Felix Bergsson rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar notalega tónlist. Hann býður upp á hlustendagetraun og fær til sín góða gesti sem segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra.
Guðmundur Pálsson leysir Felix Bergsson af í Fram og til baka þennan laugardagsmorgun. Gestur í Fimmunni er Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður sem segir frá fimm alþjóðlegum viðburðum sem hann hefur sótt þar sem tónlist og dans hafa verið í forgrunni. Lagalisti: VALDIMAR GUÐMUNDSSON & ÞORSTEINN EINARSSON - Ameríka (Hljómskálinn). TEARS FOR FEARS - Sowing the Seeds of Love. BOB DYLAN - Don't think twice it's all right. Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile. PÉTUR BEN, ÓLÖF ARNALDS & LAY LOW - Freight Train. MAROON 5 - Sunday Morning. Karl Orgeltríó - Bréfbátar. DOLLY PARTON - Here You Come Again. Vampire Weekend - Oxford Comma. NORAH JONES - Sunrise. NICK LOWE - I Love The Sound of Breaking Glass. Feist - 1234. DR. GUNNI - Á Eyðieyju. JAGÚAR - Disco Diva. Fimman með Samma: Beny Moré - ¿Cómo Fue? País Tropical - Jorge Ben Jor Vinicíus de Moraes - Berimbau Mamady Keïta, Sewa Kan - Dununba New birth brass band - Show me that dance called the second line Ragga Holm, Júlí Heiðar Halldórsson, Ragnhildur Jónasdóttir - Líður vel. Aron Can - Monní. KK - Þetta lag er um þig.
Guðmundur Pálsson leysti Felix Bergsson af í Fram og til baka. Gestur í Fimmunni var Steinar Guðbergsson meindýraeyðir, sem sagði frá 5 eftirminnilegum glímum við meindýr; allt frá köngulóm til minka. HJÁLMAR - Geislinn Í Vatninu. JACK JOHNSON - Good People. STUÐMENN - Hr. Reykjavík. HIPSUMHAPS - Lsmlí (Lífið sem mig langar í). FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár. DAMIEN RICE - Volcano. GEORGE HARRISON - All Those Years Ago. Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt. Laufey - Tough Luck. KINGS OF CONVENIENCE - Rocky Trail. JOHN MAYER - New Light. SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Sól, Ég Hef Sögu Að Segja Þér. SAM COOKE - Cupid. Adele - Chasing Pavements. Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis. THE PRETENDERS - Don't Get Me Wrong. BEATLES - I Will. CINDY LAUPER - Time After Time.
Steini í Leikhópnum Lottu heitir fullu nafni Sigsteinn Sigurbergsson og er af miklu íþróttakyni en faðir hans Sigurbergur Sigsteinsson var landsfrægur handknattleiks og knattspyrnumaður og móðir hans Guðrún Hauksdóttir var líka í íþróttum á yngri árum. Það kom því á óvart að Steini skyldi sækja í leiklistina og sviðið en þar hefur hann náð frábærum árangri sem einn af máttastólpum leikhópsins vinsæla, Lottu. Fimman hans Steina fjallar um tónlist og talið berst víða, t.d. að einelti í skóla, ADHD og starfi með einhverfum strákum, ást pabba hans á allskonar tónlist og ævintýrum á ferðum Lottu um landið.
Guðmundur Þórarinsson eða Gummi Tóta hefur lifað ævintýralegu lífi eftir að hann hélt af stað í atvinnumennsku í knattspyrnu aðeins tvítugur að aldri. Hann rifjar upp skemmtilegar sögur og segir okkur af þjóðum í fimmunni sinni og þar kennir margra grasa, t.d. kóvíd einangrun í New York, blóðhiti á Grikklandi og ævintýri í Armeníu.
Grindvíkingurinn Ólína Viðarsdóttir átti glæsilegan knattspyrnuferil og lék fjölmarga leiki á sínum ferli. En sumir leikir voru merkilegri en aðrir og þeir koma við sögu í fimmunni hennar í Fram og til baka. Einn varð til þess að hún breytti um stefnu í doktorsnáminu sínu og fór að einbeita sér að heilaheilsu og við það vinnur hún í dag. svo kíktum við á það sem gerðist á deginum
Margir sem leggja leið sína til Berlína hafa kynnst Berlínunum, en það eru íslenskir leiðsögumenn sem fara með Íslendinga í túra um borgina og sýna helstu sögustaði. Upphafsmanneskjan er myndlistarkonan og Vestmannaeyingurinn Margrét Rós Harðardóttir. Felix hitti Margréti Rós í Berlín og kynntist nýjasta áhugamáli hennar en Margrét er farin að rækta garð í miklum sælureit í Pankow í gömlu Austur Berlín ásamt fjölskyldu sinni. Á meðan þau sötruðu kaffið sagði Margrét af garðræktinni, nýja podkastinu og nágrönnunum sem hún hefur kynnst en þar kom Stasi sannarlega við sögu Svo kíktum við á það sem hefur gerst á deginum 7. júní og Felix sagði hlustendum af heimsókn sinni til Tbilisi í Georgíu.
Felix sendir þáttinn frá Armeníu þar sem hann kynnist landi og þjóð í höfuðborginni Jerevan. Gestur þáttarins í fimmunni er hinsvegar á Íslandi þar sem hún fylgir eftir nýrri bók sinni um Hefnd Diddu Morthens. Það er Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur og rihöfundur. Fimman hennar fjallar um staði og leið liggur frá Húsavik til London með viðkomu í Skövde
Strandakonan Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur er gestur Felix í fimmunni og ræðir fimm atriði sem hún hefur óttast í gegnum tíðina. Þar kemur margt skemmtilegt og mis hræðilegt við sögu! Hún ræði líka Náttúrubarnaskólann sem hún stendur fyrir á sumri hverju. Svo heyrum við tónlist sem tengist deginum t.d. frá Tinu Turner, David Bowie, Hanson bræðrum og Hauki Morthens
Þáttur dagsins er alveg helgaður Eurovision Song Contest sem haldin er í Basel í kvöld en þar munu Væb bræður og dansarar þeirra stíga á svið ásamt 25 öðrum atriðum. Felix er hluti af íslenska teyminu og veitir hlustendum innsýn inn í Eurovision tyggjókúluna og spilar ný og gömul Eurovision og Söngvakeppnislög
Fimma dagsins var óvenjuleg því í fyrsta sinn var par í fimmunni. Þetta voru hjónin Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Mattías V Baldursson (Matti Sax) en þau eru stödd í Basel í Sviss þessa dagana til að fylgja sonum sínum og Væb bræðrum Matthíasi og Hálfdáni í Eurovision. Hjónin sögðu okkur af fimm tónlistarstefnum sem hafa markað líf þeirra og talið barst víða, t.d um hljómsveitirnar Sveindóm og Klamidíu X og starfið í kirkjunni. Einnig sögðu þau hlustendum frá þrautagöngu og baráttu Matthíasar yngri við illvígan sjúkdóm sem dró hann næstum til dauða.
Gísli Magna tónlistarmaður er kórstjóri Léttsveitarinnar sem heldur upp á þrjátíu ára afmæli um þessar mundir og kom af því tilefni í fimmu. Gísli talaði um fimm staði sem hafa haft áhrif á hann og talið barst víða en Gísli ólst upp til fimm ára aldurs á Patreksfirði
Gestur Felix í fimmunni var Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari og frumkvöðull í barnamenningu. Hún sagði af fimm stöðum sem hafa haft áhrif á líf hennar og auðvitað kom fólkið á þessum stöðum við sögu
Fram og til baka fagnar sumardeginum fyrsta með langri útgáfu á Rás 2. Gestur í fimmunni er Fanney Benjamínsdóttir verkefnastjóri hjá Bókmenntahátíð í Reykjavík en hún segir af fimm borgum sem höfðu áhrif á líf hennar. Svo kemur Flosi Jón Ófeigsson í heimsókn og við skoðum bestu Eurovisionlög ársins en Alla leið byrjar í sjónvarpinu á laugardaginn. Að lokum er það svo sumardrengurinn Sigurður Þór Óskarsson en hann hefur sagt skilið við leikhúsið og við spyrjum - hvað ertu eiginlega að gera? svo er auðvitað sumartónlistin í aðalhlutverki.
Eliza Reid hefur marga hatta og er nú að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, Diplómati deyr. Hún kom í fimmuna og sagði okkur af fimm atriðum sem hún lærði þegar hún gegndi hlutverki forsetafrúar í átta ár. Svo kíktum við á það sem gerðist á þessum góða degi, 12. apríl.
Söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin á dögunum fyrir jazzsöng. Hún er gestur Felix í Fram og til baka og segir af fimm augnablikum þar sem kviknaði á ljósaperu og lífið tók aðra stefnu. Lífið hefur leitt Marínu frá Suðurnesjum til Akureyrar og Amsterdam og nú inn í Mál og menningu á Laugarvegi þar sem hún syngur fyrir gesti og gangandi mörg kvöld í viku. í fyrri hluta þáttarins verður dagurinn, 5. apríl, skoðaður í tali og tónlist.
Myndlistarmaður ársins kom í fimmu en það er Pétur Thomsen ljósmyndari. Pétur talaði um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hans og þar kom Álftanesið við sögu, Arles í Frakklandi, Kárahnjúkar og Djúpifjörður og svo Sólheimar í Grímsnesi. Listin var til umræðu en líka pólitík, popp og prestskapur
Nýráðinn sviðsstjóri Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Steinn Jóhannsson sagði frá fimm kennurum sem hafa haft áhrif á líf hans en þeir voru Tryggvi Skjaldarson Þykkvabæ, Una Steinþórsdóttir FÁ, Þorlákur Karlsson HÍ, Perry Jones Louisiana og Svava Grönfeldt í HR.
Söng og fjölmiðlakonan Guðrún Gunnarsdóttir hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og er nú að senda frá sér nýtt lag og blása til tónleika. Af því tilefni var hún gestur Felix í fimmunni og talaði um fimm eyjar sem hafa haft áhrif á líf hennar. Eyjarnar eru Vestmannaeyjar, Hrísey, Krít, Soloye og Eldey.
Guðmundur Pétursson tónlistarmaður er sagnamaður góður og hann rifjar upp fimm máltíðir sem tengjast bransanum og litríkri ævi í tónlistinni. Sagan fer víða, allt frá morgunverði með KK í íslenskum firði yfir í slark og sukk og þorramat í París af öllum stöðum. Og svo tölum við lítillega um nýju plötuna hans, Wandering Beings og spilum af henni tvö lög. Í fyrri hluta þáttarins fær tónlistin að leiða okkur inn í það sem gerðist á deginum 8. mars
Fimman verður hér eftir í seinni hluta Fram og til baka. Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er fyrsti gestur í þessari nýju fimmu og rifjaði upp fimm sýningar sem hún tók þátt í á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þetta var gullöld "sjóvanna" á Hótel Íslandi, Hótel Sögu og Broadway og Guðrún var dansari sem tók þátt í mörgum þessara sýninga og fór meira að segja einu sinni í Eurovision í einhverju umdeildasta atriði Eurovision sögunnar. Svo lítum við á það sem gerðist á deginum 1. mars og spilum tónlist tengda því
Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir hefur slegið í gegn undanfarið í sjónvarpi og á sviði í Þjóðleikhúsinu, meðal annars í Orð af orði. Nú er hún að leika Hildi í nýjum sjónvarpsþáttum byggðum á bókum Satu Rämö en gaf sér tíma til að koma í Fram og til baka og rabba við Felix um fimm listsýningar sem hafa haft áhrif á líf hennar. Þar kenndi margra grasa. Í seinni hlutanum verður Söngvakeppnin 2025 til umfjöllunar
Nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins, Gísli Rafn Ólafsson, þekkir hamfarir vel eftir áratuga starf í hjálparstarfi. Hann segir okkur af fimm atburðum sem breyttu lífi hans og sagan berst frá Asíu til karabíska hafsins og Afríku svo spilum við brot úr lögunum sem keppa í Söngvakeppninni í kvöld.
Sniglabandið á sess í huga og hjarta þjóðarinnar og um þessar mundir fagnar hljómsveitin 40 ára afmæli. Af því tilefni kíkir Björgvin Ploder, trommari og söngvari í fimmu og segir okkur af bassaleikurunum sem breyttu öllu. Í síðari hlutanum verður áhersla á Söngvakeppninni enda fyrsta undarúrslitakvöld ársins í kvöld. Við heyrum öll lögin sem keppa.
Þórunn Lárusdóttir hefur komið víða við enda leikkona, handritshöfundur, tónlistarkona og leikstjóri en hún hefur komið víðar við, t.d. unnið sem fyrirsæta og það ræða hún og Felix í skemmtilegri fimmu um dagsetningar sem breyttu lífi hennar Felix heldur svo áfram að spila tónlist sem tengist keppendum í Söngvakeppninni og í dag koma fjórir listamenn við sögu. Svo tölum við líka aðeins um Dylan
Staðir og fólkið sem þeim fylgja hafa djúp áhrif á manneskjuna og þannig er farið með Kristján Þórð Snæbjarnarson, verkalýðsforkólf og nýkjörinn þingmann, líka. Kristján Þórður segir okkur af þessum stöðum og sögurnar sem þeim fylgja í skemmtilegri fimmu. Í síðari hluta þáttarins er kíkt á það sem gerðist á þessum degi í tónlistarsögunni og umsjónarmaður byrjar að spila tónlist sem tengist lögunum sem verða í Söngvakeppninni í ár.
Áttirnar eru fimm hjá Önnu Maríu Gunnarsdóttur í fimmu dagsins. Hún fer um víðan völl og talar um áttirnar í lífi sínu, menntasofnanir sem hún brennur fyrir og ástina sem blómstrar í útiveru og ævintýrum. Í síðari hlutanum kíkjum við á það sem gerðist á deginum
Að vanda tekur umsjónarmaður saman brot úr nokkrum athyglisverðum fimmum frá árinu sem var að líða og að þessu sinni eru viðmælendurnir 14 talsins. Þetta eru: Rán Flygering, Kári Kristján Kristjánsson, Júlían JK Jóhannsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ásgeir Brynjar Torfason, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Helga Margrét Marzelíusardóttir, Andri Snær Magnason, Björn Kristjánsson, Margrét Rán, Pétur Markan, BMX brós, Bergur Þór Ingólfsson og Stella Samúelsdóttir sem öll fóru fram og til baka með hlustendum árið 2024.
gestur Felix í fyrsta þætti ársins var Ólöf Ingólfsdóttir dansari og markþjálfi sem talaði um fimm menntastofnanir sem breyttu lífi hennar. Leikurinn barst frá Myndlista og handíðaskólanum yfir í dansskóla í Hollandi og markþjálfanám á Íslandi með ýmsum útúrdúrum
Gestir Felix í jólaþætti Fram og til baka voru hjónin og hugsjónafólkið Sólveig Jónasdóttir og Kjartan Jónsson en þau reka málamiðstöðina, hjálparsamtökin og ferðaskrifstofuna Múltíkúltí. Talið barst víða og verkefni á Indlandi og í Afríku komu við sögu
Jólin taka 10% af ævi okkar segir Pétur Eggerz sem hefur í 30 ár aðstoðað jólasveina og aðrar kynjaskepnur við að skemmta börnum í Þjóðminjasafninu fyrir jólin. Hann er gestur í fimmunni og talar um fimm jól sem höfðu áhrif á ævi hans. Og þar kennir margra grasa frá 1966 fram til aldamóta. Í síðari hlutanum heyrðum við brot úr Árið er 2020, en þar kemur ótrúleg velgengni Hildar Guðnadóttur við sögu
Bókin Frá Hollywood til heilunar segir sögu Jóhönnu Jónasdóttur orkuþerapista og leikkonu. Jóhanna kom í fimmu og sagði af fimm, ja eða sex áhrifavöldum í örlagavef lífsins. Í siðari hluta þáttarins rýndi stjórnandi í jólamyndirnar með þeim Júlíu Margréti Einarsdóttur og Ragnari Eyþórssyni sérfræðingum.
Þegar líður að jólum er gott að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og Sólveig Guðmundsdóttir leikkona sagði okkur af fimm góðgerðarverkefnum sem hún hvetur okkur til að skoða og taka þátt í. Við kynntumst líka Sólveigu sem ólst upp á Seltjarnarnesi og lærði til leikkonu í London og kom svo heim með skoskan leikstjóra í farteskinu. Þau eiga nú tvær dætur og búa.. já á Seltjarnarnesi! Í síðari hlutanum heyrðum við hluta úr Árið er 2020 en þar var sagt af ævintýrum Daða Freys og Think About Things lagalisti Vilhjálmur Vilhjálmsson - Jólin koma Sniglabandið - Jólahjól Katy Perry - Roar Lous Armstrong - Wonderful World Ragnheiður Gröndal - Jólin með þér Páll Óskar - Mig langar til Lón og Rakel - Hátíðarskap Laufey - Santa Baby Daði - Komdu um jólin Baggalútur - Kósýkvöld í kvöld Bríet - Takk fyrir allt Brunaliðið - Jóla jólasveinn Stefán Hilmarsson og Jón J'onsson - Jólin þau eru á hverju ári Marketa Irglova - Vegurinn heim Dolly Parton - Winter Wonderland
Leikarinn, söngvarinn og skemmtikrafturinn Örn Árnason var gestur í Fimmunni og sagði af fimm óvæntum uppákomum sem breyttu lífi hans. Það var allt frá því að leita að sætri stelpu í sundunum yfir í að missa af strætó og vera stoppaður af löggunni í Kaupmannahöfn. Í síðari hlutanum tókum við forskot á Árið er sæluna og heyrðum brot úr nýjasta þættinum þar sem Helgi Hrafn Jónsson var til frásagnar lagalisti Stuðmenn - Bara ef það hentar mér Nice little penguins - Flying Earth Wind and fire - September Afi - Morgunsöngur afa Ágúst - Með þig á heilanum Cease Tone, Rakel og Jói Pé - Ég var að spá One More Time - Den vilda Abba - Knowing me Knowing you Júlí Heiðar - Fræ Fountains DC - In the modern world Salka Sól - Sólin og ég Helgi Björns - Kókos og engifer Garbage - Stupid Girl Árný Margrét - I miss you, I do SVala - The real me Una Torfa - Yfir strikið
Jóna Hlíf Halldórsdóttir er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Hún settist í morgunkaffi á degi íslenskrar tungu og sagði hlustendum af fimm mistökum sem hafa breytt lífi hennar. Það fyrsta var aldeilis dramatískt því sjálfur getnaður hennar og fæðing reyndist byggður á misskilningi! Við heyrum sögu Jónu Hlífar frá æskunni undir Eyjafjöllum til Akureyrar með viðkomu á Sirkus og í Skífunni Heiðar Ingi Svansson formaður félags íslenskra bókaútgefenda kom svo í heimsókn með brakandi fersk bókatíðindi lagalisti É dúdda mía - Múgison Fullkomið farartæki - Nýdönsk Í löngu máli - Una Torfa Vertu úlfur - Emilíana Torrini Þorparinn - Pálmi Gunnarsson Vegurinn heim - Marketa Irglova Strákarnir - Emmsjé Gauti Föst milli glerja - Bubbi og Elín Hall Á hnjánum - Hipsumhaps Dýrð í dauðaþögn - Ásgeir Trausti Með þig á heilanum - Ágúst Þú hittir - Hildur Vala 113 Vælubíllinn - Pollapönk Ein í nótt - Daði freyr og Lúpína ég er að tala um þig - Sniglabandið
Felix sendi þáttinn að þessu sinni frá Bandaríkjunum þar sem forsetakosningar voru í vikunni. Það litar mjög þáttinn og efni hans lagalisti Strax - Moskva Moskva (leiðtogafundur i reykjavik) Everybody wants to rule the world - Tears for Fears Ef ég gæti hugsana minna - Jónas og Magnús Þór Bad Dreams, Teddy Swims I miss you, I do, Árný Margrét, Party at the White House - Viking Giant show Duckface, Superserious, Serbinn, Bubbi New Shoes, Paolo Nutini Dolly Parton - 9 to 5 Automatic Yes, John Mayer og Zedd Andalúsía - Jónfrí Snorri Helgason, Aron The last great American dynasty, Taylor Swift Renegades - X Ambassadors Billy Joel - Piano Man (gaf út samnefnda plötu á þessum degi 1973) Miami Vice Theme frá 1985 Illustion, Dua Lipa Vor, Hjálmar Hjálmar og Timbutktu dom hinner aldrig i fatt, Dr Gunni - Aumingi með Bónuspoka Don't stop, Fleetwood Mac You aint seen nothing yet - Bachman Turner overdrive
Það var Ásgeir Baldursson forstjóri Arctic Adventures og formaður Breiðabliks sem kom í fimmuna og sagði af fimm knattspyrnuliðum sem hann hafði spilað með í gegnum tíðina. Þar lá leiðin úr Kópavoginum til Hvammstanga, Húsavíkur og Rhode Island Halla Bogadóttir gullsmiður settist svo hjá okkur í kaffispjall í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra gullsmiða lagalisti: Sumarlandið KK og Jón Jónsson Þá kemur þú Nýdönsk Blindsker Das Capital. Með þig á heilanum Ágúst Forever Young - Madness I had some help - Post Malone og Morgan Wallen My Silver lining - First Aid Kit Bíólagið - Stuðmenn Þú hittir - Hildur Vala Team - Lorde Skítaveður - Bogomil Font Smalltown Boy - Bronski Beat Í bríaríi - Dr. Gunni og Salóme Katrín
Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hefur lifað viðburðarríku lífi og segir okkur í fimmu dagsins af fimm óþægilegum aðstæðum sem upp komu en áttu eftir að breyta öllu. Sagan teygir sig víða um land, frá Húsavík til Reykjavíkur með viðkomu í Þingeyjarsveit og Blönduósi. Í síðari hlutanum heyrum við tvær skemmtilegar sögur úr heimi poppsins en báðar tengjast deginum, 26. október. lagalisti Fullkomið farartæki - Nýdönsk Lífið sem mig langar í - Hipsumhaps Ævilangt - Hafrún Kolbeinsdóttir og Guðrún Kristín Huldudóttir Ljósið - Elín Ey Hot to go - Chappell Roan Roam - B52's Yesterday - Bítlarnir Deeper and deeper - Madonna Tonight again - Guy Sebastian Bad Dreams - Teddy Swims Gráta smá - Supersport Fast Love - George Michael Miss you - Spilverkið Dreadlock Holiday - 10CC Hunter - Björk
Sjónvarpsmaðurinn Hafsteinn Vilhelmsson hefur glatt landsmenn með brosi sínu og hæfileikum í Landanum og Sumarlandanum undanfarin ár auk þess að vinna með krökkunum í Krakkarúv. Hann var gestur Felix í Fimmunni og sagði af fimm manneskjum sem höfðu áhrif á líf hans. Haffi var ættleiddur af foreldrum sínum frá Sri Lanka fyrir 40 árum en bjó við ástríki og gott heimili alla tíð. Hann og kona hans, Gyða Kristjánsdóttir lentu svo í þeirri miklu sorg að missa frumburð sinn eftir erfið veikindi. Haffi sagði sögu sína og fólksins sem bjargaði lífi hans. Í síðari hlutanum sagði Felix af tónleikum Nick Cave og The Bad Seeds í Prag
Einn helsti sagnamaður þjóðarinnar Hallgrímur Helgason sagði af fimm myndlistarsýningum sem hafa haft áhrif á líf hans og list. Hallgrímur er jafnvígur á ritlistina og myndlistina en hann mun verða mjög áberandi á báðum sviðum nú á haustdögum. Á Kjarvalsstöðum opnar yfirlitssýning um verk hans þann 19. október og í vikunni á eftir kemur þriðja bókin í Sextíu kíló þríleiknum út en það er bók sem heitri Sextíu kíló af sunnudögum. Hallgrímur fór um víðan völl í skemmtilegu spjalli sem snertir jafnt á listinni sem því persónulega. Í síðari hluta þáttarins settist leikstjórinn Agnes Wild í sæti viðmælandans og sagði af nýjum söngleik sönghópsins Viðlags, Við erum hér, sem verður frumsýndur í Tjarnarbíói þann 15. október. lagalisti: Jón Ólafsson - Afstæðiskenning ástarinnar Sam Cooke - A change will come Nina Simone - My baby just cares for me Supersport - Gráta smá Peter Gabriel - Solsbury Hill Bogomil Font - Skítaveður Queen - Somebody to love Sam Smith - You will be found Greatest Showman - From now on Sabrina Carpenter - Please please please GDRN - Utan þjónustusvæðis Nýdönsk - Fullkomið farartæki Mörland - A Monster Like Me OMD - If you leave
Gítarleikarinn að austan og Dúkkulísan Gréta Sigurjónsdóttir hefur marga fjöruna sopið og hún er gestur í fimmu dagsins. Hún talar um áhrifavalda sína í tónlistinni og spjallið fer víða, allt frá Suzi Quatro til Tomma Tomm og Halla Reynis. Í síðari hluta þáttarins upplýsir Gerður Kristný hverjir hljóta tilnefningar til Menntaverðlaunanna í ár en 5. október er alþjóðlegur dagur kennarans. lagalisti: Frelsarans slóð - Bubbi Morthens If you can't give me love - Suzi Quatro Rósamál - Haraldur Reynisson aðgangur bannaður - Erla og Gréta Þú sagðir - GDRN Better Together - Jack Johnson Kenndu mér að kyssa rétt - Raggi Bjarna og Ellen I like to teach the world to sing - New Seekers Fuck City - Daði Freyr Söngur lúsmýsins - úr Eltum veðrið Refur - Svavar Knútur Taste - Sabrine Carpenter Flugvélar - Nýdönsk 7 ár síðan - María Bóel Put the record on - Corinne Bayle Ray
Gestur dagsins í fimmunni var Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Lífsbrúar hjá embætti Landlæknis en hún hefur verið forsvarsmaður í gulum september sem er verkefni til að vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Guðrún Jóna sagði sögu sína en hún missti son sinn Orra í sjálfsvígi árið 2010 lagalisti: Gull - Eiríkur Hauksson Yellow - Coldplay On Top Of The World - Imagine Dragons Hallelujah - Leonard Cohen Góðir hlutir gerast hægt - Hipsumhaps Talking about a revolution - Tracy Chapman Meet Cute - Matilda Mann -klippa úr Árið er - Björk Guðmundsdóttir Color Decay - Júníus Meyvant Die with a smile - Lady Gaga og Bruno Mars Mellow Yellow - Donovan Ef ég gæti hugsana minna - Magnús Þór og Jónas Sig Whole again - Daði Freyr Pínulítill karl - Þursaflokkurinn 7 ár síðan - María Bóel Ég er að bíða eftir þér - Erla og Gréta
Gestur Felix í Fimmunni í Fram og til baka er Stella Samúelsdóttir framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi. Stella segir af fimm kvenfyrirmyndum og sagan fer víða um heiminn. Í síðari hlutanum hringir Felix í leikarann Arnar Jónsson sem verður með ljóðauppistand í Landnámssetrinu hjá Kjartani og Sirrý. Hvaða ljóð koma við sögu? lagalisti: Björt mey og hrein - Andrea Gylfadóttir Fyrrverandi - Una Torfa Into my arms - Nick Cave Besame Mucho - Cesaria Evora Utan þjónustusvæðis - GDRN Who's that girl? - Eurythmics 7 ár síðan - María Bóel Fornaldarhugmyndir - Lóla Lola - Kinks About damn time - Lizzo Respect - Aretha Franklin Aron - Snorri Helga Texas Hold Em - Beyonce Frekjukast - Mammaðín Rainbow - Lón Þannig týnist tíminn - Raggi Bjarna og Lay Low