POPULARITY
Frá ómi til hljóms kallast heimildamynd eftir Ásdísi Thoroddsen sem nú er í sýningu í Bíó Paradís. Tónlistin á dögum Sveins Þórarinssonar amtskrifara er undirtitill kvikmyndarinnar en hún fjallar um þá miklu byltingu sem átti sér stað í tónlistarlífi landsins á 19.öldinni. Katla Ársælsdóttir rýnir í leikgerð Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet Shakespears, sem frumsýnd var nýverið á litla sviði Borgarleikhússins. En við byrjum á myndlist, því um liðna helgi opnaði í Gallery Porti einkasýning Þórðar Hans Baldurssonar, Land til sölu, sem samanstendur af flosmyndum af íslensku landslagi. Fyrirmyndir verkanna eru fundnar ljósmyndir ferðamanna sem Þórður Hans sótti á internetinu. Við litum við í galleríinu fyrir helgi.
Á laugardag frumsýnir Íslenski dansflokkurinn glænýtt verk, Flóðreka, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Flóðreka sprettur upp úr samstarfi danshöfundarins Aðalheiðar Halldórsdóttur, Jónsa úr Sigur Rós og ÍD, en verkið er innblásið af rómaðri sýningu Jónsa, Flóði, sem sýnd var í Listasafni Reykjavíkur á síðasta ári. Við stígum inn í heim náttúruaflanna með danshöfundinum, Aðalheiði Halldórsdóttur, í þætti dagsins. Myndlistarpistill Rögnu Sigurðardóttur tengist líka náttúruöflunum, en að þessu sinni fjallar hún um tvær sýningar á Sequences, samsýningu í Norræna húsinu og sýningu Írisar Maríu Leifsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, Veðruð verk, Við kynnum okkur líka nýtt útilistaverk við Gömlu höfnina í Reykjavík, sem valið var úr fjölda innsendra tillaga í samkeppni á vegum Faxaflóahafna. Verkið heitir Tíðir og er eftir myndlistarmanninn Huldu Rós Guðnadóttur, fornleifafræðinginn Gísla Pálsson og arkitektinn Hildigunni Sverrisdóttur.
Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri og dósent í Listaháskóla Íslands, ræðir sviðslistir, samsköpun, bakslagið og verkið Skammarþríhyrninginn sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. Og hvernig 1 plús 1 verður 3. Við byrjum á sama stað og vanalega, hvaða sviðslistaverk hreyfði síðast við þér. Þórður Ingi Jónsson er með pistil í tilefni Hrekkjavökunnar, hann hefur verið að sökkva sér ofan söguna um dularfullt leynifélag, Bræðralag Satúrnusar, Fraternas Saturni, sem hafði nokkur áhrif í Þýskalandi á millistríðsárunum.
Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari og formaður Wagnerfélagsins í 30 ár er gestur Víðsjár í dag. Tilefnið er ærið því framundan eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Wagner verður fluttur, frumsýning á Niflungahring Hunds í óskilum í Borgarleikhúsinu og tónleikar Wagner félagsins, Wagnerraddir, í samstarfi við Óperudaga. Við ræðum við Selmu um margfræga uppfærslu á Hringnum á Listahátíð 1995 og tengsl Wagners við Ísland. En einnig félagið, Bayreuth-hátíðina og flókið samband Wagner aðdáenda við tónskáldið vegna tengsla Wagner fjölskyldunnar við nasista. Atli Ingólfsson og Hanna Dóra Sturludóttir heimsækja einnig þáttinn og segja frá tónleikhúsverki um íslensk þjóðlög sem sýnt verður í Duus safnahúsi Reykjanesbæjar næstkomandi sunnudag.
Salka sér um hljómheimin í Hamlet sem sett er upp í Borgarleikhúsinu.
Ólöf Arnalds verður gestur okkar í dag. Tilefnið er væntanleg plata, hennar fimmta breiðskífa, sem hefur fengið titilinn Spíra. Það er rúmur áratugur frá því að ólöf gaf síðast út plötu, en fyrir því eru ýmsar ástæður. Katla Ársælsdóttir rýnir í Skammarþríhyrninginn, verk sem leikhópurinn Stertabenda frumsýndi í Borgarleikhúsinu í síðustu viku. En við hefjum þáttinn á því að líta til veðurs og heyra af sýningunni Vendipunktur sem stendur nú yfir í Vatnasafninu á Stykkishólmi.
Uppistandarinn, ljóðskáldið og myndlistarkvárið Sindri Freyr Bjarnason hefur vakið athygli fyrir kraftmikla framgöngu á listasenunni undanfarin ár og er nú meðal listafólks í leikhópnum Stertabendu sem standa að Skammaþríhyrningnum í Borgarleikhúsinu. Sindri kom í Fram og til baka og sagði af fimm listgreinum sem hafa haft djúp áhrif á hán Í síðari hlutanum skoðar Felix hvað gerðist á deginum og tengir tónlistina við það
Miðvikudagur 8. október Trump, hervæðing, kristni, veðmál, sigur anti-vók og Hannes Pétursson Við höldum áfram að ræða Donald Trump í Trumptímanum á miðvikudögum, hugmyndir hans, verk og áhrif á Bandaríkin og heiminn allan. Að þessu sinni koma að borðinu og ræða við Gunnar Smára hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Þorvaldur Gylfason og sagnfræðingurinn Sveinn Máni Jóhannesson. Helga Þórólfsdóttir er sérfræðingur í friðarfræðum og hefur starfað á stríðsfræðum. Hún ræðir við Gunnar Smára um hernaðarhyggju og hervæðingu, sem nú fer sem vofa um öll lönd. Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragða- og guðfræðingur ræðir við Gunnar Smára um áhrif evangelískrar kirkju og ýmissa trúarkenninga á stefnu ríkisstjórnar Donald Trump. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, ræðir vandann og möguleg úrræði vegna veðmálastarfsemi barna í samtali við Björn Þorláks. Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri og leikararnir Bjarni Snæbjörnsson, Árni Pétur Guðjónsson og Kristrún Kolbrúnardóttir segja Gunnari Smára frá Skammarþríhyrningnum kómískum pólitískum leik um vók og anti-vók sem þau hafa samið ásamt öðrum og sýndur er í Borgarleikhúsinu. Kvæðabók Hannesar Péturssonar kom út fyrir 70 árum og verður tímamótanna fagnað norður í Skagafirði um helgina. Eyþór Árnason ljóðskáld ræðir við Björn Þorláks um tímamótin.
