Fjórðungur - Hlaðvarp

Follow Fjórðungur - Hlaðvarp
Share on
Copy link to clipboard

Hlaðvarp um Domino's deild karla með sagnfræðilegu ívafi. Umsjónarmenn eru Heiðar Lind Hansson og Árni Jóhannsson.

Fjórðungur


    • Apr 16, 2025 LATEST EPISODE
    • infrequent NEW EPISODES
    • 1h 5m AVG DURATION
    • 52 EPISODES


    Search for episodes from Fjórðungur - Hlaðvarp with a specific topic:

    Latest episodes from Fjórðungur - Hlaðvarp

    Framlenging Fjórðungs tímabilið 2024-2025 - 8 liða úrslit

    Play Episode Listen Later Apr 16, 2025 40:36


    Loksins komust strákarnir að hljóðnemunum og gerðu upp átta liða úrslitin, spáðu í spilin og rétt renndu yfir aðrar deildir. Við fáum nýjan Íslandsmeistara og möguleiki á Garðabæjar rimmu í úrslitum er möguleiki. Spennandi tímar.

    Fyrsti Fjórðungur tímabilsins 2024-2025

    Play Episode Listen Later Nov 22, 2024 48:20


    Heiðar og Árni settust niður ræddu landsliðið og svo tóku vörutalningu á liðunum í Bónus deild karla. Hvað vitum við? Ekki neitt?

    Upphitunarþáttur Fjórðungs fyrir tímabilið 2024-2025

    Play Episode Listen Later Oct 3, 2024 46:05


    Loksins komumst við að hljóðnemum til að ræða körfubolta komandi vetrar og spáð í spilin. Hvar endar nýliðarnir og hverjir ættu að vera hærra í spánni eða neðar skv. Árna og Heiðari.

    Þriðja framlenging tímabilsins 2023-2024

    Play Episode Listen Later Jun 13, 2024 32:02


    Árni og Heiðar settust niður og hylltu Íslandsmeistara Vals, ræddu úrslitaeinvígið og ræddu það sem vitað er nú þegar varðandi íslenskan körfubolta.Við þökkum kærlega fyrir veturinn. 

    Önnur framlenging tímabilsins 2023-2024

    Play Episode Listen Later May 17, 2024 48:11


    Við settumst niður og gerðum hreint fyrir okkar dyrum en við skulduðum þátt en allt í góðu. Við renndum örlítið yfir liðin sem hurfu af sviðinu eftir 8 liða úrslitin. Lof eða last þar. Tókum undanúrslitaeinvígin fyrir og þar var smá ef og hefði leikur en að endingu spáðum við í spilin fyrir úrslitaeinvígið. Einnig buðum KR og ÍR velkomin aftur og ræddum úrslitaeinvígið kvennamegin í smástund.

    Fjórði Fjórðungur tímabilsins 2023-2024

    Play Episode Listen Later Apr 13, 2024 69:07


    Strákarnir settust niður, kvöddu fjögur lið og einn þjálfara, gerðu upp tímabil liðanna sem komust í úrslitakeppni og rýndu í framtíð einvígjanna. Spennan er mikil á sumum vígstöðvum og hefur minnkað annarsstaðar. 

    Þriðji Fjórðungur tímabilsins 2023-2024.

    Play Episode Listen Later Feb 29, 2024 84:56


    Árni og Heiðar settust niður og fóru yfir stöðuna nú þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni, rýndu í stöðuna og spáðu fyrir um það hvernig liðin raðist upp í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Valur - Höttur 1-8Grindavík - Álftanes 2-7Keflavík - UMFT 3-6Þór - Njarðvík 4-5Einnig var rætt um landslið karla og árangur þeirra, Subway deild kvenna, fyrstu deildirnar og önnur deild karla. Góðar stundir

    Fyrsti og Annar Fjórðungur tímabilið 2023-2024

    Play Episode Listen Later Dec 20, 2023 81:42


    Við tókum heildrænt uppgjör á því hvernig Subway deild karla 2023-2024 hefur gengið. Mikil spenna, þéttur pakki, vesen á leikmannahópum og engin leið til að sjá hvernir það eru sem verða deildarmeistarar og síður Íslandsmeistarar.

    Upphitun fyrir tímabilið 2023-2024. Stigahlaup og skot af lyklinum

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2023 80:14


    Heiðar og Árni settust niður og rýndu í landslagið fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Spáð var fyrir um röð liðanna í deildarkeppni og svo aðeins nefnt hverjir gætu verið Íslandsmeistarar þegar allt er afstaðið. Mun það koma á óvart hverja strákarnir telja vera sigurstranglegasta? Væntanlega ekki.

    Þriðja framlenging tímabilsins 2022-2023

    Play Episode Listen Later May 24, 2023 52:55


    Tímabilinu er lokið. Við hylltum Íslandsmeistara Tindastóls og ræddum helstu leikendur. Þvílíkt einvígi og þvílíkur sigur Sauðkrækinga. Einnig ræddum við menningu og fórum yfir sviðið fyrir næsta tímabil. 

    Önnur framlenging tímabilsins 2022-2023

    Play Episode Listen Later May 4, 2023 58:16


    Nú er ekkert annað eftir en að útkljá það hverjir lyfta Íslandsmeistaratitlinum og það er endurtekið efni frá því í fyrra. Valur og Tindastóll munu berjast um titilinn. Við reyndum að rýna í þetta, kvöddum Loga, fórum yfir undanúrslita einvígin og tæptum á því sem við vitum fyrir næsta tímabil. 

    Fyrsta framlenging tímabilsins 2022-2023

    Play Episode Listen Later Apr 20, 2023 48:49


    Sumarið er komið, 8 líða úrslitum er lokið og alvaran og dramatíkina verður bara meiri héðan af. Við fórum yfir einvígin sem er lokið,  kvöddu  liðin sem duttu út og rýndum í undanúrslitum.

    Fjórði Fjórðungur tímabilsins 2022-2023.

    Play Episode Listen Later Mar 28, 2023 101:47


    Útlendingar, úrslitakeppni og ekki útséð með hvernig deildin endar að fullu en Árni og Heiðar renndur yfir breitt svið ásamt hefðbundnu Fjórðungsuppgjöri. 1. deildin og kvennadeildin fengu einnig smá umfjöllun.

    Þriðji Fjórðungur tímabilsins 2022-2023.

    Play Episode Listen Later Mar 3, 2023 86:32


    Heiðar og Árni settust niður og fóru vítt yfir sviðið. Landsliðið tekið fyrir, Subway deild karla gerð upp af gömlum vana og 1. deildin tekin fyrir.Gætu Stjarnan og Grindavík misst af úrslitakeppninni? Fá Héraðsbúar að finna úrslitakeppnistilfinninguna? Hverjir verða deildarmeistarar og sleppa við Þór Þ. í fyrstu umferð? Það virðast verða aðalverðlaunin.

    Annar Fjórðungur tímabilið 2022-2023

    Play Episode Listen Later Jan 5, 2023 103:25


    Heiðar og Árni settust niður til að gera upp annan Fjórðung tímabilsins. Rætt var um dómarastéttina og svo rennt yfir liðin tólf í Subway-deild karla í körfuknattleik. Sum lið eru í vondum málum, sum lið eru bara skrýtin, önnur lið sigla lygnan sjó og svo eru lið sem eru mjög góð og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.

    Fyrsti Fjórðungur timbilsins 2022-2023

    Play Episode Listen Later Nov 7, 2022 85:51


    Heiðar og Árni settust niður í aðdraganda landsleikjhlés til að gera upp fyrsta Fjórðung tímabilsins. Væri réttara að kalla deildina Borgarlínudeildina? Lið gætu allavega færst ansi hratt á milli efri byggðar og neðri byggðar með sigri eða tapi. Kemur á óvart hvar nokkur lið eru staðsett í dag og svo kemur minna á óvart hvar önnur lið eru staðsett. 

    Upphitunarröðin fyrir tímabilið 2022-2023

    Play Episode Listen Later Oct 7, 2022 88:31


    Upphitunin er í seinna lagi þetta tímabilið en henni er nú lokið. Við lofsungum Pavel Ermolinskij áður en við fórum yfir spána hjá Fjórðungi. Fer Höttur beint niður aftur og hverja taka þeir þá með sér? Eru Keflvíkingar bestir? Það eru stórar spurningar sem við fáum svör við í vetur.

    Loka Fjórðungur tímabilsins 2021-2022

    Play Episode Listen Later May 20, 2022 44:51


    Heiðar og Árni settust við fjarfundarbúnaðinn og ræddu um loka rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn, Íslandsmeistara Vals, leikmennina sem skópu titilinn, Stólana og þeirra vegferð, stuðið á pöllunum áður en þeir renndu yfir sviðið fyrir næsta tímabil og landslið Íslands. Pavel Ermolinskij á drjúgan part. Þrjú korter af körfuboltaspjalli.

    Önnur framlenging tímabilsins 2021-2022

    Play Episode Listen Later May 6, 2022 41:08


    Það er komið að því! Tvö lið eftir með eitt markmið. Valur og Tindastól munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn þetta tímabilið og eru þau vel að því komin. Við óskuðum Njarðvíkingum til hamingju með sinn titil fórum yfir undarnúrslitin og spáðum í spilin fyrir úrslitaeinvígið.

    Fyrsta framlenging tímabilsins 2021-2022

    Play Episode Listen Later Apr 20, 2022 53:52


    Farið yfir sviðið eins og það lítur út eftir átta liða úrslit Subway deildar karla og spáð í spilin fyrir undanúrslitin. Fáum við 2 oddaleiki í byrjun maí? Það væri heldur betur fengur fyrir körfuboltaaðdáandann. Einnig var drepið á úrslitaviðureign kvenna og neðri deildum.

    Fjórði Fjórðungur tímabilsins 2021-2022.

    Play Episode Listen Later Apr 5, 2022 72:53


    Farið var yfir neðstu fjögur liðin, snert á undanúrslitum kvenna og farið yfir einvígin í 8-liða úrslitum karla. Þá var tímabilið gert upp, sett saman úrvalslið og menn valdir bestir og efnilegastir.

    Þriðji Fjórðungur tímabilsins 2021-2022.

    Play Episode Listen Later Feb 22, 2022 90:07


    Farið yfir sviðið eftir skrýtinn Fjórðung af tímabilinu. Hvernig sjá strákarnir fyrir sér að efstu átta raðist? Hverjir missa af úrslitakeppninni? Landslið. Smá 1. deild og Subway deild kvenna.

    Annar Fjórðungur tímabilið 2021-2022

    Play Episode Listen Later Jan 5, 2022 75:05


    Settumst niður og gerðum upp annan Fjórðung. Falldraugurinn lifir á landsbyggðinni. Höfðum áhyggjur og ekki af nokkrum liðum. Taflan lýgur sjaldan en Þór frá Þorlákshöfn er tilbúnasta liðið en Keflavík eru bestir.

    Fyrsta Fjórðungs uppgjörið tímabilið 2021-2022

    Play Episode Listen Later Nov 18, 2021 93:37


    Uppgjör á fyrsta Fjórðungi er komið og tímabært sýnist okkur. Hverjir eru á leiðinni upp og hverjir niður? Hvar standa liðin gagnvart spá okkar og hvað er langt á milli íþróttahúsa? 

    Upphitunarröðin hjá Fjórðungi fyrir tímabilið 2021-2022

    Play Episode Listen Later Oct 5, 2021 85:03


    Við erum mættir aftur og er það ekki seinna að vænna. Körfuboltatímabilið hefst núna á miðvikudaginn og við þurftum að setjast niður og kraftraða liðunum í Úrvalsdeild karla.Flestir átta sig á því hverjir eru neðstir og hverjir gætu mögulega verið efstir en hvar raðast hinir?

    Loka Fjórðungur tímabilsins 2020-2021

    Play Episode Listen Later Jul 10, 2021 61:25


    Löngu, skemmtilegu og eftirminnilegu tímabili er lokið. Þór Þorlákshöfn er Íslandsmeistari og þurfti að gera upp lokaeinvígið við Keflavík. Einnig var farið yfir viðurkenningar, mölbúahátt KKÍ, leikmannamál, mál Kristófers Acox, leikjadagskrá næsta tímabils og fleira.

    2. framlenging Fjórðungs tímabilið 2020-2021

    Play Episode Listen Later Jun 15, 2021 61:17


    Strákarnir ræddu leikmanna og þjálfara mál áður en undanúrslitin voru gerð upp. Geta KR og Stjarnan verið ánægð með tímabilið hjá sér? Svo var farið yfir hvað gæti gerst í úrslitaeinvíginu á milli Þórs frá Þorlákshöfn og Keflavíkur. Eiga Keflvíkingar titilinn vísann?

    1. framlenging Fjórðungs 2021

    Play Episode Listen Later May 31, 2021 72:55


    Strákarnir settust fyrir framan tölvurnar og áttu gott samtal um þjálfaramálin í Dominos deild karla, fóru yfir átta liða úrslitin og spáðu í spilin fyrir undanúrslitin. 

    Fjórði Fjórðungur tímabilsins 2020-2021.

    Play Episode Listen Later May 12, 2021 92:07


    Okkur tókst að klára deildarkeppnina. Okkur mun takast að klára úrslitakeppnina. Heiðar og Árni fóru yfir liðin, mátu þau og spáðu síðan fyrir um átta liða úrslitin.

    Þriðji Fjórðungur 2020-2021. Þetta verður klárað

    Play Episode Listen Later Apr 14, 2021 67:02


    Tíðindi dagsins 13. apríl 2021 gerðu það að verkum að strákarnir settust við hljóðnema og fóru yfir stöðuna. Fyrst hvernig Dominos-deild karla verður kláruð og síðar var staðan tekin á hverju liði fyrir sig þegar einn Fjórðungur lifir af deildarkeppninni.

    Annar Fjórðungur tímabilið 2020-2021

    Play Episode Listen Later Feb 16, 2021 61:02


    Árni og Heiðar settust við tölvurnar og fóru yfir breiðar strokur í íslenskum körfubolta. Útlendingamál, liðin þegar 10 umferðir eru búnar og örlítið um 1. deild kk, Dominos kvk og 1. deild kvk.

    Fyrsta Fjórðungs uppgjörið tímabilið 2020-2021

    Play Episode Play 60 sec Highlight Listen Later Jan 31, 2021 94:08


    Í fyrsta sinn eftir Covid pásuna settumst við niður og fórum yfir liðin í Úrvalsdeild karla byggt á staðreyndum en ekki hvað gæti orðið. Vonbrigði, verðbólga, veggurinn og virkilega skemmtilegt að þetta sé komið af stað aftur.

    Upphitun fyrir körfuknattleikstímabilið. Taka 2.

    Play Episode Listen Later Jan 13, 2021 63:19


    Heiðar og Árni tylltu sér með rúmlega tvo metra á milli sín og ræddu þau gleðitíðindi að körfuboltinn fari af aftur af stað. Ástandið, form mótsins, liðin og önnur atriði tekin fyrir á rúmum klukkutíma.

    Fjórðungur ræðir við Arnar Guðjónsson

    Play Episode Listen Later Dec 3, 2020 46:30


    Þjálfari ríkjandi deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar Arnar Guðjónsson hitti okkur í stafrænu upptökuveri og ræddi við okkur um ástandið í íslenskum körfubolta.

    stj arnar gu ungur
    Körfuboltamál Fjórðungs hlaðvarps

    Play Episode Listen Later Nov 11, 2020 64:25


    Fjórðungur hlaðvarp fékk til sín góðan gest en Kristján Gauti Karlsson leit við og ræddi BA ritgerð sína í íslensku „Stökkskot og stoðsendingar: Orðmyndun í íslensku körfuboltamáli." Reynt var að finna orð á nokkra hluti sem hefur ekki verið náð að þýða svo vel sé gert ásamt því að rætt var örlítið um körfuboltann á Vesturlandi og hvenær körfuboltinn fer aftur af stað hér á landi.BA ritgerð Kristjáns er hægt að nálgast hér: https://skemman.is/handle/1946/35554

    fj kristj vesturlandi
    Layupröð Fjórðungs fyrir 2020-21

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2020 83:44


    Yfirferð á liðin í Dominos deild karla og opinber spá Fjórðungs er opinberuð. Einnig rennt yfir 1. deild karla og Dominos deild og 1. deild kvenna. Nóg um að vera semsagt og stutt í mót.

    Skotæfing Fjórðungs fyrir leik

    Play Episode Listen Later Sep 7, 2020 95:33


    Það er klukkutími í leik og menn eru mættir út á gólf að liðka sig til. Farið er yfir hvernig liðin líta út mánuði fyrir mót og gerð drög að spá Fjórðungs. Eru Þórsliðin of lágt í spánni? Er tími Tindastóls kominn loksins? Ætla Valsmenn að gera þetta af alvöru núna?

    Endurlit Fjórðungs - Keflavík - Skallagrímur 6.4.2006

    Play Episode Listen Later May 13, 2020 70:19


    Strákarnir þurftu að kveðja tímabilið sem kláraðist aldrei. Þeir gera það með því að fara yfir sviðið í þjálfaramálum á Íslandi og þær sviptingar sem hafa orðið undanfarna daga. Þá var farið til baka um 14 ár og litið aftur á oddaleik Keflavíkur og Skallagríms í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik árið 2006. Bræður börðust og annar þáttastjórnandinn sat á bekk Skallagríms á meðan hinn sat líklega sveittur við að klára ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands. Er þetta stærsta stund í sögu karlakörfunnar í Borgarnesi?Leikinn er hægt að nálgast hér: https://www.youtube.com/watch?v=6q5DpnUd5_U&t=181s

    Endurlit Fjórðungs - ÍRB - London Leopards 15.9.1999

    Play Episode Listen Later Apr 21, 2020 52:33


    Aftur horfðum við á gamlan körfuboltaleik og í þetta sinn varð fyrir valinu leikur ÍRB og London Leopards í Korac bikarnum tímabilið 1999-2000. Líklega hefur aldrei svo rosalegt lið verið sett saman í íslenskum körfubolta. Hægt er að nálgast leikinn hérna á YouTube síðu Friðriks Inga Rúnarssonar: https://www.youtube.com/watch?v=n7ZlEz-xkGY Fyrst þó fórum við yfir sviðið í mannabreytingum á liðunum í Dominos deildunum en það er nóg um að vera á þessum fordæmalausu tímum.

    Sögumoli um ÍRB

    Play Episode Listen Later Apr 20, 2020 15:44


    Í tilefni af því að strákarnir hafa horft á ÍRB á móti London Leopards í Korac bikarnum frá árinu 1999 endurflytjum við sögumola um ÍRB frá 2. janúar 2019.

    Endurlit Fjórðungs - KR-ÍA 29.3.1998

    Play Episode Listen Later Apr 6, 2020 59:04


    Við ákváðum að líta til baka á leik KR og ÍA í undanúrslitum árið 1998. Afrek ÍA í 8-liða úrslitum verður líklega ekki endurtekið. Damon Johnson var rosalega góður og kannski sá besti. 2X20 mínútur. Ermolinskij staran. Skegg! Kærar þakkir til þeirra sem eru að hlaða upp gömlum leikjum á YouTube.Leikinn má nálgast hér: https://youtu.be/LY0SGNlOzxo

    Covid19 Fjórðungur tímabilið 2019-2020

    Play Episode Listen Later Mar 25, 2020 72:37


    Tímabilið fékk heldur snubbóttann endi og eru menn fúlir en við sættum okkur við þetta því rétt ákvörðun var tekin með almannahagsmuni í huga. Við ræðum ákvörðunina áður en við ræðum körfubolta. Stjarnan eru deildarmeistarar en KR verða Íslandsmeistarar sjöunda árið í röð. Kveðjum Fjölni og bjóðum Hött velkomna í Dominosdeildina. Við ræðum einnig hvernig úrslitakeppnin hefði hugsanlega verið.

    Þriðji Fjórðungur 2019-2020

    Play Episode Listen Later Feb 5, 2020 92:36


    Við erum mættir aftur. Nú verður þriðji Fjórðungur Dominos deildar karla gerður upp. Er Valur á leiðinni niður? Ætlar Grindavík að missa af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan 1992? Er Stjarnan orðin deildarmeistari og hvað þýðir það fyrir úrslitakeppnina?

    Áramótabomba Fjórðungs - Áratugurinn gerður upp

    Play Episode Listen Later Dec 27, 2019 52:54


    Heiðar og Árni tylltu sér fyrir framan hljóðnemana til að gera upp áratuginn sem senn er á enda í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Uppgjörinu var skipt upp í sjö flokka og farið um víðan völl.

    Annar Fjórðungur tímabilið 2019-2020

    Play Episode Play 59 sec Highlight Listen Later Dec 27, 2019 59:27


    Staðan tekin á liðunum í úrvalsdeild karla. Hver toppar feigðar kraftröðunina t.d. og hverjir eru með hækkandi hlutabréf? Viljum við ekki fara að fá nýtt nafn á Íslandsmeistarabikarinn?Örlítið drepið á Úrvalsdeild kvenna og litið á neðri deildirnar.

    Fyrsti Fjórðungur tímabilið 2019-2020

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2019 63:24


    Það hefur mikið gengið á í Dominosdeild karla í körfuknattleik og geta sum lið verið mjög ánægð með gengi sitt, einhver geta ekki verið annað en svekkt og önnur eru bara nákvæmlega á þeim stað sem þau eiga að vera. Heiðar og Árni settust fyrir framan hljóðnemana og framkvæmdu Fjórðungs uppgjör

    Ein mínúta í leik hjá Fjórðung

    Play Episode Listen Later Sep 28, 2019 44:45


    Það er stutt í mót og við þurftum að uppfæra spána okkar, tala um Dominosdeild kvenna, 1. deildina og tala um uppáhalds erlenda leikmanninn sem spilaði ekki fyrir liðin okkar.

    Layupröð Fjórðungs. Seinni hluti

    Play Episode Listen Later Aug 31, 2019 37:01


    Heiðar og Árni kláruðu yfirferð sína á liðin í Dominos deild karla og röðuðu liðum niður í sæti 6 og upp í það fyrsta. Seinni hluti var tekinn upp daginn eftir.

    Layupröð Fjórðungs. Fyrri hluti

    Play Episode Play 50 sec Highlight Listen Later Aug 30, 2019 39:36


    Heiðar og Árni mættu í stúdíóið og fóru yfir liðin sem þeir halda að lendi í sætum 7-12 í Dominos deild karla í körfuknattleik tímabilið 2019-2020.

    3. framlenging

    Play Episode Listen Later May 7, 2019 38:45


    Heiðar og Árni settust niður í Kompunni og fóru yfir lokaeinvígið þar sem KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. ÍR-ingum og fleirum þakkað fyrir góðan vetur sem verður væntanlega lengi í minnum hafður.

    kr hei kompunni
    2. framlenging

    Play Episode Listen Later Apr 23, 2019 61:34


    Strákarnir mæta saddir eftir páskana en það er spurning hvor liðin sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn séu orðin södd. Fjórðungur fékk til sín góðan gest en Hörður Unnsteinsson settist niður með okkur og fór yfir undanúrslitin og rýndi í úrslitaviðureign KR og ÍR.

    Claim Fjórðungur - Hlaðvarp

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel