Gullkastið á Kop.is

Follow Gullkastið á Kop.is
Share on
Copy link to clipboard

Vikulegur hlaðvarpsþáttur stuðningsmanna Liverpool á Íslandi. Stjórnandi er Einar Matthías ásamt SStein og Magga af Kop.is en þeir fá reglulega til sín góða gesti. Kop.is hefur boðið upp á um klukkutíma langan vandaðan þátt um það sem er efst á baugi hverju sinni og nær hlustendahópurinn langt út…

Kop.is


    • Oct 27, 2025 LATEST EPISODE
    • weekly NEW EPISODES
    • 1h 5m AVG DURATION
    • 367 EPISODES


    Search for episodes from Gullkastið á Kop.is with a specific topic:

    Latest episodes from Gullkastið á Kop.is

    Gullkastið – Klárar Slot Tímabilið?

    Play Episode Listen Later Oct 27, 2025 45:33


    Klárar Slot tímabilið sem stjóri Liverpool? Spurning sem við bjuggumst ekki við að þurfa að velta upp sl. sumar. Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta og Liverpool þarf sannarlega alvöru viðsnúning og það strax. Ömurlegt tap gegn Brentford strikaði alveg út góðan sigur á Frankfurt í miðri viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Gull Áfengislaus / Verdi Travel / Delottie / Ögurverk ehf

    Gullkastið – Hvert er leikplan Liverpool?

    Play Episode Listen Later Oct 20, 2025 54:17


    Fjórða tapið í röð og núna óboðlegt tap á heimavelli gegn United. Slot er fyrir vikið kominn undir pressu sem enginn stjóri Liverpool hefur verið í áratug núna. Hann þarf að finna gáfulegri lausnir og liðið þarf að finna betra svar í þessari viku gegn Frankfurt og Brentford. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Man Utd á Anfield um helgina

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 61:36


    Liverpool tapaði þremur leikjum í röð fyrir landsleikjahlé, þar af tveimur deildarleikjum sem töpuðust á marki í uppbótartíma. Það má því léttilega færa rök fyrir því að þetta landsleikjahlé er búið að vera þrjá mánuði að líða en er nú blessunarlega að renna sitt skeið. Alvöru verkefni strax á sunnudaginn þegar Amorim mætir á Anfield með Man United. Liverpool er eitt af örfáum liðum sem ekki hefur enn unnið United undir hans stjórn og því þarf að breyta. Spáum í leik helgarinnar, gefum leikmannahópnum einkunn fyrir tímabilið so far, Ögurverk liðið er á sínum tíma og eins spáum víð í þeim tímamótum að FSG er búið að eiga félagið í 15 ár í dag. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Gull Áfengislaus / Verdi Travel / Delottie / Ögurverk ehf

    Gullkastið – Hveitibrauðsdagar Slot Á Enda

    Play Episode Listen Later Oct 7, 2025 55:09


    Enn ein ósannfærandi spilamennskan hjá Liverpool, þriðji tapleikurinn í röð og annað skipti á rúmlega viku sem Liverpool tapar á flautumarki á útivelli í London. Hveitibrauðsdagarnir eru á enda hjá Arne Slot og stuðningsmenn réttilega farnir að spyrja þyngri spurninga en hingað til. Liverpool fer inn í landsleikjahlé með þrjá tapleiki í röð á bakinu en það sem verra er þá hefur liðið ekki ennþá spilað sannfærandi 90 mínútur í neinum leik það sem af er þessu tímabili. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Tveir Tapleikir!

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2025 44:50


    Heldur betur þung vika hjá okkar mönnum og tveir ákaflega ósannfærandi og pirrandi tapleikir staðreynd. Annar í London sem tapaðist á flautumarki og hinn í Istanbul þar sem boltinn var í leik 50% af leiktímanum. Chelsea bíður um næstu helgi, enn einn útileikurinn. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Borgin er Rauð

    Play Episode Listen Later Sep 22, 2025 71:53


    Liverpool borg er að sjálfsögðu rauð, góður sigur á Everton í kjölfarið á sigri í miðri viku gegn Atletico Madrid. Liverpool er því með fullt hús stiga áfram en á meðan töpuðu bæði Arsenal og Man City stigum, reyndar í sama leiknum. Það var Breiðholtsþema í þættinum að þessu sinni í stjórn Magga sem fékk þá Addó og Garðar Gunnar til sín. Stjórnandi: Maggi Viðmælendur: Garðar Gunnar Ásgeirsson og Arnar Þór Valsson Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – 90 mínútur plús uppbótartími!

    Play Episode Listen Later Sep 18, 2025 48:40


    Fótboltaleikur er 90 mínútur plús uppbótartími, blessunarlega! Liverpool er búið að klára fimm leiki í röð með sigurmarki á lokamínútunum. Þrír af þeim reyndar eftir að hafa hent frá sér 2-0 forystu. Tveir afar ólíkir leikir í þessari viku og alvöru stórleikur framundan um helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Fáum við að sjá Isak?

    Play Episode Listen Later Sep 11, 2025 58:22


    Landsleikjahlé að renna sitt skeið og Isak mættur til æfinga klár í slaginn með toppliðinu. Tókum stöðutékk á byrjun mótsins, fréttum vikunnar og næstu umferð. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið - Isak mættur

    Play Episode Listen Later Sep 1, 2025 78:58


    Alexander Isak er mættur til Liverpool og var síðasta viðbótin við hópinn í sumar eftir ótrúlegan leikmannaglugga og nokkuð fáránlegan lokadag. Marc Guéhi var líka búinn með læknisskoðun og kveðjumyndbönd hjá Palace aðeins til að fá svo ekki að fara þökk sé stjóra Palace sem tapaði alveg gleðinni og hótaði að hætta. Liverpool vann svo auðvitað frábæran sigur á flugher Arsenal, það lið ber sannarlega öll merki þess að stóri liðsins var fyrirliði Everton sem leikmaður undir stjórn David Moyes, maður lifandi. Þriðja helgin í röð sem stuðningsmenn Liverpool öskra hressilega á sjónvarpið undir lok leikja og við erum bara í þriðju umferð! Spáðum auðvitað einnig í leikmannaglugganum í heild, drættinum í Meistaradeild Evrópu og því helsta frá þessari viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. MP3: Þáttur 533

    Gullkastið - RIO

    Play Episode Listen Later Aug 26, 2025 63:51


    Við þurftum að upplifa einn mest pirrandi leik Liverpool í langan tíma til að fá eitt besta augnablikið í tíð Arne Slot. Ngumoah kom inná eftir að hafa beðið í 5-6 mínútur á hliðarlínunni horfandi á háloftabolta Newcastle manna, kom loksins inná og slúttaði stuttu seinna nánast einu góðu sóknaraðgerð Liverpool í seinni hálfleik. Reyndum að ná utan um hvernig við erum núna búin að fá tvö svona augnablik í vetur og það eru bara tvær umferðir búnar. Leikmannamarkaðurinn er á lokametrunum í þessari viku og úrslitastund hvað varðar Isak og Guéhi sögunar sem hvað helst hafa verið orðaðir við Liverpool. Hin liðin sitja eins heldur betur ekki auðum höndum. Það eru svo ekki minni háloftafimleikar næstu helgi þegar Arsenal mætir á Anfield, frasinn um hornspyrnu á hættulegum stað verður líklega brúkaður af því tilefni. Endilega hjálpið okkur að velja Ögurverk liðið skipað efnilegustu leikmönnum í heimi fædda árið 2003 eða seinna. Næst ætlum við að velta fyrir okkur hver er besti vinstri bakvörður í þessum aldurshópi. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Óli Haukur Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Ballið Byrjað

    Play Episode Listen Later Aug 18, 2025 53:50


    Sigur á Anfield í fyrsta leik tímabilsins en frekar ósannfærandi. Lokakaflinn á leikmannamarkaðnum að hefjast og ljóst að Liverpool má ekki vera búið á markaðnum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið - Næstu leikmannakaup í vinnslu

    Play Episode Listen Later Aug 12, 2025 70:00


    Fréttir um Marc Guéhi til Liverpool og Leoni frá Parma fóru á yfirsnúning á meðan upptöku stóð og í morgun komu fréttir af Isak sem er heldur betur að gera sitt til að fá sín félagsskipti til Liverpool í gegn. Rosalega spennandi dagar og vikur framundan á leikmannamarkaðnum, Liverpool þarf að fylla í nokkrar stöður áður en glugganum lokar það er ljóst. Enska deildin fer af stað á föstudagskvöldið þegar ensku meistarnir fá Bournemouth í heimsókn á Anfield. Er okkar menn klárir í slaginn? Tap á Wembley í Góðgerðarskildinum skilur eftir töluvert af spurningum um liðið en gefur jafnframt tilefni til bjartsýni einnig. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Æfingatímabilið á lokametrunum

    Play Episode Listen Later Aug 5, 2025 62:37


    Alexander Isak er ennþá leikmaður Newcastle aðallega vegna þess að þeim gengur ekki nokkurn skapaðan hlut að kaupa arftaka fyrir hanna eða bara nokkrun skapaðan hlut. Liverpool spilaði tvo leiki saman daginn og vann báða með fullt af spennadi atvikum og æfingaleikirnir fara upp um eitt level um helgina þegar Liverpool mætir Palace í Góðgerðarskildinum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Mikið meira en bara reykur!

