POPULARITY
Gestur dagsins er Agla María Albertsdóttir, barnastjarna úr Kópavoginum! Agla María hefur spilað á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu, unnið Íslands- og bikarmeistaratitla með bæði Stjörnunni og Breiðabliki og leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð. Hún er í dag fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks – og útskrifaðist aðeins 24 ára gömul með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja.Góða skemmtun!
Í gær var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra þar sem kafað var ofan í heim snallsíma og samfélagsmiðla. Fundurinn bar heitið þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? og snerti meðal annars á áhyggjum sem hafa vaknað nýlega um samfélagsmiðlanotkun barna – ekki síst í kjölfar Netflix-þáttanna Adolescence. Nokkur hundruð manns mættu á fundinn, og í dag fáum við til okkar tvö þeirra sem stóðu fyrir honum, Daðeyju Albertsdóttur, sálfræðing hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð og Skúla Braga Geirdal sviðsstjóra Saft – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Besta leiðin til að njóta lífsins í Róm kostar ekki neitt. Þetta segir Ingólfur Níels Árnason sem býr og starfar í Róm en Samfélagið hitti hann þar fyrir skömmu, rétt áður en Frans páfi lést á annan dag páska. Hann segir að ein mesta áskorunin við að samlagast ítölsku samfélagi hafi verið skólaganga barnanna hans og segir Rómverja vera með kolsvartan húmor sem Íslendingar geti tengt vel við. Og í lok þáttar fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Tónlist í þættinum í dag: Jovanotti - Ciao mamma Cos´é bonetti - Lucio Dalla Il paradiso della vita - La ragazza 77
Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum en Besta deild kvenna byrjar að rúlla í kvöld. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik. Agla María Albertsdóttir og Kristín Dís Árnadóttir, leikmenn Blika, komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og fóru yfir stöðuna hjá Blikum.
Miðvikudagur 29. janúar Hagræðing, spilling, rasismi, reynsluboltar, samkeppni og klassíkin rokkar Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku bregðast við sparnaðartillögum Viðskiptaráðs og ræða hvatningu ríkisstjórnarinnar um hagræðingu. Benjamín Julian verkastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambandsins fer yfir verð á matvörumarkaði og spáir í hvort samruni Prís og Nettó muni auka samkeppni. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna og stuðningsmaður íbúalýðræðis í Seyðisfirði og Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður ræða hvort spilling komi við sögu hjá þeim sem helst vilja sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina ræðir um sálfræðilegar rætur rasisma. Reynsluboltarnir miðla af visku sinni í spjalli um allt mögulegt, menningu, þjóðmál, stjórnmál og hvað eina, í þetta sinn koma þær Elín Albertsdóttir, Soffía Karlsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Tónlistarnemarnir Sól Björnsdóttir og Sóley Smáradóttir koma í Klassíkin rokkar og taka á móti Þórði Magnússyni tónskáldi og Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara í tilefni af nýjum fiðlukonsert Þórðar sem verður flumfluttur í Hörpu á morgun.
Leikararnir Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson komu í þáttinn í dag, en þau leika bæði í sýningunni Ungfrú Ísland, sem unnin er upp úr samnefndri verðlaunaskáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, sem frumsýnd verður í næstu viku í Borgarleikhúsinu. Sagan er um Heklu, unga konu á Íslandi og þann veruleika sem hún bjó við um miðbik síðustu aldar, þar sem það að verða rithöfundur og vera til á eigin forsendum virtist utan seilingar fyrir fyrir unga konu. Áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla á líf okkar eru gríðarleg og ekki síst á ungu kynslóðirnar. Afleiðingar þessa geta verið alvarlegar, ekki síst þegar kemur að börnum og unglingum, ef aðgengið er óheft. Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna HH og Domus Mentis Geiðheilsustöð, fór yfir stöðuna með okkur í dag. Af hverju foreldrar ungra barna ættu að fresta því að gefa þeim snjallsíma. Góð ráð til þeirra sem vilja gefa börnum sínum snjallsíma um hvernig sé best að standa að því og svo góð ráð til foreldra barna sem eiga nú þegar snjallsíma og eru hugsi yfir notkun barna sinna á tækjunum. Daðey skrifaði greinina ásamt Silju Björk Egilsdóttur og Skúla Braga Geirdal. Tónlist í þættinum: Stingum af / Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir (Örn Elías Guðmundsson) Vegbúinn / Elín Ey og hljómsveit úr Óskalög þjóðarinnar (Kristján Kristjánsson - KK) Þannig týnist tíminn / Páll Rósinkranz (Bjartmar Guðlaugsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Þriðjudagur 12. nóvember Sakamál, fíkn, spilling, bækur og pólitík Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir uppistandari, Halla B. Þorkelsson hjá Heyrnarhjálp og Teitur Atlason kryfja samtímann í beinni útsendingu með Birni Þorláks. Sigrún Sigurðardóttir doktor í hjúkrunarfræði og prófessor við HA, Daðey Albertsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna, Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og óvirkur alkóhólisti koma og ræða að aldrei hafa fleiri látist úr lyfjaeitrunum en nú er kemur að ungu fólki. Hvað er til ráða? Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur kemur og segir nokkur orð um Jón Gunnarsson og spillingarmál sem nú skekur stjórnsýsluna. Sigþrúður Gunnars, framkvæmdastjóri Forlagsins, kemur og ræðir árekstra bóksölu og kosninganna. Og í lokin kemur Soffía Sigurðardóttir og segir Gunnari Smára Egilssyni frá Geirfinnsmálinu í tilefni af nýrri bók bróður hennar, Sigurðar Björgvins. Var rannsóknin þvæla byggð á sandi?
Í þætti dagsins eru fimm viðmælendur. Guðjón Þórðarson um Bestu-deild karla, Víking í evrópukeppninni og landsliðið. Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í handbolta um leiki gærdagsins og í kvöld ásamt fleiru t.d umfjöllun fjölmiðla, dómara og sitthvað fleira. Agla María Albertsdóttir(Breiðabliki) og Anna Rakel Pétursdóttir(Val) eru svo á línunni um úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Þá hringi ég í Svanhvíti og við tölum um Bónus-deildir karla og kvenna í körfubolta ásamt því að spá í leiki helgarinnar hér heima og í enska boltanum. Inn í þetta allt saman blandast tvær Krummasögur, sú fyrri um KR og seinni um Val. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
Þriðjudagurinn 12. desember Fíklar, Úkraína, Grindavík, borgir og skólinn okkar Við ræðum við fíkla og aðstandendur þeirra um undirheimanna og lítið aðgengi fíkla að heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þröstur Ólafsson, Hilma Dögg Hávarðardóttir og Halla Björg Albertsdóttir segja okkur frá sinni reynslu. Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um Úkraínu, minnkandi stuðning og verri stöðu á vígvellinum. Feðgarnir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson formaður Sjómannafélags Grindavíkur koma til okkar og fara yfir stöðu fólks á flótta undan náttúruöflunum. Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur segir okkur frá hugmyndum fólks um hina góðu borg. Og þá illu. Í lokin kemur Björn Pétursson fyrrum skólastjóri Melaskóla að rauða borðinu og segir okkur frá því hvernig hann myndi vilja byggja upp skólakerfið.
Þátturinn er í boði World Class og Eimskip. Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur og Ásgerður Arna Sófusdóttir, hjúkrunarfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna komu til okkar í spjall. Í þættinum fjöllum við um hvernig streita birtist í foreldrahlutverkinu og af hverju, spennustig foreldra, áreitastjórnun og önnur gagnleg verkfæri.
Föstudagsgestirnir okkar í dag voru þær Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir söngkonur sem byrjuðu ferilinn í heimabænum sínum, Akureyri, sungu með hljómsveitinni Hver og mynduðu svo sönghópinn Erna - Eva - Erna ásamt Ernu Gunnarsdóttur og síðar voru þær partur af Brunaliðinu fræga. Þær Erna og Eva voru t.d. kallaðar ríkisraddirnar þar sem þær rödduðu nánast allt sem kom út í fjölda mörg ár, á gríðarlega mörgum hljómplötum, voru bakraddir í tónlistarþáttum í sjónvarpi og svo auðvitað í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þær fóru líka nokkrum sinnum út sem bakraddir í sjálfa Eurovisionkeppnina. Í dag hafa þær báðar áhuga á andlegri líðan og meðferð, Erna menntaði sig í sálgæslu og vinnur meðal annars á Landspítalanum. Eva hefur nýlokið meistaranámi í því sem kallað er RIM, eða Regenerating Images in Memory, aðferð við að hjálpa fólki meðal annars við að takast á við erfiðar tilfinningar, minningar, áföll og vanlíðan. Í matarspjalli dagsins sögðum við skilið við hollustuna og töluðum um nammi, sælgæti. Þetta átti að vera spjall eingöngu um íslenskt nammi í þetta sinn, en það fór nú ekki alveg þannig. Sigurlaug Margrét hafði auðvitað sterkar skoðanir á þessu eins og öllu í matarspjallinu. Tónlist í þættinum í dag: Funheitur / Pláhnetan (Friðrik Sturluson og Stefán Hilmarsson) Leiðarljós / Snörunar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) Fyrir utan gluggann minn / Snörurnar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Föstudagsgestirnir okkar í dag voru þær Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir söngkonur sem byrjuðu ferilinn í heimabænum sínum, Akureyri, sungu með hljómsveitinni Hver og mynduðu svo sönghópinn Erna - Eva - Erna ásamt Ernu Gunnarsdóttur og síðar voru þær partur af Brunaliðinu fræga. Þær Erna og Eva voru t.d. kallaðar ríkisraddirnar þar sem þær rödduðu nánast allt sem kom út í fjölda mörg ár, á gríðarlega mörgum hljómplötum, voru bakraddir í tónlistarþáttum í sjónvarpi og svo auðvitað í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þær fóru líka nokkrum sinnum út sem bakraddir í sjálfa Eurovisionkeppnina. Í dag hafa þær báðar áhuga á andlegri líðan og meðferð, Erna menntaði sig í sálgæslu og vinnur meðal annars á Landspítalanum. Eva hefur nýlokið meistaranámi í því sem kallað er RIM, eða Regenerating Images in Memory, aðferð við að hjálpa fólki meðal annars við að takast á við erfiðar tilfinningar, minningar, áföll og vanlíðan. Í matarspjalli dagsins sögðum við skilið við hollustuna og töluðum um nammi, sælgæti. Þetta átti að vera spjall eingöngu um íslenskt nammi í þetta sinn, en það fór nú ekki alveg þannig. Sigurlaug Margrét hafði auðvitað sterkar skoðanir á þessu eins og öllu í matarspjallinu. Tónlist í þættinum í dag: Funheitur / Pláhnetan (Friðrik Sturluson og Stefán Hilmarsson) Leiðarljós / Snörunar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) Fyrir utan gluggann minn / Snörurnar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag. Þetta er fyrirsögn á grein sem tveir sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd skrifuðu saman. Þar eru þau til dæmis að bera saman breytingar í heimi unglinga í dag og þegar þau voru ung. Þá voru engir samfélagsmiðlar, snjalltæki og allt það sem því fylgir. Við fengum tvö þeirra, Daðey Albertsdóttur og Skúla Braga Geirdal, til að koma í þáttinn og segja okkur frá því sem þau eru að fjalla um í þessari grein, þessa breyttu tíma, að alast upp í svona miklu upplýsingaflæði, í öllum þessum samfélagsmiðlum og mögulegar afleiðingar þess. Þrjár konur, Achola Otieno, Shruthi Basappa og Elizabeth Lay, skrifuðu saman grein á visir.is með fyrirsögninni: Hvernig höldum við samtalinu lifandi? Þar eru þær að bregðast við umræðunni sem kom upp í framhaldi af því að fólk af asískum uppruna benti á að birtingamynd asísks fólks og asískrar menningar í sýningu Íslensku Óperunnar væri særandi, úreld og niðrandi. Þær eru allar íslenskir ríkisborgarar, tala íslensku, ala upp fjölskyldur sínar hér, sinna sinni vinnu og verkefnum og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. En þær segjast þurfa reglulega og síendurtekið að takast á við fordóma í sínu lífi. Achola, Shruthi og Elizabeth komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá sinni reynslu og frá hlaðvarpsþætti sem þær eru að vinna að saman, þar sem þær munu tala um sína reynslu. Þær segja að nú verði þær að nota raddir sínar til að láta í sér heyra, barnanna sinna vegna. Anna Marsibil Clausen las íslenska þýðingu í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag Flækt og týnd og einmana / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Something better / Kári (Kári Egilsson) One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag. Þetta er fyrirsögn á grein sem tveir sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd skrifuðu saman. Þar eru þau til dæmis að bera saman breytingar í heimi unglinga í dag og þegar þau voru ung. Þá voru engir samfélagsmiðlar, snjalltæki og allt það sem því fylgir. Við fengum tvö þeirra, Daðey Albertsdóttur og Skúla Braga Geirdal, til að koma í þáttinn og segja okkur frá því sem þau eru að fjalla um í þessari grein, þessa breyttu tíma, að alast upp í svona miklu upplýsingaflæði, í öllum þessum samfélagsmiðlum og mögulegar afleiðingar þess. Þrjár konur, Achola Otieno, Shruthi Basappa og Elizabeth Lay, skrifuðu saman grein á visir.is með fyrirsögninni: Hvernig höldum við samtalinu lifandi? Þar eru þær að bregðast við umræðunni sem kom upp í framhaldi af því að fólk af asískum uppruna benti á að birtingamynd asísks fólks og asískrar menningar í sýningu Íslensku Óperunnar væri særandi, úreld og niðrandi. Þær eru allar íslenskir ríkisborgarar, tala íslensku, ala upp fjölskyldur sínar hér, sinna sinni vinnu og verkefnum og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. En þær segjast þurfa reglulega og síendurtekið að takast á við fordóma í sínu lífi. Achola, Shruthi og Elizabeth komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá sinni reynslu og frá hlaðvarpsþætti sem þær eru að vinna að saman, þar sem þær munu tala um sína reynslu. Þær segja að nú verði þær að nota raddir sínar til að láta í sér heyra, barnanna sinna vegna. Anna Marsibil Clausen las íslenska þýðingu í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag Flækt og týnd og einmana / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Something better / Kári (Kári Egilsson) One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Emiliana Torrini er gestur Rokklands í dag en hún var að senda frá sér plötu sem heitir Racing the storm með belgísku hljómsveitinni The Colorist Orchestra sem hún hefur unnið talsvert með undanfarin ár og spilað með á Íslandi t.d. Við spjöllum saman og kynnumst nýju plötunni auk þess sem við rifjum upp gamla viðtal sem Lísa Pálsdóttir tók við Emiliönu 1999. Bubbi kemur aðeins við sögu og Rúni Júl, en nú er búið að sýna söngleikinn um Bubba - 9 líf í 3 ár. Við rifjum við uppviðtal við Bubba frá því fyrir daga Rásar 2 ? frá 1982 og líka heimsókn GCD í Std. 12 árið 1993 þegar Eva Ásrún Albertsdóttir tók á móti Bubba og Rúnari, Begga og Gulla Briem. Og nýja U2 platan sem kom út á föstudaginn kemur aðeins við sögu, platan Songs of surrender sem hefur að geyma 40 áður útgefin U2 lög í nöktum kammerútsetningum c.a.
Emiliana Torrini er gestur Rokklands í dag en hún var að senda frá sér plötu sem heitir Racing the storm með belgísku hljómsveitinni The Colorist Orchestra sem hún hefur unnið talsvert með undanfarin ár og spilað með á Íslandi t.d. Við spjöllum saman og kynnumst nýju plötunni auk þess sem við rifjum upp gamla viðtal sem Lísa Pálsdóttir tók við Emiliönu 1999. Bubbi kemur aðeins við sögu og Rúni Júl, en nú er búið að sýna söngleikinn um Bubba - 9 líf í 3 ár. Við rifjum við uppviðtal við Bubba frá því fyrir daga Rásar 2 ? frá 1982 og líka heimsókn GCD í Std. 12 árið 1993 þegar Eva Ásrún Albertsdóttir tók á móti Bubba og Rúnari, Begga og Gulla Briem. Og nýja U2 platan sem kom út á föstudaginn kemur aðeins við sögu, platan Songs of surrender sem hefur að geyma 40 áður útgefin U2 lög í nöktum kammerútsetningum c.a.
Á landinu er starfandi rakarakvartett, kvartettinn Barbari. Sá var stofnaður af ungum menntskælingum árið 2013 og þeir segja sjálfir að þeir séu fremsti rakarakvartett landsins. Nú er Barbari komin í jólaskap og þeir komu í þáttinn og sungu þrjú lög í beinni útsendingu. Við töluðum svo við tvo þeirra, Gunnar Thor Örnólfsson og Pál Sólmund Eydal og forvitnuðumst um sögu kvartettsins, söngkeppni í Las Vegas og hvort einhver þeirra væri raunverulega rakari. Gestir í útvarpshúsinu fengu að njóta söngsins á kaffitorginu í Efstaleitinu, en hinir tveir meðlimir kvartettsins eru Karl Friðrik Hjaltason og Ragnar Pétur Jóhannsson. Hvenær leiddist þér síðast? Þessi spurning er fyrirsögn á grein sem Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna, skrifuðu ásamt Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Greinin birtist til dæmis á visir.is og á akureyri.net og þar eru þau að kasta fram nokkrum tölulegum staðreyndum og spurningum til umhugsunar sem snúa að skjátíma og samfélagsmiðlaneyslu. Þessari grein, og spurningunum í henni, er beint til foreldra. Daðey og Skúli komu í þáttinn í dag og við töluðum við þau um þetta mikilvæga mál í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag: Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða / Halli og Laddi (Gunnar Þórðarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halli og Laddi) It?s Beginning to Look a Lot Like Christmas / Kvartetinn Barbari (Meredith Wilson) Jólalalag / Kvartetinn Barbari (Vince Clarke og Bragi Valdimar Skúlason) The Christmas Song / Kvartetinn Barbari (Mel Tormé og Robert Wells) White Chirstmas / Bing Crosby (Irving Berlin) Jólin alls staðar / KK og Ellen ( Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Á landinu er starfandi rakarakvartett, kvartettinn Barbari. Sá var stofnaður af ungum menntskælingum árið 2013 og þeir segja sjálfir að þeir séu fremsti rakarakvartett landsins. Nú er Barbari komin í jólaskap og þeir komu í þáttinn og sungu þrjú lög í beinni útsendingu. Við töluðum svo við tvo þeirra, Gunnar Thor Örnólfsson og Pál Sólmund Eydal og forvitnuðumst um sögu kvartettsins, söngkeppni í Las Vegas og hvort einhver þeirra væri raunverulega rakari. Gestir í útvarpshúsinu fengu að njóta söngsins á kaffitorginu í Efstaleitinu, en hinir tveir meðlimir kvartettsins eru Karl Friðrik Hjaltason og Ragnar Pétur Jóhannsson. Hvenær leiddist þér síðast? Þessi spurning er fyrirsögn á grein sem Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna, skrifuðu ásamt Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Greinin birtist til dæmis á visir.is og á akureyri.net og þar eru þau að kasta fram nokkrum tölulegum staðreyndum og spurningum til umhugsunar sem snúa að skjátíma og samfélagsmiðlaneyslu. Þessari grein, og spurningunum í henni, er beint til foreldra. Daðey og Skúli komu í þáttinn í dag og við töluðum við þau um þetta mikilvæga mál í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag: Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða / Halli og Laddi (Gunnar Þórðarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halli og Laddi) It?s Beginning to Look a Lot Like Christmas / Kvartetinn Barbari (Meredith Wilson) Jólalalag / Kvartetinn Barbari (Vince Clarke og Bragi Valdimar Skúlason) The Christmas Song / Kvartetinn Barbari (Mel Tormé og Robert Wells) White Chirstmas / Bing Crosby (Irving Berlin) Jólin alls staðar / KK og Ellen ( Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Eurovisiondagurinn er runninn upp. Í kvöld keppa þau Beta, Sigga, Elín og Eyþór fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni og svo þá kemur í ljós hvort atriðið kemst áfram í aðalkeppnina á laugardaginn kemur. Það voru einhver vandamál með hljóðblöndunina á sviðinu á dómararennslinu í gær en kom víst ekki að sök í útsendingunni. Það er skemmtilegt og spennandi sjónvarpskvöld framundan hjá flestum í dag. Við fengum Evu Ásrúnu Albertsdóttur söngkonu og Jón Ólafsson tónlistarmann í þáttinn í Eurovisionspjall í dag, en fyrst hringdum við í Felix Bergsson, sem var staddur í Pala Olympico höllinni í Tórino og fengum hann til að segja okkur frá stemningunni í íslenska hópnum. Í dag var aukaæfing þar sem átti að laga hljóðvandamál gærdagsins. Sem sagt Eurovisionspjall í fyrri hluta þáttarins í dag. Svo í seinni hlutanum fræddumst við um lupus, eða rauða úlfa. Í dag er alþjóðlegur dagur lupus, eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þetta er sjaldgæfur og alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumu, vefjum og líffærum. Við fengum Hrönn Stefánsdóttur, formann lupushóps Gigtarfélags Íslands, til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá sjúkdóminum og þessum alþjóðlega degi lupus, eða rauðra úlfa. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Eurovisiondagurinn er runninn upp. Í kvöld keppa þau Beta, Sigga, Elín og Eyþór fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni og svo þá kemur í ljós hvort atriðið kemst áfram í aðalkeppnina á laugardaginn kemur. Það voru einhver vandamál með hljóðblöndunina á sviðinu á dómararennslinu í gær en kom víst ekki að sök í útsendingunni. Það er skemmtilegt og spennandi sjónvarpskvöld framundan hjá flestum í dag. Við fengum Evu Ásrúnu Albertsdóttur söngkonu og Jón Ólafsson tónlistarmann í þáttinn í Eurovisionspjall í dag, en fyrst hringdum við í Felix Bergsson, sem var staddur í Pala Olympico höllinni í Tórino og fengum hann til að segja okkur frá stemningunni í íslenska hópnum. Í dag var aukaæfing þar sem átti að laga hljóðvandamál gærdagsins. Sem sagt Eurovisionspjall í fyrri hluta þáttarins í dag. Svo í seinni hlutanum fræddumst við um lupus, eða rauða úlfa. Í dag er alþjóðlegur dagur lupus, eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þetta er sjaldgæfur og alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumu, vefjum og líffærum. Við fengum Hrönn Stefánsdóttur, formann lupushóps Gigtarfélags Íslands, til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá sjúkdóminum og þessum alþjóðlega degi lupus, eða rauðra úlfa. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Eurovisiondagurinn er runninn upp. Í kvöld keppa þau Beta, Sigga, Elín og Eyþór fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni og svo þá kemur í ljós hvort atriðið kemst áfram í aðalkeppnina á laugardaginn kemur. Það voru einhver vandamál með hljóðblöndunina á sviðinu á dómararennslinu í gær en kom víst ekki að sök í útsendingunni. Það er skemmtilegt og spennandi sjónvarpskvöld framundan hjá flestum í dag. Við fengum Evu Ásrúnu Albertsdóttur söngkonu og Jón Ólafsson tónlistarmann í þáttinn í Eurovisionspjall í dag, en fyrst hringdum við í Felix Bergsson, sem var staddur í Pala Olympico höllinni í Tórino og fengum hann til að segja okkur frá stemningunni í íslenska hópnum. Í dag var aukaæfing þar sem átti að laga hljóðvandamál gærdagsins. Sem sagt Eurovisionspjall í fyrri hluta þáttarins í dag. Svo í seinni hlutanum fræddumst við um lupus, eða rauða úlfa. Í dag er alþjóðlegur dagur lupus, eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þetta er sjaldgæfur og alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumu, vefjum og líffærum. Við fengum Hrönn Stefánsdóttur, formann lupushóps Gigtarfélags Íslands, til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá sjúkdóminum og þessum alþjóðlega degi lupus, eða rauðra úlfa. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
448.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag ræðum ég og Þórhallur Dan um ýmislegt. Laun í enska boltanum og víða, körfubolti, handbolti, Covid19, Breiðablik-Kharkiv og Krummasögur. Agla María Albertsdóttir ein af stjörnum kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta er í viðtali en Breiðablik mætir Kharkiv í meistaradeildinni í dag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli. Njótið og áfram Breiðablik.
Landsliðskonurnar Agla María Albertsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru gestir Heimavallarins að þessu sinni. Þær standa í ströngu með Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu og A-landsliðinu okkar sem ætlar sér á HM. Knattspyrnukonurnar öflugu fara yfir allt það helsta í haustprógramminu og margt fleira.
Gestur þáttarins að þessu sinni er Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir, söngkona og fyrrum útvarpskona hér á Rás 2. Hún mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Nirvana Unplugged sem kom út 1. Nóvember 1994, en núna 8. Apríl sl. voru liðin 27 ár frá því Kurt Cobain söngvari og gítarleikari Nirvana stytti sér aldur á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum. Hann var 27 ára gamall. Á þeim tíma sem þessir Unplugged tónleikar Nirvana voru teknir upp fyrir MTV var ?Unplugged? eða órafmagnað allsráðandi, það voru allir að taka upp og spila órafmagnað og MTV var fremst í flokki þessarar Unplugged bylgju sem gekk út á að spila án rafmagnsgítara og háværra rokkhljóðfæra. Þetta kallaði á að listamennirnir þurftu að bera sig öðruvísi að en þeir voru vanir og oft að útsetja lögin sín upp á nýtt. Tónleikarnir voru sýndir á MTV 16. desember 1993 og seinna gefnir út á DVD og geisladisk og vinyl. Nirvana ákvað að spila ekki eingöngu frumsamin lög fyrir MTV heldur kryddaði dagskrána með lögum eftir aðra listamenn sem Kurt Cobain hélt uppá; Vaselines, David Bowie, Lead Belly, og Meat Puppets auk þess sem meðlimir Meat Puppets, bræðurnir Cris og Curt Kirkwood stigu á svið með hljómsveitinni og spiluðu með í þremur lögum, en Nirvana og Meat Puppets voru að túra saman um þessar mundir. Kurt var stressaður fyrir þessa tónleika og þegar upptökum var lokið var hann ekki ánægður, honum fannst þeim hafa mistekist það sem þeir voru að reyna að gera, en aðdáendur í salnum aðrir sem heyrðu og sáu þetta síðar voru í skýjunum. Þessir tónleikar þykja ein af vörðum rokksögunnar. Nirvana æfði í tvo daga fyrir upptökurnar og þær gengu freka illa segir sagan. Sá sem stjórnaði upptökum fyrir MTV var óánægður með lagavalið, fannst vanta fleiri af þekkstustu lögum Nirvana og hann var ekki sáttur við gestina úr Meat Puppets, hann hefði viljað fá aðra og þekktari gesti. Daginn fyrir upptökur sagðist Kurt svo ekki vilja gera þetta, vildi hætta við alltsaman. Hann mætti reyndar daginn eftir en var ekki í góðu formi og stemningin í stúdíóinu var frekar stíf. Það flugu engir brandarar, það var enginn sem brosti og sviðsmyndin var eins og í vel skreyttri jarðarför. Það voru allir á nálum. Kurt Cobain var látinn þegar tónleikarnir komu út á CD og platan fór beinustu leið í toppsæti bandaríska vinsældalistans og seldist gríðarlega vel. Platan skilaði Nirvana líka einu Grammy verðlaunum sínum, en þeir fengu Grammy fyrir han
Gestur þáttarins að þessu sinni er Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir, söngkona og fyrrum útvarpskona hér á Rás 2. Hún mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Nirvana Unplugged sem kom út 1. Nóvember 1994, en núna 8. Apríl sl. voru liðin 27 ár frá því Kurt Cobain söngvari og gítarleikari Nirvana stytti sér aldur á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum. Hann var 27 ára gamall. Á þeim tíma sem þessir Unplugged tónleikar Nirvana voru teknir upp fyrir MTV var ?Unplugged? eða órafmagnað allsráðandi, það voru allir að taka upp og spila órafmagnað og MTV var fremst í flokki þessarar Unplugged bylgju sem gekk út á að spila án rafmagnsgítara og háværra rokkhljóðfæra. Þetta kallaði á að listamennirnir þurftu að bera sig öðruvísi að en þeir voru vanir og oft að útsetja lögin sín upp á nýtt. Tónleikarnir voru sýndir á MTV 16. desember 1993 og seinna gefnir út á DVD og geisladisk og vinyl. Nirvana ákvað að spila ekki eingöngu frumsamin lög fyrir MTV heldur kryddaði dagskrána með lögum eftir aðra listamenn sem Kurt Cobain hélt uppá; Vaselines, David Bowie, Lead Belly, og Meat Puppets auk þess sem meðlimir Meat Puppets, bræðurnir Cris og Curt Kirkwood stigu á svið með hljómsveitinni og spiluðu með í þremur lögum, en Nirvana og Meat Puppets voru að túra saman um þessar mundir. Kurt var stressaður fyrir þessa tónleika og þegar upptökum var lokið var hann ekki ánægður, honum fannst þeim hafa mistekist það sem þeir voru að reyna að gera, en aðdáendur í salnum aðrir sem heyrðu og sáu þetta síðar voru í skýjunum. Þessir tónleikar þykja ein af vörðum rokksögunnar. Nirvana æfði í tvo daga fyrir upptökurnar og þær gengu freka illa segir sagan. Sá sem stjórnaði upptökum fyrir MTV var óánægður með lagavalið, fannst vanta fleiri af þekkstustu lögum Nirvana og hann var ekki sáttur við gestina úr Meat Puppets, hann hefði viljað fá aðra og þekktari gesti. Daginn fyrir upptökur sagðist Kurt svo ekki vilja gera þetta, vildi hætta við alltsaman. Hann mætti reyndar daginn eftir en var ekki í góðu formi og stemningin í stúdíóinu var frekar stíf. Það flugu engir brandarar, það var enginn sem brosti og sviðsmyndin var eins og í vel skreyttri jarðarför. Það voru allir á nálum. Kurt Cobain var látinn þegar tónleikarnir komu út á CD og platan fór beinustu leið í toppsæti bandaríska vinsældalistans og seldist gríðarlega vel. Platan skilaði Nirvana líka einu Grammy verðlaunum sínum, en þeir fengu Grammy fyrir han
Gestur þáttarins að þessu sinni er Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir, söngkona og fyrrum útvarpskona hér á Rás 2. Hún mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Nirvana Unplugged sem kom út 1. Nóvember 1994, en núna 8. Apríl sl. voru liðin 27 ár frá því Kurt Cobain söngvari og gítarleikari Nirvana stytti sér aldur á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum. Hann var 27 ára gamall. Á þeim tíma sem þessir Unplugged tónleikar Nirvana voru teknir upp fyrir MTV var ?Unplugged? eða órafmagnað allsráðandi, það voru allir að taka upp og spila órafmagnað og MTV var fremst í flokki þessarar Unplugged bylgju sem gekk út á að spila án rafmagnsgítara og háværra rokkhljóðfæra. Þetta kallaði á að listamennirnir þurftu að bera sig öðruvísi að en þeir voru vanir og oft að útsetja lögin sín upp á nýtt. Tónleikarnir voru sýndir á MTV 16. desember 1993 og seinna gefnir út á DVD og geisladisk og vinyl. Nirvana ákvað að spila ekki eingöngu frumsamin lög fyrir MTV heldur kryddaði dagskrána með lögum eftir aðra listamenn sem Kurt Cobain hélt uppá; Vaselines, David Bowie, Lead Belly, og Meat Puppets auk þess sem meðlimir Meat Puppets, bræðurnir Cris og Curt Kirkwood stigu á svið með hljómsveitinni og spiluðu með í þremur lögum, en Nirvana og Meat Puppets voru að túra saman um þessar mundir. Kurt var stressaður fyrir þessa tónleika og þegar upptökum var lokið var hann ekki ánægður, honum fannst þeim hafa mistekist það sem þeir voru að reyna að gera, en aðdáendur í salnum aðrir sem heyrðu og sáu þetta síðar voru í skýjunum. Þessir tónleikar þykja ein af vörðum rokksögunnar. Nirvana æfði í tvo daga fyrir upptökurnar og þær gengu freka illa segir sagan. Sá sem stjórnaði upptökum fyrir MTV var óánægður með lagavalið, fannst vanta fleiri af þekkstustu lögum Nirvana og hann var ekki sáttur við gestina úr Meat Puppets, hann hefði viljað fá aðra og þekktari gesti. Daginn fyrir upptökur sagðist Kurt svo ekki vilja gera þetta, vildi hætta við alltsaman. Hann mætti reyndar daginn eftir en var ekki í góðu formi og stemningin í stúdíóinu var frekar stíf. Það flugu engir brandarar, það var enginn sem brosti og sviðsmyndin var eins og í vel skreyttri jarðarför. Það voru allir á nálum. Kurt Cobain var látinn þegar tónleikarnir komu út á CD og platan fór beinustu leið í toppsæti bandaríska vinsældalistans og seldist gríðarlega vel. Platan skilaði Nirvana líka einu Grammy verðlaunum sínum, en þeir fengu Grammy fyrir han
Pólitíkin 35. þáttur Umsjón: Guðfinnur Sigurvinsson. Viðmælandi: Sif Huld Albertsdóttir framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ um réttarstöðu foreldra langveikra barna. Lýsing: Pólitíkin er umræðuþáttur um stjórnmál og helstu samfélagsmál á hverjum tíma. Þátturinn er á vegum Sjálfstæðisflokksins og leitar eftir sjónarmiðum sjálfstæðisfólks en við leitum líka fanga utan flokksins, eins og málefnið býður upp á hverju sinni. Þáttur frá 27. október 2020.
Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum „Já, kennarastarfið hefur breyst mikið á undanförnum árum og áratugum, breytingarnar hafa verið hraðar á allra síðustu árum,“ segir Hjördís Albertsdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara og kennari í Mývatnssveit. Hún var gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum á N4. „Í dag er staðan sú að kennarar og nemendur eru í samvinnu við að leysa ákveðin rauntengd verkefni, kennarinn er nemendum til stuðnings.“
Már Gunnarsson ræðir við Örnu Sigríði Albertsdóttur, þrítuga landsliðskonu í handahjólreiðum, um hvernig það er að takast á við lífið eftir að hafa lent í alvarlegu slysi sem breytti öllu. Arna er einstök kona með frábær viðhorf og fallegt hjartalag sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Að sjálfsögðu er síðan tekið lag í lokin.
Gestir Önnu Marsibil Clausen í Lestarklefanum, umræðuþætti um listir og menningu, eru Auður Albertsdóttir, Ásgeir H. Ingólfsson og Steinþór Helgi Arnsteinsson. Rætt er um nýjustu hljómplötu GDRN, Netflix kvikmyndina Uncut Gems og list á tímum heimsfaraldurs.
Gestir Önnu Marsibil Clausen í Lestarklefanum, umræðuþætti um listir og menningu, eru Auður Albertsdóttir, Ásgeir H. Ingólfsson og Steinþór Helgi Arnsteinsson. Rætt er um nýjustu hljómplötu GDRN, Netflix kvikmyndina Uncut Gems og list á tímum heimsfaraldurs.
Hulda Þórey Garðarsdóttir ljósmóðir byggði upp starfsferilinn í Hong Kong. Hún rak ljósmæðraheimilið Annerly í þessari erilsömu borg og bjó þar í rétt um tvo áratugi. Nú er hún flutt heim og fylgir húsvískum konum eftir á meðgöngu, við fæðingu og sængurlegu. Við slógum á þráðinn norður á Húsavík og heyrðum í Huldu. Á laugardaginn kemur halda ungar athafnakonur í þriðja sinn ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður samfélagsleg ábyrgð og ber ráðstefnan yfirskriftina Næsta skref í þágu framtíðar. Þær Snæfríður Jónsdóttir formaður UAK og Auður Albertsdóttir, kynningastjóri kíktu til okkar í morgunkaffi og sögðu okkur meira. Pálmar Örn Guðmundsson, trúbador og þjálfari, setti sér það markmið í september að gefa út eitt lag á viku á Spotify. Fimmtán eru eftir svo hann er enn að. Víkurfréttir kalla hann einn fjölhæfasta Grindvíkinginn, því ekki aðeins semur hann tónlist, heldur kennir salsa, þjálfar unga stráka í knattspyrnu og málar svo eitthvað sé nefnt. Pálmar var á línunni og við heyrðum líka eitt laganna. Ef að fólk fer eftir reglum og viðmiðunum er engin ástæða til að hætta að ferðast. Þetta segir Pétur Óskarsson sem rekur ferðaskrifstofuna Kötlu Travel. Hann gerir út á þýskan markað og segir enn engan hafa hætt við ferð hingað til lands. Ferðaviðvaranir yfirvalda til Íslands yrðu hins vegar þungt högg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Pétur ræddi þessi mál við okkur. Lára Ómarsdóttur úr Kveik leit við hjá okkur og sagði okkur frá miklum viðbrögðum við umfjöllun þáttarins um fátækt á Íslandi, en margir hafa haft samband og vilja m.a. leggja lið. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kom og ræddi íslenskt mál að venju og að þessu sinni beindi hún sjónum að orðinu einmana, með einu n-i. Tónlist: Bríet - Ómissandi fólk. Al Green - Lets stay together. KK - Kærleikur og tími. Jordan MacKampa - What am I. Suzanne Vega - Left of center. Pálmar Örn Guðmundsson - Viskí og dans. Myrkvi - Sér um sig. Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið sem mig langar í). SSSól - Einmana. The Police - Dont stand so close to me.
