POPULARITY
Aldrei heim! Ísland gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 sigur gegn Ísrael í Búdapest. Eftir ótrúlegan rússíbanaleik er ljóst að það bíður úrslitaleikur gegn Úkraínu sem fram fer í Póllandi á þriðjudaginn. Úrslitaleikur um sæti á EM í Þýskalandi. Eftir langan vinnudag ræddu Elvar Geir og Sæbjörn Steinke við Helga Sigurðsson fréttamann 433.is um þetta skemmtilega kvöld þar sem Albert Guðmundsson stal fyrirsögnunum en mætti ekki í viðtöl.
Elvar Geir og Sæbjörn Steinke eru staddir í Búdapest og fá Helga Sigurðsson fréttamann 433.is í spjall þar sem komandi landsleikur er skoðaður. Ísrael - Ísland verður í borginni á fimmtudagskvöld. Sigurliðið í leiknum mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Rætt er um undirbúning íslenska liðsins, æfingarnar sem búnar eru, tignarlegt hótel liðsins, Albert Guðmundsson og ýmislegt fleira.
Helgi Fannar Sigurðsson blaðamaður ræðir við Helga Sigurðsson þjálfara Grindavíkur.
Fram og til baka 17.maí 2020 Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins - Ragnheiður biskupsdóttir frá 1975 Fimman - Margrét Einarsdóttir búningahönnuður Halaleikhópurinn Rómeó og Júlía 1997(?) París norðursins Hrútar Eld og Lagor 22. júlí Viðtal út í heim - Ingólfur Níels Árnason í Róm Fréttagetraun Helga Sigurðardóttir hafnarfirði
Fram og til baka 17.maí 2020 Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins - Ragnheiður biskupsdóttir frá 1975 Fimman - Margrét Einarsdóttir búningahönnuður Halaleikhópurinn Rómeó og Júlía 1997(?) París norðursins Hrútar Eld og Lagor 22. júlí Viðtal út í heim - Ingólfur Níels Árnason í Róm Fréttagetraun Helga Sigurðardóttir hafnarfirði
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins spjalla þær um fyrstu dagana eftir fæðingu sem kallast sængurlega en er það viðburðarríkur tími þar sem foreldrar stíga sín fyrstu skref í nýju hlutverki og kynnast barninu sínu. Farið verður yfir líkamlega og andlega þætti varðandi heilsu móður eftir fæðingu, upphaf brjóstagjafar og hegðu nýburans. Þátturinn er stútfullur af fróðleiksmolum og góðum ráðum sem ættu að nýtast verðandi og nýjum foreldrum vel við að spjara sig í þessum stórmerkilega tilfinningarússíbana sem fyrstu dagarnir eftir fæðingu geta verið. Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Hver man ekki eftir Píku-Pælingum sem slógu í gegn í Legvarpinu á sínum tíma?! Í tilefni af Mottumars ætla ljósmæðranemarnir Stefanía og Sunna og skipta um gír og gægjast yfir í karlaklefann. Þar tekur enginn annar en Lárus Jón Björnsson eða Lalli, vel á móti þeim. Lalli er sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í neðanbeltisvandamálum karla. Hann heldur úti Facebook- og instagram-reikningnum Neðanbeltis-Karlaheilsa þar sem nálgast má stórskemmtilega fræðslupistla. Í þættinum segir Lalli frá vegferð sinni inní neðanbeltis-bransann og fræðir um karlaheilsu, helstu einkenni frá neðanbeltissvæði karla, mögulegar orsakir, meðferð og hvert hægt er að leita með slíkan vanda. Þátturinn er hlaðinn sprenghlægilegum sögum og gríni svo hér er í raun á ferðinni eitt stórt og bráðsmitandi hláturskast. Hlustið, hlægið, fræðist! Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um mænurótardeyfingu í góðum félagsskap ljósmóðurinnar Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur. Hvers vegna hefur orðið veruleg aukning á notkun mænurótardeyfinga í fæðingum? Hverjar eru afleiðingarnar? Og eru konur í raun að taka UPPLÝSTA ákvörðun um þessa verkjameðferð? Komið með í eldheitar umræður um þetta umdeilda fyrirbæri sem virðist hreyfa við tilfinningum á þann hátt að það er freistandi að hlaupa undan umræðum um málið, eða í það minnsta tipla á tánum. Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Viðfangsefni Legvarpsins að þessu sinni er áhrif brjóstastækkunar með ígræðslu brjóstapúða á heilbrigði kvenna og er gestur þáttarins ljósmæðraneminn Kristín Georgsdóttir. Í þættinum deilir Kristín sinni eigin reynslu af því að vera með brjóstapúða, áhrif þeirra á brjóstagjöf sína en einnig þegar hún lét fjarlægja þá. Fjallað verður um Breast Implant Illness eða BII sem fjölmargar konur með brjóstapúða hafa tengt við vegna ýmissa sérkennilegra og óljósra einkenna. Komið með í áhugaverða umræðu um allt frá líkamsímynd kvenna og útlitskröfum að ábyrgð skurðlækna sem framkvæma brjóstastækkun. Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Viðfangsefni Legvarpsins að þessu sinni er val kvenna á fæðingarstað og er gestur þáttarins Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor í ljósmóðurfræði við HÍ. Farið verður lauslega yfir þróunina hér á landi síðustu áratugina en fæðingar hafa á skömmum tíma færst úr heimahúsum yfir á sjúkrahús. Þá berum við saman valmöguleika höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina en veruleiki margra fjölskyldna er því miður sá að ekki er fæðingarstaður eða ljósmæðravakt í þeirra heimabyggð. Að auki verður leitast við að svara spurningum um hvers vegna það er mikilvægt að konur hafi val og afhverju þetta er í raun sjóðheitt, feminískt og oft á tíðum hápólitískt hitamál. Njótið kæru vinir! Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti fjalla þær um fæðingarorlof feðra og þátttöku þeirra í umönnun barna sinna fyrsta árið og árin. Umræðan teygist yfir í hinar ýmsu pælingar um staðalímyndir kynjanna, jafnrétti og menningu þegar kemur að barnauppeldi. Gestur þáttarins að þessu sinni er Keflvíkingurinn snjalli, Björn Geir Másson. Hann er búsettur í Bandaríkjunum ásamt eiginkonu sinni og 16 mánaða dóttur. Hann leiðir okkur í allan sannleikann um hlutverk sitt og daglegt líf sem heimavinnandi húsfaðir fjarri stuðningsneti vina og fjölskyldu. Björn Geir lumar á ýmsum góðum sögum og pælingum sem hann færir hlustendum með sínum einstaklega skemmtilega hætti. Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins að þessu sinni er hjúkrunar-og sagnfræðingurinn Erla Dóris Halldórsdóttir. Hún hefur tvinnað þessar tvær fræðigreinar saman á skemmtilegan hátt og hefur meðal annars rannsakað sögu lækna-og ljósmæðrastéttarinnar á Íslandi. Hún skrifaði doktorsritgerð sína um fæðingarhjálp á Íslandi á árunum 1760-1880 og gaf nýlega út bók um sögu karla í ljósmæðrastörfum. Erla tekur okkur í stórmerkilegt ferðalag til fortíðar og fræðir okkur meðal annars um aðstæður, aðbúnað og menntun yfirsetukvenna- og manna hér á landi. Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti verður fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignarferlið. Ása Kristín Einarsdóttir kíkti í Legvarps-köku og kaffi en hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæplega tveimur árum. Ásamt því að vera mamma er Ása ein af skipuleggjendum Druslu-göngunnar, frístundasnillingur og mikil brandarakona. Hún segir okkur frá upplifun sinni af barneignarferlinu með erfiða reynslu í bakpokanum, og vegferð sinni í átt að bata. Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um sársaukaupplifun kvenna í fæðingu og veltum við fyrir okkur ýmsum þáttum eins og viðhorfi, menningu og orðræðu varðandi sársauka í fæðingu. Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir, eða Inga eins og hún er oftast kölluð, er gestur þáttarins og fræðir okkur betur um þessi mál. Hún er mikill reynslubolti auk þess að hafa komið að fjöldamörgum rannsóknum um málefnið. í forrétt verður boðið uppá heimspekilegar vangaveltur um áreynslulausan lífsstíl nútímamannsins og samband hans við sársauka og áskoranir. Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti fjalla þær um fæðingarótta og fá í viðtal Bjarkar-ljósmóðurina Emmu Marie Swift, sem hefur rannsakað ýmislegt í tengslum við fæðingar í tæknivæddu nútímasamfélagi og fæðingarótta. Hún ræðir doktorsverkefni sitt, ýmsar reynslusögur og áhugaverðan bakgrunn sinn. Komiði með! Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti fjalla þær um pressuna sem mömmur verða fyrir í nútímasamfélagi. Hér má finna margar góðar pælingar um mömmuhópa, samanburð, kynjaveislur, áhrifavalda og kerru-meting svo eitthvað sé nefnt. Með í pælingum dagsins er hún Eva Sigrún Guðjónsdóttir, sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra. Hún deilir sögum og vangaveltum á sinn einstaklega fyndna hátt og tekur umræðuna á óvæntar slóðir. Komiði með! -Hljóðvinnslu-ráðgjafi og upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum fyrsta þætti fjalla þær um feður í barneignarferlinu og fá til sín góðan gest, Þorleif Örn Gunnarsson, betur þekktur sem Tobbi. Hann eignaðist son í fyrra með kærustu sinni, henni Thelmu Sif Sævarsdóttur. Tobbi ræðir reynslu sína af barneignarferlinu á stórskemmtilegan hátt og ferðast umræðan um heima og geima. Komiði með! -Hljóðvinnsla og upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir
Veðurspáin í gær var heldur leiðinleg fyrir norðanvert landið og varað við að færð gæti spillst á fjallvegum. Til dæmis var gert ráð fyrir norðaustan stormi, snjókomu og kulda á Steingrímsfjarðarheiði. Við heyrðum hljóðið í Jóni Herði Elíassyni, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar, á starfsstöðinni á Hólmavík. - Hún er ósátt við forystu sjómanna og hvernig haldið hefur verið á kjaramálum þeirra. Þá er ekki annað að gera en að bjóða sig sjálfa fram. Jú, við erum að tala um Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómann og viðskiptalögfræðing, sem hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands. Heiðveig María er kokkur á Engey RE, einu glæsilegasta fleyi íslenska togaraflotans, sem er á lei á Vestfjarðamið í bræluveðri. Við hringdum í Heiðveigu Maríu, sem gagnrýndi sjómannaforystuna og sambandsleysið við félagsmenn. - Þá sögðum við frá lítilli bók um merkilega konu, Hólmfríði Sigurðardóttur frá Raufarhöfn, alþýðustúlku sem fór að heiman ung og sótti sér menntun, stofnaði fjölskyldu, og kenndi síðan lengi - og meðfram öllu lífsins vafstri samdi hún ljóð - lengst af fyrir skúffuna. En ljóðin voru síðan gefin út - og nú hefur nafna hennar og sonardóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, blaðamaður, skrifað bókina Amma - Minningar í lit. Hólmfríður Helga sagði frá ömmu sinni og bókarskrifunum. - Sagt var frá Geoff Emerick, hljóðupptökumanni Bítlanna, sem lést í vikunni. - Olíufélagið N1 og smásölufyrirtækið Festi sameinuðustu á dögunum. Til varð tíunda stærsta fyrirtæki landsins, Festi, með mikil umsvif á ýmsum sviðum. Margrét Guðmundsdóttir stjórnarformaður kom á Morgunvaktina. Við spjölluðum um þetta nýja sameinaða fyrirtæki, stöðuna á eldsneytis- og matvörumarkaði, sýn hennar á framtíðina og mat á ástandi og horfum í þjóðfélaginu. - Tónlist: Kim Larsen - Byens hotel; The Beatles - Here, there and everywhere - Being for the benefit of Mr. Kite.
Gestir þáttarins eru Sigríður Halldórsdóttir og Hólmfríður Helga Sigurðarsdóttir, sem ræða um ömmur sínar. Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. (Aftur annað kvöld)
Gestir þáttarins eru Sigríður Halldórsdóttir og Hólmfríður Helga Sigurðarsdóttir, sem ræða um ömmur sínar. Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. (Aftur annað kvöld)
Rætt er við Gunnar Harðarson heimspeking um Ávísun um uppdrátta og málaralistina eftir Helga Sigurðsson. Crymogea gaf ritið nýverið út, en þetta er eina íslenska ritið frá fyrri öldum sem fjallar með fræðilegum hætti um myndlist. Rætt er við Ásdísi Arnardóttur um afmælisthátið tónlistarfélags Akureyrar. Einnig er rætt við Sindra Freysson sem er handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör þetta árið. Viðurkenninguna fékk hann fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Leiklistargagnrýnandi Víðsjár, María Kristjánsdóttir, fjallar um leiklistarhátíðina Everybody's spectacular og lesið er úr bók vikunnar sem er Grænmetisætan eftir suður-kóreska rithöfundinn Han Kang. Umsjónarmenn eru Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fengu Helga Sigurðsson, þjálfara Fylkis, í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu. Rætt var um Fylkismenn og allar helstu fótboltamál vikunnar í íslenska boltanum. Meðal annars var rætt um það hvernig Íslandsmeistarar FH hafa verið að spila í sumar, hugsanlega komu Sölva Geirs Ottesen til FH, Evrópuframmistöðu íslensku liðanna, hrikalegan júnímánuð Stjörnunnar, 8-liða úrslit bikarsins og Sverri Inga í Rússlandi.