    Play Episode Listen Later Jul 29, 2025 71:30


    Slúður um Alexander Isak til Liverpool er orðið mikið meira en bara reykur, þetta er orðið að björtu báli og jafnvel talað um að hann sé farinn í verkfall hjá Newcastle til að pressa á sölu til Liverpool núna í sumar. Spáum í þeirri viðbót ef af verður og öðru slúrði tendu Liverpool í vikunni. Luis Diaz virðist t.a.m. vera farin til Bayern. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Isak til Liverpool?

    Play Episode Listen Later Jul 15, 2025 59:02


    Silly season er farið aftur af stað með látum eftir afar þunga viku og alvöru bombur tengdar Liverpool, Alexander Isak var sterklega orðaður við Liverpool af blaðamönnum eins og David Ornstein sem gefur til kynna að þar sé einhver reykur. Minna áreiðanlegir miðlar tala um Rodrygo líka frá Real Madríd auk þess sem Liverpool á eftir að selja nokkrar stórar kanónur líka, eða hvað? Það hefur aldrei verið eins rosalegt að fylgjast með leikmannaglugga Liverpool. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Harmleikur í Portúgal

    Play Episode Listen Later Jul 8, 2025 63:37


    Fráfall Diogo Jota og André bróður hans er auðvitað ofsalegt áfall fyrir alla tengda Liverpool og knattspyrnuheiminn í heild. Þessi vika átti að vera spennandi þar sem nýir leikmenn mæta til æfinga í fyrsta skipti ásamt öllum hópnum en byrjaði á jarðarför Diogo Jota í Portúgal. Erfitt í raun að ná utan um þennan harmleik. Hvaða áhrif hefur þetta á Liverpool og hvernig bregst félagið við? Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Leikmannasölur framundan?

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 63:55


    Kerkez er kominn til Liverpool og því búið að staðfesta alla sem voru líklegastir til að koma núna strax í júní. Þá eru leikmannasölur líklega næstar á dagskrá og líklegt að þar verði ekki minna að gera hjá okkar mönnum. Skoðum líka stöðuna á leikmannamarkaðnum hjá hinum stórliðunum. Minnum svo á að Verdi Travel er komið með ferðir á Anfield í sölu fyrir næsta tímabil Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið - Wirtz Vikan

    Play Episode Listen Later Jun 19, 2025 68:19


    Frá því að FSG keypti Liverpool hefur leikmannaglugginn aldrei farið eins spennandi af stað og núna. Það er búið að staðfesta kaup á Frimpong frá Leverkusen, eins er svo gott sem búið að staðfesta kaupin á besta vini hans og dýrasta leikmanni í sögu Liverpool, Florian Wirtz. Besta leikmanni þýsku deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Ungverjinn Milos Kerkez hefur svo hamast við það sjálfur að staðfesta komu sína til Liverpool þó félagið hafi ekkert staðest með það ennþá. Miðað við slúðrið er þetta bara byrjunin og einnig er orðað helminginn af hópnum í burtu. Það var því af nægu að taka í leikmannaslúðurs Gullkasti. Leikjalistinn fyrir næsta tímabil kom einnig út í gær þannig að næsta tímabil er í augsýn. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Leikmannaglugginn að opna

    Play Episode Listen Later May 29, 2025 68:06


    Tímabilið 2024-25 er búið og bara gat ekki farið mikið betur fyrir Liverpool, létt uppgör á því. Sigurhátíð um helgina og almenn gleði þar til eitt fífl setti stóran svartan skugga á hátíðarhöldin. Leikmannaglugginn opnar eftir helgi og Liverpool virðist heldur betur ætla að vera með og gera stórar breytingar á hópnum fyrir næsta tímabil. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Schadenfreude

    Play Episode Listen Later May 22, 2025 70:28


    Þvílíka snilldar tímabilið sem þetta er að verða, Liverpool eru Englandsmeistarar og lyfta bikarnum á loft um helgina á meðan lið eins og Arsenal, Man City og Man Utd fara öll titlalaus í gegnum mótið. Leikmannaglugginn virðist heldur betur ætla að verða fjörugri í sumar en hann var síðasta sumar og mjög spennandi nöfn orðuð við Liverpool, jafnvel strax í næstu viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Slúðrið komið á fullt en tímabilið þarf að klára

    Play Episode Listen Later May 16, 2025 61:50


    Seint mætti Gullkastið þessa vikuna, sem er til marks um ákveðinn slaka í hugum okkar, enda Englandsmeistarar. Við fórum yfir töluvert af safaríku slúðri sem fjallað hefur um okkar menn undanfarið, veltum fyrir okkur fílupúkanum Arteta og hans stöðu hjá Arsenal. Skoðuðum stöðuna í Meistaradeildarbaráttunni, völdum framherja í Ögurverksliðið og skoðuðum síðasta útileik vetrarins í EPL, viljum klára tímabilið með reisn auðvitað. Stjórnandi: Maggi Viðmælendur: SSteinn Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Hvað Næst?

    Play Episode Listen Later May 6, 2025 79:25


    Arne Slot gaf hópnum aðeins séns um helgina töluverðum timburmannaleik gegn Chelsea og frammistaðan var ekki til að hrópa húrra fyrir. Skipti ekki öllu enda Liverpool nú þegar búið að vinna titilinn og stemningin á pöllunum í takti við það. Trent nýtti tækifærið til að staðfesta loksins brottför sína eftir tímabilið eftir að hafa forðast blaðamenn (og þannig stuðningsmenn Liverpool) mest allt þetta tímabil. Næsti leikur og heiðursvörður er gegn Arsenal í deildinni en þeir eiga risaverkefni í Meistaradeildinni í millitíðinni. Skoðum Ögurverk liðið og eitt og annað í þætti vikunnar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi

    GULLKASTIÐ – LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR

    Play Episode Listen Later Apr 27, 2025 51:53


    Það er komið (Staðfest) á Englandsmeistaratitilinn og tilfinningin er vægast sagt frábær. Meistarar á Anfield og samt eru fjórar umferðir eftir. Liverpool hafa einfaldlega verið langbestir í vetur sama hvað hávær hópur stuðningsmanna annarra liða hefur grenjað.  Loksins fá leikmenn og stuðningsmenn að fagna almennilega saman og líklega er veislan bara rétt að byrja. Stöðutaflan í deildinni er eins og listaverk sem rétt væri að ramma inn og hengja upp á vegg.  Njótum kæru vinir og til hamingju með titilinn. Þessi er eins sætur og þeir verða. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi, Einar Örn og Sveinn Waage

    Gullkastið – Eitt Stig!

    Play Episode Listen Later Apr 23, 2025 69:10


    Liverpool er með 89 stig eftir sigur gegn Leicester um helgina, Arsenal getur max náði 79 stigum á þessu tímabili vinni þeir alla leikina sem þeir eiga eftir og markatalan er 10 mörkum Liverpool í vil með leik til góða. Án þess að segja (Staðfest) er óhætt að fullyrða að staðan hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Jafntefli Arsenal gegn Palace gerir það að verkum að Liverpool geta klárað fótbolta.net (Staðfest) svigann núna á sunnudaginn í heimaleik á Anfield gegn helstu erkifjendum Arsenal í Tottenham. Það er auðvitað ekkert í hendi en maður getur rétt ímyndað sér partýið sem verið er að smíða, það eru þrjátíu og fimm fokkings ár síðan stuðningsmenn Liverpool gátu fagnað Englandsmeistaratitli án þess að á þeim fögnuði væru nokkrar bremsur og guð minn góður hvað það verður málið þegar þetta er formlega komið. Kampavínið í kæli og Egils Gull í ísskápinn, þetta gæti gerst um helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Endamarkið Nálgast

    Play Episode Listen Later Apr 16, 2025 70:14


    Það er ennþá styttra í fyrirheitna landið eftir leiki vikunnar. Liverpool náði í þrjú stig á Anfield á meðan Arsenal tapaði stigum. Sex stig duga því til að vinna deildina þannig að tölfræðilega gæti einmitt það gerst núna um helgina. Liverpool mætir Leicester en Arsenal fær Ipswich í heimsókn þannig að við höldum ekkert niðri í okkur andanum. Veljum í Ögurverk liðið og skoðum stöðuna í deildinni almennt og spáum í leiknum á Páskadag Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Salah og Van Dijk að semja?

    Play Episode Listen Later Apr 10, 2025 52:47


    Annað tap tímabilsins í deildinni um síðustu helgi og löng vika fram að næsta leik fyrir vikið. Góðar fréttir af Salah og Van Dijk Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Liverpool Borg Er Rauð

    Play Episode Listen Later Apr 3, 2025 58:21


    Liverpool borg er og hefur alltaf verið rauð, sigur á David Moyes og Everton var aðalatriði í leik sem tók vel á þolrifin og þökk sé því hvernig hann var dæmdur. Tólf stig þarf úr átta síðustu leikjunum til að klára titilinn. Hlóðum í nýtt Ögurverk lið og spáðum í spilin fyrir leikinn gegn Fulham um helgina og leikjaprógrammið í þessum mánuði. Allir leikir Liverpool sem eftir lifa tímabilsins verða á sunnudegi. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Hvað gerir Liverpool á leikmannamarkaðnum?

