Mannlegi þátturinn

Follow Mannlegi þátturinn
Share on
Copy link to clipboard

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

RÚV


    • Jun 27, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 52m AVG DURATION
    • 2,683 EPISODES


    More podcasts from RÚV

    Search for episodes from Mannlegi þátturinn with a specific topic:

    Latest episodes from Mannlegi þátturinn

    Kristín Jónsdóttir föstudagsgestur og Sigríður Wöhler rabarbarasérfræðingur

    Play Episode Listen Later Jun 27, 2025 53:06


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er í vísindaráði Almannavarna og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Við fengum Kristínu til að fara með okkur aftur í tímann á æskuslóðirnar í Breiðholtinu, í gegnum skólagönguna, MH, HÍ, doktorsnám í Svíþjóð og svo rannsóknir á eldstöðvum og jarðskjálftaóróa. Við forvitnuðumst líka um hennar tónlistarferil þar sem hún söng meðal annars í feikivinsælu lag með Rúnari Júlíussyni og Unun og spilar í dag á trommur. Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, þar var bara talað um rabarbara við sérlegan gest, Sigríði Wöhler, sérfræðing í rabarbara. Hún kom færandi hendi með köku, sýróp og kryddmauk, allt unnið úr rabarbara og allt dásamlega gott. Tónlist í þættinum í dag: Hann mun aldrei gleym'enni / Unun og Rúnar Júlíusson (Þór Eldon og Gunnar Hjálmarsson) Debaser / Pixies (Black Francis) Gigantic / Pixies (Black Francis & Kim Deal) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Skeiðakenningin, systkinin í Blood Harmony og Eldblóm í Örlygshöfn

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 50:00


    Við fræddumst í dag um það sem kallast skeiðakenningin. Höfundur kenningarinnar, Christine Miserando, þróaði þessa kenningu til að geta útskýrt fyrir vinkonum sínum hvernig hún verður að skipuleggja hvern einasta dag og að hún gæti ekki gert allt sem hún vildi, en hún glímdi frá 15 ára aldri við skerðingar á daglegu lífi vegna þreytu og verkja. Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfi hjá Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, vinnur talsvert með skeiðakenninguna í sínu starfi og hún kom í þáttinn og sagði okkur betur frá í dag. Við fengum svo lifandi tónlist um miðbik þáttarins þegar systkinin í hljómsveitinni Blood Harmony komu í viðtal og spiluðu fyrir okkur og sungu, Ösp, Örn Eldjárn, en Björk systir þeirra var fjarri góðu gamni í þetta sinn. Þau hyggja á plötuútgáfu á næsta ári og spila á nokkrum tónleikum í sumar og taka þátt í Sumartónum í Salnum í dag. Þau fluttu í hljóðverinu hjá okkur lagið Draumsnillingar sem Ösp samdi og gaf Erni í jólagjöf. Bergsteinn Sigurðsson, kollegi okkar úr sjónvarpinu, kom við á Minjasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn í sunnanverðum Patreksfirði og hitti Sigríði Soffíu Níelsdóttur, danshöfund og listakonu, en hún var þar með uppákomu undir merkjum Eldblóma, sem er hennar vörumerki fyrir hennar list, hvort sem það eru líkjörar, ilmur, flugeldasýning, haustlaukar og blómainnsetning. Bergsteinn var svo góður að leyfa okkur að senda það út í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Spánardraumur / Hljómsveit Ingimars Eydal (erlent lag, texti Einar Haraldsson) Sideways / Sigrún Stella (Sigrún Stella Draumsnillingar / Blood Harmony (Ösp Eldjárn) Tasko Tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    bj gu lj sigr hlj eldj soff skei blood harmony patreksfir
    Kennsla íslensku sem annars máls og Þjóðlagahátíð á Siglufirði

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 54:54


    Við fræddumst í dag um nám og kennslu íslensku sem annars máls í framhaldsskólum, með sérstakri áherslu á inngildingu og fjölmenningu, en málþing um einmitt það var haldið í byrjun júní á Ísafirði. Þar kom fagfólk saman í málstofum og miðluðu reynslu og þekkingu sín á milli. Jóna Dís Bragadóttir, skólastjóri Tækniskólans og Heiðrún Tryggvadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, sögðu okkur betur frá málþinginu og mikilvægi þessarar kennslu í þættinum í dag. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli. Fyrsta hátíðin var haldin sumarið 2000 og hefur verið haldin árlega síðan að frátöldu einu ári. Þjóðlagahátíðin verður haldin dagana 2. til 6. júlí og ber yfirskriftina Fljúga hvítu fiðrildin. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Gunnsteinn Ólafsson tónskáld og hann kom til okkar í dag og sagði betur frá og fræddi okkur um þjóðlagatónlist. Tónlist í þættinum í dag: Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) Heimþrá / Brek (Guðmundur Atli Pétursson, Sigmar Þór Mattíasson, Harpa Þorvaldsdóttir, Jóhann Ingi Benediktsson. Texti Jóhann Ingi Benediktsson) Kveitevisa / Österlide (Þjóðlag) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Vernd barna gegn ofbeldi, matarsaga Reykjaness og veðurspjallið

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 53:31


    Dr. Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent, við lagadeild Háskólans í Reykjavík, kom í þáttinn í dag og sagði frá Ráðstefnu um vernd barna gegn ofbeldi á heimilinu sem hún stóð að í HR í byrjun júní. Ein af frumskyldum hvers samfélags er að vernda yngstu þegnana og þessi ráðstefna var liður í því, enda eru afleiðingar ofbeldis gegn börnum margþættar og alvarlegar. Svala sagði frá því sem á ráðstefnunni kom fram og frá hennar erindi um rannsókn hennar um kynferðisbrot gegn börnum framin innan skjólveggja heimilisins. Kristinn Guðmundsson sér um matreiðsluþættina Soð sem sýndir eru í sjónvarpinu hér á RÚV, hann sagði okkur í dag frá viðburðum sem hann stendur fyrir og kallar Matarsaga Reykjaness í fimm réttum. Einar Sveinbjörnsson kom svo í veðurspjallið á Jónsmessu sem er í dag. Nýtt tungl kviknar á morgun í suðaustri og stórstreymt verður á fimmtudag og Einar sagði okkur meðal annars frá æðarvarpi og góðri dúntekju, hann sagði frá júní sem verið hefur kaldari en maí hingað til. Svo talaði hann um horfurnar framundan hér á landi og mikla hita víða um heim og spár um framhald þeirra. Tónlist í þættinum í dag: Kóngur einn dag / KK og Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason, texti Steinn Steinarr) Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson og Gunnar Þórðarson) Sólskinsdagur / B.G. og Ingibjörg (lagahöfundur ókunnur, texti Jónas Friðrik Guðnason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, sumartónleikar í Skálholti og Sigrún lesandinn

    Play Episode Listen Later Jun 23, 2025 51:45


    Nú er tími útivista og gönguferða, fólkið í landinu reimar á sig gönguskóna og nýtur fegurðar íslenskrar náttúru. Yfirleitt þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna skemmtilegar gönguleiðir, en það getur þó verið erfitt að vita hvar skal byrja og hvar þær er að finna. Jónas Guðmundsson, gönguleiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur hefur varið ótal stundum á fjöllum og á göngu um náttúru landsins og nú hefur hann gefið út nýja bók, Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann fjallar um 30 gönguleiðir einmitt á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Jónas kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessum leiðum og bókinni. Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju á hverju sumri síðan. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærst sinnar tegundar á landinu og einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Benedikt Kristjánsson söngvari sagði betur frá hátíðinni í þættinum. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sigrún Blöndal, kennari og deildarstjóri. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigrún sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Ann Cleves og Shetland seríu hennar og sögupersónunni Veru Stanhope. Lee Child og bækurnar um Jack Reacher Stig Larsson og bækurnar um Lisbeth Salander Det forsömte forår e. Hans Scherfig Fornaldarsögur Norðurlanda Hrólfssaga Kraka Tónlist í þættinum í dag: Sól mín sól / Anna Pálína Árnadóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Don't Stop Me Now / Philharmonix (Freddie Mercury) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Eliza Reid föstudagsgestur og súkkulaðikökur í matarspjallinu

    Play Episode Listen Later Jun 20, 2025 54:01


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Eliza Reid, sagnfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú. Við fórum með henni aftur á æskuslóðirnar í Ottawa í Ontario fylki Kanada, þar sem hún fæddist og ólst upp. Hún sagði okkur frá, tónlistarnámi, kórsöng, ferðalögum til Afríku og Asíu og þegar hún kom fyrst til Íslands. Svo fórum við með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og ræddum auðvitað líka um nýju bókina hennar Diplómati deyr. Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti í dag töluðum við um súkkulaðikökur, franskar súkkulaðikökur, skúffukökur og fleiri týpur. Tónlist í þættinum í dag: Allt í fína / Ragnar Bjarnason og Ragnheiður Gröndal (Karl Olgeirsson) Hafið þennan dag / Hera (Hera Hjartardóttir) What I Wouldn't Do / Serena Ryder (Serena Ryder & Jerrod Bettis) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Staðan á fasteignamarkaðinum og performatífar pílagrímsgöngur

    Play Episode Listen Later Jun 19, 2025 53:30


    Fasteignamarkaðurinn er gjarnan í fréttum af ýmsum ástæðum. Fasteignaverðið og þróun þess, framboð á íbúðum,leiguíbúðum og nú síðast nýtt fasteignamat. Við ákváðum því að skoða aðeins hver er staðan á fasteignamarkaðinum í dag. Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir sviðið og skoða stöðuna og hvert fasteignamarkaðurinn er að stefna. Við fjöllum gjarnan um útivist og göngur, gönguleiðir og svo framvegis. Í dag forvitnuðums viðt aðeins um göngu og útivist sem eru öðruvísi, eða hvað? Hún kallast Leiðin og er vissulega ganga, en líka sviðslistaverk, þar sem þáttakendum, eða kannski frekar gestum, er boðið í performatífa pílagrímsgöngur á nokkrum stöðum á landinu, þar sem markmiðið er að rannsaka ferðalagið sem form. Steinunn Knúts Önnudóttir sviðslistakona kom í þáttinn í dag, en hún stendur að þessum göngum, og við fengum hana til að útskýra betur fyrir okkur þessar göngur. Tónlist í þættinum í dag: Veldu stjörnu / Ellen Kristjáns og John Grant (Ellen Kristjáns, texti Bragi Valdimar Skúlason) Draumur / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir, texti Steinn Steinarr) Töfrabörn / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Björn Elí og ME taugasjúkdómurinn, alþjóðleg píanókeppni og síðasta póstkortið

    Play Episode Listen Later Jun 18, 2025 53:30


    Við fræddumst um ME taugasjúkdóminn í dag og um sögu Björns Elí Jörgensen Víðissonar, en hann er 24 ára gamall og greindist með ME árið 2021. Það gæti komið einhverjum á óvart að hann hafi greinst svona ungur með ME, en þessi taugasjúkdómur getur þróast hjá einstaklingum á hvaða aldri sem er. Við tókum nýlega viðtal við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara sem glímir við ME í kjölfar langtíma Covid, en það hefur orðið algeng kveikja ME í kjölfar heimsfaraldursins. Björn Elí sagði okkur meira frá ME og sína reynslusögu í þættinum í dag. Fyrsta alþjóðlega píanókeppnin á Íslandi fer fram í Salnum í Kópavogi í ágúst. Með því að halda keppnina hérlendis er verið að bjóða upp alþjóðlegan vettvang þar sem næsta kynslóð hæfileikaríkra píanóleikara á aldrinum 10-25 ára getur látið ljós sitt skína og byggt upp tengsl við annað tónlistarfólk og kennara alls staðar að úr heiminum. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og forseti WPTA samtakanna á Íslandi sagði okkur betur frá keppninni í þættinum í dag. Við fengum svo póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni og í dag var komið að síðasta póstkorti Magnúsar til hlustenda og hann kvaddi hlustendur með því að segja aðeins frá ferli sínum hjá útvarpinu. Hann sagði líka frá því sem hann hefur verið að fást við eftir að fastri vinnu lauk fyrir einum sjö árum. Tónlist í þættinum í dag: Kartöflur / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson) Fjólublátt flauel / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) Rigning og súld / KK (Kristján Kristjánsson, texti Eyþór Gunnarsson og Kristján) Simple Pleasures / Blood Harmony (Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Droplaugarstaðir, Hinsegin hátíð fyrir norðan og Hrefna Björg lesandinn

    Play Episode Listen Later Jun 16, 2025 50:00


    Við kynntum okkur í dag starfsemi Droplaugastaða hjúkrunarheimilis sem fékk alþjóðlega viðurkenningu síðastliðið haust og hvatningarverðlaun Velferðaráðs Reykjavíkurborgar á dögunum. Jórunn Ósk Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða og formaður Öldrunarráðs Íslands kokm í þáttinn og sagði okkur frá starfseminni, hvað Eden heimili felur í sér, verðlaununum og því helsta sem er á döfinni hjá þeim. Við heyrðum svo í Elísabetu Ögn Jóhannsdóttur, verkefnastjóra Hinsegin hátíðar á Norðurlandi eystra sem haldin verður 18.-22.júní. Þar verður fjölbreytileikanum fagnað og markmiðið er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Elísabet Ögn sagði okkur betur frá hátíðinni sem meðal annara öll sveitarfélögin á Norðurlandi eystra standa fyrir. Svo var það lesandi vikunnar sem var í þetta sinn Hrefna Björg Gylfadóttir, stefnustjóri hjá Veitum. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hrefna sagði okkur frá eftirfarandi bókum og höfundum: Not the end of the world e. Hanna Ritchie The Hypocrite e. Jo Hamya Patriot e. Alexei Navalny Halldór Laxness og Han Kang Tónlist í þættinum í dag: Á skútunni minni / South River Band (Ólafur Þórðarson, texti Helgi Þór Ingason) Brotin loforð / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) Constant Craving / K.D. Lang (Mink og K.D. Lang) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Ásgeir Jónsson föstudagsgestur og þjóðhátíðarmatarspjall

    Play Episode Listen Later Jun 13, 2025 55:01


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Við ræddum við hann um lífið og tilveruna í dag. Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti auðvitað á sínum stað, í dag hringdum við í Albert Eiríksson og þjóðhátíðarmaturinn var ræddur, enda 17. júní á þriðjudaginn. UMSJÓN: FANNEY BIRNA JÓNSDÓTTIR

    svo sigurlaugu margr
    Áfengisvarnir, sorgarleyfi og ráðleggingar um mataræði

    Play Episode Listen Later Jun 12, 2025 50:49


    Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir áfengisvarnarsamtök eiga í vök að verjast þegar markaðsöflin eru annars vegar en líka vegna minna fé renni til forvarnarstarfs en áður. Árni komst í fréttirnar í fyrra þegar hann gagnrýndi viðbragðsleysi og seinagang lögreglu eftir að hafa sjálfur kært sig til lögreglu fyrir ólögleg áfengiskaup á netinu árinu áður. Hann sagði frá starfi samtakanna og málþingi sem þau standa fyrir 16. júní í þættinum. Alþingi samþykkti í síðustu viku frumvarp Ingu Sæland félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og er ætlað að styrkja stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, stjórnarformaður Gleym mér ei styrktarfélags, og Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, ræddu þessar breytingar og sögðu frá félaginu Gleym mér ei. Meirihluti landsmanna fer ekki eftir ráðleggingum í matarræði og breytingar á ráðleggingum sem fela meðal annars í sér minni neyslu á rauðu kjöti og meiri neyslu á grænmeti og ávöxtum hafa fengið blendin viðbrögð. Kolbrún Sveinsdóttir, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá MATÍS, fór yfir hvers vegna fólki er ráðlagt að borða minna af rauðu kjöti og af hverju hafa kjötneytendur átt undir högg að sækja að undanförnu. Tónlist í þættinum: Good vibrations / Beach Boys My Body's A Zombie For You / Dead Man's Bones Lifa af / Bríet og Birnir. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Helga Arnardóttir.

    gu matar hann umsj kolbr sveinsd birnir helga arnard gleym
    Læsi og lesskilningur íslenskra barna og tilfinningar í Íslendingasögunum

    Play Episode Listen Later Jun 11, 2025 51:17


    Læsi og lesskilningi íslenskra barna hefur hrakað þrátt fyrir allskonar átaksverkefni í gegnum tíðina. Deilt hefur verið um hver beri ábyrgð á þessari stöðu og sitt sýnist hverjum. En væntanlega eru allir sammála um að eitthvað verður að gera til að bæta stöðuna. Nú eru grunnskólar landsins komnir í sumarleyfi og væntanlega margir foreldrar sem velta fyrir sér hvernig eigi að halda lestri að börnum sínum næstu mánuði. Auður Björgvinsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir læsisfræðingar og kennarar ræddu þetta. Hvernig birtast tilfinningar á borð við reiði, skömm, ást, girnd, samkennd og fleira í norrænum fornsögum? Þetta verður umfjöllunarefni málþings á vegum Miðaldastofu Íslands á morgun í tilefni af útkomu bókar sem ber heitið SAGA EMOTIONS. Her fræðimanna hefur skrifað um nær allan tilfinningaskalann og rannsakað hvernig hann kemur fram hjá söguhetjum Íslendingasagnanna. Brynja Þorgeirsdóttir lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, ein höfunda og ritstjóra bókarinnar kom í þáttinn. Tónlist í þættinum í dag: Valentine / Richard Hawley Build me up Buttercup / The Foundations Umsjón: Helga Arnardóttir og Guðrún Hálfdánardóttir.

    Myrkur Games með nýjan tölvuleik í sumar, Veðurspjallið og lesandi vikunnar María Elísabet Bragadóttir

    Play Episode Listen Later Jun 10, 2025 50:47


    Fyrsti tölvuleikur íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Myrkur Games sem nefnist Echoes of the End eða Bergmál endalokanna í lauslegri þýðingu er að koma út í sumar eftir átta ára þróunarvinnu. Leikurinn er sá fyrsti sem fyrirtækið framleiðir og sameinar spennandi bardagakerfi, fjölbreyttar þrautir, og hjartnæma sögu í fantasíuheimi sem sækir innblástur í íslenskt landslag. Aldís Amah Hamilton leikkona leikur aðalhetju leiksins og sagði frá honum ásamt Magnúsi Guðrúnarsyni, handritshöfundi, sem býr til heiminn. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom í Veðurspjallið og talaði um hvernig veðrið getur haft áhrif á tómstundir að sumri, golfið, hlaupa-og hjólreiðafólk og íþróttamót barna og ungmenna. Hann ræddi líka um hvort frostnætur að undanförnu hafi áhrif á gróðurinn og veðurútlit næstu daga þar á meðal 17.júní sem er á næsta leiti. Og lesandi vikunnar var María Elísabet Bragadóttir rithöfundur sem deildi með okkur bókunum sem hún hefur verið að lesa og þeim sem hafa haft mest áhrif á hana. Hún sagði einnig frá því hvað er framundan hjá henni og hvernig viðtökurnar hafa verið við smásagnasafni hennar Herbergi í öðrum heimi sem er að koma fyrir augu lesenda erlendis auk þess sem smásagnasafn hennar Sápufuglinn var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins í fyrra og hlaut þar sérstaka viðurkenningu. Tónlist í þættinum í dag: Everybody´s Talking / Harry Nilsson Fragile / Sting Don´t stop / Fleetwood Mac UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG FANNEY BIRNA JÓNSDÓTTIR

    Hilmar Guðjónsson leikari föstudagsgestur og grískar ólífuolíur í matarspjalli Sigurlaugar

    Play Episode Listen Later Jun 6, 2025 52:51


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Hilmar Guðjónsson. Hann hefur leikið ótal hlutverk á sviði og fyrir framan myndavélina á þeim 15 árum frá því hann útskrifaðist. Hann er vesturbæingur í húð og hár og KR-ingur, en við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar, ræddum töfra leiklistarinnar og áskoranir hennar. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað. Í dag talaði hún við okkur um ólífuolíur og hvernig til dæmis Grikkir nota hana í mat. Tónlist í þættinum í dag: Það sýnir sig / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson) Lucille / Han Young Ae (Han Young Ae) Oddaflug / Tómas Jónsson (Tómas Jónsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Sálræn fyrsta hjálp, Brúðubíllinn með barnabarni Helgu Steffensen og póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni

    Play Episode Listen Later Jun 5, 2025 53:00


    Allir geta lent í því að koma að fólki sem hefur lent í áfalli, slysi, ofbeldi, náttúruhamförum eða einhverjum öðrum alvarlegum atburðum. Þá geta fyrstu viðbrögð verið mikilvæg og ýmislegt sem ber að varast. Auðvitað ætti fagfólk að veita slíka hjálp en alvarlegir atburðir gera oft ekki boð á undan sér, því getur verið gott að kunna einföld viðbrögð sem geta hjálpað þangað til fagfólk getur komið inn í aðstæðurnar. Belinda Karlsdóttir leiðbeinandi hefur kennt sálræna fyrstu hjálp hjá Rauða krossi Íslands og á næstunni ætlar Rauði krossinn að bjóða almenningi upp á netnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp. Belinda ræddi um þetta. Barnabarn Helgu Steffensen, Hörður Bent Steffensen hefur tekið við Brúðubílnum af ömmu sinni eftir nokkurra ára hlé og býður upp á fjölda sýninga í sumar ásamt góðu teymi. Hann er leikari að mennt og var mikill aðdáandi Brúðubílsins alla sína æsku og fékk loks að taka þátt í sýningum á unglingsaldri. Hörður sagði frá sýningum sumarsins og hversu vel amma hans hélt upp á brúðurnar, handritin og leikmyndirnar sem fylgja Brúðubílnum sem á um hálfrar aldar sögu. Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Magnús er nýkominn til Eyja eftir ferðalag erlendis og lentur í norðanbrælu og kulda. Hann rifjaði upp þegar hann kom fyrst til Eyja fyrir fjórum árum þá var honum sagt að það væri þrennt sem ekki mætti krítisera í Eyjum og hann fer yfir það í póstkortinu. Í seinni hlutanum sagði hann aðeins frá brosinu sem er nánast einstakt í dýraríkinu hér á jörð. Tónlist í þættinum í dag: Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) Sveitin mín / Haukur Morthens (Jóhann Helgason) Dýrin úti í Afríku / Brúðubíllinn (Helga Steffensen) Sveitastúlkan og sveitapilturinn / Marína og Mikael (Charlie Parker, texti Marína Ósk Þórólfsdóttir) Hafið / Egill Ólafsson (Matti Lauri Kallio, texti Egill Ólafsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Hækkun fasteignamats, Menningargarðurinn og vinningshafi Verðlaunasjóðs lækna

    Play Episode Listen Later Jun 4, 2025 53:38


    Fasteignamat hækkar enn og samkvæmt nýju mati fyrir árið 2026 hefur það hækkað um 9,2% á milli ára. Þetta getur auðvitað haft áhrif á fasteignagjöld en þarf ekkert endilega að gera það. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri Fasteigna hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ræddi þetta og fór einnig yfir hvernig staðið var að matinu og hvað hafði raunverulega áhrif á hækkun þess. Á mánudaginn snýr Menningargarðurinn aftur í Húsdýragarðinum, en þetta er annað sinn sem hann verður haldinn þar sem fjölbreytileika samfélagsins er fagnað með kynningu á menningu ólíkra þjóða, matreiðslu, handverksmiðju, dans, söng og sýningum. Þessi viðburður er haldinn á vegum menningarsendiherranna sem hittast í Suðurmiðstöð Reykjavíkurborgar einu sinni í mánuði. Sóley Thuy Doung, Lina Haidar Hatem og Jóhannes Guðlaugsson verkefnistjóri lýðheilsu og forvarna í Suðurmiðstöð komu í þáttinn og sögðu frá deginum. Við kynntumst svo nýjasta verðlaunahafa Verðlaunasjóðs í læknisfræði og skyldum greinum, Martin Inga Sigurðssyni, prófessor í svæfingum og gjörgæslulækningum og yfirlæknir við svæfinga-og gjörgæsludeild Landspítalans. Verðlaunin nema sjö milljónum króna en um er að ræða ein stærstu verðlaun sem veitt eru íslenskum vísindamönnum. Martin hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknarferil sinn, meðal annars við að meta einstaklingsbundna áhættu við svæfingar til að koma í veg fyrir alvarlegar aukaverkanir. Martin sagði frá sínum störfum og með honum kom Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands sem sagði frá verðlaunasjóðnum og hver rökstuðningurinn var við valið í ár. Tónlist í þættinum í dag: Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Lóan er komin / Tendra (James A. Bland, texti Páll Ólafsson) Stjörnur stara / Rebekka Blöndal (Ásgeir Jón Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal) Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson (Jenni Jóns) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Sæunn býflugnabóndi, nýútskrifað kvikmyndagerðarfólk og staða sviðslista

    Play Episode Listen Later Jun 3, 2025 50:00


    Við heyrðum í dag í Sæunni Vigdísi Sigvaldadóttur, þroskaþjálfa á Egilsstöðum og býflugnabónda í Hallormsstaðaskógi. Sæunn er stödd í Seattle í Bandaríkjunum þar sem hún ætlar að læra tæknifrjóvgun býflugnadrottninga. Áætlunin er að gera Ísland sjálfbært í býflugnarækt til þess að draga úr innflutningi á býflugum, sem reynist sífellt erfiðara sökum býsjúkdóma. Við fengum Sæunni í dag til að segja okkur meðal annars frá því hvernig það kom til að hún fór út í býflugnarækt, hvað þarf til þess að fara út í ræktun og hvernig Ísland hentar fyrir býflugnarækt. Hvað tekur við að loknu kvikmyndanámi hérlendis og hvaða tækifæri bíða ungs kvikmyndagerðarfólks? Vigdís Howser Harðardóttir og Alvin Hugi Ragnarsson voru í fyrsta árgangi nýrrar kvikmyndadeildar við Listaháskóla Íslands og útskrifast um miðjan júní, en þau sögðu okkur frá lokaverkefnum sínum ásamt því að ræða kvikmyndasenuna hér á landi og hvernig þau ætla að setja mark sitt á hana. Í framhaldi af því ræddum við stöðu sviðslista á Íslandi og hverjar áskoranir og hlutverk þeirra eru við Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra Sviðslistamiðstöðvar Íslands, en á föstudaginn fór fram Bransadagur Sviðslistanna í Borgarleikhúsinu þar sem staðan var rædd og þátttakendur deildu hugmyndum og sýn sinni á framtíð sviðslista. Tónlist í þættinum í dag: Býflugan / Geirfuglarnir (Þorkell Heiðarsson) The Birds And The Bees / Jewel Akens (Herbert Newman) Sumarvísa / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Paulson, texti Iðunn Steinsdóttir) Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (H. Hendler & R. Flanagan, texti Friðrik Erlingsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Arnar Ásgeirsson og skúlptúrarnir og Kristín Hulda lesandinn

    Play Episode Listen Later Jun 2, 2025 49:53


    Sex skúltpurverk eftir Arnar Ásgeirsson myndlistarmann voru valin úr fjölda hugmynda í samkeppni um listaverk í nýbyggingu Grensáss- endurhæfingardeildar LSH fyrir skömmu. Skúlptúrarnir mynda form sem gætu líkst framfaraferli. Þeir sýna örvar sem liðast út og suður, taka dýfur, kollsteypast en vísa upp á endanum. Örvarnar sýna að bataleiðin er ekki endilega stöðug eða bein. Arnar þekkir þetta af eigin raun eftir að hafa slasast í fyrra og eru verk hans innblásin af þeim langa tíma sem tók að ná bata og fullri líkamlegri færni. Arnar var gestur þáttarins í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristín Hulda Gísladóttir sálfræðingur hjá Ljósinu, stuðnings- og endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hún sagði frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kristín talaði um eftirafarandi bækur og höfunda: With the end in mind: dying, death, and wisdom in the age of denial e. Katheryn Mannix Just kids e. Patti Smith Cosmos e. Carl Sagan The Bell Jar e. Sylvia Plath Tónlist í þættinum í dag: Og þess vegna erum við hér í kvöld / Fjallabræður (Magnús Þór Sigmundsson) Sama sól / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Saga Garðarsdóttir föstudagsgestur og matarspjall frá Krít

    Play Episode Listen Later May 30, 2025 51:24


    Saga Garðarsdóttir leikkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hún leikur eitt aðahlutverkið í nýrri kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er sem frumsýnd var í Cannes fyrr í mánuðinum og fékk ljómandi góðar viðtökur. Saga er tiltölulega nýlent eftir viðburðaríka daga í Cannes en hún hefur auðvitað verið á sviðum leikhússanna síðustu ár ásamt því að vera sjálfstætt starfandi gamanleikkona og grínisti um allar trissur. Hún er byrjuð að æfa leikritið ÍBÚÐ 10B eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í leikstjórn Baltasars Kormáks sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í haust. Við fórum í ferðalag í gegnum lífið með Sögu Garðarsdóttur í þættinum í dag. Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað, en hún er stödd í þetta sinn á Krít hvaðan hún var í beinu sambandi. Lambakjöt, sósur, fetaostur, safaríkar melónur, hunang og olía úr fjöllunum er meðal þess sem hún sagði okkur frá í dag. Tónlist í þættinum í dag: Reyndu aftur / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Í draumalandinu / Space Station (Björgúlfur Jes Einarsson) Það sem enginn veit / Eysteinn Pétursson (Þórbergur Þórðarson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Erfið staða fjölmiðla á Íslandi og tíbetskur lama á leiðinni til landsins

    Play Episode Listen Later May 28, 2025 52:12


    Ísland skipar 17.sætið á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla á meðan Noregur trónir á toppnum níunda árið í röð samkvæmt nýlegri úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra. Er fækkun og hnignun fjölmiðla undanfarin ár um að kenna eða er versnandi samband milli stjórnmálafólks og fjölmiðla ástæða þessarar niðurstöðu, í samanburði við hin Norðurlöndin? Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, komu í þáttinn í dag og ræddu þetta ásamt því að greina frá niðurstöðum svokallaðs Lausnamóts sem haldið var á vegum félagsins með fólki úr blaðamannastétt og öðrum stéttum samfélagsins til að leita lausna við þeim vanda sem nú steðjar að íslenskum fjölmiðlum. Við fræddumst svo um það hvað þarf að leggja á sig til að verða lama, eða andlegur kennari í Tibet búddisma, en Ringu Tulku er einmitt hátt settur tíbetskur lama og er á leiðinni til Íslands. Gunnar L. Friðriksson kom til okkar í dag en hann er í Félagi tíbetbúddista á Íslandi og sagði frá Ringu Tulku og Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Tætum og tryllum / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) Þorparinn / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson) Þúsund sinnum segðu já / Grafík (Helgi Björnsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Ný uppgötvun í sambandi við fósturlát, Discover Grindavík og veðurspjallið

    Play Episode Listen Later May 27, 2025 53:30


    Við fræddumst í dag um nýja uppgötvun vísindafólks Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra í Danmörku þar sem þau raðgreindu tæplega fimm hundruð sýni úr fósturlátum meðal danskra fjölskyldna og komust að því að ein af hverjum 136 þungunum endar með fósturláti vegna nýrra stökkbreytinga í fóstrinu. Þetta samsvarar því að slíkar stökkbreytingar valdi um milljón fósturlátum árlega á heimsvísu. Hákon Jónsson og Guðný A. Árnadóttir, vísindafólk hjá Íslenskri erfðagreiningu, komu í þáttinn í dag og útskýrðu fyrir okkur hvernig þessar rannsóknir komu til, hvernig þær voru framkvæmdar, niðurstöðurnar og hvað þær þýða. Þrátt fyrir jarðskjálfta, eldgos og viðvarandi óvissu í Grindavík hefur fyrrverandi kennari, og fyrrverandi upplýsinga- og markaðsfulltrúi bæjarins til 17 ára, Kristín María Birgisdóttir, fundið ný tækifæri til að halda sögu Grindavíkur á lofti. Hún hefur stofnað ferðaþjónustufyrirtækið DISCOVER GRINDAVÍK fyrir erlenda og innlenda ferðamenn þar sem hún ætlar að rekja sögu bæjarins og náttúruhamfaranna undanfarin ár. Kristín María sagði okkur frá þessu í þættinum. Einar Sveinbjörnsson var svo hjá okkur í dag með veðurspjallið, reyndar í beinni sambandi frá Lettlandi. Í þetta sinn talaði hann við okkur um hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa í Eystrasaltsríkjunum. Svo talaði hann um moskítóflugur og vangavelturnar sem koma upp aftur og aftur, þ.e. af hverju þær berast ekki til Íslands? Á meðan þær til dæmis grassera á Grænlandi. Tengist það veðurfarinu? Og að lokum endaði Einar á hugleiðingum um sjávarhitann, sem er nú óvenjulega hár fyrir norðan land, hvað veldur því? Tónlist í þættinum í dag: Heim í Búðardal / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ) Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson) Hæ Mambó / Haukur Morthens og Kvintett Jörn Grauengaard (Merril, texti Loftur Guðmundsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Veislan - ný þáttaröð og Ásta Sigrún lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later May 26, 2025 52:40


    Sjónvarpsþáttaröðin Veislan með Michelin matreiðslumanninum Gunnari Karli Gíslasyni og Sverri Þór Sverrissyni er að hefja göngu sína á ný á RÚV um miðjan júní. Þetta er þriðja þáttaröðin sem unnin er og að þessu sinni heimsækja þeir eyjar í kringum landið. Þetta eru eyjarnar Flatey í Breiðafirði og á Skjálfanda, Hrísey, Vigur og Heimaey. Þar hitta þeir fyrir heimamenn og elda með þeim kræsingar úr hráefni frá hverjum stað. Þau Lilja Jónsdóttir, leikstjóri og ein meðframleiðenda þáttanna, og Gunnar Karl sögðu okkur í þættinum frá Veislu sumarsins ásamt því að ræða hvað verður um uppskriftirnar allar sem eru spunnar upp á þessum fallegu stöðum og sögurnar sem þau hafa fengið að heyra á ferðalögunum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ásta Sigrún Magnúsdóttir, samskiptastjóri Garðabæjar. Við fengum hana til að segja okkur hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ásta talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Julie Chan is dead e. Liann Zhang Kúnstpása e. Sæunni Gísladóttur Bréf úr sjálfskipaðri útlegð e. Gunnlaug Magnússon. Kvika e. Þóru Hjörleifsdóttur Baldintáta e. Enid Blyton, Sitjið Guðs Englar serían e. Guðrúnu Helgadóttur Elías e. Auði Haralds Peð á páhnetunni Jörð e. Olgu Guðrúnu Árnadóttur Tónlist í þættinum í dag: Ég er á leiðinni / Brunaliðið (Magnús Eiríksson) Horfðu til himins / Nýdönsk (Jón Ólafsson, Daníel Ágúst Haraldsson, texti Daníel Ágúst Haraldsson) Heimförin / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Karl Olgeirsson föstudagsgestur og óvenjulegar samsetningar í matarspjallinu

    Play Episode Listen Later May 23, 2025 53:00


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Karl Olgeirsson tónlistarmaður. Hann hóf nýlega störf sem organisti í Ástjarnarkirkju og þar stofnaði hann kirkjukór. Hann hefur samið tónlist nánast frá því hann fékk hljóðfæri fyrst í hendurnar. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hlíðunum, til Svíþjóðar og aftur heim og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagins í dag. En hann er í nýju hlutverki á morgun þegar hann er aðalsöngvarinn í dagskrá þar sem flutt verða bestu lög Steely Dan og Donald Fagen í Hörpu. Í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti héldum við svo áfram að skoða skrýtnar og óvenjulegar samsetningar á mat og fórum í gegnum nokkra tölvupósta frá hlustendum þess efnis. Og svo skoðuðum við hvort þessar breytingar í veðrinu hafi áhrif á matarval okkar. Tónlist í þættinum í dag: Smells Like Teen Spirit / Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir (Kurt Cobain, Dave Grohl og Krist Novoselic) Gríptu draum / Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson (Karl Olgeirsson) I.G.Y. / Karl Olgeirsson og Reykjvik Tribute Orchestra (Donald Fagen) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Drengir á jaðrinum, Crazy Puffin ferðaskrifstofa og Ólína um heilaheilsu

    Play Episode Listen Later May 22, 2025 54:27


    Í gærkvöldi var á dagskrá sjónvarpsins norska heimildarmyndin Drengir á jaðrinum, sem fjallar um reynslu 36 drengja í 10.bekk sem höfðu fundið sig illa í skólakerfinu og lífinu og voru flestir búnir að taka þá ákvörðun að fara ekki í framhaldsskóla. Þeir fengu tilboð um að fara í tveggja vikna skólabúðir, þétt skipulagðar. Símarnir voru teknir af þeim og þeir voru saman allan sólarhringinn í námi, leikjum, samtölum og fleiru. Kennararnir voru með þeim allan tímann líka. Það gekk á ýmsu, upp og niður en til að gera langa sögu stutta gjörbreyttu þessar tvær vikur þeirra viðhorfi til skólans og ekki síst til þeirra sjálfra og þeir allir enduðu með að fara í framhaldsskóla. Margrét Kristín Sigurðardóttir, tónlistarkona og kennari, hefur unnið talsvert með nemendum sem finna sig ekki í skólakerfinu sá myndina áður en hún var sýnd hér í sjónvarpi og hreifst svo mikið af henni að hún fór beint á fund í Menntamálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg til þess að kynna þetta úrræði fyrir þeim sem málið varða. Margrét kom í þáttinn í dag. Við heyrðum svo í Birni Pálssyni, en hann rekur ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum til landa sem eru ekki kannski þessi hefðbundnu sumarleyfisstaðir, en vissulega gríðarlega áhugaverð. Sýrland, Afghanistan, Yemen, Túrkmenistan, Máritanía, Írak, Alsír og fleiri staðir. Björn býr sjálfur á Sri Lanka, en er staddur á Akureyri, hvaðan hann spjallaði við okkur í dag. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði og eigandi Heilaheilsu, sem er þjónusta fyrir fólk með hugrænan vanda og heilaáverka. Ólína lenti í því sjálf sem fótboltakona að fá ítrekaðan heilahristing og fann ekki miklar upplýsingar um hvernig hún gæti náð bata eftir að hafa fundið fyrir sjóntruflunum, heilaþoku, langvarandi úthaldsleysi og þreytu. Hún segir mikilvægasta skrefið að gera allt til að róa taugakerfið og hvíla heilann vel gagnvart öllu áreiti en byrja þó fljótlega að hreyfa sig skynsamlega aftur til að fá blóðið af stað og mælir með stuttum göngutúrum til að byrja með. Huga þurfi að mataræði og forðast þekkta bólguvalda á borð við sykur, unnar matvörur, stýra streituvöldum og passa upp á svefn. Helga Arnardóttir ræddi við Ólínu Guðbjörgu á Heilsuvaktinni í dag. Tónlist í þættinum í dag: Sumarlag / Stjórnin ( Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Söngur um lífið / Rúnar Júlíusson (Höfundur óþekktur, texti Þorsteinn Eggertsson) Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Viljum við að færri fái krabbamein? Ívar rekur 20 osteopatastofur í Danmörku og póstkort frá Magnúsi

    Play Episode Listen Later May 21, 2025 53:30


    Viljum við að færri fái krabbamein? Það ætti að vera auðvelt að svara þessari spurningu, en hún er einmitt yfirskriftin á málþingi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir næsta laugardag. Þar verður rætt um hvort það séu vannýtt tækifæri til þess að fækka þeim sem fá krabbamein í íslensku samfélagi og sóknarfæri í forvörnum. Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur og teymisstjóri fræðslu og forvarna hjá Krabbameinsfélaginu, og Vigdís Eva Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu, komu í þáttinn í dag, en þær halda báðar erindi á málþinginu. Við heyrðum svo í Ívari Dagssyni, en hann rekur 20 osteopatastofur í Danmörku og 140 osteopatar starfa fyrir fyrirtækið. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir 11 árum, eftir að hann lauk námi. Hann áformar nú að opna stofur í fleiri löndum og sína fyrstu osteopata stofu á Íslandi í júní. En það er ekki víst að allir viti hvað osteopatar gera, því fengum við Ívar til að segja okkur allt um það og frá velgengninni í Danmörku og víðar. Að lokum fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í korti dagsins fjallar Magnús fyrst um fyrrum forseta Urugays, sem lést fyrir nokkrum dögum. Hann varð frægur um allan heim fyrir látlausan lífstíl og róttækar umbætur sem hann gerði í heimalandi sínu. Í seinni hlutanum segir frá vaxandi sniðgöngu á bandarískum vörum og framleiðslu vegna tollapólitíkur bandaríkjaforseta. Tónlist í þættinum í dag: Hinn elskulegi garðyrkjumaður / Kristjana Stefánsdóttir (Páll Torfi Önundarson) Í sól og sumaryl / Stebbi og Eyfi (Gylfi Ægisson) Sumarlandið / Jón Jónsson og KK (Jón Jónsson, texti Jóns Jónsson og Martina Vigdís Nardini) Sumargestur / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    magn hann danm sigr hinn vigd trausti torfi kristjana stef stebbi krabbameinsf
    Bændasamtökin, Ungliðahreyfing Amnesty og ókeypis sumarnámskeið Okkar heims

    Play Episode Listen Later May 20, 2025 50:00


    Bændasamtök Íslands standa að herferðinni - Við erum öll úr sömu sveit - þessa dagana. Beinir snertifletir almennings við bændur og matvælaframleiðslu eru færri en áður sem óhjákvæmilega bitnar á tengslum og innsýn. Samtökin vilja minnka bilið milli bænda og þjóðarinnar og opna faðminn og samtal við þjóðina. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna var hjá okkur í dag og sagði betur frá þessu. Svo kynntum við okkur starfsemi Ungliðahreyfinar Amnesty International, sem er er félagsskapur fyrir ungt fólk á aldrinum 14 til 25 ára. Hlutverk hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mannréttindabrotum um allan heim. Heiðrún Vala Hilmarsdóttir og Cynthia Anne Namugambe, úr Ungliðahreyfingunni og Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðarstjóri Íslandsdeildar Amnesty International sögðu okkur allt um þetta í þættinum. Að lokum fræddumst við um Okkar heim og ókeypis sumarnámskeið fyrir börn foreldra sem glíma við geðrænan vanda. Okkar heimur er stuðningsúrræðið sem stendur að þessum námskeiðum auk annars fræðslu- og stuðningsstarfs fyrir þennan hóp barna, en eitt af hverjum fimm börnum í heiminum á foreldra með geðrænan vanda. Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Okkar heims, og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, félagsráðgjafi, komu í þáttinn. Tónlist í þættinum í dag: Sólarsamba / Bræðrabandalagið (Magnús Kjartansson, texti Halldór Gunnarsson) Sólarlag / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir, texti James G. Johnson) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Sól mín sól / Anna Pálína Árnadóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Gunnar Svanbergsson glímir enn við eftirköst Covid og Eydís Blöndal lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later May 19, 2025 53:55


    Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari kom í þáttinn í dag, hann fékk Covid um jólin 2020, sem hann lýsti þá eins og bara ansi týpískri skítapest, en eftir hana var hann eiginlega alveg máttlaus og til að gera langa sögu stutta þá er hann ekki enn þann dag í dag búinn að jafna sig. Áður en hann veiktist var hann mikill útvistar- og ævintýramaður í toppformi. Nú, um það bil fjórum og hálfu ári eftir að hann veiktist líkir hann því við að hann þurfi að klífa Everest, eða yfirþyrmandi hindrun, bara til að komast fram úr rúminu og ná sér í kaffi. Við fengum Gunnar til að segja okkur þessa erfiðu reynslusögu, hvernig ferlið hefur verið og hvernig útlitið er framundan. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eydís Blöndal, hugmynda- og textasmiður og ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Eydís talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: The Vegetarian e. Han Kang When Things Fall Apart e. Pema Chödrön Límonaði frá Díafani e. Elísabetu Jökulsdóttur Piranesi e. Susanna Clarke I Who Have Never Known Men e. Jacqueline Harpman Hús andanna e. Isabel Allende Lovestar e. Andra Snæ Magnason Tónlist í þættinum í dag: Sól bros þín / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Jón Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Jóhannes Haukur föstudagsgestur, matarspjall um skrýtnar samsetningar

    Play Episode Listen Later May 16, 2025 52:34


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann hefur mikið látið að sér kveða eftir að hann útskrifaðist úr leiklistarskólanum, bæði í leikhúsi og fyrir framan myndavélina þar sem hann hefur leikið margvísleg hlutverk. En svo fyrir rúmum tíu árum fékk hann fyrsta hlutverk sitt í erlendu kvikmyndaverkefni og þá fór boltinn að rúlla. Í dag flýgur hann heimshornanna á milli og leikur í gríðarstórum kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, Game of Thrones, Succession, nýjustu ofurhetjumyndinni um Captain America og nú er hann að leika í kvikmynd um He-Man, eða Garp eins og hann kallaðist á íslensku. Við fórum með Jóhannesi aftur á æskuslóðirnar, en hann ólst að hluta til upp í Færeyjum og brunuðum svo með honum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti tókum við framhaldsumræðu um af makkarónur með hangikjöti og kokteilsósa og pítusósa með pizzum og aðrar skrýtnar, eða að minnsta kosti óvenjulegar samsetningar á mat. Ef þið lumið á sögum af slíku, samsetningu á mat sem er kannski þekkt í einhverjum fjölskyldum, eða í einhverjum landshlutum, en gætu þótt sérkennilegar annars staðar, þá endilega sendið okkur á mannlegi@ruv.is. Tónlist í þættinum í dag: Pabbi vill mambó / Páll Óskar og Milljónamæringarnir (Al Hoffman, Bix Reichner, Dick Manning, textahöfundur ókunnur) Hvað er ástin? / GDRN (Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson) Rólegur kúreki / Bríet (Bríet Ísis Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Mýrdalshlaupið, nýr veðurvefur á ruv.is og Baugur Bjólfs

    Play Episode Listen Later May 15, 2025 54:14


    Mýrdalshlaupið hefur tryggt sér sess meðal bestu og stærstu utanvegahlaupaviðburða á Íslandi síðustu ár og fer nú fram í 12. skipti þann 31. maí að Vík í Mýrdal. Allt skipulag og utanumhald hlaupsins er í höndum einnar fjölskyldu frá Vík og hlaupið er ræst í fjörunni í Vík og hlaupa allir keppendur upp á Reynisfjall vestan við þorpið þar sem leiðir skilja. Hlaupið er eitt mest krefjandi utanvegahlaup á Íslandi vegna mikillar hækkunar og lækkunar, mikils bratta og fjölbreytts undirlags. Guðni Páll Pálsson, einn af skipuleggjendunum og meðlimur fjölskyldunnar sem stendur að hlaupinu, kom til okkar í dag og með honum var Þorsteinn Roy Jóhannesson sem er einn besti utanvegahlaupari landsins. Veðrið og margbreytileiki er auðvitað fyrirferðamikið í umræðunni, enda hefur það mikil áhrif á okkar daglega líf hér á eyjunni í Norður-Atlantshafi. Nú hefur opnað nýr veðurvefur á ruv.is og er hann síuppfærður með veðurupplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Lögð er áhersla á að greina frá veðurspánni á myndrænan hátt þar sem hægt er að skoða allar veðurstöðvar landsins og nágrenni þeirra og fá langtímaspár og ýmislegt fleira. Við heyrðum í Birgi Þór Harðarsyni vefstjóra ruv.is fengum hann til að segja okkur betur frá þessum nýja vef sem hægt er að finna á www.ruv.is/vedur og á www.vedurspa.is. Í Landnámu er sagt frá landnámsmanninum Bjólfi, sem fyrstur nam Seyðisfjörð. Ekki er mikið meira fjallað um ferðir Bjólfs, en sagan segir að hann sé heygður hátt uppi í fjallinu. Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur sem mun sitja á Bæjarbrún, fyrir neðan Baugstind, þar sem er einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð og í raun til allra átta. Við slógum á þráðinn austur og töluðum við Aðalheiði Borgþórsdóttur, atvinnu- og menningarmálastjóri hjá Múlaþingi og fyrrum sveitarstjóri Seyðisfjarðar, og fengum hana til að segja okkur betur frá þessu verkefni í dag. Tónlist í þættinum í dag: Dúddi rádd'okkur heilt / Stuðmenn og Eggert Þorleifsson (Sigurður Bjóla Garðarsson, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson) Stingum af / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson, texti Hallgrímur Helgason) Simple pleasures / Blood harmony (Ösp Eldjárn) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Vinnuvernd og útvarpsþáttaröðin Kaflaskil um menntamálin

    Play Episode Listen Later May 14, 2025 51:51


    Samskipti, streita, fjarvistir og félagsleg sjálfbærni á vinnustöðum er nokkuð sem fyrirtækið Auðnast vinnur með og leggur áherslu á gott umhverfi fyrir starfsfólk og vinnustaði. Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd kom í þáttinn í dag og við til dæmis veltum fyrir okkur hvað felst í orðinu vinnuvernd, en hér á árum áður þýddi það aðallega gulur hjálmur en í dag svo miklu meira. Svo skoðuðum við menntamálin, nánar tiltekið nýja þáttaröð sem heitir Kaflaskil. Í þeim er farið djúpt ofan í stöðuna í menntamálum, þar sem talað er við kennara, skólastjóra og nemendur. Er A í einum skóla það sama og A í öðrum? Hvernig ná skólarnir að sinna nemendum með fötlun eða nemendum með erlendan bakgrunn? Guðrún Hálfdánardóttir, kollegi okkar hér á Rás 1 og umsjónarmanneskja þáttaraðarinnar, var hjá okkur í dag og fór betur með okkur yfir menntamálin og efni þáttaraðarinnar og við fengum að heyra tvö brot úr þáttunum, úr viðtali Guðrúnar við Sigrúnu Blöndal deildarstjóra í 6.- 10. bekkjar í Egilsstaðaskóla. Hægt er að hlusta á þættina á sunnudögum á Rás 1 og í spilara RÚV á ruv.is Tónlist í þættinum í dag: Nú liggur vel á mér / Lummurnar, útsetning Gunnar Þórðarson (Óðinn G. Þórarinsson, texti Númi Þorbergsson) Nútíminn / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Sigurður Bjóla Garðarsson) Gaggó Vest / Eiríkur Hauksson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    VÆB bræður á svið í kvöld, diskóball fyrir eldri borgara og veðurspjallið

    Play Episode Listen Later May 13, 2025 51:25


    VÆB bræðurnir tveir, Hálfdán og Mattías Mattíassynir stíga á Eurovisionsviðið í kvöld ásamt dönsurum og syngja lagið Róa. Þeir voru sérstaklega valdir til að vera fyrstir af því stjórnendur keppninnar vildu að kvöldið myndi byrja með miklu stuði. Fararstjóri íslenska hópsins er sem fyrr Felix Bergsson og við vorum með hann á línunni í dag og fengum nýjustu fréttir frá Basel. Miðvikudagsbíó hefur verið vinsælt í vetur í Bíó Paradís, þessar sýningar voru hugsaðar fyrir eldra fólk, fólk sem vinnur á kvöldin og bara hvern sem vildi koma um miðjan dag í bíó. 28.maí verður lokaviðburður miðvikudagsbíósins með frumsýningu á gamanmynd og boðið verður upp á diskóball fyrir eldri borgara strax eftir sýninguna. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, og Katrín Þorsteinsdóttir, dyggur aðdáandi miðvikudagsbíósins og kvikmynda yfir höfuð, komu til okkar og sögðu betur frá þessu í þættinum. Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið í dag. Í þetta sinn talaði hann um lýsingar á veðri, orðfæri og tungutak. Þ.e.a.s. hann bar saman hvernig veðrinu var lýst á 19.öld af Erlendi Björnssyni og hvernig það yrði orðað í dag og hvernig mun þetta mögulega þróast áfram inn í framtíðina. Svo rýndi Einar í langtímaútlitið út maí og jafnvel aðeins inn í júní. Tónlist í þættinum í dag: Never Ever Let You Go / Rollo and King (Sören Poppe, Stefan Nielsen og Thomas Brekling) Róa (Jazz útgáfa) / VÆB (Hálfdán Helgi Matthíasson, Matthías Davíð Matthíasson, Gunnar Björn Gunnarsson og Ingi Þór Garðarsson) Bara Bada Bastu / Kaj (Anderz Wrethov, Axel Åhman, Jakob Norrgård, Kevin Holmström, Kristoffer Strandberg, Robert Skowronski) Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby og Jake Etheridge) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    LED væðing garðyrkjubænda, syngur Cohen og Védís Eva lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later May 12, 2025 53:20


    Garðyrkjubændur geta fengið allt að 15 milljóna króna styrk úr loftslags- og orkusjóði vegna fjárfestinga í orkusparandi tækni, LED-ljósum, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur undirritað reglugerð um styrkina sem geta numið allt að 40% af heildarkostnaði við fjárfestingu, en þó að hámarki 15 milljónir. Axel Sæland er formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands og hann kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá stöðunni. Margir hafa horft á þáttaröðina um söngvaskáldið Leonard Cohen sem sýnd var nýlega í sjónvarpinu og er enn aðgengileg í spilaranum á ruv.is. Þar er rifjað upp tímabil í lífi söngvarans þegar hann var við það að slá í gegn og sambúð hans með hinni norsku Marianne. Söngvarinn og lagasmiðurinn Daníel Hjálmtýsson hefur sungið lög Leonard Cohen og vakið athygli fyrir góða túlkun. Daniel og hljómsveit hans voru til dæmis þau fyrstu til að flytja síðustu plötu Leonard Cohen, You Want it Darker, í heild sinni í IÐNÓ árið 2019. Nú ætlar Daníel að syngja lög Leonard Cohen í Hvalsneskirkju, Akraneskirkju og í Djúpinu í Reykjavík í lok maímánaðar og hann kom í þáttinn og fræddi okkur um Cohen. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Védís Eva Guðmundsdóttir, hún er menntaður lögfræðingur og hefur starfað sem slíkur erlendis og hér á landi, en í dag rekur hún frönsku sælkeraverslunina Hyalin á Skólavörðustíg, ásamt eiginmanni sínum og er sest aftur á skólabekk, í þetta sinn í ritlist við Háskóla Íslands. En hún var auðvitað komin í þáttinn til að segja okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Védís Eva talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Orbital e. Samantha Harvey Matrenescence e. Lucy Jones Heyrnalaut lýðveldi e. Ilya Kaminski Kafka á ströndinni, 1Q84 og fleiri bækur eftir Haruki Murakami Himnaríki og helvíti og Fiskarnir hafa enga fætur e. Jón Kalmann Tónlist í þættinum í dag: Það er svo ótal margt / Ellý Vilhjálms (Smith & Lindsey, texti Jóhanna G. Erlingsson) All kinds of everything Ég vil bara beat músík / Ríó tríó (Dixon & Mason, texti Ómar Ragnarsson) So Long Marianne / Leonard Cohen (Leonard Cohen) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Inga Eydal föstudagsgestur og hnausþykkar pizzur og ofsoðið pasta í matarspjallinu

    Play Episode Listen Later May 9, 2025 52:56


    Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni kemur að norðan, söngkonan og hjúkrunarfræðingurinn Inga Eydal. Inga hefur verið að syngja frá blautu barnsbeini, dóttir Ingimars Eydal tónlistarmanns og Ástu Sigurðardóttir, en Ásta samdi fjölmarga dægurlagatexta við lög sem hljómsveit Ingimars flutti hér á árum áður. Inga söng með hljómsveit föður síns, rak sína eigin hljómsveit um tíma auk þess að starfa sem hjúkrunarfræðingur. Árið 2020 gaf hún út bók sem vakti mikla athygli, Konan sem datt upp stigann, saga af kulnun. Inga hefur í kjölfar útgáfu bókarinnar haldið fjölmarga fyrirlestra um þessa reynslu sína af kulnun og hefur einnig veitt ráðgjöf og stuðning við einstaklinga meðal annars vegna kulnunar, langvarandi veikinda og streitu. Við fórum með Ingu aftur í tímann á æskuheimilið og fetuðum okkur í gegnum lífið til dagsins í dag. Matarspjallið var svo sent út frá þremur stöðum í dag, Reykjavík, Akureyri, þar sem Guðrún var, og Laxárdal hvar Sigurlaug Margrét var. Við ræddum um ítalskan mat, þ.e. þegar hann kom fyrst til landsins, pasta og pizzur. Tónlist í þættinum í dag: Hvítur Stormsveipur / Hljómsveit Ingimars Eydal (Finnur Eydal) Gömul saga / Atlantic kvartettinn og Helena Eyjólfs (Livingstone, texti Jón Sigurðsson) Í fyrsta sinn ég sá þig / Inga Eydal (Birger Sjöberg, Magnús Ásgeirsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Sánuvagn Mæju, vorverkin í garðinum og Skjálftasögur

    Play Episode Listen Later May 8, 2025 53:08


    María Pálsdóttir leikkona hefur svo sannarlega látið að sér kveða hér á Akureyri síðan hún flutti aftur þangað fyrir nokkrum árum. Hún opnaði Hælið, setur um sögu berklanna á Íslandi sem hefur hlotið mikla athygli enda fróðleg og áhrifarík sýning. Hún kom á fót Fiðringi, hæfileikakeppni grunnskólanna á Akureyri í ætt við Skrekk fyrir sunnan og í gærkvöldi kepptu níu grunnskólar til úrslita í Hofi. Nú síðast hefur hún sett á stofn fargufu á Akureyri sem hún kalla Sánuvagn Mæju. María sagði okkur frá þessu öllu í þættinum í dag. Garðeigendur eru byrjaðir að huga að garðinum og víða er fólk að hreinsa til eftir veturinn. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur kom til okkar í dag og fór yfir vorverkin og sagði okkur líka frá 140 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands, en hún er einmitt formaður félagsins. Fyrir aldarfjórðungi, í júnímánuði árið 2000, riðu yfir Suðurland öflugir jarðfskjálftar sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sveitarfélagið Rangárþing ytra stendur að verkefninu „Skjálftasögur“ með það að markmiði að safna saman persónulegum sögum af þessum stóra atburði og hvetja fólk sem upplifði skjálftana til að deila reynslu sinni, en sveitarfélagið vill nú tryggja að þessar mikilvægu frásagnir verði skrásettar. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningafulltrúi Rangárþings ytra sagði okkur betur frá þessu verkefni, en hægt er að senda inn sögur á heimasíðu sveitarfélagsins: www.ry.is Tónlist í þættinum í dag: Ævilagið / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Hvað um mig og þig? / Ragnhildur Gísladóttir (Magnús Eiríkisson) Tíu dropar / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Steingrímur Karl Teague og Andri Ólafsson) Tíu dropar af sól / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlasons) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Hollar skólamáltíðir, breytt nálgun í geðheilbrigðismálum og póstkort frá Magnúsi

    Play Episode Listen Later May 7, 2025 50:37


    Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna er yfirskrift málþings sem verður haldið þann 13. maí í samstarfi Menntavísindasviðs HÍ og Aldins, samtaka eldri borgara gegn loftslagsvá. Meginmarkmiðið er að varpa ljósi á tengsl hollra skólamáltíða, umhverfis og líðan barna í námi og starfi. Málþingið er öllum opið og séstakir gestir koma frá Finnlandi og Svíþjóð og lýsa reynslu sinni af fyrirkomulagi skólamáltíða . Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur kom í þáttinn og sagði frá. Þörf fyrir samfélagsbreytingar 2025 er yfirskriftin á ráðstefnu og vinnustofum sem Geðhjálp stendur fyrir. Þar munu koma fram fyrirlesarar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum, nálgun sem hefur skilað árangri. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar kom til okkar í dag og sagði okkur meðal annars frá áfallameðvituðu fangelsiskerfi og fleiru sem rætt verður um á ráðstefnunni. Upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér: https://socialchange.is/ Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins talaði Magnús um Lundahlaupið, The Puffin Run eins og það heitir opinberlega, en það er nú að baki í Vestmannaeyjum og þótti takast einstaklega vel. Magnús segir frá því að hann missti gersamlega af öllu því tilstandi því hann var að fylgjast með úrslitaleiknum í snóker sem fór fram á sama tíma. Hann segir aðeins frá sögu þessa vinsæla leiks og ennfremur af helstu snókerstjörnu samtímans, Ronnie O'Sullivan sem Magnús segir að sé gallaður snillingur. Tónlist í þættinum í dag: Sjáumst aftur / Páll Óskar (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson) Vegbúi / Una Torfa og Elín Hall (KK) Stella í orlofi / Diddú (Valgeir Guðjónsson) Froðan / Jón Jónsson og Ragnar Bjarnason (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, texti Ásgeir Sæmundsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Umhirða legstaða, appið Lifetrack og umhverfisveikindi á Heilsuvaktinni

    Play Episode Listen Later May 6, 2025 50:00


    Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða aðstandendum og umsjónarfólki legstaða upp á fræðsludag á morgun í Fossvogskirkjugarði. Þar munu starfsmenn veita ráðgjöf um umhirðu legstaða og jafnvel einnig ráðleggingar sem gætu nýst í heimagörðum eða við sumarbústaðinn. Heimir Janusarson, garðyrkjufræðingur og starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessu og göngu sem hann mun leiða um Fossvogsgarð. Fjölmargir Íslendingar hafa notað ýmis öpp til að bæta lífstíl sinn með því til dæmis að auðvelda sér að ná jafnvægi næringarefna, efla hreyfingu og jákvætt hugarfar. Hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir heilsu og markþjálfar standa á bak við nýtt íslenskt app á þessum nótum, Lifetrack, og við heyrðum í Inga Torfa í þættinum og fræddumst um það hvernig þetta virkar. Töluverður fjöldi fólks upplifir svokölluð umhverfisveikindi sem koma oft til af myglu í húsnæði. Umhverfisveikindi geta orðið svo alvarleg að fólk getur ekki búið eða unnið í húsnæðinu og verður fárveikt, orkulaust, þjakað af hausverkjum og mikilli vanlíðan. Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvarinnar Endurheimt er ein þeirra sem varð að umbylta sínum lífstíl til að ná heilsu á ný eftir erfið veikindi. Helga Arnardóttir ræddi við Lindu á Heilsuvaktinni í dag. Tónlist í þættinum í dag: Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason, texti Tómas Guðmundsson) Átján rauðar rósir / Berti Möller og Lúdó og Stefán (Bobby Darrin, íslenskur texti Iðunn Steinsdóttir) Garðurinn minn / Baggabandið (Magnús Þór Sigmundsson) Matthew and Son / Cat Stevens (Yusuf/Cat Stevens) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Doktorsrannsókn Ingu, samantekt á fjármálaspjalli og Svala lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later May 5, 2025 51:13


    Þættir sem spá fyrir um flutning á hjúkrunarheimili og umönnunarbyrði aðstandenda, er heiti á doktorsritgerð sem Inga Valgerður Kristinsdóttir sérfræðingur í Heimahjúkrun varði í Hjúkrunarfræði við Hjúkrunar og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, fyrir 2 vikum. Doktorsrannsóknin hafði það að markmiði að varpa ljósi á þessa stöðu til að greina hvernig mætti þróa heimaþjónustu til að bregðast betur við þessum þörfum og styðja við eldra fólk til áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Einnig er staðan hér á landi borin saman við nokkur lönd í Evrópu og niðurstaðan úr þeim samanburði er áhugaverð. Inga sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Í dag kom Georg Lúðvíksson til okkar í síðasta sinn í bili í það sem við höfum kallað fjármálin á mannamáli. Því leit hann yfir farinn veg með okkur í dag og fór aðeins aftur yfir það helsta sem hann hefur talað um síðastliðna mánudaga: sparnað, lífeyrissjóðsmálin, lánaumhverfið, vextina og fleira. Sem sagt samantekt á mannamáli með Georgi í dag. Svo var það lesandi vikunnar, sem var í þetta sinn Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR. Hún sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Svala talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Rokið í stofunni e. Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur Álfadalur e. Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur A Very Private School e. Charles Spencer Býr Íslendingu hér? e. Garðar Sverrisson Hin hljóðu tár, ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur e. Sigurbjörgu Árnadóttur Lífsstríðið, æviferð Margrétar Þórðardóttur e. Eirík Jónsson Tónlist í þættinum í dag: Velkomin heim / Haraldur Reynisson (Haraldur Reynisson) Let It Be Me / The Everly Brothers (Mann Curtis, Pierre Delanoe) It's Only a Paper Moon / Perry Como (Billy Rose, Harlod Arlen & Yip Harburg) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Helgi Pétursson föstudagsgestur og matur sem byrjar á emm

    Play Episode Listen Later May 2, 2025 48:44


    Helgi Pétursson, eða Helgi Pé eins og hann er jafnan kallaður, kemur upprunalega úr Kópavoginum og hefur lengst af verið kenndur við Ríó Tríó, en þeir félagar stofnuðu hljómsveitina kornungir. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir Landsamband eldri borgara og hefur látið að sér kveða á þeim vettvangi, en er nú að hætta störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins. Við buðum Helga velkomin sem föstudagsgest og fórum með honum yfir það helsta eftir þessi fjögur ár hjá LEB, svo fórum við aftur í tímann og hann rifjaði upp hvernig hann og Ólafur Þórðarson byrjuðu að spreyta sig á tónlist og söng fyrir 10 ára aldur. Svo fengum við að vita hvað er framundan hjá Helga. Í matarspjalli dagsins ákváðum við að tala um mat sem byrjar á M af því nú er maímánuður nýhafinn. Maís, mangó, marhnútur og marengs til dæmis. Við fengum ábendingar frá hlustendum og rifjuðum upp erfiða lífsreynslu tengda keppni í marengstertugerð. Tónlist í þættinum í dag: Alltaf einn / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Þegar hjartað segir frá / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Létt / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Hláturjóga, leiðsöguhundar og golfsumarið 2025

    Play Episode Listen Later Apr 30, 2025 52:12


    Það eru ekki allir sem treysta sér í jógaæfingar en líklega geta flestir tileinkað sér hláturjóga. Það er talið að hláturjóga dragi úr streitu og hjálpi líkamanum að framleiða endorfín og fleiri jákvæð efni sem hafa ýmis jákvæð áhrif á okkur, bæði líkamlega og andlega. Við fengum í dag tvo hláturjógaleiðbeinendur, Ástu Valdimarsdóttur og Þorstein Gunnar Bjarnason. Alþjóðlegur dagur leiðsöguhunda er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Á síðastliðnum árum hefur leiðsöguhundum fjölgað jafnt og þétt og má búast við að enn bætist í þennan fjölbreytta og frábæra hóp á næstu árum. Vonandi vitum við það flest að þegar leiðsöguhundur er í vinnubeislinu sínu þá ættum við að gefa honum vinnufrið, því hann þarf að einbeita sér að verkefninu sem fyrir hann er lagt. Þorkell Steindal og hundurinn hans Gaur komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um eiginleika góðra leiðsöguhunda og fleira. Lóan er komin, hitastigum fjölgar, sólin hækkar á lofti og grasið grænkar. Þá fara kylfingar um allt land að fá kitling í lófana og löngun til að grípa í golfkylfur sínar og elta litlu kúlurnur ofan í holurnar í sem fæstum höggum. Tugir þúsunda eru meðlimir í golfklúbbum landsins og Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands var á línunni í dag og sagði okkur frá golfsumrinu sem er framundan, hvernig vellir koma undan vetri, innanhúsgolfi og fleiru. Tónlist í þættinum í dag: Léttlynda löggan / Stefán Karl Stefánsson (Charles Penrose, texti Gísli Rúnar Jónsson) Hláturpolka / Sigríður Magnúsdóttir og Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (May Marthall – texti, Númi Þorbergsson) Hundurinn / Varsjárbandalagið og Karlakórinn Case (Sigríður Ásta Árnadóttir) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    VÆB á leið til Basel, Léttsveit Reykjavíkur og veðurspjallið með Einari

    Play Episode Listen Later Apr 29, 2025 50:00


    VÆB bræður, Matthías og Hálfdán, stíga á svið í Basel fyrir Íslands hönd á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision 13.maí. Hópurinn fer til Sviss síðar í vikunni og það er skiljanlega mikil spenna fyrir því sem koma skal. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins og VÆB var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það sem er framundan og stemninguna í hópnum. Léttsveit Reykjavíkur er stærsti kvennakór landsins, en hann samanstendur af 100 konum á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn. Léttsveitin á þrjátíu ára afmæli í ár og verður því með ýmsa viðburði tengda afmælinu víða um landið. Við fengum þær Ingibjörgu Margréti Gunnlaugsdóttur, formann kórsins og Helgu Björk Jónsdóttur, kórfélaga, til að segja okkur frá kórnum, starfseminni og afmælisárinu. Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Í dag ræddi hann við okkur um rafmagnsleysið á Spáni og í Portúgal undanfarinn sólarhring og tengsl þess við veður. Hann talaði svo um þessa góðu tíð sem hefur verið undanfarið og bar hana saman við sama tíma í fyrra og svo skoðuðum við aðeins horfurnar framundan. Kemur hret? Einar fór með okkur yfir það í veðurspjallinu í dag. Tónlist í þættinum í dag: Vorið kemur / Diddú (Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum) Róa / VÆB (Ingi Bauer, Gunnar Björn Gunnarsson, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, enskur texti Peter Fenner) Langferð (Aften) / Léttsveit Reykjavíkur (Matti Borg, texti Eygló Eyjólfsdóttir) Þá mun vorið vaxa / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson, texti Einar Georg Einarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Þóra og Ævintýrajóga, lífeyrismálin á mannamáli og Bergdís lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Apr 28, 2025 50:40


    Þóra Rós Guðbjartsdóttir dansari og jógakennari lærði listdans í Mexíkó og er núna á skjám landsmanna þar sem hún kennir börnum jóga í gegnum þættina Ævintýrajóga. Í Mexíkó ferðaðist hún um með danshópum og sýndi dans en fann sig svo betur í jógafræðunum og er með ýmis plön í farvatninu og ekki bara fyrir börn. Þóra kom til okkar í dag. Eins og undanfarna mánudaga kom Georg Lúðvíksson til okkar í dag í það sem við köllum fjármálin á mannamáli og í dag fór hann aðeins með okkur yfir lífeyrismálin. Þau eru mikilvæg og ekki því fyrr sem maður hugsar um þau og kynnir sér þau, því betra. Georg fór betur yfir lífeyrismálin í þættinum. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var svo Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, leikkona, leikstjóri og leiklistarkennari, en hún skrifaði, ásamt Arnari Haukssyni, útvarpsleikritið Sorrí hvað ég svara seint, sem var flutt um páskana í útvarpinu og hægt er að hlusta á í spilara RÚV. Við fáum hana aðeins til að segja okkur frá því og svo auðvitað líka frá þeim bókum sem hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Bergdís talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Systir mín, raðmorðinginn e. Oyinkan Braithwaite Hælið e. Emil Hjörvar Petersen Uncut Funk e. Bell Hooks og Stuart Hall Guðrún Helgadóttir og Astrid Lindgren Bell Hooks Andri Snær Magnason Shaun Tan Sólveig Eva Magnúsdóttir Tónlist í þættinum í dag: Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar) Perfidia / Linda Ronstadt (Milton Leeds) Apríkósusalsa / Sniglabandið og Borgardætur (Pálmi J. Sigurhjartarsson og Helga Kvam) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Grétar Örvarsson föstudagsgestur og sumarmatarspjall

    Play Episode Listen Later Apr 25, 2025 51:15


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Grétar Örvarsson. Hann þekkja auðvitað flestir úr hljómsveitinni Stjórninni þar sem hann og Sigga Beinteins hafa sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar, til dæmis í Eurovision og mun víðar. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar á Höfn í Hornafirði, þar sem hann ólst upp á heimili ömmu sinnar og afa. Hann sagði til dæmis sögur af því þegar heimilið breyttist í fæðingarheimili, því amma hans var ljósmóðir og svo þegar hann byrjaði að spila fyrir dansi fimmtán ára á hótelinu á Höfn. Við fórum á handahlaupum með honum í gegnum lífið til dagsins í dag en hann stendur fyrir tónleikum eftir viku í Salnum í Kópavogi undir nafninu Sunnanvindur - eftirlætislög Íslendinga. Sigurlaug Margrét var svo auðvitað með okkur í matarspjallinu og í dag, í upphafi sumars, töluðum við um kjúklingarétt með sólþurrkuðum tómötum, og hægeldaðan lambabóg úr smiðju Yotam Ottolenghi. Tónlist í þættinum í dag: Ég er kominn heim / Óðinn Valdimarsson (Imre Kálmán, texti Jón Sigurðsson) Eina nótt (láttu mjúkra lokka flóð) / Grétar Örvarsson (Kris Kristofferson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Sumarlag / Stjórnin (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Claim Mannlegi þátturinn

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel