Hljóðbrot úr úrvarpsþætti Fótbolta.net og Innkastið af Fótbolta.net
Baldvin Borgars, Frankarinn og El Jóhann gerðu upp helgina á léttu nótunum.
Breiðablik er Íslandsmeistari annað árið í röð, þær voru einfaldlega langbesta liðið í Bestu deild kvenna í sumar. Það tók smá tíma fyrir Blika að innsigla titilinn en það tókst gegn Víkingi síðasta föstudagskvöld. Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks, er með Guðmundi Aðalsteini og Magnúsi Hauki í þættinum að þessu sinni en einnig er rætt um ráðningu á nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara og margt fleira í þættinum sem var tekinn upp í Pepsi Max stúdíóinu.
Liverpool tapaði sínum þriðja leik í röð er þeir fóru í heimsókn á Stamford Bridge í gær. Englandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi í upphafi tímabils en eru þó í öðru sæti. Arsenal skellti sér á toppinn og United tókst að vinna með nýjan markvörð á milli stanganna. Antoine Semenyo er magnaður leikmaður og Ange Postecoglou... hvað er hægt að segja? Guðmundur Aðalsteinn fór yfir allt það helsta í enska boltanum með Magnúsi Hauki Harðarsyni og Hrafni Kristjánssyni í Pepsi Max stúdíóinu.
Innkastið eftir 25. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er Sigurbjörn Hreiðarsson. Víkingar eru verðskuldaðir meistarar og í neðri hlutanum var allt pakkfullt af dramatík í leik KR og Aftureldingar. Þetta og svo mikið meira.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 4. október. Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta í íslenska boltanum. - Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður um þjálfaraskiptin á Ísafirði. - Farið yfir næstu umferð í Bestu deildinni, helstu fréttir og þjálfaraslúður. - Hver hefur verið bestur í hverju liði í Bestu deildinni? Hverjir hafa verið mestu vonbrigðin? - Tómas Meyer ræðir um þjálfaraskiptin í Kaplakrika. - Landsliðsval Arnars fyrir leikina gegn Úkraínu og Frakklandi.
Graeme Souness var leikmaður, þjálfari og sjónvarpsmaður og var sigursæll en einnig afar umdeildur.Saga Liverpool FC, söguleg endurkoma Glasgow Rangers, Rod Stewart að drekka bjór með Sigga Jóns í Reykjavík, borgarastyrjöld í Istanbul, sögur af ofbeldi og frændi George Weah koma við sögu í þætti dagsins.Turnar segja sögur ætla að ræða Graeme Souness í þætti dagsins.
Baldvin Borgars, Frankarinn og Bjöggi Stef tóku maraþonþátt, uppgjör á Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni, upphitun fyrir stóra helgi bæði í Enska og Íslenska boltanum auk landsliðsumræðu.
Crystal Palace eina ósigraða liðið í deildinni gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturum Liverpool 2-1 á Selhurst Park. Arsenal með svakalegan endurkomusigur gegn sterku Newcastle liði á St.James's Park. Brentford vann Man Utd 3-1. Aston Villa vann loks sigur 3-1 gegn Fulham. Sunderland ævintýrið heldur bara áfram. Úlfarnir komust loksins á blað og Brighton skelltu Chelsea á Brúnni 1-3.
Innkastið eftir 24. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Magnús Haukur. Davíð Smári hætti með Vestra eftir skell gegn ÍBV. Víkingar syngja um að þeir séu Íslandsmeistarar en KR-ingar syngja um fall. Hvaða þjálfarahræringar verða á næsta tímabili? Lengjudeildarhorn og ýmislegt fleira!
Síðasti þáttur Leiðin úr Lengjunni þetta árið þar sem farið er yfir úrslitaleik umspilsins. Einnig er farið í hin allskyns verðlaun og lið tímabilsins að mati þáttarins. Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Haraldur Örn Haraldsson sáu um þennan loka þátt.
Milan Stefán Jankovic er lifandi goðsögn í fótboltanum á Íslandi. Janko, líkt og hann er kallaður, kom til Íslands árið 1992 og hefur hann svo sannarlega skilað sýnu til fótboltasamfélagsins á Íslandi. Við fórum yfir ferilinn hans, bæði hérlendis og erlendis. Samstarfsaðilar okkar Turnanna eru Visitor, Lengjan, Hafið, World Class og Budvar félagi okkar!
