Víðsjá

Follow Víðsjá
Share on
Copy link to clipboard

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.

RÚV


    • Jun 26, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 54m AVG DURATION
    • 1,837 EPISODES


    More podcasts from RÚV

    Search for episodes from Víðsjá with a specific topic:

    Latest episodes from Víðsjá

    Harmur kynslóðanna

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 56:24


    Í dag er síðasti þátturinn fyrir sumarfrí og þáttastjórnendur Víðsjár eru með hugann við stóru málin; harm kynslóðanna, stríð í heiminum, hlutverk listarinnar gagnvart því öllu, auða blaðið og ógnina. Við skoðum brot úr þætti frá 1988 þar sem ungt fólk og samfélagsrýnarnir Svava Jakobsdóttir, rithöfundur, og Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus, tjá sig um heimsmál, tíðaranda, stríð og frið. Á þeim tíma var stutt í endalok kalda stríðsins en í ljósi frétta samtímans fáum við Gunnar til að hlusta aftur á hinn tæplega 40 ára þátt, líta til baka og skoða upp á nýtt enda er nú aftur talað um kjarnorkuvopn, stríð geisa og uggur er í fólki víðs vegar um heim. Bakgrunnur myndlistarkonunnar Larissu Sansour er í heimildamyndagerð og fyrstu myndir hennar voru tilraunir til að draga fram það sem raunverulega var að gerast í Palestínu. En þegar hún upplifði sífellt meira ósamræmi milli þess sem birtist henni í fréttum og þess sem hún heyrði frá fjölskyldu sinni færðust verk hennar yfir í vísindaskáldskap, þar sem hún fann skjól frá ríkjandi orðræðuhefðum. Í kjölfarið fylgdu vangaveltur um mörk raunveruleika og skáldskapar, fortíðar og framtíðar. Við heimsækjum Listasafn Reykjanesbæjar þar sem einkasýning þessarar alþjóðlegu stórstjörnu í myndlistarheiminum stendur yfir. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Melkorka Ólafsdóttir

    umsj palest melkorka
    Sumartónleikar í Skálholti, Áður en ég brjálast/rýni, Melrakkinn, Freyja Þórsdóttir

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 52:18


    Fyrir 50 árum síðan stofnaði semballeikarinn Helga Ingólfsdóttir tónlistarhátíð sem í dag er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu. Fjölmörg ný íslensk tónverk hafa orðið til fyrir Sumartónleika í Skálholti, en hátíðin hefur líka skapað sér sess sem mikilvæg tónlistarhátíð langt út fyrir landsteinana. Við rifjum upp umfjöllun um upphafskonu Sumartónleikanna og ræðum við núverandi listrænan stjórnanda hátíðarinnar, Benedikt Kristjánsson. Við heyrum líka síðasta heimspekipistil í bili frá Freyju Þórsdóttur, sem að þessu sinni fjallar um athygli og einmanaleika í samhengi við róttæka tæknivæðingu nútímans. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýútkomna skáldsögu Soffíu Bjarnadóttur, Áður en ég brjálast. En við byrjum á því að kynna okkur hátíð sem fer fram á Raufarhöfn um helgina. Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og listrænn stjórnandi hátíðarinnar leit við í hljóðstofu.

    Jónsmessa og bændur

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 53:11


    Í dag er Jónsmessa og er Víðsjá tileinkuð henni og sömuleiðis bændum. Lengi vel var útvarpað sérstökum Jónsmessuþætti bænda enda var ákveðið á Búnaðarþingi árið 1959 að Jónsmessa yrði gerð að hátíðardegi bænda. Siðurinn var lagður af rúmum tveimur áratugum síðar en í safni RÚV eru fjölmargir Jónsmessuþættir bænda frá 7. og 8. áratug síðustu aldar. Að gefnu tilefni fögnum við Jónsmessunni með bændum fortíðar og nútíðar. Heyrum brot úr viðtölum eldri þátta, heyrum í ungum bónda á Reyðarfirði og rifjum upp dulrænar hefðir Jónsmessunætur með þjóðháttafræðingum.

    rv lengi heyrum
    Kristján H Magnússon málari, hljóðgervillinn Katla og Eirrek

    Play Episode Listen Later Jun 23, 2025 52:34


    Við lítum inn á yfirlitssýningu huldumálarans Kristjáns H Magnússonar, sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Ferill Kristjáns var um margt óvenjulegur, en hann lærði málarlist í Bandaríkjunum í upphafi 20. aldar og var fyrstur Íslendinga til að halda markvisst sýningar á verkum sínum í erlendum stórborgum. Samhliða sýningum í Listasafni Íslands og Safnasafninu kemur út yfirgrips­mikil bók um ævi Kristjáns og verk í rit­stjórn Einars Fals Ingólfssonar, og við fáum hann til að segja okkur nánari deili af Kristjáni. Fyrirtækið Genki Instruments fagnar nú 10 ára afmæli, og setti nýverið á markað hljóðgervilinn Kötlu, einn allra fyrsta hljóðgervil sem þróaður hefur verið á Íslandi. Ólafur Bjarki Bogason, einn af stofnendum fyrirtækisins heimsækir hljóðstofu og segir okkur frá Genki og gervlinum. Við heyrum líka af nýútgefinu lagi eftir Eirík Stephensen, lagið nefnist Eirrek og er titillag væntanlegrar plötu.

    Kurt Weill við Djúpið, sviðslistaveisla í Tjarnarbíó, arkitektúr og umhverfi

    Play Episode Listen Later Jun 19, 2025 53:03


    Vinkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Thorlacius völdu ólíkar leiðir í söngnum en hefur lengið dreymt um að syngja saman. Nú verður sá draumur að veruleika, því á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði býðst gestum að hlýða á sérsniðna tónleika með tónlist Kurt Weill í útsetningum Þórðar Magnússonar, þar sem þær stöllur syngja saman og sín uppáhalds númer. Við heyrum af vináttu og verkefni söngvinkvennanna í þætti dagsins. Óskar Arnórsson flytur okkur líka sinn fjórða pistil í nýrri pistlaröð og fjallar um arkitektúr og umhverfi. Þá kynnum við okkur viðburð sem vafalaust verður meðal leikhúsviðburða sumarsins, en í kvöld og annað kvöld verður dansleikhúsverkið Life in this house is over sýnt í Tjarnarbíói. Leikstjóri er hin bandaríska Samantha Shay en verkið er samstarf Grotowski Institute, Pina Bausch Zentrum og Teatr Zar, með miklum fjölda dansara og leikara. Í lok þáttar rifjum við svo upp aðdragandann að kosningarétti kvenna og kjörgengi til Alþingis með kistubroti úr þætti Helgu Birgisdóttur og Brynhildar Heiðar og Ómarsdóttur um sögu íslenskrar kvennabaráttu á 20. og 21. öldinni.

    Sending frá Svalbarðseyri - Safnasafnið

    Play Episode Listen Later Jun 18, 2025 50:35


    Við leggjum land undir fót í þætti dagsins og rifjum upp heimsókn á Safnasafnið á Svalbarðseyri. Þetta stórmerkilega safn fagnar í ár 30 ára afmæli og af því tilefni hefur verið efnt til sýningar úr safnkosti þess í Reykjavík. Sýningin, Sending frá Svalbarðseyri, opnaði í Nýlistasafninu þann 7. júní og stendur fram yfir verslunarmannahelgi, en þar má sjá verk vel á þriðja tugs listamanna sem Safnasafnið hefur hlúð að síðustu áratugi. Safnasafnið á Svalbarðseyri er höfuðsafn myndlistar sjálflærðra listamanna, myndlistar sem oft er kölluð alþýðulist eða utangarðslist. Það var stofnað árið 1995, af hjónunum Níelsi Hafstein, myndlistarmanni og Magnhildi Sigurðardóttur, geðhjúkrunarfræðingi, sem unnið hafa ótrúlegt starf við að byggja safnið upp og varðveita um leið menningararf sem hefði annars glatast. Halla Harðardóttir brunaði norður í lok síðasta sumars og ræddi við þau Níels og Magnhildi um allt milli himins og jarðar, þar á meðal upphaf safnsins, söfnunaráráttu, skilgreiningar á hugtökum, tengsl alþýðulistar og nútímalistar, blóm og dúkkur og margt, margt fleira.

    Íslenski þjóðbúningurinn, Tímaskjól og veðurvélin

    Play Episode Listen Later Jun 16, 2025 55:55


    Íslenski þjóðbúningurinn á sér langa sögu og ýmsar myndir. Umræðan um hefðir og reglur í kringum notkun þjóðbúninga hefur verið fjölbreytt og raddirnar ólíkar, sumir vilja halda fast í menningararf og hefðir en öðrum finnst mikilvægara að halda menningunni lifandi þannig að hún endurspegli samtímann. Í þættinum veltum við fyrir okkur íslenska þjóðbúningnum og ræðum við þjóðfræðinginn Önnu Kareni Unnsteins, en hán hefur rannsakað hvernig kynbundnar hugmyndir hafa mótað gerð og notkun búninganna og velt fyrir sér hvernig þjóðbúningur framtíðarinnar gæti litið út ef hann endurspeglar fjölbreytileika kynjanna og hinsegin veruleika. Við heyrum af verðlaunabók þar sem fólk getur valið sér tímabil til að dvelja í og umhverfi þar sem því líður best. Nýverið kom út hjá Dimmu íslensk þýðing Vesku A. Jónsdóttur og Zophoníasar O. Jónssonar á skáldsögu búlgarska höfundarins Georgi Gospodinov, Tímaskjóli. Gauti Kristmannsson rýnir í bókina í þætti dagsins. Einnig rifjum við upp innslag frá árinu 2020 þar sem tíðni rigningar á þjóðhátíðardaginn er rannsökuð sem og möguleg lausn við henni; veðurvélin.

    umr einnig dimmu gauti kristmannsson
    Draumaland Kjarvals, dulvísindi í Sorbonne, arkitektúr og kynþættir.

    Play Episode Listen Later Jun 12, 2025 54:59


    Við erum með hugann við dagdrauma og dulspeki í þætti dagsins og rifjum upp viðtal Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, við unga íslenska stúlku sem er í þann mund að flytja til Parísar til að hefja nám í dulvísindum við Sorbonne háskóla. Við heyrum líka af dulspekilegum og trúarlegum vísunum og táknmyndum í verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, og hittum fyrir sýningarstjóra Draumalands á Kjarvalsstöðum, Eddu Halldórsdóttur. Óskar Örn Arnórsson, arkítekt og doktor í arkitektúr, flytur okkur svo þriðja pistilinn í pistlaröðinni Arkitektúr og... og veltir að þessu sinni fyrir sér arkitektúr og kynþætti.

    Kári Egilsson, heimspeki um ljós og skugga og Engel Lund

    Play Episode Listen Later Jun 11, 2025 55:36


    Þáttur dagsins er flétta heimspekilegra hugmynda, tónlistar og dans. Við heyrum djúphugsaða hugleiðingu úr brunni Freyju Þórsdóttur, sem í dag veltir fyrir sér samspili ljóss og skugga og gildi þess að horfast í augu við myrkrið. Í beinu framhaldi heyrum við brot úr viðtali við Pál Skúlason heitinn, þar sem hann veltir fyrir sér hlutverki heimspekingsins í samfélaginu, en nýverið stóð Háskóli íslands að málþingi Páli til heiðurs. Í síðari hluta þáttar lítur tónskáldið og píanóleikarinn Kári Egilsson við í hljóðstofu, en hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir tónlist sína, bæði á sviði jazz og popptónlistar, og vinnur um þessar mundir að sínum fjórðu og fimmtu plötum, aðeins 23 ára gamall. Við hugum líka að Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær. Hringir Orfeusar og annað slúður, sýning Ernu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins, var þar valin sýning ársins. En fyrst gröfum við upp 65 ára hljóðritanir Göggu Lund, og heyrum brot úr þætti Sigrúnar Björnsdóttur, Söngkonan á svarta kjólnum, frá árinu 1997.

    Skjaldborg, leiksýningin Skot og Skálds saga

    Play Episode Listen Later Jun 10, 2025 54:17


    Þáttur dagsins er að mestu tileinkaður tveimur nýafstöðnum hátíðum sem marka upphaf sumars; Reykjavík Fringe Festival og Skjaldborgarhátíðinni. Svo mætir í hljóðstofu eitt höfuðskáld bókmenntasenunnar, Steinunn Sigurðardóttir, og rifjar upp tilurð Skálds sögu, í tilefni af viðburði Forlagsins á Fiskislóð á fimmtudag. Leiksýningin Skot, eftir Júlíu Gunnarsdóttur var sýnd í tvígang á Reykjavík Fringe Festival. Trausti Ólafsson, leikhúsrýnir, fór á sýninguna og segir okkur af sinni upplifun. Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda var haldin í átjánda sinn um helgina. Dómnefndarverðlaun Skjaldborgar hlaut myndin Paradís amatörsins eftir Janus Braga Jakobsson og við rifjum upp viðtal við Janus í upphafi þáttar.

    Búðarkirkja vinsæll áfangastaður og Revolta í Eldborg

    Play Episode Listen Later Jun 5, 2025 55:37


    Af einhverjum ástæðum hefur Búðakirkja orðið gríðarvinsæll áfangastaður erlendra ferðamanna undanfarin ár. Kirkjan er ein af mest mynduðu kirkjum á Íslandi og ferðast fólk oft langar leiðir til þess að gefa sig saman í henni. Við kynnum okkur málið nánar í þætti dagsins og skoðum sömuleiðis sögu kirkjunnar en í henni kemur fyrir sterk kvenpersóna, Steinunn Sveinsdóttir, sem fer sínar eigin leiðir og sendir kirkjuyfirvöldum 19. aldar fingurinn með einum mjög svo táknrænum dyrahring. Sinfónía og hip hop dans mætast í fyrsta sinn á Íslandi í Eldborgarsal Hörpu þann 14. júní þegar hljómsveitin Geneva Camerata og krömpdansarar sameinast í einu meistaraverki tónlistarsögunnar, fimmtu sinfóníu Dmitris Shostakovítsj. Brynja Pétursdóttir danshöfundur og Þorbjörg Daphne Hall lektor litu við í hljóðstofu og segja okkur betur frá þessum merkilega viðburði. Viðmælendur: Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir, kirkjuvörður Búðakirkju, Brynja Pétursdóttir, danshöfundur, Þorbjörg Daphne Hall, lektor. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir

    af revolta vins sinf umsj dagbj kirkjan eldborg
    Svipmynd af Hildi Ásu Henrýsdóttur

    Play Episode Listen Later Jun 4, 2025 53:17


    Hildur ólst upp á Þórshöfn á Langanesi, hefur frá útskrift úr Listaháskóla Íslands unnið málverk, skúlptúra og gjörninga en listsköpun hennar gefur einlæga sýn inn í mannlegan reynsluheim. Hún afbyggir aktíft hugmyndir um fullkomnun og rannsakar persónuleg tengsl sem fólk skapar sín á milli, líkamlega og tilfinningalega. Hún hefur sýnt víða, meðal annars í Hafnarborg, Gerðarsafni, Listasafni Akureyrar og á sýningum í Berlín, London og Antwerpen. Nýverið opnað hún sýningu í Gallerí undirgöngum á Hverfisgötunni. Við mælum okkur mót við listakonuna og fáum að skyggnast inn í líf hennar og list. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir

    Ný músík með Bogomil Font, Guðrún frá Lundi 138 ára og Lisa O'Neill

    Play Episode Listen Later Jun 3, 2025 52:27


    Sigtryggur Baldursson á sér langan og skrautlegan feril en hann er kannski einna helst þekktur sem Bogomil Font, hans auka sjálf í söngnum sem varð til í Júgóslavíu árið 1989. Bogomil Font hefur lítið veri að koma fram upp á síðkastið en nú er hins vegar komin út ný tónlist og stutt tónleikaferðalag í vændum. Sigtryggur leit við í hljóðstofu og ræðir ferilinn og nýja tónlist. Við rifjum einnig upp viðtal við afmælisbarn dagsins, Guðrúnu frá Lundi og Tómas Ævar Ólafsson kynnir sér írsku tónlistarkonuna Lisu O'Neill. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Anna María Björnsdóttir.

    bj gu lundi lisa o umsj anna mar sigtryggur baldursson bogomil font
    Ný skáldsaga Soffíu Bjarnadóttur og tónleikar með Heather Ragnars

    Play Episode Listen Later Jun 2, 2025 53:04


    Soffía Bjarnadóttir, rithöfundur, ljóð- og leikskáld, heimsækir okkur í dag og segir frá nýútgefnu skáldverki sínu sem nefnist Áður en ég brjálast. Um er að ræða feminískt skáldverk um ástir, ólík breytingarferli og lífsreynslu róttækrar móður sem leitar heim í skáldskapinn þar sem goðsagnaverur vappa um. Við hugum einnig að tónlist því listahátíðin Reykjavík Fringe hóf göngu sína í gær og stendur út vikuna. Tónlistarkonan Heather Ragnars verður með tvenna tónleika á hátíðinni og leit við hjá okkur í hljóðstofu. Við rifjum einnig upp lestur Bríetar Héðinsdóttur úr rúmlega þúsund ára gamalli dagbók Sei Shónagon. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Anna María Björnsdóttir.

    Svipmynd af Götuhorni

    Play Episode Listen Later May 28, 2025 50:36


    Svipmynd Víðsjár er af bókinni Götuhorni; Skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist, sem var gefin var út af Listasafni Íslands og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Á blaðsíðum birta 15 rithöfundar texta sem þeir skrifa út frá listaverkum í safneign Listasafns Íslands. Textarnir eru í mörgum mismunandi stílum og túlka, prjóna við, líkja eftir og/eða greina listaverkin. Götuhorn er því skemmtilegt bland í poka af listaverkum og textum sem fara sínar eigin leiðir í samskiptum við verkin. Í svipmyndinni heyrum við frá fjórum rithöfundum sem skrifuðu í bókina, þeim Maríu Elísabetu Bragadóttur, Karólínu Rós Ólafsdóttur, Jóni Kalmani Stefánssyni og Margréti Bjarnadóttur.

    Tolstoj og Þorvarður Árnason

    Play Episode Listen Later May 27, 2025 55:30


    Við hugum að rússneska rithöfundinum Leo Tolstoj en bók hans Anna Karenína kom út árið 1878 og hefur svo að segja verið í deiglunni allar götur síðan. Þessi heimsbókmennt verður til umræðu hjá okkur í sjomlahorni dagsins. Rebekka Þráinsdóttir kemur við í hljóðstofu og greinir frá verkinu. Þorvarður Árnason heimsækir þáttinn einnig. Hann er líffræðingur, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og umhverfishugvísindamaður sem hefur undanfarna áratugi kannað samband manns og náttúru frá ýmsum sjónarhornum. Hann er meðal listamanna á samsýningunni Jöklablámi, sem opnaði í Verksmiðjunni á Hjalteyri nýverið og í vor kom út eftir hann bókin Víðerni, þar sem hann veltir fyrir sér hinu villta í náttúru Íslands og gerir íslenskum víðernum skil á þverfaglegan hátt.

    Kolkrabbinn, dægurlög, Albertine æfingarnar, skrúfur og tappar

    Play Episode Listen Later May 26, 2025 51:19


    Kolkrabbinn er ný viðburðaröð Ensemble Adapter í samvinnu við Tjarnarbíó. Á Kolkrabbanum má sjá verk sem dansa á mörkum tónlistar, gjörningalistar, dans og leikhúss, einhverskonar tilrauna-tón-leikhús sem er samt ekki ópera. Kolkrabbinn er með alla anga úti og allt í öllu og annað kvöld verður hann í fyrsta sinn á sviði Tjarnarbíós með verk sem heitir Everything Everywhere. Hörpuleikarinn Gunnhildur Einarsdóttir og slagverksleikarinn Matthias Engler eru forsprakkar Kolkrabbans og þau segja okkur nánar af uppátækjum hans í þætti dagsins. Gauti Kristmannsson fjallar um nýútkomna bók í glænýrri ritröð Tunglsins, Svartholi, sú er þýðing Ragnars Helga Ólafssonar á verki Anne Carson og heitir Albertine æfingarnar. Við hugum líka að sígildri nútímatónlist og veltum fyrir okkur hvaða dægurlög lifi af umrót tímans og einnig skoðum við tappa og skrúfur í vegg.

    Ásgerðarsafn, ný íslensk stórsveitartónlist og arkitektúrpistill #2

    Play Episode Listen Later May 22, 2025 56:31


    Ásgerður Búadóttir var frumkvöðull í listvefnaði á Íslandi og telst meðal fremstu myndlistarmanna þjóðarinnar. Í síðustu viku opnaði glænýtt safn tileinkað Ásgerði og ævistarfi hennar á veraldarvefnum, á slóðinni asgerdarsafn.is. Umsjónarmaður safnsins og sonur Ásgerðar, Björn Þrándur Björnsson, segir okkur nánar af safninu og vinnunni að baki í þætti dagsins. Samúel Jón Samúelsson segir okkur líka frá tónleikum sem Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir í Hörpu nú á sunnudag undir yfirskriftinni Ný íslensk tónlist, en þar verða flutt glæný tónverk eftir ólíka íslenska höfunda. Og arkitektinn og arkitektúrsagnfræðingurinn Óskar Arnórsson flytur okkur pistil númer tvö í nýrri pistlaröð sem hann kallar Arkitektúr og...

    Svipmynd - Barbara Hannigan - þýdd útgáfa

    Play Episode Listen Later May 21, 2025 55:20


    Barbara Hannigan er margverðlaunuð sópransöngkona og hljómsveitarstjóri, tónlistarkona í framlínu þess áhugaverðasta og vandaðasta sem gerist í klassíska tónlistarheiminum í dag. Hún er þekkt fyrir hugrekki og frumlegheit í efnisvali og sérlega vandaðar tónleikaefnisskrár, þar sem hún blandar saman gömlu og nýju á músíkalskan og áhrifaríkan hátt. Hannigan er án efa meðal hæfileikaríkustu og eftirsóttustu tónlistarmanna í heiminum og það því sannarlega stórfrétt þegar tilkynnt var að Hannigan myndi taka við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá haustinu 2026. Og nú styttist í að Barbara Hannigan stígi á Eldborgarsviðið næst, því hún mun stýra og syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á lokatónleikum tónleikaársins, þann 5. júní næstkomandi. Svipmynd dagsins er tileinkuð Barböru Hannigan. Í útsendingu ljáði Gígja Hólmgeirsdóttir Barböru rödd sína en einnig má finna ódöbbaða útgáfu viðtalsins með enskum svörum Hannigan hér í spilara RÚV, með því að leita að "Svipmynd - Barbara Hannigan - ensk útgáfa"

    Jakob Bro, merkingarleit og pissuskálin alræmda

    Play Episode Listen Later May 20, 2025 55:09


    Danski gítarleikarinn Jakob Bro hefur boðað komu sína til landsins. Hann ásamt saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og bassaleikaranum Skúla Sverrissyni stefnir á tónleikaferð um landið sem mun hefjast á laugardag. En samferða tónleikahaldi munu þeir stunda lagasmíðar. Við mælum okkur mót við Óskar Guðjónsson í þætti dagsins og ræðum Jakob Bro og ferðalagið. Freyja Þórsdóttir flytur pistil þar sem hún veltir meðal annars fyrir sér hvort merkingarleit sé manneskjunni lífsnauðsynleg. Og hvort tenging við náttúruna sé mikilvægur liður í slíkri leit. Við rifjum einnig upp stuttan pistil frá árinu 2023 þar sem Halla Harðardóttir ræðir hina alræmdu pissuskál Duchamp og rannsakar hvort þessi frumkvöðull dadaismans hafi stolið verkinu frá listakonunni Elsu von Freytag-Loringhoven.

