Hljóðbrot úr úrvarpsþætti Fótbolta.net og Innkastið af Fótbolta.net

Baldvin Borgars, Frankarinn og Alli Hundur fóru yfir Meistaradeildina, landsliðsvalið og slúðrið í Íslenska boltanum.

Arsenal með 6 stiga forskot á Man City á toppnum eftir 0-2 sigur gegn nýliðum Burnley. Loksins vann Liverpool sigur þegar Aston Villa kom í heimsókn. Chelsea lagði Tottenham á útivelli þar sem að Joaõ Pedro skoraði sigurmarkið. West Ham með langþráðan sigur á Newcastle. Man Utd tókst ekki að halda sigurgöngu sinni áfram í Skírisskógi. Brighton og Crystal Palace með góða sigra og Erling Haaland heldur áfram að vera heitur þegar City lögðu Bournemouth.

Stuðningsmaður Manchester United kemst ekki alveg strax í klippingu, Liverpool vann leik og Arsenal er að hóta því sterklega að stinga af. Þá var stjóri rekinn, Tottenham skeit upp á bak gegn Chelsea og West Ham tókst að vinna óvæntan sigur. Guðmundur Aðalsteinn stýrir þættinum en með honum eru ÍR-ingarnir Ágúst Unnar Kristinsson og Sölvi Haraldsson.

Baldvin Borgars, Aron Sigurðarson leikmaður KR og Matthías Vilhjálmsson sem var að leggja skóna á hilluna settust saman og ræddu ýmislegt áhugavert.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 1. nóvember. Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas. Farið er yfir helstu fréttir og slúður úr íslenska boltanum og val á bestu leikmönnum. Svo mætir Kristinn Kjærnested í heimsókn og ræðir um KR, stöðu mála hjá Liverpool og fleira.

Baldvin Borgars, Alli Davors og Viktor Unnar tóku stóra Bestu-deildar uppgjörið og hituðu svo aðeins upp fyrir Enska um helgina.

Englandsmeistararnir töpuðu sínum fjórða leik í röð í deildinni. Arsenal með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Man City og Chelsea töpuðu bæði sínum leikjum um helgina. Man Utd spiluðu sinn besta leik á tímabilinu. Nýliðarnir unnu sína leiki og Bournemouth eru í 2.sæti deildarinnar eftir 9.umferðir.

Það er alvöru þáttur af Uppbótartímanum í dag þegar tímabilið er gert upp. Nik Chamberlain, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks, mætir í þáttinn og ræðir stórkostlegan árangur og næsta skref sem er í Svíþjóð. Hann er að kveðja íslenskan fótbolta eftir mörg ár hér á landi. Þá mætir Adda Baldursdóttir í seinni hlutann og gerir upp tímabilið með Guðmundi Aðalsteini og Magnúsi Hauki. Einnig er snert á landsliðinu.

Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum en Manchester United er komið fram úr Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. United vann sinn þriðja sigur í röð um helgina á meðan Liverpool tapaði sínum fjórða deildarleik í röð. Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppnum en Einar Guðnason mætti í Pepsi Max stúdíóið í dag og fór yfir gott gengi sinna manna. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Magnús Haukur Harðarson eru einnig í þættinum, misglaðir eftir helgina.

Baldvin Borgars, Alli Davors og Nonni Kristjáns mættu í settið og fóru yfir sviðið.

Lokaþáttur Innkastsins þetta tímabilið! Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke. KR hélt sér í deildinni eftir að hafa farið hamförum á Ísafirði, Vestri og Afturelding voru í efri hlutanum eftir tólf umferðir en féllu. Víkingar fögnuðu við litla hrifningu lögreglunnar og það var nóg af áhugaverðum viðtölum. Steinke var svo með annál tímabilsins að lokum. Takk fyrir hlustunina!