Baldvin, Frankarinn og Alli Davors fóru yfir sviðið á sunnudagskvöldi.Enski boltinn, Íslendingar í Evrópu, Besta deildin, Lengjudeildin og fótbolti.net-bikarinn.
Það voru mörg áhugaverð úrslit í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hvenær ætlar Manchester United eiginlega að reka Rúben Amorim? Arsenal vann dramatískan sigur á Newcastle en á meðan tapaði Liverpool sínum fyrstu stigum gegn sterku Crystal Palace liði. Manchester United spilaði hörmulega og Chelsea tapaði gegn Brighton. Guðmundur Aðalsteinn, Magnús Haukur Harðarson og Orri Fannar Þórisson fóru yfir stöðuna í Enski boltinn hlaðvarpinu.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 27. september. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Sérstakur gestur er Aðalsteinn Jóhann, Alli Jói, þjálfari Völsungs. Farið er yfir íslenska boltann og aðeins komið inn á þann enska líka.
Aðeins einn leikur er eftir af Lengjudeildinni, sjálfur úrslitaleikur umspilsins þar sem Keflavík og HK munu mætast á Laugardalsvelli. Haraldur Örn og Sverrir Örn fóru vel yfir sviðið ásam Sigurði Höskuldssyni þjálfara Þórs. Fyrri hlutið þáttarins var einmitt alfarið tileinkað Þór og Sigurður fór vel yfir tímabilið.
Fyrsti þáttur af Kjaftæðinu. Baldvin Borgarsson, Ásgeir Frank og Alli Davors fara yfir sviðið í fótboltanum. Kjaftæðið er nýtt fótboltahlaðvarp sem er á dagskrá 2x í viku á Fótbolti.net þar sem farið er yfir fótboltasviðið á léttu nótunum. - Hver er maðurinn? - Enski boltinn - Evrópudeildin Íslenski boltinn - Spurningakeppni milli Frank og Alla Samstarfsaðilar Kjaftæðisins eru: Pepsi Max, Ice koffínpúðar, N1-appið, Papco, Súper Burrito, Fiskbúðin Mos og Max Effort. 25% afsláttur fyrir hlustendur Kjaftæðisins fæst á MaxEffort.is með kóðanum "bullshit".
Núna skiptist Besta deild kvenna en það er margt óráðið þrátt fyrir að Breiðablik verði að öllum líkindum tvöfaldur meistari. Breiðablik hefur verið á ótrúlegu skriði að undanförnu og óhætt að tala um eitt besta lið Íslandssögunnar. Það er enn barátta um Meistaradeildarsæti og við falldrauginn. Guðmundur Aðalsteinn og Magnús Haukur fara yfir allt það helsta í íslenska kvennaboltanum í Uppbótartímanum en í þessum þætti er einnig farið yfir landsliðið, Lengjudeildina og þróun fótboltans.
Innkastið eftir 23. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Óskar Smári. Góð umferð fyrir Víking, dómararnir eru í sviðsljósinu og KR-ingar komnir í fallsæti. Lengjudeildarhorn og ýmislegt fleira!
Mjög svo áhugaverð umferð að baki í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool er strax að stinga af. Arsenal og Manchester City gerðu dramatísk jafntefli þar sem Pep Guardiola var ólíkur sjálfum sér og Manchester United vann sigur á Chelsea þar sem Enzo Maresca tók ótrúlegar ákvarðanir. Aston Villa eru mestu vonbrigðin hingað til og nýliðarnir eru mjög flottir. Guðmundur Aðalsteinn, Haraldur Örn og Kári Snorrason fara yfir allt það helsta í enska boltanum í Pepsi Max Stúdíóinu.
Liverpool eru með 5 stiga forskot í deildinni eftir 2-1 sigur í Bítlaborgarslagnum gegn Everton. Arsenal og Man City gerðu 1-1 jafntefli á Emirates. Man Utd unnu mikilvægan sigur á Chelsea 2-1 á Old Trafford. Allir nýliðarnir náðu í stig um helgina. Brighton og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli á Amex og Bournemouth og Newcastle skildu markalaus 0-0 á suðurströndinni.
Baddi Borgars hinn eini sanni Lengjusérfræðingur mætti í settið! - Afhverju hætti hann með FC Árbæ? - Fórum yfir hvert lið fyrir sig! - Baddi tilkynnti lið ársins að hans mati - Hvernig fer 50milljón króna leikurinn og hver sigrar .net bikarinn?
Elvar Geir, Benedikt Bóas og Baldvin Borgars fara yfir íslenska boltann í útvarpsþætti vikunnar. Byrja á Bestu deildinni og vinna sig svo niður stigann. Fyrsta umferðin eftir tvískiptingu er framundan og verulega áhugaverðir leikir á dagskrá. Víða er dramatík í gangi, þar á meðal í Kópavoginum. Það er þrumustuð í umspili Lengjudeildarinnar og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, er á línunni. Þór vann deildina og verður í Bestu á næsta ári. Rætt er um lið ársins í 2. deild, undanúrslit Fótbolt.net bikarsins og aðeins kíkt á enska boltann.
Fyrri leikirnir í undanúrslitum umspilsins eru loknir og HK og Njarðvík eru bæði með eins marks forskot fyrir seinni leikinn. Stefán Marteinn, Sverrir Örn og Haraldur Örn mættu að vana til að fara yfir leikina og sérstakur gestur var Kári Snorrason.
Man City sigraði Man Utd í slagnum um Manchester borg. Tottenham og Arsenal sigruðu bæði sína andstæðinga með sömu markatölunni. Bournemouth skelltu Brighton á Suðurströndinni. Nokkrir 0-0 leikir og Brentford og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli á G-Tech vellinum í London.
- Tilkynnum sterkustu 11 leikmenn í hvorri deild ásamt bekk og þjálfar - Tippleikur .net bikarsins - Ótímabæra spáin - Síðasti neðri deildarþátturinn í bili!
Innkastið eftir 22. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er Almarr Ormarsson. Ljóst er hvernig deildin skiptist upp. Víkingar eru á toppnum eftir 7-0 sigur gegn KR og í fallbaráttunni er ÍA skyndilega með lífsmarki! Stjarnan hefur unnið fimm í röð en spilamennska Blika er áhyggjuefni í Kópavogi. Lengjudeildarhornið á sínum stað.
Manchester United átti ekki mikinn möguleika í nágrannaslagnum gegn Manchester City í dag. Rúben Amorim er með að meðaltali eitt stig í leik sem stjóri United og spurning hvort hann fari að leita til vinnumálastofnunnar fljótlega. Það var dramatík á Turf Moor þar sem Liverpool skoraði í blálokin og það var líka drama hjá Brentford og Chelsea. Tottenham svaraði slæmu tapi vel og Arsenal var sannfærandi gegn lærisveinum Ange Postecoglou í Tottenham. Þetta og meira í þessum þætti en Magnús Haukur Harðarson og Vignir Már Eiðsson voru ásamt Guðmundu Aðalsteini í þættinum.
Þórsarar unnu úrslitaleikinn gegn Þrótturum og vinna því Lengjudeildina. Keflavík vann Selfoss og felldi þá niður í 2. deildina og um leið fóru bakdyraleiðina upp í umspilið. ÍR missti af umspilinu í loka leik þar sem þeir töpuðu fyrir Fylki.Stefán Marteinn Ólafsson mætti aftur að stýra þættinum og með honum voru Sverrir Örn og Haraldur Örn.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net. Tómas Þór, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke fara yfir allt það helsta í boltanum. Meðal annars er hitað upp fyrir lokaumferðina í Bestu fyrir tvískiptinguna.
Loka umferð Lengjudeildarinnar fer fram á Laugardaginn klukkan 14:00 þar sem þrjú lið geta unnið deildina. Þrjú lið eru í hættu á að missa af umspili, og fjögur lið geta endað í fallsæti. Haraldur Örn og Sverrir Örn fóru yfir þetta ásamt Þróttaranum Jóni Ólafssyni sem var sérstakur gestur í þættinum. Einnig var hringt í Sæbjörn Steinke og Stefán Martein.
Villi Neto kíkti til okkar í Hugarburðarbolta Extra og við fórum yfir það helsta. Völdum topp 5 bestu fantasy pikkin það sem af er tímabili. Kaup og sölur liðanna voru rædd og við rýndum í framhaldið eftir þetta landsleikjahlé. Fórum yfir liðin okkar og hverjar fyrirætlanir okkar eru í næstu umferðum.
Hér er sérstakur aukaþáttur af Innkastinu, þar sem Lengjudeildin er í aðalhlutverki. Elvar Geir, Valur Gunnars og Baldvin Borgars fara yfir málin. Taugarnar voru þandar í 21. umferðinni og í lokaumferðinni verður hreinn úrslitaleikur þegar Þróttur mætir Þór og bæði lið þurfa að sækja til sigurs því Njarðvíkingar eru tilbúnir að stela toppsætinu. Fjölnismenn eru fallnir en lífsbaráttulaugardagur framundan í fallbaráttunni.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 6. september. Í upphafi þáttar heyrir Elvar Geir í Frey Alexanderssyni, þjálfara Brann í Noregi en liðið er á leiðinni í Evrópudeildina. Svo fær landsliðið sviðið eftir flottan 5-0 sigur gegn Aserbaídsjan. Ungir leikmenn létu til sín taka en hversu lélegir eru Aserar? Elvar, Tómas Þór og Valur Gunnars gera upp leikinn. Vont tap U21 landsliðsins og komandi leikir í Lengjudeildinni fá einnig pláss.
- Tilkynnum sterkustu 11 leikmenn í hvorri deild ásamt bekk - Hvað sögðu fans? - Tippleikur lokaumferða í 2&3.deild
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Haraldur Örn Haraldsson.
Draumamark Dominiks Szobozlai skildi lið Liverpool og Arsenal að um helgina. Man Utd kreisti fram sigur á elleftu stundu. Brighton skellti Man City. West Ham létti pressunni af stjóra sínum með 0-3 sigri í Notthingham. Chelsea sigraði Fulham 2-0 í Lundúna slag á Brúnni og Tottenham lá á heimavelli 0-1 gegn spræku liði Bournemouth.
Mjög svo áhugaverð umferð í ensku úrvalsdeildinni að baki. Ungverjarnir hjá Liverpool voru öflugir á móti Arsenal með Ungverja í stúkunni, Manchester United náði í kærkominn sigur með taugahrúguna Rúben Amorim á hliðarlínunni og Tottenham gerði eins og Tottenham gerir vanalega. Þá er gluggadagur í dag en þetta væri einhver áhugaverðasti gluggadagur seinni tíma. Guðmundur Aðalsteinn ræddi við Baldvin Már Borgarsson og Magnús Hauk Harðarson um það helsta í þessu.
Innkast vikunnar og Valur Gunnarsson stýrir þættinum í fjarveru Elvars Geir. Haraldur Örn og sérstakur gestur Gunnlaugur Jónsson fóru yfir umferðina.Víkingur og Breiðablik gerðu jafntefli í frábærum leik, Stjarnan kom til baka gegn KA, ÍA féll á sínum síðasta séns, Afturelding líklegastir að falla með þeim, Valsmenn rændir og KR vinna enn ekki.
Það var nóg að ræða í Uppbótartímanum á þessu sólríka sunnudagskvöldi. Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna var hin mesta skemmtun og þá voru Breiðablik og Valur að spila í Evrópu. Svo eru bara þrjár umferðir eftir fram að skiptingu í Bestu deild kvenna. Næstkomandi fimmtudagur verður svakalegur en nánar var rætt um það í þættinum. Guðmundur Aðalsteinn og Magnús Haukur fara yfir allt það helsta í kvennaboltanum.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er frumfluttur í hlaðvarpi þessa vikuna. Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas fara yfir sviðið. Ljóst er hverjir andstæðingar Breiðabliks verða í Sambandsdeildinni, æsispennandi umferð í Bestu deildinni á sunnudag, Arnar valdi landsliðshóp, enski boltinn og fleira til umræðu.
Sumarið 1992 skrifuðu Danir sig í sögubækurnar. Þeir mættu til Evrópumótsins í Svíþjóð án þess að hafa unnið sér rétt til þess að spila í mótinu og enduðu sem Evrópumeistarar. Sigurinn var einstakur og eftir mótið var reglum fótboltans breytt. En þessi ótrúlegi árangur kom ekki úr lausu lofti. Hann átti sér langan og áhugaverðan aðdraganda sem við rákum í þessum þætti þar sem við rýnum í söguna um okkar ástsælu frændur og ferðalag þeirra að óvæntu Evróputitlinum.Langbestu skemmtun!
Innkast vikunnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Haraldur Örn. Valsmenn sýndu vígtennurnar eftir hlé, Víkingar með öruggan sigur gegn bikarþunnum Vestramönnum, Óskar Hrafn hatar stundum fótbolta, Árni Snær bjargaði Stjörnunni, gæðalaust í Krikanum, KA á skriði en Fram heldur áfram að færast nær vandræðum.
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Haraldur Örn Haraldsson.
Tottenham lögðu Man City á Etihad sannfærandi. Arsenal löbbuðu yfir Leeds á heimavelli. Brentford sigraði Aston Villa 1-0. Everton með glæstan heimasigur í fyrsta leiknum á nýja stórglæsilega Hill Dickenson stadium. Chelsea kjöldrógu West Ham 1-5 á Ólympíu leikvanginum í London. Man Utd náðu í sterkt stig gegn Fulham í London. Hjálmar Örn skemmtikraftur og Spursari var gestur þáttarins og við fórum yfir umferðina.
Það var stórkostlegur leikur í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar Newcastle og Liverpool áttust við. Þessi leikur kórónaði skemmtilega aðra umferð deildarinnar þar sem Tottenham lagði Manchester City, Arsenal sýndi flotta takta, Manchester United fór í sama gamla farið og Graham Potter virtist sigraður. Guðmundur Aðalsteinn og Magnús Haukur Harðarson ræddu um umferðina að þessu sinni og tóku helstu sögulínur fyrir.
Vogarnir komnir á toppinn, alltaf sama sagan með Augnablik og Árborg, ÍH í brunarústum og Úlfarnir með magnað Remontada. - 2-5.deild - Úrslit fyrri umferða - Spurningar frá fans - Tippleikur næstu umferða
Vestri er bikarmeistari 2025! Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er í styttra lagi þennan laugardaginn en sigur Vestra á Val fær þó gott pláss. Elvar Geir, Tómas Þór og Valur Gunnars fara yfir allt það helsta sem er í gangi í boltanum. - Bikarúrslitaleikurinn - Evrópuleikur Breiðabliks - Komandi leikir í Bestu deildinni og Lengjudeildinni - Og aðeins um enska boltann
Hverjir verða Ítalíumeistarar? Hér er sérstakur upphitunarþáttur fyrir tímabilið í ítölsku A-deildinni sem fer af stað á laugardaginn. Elvar Geir og sérfræðingarnir Björn Már Ólafsson og Árni Þórður Randversson skoða hvað er framundan. Ítalski boltinn er sýndur hjá Livey á Íslandi og ef þú tekur þátt í skemmtilegum leik getur þú unnið AC Milan treyju og kassa af Peroni.
Ómar Freyr Rafnsson, Bangsinn, kom í heimsókn til okkar og við skiptum í tvö lið. Risarvaxnir leikmenn gegn stórum egóum með færri sentimetra í vegabréfinu.Getur De La Pena dekkað Duncan Ferguson í föstum leikatriðum?Góða skemmtun!
Fyrsta umferðin fór af stað með látum á föstudagskvöld með Liverpool sigri á Bournemouth. Við Hreimur Örn Heimisson sem var gestur þáttarins fórum yfir þann leik ásamt öllu öðru sem gerðist í þessari fyrstu leikviku tímabilsins 2025/26. Top 3 á sínum stað ásamt rauða spjaldinu og svo er það nýr liður sem er fantasy pick umferðarinnar. Write to Vignir Már Eiðsson
Besta deildin verður bara áhugaverðari og áhugaverðari. Innkastið eftir 19. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Tómas Þór. Skipin hafa verið sett í slipp, Framarar stimpla sig í fallbaráttuna, ÍA er fallið, frábær umferð fyrir Víkinga, hörmulegur varnarleikur í Kópavogi, gamlir draugar gera vart við sig hjá Val og umdeildur dómur í Garðabæ. Einnig rætt um bikarúrslitaleikinn framundan og Lengjudeildarhornið er á sínum stað.