Skaparinn

Follow Skaparinn
Share on
Copy link to clipboard

Í Skaparanum hittir tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir aðra listamenn og spjallar við þá um sköpunarferli þeirra, lífið sem listamenn og tilveruna eins og hún leggur sig.

RÚV

  • Mar 11, 2020 LATEST EPISODE
  • infrequent NEW EPISODES
  • 20 EPISODES


Search for episodes from Skaparinn with a specific topic:

Latest episodes from Skaparinn

20. þáttur - Lóa Hjálmtýsdóttir

Play Episode Listen Later Mar 11, 2020


Tuttugasti og síðasti þáttur í Skapara-seríunni er ekki af verri endanum. Viðmælandi Hildar er Lóa Hjálmtýsdóttir, myndasöguteiknari, handritshöfundur og meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. Lóa lærði meðal annars myndlist í LHÍ og ritlist í Hí. Lóa og Hildur ræddu til dæmis um hvernig heilinn hennar virkar best eftir klukkan 2 á daginn, hvernig flest fólk eru frasafíklar, hvernig var að skrifa skaupið, hvernig hippaaðferðir hjálpa henni við að skapa og að trúa ekki á “guilty pleasures“.

19. þáttur - Valdimar Thorlacius

Play Episode Listen Later Mar 3, 2020


Valdimar Thorlacius er 19. gestur Skaparnans. Valdimar er ljósmyndari sem er helst þekktur fyrir heimildarverk sín eins og bokina Einn þar sem hann myndaði einbúa og nú síðast sýningu sína á Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem hann fór í yfir 60 smábæi á Íslandi og myndaði það sem fyrir augu bar. Hann útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum en það var áhugi hans á að mynda brimbrettaiðkun sína sem kom honum af stað í ljósmyndun. Valdimar og Hildur ræddu til dæmis hvernig hann smíðaði fyrstu íslensku brimbrettin, hvernig ástríða hans á hreyfingu hafði áhrif á verkefnin hans, hvernig það var að hitta og spjalla við einbúa og hvað það er mikilvægt að listast ekki af innblæstri heldur gera sitt.

18. þáttur - Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Play Episode Listen Later Feb 25, 2020


Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er 18. gestur Skaparans. Hún er listakona sem fer yfir víðan völl listarinnar, hefur gefið út ljóðabók, skrifað leikverk og sett upp ýmsar sýningar bæði ein og í samstarfi við aðra. Hún útskrifaðist úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum og ritlist úr Háskólanum. Ragnheiður og Hildur ræddu meðal annars um hvernig er gott að fá hugmyndir í göngutúrum, hvernig það eru hræðileg örlög þegar fólk er sagt vera snillingar, hvernig list og trú er svipuð og hvernig óvissa er bæði það besta og mest krefjandi við listina.

17. þáttur - Ýr Jóhannsdóttir

Play Episode Listen Later Feb 18, 2020


Ýr Jóhannsdóttir er þekkt fyrir prjónalist sína sem hún kallar Ýruarí. Hún fór í textílnám Myndlistaskólann í Reykjavík og útskrifaðist svo með BA gráðu úr Glasgow School of Art með aðaláherslu á vélprjón. Hún hefur sett upp nokkrar sýningar með peysum sínum og undirbýr nú sýningu fyrir Hönnunarmars í samstarfi við Rauða Kross Íslands þar sem hún endurnýtir gamlar peysur. Hún hefur einnig náð gríðarlegum árangri gegnum Instagram þar sem þekktir einstaklingar hafa keypt peysur af henni. Hún er einnig í listahópnum CGFC sem sameinar ýmis listform. Ýr og Hildur ræddu meðal annars um að vera þekkt sem stelpan sem er alltaf að prjóna, að geta multitaskað á meðan maður prjónar, hvernig tilfinning það var að fá skilaboð frá tónlistarkonunni Eryka Baduh og listahópinn sem hún er partur af.

16. þáttur - Ingibjörg Friðriksdóttir

Play Episode Listen Later Feb 4, 2020


Ingibjörg Friðriksdóttir er sextándi gestur Skaparans. Hún er tónlistarkona, tónskáld, pródúser og hljóðlistakona. Hún er með mastersgráðu í raftónsmíðum og upptökutækni frá Mills College í Kaliforníu og þar áður útskrifaðist hún úr tónsmíðum við LHÍ. Ingibjörg og Hildur ræddu um innsetningarverk sem Ingibjörg ákvað að brenna, hvernig hún ætlaði að vera fatahönnuður, fjólublátt mínípils sem hún gaf mömmu sinni, mikilvægi þess að hitta annað fólk á meðan sköpun stendur og fleira.

15. þáttur - Jón Helgi Hólmgeirsson

Play Episode Listen Later Jan 28, 2020


Jón Helgi Hólmgeirsson hönnuður er fimmtándi gestur Hildar í Skaparanum. Jón Helgi útskrifaðist úr Listaháskólanum sem vöruhönnuður árið 2012 og svo sem samspilshönnuður frá Malmö University árið 2015. Hann hefur vakið athygli fyrir ýmis verk sín meðal annars sem yfirhönnuður hjá tónlistartæknifyrirtækinu Genki Instruments og útskrifarverkefni sitt úr LHÍ sem var pappírs-grammófónn. Hildur og Jón Helgi spjölluðu meðal annars um mikilvægi samtals í hönnunarferlinu, hvernig The Simpsons gaf honum gott lífsráð, hvernig hann ætlaði alltaf að verða tónlistarmaður og hvernig maður tekur ekki notendaviðtöl við fólk sem vill kaupa húsgagn.

14. þáttur - Rósa Ómarsdóttir

Play Episode Listen Later Jan 21, 2020


Rósa Ómarsdóttir er fjórtandi gestur Skaparans. Hún er dansari og danshöfundur sem útskrifaðist úr belgíska dansskólanum Parts árið 2014. Hún vinnur mikið á ferðinni og hefur sett upp verk út um allan heim. Nýlega setti hún upp sviðsverkið Spills í Tjarnarbíói á Reykjavík Dance Festival og heldur nú áfram að vinna í þeirri rannsóknarvinnu sem það verk var byggt á. Þær Rósa og Hildur ræddu meðal annars um hvernig hún vissi að hún vildi verða dansari sem skapar sitt eigið, hvernig er að vinna í blackboxi án sambands við umheiminn, hvernig heimspeki gefur henni hugmyndir og fleira.

13. þáttur - Loji Höskuldsson

Play Episode Listen Later Jan 14, 2020


Þrettándi viðmælandi Hildar í Skaparanum er Loji Höskuldsson, myndlistarmaður. Hann er þekktur fyrir útsaumsverk sín þar sem hann glæðir hversdagslega hluti fallegu ljósi. Hann var í FB og svo Listaháskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist úr myndlist. Hildur og Loji ræða um hvernig hann fann útsaum, hvernig hann þurfti einusinni að ná í fótbolta inn í fallegasta garð sem hann hafði séð og gerði mynd úr því, hvernig mamma hans hefur verið hans helsti ráðgjafi og fleira.

12. þáttur - Elísabet Hugrún Georgsdóttir

Play Episode Listen Later Jan 7, 2020


Tólfti viðmælandi Hildar í Skaparanum er Elísabet Hugrún Georgsdóttir, arkitekt. Hún útskrifaðist sem arkitekt frá Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn árið 2015 með áherslu á heimspeki og myndlist. Síðan hefur hún unnið hjá arkitektastofunni Design Group í Kaupmannahöfn ásamt PKDM arkitektastofunni á Íslandi. Hún keypti sér nýlega hús í miðbæ Kaupmannahafnar sem hún er nú að gera sjálf upp. Elísabet og Hildur ræða meðal annars um ábyrgðina sem er fólgin í að hanna manngert umhverfi, hvernig það var að vinna í verkefni sem fór fram mestmegnis á rússnesku, hvernig henni finnst verst að vinna á milli kl 2 og 5, hvernig er að hanna hús þar sem þarf að byggja í kringum tré og meðalaldur húsa í Japan.

11.þáttur - Aníta Hirlekar

Play Episode Listen Later Dec 17, 2019


Aníta Hirlekar er fatahönnuður frá Akureyri. Hún útskrifaðist árið 2014 úr mastersnámi í fatahönnun með áherslu á textíl frá hinum virta Central Saint Martins skóla í London. Hún var valinn einn af fjórum fatahönnuðum til þess að fylgjast með á London Fashion Week 2016 þar sem hún sýndi en hún hefur einnig sýnt á Paris Fashion week og hafa föt hennar birtst í virtum tímaritum á borð við Elle, i-D og fleira. Aníta og Hildur ræddu um mikilvægi þess að prófa sig áfram, muninn á að vinna frá Íslandi og erlendis, innblásturinn við það að gera umhverisvæna hönnun og hvernig Alfred Hitchcock og málningarsull getur veitt innblástur.

10. þáttur - Einar Lövdahl Gunnlaugsson

Play Episode Listen Later Dec 10, 2019


Einar Lövdahl Gunnlaugsson er tíundi gestur Skaparans. Hann er textahöfundur, rithöfundur og tónlistarmaður sem hefur komið víða við. Hann vinnur sem textahöfundur á auglýsingastofu, gaf síðasta út bókina Aron um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. Hann er einnig í tónlistartvíeikinu Löv og Ljón sem gaf út sína fyrstu plötu nýlega og hefur samið lagatexta til dæmis fyrir Jón Jónsson. Einar og Hildur ræddu meðal annars um tímaritið sem Einar gaf út í grunnskóla, að skrifa í strætó, nauðsyn þess að geta talað upphátt í sköpunarferlinu og að vinna með hæfileikaríkara fólki en maður sjálfur er.

9. þáttur - Þórunn Árnadóttir

Play Episode Listen Later Dec 3, 2019


Níundi gestur Hildar í Skaparanum er vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir. Hún lauk námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í Royal College of Arts í London og starfsnám hjá japönskum hönnuði í sömu borg. Hún starfar nú sjálfstætt sem vöruhönnuður á Ísland. Þórunn er til dæmis þekkt fyrir Pyropet kertin og Sasa klukkur. Þórunn og Hildur ræddu um hvernig hún ætlaði alltaf að vera læknir, misheppnaðar kertatilraunir, að búa til pappírsmót af hæstarétti Bretlands, að vera innblásin af tækni og hefðum og fleira.

8. þáttur - Ingi Vífill Guðmundsson

Play Episode Listen Later Nov 26, 2019


Áttundi gestur Hildar í Skaparanum er fagurskriftarfrömuðurinn Ingi Vífill Guðmundsson. Hann er nemandi í grafískri hönnun í LHÍ og rekur einnig fyrirtækið Reykjavík Lettering þar sem hann heldur skriftarnámskeið og tekur einnig að sér ýmis verkefni tengd hönnun og skrift. Ingi gaf líka nýverið út bókina Skriftarbók fyrir fullorðna. Í þessum þætti ræða Ingi og Hildur um ýmsa hluti eins og stafinn D, japanska aðferð til að samtvinna núvitund og skrift, hvernig að vera leikskáld var of hægt ferli fyrir Inga, danskt uppeldi með lykkjuskrift og mikilvægi þess að æfa sig.

7. þáttur - Björk Guðmundsdóttir

Play Episode Listen Later Nov 19, 2019


Björk Guðmundsdóttir spunaleikari og leiklistarnemi í LHÍ er sjöundi viðmælandi Skaparans. Hún hefur verið í sýningarhóp Improv Ísland spunahópsins síðustu 5 ár eftir að hafa farið á spunanámskeið 2014. Þá hafði hún bara viljað prófa eitthvað nýtt og varð hugfangin af spunanum. Nú er hún á öðru ári í leiklist í LHÍ og sýnir meðfram því spunasýningar á hverju miðvikudagskvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum með Improv Ísland. Við ræddum um þegar hún sýndi spuna sem innihélt krabbadans fyrir fullu húsi í New York, að hafa þurft að lifa í skugga nöfnu sinnar, áhrif kvíða á spuna og svo margt fleira

6. þáttur - Björn Leó Brynjarsson

Play Episode Listen Later Nov 12, 2019


Sjötti gestur Skaparans er handritshöfundurinn og leikskáldið Björn Leó Brynjarson. Hann skrifaði handritið fyrir bíómyndina Þorsta ásamt því að skrifa verkið Stórskáldið sem var nýlega frumsýnt í Borgarleikhsúsinu. Hann var einnig valinn hirðskáld Borgarleikhússins 2017-2018. Hann er búsettur í Berlín, hefur brennandi áhuga á teknótónlist og kvikmyndum. Við ræddum um kosti og galla þess að vera skáld með athyglisbrest, hvernig hann lenti óvart í því að skrifa, hvernig hann býr líka til tónlist og finnst það vera hreinasta form listsköpunnar og hvernig hann upplifir skrif ekki sem vinnu - þótt það sé vissulega það sem hann gerir daglega.

5. þáttur - Halldór Eldjárn

Play Episode Listen Later Nov 5, 2019


Fimmti gestur Skaparans er tónlistarmaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn. Hann er í hljómsveitinni Sykur ásamt því að gera tónlist undir eigin nafni. Hann gaf út tvær plötur á síðustu vikum, plötuna Poco Apollo og JÁTAKK með Sykur. Hann er einnig þekktur fyrir nýstárlega blöndu af tónlist, tækni og forritun en hann hefur til dæmis unnið með Ólafi Arnalds í að hanna sjálfspilandi píanó og sjálfur spilað tónleika þar sem vélmenni spiluðu á hljóðfæri. Við ræðum meðal annars um hvernig hann safnar drasli, hvernig hann byrjaði að gera bíómyndir 8 ára, innblástur frá pabba og besta ráð sem hann hefur fengið.

4. þáttur - María Guðjohnsen

Play Episode Listen Later Oct 29, 2019


Fjórði gestur Hildar er María Guðjohnsen grafískur- og þrívíddarhönnuður. Hún er búsett í Berlín þar sem hún fór í nám í grafískri hönnun. Á síðustu mánuðum hefur hún fært sig meira yfir í þrívíddarhönnun og segir okkur frá því áhugaverða starfi. Hún segir okkur frá sýningu sem varð til út frá skrýtnum leigubílstjórum, samstarfi við Adidas, hvernig hún les alltaf bara fyrsta kaflann í bók og hvernig hún skrifar niður fullt af nafnorðum til þess að fá nýjar hugmyndir.

3. þáttur - Fritz Hendrik

Play Episode Listen Later Oct 22, 2019


Þriðji gestur Hildar í Skaparanum er myndlistarmaðurinn Fritz Hendrik. Hann hefur komið víða við með list sína og meðal annars verið með sýningar í Kling & Bang, Ásmundarsal og Gallery Port. Hann fór einnig í starfsnám til Berlínar hjá Agli Sæbjarnarsyni og endaði það á Feneyjartvíæringnum. Hann vinnur mikið með innsetningar jafnt og hefðbundari myndlist, er mikill kattaáhugamaður og hefur dálæti á þrívíddarprentun. Hann segir meðal annars frá skoplegum gjörning í Heiðmörk, hvernig að taka til getur hjálpað hugmyndum og hvernig hann bjó til list úr svefnrútínunni sinni

2. þáttur - Klara Arnalds

Play Episode Listen Later Oct 15, 2019


Klara Arnalds, grafískur hönnuður, er annar viðmælandi Skaparans. Hún fór í MR og svo Listaháskólann og hefur komið víða við í hönnunarbransanum, meðal annars stundað starfsnám í New York. Hún segir frá því þegar hún hannaði plötuumslag út frá hnetum, hvernig maður þarf að kunna að skipta um gír í hönnunarferlinu og fyndnum atvikum úr starfsnáminu í New York.

1. þáttur - Dagur Hjartarson

Play Episode Listen Later Oct 8, 2019


Dagur Hjartarson rithöfundur og ljóðskáld er fyrsti viðmælandi Skaparans. Hann segir okkur frá hvernig hann sér hugmyndir, hvaðan hann fær innblástur, hvort hann vinni betur einn eða með öðrum og gefur ýmis góð sköpunarráð. Skaparinn er nýr hlaðvarpsþáttur í umsjón tónlistarkonunnar Hildar þar sem hún talar við skapandi fólk úr öllum geirum og spyr spurningar um það hvernig það skapi, hvernig það vinni hugmyndir og hvað það gerir við hugmyndastíflu. Skaparinn er fyrir alla skapara og forvitið fólk sem kann að meta góðar hugmyndir.

Claim Skaparinn

In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

Claim Cancel