Rauða borðið

Follow Rauða borðið
Share on
Copy link to clipboard

Róttæk samfélagsumræða á hættutímum.

Gunnar Smári Egilsson


    • Sep 30, 2025 LATEST EPISODE
    • daily NEW EPISODES
    • 2h 17m AVG DURATION
    • 1,122 EPISODES


    Search for episodes from Rauða borðið with a specific topic:

    Latest episodes from Rauða borðið

    Þriðjudagur 30. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 46:57


    Þriðjudagur 30. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Þriðjudagur 30. september - Tilboð Trumps, Húsavík, loftlagsmál, dauðinn og sjóari sem málar

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 211:40


    Þriðjudagur 30. september Tilboð Trumps, Húsavík, loftlagsmál, dauðinn og sjóari sem málar Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir tilboð Trump og Netanjahú um framtíð Gaza, forsögu þessa tilboðs sem byggt er á kröfum Ísraelsstjórnar, möguleika þess að það nái fram að ganga og viðbrögð stjórnvalda í Evrópu og í arabaríkjunum. Alvarlegt ástand gæti skapast á Húsavík eftir fall kísilvers PCC á Bakka. Einkennilegt andvaraleysi einkennir samtímann gagnvart dreifðum byggðum í landinu, segir Aðalsteinn Árni Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík í samtali við Björn Þorláks. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar hjá HÍ og Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofunni ræða stöðu loftslagsmála, hvernig Ísland gæti bætt sig, losun og áhrif orðræðu í BNA þar sem Trump bannar viðurkennd hugtök tengd loftslagsmálum. Björn Þorláks ræðir við þau. Kristján Hreinsson, skerjafjarðarskáld ræðir nýja bók við Maríu Lilju. Bókin sem heitir: Einfaldar útfarir - allir velkomnir, Deyjandi hefðir fyrir lifandi fólk. Ingi Þór Hafdísarson stýrimaður, hárgeiðslumaður og listmálari ræðir við Gunnar Smára og sjómennsku, karlmennsku, uppreisnir og margt annað.

    Mánudagur 29. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 29, 2025 46:27


    Mánudagur 29. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Mánudagur 29. september - Ritlaun, sýklasótt, stöðugleikaregla, MÍR, sniðganga og veðurfræði

    Play Episode Listen Later Sep 29, 2025 229:36


    Mánudagur 29. september Ritlaun, sýklasótt, stöðugleikaregla, MÍR, sniðganga og veðurfræði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins ræðir við Maríu Lilju um ritlaun en úthlutun þeirra hefur verið hávær í umræðu dagsins. Kristján Ingólfsson, eftirlaunamaður og fyrrum ráðgjafi segir Gunnari Smára frá fráfalli Eyglóar Svövu dóttur sinnar sem send var heim af bráðamóttöku þrátt fyrir að vera helsjúk af sýklasótt. Og Anna María Ingveldur Larsen mannfræðinemi segir jafnframt frá sambærilegri reynslu. Saga Guðmundsdóttir, aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, útskýrir stöðugleikaregluna fyrir Gunnar Smára auk ýmissa annarra reglna. Sigurður Þórðarson, fyrrum stýrimaður, verslunarmaður og félagi MíR til 50 ára. Boðar í samtali við Maríu Lilju aðalfund fyrir hönd gamalla félaga. Staðið hefur styr um félagið en nú er von á sáttum. Ingólfur Gíslason, rektor á menntavísindasviði HÍ skipuleggur ný skref í sniðgöngu vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Björn Þorláks ræðir við Ingólf. Mun gervigreindin úrtrýma stétt veðurfræðinga í framtíðinni? Björn Þorláks ræðir við Sigga storm.

    Sunnudagurinn 28. september Synir Egils: Upplausn í alþjóðamálum, stríð og þjóðarmorð, fjárlög, húsnæðismál og pólitíkin innanlands

    Play Episode Listen Later Sep 28, 2025 144:10


    Sunnudagurinn 28. september Synir Egils: Upplausn í alþjóðamálum, stríð og þjóðarmorð, fjárlög, húsnæðismál og pólitíkin innanlands Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Svandís Svavarsdóttir formaður VG og ræða fréttir innanlands og utan og stöðu mála. Síðan ræðum við veikingu lýðræðis í Bandaríkjunum. Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur fjalla um aðför ríkisstjórnar Trump að valddreifðu lýðræði. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Rúnar Guðbrands

    Play Episode Listen Later Sep 27, 2025 157:41


    Laugardagur 27. september Helgi-spjall: Rúnar Guðbrands Rúnar Guðbrandsson leikari, leikstjóri og sviðslistamaður ræðir spennandi leikhús og minna spennandi, pólitíska list, trúnna á að við getum breytt heiminum, öryggi æskunnar og óróa unglingsáranna, föðurmissi og annað sem hefur mótað hann sem manneskju og listamann.

    Föstudagur 26. september - Vikuskammtur: Vika 39

    Play Episode Listen Later Sep 26, 2025 90:28


    Föstudagur 26. september Vikuskammtur: Vika 39 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Árni Sveinsson kvikmyndaleikstjóri, Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur, Saga Kjartansdóttir sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ og Þóra Elísabet Kjeld kennari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af dularfullum drónum, tárum á hvarmi, afsökunarbeiðni, vinnumansali, skoðanaskiptum og hótunum.

    FRÉTTATÍMINN 25. september

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 46:14


    Fimmtudagur 25. september FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Björn Leví Gunnarsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    bj magn minn hvert lilja sigurj lev gunnarsson fimmtudagur
    Rauða borðið 25. sept - Réttur er settur, rauði þráðurinn, Taóismi og klassíkin rokkar

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 253:08


    Fimmtudagur 25. september Réttur er settur, rauði þráðurinn, Taóismi og klassíkin rokkar Gísli Tryggvason lögmaður fer yfir mannréttindi, Bókun 35, kynþáttamisrétti og fleira í samtali við Björn Þorláksson. Kolbeinn H. Stefánsson dósent í félagsráðgjöf ræðir við Gunnar Smára um vanda vinstrisins á Vesturlöndum og hér heima. Ragnar Baldursson Kínasérfræðingur heldur áfram að skýra fyrir Gunnari Smára hvernig taóisminn hefur mótað Kína, menningu og stjórnmál, og hugmyndir Kínverja um stöðu Kína í heiminum. Kristinn Sigmundsson bassi, Kolbeinn Ketilsson tenór og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari ræða um ljóðasöng við Gunnar Smára og tónlistarnemana Sóleyju Lóu Smáradóttur og Sól Björnsdóttur, um óperu, töfra tónlistar, kvíða fyrir tónleika, íslenska einsöngslagið og margt fleira.

    Rauða borðið 23.sept - Húsnæði, brottvikning, börn og geðraskanir, óþekktur þingmaður og bönnuð list

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 233:35


    Þriðjudagur 23. september Húsnæði, brottvikning, börn með geðraskanir, óþekkti þingmaðurinn og bönnuð list Á sama tíma og ungt fólk er í vanda að fjárfesta í húsnæði eru heldur fleiri íbúðir að koma á markað en verið hefur. Jónas Atli Gunnarsson hjá HMS ræðir við Björn Þorláksson. Matthías James Spencer Heimisson og Adrimir Selene Melo Fria eru hjón. Samt ætlar Útlendingastofnun að vísa Adrimir úr landi, en hún er ein þeirra fjölmörgu frá Venesúela sem hingað komu í boði stjórnvalda en nú er verið að vísa úr landi þegar dvalarleyfið rennur út. Gunnar Smári ræðir við hjónin. María Lilja ræðir þjónustu við börn með geðraskanir við þær Láru Ómarsdóttur, almannatengil og aðstandanda fíkils í bata, Diljá Ámundadóttur, varaþingmann, guðfræðinema og sálgæslukonu og Sigurþóru Bergsdóttir, varaþingmann, bæjarfulltrúa og stofnanda Bergsins Headspace. Kristján Þórður Snæbjarnarson segir Birni Þorláks frá persónulegum hliðum en Kristján er einn fjölmargra nýrra þingmanna. Óþekkti þingmaðurinn leitast við að kynna manneskjuna að baki þingmannsins. María Lilja fær til sín þau Snærós Sindradóttur, listfræðing og gallerista og Þránd Þórarinsson, myndlistarmann sem þekktur er fyrir hápólitísk málverk sín. Þau ræða saman um list og pólitík.

    FRÉTTATÍMINN 24. september

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 45:23


    Miðvikudagur 24. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 24. sept - Palestína, húsnæðiskrísa, Trump, taoismi og heyskapur

    Play Episode Listen Later Sep 24, 2025 209:56


    Miðvikudagur 24. september Palestína, húsnæðiskrísa, Trump, taoismi og heyskapur Þórdís Ingadóttir lagaprófessor ræðir við Gunnar Smára um gildi þess að fleiri lönd viðurkenna nú Palestínu, um hvort alþjóðalög og alþjóðakerfið sé að veikjast vegna stefnu Bandaríkjanna og hvaða skyldur íslensk stjórnvöld bera frammi fyrir þjóðarmorði á Gaza og öðrum glæpum Ísraelsstjórnar. Alvarleg staða er uppi í húsnæðismálum fjölmargra einstaklinga án þess að það fari hátt í samfélaginu. Fordómar eru miklir og harka í samfélaginu. María Pétursdóttir öryrki og myndlistarkona og Styrmir Hallsson, háskólanemi og ungur maður í leit að öruggu framtíðarhúsnæði, ræða ástandið með Birni Þorláks. Vorstjarnan heldur fund um málið annað kvöld. Gunnar Smári ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um stefnubreytingu Trump gagnvart Úkraínu, sem hann segir nú að geti unnið stríð. Þeir fara líka yfir ræðu Trump í alsherjarþinginu, elta hana um víðan völl. Ragnar Baldursson Kínafræðingur ræðir við Gunnar Smára um Taoisma og áhrif hans á kínverska menningu, stefnu kínverska ríkisins og einnig um áhrif Taó á vestræna menningu. Þetta er fyrri hluti spjalls þeirra um Taóisma. Til marks um sprettusumarið sem nú er að baki eru dæmi um bændur á Norðurlandi sem slógu tún sín fjórum sinnum, sem er einsdæmi að sögn Trausta Þórissonar, bónda á Hofsá. Björn Þorláks slær á þráðinn norður.

    Þriðjudagur 23. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 23, 2025 46:32


    Þriðjudagur 23. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    FRÉTTATÍMINN 22. september

    Play Episode Listen Later Sep 23, 2025 46:07


    Mánudagur 22. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 22. sept. Húsnæðiskrísa, ungmennadrykkja, deilur í vinstrinu og fiðluæði Þingeyinga

    Play Episode Listen Later Sep 22, 2025 160:51


    Rauða borðið 22. sept. Húsnæðiskrísa, ungmennadrykkja, deilur í vinstrinu og fiðluæði Þingeyinga Kristín Heba Gísladóttir hjá Vörðu segir suma hópa í samfélaginu eiga afar erfitt með að koma sér upp öruggu þaki yfir fjölskyldur. Horfur ungs fólks til að eignast húsnæði virðast velta mjög á efnahag foreldra að óbreyttu. Björn Þorláksson ræðir við Kristínu Hebu. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur í London fer yfir deilur innan nýja vinstri flokksins í Bretlandi. Hvað gengur þingmönnum til sem vilja lækka áfengiskaupaaldur niður í 18 ár hér á landi? Er óöld í uppsiglingu? Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi ræðir við Björn Þorláks og reynir að svara áleitnum spurningum. Algjör sérstaða var meðal Þingeyinga til forna er kom að fiðlueign og fiðluspili. Tónlistin skipaði svo veigamikinn sess að fá dæmi eru um annað eins í dreifðum byggðum landsins. Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, ræðir málin við Björn Þorláks.

    Sunnudagurinn 21. september Synir Egils: Stjórnmálaátök, fjármál, menningarstríð og Sjálfstæðisflokkurinn

    Play Episode Listen Later Sep 21, 2025 148:13


    Sunnudagurinn 21. september Synir Egils: Stjórnmálaátök, fjármál, menningarstríð og Sjálfstæðisflokkurinn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona, Arna Magnea Danks leikkona og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum hér heima og erlendis. Þá kemur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og svarar spurningum um stöðu flokksins og stefnu hans. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Anna Rún

    Play Episode Listen Later Sep 20, 2025 139:55


    Laugardagur 20. september Helgi-spjall: Anna Rún Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona segir okkur frá hugmyndum sínum og lífi, leit sinni að röddinni og haldi í lífinu, kyrrðinni hjá ömmu, rótinu við skilnað og átökunum í listinni.

    Fimmtudagur 18. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 18, 2025 46:00


    Fimmtudagur 18. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Fimmtudagur 18. september - Olíuleit, hervæðing Kína, fátækt fólk, erlendir nemar og ferðaþjónusta

    Play Episode Listen Later Sep 18, 2025 244:35


    Fimmtudagur 18. september Olíuleit, hervæðing Kína, fátækt fólk, erlendir nemar og ferðaþjónusta Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd ræðir “bull” og stolin hugtök í umræðu um leit að olíu og gasi á Drekasvæðinu. Björn Þorláks ræðir við hana. Gunnar Smári ræðir við Ragnar Baldursson stjórnmálafræðing um herstyrk Kína og hvernig stjórnvöld þar meta hraða uppbyggingu hersins og hátæknilega hergagnaframleiðslu. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Guðnýju Helenu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og Ástu Aðalsteinsdóttur, öryrkja og einstæða móður. Maria Lilja fór og ræddi við stúdentahreyfingu nema af erl uppruna við Háskóla Íslands en greint hefur verið fra þvi að stor hópur sem hugði á nám þessa önn, komin hingað frá löndum utan Evrópu séu nú föst í bjúrókrasíu milli Háskólans og UTL. Rasimsi og mannréttindabrot myndu sumir segja. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri ræðir þá stöðu sem gæti komið upp ef flugferðir Play til og frá landsins leggjast af. Hann segir að áhrifin yrðu engan veginn nálægt þeim sem skala sem varð þegar Wow fór á hausinn. Björn Þorláks ræðir við Arnar Má um þetta mál og fleira sem tengist greininni.

    bj gu hj herv hann dav evr utl ragnhei arnar m erlendir fimmtudagur landvernd
    Miðvikudagur 17. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 17, 2025 47:10


    Miðvikudagur 17. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Miðvikudagur 17. september - Niðurskurður, RÚV, fæðingatíðni, Lína og öfga kristni

    Play Episode Listen Later Sep 17, 2025 235:46


    Miðvikudagur 17. september Niðurskurður, RÚV, fæðingatíðni, Lína og öfga kristni Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Halla Gunnarsdóttir formaður VR ræða við Gunnar Smára um gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af Gaza mun nú breytast frá því sem verið hefur í samræmi við viðurkennt þjóðarmorð Ísraela samkvæmt undirstofnun Sameinuðu þjóðanna að sögn útvarpsstjóra. Björn Þorláks ræðir við Stefán Eiríksson á gagnrýnum nótum. Ásdís A. Arnalds, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Ari Klængur Jónsson, verkefnisstjóri við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Sunna Símonardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri ræða við Gunnar Smára um lækkandi fæðingartíðni, valið barnleysi og áhrif ríkisvaldsins á barneignarvilja. Gunnar Smári ræðir við stelpur á aldri við Línu langsokk um hver Lína er og hvaða erindi hún á við samtímann. Jónína María Jónsdóttir, Mía Snæfríður Ólafsdóttir, Ingibjörg Lóa Auðar Héðinsdóttir, Silfa Dögg Unnardóttir Einarsdóttir og Mía Þórhildur Bragadóttir mæta að Rauða borðinu og ræða það sem mestu skiptir í frelsisbaráttu barna. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Randver Sigurvinsson trúar- og guðfræðingur ræða við Gunnar Smára um kristnina sem voru grundvöllur hugmyndabaráttu Charlie Kirk og er öflugt politískt afl í Bandaríkjunum.

    FRÉTTATÍMINN 16. september

    Play Episode Listen Later Sep 16, 2025 46:45


    Þriðjudagur 16. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Þriðjudagur 16. september - Seðlabankastjóri, forystumaður, Konukot, 30 fyrir 30 og öryggismál

    Play Episode Listen Later Sep 16, 2025 196:02


    Þriðjudagur 16. september Seðlabankastjóri, forystumaður, Konukot, 30 fyrir 30 og öryggismál Björn Leví Gunnarsson, pírati mætir til Björns Þorlákssonar og ræðir kosti seðlabankastjóra í stöðunni sem nú er komin upp í seðlabankanum. Getur ástarsamband embættismanns varðað hagsmuni heillar þjóðar? Við fáum svörin við því hér rétt á eftir. Fyrst auglýsingar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir í samtali við Gunnar Smári áherslur þingmanna hóps um öryggisstefnu Íslands og klofning innan Nató. Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots ræðir við mig, Maríu Lilju um kæru sem barst byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá líftæknifyrirtæki vegna fyrirhugaðrar opnunar Konukots á nýjum stað í Ármúla.Kallað er eftir aðgerðum því til til leiðar að náttúruvernd nái til 30 prósent hafsvæðis fyrir árið 2030. Þau; Sigrún Perla Gísladóttir, Valgerður Árnadóttir, Stefán Jón Hafstein eru öll í forsvari fyrir náttúruna með sínum hætti hingað komin á degi íslenskrar náttúru sem jafnframt er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar. Þá verður jafnframt að loknu náttúru-spjalli frumsýnt í sjónvarpi, hjér á á Samstöðinni myndband sem unnið var sérstaklega til kynningar á verkefni þessu: 30 fyrir 30. Jóhannes Óli Sveinsson hefur verið kjörinn nýr formaður ungra jafnaðarmanna. Hann spjallar við Björn Þorláks.

    FRÉTTATÍMINN 15. september

    Play Episode Listen Later Sep 15, 2025 45:44


    Mánudagur 15. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 15. sept - Erlendir fangar, mótmæli í London, nýr þingmaður, verkfall og friðaraktivismi

    Play Episode Listen Later Sep 15, 2025 217:46


    Mánudagur 15. september Erlendir fangar, mótmæli í London, nýr þingmaður, verkfall og friðaraktivismi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, lögmaður og formaður Siðmenntar ræða Mohammed Kourani og málefni erlendra fanga í íslensku fangelsismálakerfi almennt við Maríu Lilju. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fréttaritari Samstöðvarinnar í London segir Gunnari Smára frá mótmælum helgarinnar þegar stórir hópar manna kröfðust breytinga á innflytjendastefnu stjórnvalda. Sigurður Helgi Pálmason þingmaður Flokks fólksins, segir frá lífi sínu í persónulegu spjalli við Björn Þorláks. Meiri líkur en minni eru að óbreyttu á verkfalli hjá langstærstum hluta starfsmanna Fjarðaáls fyrir vestan, álverksmiðju Alcoa. Atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst í dag. Hjördís Þórs Sigurþórsdóttir verkalýðsleiðtogi hjá Afli fer yfir stöðuna með Birni Þorláks. Rannsókn er að hefjast á friðaraktívisma hér á landi. Guðrún Sif Friðriksdóttir sem starfar í Reykjavíkurakademíunni ræðir við Björn Þorláks.

    Synir Egils 14. sept - Morð, menningarstríð, Alþingi, fjárlög, stríð og refsitollar

    Play Episode Listen Later Sep 14, 2025 154:25


    Sunnudagurinn 14. september Synir Egils: Morð, menningarstríð, Alþingi, fjárlög, stríð og refsitollar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Dagur B. Eggertsson þingmaður, Andrea Sigurðardóttir blaðakona og Valur Gunnarsson sagnfræðingur og ræða fréttir vikunnar og ástandið í samfélaginu og heiminum. Síðan koma þau Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur, Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, Magnús Helgason sagnfræðingur og Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull og ræða skautun og menningarstríð í Bandaríkjunum og hvort það sama muni gerast á Íslandi. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Helen Ólafsdóttir

    Play Episode Listen Later Sep 13, 2025 178:33


    Laugardagur 13. september Helgi-spjall: Helen Ólafsdóttir Helen María Ólafsdóttir öryggissérfræðingur segir okkur frá vondum stöðum sem hún hefur ratað á, góðu fólki og sterkri fjölskyldu, stríðsátökum, hvernig mannskepnan bregst við gagnvart hryllingi, ástinni og voninni um að heimurinn skáni.

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 37

    Play Episode Listen Later Sep 12, 2025 103:31


    Föstudagur 12. september Vikuskammtur: Vika 37 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, , Freyr Eyjolfsson öskukarl, Ragnar Þór Pétursson kennari og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af menningarstríði og þjóðarmorði, þingsetningu og voðaverkum, ógn, átökum og litlum friðarvilja.

    Fréttatíminn 11. september

    Play Episode Listen Later Sep 11, 2025 46:37


    Fimmtudagur 11. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 11. sept - Ungt fólk í basli, upplausn í Frakklandi, fangelsi, fólk sem heyrir raddir, fátækt og Innkaupapokinn

    Play Episode Listen Later Sep 11, 2025 226:21


    Fimmtudagur 11. september Ungt fólk í basli, upplausn í Frakklandi, fangelsi, fólk sem heyrir raddir, fátækt og Innkaupapokinn Sérstök ástæða er til að gefa hlutskipti ungra Íslendinga gaum er kemur að menntun þeirra og misjöfnum ávinningi. Sigrún Brynjarsdóttir, hagfræðingur hjá BHM ræðir við Björn Þorláks hvort það borgi sig að vanmeta menntun. Einar Már Jónsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um stjórnarkreppu í Frakkandi, upplausn, mótmæli og vaxandi vantrú landsmanna á stjórnmálafólki. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Þóru Björg Sirrýjardóttur námsmaður og Ingólf Snæ Víðisson stuðningfulltrúa og starfsmann Afstöðu. Stjórnarmenn í Hearing Voices Iceland og starfsmenn Hugarafls, þau Sigrún Huld Sigrúnar, leikari, raddheyrari og Grétar Björnsson félagsfræðingur segja Gunnari Smára frá fólki sem heyrir raddir sem aðrir heyra ekki og sjá sýnir sem aðrir ekki sjá. Sæunn Guðmundsdóttir, einn stofnenda Norðurhjálpar á Akureyri, segir fátækt mjög falið mein og að fátækir eigi sér fáa málsvara. Fólk á leigumarkaði og öryrkjar eru í hópi hinna verst stöddu. Björn Þorláks ræðir við Sæunni. Gunnar Smári ræðir við Friðgeir Einarsson um Innkaupapokann sem leikhópurinn Kriðpleir setur upp í Borgarleikhúsinu og Elísabetu Jökulsdóttur, en inn í Innkaupapokanum er flutt leikrit hennar Mundu töfrana.

    Rauða borðið 10. sept - Gaza, sjálfsvíg, reynsluboltar, Fjallabak og söngkennsla

    Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 242:43


    Miðvikudagur 10. september Gaza, sjálfsvíg, reynsluboltar, Fjallabak og söngkennsla Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur ræðir við Gunnar Smára um kröfur á íslensk stjórnvöld um aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Metur ríkisstjórnin það svo að Bandaríkin muni beita okkur refsingum ef við beitum Ísrael aðgerðum sem geta bitið? Gunnar Smári ræðir við fjóra karla af mismunandi kynslóðum, Anton Ísak Óskarsson, Ármann Örn Bjarnason, Baldvin Frederiksen og Bjarni Karlsson, um sjálfsvíg og áhrif þeirra á aðstandendur. Hvernig glíma karlar við sorg og dauða? Sigurjón fékk til sín þrjá góða gesti; Steingerði Steinarsdóttur, Lárus Guðmundsson og Ólaf Arnarson. Þau töluðu um margt. T.d. Hvað Rússum gengur til að ógna Póllandi, Miðflokkinn og Snorra Másson, fjárlagafrumvarpið, ræðu forseta Íslands við þingsetninguna og sitt hvað fleira. Gunnar Smári fór á Fjallabak og í Borgarleikhúsinu, leikrit kl byggt á smásögu sem líka gat af sér bíómyndina Brokeback Mountain. Valur Freyr Einarsson leikstjóri og leikararnir Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson koma að Rauða borðinu og ræða erindi og inntak þessarar sögu af ungum mönnum sem fella saman hugi í samfélagi sem vill ekki viðurkenna ást þeirra. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona og skólastjóri Söngskólans ræðir leiðir til að minnka efnahagslega stéttaskiptingu í tónlistarnámi barna og koma fleiri börnum í nám. Björn Þorláks ræðir við hana.

    Fréttatíminn 10. sept

    Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 45:25


    Miðvikudagur 10. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Þriðjudagur 9. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 9, 2025 45:52


    Þriðjudagur 9. september Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Rauða borðið 9. sept - Lagaleg álitaefni, heimsmálin, fjárlög, flughávaði og listrænir feðgar

    Play Episode Listen Later Sep 9, 2025 194:41


    Þriðjudagur 9. september Lagaleg álitaefni, heimsmálin, fjárlög, flughávaði og listrænir feðgar Við hefjum leik á liðnum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir fréttir í samhengi við lagaleg álitaefni. Í dag verður drepið á Eurovision, rétti rjúpnaveiðimanna til veiða, ólíkra stjórnarskráa nágrannalanda og fleira. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku ræða við Gunnar Smára um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, það sem er gott í því og vont og það sem vantar í frumvarpið. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um heimsmálin við Gunnar Smára og afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirra. Er það hagur Íslands að setja á refsitolla á Kína og Indland? Hvaða áhrif munu ólíkar áherslur Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna innan Nató hafa? Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldumeðlimir leika listir sínar í sama galleríi. Feðgarnir Hlynur Hallsson og Númi Hlynsson setja upp sameiginlega myndlistarsýningu fyrir norðan á Akureyri, við ræðum við þá. Við endum þáttinn á umræðu um stóraukið einkaflug við Reykjavíkurflugvöll, ekki síst þyrluflug. Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir mörg álitamál í þeim efnum, rannsóknir sýna að viðhorf til flugs skiptir miklu hvernig íbúar í grennd upplifa hávaða. Þannig er ekki ólíklegt að úrsýnisflug vegna eldgoss valdi meiri pirringi og annars konar líðan hjá íbúum en björgun mannslífs.

    Mánudagur 8. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 45:19


    Mánudagur 8. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja, Björn Þorláks og Kristinn Hrafnsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    bj minn hvert lilja kristinn hrafnsson
    Mánudagur 8. september - Þjóð gegn þjóðarmorði, stjórnmálaveturinn, örorkukerfið og barnafátækt

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 201:14


    Mánudagur 8. september Þjóð gegn þjóðarmorði, stjórnmálaveturinn, örorkukerfið og barnafátækt Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona og stjórnarkona hjá Vonarbrú, Arna Magnea Danks, kennari, Sara Stef Hildar, baráttukona, Ólafur Ólafsson, myndlistamaður og einn skipuleggjenda fundarins „þjóð gegn þjóðarmorði“ sem haldin var um helgina ræða framhaldið við Maríu Lilju. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, sem skipaði oddvitasæti hjá sósíalistum, telur rétt að stofna nýtt vinstri sinnað stjórnmálaafl þar sem kjósendur VG, pírata og sósíalista gæti hagsmuna sinna. Þetta kemur fram í umræðu um stjórnmálaveturinn fram undan í umsjá Björns Þorláks. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, pírötum, lýsir sig jákvæða gagnart nýju afli - fremur en sameiningu hinna eldri. Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar, Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar ræða við Gunnar Smára um breytingarnar sem gerðar voru á örorkulífeyri fyrir viku. Tótla I Sæmundsdóttir hjá Barnaheillum ræðir mál sem varða velferð barna, mismunum eftir efnahag og mikilvægi þess að aðgát skal hörð í nærveru sálar svo nokkuð sé nefnt. Björn Þorláks ræðir við hana.

    Sunnudagurinn 7. september Synir Egils: Trans, pólitísk átök og sviptingar, mótmæli, samstaða

    Play Episode Listen Later Sep 7, 2025 152:17


    Sunnudagurinn 7. september Synir Egils: Trans, pólitísk átök og sviptingar, mótmæli, samstaða Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þingmennirnir Arna Lára Jónsdóttir frá Samfylkingu, María Rut Kristinsdóttir frá Viðreisn og Sigurður Örn Hilmarsson frá Sjálfstæðisflokki og ræða fréttir vikunnar, stöðuna í pólitíkinni og þingveturinn fram undan. Þá mun fólk ræða þá miklu samstöðu sem kom fram í gær meðal þjóðarinnar með Palestínumönnum og kröfur sem gerðar voru á stjórnvöld um raunverulegar aðgerðir gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza. Arnfríður Guðmundsdóttir prestur og prófessor, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna, Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ræða hvernig þjóðarmorðið snertir almenning og hvernig hann getur brugðist við. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

    Laugardagur 6. september - Helgi-spjall: Lára Pálsdóttir

    Play Episode Listen Later Sep 6, 2025 140:40


    Laugardagur 6. september Helgi-spjall: Lára Pálsdóttir Lára Pálsdóttir félagsráðgjafi segir frá fólkinu sínu, Jesús ömmu sinnar og sósíalisma afa, frá þolinmæði mömmu sinnar og alkóhólisma föðurs, frá uppreisnum sínum sem unglingur, ást á bókum, æskulýðsskóla í Sovét, sárum missi og að fá að fæðast á ný.

    Föstudagur 5. september - Vikuskammtur: Vika 36

    Play Episode Listen Later Sep 5, 2025 90:50


    Föstudagur 5. september Vikuskammtur: Vika 36 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Atli Bollason myndlistarmaður, Brynja Cortes Andrésdóttir þýðandi, Hye Joung Park myndlistarkona og kennari og María Hjálmtýsdóttir kennari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af upphlaupum, hneykslun, pólitískum hræringum, stríði og engum frið.

    Fimmtudagur 4. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 4, 2025 45:41


    Fimmtudagur 4. september FRÉTTATÍMINN María Lilja, Björn Þorláks og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Fimmtudagur 4. september - Fjárhagslegt ofbeldi, Alzheimer, Neytendur, Flokkur fólksins, Tónlist

    Play Episode Listen Later Sep 4, 2025 189:34


    Fimmtudagur 4. september Fjárhagslegt ofbeldi, Alzheimer, Neytendur, Flokkur fólksins, Tónlist Sæunn Marínósdóttir, þolandi fjárhagslegs ofbeldis af hendi fyrrum maka segir sögu sína og hvernig kerfið býður uppá og hjálpar beinlínis gerendum ofbeldis. María Lilja ræðir við hana. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Kristínu Kristófersdóttur um alzheimer. Hún er eiginkona manns með sjúkdóminn sem greindist 52ja ára gamall. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir gríðarháa stjórnvaldssekt á norskum matvörumarkaði, færslugjöld, rétt sundlaugargesta til bóta ef viðhald kallar á lokun sundlauga, ofurvexti og fleira í Neytendahorninu með Birni Þorláks. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, ræðir stöðu eigin flokks og þingveturinn fram undan. Stefnir í átakatímabil? Björn Þorláks ræðir við Sigurjón. Björn Þorláksson ræðir við Tryggva M Baldvinsson tónskáld um tónsköpun, listina og lífið.

    Miðvikudagur 3. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 3, 2025 46:27


    Miðvikudagur 3. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Miðvikudagur 3. september - Kastljósumræðan, hafstraumar, Sjálfstæðisflokkurinn, Reynsluboltar og mótmælendur

    Play Episode Listen Later Sep 3, 2025 255:38


    Miðvikudagur 3. september Kastljósumræðan, hafstraumar, Sjálfstæðisflokkurinn, Reynsluboltar og mótmælendur Það veldur umtalsverðri vanlíðan hjá aðstandendum trans fólks að hlusta á vanstillta orðræðu Snorra Mássonar og sjá undirtektirnar. Þetta segir Þórgnýr Dýrfjörð, faðir transeinstaklings í samtali við Björn Þorláksson. Stefán Jón Hafstein sem hefur skrifað mikið um umhverfismál ræðir ögurstundina sem nú er uppi. Miklu varðar að Íslendingar ekki síður en aðrar þjóðir breyti hegðun sinni til að vernda hlýja hafstrauma og fleira. Björn Þorláks ræðir við Stefán. Reynsluboltar Sigurjóns Magnússonar verða á dagskrá en þar ræðir folk þjóðmálin. Gestir þáttarins eru Guðmundur Þ. Ragnarsson, Vilborg Oddsdóttir, Margrét Sanders og Þorsteinn Sæmundsson. Lögregluaðgerðir við Hlemm-Mathöll. María Lilja ræddi við vitni. Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður segir sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn óþekkjanlegan. Hann segir minnkandi ítök valdaflokkanna gömlu eiga sér skýringar sem hann ræðir í samtali við Björn Þorláksson. Og við endum þáttinn á ofbeldi gegn mótmælendum. Daníel Thor Bjarnason, Helga Ögmundardóttir og Margrét Baldursdóttir eru öll virk í hreyfingunni fyrir frjálsri Palestínu. Þau lýsa fyrir Maríu Lilju hvernig þau hafa öll orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á mótmælum undanfarið og hvernig lögregla og fjölmiðlar eiga þátt.

    Þriðjudagur 2. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 2, 2025 46:12


    Þriðjudagur 2. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Þriðjudagur 2. september - Hafstraumar, popúlismi, Píratar, rasismi, verðleikasamfélag og þétt byggð

    Play Episode Listen Later Sep 2, 2025 220:06


    Þriðjudagur 2. september Hafstraumar, popúlismi, Píratar, rasismi, verðleikasamfélag og þétt byggð Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræðir við Gunnar Smára um fyrirsjáanlegt hrun hagstrauma í Atlandshafi sem mun leiða einskonar ísöld yfir Ísland. Er þetta mögulegt, ólíklegt eða næsta víst. Helen María Ólafsdóttir, öryggissérfræðingur varar við því að orðræða og framkoma Snorra Mássonar í Kastljósi í gærkvöld sé undanfari einhvers annars og mun alvarlegra. Hún ræðir við Maríu Lilju. Fyrirhugaðar eru róttækar breytingar á stjórnskipun pírata. Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, vill að hvorki sósíalistar, VG né píratar bjóði fram til að þrýsta á umbætur svo að fylgisþröskuldur verði lækkaður. Björn Þorláks ræðir við hann. Sóley Lóa Smáradóttir, nemi skrifaði áhrifamikinn pistil á dögunum sem farið hefur víða um öráreiti og hversdags-fórdóma sem brúnir og svartir Íslendingar verða fyrir. Sóley ræðir við Maríu Lilju um leiðir að betra samfélagi fyrir öll. Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki ræðir um verðleikasamfélagið við Gunnar Smára; hugmyndina um að þau sem auðgast og ná langt geri það vegna eigin verðleika. Og þau sem eru fátæk og óséð séu það vegna skorts á verðleikum. Einar Sveinbjörn Guðmundsson varaborgarfulltrúi Flokks fólksins telur að þétting byggðar hafi verið of mikil í borginni. Hann telur óvarlegt að reikna með minni bílaumferð í samtali við Björn Þorláks.

    er bj gu sm hann vg bygg rasismi brynjarsd lev gunnarsson einar sveinbj
    Mánudagur 1. september - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Sep 1, 2025 47:13


    Mánudagur 1. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Mánudagur 1. september - Verðbólga, sósíalistar, Brics, Gufunesmálið og leigubílar

    Play Episode Listen Later Sep 1, 2025 205:16


    Mánudagur 1. september Verðbólga, sósíalistar, Brics, Gufunesmálið og leigubílar Stefán Ólafsson prófessor og ráðgjafi Eflingar fer yfir stöðuna í efnahagsmálum í samtali við Gunnar Smára. Virkar hávaxtastefna Seðlabankans, mun verðbólgan éta upp kaupmáttinn og þarf stóraðgerðir í húsnæðismálum? Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi svarar fyrir vantrauststillögu sem borin var upp gegn henni af samflokksmönnum úr Sósíalistaflokknum fyrir helgi. María Lilja ræðir við hana. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir fund leiðtoga Kína, Indlands og Rússlands í kjölfar þess að ríkisstjórn Trump lagði refsitolla á Indland. Mun sú aðgerð veikja stöðu Bandaríkjanna og í raun styrkja stöðu Rússlands? Ákveðin skautun er að verða í afstöðu Íslendinga til ofbeldismála. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur en hann ræðir Gufunesmálið svokallaða, sumpart mjög sérstakt mál, í samtali við Björn Þorláks. Ekki er allt sem sýnist í umræðunni um starfsemi leigubíla segir framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Hopp. Vandinn sé meintur og hreint ekki einyrkjum eða útlendingum um að kenna. María Lilja ræðir við Daníel Thors, framkvæmdastjóra hjá Hopp leigubílum.

    Synir Egils 31. ágúst - Efnahagur, orka, Grænland, stríð og meiri orka

    Play Episode Listen Later Aug 31, 2025 130:59


    Sunnudagurinn 31. ágúst Synir Egils: Efnahagur, orka, Grænland, stríð og meiri orka Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þingkonurnar Ása Berglind Hjálmarsdóttir í Samfylkingu, Halla Hrund Logadóttir í Framsókn og Sigríður Á. Andersen í Miðflokki og ræða verðbólgu, vexti og ríkisfjármál, vindmyllur og orkumál, stríð og engan frið í útlöndum, ásælni Trump á Grænlandi og þingstörfin í sumar og vetur. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni og fá síðan Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar til að ræða stöðu fyrirtækisins, hækkandi raforkuverð til almennings, þörf á virkjunum, varaafl vegna vindorku og fleira.

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Guðrún Jónsdóttir

    Play Episode Listen Later Aug 30, 2025 104:57


    Laugardagur 30. ágúst Helgi-spjall: Guðrún Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir, fyrrum talskona Stígamóta, fagnar dómi mannréttindadómstólsins og lýsir baráttunni á bak við þann sigur, segir frá æsku sinni og uppruna, foreldrum sínum og hvaða áhrif þeir höfðu á líf hennar og persónuleika, dásemd þriðja æviskeiðsins og hvernig þeim lyndir saman, náttúrubarninu og baráttukonunni sem búa saman innra með Guðrúnu.

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 35

    Play Episode Listen Later Aug 29, 2025 90:02


    Föstudagur 29. ágúst Vikuskammtur: Vika 35 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Bergsveinn Sigurðsson sjónvarpsmaður, Eva Bjarnadóttir teymisstjóri innanlandsdeildar UNICEF, Greipur Gíslason ráðgjafi og stjórnandi Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið og Ragnheiður Guðmundsdóttir stjórnmálafræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af sigrum í mannréttindabaráttu, glæpamálum, háum vöxtum, hjaðnandi verðbólgu, stríð og engum friði.

    Fimmtudagur 28. ágúst - FRÉTTATÍMINN

    Play Episode Listen Later Aug 28, 2025 45:29


    Fimmtudagur 28. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

    Claim Rauða borðið

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel