Víðsjá

Follow Víðsjá
Share on
Copy link to clipboard

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.

RÚV


    • Oct 27, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 54m AVG DURATION
    • 1,878 EPISODES


    More podcasts from RÚV

    Search for episodes from Víðsjá with a specific topic:

    Latest episodes from Víðsjá

    Gerla í Glerhúsinu, Bruce Springsteen, Goethe

    Play Episode Listen Later Oct 27, 2025 49:29


    Gerla tekur á móti Víðsjá í Glerhúsinu í þætti dagsins. Á sýningunni Þær sækir listakonan innblástur í menningararf kvenna frá upphafi síðustu aldar þar sem persónuleg og pólitísk reynsla fléttast saman í textíl, minni og efni. Tímasetning sýningarinnar er ekki háð tilviljun, heldur talar hún við hálfrar aldar afmæli kvennaverfallsins. Gerla segir okkur frá sinni leið í textílinn sem er samofin kvennabaráttunni, tilurð verkanna og mikilvægi listaverka sem voru lengi vel ekki metin sem slík. Að gefnu tilefni rýnir Tómas Ævar einnig í kafla úr ævisögu Bruce Springsteen, en kvikmynd byggð á ævi kappans er væntanleg og Gauti Kristmannsson fjallar um Goethe og formtilraunir hans í Nóvellu og Ævintýri.

    bruce springsteen goethe sinu gauti kristmannsson
    Ásta málari, Vala Gestsdóttir á Erkitíð, Tímaflakk Steinu Vasulku /rýni

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2025 51:30


    Við lítum inn á sýningu í Duus safnahúsunum í Reykjanesbæ sem tileinkuð er lífi og störfum Ástu Árnadóttur, eða Ástu málara. Ásta vildi ekki verða vinnukona heldur vera sjálfstæð og fá atvinnu sem væri arðbær til jafns við það sem þekktist hjá körlum. Hún lauk prófi í málaraiðn árið 1907 og var þar með fyrsta íslenska konan til að taka próf í iðngrein. Þremur árum síðar hlaut hún meistarabréf í iðninni, fyrst kvenna og fyrst Íslendinga. Við hittum líka Völu Gestsdóttur, sem á opnunarverk raftónlistarhátíðarinnar Erkitíðar. Vala er í grunninn víóluleikari en hefur í seinni tíð snúið sér að tónheilun og sköpun tónlistar með hljóðfærum hugleiðslutónlistarinnar. Um miðbik þáttar fjallar Ragna Sigurðdardóttir um yfirstandandi yfirlitssýningu á verkum Steinu Vasulka, Tímaflakk.

    Sverrir Guðjónsson - svipmynd

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2025 53:47


    Þegar Sverrir Guðjónsson fékk ungur hlutverk í söngleik í Þjóðleikhúsinu sem krafðist þess að hann syngi á óvenju háu raddsviði fann hann að hann varð að elta þann tón. Í kjölfarið fór hann til Bretlands til að tileinka sér tæknina og er í dag eini menntaði kontratenórsöngvari landsins. Sverrir hóf ferilinn sem barnastjarna í hljómsveit föður síns og söng í danshljómsveitum, kórum, þjóðlagasveitum og leiksýningum, áður en hann lagði fyrir sig kontratenórsöng og sérhæfði sig bæði í gamalli tónlist og nýrri. Fyrir hans tilstilli hefur orðið til fjöldi nýrra tónverka, oftar en ekki samin sérstaklega fyrir Sverri og hans einstaka raddsvið. Sjálfur hefur hann líka átt við tónsmíðar og unnið tónlist með fjölbreyttri flóru listamanna um heim allan. Sverrir Guðjónsson er gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins.

    Wagnerfélagið 30 ára og Ísl#nsk þjóðlög í Duus safnahúsi

    Play Episode Listen Later Oct 21, 2025 55:38


    Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari og formaður Wagnerfélagsins í 30 ár er gestur Víðsjár í dag. Tilefnið er ærið því framundan eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Wagner verður fluttur, frumsýning á Niflungahring Hunds í óskilum í Borgarleikhúsinu og tónleikar Wagner félagsins, Wagnerraddir, í samstarfi við Óperudaga. Við ræðum við Selmu um margfræga uppfærslu á Hringnum á Listahátíð 1995 og tengsl Wagners við Ísland. En einnig félagið, Bayreuth-hátíðina og flókið samband Wagner aðdáenda við tónskáldið vegna tengsla Wagner fjölskyldunnar við nasista. Atli Ingólfsson og Hanna Dóra Sturludóttir heimsækja einnig þáttinn og segja frá tónleikhúsverki um íslensk þjóðlög sem sýnt verður í Duus safnahúsi Reykjanesbæjar næstkomandi sunnudag.

    Myrkur og ævintýri, óperan Ragnarök og Ariel Sylvíu Plath/rýni

    Play Episode Listen Later Oct 20, 2025 53:35


    Bókmenntafræðingurinn Aðalheiður Guðmundsdóttir hefur rannsakað sérstaklega hlutverk vetrarins og myrkursins í íslenskum ævintýrum. Í grein í nýjasta tölublaði Ritsins setur hún ævintýrin í samhengi við líf og lífsskilyrði Íslendinga áður fyrr og skoðar myrkrið og birtingarmyndir þess, sem gegnir að hennar sögn lykilhlutverki, ekki síst vegna þess að myrkrið kallar á andstæðu sína, ljósið, eða vonina. Ný íslensk ópera verður frumflutt í Hörpu um næstu helgi, Ragnarök eftir Helga R. Ingvarsson. Uppfærslan er hluti af Óperudögum og er flutt í samstarfi við Kammeróperuna. Í verkinu kynnumst við ásunum og sjáum hvernig hroki þeirra, lygar og hégómi leiðir til dauða þeirra í loka bardaganum, Ragnarökum. Helgi lítur við í hljóðstofu í þætti dagsins Gauti Kristmannsson verður líka með okkur og rýnir að þessu sinni í þýðingu Móheiðar Geirlaugsdóttur á ljóðabókinni Ariel, eftir Sylvíu Plath.