Kristín Eysteinsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands, leikstjóri og fyrrverandi Borgarleikhússtjóri. Lóa Björk fær Kristínu í samtal um framtíð sviðslista. Við hringjum á Ísafjörð og forvitnumst um kvikmyndahátíðina PIFF sem fer fram í fimmta sinn í dag. Atli Bollason heldur áfram að setja purningamerki við þrá nútímamannsins eftir viðurkenningu og ríkidæmi, í pistlaröð sinni Ekki slá í gegn.
Moulin Rouge, söngleikurinn sem gerist á samnefndum skemmtistað í París í lok 19. aldarinnar og er gerður upp úr gríðarlega vinsælli kvikmynd frá árinu 2001, var frumsýndur um helgina í Borgarleikhúsinu. Þetta er mikið sjónarspil, söngur, dans, eldheit ást í meinum, veisla fyrir augu og eyru. Þetta var frumraun Péturs Ernis Svavarssonar á Stóra sviðinu, en hann fer með hlutverk Babydoll sem er ein af söngdívum staðarins. Pétur er með BA í klassískum píanóleik og söng, hann hefur einnig klárað meistaranám í söngleikjum frá Royal Academy of Music í London og eins og það sé ekki nú, núna er hann í læknisfræði í HÍ og þurfti til dæmis að fá frí á æfingum til að fara í próf í læknisfræðinni. Það er greinilega nóg um að vera hjá Pétri Erni og við fengum hann til að segja okkur betur frá í dag. Annað hvert ár fer fram einn stærsti viðburður í heimi kylfinga, Ryder Cup, þar sem lið samansett af 12 bestu kylfingum Evrópu keppa á móti 12 bestu kylfingum Bandaríkjanna. Gríðarlegur fjöldi mætir á staðinn til að horfa hvetja sitt lið og eðlilega flestir sem halda með heimaliðinu, en keppnin er haldin til skiptis vestan hafs og í Evrópu. Meðal rúmlega fjögur þúsund sjálfboðaliða á Ryder bikarnum í ár, sem fór fram um síðustu helgi í New York, voru hjónin Kjartan Drafnarson og Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir. Við slógum á þráðinn til þeirra og fengum að vita hvernig það kom til, hvað felst í því að vera sjálfboðaliði á svona móti og svo komumst við ekki hjá því að ræða framkomu áhorfenda, sem talsvert var fjallað um í fréttum, en þau segja að sjónvarpsáhorfendur hafi bara séð smá brot af því sem þar gerðist. Klukkan sjö í kvöld hefjast svo aftur hraðstefnumót í Bíó Paradís og nú er fólk á aldrinum 45-60 ára hvatt til að koma en sárlega vantar þó fleiri karlmenn á stefnumótin sem þó hafa verið afar vinsæl og mæting góð. Við heyrðum meira af þessum stefnumótum frá Hrönn Sveinsdóttur og Ásu Baldursdóttur sem halda um stjórnartaumana í Bíó Paradís. Tónlist í þættinum í dag: Lífsbókin / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir, ljóð Laufey Jakobsdóttir) Ég skal bíða þín / Helgi Björns og reiðmenn vindanna (Michel Legrand, texti Hjördís Morthens) Rikki Don't Lose that Number / Steely Dan (W. Becker & Donald Fagan) Everybody´s Talking / Harry Nilsson (Fred Neil) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Hlutverk KLAK er að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Nýverið lauk Startup Supernova verkefninu, sem leitast við að byggja upp viðskiptalausnir fyrir alþjóðamarkað. Haraldur Bergvinsson og Freyr Friðfinnsson, starfsmenn KLAK, kíkja til okkar. Svo bregðum við okkur í heimsókn í Þjóðskjalasafnið. Í dag ætlum við að heyra um skýrslu sem var afhent forsætisráðherra í október 1939. Efni skýrslunnar er kynnisferð þáverandi flugmálaráðunauts til Danmerkur og Þýskalands það sama ár, og tillögur hans varðandi lögreglumál. Skýrslunni var hinsvegar stungið undir stól og við fáum að heyra allt um hvers vegna hér á eftir. Jassballett fyrir fötluð börn er nám sem er kennt í Danslistarskóla JSB í Lágmúlanum. Tímarnir hafa verið í boði í á þriðja vetur og hafa gefist vel. Dansgleði og hreyfifærni barnanna er virkjuð í gegnum leik og dans og nemendurnir taka þátt í stórum sýningum í Borgarleikhúsinu í lok skólaársins. Lilja Helgadóttir, danskennari, segir okkur frá náminu. Tónlist þáttarins: SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Þú ert þar (ásamt Sigríði Thorlacius). NÝDÖNSK - Flugvélar. THE MAMAS AND THE PAPAS - California Dreamin.
Við héldum áfram yfirferð okkar um það sem verður á fjölum leikhúsanna í vetur, í síðustu viku var það Borgarleikhúsið, nú er komið að Þjóðleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá því sem er á döfinni á nýhöfnu leikári, en Þjóðleikhúsið á einmitt 75 ára afmæli um þessar mundir. Dagur rímnalagsins er í dag og við fengum formann Kvæðamannafélagsins Iðunnar Báru Grímsdóttur til okkar en í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Salnum í Kópavogi, þar sem barnahópar kveða og Rímnafögnuður í kvöld þar sem frumfluttir verða tveir nýjir rímnaflokkar og annar sérstaklega saminn við þetta tækifæri, Kópavogsbragur hinn síðari. Bára Grímsdóttir leyfði okkur að heyra brot úr honum í þættinum. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Sváfnir Sigurðarson, tónskáld, textahöfundur, markaðs- og kynningafulltrúi, en hann er einmitt að gefa út nýja barnabók sem kallast Brandara bíllinn. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað líka frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sváfnir sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Guð leitar að Salóme e. Júlía Margrét Einarsdóttir Óvæntur ferðafélagi e. Eiríkur Bergmann Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrímur Helgason Stundarfró e. Orri Harðar Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marquez Punktur punktur komma strik e. Pétur Gunnarsson Bjargvætturinn í grasinu e. J.D Salinger Tónlist í þættinum í dag: Þjóðsaga / Þrjú á palli (þjóðlag, texti Jónas Árnason) Létt / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Flóð og fjara / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Leikarinn og skemmtikrafturinn Björgvin Franz Gíslason tók sig upp í covid og flutti til Bandaríkjanna þar sem hann fór í mastersnám, klessti á kulnunarvegginn og breytti lífi sínu. Hann segir okkur í fimmu vikunnar frá fimm áhrifavöldum sem hjálpa honum að finna leiðir í lífi og tilveru. Svo kemur Raggi Bjarna, mamma hans Edda Björgvins og Borgarleikhúsið auðvitað við sögu.
Fimmtudagur 11. september Ungt fólk í basli, upplausn í Frakklandi, fangelsi, fólk sem heyrir raddir, fátækt og Innkaupapokinn Sérstök ástæða er til að gefa hlutskipti ungra Íslendinga gaum er kemur að menntun þeirra og misjöfnum ávinningi. Sigrún Brynjarsdóttir, hagfræðingur hjá BHM ræðir við Björn Þorláks hvort það borgi sig að vanmeta menntun. Einar Már Jónsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um stjórnarkreppu í Frakkandi, upplausn, mótmæli og vaxandi vantrú landsmanna á stjórnmálafólki. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Þóru Björg Sirrýjardóttur námsmaður og Ingólf Snæ Víðisson stuðningfulltrúa og starfsmann Afstöðu. Stjórnarmenn í Hearing Voices Iceland og starfsmenn Hugarafls, þau Sigrún Huld Sigrúnar, leikari, raddheyrari og Grétar Björnsson félagsfræðingur segja Gunnari Smára frá fólki sem heyrir raddir sem aðrir heyra ekki og sjá sýnir sem aðrir ekki sjá. Sæunn Guðmundsdóttir, einn stofnenda Norðurhjálpar á Akureyri, segir fátækt mjög falið mein og að fátækir eigi sér fáa málsvara. Fólk á leigumarkaði og öryrkjar eru í hópi hinna verst stöddu. Björn Þorláks ræðir við Sæunni. Gunnar Smári ræðir við Friðgeir Einarsson um Innkaupapokann sem leikhópurinn Kriðpleir setur upp í Borgarleikhúsinu og Elísabetu Jökulsdóttur, en inn í Innkaupapokanum er flutt leikrit hennar Mundu töfrana.
Miðvikudagur 10. september Gaza, sjálfsvíg, reynsluboltar, Fjallabak og söngkennsla Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur ræðir við Gunnar Smára um kröfur á íslensk stjórnvöld um aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Metur ríkisstjórnin það svo að Bandaríkin muni beita okkur refsingum ef við beitum Ísrael aðgerðum sem geta bitið? Gunnar Smári ræðir við fjóra karla af mismunandi kynslóðum, Anton Ísak Óskarsson, Ármann Örn Bjarnason, Baldvin Frederiksen og Bjarni Karlsson, um sjálfsvíg og áhrif þeirra á aðstandendur. Hvernig glíma karlar við sorg og dauða? Sigurjón fékk til sín þrjá góða gesti; Steingerði Steinarsdóttur, Lárus Guðmundsson og Ólaf Arnarson. Þau töluðu um margt. T.d. Hvað Rússum gengur til að ógna Póllandi, Miðflokkinn og Snorra Másson, fjárlagafrumvarpið, ræðu forseta Íslands við þingsetninguna og sitt hvað fleira. Gunnar Smári fór á Fjallabak og í Borgarleikhúsinu, leikrit kl byggt á smásögu sem líka gat af sér bíómyndina Brokeback Mountain. Valur Freyr Einarsson leikstjóri og leikararnir Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson koma að Rauða borðinu og ræða erindi og inntak þessarar sögu af ungum mönnum sem fella saman hugi í samfélagi sem vill ekki viðurkenna ást þeirra. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona og skólastjóri Söngskólans ræðir leiðir til að minnka efnahagslega stéttaskiptingu í tónlistarnámi barna og koma fleiri börnum í nám. Björn Þorláks ræðir við hana.
Við héldum áfram yfirferðinni um leikhúsin í dag, að skoða það sem verður á fjölunum í vetur. Í síðustu viku var það Tjarnarbíó, nú var komið að Borgarleikhúsinu. Egill Heiðar Anton Pálsson, leikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur allt um leikárið framundan í Borgarleikhúsinu. Hinrik Carl Ellertsson, íslenskur matreiðslumaður og kennari við Menntaskólann í Kópavogi, er nýkominn heim úr ferð til Japans. Þar sinnti hann kynningu á norrænni matargerð í Nordic Pavilion á heimssýningunni í Osaka og hélt jafnframt masterclass í hinum virta Tsuji matreiðsluskóla. Á heimssýningunni í Osaka tók Hinrik Carl þátt í að kynna norræna matarmenningu ásamt kokkum frá Færeyjum og vakti þetta mikla athygli, en yfir þrjátíu greinar birtust í japönskum og erlendum fjölmiðlum. Við spjölluðum við Hinrik í dag. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Rósa Ólöf Ólafíudóttir, hjúkrunarfræðingur, djákni og uppeldisfræðingur. Hún er að skrifa bók um bróður sinn Lalla Johns, en hann tók af henni loforð áður en hann dó að hún myndi skrifa bók um hann. Við fengum hana til að segja okkur aðeins frá bókinni, Lalla og söfnuninni fyrir útgáfu bókarinnar á Karolinafund. En svo sagði hún okkur auðvitað líka frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rósa talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Biblían Ástkær e. Tony Morrison Hind's feet on high places e. Hannah Hurnard barnabækurnar Litla ljót og Láki Jarðálfur Litbrigði jarðarinnar e. Ólafur Jóhann Sigurðsson Ljóð Steins Steinarrs Tónlist í þættinum í dag: Haust / Elly Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests (Baldur Geirmundsson) Do it / Hera Hjartardóttir (Hera Hjartardóttir) Haust / Stefán Hilmarsson (Heimir Sindrason og Ari Harðarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Hjörtur Jóhann leikari mætir í spjall og yfirheyrslu. Förum yfir Fjallabak (Brokeback Mountain) uppsetninguna í Borgarleikhúsinu. Danni frá SZK í spjalli um nýtt lag. Mjúku spurningarnar, miðar á Birni í Laugardalshöll, Top 7 RG listi vikunnar og félagsskiptaglugginn gerður upp. Þetta og meira til.
Þáttur dagsins er flétta heimspekilegra hugmynda, tónlistar og dans. Við heyrum djúphugsaða hugleiðingu úr brunni Freyju Þórsdóttur, sem í dag veltir fyrir sér samspili ljóss og skugga og gildi þess að horfast í augu við myrkrið. Í beinu framhaldi heyrum við brot úr viðtali við Pál Skúlason heitinn, þar sem hann veltir fyrir sér hlutverki heimspekingsins í samfélaginu, en nýverið stóð Háskóli íslands að málþingi Páli til heiðurs. Í síðari hluta þáttar lítur tónskáldið og píanóleikarinn Kári Egilsson við í hljóðstofu, en hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir tónlist sína, bæði á sviði jazz og popptónlistar, og vinnur um þessar mundir að sínum fjórðu og fimmtu plötum, aðeins 23 ára gamall. Við hugum líka að Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær. Hringir Orfeusar og annað slúður, sýning Ernu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins, var þar valin sýning ársins. En fyrst gröfum við upp 65 ára hljóðritanir Göggu Lund, og heyrum brot úr þætti Sigrúnar Björnsdóttur, Söngkonan á svarta kjólnum, frá árinu 1997.
Við heyrðum í dag í Sæunni Vigdísi Sigvaldadóttur, þroskaþjálfa á Egilsstöðum og býflugnabónda í Hallormsstaðaskógi. Sæunn er stödd í Seattle í Bandaríkjunum þar sem hún ætlar að læra tæknifrjóvgun býflugnadrottninga. Áætlunin er að gera Ísland sjálfbært í býflugnarækt til þess að draga úr innflutningi á býflugum, sem reynist sífellt erfiðara sökum býsjúkdóma. Við fengum Sæunni í dag til að segja okkur meðal annars frá því hvernig það kom til að hún fór út í býflugnarækt, hvað þarf til þess að fara út í ræktun og hvernig Ísland hentar fyrir býflugnarækt. Hvað tekur við að loknu kvikmyndanámi hérlendis og hvaða tækifæri bíða ungs kvikmyndagerðarfólks? Vigdís Howser Harðardóttir og Alvin Hugi Ragnarsson voru í fyrsta árgangi nýrrar kvikmyndadeildar við Listaháskóla Íslands og útskrifast um miðjan júní, en þau sögðu okkur frá lokaverkefnum sínum ásamt því að ræða kvikmyndasenuna hér á landi og hvernig þau ætla að setja mark sitt á hana. Í framhaldi af því ræddum við stöðu sviðslista á Íslandi og hverjar áskoranir og hlutverk þeirra eru við Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra Sviðslistamiðstöðvar Íslands, en á föstudaginn fór fram Bransadagur Sviðslistanna í Borgarleikhúsinu þar sem staðan var rædd og þátttakendur deildu hugmyndum og sýn sinni á framtíð sviðslista. Tónlist í þættinum í dag: Býflugan / Geirfuglarnir (Þorkell Heiðarsson) The Birds And The Bees / Jewel Akens (Herbert Newman) Sumarvísa / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Paulson, texti Iðunn Steinsdóttir) Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (H. Hendler & R. Flanagan, texti Friðrik Erlingsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Emmsjé Gauti á Þjóðhátíð 2025, Katrín Halldóra og Björgvin Franz spjalla um Þetta er Laddi sýninguna í Borgarleikhúsinu. Ásgeir Kolbeins og Camilla Rut fara yfir fréttir vikunnar. Þetta og miklu meira til!
Egill Ploder og Arnar Þór standa vaktina í dag. Rafmagnsleysið á Spáni fyrsti liður í falli siðmenningar? Hildur Vala og Mikael Kaaber, aðalhlutverkin í uppsetningu Borgarleikhússins á Moulin Rouge í spjalli og spurningakeppni! Mjúku spurningarnar á sínum stað og miklu meira til.
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari Gísli Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í gervigreind hjá KPMG, ræddi við okkur um CoPilot frá Microsoft. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi við okkur um hættulega einstaklinga sem fá að ganga lausir. Gísli Tryggvason, lögmaður ræddi við okkur vítt og breitt um erfðarétt. Daniel Willemoes Olsen ræddi við okkur um sína vegferð en hann léttist um 108 kíló á fjórum árum. Brynhildur Guðjónsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, ræddi við okkur um lyklaskipti og söngleikinn Moulin Rouge. Kvennakórinn Katla kom í heimsókn og tók lagið.
Anna María Tómasdóttir leikstjóri vill hafa húmor í leikhúsi. Það er ekki nauðsynlegt að vera í hláturskasti allan tímann, en það verður að vera eitthvað fyndið. Hún vill sjá fleiri íslensk leikrit, því þau eru það besta, og henni þætti einnig sniðugt ef Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið myndu stilla saman strengi sína. En fyrst og fremst vantar hér leiksvið. LucasJoshua er 17 ára gamall raftónlistarmaður. Hann hlaut verðlaunin Rafheili Músíktilrauna í ár. Þórður Ingi Jónsson sló á þráðinn til hans. Salóme Katrín Magnúsdóttir er í bíl á leiðinni vestur og í dag kom út lagið hennar Always and forever. Una Schram spjallar við Salóme um Aldrei fór ég suður, sem fer fram um páskana á Ísafirði.
Við fáum tvo menn sem hafa ólíkar skoðanir á rafmyntum og bitcoin í tilefni af nýs fyrirkomulags sem Trump lagði til í upphafi mars-mánaðar, U.S. crypto reserve, eða Rafmyntasjóður Bandaríkjanna. Við ræddum við Eirík Inga Magnússon og Gylfa Magnússon, prófessor, í 6. þætti af Konungssinnar í Kísildal, og nú flyjtjum við lengri brot úr þeim samtölum. Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, flakkar um HönnunarMars. Guðný Hrund Sigurðardóttir, búningahönnuður, kafaði djúpt ofan í heim Ladda, við gerð búninganna í verkinu Þetta er Laddi, sem er í sýningu í Borgarleikhúsinu.
Við lítum inn á Hlöðuloftið á Korpúlfsstöðum. Þar opnaði um helgina ný sýning á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna. Sýningin ber titilinn Hinn mildi vefur kynslóðanna, og er fyrsta sýningarverkefni FÍM um nokkurt skeið. Birta Guðjónsdóttir sér þar um sýningarstjórn. Við ræðum við hana í þætti dagsins. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í leikritið Fjallabak sem byggir á smásögu Annie Proulx og kvikmynd Ang Lee, Brokeback mountain, en Valur Freyr Einarsson leikstýrir leiksýningunni sem frumsýnd var fyrir rúmri viku í Borgarleikhúsinu. Við grípum einnig niður í útvarpsþætti sem Magnús Þór Jónsson, Megas, vann fyrir ríkisútvarpið hér á árum áður en hann fagnar í dag 80 ára afmæli.
Ólafur og Vala Kristín, tala um Ladda, en þau eru höfundar verksins sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.
Við fáum leikstjórann Egil Heiðar Anton Pálsson í samtal um leikhúsið, í seríuna um framtíð sviðslista. Tilkynnt var um það á dögunum að Egill Heiðar hefði verið ráðinn Borgarleikhússtjóri. Hann tekur við starfinu í lok mánaðar. En hvers vegna gerir hann leikhús? Og hvað þarf að vera til staðar í samfélaginu til að listalífið blómstri? Katrín Helga Ólafsdóttir flytur okkur pistil um myndina Animality eftir listamanninn Ai Wei Wei, sem hún sá á CPH:DOX, alþjóðlegri heimildamyndahátíð í Kaupmannahöfn.
Goðsagan um Orfeus hefur fylgt okkur frá því að tímatalið hófst og óteljandi lístamenn nýtt hana sem efnivið. Og nú gefst okkur tækifæri til að sjá glænýja útgáfu Ernu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins. Í verkinu Hringir Orfeusar og annað slúður er gerð tilraun til þess að túlka þessa söguna á nýjan leik, en verkið byggir á uppfærslu sem Erna samdi ásamt Gabríelu Friðriksdóttur og Bjarna Jónssyni fyrir Borgarleikhúsið í Freiburg árið 2022. Við ræðum við Ernu í þætti dagsins. Við heyrum einnig rýni Kötlu Ársælsdóttur í einleikinn Kafteinn Frábær eftir Alistar McDowall og Gauti Kristmannson rýnir í Billy Budd eftir Hermann Melville, sem kom nýverið út í íslenskri þýðingu Baldurs Gunnarssonar.
Innkaupapokinn eftir leikhópinn Kriðpleir og Elísabetu Jökulsdóttur, sem nú er í sýningu í Borgarleikhúsinu, byggir á 30 ára gömlu verki Elísabetar, Mundu töfrana. Verkið hefur fylgt Elísabetu í meira en þrjá áratugi og líka skotið rótum í öðrum verkum hennar. Hún reyndi að koma verkinu á fjalirnar en fékk oftast þau svör að það væri of ljóðrænt og vantaði allan strúktúr. En nú hefur leikhópnum Kriðpleir tekist að móta um það strúktúr og afraksturinn er Innkaupapokinn. Við ræðum við tvo meðlimi Kriðpleirs í þætti dagsins, þau Ragnar Ísleif Bragason og Ragnheiði Maísól Sturludóttur. Við fáum líka til okkar í hljóðstofu þjóðfræðinginn Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, sem hefur rannsakað birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í íslenskum þjóðsögum og Birnir Jón Sigurðsson flytur sinn þriðja pistil sinn í örvæntingarpistlaröðinni Hvað varð um gæskuna? Pistill dagsins er tileinkaður stjórn, glundroða og mönnum sem reyna bókstaflega að sigrast á dauðanum. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Fyrir ofan Nuuk stendur stytta af trúboðanum Hanse Egede, en koma hans til Vestur-Grænlands árið 1721 markar upphaf nýlendutímans í sögu landsins. Styttan hefur margsinnis verið skemmd, hausinn jafnvel fengið að fjúka og á hana krotað; DECOLONIZE. Við skoðum samvirkni grænlensku sjálfstæðisbaráttunnar og tónlistarsögu landsins í þætti dagsins. Nína Hjálmarsdóttir rýnir líka í leiksýninguna Þetta er Laddi, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi, og Halla leitar að meðmælum fyrir menningarefni hjá starfsfólki verslana í Kringlunni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Síðastliðinn föstudag opnaði ný sýning í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Þetta er samsýning fjögurra listamanna, þeirra Önnu Hrundar Másdóttur, Eyglóar Harðardóttur, Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Katrínar Agnesar Klar. Sýningin kallast í Í lit, sýningarstjóri er Ingólfur Arnarsson, en hann var einmitt fyrsti listamaðurinn til að sýna í Úthverfu, sem áður hét Slunkaríki, fyrir akkúrat 40 árum síðan. Við hringjum á Ísafjörð og ræðum við Elísabetu Gunnarsdóttir, sem rekur Úthverfu ásamt fleirum. Við grúskum auk þess í safni Ríkisútvarpsins eftir áhugaverðum sögum af Sóloni Guðmundssyni og Katla Ársælsdóttir rýnir í Innkaupapokann í uppsetningu Kriðpleirs í Borgarleikhúsinu.
Hættumat Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga helst óbreytt. Töluverðar líkur eru á eldgosi og kvika í kvikuhólfinu undir Svartsengi á Reykjanesskaga er komin að neðri þolmörkum og því gæti gosið á Sundhnúksgígaröðinni í þessari eða næstu viku. Kvikan sem hefur safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðan síðasta eldgosi lauk er örlítið meiri en kvikan sem fór út þá. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjalla- og bergfræði kom í þáttinn og spáði í stöðuna og nýjustu tölur. Hinsegin fólk býr almennt við verri heilsu og líðan en þau sem eru ekki hinsegin og það þarf að bregðast við því. Þetta sýna niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og líðan hinsegin fólks sem er hluti af aðgerðaráætlun lýðheilsustefnu Reykjavíkur. Sérstaklega var skoðuð reynsla af ofbeldi, áfengis- og vímuefnaneyslu og geðheilsu. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks og Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, komu í þáttinn og sögðu okkur frá niðurstöðum rannsóknarinnar og hvernig þær verða nýttar. Svo í lok þáttar fræddumst við um street dans, eða götudans, og Dance Battle, eða dansslag, sem er eins konar hólmganga í dansi þar sem dansarar sýna færni sína til að skáka andstæðingi sínum. Það mátti til dæmis sjá slíka keppni á síðustu Ólympíuleikum þar sem keppt var í breikdansi. Í gær mættust dansarar úr Íslenska dansflokknum og Ice Crew í Borgarleikhúsinu og var áhorfendum meðal annars boðið að taka þátt. Erna Gunnarsdóttir, dansari hjá dansflokknum, og Mikael Christopher Grétarsson, úr danshópnum Ice Crew, komu í þáttinn og sögðu okkur hvernig fór í gær og frá nýrri sýningu dansflokksins þar sem dansarar úr flokknum mæta street dönsurum í verki eftir íranska danshöfundinn Hooman Sharifi. Tónlist í þættinum í dag: Clementine / Hraun (Svavar Knútur Kristinsson) Until I Met You / Manhattan Transfer (Freddie Green & Don Wolf) Everything is beautiful / Ray Stevens (Ray Stevens) Í góðu skapi / Sniglabandið (Pálmi J. Sigurhjartarson, Þorsteinn Marel Júlíusson og Björgvin Ploder) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í dag flytur tónlistarkonana Jelena Ciric sinn annan pistil um tónlistarmenn sem gáfu aðeins út eina hljómplötu á ferlinum en sem höfðu samt sem áður mikil áhrif á söguna. Pistill dagsins fjallar um þau Jeff Buckley og Sophie, en bæði létust langt fyrir aldur fram. Stjarna beggja skín enn skært, og stjarna Buckley sérstaklega síðustu daga því nýverið var frumsýnt heimildamynd um hann á Sundance kvikmyndahátíðinni sem hefur hlotið lofsamlega dóma. Trausti Ólafsson verður einnig með okkur í dag, að þessu sinni rýnir hann í uppfærslu Kammeróperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Borgarleikhúsinu. Og við fjöllum einnig um leiksýningu sem hlýtur að vera ein sú langlífasta og víðförulasta sem íslenska sviðið hefur getið af sér. Leiksýningin Lífið, sem leikhúsið 10 fingur setti upp árið 2014 dansar á mörkum leikhúss og myndlistar þar sem leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir standa á sviðinu í mold og drullumalla Lífið fyrir áhorfendur. Leiksýningin hlaut tvenn grímuverðlaun árið 2015 sem barnasýning ársins og sproti ársins. Þó að það séu rúm tíu ár frá frumsýningu leiksýningarinnar þá lifir hún enn góðu lífi og hefur verið sýnd víða um heiminn. Við setjumst niður með þeim Sveini og Sólveigu og heyrum af þessu óvenjulega ferðalagi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Við hefjum þáttinn á því að hringja í nýbakaðan Grammy-verðlaunahafa, Víking Heiðar Ólafsson. Þær Kristín Sveinsdóttir söngkona og Þórunn Guðmundsdóttir verða einnig gestir okkar í dag. Kristín syngur í Hliðarspori, nýrri óperu Þórunnar sem fruflutt verður á fimmtudag, og í Brúðkaupi Fígarós, sem Kammeróperan sýnir nú í Borgarleikhúsinu. Báðar óperurnar, og reyndar Rakarinn í Sevilla sem Óður sýnir í Sjálfstæðishúsinu, eru byggðar á leikritum sama leikskálds og fjalla að miklu leyti um sömu persónurnar, en þó á ólíkum tímum. Við ræðum þessa óperuveislu í þætti dagsins. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Strá fyrir straumi, bók Erlu Huldar Halldórsdóttur um ævi Sigríðar Pálsdóttur. Trausti Ólafsson rýnir í Árið án sumars, sem Marmarabörnin frumsýndu í Borgarleikhúsinu um helgina.
Húsnæði Árnastofnunnar í Árnagarði hefur verið táknmynd eða hulstur utan um efnismenningu handritasafns Árna Magnússonar í rúm 50 ár. Nú hefur stofnunin verið flutt yfir Suðurgötuna og í Eddu en um liðna helgi stóð hópur listamanna, fræðimanna, hönnuða og arkitekta að sýningu í yfirgefnu húsnæði Árnastofnunnar sem þau kölluðu Innviði. Um sýningarstjórn sáu þeir Marteinn Sindri Jónsson og Unnar Örn Auðarson. Við ræðum við Martein Sindra og fleiri þátttakendur í þætti dagsins. Hópur ungskálda bíður af sér óvenjulegan sumarstorm í sveitasetri við Genfarvatn. Þau drepa tímann með ýmsum óhugnaði en þetta kvöld er eitthvað annað og meira sem ásækir þau en bara skáldskapur. Þannig hefst lýsingin á nýjasta leikverki leikhópsins Marmarabarna, sem kallast Árið án sumars. Við lítum inn í Borgarleikhúsið og kynnum okkur verkið. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Ferðalok eftir Arnald Indriðason.
Við lítum inn á eina elstu krá bæjarins, Ölver sportbar, en þar stendur tónskáldið og sviðslistakonan Eygló Höskuldsdóttir Viborg fyrir viðburðum í vikunni í nafni hliðarsjálfsins Alter-Eyglóar. Í tilraun til þess að snúa á alræði streymisveitanna og finna leið til að lifa á tónlistinni ákvað Eygló, sem stundaði framhaldsnám í tónsmíðum í Berklee og NYU, að skella í nokkur poppkennd karókílög. Á Ölveri gefst gestum viðburðarins kostur á að spreyta sig á þessum glænýju karókílögum og fylgja Alter Eygló inn í hugleiðingar um neyslu á tónlist og vinnuna sem liggur að baki. Leikverkið Ungfrú Ísland var frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 17.janúar síðastliðinn. Verkið er byggt á samnefndri skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur en það eru þau Gréta Kristín Ómarsdóttir og Bjarni Jónsson sem unnu leikgerðina, og Gréta Kristín leikstýrir jafnframt verkinu. Við heyrum hvað einum af leikhúsrýnum þáttarins fannst um þessa leikgerð, en að þessu sinni er það Katla Ársælsdóttir sem rýnir. En við byrjum þáttinn á því að kynna okkur splunkunýja þýðingu á verki sem kom fyrst út í Austurríki árið 1984. Skógarhögg-geðshræring, eftir Thomas Bernhard, olli mikilli ólgu í menningarlífi Vínarborgar þegar hún kom út og var fjarlægð úr bókabúðum vegna átaka um ærumeiðingar. Bókina þýddi Hjálmar Sveinsson, sem segir bókina eiga einstaklega vel við okkar tíma. Tíma sem einkennist af leit okkar, hér í velmegunarþjóðfélögunum, að sannleika, með ýmsum leiðum, því það sé einhver kjarni sem við söknum úr lífinu. Þrá í sannleika, en einnig fegurð, sé að hans mati kjarni bókarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Annað kvöld verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu ný leikgerð upp úr skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland. Sagan hverfist um fjóra einstaklinga í Reykjavík árið 1963 sem allir hafa sína drauma en misjöfn tækifæri til að láta þá rætast. Þetta eru tímar samfélagslegra jarðhræringa og handan við hornið eru baráttur og byltingar. Við ræðum við leikstjórann Grétu Kristínu Ómarsdóttur í þætti dagsins. Um liðna helgi bárust okkur fréttir af því að yfir 100.000 nótnahandrit Schoenbergs hefðu glatast í yfirstandandi eldsvoða í Los Angeles. Mörgum var brugðið við fréttirnar, og eins við myndum sem fóru um samfélagsmiðla þar sem Hollywood skiltið fræga stóð í ljósum logum. Við kynnum okkur málin frekar í síðari hluta þáttar. Og við heyrum í Helen Cova en ljóði eftir hana var skotið til tunglsins í gær.
Birnir Jón Sigurðsson, sviðslistamaður og rithöfundur, segist ekki hafa átt sterkar fyrirmyndir á unga aldri. En hann dáist almennt að listafólki sem er áhugasamt, jákvætt, spennt og drífandi. Honum líður best í óvissunni, þegar það er ekkert handrit, og planar aldrei langt fram í tímann. Kannski þess vegna er hann svo hrifinn af samsköpun í leikhúsinu. Birnir hefur gefið út bækurnar Strá og Fuglabjargið og meðal annars sett á svið verkin Kartöflur, Fuglabjargið, Sund og Sýslumann dauðans, en það síðasta var afrakstur vinnu hans sem leikskáld Borgarleikhússins. Birnir hlaut hvatningarverðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins í síðustu viku og hann er gestur Víðsjár í svipmynd dagsins. Við ræðum meðal annars innblástur og útblástur, umhverfismál og hlutverk listamannsins, samhljóm í listinni og töfra samsköpunar.
Leikararnir Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson komu í þáttinn í dag, en þau leika bæði í sýningunni Ungfrú Ísland, sem unnin er upp úr samnefndri verðlaunaskáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, sem frumsýnd verður í næstu viku í Borgarleikhúsinu. Sagan er um Heklu, unga konu á Íslandi og þann veruleika sem hún bjó við um miðbik síðustu aldar, þar sem það að verða rithöfundur og vera til á eigin forsendum virtist utan seilingar fyrir fyrir unga konu. Áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla á líf okkar eru gríðarleg og ekki síst á ungu kynslóðirnar. Afleiðingar þessa geta verið alvarlegar, ekki síst þegar kemur að börnum og unglingum, ef aðgengið er óheft. Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna HH og Domus Mentis Geiðheilsustöð, fór yfir stöðuna með okkur í dag. Af hverju foreldrar ungra barna ættu að fresta því að gefa þeim snjallsíma. Góð ráð til þeirra sem vilja gefa börnum sínum snjallsíma um hvernig sé best að standa að því og svo góð ráð til foreldra barna sem eiga nú þegar snjallsíma og eru hugsi yfir notkun barna sinna á tækjunum. Daðey skrifaði greinina ásamt Silju Björk Egilsdóttur og Skúla Braga Geirdal. Tónlist í þættinum: Stingum af / Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir (Örn Elías Guðmundsson) Vegbúinn / Elín Ey og hljómsveit úr Óskalög þjóðarinnar (Kristján Kristjánsson - KK) Þannig týnist tíminn / Páll Rósinkranz (Bjartmar Guðlaugsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við hefjum þáttinn á því að fara í kirkju. Augljós kallast sýning sem opnaði þann 8.desember í Neskirkju og stendur yfir fram til 20.janúar. Þar sýnir Þórdís Erla Zoega ljósaverk sem sækja innblástur í kirkjuglugga og vinnur með sjónrænar skynvillur sem hvetja áhorfandann til að líta inn á við. Við kynnum okkur einnig nýtt verk, Mörsugur, óperu fyrir rödd með rafhljóðum og myndbandsverki, byggða á ljóðsögu eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Mörsugur varð til í samsköpunarferli Ásbjargar Jónsdóttur tónskálds, Heiðu Árnadóttur söngkonu og Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur ljóðskálds og tónskálds og nú fyrir helgi kom út bókverk með ljóðsögunni, ásamt grafískum útfærslum og stillum úr myndverki sem Ásdís Birna Gylfadóttir vann við Mörsug. Þær Heiða og Ásbjörg koma til okkar í hljóðstofu og segja okkur nánar af verkefninu. Trausti Ólafsson rýnir í Kött á heitu blikkþaki sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu þann 28.desember.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson taka stöðuna í upphafi nýs árs. Við ræðum vel heppnaða Áramótasprengju Þjóðmála sem haldin var í Borgarleikhúsinu, förum yfir nýliðið ár og þá atburðarrás sem hófst strax í upphafi ársins og leiddi af sér tvennar kosningar, hvernig ný ríkisstjórn fer af stað, val á aðstoðarmönnum, áskoranirnar á nýju ári, mögulegt uppgjör í Sjálfstæðisflokknum, stöðu alþjóðamála og margt fleira.
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna á markaði, yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður, hvort að staða ríkissjóðs sé í raun verri en áður var haldið, mikla hækkun á gengi Amaroq MInerals, erlendar fjárfestingar á Íslandi og margt fleira. Í þættinum eru jafnframt flutt tíðindi um Áramótasprengju Þjóðmála, þar sem árið verður gert upp í Borgarleikhúsinu mánudaginn 30. desember nk. Miðasala á viðburðinn hefst strax eftir helgi.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri. Eftir að hann útskrifaðist úr leikstjóranámi frá einum virtasta leiklistarháskóla Evrópu hefur hann sett upp fjölda leiksýninga og ópera hér á landi, víða í Þýskalandi og í fleiri löndum. Hann var um hríð yfirmaður leiklistarmála hjá hinu fræga Volksbühne í Berlín. Hann hefur hlotið þýsku leiklistarverðlaunin fyrir leikstjórn og Grímuverðlaunin hér á landi fyrir leikstjórn. Hann hefur leikstýrt hverri stórsýningunni á fætur annarri og hans nýjasta sýning er Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu 28.desember. Við spjölluðum við Þorleif Örn um lífið, tilveruna, leikhúsið, leikstjórnina, fórum til Þýskalands, Sviss og víðar í þættinum. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og í dag kom hún með matreiðslubók að heiman sem er Jólamatreiðslubók Nigellu Lawson. Í byrjun ræddum við líka aðeins matreiðslubók sem gefin var út af Íslandsbanka á sínum tíma. Tónlistin í þættinum Jólin koma / GDRN og Magnús Jóhann (Eiríkur Guðmundsson) Everything in Its Right Place / Radiohead (Colin Greenwood, Ed O'Brien, Jonny Greenwood, Philip Selway & Thom Yorke) Life on Mars / David Bowie (David Bowie) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og leikstjórinn Hilmir Snær Guðnason. Hann hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum og hann byrjaði að leikstýra í leikhúsum ungur að aldri. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í miðbænum og vesturbænum. Við röktum ættir hans í báða ættliði til Vestfjarða og fórum svo með honum á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og að lokum sagði hann okkur frá leikritinu Óskaland sem hann var að leikstýra á stóra sviði Borgarleikhússins. Það var færeyskt matarspjall í þættinum í dag, Sigurlaug Margrét kom með færeyska matreiðslubók, en hún smakkaði í fyrsta skipti færeyskar grindarbollur í síðustu viku sem vöktu áhuga hennar á færeyskri matargerð. Hún er að ýmsu leyti lík þeirri íslensku en líka að ýmsu leyti ólík. Tónlist í þættinum Óskaland / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague) Budapest / George Ezra (Joel Pott & George Ezra Barnett) Texas Hold'em / Beyoncé (Atia "Ink" Boggs, Beyoncé, Brian Bates, Elizabeth Lowell Boland, Megan Bülow, Nate Ferraro & Raphael Saadiq) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Hvað væri lífið án listar, spyr Elín Sigríður María Ólafsdóttir, í samtali við Víðsjá í Hafnarborg. Elín er listamaður Listar án landamær í ár og við hittum hana á sýningu hennar Við sjáum það sem við viljum sjá. Einleikurinn Orð gegn orði hefur verið á fjölunum í tæpt ár og komið að leiðarlokum. Við hittum þær Þóru Karítas Árnadóttur leikstjóra og Ebbu Katrínu Finnsdóttur leikkonu og forvitnumst um ferlið og hvernig áhrif sýning hefur haft á þær. Katla Ársælsdóttir rýnir í verkið Tóma hamingju sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina og Gauti Kristmannsson rýnir í bókina Þessir djöfulsins karlar eftir Andrev Walden, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur.
Á laugardaginn næsta í Hörpu munu sellóleikarinn Yo-Yo Ma, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Marvöðu og fjölda annarra listamanna, flytja listgjörningi í anda helgiblóts. Sellóleikarinn heimsfrægi átti frumkvæði að verkinu, sem kemur úr hugsmiðju leikstjórans Arnbjargar Maríu Danielsen og tónskáldsins Viktors Orra Árnasonar. Við ræðum við þau Arnbjörgu og Viktor Orra í þætti dagsins. Við kynnum okkur einnig myndlistaverk eftir Ólafa Svein Gíslason sem sýnt er um þessar mundir í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi. Verkið kallast Undirliggjandi minni og er leikið kvikmyndaverk sem byggist á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust upp í Flóahreppi. Verkið er, líkt og myndlist Ólafs í gegnum tíðina, tilraun til að þenja mörk listarinnar og færa listina nær lífinu sjálfu. Og Trausti Ólafsson rýnir í Óskaland eftir Bess Wohl sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Pálmi Gestsson, nýorðinn 67 ára. Hann þarf auðvitað vart að kynna eftir öll árin í Spaugstofunni, ótal hlutverk á fjölum leikhúsanna, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Nú síðast leikur hann í nýju leikriti, Sýslumaður dauðans í Borgarleikhúsinu, þar sem hann leikur föður sem deyr og sonur hans þarf að leysa þrjár þrautir til að heimta föður sinn aftur af biðstofu sýslumanns dauðans. En við fórum auðvitað með Pálma aftur í tímann á æskuslóðirnar fyrir vestan, í Bolungarvík, en þegar hann fór suður til Reykjavíkur í leiklistarnám um tvítugt þá var það aðeins í annað skiptiði sem hann var að koma til höfuðborgarinnar. Í skemmtilegu spjalli fórum við með Pálma á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag þar sem til dæmis hæfileikar hans í eftirhermum fengu talsvert pláss.. Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Nú var komið að Gunnari að koma með matreiðslubók og deila því sem í henni er með hlustendum. Þessi bók sem hann kom með er engin smá smíði, Stóra matarbókin, sem er er líklega hátt í tíu kíló að þyngd, full af ljósmyndum, uppskriftum og fróðleik. Tónlist í þættinum: Ég lifi í draumi / Björgvin Halldórsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) The Longest Time / Billy Joel (Billy Joel) Can't Keep it In / Cat Stevens (Yusuf/Cat Stevens) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Fyrri live þátturinn okkar í Borgarleikhúsinu. Verði ykkur að því! Um Jörund Hundadagakonung
Yndislega og hæfileikaríka leikkonan hún Katla Margrét kom í spjall til okkar og vá hvað er gott að spjalla við þetta eðaleintak. Hún hefur auðvitað komið að óteljandi verkefnum, starfar sem leikkona í Borgarleikhúsinu og leikur næst hlutverk í mjöög spennandi seríu sem kemur út eftir áramót og kallast Kennarastofan. Við ræddum leiklistina, skólakerfið, áramótaskaupið, sturlað fyndna sketsa úr Stelpunum og allskonar þar á milli! Njótið elsku hlustendur ❤️