Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á list…
Við skoðum bókina Borg kvenna eftir Christinu frá Pizan (1365 - 1430) í þætti dagsins. Viðmælandi er Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er pizza
Við skoðum bókina Borg kvenna eftir Christinu frá Pizan (1365 - 1430) í þætti dagsins. Viðmælandi er Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er pizza
Mal d'Archive, Sótthiti skjalasafnsins (1995) eftir franska heimspekinginn Jacques Derrida er til umfjöllunar í þætti dagsins. Í bókinni skoðar Derrida eðli og virkni skjalasafnsins, aðallega út frá freudískum fræðum. Hann segir stjórnun skjalasafnsins ómissandi þátt í stjórnmálalegu valdi og einnig minninga. Eðli skjalasöfnunar í hverju tilviki hefur afgerandi áhrif á líf skjalsins. Við rýnum í verkið sem og afbyggingaraðferð Derrida í þætti dagsins. Viðmælandi er Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur og heimspekingur. Skyndibitinn er franskt crêpes.
Mal d'Archive, Sótthiti skjalasafnsins (1995) eftir franska heimspekinginn Jacques Derrida er til umfjöllunar í þætti dagsins. Í bókinni skoðar Derrida eðli og virkni skjalasafnsins, aðallega út frá freudískum fræðum. Hann segir stjórnun skjalasafnsins ómissandi þátt í stjórnmálalegu valdi og einnig minninga. Eðli skjalasöfnunar í hverju tilviki hefur afgerandi áhrif á líf skjalsins. Við rýnum í verkið sem og afbyggingaraðferð Derrida í þætti dagsins. Viðmælandi er Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur og heimspekingur. Skyndibitinn er franskt crêpes.
Gilgameskviða frá Mesópótamíu er meðal elstu varðveittu rituðu bókmenntaverkum sögunnar, enda talið að uppruna kviðunnar megi rekja til súmerskra þjóðsagna þ.e.a.s. frá því um 2000 f.Kr. Í grófum dráttum má segja að söguljóðið fjalli um afrek konungs að nafni Gilgames, og samband hans við þegna sína sem og vin að nafni Enkídú. Í Gilgameskviðu er töluvert af ævintýrum og fundum með sérkennilegum verum og guðum. Kviðan er eins konar stúdía um vald, hugleiðing um mannlegt hlutskipti, um dauðann, vináttu, ást, hefnd, missi, eftirsjá, einmanaleika, og ýmislegt annað sem á erindi við samtímann. Við skoðum Gilgameskviðu nánar í þætti dagsins. Viðmælandi er Hjalti Snær Ægisson, bókmenntafræðingur Skyndibitinn er sýrlenskt kebab
Gilgameskviða frá Mesópótamíu er meðal elstu varðveittu rituðu bókmenntaverkum sögunnar, enda talið að uppruna kviðunnar megi rekja til súmerskra þjóðsagna þ.e.a.s. frá því um 2000 f.Kr. Í grófum dráttum má segja að söguljóðið fjalli um afrek konungs að nafni Gilgames, og samband hans við þegna sína sem og vin að nafni Enkídú. Í Gilgameskviðu er töluvert af ævintýrum og fundum með sérkennilegum verum og guðum. Kviðan er eins konar stúdía um vald, hugleiðing um mannlegt hlutskipti, um dauðann, vináttu, ást, hefnd, missi, eftirsjá, einmanaleika, og ýmislegt annað sem á erindi við samtímann. Við skoðum Gilgameskviðu nánar í þætti dagsins. Viðmælandi er Hjalti Snær Ægisson, bókmenntafræðingur Skyndibitinn er sýrlenskt kebab
Í þætti dagsins er umræðuefnið fyrsta skáldsaga franska heimspekingsins Jean-Paul Sartre, La Nausée eða Ógleðin (1938). Sagan fjallar um ungan mann að nafni Roquentin sem á ekki í samskiptum við marga. Hann er einmana og temur sér frekar að fylgjast með athöfnum og hegðun annarra en að eiga við þá samskipti. Allt í einu hellist yfir hann ógleði. Flökurleikinn virðist bæði gerjast innra með honum sjálfum en einnig umhverfis hann. Í anda Dalí málverka er eins og umhverfið ummyndist í kringum Roquentin. Hann hættir að geta ákvarðað merkingu hluta og þá afhjúpast ógnvekjandi óútreiknanlegur veruleiki. Rýnt er í þessa heimspekilegu skáldsögu Sartres í þætti dagsins. Viðmælandi er Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er pizza.
Í þætti dagsins er umræðuefnið fyrsta skáldsaga franska heimspekingsins Jean-Paul Sartre, La Nausée eða Ógleðin (1938). Sagan fjallar um ungan mann að nafni Roquentin sem á ekki í samskiptum við marga. Hann er einmana og temur sér frekar að fylgjast með athöfnum og hegðun annarra en að eiga við þá samskipti. Allt í einu hellist yfir hann ógleði. Flökurleikinn virðist bæði gerjast innra með honum sjálfum en einnig umhverfis hann. Í anda Dalí málverka er eins og umhverfið ummyndist í kringum Roquentin. Hann hættir að geta ákvarðað merkingu hluta og þá afhjúpast ógnvekjandi óútreiknanlegur veruleiki. Rýnt er í þessa heimspekilegu skáldsögu Sartres í þætti dagsins. Viðmælandi er Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er pizza.
Alain Robbe-Grillet, einn upphagsmanna nýsögu bókmenntahreyfingarinnar, er til umfjöllunar í þætti dagsins. Viðmælandi er Torfi H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum og forseti Íslensku- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, og doktor frá Sorbonne í París. Hann tengist einnig efni dagsins einstaklega vel, en það útskýrist nánar í þættinum.
Alain Robbe-Grillet, einn upphagsmanna nýsögu bókmenntahreyfingarinnar, er til umfjöllunar í þætti dagsins. Viðmælandi er Torfi H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum og forseti Íslensku- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, og doktor frá Sorbonne í París. Hann tengist einnig efni dagsins einstaklega vel, en það útskýrist nánar í þættinum.
,,Maður er ekki að horfa á málverk þegar maður horfir á myndirnar hans. Maður er að horfa á manneskjur. Hann nær að fanga sálina,'' sagði Þrándur Þórarinsson um málverk hollenska listmálarans Rembrandts, en líf hans og list er til umfjöllunar í þætti dagsins. Hugmyndir John Bergers eru hafðar til hliðsjónar. Viðmælandi er Þrándur Þórarinsson, listamaður. Skyndibitinn er pad thai
,,Maður er ekki að horfa á málverk þegar maður horfir á myndirnar hans. Maður er að horfa á manneskjur. Hann nær að fanga sálina,'' sagði Þrándur Þórarinsson um málverk hollenska listmálarans Rembrandts, en líf hans og list er til umfjöllunar í þætti dagsins. Hugmyndir John Bergers eru hafðar til hliðsjónar. Viðmælandi er Þrándur Þórarinsson, listamaður. Skyndibitinn er pad thai
„Ég held oft að stutt líf geti sagt okkur meira um lífið en langt líf,“ segir Laufey Helgadóttir listfræðingur um franska listamanninn Yves Klein, sem lifði hratt og ákaft, lést 34 ára gamall árið 1962. Hann var júdókappi, sjálflærður listamaður, félagi í Rósakrossreglunni, og gjörsamlega dolfallinn yfir bláa litnum. Þótt listferillinn væri aðeins sjö ár liggur eftir hann aragrúi af verkum og skrifum sem komu honum í bækur listasögunnar sem einum áhrifamesta listamanni Frakklands á 20. öld, ásamt Marcel Duchamp. Hann er þekktastur fyrir bláar einlitamyndir sínar, mónókrómin svokölluðu, en hann þróaði litinn sjálfur og nefnidi International Klein Blue (IKB) og fékk einkaleyfi fyrir. „Það var bindiefni í litnum sem gerði það að verkum að útgeislun þessa bláa litar var akkúrat sú sem hann var að leita að. Hann vildi að áhorfandinn myndi sogast inn í verkið. Að útgeislunin frá verkinu yrði það mikil að það listmagnaði allt umhverfið og áhorfandinn gæti þannig týnt sér í verkinu,“ segir Laufey um bláa IKB-litinn. Blái liturinn var táknrænn fyrir Klein, í litnum fann hann fyrir frelsi. Hann sagði: „Fyrst er ekkert, síðan er alls ekkert, svo kemur djúp blátt.“ Með tímanum færði hann sig frekar inn á svið óefniskennds myndnæmis. Markmiðið var að með tímanum yrði ekki neitt; tóm. Hann seldi til að mynda nokkur óefniskennd verk á ferlinum; sumsé ekkert. Hann tilheyrði hópi nýraunsæismanna en list hans flæðir inn á svið alls konar stefna og strauma; mínímalisma, landslags, ferlis- og líkamslistar, gjörningalistar, og annarra framúrstefnuhreyfinga sjöunda áratugar síðustu aldar. Í þætti dagsins skoðum við merkilegt en stutt lífshlaup Yves Kleins sem og listferil hans með áherslu á bláu einlitamyndirnar. Viðmælandi minn er Laufey Helgadóttir listfræðingur. Skyndibitinn er Big Mac.
„Ég held oft að stutt líf geti sagt okkur meira um lífið en langt líf,“ segir Laufey Helgadóttir listfræðingur um franska listamanninn Yves Klein, sem lifði hratt og ákaft, lést 34 ára gamall árið 1962. Hann var júdókappi, sjálflærður listamaður, félagi í Rósakrossreglunni, og gjörsamlega dolfallinn yfir bláa litnum. Þótt listferillinn væri aðeins sjö ár liggur eftir hann aragrúi af verkum og skrifum sem komu honum í bækur listasögunnar sem einum áhrifamesta listamanni Frakklands á 20. öld, ásamt Marcel Duchamp. Hann er þekktastur fyrir bláar einlitamyndir sínar, mónókrómin svokölluðu, en hann þróaði litinn sjálfur og nefnidi International Klein Blue (IKB) og fékk einkaleyfi fyrir. „Það var bindiefni í litnum sem gerði það að verkum að útgeislun þessa bláa litar var akkúrat sú sem hann var að leita að. Hann vildi að áhorfandinn myndi sogast inn í verkið. Að útgeislunin frá verkinu yrði það mikil að það listmagnaði allt umhverfið og áhorfandinn gæti þannig týnt sér í verkinu,“ segir Laufey um bláa IKB-litinn. Blái liturinn var táknrænn fyrir Klein, í litnum fann hann fyrir frelsi. Hann sagði: „Fyrst er ekkert, síðan er alls ekkert, svo kemur djúp blátt.“ Með tímanum færði hann sig frekar inn á svið óefniskennds myndnæmis. Markmiðið var að með tímanum yrði ekki neitt; tóm. Hann seldi til að mynda nokkur óefniskennd verk á ferlinum; sumsé ekkert. Hann tilheyrði hópi nýraunsæismanna en list hans flæðir inn á svið alls konar stefna og strauma; mínímalisma, landslags, ferlis- og líkamslistar, gjörningalistar, og annarra framúrstefnuhreyfinga sjöunda áratugar síðustu aldar. Í þætti dagsins skoðum við merkilegt en stutt lífshlaup Yves Kleins sem og listferil hans með áherslu á bláu einlitamyndirnar. Viðmælandi minn er Laufey Helgadóttir listfræðingur. Skyndibitinn er Big Mac.
„Þetta er ekki róttækur skáldskapur. Það er hægt að segja ýmislegt um hvað þetta er ekki, en þetta er allavega mjög tært ákall um gildi sem ég held að við verðum bara betri á að hafa í heiðri: náungakærleikur og trú á hið góða og fagra,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur, um kveðskap John Keats, eins höfuðskálda Englendinga á 19. öld. Hann var sjálfmenntaður í ritlist, hvorki af tignum ættum né ríkur. Hörmungakennd ævi hans var stutt, snilligáfa Keats og skáldaþroski vekur furðu enda var skáldaferillinn ekki nema rúm þrjú ár áður en hann lést 25 ára gamall úr berklum. Hann naut ekki vinsælda á meðan hann lifði, þvert á móti, fékk almennt slæma útreið gagnrýnenda samtíma síns. Það var ekki fyrr en eftir dauða hans, á síðari hluta 19. aldar, að fólk fór að endurmeta, og kunna að meta, kveðskap hans - og er hans getið meðal ekki ómerkari manna en Shelleys, Byrons og Shakespears undir lok aldarinnar. Við skoðum líf og list Keats í þætti dagsins. Viðmælandi minn er Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur Skyndibitinn er ketó skál
„Þetta er ekki róttækur skáldskapur. Það er hægt að segja ýmislegt um hvað þetta er ekki, en þetta er allavega mjög tært ákall um gildi sem ég held að við verðum bara betri á að hafa í heiðri: náungakærleikur og trú á hið góða og fagra,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur, um kveðskap John Keats, eins höfuðskálda Englendinga á 19. öld. Hann var sjálfmenntaður í ritlist, hvorki af tignum ættum né ríkur. Hörmungakennd ævi hans var stutt, snilligáfa Keats og skáldaþroski vekur furðu enda var skáldaferillinn ekki nema rúm þrjú ár áður en hann lést 25 ára gamall úr berklum. Hann naut ekki vinsælda á meðan hann lifði, þvert á móti, fékk almennt slæma útreið gagnrýnenda samtíma síns. Það var ekki fyrr en eftir dauða hans, á síðari hluta 19. aldar, að fólk fór að endurmeta, og kunna að meta, kveðskap hans - og er hans getið meðal ekki ómerkari manna en Shelleys, Byrons og Shakespears undir lok aldarinnar. Við skoðum líf og list Keats í þætti dagsins. Viðmælandi minn er Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur Skyndibitinn er ketó skál
„Hverfum aftur til þessa heims sem er harmrænn, þessarar harmrænu heimssýnar sem við finnum í grískum harmleikjum. Þar fáum við dýpri sýn á veruleikann og hún er listræn,“ sagði Sigríður Þorgeirsdóttir um efni fyrstu bókar þýska heimspekingsins Friedrichs Nietzsches, Fæðingu harmleiksins, sem er til umfjöllunar í þætti dagsins. Nietzsche deildi á þessum tíma draumum með Richard Wagner um að listin gæti endurnýjað menninguna. Þar sem hann var sérfræðingur í hinum forngríska heimi lá við að hann samræmdi sína sýn á fornöldina við nútímann í þessu fyrsta verki sínu. Og það gerir hann með hliðsjón af grískum harmleikjum. Í Fæðingu harmleiksins rekur Nietzsche tildrög og endalok tragedíunnar og veltir því upp hvert erindi hennar sé í sínum samtíma. Fæðing harmleiksins kom út 1872 þegar fræðimaðurinn var 28 ára gamall. Bókin fékk dræmar undirtektir á þeim tíma en vinsældir hennar jukust með tíð og tíma. Í Fæðingu harmleiksins er að finna ákveðið heimspekilegt stef sem fékk að óma áfram í komandi verkum hans, til að mynda hugmyndir um hið díónýsíska og hið apóllóníska, hugmyndir sem höfðu mikil áhrif á seinni tíma umræðu um fagurfræði og listir. Við rýnum nánar í verkið í þætti dagsins. Viðmælandi er Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er ketópizza.
„Hverfum aftur til þessa heims sem er harmrænn, þessarar harmrænu heimssýnar sem við finnum í grískum harmleikjum. Þar fáum við dýpri sýn á veruleikann og hún er listræn,“ sagði Sigríður Þorgeirsdóttir um efni fyrstu bókar þýska heimspekingsins Friedrichs Nietzsches, Fæðingu harmleiksins, sem er til umfjöllunar í þætti dagsins. Nietzsche deildi á þessum tíma draumum með Richard Wagner um að listin gæti endurnýjað menninguna. Þar sem hann var sérfræðingur í hinum forngríska heimi lá við að hann samræmdi sína sýn á fornöldina við nútímann í þessu fyrsta verki sínu. Og það gerir hann með hliðsjón af grískum harmleikjum. Í Fæðingu harmleiksins rekur Nietzsche tildrög og endalok tragedíunnar og veltir því upp hvert erindi hennar sé í sínum samtíma. Fæðing harmleiksins kom út 1872 þegar fræðimaðurinn var 28 ára gamall. Bókin fékk dræmar undirtektir á þeim tíma en vinsældir hennar jukust með tíð og tíma. Í Fæðingu harmleiksins er að finna ákveðið heimspekilegt stef sem fékk að óma áfram í komandi verkum hans, til að mynda hugmyndir um hið díónýsíska og hið apóllóníska, hugmyndir sem höfðu mikil áhrif á seinni tíma umræðu um fagurfræði og listir. Við rýnum nánar í verkið í þætti dagsins. Viðmælandi er Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er ketópizza.
Waldorf skólakerfið, Camp hill samfélög, vistvænn landbúnaður, anþrópósófía eru meðal hugverka austurríska fjölfræðingsins Rudolphs Steiner, en eftir hann liggja meira en 6000 fyrirlestrar og um 30 bækur. Steiner virðist eiga jafnmarga fylgjendur og andstæðinga, en aðferðir hans, og þá einkum dulspekileg mannspeki hans, hafa sætt harðri gagnrýni í gegnum tíðina. Við kynnum okkur hugsuðinn nánar í þætti dagsins. Viðmælandi er Lárus Sigurðsson, tónlistarmaður og jarðhörpusmiður. Skyndibitinn er grænmetisborgari
Waldorf skólakerfið, Camp hill samfélög, vistvænn landbúnaður, anþrópósófía eru meðal hugverka austurríska fjölfræðingsins Rudolphs Steiner, en eftir hann liggja meira en 6000 fyrirlestrar og um 30 bækur. Steiner virðist eiga jafnmarga fylgjendur og andstæðinga, en aðferðir hans, og þá einkum dulspekileg mannspeki hans, hafa sætt harðri gagnrýni í gegnum tíðina. Við kynnum okkur hugsuðinn nánar í þætti dagsins. Viðmælandi er Lárus Sigurðsson, tónlistarmaður og jarðhörpusmiður. Skyndibitinn er grænmetisborgari
,,Það sem liggur alltaf til grundvallar er að fegurðin er í huganum á okkur sjálfum. Fegurðin er í því hvernig við skynjum, í því hvernig við upplifum?? sagði Ingibjörg Sigurjónsdóttir um málaralist og hugsun kanadíska abstrakt expressionistans Agnesar Martin. Listakonan og verk hennar Gabriel eru til umfjöllunar í þætti dagsins, en Gabriel er eina kvikmyndin sem hún gerði á ferlinum. Með árunum hefur Martin meðal annars hlotið viðurnefnið ,,Óbyggðadulspekingur mínimalismanns?? - viðurnefni sem á vel við ef rýnt er í óhefðbundið líf hennar, hugsjónir sem skera sig úr og óhlutbundna málaralist hennar. Viðmælandi er Ingibjörg Sigurjónsdóttir, listakona Skyndibitinn er hamborgari og franskar
,,Það sem liggur alltaf til grundvallar er að fegurðin er í huganum á okkur sjálfum. Fegurðin er í því hvernig við skynjum, í því hvernig við upplifum?? sagði Ingibjörg Sigurjónsdóttir um málaralist og hugsun kanadíska abstrakt expressionistans Agnesar Martin. Listakonan og verk hennar Gabriel eru til umfjöllunar í þætti dagsins, en Gabriel er eina kvikmyndin sem hún gerði á ferlinum. Með árunum hefur Martin meðal annars hlotið viðurnefnið ,,Óbyggðadulspekingur mínimalismanns?? - viðurnefni sem á vel við ef rýnt er í óhefðbundið líf hennar, hugsjónir sem skera sig úr og óhlutbundna málaralist hennar. Viðmælandi er Ingibjörg Sigurjónsdóttir, listakona Skyndibitinn er hamborgari og franskar
Það er gjarnan talað um Abelard sem lykilmann í endurreisn heimspeki og mennta á miðöldum. En við þekkjum hann ekki fyrir það. Hann er nefnilega þekktastur fyrir bréfaskriftir sínar við Heloísu, ástkonu sína og heimspeking. Menn hafa fantaserað um örlagaþrungna ástarsögu þeirra öldum saman, hugleitt, sótt sér innblástur í, skrifað um. Við skoðum sögu þeirra nánar í þætti dagsins. Viðmælandi er Einar Már Jónsson, doktor í sagnfræði og sérfræðingur í miðöldum. Skyndibitinn er andabringa og kótilettur.
Það er gjarnan talað um Abelard sem lykilmann í endurreisn heimspeki og mennta á miðöldum. En við þekkjum hann ekki fyrir það. Hann er nefnilega þekktastur fyrir bréfaskriftir sínar við Heloísu, ástkonu sína og heimspeking. Menn hafa fantaserað um örlagaþrungna ástarsögu þeirra öldum saman, hugleitt, sótt sér innblástur í, skrifað um. Við skoðum sögu þeirra nánar í þætti dagsins. Viðmælandi er Einar Már Jónsson, doktor í sagnfræði og sérfræðingur í miðöldum. Skyndibitinn er andabringa og kótilettur.
,,Kjarni kvikmynda er að sýna fólki það sem það vill sjá. Að sýna það! Og það er eitthvað sem fólk gleymir. Í leikhúsi falla tjöldin áður en náttúruhamfarirnar, stórslysið skellur á. Og á sviði er það skiljanlegt. En hér, með myndavélinni, getum við farið hvert sem er. Myndavélin hefur vald.“ Þetta segir japanski kvikmyndaleikstjórinn Akira Kurosawa í heimildarmynd Chris Markers um hann, en við skoðum athyglisverðan feril listamannsins nánar í þætti dagsins. Það er stundum sagt að Akira Kurosawa sé fyrsti japanski kvikmyndaleikstjórinn sem öðlast alþjóðlega viðurkenningu, að hann hafi þannig opnað dyr til vesturs fyrir aðra japanska leikstjóra. Höfundarverk japanska kvikmyndagerðarmannsins Akira Kurosawa spannar 30 kvikmyndir á 57 ára ferli. Við tökum fyrir tvær mynda hans í þættinum, samúræja-myndirnar Yojimbo (1961) og Hidden Fortress (1958). Hann sótti sér innblástur vestur um haf, og að sama skapi sóttu vestrænir leikstjórar sér andagift í myndir Akira Kurosawa. Í áðurnefndum myndum hans er til dæmis að finna efnivið sem laumaði sér inn í Stjörnustríðsheim George Lucas, sem og spaghetti-vestra Sergio Leone, A Fistful of Dollars. Viðmælandi er Gunnella Þorgeirsdóttir, doktir í Austur-Asíufræðum en hún kennir námskeið um japanskar kvikmyndir við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er ristuð samloka.
,,Kjarni kvikmynda er að sýna fólki það sem það vill sjá. Að sýna það! Og það er eitthvað sem fólk gleymir. Í leikhúsi falla tjöldin áður en náttúruhamfarirnar, stórslysið skellur á. Og á sviði er það skiljanlegt. En hér, með myndavélinni, getum við farið hvert sem er. Myndavélin hefur vald.“ Þetta segir japanski kvikmyndaleikstjórinn Akira Kurosawa í heimildarmynd Chris Markers um hann, en við skoðum athyglisverðan feril listamannsins nánar í þætti dagsins. Það er stundum sagt að Akira Kurosawa sé fyrsti japanski kvikmyndaleikstjórinn sem öðlast alþjóðlega viðurkenningu, að hann hafi þannig opnað dyr til vesturs fyrir aðra japanska leikstjóra. Höfundarverk japanska kvikmyndagerðarmannsins Akira Kurosawa spannar 30 kvikmyndir á 57 ára ferli. Við tökum fyrir tvær mynda hans í þættinum, samúræja-myndirnar Yojimbo (1961) og Hidden Fortress (1958). Hann sótti sér innblástur vestur um haf, og að sama skapi sóttu vestrænir leikstjórar sér andagift í myndir Akira Kurosawa. Í áðurnefndum myndum hans er til dæmis að finna efnivið sem laumaði sér inn í Stjörnustríðsheim George Lucas, sem og spaghetti-vestra Sergio Leone, A Fistful of Dollars. Viðmælandi er Gunnella Þorgeirsdóttir, doktir í Austur-Asíufræðum en hún kennir námskeið um japanskar kvikmyndir við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er ristuð samloka.
,,Utangarðslistamenn eru gjarnan sjálflærðir, þeir tengjast í rauninni ekki listsamfélaginu eða listasögunni á neinn hátt, nema þá bara mjög lauslega'' sagði Jón Proppé, listheimpekingur, um einkenni utangarðslistamanna en umræðuefni þáttar er Henry Darger, einn rómaðasti listamaður stefnunnar. Eins og algengt er meðal naífista og utangarðslistamanna þá var list Dargers ekki uppgötvuð fyrr en skömmu áður en hann lést. Hann var fluttur á spítala, nokkrum mánuðum fyrir dauða, en á meðan hafði leigusali hans upp á margra áratuga, og óhemjustóru, höfundarverki Dargers. Þarna voru mörg hundruð teikningar, málverk og handrit. Verkið sem hefur þó vakið hvað mesta athygli er sagan af Vivien-stúlkunum. Þetta er myndskreytt skáldsaga í fimmtán bindum - samanlagt 15,145 blaðsíður. Titill bókar er ekki síður langur, The Story of the Vivian Girls, in What is Known as the Realms of the Unreal, of the Glandeco-Angelinian War Storm, Caused by the Child Slave Rebellion. Við skoðum líf og list Henry Dargers í þætti dagsins. Viðmælandi er Jón Proppé, listheimspekingur. Skyndibitinn er hamborgari.
,,Utangarðslistamenn eru gjarnan sjálflærðir, þeir tengjast í rauninni ekki listsamfélaginu eða listasögunni á neinn hátt, nema þá bara mjög lauslega'' sagði Jón Proppé, listheimpekingur, um einkenni utangarðslistamanna en umræðuefni þáttar er Henry Darger, einn rómaðasti listamaður stefnunnar. Eins og algengt er meðal naífista og utangarðslistamanna þá var list Dargers ekki uppgötvuð fyrr en skömmu áður en hann lést. Hann var fluttur á spítala, nokkrum mánuðum fyrir dauða, en á meðan hafði leigusali hans upp á margra áratuga, og óhemjustóru, höfundarverki Dargers. Þarna voru mörg hundruð teikningar, málverk og handrit. Verkið sem hefur þó vakið hvað mesta athygli er sagan af Vivien-stúlkunum. Þetta er myndskreytt skáldsaga í fimmtán bindum - samanlagt 15,145 blaðsíður. Titill bókar er ekki síður langur, The Story of the Vivian Girls, in What is Known as the Realms of the Unreal, of the Glandeco-Angelinian War Storm, Caused by the Child Slave Rebellion. Við skoðum líf og list Henry Dargers í þætti dagsins. Viðmælandi er Jón Proppé, listheimspekingur. Skyndibitinn er hamborgari.
,,Viðleitni heimspekinga til að lýsa heiminum í formi skilgreininga og hugtaka hefur gert það að verkum að sú reynsla okkar sem tungumálið nær ekki yfir hefur mögulega ekki fengið þá athygli sem skyldi í heimspekileri umfjöllun.'' Nanna Hlín Halldórsdóttir er gestur þáttarins í dag. Við veltum fyrir okkur tjáningu án orða innan heims heimspekinnar en þar kemur kenningarammi fyrirbærifaræðinnar helst fyrir, og þá aðallega franski 20. aldar heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty. En að mati Merleau-Ponty er líkaminn ekki aðskilinn vitundinni. ,,Vitundin er líkamleg. Ég er líkami minn, og það er fyrir tilvist líkamans sem ég skynja hlutina''. Viðmælandi er Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki. Skyndibitinn er pizza.
,,Viðleitni heimspekinga til að lýsa heiminum í formi skilgreininga og hugtaka hefur gert það að verkum að sú reynsla okkar sem tungumálið nær ekki yfir hefur mögulega ekki fengið þá athygli sem skyldi í heimspekileri umfjöllun.'' Nanna Hlín Halldórsdóttir er gestur þáttarins í dag. Við veltum fyrir okkur tjáningu án orða innan heims heimspekinnar en þar kemur kenningarammi fyrirbærifaræðinnar helst fyrir, og þá aðallega franski 20. aldar heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty. En að mati Merleau-Ponty er líkaminn ekki aðskilinn vitundinni. ,,Vitundin er líkamleg. Ég er líkami minn, og það er fyrir tilvist líkamans sem ég skynja hlutina''. Viðmælandi er Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki. Skyndibitinn er pizza.
,,Hvað er list? Hver fær að vera kallaður listamaður og snillingur? Og hvernig metum við listgildi verka?'' eru meðal þeirra spurninga sem Orson Welles spyr í kvikmynd sinni F For Fake (1974). Þetta er framsækið og tilraunakennt heimildardrama þar sem fléttað er saman nokkrum ólíkum sögum um listfalsara, þ.á.m. Elmyr de Hory og Clifford Irving. Við rýnum í umrædda mynd í þætti dagsins með Birni Þór Vilhjálmssyni. ,,Mér sýnist myndin koma fram með tilgátu um það hvernig listaheimurinn virkar og á sama tíma gagnrýnir hún listaheiminn og menningarlega staðla“ sagði Björn Þór meðal annars um athyglisverða kvikmynd Welles. F For Fake er síðasta mynd leikstjórans í fullri lengd og sker sig úr höfundarverki hans. Sjálfur vildi hann meina að ekki væri hægt að flokka hana þar sem hún tilheyrði ,,nýrri kvikmyndagrein''. Myndin er að hluta sjálfsævisöguleg - Welles stillir sjálfum sér upp við hlið loddaranna de Hory og Irving og íhugar almennt fúskara eðli mannsins. Viðmælandi er Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er píta.
,,Hvað er list? Hver fær að vera kallaður listamaður og snillingur? Og hvernig metum við listgildi verka?'' eru meðal þeirra spurninga sem Orson Welles spyr í kvikmynd sinni F For Fake (1974). Þetta er framsækið og tilraunakennt heimildardrama þar sem fléttað er saman nokkrum ólíkum sögum um listfalsara, þ.á.m. Elmyr de Hory og Clifford Irving. Við rýnum í umrædda mynd í þætti dagsins með Birni Þór Vilhjálmssyni. ,,Mér sýnist myndin koma fram með tilgátu um það hvernig listaheimurinn virkar og á sama tíma gagnrýnir hún listaheiminn og menningarlega staðla“ sagði Björn Þór meðal annars um athyglisverða kvikmynd Welles. F For Fake er síðasta mynd leikstjórans í fullri lengd og sker sig úr höfundarverki hans. Sjálfur vildi hann meina að ekki væri hægt að flokka hana þar sem hún tilheyrði ,,nýrri kvikmyndagrein''. Myndin er að hluta sjálfsævisöguleg - Welles stillir sjálfum sér upp við hlið loddaranna de Hory og Irving og íhugar almennt fúskara eðli mannsins. Viðmælandi er Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er píta.
Lítið sem ekkert er vitað um raunverulegt líf grísku skáldkonunnar Saffó, að auki er gjarnan sagt að minna en 1% af kveðskap hennar hafi varðveist til dagsins í dag. Þrátt fyrir það hafa mýtur um leyndardómsfulla ljóðskáldið lifað góðu lífi frá dauða hennar. Goðsögurnar eru af margvíslegu tagi; Konan sem skaraði framúr bæði karl- og kvenkyns skáldum til forna, Saffó sem tíunda skáldagyðjan, Saffó gagnkynhneigð, Saffó hinsegin, Saffó sem hin fallíska tríbeða, sem skólastýran, sem hóran, svo fáein dæmi séu nefnd. Viðtökusaga Saffóar felur í sér skáldskap, falsvísindi, hlutgervingu, fordóma, hól og margt fleira. Það má þannig segja að Saffó hafi eignast nýtt líf í skáldskap síðustu 26 alda. Hún er orðin eins konar söguleg fígúra sem er í sífelldri mótun. Táknmynd sem breytist með samfélagi hvers tíma. En af hverju Saffó? Við skoðum táknmyndir og viðtökusögu (e. Reception history) Saffóar í þætti dagsins. Viðmælandi er Þorsteinn Vilhjálmsson, sjálfstætt starfandi fræðimaður hjá ReykjavíkurAkademíunni sem hefur rannsakað sögu kynferðisins og viðtökusögu. Þorsteinn þekkir vel til verka Saffóar en hann hefur m.a. skrifað um viðtökusögu hennar sem og þýtt hluta af kveðskap skáldkonunnar. Skyndibitinn er hamborgari
Lítið sem ekkert er vitað um raunverulegt líf grísku skáldkonunnar Saffó, að auki er gjarnan sagt að minna en 1% af kveðskap hennar hafi varðveist til dagsins í dag. Þrátt fyrir það hafa mýtur um leyndardómsfulla ljóðskáldið lifað góðu lífi frá dauða hennar. Goðsögurnar eru af margvíslegu tagi; Konan sem skaraði framúr bæði karl- og kvenkyns skáldum til forna, Saffó sem tíunda skáldagyðjan, Saffó gagnkynhneigð, Saffó hinsegin, Saffó sem hin fallíska tríbeða, sem skólastýran, sem hóran, svo fáein dæmi séu nefnd. Viðtökusaga Saffóar felur í sér skáldskap, falsvísindi, hlutgervingu, fordóma, hól og margt fleira. Það má þannig segja að Saffó hafi eignast nýtt líf í skáldskap síðustu 26 alda. Hún er orðin eins konar söguleg fígúra sem er í sífelldri mótun. Táknmynd sem breytist með samfélagi hvers tíma. En af hverju Saffó? Við skoðum táknmyndir og viðtökusögu (e. Reception history) Saffóar í þætti dagsins. Viðmælandi er Þorsteinn Vilhjálmsson, sjálfstætt starfandi fræðimaður hjá ReykjavíkurAkademíunni sem hefur rannsakað sögu kynferðisins og viðtökusögu. Þorsteinn þekkir vel til verka Saffóar en hann hefur m.a. skrifað um viðtökusögu hennar sem og þýtt hluta af kveðskap skáldkonunnar. Skyndibitinn er hamborgari