Róttæk samfélagsumræða á hættutímum.
Þriðjudagur 9. september Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Þriðjudagur 9. september Lagaleg álitaefni, heimsmálin, fjárlög, flughávaði og listrænir feðgar Við hefjum leik á liðnum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir fréttir í samhengi við lagaleg álitaefni. Í dag verður drepið á Eurovision, rétti rjúpnaveiðimanna til veiða, ólíkra stjórnarskráa nágrannalanda og fleira. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku ræða við Gunnar Smára um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, það sem er gott í því og vont og það sem vantar í frumvarpið. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um heimsmálin við Gunnar Smára og afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirra. Er það hagur Íslands að setja á refsitolla á Kína og Indland? Hvaða áhrif munu ólíkar áherslur Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna innan Nató hafa? Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldumeðlimir leika listir sínar í sama galleríi. Feðgarnir Hlynur Hallsson og Númi Hlynsson setja upp sameiginlega myndlistarsýningu fyrir norðan á Akureyri, við ræðum við þá. Við endum þáttinn á umræðu um stóraukið einkaflug við Reykjavíkurflugvöll, ekki síst þyrluflug. Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir mörg álitamál í þeim efnum, rannsóknir sýna að viðhorf til flugs skiptir miklu hvernig íbúar í grennd upplifa hávaða. Þannig er ekki ólíklegt að úrsýnisflug vegna eldgoss valdi meiri pirringi og annars konar líðan hjá íbúum en björgun mannslífs.
Mánudagur 8. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja, Björn Þorláks og Kristinn Hrafnsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Mánudagur 8. september Þjóð gegn þjóðarmorði, stjórnmálaveturinn, örorkukerfið og barnafátækt Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona og stjórnarkona hjá Vonarbrú, Arna Magnea Danks, kennari, Sara Stef Hildar, baráttukona, Ólafur Ólafsson, myndlistamaður og einn skipuleggjenda fundarins „þjóð gegn þjóðarmorði“ sem haldin var um helgina ræða framhaldið við Maríu Lilju. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, sem skipaði oddvitasæti hjá sósíalistum, telur rétt að stofna nýtt vinstri sinnað stjórnmálaafl þar sem kjósendur VG, pírata og sósíalista gæti hagsmuna sinna. Þetta kemur fram í umræðu um stjórnmálaveturinn fram undan í umsjá Björns Þorláks. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, pírötum, lýsir sig jákvæða gagnart nýju afli - fremur en sameiningu hinna eldri. Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar, Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar ræða við Gunnar Smára um breytingarnar sem gerðar voru á örorkulífeyri fyrir viku. Tótla I Sæmundsdóttir hjá Barnaheillum ræðir mál sem varða velferð barna, mismunum eftir efnahag og mikilvægi þess að aðgát skal hörð í nærveru sálar svo nokkuð sé nefnt. Björn Þorláks ræðir við hana.
Sunnudagurinn 7. september Synir Egils: Trans, pólitísk átök og sviptingar, mótmæli, samstaða Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þingmennirnir Arna Lára Jónsdóttir frá Samfylkingu, María Rut Kristinsdóttir frá Viðreisn og Sigurður Örn Hilmarsson frá Sjálfstæðisflokki og ræða fréttir vikunnar, stöðuna í pólitíkinni og þingveturinn fram undan. Þá mun fólk ræða þá miklu samstöðu sem kom fram í gær meðal þjóðarinnar með Palestínumönnum og kröfur sem gerðar voru á stjórnvöld um raunverulegar aðgerðir gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza. Arnfríður Guðmundsdóttir prestur og prófessor, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna, Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ræða hvernig þjóðarmorðið snertir almenning og hvernig hann getur brugðist við. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.
Laugardagur 6. september Helgi-spjall: Lára Pálsdóttir Lára Pálsdóttir félagsráðgjafi segir frá fólkinu sínu, Jesús ömmu sinnar og sósíalisma afa, frá þolinmæði mömmu sinnar og alkóhólisma föðurs, frá uppreisnum sínum sem unglingur, ást á bókum, æskulýðsskóla í Sovét, sárum missi og að fá að fæðast á ný.
Föstudagur 5. september Vikuskammtur: Vika 36 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Atli Bollason myndlistarmaður, Brynja Cortes Andrésdóttir þýðandi, Hye Joung Park myndlistarkona og kennari og María Hjálmtýsdóttir kennari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af upphlaupum, hneykslun, pólitískum hræringum, stríði og engum frið.
Fimmtudagur 4. september FRÉTTATÍMINN María Lilja, Björn Þorláks og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Fimmtudagur 4. september Fjárhagslegt ofbeldi, Alzheimer, Neytendur, Flokkur fólksins, Tónlist Sæunn Marínósdóttir, þolandi fjárhagslegs ofbeldis af hendi fyrrum maka segir sögu sína og hvernig kerfið býður uppá og hjálpar beinlínis gerendum ofbeldis. María Lilja ræðir við hana. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Kristínu Kristófersdóttur um alzheimer. Hún er eiginkona manns með sjúkdóminn sem greindist 52ja ára gamall. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir gríðarháa stjórnvaldssekt á norskum matvörumarkaði, færslugjöld, rétt sundlaugargesta til bóta ef viðhald kallar á lokun sundlauga, ofurvexti og fleira í Neytendahorninu með Birni Þorláks. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, ræðir stöðu eigin flokks og þingveturinn fram undan. Stefnir í átakatímabil? Björn Þorláks ræðir við Sigurjón. Björn Þorláksson ræðir við Tryggva M Baldvinsson tónskáld um tónsköpun, listina og lífið.
Miðvikudagur 3. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Miðvikudagur 3. september Kastljósumræðan, hafstraumar, Sjálfstæðisflokkurinn, Reynsluboltar og mótmælendur Það veldur umtalsverðri vanlíðan hjá aðstandendum trans fólks að hlusta á vanstillta orðræðu Snorra Mássonar og sjá undirtektirnar. Þetta segir Þórgnýr Dýrfjörð, faðir transeinstaklings í samtali við Björn Þorláksson. Stefán Jón Hafstein sem hefur skrifað mikið um umhverfismál ræðir ögurstundina sem nú er uppi. Miklu varðar að Íslendingar ekki síður en aðrar þjóðir breyti hegðun sinni til að vernda hlýja hafstrauma og fleira. Björn Þorláks ræðir við Stefán. Reynsluboltar Sigurjóns Magnússonar verða á dagskrá en þar ræðir folk þjóðmálin. Gestir þáttarins eru Guðmundur Þ. Ragnarsson, Vilborg Oddsdóttir, Margrét Sanders og Þorsteinn Sæmundsson. Lögregluaðgerðir við Hlemm-Mathöll. María Lilja ræddi við vitni. Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður segir sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn óþekkjanlegan. Hann segir minnkandi ítök valdaflokkanna gömlu eiga sér skýringar sem hann ræðir í samtali við Björn Þorláksson. Og við endum þáttinn á ofbeldi gegn mótmælendum. Daníel Thor Bjarnason, Helga Ögmundardóttir og Margrét Baldursdóttir eru öll virk í hreyfingunni fyrir frjálsri Palestínu. Þau lýsa fyrir Maríu Lilju hvernig þau hafa öll orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á mótmælum undanfarið og hvernig lögregla og fjölmiðlar eiga þátt.
Þriðjudagur 2. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Þriðjudagur 2. september Hafstraumar, popúlismi, Píratar, rasismi, verðleikasamfélag og þétt byggð Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræðir við Gunnar Smára um fyrirsjáanlegt hrun hagstrauma í Atlandshafi sem mun leiða einskonar ísöld yfir Ísland. Er þetta mögulegt, ólíklegt eða næsta víst. Helen María Ólafsdóttir, öryggissérfræðingur varar við því að orðræða og framkoma Snorra Mássonar í Kastljósi í gærkvöld sé undanfari einhvers annars og mun alvarlegra. Hún ræðir við Maríu Lilju. Fyrirhugaðar eru róttækar breytingar á stjórnskipun pírata. Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, vill að hvorki sósíalistar, VG né píratar bjóði fram til að þrýsta á umbætur svo að fylgisþröskuldur verði lækkaður. Björn Þorláks ræðir við hann. Sóley Lóa Smáradóttir, nemi skrifaði áhrifamikinn pistil á dögunum sem farið hefur víða um öráreiti og hversdags-fórdóma sem brúnir og svartir Íslendingar verða fyrir. Sóley ræðir við Maríu Lilju um leiðir að betra samfélagi fyrir öll. Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki ræðir um verðleikasamfélagið við Gunnar Smára; hugmyndina um að þau sem auðgast og ná langt geri það vegna eigin verðleika. Og þau sem eru fátæk og óséð séu það vegna skorts á verðleikum. Einar Sveinbjörn Guðmundsson varaborgarfulltrúi Flokks fólksins telur að þétting byggðar hafi verið of mikil í borginni. Hann telur óvarlegt að reikna með minni bílaumferð í samtali við Björn Þorláks.
Mánudagur 1. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Mánudagur 1. september Verðbólga, sósíalistar, Brics, Gufunesmálið og leigubílar Stefán Ólafsson prófessor og ráðgjafi Eflingar fer yfir stöðuna í efnahagsmálum í samtali við Gunnar Smára. Virkar hávaxtastefna Seðlabankans, mun verðbólgan éta upp kaupmáttinn og þarf stóraðgerðir í húsnæðismálum? Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi svarar fyrir vantrauststillögu sem borin var upp gegn henni af samflokksmönnum úr Sósíalistaflokknum fyrir helgi. María Lilja ræðir við hana. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir fund leiðtoga Kína, Indlands og Rússlands í kjölfar þess að ríkisstjórn Trump lagði refsitolla á Indland. Mun sú aðgerð veikja stöðu Bandaríkjanna og í raun styrkja stöðu Rússlands? Ákveðin skautun er að verða í afstöðu Íslendinga til ofbeldismála. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur en hann ræðir Gufunesmálið svokallaða, sumpart mjög sérstakt mál, í samtali við Björn Þorláks. Ekki er allt sem sýnist í umræðunni um starfsemi leigubíla segir framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Hopp. Vandinn sé meintur og hreint ekki einyrkjum eða útlendingum um að kenna. María Lilja ræðir við Daníel Thors, framkvæmdastjóra hjá Hopp leigubílum.
Sunnudagurinn 31. ágúst Synir Egils: Efnahagur, orka, Grænland, stríð og meiri orka Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þingkonurnar Ása Berglind Hjálmarsdóttir í Samfylkingu, Halla Hrund Logadóttir í Framsókn og Sigríður Á. Andersen í Miðflokki og ræða verðbólgu, vexti og ríkisfjármál, vindmyllur og orkumál, stríð og engan frið í útlöndum, ásælni Trump á Grænlandi og þingstörfin í sumar og vetur. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni og fá síðan Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar til að ræða stöðu fyrirtækisins, hækkandi raforkuverð til almennings, þörf á virkjunum, varaafl vegna vindorku og fleira.
Laugardagur 30. ágúst Helgi-spjall: Guðrún Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir, fyrrum talskona Stígamóta, fagnar dómi mannréttindadómstólsins og lýsir baráttunni á bak við þann sigur, segir frá æsku sinni og uppruna, foreldrum sínum og hvaða áhrif þeir höfðu á líf hennar og persónuleika, dásemd þriðja æviskeiðsins og hvernig þeim lyndir saman, náttúrubarninu og baráttukonunni sem búa saman innra með Guðrúnu.
Föstudagur 29. ágúst Vikuskammtur: Vika 35 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Bergsveinn Sigurðsson sjónvarpsmaður, Eva Bjarnadóttir teymisstjóri innanlandsdeildar UNICEF, Greipur Gíslason ráðgjafi og stjórnandi Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið og Ragnheiður Guðmundsdóttir stjórnmálafræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af sigrum í mannréttindabaráttu, glæpamálum, háum vöxtum, hjaðnandi verðbólgu, stríð og engum friði.
Fimmtudagur 28. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Fimmtudagur 28. ágúst Umhverfisvernd, eldri borgarar, hatursorðræða og málsmeðferðir kynferðisbrota Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Kristín Vala jarðfræðingur og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd segja að innan stjórnmálanna virðist náttúru- og umhverfisvernd eiga sér fáa málsvara þessa dagana. Björn Þorláks ræðir við þau. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Guðbjörgu Hjaltadóttur hjúkrunarfræðing og aðstandanda um vanda eldri borgara við að fá hjúkrunarrými. Arna Magnea Danks, kennari og aktívisti varar við málflutningi Snorra Mássonar sem hún segir ala á fordómum. Björn Þorláksson ræðir við Örnu. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar ræðir við Maríu Lilju um nýfallinn dóm MDE og hvaða áhrif hann kann að hafa á þolendur kynferðisofbeldis hér á landi sem lengi hafa óskað eftir réttarbótum í málaflokkinn.
Miðvikudagur 27. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Miðvikudagur 27. ágúst Matartíminn Eirný Sigurðardóttir ostasérfræðingur og Friðrik V. Hraunfjörð kokkur setjast til borðs með Gunnari Smára og ræða um mat, einkum matarmarkaði en líka ost og margt fleira.
Þriðjudagur 26. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Þriðjudagur 26. ágúst Lög, innflytjendur, skólamál, forsetaframboð og rauði þráðurinn Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lagalegt mikilvægi nýfallins dóms þar sem kona sem varð fyrir ofbeldi hafði betur gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindastól Evrópu. Ekki dugar eitt og sér að bera við skorti á fjármunum eða mannafla ef rannsókn mála er ábótavant. Sabine Lespkof ræðir við Maríu Lilju um mýtuna sem felst í orðræðu hægrisins af hættulega útlendingnum, flóttamanninum sem kominn er til að breyta vestrinu til hins verra og mergsjúga velferðarkerfin. Atli Harðarson prófessor við menntavísindasvið ræðir skólamál við Gunnar Smára, um hástemmda námskrá sem engin leið er fyrir skólana að uppfylla og auglýsingamennsku kringum framhaldsskóla. Fulltrúar valdaflokkanna sóttu fast að Katrín Jakobsdóttir yrði forseti Íslands vegna þess að hún var talin fulltrúi kerfisins og myndi engum bátum rugga. Arnar Þór Jónsson ljóstrar þessu upp í uppgjörsviðtali við Björn Þorláksson. Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandsson ræðir við Gunnar Smára um stéttabaráttuna, vinstrið og sósíalismann.
Mánudagur 25. ágúst Fréttatíminn María Lilja, Gunnar Smári og Björn Þorláks segja fréttirnar með sínu nefi. Hvert er samhengi fréttanna?
Mánudagur 25. ágúst Blaðamannamorð, hávaxtastefnan, menntamál, Gunnar blaðasali og maraþon Við hefjum leik á samtali Maríu Lilju við formann Blaðamannafélagsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er slegin yfir þeim hörmungum sem blaðamenn á Gaza þurfa að þola. Hún segir löngu orðið ljóst að sannleikurinn sé orðinn að skotmarki Ísraelsmanna á Gaza. Halla Gunnarsdóttir formaður VR ræðir við Gunnar Smára um hávaxtastefnu Seðlabankans og niðurskurðarstefnu ríkisstjórnarinnar sem saman grafa undan lífskjörum almennings, einkum ungs fólks. Aukið áhyggjuefni í grunnskólum borgarinnar er hve nemendahópur er skiptur eftir hverfum. Þetta segir Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla. Hann ræðir ýmsar áskoranir menntamála og jöfnuð. Gunnar Gunnarsson var lengi kunnur blaðasali í borginni. Hann glímir við fötlun sem lýsir sér helst í því að hann á erfitt með að tjá sig og fólk á erfitt með að skilja hann. En á bak við þessa fötlun býr frjór hugur sem fylgist vel með og hefur skoðanir á mörgu. Gunnar Smári ræðir við nafna sinn. Mikið hefur verið rætt um ensku- og íslenskukunnáttu menntamálaráðherra undanfarið. Hvað er uppbyggilegt í þeirri umræðu og hvað gæti verið pólitísk atlaga - eða valdbeiting? Eiríkur Rögnvaldsson ræðir málin. Við endum þáttinn á því að heyra í þremur ungum hlaupurum sem þreyttu frumraun sína í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Þeir eru Kári Hlíðberg, Kári Baldursson og Starkaður Björnsson.
Sunnudagurinn 24. ágúst Synir Egils: Stríð, friður, vextir, verðbólga og húsnæðiskreppa Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála hér heima og erlendis. Síðan koma þeir Ragnar Þór Ingólfsson formaður fjárlaganefndar og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræða húsnæðismál, vexti og verðbólgu, og hvernig þetta grefur undan lífskjörum almennings, einkum þeirra hópa sem síst mega við skerðingu kjara. Í lokin fara þeir bræður yfir stöðuna í pólitíkinni.
Laugardagur 23. ágúst Helgi-spjall: Jón Kalman Jón Kalman Stefánsson rithöfundur sest við Rauða borðið og leyfir hlustendum að kynnast sér og spegla sig í sér, uppruna, uppvexti og leit hans að sjálfum sér sem höfundi og manneskju.
Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar, Natalie G Gunnarsdóttir nemi og Sindri Freysson rithöfundur.
Fimmtudagur 21. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Fimmtudagur 21. ágúst Gaza, Vonarbrú, mænuskaði, konur og örorka og gervigreind María Lilja ræðir við Katrínu Harðardóttur, þýðanda, um ástandið á Gaza í ljósi nýjustu fregna af þjóðarmorðinu. Katrín er í daglegum samskiptum við einstaklinga í austanverðri Gazaborg hvar ástandið tók að versna og árásum fjölga sem aldrei fyrr í morgun. Fólkið hennar á svæðinu tók upp stutt myndskeið af aðstæðum. Þá fáum við Hlyn Má Ragnheiðarson, nema og sjálfboðaliða til að segja okkur hvernig einstaklingar á Íslandi geta auðveldlega borið sig að við að styðja fólkið á Gaza. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Auði Guðjónsdóttur, móðir ungrar konu sem lenti í alvarlegu umferðarslysi árið 1988, um áhrif slyssins og afleiðinga þess á líf fjölskyldunnar. Þórdís Bjarnleifsdóttir, félagsráðgjafi og öryrki ræðir skýrslu félagsvísindastofnunar sem kynnt var í gær um örorkulífeyrisþega. Í ljós kom að konur á miðjum aldri. Þorsteinn Siglaugsson heimspekingur og hagfræðingur ræðir við Gunnar Smára um gervigreind og hvaða áhrif hún getur haft á vitund okkar, heimsmynd og sjálfsmynd.
Miðvikudagur 20. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Miðvikudagur 20. ágúst Vextir, námslán, reynsluboltar, skógareldar og rauði þráðurinn Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins ræðir við Gunnar Smára um verðbólgu, vexti og kjarasamninga í tilefni af vaxtaákvörðun Seðlabankans. María Lilja spyr almenning hvort vextir séu of háir á Íslandi. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseta Landssamtaka íslenskra stúdenta, ræðir við Gunnar Smára um námslánakerfið, sem virkar illa eða alls ekki; styrkir ekki jafnrétti til náms og veldur mikilli atvinnuþátttöku stúdenta og þar með minna tíma til náms. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur, Þórunn Sigurðardóttir menningarfrömuður og Oddný Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra fara yfir stöðu mála með Sigurjóni Magnúsi. Kristófer Alex Guðmundsson, talar við Maríu Lilju frá Madrid hvar eldar og miklir hitar hafa mikil áhrif í líf borgaranna. Þau ræddu um tíða skógarelda, viðbrögð almennings og stjórnvalda, vatnsbirgðir, tengingu eldsumbrota við sólarsellur og fleira. Kári Gautason, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og fyrrum aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur ræður um stéttabaráttu, vinstrið og sósíalismans á okkar tímum. Þetta er hluti af syrpunni um rauða þráðinn, þar sem Gunnar Smári ræðir við fólk um stöðu vinstrisins.
Þriðjudagur 19. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Þriðjudagur 19. ágúst Úkraína, þjóðarmorð, transfréttir, Austur-Asía og grasalækningar Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir fund þjóðarleiðtoga í Washington við Gunnar Smára. Erum við nær friðarsamningum eða kannski jafn fjarri þeim og hingað til? Guðný Gústafsdóttir starfsmaður Félagsvísindastofnunar, Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur og Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður ræða við Gunnar Smára um skyldur almennra borgara gagnvart þjóðarmorði. Arna Magnea Danks segir Maríu Lilju transfréttir og fréttir af annarri mannréttindabaráttu í háskalegum heimi. Jón Egill Eyþórsson doktorsnemi í kínverskri heimspeki og sjálfstætt starfandi fræðimaður ræðir við Gunnar Smára um Kína, Kóreu og Japan. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir og Ingibjörg Birna Ólafsdóttir viðskiptafræðingur segja Gunnari Smára frá Lífgrösum, grasalækningum, þróunarhjálp og mætti kvenna.
Mánudagur 18. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Mánudagur 18. ágúst Strokulaxar, pólitíkin, rauði þráðurinn, strætó og Emmsjé Gauti Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur og rannsóknarmaður hjá Laxfiskum ræðir við Maríu Lilju um eldislax í Haukadalsá, ónýta stjórnsýslu og náttúruvána sem vofir yfir vegna skorts á eftirliti með fjársterkum aðilum í sjókvíaeldi. Ólafur Þ. Harðarson prófessor heldur áfram yfirferð sinni yfir stöðu stjórnmálaflokkanna í lok sumars. Sigurjón Magnús ræðir við hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer yfir stöðu stéttarbaráttunnar, sósíalismans og vinstrisins í okkar heimshluta í samtali við Gunnar Smára. Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar, Laufey Líndal Ólafsdóttir plötusnúður og Hildur Embla Ragnheiðardóttir stuðningsfulltrúi nota strætó og ræða þá reynslu við Maríu Lilju. Gauti Þeyr Másson betur þekktur sem Emmsjé Gauti ræðir við Maríu Lilju um nýja plötu, rasisma, líf listamannsins og baráttu snemm-miðaldra rappara við sjálfið.
Sunnudagurinn 17. ágúst Synir Egils: Friðarviðræður, pólitíkin, innflytjendur, glæpir og rasismi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Sirrý Hallgrímsdóttir verkefnastjóri og Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og fara yfir fréttir af stríð og friði, stöðu samfélags og heims. Síðan mun Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, Nichole Leigh Mosty doktorsnemi og Snorri Másson þingmaður koma að borðinu og ræða innflytjendamál og glæpatíðni og rasisma sem oft tengist umræðu um þau mál. Í lokin fara þeir bræður yfir stöðuna í pólitíkinni með sínu nefi.
Laugardagur 16. ágúst Helgi-spjall: Snærós Sindradóttir Snærós Sindradóttir, listfræðingur og fjölmiðlakona ræðir við Maríu Lilju um lífið og tilveruna, pólitík, VG, menningarverðmæti, erfitt fólk, sjálfið, stíl og elegans, vinalegt hægrafólk og hefnd nördanna í skemmtilegu og einlægu samtali.
Föstudagur 15. ágúst Vikuskammtur: Vika 33 Í vikuskammt föstudaginn 15. ágúst mæta til Maríu Lilju þau Askur Hrafn Hannesson, aðgerðarsinni, Helga Ögmundar, mannfræðingur, María Pétursdóttir, myndlistarkona og Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Þau fara yfir fréttir vikunnar sem voru meðal annars fundur Trump og Pútín, Gaza, Lax, plastmengun, biluð tæki á landspítala, bílastæði, ljósmyndir á Facebook, veggjalús, menning og allskonar fleira.
Fimmtudagur 14. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Fimmtudagur 14. ágúst Málfrelsi & þjóðarmorð, Alaskafundur, ESB & eldislax, heilbrigðiskerfið og drykkja ungmenna Ingólfur Gíslason lektor við menntavísindasvið mótmælti fyrirlestri ísraelsk prófessors í Þjóðminjasafninu og hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði úr háskólasamfélaginu og frá stuðningsmönnum Ísraelshers. Gunnar Smári ræðir við hann um þjóðarmorðið, málfrelsi, akademískt frelsi og borgaralega skyldu gagnvart þjóðarmorði. Gunnar Smári ræðir líka við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um fund Pútín og Trump á morgun. Er fundurinn þegar sigur fyrir Pútin, er engin góð niðurstaða fyrir Trump og hvað vill Evrópa og Úkraína? María Lilja spyr almenning um afstöðu hans til umsóknar Íslands um aðild að ESB og strandeldis. Ragnheiður Davíðsdóttir tekur við Ólaf Sigurðsson, faðir uppkomins einhverfs/geðfatlaðs manns, en Ólafur hefur barist við kerfið í mörg ár til að fá þjónustu fyrir son sinn. Katrín Ella Jónsdóttir sálfræðingur og fagstjóri sálfélagslegu meðferðarinnar á Vogi ræðir vanda ungra notenda. Því yngri sem við erum þegar við hefjum neyslu alkóhóls því meiri líkur eru á vanda. Björn Þorláks ræðir við Katrínu.
Miðvikudagur 13. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Miðvikudagur 13. ágúst Reynsluboltar, neytendur, unglingadrykkja og Kína Una Margrét Jónsdóttir, Hörður Torfason og Kristín Ástgeirsdóttir eru gestir Sigurjóns Magnúsar í umræðu reynsluboltanna um fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir baráttumál íslenskra neytenda með Birni Þorláks. Unglingadrykkja hefur stóraukist seinni ár. Björn Þorláks ræðir við Hörpu Henrysdóttur kennara. Gunnar Smári heldur áfram samtali sínu við Ragnar Baldursson samanburðarstjórnmálafræðing um íina, samfélagið þar og stjórnkerfi, og stöðu Kína í breyttum heimi.
Þriðjudagur 12. ágúst FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Þriðjudagur 12. ágúst Lög og réttur, Kína, grunnskóli og tollar Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lögfræðileg álitamál sem oftast tengjast fréttum líðandi stundar. Sauðfé sem bítur blóm í kirkjugörðum og Reynisfjara meðal umfjöllunarefna. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Ragnar Baldursson samanburðarstjórnmálafræðingur hefur búið í Kína í 25 ár af síðustu fimmtíu árum. Gunnar Smári ræðir við hann um ris Kína, kínverskt samfélag, stjórnmál og menningu. Meðvirkni og metnaðarleysi ríkin innan grunnskólakerfisins í sumum skólum og gagnast engum að þegja og láta vandann hlaða utan á sig frá degi til dags heldur þvert á móti. Þetta segir Arnar Ævarsson kennslufræðingur í samtali við Björn Þorláks. Þorvaldur Gylfason prófessor ræðir við Gunnar Smára um áhrif tollastefnu Trump á efnahags Bandaríkjanna og heimshagkerfið, en líka áhrifin á pólitíkina heima fyrir og erlendis.
Gunnar Smári, Atli Fanndal og María Lilja fara yfir fréttir dagsins.
Mánudagur 11. ágúst Palestína, pólitík, brennivín & sport, ESB og danslög við fiðlu Qussay Oddeh, íslenskur Palestínumaður, ræðir við Gunnar Smára um ástandið í Palestínu. Sem hefur aldrei verið verra. Ólafur Þ. Harðarson og Eva H. Önnudóttir prófessorar í stjórnmálafræði ræða við Björn Þorláks um stöðu ríkisstjórnarinnar, stjórnarandstöðu og gat í hinu pólitíska litrófi. Markaðsöflin vilja normalisera drykkju á íþróttaviðburðum segir Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi í samtali við Björn Þorláks. Er Íslandi betur borgið í ESB eða utan? Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson aðstoðarmaður borgarstjóra og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá Bændasamtökunum kryfja málin með Birni Þorláks. Atli Freyr Hjaltason, þjóðfræðingur ræðir við Maríu Lilju um útgáfu Danslaga fyrir fiðlu, gleymd menningarverðmæti Jónasar Helgasonar.
Laugardagur 9. ágúst Helgi-spjall: Hilmir Snær Hilmir Snær Guðnason leikari segir frá sér, æskunni, leikhúsinu, listinni, drykkju, sigrum, háska og hamingju.
Föstudagur 8. ágúst Vikuskammtur: Vika 32 Í vikuskammtinn að þessu sinni koma þau Tótla I. Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður og varaþingmaður Miðflokksins, Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs og ræða fréttir vikunnar við Maríu Lilju. Það var ýmislegt sem gekk á innan lands sem utan en hæst ber að nefna tolla, Gaza, Trump, óánægju með ferðamannaiðnaðinn, bréfaskriftir sakborninga í gæsluvarðhaldi, hinsegindagar, dvalarleyfi og deilur Verkalýðsforingja, fjúkandi Þjóðhátíðargestir og allskonar fleira.