Felix Bergsson rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar notalega tónlist. Hann býður upp á hlustendagetraun og fær til sín góða gesti sem segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra.
söngkonan Stefanía Svavarsdóttir sló í gegn á unglingsaldri þegar hún steig á svið með Stuðmönnum og hefur æ síðan heillað landsmenn með rödd sinni og framkomu. Stefanía var gestur í fimmunni og tilefnið er útgáfa nýrrar plötu og tónleikar sem hún heldur í Salnum með Pálma Sigurhjartarsyni. En Stefanía er ekki bara söngkona, hún er líka ferðalangur hinn mesti og hefur heimsótt ýmsa staði. Um það fjallaði fimman hennar.
Geo Silica hefur vakið mikla athygli fyrir nýja aðferð við að vinna kísil úr heitu vatni og nýta í fæðubótarefni. Framkvæmdastjórinn og annar aðaleigandi, Fida Abu Libdeh, kemur í fimmu í Fram og til baka en hún hefur mjög forvitnilega sögu að segja. Fida talar um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hennar og þar koma Gunnuhver og Jerúsalem við sögu.
Axel Ingi Árnason hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf sem tónlistarmaður, tónlistarstjóri og kórstjóri og nú er hann tekinn við sem forstöðumaður í Salnum í Kópavogi. Axel Ingi kom í fimmu sem að sjálfsögðu voru fimm söngleikir sem hafa haft djúp áhrif á líf hans. Þeir voru Phantom of the opera, Kabarett, Book of Mormon, Góðan daginn faggi og Við erum hér.
Fimma dagsins var óvenjuleg en þar sagði Ása Berglind Hjálmarsdóttir tónlistarkona, menningarstýra og þingkona okkur af fimm töfrum sem hafa mótað líf hennar. Spjallið barst víða, t.d. inn á hjúkrunarheimili landsins og til Borgarfjarðar eystra Svo tengdum við okkur við það sem gerðist á deginum enda er gott að fara stundum til baka þegar maður ætlar sér fram á við...
gestur dagsins á degi gleðigöngu Hinsegin daga er Eva María Þórarinsdóttir Lange, einnig þekkt sem Eva María Glimmer, en hún er framkvæmdastjóri Pink Iceland og fyrrverandi formaður Hinsegin daga. Eva María segir okkur af fimm ilmum sem hafa haft áhrif á líf hennar og þar förum við um víðan völl. Þátturinn verður allur á hinsegin nótum í tilefni dagsins og tónlistin helgast af því
Felix Bergsson var með hlustendum í sérstökri verslunarmannahelgar útgáfu af Fram og til baka. Gestur þáttarins var Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona sem hefur flakkað um heiminn með kvikmyndina sína um kvennafrídaginn 1975 og frumsýnir nýja heimildarmynd um þrjá pabba á Hinsegin dögum Svo hringum við til Egilsstaða en þar var Unglingalandsmót UMFÍ haldið, Silja Úlfarsdóttir var í símanum. Einnig heyrðum við í Huldu Geirsdóttur í Sviss en þar stendur Heimsmeistaramót íslenska hestsins fyrir dyrum
gestur Felix í fimmunni var Mikael Emil Kaaber leikari en hann hefur vakið mikla athygli í sjónvarpi og kvikmyndum en stígur nú á svið í haust í aðalhlutverki í söngleiknum Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu. Mikael talaði um fimm staði sem hafa mótað líf hans og við hófum leik á Fylkisvellinum og höfðum viðkomu í málaraskúrnum hjá ömmu hans og afa í Kópavoginum. Í fyrri hluta þáttarins spilaði Felix lög sem tengjast deginum
Felix sendir þáttinn frá Bræðslunni á Borgarfirði eystri og viðmælandi dagsins er enginn annar en Mugison sem segir af fimm stöðum sem hafa haft áhrif á líf hans. Þar kennir ýmissa grasa og við heyrum af bæjarrónanum Cesariu Evora á Grænhöfðaeyjum, listamannaskólanum á miðvikudagskvöldum í Hrísey og leitinni að draumagötunni í Mosó á google. Tónlistin í þættinum tengist nokkrum hátíðum helgarinnar, Bræðslunni, Vori í Vaglaskógi og Eldi í Húnaþingi.
Flosi Þorgeirsson tónlistarmaður og sagnfræðingur hefur vakið mikla athygli fyrir hlaðvarpsþættina vinsælu, Drauga fortíðar, sem hann heldur úti ásamt Baldri Ragnarssyni. Flosi kom í fimmu og sagði af fimm bókum sem hafa haft áhrif á líf hans og þar byrjum við á Laxness og endum á vísindaskáldskap Ursulu K Le Guin. Og svo kemur tónlistin að sjálfsögðu við sögu. Í fyrri hluta þáttarins skoðum við atburði dagsins og tengjum þá tónlist.
Guðmundur Pálsson leysir Felix Bergsson af í Fram og til baka þennan laugardagsmorgun. Gestur í Fimmunni er Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður sem segir frá fimm alþjóðlegum viðburðum sem hann hefur sótt þar sem tónlist og dans hafa verið í forgrunni. Lagalisti: VALDIMAR GUÐMUNDSSON & ÞORSTEINN EINARSSON - Ameríka (Hljómskálinn). TEARS FOR FEARS - Sowing the Seeds of Love. BOB DYLAN - Don't think twice it's all right. Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile. PÉTUR BEN, ÓLÖF ARNALDS & LAY LOW - Freight Train. MAROON 5 - Sunday Morning. Karl Orgeltríó - Bréfbátar. DOLLY PARTON - Here You Come Again. Vampire Weekend - Oxford Comma. NORAH JONES - Sunrise. NICK LOWE - I Love The Sound of Breaking Glass. Feist - 1234. DR. GUNNI - Á Eyðieyju. JAGÚAR - Disco Diva. Fimman með Samma: Beny Moré - ¿Cómo Fue? País Tropical - Jorge Ben Jor Vinicíus de Moraes - Berimbau Mamady Keïta, Sewa Kan - Dununba New birth brass band - Show me that dance called the second line Ragga Holm, Júlí Heiðar Halldórsson, Ragnhildur Jónasdóttir - Líður vel. Aron Can - Monní. KK - Þetta lag er um þig.
Guðmundur Pálsson leysti Felix Bergsson af í Fram og til baka. Gestur í Fimmunni var Steinar Guðbergsson meindýraeyðir, sem sagði frá 5 eftirminnilegum glímum við meindýr; allt frá köngulóm til minka. HJÁLMAR - Geislinn Í Vatninu. JACK JOHNSON - Good People. STUÐMENN - Hr. Reykjavík. HIPSUMHAPS - Lsmlí (Lífið sem mig langar í). FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár. DAMIEN RICE - Volcano. GEORGE HARRISON - All Those Years Ago. Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt. Laufey - Tough Luck. KINGS OF CONVENIENCE - Rocky Trail. JOHN MAYER - New Light. SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Sól, Ég Hef Sögu Að Segja Þér. SAM COOKE - Cupid. Adele - Chasing Pavements. Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis. THE PRETENDERS - Don't Get Me Wrong. BEATLES - I Will. CINDY LAUPER - Time After Time.
Steini í Leikhópnum Lottu heitir fullu nafni Sigsteinn Sigurbergsson og er af miklu íþróttakyni en faðir hans Sigurbergur Sigsteinsson var landsfrægur handknattleiks og knattspyrnumaður og móðir hans Guðrún Hauksdóttir var líka í íþróttum á yngri árum. Það kom því á óvart að Steini skyldi sækja í leiklistina og sviðið en þar hefur hann náð frábærum árangri sem einn af máttastólpum leikhópsins vinsæla, Lottu. Fimman hans Steina fjallar um tónlist og talið berst víða, t.d. að einelti í skóla, ADHD og starfi með einhverfum strákum, ást pabba hans á allskonar tónlist og ævintýrum á ferðum Lottu um landið.
Guðmundur Þórarinsson eða Gummi Tóta hefur lifað ævintýralegu lífi eftir að hann hélt af stað í atvinnumennsku í knattspyrnu aðeins tvítugur að aldri. Hann rifjar upp skemmtilegar sögur og segir okkur af þjóðum í fimmunni sinni og þar kennir margra grasa, t.d. kóvíd einangrun í New York, blóðhiti á Grikklandi og ævintýri í Armeníu.
Grindvíkingurinn Ólína Viðarsdóttir átti glæsilegan knattspyrnuferil og lék fjölmarga leiki á sínum ferli. En sumir leikir voru merkilegri en aðrir og þeir koma við sögu í fimmunni hennar í Fram og til baka. Einn varð til þess að hún breytti um stefnu í doktorsnáminu sínu og fór að einbeita sér að heilaheilsu og við það vinnur hún í dag. svo kíktum við á það sem gerðist á deginum
Margir sem leggja leið sína til Berlína hafa kynnst Berlínunum, en það eru íslenskir leiðsögumenn sem fara með Íslendinga í túra um borgina og sýna helstu sögustaði. Upphafsmanneskjan er myndlistarkonan og Vestmannaeyingurinn Margrét Rós Harðardóttir. Felix hitti Margréti Rós í Berlín og kynntist nýjasta áhugamáli hennar en Margrét er farin að rækta garð í miklum sælureit í Pankow í gömlu Austur Berlín ásamt fjölskyldu sinni. Á meðan þau sötruðu kaffið sagði Margrét af garðræktinni, nýja podkastinu og nágrönnunum sem hún hefur kynnst en þar kom Stasi sannarlega við sögu Svo kíktum við á það sem hefur gerst á deginum 7. júní og Felix sagði hlustendum af heimsókn sinni til Tbilisi í Georgíu.
Felix sendir þáttinn frá Armeníu þar sem hann kynnist landi og þjóð í höfuðborginni Jerevan. Gestur þáttarins í fimmunni er hinsvegar á Íslandi þar sem hún fylgir eftir nýrri bók sinni um Hefnd Diddu Morthens. Það er Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur og rihöfundur. Fimman hennar fjallar um staði og leið liggur frá Húsavik til London með viðkomu í Skövde
Strandakonan Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur er gestur Felix í fimmunni og ræðir fimm atriði sem hún hefur óttast í gegnum tíðina. Þar kemur margt skemmtilegt og mis hræðilegt við sögu! Hún ræði líka Náttúrubarnaskólann sem hún stendur fyrir á sumri hverju. Svo heyrum við tónlist sem tengist deginum t.d. frá Tinu Turner, David Bowie, Hanson bræðrum og Hauki Morthens
Þáttur dagsins er alveg helgaður Eurovision Song Contest sem haldin er í Basel í kvöld en þar munu Væb bræður og dansarar þeirra stíga á svið ásamt 25 öðrum atriðum. Felix er hluti af íslenska teyminu og veitir hlustendum innsýn inn í Eurovision tyggjókúluna og spilar ný og gömul Eurovision og Söngvakeppnislög
Fimma dagsins var óvenjuleg því í fyrsta sinn var par í fimmunni. Þetta voru hjónin Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Mattías V Baldursson (Matti Sax) en þau eru stödd í Basel í Sviss þessa dagana til að fylgja sonum sínum og Væb bræðrum Matthíasi og Hálfdáni í Eurovision. Hjónin sögðu okkur af fimm tónlistarstefnum sem hafa markað líf þeirra og talið barst víða, t.d um hljómsveitirnar Sveindóm og Klamidíu X og starfið í kirkjunni. Einnig sögðu þau hlustendum frá þrautagöngu og baráttu Matthíasar yngri við illvígan sjúkdóm sem dró hann næstum til dauða.
Gísli Magna tónlistarmaður er kórstjóri Léttsveitarinnar sem heldur upp á þrjátíu ára afmæli um þessar mundir og kom af því tilefni í fimmu. Gísli talaði um fimm staði sem hafa haft áhrif á hann og talið barst víða en Gísli ólst upp til fimm ára aldurs á Patreksfirði
Gestur Felix í fimmunni var Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari og frumkvöðull í barnamenningu. Hún sagði af fimm stöðum sem hafa haft áhrif á líf hennar og auðvitað kom fólkið á þessum stöðum við sögu
Fram og til baka fagnar sumardeginum fyrsta með langri útgáfu á Rás 2. Gestur í fimmunni er Fanney Benjamínsdóttir verkefnastjóri hjá Bókmenntahátíð í Reykjavík en hún segir af fimm borgum sem höfðu áhrif á líf hennar. Svo kemur Flosi Jón Ófeigsson í heimsókn og við skoðum bestu Eurovisionlög ársins en Alla leið byrjar í sjónvarpinu á laugardaginn. Að lokum er það svo sumardrengurinn Sigurður Þór Óskarsson en hann hefur sagt skilið við leikhúsið og við spyrjum - hvað ertu eiginlega að gera? svo er auðvitað sumartónlistin í aðalhlutverki.
Eliza Reid hefur marga hatta og er nú að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, Diplómati deyr. Hún kom í fimmuna og sagði okkur af fimm atriðum sem hún lærði þegar hún gegndi hlutverki forsetafrúar í átta ár. Svo kíktum við á það sem gerðist á þessum góða degi, 12. apríl.
Söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin á dögunum fyrir jazzsöng. Hún er gestur Felix í Fram og til baka og segir af fimm augnablikum þar sem kviknaði á ljósaperu og lífið tók aðra stefnu. Lífið hefur leitt Marínu frá Suðurnesjum til Akureyrar og Amsterdam og nú inn í Mál og menningu á Laugarvegi þar sem hún syngur fyrir gesti og gangandi mörg kvöld í viku. í fyrri hluta þáttarins verður dagurinn, 5. apríl, skoðaður í tali og tónlist.
Myndlistarmaður ársins kom í fimmu en það er Pétur Thomsen ljósmyndari. Pétur talaði um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hans og þar kom Álftanesið við sögu, Arles í Frakklandi, Kárahnjúkar og Djúpifjörður og svo Sólheimar í Grímsnesi. Listin var til umræðu en líka pólitík, popp og prestskapur
Nýráðinn sviðsstjóri Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Steinn Jóhannsson sagði frá fimm kennurum sem hafa haft áhrif á líf hans en þeir voru Tryggvi Skjaldarson Þykkvabæ, Una Steinþórsdóttir FÁ, Þorlákur Karlsson HÍ, Perry Jones Louisiana og Svava Grönfeldt í HR.
Söng og fjölmiðlakonan Guðrún Gunnarsdóttir hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og er nú að senda frá sér nýtt lag og blása til tónleika. Af því tilefni var hún gestur Felix í fimmunni og talaði um fimm eyjar sem hafa haft áhrif á líf hennar. Eyjarnar eru Vestmannaeyjar, Hrísey, Krít, Soloye og Eldey.
Guðmundur Pétursson tónlistarmaður er sagnamaður góður og hann rifjar upp fimm máltíðir sem tengjast bransanum og litríkri ævi í tónlistinni. Sagan fer víða, allt frá morgunverði með KK í íslenskum firði yfir í slark og sukk og þorramat í París af öllum stöðum. Og svo tölum við lítillega um nýju plötuna hans, Wandering Beings og spilum af henni tvö lög. Í fyrri hluta þáttarins fær tónlistin að leiða okkur inn í það sem gerðist á deginum 8. mars
Fimman verður hér eftir í seinni hluta Fram og til baka. Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er fyrsti gestur í þessari nýju fimmu og rifjaði upp fimm sýningar sem hún tók þátt í á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þetta var gullöld "sjóvanna" á Hótel Íslandi, Hótel Sögu og Broadway og Guðrún var dansari sem tók þátt í mörgum þessara sýninga og fór meira að segja einu sinni í Eurovision í einhverju umdeildasta atriði Eurovision sögunnar. Svo lítum við á það sem gerðist á deginum 1. mars og spilum tónlist tengda því
Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir hefur slegið í gegn undanfarið í sjónvarpi og á sviði í Þjóðleikhúsinu, meðal annars í Orð af orði. Nú er hún að leika Hildi í nýjum sjónvarpsþáttum byggðum á bókum Satu Rämö en gaf sér tíma til að koma í Fram og til baka og rabba við Felix um fimm listsýningar sem hafa haft áhrif á líf hennar. Þar kenndi margra grasa. Í seinni hlutanum verður Söngvakeppnin 2025 til umfjöllunar
Nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins, Gísli Rafn Ólafsson, þekkir hamfarir vel eftir áratuga starf í hjálparstarfi. Hann segir okkur af fimm atburðum sem breyttu lífi hans og sagan berst frá Asíu til karabíska hafsins og Afríku svo spilum við brot úr lögunum sem keppa í Söngvakeppninni í kvöld.
Sniglabandið á sess í huga og hjarta þjóðarinnar og um þessar mundir fagnar hljómsveitin 40 ára afmæli. Af því tilefni kíkir Björgvin Ploder, trommari og söngvari í fimmu og segir okkur af bassaleikurunum sem breyttu öllu. Í síðari hlutanum verður áhersla á Söngvakeppninni enda fyrsta undarúrslitakvöld ársins í kvöld. Við heyrum öll lögin sem keppa.
Þórunn Lárusdóttir hefur komið víða við enda leikkona, handritshöfundur, tónlistarkona og leikstjóri en hún hefur komið víðar við, t.d. unnið sem fyrirsæta og það ræða hún og Felix í skemmtilegri fimmu um dagsetningar sem breyttu lífi hennar Felix heldur svo áfram að spila tónlist sem tengist keppendum í Söngvakeppninni og í dag koma fjórir listamenn við sögu. Svo tölum við líka aðeins um Dylan
Staðir og fólkið sem þeim fylgja hafa djúp áhrif á manneskjuna og þannig er farið með Kristján Þórð Snæbjarnarson, verkalýðsforkólf og nýkjörinn þingmann, líka. Kristján Þórður segir okkur af þessum stöðum og sögurnar sem þeim fylgja í skemmtilegri fimmu. Í síðari hluta þáttarins er kíkt á það sem gerðist á þessum degi í tónlistarsögunni og umsjónarmaður byrjar að spila tónlist sem tengist lögunum sem verða í Söngvakeppninni í ár.
Áttirnar eru fimm hjá Önnu Maríu Gunnarsdóttur í fimmu dagsins. Hún fer um víðan völl og talar um áttirnar í lífi sínu, menntasofnanir sem hún brennur fyrir og ástina sem blómstrar í útiveru og ævintýrum. Í síðari hlutanum kíkjum við á það sem gerðist á deginum
Að vanda tekur umsjónarmaður saman brot úr nokkrum athyglisverðum fimmum frá árinu sem var að líða og að þessu sinni eru viðmælendurnir 14 talsins. Þetta eru: Rán Flygering, Kári Kristján Kristjánsson, Júlían JK Jóhannsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ásgeir Brynjar Torfason, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Helga Margrét Marzelíusardóttir, Andri Snær Magnason, Björn Kristjánsson, Margrét Rán, Pétur Markan, BMX brós, Bergur Þór Ingólfsson og Stella Samúelsdóttir sem öll fóru fram og til baka með hlustendum árið 2024.
gestur Felix í fyrsta þætti ársins var Ólöf Ingólfsdóttir dansari og markþjálfi sem talaði um fimm menntastofnanir sem breyttu lífi hennar. Leikurinn barst frá Myndlista og handíðaskólanum yfir í dansskóla í Hollandi og markþjálfanám á Íslandi með ýmsum útúrdúrum
Gestir Felix í jólaþætti Fram og til baka voru hjónin og hugsjónafólkið Sólveig Jónasdóttir og Kjartan Jónsson en þau reka málamiðstöðina, hjálparsamtökin og ferðaskrifstofuna Múltíkúltí. Talið barst víða og verkefni á Indlandi og í Afríku komu við sögu
Jólin taka 10% af ævi okkar segir Pétur Eggerz sem hefur í 30 ár aðstoðað jólasveina og aðrar kynjaskepnur við að skemmta börnum í Þjóðminjasafninu fyrir jólin. Hann er gestur í fimmunni og talar um fimm jól sem höfðu áhrif á ævi hans. Og þar kennir margra grasa frá 1966 fram til aldamóta. Í síðari hlutanum heyrðum við brot úr Árið er 2020, en þar kemur ótrúleg velgengni Hildar Guðnadóttur við sögu
Bókin Frá Hollywood til heilunar segir sögu Jóhönnu Jónasdóttur orkuþerapista og leikkonu. Jóhanna kom í fimmu og sagði af fimm, ja eða sex áhrifavöldum í örlagavef lífsins. Í siðari hluta þáttarins rýndi stjórnandi í jólamyndirnar með þeim Júlíu Margréti Einarsdóttur og Ragnari Eyþórssyni sérfræðingum.
Þegar líður að jólum er gott að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og Sólveig Guðmundsdóttir leikkona sagði okkur af fimm góðgerðarverkefnum sem hún hvetur okkur til að skoða og taka þátt í. Við kynntumst líka Sólveigu sem ólst upp á Seltjarnarnesi og lærði til leikkonu í London og kom svo heim með skoskan leikstjóra í farteskinu. Þau eiga nú tvær dætur og búa.. já á Seltjarnarnesi! Í síðari hlutanum heyrðum við hluta úr Árið er 2020 en þar var sagt af ævintýrum Daða Freys og Think About Things lagalisti Vilhjálmur Vilhjálmsson - Jólin koma Sniglabandið - Jólahjól Katy Perry - Roar Lous Armstrong - Wonderful World Ragnheiður Gröndal - Jólin með þér Páll Óskar - Mig langar til Lón og Rakel - Hátíðarskap Laufey - Santa Baby Daði - Komdu um jólin Baggalútur - Kósýkvöld í kvöld Bríet - Takk fyrir allt Brunaliðið - Jóla jólasveinn Stefán Hilmarsson og Jón J'onsson - Jólin þau eru á hverju ári Marketa Irglova - Vegurinn heim Dolly Parton - Winter Wonderland
Leikarinn, söngvarinn og skemmtikrafturinn Örn Árnason var gestur í Fimmunni og sagði af fimm óvæntum uppákomum sem breyttu lífi hans. Það var allt frá því að leita að sætri stelpu í sundunum yfir í að missa af strætó og vera stoppaður af löggunni í Kaupmannahöfn. Í síðari hlutanum tókum við forskot á Árið er sæluna og heyrðum brot úr nýjasta þættinum þar sem Helgi Hrafn Jónsson var til frásagnar lagalisti Stuðmenn - Bara ef það hentar mér Nice little penguins - Flying Earth Wind and fire - September Afi - Morgunsöngur afa Ágúst - Með þig á heilanum Cease Tone, Rakel og Jói Pé - Ég var að spá One More Time - Den vilda Abba - Knowing me Knowing you Júlí Heiðar - Fræ Fountains DC - In the modern world Salka Sól - Sólin og ég Helgi Björns - Kókos og engifer Garbage - Stupid Girl Árný Margrét - I miss you, I do SVala - The real me Una Torfa - Yfir strikið