Hulda Þórey Garðarsdóttir ljósmóðir byggði upp starfsferilinn í Hong Kong. Hún rak ljósmæðraheimilið Annerly í þessari erilsömu borg og bjó þar í rétt um tvo áratugi. Nú er hún flutt heim og fylgir húsvískum konum eftir á meðgöngu, við fæðingu og sængurlegu. Við slógum á þráðinn norður á Húsavík og heyrðum í Huldu. Á laugardaginn kemur halda ungar athafnakonur í þriðja sinn ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður samfélagsleg ábyrgð og ber ráðstefnan yfirskriftina Næsta skref í þágu framtíðar. Þær Snæfríður Jónsdóttir formaður UAK og Auður Albertsdóttir, kynningastjóri kíktu til okkar í morgunkaffi og sögðu okkur meira. Pálmar Örn Guðmundsson, trúbador og þjálfari, setti sér það markmið í september að gefa út eitt lag á viku á Spotify. Fimmtán eru eftir svo hann er enn að. Víkurfréttir kalla hann einn fjölhæfasta Grindvíkinginn, því ekki aðeins semur hann tónlist, heldur kennir salsa, þjálfar unga stráka í knattspyrnu og málar svo eitthvað sé nefnt. Pálmar var á línunni og við heyrðum líka eitt laganna. Ef að fólk fer eftir reglum og viðmiðunum er engin ástæða til að hætta að ferðast. Þetta segir Pétur Óskarsson sem rekur ferðaskrifstofuna Kötlu Travel. Hann gerir út á þýskan markað og segir enn engan hafa hætt við ferð hingað til lands. Ferðaviðvaranir yfirvalda til Íslands yrðu hins vegar þungt högg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Pétur ræddi þessi mál við okkur. Lára Ómarsdóttur úr Kveik leit við hjá okkur og sagði okkur frá miklum viðbrögðum við umfjöllun þáttarins um fátækt á Íslandi, en margir hafa haft samband og vilja m.a. leggja lið. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kom og ræddi íslenskt mál að venju og að þessu sinni beindi hún sjónum að orðinu einmana, með einu n-i. Tónlist: Bríet - Ómissandi fólk. Al Green - Lets stay together. KK - Kærleikur og tími. Jordan MacKampa - What am I. Suzanne Vega - Left of center. Pálmar Örn Guðmundsson - Viskí og dans. Myrkvi - Sér um sig. Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið sem mig langar í). SSSól - Einmana. The Police - Dont stand so close to me.
Sigurrós Friðriksdóttir Umhverfisstofnun: Allt frá áramótum hafa verið að finnast olíublautir fuglar í Vestmannaeyjum og víðar. Umhverfisstofnun annast rannsókn á því hver uppruni olíunnar er. Daðey Albertsdóttir sálfræðinemi: Daðey er mastersnemi í klínískri sálfræði við HR og segir frá rannsóknum sínum á loftslagskvíða, fyrirbæri sem hrjáir sífellt fleira fólk. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli ræðir hún annarsvegar um erfðafræði og svo Covid 19 veiruna.
Sigurrós Friðriksdóttir Umhverfisstofnun: Allt frá áramótum hafa verið að finnast olíublautir fuglar í Vestmannaeyjum og víðar. Umhverfisstofnun annast rannsókn á því hver uppruni olíunnar er. Daðey Albertsdóttir sálfræðinemi: Daðey er mastersnemi í klínískri sálfræði við HR og segir frá rannsóknum sínum á loftslagskvíða, fyrirbæri sem hrjáir sífellt fleira fólk. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli ræðir hún annarsvegar um erfðafræði og svo Covid 19 veiruna.
Sigurrós Friðriksdóttir Umhverfisstofnun: Allt frá áramótum hafa verið að finnast olíublautir fuglar í Vestmannaeyjum og víðar. Umhverfisstofnun annast rannsókn á því hver uppruni olíunnar er. Daðey Albertsdóttir sálfræðinemi: Daðey er mastersnemi í klínískri sálfræði við HR og segir frá rannsóknum sínum á loftslagskvíða, fyrirbæri sem hrjáir sífellt fleira fólk. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli ræðir hún annarsvegar um erfðafræði og svo Covid 19 veiruna.
Úrslitakvöld söngvakeppni Sjónvarpsins er á morgun, þá veljum við lagið sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovison keppninni í maí en sú keppni verður haldin í Rotterdam. Margir nýjir flytjendur hafa komið fram í bland við þekktari nöfn og við heyrðum í nokkrum reynsluboltum söngsins og keppninnar í þættinum. Eva Ásrún Albertsdóttir hin eðal ríkisrödd en Eva tók þátt í óteljandi undankeppnum hér heima og fór einnig út sem bakrödd. Bjarni Arason sem söng Karen Karen svo ógleymanlega um árið og svo var það Eyfi, Eyjólfur Kristjánsson á línunni frá Þýskalandi, hann samdi Drauminn um Nínu , lag sem hefur aldrei dalað í vinsældum frá því hún var fyrst flutt árið 1991. Eyfi var staddur í Þýskalandi en undanfarna daga hefur hann verið að skíða niður brekkurnar í Madonna di Campiglio á Norður Ítalíu. Við spjölluðum við þau Bjarna, Evu Ásrúnu og Eyjólf um úrslitakvöld söngvakeppninnar og þau minntust líka góðra stunda með Ragga Bjarna í upphafi spjallsins. Það styttist í fermingarnar og ómissandi á veisluborðinu er brauðtertan gamla og góða og hún nýtur enn mikilla vinsælda og á facebook hafa sprottið upp nokkrar síður henni til heiðurs auk þess sem sérstakar keppnir eru haldnar um hönnun brauðterta. Í matarspjallinu í dag töluðum við um brauðtertur og til okkar kom góður gestur, Jón Kristinn Snæhólm sem ræddi um brauðtertumenningu landans, en hann segir sjálfur að hann búi til eina allra bestu brauðtertu, ekki í heiminum, heldur hreinlega í alheiminum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Úrslitakvöld söngvakeppni Sjónvarpsins er á morgun, þá veljum við lagið sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovison keppninni í maí en sú keppni verður haldin í Rotterdam. Margir nýjir flytjendur hafa komið fram í bland við þekktari nöfn og við heyrðum í nokkrum reynsluboltum söngsins og keppninnar í þættinum. Eva Ásrún Albertsdóttir hin eðal ríkisrödd en Eva tók þátt í óteljandi undankeppnum hér heima og fór einnig út sem bakrödd. Bjarni Arason sem söng Karen Karen svo ógleymanlega um árið og svo var það Eyfi, Eyjólfur Kristjánsson á línunni frá Þýskalandi, hann samdi Drauminn um Nínu , lag sem hefur aldrei dalað í vinsældum frá því hún var fyrst flutt árið 1991. Eyfi var staddur í Þýskalandi en undanfarna daga hefur hann verið að skíða niður brekkurnar í Madonna di Campiglio á Norður Ítalíu. Við spjölluðum við þau Bjarna, Evu Ásrúnu og Eyjólf um úrslitakvöld söngvakeppninnar og þau minntust líka góðra stunda með Ragga Bjarna í upphafi spjallsins. Það styttist í fermingarnar og ómissandi á veisluborðinu er brauðtertan gamla og góða og hún nýtur enn mikilla vinsælda og á facebook hafa sprottið upp nokkrar síður henni til heiðurs auk þess sem sérstakar keppnir eru haldnar um hönnun brauðterta. Í matarspjallinu í dag töluðum við um brauðtertur og til okkar kom góður gestur, Jón Kristinn Snæhólm sem ræddi um brauðtertumenningu landans, en hann segir sjálfur að hann búi til eina allra bestu brauðtertu, ekki í heiminum, heldur hreinlega í alheiminum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Markþjálfunardagurinn er á fimmtudaginn, en þá stendur ICF Iceland, félag markþjálfa á Íslandi fyrir árlegri ráðstefnu sem að þessu sinni er undir yfirskriftinni Hver er ávinningur fyrirtækja af því að markþjálfa hópa og teymi? Þau Ragnhildur Vigfúsdóttir og Gestur Pálmason kíktu til okkar í morgunkaffi og sögðu okkur meira af markþjálfun og notagildi hennar. Íbúar á Reykjanesskaga búa sig undir mögulegt eldgos þessa dagana. Ýmsar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp af vísindamönnum sem til þekkja og við fengum til okkar Þóru Björgu Andrésdóttur jarðfræðing, sem í námi sínu vann að hættumati vegna eldgosa og hverjar líklegustu staðsetningar eldsumbrota á Reykjanesi eða vesturhluta þess eru. Þar var eldfjallavá metin við eldstöðvakerfið Reykjanes út frá fyrri atburðum á svæðinu. Af hverju kvíðum við loftslagsbreytingum og hvað er til ráða? Daðey Albertsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, leitar nú að þátttakendum í lokarannsókn sína um áhrif breytinganna á geðheilsu og hegðun landsmanna. Nú þegar hafa 400 tekið þátt en hún vill sjá þúsund manns taka þátt og hvetur fólk til að kíkja á Facebook síðunni Áhrif upplýsinga um loftslagbreytingar á geðheilsu og hegðun þar sem hægt er að taka þátt. Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, kom til okkar og sagði okkur frá nýsköpun í sjávarútvegi en hann hefur skrifað bók um efnið. Hann fer þar yfir hvernig Íslendingum hefur tekist að byggja upp nýsköpunar- og sprotafyrirtæki á heimsmælikvarða í atvinnugrein sem hann segir að talin sé deyjandi í sumum löndum. Sævar Helgi Bragason kom í sína vikulegu heimsókn og ræddi vísindi. m.a. eldgos og elsta gíg sem fundist hefur á jörðinni. Tónlist: Lay Low - Þorralitirnir. Stefán Hilmarsson - Enginn efi. Hildur Vala - Sem og allt annað. Sváfnir Sig - Fer sem fer. Foo Fighters - Walking after you. Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið sem mig langar í). Harry Styles - Adore you. Erlend Öye og Hjálmar - Fence me in. Billie Eilish - Everything I wanted. Emilíana Torrini - Me and Armini. Axel Ó. - Tíminn stendur aldrei kyrr.
Markþjálfunardagurinn er á fimmtudaginn, en þá stendur ICF Iceland, félag markþjálfa á Íslandi fyrir árlegri ráðstefnu sem að þessu sinni er undir yfirskriftinni Hver er ávinningur fyrirtækja af því að markþjálfa hópa og teymi? Þau Ragnhildur Vigfúsdóttir og Gestur Pálmason kíktu til okkar í morgunkaffi og sögðu okkur meira af markþjálfun og notagildi hennar. Íbúar á Reykjanesskaga búa sig undir mögulegt eldgos þessa dagana. Ýmsar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp af vísindamönnum sem til þekkja og við fengum til okkar Þóru Björgu Andrésdóttur jarðfræðing, sem í námi sínu vann að hættumati vegna eldgosa og hverjar líklegustu staðsetningar eldsumbrota á Reykjanesi eða vesturhluta þess eru. Þar var eldfjallavá metin við eldstöðvakerfið Reykjanes út frá fyrri atburðum á svæðinu. Af hverju kvíðum við loftslagsbreytingum og hvað er til ráða? Daðey Albertsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, leitar nú að þátttakendum í lokarannsókn sína um áhrif breytinganna á geðheilsu og hegðun landsmanna. Nú þegar hafa 400 tekið þátt en hún vill sjá þúsund manns taka þátt og hvetur fólk til að kíkja á Facebook síðunni Áhrif upplýsinga um loftslagbreytingar á geðheilsu og hegðun þar sem hægt er að taka þátt. Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, kom til okkar og sagði okkur frá nýsköpun í sjávarútvegi en hann hefur skrifað bók um efnið. Hann fer þar yfir hvernig Íslendingum hefur tekist að byggja upp nýsköpunar- og sprotafyrirtæki á heimsmælikvarða í atvinnugrein sem hann segir að talin sé deyjandi í sumum löndum. Sævar Helgi Bragason kom í sína vikulegu heimsókn og ræddi vísindi. m.a. eldgos og elsta gíg sem fundist hefur á jörðinni. Tónlist: Lay Low - Þorralitirnir. Stefán Hilmarsson - Enginn efi. Hildur Vala - Sem og allt annað. Sváfnir Sig - Fer sem fer. Foo Fighters - Walking after you. Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið sem mig langar í). Harry Styles - Adore you. Erlend Öye og Hjálmar - Fence me in. Billie Eilish - Everything I wanted. Emilíana Torrini - Me and Armini. Axel Ó. - Tíminn stendur aldrei kyrr.
Gestur Hjúpsins þetta skiptið er Daðey Albertsdóttir, en hún meistaranemi í klínískri sálfræði og skrifaði grein sem ber heitið Með loftslagsáhyggur heimsins á herðum mér (aðgengilegt á Vísi). Hér ræðum við um loftslagskvíða og hvaða ráð eru við honum. Umsjón: Patricia Anna Þormar Tónlistarstef: Kjartan Baldursson
Á sama tíma og fregnir berast af útdauða ástralskrar rottutegundar, finnst risaskjaldbaka á Galapagos-eyjum sem talin var hafa dáið út fyrir um 100 árum. Við ræddum við Arnar Pálsson prófessor í lífupplýsingafræði um útdauða tegunda og hvaða von menn eygja til að bjarga dýrum í útrýmingarhættu. Það stefnir allt í verkföll í næsta mánuði nema eitthvað óvænt gerist í samningamálum á næstu dögum. Fram hefur komið að greidd verða atvæði hjá Eflingu um vinnustöðvun á veitinga og gististöðvum þann 9. mars og reikna má með að fleiri verkalýðsfélög fari sömu leið. En hvaða reglur gilda um verkföll og svo verkbönn sem er tæki sem atvinnurekendur hafa í vinnudeilum? Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður, sem lengi vann hjá ASÍ og var lektor í vinnurétti, fór yfir þetta með okkur. Til stendur að breyta aðalskipulagi Skagafjarðar og rennur frestur til athugasemda út á næstunni. Ýmsir hafa gert athugasemdir við tillögur að legu Blöndulínu 3 en þar er gert ráð fyrir 20 metra háum möstrum sem liggja munu nálægt bújörðum. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir býr á Saurbæ í Skagafirði og hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessar tillögur og vill að línurnar verði lagðar í jörð, ef af verður. Við slógum á þráðinn norður og heyrðum í Heiðrúnu. Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður, og Auður Albertsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, ráðgjafi hjá Aton og kynningastjóri Ungra athafnakvenna, fóru yfir fréttir vikunnar. Freyr Gígja Gunnarsson var með sinn vikulega pistil um fræga fólkið í Hollywoodhreppi. Tónlist: Helgi Björns - Vængir. Warmland - Further. Pálmi Gunnarsson - Hvers vegna varstu ekki kyrr? Hera Björk - Moving on. Fleetwood Mac - Little lies.
Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins - Hvít jól, Svanhildur Jakobsdóttir. Uppruanalega auðvitað White Christmas sem er mest selda smáskífa allra tíma en lagið hefur selst í amk 50 milljón eintökum Fimman - Guðmundur Rafnkell Gíslason tónlistarmaður frá Neskaupstað var gestur Felix og sagði frá fimm hljóðfærum sem hafa haft áhrif á hann frá því í barnæsku. Þetta voru hljóðfærin en þeim fylgdu auðvitað skemmtilegar sögur af ýmsu bralli Blokkflautan - fyrsta hljóðfærið er það fyrsta sem Gummi tók upp með Sigurjóni Kristinssyni vini sínum. Það tengist líka tónlistarkennaranum Ágústi Ármann sem átti eftir að verða mikill vinur Guðmundar og örlagavaldur í lífi hans. Básúna - hljóðfæri tvö reyndist vera básúna og aftur var það með besta vininum Sigurjóni Kristinssyni en það voru einmitt til tvær básúnur! Jón Lundberg stjórnandi sá til þess. Gummi hefur haldið við básúnuleiknum og notað þá hæfileika áfram í tónlistinni sinni. Að auki halda þau saman lúðrasveit fyrir austan og æfa einu sinni í viku. Það er dæmigert samfélagslegt verkefni hjá hópi fólks sem finnst nauðsynlegt að það sé til lúðrasveit á staðnum! Rauði bassinn - Þegar Gummi var byrjaður í Sú Ellen vildi hann fá sér hljóðfæri til að geta samið tónlist á og fyrir valinu varð Gibson bassi sem hann fann í hljóðfæraverslun á Akureyri. Raunar hafði Gummi ekki efni á bassanum þar á staðnum og lét því senda sér bassann austur í Neskaupstað í póstkröfu og náði að skrapa saman fyrir hljóðfærinu og leysa það út. Nú er bassinn verðmætasta hljóðfæri sem Gummi á enda frá árinu 1967 og því mjög einstakur. Kassagítar - Yamaha kassagítar er fyrsti kassagítarinn sem Guðmundur eignast. Sú Ellen fór í pásu og Gummi vildi taka sig á og læra á gítar til að hann gæti komið fram einn og óstuddur. Hann stóð við að koma fram ári síðar einn með gítarinn en viðurkennir að hann hafi ekkert verið neitt sérstaklega góður. Og hlær. Rafmagnsgítar - Fyrir tveimur árum kaupir Gummi sér Fender Telecaster sem er svona töffaragítar eins og Bruce Springsteen notar jafnan. Hann spurði gaurinn í búðinni hvort það fylgdi gítarkassi en hann svaraði að það væri nú því miður ekki svo en hinsvegar fylgdi honum fullt af flottri tónlist ef hann væri heppinn. Og það fór líka svo að Gummi samdi flest lögin á nýju plötunni einmitt á þennan gítar. Viðtal / umfjöllun. Kolbrún Albertsdóttir, PQ-17 skipalestin, sigling Alberts Sigurðssonar til heljar og heim. Fréttagetraun - höfundur Árni Freyr Magnússon
Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins - Hvít jól, Svanhildur Jakobsdóttir. Uppruanalega auðvitað White Christmas sem er mest selda smáskífa allra tíma en lagið hefur selst í amk 50 milljón eintökum Fimman - Guðmundur Rafnkell Gíslason tónlistarmaður frá Neskaupstað var gestur Felix og sagði frá fimm hljóðfærum sem hafa haft áhrif á hann frá því í barnæsku. Þetta voru hljóðfærin en þeim fylgdu auðvitað skemmtilegar sögur af ýmsu bralli Blokkflautan - fyrsta hljóðfærið er það fyrsta sem Gummi tók upp með Sigurjóni Kristinssyni vini sínum. Það tengist líka tónlistarkennaranum Ágústi Ármann sem átti eftir að verða mikill vinur Guðmundar og örlagavaldur í lífi hans. Básúna - hljóðfæri tvö reyndist vera básúna og aftur var það með besta vininum Sigurjóni Kristinssyni en það voru einmitt til tvær básúnur! Jón Lundberg stjórnandi sá til þess. Gummi hefur haldið við básúnuleiknum og notað þá hæfileika áfram í tónlistinni sinni. Að auki halda þau saman lúðrasveit fyrir austan og æfa einu sinni í viku. Það er dæmigert samfélagslegt verkefni hjá hópi fólks sem finnst nauðsynlegt að það sé til lúðrasveit á staðnum! Rauði bassinn - Þegar Gummi var byrjaður í Sú Ellen vildi hann fá sér hljóðfæri til að geta samið tónlist á og fyrir valinu varð Gibson bassi sem hann fann í hljóðfæraverslun á Akureyri. Raunar hafði Gummi ekki efni á bassanum þar á staðnum og lét því senda sér bassann austur í Neskaupstað í póstkröfu og náði að skrapa saman fyrir hljóðfærinu og leysa það út. Nú er bassinn verðmætasta hljóðfæri sem Gummi á enda frá árinu 1967 og því mjög einstakur. Kassagítar - Yamaha kassagítar er fyrsti kassagítarinn sem Guðmundur eignast. Sú Ellen fór í pásu og Gummi vildi taka sig á og læra á gítar til að hann gæti komið fram einn og óstuddur. Hann stóð við að koma fram ári síðar einn með gítarinn en viðurkennir að hann hafi ekkert verið neitt sérstaklega góður. Og hlær. Rafmagnsgítar - Fyrir tveimur árum kaupir Gummi sér Fender Telecaster sem er svona töffaragítar eins og Bruce Springsteen notar jafnan. Hann spurði gaurinn í búðinni hvort það fylgdi gítarkassi en hann svaraði að það væri nú því miður ekki svo en hinsvegar fylgdi honum fullt af flottri tónlist ef hann væri heppinn. Og það fór líka svo að Gummi samdi flest lögin á nýju plötunni einmitt á þennan gítar. Viðtal / umfjöllun. Kolbrún Albertsdóttir, PQ-17 skipalestin, sigling Alberts Sigurðssonar til heljar og heim. Fréttagetraun - höfundur Árni Freyr Magnússon
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði frá uppvextinum á Mýrunum, heimavist í barnaskóla í Borgarfirði, árunum í MA, og síðar í Þýskalandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Hann ræddi umhverfismál, áhugamál og ýmislegt fleira meðal annars símtalinu sem hann fékk frá Katrínu Jakobsdóttur í nóvember 2017 sem leiddi til þess að hann tók við ráðherraembættinu. Arna Sigríður Albertsdóttir sagði frá uppvextinum á Ísafirði, áhugamálunum sem voru m.a. fótbolti og skíði. Hún sagði frá örlagaríkri æfingaferð til Noregs þar sem hún lamaðist í skíðaslysi en hefur síðan þá náð að byggja sig upp andlega og líkamlega og er nú að undirbúa sig fyrir keppni á paralympic Tokyo 2020.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði frá uppvextinum á Mýrunum, heimavist í barnaskóla í Borgarfirði, árunum í MA, og síðar í Þýskalandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Hann ræddi umhverfismál, áhugamál og ýmislegt fleira meðal annars símtalinu sem hann fékk frá Katrínu Jakobsdóttur í nóvember 2017 sem leiddi til þess að hann tók við ráðherraembættinu. Arna Sigríður Albertsdóttir sagði frá uppvextinum á Ísafirði, áhugamálunum sem voru m.a. fótbolti og skíði. Hún sagði frá örlagaríkri æfingaferð til Noregs þar sem hún lamaðist í skíðaslysi en hefur síðan þá náð að byggja sig upp andlega og líkamlega og er nú að undirbúa sig fyrir keppni á paralympic Tokyo 2020.
Hjördís er kennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit, í árs leyfi frá Norðlingaskóla í Reykjavík. Hanging Tree – Hunger Games