    Play Episode Listen Later Mar 27, 2025 82:05


    Allar helstu fréttir vikunnar benda til að Trent sé við það að skrifa undir hjá Real Madríd og fari þangað á frjálsri sölu. Afskaplega leiðinlegur viðskilnaður hjá uppöldum leikmanni og lykilmanni í algjöru toppliði. Óháð framtíð Trent er ljóst að Liverpool þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og tókum við púlsinn á því hvaða leikmenn eru líklegir til að fara og hvað er í boði í staðin í hverri stöðu. Ögurverk liðið er á sínum stað og þrenna að þessu sinni. Deildin fer svo aftur af stað í næstu viku og spilar Liverpool við Everton á miðvikudaginn og Fulham um helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið - Allur fókus á deildina

    Play Episode Listen Later Mar 17, 2025 62:35


    Arne Slot valdi hreint afleita viku til að tapa tveimur leikjum í röð í fyrsta skipti á ferlinum. Liverpool lauk leik í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa toppað deildarfyrirkomulagið í Meistaradeildinn og tapaði svo með afar þreyttum og ósannfærandi hætti gegn Newcastle Wembley, versta frammistaða Liverpool þar síðan 1988. Alls ekki gott og ágætt að fá bæði landsleikjahlé og bikarhelgi í kjölfarið á því. Nú fer allur fókus á þessa níu leiki sem eru eftir af þessu tímabili. Sigur í fimm þeirra og það er hægt að jafna sig á þessari viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið - PSG og Anfield South

    Play Episode Listen Later Mar 10, 2025 61:28


    Bilið breikkaði um tvö stig í viðbót í deildinni og staðan orðin vægast sagt góð. Seinni leikurinn gegn PSG er næst á dagskrá og Wembley um helgina. Liverpool spilar bara stórleiki. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi  

    Gullkastið – Farið Að Sjást í Endamarkið

    Play Episode Listen Later Mar 3, 2025 63:10


    Forskotið á toppnum er komið í 13 stig og heldur betur farið að sjást í endamarkið. Þrátt fyrir bókstaflega allan katalóginn af afsökunum frá Arsenal mönnum hafa þeir í raun aldrei komist almennilega í titilbaráttuna og eru með stigasöfnun sem jafnan er meira á pari við liðin í baráttu um Meistaradeildarsæti. Liverpool á Southampton næst á Anfield og er sá leikur á undan leik Arsenal gegn United úti um helgina. Deildin verður hinsvegar í aukahlutverki í þessum mánuði fyrir utan leikinn gegn botnliðinu, PSG einvígið byrjar á miðvikudaginn í París og í næstu viku koma þeir á Anfield áður en Liverpool spilar svo til úrslita í deildarbikarnum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    liverpool arsenal psg anfield stj kop fari lfc liverpool southampton einar matth
    Gullkastið - Sex stiga helgi

    Play Episode Listen Later Feb 24, 2025 63:00


    Síðasta helgi var líklega besta helgi tímabilsins fyrir Liverpool þegar Man City var loksins lagt á Etihad í deildarleik og það í kjölfarið á tapi Arsenal á Emirates vellinum. Ekki alltaf sem úrslitin á þessum olíuvöllum falla svona með okkur. Það var dregið í Meistaradeildinni, hörku vendingar í deildinni, Everton og Man Utd eru m.a. bara þremur stigum á eftir Liverpool, sko samanlagt. Næst er það svo hið heita/kalda Newcastle lið, generalprufa fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið - Sjónvarpið fékk að heyra það!

    Play Episode Listen Later Feb 17, 2025 63:19


    Liverpool er í mjög þungu prógrammi þessa dagana og það sást vel í báðum leikjum vikunnar sem tóku á taugarnar. Framundan eru tveir risastórir útileikir gegn Villa og Man City. Ögurverk liðið er á sínum stað og fagmaðurinn í boði Deloitte Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done Afsláttarkóði í febrúar á WoktoWalk.is – 25% afsláttur með afsláttarkóðanum Liverpoolerubestir

    Gullkastið – Síðasta ferðin yfir Stanley Park

    Play Episode Listen Later Feb 10, 2025 47:34


    Liverpool fer í síðasta skipti þennan tæplega kílómeter sem er frá Anfield yfir á Goodison núna á miðvikudaginn í alvöru mikilvægum nágrannaslag. Tap þarna síðast og það er ekki í boði aftur. Um helgina eru það svo Úlfarnir sem mæta á Anfield og því tveir deildarleikir í þessari viku. Síðasta vika var bikarleikavika, Liverpool er komið í úrslit í öðrum bikarnum en tapaði gegn versta liði Championship deildarinnar í hinum. Ögurverk liðið er á sínum stað og fagmaðurinn í boði Deloitte Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Einar Örn sem kynnti m.a. nýja veitingahúsakeðju sína, Wok to Walk og hlóð í 25% afsláttur fyrir okkur á Kop.is í febrúar. Afsláttarkóði á WoktoWalk.is er auðvitað Liverpoolerubestir Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Leikmannaglugganum lokað

    Play Episode Listen Later Feb 3, 2025 61:27


    Það er síðasti dagur leikmannagluggans í dag eða mánudagur eins og við stuðningsmenn Liverpool köllum hann. Rosalega tíðindalítill mánuður hjá okkar mönnum sem er kannski skiljanlegt miðað við gengi liðsins og meiðslalista. Flottur útisigur á Bournemouth um helgina sem varð ennþá mikilvægari eftir að Arsenal pakkaði vonlausu City liði saman. Næsta vika fer svo í báðar bikarkeppnirnar, fyrst undanúrslit í deildarbikarnum gegn Tottenham. Bjóðum auk þess Deloitte hjartanlega velkomna í hóp samstarfsaðila Kop.is og völdum fyrsta Fagmann vikunnar í boði Deloitte. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Einar Örn Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið - Meistara-deildarmeistarar

    Play Episode Listen Later Jan 30, 2025 57:27


    Liverpool endaði á toppi deildarinnar í Meistaradeildinni þrátt fyrir tap gegn PSV í lokaumferðinni og ljóst hvaða fjórum liðum okkar menn geta mætt í 16-liða úrslitum. Flottur sigur á Ipswich í deildinni og toppsætið ennþá okkar. Það er mjög margt svipað núna og fyrir ári síðan í deildinni en með undantekningum þó sem vonandi eru okkar mönnum í vil, skoðuðum það aðeins. Leikmannamarkaðurinn er opin til mánaðarmóta og töluvert slúður þar þessa dagana, lítið tengt Liverpool reyndar. Nýtt Ögurverk lið og stór helgi framundan í enska boltanum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Ys og Þys Út Af Engu

    Play Episode Listen Later Jan 20, 2025 74:55


    Liverpool fór inn í þessa mjög svo þungu viku með 6 stiga forskot á toppi deildarinnar og endaði tveimur leikjum seinna á nákvæmlega sama stað. Leikurinn gegn Everton á Goodison er svo ennþá inni. Ljómandi góð niðurstaða í ljósi þess að útlitið var bara alls ekkert sérstakt eftir 180 mínútur af fótbolta í útileikjum gegn bæði Nottingham Forest og Brentford. Vindum okkur í nýtt Ögurverk lið og spáum í spilin fyrir leikinn annað kvöld gegn Hákoni og félögum í Lille frá Frakklandi, sjá upphitun Ívars Reynis hér Um helgina er svo Kop.is ferð í samstarfi við Verdi Travel með góðan hóp á Liverpool – Ipswich, það verður eitthvað! Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið - Prófavika

    Play Episode Listen Later Jan 13, 2025 67:32


    Það eru stór próf framundan í þessari viku, fyrst er það útileikur gegn sjóðandi heitu liði Nottingham Forest, eina liðið sem vann Liverpool í deildinni á þessu tímabili. Brentford á útivelli bíður svo um helgina Liverpool fór áfram í FA Cup síðustu helgi og fær Plymoth úti í næstu umferð. Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Slæm byrjun á árinu

    Play Episode Listen Later Jan 9, 2025 71:02


    Það hefur alls ekki verið sama flug á Liverpool núna eftir áramót og var yfir hátíðarnar, slæmt 2-2 tap á Anfield gegn okkar gömlu erkifjendum og svo tap í fyrri hálfleik deildarbikarsins gegn Tottenham, þeir þurftu reyndar að vanda óhemju mikla hjálp frá dómarateyminu sem eyðilagði þann viðburð. Engin heimsendir en viðvörunarbjöllur á Anfield og stór leikur næst í deildinni. Það er nóg að frétta úr enska boltanum stjóraskipti hjá liðum sem hafa verið í brasi, leikmannamarkaðurinn er opinn og fleiri stórlið en Liverpool að byrja árið illa. Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Frábær Jól og Gleðilegt nýtt Liverpool ár

    Play Episode Listen Later Dec 30, 2024 82:37


    Liverpool er búið að spila fjóra leiki um jól og áramót, sigur í einum þeirra gegn Southampton í deildarbikar og slátrun í hinum þremur. Fjórtán mörk í þremur deildarleikjum og þar af ellefu í London. Geggjaður endur á árinu og við hæfi að henda í smá uppgjör. Leikmannaglugginn opnar á miðvikdaginn og Liverpool fær Man Utd í heimsókn á sunnudaginn. Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar. Við félagarnir á Kop.is viljum annars nota tækifærið og þakka lesendum, hlustendum og ferðafélögum síðunnar kærlega fyrir árið 2024. Þetta var miklu betra ár en við kannski þorðum að vona í ljósi þess að það byrjaði á því að Klopp tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir tímabilið og næsta ár sannarlega spennandi. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Tvö Töpuð Stig

    Play Episode Listen Later Dec 16, 2024 68:24


    Liverpool lenti í ótrúlegu mótlæti gegn Fulham og tapaði á endanum ósanngjarnt tveimur stigum í leik þar sem stóru atvikin féllu svo sannarlega ekki með okkar mönnum, ekkert þeirra. Engu að síður sæmilegt stig m.v. að liðið var marki undir þegar Robertson var sendur í bað og því manni færri í 74.mínútur plús 16.mínútur í uppbótartíma. Samtals 90 mínútur og það voru svo sannarlega ekki 10 leikmenn Liverpool sem voru að reyna tefja og halda stiginu á lokamínútunum. Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar. Næstu verkefni eru stjóralausir Southampton menn í deildarbikarnum þar sem Slot mun klárlega nota hópinn töluvert því að um helgina bíður Tottenham úti, leikur liðanna á síðasta tímabili er í sögubókunum sem sá ósanngjarnasti ever í úrvalsdeildinni enda dómgæslan bókstaflega glæpsamleg. Vonandi er ekki annað fíaskó framundan svona strax í framhaldi af þessu bulli sem við horfuðum uppá gegn Fulham. Lágmark að þau mörk sem okkar menn skora telji allavega og aðeins jafnvægi í rauðu spjöldunum myndi einnig hjálpa! Happatreyjur.is Minnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan KOP10 Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Gullkastið – Þáttur 500

    Play Episode Listen Later Dec 10, 2024 61:58


    Hlaðvarpsþættir Kop.is hófu göngu sína 25.maí árið 2011 og hafa síðan þá verið stór partur af starfsemi síðunnar. Þátturinn í þessari viku er númer 500 og er Gullkastið elsta starfandi hlaðvarp landsins og reyndar þó víðar væri leitað. Til að fagna þessum tímamótum fengum við tvær kempur með okkur í þáttinn í þessari viku sem vart þarf að kynna frekar, meistara Bjössa Hreiðars og Hödda Magg. Liverpool leik helgarinnar var reyndar frestað en staðan á toppnum vænkaðist eiginlega engu að síður, hressandi yfirferð yfir það helsta í þessari viku og það sem er framundan. Ögurverk liðið er á sínum stað og það var lítil samkeppni fagmann vikunnar í boði Húsasmiðjunnar að þessu sinni. Minnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan KOP10 Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn, Maggi, Bjössi Hreiðars og Höddi Magg. Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Olíulaust Man City

    Play Episode Listen Later Dec 2, 2024 73:47


    Þvílík vika, Real Madríd var pakkað saman í miðri viku og Man City jafnvel ennþá meira sannfærandi um helgina. Liverpool er afgerandi á toppnum allsstaðar fyrir vikið. Framundan eru tveir erfiðir útileikir, Newcastle á St. Jamses áður en Liverpool heldur í síðasta skipti yfir Stanley Park til að spila í Guttagarði. Ljómandi að losna við þá úr hverfinu. Ögurverk liðið er á sínum stað, það var töluverð barátta um fagmann vikunnar í boði Húsasmiðjunnar Happatreyjur.is – Gjafaleikur Minnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, endilega kynnið ykkur málið á happatreyjur.is. Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10 Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Átta Stiga Forskot

    Play Episode Listen Later Nov 25, 2024 68:18


    Það var hvorki sannfærandi en sérstaklega fallegt þessa helgina en Liverpool er komið með átta stiga forskot á toppnum eftir aðeins 12 umferðir, það er sérstaklega fallegt og sannfærandi. Framundan er rosalegt leikjaprógramm sem byrjar á Real Madríd með Man City í eftirrétt! Bætum miðvörðum við Ögurverks liðið og óskum eftir djúpum miðjumanni við næst í þetta lið Brostinna vona. Spáum svo auðvitað í því helsta frá síðustu helgi. Happatreyjur.is – Gjafaleikur Einnig var dregið út og tilkynnt sigurvegarann í Happatreyjur.is leiknum og þökkum við frábæra þáttöku. Happatreyjur eru auðvitað jólagjöfin, endilega kynnið ykkur málið á happatreyjur.is. Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10 Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið - Southampton á Sunnudaginn

    Play Episode Listen Later Nov 21, 2024 46:58


    Síðasta landsleikjapása ársins er á enda og deildarleikur gegn Southampton framundan úti á sunnudaginn. Eftir það taka við öllu stærri verkefni með Real Madríd og Man City á dagskrá. Skoðum hvernig landið liggur eftir landsleiki, spáum í leikjum helgarinnar. Ögurverk liðið er að sjálfstöðu á sínum stað. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn Happatreyjur.is – Gjafaleikur Fyrir ykkur sem eruð í vandræðum með jólagjöfina í ár þá er húna á happatreyjur.is sem við ræðum betur í þættinum. Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10 Eins ætlum við að hlaða í gjafaleik, Allir sem hafa áhuga á að komast í pottinn setja inn sér komment undir þessari færslu og segja að viðkomandi langi í treyju. Við drögum svo út einhvern einn heppinn sem fær senda til sín treyju. Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Pub Quiz Kop.is

    Play Episode Listen Later Nov 17, 2024 71:05


    Kop.is samsteypan kom saman laugardaginn 2.nóvember og tók upp Pub Quiz sem Daníel Brandur hélt utan um strax í kjölfarið á góðum sigri Liverpool á Brighton. Vægast sagt ekki auðvelt quiz en við ákváðum að prufa að taka þetta upp og leyfa hlustendum að vera með líka. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Liverpool Á Toppnum Allsstaðar!

    Play Episode Listen Later Nov 12, 2024 63:49


    Það er erfitt að teikna fótboltahelgi mikið betur upp en við gerðum núna um helgina. Kop.is fór í frábæra hópferð til Liverpool, kvöldleikur á laugardegi á Anfield með frábæru upphitunaratriði frá Man City rétt fyrir leik. Arsenal og Chelsea töpuðu stigum daginn eftir og svo þegar við lentum á Íslandi var dómaraferli David Coote lokið. Þetta allt í kjölfar þess að Liverpool pakkaði ósigrandi liði Leverkusen saman á Anfield og fer inn í landsleikjahlé á toppnum allsstaðar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Fullkomin helgi

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2024 56:57


    Liverpool vann og allir helstu keppinautarnir töpuðu, það var erfitt að teikna þessa helgi mikið betur upp. Tveir baráttusigarar á þrælgóðu Brighton liði og City og Arsenal misstigu sig bæði nokkuð illa. Nýtt Ögurverk lið er á sínum stað skipað helstu vonarstjörnum Liverpool og byrjum við á stöðu markmanns. Endilega hjálpið okkur að velja fyrir næstu viku þegar við ætlum að skoða vinstri bakverði. Næsta vika er síðasta vikan fyrir enn eitt helvítis landsleikjahléið en heldur betur með flugeldasýningum. Xabi Alonso hans ósigrandi Leverkusen lið mætir á Anfield á morgun og um helgina er deildarleikur gegn Aston Villa klukkan 20:00 á laugardaginn. Kop.is verður á staðnum með Verdi Travel og gleðivísitalan eftir því í þætti vikunnar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – All eras come to an end

    Play Episode Listen Later Oct 28, 2024 62:33


    Liverpool kom tvisvar til baka í London til að næla í ágætt stig á Emirates í stórleik helgarinnar eftir góðan sigur í Leipzig í miðri viku. Slot heldur áfram að standast stóru prófin með sóma. Svekkjandi að vinna ekki Arsenal auðvitað en alvöru áfallið kom í dag þegar Man Utd sagði Erik Ten Hag mjög ósanngjarnt upp störfum, hann sem var bara rétt að byrja. Nýtt Ögurverk lið og þessi vika inniheldur tvo leiki gegn spræku Brighton liði. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið - Milljarðaliðið lagt

    Play Episode Listen Later Oct 21, 2024 60:38


    Arne Slot er ennþá að sanna sig í hlutverki stjóra Liverpool enda að stíga í risastór fótspor Jurgen Klopp. Leikur helgarinnar var töluvert blásinn upp sem fyrsta alvöru stóra prófið á hann sem stjóri Liverpool jafnvel þrátt fyrir að hann þriðji leikir hafi varið á Old Trafford, fynda við það er reyndar að hann hefur talað þannig sjálfur. Niðurstaðan var góður sigur á þessu sterka milljarðaliði Chel$ski með fullt af jákvæðum punktum án þess að þessi sigur hafi svarað öllum spurningum eða gert út um allar efasemdir. Enda þegar öllu er á botninn hvolft bara einn leikur. Skoðum hann betur og umferðina almennt á Englandi. Ögurverk liðið er á sínum stað og klárað að fylla upp í verstu leikmannakapin að þessu sinni, hver leiðir frammlínuna? Prófin þyngjast svo bara í framhaldinu hjá okkar mönnum, Leipzig úti í Austur-Þýskalandi og svo Arsenal úti í London. Eftir það er svo Brighton úti í deildarbikar þannig að framundan eru þrír þungir útileikir á viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Þyngra prógramm

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2024 66:29


    Enski boltinn fer að rúlla aftur um helgina, Chelsea bíður okkar mönnum á Anfield á sunnudaginn. Hitum upp fyrir það, skoðum hvaða áhrif innkoma Slot hefur á mismunandi leikmenn liðsins og stöður á vellinum. Bætum vængmanni við Ögurverk liðið og hitum upp fyrir helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

    Claim Gullkastið á Kop.is

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel