Flimtan og fáryrði

Follow Flimtan og fáryrði
Share on
Copy link to clipboard

Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda í léttum dúr. Þorir þegar aðrir þegja...

Gunnlaugur Bjarnason and Ármann Jakobsson


    • Dec 20, 2021 LATEST EPISODE
    • infrequent NEW EPISODES
    • 29m AVG DURATION
    • 35 EPISODES


    Search for episodes from Flimtan og fáryrði with a specific topic:

    Latest episodes from Flimtan og fáryrði

    Jólaþáttur II – Guð pissar á sig

    Play Episode Listen Later Dec 20, 2021 55:49


    Séra Sveinn Valgeirsson kemur í heimsókn í sérstökum jólaþætti þar sem rætt er um muninn á prestsstörfum í borg og landsbyggð, kraftaverk miðalda og jarteinasögur, íslenska dýrlinga, sérgreiðslur til presta, hversu illa Svíar voru liðnir á miðöldum, áhuga Gunnlaugs á Hallmark-bíómyndum og muninn á Lúter og Luther. Einnig um jólasiði í ýmsum löndum, gjafir vitringanna, presta í fjölskyldu Ármanns, setningagerð í guðspjöllunum, útvarpsmessuna á jólunum, Sinterklaas og fylgdarmenn hans, áfengisleysi norrænna jóla, mikilvægi grískukunnáttu, vinsæla playmókarla og að lokum um endurfæðingu Guðs í mannslíki. Aldrei hefur jólalegri hlaðvarpsþáttur litið dagsins ljós. 

    34 – Á morgni hins endurreista lýðveldis

    Play Episode Listen Later Nov 29, 2021 28:22


    Guðni Jónsson gaf út 42 fornsögur nánast á ljóshraða á 5. og 6. áratugnum og á undan honum gerði Sigurður Kristjánsson bóksali Íslendingasögur að þjóðareign. En hversu mikilvægar eru þær í þjóðarsálinni, hve lengi hafa þær verið vinsælar og hver er þáttur bóksala í Bankastræti í vinsældum þeirra? Er Ármann nógu háfleygur til að hafa samið heiti þáttarins upp úr sér? Hvað varð um Torfa sögu Valbrandssonar? Var aðdáendaspuni til á 19. öld? Hvað varð um Sverris sögu sem Ármann samdi níu ára? Ármann og Gunnlaugur ræða þetta allt og eins hvort stafsetning fornrita sé „nördismi“ eða hvort svarta, rauða eða brúna bandið sé best. 

    33 – Drekar og smáfuglar

    Play Episode Listen Later Nov 22, 2021 25:52


    Hvaða dreka nennti J.R.R. Tolkien að telja með sem alvöru norræna dreka? Og hver eru tengsl drekans við pabba þinn? Hversu gaman er að hefja ævistarfið eftir 73 ára aldur? Eru unglingar aðeins hættulegir í hóp? Voru loðbrækur CGI síns tíma?  Gunnlaugur og Ármann ræða mælsku og kurteisi dreka, fólk sem talar við gæludýrin sín og Júragarðinn í ljósi kenninga Sigmund Freud um „das unheimliche“ í þessum æsispennandi þætti sem lýkur á að Gunnlaugur segir: „Þá er betra að vera hobbiti“.

    32 – Rebbasögur 14. aldar

    Play Episode Listen Later Nov 15, 2021 25:32


    Ármann og Gunnlaugur glíma við hugmyndina um „unglegar Íslendingasögur“ og ræða tæknibrellur í Króka-Refs sögu. Getur verið að Hrafnkell Freysgoði hafi líka haft 15. aldar klippingu og hver var Remo Giazotto og hvernig tengist hann Íslendingasögunum? Eru „trúverðugt“ og „sagnfræðilegt“ samheiti? Hefði sonur Gunnlaugs átt að heita Refur? Hvers vegna töldu menn smekk Íslendinga hafa hnignað á 14. öld og hvers vegna eru áheyrendur ekki þegar búnir að lesa allt Kulturhistorisk leksikon?  

    31 – Ari fróði og mæðraveldið

    Play Episode Listen Later Nov 8, 2021 23:21


    Hver fann upp ostaskerann? Eru menn enn óljúgfróðir eða er nútíminn ekkert nema falsfréttir? Var Ingólfur Arnarson fyrsti landnámsmaðurinn? Voru landnámsmenn umhverfisböðlar? Var fræðimennska fyrri tíma stundum eins og skyggnilýsingar? Hefði höfundur Egilssögu nefnt son sinn Órækja þegar systir hans notaði nafnið Egill? Voru konur Íslendingasagnakennarar? Mun Gunnlaugur verða þekktur í sögunni sem Gunnlaugur fróði? Alveg rugluð? Þið verðið það ekki eftir þennan þátt af Flimtani og fáryrðum!

    30 – Allir norskir stýrimenn heita Bárður

    Play Episode Listen Later Nov 1, 2021 23:02


    Gunnlaugur og Ármann ræða áhugaleysi fræðimanna á austmönnum í sögunum sem hefur snúist við seinustu áratugi. Margt fleira bera á góma, m.a. skrárnar í útgáfum Guðna Jónssonar, dönsku og bresku kvennablöðin, heimildagildi Íslendingasagna, hvernig sé að vera tvíburi, Velvakandi, innflytjendauppruni Ármanns, verð á skírnarathöfnum fyrir hlaðvarpsstjórnendur og Ármann nær að koma að tilvitnun í þýska heimspekinginn Georg Simmel.  

    29 – Bestu vinir Mjallhvítar

    Play Episode Listen Later Oct 25, 2021 29:44


    Framdi Þór fyrsta hatursglæpinn? Voru Íslendingar hræddir við dverga? Hvers vegna gleymir Ármann stöðugt nafninu Alvís? Hverjir breytast í steina? Er Möndull erótískt nafn? Hvers vegna man fólk um fimmtugt aðeins dönsk nöfn dverganna sjö? Ármann og Gunnlaugur ræða dverga í eddukvæðum og Snorra-Eddu, þróun þeirra til nútímans og atvinnumöguleika dvergaleikara á öld tölvutækninnar. 

    28 – Plebbalegur matarsmekkur Norðlendings

    Play Episode Listen Later Oct 18, 2021 26:24


    Á að bera fram d í nafninu Halli? Er Ármann hörgabrjótur? Hversu lengi þurfa menn að burðast með syndir fortíðarinnar og hversu fákænn þarf maður að vera til að hengja sjálfan sig? Gunnlaugur og Ármann fjalla um einn af áhugaverðustu Íslendingaþáttunum í Morkinskinnu sem Gunnlaugi finnst þó ekki fyndinn (fyrr en Ármann hermir eftir Maggie Smith).  

    27 – 900 ára samtalsmeðferð

    Play Episode Listen Later Oct 11, 2021 24:56


    Gunnlaugur og Ármann huga að Íslendingaþáttum og ræða hvor sé fremri, Freud eða Jung. Voru dróttkvæði flutt með fyndinni röddu? Fundu Þjóðverjar upp rómantíkina á 19. öld? Hvað er betra en að láta kónginn hjala við sig? Og að lokum: hvað er hægt að kaupa hjá Bókmenntafélaginu á Hagatorgi? 

    26 – Grettir og galdranornin

    Play Episode Listen Later Oct 4, 2021 23:57


    Ármann og Gunnlaugur snúa aftur vegna fjölda áskorana, gæta þess að minnast ekki á pestina en ræða þess í stað neista heiðninnar árið 1030. En hvernig var Grettir klipptur? Var hann hinn íslenski Van Helsing? Hver eru tengsl múmínálfa við kristnitökuna? Hvað er Gunnlaugur aldrei kallaður? Er Ármann snjallari en Sauron? Og hvern hringirðu í?

    Sérstakur jólaþáttur – Jólin eru tími álfa og óvætta

    Play Episode Listen Later Dec 23, 2020 33:26


    Flimtan og fáryrði hafa lokið göngu sinni í bili og þá kemur að aukaefninu! Jólin eru hátíð ljóss og friðar – og berserkja, álfa og annarra óvætta. Gunnlaugur og Ármann eru í jólaskapi í sérstökum jólaþætti sem vegna fjölda áskorana var bætt við hlaðvarpið þar sem þeir ræða eigin jólahefðir og afstöðu Íslendinga fyrr og síðar til yfirnáttúrulegra afla. Meðal annars berst talið að 109 ára konum og „túristaálfinum“.

    24 – Á slóðum væringja

    Play Episode Listen Later Nov 16, 2020 33:37


    Hverjir voru Væringjar og hvernig varð sagnaritun um þá til? Og er Grís gott nafn á sveinbörn? Ármann og Gunnlaugur ræða við Sverri Jakobsson sagnfræðing sem sendir brátt frá sér bók um Væringja og dvelja að mestu í Miklagarði en þó er einnig vikið að Rússum og talið berst að seinasta skipti sem Sverrir og Ármann voru saman á öldum ljósvakans. Þetta er seinasti þáttur Flimtans og fáryrða í bili en orðrómur er í gangi um jólaþátt og jafnvel aðra þáttaröð ef áskoranir verða margar.

    23 – Stjörnulögfræðingar

    Play Episode Listen Later Nov 9, 2020 31:03


    Hrafnkels saga er fáum öðrum Íslendingasögum lík. Höfundur hefur takmarkaðan áhuga á ættfræði og nennir ekki að lýsa útliti manna en hefur áhuga á nýríkum stjörnulögfræðingum, hefndarþyrstum griðkonum og slyngum skósveinum. En tekst Ármanni að koma Friedrich Nietzsche að í þættinum? Og taka þeir virkilega ekki eftir því að Sámur er hundsnafn? Gunnlaugur og Ármann eru komnir alla leið til Austfjarða sem ævinlega voru of litlir á Íslandskortum fyrri alda.

    22 – Unglingagengi ræðst á varnarlausa

    Play Episode Listen Later Nov 2, 2020 30:36


    Gunnlaugur og Ármann fá góðan gest, Guðrúnu Nordal, og aftur er haldið á Sturlungaöld og rætt um eitt helsta voðaverk aldarinnar þegar hópur af vopnuðum unglingum réðst á konur og börn á Sauðafelli. Þessi þáttur er alls ekki fyrir þá sem finnst of mikið ofbeldi í Game of Thrones!

    21 – Börn eru hættuleg

    Play Episode Listen Later Oct 26, 2020 29:29


    Börn virðast sakleysisleg en enginn er óhultur þegar þau taka að leika „alþingisleikinn“ og afhjúpa leyndarmál fullorðinna. Ekki er heldur snjallræði að fá erfiðan ungling til að hugsa um fiðurfé heimilisins. Og hver vill vera á Hufflepuff-vistinni? Enn eru Gunnlaugur og Ármann að velta fyrir sér hvernig raddir hinna raddlausu hljóma í fornum textum.

    20 – Sjáum við rauðálfinn?

    Play Episode Listen Later Oct 19, 2020 29:30


    Í sumum Íslendingasögum birtist brothætt karlmennska þar sem jafnvel mestu hetjur verða fyrir skensi gárunga. Gunnlaugur og Ármann velta því upp hvort harða gagnrýni á kynjakerfið og kúgunartilburði þess megi finna í 13. aldar sögum og hvaða áhrif það hafi haft fyrir 20 árum að vekja máls á þessu.

    19 – Stétt með stétt

    Play Episode Listen Later Oct 12, 2020 29:38


    Hvað segir ástarsaga Hallfreðar og Kolfinnu okkur um stéttamun á miðöldum? Gunnlaugur og Ármann fá Torfa H. Tulinius í heimsókn og ræða skáldasögur miðalda og hinar miklu vinsældir þeirra. Einnig berst talið að skynsamlegum hjónaböndum.

    18 – Mállausa ambáttin Melkorka

    Play Episode Listen Later Oct 5, 2020 22:21


    Gunnlaugur og Ármann ræða ævintýraleg atvik í Íslendingasögunum, meðal annars söguna af Melkorku sem kom með konunglegt blóð inn í Laxdælaætt. Jafnframt um óhugnanlega þrælamarkaði í Danmörku á 10. öld og hvort Gilli hinn gerski sé hliðstæða Watto úr Stjörnustríði.

    17 – Húsbændur og hjú

    Play Episode Listen Later Sep 28, 2020 28:13


    Ýmsir smalamenn og griðkonur birtast í Íslendingasögunum. Hvaða máli skipta nafnlausar persónur í sögu? Hvaða ljósi varpar Roland Barthes á málið? Gunnlaugur og Ármann velta fyrir sér hvort sögurnar séu yfirstéttarbókmenntir og hvað gerist þegar alþýðufólk fær orðið.

    16 – Legið í gömlum bréfum

    Play Episode Listen Later Sep 21, 2020 26:01


    Ekki eru allir íslenskir miðaldatextar fornsögur. Í þessum þætti verður skyggnst í heim öðruvísi heimilda, bréfa frá miðöldum sem varðveist hafa og Jón Sigurðsson sjálfur gaf út fyrstur. Gunnlaugur og Ármann ræða við Láru Magnúsardóttur sagnfræðing sem gjörþekkir þessar heimildir. Um leið berst talið að flóknum samskiptum andlegs og veraldlegs valds á 13. öld.

    15 – Kassandra Íslands var gömul kerling

    Play Episode Listen Later Sep 14, 2020 28:55


    Það var hlegið að Sæunni kerlingu þegar hún varaði við arfanum á Bergþórshvoli. Gunnlaugur og Ármann ræða hvernig farið er með eldra fólk á miðöldum. Var því sýnd virðing, hvernig brást það við þegar unga kynslóðin hunsaði það og hvaða máli skipti Krónosargoðsögnin á 13. öld á Íslandi?

    14 - Töffarar teknir af

    Play Episode Listen Later Sep 7, 2020 25:03


    Þó að líklega sé enginn miðaldakonungur meira áberandi í nútímamenningunni en Haraldur blátönn urðu örlög hans snautleg samkvæmt Jómsvíkingasögu. Gunnlaugur og Ármann fá í heimsókn Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur og ræða meðal annars langdregna aftöku Jómsvíkinga.

    13 - Skarphéðinn er fyndinn

    Play Episode Listen Later Aug 31, 2020 29:33


    Hverju verða menn fróðari með því að athuga allar setningar sem hafðar eru eftir Íslendingasagnapersónu í beinni ræðu? Gunnlaugur og Ármann ræða hvað danska heimspekingnum Kierkegaard hefði fundist um Skarphéðin Njálsson og hvort hann sé fyrirmyndin að Mr Bennett í skáldsögu Jane Austen.

    12 - Þorbjörg dregur fram hnífinn

    Play Episode Listen Later Aug 23, 2020 25:01


    Varð helsta heimildin um norræna goðafræði til vegna hnífaárásar á föður skrásetjarans? Ármann og Gunnlaugur ræða einn helsta „spaða“ 12. aldar og tengsl hans við paurinn úr neðra.

    11 - Snorri goði grínast

    Play Episode Listen Later Aug 17, 2020 28:27


    Gunnlaugur og Ármann ræða hvort snjöll tilsvör Snorra goða séu ævinlega fyndin og þó enn frekar hvort og hvernig þau endurspegla vísindalega heimsmynd.

    10 - Grátandi elskendur

    Play Episode Listen Later Aug 10, 2020 26:46


    Í þáttinn kemur Kristín Ragna, rithöfundur og listamaður sem hefur mikið unnið með miðaldabókmenntir í list sinni og segir Gunnlaugi og Ármanni frá því en talið berst einnig að miðaldahetju sem er fríður sem stúlka og fellur reglulega í yfirlið.

    9 - Ekki bara Chelsea

    Play Episode Listen Later Aug 3, 2020 27:15


    Ármann og Gunnlaugur ræða hinn mikla herkonung Harald harðráða sem raunar féll ekki á Chelseavellinum heldur Stamford Bridge í Yorkshire (eins og þeir vita báðir í endurupptöku þáttarins) en þó féll hann og það árið 1066. Vanstilling og sovéskur einræðisherra koma einnig við sögu.

    8 - Færeyskir draumar

    Play Episode Listen Later Jul 27, 2020 27:54


    Færeyskan dreng dreymir stóra drauma en þessir færeysku draumaráðendur hugsa ekki nógu hátt. Ármann og Gunnlaugur skyggnast um í sögu Sverris konungs.

    7 - Viðræður um varúlfa

    Play Episode Listen Later Jul 20, 2020 26:37


    Hrikaleg óheppni Ála flekks er til umfjöllunar í þessum þætti þar sem meðal annars er rætt hvernig mannssálin endurspeglast í ævintýrinu. Sérstakur gestur er Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og sérfræðingur um varúlfa.

    6 - Kamarorg

    Play Episode Listen Later Jul 13, 2020 33:18


    Í sögu dagsins er ekkert kammerorkester eða kamarorghestar en hins vegar mikið kamarorg. Gunnlaugur og Ármann ræða púka og saur í þætti sem aldrei þessu vant er mjög við hæfi barna innan tólf ára. 

    5 - Um ósýnilega greind kvenna

    Play Episode Listen Later Jul 5, 2020 33:11


    Hún var jafnoki greindustu karlmanna Íslands en fjölmargir lesendur sjá það ekki og Gunnlaugur og Ármann ræða þessa útþurkkun gáfukonu

    4 - Skaðlegar skikkjur

    Play Episode Listen Later Jun 28, 2020 31:20


    Ýmsum verður ekki kápan úr því klæðinu í þessum þætti. Ármann og Gunnlaugur fá til sín góðan gest, hana Ásdísi Egilsdóttur, og haldið er til hirðar Artúrs konungs.

    3 - Hvað ráða þriggja ára við?

    Play Episode Listen Later Jun 28, 2020 31:30


    Ekki trúa öllu sem fólk segir um aðra er boðskapur þessa þáttar þegar Gunnlaugur og Ármann ræða meintan drykkjuskap þriggja ára drengs.

    2 - Ónytjungurinn Þorkell Súrsson

    Play Episode Listen Later Jun 28, 2020 26:50


    Gísli Súrsson var bestur í öllu nema kannski á nóttunni. En myndu Ármann og Gunnlaugur ráða bróður hans í vinnu?

    1 - Um misheppnað galdranám Gunnlaugs

    Play Episode Listen Later Jun 28, 2020 38:55


    Frumþátturinn þar sem Ármann og Gunnlaugur kynna leiðarljós hlaðvarpsins og íslensku 10. aldar útgáfuna af Hogwarts.

    Claim Flimtan og fáryrði

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel