POPULARITY
Sjötti maðurinn kom saman fyrir sjöttu umferð Bónus deildar karla og ræddi málin.Til umræðu eru vandamál bikarmeistara Vals í Bónus deild karla, VÍS bikarkeppnin, bestu manneskjurnar í íslenskum körfubolta, hvaða lið líta út fyrir að geta farið alla leið, hverjir eru bestu ungu leikmenn efstu deilda karla og margt, margt fleira.Sjötti maðurinn er í boði Bónus deildarinnar, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Baldvin Borgars, Alli Davors og Viktor Unnar tóku stóra Bestu-deildar uppgjörið og hituðu svo aðeins upp fyrir Enska um helgina.
Í þætti dagsins heyri ég í Svanhvíti Valtýs, Einari Jónssyni og Þórhalli Dan. Við ræðum um Bónusdeildina í körfubolta, handboltalandsleikinn í gær gegn Þýskalandi og hvað fór eiginlega úrskeiðis þar. Enski boltinn er á sínum stað og leikir helgarinnar, þjálfaramál Bestu deildar karla og margt fleira. Takk fyrir að hlusta og eigið ánægjulega hrekkjarvöku.
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru Haraldur Hróðmarsson, Benedikt Guðmundsson og Svanhvít Valtýs í spjalli. Við tölum um Bestu deild karla og þjálfaramál þar ásamt fleiru. Bónusdeild karla og kvenna er tekin fyrir sem og kvennalandsleikurinn í fótbolta í kvöld gegn Norður Írlandi og svo er enski boltinn á sínum stað að sjálfsögðu. Njótið og takk fyrir að hlusta.
Baldvin Borgars, Alli Davors og Nonni Kristjáns mættu í settið og fóru yfir sviðið.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er frumfluttur í hlaðvarpi á föstudegi. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Haldið er sérstakt lokahóf í Pepsi Max hljóðverinu og opinberað val á liði ársins, leikmanni ársins, þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og dómara ársins. Hitað er upp fyrir lokaumferðina í Bestu deildinni. Hvaða lið munu falla? Mun Breiðablik stela Evrópusætinu af Stjörnunni? Einnig er rætt um þjálfarakapalinn, Íslendinga í Evrópukeppnum og skoðað hvaða leikir eru um helgina í enska boltanum.
Baldvin Borgars, Alli Davors og Andri Júl tækluðu Evrópuboltann í vikunni og hituðu vel upp fyrir Enska og Bestu deildina.
Baldvin Borgarsson fékk til sín Víkinginn Tómas Guðmundsson og Blikann Hilmar Jökul til þess að tækla stóru málefnin í boltanum í dag, Tómas er einmitt vinur Sigurðar Egils sem stendur í stappi við Val þar sem yfirlýsingar fljúga á milli innan stuðningsmannasíðu Vals á Facebook og gaf Tómas okkur ákveðna innsýn í það, þá fór Hilmar Jökull yfir tíðindi dagsins úr Smáranum þar sem Halldór Árnason var óvænt sagt upp störfum og Ólafur Ingi Skúlason ráðinn, nóg um að vera í Bestu deildinni en einnig fórum við vel yfir Enska boltann.
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Einar Jónssyni þjálfara Fram í handbolta en hans strákar eru að fara að leika í Evrópudeildinni í kvöld. Við tölum um leikinn og margt fleira tengt handboltanum. Haraldur Hróðmarsson knattspyrnuþjálfari er svo á línunni og við tölum um Val og Sigurð Egil Lárusson. Breiðablik og þjálfaraskipti þar, Bestu deildina, Meistaradeildina og margt margt fleira. Takk fyrir að hlusta.
Þórsarar unnu Lengjudeildina í ár og verða í Bestu deildinni á næsta tímabili í fyrsta sinn í tólf ár. Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari Þórsara og fór Sæbjörn Steinke ítarlega yfir tímabilið með þjálfaranum. Af hverju var spilað í Boganum? Hvað þurfti að gera á milli tímabila? Snert á nokkrum vendipunktum og farið yfir það helsta sem gerðist síðasta árið hjá Þór. Hér má nálgast samskonar viðtal sem tekið var eftir tímabilið 2024.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er gestur Helga Fannars í fyrri hluta þáttarins. Þar er farið yfir íslensku landsliðin, Bestu deildirnar og fleira til. Í seinni hlutanum er Freyr Alexandersson, þjálfari SK Brann, í ítarlegu viðtali frá Noregi.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er frumfluttur í hlaðvarpi þessa vikuna. Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke í Pepsi Max stúdíóinu. Besta deildin er burðarefni þáttarins en tvær umferðir eru eftir og KR gæti fallið á sunnudaginn. Valið er lið ársins úr liðunum í neðri hluta deildarinnar. Í lokin gerum við upp landsleikjagluggann en það stefnir í úrslitaleik gegn Úkraínu í Póllandi í nóvember.
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested, Einari Jónssyni og Svanhvíti Valtýs. Við förum yfir landsleikinn í gær, Ísland-Frakkland, Bestu deildina, enska boltann, Fram-Porto í Evrópudeildinni í handbolta, Bónusdeildina í körfubolta og Bertone málið ásamt fréttum og slúðri og einhverju fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 11. október. Umsjón: Elvar Geir og Benedikt Bóas. Baldur Sigurðsson er með þeim félögum í umræðu um landsliðið og tapið fyrir Úkraínu og einnig er rætt um Bestu deildina. Svo er Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, sérstakur gestur í seinni hluta þáttarins og fer yfir leiðina að titlinum.
Teddi Ponza og Alberti Ingason í Doc Xtra hjá Dr. Football.
Innkastið eftir 25. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er Sigurbjörn Hreiðarsson. Víkingar eru verðskuldaðir meistarar og í neðri hlutanum var allt pakkfullt af dramatík í leik KR og Aftureldingar. Þetta og svo mikið meira.
Breiðablik er Íslandsmeistari annað árið í röð, þær voru einfaldlega langbesta liðið í Bestu deild kvenna í sumar. Það tók smá tíma fyrir Blika að innsigla titilinn en það tókst gegn Víkingi síðasta föstudagskvöld. Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks, er með Guðmundi Aðalsteini og Magnúsi Hauki í þættinum að þessu sinni en einnig er rætt um ráðningu á nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara og margt fleira í þættinum sem var tekinn upp í Pepsi Max stúdíóinu.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 4. október. Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta í íslenska boltanum. - Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður um þjálfaraskiptin á Ísafirði. - Farið yfir næstu umferð í Bestu deildinni, helstu fréttir og þjálfaraslúður. - Hver hefur verið bestur í hverju liði í Bestu deildinni? Hverjir hafa verið mestu vonbrigðin? - Tómas Meyer ræðir um þjálfaraskiptin í Kaplakrika. - Landsliðsval Arnars fyrir leikina gegn Úkraínu og Frakklandi.
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested, Svanhvíti Valtýs og Einar Jónssyni. Við fjöllum um Bestu deild karla og kvenna. A-landslið karla, enska boltann, Bónusdeild karla, Olísdeild karla og kvenna, þýska handboltann og margt fleira. Fréttir og slúður blandast inn í þetta að sjálfsögðu. Takk fyrir að hlusta.
Innkastið eftir 24. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Magnús Haukur. Davíð Smári hætti með Vestra eftir skell gegn ÍBV. Víkingar syngja um að þeir séu Íslandsmeistarar en KR-ingar syngja um fall. Hvaða þjálfarahræringar verða á næsta tímabili? Lengjudeildarhorn og ýmislegt fleira!
Helgi Fannar Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson gera upp vikuna og horfa í framhaldið í boltanum. Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Brann, er þá á línunni og ræðir fyrstu mánuðina í Noregi, Evrópuævintýri og fleira til.
Innkastið eftir 23. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Óskar Smári. Góð umferð fyrir Víking, dómararnir eru í sviðsljósinu og KR-ingar komnir í fallsæti. Lengjudeildarhorn og ýmislegt fleira!
Elvar Geir, Benedikt Bóas og Baldvin Borgars fara yfir íslenska boltann í útvarpsþætti vikunnar. Byrja á Bestu deildinni og vinna sig svo niður stigann. Fyrsta umferðin eftir tvískiptingu er framundan og verulega áhugaverðir leikir á dagskrá. Víða er dramatík í gangi, þar á meðal í Kópavoginum. Það er þrumustuð í umspili Lengjudeildarinnar og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, er á línunni. Þór vann deildina og verður í Bestu á næsta ári. Rætt er um lið ársins í 2. deild, undanúrslit Fótbolt.net bikarsins og aðeins kíkt á enska boltann.
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru fimm viðmælendur. Kristinn Kærnested, Einar Jónsson, Svanhvít Valtýs, Þóroddur Hjaltalín og Sigurður Heiðar Höskuldsson. Við ræðum um Bestu deild karla og kvenna, Lengjudeildina, Meistaradeildina, enska boltann, Olísdeildina og Meistaradeildina í handbolta, dómaramál, Þór Akureyri og svo að sjálfsögðu fréttir og slúður. Njótið og takk fyrir að hlusta.
Innkastið eftir 22. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er Almarr Ormarsson. Ljóst er hvernig deildin skiptist upp. Víkingar eru á toppnum eftir 7-0 sigur gegn KR og í fallbaráttunni er ÍA skyndilega með lífsmarki! Stjarnan hefur unnið fimm í röð en spilamennska Blika er áhyggjuefni í Kópavogi. Lengjudeildarhornið á sínum stað.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net. Tómas Þór, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke fara yfir allt það helsta í boltanum. Meðal annars er hitað upp fyrir lokaumferðina í Bestu fyrir tvískiptinguna.
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru þrír viðmælendur, Kristinn Kærnested, Svanhvít Valtýs og Einar Jónsson. Við tölum um enska boltann, Bestu deildir karla og kvenna, lokaumferðina í Lengjudeildinni, Olísdeildir karla og kvenna, Meistaradeildina í handbolta og fréttir og slúður blandast inní þetta allt saman. Þetta og sitthvað fleira er í þætti dagsins. Njótið og góða helgi.
Það var nóg að ræða í Uppbótartímanum á þessu sólríka sunnudagskvöldi. Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna var hin mesta skemmtun og þá voru Breiðablik og Valur að spila í Evrópu. Svo eru bara þrjár umferðir eftir fram að skiptingu í Bestu deild kvenna. Næstkomandi fimmtudagur verður svakalegur en nánar var rætt um það í þættinum. Guðmundur Aðalsteinn og Magnús Haukur fara yfir allt það helsta í kvennaboltanum.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er frumfluttur í hlaðvarpi þessa vikuna. Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas fara yfir sviðið. Ljóst er hverjir andstæðingar Breiðabliks verða í Sambandsdeildinni, æsispennandi umferð í Bestu deildinni á sunnudag, Arnar valdi landsliðshóp, enski boltinn og fleira til umræðu.
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru þrír viðmælendur. Kristinn Kærnested ræðir við mig um lansliðið í fótbolta, Bestu deildina og enska boltann ásamt fleiru. Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldinga í Bestu deildinni er á línunni og við tölum um Lengjudeildina og að sjálfsögðu um Bestu deildina og sitthvað fleira. Að lokum er svo Benedikt Guðmundsson körfuboltagúrú og þjálfari í spjalli um Íslenska landsliðið á Eurobasket(Evrópukeppni landsliða) en Ísland hefur leik í Katowice í Póllandi í dag gegn Ísrael. Njótið og takk fyrir að hlusta.
Vestri er bikarmeistari 2025! Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er í styttra lagi þennan laugardaginn en sigur Vestra á Val fær þó gott pláss. Elvar Geir, Tómas Þór og Valur Gunnars fara yfir allt það helsta sem er í gangi í boltanum. - Bikarúrslitaleikurinn - Evrópuleikur Breiðabliks - Komandi leikir í Bestu deildinni og Lengjudeildinni - Og aðeins um enska boltann
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Þórhalli Dan og við tölum bikarúrslitaleik Vals og Vestra, Bestu deildina, landsliðsval, Breiðablik í Sambandsdeildinni og sitthvað fleira. Þá heyri ég einnig í Svanhvíti um Bestu deild kvenna, Lengjudeild karla, fréttir og slúður og margt fleira. Njótið og takk fyrir að hlusta.
Fullt hús í Bolastúdíóinu. Kalli, Jóli, Maggi og Matti (í Bolabönkernum) mættu til að taka fyrir mögulega 2 bestu riðlana í heild þetta árið. Óvæntur Packers aðdáandi á línunni og skemmtilegar umræður. Allt í boði Bola (léttöl)#nflisland#tiujardarnir
Besta deildin verður bara áhugaverðari og áhugaverðari. Innkastið eftir 19. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Tómas Þór. Skipin hafa verið sett í slipp, Framarar stimpla sig í fallbaráttuna, ÍA er fallið, frábær umferð fyrir Víkinga, hörmulegur varnarleikur í Kópavogi, gamlir draugar gera vart við sig hjá Val og umdeildur dómur í Garðabæ. Einnig rætt um bikarúrslitaleikinn framundan og Lengjudeildarhornið er á sínum stað.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 16. ágúst. Elvar Geir, Tómas Þór og Sæbjörn Steinke fara yfir allt það helsta í boltanum. Evrópuskellur Víkings, tap Blika, glugganum var lokað, heil umferð í Bestu er framundan, áhugaverðir leikir í Lengjudeildinni og enski boltinn er byrjaður að rúlla. Farið er yfir spá okkar fyrir ensku úrvalsdeildina.
Það var nóg að fara yfir í Uppbótartímanum, hlaðvarpi um kvennaboltann að venju. Það verður breytt þjálfarateymi hjá A-landsliði kvenna og voru spekúleringar um það, markaflóð í síðustu leikjum í Bestu deild kvenna, FHL er komið á blað í deildinni og stærsti leikur ársins, bikarúrslitaleikurinn, er framundan. Guðmundur Aðalsteinn og Magnús Haukur Harðarson settust niður í Pepsi Max stúdíóinu með Mist Rúnarsdóttur og fóru yfir stöðu mála.
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við förum ítarlega yfir gang mála í Bestu deildinni þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Við tölum einnig um enska boltann og slúður og fréttir úr boltanum. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta er svo á línunni og við ræðum um U-19 ára landsliðið okkar sem er að keppa á HM í Kairó. Við tölum einnig um félagaskipti hér innanlands, kosningu forseta IHF og margt fleira. Að lokum vil ég minna á að næsti þáttur sem kemur út á fimmtudag er tileinkaður ensku úrvalsdeildinni sem hefst næsta föstudag. Njótið og takk fyrir að hlusta.
Innkastið eftir gríðarlega fjöruga 18. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Benni Bóas. Þjálfurunum er heitt í hamsi, KR-ingar fengu urmul færa og náðu sigri, Valur vann stórleikinn gegn Breiðabliki og Víkingar töpuðu gegn tíu Stjörnumönnum.
Innkastið eftir 17. umferð Bestu deildarinnar. Þar sem allir leikirnir nema einn enduðu með jafntefli. Elvar Geir, Valur Gunnars og Maggi Hödd. ÍBV vann Þjóðhátíðarleikinn og KR er líklegt til að falla, markametið var slegið en Valsmenn fóru illa að ráði sínu, umdeilt atvik á ögurstundu í Kópavogi og margt fleira.
Útvarpsþátturinn er frumfluttur á föstudegi í tilefni Verslunarmannahelgarinnar. Tómas Þór, Elvar Geir og Benedikt Bóas. Farið er yfir fréttir vikunnar, Evrópuleikina, félagaskipti, komandi leiki í Bestu, Lengjudeildina, breytingar hjá kvennalandsliðinu og fleira. Í seinni hlutanum kemur Túfa, Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals í viðtal.
Innkastið eftir 16. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Haraldur Örn. Valsmenn eru einir á toppnum og vilja einn besta leikmann Víkings, varnarveggur Víkings gegn Fram var sjokkerandi dapur, jafntefli í fyrsta leik á gervigraslögðum Meistaravöllum og Ágúst Hlyns byrjar vel fyrir vestan. Í þættinum eru valdir þeir leikmenn sem hafa komið mest á óvart og þeir sem hafa verið mestu vonbrigðin.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net 26. júlí. Elvar Geir og Tómas Þór stýra þættinum og með þeim er Valur Gunnarsson. Gestur þáttarins er Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings, en Víkingar eru nýkomnir frá Albaníu þar sem þeir töpuðu 2-1 í fyrri leik sínum gegn Vllaznia í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Farið er yfir Evrópuleiki vikunnar, fréttir og slúður úr íslenska boltanum, Bestu deildina og Lengjudeildina. Sæbjörn Steinke er á línunni. Einnig er rætt um VAR en Þóroddur Hjaltalín og Gunnar Jarl mæta.
Margt í mörgu.
Arnar, Gunni Birgis og Jói Már á sunnudagskvöldi
Innkastið heldur áfram að ferðast um landið og er sent út frá Akureyri að þessu sinni! Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og sérstakur gestur er Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs. Í raun var hann reyndar gestgjafi þáttarins frekar en gestur en það er önnur saga. Farið var yfir stórleik Víkings og Vals og aðra leiki Bestu deildarinnar síðustu daga, Evrópuleiki, gluggann og Lengjudeildina.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 12. júlí Umsjón: Elvar Geir. Farið er yfir Evrópuleiki vikunnar, tíðindi úr Bestu deildinni og næstu leikir skoðaðir. Baldvin Már Borgarsson er í fiskabúrinu og Sæbjörn Steinke í beinni frá Akureyri. Baldvin skoðar Lengjudeildina og opinberar val á liði umferða 1-11. Þá er Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson á línunni og ræðir um kvennalandsliðið.
Innkastið eftir 14. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Óskar Smári fara yfir allt það helsta. Þetta var góð umferð fyrir Val á meðan Breiðablik og Víkingur gerðu jafntefli í sínum leikjum. Vont tap hjá KR gegn KA í fallbaráttunni. Auk Bestu deildarinnar er rætt um Evrópuleikina, Lengjudeildina og EM kvenna.
Innkastið eftir 13. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke. KR með nauðsynlegan sigur, Víkingur vann Aftureldingu naumlega, það hallar undan fæti hjá Vestra og ÍBV og Lárus Orri átti óskabyrjun sem þjálfari ÍA.
Það eru níu dagar í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í Sviss. Guðmundur Aðalsteinn, Magnús Haukur Harðarson og Óskar Smári Haraldsson hita vel upp fyrir Evrópumótið í þætti dagsins af Uppbótartímanum. Hvernig eru andstæðingar Íslands og hverjar eiga vonir okkar og væntingar að vera? Einnig er aðeins talað um Bestu deildina fyrir langa EM-pásu sem er framundan.
Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Haraldur Örn í Innkastinu eftir 12. umferð Bestu deildarinnar. KR fékk skell gegn Val og stuðningsmenn KR létu óánægju sína í ljós, það voru læti í Kópavogi, Afturelding skoraði og vann á útivelli, Stjarnan á flugi, ekkert virðist geta bjargað ÍA og Gylfi átti góðan leik fyrir norðan.