    Kvöldstund með smávinum, gjörningur í Hvammsvík, tónlistarrýni og ljóðarýni

    Play Episode Listen Later Oct 16, 2025 50:52


    Við kynnum okkur einn af fjölmörgum viðburðum Sequences hátíðarinnar í þætti dagsins, þátttökugjörninginn Ég er hjarta sem slær í heiminum, sem fer fram í náttúrulaugunum í Hvammsvík á laugardagskvöld. Gjörningurinn sameinar, að sögn aðstandenda, tónleika, dans, flot og snertingu þar sem áhorfendur eru virkir þátttakendur. Tumi Árnason verður einnig með okkur í dag, og segir frá sinni upplifun af State of the Art tónlistarhátíðinni, sem fór fram dagana 7-11 október, og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýútkomna ljóðabók Sunnu Dísar Másdóttur, Postulín. En við hefjum þáttinn á að kynna okkur viðburð sem hverfist um stutta bókmenntatexta, hvort sem það eru örsögur, smáprósar, prósaljóð eða hvað annað. Viðburðurinn kallast Kvöldstund með smávinum og er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og STUTT, rannsóknastofu í smásögum og styttri textum. Kristín Guðrún Jónsdóttir, prófessor í spænsku er önnur þeirra sem heldur utan um verkefnið, og hún heimsækir okkur í hljóðstofu í upphafi þáttar.

    Matthías Rúnar Sigurðsson / Vinnustofuheimsókn

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 50:21


    Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvari er fæddur í Reykjavík 1988. Sem barn sat hann mikið við eldhúsborðið og teiknaði en það var eftir að hann hóf nám í Listaháskólanum sem hann fór að höggva í stein. Þrívíddinn kallaði og sökum peningaleysis ákvað hann að höggva í alveg ókeypis stein. Úr grjótinu sem hann vinnur spretta sögur og líf sem taka á sig alls kyns form en Matthías sækir fyrst og fremst innblástur í íslenskan bókmenntaarf. Frá útskrift hefur hann sýnt víða og höggmyndir hans má finna í helstu söfnum landsins. Þessa dagana vinnur hann að nýju útilistaverki fyrir Listasafn Reykjavíkur, verk sem prýða mun Urðartorg í Úlfarsárdal. Víðsjá heimsækir Matthías á vinnustofuna í þætti dagsins.

    Ertu búinn að vera að reyna að ná í mig, Dublin Fringe, Ráðskonur

    Play Episode Listen Later Oct 14, 2025 51:56


    Ertu búinn að vera að reyna að ná í mig kallast ný ópera eftir Guðmund Stein Gunnarsson sem verður sýnd á Óperudögum. Leikstjóri er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir en Heiða Árnadóttir fer með aðal og eina hlutverkið, en hún leikur margar persónur. Allar persónur verksins eru einar og einmana og segist Guðmundur reyna að kanna í verkinu hvort að samskipti séu yfir höfuð möguleg. Guðmundur Steinn og Heiða verða gestir okkar í dag. Katla Ársælsdóttir segir frá Dublin Finge leiklistarhátíðinni og Dalrún Kaldakvísl flytur pistil um ráðskonur fyrri alda.

    Vendipunktur í Stykkishólmi, Ólöf Arnalds, Skammarþríhyrningurinn/rýni

    Play Episode Listen Later Oct 13, 2025 53:11


    Ólöf Arnalds verður gestur okkar í dag. Tilefnið er væntanleg plata, hennar fimmta breiðskífa, sem hefur fengið titilinn Spíra. Það er rúmur áratugur frá því að ólöf gaf síðast út plötu, en fyrir því eru ýmsar ástæður. Katla Ársælsdóttir rýnir í Skammarþríhyrninginn, verk sem leikhópurinn Stertabenda frumsýndi í Borgarleikhúsinu í síðustu viku. En við hefjum þáttinn á því að líta til veðurs og heyra af sýningunni Vendipunktur sem stendur nú yfir í Vatnasafninu á Stykkishólmi.

    Hulda Hákon Á Landsenda, Þetta er gjöf, Krasznahorkai, Ragna Sigurðar rýni

    Play Episode Listen Later Oct 9, 2025 50:44


    Í Gallerý Kontór á Hverfisgötu 16a sýnir Hulda Hákon ný verk. Á Landsenda kallar hún sýninguna, en þar er að finna lágmyndir þar sem sælir og makindalegir ísbirnir eru í aðalhlutverki, en einnig örnefni, sjómennska, kortagerð, ævintýri og almennur grallaraskapur. Víðsjá hitti Huldu við verkin, þar sem hún sagðist meðal annars vera orðin svo þreytt á öllum hörmungum heimsins, að hana hafi langað til að gera bjarta og fallega sýningu. Það er meira en óhætt að segja að henni hafi tekist áætlunarverkið. Meira um það í þætti dagsins. Við heyrum einnig myndlistarrýni Rögnu Sigurðardóttur, rýni í leikverkið Þetta er gjöf í Þjóðleikhúsinu og við heyrum einnig í Einari Má Hjartarsyni, sem þýddi árið 2023 bók nýja nóbelskáldins, László Krasznahorkai, nóvelluna Síðasti úlfurinn.

    Vigdís Grímsdóttir - svipmynd

    Play Episode Listen Later Oct 8, 2025 49:14


    Þegar Vigdís Grímsdóttir varð sjötug var blásið til fögnuðar henni til heiðurs og að óvörum. Þar stigu fram margar góðar skáldkonur og héldu ræður og sungu, og í framhaldinu var bæði haldið málþing og myndlistarsýning. Nú tveimur árum síðar er enn verið að fagna, og full ástæða til. Hausthefti Tímarits Máls og menningar er helgað Vigdísi spjaldanna á milli og í kvöld verður útgáfuboð Vigdísarheftisins haldið í Gunnarshúsi. Víðsjá dagsins er forsmekkur að því teiti, líka tileinkaður þessari grallaralegu galdrakonu og góða rithöfundi, Vigdísi Grímsdóttur.

    Plöntutónlist, forntónlistarhátíðin Kona og Með minnið á heilanum/rýni

    Play Episode Listen Later Oct 7, 2025 51:00


    Á áttunda áratugnum komu fram kenningar um vitsmuni plantna og kosti þess að spila fyrir þær tónlist til að auka vöxt. Hljómplata Mort Garson, Plantasia frá 1976, er í takt við þessar pælingar, en hún verður flutt á tónleikum í Garðheimum á laugardag, á tónlistarhátíðinni State of the Art. Víðsjá hitti aðstandendur hátíðarinnar í Garðheimum, þá Bjarna Frímann, Berg, Magnús Jóhann og Sverri Pál. Einnig kynnum við okkur Forntónlistarhátíðina Kona sem Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk heldur nú í fjórða sinn, en þar er flutt tónlist eftir konur sem brutust út úr hefðbundnum kynhlutverkum síns tíma til þess að sinna listinni. Og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Með minnið á heilanum eftir Þórhildi Ólafsdóttur.

    Skjálfti Finnboga Péturssonar, Flamenco feðgar og Hans og Gréta/rýni

    Play Episode Listen Later Oct 6, 2025 50:20


    Einkasýning Finnboga Péturssonar á haustsýningu Listasafns Árnesinga heitir Skjálfti, og samanstendur af tveimur innsetningum; annars vegar risastórum spegli, sem er ýmsum eiginleikum gæddur, og svo eldrauðu duftkeri, sem markar syðri enda línu sem sker landið skáhallt, eins og flekamótin undir landinu. Vísanirnar í jarðfræði eru fleiri, og ekki óvanalegar fyrir verk Finnboga, en við bætist andlegri vídd þar sem raunheimar og handanheimar skarast og renna saman. Finnbogi segir okkur nánar af tilurð verksins í Víðsjá dagsins. Við lítum líka inn á tónlistaræfingu feðganna Símons H. Ívars­sonar og Ívars Símonar­sonar, sem flytja flamenco gítartónlist í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld og heyrum rýni Trausta Ólafssonar í uppsetningu Kammeróperunnar á ævintýraóperunni Hans og Grétu í Tjarnarbíói,

    hans flamenco kammer skj tjarnarb trausta finnbogi
    Hildur Hákonar og birkitré, vesturfarar við Winnipegvatn og Jónsmessunæturdraumur/rýni

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2025 53:56


    Hildur Sigurbergsdóttir hefur rannsakað sögulegar heimildir um samskipti Íslendinga sem fluttu til Nýja-Íslands fyrir aldamótin 1900 við frumbyggja sem þar bjuggu fyrir. Hildur er meðal fyrirlesara á málþingi um vesturfara sem haldið verður í Eddu á morgun, í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá stofnun Nýja-Íslands í Kanada og kemur í hljóðstofu. Hildur Hákonardóttir er ein af okkar fremstu myndlistarkonum og á einnig að baki ritferil þar sem náttúran kemur mikið við sögu. Um helgina gefur hún út bók sem hún kallar Ef ég væri birkitré, þar sem hún vefur saman persónulegum hugleiðingum við sögulegar og hagnýtar upplýsingar um birkið, tré sem hefur mótað landið og menningu okkar frá landnámi. Katla Ársælsdóttir fór á frumsýningu í Tjarnarbíói um síðustu helgi, á Jónsmessunæturdraumi Shakespeare í leikstjórn Maríu Ellingsen og Magnúsar Thorlacius og rýnir í verkið í þætti dagsins.

    Steinunn Þórarinsdóttir / svipmynd

    Play Episode Listen Later Oct 1, 2025 52:31


    Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari er gestur í Svipmynd Víðsjár í dag. Eftir menntaskóla flutti Steinunn til Englands þar sem hún nam myndlist og kynntist leirnum, sem leiddi hana yfir í þrívíddina. Frá Englandi hélt hún til Ítalíu þar sem hún sökkti sér í klassíkina auk þess að læra að elda hið fullkomna spagettí Bolognese. Steinunn hélt sína fyrstu einkasýningu hér á landi 1976, þar sem óræðar verur, sviðsetning og þungir málmar settu tóninn fyrir það sem koma skyldi. Síðan þá hafa mannverur hennar tekið á sig sjálfstætt form og ferðast í ólíkum efnum um gallerí, söfn og almenningsrými. Á löngum ferli hefur Steinunn gefið sig alla að listinni og sýnt víða. Hún vinnur með galleríum í London, Kaupmannahöfn, Toronto og Kaliforníu en opnaði sína fyrstu sýningu hér á landi í tíu ár um liðna helgi í Gallerí Þulu og samhliða gefur Kind út bók um ferilinn.

    Grjótmulningsstöðin á Höfða, arkitektúr og fötlun og Svava Jakobsdóttir

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 52:32


    Næstu vikur ætlum við að ferðast um höfuðborgarsvæðið og skoða byggingar sem eiga samkvæmt skipulagi að hverfa úr borgarlandslaginu. Við heimsækjum þessar byggingar með minjaverði Reykjavíkur, Henný Hafsteinsdóttur, og fáum að heyra af sögu þeirra og samhengi. Leiðangurinn hefst í þætti dagsins, í Grjótmulningsstöðinni á Höfða. Óskar Arnórsson, arkitekt, flytur líka pistil undir yfirskriftinni Arkitektúr og fötlun og í tilefni af afmælishátíð til heiðurs Svövu Jakobsdóttur rifjum við upp viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur. Þar segir hún frá Svövu, konunni, pólitíkusnum og rithöfundinum, en einnig frá vináttu þeirra, sem hófst í barnæsku.

    Hanna Björk Valsdóttir, Moulin Rouge

    Play Episode Listen Later Sep 29, 2025 49:33


    Hanna Björk Valsdóttir hreppti nýverið aðalverðlaun framleiðenda á Nodrisk Panorama, stærstu hátíð kvikmyndagerðar á Norðurlöndum. Hanna Björk hefur síðustu áratugi framleitt fjölda heimildamynda og nú á fimmtudag verður frumsýnd á RIFF heimildamyndin Jörðin undir fótum okkar, samstarfsverkefni þeirra Yrsu Roca Fannberg, mynd sem þegar hefur unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi. Hanna Björk var gestur okkar í Víðsjá dagsins. Einnig rýnir Trausti Ólafsson í Moulin Rouge.

    Þetta er gjöf, Voces8, Ragna Sigurðar pistill

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 50:17


    Annað kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt leikverk eftir ungan íslenskan höfund, Þetta er gjöf eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur. Kolbrún er margverðlaunað leikskáld og leikstjóri sem hefur síðastliðinn áratug starfað að mestu á Bretlandseyjum.Verkið er tilbrigði við goðsöguna af Mídasi, sem hlaut þann eiginleika að allt sem hann snerti breyttist í gull, en það er Katla Þórudóttir Njálsdóttir sem leikur. Við fáum leikhöfundinn og leikstjórann Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur í þátt dagsins. Ragna Sigurðardóttir verður einnig með okkur í dag en að þessu sinni fjallar hún um þrjár nýjar sýningar, sem allar fjalla á einhvern hátt um líkamsmynd kvenna og mannslíkamann. Og við ræðum við Margréti Bóasdóttur, formann Landssambands blandaðra kóra um komu breska kórsins Voces8 til landsins og tónleikana sem hann heldur í samstarfi við fjóra íslenska kóra.

    Anna Rún Tryggvadóttir - vinnustofuheimsókn

    Play Episode Listen Later Sep 24, 2025 48:16


    Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hefur í verkum sínum síðustu ár beint sjónum að umhverfi okkar, ekki síst náttúrulegum ferlum og kerfum, sem oft eru lítt sýnileg í mannmiðjuðum heimi. Segulkraftar Jarðar áttu hug hennar allan um langt skeið og hún segist hafa djúpa þörf fyrir að draga fram tengsl og tengslarof okkar við náttúruna. En nýlega hefur sú þörf snúist að mennskum veruleika, missýnilegum, samfélagslegum kerfum sem manneskjur hafa byggt upp og eru undirstöður lagalegs trausts, siðferðis og menningar, kerfum sem nú eiga undir högg að sækja. Við heimsækjum Önnu Rún á vinnustofu hennar á Granda í Víðsjá dagsins.

    Gallerý Barmur, Þegar mamma mín dó, Ég heyrði Ugluna kalla á mig

    Play Episode Listen Later Sep 23, 2025 52:29


    Gallerí Barmur var einstaklega forvitnilegt gallerí sem var starfrækt á árunum 1996-1998. Þetta var farandgallerí sem ferðaðist á barmi mismunandi fólks í formi nælu, og nú eru þessar nælur til sýnis ásamt hinum ýmsu gögnum sem tengjast rekstrinum, í Hönnunarsafninu í Garðabæ. Við ræðum við fólkið á bak við Gallerí Barm í þætti dagsins, hjónin Tinnu Gunnarsdóttur og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Sigrún Alba Sigurðardóttir gaf nýverið út sína tíundu bók, sem hún segir vera sína stystu en jafnframt þá sem erfiðast var að skrifa. Þegar mamma mín dó, heitir hún, og er persónuleg frásögn um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra, ást og umhyggju, samviskubit og vanmátt. Sigrún Alba segir okkur nánar frá bókinni í síðari hluta þáttar. Gauti Kristmannsson rýnir í skáldsöguna Ég heyrði Ugluna kalla á mig, eftir Margaret Crave, í þýðingu Gunnsteins Gunnarssonar.

    Ósagt Kristínar Gunnlaugsdóttur og Nánd Sigurgeirs Agnarssonar

    Play Episode Listen Later Sep 22, 2025 48:42


    Kristín Gunnlaugsdóttir er níundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Sýningin Ósagt opnaði dyr sínar í Vestursal safnsins nú um liðna helgi og þar gefur að líta verk sem spanna 40 ára feril Kristínar en þau nýjustu eru frá liðnu ári, stór kraftmikil verk þar sem glimmer og stelpu orka er mikilvægur efniviður. Við lítum inn á Kjarvalsstaði í þætti dagsins, og kynnum okkur auk þess glænýja plötu sellóleikarans Sigurgeirs Agnarssonar, Nánd, með einleiksverkum náfrændanna Huga Guðmundssonar og Hafliða Hallgrímssonar.

    Ingibjörg Sigurðardóttir, Gallerí Hakk, Augnlokin þyngjast og tónlistarpistill Tuma #2

    Play Episode Listen Later Sep 18, 2025 50:19


    Við lítum inn í tvö gallerí í þætti dagsins, fyrst í Gallerý Port, þar sem sýningin Augnlokin þyngjast stendur yfir en á henni má sjá ný verk úr smiðju Baldvins Einarssonar, og svo í Gallerí Hakk við Óðinsgötu, nýtt gallerí sem sérhæfir sig í hönnun. Við ræðum við forsprakka þess, Brynhildi Pálsdóttur og Gunnar Pétursson, um galleríið og sýninguna sem opnar á morgun, þar sem hönnuðurinn Johanna Seelemann sýnir muni sem hún býr til úr afgangs gleri. Tumi Árnason fer yfir það sem helst vekur athygli hans í íslensku tónlistarsenunni í sínum hálfsmánaðarlega pistli. En við byrjum á að kynna okkur málþing sem fer fram í samkomuhúsinu í Sandgerði á sunnudag, um metsöluhöfundinn Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ingibjörg fæddist árið 1925 og var einn vinsælasti ástarsöguhöfundur á Íslandi á sjötta og sjöunda áratugnum. Við ræðum um Ingibjörgu við bókmenntafræðinginn Vilborgu Rós Eckard, og grípum örstutt niður í viðtal frá árinu 1987, við Ingibjörgu sjálfa.

    Svipmynd af Hróðmari og Ingibjörgu

    Play Episode Listen Later Sep 17, 2025 53:16


    Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Elsa Turchi eru tónlistarmenn og tónskáld sem eiga áralangt samstarf að baki og hafa spilað inn á fjöldann allan af plötum og staðið í miklu tónleikahaldi. Bassaleikarinn Ingibjörg Turchi hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni. Hún hefur einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur og tekið þátt í verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, í Listasafni Reykjavíkur. Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH 2017 og fjórum árum síðar gaf hann út plötuna ,,Hróðmar Sigurðsson” og hlaut mikið lof fyrir. Hann skrifaði tónverkið Vík fyrir Stórsveit Reykjavíkur og var það frumflutt af sveitinni nú í vor í Hörpu. Tvíeykið hefur undanfarin 2 ár unnið saman að plötu sem kom út á vegum Reykjavík Record Shop þann 23. júlí síðastliðinn og nefnist hún plús 1 og einkennist af afar lífrænni blöndu djass, rokk, spuna og ambient tónlistar þar sem nokkuð hreinn og einfaldur hljómur rafgítars og rafbassa fær að njóta sín.

    Legsteinn Muggs, Þú sem ert á jörðu, arkitektúr og fiskur

    Play Episode Listen Later Sep 16, 2025 51:55


    Í dag er dagur íslenskrar náttúru, og við hefjum þáttinn á því að ræða við líffræðinginn og rithöfundinn Nínu Ólafsdóttur, um fyrstu skáldsögu hennar, Þú sem ert á jörðu, sem kom út hjá Forlaginu í liðinni viku. Óskar Arnórsson fjallar í pistli vikunnar um arkitektúr og fisk og við lítum við í Hólavallakirkjugarði, sem er ekki bara meðal fegurstu garða landsins, heldur einnig stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur, eins og listfræðingurinn Björn Th Björnson kallaði hann í bókinni Minningamörk í Hólavallagarði. Þar er til að mynda að finna mósaíkverk hins danska Elof Risebye, á legsteini Guðmundar Thorsteinssonar, eða Muggs, sem nýverið var gert upp af ítölskum forverði. Við hittum Heimir Janusarson, forstöðumann Hólavallakirkjugarðs við leiði Muggs í þætti dagsins.

    Ilan Volkov á Proms, orð Reham Khaled, Háttatal Guðmundar Steins og Lína langsokkur

    Play Episode Listen Later Sep 15, 2025 52:09


    Við heyrum í dag raddir úr ólíkum áttum, áttum sem oftar en ekki er stillt upp sem andstæðum, röddum sem þó kalla eftir því sama; friði. Við heyrum pistil frá barnaskólakennara á Gaza, hinni 28 ára gömlu Reham Khaled. Khaled er líka skáld og næmur penni og um miðbik þáttar heyrum við þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur á ákalli Reham Khaled, Örvæntingarópið sem enginn heyrir. Við hringjum líka til Ísrael til að ræða við Ilan Volkov, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri SÍ, sem vakti mikla athygli síðasta fimmtudagskvöld, þegar hann hélt ræðu að loknum Proms tónleikum í Royal Albert Hall og kallaði eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins til að stöðva hörmungarnar á Gaza. Guðmundur Steinn Gunnarsson sendi nýverið frá sér plötu með Ensamble Adapter sem gerir hrynjandi kvæða eða sérstakra braghátta að rannsóknarefni sínu og nefnist hún Clavis Metrica eða Háttatal. Við ræðum við Guðmund Stein um háttatalið í þessum þætti sem er einmitt sendur út á degi rímnalagsins. Við hugum líka að sterkustu stelpu í heimi. Trausti Ólafsson fjallar um Línu langsokkur var frumsýnd um helgina í Þjóðleikhúsinu.

    Joan Jonas og Ragnar Kjartansson, myndlistarpistill og Arvo Pärt

    Play Episode Listen Later Sep 11, 2025 57:28


    Bandaríska sjónlistakonan Joan Jonas hefur verið á Íslandi undanfarna viku að vinna að nýju verki ásamt Ragnari Kjartanssyni. Þau koma fram í dag á samræðuviðburði Listasafns Reykjavíkur í tilefni af 70 ára nóbelsafmæli Halldórs Kiljan Laxness og ræða þar um verk sín sem byggja á skáldsögum eftir skáldið; Reanimation úr smiðju Joan Jonas og Heimsljós; líf og dauði listamanns eftir Ragnar. Við tökum þau tali í þætti dagsins. Myndlistarrýnirinn Ragna Sigurðardóttir flytur pistil sem hún kallar Ferðalag um liti og minningar. Þar fjallar hún um sýningu Rúríar, Tímamát í SIND galleríi, sýningu Kristjáns Steingríms, Fyrir handan liti og form í Berg contemporary, sem og samsýningu norræna listamanna Time After Time í Norræna húsinu. Arvo Pärt er eitt dáðasta tónskáld samtímans. Vinsældir hinna guðdómlegu og tæru tónsmíða hans þykja endurspegla þrá sem margir finna fyrir, þörf fyrir skjól frá hávaða og áreiti og rými fyrir íhugun, einfaldleika og hvíld. Við hugum að tónlist Arvo Part í þættinum.

    Tryggvi M. Baldvinsson - Svipmynd

    Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 51:47


    Tryggvi M. Baldvinsson lærði ungur á píanó en fannst píanónámið einmanalegt og lét sig dreyma um að spila frekar á saxófón. Það þótti foreldrum hans líkleg leið í sukk og svínarí en honum bauðst hins vegar að spila á túbu og það opnaði fyrir honum heim lúðrasveitarinnar. Áður en Tryggvi hélt sem ungur maður í tónsmíðanám til Vínar lýsti hann því yfir í blaðaviðtali að útskrifaður úr framhaldsnámi vildi hann geta gert allt í tónlist. Hann hefur sannarlega fylgt því markmiði eftir með breiðum og fjölbreyttum ferli, því auk þess að vera afkastamikið tónskáld hefur hann verið atkvæðamikill í ýmsum félagsmálum og sinnt bæði kennslu og stjórnunarstörfum. Hann var deildarforseti í tónlistardeild Listaháskólans í áratug en tók í fyrra við stöðu listræns ráðgjafa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tryggvi M Baldvinsson er gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins.

    Bókasafnssjóður, landnám íslendinga í Kanada og sýningarrýmið Open

    Play Episode Listen Later Sep 9, 2025 56:20


    Við heimsækjum listhóp Reykjavíkur, sem árið 2025 er listamannarekna sýningarrýmið Open. Open hefur verið hreyfiafl í myndlistarsenunni frá opnun á Grandanum fyrir nokkrum árum og staðið fyrir myndlistarsýningum, uppákomum og þverfaglegu samstarfi. Að baki Open standa fjórir myndlistarmenn, þau Arnar Ásgeirsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Una margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason, en hópurinn leggur sig fram við að vekja athygli á áhugaverðum listamönnum af jaðrinum. Óskar Arnórsson heldur áfram umfjöllun sinni um landnám, að þessu sinni landnám Íslendinga í Kanada. Við hugum einnig að menningarpólitík. Í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir umtalsverðri skerðing á bókasafnssjóði. Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur ritaði pistil á Facebook um málið og segir frá í þætti dagisns.

    Spessi og Tómið, Rödd Hind Rajab og Hvers vegna þessi þögn?

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 54:15


    Á laugardag fór fram samstöðufundurinn Þjóð gegn þjóðarmorði um allt land. Meðal atriða á fjölsóttum fundi á Austurvelli var flutningur á nýju tónverki Sigurðar Sævarssonar við ljóð Dags Hjartarsonar, Hvers vegna þessi þögn? Við heyrum af tilurð verksins í síðari hluta þáttar. Við hugum einnig að kvikmynd um þjóðarmorðið sem hefur verið að fá mjög sterkar viðtökur eftir frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. The Voice of Hind Rajab segir frá örlögum Hind Rajab í bifreið sem Ísraelsher réðst á, en kvikmyndin er unnin upp úr símtali hennar við starfsmenn Rauða hálfmánans - símtali sem gekk fram af heimsbyggðinni. En við byrjum á því að hringja austur í Öræfi, til að taka ljósmyndarann Spessa tali um nýútkomna bók sem hann kallar TÓM.

    Flækt í Tjarnarbíói, Töfrar í Marvöðu og tónlistarpistill Tuma Árnasonar

    Play Episode Listen Later Sep 4, 2025 52:36


    Í kvöld verður dansverkið Flækt frumsýnt í Tjarnarbíói. Höfundur er hin franska Juliette Louste en leikstjóri er Kara Hergils. Verkið byggir á persónulegri reynslu Juliette, sem þróaði með sér áráttu- og þráhyggjuröskun eftir að hafa upplifað áföll í æsku og langa vist á barnageðspítala. Saxófónleikarinn Tumi Árnason ætlar að kortleggja tónlistarheiminn með sínu eigin lagi með hálfsmánaðlegum hugleiðingum í haust og leggur upphafslínurnar í þætti dagsins. Í nýjum höfuðstöðvum Marvöðu við Grandagarð verður á laugardag blásið til viðburðar undir yfirskriftinni MAGIC. Þar verða sýnd performatív vídjóverk eftir feminíska frumkvöðla í myndlistarheiminum, þær Joan Jonas og Judy Chicago, ásamt stuttmynd Katrínar Helgu Andrésdóttur, HEX. Við hittum þær Katrínu Helgu, Sóleyju Stefánsdóttur og Arnbjörgu Maríu í Marvöðu í síðari hluta þáttar.

    Jón Baldur Hlíðberg / Svipmynd

    Play Episode Listen Later Sep 3, 2025 51:59


    Jón Baldur Hlíðberg teiknari hefur alla tíð verið hugfanginn af fuglum. Hann fékk sinn fyrsta kíki átta ára gamall og byrjaði um svipað leyti að færa náttúruna á blað. Það tók hann samt langan tíma að átta sig á því að teikningu gæti hann lagt fyrir sig. Hann sótti námskeið við Myndlistaskólann í Reykjavík og við Myndlista- og handíðaskólann en fann svo sína tækni sjálfur og hefur verið að þróa hana síðan. Í dag er Jón Baldur okkar fremsti náttúrulífsteiknari og eftir hann liggja bækur um fugla, hvali, fiska, spendýr, kynjaverur og flóru Íslands, verk sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018. Jón Baldur segist hafa grátið eins og barn þegar hann fékk bókina fyrst í hendur en hún var mörg ár í vinnslu. Í dag kallar hann sig fagmann en roðnar ef hann er kallaður listamaður. Meira um það í Víðsjá dagsins, en einnig leit að grasi í Pétursey, áhrif gervigreindar, innsæi, kulnun, tískusveiflur, þrautseigja og þolinmæði.

    Sellókonsert Önnu Þorvalds, Nautnir Mario Bellatin og arkitektúr í Kópavogi

    Play Episode Listen Later Sep 2, 2025 52:25


    Á fimmtudag verður Íslandsfrumflutningur á sellókonsertinum Before we fall eftir Önnu Þorvaldsdóttur á upphafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Konsertinn er skrifaður fyrir sellóstjörnuna Johannes Moser en innblásturinn að verkinu er að sögn Önnu sú tilfinning að standa á brúninni, að vera við það að bresta en finna að lokum jafnvægi undir fótunum. Birta Ósmann Þórhallsdóttir er einn af tveimur starfsmönnum bókaútgáfunnar Skriðu, en auk þess að gefa út og prenta er hún líka ötull þýðandi úr spænsku. Við ræðum við hana um þýðingu hennar á skáldsögunni Nautnir eftir Mario Bellatin. Óskar Arnórsson fjallar um þróun Kópavogsbæjar, og hlut Benjamíns Magnússonar í þeirri þróun, en Benjamín fékk það hlutverk, þá nýkominn úr námi, að hanna fyrsta miðbæ Íslands sem var skipulagður sem slíkur: Hamraborgina.

    Algjörar skvísur, Vikuspá og Áður en hrafnarnir sækja okkur

    Play Episode Listen Later Sep 1, 2025 52:29


    Rithöfundurinn Karítas Hrundar Pálsdóttir hefur gert árstíðir, dagatöl og vikudaga að útgangspunktum í örsagnassöfnum sínum, sem nú eru orðin þrjú. Það nýjasta ber titilinn Vikuspá, og geymir áttatíu og sex sögur á einföldu máli, sem líka eru aðgengilegar þeim sem eru að læra íslensku sem annað eða þriðja mál. Á vordögum kom út úrval úr ljóðum norksa ljóðskáldsins Knuts Ødegård, í þýðingu Gerðar Kristnýar, sem ber yfirskriftina Áður en hrafnarnir sækja okkur. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Sýningin Algjörar skvísur er sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar en að þessu sinni var tillaga þeirra Jösu Baka og Petru Hjartardóttur valin úr fjölda umsagna. Með sýningunni vilja þær kanna þemu sem tengjast mýkt, krafti og kvenlegri orku í samtímalist og við lítum við í Hafnarborg til að taka á þeim púlsinn.

    Gróðursetning í Hamraborg, myndlistarrýni Rögnu Sigurðardóttur, O.N.E á Jazzhátíð

    Play Episode Listen Later Aug 28, 2025 47:42


    „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er erfitt að vera tré á Íslandi,“ segir Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, en hún vinnur nú að verkinu Gróðursetningu í móanum við Ásbraut í Kópavogi. Verkið er lifandi skúlptúr sem mótast af rótarskotum íslenskra plantna. Hugmyndin á að hluta til rætur að rekja til flugviskubits, en Bergrún Anna er alin upp á milli Nýja - Sjálands og Þórshafnar. Meira um það í Víðsjá dagsins. Einnig kynnum við okkur pólsku jazz sveitina O.N.E. og heyrum fyrstu myndlistarrýni vetrarins, en Ragna Sigurðardóttir rithöfundur og myndlistarkona, mun vera með regluleg innlegg í þættinum, með pælingum og rýni í myndlistarsýningar og senuna í víðara samhengi.

    Matthías Hemstock - Svipmynd

    Play Episode Listen Later Aug 27, 2025 50:00


    Matthías Hemstock fór að tromma 9 ára gamall og hefur starfað við tónlistarflutning í fjóra áratugi. Hann fór fljótt að spá í áferð og segist ekki bara hafa áhuga á trommunum, heldur fyrst og fremst á hljóði. Verkefnavalið hefur endurspeglað þessa hugsun og spannar gífurlega vítt svið, allt frá rokki og poppi til klassískrar tónlistar, þó jazz- og spunatónlist hafi verið rauður þráður frá námsárunum við tónlistarskóla FÍH og í Berklee háskóla í Bandaríkjunum. Nú er Jazzhátíð í Reykjavík komin á fullt flug og Víðsjá flýgur með, þessi auðmjúki og fjölhæfi trommuleikari er gestur svipmyndar í dag.

    Fagurfræði birkis, arkitektúr og ofbeldi og Elísabet Jökulsdóttir

    Play Episode Listen Later Aug 26, 2025 58:01


    Ljóðabókin Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig, kom út á Þorláksmessu árið 1995 en hefur verið nær ófáanleg síðan. Nú hefur þessi 30 ára gamla ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur verið endurútgefin og við setjumst niður með henni til að rifja upp gömul stef og ný. Óskar Arnórsson, arkitekt, fjallar um samband arkitektúrs og ofbeldis, og það hvernig arkitektúr er enn beitt til þess að sjálfstætt ríki Palestínu verði ekki að veruleika. En við hefjum þáttinn á að þvi að velta fyrir okkur fagurferðilegri upplifun okkar af landslagi. Á föstudag verður haldið málþing í Norræna húsinu um menningarlegt og fagurferðilegt gildi birkis. Guðbjörg R Jóhannesdóttir er meðal fyrirlesara og mætir í hljóðstofu Víðsjár.

    Félagsland Völu Hauks, Danslög Jónasar og 40.000 fet/rýni

    Play Episode Listen Later Aug 25, 2025 49:58


    Atli Freyr Hjaltason, þjóðfræðingur, segir frá útgáfu á Danslögum Jónasar, handriti frá árinu 1864 sem inniheldur 50 danslög skrifuð fyrir fiðlu af Jónasi Helgasyni. Jónas var vinsæll dansundirleikari í Reykjavík á síðari helming 19. aldar og lék víða fyrir dansi. Mögulega hafa einhver danslaga Jónasar lifað nógu lengi til að hafa verið leikin í félagsheimilum landsins. Svo ótal margt fer fram í þessum byggingum sem oft á tíðum eru kjarninn í samfélögum landsbyggðarinnar. Þessi félagsheimili eru einmitt rauði þráðurinn í ljóðabók sem kom út í vor, Félagslandi eftir Völu Hauks. Þetta er fyrsta ljóðbók Völu en hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr vör í fyrra. Vala mætir í hljóðstofu, en auk þess rýnir Trausti Ólafsson í leikverkið 40.000 fet, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói fyrir helgi.

    40.000 fet í Tjarnarbíói, spunamaraþon á menningarnótt og Eydís Evensen

    Play Episode Listen Later Aug 21, 2025 53:45


    Þær Björk Guðmundsdóttir og Diljá Nanna Guðmundsdóttir koma í hljóðstofu og segja okkur frá 10 ára starfsemi Improv Íslands, spunatækni og aðferðum, og henda jafnvel í stuttan útvarpsleikhússpuna. Eftir átta ár á flakki ákvað Eydís Evensen, tónlistarkona, að flytja heim og snúa sér alfarið að tónlistinni. Von er á hennar þriðju plötu, Oceanic Mirror, sem dregur innblástur frá náttúrunni og fjallar um hringrás lífsins. Anna María Björnsdóttir ræðir við Eydísi í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á því að fara niður í bæ og hitta leikkonurnar Birtu Sól Guðbrandsdóttur og Aldís Ósk Davíðsdóttur sem frumsýna annað kvöld leikverkið 40.000 fet í Tjarnarbíói.

    Rúrí / Svipmynd

    Play Episode Listen Later Aug 20, 2025 50:29


    Rúrí kom með skelli inn í íslenskt listalíf á Listahátíð árið 1974 þegar hún rústaði gylltri Bensbifreið með sleggju. Með gjörningnum vildi hún vekja fólk til umhugsunar um efnishyggjusamfélagið og hið eilífa lífsgæðakapphlaup. Hún er algjör frumkvöðull á sviði gjörningalistar hér á landi, og þó víðar væri leitað, en hefur alla tíð unnið sín verk í ólíka miðla þar sem hugmyndin er ávallt grunnforsendan. Að hennar mati dýpkar það listina að hún hafi hugmyndafræðilegt inntak. Rúrí er gestur Víðsjár í dag þar sem hún ræðir ferilinn, inntak verka sinna, fossa, förur og regnboga, fasisma, einelti og ranglæti svo sitthvað sé nefnt. Og auðvitað verkefnin framundan en Rúrí sýnir um þessar mundir í SIND galleríi og undirbýr sýningar í Vilnius og Sao Paolo.

    Gjörningur við Skeiðará, Corpus í Gerðarsafni, arkitektúr og manneskjan

    Play Episode Listen Later Aug 19, 2025 54:39


    Um liðna helgi var framinn sólarhrings langur gjörningur undir Skeiðarárbrú þar sem 17 eldar voru kveiktir og tugir kílómetra voru gengnir. Listamaðurinn á bak við verkið, Jakob Veigar Sigurðsson, hefur verið búsettur í Vínarborg síðastliðinn áratug en á ættir að rekja til Öræfa og mætir í hljóðstofu. Á morgun opnar í Gerðarsafni umfangsmikil samsýning sem ber titilinn Corpus. Þar rannsakar hópur listamanna samband okkar við líkamann út frá ólíkum sjónarhornum, þá sérstaklega í samhengi við kynþætti, kyngervi og umhverfi. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri Corpus og segir okkur frá sýningunni. Og við tökum upp þráðinn frá því í vor og heyrum í dag pistil úr pistlaröð arkitektsins Óskars Arnórssonar. Pistill dagsins hefur yfirskriftina Arkitektúr og manneskjan.

    Nýfundin tilbrigði Leifs Þórarinssonar og Mansöngvar Jóns Halls

    Play Episode Listen Later Aug 18, 2025 55:45


    Fyrr í sumar uppgötvaðist á bókasafni Columbia háskóla í New York áður óþekkt píanóverk eftir eitt af höfuðtónskáldum Íslendinga, Leif Þórarinsson. Um er að ræða tilbrigði við þjóðlegt en frumsamið stef, sem taka um 4 mín í flutningi. Á hljóðrituninni fannst líka viðtal við Leif sem er um margt forvitnilegt. Tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson segir frá þessum merkisfundi í fyrstu Víðsjá vetrarins. Jón Hallur Stefánsson gaf nýverið út Mansöngva, tvöfalda hljómplötu þar sem hann leikur á píanó og syngur sína eigin texta, sem fjalla um ástina í öllu sínu veldi. Jón Hallur hefur verið ötull þýðandi undanfarin ár, auk þess að skrifa glæpasögur og ljóð. Hann lýsir sköpunarferli lagasmíðanna við það að vera í hálfgerðu vímuástandi, þar sem textarnir flæða inn í ómótaða melódíuna.

    Harmur kynslóðanna

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 56:24


    Í dag er síðasti þátturinn fyrir sumarfrí og þáttastjórnendur Víðsjár eru með hugann við stóru málin; harm kynslóðanna, stríð í heiminum, hlutverk listarinnar gagnvart því öllu, auða blaðið og ógnina. Við skoðum brot úr þætti frá 1988 þar sem ungt fólk og samfélagsrýnarnir Svava Jakobsdóttir, rithöfundur, og Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus, tjá sig um heimsmál, tíðaranda, stríð og frið. Á þeim tíma var stutt í endalok kalda stríðsins en í ljósi frétta samtímans fáum við Gunnar til að hlusta aftur á hinn tæplega 40 ára þátt, líta til baka og skoða upp á nýtt enda er nú aftur talað um kjarnorkuvopn, stríð geisa og uggur er í fólki víðs vegar um heim. Bakgrunnur myndlistarkonunnar Larissu Sansour er í heimildamyndagerð og fyrstu myndir hennar voru tilraunir til að draga fram það sem raunverulega var að gerast í Palestínu. En þegar hún upplifði sífellt meira ósamræmi milli þess sem birtist henni í fréttum og þess sem hún heyrði frá fjölskyldu sinni færðust verk hennar yfir í vísindaskáldskap, þar sem hún fann skjól frá ríkjandi orðræðuhefðum. Í kjölfarið fylgdu vangaveltur um mörk raunveruleika og skáldskapar, fortíðar og framtíðar. Við heimsækjum Listasafn Reykjanesbæjar þar sem einkasýning þessarar alþjóðlegu stórstjörnu í myndlistarheiminum stendur yfir. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Melkorka Ólafsdóttir

    umsj palest melkorka

    Claim Víðsjá

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel