug Þór Þórðarson fyrrum utanríkisráðherra.

Laugardagur 6. desember Helgi-spjall: Ása Helga Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir er gestur Sigurjóns Magnúsar í Helgispjalli Samstöðvarinnar að þessu sinni. Ása er menntaður leikari og kennari. Hún er enn starfandi við Háskóla Íslands. Ása var í hópnum sem stofnaði leiklistarskólann SÁL. Í þrjú ár stjórnaði Ása Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu. Síðan beindist áhugi hennar að kennslu sem hún menntaði sig til. Afkomendur hennar eru listrænir. Ýmist í leiklist og hljóðfæraleik. Ása er glaðlynd og skemmtileg kona.

Föstudagur 5. desember Vikuskammtur: Vika 49 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur, Tómas Þór Þórðarson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af uppþotum, horfnum jarðgöngum, blóðfórnum í stríði, gömlum og nýjum hneykslismálum, ólíkri gæfu stjórnmálaflokka og mörgu öðru.

Miðvikudagur 3. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og Páll Ásgeir Ásgeirsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Fimmtudagur 4. desember Pawel, engin göng, Rreynsluboltar, heilaskaði, fæðingarorlof og íslenskan Pawel Bartoszek formaður utanríkismálanefndar ræðir við Gunnar Smára um öryggismál Íslands og Evrópu, framtíð Nató og aukin útgjöld Íslands vegna stríðsins í Úkraínu. Eyþór Stefánsson er í hópi íbúa fyrir austan sem furða sig á forgangsröðun stjórnvalda er kemur að jarðgangagerð. Hann ræðir í tilfinningaríku samtali við Björn Þorláks hug Seyðfirðinga. Blaðamennirnir Helga Arnardóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson og Steingerður Steinarsdóttir ræða mál skólastjóra Borgarholtsskóla, samgönguáætlun, Úkraínu, offitu og fleiri fréttamál. Þátturinn er í umsjá Björns Þorláks. Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheillar og Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra, ræða við Ragnheiði Davíðsdóttur um reynslu sína af heilaskaða, fyrstu einkenni og forvarnir. Hver er saga fæðingarorlofs á Íslandi og hvernig hefur það þróast í samhengi við önnur lönd? Laufey Líndal fær tvo fræðimenn úr Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, þær Guðnýju Björk Eydal, prófessor, og Ásdísi Arnalds, lektor, til að fara yfir sögu fæðingarorlofsins og þær þjóðfélagsbreytingar sem það hefur haft í för með sér. Listaskáldið góða, Þórarinn Eldjárn, ræðir í samtali við Björn Þorláks hvort við töpum okkur sjálfum ef við missum íslenskuna út úr huga og höndum.

Miðvikudagur 3. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og Páll Ásgeir Ásgeirsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Miðvikudagur 3. desember Trump, oflækningar, íslenskan, fátækt og Fríða Er Trump orðinn rumur, þreyttur og gamall? Við ræðum þetta meðal annars í Trumptíma dagsins. Sveinn Máni Jóhannesson doktor í sagnfræði, Frosti Logason ritstjóri Nútímans og Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á heiminn. Ólafur Þ. Ævarsson geðlæknir ræðir með hispurslausum hætti stöðu geðheilbrigðis, lækningar, oflækningar, lyfjanotkun, fíkn og fordóma við Björn Þorláks. Ólína Kjerúlf Þorvarardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, á sæti í íslenskri málnefnd, er hagyrðingur og verndarsinni í íslensku. Lina Hallberg er tannlæknir, ættuð frá Svíþjóð, alinn upp í Sviss, fluttist til Íslands er áhugamanneskja um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þær tvær ræða hrörnun íslenskunnar við Gunnar Smára. Laufey Líndal ræðir við þrjú af þeim sem voru með erindi á málþingi um fátækt: Af hverju leggur þú ekki bara fyrir? Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir, félagsráðgjafi hjá LSH og Halldóri S. Guðmundssyni og Guðnýju Björk Eydal prófessorar í félagsráðgjöf við HÍ.

Þriðjudagur 2. desember Ríkið styrkir Viðskiptaráð, fjölmiðlar, Úkraína og rafmagnsþörf Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar ræðir við Sigurjón Magnús um framlög ríkisins til áróðursmaskína fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Jón Trausti Reynisson blaðamaður á Heimildinni og Ólafur Arnarson, blaðamaður á DV ræða ástandið í fjölmiðlaheiminum og blaðamennskuna í kjölfar skertrar fréttaþjónustu. Björn Þorláks spyr þá hvort þeir eigi von á róttækri innspýtingu fyrir blaðamennskuna í vikunni þegar Logi Einarsson ráðherra sýnir á spilin. Hilmar Þór Hilmarsson fer yfir stöðuna í friðarviðræðum um Úkraínu í samtali við Gunnar Smára, hversu langt er á milli aðila og ólíklegt sé að það bil verði brúað. Þá er líklegast að stríðið haldi áfram þar til Rússar telja sig hafa náð markmiðum sínum. Mikil stemmning virðist fyrir stórauknum virkjanaframkvæmdum á sama tíma og 13 prósent orkunnar eru munaðarlaus vegna bilunar hjá Norðuráli. Andrés Skúlason náttúruverndarsinni og Snorri Hallgrímsson, varaformaður ungra umhverfissinna, ræða stöðu umhverfismála í samtali við Björn Þorláks.

Þriðjudagur 2. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Mánudagur 1. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Mánudagur 1. desember Píratar, njósnarit, stjórnsýsla, innkaup og börn Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns er fyrsti formaðurinn sem píratar hafa valið sér. Hán ræðir áherslur, stefnu, hvað fór úrskeiðis fyrir síðustu þingkosningar og fordóma í samtali við Björn Þorláks. Gunnar Smári ræðir við Helen Ólafsdóttur öryggissérfræðing um njósnarit (spyware) sem gera stjórnvöldum, leyniþjónustum og einkafyrirtækjum mögulegt að fylgjast með öllum, einkum þeim sem viðkomandi skilgreina sem andstæðinga. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur svarar fyrir ásakanir sem Morgunblaðið setti fram á dögunum gagnvart henni sem aðalhöfundi skýrslu um embættismenn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hún efni skýrslunnar og hvers vegna við þurfum að ræða hana. Kaupgleði landans er hafin fyrir stórhátíðina fram undan og varðar miklu að nýta krónurnar sem best. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum gefur neytendum hollráð í samtali við Björn Þorláks. Vaka Evu og Eldarsdóttir er í öðrum bekk í Vesturbæjarskóla. Hún er í réttindaráði barna í skólanum og er einstaklega fróð um réttindi barna. María Lilja fékk hana í spjall til sín um framtíðina, barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og jólin.

Sunnudagurinn 30. nóvember Synir Egils: Nató, fjölmiðlar, atvinna, leikskólar, jafnrétti, öryggi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þær Guðrún Johnsen prófessor og deildarforseti viðskiptadeildar á Bifröst, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins; fjölmiðla, jafnrétti, atvinnustefnu, Evrópu og margt fleiri. Síðan ræðum við Nató og öryggismál Íslands og Evrópu við Davíð Stefánsson formann Varðbergs og Stefán Pálsson sagnfræðing. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Laugardagur 29. nóvember Helgi-spjall: Andrea Jónsdóttir Andrea Jónsdóttir er flestum kunn. Hún ræðir við Maríu Lilju um tónlistina, uppvöxtinn, leiðina til manns og hvernig við ættum öll að reyna að skilja hvort annað betur.

Föstudagur 28. nóvember Vikuskammtur: Vika 48 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Unnur Andrea Einarsdóttir, fjöllistakona, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Thelma Harðardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í borgarbyggð og Eldar Ástþórsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Þau ræða fréttir vikunnar með Maríu Lilju.

Fimmtudagur 27. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Fimmtudagur 27. nóvember Nató, heimilisleysi, reynsluboltar, fallnir múrar og íslenskan Soffía Sigurðardóttir hernaðarandstæðingur ræðir við Maríu Lilju um hernaðarbandalagið m.t.t. frétta dagsins. Einar Ingi Kristinsson og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir tala um reynslu sína af götunni. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við þau. Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður og Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafgélags Íslands fara yfir helstu mál. Fúin kerfi, pólitíkin, hernaður og fleira verður til umræðu. Björn Þorláks ræðir við þau. Þegar múrar falla, er heiti nýrrar bókar eftir Hörð Torfason. Þar rekur hann hvað varð að gera til að múrar féllu. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fer yfir helstu tíðindi jólabókaflóðsins og setur útgáfu hér innanlands í samhengi við varnarbaráttu íslenskrar tungu. Björn Þorláks ræðir við hann.

Miðvikudagur 26. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Miðvikudagur 26. nóvember Sjókvíar, lögfræði, fasismi, skipulag, dánaraðstoð og gagnrýni Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur bregst við stuðningi atvinnuvegaráðherra við sjókvíaeldi í Mjóafirði og ræðir við Björn Þorláks um skaðsemi sjókvíaeldis. Gísli Tryggvason ræðir í samtali við Björn Þorláks málalok ríkislögreglustjóra, makríldeilu,. rifrildi Moggans og ráðherra, greiðslufall Norðuráls, lögmann sem situr í fangelsi og fleiri lögfræðileg álitaefni. Pontus Järvstad doktor í sagnfræði ræðir við Gunnar Smára um fasisma tuttugustu aldar og stjórnmálahreyfingar dagsins sem bera keim af fasisma eða eru hreinlega fasískar. Andri Snær Magnason rithöfundur hefur sent frá sér rammpólitíska skáldsögu þar sem sögusviðið er geld byggingarlist okkar tíma, sem hefur hvorki rými fyrir fegurð né þjónar okkur vel, býr okkur ekki gott umhverfi. Gunnar Smári ræðir við hann um arkitektúr og skipulag. Ingrid Kuhlman meistari í jákvæðri sálfræði og ein forsvarsmanna Lífsvirðingar, samtaka um dánaraðstoð, ræðir við Maríu Lilju um rétt hvers manns yfir eigin líkama nema við dauðann. María Lilja fær til sín Sigríði Jónsdóttur, gagnrýnanda til að ræða listina við gagnrýni á listinni. Er alltaf rýnt til gagns?

Þriðjudagur 25. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Þriðjudagur 25. nóvember Úkraína, rakari, höfundur og listarými Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um tillögupunkta Donald Trump sem hann telur að geti stöðvað stríðið í Úkraínu. Er það raunhæft? Þorberg Ólafsson hefur klippt og rakað í heil 60 ár og er enn að. Hann fer yfir feril sinn og breytingar sem orðið hafa. Þá verða tengslin sem skapast oft milli hárskera og kúnna til umræðu í samtali Þorbergs við Björn Þorláks. Katrín Júlíusdóttir var eitt sinn ráðherra en hún er líka rithöfundur og fagnar útkomu nýrrar bókar þessa dagana. Í samtali við Björn Þorláks lýsir Katrín kúnstinni að lifa og skrifa. Katrin Inga Jónsdóttir-Hjördísardóttir, listamaður og forsvarsmaður Fyrirbæris og Magnús Ebbi Ólafsson, tónlistarmaður og forsvarsmaður fyrir TÞM ræða við Maríu Lilju um list í borgarrýminu og mikilvægi þess að hafa afdrep fyrir skapandi fólk.

Mánudagur 24. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Mánudagur 24. nóvember Réttindabót, loftslagsmálin, sorgin, íslenskan og ungskáld Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ ræðir við Gunnar Smára um úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk og um gildi þess að samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur verið lögleiddur. Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Carbon Iceland gerir upp COP-ráðstefnuna. Minni áhersla er lögð á vistvænan samgöngumáta en margir hefðu kosið og sitthvað bendir til bakslags. Hallgrímur segir þó allt of snemmt að örvænta. Björn Þorláks ræðir við hann. Vigfús Bjarni Albertsson prestur og forstöðumaður sálgæslu- og fjölskylduþjónustu ræðir við Gunnar Smára um bók sína Sár græða sár, um sorgina og áföllin og hvernig við erum búin undir slíkt sem manneskjur og samfélag. Páll Valsson rithöfundur og bókmenntafræðingur hefur lengi haft áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. En aldrei sem nú. Efna þarf í raun til þjóðarátaks til að bjarga þeirri menningargersemi sem íslenskan er og bindur okkur saman að mati Páls. Aron Elí Arnarsson, 15 ára grunnskólanemi, sigraði nýverið í ljóðasamkeppni. Hann lýsir hugarheimi sínum og áherslum og les upp eigið verðlaunaljóð.

Sunnudagurinn 23. nóvember Synir Egils: Evrópusambandið, friðartilboð, okurvextir, húsnæði og pólitískar sveiflur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ólína Þorvarðardóttir prófessor og deildarforseti á Bifröst, Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins og Halla Gunnarsdóttir formaður VR og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála hér heima og erlendis. Við ræðum síðan Evrópusambandið við tvo heiðursmenn: Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra, þingmaður og formaður BSRB og Þorsteinn Pálsson fyrrum ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræða stöðu sambandsins og kosti þess fyrir Ísland að ganga inn í ESB. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Laugardagur 22. nóvember Helgi-spjall: Arndís Anna Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sinnir lögmennsku eftir feril sem þingmaður. Áður vann hún lengi fyrir Rauða krossinn. Hún ræðir í helgi-spjalli við Björn Þorláks líf sitt og brennandi áhuga á málum sem hún lætur sig varða.

Föstudagur 21. nóvember Vikuskammtur: Vika 47 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, Steinunn Ólína Hafliðadóttir myndlistarkona, Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af upphlaupi, leyndarskjölum, verndartollum, vaxtaokri og allskyns veseni.

Fimmtudagur 20. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Fimmtudagur 20. nóvember Reynsuboltar, friðarplan, krabbamein, gervigreind og skáldið Sigurjón Magnús tekur á móti reynsluboltum og ræðir um fréttir vikunnar og vettvang dagsins: Viðar Eggertsson leikari, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi skemmta hvort öðru og okkur með spjalli um daginn og veginn. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir friðarplan Trump við Gunnar Smára og hvort honum takist að troða því ofan í kokið á Úkraínu og Evrópu. Hannes Rúnar Hannesson varaformaður Krafts og Melkorka Matthíasson sem starfar hjá Ljósinu ræða við Ragnheiði Davíðsdóttur um sára reynslu sína af krabbameini. Stefán Atli Rúnarsson er viðskiptafræðingur, fjölmiðlatækni og eigandi ChatGPT námskeið.is þar sem hann kennir fólki að umgangast gervigreindina. Hann sagði Gunnari Smára frá sinni reynslu og sýn á þetta furðufyrirbrigði sem gervigreindin er. Kristín Ómarsdóttir skáld ræðir við Gunnar Smára um bækur sínar um langömmu sína, um skáldskapinn, tímann, tímamótin og fleira sem skemmtilegt er að spjalla um.

Miðvikudagur 19. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Miðvikudagur 19. nóvember Trump, Gaza, stöðnun, kjólar og spegill þjóðar Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur koma í Trumptímann hjá Gunnari Smára og ræða áhrif Epsteins-skjalanna á Trump, stuðning MAGA-hreyfingarinnar við hann og hvernig staða efnahagslífsins er að grafa undan honum. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir við Gunnar Smára um samþykkt öryggisráðsins varðandi Gaza, hvaða vit er í þeirri samþykkt og hvort það sé líklegt að hún leiði til friðar og uppbyggingar á Gaza. Sigurður Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins, ræðir í samtali við Björn Þorláksson þær breytingar sem hillir undir í innlendri framleiðslu og íslensku hagkerfi. Vextir og ESB verða til umræðu auk fleiri þátta. Gunnhildur Sveinsdóttir, sálfræðingur og aðgerðarsinni hefur í félagi við aðra hafið söfnun fínna, notaðra jólakjóla auk annarskonar sparifatnaðar í þeim tilgangi að selja hann áfram fyrir jólin og ágóðinn allur gefinn óskiptur til þurfandi fjölskyldna á Gaza. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari starfaði áratugum saman sem blaðaljósmyndari og kann fréttasögu Íslendinga betur en flestir. Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður og skáld, nú þingmaður, og Gunnar hafa splæst kröftum sínum saman í bók sem kallast Spegill þjóðar. Björn Þorláks ræðir við þá félaga um blaðamennskuna og breytingar á henni.

Þriðjudagur 18. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Þriðjudagur 18. nóvember Útlendingaólög, um Kristrúnu, embættismennska og utanveltumaður Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður ræðir nýleg frumvörp um útlendinga og setur hina meintu óreiðu málaflokksins í samhengi. María Lilja ræðir við hana. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræðir stjórnartíð Kristrúnar Fostadóttur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar við Björn Þorláksson þeir spá í hvernig kjörtímabilið þróast m.t.t. ESB og alþjóðamála. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Þorvaldur Ingi Jónsson stjórnsýslufræðingur ræða embættismannaskýrsluna svokölluðu og hvort auka eigi völd embættismanna - eða pólitíkusa? Björn Þorláks ræðir við þá. Valdimar Gunnarsson íslenskufræðingur ræðir lífshlaup og skoðanir brottflutts norðlendings og mótlætið sem mætti honum þegar hann snéri aftur heim. Björn Þorláks ræðir við Valdimar sem hefur skrifað bók um utanveltumanninn.

Mánudagur 17. nóvember Borgarstjóri, siðferði, löggan, ný skáldsaga og kvikmynd Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svarar gagnrýnum spurningum almennings og Samstöðvarinnar um stjórn Reykjavíkur. Mjög hár kostnaður við stjórnsýslu, skipulagsmál, umferðarhnútar, leikskólamálin og fleira verður til umræðu. Björn Þorláks ræðir við Heiðu og miðlar spurningum frá almenningi. Henry Alexander Henrysson heimspekingur ræðir siðferðisleg álitamál, svo sem lausn á óráðsíu ríkislögreglustjóra. Hvað er dæmigert og hvað er sérstakt við það mál? Þá leitast Henry við að svara þeirri spurningu hvort siðferði eigi í vök að verjast er kemur að valdi hér innanlands og á heimsvísu. Björn Þorláks ræðir við hann. María Lilja ræðir við Fjölni Sæmundsson um lögregluembættið undanfarið vegna frétta af kaupum fráfarandi ríkislögreglustjóra á ráðgjöf í verktöku, brota lögreglumanna í starfi, framgöngu lögregluþjóna á mótmælum ofl. Þau ræða lausnir á auknu vantrausti, hræðsluáróður fjölmiðla, einföldun skipulags og þörfina fyrir lögregluna almennt. Þór Tulinius leikari og leikstjóri tekst á við nýja áskorun með fyrstu skáldsögu sinni, Sálnahirðirinn. Hann skrifar um mann sem á í stríði við eigin skugga og ræðir bókina og annað verkefni fram undan í samtali við Björn Þorláks. Ásdís Thoroddsen leikstjóri og Rósa Þórsteinsdóttir rannsóknardósent á Árnastofnun, sem sér meðal annars um þjóðfræðisafn stofnunarinnar og skráningu þess í gagnagrunninn Ísmús, ræða við Gunnar Smára um tímabilið þegar dúr og moll mætti til Íslands með sinn hljóðheim og nánast þurrkaði út eldri tónlistarheim, sem nú lifir helst meðal sérvitra.

Mánudagur 17. nóvember FRÉTTATÍMINN Björn Þorláks, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Sunnudagurinn 16. nóvember Synir Egils: Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrar Það verður góðmennt í þætti dagsins. Af nógu er að taka á vettvangi dagsins. Lögreglan, ógnir í efnahagslífinu, setur EB tolla á járnblendið. Í pólitíkinni er margt að gerast. Það blæs ekki byrlega fyrir gömlu valdaflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hvað þurfa þeir að gera? Efnahagsmálin munu verða í brennidepli nú sem fyrr. Gestir verða þau Erla Hlynsdóttir, blaðamaður, Sigtryggur Ari Jóhannsson, blaðamaður og ljósmyndari, Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Stefán Pálsson, sagnfræðingur með meiru.

Laugardagur 15. nóvember Helgi-spjall: Guðrún Jóhanna Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er skólastjóri söngskólans. Hún er líka mezzosopran og hefur sungið víða um heim. Eiginmaður hennar er af erlendu bergi brotinn og covid reyndist örlagavaldur í þeirra lífi. Björn Þorláks ræði við Guðrúnu Jóhönnu í helgi-spjalli vikunnar.

Föstudagur 14. nóvember Vikuskammtur: Vika 46 Gestir þáttarins í dag eru Vala Árnadóttir stjórnmálafræðinemi og aktívisti, María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ og listakona, Lárus Guðmundsson, fyrrum knattspyrnuhetja -og miðflokksmaður og Svala Ragnheiðar- Jóhannesardóttir formaður Matthildarsamtakanna. Björn Þorláks hefur umsjá með umræðunni. Ræddar verða fréttir líðandi stundar, þjóðmál og tíðarandi. Gæludýr, moskítóflugur, efnahagsmál, svelt kerfi og fleira áhugavert ber á góma.

Fimmtudagur 13. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góða gesti en með þeim í hljóðveri er Pétur Eggerz en þar að auki lítur Hildur Ýr Viðarsdóttir, framkvæmdstjóri Húseigendafélagsins við í gegnum fjarfundarbúnað. Hvert er samhengi fréttanna?