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er frumfluttur í hlaðvarpi á föstudegi. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Haldið er sérstakt lokahóf í Pepsi Max hljóðverinu og opinberað val á liði ársins, leikmanni ársins, þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og dómara ársins. Hitað er upp fyrir lokaumferðina í Bestu deildinni. Hvaða lið munu falla? Mun Breiðablik stela Evrópusætinu af Stjörnunni? Einnig er rætt um þjálfarakapalinn, Íslendinga í Evrópukeppnum og skoðað hvaða leikir eru um helgina í enska boltanum.

Baldvin Borgars, Alli Davors og Andri Júl tækluðu Evrópuboltann í vikunni og hituðu vel upp fyrir Enska og Bestu deildina.

Man Utd lagði Liverpool á Anfield 1-2 í hörkuleik. Arsenal lagði Fulham í kotinu 0-1 á lau kvöldið. Aston Villa sigraði Tottenham á Tottenham Hotspur Stadium 1-2. Sunderland halda áfram að gera góða hluti. Brighton lagði Newcastle á Amex og Erling Haaland er áfram á eldi hjá ljósblá liðum Man City.

Manchester United vann Liverpool á Anfield í fyrsta skipti síðan 2016. Þetta var fjórði tapleikur Liverpool í röð eftir sterka byrjun þeirra á mótinu.Chelsea vann Nottingham Forest 3-0 þar sem þeim tókst að næla sér í rautt spjald fjórða leikinn í röð. Aðal fréttin eftir þann leik var hins vegar að Ange Postecoglu var rekinn frá félaginu og Sean Dyche mun taka við.Haraldur Örn Haraldsson fór yfir allt það helsta í fjarveru Guðmundar Aðalsteins, með Arnóri Gauta Ragnarssyni og Loga Pál Aðalsteinssyni.

Baldvin Borgarsson fékk til sín Víkinginn Tómas Guðmundsson og Blikann Hilmar Jökul til þess að tækla stóru málefnin í boltanum í dag, Tómas er einmitt vinur Sigurðar Egils sem stendur í stappi við Val þar sem yfirlýsingar fljúga á milli innan stuðningsmannasíðu Vals á Facebook og gaf Tómas okkur ákveðna innsýn í það, þá fór Hilmar Jökull yfir tíðindi dagsins úr Smáranum þar sem Halldór Árnason var óvænt sagt upp störfum og Ólafur Ingi Skúlason ráðinn, nóg um að vera í Bestu deildinni en einnig fórum við vel yfir Enska boltann.

Innkastið úr Pepsi Max hljóðverinu. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er sagnfræðingurinn og Framarinn Stefán Pálsson. Umferðinni lauk með leik Fram og Stjörnunnar, þjálfaraskipti urðu í Kópavoginum, Valsmenn sáu sig knúna til að senda yfirlýsingu og það er lífsbaráttu-laugardagur framundan!

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Sæbjörn Steinke ræðir við Gunnar Vatnhamar sem hefur heldur betur sett lit á íslenskan fótbolta. Hann er lykilmaður hjá Íslandsmeisturum Víkings og færeyska landsliðinu. Og það gengur vel!

Baldvin Borgars, BigBo og Alli Hundur settust í settið og hituðu upp fyrir helgina!

Þórsarar unnu Lengjudeildina í ár og verða í Bestu deildinni á næsta tímabili í fyrsta sinn í tólf ár. Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari Þórsara og fór Sæbjörn Steinke ítarlega yfir tímabilið með þjálfaranum. Af hverju var spilað í Boganum? Hvað þurfti að gera á milli tímabila? Snert á nokkrum vendipunktum og farið yfir það helsta sem gerðist síðasta árið hjá Þór. Hér má nálgast samskonar viðtal sem tekið var eftir tímabilið 2024.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er frumfluttur í hlaðvarpi þessa vikuna. Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke í Pepsi Max stúdíóinu. Besta deildin er burðarefni þáttarins en tvær umferðir eru eftir og KR gæti fallið á sunnudaginn. Valið er lið ársins úr liðunum í neðri hluta deildarinnar. Í lokin gerum við upp landsleikjagluggann en það stefnir í úrslitaleik gegn Úkraínu í Póllandi í nóvember.

Kjaftæðið kom saman og tók uppgjör á landsliðsglugganum sem var að ljúka á A-landsliði karla. Gestir þáttarins voru Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH og "kóari" Gumma Ben í leiklýsingum landsleikjanna á Sýn Sport ásamt Aron Baldvini aðstoðarþjálfara Víkings sem var aðstoðarmaður Arnars hjá Víkingum áður en hann færði sig um set.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 11. október. Umsjón: Elvar Geir og Benedikt Bóas. Baldur Sigurðsson er með þeim félögum í umræðu um landsliðið og tapið fyrir Úkraínu og einnig er rætt um Bestu deildina. Svo er Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, sérstakur gestur í seinni hluta þáttarins og fer yfir leiðina að titlinum.

Baldvin Borgars, Jeppakallinn (Bjarki Valur) og BigBoStevens (Bjöggi Stef) settust niður og fóru yfir sviði á mjög léttum nótum í þetta skiptið og hituðu aðeins upp fyrir komandi landsleiki.

Arsenal komnir á toppinn í deildinni eftir helgina. Semenyo áfram á eldi. Chelsea vann Liverpool á Brúnni. Manchester liðin unnu bæði sína leiki um helgina. Everton með rosalegan endurkomusigur gegn Crystal Palace. Nottingham Forest í brasi eftir enn eitt tapið og núna gegn Newcastle í norðrinu.

Baldvin Borgars, Frankarinn og El Jóhann gerðu upp helgina á léttu nótunum.

Breiðablik er Íslandsmeistari annað árið í röð, þær voru einfaldlega langbesta liðið í Bestu deild kvenna í sumar. Það tók smá tíma fyrir Blika að innsigla titilinn en það tókst gegn Víkingi síðasta föstudagskvöld. Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks, er með Guðmundi Aðalsteini og Magnúsi Hauki í þættinum að þessu sinni en einnig er rætt um ráðningu á nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara og margt fleira í þættinum sem var tekinn upp í Pepsi Max stúdíóinu.

Liverpool tapaði sínum þriðja leik í röð er þeir fóru í heimsókn á Stamford Bridge í gær. Englandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi í upphafi tímabils en eru þó í öðru sæti. Arsenal skellti sér á toppinn og United tókst að vinna með nýjan markvörð á milli stanganna. Antoine Semenyo er magnaður leikmaður og Ange Postecoglou... hvað er hægt að segja? Guðmundur Aðalsteinn fór yfir allt það helsta í enska boltanum með Magnúsi Hauki Harðarsyni og Hrafni Kristjánssyni í Pepsi Max stúdíóinu.

Innkastið eftir 25. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er Sigurbjörn Hreiðarsson. Víkingar eru verðskuldaðir meistarar og í neðri hlutanum var allt pakkfullt af dramatík í leik KR og Aftureldingar. Þetta og svo mikið meira.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 4. október. Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta í íslenska boltanum. - Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður um þjálfaraskiptin á Ísafirði. - Farið yfir næstu umferð í Bestu deildinni, helstu fréttir og þjálfaraslúður. - Hver hefur verið bestur í hverju liði í Bestu deildinni? Hverjir hafa verið mestu vonbrigðin? - Tómas Meyer ræðir um þjálfaraskiptin í Kaplakrika. - Landsliðsval Arnars fyrir leikina gegn Úkraínu og Frakklandi.

Graeme Souness var leikmaður, þjálfari og sjónvarpsmaður og var sigursæll en einnig afar umdeildur.Saga Liverpool FC, söguleg endurkoma Glasgow Rangers, Rod Stewart að drekka bjór með Sigga Jóns í Reykjavík, borgarastyrjöld í Istanbul, sögur af ofbeldi og frændi George Weah koma við sögu í þætti dagsins.Turnar segja sögur ætla að ræða Graeme Souness í þætti dagsins.

Baldvin Borgars, Frankarinn og Bjöggi Stef tóku maraþonþátt, uppgjör á Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni, upphitun fyrir stóra helgi bæði í Enska og Íslenska boltanum auk landsliðsumræðu.

Crystal Palace eina ósigraða liðið í deildinni gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturum Liverpool 2-1 á Selhurst Park. Arsenal með svakalegan endurkomusigur gegn sterku Newcastle liði á St.James's Park. Brentford vann Man Utd 3-1. Aston Villa vann loks sigur 3-1 gegn Fulham. Sunderland ævintýrið heldur bara áfram. Úlfarnir komust loksins á blað og Brighton skelltu Chelsea á Brúnni 1-3.

Innkastið eftir 24. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Magnús Haukur. Davíð Smári hætti með Vestra eftir skell gegn ÍBV. Víkingar syngja um að þeir séu Íslandsmeistarar en KR-ingar syngja um fall. Hvaða þjálfarahræringar verða á næsta tímabili? Lengjudeildarhorn og ýmislegt fleira!

Síðasti þáttur Leiðin úr Lengjunni þetta árið þar sem farið er yfir úrslitaleik umspilsins. Einnig er farið í hin allskyns verðlaun og lið tímabilsins að mati þáttarins. Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Haraldur Örn Haraldsson sáu um þennan loka þátt.

Milan Stefán Jankovic er lifandi goðsögn í fótboltanum á Íslandi. Janko, líkt og hann er kallaður, kom til Íslands árið 1992 og hefur hann svo sannarlega skilað sýnu til fótboltasamfélagsins á Íslandi. Við fórum yfir ferilinn hans, bæði hérlendis og erlendis. Samstarfsaðilar okkar Turnanna eru Visitor, Lengjan, Hafið, World Class og Budvar félagi okkar!

Baldvin, Frankarinn og Alli Davors fóru yfir sviðið á sunnudagskvöldi.Enski boltinn, Íslendingar í Evrópu, Besta deildin, Lengjudeildin og fótbolti.net-bikarinn.

Það voru mörg áhugaverð úrslit í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hvenær ætlar Manchester United eiginlega að reka Rúben Amorim? Arsenal vann dramatískan sigur á Newcastle en á meðan tapaði Liverpool sínum fyrstu stigum gegn sterku Crystal Palace liði. Manchester United spilaði hörmulega og Chelsea tapaði gegn Brighton. Guðmundur Aðalsteinn, Magnús Haukur Harðarson og Orri Fannar Þórisson fóru yfir stöðuna í Enski boltinn hlaðvarpinu.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 27. september. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Sérstakur gestur er Aðalsteinn Jóhann, Alli Jói, þjálfari Völsungs. Farið er yfir íslenska boltann og aðeins komið inn á þann enska líka.

Aðeins einn leikur er eftir af Lengjudeildinni, sjálfur úrslitaleikur umspilsins þar sem Keflavík og HK munu mætast á Laugardalsvelli. Haraldur Örn og Sverrir Örn fóru vel yfir sviðið ásam Sigurði Höskuldssyni þjálfara Þórs. Fyrri hlutið þáttarins var einmitt alfarið tileinkað Þór og Sigurður fór vel yfir tímabilið.

Fyrsti þáttur af Kjaftæðinu. Baldvin Borgarsson, Ásgeir Frank og Alli Davors fara yfir sviðið í fótboltanum. Kjaftæðið er nýtt fótboltahlaðvarp sem er á dagskrá 2x í viku á Fótbolti.net þar sem farið er yfir fótboltasviðið á léttu nótunum. - Hver er maðurinn? - Enski boltinn - Evrópudeildin Íslenski boltinn - Spurningakeppni milli Frank og Alla Samstarfsaðilar Kjaftæðisins eru: Pepsi Max, Ice koffínpúðar, N1-appið, Papco, Súper Burrito, Fiskbúðin Mos og Max Effort. 25% afsláttur fyrir hlustendur Kjaftæðisins fæst á MaxEffort.is með kóðanum "bullshit".

Núna skiptist Besta deild kvenna en það er margt óráðið þrátt fyrir að Breiðablik verði að öllum líkindum tvöfaldur meistari. Breiðablik hefur verið á ótrúlegu skriði að undanförnu og óhætt að tala um eitt besta lið Íslandssögunnar. Það er enn barátta um Meistaradeildarsæti og við falldrauginn. Guðmundur Aðalsteinn og Magnús Haukur fara yfir allt það helsta í íslenska kvennaboltanum í Uppbótartímanum en í þessum þætti er einnig farið yfir landsliðið, Lengjudeildina og þróun fótboltans.

Innkastið eftir 23. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Óskar Smári. Góð umferð fyrir Víking, dómararnir eru í sviðsljósinu og KR-ingar komnir í fallsæti. Lengjudeildarhorn og ýmislegt fleira!

Mjög svo áhugaverð umferð að baki í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool er strax að stinga af. Arsenal og Manchester City gerðu dramatísk jafntefli þar sem Pep Guardiola var ólíkur sjálfum sér og Manchester United vann sigur á Chelsea þar sem Enzo Maresca tók ótrúlegar ákvarðanir. Aston Villa eru mestu vonbrigðin hingað til og nýliðarnir eru mjög flottir. Guðmundur Aðalsteinn, Haraldur Örn og Kári Snorrason fara yfir allt það helsta í enska boltanum í Pepsi Max Stúdíóinu.

Liverpool eru með 5 stiga forskot í deildinni eftir 2-1 sigur í Bítlaborgarslagnum gegn Everton. Arsenal og Man City gerðu 1-1 jafntefli á Emirates. Man Utd unnu mikilvægan sigur á Chelsea 2-1 á Old Trafford. Allir nýliðarnir náðu í stig um helgina. Brighton og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli á Amex og Bournemouth og Newcastle skildu markalaus 0-0 á suðurströndinni.

Baddi Borgars hinn eini sanni Lengjusérfræðingur mætti í settið! - Afhverju hætti hann með FC Árbæ? - Fórum yfir hvert lið fyrir sig! - Baddi tilkynnti lið ársins að hans mati - Hvernig fer 50milljón króna leikurinn og hver sigrar .net bikarinn?

Elvar Geir, Benedikt Bóas og Baldvin Borgars fara yfir íslenska boltann í útvarpsþætti vikunnar. Byrja á Bestu deildinni og vinna sig svo niður stigann. Fyrsta umferðin eftir tvískiptingu er framundan og verulega áhugaverðir leikir á dagskrá. Víða er dramatík í gangi, þar á meðal í Kópavoginum. Það er þrumustuð í umspili Lengjudeildarinnar og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, er á línunni. Þór vann deildina og verður í Bestu á næsta ári. Rætt er um lið ársins í 2. deild, undanúrslit Fótbolt.net bikarsins og aðeins kíkt á enska boltann.

Fyrri leikirnir í undanúrslitum umspilsins eru loknir og HK og Njarðvík eru bæði með eins marks forskot fyrir seinni leikinn. Stefán Marteinn, Sverrir Örn og Haraldur Örn mættu að vana til að fara yfir leikina og sérstakur gestur var Kári Snorrason.

Man City sigraði Man Utd í slagnum um Manchester borg. Tottenham og Arsenal sigruðu bæði sína andstæðinga með sömu markatölunni. Bournemouth skelltu Brighton á Suðurströndinni. Nokkrir 0-0 leikir og Brentford og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli á G-Tech vellinum í London.

- Tilkynnum sterkustu 11 leikmenn í hvorri deild ásamt bekk og þjálfar - Tippleikur .net bikarsins - Ótímabæra spáin - Síðasti neðri deildarþátturinn í bili!

Innkastið eftir 22. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er Almarr Ormarsson. Ljóst er hvernig deildin skiptist upp. Víkingar eru á toppnum eftir 7-0 sigur gegn KR og í fallbaráttunni er ÍA skyndilega með lífsmarki! Stjarnan hefur unnið fimm í röð en spilamennska Blika er áhyggjuefni í Kópavogi. Lengjudeildarhornið á sínum stað.