    DansDagar, Rúmmálsreikningur Solvej Balle, skrif Vals Gunnarssonar

    Play Episode Listen Later May 19, 2025 52:44


    Dansdagar hefjast í dag og standa yfir fram á laugardagskvöld. Hátíðin er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Dansverkstæðisins og markmið hennar er að sögn aðstandenda að bjóða bæði atvinnudönsurum og áhugafólki upp á þjálfun og innsýn inn í ýmsa kima danslistarinnar og vekja þannig athygli á dansinum sem sameiningarafli. Danshöfundurinn og verkefnastjórinn Kara Hergils Valdimarsdóttir lítur við í hljóðstofu og segir okkur frá hátíðinni. Annars erum við að mestu með hugann við bókmenntir í þætti dagsins. Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um skrif á mörkum bókmenntagreina, og tekur þar sérstaklega fyrir verk sagnfræðingsins Vals Gunnarssonar og Anna María Björnsdóttir hugar að sjö binda skáldsögu Solvej Balle, Rúmmálsreikningi, með bókmenntafræðingnum Snædísi Björnsdóttur.

    Þórdís Gísladóttir - Maístjarnan, Sköpun í Hallgrímskirkju, Óskar Örn - Arkitektúr og nr 1

    Play Episode Listen Later May 15, 2025 51:28


    Þórdís Gísladóttir hlaut í gær ljóðaverðlaunin Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Aðlögun. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars; Í Aðlögun er atferli nútímamannsins skoðað frá ýmsum sjónarhornum, bæði af kímni og alvöru, í fortíð og framtíð, en þó mest í þessari fremur hversdagslegu nútíð sem flest okkar kalla daglegt líf. Vinningshafinn mætir í hljóðstofu og segir okkur frá bókinni. Doktor Óskar Örn Arnórsson flytur okkur sinn fyrsta pistil í nýrri pistlaröð um arkitektúr sem hann kallar einfaldlega Arkitektúr og... og Finnur Karlsson og Björn Steinar Sólbergsson segja okkur frá frumflutningi á tónverki Finns, Sköpun, og tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur og Kórs Hallgrímskirkju sem fara fram á sunnudag.

    Svipmynd af Lovísu Ósk Gunnarsdóttur

    Play Episode Listen Later May 14, 2025 49:58


    Lovísa Ósk Gunnarsdóttir byrjaði snemma að dansa en stefndi þó ekki á atvinnudansarann. Hún bjóst við að þurfa að finna sér annað að gera en sá tími kom hins vegar aldrei. Hún hafði verið fullgildur meðlimur Íslenska dansflokksins í 16 ár þegar hún slasaðist illa og var kippt út af sviðinu um hríð. Um svipað leyti hélt Lovísa Ósk að hún væri að byrja á breytingarskeiðinu og opnaði reynslan augu hennar fyrir því hvernig það er að eldast og hvaða áhrif það hefur á sjálfið. Hún lagðist í rannsóknarvinnu og úr varð útskriftarverkefni hennar When the bleeding stops sem hefur nú ferðast um heiminn. Lovísa Ósk, sem tók nýverið við sem listdansstjóri Íslenska dansflokksins, er gestur okkar í svipmynd dagsins.

    Guðrún Bergsdóttir á Gerðarsafni, Silence of Reason og stjörnur í Árósum

    Play Episode Listen Later May 13, 2025 49:16


    Textíllistakonan Guðrún Bergsdóttir skapaði á jaðrinum en ævistarf hennar hefur markað djúp og mikilvæg spor í íslenskri listasögu. Nýverið opnaði yfirlitssýning á verkum hennar í Gerðarsafni og við hittum þar sýningarstjórann, myndlistarkonuna Hildigunni Birgisdóttur í þætti dagsins. Við heyrum líka viðtal við kvikmyndagerðarkonuna Kumjönu Novakovu um kvikmyndina Silence of Reason, sem fjallar um hina alræmdu þjóðarhreinsun í Bosníu á tíunda áratugnum og sláum á þráðinn hjá tónskáldinu Báru Gísladóttur og danshöfundinum Margréti Bjarnadóttur sem frumsýna á föstudag sviðsverkið Cooler Stars Glow Red á SPOR hátíðinni í Árósum.

    Þóra Jónsdóttir skáld, listakonan Auður Sveinsdóttir Laxness og Jötnar hundvísir /rýni

    Play Episode Listen Later May 12, 2025 52:06


    Eftir Auði Sveinsdóttur Laxness liggur fjöldi textílverka og greinaskrifa um hannyrðir og textíl, en mörg af verkum hennar eru varðveitt á Gljúfrasteini. Safnafræðingurinn Marta Guðrún Jóhannesdóttir segir okkur frá verkum hennar, en hún vann um þau sýningu og útvarpsþætti árið 2014. Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um verðlaunabók Ingunnar Ásdísardóttur, Jötnar hundvísir, Norrænar goðsagnir í nýju ljósi, og við hugum að skáldskap Þóru Jónsdóttur, sem varð 100 ára fyrr á þessu ári. Dætur Þóru, þær Kirstín og Elín Flygenring, líta við í hljóðstofu til að lesa og fjalla um skáldskap móður sinnar, en á sunnudaginn verður haldin ljóðadagskrá Þóru til heiðurs í Gunnarshúsi.

    Málþing um Vasulka hjónin, tónleikar til heiðurs Kurt Weill og Soft Shell/rýni

    Play Episode Listen Later May 8, 2025 53:02


    Með áherslu á ferlið, fremur en útkomuna, festu hjónin Steina og Woody Vasulka sig í sessi meðal áhrifamestu vídeólistamanna 20. aldarinnar. Á laugardaginn verður haldið málþing í Norræna húsinu þar sem varpað verður ljósi á varanleg áhrif þeirra brautryðjandi starfs á samtímalistir og tækni. Í ár er 125 ára ártíð og 75 ára dánartíð hins merka þýska tónskálds Kurt Weill. Brynhildur Björnsdóttir blæs til tónleika honum til heiðurs í kvöld og við heyrum frá henni. Við heyrum líka af tónleikum til heiðurs ljóðskáldinu Edith Södergran sem tríó Önnu Kruse stendur fyrir í Norræna húsinu. Katla Ársælsdóttir fjallar um danssýningu Katrínar Gunnarsdóttur, Soft Shell, sem sýnd var í Tjarnarbíói um liðna helgi.

    Hraunmyndanir - framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr

    Play Episode Listen Later May 7, 2025 53:54


    Árið er 2150. Við erum stödd í framtíðarsamfélagi þar sem okkur hefur tekist að beisla hraunrennsli, eins og okkur tókst með gufuaflið á 20. öld. Með framsæknum lausnum nýtum við hraun sem byggingarefni og umbreytum staðbundinni ógn í auðlind. Þetta er í stuttu máli grunnhugmyndin að Hraunmyndunum, framlagi Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr, sem opnar um helgina. Arkitektastofan s.ap arkitektar, þverfagleg rannsóknarstofa með áherslu á tilgátuverkefni framtíðarinnar, eru höfundar Hraunmyndanna. Listrænn stjórnandi verkefnisins er arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir en auk hennar skipa teymið þau Arnar Skarphéðinsson, Björg Skarphéðinsdóttir, Sukanya Mukherjee, Jack Armitage og Andri Snær Magnason. Hópurinn er nú í óða önn við að klára uppsetningu verksins, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Við tileinkum svipmynd dagsins þessu stórmerkilega verkefni, Hraunmyndunum, og tökum púlsinn á teyminu á lokaprettinum fyrir foropnun íslenska skálans í Feneyjum.

    Andrými Jónu Hlífar, Svarthol Tunglsins og heimspekihugleiðing Freyju Þórsdóttur

    Play Episode Listen Later May 6, 2025 55:37


    „Ég held að líf okkar sé á mörgum tíðnisviðum. Það er einhver tíðni sem ljóðið tilheyrir þar sem ekkert annað er. Ef maður sinnir ekki þessari tíðni verður lífið fátækara og leiðinlegra," segir Ragnar Helgi Ólafsson, en þeir Dagur Hjartarson hafa síðustu tólf ár staðið fyrir ýmsum gjörningum, viðburðum og útgáfu undir formerkjum Tunglsins. Félgarnir koma við í hljóðstofu í Víðsjá dagsins, segja okkur frá nýrri ritröð ljóðaþýðinga sem þeir kalla Svarthol og velta fyrir sér tilvist ljóðsins. Við lítum líka við á einkasýningu Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Alverund, í Hafnarborg, og heyrum heimspekihugleiðingu Freyju Þórsdóttur, sem að þessu sinni veltir fyrir sér hverfulleika, varanleika, minni og meðvitund.

    ef hl halld ragnar helgi
    Innrými í Einarssafni, Vík prjónsdóttir og Hús dags, hús nætur/rýni

    Play Episode Listen Later May 5, 2025 54:08


    Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir tímatengd verk, þar sem hann beinir sjónum að hinu innra í stækkaðri mynd og rannsakar efnisheiminn með hljóðum, ljósum, litum og hreyfingu. Verk hans hafa oftar en ekki verið unnin í hrá rými með skýrum tengingum við ýmis vélræn fyrirbæri, en innsetning hans í Hnitbjörgum Listasafns Einars Jónssonar krafðist annars konar nálgunar, enda salurinn þétt skipaður höggmyndum hins symbólíska höggmyndasmiðar á háum stöllum. Sigurður segir okkur af yfirstandandi sýningu, Innrými, í þætti dagsins. Kolbrún Vaka Helgadóttir ræðir líka við þær Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Brynhildi Pálsdóttur um hönnunarfyrirtækið Vík prjónsdóttur og Gauti Kristmannsson rýnir í skálsögu Olgu Tokarczuk, Hús dags, hús nætur, í þýðingu Árna Óskarssonar.

    Svipmynd - Janus Bragi Jakobsson

    Play Episode Listen Later Apr 30, 2025 49:43


    Janus Bragi er íslenskur heimildarmyndagerðarmaður. Hann útskrifaðist sem leikstjóri frá danska kvikmyndaskólanum árið 2009 og hefur síðan þá framleitt, stýrt og klippt heimildarmyndir fyrir sjónvarp og bíó, sömuleiðis gert auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hann hefur kennt heimildarmyndagerð við Kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands, sem og verið stjórnandi Skjaldborgar, hátíð íslenskra heimildamynda sem haldin er ár hvert á Patreksfirði. Janus lauk nýverið við gerð heimildamyndarinnar Paradís amatörsins. Myndin byggir á efni frá fjórum mönnum af mismunandi kynslóðum sem eiga það allir sameiginlegt að hafa deilt persónulegum fjölskylduvídeóum eða myndböndum úr eigin lífi á YouTube. Í myndinni fylgir Janus mönnunum eftir og rýnir í hvernig þeir, með deilingu eigins myndefnis, spegla það sem skiptir mestu máli í lífinu. Janus Bragi er gestur svipmyndar í dag. Anna Gyða Sigurgísladóttir stýrir umfjöllun.

    The Clock/Christian Marclay, ROR/Auga og hugleiðing um takt á degi dansins

    Play Episode Listen Later Apr 29, 2025 54:47


    Nú á föstudaginn gefst áhugasömum kostur á að leggja leið sína í Listasafn Íslands og berja augum verk sem telst meðal merkustu listaverka 21. aldarinnar. The Clock (2010) eftir svissnesk-bandaríska listamanninn Christian Marclay hlaut gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og hefur síðan farið sigurför um heiminn. Vídeóverk Marclays er klippt saman úr mörg þúsund myndbrotum, sem hvert og eitt skírskotar til ákveðinnar tímasetningar og sem í réttri tímaröð spannar heilan sólarhring, mínútu fyrir mínútu. Tvær sólarhringssýningar verða á verkinu og sú fyrri hefst á föstudaginn kl 17. Víðsjá leit við í Listasafni Íslands í morgun og tók þar púlsinn á listamanninum. Við kynnum okkur líka nýlega hljómplötu úr smiðju tónlistarparsins Gyðu Valtýsdóttur og Úlfs Hanssonar, Auga, og rifjum upp hugleiðingu Aðalheiðar Halldórsdóttur um takt í tilefni af alþjóðlegum degi dansins.

    Ný íslensk ópera í Berlín, Adrianne Lenker og Stefán sigrar atvinnulífið

    Play Episode Listen Later Apr 28, 2025 50:48


    Í gærkvöldi var ný íslensk ópera frumflutt í Berlín. Óperan ber heitið Cave, og kemur úr smiðju tónskáldsins Hauks Þórs Harðarsonar, sem var einn þriggja vinningshafa í keppni sem ber yfirskriftina Neue Szenen, og er ætlað að vekja athygli á nýjum og áhugaverðum röddum í heimi klassískrar tónlistar og óperu. Við sláum á þráðinn hjá Hauki Þór í upphafi þáttar. Kalta Ársælsdóttir rýnir í einleikinn Stefán sigrar atvinnulífið, sem grínistinn og sviðshöfundurinn Stefán Ingvar Vigfússon sýnir í Sykursalnum og í síðari hluta þáttar setur Tómas Ævar upp greiningargleraugun í umfjöllun sinni um nýja tónleikaplötu bandarísku tónlistarkonunnar Adrianne Lenker Live at Revolution Hall sem kom út í síðustu viku. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Tómas Ævar Ólafsson

    Svipmynd af Ara Braga Kárasyni

    Play Episode Listen Later Apr 23, 2025 52:46


    Ari Bragi Kárason eyddi öllum fermingarpeningunum í geisladiskabúð og tæmdi þar trompetrekkann. 16 ára stakk hann af til New York til þess að sjá átrúnaðargoðin í jazzklúbbum borgarinnar. Hann einsetti sér að flytja þangað og læra en eftir fimm ára dvöl og útskrift með láði fór hann að tvístíga frammi fyrir raunveruleika tónlistarbransans. Þá gerði hann sér lítið fyrir, varð afreksmaður í íþróttum og sló Íslandsmet í spretthlaupi sem enn stendur. En tónlistin varð ofan á að lokum og nýlega afrekaði Ari Bragi að verða fyrsti Íslendingurinn til að fá fastráðningu í Stórsveit danska útvarpsins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason er gestur okkar í svipmynd dagsins.

    Data gígar, veruleikaflótti og Guðmundur Steinsson

    Play Episode Listen Later Apr 22, 2025 55:01


    Við komum við í Þulu gallerýi við Austurbakka og skoðum þar fyrstu einkasýningu Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur, Data Gígar, sem hverfast um eldgos á Reykjanesskaga, gagnagnótt, birtingarmyndir dægurmenningar og áferðir stafrænna og efnislegra miðla. Freyja Þórsdóttir flytur pistil um ólíkar og misjafnlega uppbyggilegar tegundir veruleikaflótta. Við rifjum einnig upp viðtal sem Eiríkur Guðmundsson tók við Sigurð Sigurjónsson, leikara og Stefán Baldursson, leikstjóra og fyrrum Þjóðleikhússtjóra, um leikskáldið Guðmund Steinsson sem hefði orðið 100 ára nú um helgina.

    Svipmynd af Herbie Hancock

    Play Episode Listen Later Apr 16, 2025 53:38


    Þrír vendipunktar á ævi Herbie Hancock

    Ljóð frá Gaza, Siddharta, slaufunarmenning

    Play Episode Listen Later Apr 15, 2025 57:04


    Haustið 2023 var ljóðskáldið Mosab Abu Toha tekinn höndum þegar hann reyndi að flýja Gaza og PEN samtökin og fleiri kölluðu eftir upplýsingum um afdrif hans. Þá var liðið ár frá því að Abu Toha gaf út sína fyrstu ljóðabók, Things You May Find Hidden in My Ear, sem farið hefur sigurför um heiminn. Móheiður Hlíf Geirmundsdóttir, skáld og bóksali, þýddi bókina á íslensku og lítur við í hljóðstofu. Gauti Kristmannsson, bókmenntarýnir, grípur í sígilda bókmennt eftir Hermann Hesse, Siddhartha sem segja má að hafi orðið til þess að mörg ungmenni hippakynslóðarinnar lögðu leið sína til Indlands. Þá grípum við niður í fyrsta þætti Kristlínar Dísar Ingilínardóttir, Var afa mínum slaufað, þar sem Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum leggur orð í belg, og rifjum upp innslag um huldutónlistarmanninn G. Weller.

    Hugur, gervigreindartónlist og Rúmmálsreikningur

    Play Episode Listen Later Apr 14, 2025 53:19


    Hugur, tímarit Félags áhugamanna um heimspeki kemur formlega út í dag og ræðum við við ritstjóra blaðsins, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson í þættinum. Þema tímaritsins er tækni og að því tilefni rifjum við upp viðtal sem Lestin tók við Þórhall Magnússon, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í framtíðartónlist við háskólann í Sussex, um gervigreindartónlist. Síðan hugum við að Rúmmálsreikningi eftir Solvej Balle sem tilnefnd var til alþjóðlegu Booker verðlaunanna á dögunum.

    Reykvíska snemmtónlistarhátíðin, Kynslóðir jökla og Hringir Orfeusar/rýni

    Play Episode Listen Later Apr 10, 2025 54:46


    Á nýliðnum alþjóðadegi jökla, þann 21. mars, opnaði sýning undir yfirskriftinni Kynslóðir jökla í nýtilkominni menningarmiðstöð í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Sýningin er ferðalag í gegnum sögu jöklabreytinga og myndefnið spannar tímabil mikilla breytinga á hvorutveggja, hinni sjónrænu arfleifð og ásjónu jökla. Jöklafræðingurinn Hrafnhildur Hannesdóttir og sýningarstýran Anna Diljá Sigurðardóttir fylgdu okkur um sýninguna. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í dansverk Ernu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins, Hringi Orfuesar og annað slúður. Þá hugum við að tónlistarhátíð sem hefst í Hörpu á mánudagskvöld og ber heitið Reykjavík Early Music Festival. Dagskrá hátíðarinnar er hin glæsilegasta, þar sem nokkrir frambærilegustu snemmtónlistarhópar samtímans troða upp. Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðluleikari og ein aðstandenda hátíðarinnar mætir í hljóðstofu.

    Svipmynd af Herdísi Egilsdóttur

    Play Episode Listen Later Apr 9, 2025 52:27


    Í tilefni af Barnamenningarhátíð endurflytjum við Svipmynd af Herdísi Egilsdóttur, kennara og rithöfundi, sem hefur tileinkað líf sitt menntun barna og barnamenningu. Herdís fæddist á Húsavík þann 18. júlí árið 1934 og fagnaði því níræðisafmæli sínu í sumar. Hún hóf kennslu í Ísaksskóla árið 1953 og starfaði þar í 45 ár, eða fram til ársins 1998. Herdís hefur skrifað fjölda bóka, leikrit, sjónvarpsefni og námsefni fyrir börn. Þar á meðal eru bækurnar um Pappírs-Pésa og Siggu og skessuna og kennsluhandbók í lestri sem nefnist Það kemur saga út úr mér. Herdís hefur þróað merkilegar kennsluaðferðir, á borð við Landnámsaðferðina, sem vakið hafa mikla athygli. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar og segist hvergi nærri hætt.

    Innlyksa, plötuverslanadagurinn og Rammana

    Play Episode Listen Later Apr 8, 2025 54:33


    Í Víðsjá dagsins setjumst við niður með höfundum smásagnasafnsins Innlyksa, þeim Rebekku Sif Stefánsdóttur, Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur og Sjöfn Asare og veltum þessu athyglisverða bókmenntaverki fyrir okkur. Við leggjum leið okkar niður í plötubúð miðbæ Reykjavíkur og hugum að plötuverslanadeginum með Jóhanni Ágústi Jóhannssyni plötusala. Síðan kynnum við okkur plötuna Rammana úr smiðju tælensku tónlistarkonunnar Salin.

    Hinn mildi vefur kynslóða, Fjallabak og Megas

    Play Episode Listen Later Apr 7, 2025 54:37


    Við lítum inn á Hlöðuloftið á Korpúlfsstöðum. Þar opnaði um helgina ný sýning á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna. Sýningin ber titilinn Hinn mildi vefur kynslóðanna, og er fyrsta sýningarverkefni FÍM um nokkurt skeið. Birta Guðjónsdóttir sér þar um sýningarstjórn. Við ræðum við hana í þætti dagsins. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í leikritið Fjallabak sem byggir á smásögu Annie Proulx og kvikmynd Ang Lee, Brokeback mountain, en Valur Freyr Einarsson leikstýrir leiksýningunni sem frumsýnd var fyrir rúmri viku í Borgarleikhúsinu. Við grípum einnig niður í útvarpsþætti sem Magnús Þór Jónsson, Megas, vann fyrir ríkisútvarpið hér á árum áður en hann fagnar í dag 80 ára afmæli.

    Stöngin inn á Hönnunarmars, Illgresin í Tjarnarbíói, Í skugga trjánna/rýni

    Play Episode Listen Later Apr 3, 2025 50:30


    Í dag hefst Hönnunarmars með pompi og prakt og á þriðja tug sýninga af mjög fjölbreyttu tagi. Meðal þeirra er sýningin Stöngin inn, í Hegningarhúsinu, þar sem áhugasamir geta kynnt sér umbreytingar sem framundan eru á Stangarbænum í Þjórsárdal. Verkefnið markar að sögn aðstandenda ákveðin þáttaskil í opinberum byggingum hér á landi og setur Stangarbæinn í sérstöðu sem fyrsta minjastaðinn á Íslandi sem er hannaður heildrænt með áherslu á umhverfislega og félagslega sjálfbærni. Við rifjum upp merkilega sögu Stangarbæjarins í Þjórsárdal og af sýningunni hjá arkitektinum Karli Kvaran í þætti dagsins. Gréta Sigríður Einarsdóttir vinnur líka úr eftirstöðvum jólabókaflóðsins með rýni í skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Í skugga trjánna, og við kynnum okkur nýja danssýningu í Tjarnarbíói sem ber yfirskriftina Illgresin hjá danshöfundinum Gígju Jónsdóttur og dansaranum og fulltrúa danshópsins Forward, Diljá Þorbjargardóttur. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

    Claim Víðsjá

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel