Podcasts about vesturlandi

  • 12PODCASTS
  • 80EPISODES
  • 1h 2mAVG DURATION
  • ?INFREQUENT EPISODES
  • Mar 25, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about vesturlandi

Latest podcast episodes about vesturlandi

Samfélagið
Lífríki Breiðafjarðar, borgir sem breytast með tímanum

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 25, 2025 59:15


Í dag umvefjum við okkur lífríki Breiðafjarðar. Í síðustu viku kíkti Samfélagið í heimsókn á Snæfellsnes og kom við á náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi, sem sinnir vöktunum og rannsóknum á lífríkinu í Breiðafirði og víðar á Vesturlandi. Við ræðum við Róbert Stefánsson, forstöðumann náttúrustofu Vesturlands, meðal annars um haferni, háhyrninga, og ágengar tegundir í íslenskri náttúru. Og síðan heyrum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins í seinni hluta þáttar. Tónlist úr þættinum: Laura Marling - I Was an Eagle. JAPANESE BREAKFAST - Be Sweet. boygenius - True Blue.

Samfélagið
Samfélagið í Borgarnesi

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 24, 2025 59:12


Í dag heilsum við ykkur frá Borgarnesi, nánar tiltekið frá hljóðveri Ríkisútvarpsins í Menntaskóla Borgarfjarðar. Við verðum með hugann við þetta svæði í dag. Við ætlum að ræða rekstur sveitarfélaga, aukaíbúðir sem standa auðar um allt land og byggðabrag við Vífil Karlsson, prófessor í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og ráðgjafi hjá samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Inga Dóra Halldórsdóttir, forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Brákarhlíð og Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar ræða við okkur um líf sitt og störf hér í Borgarnesi og um sameiginlegt verkefni sem snýr að því að auka samskipti þvert á kynslóðir. Ræðum við þau sem starfa hér dagsdaglega, þau Gísla Einarsson, dagskrárgerðarmann og veislustjóra í hjáverkum og Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamann á Vesturlandi.

Samfélagið
Leyndardómar bókhlöðunnar og hraðasektir um jól

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 6, 2024 59:56


Samfélagið sendir út frá Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík, kynnir sér Kvennasögusafnið og fleira á fyrstu hæð byggingarinnar en fær líka að sjá vistarverur drauga og rannsaka harðlæsta hvelfingu í kjallaranum. Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður, ræðir umferðaröryggi, hraðasektir og jólin við Ásmund Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Tónlist: BOB DYLAN & THE BAND - Odds and Ends (Take 2).

Spegillinn
Alvarleg ecoli-hópsýking, læknisþjónusta á landsbyggðinni, væringar innan norsku ríkisstjórnarinnar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 24, 2024 20:12


27 börn hafa greinst með eiturmyndandi Ecoli í hópsýkingu á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Verið er að rannsaka hvernig börnin veiktust en grunurinn hefur einna helst beinst að nautahakki. Þetta er alvarlegasta hópsýking af þessu tagi frá því fyrir fimm árum, og þá sem nú voru það börn sem veiktust. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér málið og ræddi við Vigdísi Tryggvadóttur sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun. Starf eða embætti héraðslæknis er ekki jafn eftirsótt og það eitt sinn var. Í vikunni bárust fréttir af því að sveitarfélög á Vesturlandi vilji leggja heilbrigðisstofnunum lið við að manna lítt eftirsóttar stöður og vinnuálagið er til umræðu í kjarabaráttu lækna. Gréta Sigríður Einarsdóttir ræðir við Sigurð Einar Sigurðsson framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélagsins. Ásakanir um pólitískt vændi fjúka milli stjórnarflokkanna. Forsætisráðherra skammar dómsmálaráðherrann fyrir ljótt orðbragð. Þannig er staðan við ríkisstjórnarborðið í Ósló. En dugar þetta til að stjórnin falli ári áður en kjörtímabili lýkur rétt eins og gerðist á Íslandi? Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Ósló, er með meira um ástandið í konungsríki frænda okkar austan Atlantsála. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Mannlegi þátturinn
Málbjörg og Stamvarpið, Veganestið á Vesturlandi og veðurspjallið

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 3, 2024 51:03


Málbjörg er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp og einnig gefa þeim sem stama möguleika á að hjálpa hvert öðru með því að ræða saman í góðu umhverfi og skiptast á skoðunum og reynslu. Nú hefur félagið sett á fót hlaðvarp, Stamvarpið, og sú sem heldur utan um það heitir Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og við ræddum við hana í þættinum og heyrðu brot úr Stamvarpinu, en í hljóðbútnum heyrðist í Sveini Snæ Kristjánssyni. Páll Ásgeir Ásgeirsson, útivista- og leiðsögumaður, sem kom í Sumarmál á þriðjudögum í sumar, kom í eitt síðasta skipti til okkar í dag. Hann sagði okkur frá áhugaverðum stöðum á Vesturlandi og tengdi meira að segja Vesturland við álfa, huldufólk, skrímsli og geimverur. Veðurspjallið með Einar Sveinbjörnssyni er komið aftur á dagskrá og í dag gerðum við upp með Einari veðursumarið, hita og úrkomu og fáaeina góða daga. Við sppjölluðum einnig um veðrið á Svalbarða sem hefur verið ótrúlega hlýtt sem og í N-Evrópu. Að lokum fjallaði Einar um horfurnar, hvort einhverjar breytingar séu í vændum og hvað gefa lengri tíma spár til kynna. Tónlist í þættinum: Ef að ég má / Friðrik Ómar (erlent lag, texti Óttar Felix Hauksson) Wonderful / Toggi (Hallgrímur Jón Helgason, Helgi Egilsson, Don Pedro,Sveinbjörn Bjarki Jónsson,Toggi, texti Toggi) Fyrirheitna landið / Geirfuglarnir og Jóhann Sigurðarson (Þorkell Heiðarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Víðsjá
Margrét Blöndal i8, Kúmbíu tónlist, Herdís Anna Við Djúpið

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 20, 2024 51:52


„Það eru undur allt í kringum okkur, við þurfum bara að gefa þeim gaum,“ segir myndlistarmaðurinn Margrét Blöndal sem sýnir um þessar mundir í i8 galleríi. Þetta er fjórða einkasýning Margrétar í i8, en hún er löngu þekkt fyrir sín fíngerðu og ljóðrænu verk sem unnin eru þvert á miðla, og sem hafa verið sýnd víða, hér heima og erlendis. Þín er vænst / Do not go roughly into that good night, kallast innsetningin þar sem teikningar á pappír eiga í samtali við gallerís rýmið. Í teikningum ráða eiginleikar efnisins útkomunni, en um leið samband listamannsins við efnið. Við lítum inn í i8 með Margréti í þætti dagsins. Þorleifur Sigurlásson verður einnig með okkur í dag, og að þessu sinni fjallar hann um tónlist frá Kólumbíu. En við byrjum á annarskonar tónlist, sem nú ómar á Ísafirði, þar sem tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur nú yfir. Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður Rúv á Vesturlandi, og bókmenntarýnir okkar hér í Víðsjá, er stödd á hátíðinni og hún fór í göngutúr um bæinn með Herdísi Önnu Jónasdóttur söngkonu.

herd sigr margr einarsd sigurl vesturlandi
Hjjj
65. Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga hf.

Hjjj

Play Episode Listen Later Jun 18, 2024 103:02


Viðmælandi þáttarins er Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hann er fæddur árið 1979 í Reykjavík og er ættaður úr Dölunum á Vesturlandi en ólst upp í Seljahverfinu í Reykjavík. Haraldur gekk í Menntaskóla Reykjavíkur og þaðan lá leiðin í Háskólann í Reykjavík þar sem hann lauk BS prófi í viðskiptafræði. Hann lauk svo MBA-gráðu frá IESE Business School og jafnframt prófi í verðbréfaviðskiptum.  Haraldur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann er einn af þremur stofnendum Fossa fjárfestingarbanka og var jafnframt forstjóri bankans árin 2015 til 2023. Á árunum 2011 til 2015 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Straums fjárfestingarbanka hf. og átti jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans á sama tímabili. Á árunum 2007 til 2010 starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjárstýringar Exista hf. og var forstöðumaður fjármögnunar hjá sama félagi. Þessi þáttur er í boði Indó, Skaga og Taktikal.

Morgunvaktin
Verðbólgan farin að bíta

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 3, 2023 130:00


Verðbólgan er farin að bíta. Kaupmáttur dróst saman á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra um sex prósent. Um það fjallaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, í vikulegu spjalli um efnahag og samfélag. Fram kom líka að yfirdráttarlán heimila hafa aukist og að greinendur búast við stýrivaxtahækkun á morgun. Sameiningardagur Þýskalands er í dag. 33 ár eru liðin frá sameiningu þýsku ríkjanna tveggja. Arthúr Björgvin Bollason í Berlín sagði að enn væri talsverður munur á lífinu og afstöðu fólks í austri og vestri. Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi kemur saman til árlegs haustþings á morgun. Það er að þessu sinni haldið í Reykholti í Borgarfirði. Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi ræddi um helstu málefni landshlutans. Sameingarmál voru m.a. nefnd og kvaðst Guðveig geta séð fyrir sér sameiningu allra níu sveitarfélaganna á Vesturlandi í eitt. Tónlist: Apache - The Shadows, Song for Duke - The Shadows, God only knows - The Shadows, Drög að heimkomu - Orri Harðarson. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Morgunvaktin
Verðbólgan farin að bíta

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 3, 2023


Verðbólgan er farin að bíta. Kaupmáttur dróst saman á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra um sex prósent. Um það fjallaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, í vikulegu spjalli um efnahag og samfélag. Fram kom líka að yfirdráttarlán heimila hafa aukist og að greinendur búast við stýrivaxtahækkun á morgun. Sameiningardagur Þýskalands er í dag. 33 ár eru liðin frá sameiningu þýsku ríkjanna tveggja. Arthúr Björgvin Bollason í Berlín sagði að enn væri talsverður munur á lífinu og afstöðu fólks í austri og vestri. Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi kemur saman til árlegs haustþings á morgun. Það er að þessu sinni haldið í Reykholti í Borgarfirði. Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi ræddi um helstu málefni landshlutans. Sameingarmál voru m.a. nefnd og kvaðst Guðveig geta séð fyrir sér sameiningu allra níu sveitarfélaganna á Vesturlandi í eitt. Tónlist: Apache - The Shadows, Song for Duke - The Shadows, God only knows - The Shadows, Drög að heimkomu - Orri Harðarson. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Spegillinn
Mótmælendur í hvalveiðbátum komnir niður og COVID á kreiki

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 5, 2023 10:35


Spegillinn 5. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Alvarlegt slys varð í Borgarfirði í dag þegar tveir bílar rákust saman. Fjórir voru í þeim og slösuðust allir alvarlega. Garðar Axelsson varðstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi sagði mikinn viðbúnað á vettvangi. Rúmlega þrjátíu klukkutíma mótmælum tveggja kvenna gegn hvalveiðum lauk síðdegis þegar þær klifruðu niður úr möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn. Hvalur hf. ætlar að kæra þær fyrir húsbrot. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir klárt að konurnar hafi gerst brotlegar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Forseti Bharats býður gestum til kvöldverðar sem indverska forsetaembættið heldur á fundi G20 ríkjanna í Nýju Delí á laugardag. Bharat er heiti Indlands á sanskrít. Róbert Jóhannsson sagði frá. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir að rútubílstjóri hafi brugðist kolrangt við, þegar hann hleypti úr dekki á bíl nemenda; en nemendur Menntaskólans á Akureyri hafi augljóslega ætlað að loka rútur inni á stæði skólans. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Verndun úlfastofnsins innan Evrópusambandsins verður tekin til endurskoðunar vegna mótmæla bænda sem hafa horft á eftir búfé sínu í kjaft og klær dýranna. Formaður framkvæmdastjórnar ESB segir að dýrum og mönnum stafi hætta af vexti úlfastofnsins. Róbert Jóhannsson sagði frá. ----------------- Um miðjan ágúst fjölgaði nokkuð þeim sem þurftu að leggjast inn á spítala með COVID þó að það sé ekkert á við það sem var í faraldrinum. Það endurspeglar að töluvert er um COVID-smit í samfélaginu en erfitt er að henda reiður á hve margir hafa smitast segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Hulda Þórisdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sérhæfir sig í stjórnmálasálfræði, samspili tilfinninga og stjórnmálaskoðana Ragnhildur Thorlacius ræðir við hana um af hverju svo mikill hiti er í umræðum um hvalveiðar. Átta ára dómur, sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, er þyngsti dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá árinu 2010. Halldóra Aðalsteinsdóttir, Réttargæslumaður segir að svo virðist sem dómstólar séu farnir að taka fastar á slíkum málum, það sýni bæði þyngd refsinga og fjárhæð bóta. Alma Ómarsdóttir talaði við hana.

Spegillinn
Mótmælendur í hvalveiðbátum komnir niður og COVID á kreiki

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 5, 2023


Spegillinn 5. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Alvarlegt slys varð í Borgarfirði í dag þegar tveir bílar rákust saman. Fjórir voru í þeim og slösuðust allir alvarlega. Garðar Axelsson varðstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi sagði mikinn viðbúnað á vettvangi. Rúmlega þrjátíu klukkutíma mótmælum tveggja kvenna gegn hvalveiðum lauk síðdegis þegar þær klifruðu niður úr möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn. Hvalur hf. ætlar að kæra þær fyrir húsbrot. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir klárt að konurnar hafi gerst brotlegar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Forseti Bharats býður gestum til kvöldverðar sem indverska forsetaembættið heldur á fundi G20 ríkjanna í Nýju Delí á laugardag. Bharat er heiti Indlands á sanskrít. Róbert Jóhannsson sagði frá. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir að rútubílstjóri hafi brugðist kolrangt við, þegar hann hleypti úr dekki á bíl nemenda; en nemendur Menntaskólans á Akureyri hafi augljóslega ætlað að loka rútur inni á stæði skólans. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Verndun úlfastofnsins innan Evrópusambandsins verður tekin til endurskoðunar vegna mótmæla bænda sem hafa horft á eftir búfé sínu í kjaft og klær dýranna. Formaður framkvæmdastjórnar ESB segir að dýrum og mönnum stafi hætta af vexti úlfastofnsins. Róbert Jóhannsson sagði frá. ----------------- Um miðjan ágúst fjölgaði nokkuð þeim sem þurftu að leggjast inn á spítala með COVID þó að það sé ekkert á við það sem var í faraldrinum. Það endurspeglar að töluvert er um COVID-smit í samfélaginu en erfitt er að henda reiður á hve margir hafa smitast segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Hulda Þórisdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sérhæfir sig í stjórnmálasálfræði, samspili tilfinninga og stjórnmálaskoðana Ragnhildur Thorlacius ræðir við hana um af hverju svo mikill hiti er í umræðum um hvalveiðar. Átta ára dómur, sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, er þyngsti dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá árinu 2010. Halldóra Aðalsteinsdóttir, Réttargæslumaður segir að svo virðist sem dómstólar séu farnir að taka fastar á slíkum málum, það sýni bæði þyngd refsinga og fjárhæð bóta. Alma Ómarsdóttir talaði við hana.

Spegillinn
Milljarðadómur í makrílmáli og eyðilegging Kakhovka-stíflunnar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 6, 2023


Spegillinn 6. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur útgerðarfélögum um hálfan milljarð hvoru í bætur úthlutunar makrílheimilda á árunum 2011 til 18. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra vill áfrýja dómnum. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt eyðileggingu Kakhovka-stíflunnar í Úkraínu. Ástrós Signýjardóttir tók saman. Heyrist í Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu og Antonio Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Málið var afgreitt úr nefndinni í dag. Jóhann Páll Jóhannsson (S) sakar ríkisstjórnina um að blekkja almenning. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) um sýndarmennsku. Náttúrufræðistofnun rannsakar fjöldadauða fugla á Vesturlandi og Suðvesturhorninu. Ekki liggur fyrir hvað dró fuglana til dauða en veður hafa verið óvenjuvond segir Sunna Björk Ragnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og vöktunar hjá Náttúrufræðistofnun, Ísak Regal talaði við hana. Íslensk erfðagreining rannsakar erfðaefni úr beinum Páls Jónssonar biskups sem lést snemma á 13. öld. Kista hans var opnuð í Skálholtskirkju í morgun. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Kristin Björnsson vígslubiskup og Joe Wallace Walser sérfræðing í mannabeinum á Þjóðminjasafni Íslands. --------- Vatn úr uppistöðulóni við Kakhovka-stífluna í suðurhluta Úkraínu fossar óheft niður Dnipro-fljót eftir að hún var sprengd í nótt. Raforkuver í bænum Nova Kakhovka eyðilagðist og stíflan er sögð gjörónýt. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Tymofiy Mylovanov, ráðgjafa Úkraínustjórnar, Vitaly Shevchenko, fréttamanni, Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu, Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATÓ. Samtök atvinnulífsins telja of mikla áherslu lagða á tekjuöflun ríkissjóðs umfram útgjaldahliðina í aðgerðum sem eiga að slá á verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Spegillinn
Milljarðadómur í makrílmáli og eyðilegging Kakhovka-stíflunnar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 6, 2023 10:46


Spegillinn 6. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur útgerðarfélögum um hálfan milljarð hvoru í bætur úthlutunar makrílheimilda á árunum 2011 til 18. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra vill áfrýja dómnum. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt eyðileggingu Kakhovka-stíflunnar í Úkraínu. Ástrós Signýjardóttir tók saman. Heyrist í Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu og Antonio Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Málið var afgreitt úr nefndinni í dag. Jóhann Páll Jóhannsson (S) sakar ríkisstjórnina um að blekkja almenning. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) um sýndarmennsku. Náttúrufræðistofnun rannsakar fjöldadauða fugla á Vesturlandi og Suðvesturhorninu. Ekki liggur fyrir hvað dró fuglana til dauða en veður hafa verið óvenjuvond segir Sunna Björk Ragnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og vöktunar hjá Náttúrufræðistofnun, Ísak Regal talaði við hana. Íslensk erfðagreining rannsakar erfðaefni úr beinum Páls Jónssonar biskups sem lést snemma á 13. öld. Kista hans var opnuð í Skálholtskirkju í morgun. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Kristin Björnsson vígslubiskup og Joe Wallace Walser sérfræðing í mannabeinum á Þjóðminjasafni Íslands. --------- Vatn úr uppistöðulóni við Kakhovka-stífluna í suðurhluta Úkraínu fossar óheft niður Dnipro-fljót eftir að hún var sprengd í nótt. Raforkuver í bænum Nova Kakhovka eyðilagðist og stíflan er sögð gjörónýt. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Tymofiy Mylovanov, ráðgjafa Úkraínustjórnar, Vitaly Shevchenko, fréttamanni, Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu, Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATÓ. Samtök atvinnulífsins telja of mikla áherslu lagða á tekjuöflun ríkissjóðs umfram útgjaldahliðina í aðgerðum sem eiga að slá á verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Spegillinn
Óveður og miðlunartillaga ríkissáttasemjara

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 30, 2023


Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Austan stormur með snjókomu er skollinn á landinu sunnan- og vestanverðu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fá Vestfjörðum suður og austur með landinu allt að Djúpavogi að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er gul viðvörun fram á nótt en víða er bæði blint og hált. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefur verið á ferðinni á Suðurlandi Rafmagn fór af í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum um tíma síðdegis en ætti að vera komið á. Rimakotslína 1 er komin í lag, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Varaafl var sett í gang í Vestmannaeyjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Efling hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins og SA. Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt, var tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir mjög ríkan vilja vilji til þess að fá úr því skorið hvernig fara á með þessa miðlunartillögu. Alexander Kristjánsson tók saman. Minnst 59 létust í sprengjuárás á mosku í Peshawar-borg í Pakistan í dag. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Forsætisráðherra landsins segir sprengjutilræðið vera árás á Pakistan. Oddur Þórðarson sagði frá. Vinna er hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi til að tryggja betur öryggi íbúa og ferðamanna á svæðinu. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir víða gloppur í sambandi og úr því verði að bæta. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. ---------- Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ríkissáttasemjara heimilað að leggja fram miðlunartillögu er samningaumleitanir bera ekki árangur, honum beri að ráðgast við samninganefndir áður en hann ber fram miðlunartillögu. Gísli Tryggvason lögmaður segir engan vafa leika á því að ríkissáttasemjari sé bær til þess að setja fram miðlunartillögu en deila megi um hve mikið samráð felist í því að ráðgast, það kalli á meira samráð en að tilkynna bara um hana. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa opnað á þann möguleika að Finnar geti sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, en að Svíar verði úti í kuldanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands, Magnus Christiansson, lektor í herfræðum við sænska varnarmálaháskólann, Bitte Hammargren, sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Miðausturlanda. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands og John Bolton, fyrrverandi

Spegillinn
Óveður og miðlunartillaga ríkissáttasemjara

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 30, 2023 9:26


Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Austan stormur með snjókomu er skollinn á landinu sunnan- og vestanverðu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fá Vestfjörðum suður og austur með landinu allt að Djúpavogi að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er gul viðvörun fram á nótt en víða er bæði blint og hált. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefur verið á ferðinni á Suðurlandi Rafmagn fór af í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum um tíma síðdegis en ætti að vera komið á. Rimakotslína 1 er komin í lag, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Varaafl var sett í gang í Vestmannaeyjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Efling hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins og SA. Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt, var tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir mjög ríkan vilja vilji til þess að fá úr því skorið hvernig fara á með þessa miðlunartillögu. Alexander Kristjánsson tók saman. Minnst 59 létust í sprengjuárás á mosku í Peshawar-borg í Pakistan í dag. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Forsætisráðherra landsins segir sprengjutilræðið vera árás á Pakistan. Oddur Þórðarson sagði frá. Vinna er hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi til að tryggja betur öryggi íbúa og ferðamanna á svæðinu. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir víða gloppur í sambandi og úr því verði að bæta. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. ---------- Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ríkissáttasemjara heimilað að leggja fram miðlunartillögu er samningaumleitanir bera ekki árangur, honum beri að ráðgast við samninganefndir áður en hann ber fram miðlunartillögu. Gísli Tryggvason lögmaður segir engan vafa leika á því að ríkissáttasemjari sé bær til þess að setja fram miðlunartillögu en deila megi um hve mikið samráð felist í því að ráðgast, það kalli á meira samráð en að tilkynna bara um hana. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa opnað á þann möguleika að Finnar geti sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, en að Svíar verði úti í kuldanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands, Magnus Christiansson, lektor í herfræðum við sænska varnarmálaháskólann, Bitte Hammargren, sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Miðausturlanda. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands og John Bolton, fyrrverandi

Samfélagið
Forn-DNA, Viðlagasjóðshús, málfar og safn RÚV

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 23, 2023


Forn vinnslustaður þar sem hvalbein voru unnin fannst nýlega á Höfnum á Skaga og á Ströndum í fornleifauppgreftri. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur vinnslustaður hefur fundist á norðuratlantshafssvæðinu. Fundurinn hefur vakið það mikla athygli að bandarísk stofnun hefur ákveðið að styrkja dna rannsókn á staðnum. Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur kemur til okkar á eftir en hún er að rannska hvalbeinavinnslustaðinn og sat nýlega alþjóðlegt málþing um fornDNA sem sumir segja að eigi eftir að breyta sögunni. Í dag eru 50 ár síðan gos hófst í Heimaey og þess er minnst með margvíslegum hætti. Í kjölfar goss voru flutt inn og reist svokölluð viðlagasjóðshús. Alls vel á fimmta hundrað hús sem stóðu, og standa víða um land: 155 hús á höfuðborgarsvæðinu, 132 á Reykjanesi, 10 á Vesturlandi, 10 á Norðurlandi, 8 á Austurlandi og 164 á Suðurlandi - alls 479 hús. Við ætlum að tala við Kristjönu Aðalgeirsdóttur arkitekt í Helsinki um þessi hús. Hún hefur rannsakað þau sérstaklega og segir þau um margt mjög merkileg. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV í heimsókn með áhugaverða upptöku úr safninu.

Samfélagið
Forn-DNA, Viðlagasjóðshús, málfar og safn RÚV

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 23, 2023 55:00


Forn vinnslustaður þar sem hvalbein voru unnin fannst nýlega á Höfnum á Skaga og á Ströndum í fornleifauppgreftri. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur vinnslustaður hefur fundist á norðuratlantshafssvæðinu. Fundurinn hefur vakið það mikla athygli að bandarísk stofnun hefur ákveðið að styrkja dna rannsókn á staðnum. Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur kemur til okkar á eftir en hún er að rannska hvalbeinavinnslustaðinn og sat nýlega alþjóðlegt málþing um fornDNA sem sumir segja að eigi eftir að breyta sögunni. Í dag eru 50 ár síðan gos hófst í Heimaey og þess er minnst með margvíslegum hætti. Í kjölfar goss voru flutt inn og reist svokölluð viðlagasjóðshús. Alls vel á fimmta hundrað hús sem stóðu, og standa víða um land: 155 hús á höfuðborgarsvæðinu, 132 á Reykjanesi, 10 á Vesturlandi, 10 á Norðurlandi, 8 á Austurlandi og 164 á Suðurlandi - alls 479 hús. Við ætlum að tala við Kristjönu Aðalgeirsdóttur arkitekt í Helsinki um þessi hús. Hún hefur rannsakað þau sérstaklega og segir þau um margt mjög merkileg. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV í heimsókn með áhugaverða upptöku úr safninu.

Spegillinn
Óvissustig, óveður, stríðið og manneskja ársins

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 30, 2022 9:17


Almannavarnir ætla að vera með mikinn viðbúnað og lýsa yfir óvissustigi í fyrramálið vegna veðurs. Búist er við talsverðri ofankomu og hvassviðri í nótt og með morgninum. Gul og appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt á Suður- og Vesturlandi . 99 prósent allra greiðslukortafærslna Íslendinga fara í gegnum alþjóðleg kortafyrirtæki. Seðlabankinn ætlar að þróa nýja innlenda lausn ef greiðslukerfið hrynur. Mikill erill hefur verið á sölustöðum flugelda það sem af er degi. Slæmt veður gæti sett strik í reikning sprengjuglaðra Íslendinga. Stríðið í Úkraínu er að þróast út í að verða stríð þolinmæðinnar. Ekki eru miklar líkur á að friðarumleitanir skili árangri á nýju ári. Þetta segir prófessor í heimspeki og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, er manneskja ársins samkvæmt hlustendum Rásar 2 ------- Nú líður senn að áramótum. Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir stóran hluta þessa árs, allt frá því að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Í gær voru gerðar harðar árásir víða um landið, frá borginni Lviv í vestri, Kharkiv í austri og Odesa í suðurhlutanum. Að sögn stjórnvalda beindust árásirnar fyrst og fremst að almennum borgurum og viðkvæmum innviðum. Víða var tilkynnt um rafmagnsleysi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands um stöðu stríðsins. Pelé, einhver besti fótboltamaður sögunnar féll frá í gær, 82 ára að aldri. Þriggja daga þjóðarsorg er í Brasilíu vegna fráfalls hans. Pélé var einhver þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann er af mörgum talinn besti leikmaðurinn sem hefur leikið hina fögru íþrótt, og almennt íþróttir. Alþjóða Ólympíunefndin útnefndi hann besta íþróttamann 20. aldarinnar um aldamótin og deildi hann verðlaunum Besta fótboltamanns 20. aldarinnar hjá FIFA með Diego Maradona. Pélé ólst upp í sárri fátækt í borginni Bauru í Sao Paulo-ríki Brasilíu en vann sig upp afrekastigann og afrekaði það sem enginn hefur leikið eftir, að vinna þrjá heimsmeistaratitla í knattspyrnu með landsliði Brasilíu. Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Brasilíu, 77 mörk í 92 landsleikjum. Þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 643 mörk í 659 leikjum fyrir Santos, félagslið hans í Brasilíu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Stefán Pálsson sagnfræðing um arfleið Péle. Í nóvember voru sjötíu ár frá því að fyrsti listinn yfir vinsælustu dægurlög vikunnar var birtur í Bretlandi. Tónlistartímaritið New Musical Express hélt utan um hann til að byrja með. Blaðamenn þess hringdu í nokkrar hljómplötuverslanir og spur

Spegillinn
Óvissustig, óveður, stríðið og manneskja ársins

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 30, 2022


Almannavarnir ætla að vera með mikinn viðbúnað og lýsa yfir óvissustigi í fyrramálið vegna veðurs. Búist er við talsverðri ofankomu og hvassviðri í nótt og með morgninum. Gul og appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt á Suður- og Vesturlandi . 99 prósent allra greiðslukortafærslna Íslendinga fara í gegnum alþjóðleg kortafyrirtæki. Seðlabankinn ætlar að þróa nýja innlenda lausn ef greiðslukerfið hrynur. Mikill erill hefur verið á sölustöðum flugelda það sem af er degi. Slæmt veður gæti sett strik í reikning sprengjuglaðra Íslendinga. Stríðið í Úkraínu er að þróast út í að verða stríð þolinmæðinnar. Ekki eru miklar líkur á að friðarumleitanir skili árangri á nýju ári. Þetta segir prófessor í heimspeki og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, er manneskja ársins samkvæmt hlustendum Rásar 2 ------- Nú líður senn að áramótum. Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir stóran hluta þessa árs, allt frá því að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Í gær voru gerðar harðar árásir víða um landið, frá borginni Lviv í vestri, Kharkiv í austri og Odesa í suðurhlutanum. Að sögn stjórnvalda beindust árásirnar fyrst og fremst að almennum borgurum og viðkvæmum innviðum. Víða var tilkynnt um rafmagnsleysi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands um stöðu stríðsins. Pelé, einhver besti fótboltamaður sögunnar féll frá í gær, 82 ára að aldri. Þriggja daga þjóðarsorg er í Brasilíu vegna fráfalls hans. Pélé var einhver þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann er af mörgum talinn besti leikmaðurinn sem hefur leikið hina fögru íþrótt, og almennt íþróttir. Alþjóða Ólympíunefndin útnefndi hann besta íþróttamann 20. aldarinnar um aldamótin og deildi hann verðlaunum Besta fótboltamanns 20. aldarinnar hjá FIFA með Diego Maradona. Pélé ólst upp í sárri fátækt í borginni Bauru í Sao Paulo-ríki Brasilíu en vann sig upp afrekastigann og afrekaði það sem enginn hefur leikið eftir, að vinna þrjá heimsmeistaratitla í knattspyrnu með landsliði Brasilíu. Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Brasilíu, 77 mörk í 92 landsleikjum. Þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 643 mörk í 659 leikjum fyrir Santos, félagslið hans í Brasilíu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Stefán Pálsson sagnfræðing um arfleið Péle. Í nóvember voru sjötíu ár frá því að fyrsti listinn yfir vinsælustu dægurlög vikunnar var birtur í Bretlandi. Tónlistartímaritið New Musical Express hélt utan um hann til að byrja með. Blaðamenn þess hringdu í nokkrar hljómplötuverslanir og spur

Spegillinn
Spegillinn 3.okt. 2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 3, 2022 9:37


Spegillinn 3. okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónnson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt. Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008. Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig. Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Hundaeigendur verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir að fé hans sé í hættu vegna lausagöngu hunda. Lengri umfjöllun: Rúmlega 8.100 íbúðir eru nú í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess að sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá. Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn að samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir að Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður

Spegillinn
Spegillinn 3.okt. 2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 3, 2022


Spegillinn 3. okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónnson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt. Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008. Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig. Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Hundaeigendur verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir að fé hans sé í hættu vegna lausagöngu hunda. Lengri umfjöllun: Rúmlega 8.100 íbúðir eru nú í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess að sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá. Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn að samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir að Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður

Spegillinn
Spegillinn 3.okt. 2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 3, 2022


Spegillinn 3. okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónnson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt. Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008. Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig. Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Hundaeigendur verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir að fé hans sé í hættu vegna lausagöngu hunda. Lengri umfjöllun: Rúmlega 8.100 íbúðir eru nú í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess að sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá. Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn að samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir að Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður

Morgunútvarpið
22. júlí - Húnaþing, styrktarsund, hinseginhátíð, hótel og matur

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 22, 2022 130:00


Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Hátíðin Eldur í Húnaþingi er haldin nú um helgina á Hvammstanga. Felix fór á staðinn í gær í blíðskaparveðri, hitti heimamenn og tók framkvæmdastjóra hátíðarinnar Þórunni Ýr Elíasdóttur tali áður en tónlistarhátíðin Melló Musica hófst í Félagsheimilinu. Í dag, um korter í fjögur, ætlar Sigurgeir Svanbergsson að synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi. Ef afrekið tekst verður hann sjötti einstaklingurinn sem þreytt hefur sundið svo vitað sé til. Sigurgeir safnar áheitum fyrir Barnaheill og mun allt safnað fé renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Sigurgeir hefur vaktað veðrið og hafstrauma undanfarna daga og er orðið ljóst að hann leggur af stað frá Eiðinu í dag. Sundleiðin er rúmlega 12 km og stefnir hann á að vera kominn í land á Landeyjarsöndum kl. 9/10 í kvöld ef allt gengur upp skv. áætlun. Við hringdum í Sigurgeir. Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram nú um helgina í Snæfellsbæ. Þetta er önnur hátíð félagsins en fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands var haldin í Borgarnesi í fyrra með miklum glæsibrag. Hinseginhátíðin er farandhátíð sem flakkar á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga í Ólafsvík sem verður á morgun kl 14:00. Alexander Aron Guðjónsson, stjórnarmeðlimur í Hinsegin Vesturlandi var á línunni. Framkvæmdir hafa staðið við nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík í nokkur ár með tilheyrandi raski og óþægindum fyrir gangandi og akandi umferð. En nú sér fyrir endann á. Búið er að rífa niður skjólgirðingar sem girtu af byggingasvæði og hótelið opnar brátt. Gamla hvíta húsið við hliðina, sem byggt er 1877, verður hluti af nýju Hótel Reykjavík Sögu en þar verður meðal annars sýningarrými fyrir þá muni sem fundust við uppgröftinn í grunni hótelsins. En hvenær á að opna, hvernig verður aðstaðan og hvernig lítur hótelbransinn út núna eftir faraldurinn? Við fengum framkvæmdastjóra Íslandshótela, Davíð Torfa Ólafsson, til okkar. Næstu föstudaga fáum við lífskúnstnerinn, hárgreiðslumeistarann og Eyjamanninn Óla Bogga Heiðarsson til að koma til okkar í lok þáttar og fara aðeins yfir það sem er að gerast hjá landanum í mannlífi, menningu og mat.

Morgunútvarpið
22. júlí - Húnaþing, styrktarsund, hinseginhátíð, hótel og matur

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 22, 2022


Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Hátíðin Eldur í Húnaþingi er haldin nú um helgina á Hvammstanga. Felix fór á staðinn í gær í blíðskaparveðri, hitti heimamenn og tók framkvæmdastjóra hátíðarinnar Þórunni Ýr Elíasdóttur tali áður en tónlistarhátíðin Melló Musica hófst í Félagsheimilinu. Í dag, um korter í fjögur, ætlar Sigurgeir Svanbergsson að synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi. Ef afrekið tekst verður hann sjötti einstaklingurinn sem þreytt hefur sundið svo vitað sé til. Sigurgeir safnar áheitum fyrir Barnaheill og mun allt safnað fé renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Sigurgeir hefur vaktað veðrið og hafstrauma undanfarna daga og er orðið ljóst að hann leggur af stað frá Eiðinu í dag. Sundleiðin er rúmlega 12 km og stefnir hann á að vera kominn í land á Landeyjarsöndum kl. 9/10 í kvöld ef allt gengur upp skv. áætlun. Við hringdum í Sigurgeir. Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram nú um helgina í Snæfellsbæ. Þetta er önnur hátíð félagsins en fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands var haldin í Borgarnesi í fyrra með miklum glæsibrag. Hinseginhátíðin er farandhátíð sem flakkar á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga í Ólafsvík sem verður á morgun kl 14:00. Alexander Aron Guðjónsson, stjórnarmeðlimur í Hinsegin Vesturlandi var á línunni. Framkvæmdir hafa staðið við nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík í nokkur ár með tilheyrandi raski og óþægindum fyrir gangandi og akandi umferð. En nú sér fyrir endann á. Búið er að rífa niður skjólgirðingar sem girtu af byggingasvæði og hótelið opnar brátt. Gamla hvíta húsið við hliðina, sem byggt er 1877, verður hluti af nýju Hótel Reykjavík Sögu en þar verður meðal annars sýningarrými fyrir þá muni sem fundust við uppgröftinn í grunni hótelsins. En hvenær á að opna, hvernig verður aðstaðan og hvernig lítur hótelbransinn út núna eftir faraldurinn? Við fengum framkvæmdastjóra Íslandshótela, Davíð Torfa Ólafsson, til okkar. Næstu föstudaga fáum við lífskúnstnerinn, hárgreiðslumeistarann og Eyjamanninn Óla Bogga Heiðarsson til að koma til okkar í lok þáttar og fara aðeins yfir það sem er að gerast hjá landanum í mannlífi, menningu og mat.

Morgunútvarpið
22. júlí - Húnaþing, styrktarsund, hinseginhátíð, hótel og matur

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 22, 2022


Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Hátíðin Eldur í Húnaþingi er haldin nú um helgina á Hvammstanga. Felix fór á staðinn í gær í blíðskaparveðri, hitti heimamenn og tók framkvæmdastjóra hátíðarinnar Þórunni Ýr Elíasdóttur tali áður en tónlistarhátíðin Melló Musica hófst í Félagsheimilinu. Í dag, um korter í fjögur, ætlar Sigurgeir Svanbergsson að synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi. Ef afrekið tekst verður hann sjötti einstaklingurinn sem þreytt hefur sundið svo vitað sé til. Sigurgeir safnar áheitum fyrir Barnaheill og mun allt safnað fé renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Sigurgeir hefur vaktað veðrið og hafstrauma undanfarna daga og er orðið ljóst að hann leggur af stað frá Eiðinu í dag. Sundleiðin er rúmlega 12 km og stefnir hann á að vera kominn í land á Landeyjarsöndum kl. 9/10 í kvöld ef allt gengur upp skv. áætlun. Við hringdum í Sigurgeir. Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram nú um helgina í Snæfellsbæ. Þetta er önnur hátíð félagsins en fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands var haldin í Borgarnesi í fyrra með miklum glæsibrag. Hinseginhátíðin er farandhátíð sem flakkar á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga í Ólafsvík sem verður á morgun kl 14:00. Alexander Aron Guðjónsson, stjórnarmeðlimur í Hinsegin Vesturlandi var á línunni. Framkvæmdir hafa staðið við nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík í nokkur ár með tilheyrandi raski og óþægindum fyrir gangandi og akandi umferð. En nú sér fyrir endann á. Búið er að rífa niður skjólgirðingar sem girtu af byggingasvæði og hótelið opnar brátt. Gamla hvíta húsið við hliðina, sem byggt er 1877, verður hluti af nýju Hótel Reykjavík Sögu en þar verður meðal annars sýningarrými fyrir þá muni sem fundust við uppgröftinn í grunni hótelsins. En hvenær á að opna, hvernig verður aðstaðan og hvernig lítur hótelbransinn út núna eftir faraldurinn? Við fengum framkvæmdastjóra Íslandshótela, Davíð Torfa Ólafsson, til okkar. Næstu föstudaga fáum við lífskúnstnerinn, hárgreiðslumeistarann og Eyjamanninn Óla Bogga Heiðarsson til að koma til okkar í lok þáttar og fara aðeins yfir það sem er að gerast hjá landanum í mannlífi, menningu og mat.

Morgunútvarpið
18. mars - Símasamband, jarðvarmi, Klapp, Una Torfa o.fl.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 18, 2022


Af 976 lögheimilum í dreifbýli á Vesturlandi eru 301 með slitrótt farsímasamband og 22 heimili með lítið eða ekkert samband. Þriðjungur heimila í dreifbýli á Vesturlandi er þannig með ekkert eða stopult farsímasamband. Við heyrðum í Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, oddvita í Dalabyggð, þar sem 40 prósent lögheimila er með stopult eða ekkert símasamband. Íslenska fyrirtækið North Tech Energy vill setja upp jarðvarmavirkjanir á hafsbotni og telur að það komi í veg fyrir þörfina að virka á landi. Við ætlum að ræddum við Geir Hagalínsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um áform þess. Málefni strætó hefur víða borið á góma vegna nýja greiðsluforritsins Klapp sem þykir virka seint og illa. Við ræddum málefni strætó við Hjálmar Sveinsson stjórnarformann strætó, tæpa á Klapp kerfinu en einnig þeim möguleika að mæta hækkuðu eldsneytisverði með því að gera strætó ódýrari og aðgengilegri. Venju samkvæmt ræðum við fréttir vikunnar á föstudögum. Í þetta skiptið fengum við til okkar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, og Svanhildi Hólm, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Við beindum sjónum okkar til Hollywood hér í lok þáttar en skilnaður mógúlsins Kim Kardashian og rapparans Kanye West hefur farið afskaplega illa fram og sá síðarnefndi áreitt fyrrverandi eiginkonu sína opinberlega svo mánuðum skiptir en einnig nýjan kærasta hennar, grínistann Pete Davidson. Málið náði ákveðnum hápunkti í gær þegar Instagram lokaði fyrir aðgang rapparans í sólarhring vegna rasískra ummæla um þáttastjórnandann Trevor Noah sem blandaði sér óvænt í málið og lýsti hegðun West sem hættulegri og meiðandi. Við fengum tvo poppspekúlanda til okkar til að ræða þetta mál; þau Bergþór Másson umboðsmann og Kristínu Ólafsdóttur blaðamann á Vísi. Söngkonan Una Torfadóttir kom til okkar en hún gaf út nýtt lag á miðnætti sem ber heitið Ekkert að. Bleikur og blár - Friðrik Dór Where's the love - Curtis Harding Pride (In the name of love) - U2 Dreams - The Cranberries Röddin í klettunum - GusGus Með hækkandi sól - Sigga, Beta, Elín Running up that hill - Kate Bush Ekkert að - Una Torfa

Morgunútvarpið
18. mars - Símasamband, jarðvarmi, Klapp, Una Torfa o.fl.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 18, 2022


Af 976 lögheimilum í dreifbýli á Vesturlandi eru 301 með slitrótt farsímasamband og 22 heimili með lítið eða ekkert samband. Þriðjungur heimila í dreifbýli á Vesturlandi er þannig með ekkert eða stopult farsímasamband. Við heyrðum í Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, oddvita í Dalabyggð, þar sem 40 prósent lögheimila er með stopult eða ekkert símasamband. Íslenska fyrirtækið North Tech Energy vill setja upp jarðvarmavirkjanir á hafsbotni og telur að það komi í veg fyrir þörfina að virka á landi. Við ætlum að ræddum við Geir Hagalínsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um áform þess. Málefni strætó hefur víða borið á góma vegna nýja greiðsluforritsins Klapp sem þykir virka seint og illa. Við ræddum málefni strætó við Hjálmar Sveinsson stjórnarformann strætó, tæpa á Klapp kerfinu en einnig þeim möguleika að mæta hækkuðu eldsneytisverði með því að gera strætó ódýrari og aðgengilegri. Venju samkvæmt ræðum við fréttir vikunnar á föstudögum. Í þetta skiptið fengum við til okkar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, og Svanhildi Hólm, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Við beindum sjónum okkar til Hollywood hér í lok þáttar en skilnaður mógúlsins Kim Kardashian og rapparans Kanye West hefur farið afskaplega illa fram og sá síðarnefndi áreitt fyrrverandi eiginkonu sína opinberlega svo mánuðum skiptir en einnig nýjan kærasta hennar, grínistann Pete Davidson. Málið náði ákveðnum hápunkti í gær þegar Instagram lokaði fyrir aðgang rapparans í sólarhring vegna rasískra ummæla um þáttastjórnandann Trevor Noah sem blandaði sér óvænt í málið og lýsti hegðun West sem hættulegri og meiðandi. Við fengum tvo poppspekúlanda til okkar til að ræða þetta mál; þau Bergþór Másson umboðsmann og Kristínu Ólafsdóttur blaðamann á Vísi. Söngkonan Una Torfadóttir kom til okkar en hún gaf út nýtt lag á miðnætti sem ber heitið Ekkert að. Bleikur og blár - Friðrik Dór Where's the love - Curtis Harding Pride (In the name of love) - U2 Dreams - The Cranberries Röddin í klettunum - GusGus Með hækkandi sól - Sigga, Beta, Elín Running up that hill - Kate Bush Ekkert að - Una Torfa

Morgunútvarpið
18. mars - Símasamband, jarðvarmi, Klapp, Una Torfa o.fl.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 18, 2022 130:00


Af 976 lögheimilum í dreifbýli á Vesturlandi eru 301 með slitrótt farsímasamband og 22 heimili með lítið eða ekkert samband. Þriðjungur heimila í dreifbýli á Vesturlandi er þannig með ekkert eða stopult farsímasamband. Við heyrðum í Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, oddvita í Dalabyggð, þar sem 40 prósent lögheimila er með stopult eða ekkert símasamband. Íslenska fyrirtækið North Tech Energy vill setja upp jarðvarmavirkjanir á hafsbotni og telur að það komi í veg fyrir þörfina að virka á landi. Við ætlum að ræddum við Geir Hagalínsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um áform þess. Málefni strætó hefur víða borið á góma vegna nýja greiðsluforritsins Klapp sem þykir virka seint og illa. Við ræddum málefni strætó við Hjálmar Sveinsson stjórnarformann strætó, tæpa á Klapp kerfinu en einnig þeim möguleika að mæta hækkuðu eldsneytisverði með því að gera strætó ódýrari og aðgengilegri. Venju samkvæmt ræðum við fréttir vikunnar á föstudögum. Í þetta skiptið fengum við til okkar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, og Svanhildi Hólm, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Við beindum sjónum okkar til Hollywood hér í lok þáttar en skilnaður mógúlsins Kim Kardashian og rapparans Kanye West hefur farið afskaplega illa fram og sá síðarnefndi áreitt fyrrverandi eiginkonu sína opinberlega svo mánuðum skiptir en einnig nýjan kærasta hennar, grínistann Pete Davidson. Málið náði ákveðnum hápunkti í gær þegar Instagram lokaði fyrir aðgang rapparans í sólarhring vegna rasískra ummæla um þáttastjórnandann Trevor Noah sem blandaði sér óvænt í málið og lýsti hegðun West sem hættulegri og meiðandi. Við fengum tvo poppspekúlanda til okkar til að ræða þetta mál; þau Bergþór Másson umboðsmann og Kristínu Ólafsdóttur blaðamann á Vísi. Söngkonan Una Torfadóttir kom til okkar en hún gaf út nýtt lag á miðnætti sem ber heitið Ekkert að. Bleikur og blár - Friðrik Dór Where's the love - Curtis Harding Pride (In the name of love) - U2 Dreams - The Cranberries Röddin í klettunum - GusGus Með hækkandi sól - Sigga, Beta, Elín Running up that hill - Kate Bush Ekkert að - Una Torfa

Spegillinn
Illviðri, mannfall í Úkraínu og forsætisráðherra

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 21, 2022


Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og nótt og versnar fyrst á Suðurlandi. Í nótt og á morgun skellur svo vonskuveður á Suður- og Vesturlandi. Rauðar veðurviðvaranir taka gildi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn heldur utan um þræði í samhæfingarmiðstöð Almannavarna sem hafa lýst yfir óvissutigi vegna veðursins. Anna Kristín Jónsdóttir talar við hann Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir fréttamaður er í Borgarnesi í Borgarfirði og á Vesturlandi búast menn við leiðindaveðri í kvöld, sem hefur reyndar ekkert verið neitt sérstakt það sem af er degi. Elsa María talar við Jakob Guðmundsson, björgunarsveit í Brák um viðbúnað og viðbragð. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur fer yfir það hvernig veðrið gengur yfir og lægðagang framundan. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að aflétta takmörkunum í vikulok þótt staðan sé víða þung á heilbrigðisstofnunum. Mestu skipti góð bólusetningarstaða þjóðarinnar. Almennur borgari lést í árás norður af héraðinu Donetsk að sögn úkraínskra embættismanna á svæðinu. Forseti Rússlands segist ætla að ákveða í dag hvort hann viðurkennir sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu. Ólöf Ragnarsdóttir sagði frá. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþinig að ríkisstjórnin væri ósamstíga í efnahagsmálum. Varaformaður Framsóknarflokksins leggi fram hugmyndir sem hafi engan hljómgrunn hjá samstarfsflokkunum og vísar þar í tillögur Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um bankaskatt og fleira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir tillögur Lilju ekki hafa verið ræddar í ríkisstjórn. ------------- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að húsnæðismálin séu eitt af veigamestu málunum sem taka þurfi á og ljóst sé að byggja þurfi meiraJóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu í Alþingishúsinu í dag og spurði hana fyrst hver væru stærstu málin framundan Rússar eru sagðir reiðubúnir til innrásar, um 150 þúsund rússneskir hermenn eru við landamæri Rússlands og Úkraínu. Herafli sem var við æfingar Rússa og Hvít-Rússa verður áfram í Hvíta-Rússlandi, þrír fjórðu af herliði Rússlands á þessum slóðum en Pútin hefur þverneitað því að innrás sé ráðgerð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Baldur Þórhallsson, prófessor í alþjóðastjórnmálum Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir: Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Spegillinn
Illviðri, mannfall í Úkraínu og forsætisráðherra

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 21, 2022 9:53


Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og nótt og versnar fyrst á Suðurlandi. Í nótt og á morgun skellur svo vonskuveður á Suður- og Vesturlandi. Rauðar veðurviðvaranir taka gildi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn heldur utan um þræði í samhæfingarmiðstöð Almannavarna sem hafa lýst yfir óvissutigi vegna veðursins. Anna Kristín Jónsdóttir talar við hann Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir fréttamaður er í Borgarnesi í Borgarfirði og á Vesturlandi búast menn við leiðindaveðri í kvöld, sem hefur reyndar ekkert verið neitt sérstakt það sem af er degi. Elsa María talar við Jakob Guðmundsson, björgunarsveit í Brák um viðbúnað og viðbragð. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur fer yfir það hvernig veðrið gengur yfir og lægðagang framundan. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að aflétta takmörkunum í vikulok þótt staðan sé víða þung á heilbrigðisstofnunum. Mestu skipti góð bólusetningarstaða þjóðarinnar. Almennur borgari lést í árás norður af héraðinu Donetsk að sögn úkraínskra embættismanna á svæðinu. Forseti Rússlands segist ætla að ákveða í dag hvort hann viðurkennir sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu. Ólöf Ragnarsdóttir sagði frá. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþinig að ríkisstjórnin væri ósamstíga í efnahagsmálum. Varaformaður Framsóknarflokksins leggi fram hugmyndir sem hafi engan hljómgrunn hjá samstarfsflokkunum og vísar þar í tillögur Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um bankaskatt og fleira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir tillögur Lilju ekki hafa verið ræddar í ríkisstjórn. ------------- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að húsnæðismálin séu eitt af veigamestu málunum sem taka þurfi á og ljóst sé að byggja þurfi meiraJóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu í Alþingishúsinu í dag og spurði hana fyrst hver væru stærstu málin framundan Rússar eru sagðir reiðubúnir til innrásar, um 150 þúsund rússneskir hermenn eru við landamæri Rússlands og Úkraínu. Herafli sem var við æfingar Rússa og Hvít-Rússa verður áfram í Hvíta-Rússlandi, þrír fjórðu af herliði Rússlands á þessum slóðum en Pútin hefur þverneitað því að innrás sé ráðgerð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Baldur Þórhallsson, prófessor í alþjóðastjórnmálum Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir: Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Morgunvaktin
Fámenni, Bretland og Bandaríkin

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jan 10, 2022 130:00


Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sagði frá nýrri könnun sem hann vann ásamt Sigurborgu Kr. Hannesdóttur. Í henni var metið hvaða aðdráttarafl hin ýmsu ólíku samfélög á landsbyggðinni byggju yfir. Áherslan var á að skoða fámenn einangruð samfélög en þau síðan borin saman við fjölmenn samfélög á jaðri höfuðborgarsvæðisins og/eða fjölmenn, fjarlægari og e.t.v. einangraðri samfélög. Í ljós kom að íbúar vítt og breitt um landið hafa ólíkar óskir og þarfir og þess vegna eru samfélögin mjög ólík. Íbúar fámennari og einangraðri samfélaga leggja meira upp úr aðgengi að þáttum eins og fjölbreyttri náttúru og friðsæld á meðan gæði grunnskóla, leikskóla og unglingastarfs toga meira í íbúa á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir það helsta varðandi kórónuveirufaraldurinn í Bretlandi, handritastuld og flutning stórfyrirtækisins Shell. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fjallaði um stöðuna á Bandaríkjaþingi, stöðu Joes Bidens Bandaríkjaforseta og um leið stöðu fyrrverandi forseta landsins, Donalds Trumps. Tónlist: Frostrósir - Diddú og Terem Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir og John Grant Land Of Hope and Dreams - Bruce Springsteen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Morgunvaktin
Fámenni, Bretland og Bandaríkin

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jan 10, 2022


Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sagði frá nýrri könnun sem hann vann ásamt Sigurborgu Kr. Hannesdóttur. Í henni var metið hvaða aðdráttarafl hin ýmsu ólíku samfélög á landsbyggðinni byggju yfir. Áherslan var á að skoða fámenn einangruð samfélög en þau síðan borin saman við fjölmenn samfélög á jaðri höfuðborgarsvæðisins og/eða fjölmenn, fjarlægari og e.t.v. einangraðri samfélög. Í ljós kom að íbúar vítt og breitt um landið hafa ólíkar óskir og þarfir og þess vegna eru samfélögin mjög ólík. Íbúar fámennari og einangraðri samfélaga leggja meira upp úr aðgengi að þáttum eins og fjölbreyttri náttúru og friðsæld á meðan gæði grunnskóla, leikskóla og unglingastarfs toga meira í íbúa á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir það helsta varðandi kórónuveirufaraldurinn í Bretlandi, handritastuld og flutning stórfyrirtækisins Shell. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fjallaði um stöðuna á Bandaríkjaþingi, stöðu Joes Bidens Bandaríkjaforseta og um leið stöðu fyrrverandi forseta landsins, Donalds Trumps. Tónlist: Frostrósir - Diddú og Terem Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir og John Grant Land Of Hope and Dreams - Bruce Springsteen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Spegillinn
5. 1. 2022 Foráttuveðurspá og bólusetningar barna

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 5, 2022


Síðdegis var hert á veðurviðvörunum á Suður- og Vesturlandi, þar gilda nú appelsínugular viðvaranir. Spáð er foráttuveðri; suðaustanstormi í nótt og fram undir morgun. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir viðbúið að verkefni sem tengjast veðrinu verði ærin, sér í lagi á suðvesturhorninu og á Snæfellsnesi. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Delta-afbrigðið herjar enn á börn og getur valdið alvarlegum veikindum, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og hvetur til bólusetningar. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Öllum Tékkum á vinnumarkaði verður gert skylt að láta skima sig fyrir kórónuveirunni tvisvar í viku meðan omíkron-afbrigði veirunnar geisar. Sóttkví og einangrun verður stytt. Ásgeir Tómasson sagði frá. Skóflustunga að nýju þrjú hundruð íbúða hverfi á Akureyri var tekin í dag. Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar segir alla innviði vera fyrir hendi og þetta hagkvæma lausn. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Listasafn Íslands fékk í dag afhent listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Verkin eru um 1.400, Katrín Þorvaldsdóttir segir að foreldrar hennar hafa frá upphafi gert sér grein fyrir að þau væru að safna fyrir íslensku þjóðina. Safnið sé tákn um ástir samlyndra hjóna. ---------- Barnasmitsjúkdómalæknir segir að ef ekkert verði að gert þurfi líklega að leggja tuttugu til þrjátíu börn inn á sjúkrahús næsta hálfa árið. Þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Erlu Bolladóttur í gær er ekki þar með sagt að málið verði tekið fyrir að nýju. Þetta segir lögmaður sem átti sæti í endurupptökunefnd. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Spegillinn
5. 1. 2022 Foráttuveðurspá og bólusetningar barna

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 5, 2022 30:00


Síðdegis var hert á veðurviðvörunum á Suður- og Vesturlandi, þar gilda nú appelsínugular viðvaranir. Spáð er foráttuveðri; suðaustanstormi í nótt og fram undir morgun. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir viðbúið að verkefni sem tengjast veðrinu verði ærin, sér í lagi á suðvesturhorninu og á Snæfellsnesi. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Delta-afbrigðið herjar enn á börn og getur valdið alvarlegum veikindum, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og hvetur til bólusetningar. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Öllum Tékkum á vinnumarkaði verður gert skylt að láta skima sig fyrir kórónuveirunni tvisvar í viku meðan omíkron-afbrigði veirunnar geisar. Sóttkví og einangrun verður stytt. Ásgeir Tómasson sagði frá. Skóflustunga að nýju þrjú hundruð íbúða hverfi á Akureyri var tekin í dag. Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar segir alla innviði vera fyrir hendi og þetta hagkvæma lausn. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Listasafn Íslands fékk í dag afhent listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Verkin eru um 1.400, Katrín Þorvaldsdóttir segir að foreldrar hennar hafa frá upphafi gert sér grein fyrir að þau væru að safna fyrir íslensku þjóðina. Safnið sé tákn um ástir samlyndra hjóna. ---------- Barnasmitsjúkdómalæknir segir að ef ekkert verði að gert þurfi líklega að leggja tuttugu til þrjátíu börn inn á sjúkrahús næsta hálfa árið. Þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Erlu Bolladóttur í gær er ekki þar með sagt að málið verði tekið fyrir að nýju. Þetta segir lögmaður sem átti sæti í endurupptökunefnd. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Spegillinn
Framtíðarsýn skilað í tæka tíð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 21, 2021 9:53


Umhverfisráðherra vísar á bug að Ísland leggi ekki fram framtíðarsýn á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Framtíðarsýninni verði skilað áður en ráðstefnan hefst í næstu viku. Tíma taki að vinna sviðsmyndir um hvernig Ísland eigi að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Lögreglustjórinn á Vesturlandi leitaði ráða hjá embætti ríkissaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á brotum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á kosningalögum. Á annað hundrað þúsund heimili eru án rafmagns í Frakklandi eftir að óveðurslægðin Áróra fór þar yfir í nótt. Áætlunarferðir járnbrautarlesta fóru úr skorðum í óveðrinu. Um 50-60 hafa smitast af Covid-19 að jafnaði á dag í þessum mánuði. Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir skólakerfið á flóknasta staðnum í faraldrinum til þessa. Það eina sem virðist ljóst ef stjórnarflokkarnir ná saman um nýja stjórnarsáttmála er að Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráðherra. Leiðtogar flokkanna halda spilunum þétt að sér. Þyngsta og erfiðasta málið sem þeir ræða eru líklega loftslag- og orkumál. Um helgina verða liðnar fjórar vikur frá því að formennirnir settust niður til að freista þess að ná samkomulagi um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Arnar Páll Hauksson segir frá. 75% landsmanna eru fullbólusett við COVID-19 og af tólf ára og eldri er hlutfallið farið að nálgast 90%. Um 560 þúsund skömmtum af bóluefnum hefur verið sprautað í landsmenn þegar allt leggst saman, efnum frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. Fljótt á litið var samið um kaup á um tólfhundruð og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefnum fyrir grunnbólusetning og þeir skammtar duga til að bólusetja rúmlega sex hundruð þúsund manns. Nú er unnið að því í heilbrigðisráðuneytinu að koma umfram skömmtum þangað sem þeirra er þörf. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Bjarna Sigurðsson lyfjafræðing. Rafmagn hefur verið dýrara í Noregi í haust en nokkru sinni áður í sögunni. Talað er um allt að tíföldun á verði frá í fyrra. Og verðið sveiflast svo mikið að venjulegt fólk sundlar að sögn við að horfa á rafmagnsmælana. Gísli Kristjánsson útskýrir hvað er að gerast hjá frændum okkar austan Atlantsála.

Morgunútvarpið
21. okt.-Súpa, FO ofbeldi, uppkosning, loftlagsmál og alþjóðasamskipti

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 21, 2021 130:00


Íslensku kjötsúpunni verður gert hátt undir höfði með árlegum Kjötsúpudegi fyrsta vetrardag, þar sem kjötsúpur í mismunandi búningi verða í boði fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum í Reykjavík. Flestir Íslendingar elska kjötsúpu, enda eiga margar íslenskar fjölskyldur sína uppáhalds uppskrift af kjötsúpunni sinni. Kjötsúpudagurinn er haldinn af veitinga- og verslunarmönnum á Skólavörðustíg með stuðningi bænda. Til okkar kom Hafliði Halldórsson verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakana til að segja okkur nánar frá viðburðinum. Marta Goðadóttir, kynningarstýra hjá UN Women á Íslandi, kom til okkar og kynnti fyrir okkur sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol frá samtökunumi en salan hefst í dag. Lögfræðingurinn Magnús Davíð Norðdahl bauð sig fram fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi en náði ekki kjöri. Hann hefur kært talninguna til kjörbréfanefndar. Hann vill að kosningin verði endurtekin í kjördæminu í ljósi ákvörðunar lögreglustjórans á Vesturlandi um sektir á yfirkjörstjórn og vegna upplýsinga um að starfsfólks hótelsins þar sem kjörgögn voru geymd óinnsigluð hafi ítrekað farið inn í salinn. Magnús kom til okkar til að ræða þetta fordæmalausa mál. Við höldum áfram umfjöllun okkar um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst nú í lok október í Glasgow. Að þessu sinni er ætlunin að rýna í skipulagið á ráðstefnunni, velta fyrir okkur andrúmsloftinu og því sem gerist bak við tjöldin. Til að segja okkur allt um þetta kom hingað Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, en hann hefur persónulega reynslu af því hvernig hlutirnir virka bak við tjöldin á svona viðburði. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, gaf nýverið út bók um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldisins. Baldur mætti í morgunkaffi og sagði nánar frá efni bókarinnar og setur í samhengi við nýjustu fréttir um aukin umsvif Rússa í grennd við Ísland og á Norðurslóðum. Tónlist: Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu The Beatles - Something Íslensk kjötsúpa - Íslensk kjötsúpa Friðrik Dór - Segðu mér Bubbi Morthens ásamt Bríeti - Ástrós Snorri Helgason - Ingileif Duran Duran - Anniversary Tal Bachman - She's so high

Morgunútvarpið
21. okt.-Súpa, FO ofbeldi, uppkosning, loftlagsmál og alþjóðasamskipti

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 21, 2021


Íslensku kjötsúpunni verður gert hátt undir höfði með árlegum Kjötsúpudegi fyrsta vetrardag, þar sem kjötsúpur í mismunandi búningi verða í boði fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum í Reykjavík. Flestir Íslendingar elska kjötsúpu, enda eiga margar íslenskar fjölskyldur sína uppáhalds uppskrift af kjötsúpunni sinni. Kjötsúpudagurinn er haldinn af veitinga- og verslunarmönnum á Skólavörðustíg með stuðningi bænda. Til okkar kom Hafliði Halldórsson verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakana til að segja okkur nánar frá viðburðinum. Marta Goðadóttir, kynningarstýra hjá UN Women á Íslandi, kom til okkar og kynnti fyrir okkur sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol frá samtökunumi en salan hefst í dag. Lögfræðingurinn Magnús Davíð Norðdahl bauð sig fram fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi en náði ekki kjöri. Hann hefur kært talninguna til kjörbréfanefndar. Hann vill að kosningin verði endurtekin í kjördæminu í ljósi ákvörðunar lögreglustjórans á Vesturlandi um sektir á yfirkjörstjórn og vegna upplýsinga um að starfsfólks hótelsins þar sem kjörgögn voru geymd óinnsigluð hafi ítrekað farið inn í salinn. Magnús kom til okkar til að ræða þetta fordæmalausa mál. Við höldum áfram umfjöllun okkar um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst nú í lok október í Glasgow. Að þessu sinni er ætlunin að rýna í skipulagið á ráðstefnunni, velta fyrir okkur andrúmsloftinu og því sem gerist bak við tjöldin. Til að segja okkur allt um þetta kom hingað Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, en hann hefur persónulega reynslu af því hvernig hlutirnir virka bak við tjöldin á svona viðburði. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, gaf nýverið út bók um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldisins. Baldur mætti í morgunkaffi og sagði nánar frá efni bókarinnar og setur í samhengi við nýjustu fréttir um aukin umsvif Rússa í grennd við Ísland og á Norðurslóðum. Tónlist: Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu The Beatles - Something Íslensk kjötsúpa - Íslensk kjötsúpa Friðrik Dór - Segðu mér Bubbi Morthens ásamt Bríeti - Ástrós Snorri Helgason - Ingileif Duran Duran - Anniversary Tal Bachman - She's so high

Spegillinn
Framtíðarsýn skilað í tæka tíð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 21, 2021


Umhverfisráðherra vísar á bug að Ísland leggi ekki fram framtíðarsýn á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Framtíðarsýninni verði skilað áður en ráðstefnan hefst í næstu viku. Tíma taki að vinna sviðsmyndir um hvernig Ísland eigi að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Lögreglustjórinn á Vesturlandi leitaði ráða hjá embætti ríkissaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á brotum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á kosningalögum. Á annað hundrað þúsund heimili eru án rafmagns í Frakklandi eftir að óveðurslægðin Áróra fór þar yfir í nótt. Áætlunarferðir járnbrautarlesta fóru úr skorðum í óveðrinu. Um 50-60 hafa smitast af Covid-19 að jafnaði á dag í þessum mánuði. Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir skólakerfið á flóknasta staðnum í faraldrinum til þessa. Það eina sem virðist ljóst ef stjórnarflokkarnir ná saman um nýja stjórnarsáttmála er að Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráðherra. Leiðtogar flokkanna halda spilunum þétt að sér. Þyngsta og erfiðasta málið sem þeir ræða eru líklega loftslag- og orkumál. Um helgina verða liðnar fjórar vikur frá því að formennirnir settust niður til að freista þess að ná samkomulagi um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Arnar Páll Hauksson segir frá. 75% landsmanna eru fullbólusett við COVID-19 og af tólf ára og eldri er hlutfallið farið að nálgast 90%. Um 560 þúsund skömmtum af bóluefnum hefur verið sprautað í landsmenn þegar allt leggst saman, efnum frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. Fljótt á litið var samið um kaup á um tólfhundruð og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefnum fyrir grunnbólusetning og þeir skammtar duga til að bólusetja rúmlega sex hundruð þúsund manns. Nú er unnið að því í heilbrigðisráðuneytinu að koma umfram skömmtum þangað sem þeirra er þörf. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Bjarna Sigurðsson lyfjafræðing. Rafmagn hefur verið dýrara í Noregi í haust en nokkru sinni áður í sögunni. Talað er um allt að tíföldun á verði frá í fyrra. Og verðið sveiflast svo mikið að venjulegt fólk sundlar að sögn við að horfa á rafmagnsmælana. Gísli Kristjánsson útskýrir hvað er að gerast hjá frændum okkar austan Atlantsála.

Spegillinn
Yfirkjörstjórnin sektuð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 20, 2021 10:26


Starfsfólk Hótels Borgarness sagði í vitnaskýrslu hjá lögreglu að það hefði aldrei átt við kjörgögn úr alþingiskosningunum í Norðvesturkjördæmi. Eini umgangurinn sem sést við talningarsalinn eftir að yfirkjörstjórn er farin eru starfsmenn hótelsins að ganga frá. Karl Gauti Hjaltason, sem kærði endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til lögreglu, segir að ákvörðun um að sekta yfirkjörstjórnina staðfesti að fyrsta talningin eigi að gilda. Allt starfsfólk New York borgar verður að láta bólusetja sig að fullu gegn kórónuveirunni á næstu dögum. Ella verður það sent heim án launa. Miðstjórn ASÍ varar við sölu á Mílu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja almannahagsmuni. Jón Hjartarson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Troðningar. --- Karl Gauti Hjaltason, sem kærði endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, segir að ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að bjóða kjörstjórnarmönnum að greiða sekt staðfesti að fyrri talningin eigi að standa. Frambjóðandi Pírata sem ekki náði kjöri segir að staðan í málinu kalli á að uppkosning fari fram í kjördæminu. Svo virðist sem kjörstjórnarmenn ætli ekki að þiggja boð um að greiða sekt. Það gæti varðað 12 daga fangelsi. Arnar Páll Hauksson talar við Karl Gauta Hjaltason og Davíð Norðdhal. Öllum þjóðum var boðið að skila og kynna sína framtíðarsýn í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Íslensk stjórnvöld hafa ekki gert það og skila því auðu, sem eru mikil vonbrigði að sögn Halldórs Þorgeirssonar formanns Loftslagsráðs. Ragnhildur Thorlacius talaði við Halldór. Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn Covid-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi ein og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Yfirkjörstjórnin sektuð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 20, 2021


Starfsfólk Hótels Borgarness sagði í vitnaskýrslu hjá lögreglu að það hefði aldrei átt við kjörgögn úr alþingiskosningunum í Norðvesturkjördæmi. Eini umgangurinn sem sést við talningarsalinn eftir að yfirkjörstjórn er farin eru starfsmenn hótelsins að ganga frá. Karl Gauti Hjaltason, sem kærði endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til lögreglu, segir að ákvörðun um að sekta yfirkjörstjórnina staðfesti að fyrsta talningin eigi að gilda. Allt starfsfólk New York borgar verður að láta bólusetja sig að fullu gegn kórónuveirunni á næstu dögum. Ella verður það sent heim án launa. Miðstjórn ASÍ varar við sölu á Mílu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja almannahagsmuni. Jón Hjartarson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Troðningar. --- Karl Gauti Hjaltason, sem kærði endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, segir að ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að bjóða kjörstjórnarmönnum að greiða sekt staðfesti að fyrri talningin eigi að standa. Frambjóðandi Pírata sem ekki náði kjöri segir að staðan í málinu kalli á að uppkosning fari fram í kjördæminu. Svo virðist sem kjörstjórnarmenn ætli ekki að þiggja boð um að greiða sekt. Það gæti varðað 12 daga fangelsi. Arnar Páll Hauksson talar við Karl Gauta Hjaltason og Davíð Norðdhal. Öllum þjóðum var boðið að skila og kynna sína framtíðarsýn í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Íslensk stjórnvöld hafa ekki gert það og skila því auðu, sem eru mikil vonbrigði að sögn Halldórs Þorgeirssonar formanns Loftslagsráðs. Ragnhildur Thorlacius talaði við Halldór. Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn Covid-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi ein og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir óvissu í kringum niðurstöðu alþingiskosninga óviðunandi. Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja gefa sér nokkra daga til að ræða grundvöll fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra telur þau taka sér vikuna til þess. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við þau. Atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur í kvöld og hægt að fylgjast með talningunni í beinni útssendingu á vefnum. Mjög mjótt var á munum milli Miðflokksmanns sem var kjördæmakjörinn og frambjóðenda VG. Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður er á Selfossi og ræddi við Valgeir Bjarnason, formann kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi. Óvissustigi almannavarna vegna vondra veðurhorfa hefur verið lýst yfir á morgun á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Jafnaðarmenn í Þýskalandi segjast hafa umboð til að mynda stjórn en Kristilegir demókratar segja að enginn hafi umboð til þess. Hallgrímur Indriðason fréttamaður segir frá frá Berlín. Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu segir Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. Arnar Björnsson tók saman. ----- Fyrrverandi þingmenn Jón Þór Ólafsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir segja bæði óþolandi að ekki sé full ljóst hver var niðurstaða kosninganna á laugardaginn og hverjir voru kosnir á þing. Rætt var við þau um endurtalningar, utankjörfundaratkvæði, kosingalög og horfur á að ríkisstjórnarsamstarf haldi. Umsjónarmenn: Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir

Spegillinn
27.09.2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 27, 2021


Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir óvissu í kringum niðurstöðu alþingiskosninga óviðunandi. Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja gefa sér nokkra daga til að ræða grundvöll fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra telur þau taka sér vikuna til þess. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við þau. Atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur í kvöld og hægt að fylgjast með talningunni í beinni útssendingu á vefnum. Mjög mjótt var á munum milli Miðflokksmanns sem var kjördæmakjörinn og frambjóðenda VG. Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður er á Selfossi og ræddi við Valgeir Bjarnason, formann kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi. Óvissustigi almannavarna vegna vondra veðurhorfa hefur verið lýst yfir á morgun á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Jafnaðarmenn í Þýskalandi segjast hafa umboð til að mynda stjórn en Kristilegir demókratar segja að enginn hafi umboð til þess. Hallgrímur Indriðason fréttamaður segir frá frá Berlín. Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu segir Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. Arnar Björnsson tók saman. ----- Fyrrverandi þingmenn Jón Þór Ólafsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir segja bæði óþolandi að ekki sé full ljóst hver var niðurstaða kosninganna á laugardaginn og hverjir voru kosnir á þing. Rætt var við þau um endurtalningar, utankjörfundaratkvæði, kosingalög og horfur á að ríkisstjórnarsamstarf haldi. Umsjónarmenn: Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir

Morgunútvarpið
8. júl - Hinsegin hátíð, kvikmyndagerð, efnahagsmál og ný bók

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 8, 2021 130:00


Um helgina fer fram fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands en nýstofnað félag, Hinsegin Vesturland, stendur að henni en hún er fyrsti stóri viðburður félagsins og markmiðið er að hún flakki á milli allra sveitarfélaganna á Vesturlandi, til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga sem verður laugardaginn. Bjargey Anna Guðbandsdóttir sem er framkvæmdarstýra hátíðarinnar var á línunni og sagði okkur meira. Það hefur vakið athygli margra sem fylgjast með streymisveitum að sjá íslenska leikara skjóta upp kollinum aftur og aftur, jafnvel í stórum hlutverkum í sumum þeirra þáttaraða eða kvikmynda sem boðið er uppá. Þá má oft sjá íslensk nöfn í kreditlistum yfir starfsmenn í þessum myndum. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri klapptrés sagði okkur betur frá þessu en hann er líka á leiðinni í spennandi sögugöngu um kvikmyndaborgina Reykjavík. Í gær var birt skýrsla OECD þar sem horfur á mjúkri lendingu efnahagslífsins er spáð og er þá fyrst og fremst horft til ferðmannastraumsins. Samkvæmt skýrslunni stóð Ísland storminn sem fylgdi COVID-19 faraldrinum betur af sér en flestar aðrar þjóðir og viðsnúningur er framundan. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að þetta megi þakka góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur. En hverjir koma best út úr kófinu, hinir betur stæðu eða er það jafnt yfir línuna? Við fengum Katrínu Ólafsdóttur hagfræðing og dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík til að ræða horfurnar og Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur vakið athygli fyrir skáldsögur sínar sem flestar fjalla um konur á miðjum aldri og þær áskoranir sem þeim mæta. Sú nýjasta, Slétt og brugðið, fór beint inn á metsölulista og við fengum Árelíu til að segja okkur af þessari nýju sögu og viðfangsefnum vinkvennanna sem hún fjallar um. Tónlist: Hljómar - Lífsgleði Hjaltalín - Feels like sugar Páll Óskar - Söngur um lífið Stuðmenn - Slá í gegn Joy Cookes - Feet don't fail me now Jet black Joe - I, you, we Foo fighters - Waiting on a war Á móti sól - Stjörnublik Albatross - Ég sé sólina Notorious B.I.G. - Mo money, mo problems U2 - Red hill mining town (2017 mix)

Morgunútvarpið
8. júl - Hinsegin hátíð, kvikmyndagerð, efnahagsmál og ný bók

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 8, 2021


Um helgina fer fram fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands en nýstofnað félag, Hinsegin Vesturland, stendur að henni en hún er fyrsti stóri viðburður félagsins og markmiðið er að hún flakki á milli allra sveitarfélaganna á Vesturlandi, til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga sem verður laugardaginn. Bjargey Anna Guðbandsdóttir sem er framkvæmdarstýra hátíðarinnar var á línunni og sagði okkur meira. Það hefur vakið athygli margra sem fylgjast með streymisveitum að sjá íslenska leikara skjóta upp kollinum aftur og aftur, jafnvel í stórum hlutverkum í sumum þeirra þáttaraða eða kvikmynda sem boðið er uppá. Þá má oft sjá íslensk nöfn í kreditlistum yfir starfsmenn í þessum myndum. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri klapptrés sagði okkur betur frá þessu en hann er líka á leiðinni í spennandi sögugöngu um kvikmyndaborgina Reykjavík. Í gær var birt skýrsla OECD þar sem horfur á mjúkri lendingu efnahagslífsins er spáð og er þá fyrst og fremst horft til ferðmannastraumsins. Samkvæmt skýrslunni stóð Ísland storminn sem fylgdi COVID-19 faraldrinum betur af sér en flestar aðrar þjóðir og viðsnúningur er framundan. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að þetta megi þakka góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur. En hverjir koma best út úr kófinu, hinir betur stæðu eða er það jafnt yfir línuna? Við fengum Katrínu Ólafsdóttur hagfræðing og dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík til að ræða horfurnar og Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur vakið athygli fyrir skáldsögur sínar sem flestar fjalla um konur á miðjum aldri og þær áskoranir sem þeim mæta. Sú nýjasta, Slétt og brugðið, fór beint inn á metsölulista og við fengum Árelíu til að segja okkur af þessari nýju sögu og viðfangsefnum vinkvennanna sem hún fjallar um. Tónlist: Hljómar - Lífsgleði Hjaltalín - Feels like sugar Páll Óskar - Söngur um lífið Stuðmenn - Slá í gegn Joy Cookes - Feet don't fail me now Jet black Joe - I, you, we Foo fighters - Waiting on a war Á móti sól - Stjörnublik Albatross - Ég sé sólina Notorious B.I.G. - Mo money, mo problems U2 - Red hill mining town (2017 mix)

Spegillinn
?Það er nóg til?

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 30, 2021 30:00


Ríkisstjórnin kynnti í dag ný og framlengd úrræði vegna kórónuveirufaraldursins. Forsætisráðherra segir að styðja þurfi bæði fólk og fyrirtæki á lokametrum faraldursins. Ekki liggur fyrir hvort innanlandstakmörkunum verði aflétt í næstu viku. Búið er að bólusetja tæplega 38 prósent þeirra sem stendur til að bólusetja hér á landi, og uppfyllir það markmið afléttingaráætlunar stjórnvalda. Hundrað milljónir Bandaríkjamanna teljast fullbólusettar gegn kórónuveirunni. Liðlega helmingur þeirra hefur fengið fyrri skammtinn. Veðurfræðingur segir að mistrið yfir Suður- og Vesturlandi sé sambland áhrifa frá eldstöðvunum og mengunar frá meginlandi Evrópu. Slagorð eða kjörorð 1. maí, baráttudags verkalýðsins, er: Það er nóg til. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að það sé ekki úr lausu lofti gripið. Oft sé sagt þegar gesti ber að garði að það sé nóg til. Við eigum nóg til skiptanna. Ef gæðin eru af skornum skammti þá deilum við gæðunum með sanngjarnari hætti. ArnarPáll Hauksson talaði við Drífu Snædal og Sonnju ýr Þorbergsdóttur. Vangaveltur um áhrif heimsfaraldursins eru víða í gerjun, þá einnig áhrifin á lífið í stórborgunum og þróun þeirra. Sigrún Davíðsdóttir horfði í kringum sig í fjármálahverfinu í London og rakti hvers vænta mætti af framvindu borgarlífsins þar.

Spegillinn
?Það er nóg til?

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 30, 2021


Ríkisstjórnin kynnti í dag ný og framlengd úrræði vegna kórónuveirufaraldursins. Forsætisráðherra segir að styðja þurfi bæði fólk og fyrirtæki á lokametrum faraldursins. Ekki liggur fyrir hvort innanlandstakmörkunum verði aflétt í næstu viku. Búið er að bólusetja tæplega 38 prósent þeirra sem stendur til að bólusetja hér á landi, og uppfyllir það markmið afléttingaráætlunar stjórnvalda. Hundrað milljónir Bandaríkjamanna teljast fullbólusettar gegn kórónuveirunni. Liðlega helmingur þeirra hefur fengið fyrri skammtinn. Veðurfræðingur segir að mistrið yfir Suður- og Vesturlandi sé sambland áhrifa frá eldstöðvunum og mengunar frá meginlandi Evrópu. Slagorð eða kjörorð 1. maí, baráttudags verkalýðsins, er: Það er nóg til. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að það sé ekki úr lausu lofti gripið. Oft sé sagt þegar gesti ber að garði að það sé nóg til. Við eigum nóg til skiptanna. Ef gæðin eru af skornum skammti þá deilum við gæðunum með sanngjarnari hætti. ArnarPáll Hauksson talaði við Drífu Snædal og Sonnju ýr Þorbergsdóttur. Vangaveltur um áhrif heimsfaraldursins eru víða í gerjun, þá einnig áhrifin á lífið í stórborgunum og þróun þeirra. Sigrún Davíðsdóttir horfði í kringum sig í fjármálahverfinu í London og rakti hvers vænta mætti af framvindu borgarlífsins þar.

Morgunútvarpið
10. feb. - Loðna, Sundabraut, Ævi, ferðaþjónustan og Spánn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 10, 2021 130:00


Veiðar á loðnu eru hafnar á nýjan leik eftir þriggja ára hlé. Norsk skip eru farin að landa í Neskaupstað en íslensku skipin bíða eftir að loðnan sé nægjanlega hrognafull til að hægt sé að vinna hana fyrir Japansmarkað. Við tókum púlsinn á Síldarvinnslunni en þar er byrjað að taka á móti loðnu frá Norðmönnunum og unnið á sólarhrings vöktum. Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri þar var á línunni hjá okkur. Sveitarfélög á Vesturlandi sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi var á línunni hjá okkur og fór yfir málið með okkur. Hvernig breytir maður sjónvarpsþáttum í dansverk? Við komumst að því þegar þær Inga Maren Rúnarsdóttir og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir komu til okkar en þær eru konurnar að baki danssýningunni Ævi, sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum. Lokasýning verksins er í kvöld og við forvitnuðumst aðeins um þennan listviðburð. Ekkert verður af bólusetningartilraun Pfizer eins og fram kom í fréttum í gær. Sú staðreynd hefur áhrif á þjóðlífið allt og við heyrðum í Bjarnheiði Hallsdóttur formanni Samtaka ferðaþjónustunnar um fyrirsjáanleg áhrif á ferðaþjónustuna þar sem allir bíða eftir að geta tekið á móti ferðamönnum á ný. Við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni þar sem hann rakti fyrir okkur ýmis dómsmál sem þar eru í gangi. Tónlist: Gugusar og Auður - Frosið sólarlag. Moses Hightower - Stutt skref. Elvis Costello - Olivers Army. Passenger - Sword from the stone. Sigrún Stella - So cold. Sykurmolarnir - Ammæli. The Weeknd - Save your tears. Lenny Kravitz - The Chamber. Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein. Elton John - Little Jeannie.

Mannlegi þátturinn
Íbúakönnun landshlutanna, Lausnahringurinn og Listasafn Árnesinga

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 10, 2021 55:00


Nýlega voru kynntar niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna sem er gerð meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu öll landshlutasamtök (nema SSH) ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Hvar á landinu er fólk hamingjusamast og hvar óhamingjusamast? Hverjir eru ánægðastir og hverjir eru óánægðastir með sveitarfélagið sitt? Niðurstöðurnar eru áhugaverðar. Við fengum Vífil Karlsson hagfræðingur hjá SSV, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, en hann er höfundur skýrslunnar ásamt Helgu Maríu Pétursdóttur hjá SSNE, til okkar að segja okkur frá helstu niðurstöðum. Arnrún Magnúsdóttir leikskólakennari hefur um tuttugu ára skeið unnið að kennsluefni fyrir starfsfólk leikskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimila. Hún segir mikilvægt að til sé námsefni sem hægt sé að beita til að ræða mörk og virðingu í samskiptum, kynferðisofbeldi og aðrar birtingarmyndir ofbeldis við börn. Arnrún tók á móti viðurkenningu Heimilis og skóla fyrr í vetur vegna Lausnahringsins sem er námsefni fyrir börn, kennara og foreldra til að styðja við góð samskipti. Arnrún kom í þáttinn í dag. Um síðustu helgi voru opnaðar tvær myndlistasýningar í Listasafni Árnesinga. Margrét Blöndal var á ferðinni í Hveragerði rétt fyrir opnun og heimsótti þá þau Kristínu Scheving sem tók við sem safnstjóri fyrir nákvæmlega ári og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist. Þau voru önnum kafin við að gera allt klárt en gáfu sér samt tíma til að spjalla, um sýninguna og líka um nýjan veruleika sem allir þurfa að takast á við, bæði þegar kemur að menningarviðburðum og ferðalögum á milli landa. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Mannlegi þátturinn
Íbúakönnun landshlutanna, Lausnahringurinn og Listasafn Árnesinga

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 10, 2021


Nýlega voru kynntar niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna sem er gerð meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu öll landshlutasamtök (nema SSH) ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Hvar á landinu er fólk hamingjusamast og hvar óhamingjusamast? Hverjir eru ánægðastir og hverjir eru óánægðastir með sveitarfélagið sitt? Niðurstöðurnar eru áhugaverðar. Við fengum Vífil Karlsson hagfræðingur hjá SSV, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, en hann er höfundur skýrslunnar ásamt Helgu Maríu Pétursdóttur hjá SSNE, til okkar að segja okkur frá helstu niðurstöðum. Arnrún Magnúsdóttir leikskólakennari hefur um tuttugu ára skeið unnið að kennsluefni fyrir starfsfólk leikskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimila. Hún segir mikilvægt að til sé námsefni sem hægt sé að beita til að ræða mörk og virðingu í samskiptum, kynferðisofbeldi og aðrar birtingarmyndir ofbeldis við börn. Arnrún tók á móti viðurkenningu Heimilis og skóla fyrr í vetur vegna Lausnahringsins sem er námsefni fyrir börn, kennara og foreldra til að styðja við góð samskipti. Arnrún kom í þáttinn í dag. Um síðustu helgi voru opnaðar tvær myndlistasýningar í Listasafni Árnesinga. Margrét Blöndal var á ferðinni í Hveragerði rétt fyrir opnun og heimsótti þá þau Kristínu Scheving sem tók við sem safnstjóri fyrir nákvæmlega ári og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist. Þau voru önnum kafin við að gera allt klárt en gáfu sér samt tíma til að spjalla, um sýninguna og líka um nýjan veruleika sem allir þurfa að takast á við, bæði þegar kemur að menningarviðburðum og ferðalögum á milli landa. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Morgunútvarpið
10. feb. - Loðna, Sundabraut, Ævi, ferðaþjónustan og Spánn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 10, 2021


Veiðar á loðnu eru hafnar á nýjan leik eftir þriggja ára hlé. Norsk skip eru farin að landa í Neskaupstað en íslensku skipin bíða eftir að loðnan sé nægjanlega hrognafull til að hægt sé að vinna hana fyrir Japansmarkað. Við tókum púlsinn á Síldarvinnslunni en þar er byrjað að taka á móti loðnu frá Norðmönnunum og unnið á sólarhrings vöktum. Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri þar var á línunni hjá okkur. Sveitarfélög á Vesturlandi sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi var á línunni hjá okkur og fór yfir málið með okkur. Hvernig breytir maður sjónvarpsþáttum í dansverk? Við komumst að því þegar þær Inga Maren Rúnarsdóttir og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir komu til okkar en þær eru konurnar að baki danssýningunni Ævi, sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum. Lokasýning verksins er í kvöld og við forvitnuðumst aðeins um þennan listviðburð. Ekkert verður af bólusetningartilraun Pfizer eins og fram kom í fréttum í gær. Sú staðreynd hefur áhrif á þjóðlífið allt og við heyrðum í Bjarnheiði Hallsdóttur formanni Samtaka ferðaþjónustunnar um fyrirsjáanleg áhrif á ferðaþjónustuna þar sem allir bíða eftir að geta tekið á móti ferðamönnum á ný. Við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni þar sem hann rakti fyrir okkur ýmis dómsmál sem þar eru í gangi. Tónlist: Gugusar og Auður - Frosið sólarlag. Moses Hightower - Stutt skref. Elvis Costello - Olivers Army. Passenger - Sword from the stone. Sigrún Stella - So cold. Sykurmolarnir - Ammæli. The Weeknd - Save your tears. Lenny Kravitz - The Chamber. Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein. Elton John - Little Jeannie.

Dr. Football
Doc Xtra - Úlfar á stangli á Vesturlandi

Dr. Football

Play Episode Listen Later Jan 28, 2021 76:56


Kötturinn og Litla flugvélin hjá Doc á fimmtudegi.

doc xtra litla vesturlandi
Spegillinn
Hætta á nýrri bylgju

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 26, 2020 30:00


Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Gul viðvörun er í öðrum landshlutum nema á Austurlandi. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu á Suðurnesjum. Það kemur í ljós í seinni hluta næstu viku hvort tekist hefur að ná tökum á núverandi bylgju faraldursins eða hvort ný bylgja sé komin af stað. Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur. Sáttafundur í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins hefur staðið yfir í allan dag. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð gera ráð fyrir að COVID-19 farsóttin nái hámarki um miðjan desember. Á sjöunda þúsund landsmenn eru dánir af hennar völdum. Takmarkanir á lífi og frelsi fólks verða að hafa skýra heimild í lögum þó að í sóttvarnaskyni séu, segir lögmaður sem telur að sóttvarnaaðgerðir í kórónuveirufaraldrinum byggist ekki á nægilega traustum grunni. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Reimar Pétursson. Spegillinn fjallaði um Diego Maradona. Kristján Sigurjónsson talaði við Víði Sigurðsson og Örnu Steinsen. Mesta efnahagsáfall í Bretlandi síðan frostaveturinn mikla 1709, ríkið ekki þurft að mæta öðrum eins útgjöldum og standa í öðrum eins lántökum síðan í seinni heimsstyrjöldinni, allt vegna veirufaraldursins sem leggst þungt á Breta. Þetta var boðskapur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta í breska þinginu í gær. En það er annað verra fyrir Breta en veiran: fjármálaráðherra nefndi ekki Brexit en bankastjóri Englandsbanka varaði við því í vikunni að áhrif Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gætu til lengdar orðið verri en veiruáhrifin. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Hætta á nýrri bylgju

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 26, 2020


Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Gul viðvörun er í öðrum landshlutum nema á Austurlandi. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu á Suðurnesjum. Það kemur í ljós í seinni hluta næstu viku hvort tekist hefur að ná tökum á núverandi bylgju faraldursins eða hvort ný bylgja sé komin af stað. Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur. Sáttafundur í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins hefur staðið yfir í allan dag. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð gera ráð fyrir að COVID-19 farsóttin nái hámarki um miðjan desember. Á sjöunda þúsund landsmenn eru dánir af hennar völdum. Takmarkanir á lífi og frelsi fólks verða að hafa skýra heimild í lögum þó að í sóttvarnaskyni séu, segir lögmaður sem telur að sóttvarnaaðgerðir í kórónuveirufaraldrinum byggist ekki á nægilega traustum grunni. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Reimar Pétursson. Spegillinn fjallaði um Diego Maradona. Kristján Sigurjónsson talaði við Víði Sigurðsson og Örnu Steinsen. Mesta efnahagsáfall í Bretlandi síðan frostaveturinn mikla 1709, ríkið ekki þurft að mæta öðrum eins útgjöldum og standa í öðrum eins lántökum síðan í seinni heimsstyrjöldinni, allt vegna veirufaraldursins sem leggst þungt á Breta. Þetta var boðskapur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta í breska þinginu í gær. En það er annað verra fyrir Breta en veiran: fjármálaráðherra nefndi ekki Brexit en bankastjóri Englandsbanka varaði við því í vikunni að áhrif Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gætu til lengdar orðið verri en veiruáhrifin. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Spegillinn 11. nóvember 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 11, 2020 30:00


Spegillinn 11. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Hrafnkell Sigurðsson Forsætisráðherra segir að skoða verði málefni Arnarholts ofan í kjölinn. Hún segir málið bæði sláandi og óhugnanlegt. Fjögur af þeim 26 smitum sem greindust í gær tengjast sama fyrirtækinu á Akranesi. Sex starfsmenn þar hafa nú smitast. Líkur eru á að byrjað verði að bólusetja gegn kórónuveirunni í ríkjum Evrópusambandsins einhvern tíma á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Tekist var á um hverjir hefðu forgang í bólusetningu fyrir svínaflensunni fyrir ellefu árum, segir fyrrverandi sóttvarnalæknir. Hann segir líklegt að svipaðri forgangsröðun verði beitt nú í kórónufaraldrinum. Átta af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja að Joe Biden hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum. Donald Trump neitar að játa sig sigraðan. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum og Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Lengri umfjöllun: Skýrsla OECD, Efnahags og framfarastofnunarinnar, á regluverki ferðaþjónustu og byggingaiðnaðar hér á landi, sem kynnt var í gær, hefur vakið blendin viðbrögð hjá Samtökum iðnaðarins. Í skýrslunni er lagt til að endurskoða í heild sinni löggjöf um löggiltar starfsgreinar. Taka eigi til skoðunar að draga úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara og fleiri. Svo er beinlínis lagt til að afnema löggildingu bakara og ljósmyndara - þó erfitt sé að sjá beina tengingu þessara starfsgreina við byggingariðnað. Kristján Sigurjónsson ræðir við Björgu Ástu Þórðardóttur yfirlögfræðingi Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri Bónuss segir að talsverður munur sé á kauphegðun fólks nú en í fyrstu bylgju Covid. Viðskiptavinir séu ekki lengur að hamstra klósetpappír eins og gerðist í vor. Í Speglinum í gær kom fram að eftirspurn eftir hinum ýmsu vörum hefur aukist í Covid faraldrinum. Arnar Páll Huksson talar við Guðmund Marteinssson, framkvæmdastjóri Bónus, Sigurð Brynjar Pálsson,forstjóra BYKO og Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri Elko. Í vikunni var greint frá því að bandaríski lyfjarisinn Pfizer og þýska líftæknifyrirtækið BioNTech væru vel á veg komin í rannsóknum á bóluefni gegn kórónuveirunni. Rannsóknir benda til þess að bóluefni þeirra verji níu af hverjum tíu fyrir COVID -19. Pfizer er með stærstu lyfjafyrirtækjum heims en BioNTech er ekki nafn sem hefur verið á hvers manns vörum fyrr en nú. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá hjónunum Ugur Sahin (Úr Sjahín) og Özlem Türeci (Ötslem Türetsí) í Mainz sem stof

Fjórðungur - Hlaðvarp
Körfuboltamál Fjórðungs hlaðvarps

Fjórðungur - Hlaðvarp

Play Episode Listen Later Nov 11, 2020 64:25


Fjórðungur hlaðvarp fékk til sín góðan gest en Kristján Gauti Karlsson leit við og ræddi BA ritgerð sína í íslensku „Stökkskot og stoðsendingar: Orðmyndun í íslensku körfuboltamáli." Reynt var að finna orð á nokkra hluti sem hefur ekki verið náð að þýða svo vel sé gert ásamt því að rætt var örlítið um körfuboltann á Vesturlandi og hvenær körfuboltinn fer aftur af stað hér á landi.BA ritgerð Kristjáns er hægt að nálgast hér: https://skemman.is/handle/1946/35554

fj kristj vesturlandi
Spegillinn
Spegillinn 11. nóvember 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 11, 2020


Spegillinn 11. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Hrafnkell Sigurðsson Forsætisráðherra segir að skoða verði málefni Arnarholts ofan í kjölinn. Hún segir málið bæði sláandi og óhugnanlegt. Fjögur af þeim 26 smitum sem greindust í gær tengjast sama fyrirtækinu á Akranesi. Sex starfsmenn þar hafa nú smitast. Líkur eru á að byrjað verði að bólusetja gegn kórónuveirunni í ríkjum Evrópusambandsins einhvern tíma á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Tekist var á um hverjir hefðu forgang í bólusetningu fyrir svínaflensunni fyrir ellefu árum, segir fyrrverandi sóttvarnalæknir. Hann segir líklegt að svipaðri forgangsröðun verði beitt nú í kórónufaraldrinum. Átta af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja að Joe Biden hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum. Donald Trump neitar að játa sig sigraðan. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum og Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Lengri umfjöllun: Skýrsla OECD, Efnahags og framfarastofnunarinnar, á regluverki ferðaþjónustu og byggingaiðnaðar hér á landi, sem kynnt var í gær, hefur vakið blendin viðbrögð hjá Samtökum iðnaðarins. Í skýrslunni er lagt til að endurskoða í heild sinni löggjöf um löggiltar starfsgreinar. Taka eigi til skoðunar að draga úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara og fleiri. Svo er beinlínis lagt til að afnema löggildingu bakara og ljósmyndara - þó erfitt sé að sjá beina tengingu þessara starfsgreina við byggingariðnað. Kristján Sigurjónsson ræðir við Björgu Ástu Þórðardóttur yfirlögfræðingi Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri Bónuss segir að talsverður munur sé á kauphegðun fólks nú en í fyrstu bylgju Covid. Viðskiptavinir séu ekki lengur að hamstra klósetpappír eins og gerðist í vor. Í Speglinum í gær kom fram að eftirspurn eftir hinum ýmsu vörum hefur aukist í Covid faraldrinum. Arnar Páll Huksson talar við Guðmund Marteinssson, framkvæmdastjóri Bónus, Sigurð Brynjar Pálsson,forstjóra BYKO og Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri Elko. Í vikunni var greint frá því að bandaríski lyfjarisinn Pfizer og þýska líftæknifyrirtækið BioNTech væru vel á veg komin í rannsóknum á bóluefni gegn kórónuveirunni. Rannsóknir benda til þess að bóluefni þeirra verji níu af hverjum tíu fyrir COVID -19. Pfizer er með stærstu lyfjafyrirtækjum heims en BioNTech er ekki nafn sem hefur verið á hvers manns vörum fyrr en nú. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá hjónunum Ugur Sahin (Úr Sjahín) og Özlem Türeci (Ötslem Türetsí) í Mainz sem stof

Samfélagið
Helgar lindir. Smitskömm. Umhverfispistill

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 26, 2020 55:00


Gylfi Helgason fornleifafræðingur: Helgar lindir eru þekktar víða um heim, hér á landi þekkjum við þær helst sem kenndar eru við Guðmund góða. Gylfi segir frá rannsóknum sínum á helgum lindum á Vesturlandi. Andrea Sigurðardóttir: Fjallað um fyrirbærið smitskömm og rætt við Andreu sem greindist með Covidsmit og hefur verið i sóttkví. Stefán Gíslason: Umhverfispistill um umhverfisáhrif Covid faraldursins.

Samfélagið
Helgar lindir. Smitskömm. Umhverfispistill

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 26, 2020


Gylfi Helgason fornleifafræðingur: Helgar lindir eru þekktar víða um heim, hér á landi þekkjum við þær helst sem kenndar eru við Guðmund góða. Gylfi segir frá rannsóknum sínum á helgum lindum á Vesturlandi. Andrea Sigurðardóttir: Fjallað um fyrirbærið smitskömm og rætt við Andreu sem greindist með Covidsmit og hefur verið i sóttkví. Stefán Gíslason: Umhverfispistill um umhverfisáhrif Covid faraldursins.

gu stef andreu fjalla gylfi helgar vesturlandi
Samfélagið
Helgar lindir. Smitskömm. Umhverfispistill

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 26, 2020


Gylfi Helgason fornleifafræðingur: Helgar lindir eru þekktar víða um heim, hér á landi þekkjum við þær helst sem kenndar eru við Guðmund góða. Gylfi segir frá rannsóknum sínum á helgum lindum á Vesturlandi. Andrea Sigurðardóttir: Fjallað um fyrirbærið smitskömm og rætt við Andreu sem greindist með Covidsmit og hefur verið i sóttkví. Stefán Gíslason: Umhverfispistill um umhverfisáhrif Covid faraldursins.

Samfélagið
Atvinnulíf á Vesturlandi. Innflytjendur. Áhrif talna. Guleygð mörgæs.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 15, 2019 55:00


Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG: Þróun atvinnulífs á Vesturlandi til ársins 2040 - fjórar framtíðar sviðsmyndir sem voru unnar í tilefni af 50 ára afmæli Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. Jasmina Crnac fjölmenningarfulltrúi Kópavogs: Mikilvægi þess að opna samfélög fyrir innflytjendum. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Áhrif talna á orð. Vera Illugadóttir: Hoiho, guleygð og hávær mörgæsategund bar sigur úr býtum í árlegri kosningu um fugl ársins á Nýja-Sjálandi.

gu sj kpmg kristinsson mikilv sambands vera illugad vesturlandi
Samfélagið
Atvinnulíf á Vesturlandi. Innflytjendur. Áhrif talna. Guleygð mörgæs.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 15, 2019


Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG: Þróun atvinnulífs á Vesturlandi til ársins 2040 - fjórar framtíðar sviðsmyndir sem voru unnar í tilefni af 50 ára afmæli Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. Jasmina Crnac fjölmenningarfulltrúi Kópavogs: Mikilvægi þess að opna samfélög fyrir innflytjendum. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Áhrif talna á orð. Vera Illugadóttir: Hoiho, guleygð og hávær mörgæsategund bar sigur úr býtum í árlegri kosningu um fugl ársins á Nýja-Sjálandi.

gu sj kpmg kristinsson mikilv sambands vera illugad vesturlandi
Hlaðvarp Kjarnans
Þjóðlegir þræðir – Við leirum

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Oct 8, 2019 43:53


Ef þú vilt vita hvar leir er að finna í náttúrunni, spurðu þá börnin. Eða vegavinnufólkið, því það er búið að finna hann. Í heimsókn okkar til Sigríðar Erlu í Leir 7 í Stykkishólmi komumst við að því að það er til ljómandi góður og vinnanlegur leir á Vesturlandi og að úr honum er hægt að gera hvað sem er.

ef sigr stykkish vesturlandi
Spegillinn
Loftslagsbreytingum mótmælt

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 20, 2019 30:00


Ríkislögmaður fellst ekki á að Guðjón Skarphéðinsson, einn þeirra sem voru sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafi sætt andlegri og líkamlegri raun í gæsluvarðhaldi. Guðjón stefnir ríkinu og krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna. Þjóðverjar ætla að verja hundrað milljörðum evra í baráttuna gegn loftslagsbreytingum til ársins 2030. Aðgerða í loftslagsmálum var krafist á 575 stöðum í Þýskalandi í dag. Milljónir barna um allan heim flykktust út á götur borga í dag til að taka þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga. Nú stendur yfir dagskrá á Austurvelli þar sem vakin er athygli á afleiðingum loftslagshlýnunar. Icelandair Group hefur gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. Stefnt er að því að skrifað verði undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgöngumannvirkja á fimmtudaginn í næstu viku. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að sekta RÚV um fimm þúsund evrur fyrir framgöngu Hatara í Eurovision í vor. Hljómsveitin sýndi borða í fánalitum Palestínu meðan á stigagjöf stóð. Vegasamgöngur hafa raskast í dag vegna vatnavaxta á Vesturlandi. Gul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir Faxaflóa og Vestfirði en appelsínugul fyrir Breiðafjörð. Milljónir barna um allan heim flykktust út á götur borga í dag til að taka þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga. Um þrjú hundruð þúsund ungmenni tóku til dæmis þátt í Ástralíu. Fyrirmyndin eins og alþekkt er, skólaskróp Gretu Thunberg sem tók sér stöðu við sænska þinghúsið föstudag einn í ágúst í fyrra og nær alla föstudaga þaðan í frá. Anna Kristín ræddi við ung fólk á Austurvelli, Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, Eyrúnu Dodziakos, Hálfdán Árna Jónsson og Rannveigu Guðmundsdóttir. Formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands hvetur forsætisráðherra að lýsa yfir auknum samdrætti í losun gróðurhúsaloftteguna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Arnar Páll Hauksson tlar við Árna. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við áframhaldandi hagræðingu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á næstu misserum en starfsfólki innan greinarinnar hefur fækkað um 2.900 á síðastliðnu ári. Jóhannes segir að spár um samdrátt í komu erlendra ferðamanna hingað til lands hafi að mestu gengið eftir. Höskuldur Kári Schram talat við Jóhannes.

forma rv boeing gu ve samt brei gul schram hallgr hlj palest hauksson millj eyr samtaka skarph sameinu vestfir arnar p anna krist austurvelli geirfinnsm vesturlandi stefnt icelandair group
Spegillinn
Spegillinn 24. júní 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 24, 2019 30:00


Spegillinn mánudaginn 24. júní Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Ástæða er til að hafa áhyggjur af meiri hernaðarumsvifum á norðurslóðum, meðal annars í ljósi þess að Bandaríkjaher áformar uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Embætti ríkislögreglustjóra segir að framganga ríkislögreglustjóra í máli lögreglumannsins sem þrjár stúlkur sökuðu um kynferðisbrot hafi verið lögum samkvæmt. Vel gengur að hrinda 54 verkefnum árs gamallar byggðaáætlunar í framkvæmd, að mati verkefnastjóra í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, en tíu verkefni eru þó enn ekki hafin. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kynnti í dag frekari refsiaðgerðir gegn Íran. Hyggst hann til að mynda beita beita Ayatollah Ali Khamenei, erkiklerk Írans, stórtækum viðskiptaþvingunum til að hefna fyrir drónann sem Íransher skaut niður í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að álagning á sykraða gosdrykki og sælgæti hækki í nýrri aðgerðaáætlun Landlæknisembættisins . Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir að það sé mikilvægt fyrir lýðheilsu Íslendinga að sykurskattur komist í gagnið. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít hafa nú hafst við í sérsmíðaðri laug í Vestmannaeyjum í fimm daga, eftir ferðalagið stranga frá Kína. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður þekkingarseturs Vestmannaeyja, hefur fylgst með systrunum og hverning þeim vegnar í Eyjum. Lengri umfjallanir: Einar Sveinbjörnssson veðurfræðingur segir að þurrviðri undanfarinna vikna á Vesturlandi sé tæplega hægt að skrifa á loftslagsbreytingar. Ef þetta gerðist ár eftir ár mætti tala um breytingar. Kristján Sigurjónsson talar við Einar um veðurfar á íslandi það sem af er sumri og hitabylgjuspá á meginlandi Evrópu. Það stefnir í að hlé verði gert í júlí á kjaraviðræðum opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög. Samiðn og Rafiðnarsambandið hafa skrifað undir samkomulag við ríkið um friðarskyldu til 30. september og að 105 þúsund krónur verði greiddar 1. ágúst sem fyrirframgreiðsla vegna væntanlegra launahækkana. Bæði BSRB og BHM hafa fengið tilboð um svipað samkomulag en þar er miðað við að friðarskylda verði til 15. september. Enn á eftir að semja við sveitarfélögin um breytta viðræðuáætlun. Arnar Páll Hauksson tók saman og talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Fyrst voru þeir tíu, frambjóðendur til leiðtoga Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Nú eru tveir eftir, Jeremy Hunt utanríkisráðherra og þingmaðurinn Boris Johnson, áður borgarstjóri höfuðborgarinnar og utanríkisráðherra. Kapphl

Spegillinn
Fjallkonan, kvenna- og karlafótbolti og formannskjör íhaldsmanna í UK

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 14, 2019 30:00


Spegillinn 18.6.2019 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Samkomulag um afgreiðslu mála á Alþingi og þinglok er í höfn. Samið er um að fresta þriðja orkupakkanum þar til í lok ágúst og fresta gildistöku frumvarps um innflutning á fersku kjöti. Rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins Ef kviknar í á Vesturlandi má búast við að eldurinn breiðist hratt út þar sem áfram er spáð þurrki og norðanstrekkingi. Þetta segir veðurfræðingur sem brýnir fyrir fólki að fara gætilega. Rætt við Pálma Þór Sævarsson svæðisstjóra Vegagerðarinnar Sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út þegar vart varð við torkennilegan hlut við gegnumlýsingu í farangursleit á Keflavíkurflugvelli. Við nánari skoðun reyndist hann vera eftirlíking af Fabérge-eggi. Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki stríð við Íran, einkum ef stjórnvöld þar hefja þróun kjarnavopna. Hann gerði lítið úr árásum á tvö olíuflutningaskip á Ómanflóa í síðustu viku í viðtali við tímaritið Time í dag. Mikil eftirvænting er fyrir komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja á morgun. Starfshópur um endurskoðun kosningalaga leggur til að komið verði á fót nýrri kosningastofnun til að hafa umsjón með framkvæmd kosninga og verkefnum í tengslum við þær. Boris Johnson fékk aftur flest atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins, sem kjósa sér nýjan formann á næstunni. Frambjóðendum fækkaði um einn eftir atkvæðagreiðslu dagsins og þeir eru nú fimm. Sigrún Davíðsdóttir, segir frá Það þarf að stokka upp hlutverk fjallkonunnar og leyfa henni að velja sér ljóð. Þetta er mat kynjafræðings sem fagnar því að í gær hafi kona sem ekki er hvít farið með hlutverkið. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og ræddi við Guðnýju Gústafsdóttur, kynjafræðing. Úrslitakeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta stendur nú sem hæst yfir í Frakklandi og sennilega hefur keppninni aldrei áður verið sinnt jafn vel af fjölmiðlum á alþjóðavísu. Kvennaboltinn hér á landi og erlendis á þó enn langt í land með að njóta jafnréttis á við karlaboltann þegar kemur að aðstöðu, peningum og viðhorfi þeirra sem stjórna í knattspyrnuhreyfingunni. Kristján Sigurjónsson ræddi við Eddu Garðarsdóttur, margreynd landsliðskona í fótbolta og þjálfari, og Kristján Guðmundsson knattspyrnuþjálfara. Kristján hefur um árabil þjálfað meistaraflokkslið karla í efstu deild víða um land, en þjálfar nú í fyrsta sinn kvennalið í efstu deild.

time boris johnson gu sj sami fab ef hann dav kristj sigr sigurj umsj keflav frakklandi baldursd mikil vestmannaeyja berglj landhelgisg vegager vesturlandi starfsh donald trump bandar
Morgunvaktin
Páfinn hefur samþykkt breytingar á Faðirvorinu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jun 12, 2019 130:00


Taumlaus byssueign Bandaríkjamanna ratar reglulega í fréttir, ekki síst þegar framin eru hræðileg fjöldamorð þar í landi sem er að verða nær daglegur viðburður. Þeir sem verja rétt Bandaríkjamanna til þess að hafa frjálsan aðgang að skotvopnum vísa til stjórnarskrárvarins réttar Bandaríkjamann til þess að verja hendur sínar og þar fara fremst í flokki Byssusamtök Bandaríkjanna, eða National Rifle Association, oftast kölluð NRA. Freyr Eyjólfsson sagði hlustendum frá þessum samtökum og umdeildum vinnuaðferðum þeirra. Páfinn lagði blessun sína yfir breytingu á hinni fyrstu bæn kristinna manna, Faðirvorinu í síðustu viku. Þetta er bænin sem sagt er að Jesú Kristur hafi kennt lærisveinum sínum og fyrst er færð í letur í Matteusarguðspjallinu. Breytingin sem páfinn hefur samþykkt er umdeild, sumir fræðimenn halda því hreinlega fram að með breytingunni sé páfinn að breyta eðli og hegðan Guðs eins og hún birtist víða í báðum testamentum Biblíunnar. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræðideild HÍ var gestur Morgunvaktarinnar. Nýr Herjólfur er væntanlegur til Vestmannaeyja á laugardag. Skipið lagði úr höfn í Póllandi á mánudag og sigldi sem leið lá milli Svíþjóðar og Þýskalands og svo meðfram Danmörku og er nú einhvers staðar í Atlantshafinu. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var á línunni frá Eyjum og sagði hlustendum frá þeim breytingum sem fylgja komu þess fyrir samgöngur á milli lands og Eyja. Því smærri sem fyrirtæki á landsbyggðinni eru og því lengra sem þau eru frá höfuðborgarsvæðinu, þeim mun ólíklegra er að þau ráðist í uppsagnir eða aðrar erfiðar aðgerðir í niðurskurði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun um væntingar fyrirtækja á landsbyggðinni. Þar svöruðu fulltrúar um 2000 fyrirtækja í öllum landshlutum að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Könnunin var gerð fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi um niðurstöður hennar við Vífil Karlsson, hagfræðing og ráðgjafa hjá samtökunum. Tónlist: Við eigum samleið - Ellý og Vilhjálmur Ue o Muite Aruko - Kyu Sakamoto

Samfélagið
Endurnýjanlegt eldsneyti. Lífdísel úr steikingarolíu. Þurrkur í Landsv

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jun 11, 2019 55:00


Jón Ásgeir H Þorvaldsson frá Orkustofnun: Endurnýjanlegt eldsneyti á Íslandi árið 2018. Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Orkeyjar: Framleiðsla á lífdísilolíu úr steikingarolíu frá veitingastöðum og heimahúsum. Erlendur Ingvarsson sauðfjárbóndi á Skarði í Landsveit: Á Skarði er rekið eitt stærsta sauðfjárbú Suðurlands. Þar er nú þurrkur eins og víða á Suður- og Vesturlandi. Erlendur segir að gott veður hjálpi til, en óttast að í hitanum í vikunni fari túnin að brenna. Friðrik Páll Jónsson: Margir gera sér ekki enn grein fyrir muninum á veðurspám og loftslagsspám. Þeir sem efast um loftslagsbreytingar segja: „Veðurfræðingar geta ekki sagt fyrir um veður eftir tíu daga, hvernig geta þeir þá sagt eitthvað um hitastig eftir hundrað ár?" Þessu tvennu er oft ruglað saman, og það veldur misskilningi og óþarfa deilum.

gu ve sigur skar margir landsv vesturlandi
Morgunvaktin
Veðurathuganir í Stykkishólmi í 173 ár

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 23, 2019 130:00


Í Heimsglugga dagsins ræddi Bogi Ágústsson meðal annars um kosningabaráttuna í Danmörku, síðustu daga Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í embætti og skipun alríkisdómara í Bandaríkjunum þess efnis að tveimur þarlendum fjármálastofnunum beri að afhenda þinginu gögn um fjármál Trumps forseta. Sveitarfélögin tíu á Vesturlandi hafa sett sér sóknaráætlun til næstu fimm ára. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi, sagði frá henni og fór líka yfir áætlun síðustu fjögurra ára. Hann var líka spurður út í málefni sorpurðunarinnar í Fíflholti sem verið hafa í fréttum síðustu daga. Árið 1845 hóf Árni Thorlacius, verslunarmaður, bóndi og útgerðarmaður í Stykkishólmi, veðurathuganir með formlegum og skipulögðum hætti. Var þess minnst á dögunum með afhjúpun skjaldar í Norska húsinu í bænum, þar sem Árni og fjölskylda bjuggu, að undirlagi Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sagði frá Árna og þessu merka frumkvöðlastarfi hans. Tónlist: Can´t buy me love - Ella Fitzgerald It´s all right with me - Ella Fitzgerald. Leikur að vonum - Mánar

Morgunútvarpið
Matarauður, borgarlína, veik hross, verðhækkanir og málshættir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 23, 2019 130:00


Matarauður Íslands er átaksverkefni sem snýr að því að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningu. Þórir Hrafnsson situr í verkefnastjórn fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og hann sagði okkur frá verkefninu. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, verkfræðingur, skrifaði pistil á vef Kjarnans fyrir fáeinum dögum þar sem hún heldur því fram að Borgarlínan byggi á gömlum hugmyndum um almenningssamgöngur og muni þar af leiðandi hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Aðrar leiðir, þar sem framþróun í tækni er notuð til hins ýtrasta, muni virka betur og kosta minna. Hún fór yfir þetta með okkur. Fregnir hafa borist af veikindum hjá hrossum á Íslandi undanfarnar vikur. Staðfest tilfelli er m.a. að finna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi. Við slógum á þráðinn til Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST, og fengum frekari upplýsingar um hvað er þarna á ferðinni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, komu til okkar og ræddu um þau áform fyrirtækja að hækka verð hjá sér verði kjarasamningarnir samþykktir. Verkalýðsfélögin hafa túlkað þetta sem hótun og eru afar ósátt við þetta en fyrirtækin vísa því á bug að um hótun sé að ræða. Við brugðum út af vananum og fengum Önnu Sigríði Þráinsdóttur til okkar á þriðjudegi, til að ræða málshætti í kjölfar páskanna. Tónlist: KK og Maggi Eiríks - Óbyggðirnar kalla. Imelda May - Black tears (ft. Jeff Beck). John Mayer - I guess I just feel like. Stuðmenn - Energí og trú. Roy Orbison - You got it. Emilíana Torrini - Unemployed in summertime. Mugison - Murr Murr. Mumford and sons - Beloved. Auður - Ósofinn (ft. GKR).

Morgunútvarpið
Morgunútvarpið 14. Febrúar 2019

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 14, 2019 130:00


Valentínusardagurinn er í dag, en er hann á Íslandi. Eða eru allir dagar Valentínusardagar. Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi mætir kl. 7:15 til að spjalla um Valentínusardaginn og ástina. Íslendingar hafa á fáum árum orðið stórtækir í íþróttinni Frisbígolfi. Blær Örn Ásgeirs­son, 16 ára Kvenna­skóla­nemi í Fris­bí­golf­fé­lagi Reykja­vík­ur, gerði sér lítið fyr­ir og sigraði í opn­um flokki 29 kepp­enda á Opna spænska meist­ara­mót­inu í fris­bí­golfi um helg­ina og það var ekki fyrsti sigurinn hans á stóru móti erlendis. Blær Örn og Bogi Bjarnason, sem auk þess að vera frisbígolf blaðamaður og einn stofnenda fyrsta atvinnumannaliðsins hér á landi, kíkja á okkur um 7:30 Uppljóstrun Kveiks um kílómetrasvindl bílaleigunnar Procar hefur heldur betur vakið reiði og viðbrögð. Fyrirtækinu var í gær vísað úr Samtökum Ferðaþjónustunnar auk þess sem lögregla hefur hafið rannsókn á málinu. Formaður Bílgreinasambandsins sagðist í Morgunútvarpinu í gær vilja fá óháðan aðila til að rannasaka og yfirfara fleiri bíla fyrirtækisins og benti á að jafnvel mætti endurskoða lög um ástandsskoðanir bílaleigubíla. Runólfur Ólafsson frá félagi íslenskra bifreiðaeigenda sest hjá okkur 7:45 og ræðir þetta mál. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarna daga fjallað um lélegt ástand margra sjúkrabíla sem eru í rekstri hérlendis en endurnýjun bílaflotans hefur ítrekað tafist vegna deilna ráðuneytis heilbrigðismála og Rauða Krossins, sem rak bílaflotann. Hátt í 90 sjúkrabílar eru á landinu og margir komnir verulega til ára sinna; orðnir allt að þrjátíu ára gamlir. Og því skyldi engan undra þó þessir bílar séu farnir að bila - og það jafnvel í útköllum. Gísli Björnsson yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi verður á línunni hjá okkur eftir áttafréttir. Fyrsti kolmunnafarmur þessa árs er á leið í land. Hoffellið SU frá Fáskrúðsfirði er á leiðinni í heimahöfn af miðunum á Hutton Rockall svæðinu við vesturströnd Írlands. Siglingin er löng og með fullri virðingu fyrir kolmunanum er ég nokkuð viss um að flestir ef ekki allir um borð væru frekar til í að vera á loðnu á þessum tíma árs, en það er ekki í boði þar sem loðna í veiðanlegu magni hefur enn ekki fundist. Við sláum á þráðinn um borð og heyrum í þættinum og heyrum í stýrimanninum Guðna Ársælssyni sem fer með öll völd í brúnni á næturvaktinni. Og það er ekkert kjötfars á borðum hér, ónei. Heldur verður horft til málfars, þegar hingað kemur Anna Sigríður okkar Þráinsdóttir og ræðir við okkur mál málanna; íslenskt mál.

Dómsdagur
#31 Brak og brestir

Dómsdagur

Play Episode Listen Later Feb 10, 2019 77:33


Hljóðtruflanir eru á Vesturlandi. Viðgerð stendur yfir. Þú getur samt alveg hlustað — og meira að segja gefið einkunnir hér.

brak hlj vesturlandi
Segðu mér
Theódór Kr Þórðarson

Segðu mér

Play Episode Listen Later Jan 29, 2019 40:00


Theódór sem alltaf er kallaður Teddi lögga er nýhættur störfum fyrir Lögregluna á Vesturlandi eftir tæplega fjörutíu ára þjónustu. Hann segir í þættinum frá þessum tímamótum en hann hefur einnig fjölberytt áhugamál sem snúa að leiklist,flugi og ljósmyndum. Theódór stendur núna þessa dagana á Söguloftinu í Borgarnesi og segir sögur af fólki og sjálfum sér og segist líða vel á sviðinu.

arson hann borgarnesi vesturlandi
Hlaðvarp Kjarnans
Þjóðlegir þræðir – Kaupmaðurinn

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Oct 11, 2018 46:46


Hvert ferðu ef þig langar í vandað handverk? Í þættinum færðu að vita allt um handverks kaupmenn á Vesturlandi, sem reyndar eru aðallega konur. Berglind veltir fyrir sér muninum á íslensku og norsku ullarpeysunni og Jónas fræðir okkur um búðarferðir fyrri tíma. Sigrún einbeitir sér sveitt að því að fallbeygja orðið "lundi" um leið og Anna passar að hún rugli ekki saman Gallerí Lunda í Stykkishólmi við lundabúðirnar í Reykjavíkurhreppi. Sjá má fleira um ævintýri Önnu og Sigrúnar á www.kvikvi.is. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.­­­­­­­­­storyt­el.is/kjarn­inn og byrja að njóta. Storyt­el.is, þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þín­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­um.

Spegillinn
Spegillinn 21. september 2018

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 21, 2018 30:00


Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á þar næsta ári, samkvæmt viljayfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var í dag. Samgönguáætlun var einnig kynnt. Samkvæmt henni verður 160 milljörðum varið til framkvæmda og viðhalds á næstu fimm árum. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi skora á fólk, fyrirtæki og sveitarfélög á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Tryggingafélagið ætlar að loka báðum starfsstöðvum sínum á Vesturlandi. Nánast algilt er að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlun. Lektor við HR segir að verkefnin séu að meðaltali 60 prósent dýrari en lagt sé upp með. Stór innviðaverkefni séu fram undan og mikilvægt að betur takist til með þau. Minjastofnun gerði ekki annað en að veita álit á endurgerð braggans í Nauthólsvík, segir forstöðumaður hennar. Ábyrgð á 250 milljóna framúrkeyrslu, liggi hjá borginni. Það væri heppilegast að banna almenna notkun flugelda að mati tveggja prófessora við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Þau myndu vilja að það yrði gert, fyrir næstu áramót. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hrund Andradóttur og Þröst Þorsteinsson. Það sem stjórnendur í íslenskum orkufyrirtækjum hafa helst áhyggjur af og eru í óvissu um, eru netárásir, endurnýjanlegir orkugjafar, óstöðugur gjaldmiðill, válynd veður, gervigreind og blockchain-tækni svokallaðar bitakeðjur. Þetta er niðurstaða úr könnun Alþjóðaorkuráðsins. Örri tækniþróun fylgja krefjandi verkefni, og breytt notkun almennings á orku. Ragnhildur Thorlacius talar við Einar Kisel. Max Otto von Stierlitz var svar KGB við James Bond og er sagður eiga stóran þátt í uppgangi og vinsældum Vladimirs Pútins. Þegar njósnarinn var á skjánum tæmdust göturnar í Sovétríkjunum, áttatíu milljónir sátu límdar við skjáinn og aðalritari kommúnistaflokksins Brezhnev lét færa miðstjórnarfundi til að æðstu ráðamenn þjóðarinnar misstu ekki af neinu. Pálmi Jónasson.

Hlaðvarp Kjarnans
Þjóðlegir þræðir - hlaðvarp um handverk - Ull er gull

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Sep 20, 2018 56:58


Fyrsti þáttur í 10 þátta seríu af Vesturlandi þar sem vinkonurnar Anna Dröfn og Sigrún velta vöngum og fræðast um íslenskt handverk. Í þessum fyrsta þætti verður spjallað um eiginleika íslensku ullarinnar og notkunarmöguleika ullar í fortíð og nútíð. Lesin er valin klausa upp úr bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, í Jónasi vikunnar. Einnig er innlegg frá Berglindi Ingu prjónara í Alvdal, hvernig frændur vorir í Noregi nýta sína ull. Sérstakt umfjöllunarefni þáttarins er allar hliðar hlands í ullarvinnslu áður fyrr. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­storyt­el.is/kjarn­inn og byrja að njóta. Storyt­el.is, þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þín­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­um.

Morgunútvarpið
Húnaþing vestra, berjaspretta, kókosolía, börn í neyslu og byssur

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 23, 2018 130:00


Húnaþing vestra fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Við slógum á þráðinn til Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur sveitarstjóra í tilefni af þessum tímamótum. Nú er berjatíminn runninn upp og útlit fyrir að berjauppskeran verði lítil sem engin á Suður- og Vesturlandi, eftir því sem fregnir herma, en ástandið er hins vegar með besta móti á Norður- og Austurlandi. Við fengum Þorvald Pálmason í heimsókn til okkar en hann er einn stofnanda hópsins Berjavinir. Fréttir um óhollustu kókosolíu tröllriðu fjölmiðlum um allan heim í gær eftir að Harvard-prófessorinn Karin Michaels sagði kókosolíu eitt það versta sem fólk geti látið ofan í sig og væri nánast eitur. Þetta er þvert ofan í fullyrðingar heilsugúrúa sem hafa mært kosti olíunnar um nokkurra ára skeið. Við fengum til okkar Þórhall Halldórsson næringarfræðing sem leiddi okkur í sannleikann um þessa umdeildu fitu. Guðmundur Fylkisson lögreglumaður sem hefur haft umsjón með að hafa uppi á týndum ungmennum sagði í Morgunútvarpinu í gær að vandi barna sé meiri nú en áður og að úrræði skorti fyrir þau verst settu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þetta í Síðdegisútvarpinu í gær og sagði að koma þurfi upp sérstakri meðferðarmiðstöð fyrir ungmenni í fíknivanda hér á landi. Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu, heimsótti okkur og ræddi úrræði barna í neyslu og hvernig bæta megi þau. Nærri fjórðungur fullorðinna Bandaríkjamanna á byssu og margir fleiri en eina því alls eru 265 milljónir skotvopna í eigu einstaklinga og hefur þeim fjölgað um 70 milljónir á síðustu 20 árum. Ragnhildur Thorlacius fréttamaður sótti nýverið byssusýningu í Florida í Bandaríkjunum og lýsti fyrir okkur stemmingunni sem þar var. Tónlist: Genesis - Follow you, follow me. The Beatles - The long and winding road. Mugison - George Harrison. Baggalútur - Sorrí með mig. Stuðmenn - Slá í gegn. Hanson - Mmm bop. Unnur Sara - Að gleyma sér. Lenny Kravitz - 5 more days til summer. The Clash - Guns of Brixton. Alanis Morissette - Ironic.

Spegillinn
Spegillinn 13. ágúst 2018

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 13, 2018 30:00


Spegillinn mánudaginn 13.ágúst 2018 Umsjónarmaður: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Fréttir 8:00 mín Grindhvalahjörðin sem synti aftur inn fyrir brúna inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi er þar enn og hefur fært sig innar í fjörðinn. Hvalasérfræðingur segir enga eina einhlíta skýringu á hegðan vöðunnar, hún gæti hafa að elta æti, villst eða jafnvel fælst. Stytta Steinunnar Þórarinsdóttur sem stolið var í Baton Rouge í Louisiana er fundin, eftir að ábending barst frá almenningi. Malbikun fjölfarinna malarvega, endurbætur á vegum í þjóðgarði, yfirborðsmerkingar og tilfærslur á skiltum, eru meðal brýnna verkefna í vegakerfinu á Vesturlandi að mati umferðarsérfræðings. Hann hefur undanfarið kortlagt stöðuna og þörfina á endurbótum í fjórðungnum. Ísraelska ríkissjónvarpið segist ekki hafa bolmagn til að halda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári, nema fá til þess viðbótarfjármagn frá yfirvöldum. Stjórnvöld segja að fjárlög stöðvarinnar dugi vel til að halda keppnina og neita bónum um meira fjármagn. Kristján Sigurjónsson talar við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur um grindhvalavöðuna í Kolgrafafirði og hugsanlegar ástæður veru hennar þar. Einnig um grindhvali almennt, lifnaðarhætti og fleira. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Gylfa Magnússon dósent í hagfræði um efnhagsvanda Tyrkja og fall gjaldmiðils þeirra, lírunnar. Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá hremmingum Pers Sandbergs sjávarútvegsráðherra sem sagði af sér vegna brota hans á öryggisreglum. Ástarsamband norska sjávarútvegsráðherrans og ungrar konu af írönskum ættum urðu til þess að hann varð að taka pokann. Samsæriskenningar hafa vaðið uppi í norsku stjórnmálalífi vegna sambandsins og uppi eru kenningar um að hún sé útsendari leyniþjónustunnar í Teheran.

Morgunútvarpið
Veður, heyskapur, Brexit og ástand tælensku drengjanna

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 10, 2018 130:00


Fádæma blíðviðri hefur ríkt á Austurlandi í allt sumar og hafa margir nýtt tækifærið og heimsótt tjaldstæðið í Atlavík. Við slógum á þráðinn til Þórs Þorfinssonar, skógarvarðar í Hallormsstaðaskógi. Viðvarandi vætutíð á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á heyskap hér á landi og í nágrannalöndunum er ástandið jafnvel enn verra, vegna þurrka. Fyrirspurnir um heykaup að utan berast nú hingað til lands auk þess sem bændur innanlands hafa áhyggjur af heyfeng sumarins. Við heyrðum í Hafsteini Jónssyni bónda og heysala í Akurey í V-Landeyjum um þessi mál. Einhver vonarglæta er um betri tíð á Suður- og Vesturlandi eftir helgi. Við hringdum á Veðurstofuna þar sem Daníel Þorláksson fór yfir langtímaspánna með okkur. Allt er komið í háaloft í breskum stjórnmálum og sótt er hart að Teresu May forsætisráðherra. Hörðustu talsmenn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu segja hana sýna of mikla linkind í samningum um Brexit og sögðu Boris Johnson, utanríkisráðherra og David Davis, ráðherra útgöngumála, af sér í mótmælaskyni í gær. Við heyrðum í Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi um stöðuna. Drengirnir átta sem bjargað hefur verið úr hellinum í Tælandi virðast við góða heilsu en í dag stendur til að bjarga þeim fimm sem enn eru fastir inni. Þeir voru nær matarlausir í níu daga þegar þeir fundust fyrir um viku. Við heyrum í Jóni Magnúsi Kristjánssyni, yfirlækni bráðalækninga hjá Landspítala, um það hversu lengi hægt sé að lifa án matar og hvaða áhrif það hefur að vera matarlaus í níu daga. Tónlist: Dire Straits - So far away. Whitney Houston - I believe in you and me. Morrissey - Spent the day in bed. Elvis Costello - Everyday I write the book. Bruce Springsteen - Hungry heart. Christine and the Queens - Girlfriend. Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einbúinn. Elvis Presley - A little less conversation. Elín Sif - Make you feel better. Queen - Radio Ga Ga. Shannon Shaw - Broke my own. Leon Bridges - Beyond. Védís - Punch drunk love.

Spegillinn
Spegillinn 11.janúar 2018

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 11, 2018 30:00


Greint er frá fjölmörgum nauðgunum og öðru kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn íþróttakonum í yfirlýsingu og frásögnum sem hátt í fimm hundruð íþróttakonur sendu frá sér í dag. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar eru við öllu búnir og aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna óveðursins sem nú geisar á Suður- og Vesturlandi. Byrjað er að draga úr storminum á Reykjanesi. Ungur karlmaður lést í bílslysi á þjóðvegi 1, skammt vestan við Skeiðavegamót, laust fyrir klukkan átta í morgun. Meirihluti landsmanna telur að stjórnvöld og íslenskir stjórnmálamenn geri of lítið til að takmarka gróðurhúsalofttegundir á Íslandi. Tæplega 60 af hundraði hafa áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft. Um 87% landsmanna geta hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl eða aðra bíla sem nota vistvæna orku. Stafrænt líf eftir dauðann og útfararplan í skýinu. Sprotafyrirtæki í Sílíkondal og víðar eru í auknum mæli farin að sjá tækifæri í dauðanum og vilja sum blása nýju lífi í útfarariðnaðinn. Þau sem ganga lengst vilja gera fólki kleift að lifa að eilífu. Spegillinn 11. janúar 2018 Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir