Már Gunnarsson, tónlistarmaður og sundkappi, fær til sín ungt fólk sem hefur sögu að segja eða skarar fram úr á sínu sviði í lífinu. Í lok hvers þáttar er síðan tónlistaratriði í beinni.
Már Gunnarsson ræðir við Janus Guðlaugsson frá Janus Heilsueflingu um heilsumál. - 14.09.23
Már Gunnarsson ræðir við Björk Arnarsdóttir hundaþjálfara um starf hennar
Már Gunnarsson spjallar við Jón Björn Ólafsson, framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra, um ólympíuleika fatlaðra í París. - 31. ágúst 2023.
Már Gunnarson spjallar við Gunnlaugur Bragi Björnsson og Roger Dorsman og spilar nokkur lög.
Már Gunnarsson ræðir við Kára Egilsson tónlistarmann
Tónlistarþáttur. Már Gunnarsson tónlistarmaður fær til sín Gísla Helgason frá Vestmannaeyjum
Már Gunnarsson tónlistarmaður ræðir við "Jón" Tuma Hrannar-Pálmason "Flammeus"
Darren Adam þáttastjórnandi á RUV English
Már Gunnarsson spjallar við tónlistarmanninn Mathew Van Vooght í Kanada og spila þeir nokkur vel valin lög.
Már Gunnarsson tónlistarmaður komin til Íslands eftir nám í Bretlandi í vetur og verður með þætti sína á fimmtudögum kl. 14:00 eins og áður. Við bjóðum Má Gunnarsson velkominn aftur. Í dag ætlar hann að ræða við efnilegan tónlistarmann, gítarleikara sem heitir Alexander F. Grybos og er frá Póllandi.
Már Gunnarson byrjar aftur eftir smá pásu og að þessu sinni Talar Már frá Bretlandi þar sem hann býr núna, Mikey Votano gestur dagsins talar frá Ástralíu en hann er söngvari á skemtiferðaskipum sem sigla um miðjarðarhafið.
Patrekur Jaime sló í gegn með þáttunum Æði á stöð 2, Már sest niður og ræðir við hann um allt milli himinns & jarðar.
Kjalar Kormar söngvari mætir til Más og tekur nokkur af sínum lögum.
Bjarni Snæbjörnsson sló í gegn með sýningunni "Góðan daginn faggi" og Már Gunnarsson ræðir hana ásamt PRIDE 2022
Már spjallar við sundkappann Dadó Fenri um erfitt uppeldi sem hann átti.
Theódór Helgi Kristinsson jazz unnandi spilar og hlustar á lög með Má Gunnarssyni.
þátturinn þessa vikuna er kántríþáttur en það er bandarísk þjóðlagatónlistarstefna.
Vala Eiríksdóttir sigraðist á lífshættulegri átröskun og segir hér frá þeirri raun.
Már Gunnarsson er "star struck" þegar hann hittir engan annann en Boga Ágústsson.
Villi Naglbítur & Már Gunnarsson fara saman yfir feril villa, leitina & naglbítana.
Már Gunnarsson spjallar við Árna Beintein leikara
Már Gunnarsson fær til sín Rúnar Freyr Gíslason sem sér um söngvakeppnina í ár.
Már Gunnarson spilar rólega tónlist ásamt því að spjalla við EYþór Mána framkvæmdarstjóra Hopp.
Már Gunnarsson ræðir við Sigþór Hallfreðsson um rauðu fjöðrina söfnunarátak Lions á íslandi, Afrakstur af sölu Rauðu fjaðrarinnar þetta árið verður varið til kaupa á blindrahundum í samstarfi við Blindrafélag Íslands.
Már Gunnarsson ræðir við tónlistarkonuna Kötlu og segir hún frá tónlistarferli sínum, upplifun sína af þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins og ræðir um erfiðan föðurmissi og hvernig hún hefur tekist á við hann.
Már Gunnarsson ræðir við Önyju Shaddock og Alexöndru Rós Norðkvist tónlistarkonur um Stuðmannasýningu á vegum MÍT (Menntaskólans í tónlist)
Már Gunnarson spilar instrumental tónlist en það er tónlist sem inniheldur ekki söng, aðeins hljóðfæri.
Már Gunnarsson hlustar á létta tónlist t.d. Michael Bublé.
Már Gunnarsson spjallar við Einar Bárðarson og saman fara þeir yfir stórann feril Einars.
Hrafnkell Karlsson er einn yngsti starfandi orgelleikari á íslandi. Keli er mikill tónlistarunnandi og leyfir okkur okkur í þættinum að heyra nokkur af hans uppáhalds verkum. Hann hefur verið í tónlist frá unga aldri og hefur tónlistin oft komið honum til hjálpar á erfiðum tímum.
Laufléttur systkinaþáttur þar sem systkinin Már og Ísold spjalla saman um lífið og tilveruna.
Elín Sveinsdóttir dagskrárgerðakona hefur slegið í gegn á undanförnum árum með þáttunum Með okkar augum. Þættirnir hafa vakið athygli fyrir gleði og nýstárleg efnistök.
Sigga Eyrún er einn eftirsóttasti talsetjari á íslandi auk þess að vera söng og leikkona. Fyrir henni skiptir miklu máli að vanda vel til verka í talsetningum til þess að varðveita íslenskuna til komandi kynslóða.
Það eru eflaust fáir sem þekkja ekki stórsöngvarann Sverri Bergmann. þetta er heldur betur léttur og glaðlegur spjall þáttur með góðri tónlist.
Stefán Örn Gunnlaugsson tónlistarmaður upptökustjóri og lagahöfundur segir frá hvernig einn koteill breytti öllu er Stefán hitti stelpu á ferðalagi í þýskalandi og vantaði eitthvað til að losa um málbeinið á sér og minnka kvíða. Við tók erfitt tímabil en hann segir að tónlistin hafi hjálpað honum mjög mikið við að vinna úr sínum málum og skapa sér nýja framtíð.
Stutt er frá því að nýtt flugfélag hóf sig til flugs frá Keflavík. Forstjóri Play Birgir Jónsson segjir okkur frá fyrirtækinu og áformum þess. Birgir er einnig mikill trommari og spilaði í mörg ár með hljómsveitini Dimmu.
Í þættinum er rætt við Eyþór Mána, framkvæmdarstjóra rafhlaupahjólaleigunnar Hopp. Hopp hóf störf árið 2019 og hefur það að markmiði að fólk komist leiða sinna á ódýran, umhverfisvænan og skemmtilegan hátt. Í þættinum er farið yfir kosti og galla rafhlaupahjólanna en óhætt er að segja að þau eru bylting í samgöngum.
Það eru ekki margir sem geta státað sig af því að hafa keppt á þremur Ólympíuleikum en það getur Ásdís Hjálmsdóttir. Ásdís er fagmaður fram í fingurgóma og veit hvað þarf til þess að ná langt.
Thorunn Clausen, leikari og tónlistarkona, hefur svo sannarlega upplifað tímana tvenna. Hún er einstakur laga- og textahöfundur og hafa verk hennar komið víða við. Hún hefur einnig þurft að ganga í gegn um mikinn missi sem enginn ætti að þurfa að upplifa.
Í þættinum fáum við að heyra magnaða sögu Gunnars Kr sem lenti ungur í alvarlegu slysi og missti bæði sjón og aðra höndina. Gunnar var fæddur árið 1936 og lést árið 2013.
Arnþrúður Karlsdóttir hefur ekki hikað við að fara ótroðar slóðir og rutt brautina á fjölmörgum sviðum fyrir konur. Hún var ein af fyrstu lögreglukonum landsins, var í fíkniefnalögreglunni og rannsakaði kynferðisbrotamál hjá rannsóknarlögreglu ríkisins. Mikil íþróttakona og var landsliðsmaður í kvennalandsliðinu í handbolta í áraraðir, háskólamenntaður blaða- og fréttamaður frá Noregi, sjónvarpsfréttamaður og ein af stofnendum Rásar 2. Arnþrúður hefur setið á Alþingi Íslendinga, er lögfræðimenntuð og síðustu tæpa tvo áratugina hefur hún verið eigandi og útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Það hefur ekki alltaf verið logn í lífi Arnþrúðar Karlsdóttur. Arnþrúður Karlsdóttir " alltaf í hita leiksins"
Í þættinum minnumst við Guðjóns Elís Bragasonar, góðvinar Unga Fólksins, sem kvaddi okkur 19. mars síðastliðinn. Séra Fritz Már Jörgensson ræðir við okkur um sorgina, hvernig sorgin getur brotist fram á marga vegu og hvernig fólk lærir að lifa með missi. Fritz hefur starfað sem prestur í 5 ár og er einnig Glæpasögurithöfundur.
Við fáum að kynnast Aroni Brink sem er sonur tónlistamannsins Sjonna Brink, en hann lést á heimili sínu í janúar 2011. Aron hefur þurft að læra að lifa með sorginni en eftir andlát föður síns fór hann að þreifa fyrir sér í tónlist og hefur tekið þátt í The Voice Iceland og Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Tónlistamaðurinn Birgir, sem heitir fullu nafni Birgir Steinn Stefánsson og er sonur tónlistamannsins Stefáns Hilmarssonar, hefur slegið rækilega í gegn í popp heiminum á undanförnum árum. Hann hefur átt tvö lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins og lagið hans Can You Feel It hefur fengið yfir 24 milljónir spilana.