Mannlegi þátturinn

Follow Mannlegi þátturinn
Share on
Copy link to clipboard

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

RÚV


    • Oct 30, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 52m AVG DURATION
    • 2,727 EPISODES


    More podcasts from RÚV

    Search for episodes from Mannlegi þátturinn with a specific topic:

    Latest episodes from Mannlegi þátturinn

    Ofbeldi gegn eldri borgurum, rannsóknir á barnamat og mannleg samskipti með Valdimari

    Play Episode Listen Later Oct 30, 2025 53:34


    Við fræddumst um ofbeldi gegn eldri borgurum í dag í kjölfar málþings sem Landsamband eldri borgara stóð fyrir um hvernig hægt er að tryggja öryggi eldri borgara og þar sem varpað var ljósi á algengi ofbeldis gegn eldri borgurum á Íslandi. Þeir Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifuðu grein á visir.is þar sem þeir fóru yfir það sem kom fram á þinginu og þeir komu einmitt til okkar í dag og sögðu okkur frá því. Í nýjasta tölublaði af Neytendablaðinu er sjónum beint að yngstu neytendunum. Eðli máls samkvæmt njóta börn og unglingar meiri neytendaverndar en þau sem eldri eru en því miður er þó víða pottur brotinn. Systursamtök Neytendasamtakanna í Noregi og Bretlandi birtu nýlega rannsóknir sem sýna að barnamatur í verslunum er ekki alltaf eins hollur og fólk heldur og þetta kemur mörgum foreldrum í opna skjöldu því þeir treysta því að strangar reglur gildi um barnamat. Maukaður matur í skvísum telur nú um þriðjung alls barnamatar í verslunum og fingramatur, sem svo er kallaður, nýtur einnig vaxandi vinsælda. Sérfræðingar í næringu ungbarna, erlendis sem hérlendis, hafa áhyggjur af þróuninni, Brynhildur Pétursdóttir er ritstjóri Neytendablaðsins og hún sagði okkur betur frá þessum rannsóknum á barnamat í þættinum í dag. Valdimar Svavarsson ráðgjafi kom til okkar í dag og við héldum áfram að tala um mannlegi samskipti. Valdimar tók upp þráðinn þar sem hann endaði síðasta fimmtudag, með ástarsambönd, mismunandi þarfir og væntingar og hlutverk sem við göngum í í samböndum. Hann fór svo yfir grunn langlífra sambanda, hvað þarf til að samband verði langlíft og hverjar eru viðvörunarbjöllurnar sem geta komið því úr jafnvægi. Tónlist í þættinum: Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens, texti Rúnar Júlíusson) Fallegur dagur / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) Orðin mín / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) It's a Good Day / Peggy Lee (Peggy Lee & Dave Barbour) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Að þýða Shakespeare, Slagdagurinn á laugardaginn og Fadó tónlist á íslensku

    Play Episode Listen Later Oct 29, 2025 50:00


    Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og ljóðskáld, kom í þáttinn í dag. Hann þarf auðvitað ekki að kynna fyrir hlustendum, hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagna og skáldsagna sem eru samofin menningu okkar. Auk þess hefur hann þýtt mikið úr Norðurlandamálum og ensku, en hann lærði í Svíþjóð og bjó þar nánast allan áttunda áratuginn. Þórarinn hefur þýtt fjögur leikrita Shakespeare og við ræddum við hann um það í dag, því það er ekkert smá verkefni, enda eru þau að mestu í bundnu máli. Stakhendur Shakespeare og flókinn orðaforði þeirra er ekki bara hristur fram úr erminni, og í ljósi umræðna um stöðu íslenskunnar var mjög áhugavert að heyra hvernig Þórarinn fer í slíkar glímur. Slagdagurinn svokallaði er núna á laugardaginn, þetta er dagur alþjóðlegs átaks gegn slagi eða heilablóðfalli. Slagdagurinn verður í Kringlunni í Reykjavík og á Glerártorgi Akureyri frá kl.13-15. Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir taugasérfræðingur og yfirlæknir taugadeildar Landspítalans, og Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla komu í þáttinn og fóru meðal annars yfir þau einkenni sem við þurfum að vera vakandi fyrir og gætu bent til slags. Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og José Manuel Neto, einn virtasti gítarleikari samtímans á portúgalskan gítar, koma saman á fadotónleikum í Hörpu 1. nóvember. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að heyra Fado tónlist á Íslandi á tónleikum en og hér gefst tækifæri til þess að heyra portúgalska örlagatónlist og íslensk ljóð og lög fléttast saman. Kristjana kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Dagar og nætur / Björgvin Halldórsson (Jóhann G. Jóhannsson) Þakka þér fyrir / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarsson, texti Stefán Hilmarsson) One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) Lítið ástarljóð / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir, texti Elísabet Geirmundsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Staðan á húsnæðislánamarkaðinum, Steinunn Sara tilnefnd til Kammaprisen og snjóveðurspjall

    Play Episode Listen Later Oct 28, 2025 53:51


    Óvissan er mikil á húsnæðislánamarkaði, í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli sem höfðað var gegn Íslandsbanka. Stóru viðskiptabankarnir og nokkrir lífeyrissjóðir hafa dregið úr framboði verðtryggðra íbúðalána og í gær sagði Ingólfur Bender aðalhagfræðingur samtaka Iðnaðarins, í samtali við mbl.is, að stjórnvöld yrðu að koma að málinu til að eyða óvissu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna. Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum í Álaborg í Danmörku, er tilnefnd til Kammaprisen 2025, sem eru verðlaun fyrir konur og þeirra störf í nýsköpun og viðskiptum í Danmörku, en hún vinnur við að þróa lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómum eins og MND, MS, Parkison og Alsheimer með nýrri aðferðafræði sem vakið hefur mikla athygli. Steinunn sagði okkur betur frá þessu öllu í dag, en hægt er gefa henni atkvæði fyrir Kammaprisen 2025 hér: https://www.facebook.com/kammaprisen Það eru gular og appelsínugular viðvaranir í gangi á suðvestuhorninu og á suðurlandi. Snjórinn var því þema dagsins í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni. Einar fór yfir það í dag og svo talaði hann einnig um einnig um aðdragand snjóflóðsins á Flateyri, veðurstöðuna þá og hvort hugsanlega, eftir á að hyggja, þar hafi verið ein fyrsta birtingarmynd öfgaveðurs sem tengja má við loftslagsbreytingar. Tónlist í þættinum í dag: Dýrð í dauðaþögn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Fönn, fönn, fönn / Stuðmenn (Egill Ólafsson, texti Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon) Þótt falli snjór / Jóhann Sigurðarson (Ágúst Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Hólmfríður og Selma í Stapaskóla, Bragi Þór frumsýnir Víkina og Ásgeir Hvítaskáld lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Oct 27, 2025 50:00


    Í síðustu viku voru veittar viðurkenningar fyrir nýsköpun í kennslu og tungumálanámi. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi Rannís, Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Veitt voru Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu og jafnframt voru veitt verðlaun í eTwinning, en það eru verefni sem tengja saman kennara og skóla í 46 löndum til að efla alþjóðlegt samtarf. Sjö íslenskir kennarar hlutu gæðaviðurkenningu í þeim flokki og þar á meðal tveir kennarar í Stapaskóla í Reykjanesbæ fyrir listrænt og tungumálamiðað verkefni sem fjallar um sjálfsmynd, húðlit og fjölbreytileika. Við hittum kennarana Hólmfríði Rún Guðmundsdóttur og Selmu Ruth Iqbal, í Stapaskóla og spjölluðum við þær um verkefnið. Við hringdum svo í bíó, það er að segja að við heyrðum í kvikmyndaleikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni beint í kjölfarið á prufukeyrslu af nýjustu mynd hans, Víkinni, í kvikmyndasalnum þar sem hún verður frumsýnd á miðvikudaginn. Víkin fjallar um hjónin Björn og Áslaugu sem þola varla að vera í návist hvors annars en fara þó saman í sumarbústað sinn á Hornströndum þar sem þau fá frið frá skarkala heimsins. Fríinu er snúið á hvolf þegar bandarískur ferðamaður bankar óvænt upp á. Bragi sagði okkur betur frá í viðtalinu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Ásgeir Þórhallsson Hvítaskáld rithöfundur, en hann var að senda frá sér nýja skáldsögu, Saklaust blóð í snjó, sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo auðvitað sagði hann okkur frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ásgeir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Saga af svartri geit e. Perumal Murugan Skipsskaðar á svörtum söndum e. Steinar J. Lúðvíksson Stríð og friður e. Leo Tolstoj Tónlist í þættinum í dag: Við gengum tvö / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað) Bláu augun þín / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson) Um þig / Ellý Vilhjálms (Luiz Floriano Bonfá, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Guðrún Ágústsdóttir föstudagsgestur og mæður heiðraðar í matarspjallinu

    Play Episode Listen Later Oct 24, 2025 53:13


    Það er auðvitað kvennafrídagurinn í dag, fimmtíu árum eftir að hann var haldinn fyrst. Því er Guðrún ekki með í þættinum í dag og föstudagsgestur þáttarins, Guðrún Ágústsdóttir, ekki heldur. Við tókum upp viðtalið við hana í gær, skemmtilegt spjall þar sem hún fór með okkur yfir aðdraganda kvennafrídagsins 1975. Guðrún gat ekki sjálf verið viðstödd því hún hafði flutt með fjölskyldunni til Edinborgar, en það kom henni á óvart að fréttir af kvennafrídeginum voru í öllum helstu fjölmiðlum Bretlandseyja. Við förum svo með Guðrúnu yfir hvernig staðan var þá og hver þróunin hefur verið á þeim fimmtíu árum sem eru liðin síðan og hver staðan er í dag. Svo kom Sigurlaug Margrét auðvitað ekki í matarspjallið í dag út af kvennafrídeginu, því brugðum við á það ráð að fá Halldór Gylfason leikara til að koma í spjallið og við ætlum að rifja upp uppháhaldsmatinn sem við fengum frá mæðrum okkar í æsku. Sem sagt heiðrum við mæður okkar í tilefni dagsins í dag. Tónlist í þættinum í dag: Þú ert stormur / Una Torfa (Una Torfadóttir) Paris Paloma / Labour (Paris Paloma) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

    Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf, barnakvikmyndahátíð og samskipti í ástarsamböndum

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2025 54:17


    Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf er geysilega mikilvæg í nútímasamfélagi, en það eru liðin 10 ár frá stofnun námsleiðarinnar Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf á meistarastigi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Af því tilefni verður haldið málþing í dag þar sem litið er til baka, heyrt í nemendum, kennurum og samstarfsaðilum, horft til framtíðar og mikilvægi foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar í íslensku samfélagi. Hrund Þórarins Ingudóttir lektor og umsjónarmaður námsleiðarinnar kom í þáttinn og sagði frá. Við forvitnuðumst svo um Barnakvikmyndahátíðina sem hefst í 12. sinn á laugardag í Bíó Paradís, en þetta árið eru stelpur rauður þráður í dagskrá hátíðarinnar. Lisa Attensperger, skipuleggjandi hátíðarinnar kom til okkar í dag og sagði okkur frá og við rifjuðum upp æskuminningar úr kvikmyndahúsum. Svo voru það mannlegu samskiptin, en Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins kom til okkar og hélt áfram að fræða okkur um mannleg samskipti því þau geta verið flókin. Hann fór með okkur undanfarna fimmtudaga yfir samskipti og hlutverk innan fjölskyldna. En nú var komið að ástarsamböndum, samskiptin geta ekki síður verið flókin þar. Tónlist í þættinum í dag: Mamma mín / Elly Vilhjálms (Jenni Jóns) Litli tónlistarmaðurinn / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson) O mein papa / Robertino (Burkhard, Parsons & Turner Jeg har så travlt / Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson (Tina Dickow) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Ráðstefna um offitu, matarveisla í Skagafirði og 100 ára afmæli á Laugum

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2025 55:41


    Stjórn félags fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnu í Salnum í Kópavogi í næstu viku þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um nýjustu þekkingu á offitu, ýmsa vinkla tengda forvörnum og meðferð við offitu. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferðir fullorðinna, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ráðstefnunni og þróuninni þegar kemur að þessu mikilvæga málefni. Slow Food samtökin á Íslandi vilja sýna hvernig nærandi ferðaþjónusta getur stutt við og styrkt þá innviði sem er á hverju svæði og dregið fram sérstöðu þess og stutt við sjálfbæra atvinnuuppbyggingu um landið. Næstu helgi býður Skagafjörður til matarveislu í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir. Ferðin er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á matarmenningu, staðbundnum hráefnum og persónulegri upplifun af landslagi og lífi í sveitinni. Þátttakendur fá að kynnast fjölbreyttri framleiðslu og fólkinu á bak við hana, bændum, frumkvöðlum og listafólki. Við heyrðum í Þórhildi Maríu Jónsdóttur verkefnastjóra hjá Farskólanum símenntunarmiðstöð Norðurlandi vestra í þættinum. Framhaldsskólinn á Laugum fagnar 100 ára afmæli á laugardaginn, en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal frá árinu 1925. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari var á línunnu í dag og fræddi okkur um merkilega sögu skólans, starfsemina og afmælið í dag. Tónlist í þættinum í dag: Þú trumpar ekki ástina / Bogomil Font og greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason) Vi kommer aldrig til att dö / Bo Kaspers Orkester (Bo Kasper) Fragile / Sting (Sting) The Great Big Warehouse in the Sky / Pétur Ben (Pétur Ben) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    fer stj slow food sigurbj sveinsd arngr skagafir bogomil font salnum k
    Eftirfylgni borgar sig og Lilja Ósk um Heimsins besta dag í helvíti

    Play Episode Listen Later Oct 21, 2025 54:41


    Af hverju hættir fólk að nota eitthvað sem virkar? Og af hverju gerir fólk ekki það sem það segist ætla að gera til að efla heilsuna sína? Þessar spurningar urðu kveikjan að rannsókn Hrefnu Óskarsdóttur iðjuþjálfa á Reykjalundi og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. En hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknarinnar, sem hún segir að hafi verið bæði óvæntar og í raun mannlegar. Lausnin felst í meiri eftirfylgni sem getur í framhaldi sparað gríðarlegar upphæðir fyrir heilbrigðiskerfið. Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Lífi Lilju Óskar Snorradóttur kvikmyndaframleiðanda var umturnað í einu vetfangi eftir slys sem hún lenti í árið 2021 með þeim afleiðingum að hún hlaut heilahristing með alvarlegum eftirköstum á borð við minnisleysi, úthaldsleysi, sjóntruflanir, hljóðviðkvæmni, erfiðleika við að lesa, mynda setningar og skilja samtöl, en Lilja upplifði djúpt þunglyndi í kjölfarið. Það tók Lilju hátt í þrjú ár að ná bata en hún byrjaði að skrifa dagbók um líðan sína sem endaði í nýútkominni bók: Heimsins besti dagur í helvíti. Bókin er lýsing á því erfiða líkamlega og andlega ferðalagi sem hún neyddist til að undirgangast til að ná heilsu á ný. Helga Arnardóttir ræddi við Lilju í tilefni af útkomu bókarinnar. Lög í þættinum í dag: Fólkið í blokkinni/Eggert Þorleifsson(Ólafur Haukur Símonarson) Eitt af blómunum / Páll Óskar og Benni Hemm Hemm (Páll Óskar Hjálmtýsson og Benedikt Hermann Hermannsson) Vísa um veginn / Stína Ágústsdóttir (höf. Ókunnur, texti Kristín Birgitta Ágústsdóttir) I Feel the Earth Move / Carole King (Carole King) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Sálrænt öryggi á vinnustað, Óperudagar og Hjálmar lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Oct 20, 2025 54:50


    Upplifir þú sálrænt öryggi á þínum vinnustað? Það er mikilvægt að finna til öryggis í hópnum á vinnustað, geta tjáð sig frálst á fundum fyrir framan aðra og þora að vera maður sjálfur. Ein skilgreining á sálrænu öryggi er einmitt sú meðlimir teymis upplifi öryggi til að taka félagslega áhættu og vera berskjaldaðir. Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental og sérfræðingur í Mannauðsstjórnun kom í þáttinn í dag. Tónlistarhátíðin Óperudagar er í fullum gangi og stendur til 26.oktober. Aðstandendur hátíðarinnar og fjölmargir þátttakendur standa fyrir fjölbreyttum söngverkefnum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Borgarbyggð og Reykjanesbæ. Á hátíðinni er boðið upp á um 40 viðburði fyrir alla aldurshópa og um 200 listamenn frá ýmsum löndum koma fram. Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir verkefnisstjóri sagði okkur frá því helsta á Óperudögum í þættinum. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Hjálmar Waag Árnason, fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og kennari. Hjálmar þýddi bókina Marta, Marta eftir færeyska rithöfundinn Marjun Syderbö Kjelnæs, sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo auðvitað líka frá þeim bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hjalmar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Brennu Njálssaga Talað við dýrin e. Konraud Loreenz Meðan eldarnir brenna e. Stacu Ný og nið e. Jóhannes úr Kötlum Ljóðasafn Steins Steinarr Halldór Laxness Bláskjár Riddarinn Rauðgrani Dísa ljósálfur Bækur um göngu- og hjólaleiðir Lög í þættinum í dag: Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Þorgrímur Haraldsson, Sveinbjörn Bjarki Jónsson, texti Páll Óskar Hjálmtýsson) Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens, texti Rúnar Júlíusson) Mamma / Luciano Pavarotti & Ricky Martin (B. Cherubini, A Cesare Bixio) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    Þrír föstudagsgestir og matarspjall

    Play Episode Listen Later Oct 17, 2025 54:51


    Niflungahringurinn er í aðalhlutverki hjá föstudagsgestunum okkar í dag. Félagarnir í Hundur í óskilum og Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona munu á einni kvöldstund sýna Niflungahringinn í Borgarleikhúsinu og til þess þurfa þau marga búninga, fullt af hljóðfærum, nokkuð mörg sönglög og hraðar hendur. Hjörleifur Hjartarsson skrifaði leikgerðina og hefur verið vakin og sofin yfir þessu síðustu ár. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og um búninga sér Þórunn María Jónsdóttir. Við ætlum að tala um Niflungahringinn og fara hringinn í kringum hann með þeim Hjörleifi, Eiríki Stepensen og Kötlu Margréti hér á eftir. Já við erum með þrjá föstudagsgesti í dag. Í Matarspjallinu erum við enn á þjóðlegu nótunum og kjöt í karrý kemur aftur við sögu en einnig ýmislegt annað eins og geitalæri og kannski tölum við eitthvað um döðlur og sveskjur koma líka við sögu. Sigurlaug Margrét verður með okkur eins og venjulega. Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir Tónlist í þættinum í dag: Óbyggðirnar kalla / KK og Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) Lag úr Niflungahringnum / Hundur í óskilum Deus / Hundur í óskilum (Sykurmolarnir)

    gu hj magn kk lag eir margr umsj sykurmolarnir sigurlaug margr
    Slökkvilið Reykjavíkur, Sporið þjóðdansafélag og Valdimar Svavarsson ráðgjafi

    Play Episode Listen Later Oct 16, 2025 51:47


    Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heldur á morgun og hinn daginn mikla námsstefnu, Á vakt fyrir Ísland, sem er mikilvægur vettvangur fræðslu, umræðu og samvinnu fyrir þau fjölmörgu sem starfa við viðbragðs- og björgunarstörf hér á landi. Bjarni Ingimarsson formaður landsambandsins ætlar að segja okkur betur frá þessu hér rétt á eftir. Danshópurinn Sporið sýnir íslenska þjóðdansa við ýmis tækifæri og var stofnaður var á Hvanneyri árið 1995 og á sér rætur í enn eldri hópi sem þar starfaði. Megintilgangur hópsins er að iðka og kynna íslenska þjóðdansa, sem eru hverfandi en engu að síður afar mikilvægur hluti menningararfs landsins. Danshópurinn Sporið hefur lagt sitt af mörkum til miðlunar þessarar hefðar í allmörg ár og nýjustu tíðindi eru þau að yngra fólkið er að sækja í þennan félagsskap. Guðrún Jónsdóttir er á leiðinni til okkar úr Borgarfirðinum og sest hjá okkur í spjall á eftir. Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu kemur til okkar í dag enda fastur gestur hjá okkur á fimmtudögum. Í dag ætlar hann að halda aðeins áfram að tala um hlutverk í fjölskyldum. Tónlist í þættinum í dag: Snorri Helgason - Torfi á orfi Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Anna Vilhjálms, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Ég bíð við bláan sæ Grettir Björnsson - Austfjarðaþokan

    Mýrin, UNICEF á Gaza og Stamfélag Íslands

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 53:56


    Mýrin, alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð hefst á morgun í Norræna húsinu. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og yfirskriftin að þessu sinni er Týnd útí mýri. Áhersla er lögð á Norrænar barna- og unglingabókmenntir og lestrargleði og sköpun höfð að leiðarljósi og ýmis konar uppákomur og viðburðir verða fyrir börn, ungmenni og alla aðra sem láta sig barnabókmenntir varða. Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur situr í stjórn Mýrarinnar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi, er gestur okkar í dag. Við tölum við hana um aðkomu UNICEF að hjálparstarfi á Gaza eftir að samkomulag náðist um vopnahlé. Þörfin fyrir mat, lyf og önnur hjálpargögn er mikil og það hefur gengið illa að koma þeim til þeirra sem þurfa. Málbjörg, félag um stam heitir núna Stamfélag Íslands og jafnframt var hannað nýtt lógó fyrir félagið. Hönnuðurinn er Sveinn Snær Kristjánsson sem byggir hönnunina á eigin upplifun af stami. Í næstu viku, 22.okt, er alþjóðlegur vitundarvakningardagur um stam. Sveinn Snær ræði við okkur í Mannlega þættinum. Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir Tónlist í þættinum í dag: Einhvern tímann / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Harry Chapin, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson) Berg og Båre / Kari Bremnes (Lars, Kari og Ola Bremnes) Kavatína Kristínar / Uppáhellingarnir (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason)

    Inflúensa, prótein og veðurspjall

    Play Episode Listen Later Oct 14, 2025 53:37


    Við tölum um flensuna í þætti dagsins. Umsjónarmönnum Mannlega þáttarins hafa borist fregnir af fólki sem hefur veikst nokkuð kröftuglega af inflúensu í þessum mánuði, sem okkur þykir nú full snemmt, október er rétt að verða hálfnaður. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ætlar að spjalla við okkur um inflúensu, hvernig hún hegðar sér - er hún óvenju snemma á ferðinni? Og viðbrögðin - eru bólusetningar t.d. hafnar? Prótein virðist vera heilsuorð haustsins og aukin prótein-inntaka er eitthvað sem víða er mælt með. En í frumskógi upplýsinga er oft erfitt að finna rétt svör og þá leitar maður til fagfólksins. Þórhallur Ingi Halldórsson er prófessor við matvæla og næringarfræðideild, við spyrjum hann út í neyslu próteina og hvort hættulegt sé að borða of mikið af því. Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tölum við meðal annars um kakó en kakóræktun er viðkvæm fyrir veðurfarssveiflum og breytingum. 60-70% af öllu kakói kemur frá tveimur ríkjum í Afríku og ef veður svíkur þar er umtalsverð hætta á að heimsmarkaðsverð á kakói margfaldist. Við ræðum líka um sumarveðráttuna á Íslandi og fleira. Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir Tónlist í þætti dagsins: Haraldur Reynisson - Hámenningin. Fjallabræður og Lay Low - Hvíl í ró. Hjálmar og Prins Póló - Grillið inn.

    Vínlaus lífsstíll, ofsafengin sjálfsrækt og lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Oct 13, 2025 51:56


    Sífellt fleiri velja sér vínlausan lífsstíl og nú er til dæmis hægt að sækja námskeið í því að tileinka sér þann lífsstíl, Full af lífi-vínlaus lífsstíll. Þau Gunnar Hersveinn heimsspekingur og rithöfundur og Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi hafa hannað námskeiðið í samstarfi við SÁÁ og þau segja að það krefjist að sjálfsögðu hugrekkis að breyta líferni sínu og hætta því sem telst eðlilegt í samfélaginu en ferlið sé afar lærdómsríkt og veiti frelsi. Margrét Leifsdóttir er gestur Mannlega þáttarins. Við tölum líka við Hafrúnu Kristjánsdóttur, sem er deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og sálfræðingur. Hún hefur undanfarið velt mikið fyrir sér því sem hún kallar „ofsafengna sjálfsrækt“ og hvernig nútímakröfur og það að vera sífellt að reyna að toppa sig getur snúist upp í andhverfu sína. Hún flutti í síðustu viku erindi um þetta í opnu streymi sem nú er aðgengilegt á vef HR. Þar leggur hún út af hugmyndum um ofurmanneskjur, sem birtast okkur helst sem afreksfólk í íþróttum og tengir við hugmyndir fólks um að reyna í sífellu að „besta“ sig, hugmyndir sem í mörgum tilfellum eru knúnar áfram af samfélagsmiðlum. Hún leggur áherslu á hvað við getum gert til að ná sem bestu jafnvægi í lífinu með skynsemina í fyrirrúmi. Og lesandi vikunnar er Sigrún Eldjárn einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunaanna og Fjöruverðlaunanna fyrir bók sína Sigrún á safninu sem kom út í fyrra. Í þeirri bók sagði hún frá æskuheimili sínu á þjóðminjasafninu og nú er komin út ný bók Torf,grjót og burnirót þar sem útskýrt er hvernig torfbær er reistur. En Sigrún segir okkur frá bókum og höfundum sem hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Handaband - Possibillies If paradise is half as nice - Amen Corner Vals nr.1 - Magnús Eiríksson UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR PÁLSSON

    Jóhann og Edda föstudagsgestir og kjötsúpumatarspjall

    Play Episode Listen Later Oct 10, 2025 54:00


    Við vorum með tvo föstudagsgesti að þessu sinni, tónlistarfólkið Edda Borg og Jóhann Helgason en þau verða saman á útgáfutónleikum Jóhanns í Bæjarbíói en hann er að gefa út nýja sólóhljómplötu með nýjum lögum en það gerði hann síðast árið 1999. Jóhann og Edda kynntust fyrst þegar þau hittust í því einstaka og sögufræga hljóðveri Hljóðrita fyrir margt löngu síðan. Þau Jóhann og Edda tóku einnig lagið fyrir okkur, já það var lifandi tónlistarflutningur og spjall með þeim í dag. Matarspjallið var auðvitað á sínum stað, Sigurlaug Margrét kom í heimsókn með svuntuna bundna um mittið og beindi sjónum sínum að kjötsúpunni, lambakjöti og öðrum súpum. Tónlist í þættinum: Karen / Bjarni Arason (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson) Aðeins lengur - Jóhann Helgason og Edda Borg (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson) She's Done it Again / Jóhann Helgason og Edda Borg (Jóhann Helgason, texti Andre Matza) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Klúbburinn Geysir, Roof Tops og hlutverk innan fjölskyldunnar með Valdimari Þór

    Play Episode Listen Later Oct 9, 2025 54:07


    Í meira en tuttugu ár hefur Klúbburinn Geysir markað spor sín í geðheilbrigðismálum Íslendinga með því að bjóða einstaklingum með geðrænar áskoranir hlutverk, ábyrgð og tækifæri til þess að hafa stöðugleika í lífi sínu. Klúbburinn starfar eftir gagnreyndri hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga klúbbsins til þátttöku í samfélaginu.Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri klúbbsins, og Sigurður Guðmundsson, sem nýtir sér starfsemi Geysis, komu í þáttinn í dag í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins sem er á morgun. Þeir félagar í hljómsveitinni Roof Tops ætla að flytja lög Bítlana í Salnum í Kópavogi eftir viku og allir textarnir verða á íslensku en það er Þorsteinn Eggertsson sem hefur samið þá. Við ræddum í dag við þá Guðmund Hauk Jónsson og Ara Jónsson hljómsveitarmeðlimi Roof Tops. Svo voru það Mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Samskiptin geta verið flókin og Valdimar var að segja okkur síðasta fimmtudag frá hlutverkum sem fjölskyldumeðlimir gjarnan raðast í, sérstaklega ef einhvers konar vanvirkni er til staðar. En hann náði ekki að klára þá umræðu þannig að hann hélt áfram með hlutverkin innan fjölskyldna í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: (Just like) Starting Over / John Lennon (John Lennon) Söknuður / Roof Tops (S. Oldham, D. Penn, texti Stefán G. Stefánsson) With You / Roof Tops (Jón Pétur Jónsson, texti Guðmundur Haukur Jónsson) Hæ Mambó / Haukur Morthens (Merrill, texti Loftur Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Heimildarmynd um heilatengda sjónskerðingu, súrdeigsráðgjafi og rafrænt námskeið um makamissi

    Play Episode Listen Later Oct 8, 2025 52:47


    Annað kvöld verður sýnd heimildarmynd á RÚV eftir Bjarney Lúðvíksdóttur um heilatengda sjónskerðingu eða CVI, myndin heitir á íslensku Fyrir allra augum og er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu. Myndin fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, metnaðarfullan söngnema sem les ekki nótur heldur lærir þær með eyranu en það dugar ekki til að útskrifast. Í leit að svörum uppgötvar hún, 26 ára, að hún hefur verið blind frá fæðingu með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Dagbjört kom í þáttinn í dag ásamt Elínu Sigurðardóttur, vinkonu sinni, sem fylgir Dagbjörtu í myndinni. Við töluðum svo við Sæunni Öldudóttur, hún ber þann flotta titil að vera súrdeigsráðgjafi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða þar sem hún hjálpar fólki að ná tökum á súrdeiginu. Hún stefnir á að opna lítið bakarí, en hún hefur selt brauð lengi og búið til deig fyrir verslanir. Sæunn fræddi okkur um grunnatriðin í súrdeigi og ýmsu súrdeigstengdu hér á eftir. Þær Guðfinna Eydal sálfræðingur og Anna Ingólfsdóttir, rithöfundur og jógakennari, gáfu út bókina MAKAMISSIR fyrir nokkrum árum sem fékk góðar viðtökur og sýndi að þörf er fyrir stuðning við fólk sem hefur misst maka. Nú bjóða þær stöllur uppá rafrænt námskeið þar sem þær fara dýpra og ítarlegar í málefnið en námskeiðið veitir fræðslu, samkennd og stuðning sem hjálpar til við úrvinnslu sorgar og að ná sálrænni endurheimt. Anna kom í þáttinn í dag og sagði frá. Tónlist í þættinum í dag: Og co / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ítalskur calypso / Erla Þorsteinsdóttir (L. Monte & W. Merrell) Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson) Við gengum tvö / Ingibjörg Smith (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Sálfræði peninganna, Ragnheiður Gröndal og Friðbjörn og Akureyrarklíníkin á Heilsuvaktinni

    Play Episode Listen Later Oct 7, 2025 50:00


    Tvö viðfangsefni hafa áhrif á okkur öll hvort sem við höfum áhuga á þeim eða ekki: heilsa og peningar. Fólk hefur mjög mismunandi viðhorf til peninga og hegðun okkar þegar kemur að fjármálum fer gjarnan frekar eftir tilfinningum okkar til þeirra en því sem við mögulega kunnum og vitum. Hjónin Georg Lúðvíksson og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir þýddu saman bókina Sálfræði peninganna eftir Morgan Housel sem er nýkomin út. Þau komu til okkar í dag og sögðu okkur frá bókinni og þeirra sameiginlega áhugamáli, en eins og þau segja sjálf þá er fjármálanördar hugtak sem á ágætlega við um þau. Ragnheiður Gröndal tónlistarkona var ein af þeim sem hlaut starfslaun til eins árs, sem tónskáld og tónlistarflytjandi. Hún segir að það hafi verið kærkomið að fá næði og rými til eigin tónsmíða og er með mörg járn í eldinum. Við heyrðum í henni í þættinum og hún leyfði okkur að heyra nýtt lag sem er ekki enn komið út. Svo var það Heilsuvaktin. Akureyrarklíníkin hefur á einu ári frá stofnun tekið á móti rúmlega fimm hundrað manns sem greinst hafa með langvinnan Covid sjúkdóm. Friðbjörn Sigurðsson einn úr læknateyminu þar segir sjúkdóminn einkennast af mikilli örmögnun og ofsaþreytu og að sjúklingar sem greinist með hann hafi hvað mesta sjúkdómsbyrði af öllum sjúkdómum sem Friðbjörn hefur komist í kynni við sem fyrrverandi krabbameinslæknir. Hann sé enn ólæknanlegur og læknar viti ekki hvaða lyf og meðferðir reynist bestar fyrir sjúklinga. Það sé þó von því mikil vitundarvakning hafi orðið undanfarin misseri um sjúkdóminn. Friðbjörn segist hafa trú á því að lækning eða lyf finnist samhliða auknum rannsóknum í náinni framtíð. Helga talaði við Friðbjörn á Heilsuvaktinni í dag. Tónlist í þættinum í dag: Verst af öllu / Ríó Tríó (Evert Taube, texti Jónas Friðrik Guðnason) Allar mínar götur / Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir (Halli Reynis) Ég þakka / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Skítamix hljómsveitarinnar Evu, Lovísa Ósk og ÍD og Guðrún lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Oct 6, 2025 51:08


    Hljómsveitin Eva var einu sinni efnileg framúrstefnuhljómsveit og sviðslistahópur en þarf nú að horfast í augu við raunveruleikann; andleg veikindi, dauðann, adhd greiningar, snemmbúið breytingaskeið og þá staðreynd að þær hafa ekki samið nýtt lag í fimm ár. Svona hljómar kynning á verkinu Kosmískt skítamix sem þær stöllur Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir, sem einmitt skipa Hljómsveitina Evu, munu frumsýna á föstudaginn. Í verkinu munu þær segja fólki frá því sem á daga þeirra hefur drifið í þessum grátbroslega en kosmíska tónleik. Vala og Sigríður komu í þáttinn í dag. Við kláruðum svo í dag yfirferð okkar um sviðslistahúsin til að kynna okkur hvað verður á fjölum þeirra í vetur. Nú er komið að Íslenska dansflokknum. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir er listdansstjóri þar og hún var með okkur í dag og sagði frá því hvað er á döfinni hjá ÍD þennan veturinn. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur og aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ. Guðrún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Guðrún talaði um eftirafarandi bækur og höfunda: Atburðurinn e. Annie Ernaux Móðurást: Oddný og Móðurást: Draumþing e. Kristínu Ómarsdóttur Gervigul e. Rebecca F. Kuang Fyrir vísindin e. Önnu Rós Árnadóttur Tove Janson, Astrid Lindgren, Guðrún Helgadóttir, Vigdís Grímsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Isabel Allende og Toni Morrison. Tónlist í þættinum í dag: Kiddi Kadilakk / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Ævilagið / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Good Vibrations / The Beach Boys (Brian Wilson & Mike Love) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Edda Björgvins og Ragnar Bragason föstudagsgestir og morgunmatur í matarspjallinu

    Play Episode Listen Later Oct 3, 2025 51:37


    Í dag voru föstudagsgestirnir tveir, annar var með okkur hér í Reykjavík, Ragnar Bragason leikstjóri, og fyrir norðan í hljóðveri RÚVAK var Edda Björgvinsdóttir leikkona, en þau frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Felix og Klöru hér á RÚV á sunnudaginn. Edda og Jón Gnarr leika titilhlutverkin, hjónin Felix og Klöru sem standa á tímamótum. Við fengum þau auðvitað til að segja okkur aðeins frá nýju þáttaröðinni, en svo fórum við líka aftur í tímann eing og við gerum gjarnan með föstudagsgestum þáttarins, en í dag rifjuðu Ragnar og Edda upp sambandið við ömmur þeirra og afa og það að eldast. Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti auðvitað á sínum stað. Í dag töluðum við um mismunandi morgunmat, jafnvel bröns, íslenskar, amerískar og japanskar pönnukökur, og mismunandi aðferðir til að elda egg. Tónlist í þættinum í dag: Handaband / Possibillies (Jón Ólafsson, texti Sigmundur Ernir Rúnarsson) Kossaflóð / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Það blanda allir landa upp til stranda / Lónlí blú bojs (Merle Haggard, texti Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    rv gu ragnar merle haggard reykjav edda svo gnarr edda bj ragnar bragason sigurlaugu margr
    Kaffistofa Samhjálpar, Hlæjum fyrir milljón og hlutverk innan fjölskyldna

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2025 53:21


    Kaffistofa Samhjálpar mun flytja á Grensásveginn og opna þar í desember en á meðan á framkvæmdum þar stendur verður kaffistofan opin í Hvítasunnukirkjunni við Hátún. Samhjálp hefur undanfarin ár leitað logandi ljósi að nýjum stað fyrir kaffistofuna sem hefur verið í Borgartúni í Reykjavík frá 2007. Fyrirkomulagið á nýja staðnum mun breytast þannig að þjónusta við skjólstæðinga verður aðskilin eldhúsinu. Það veitir aukin tækifæri segir framkvæmdastýra samtakanna Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem kom í þáttinn í dag. Gleðismiðjan hefur starfað í fimm ár við að skapa gleði, eins og nafnið segir. Smiðjan býður upp á hópeflisæfingar, hláturjóga og fleira fyrir fyrirtæki og allar gerðir hópa. Í staðinn fyrir að halda afmælisveislu í tilefni fimm ára afmælisins ætlar Gleðismiðjan að láta gott af sér leiða með því að ýta úr vör verkefninu Hlæjum fyrir milljón þar sem allar tekjur renna óskiptar til Geðhjálpar. Finnbogi Þorkell Jónsson og Þorsteinn Gunnar Bjarnason, eigendur Gleðismiðjunnar, sögðu okkur betur frá þessu í þættinum í dag. Svo kom Valdimar Þór Svavarsson til okkar að ræða mannleg samskipti, sem geta verið talsvert snúin eins og hefur komið fram í spjalli okkar við hann undanfarna fimmtudaga. Í dag sagði hann okkur frá hlutverkum sem fjölskyldumeðlimir gjarnan raðast í, sérstaklega ef einhvers konar vanvirkni er til staðar. Tónlist í þættinum í dag: Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson) Megi dagur hver fegurð þér færa / Ragnar Bjarnason (Green & Wile, texti Jóhanna G. Erlingsson) Yummy Yummy Yummy / Ohio Express (Arthur Resnick & Joe Levine) Massachusetts / Bee Gees (Barry, Robin, Maurice Gibb) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Læknanemi í Moulin Rouge, sjálfboðaliðar á Ryder Cup og hraðstefnumót í Bíó Paradís

    Play Episode Listen Later Oct 1, 2025 52:27


    Moulin Rouge, söngleikurinn sem gerist á samnefndum skemmtistað í París í lok 19. aldarinnar og er gerður upp úr gríðarlega vinsælli kvikmynd frá árinu 2001, var frumsýndur um helgina í Borgarleikhúsinu. Þetta er mikið sjónarspil, söngur, dans, eldheit ást í meinum, veisla fyrir augu og eyru. Þetta var frumraun Péturs Ernis Svavarssonar á Stóra sviðinu, en hann fer með hlutverk Babydoll sem er ein af söngdívum staðarins. Pétur er með BA í klassískum píanóleik og söng, hann hefur einnig klárað meistaranám í söngleikjum frá Royal Academy of Music í London og eins og það sé ekki nú, núna er hann í læknisfræði í HÍ og þurfti til dæmis að fá frí á æfingum til að fara í próf í læknisfræðinni. Það er greinilega nóg um að vera hjá Pétri Erni og við fengum hann til að segja okkur betur frá í dag. Annað hvert ár fer fram einn stærsti viðburður í heimi kylfinga, Ryder Cup, þar sem lið samansett af 12 bestu kylfingum Evrópu keppa á móti 12 bestu kylfingum Bandaríkjanna. Gríðarlegur fjöldi mætir á staðinn til að horfa hvetja sitt lið og eðlilega flestir sem halda með heimaliðinu, en keppnin er haldin til skiptis vestan hafs og í Evrópu. Meðal rúmlega fjögur þúsund sjálfboðaliða á Ryder bikarnum í ár, sem fór fram um síðustu helgi í New York, voru hjónin Kjartan Drafnarson og Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir. Við slógum á þráðinn til þeirra og fengum að vita hvernig það kom til, hvað felst í því að vera sjálfboðaliði á svona móti og svo komumst við ekki hjá því að ræða framkomu áhorfenda, sem talsvert var fjallað um í fréttum, en þau segja að sjónvarpsáhorfendur hafi bara séð smá brot af því sem þar gerðist. Klukkan sjö í kvöld hefjast svo aftur hraðstefnumót í Bíó Paradís og nú er fólk á aldrinum 45-60 ára hvatt til að koma en sárlega vantar þó fleiri karlmenn á stefnumótin sem þó hafa verið afar vinsæl og mæting góð. Við heyrðum meira af þessum stefnumótum frá Hrönn Sveinsdóttur og Ásu Baldursdóttur sem halda um stjórnartaumana í Bíó Paradís. Tónlist í þættinum í dag: Lífsbókin / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir, ljóð Laufey Jakobsdóttir) Ég skal bíða þín / Helgi Björns og reiðmenn vindanna (Michel Legrand, texti Hjördís Morthens) Rikki Don't Lose that Number / Steely Dan (W. Becker & Donald Fagan) Everybody´s Talking / Harry Nilsson (Fred Neil) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Meðfæddir ónæmisgallar, Álfastund í Borgarnesi og Veðurspjallið í beinni frá Ísafirði

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 54:45


    Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla, vill vekja athygli á því að félagsmenn þess geta þurft á ævilangri lyfjagjöf að halda. Fram að þessu hafa flestir farið inn á sjúkrahús á þriggja til fjögurra vikna fresti í lyfjagjöf og þurfa þá að sækja lyfjagjöfina á Landspítala sama hvar á landinu þau búa. En annar möguleiki er lyfjagjöf undir húð með dælu heima einu sinni í viku og sá möguleiki eykur lífsgæði sjúklinga verulega, tekur t.d. minni tími frá vinnu og skóla, fyrir utan mikinn sparnað fyrir heilbrigðiskerfið. Í þessari viku heldur félagið tvo fræðslufundi, annan fyrir fagfólk í heilbrigðiskerfinu og hinn fyrir almenning. Guðlaug María Bjarnadóttir, leikkona og kennari hefur átt við meðfæddan ónæmisgalla að stríða alla ævi, kom í þáttinn í dag ásamt Sigurveigu Þ. Sigurðardóttur lækni og sérfræðing í barna- og ónæmislækningum. Við forvitnuðumst svo um málþingið Álfastund, um álfa og huldufólk, sem verður haldið í Borgarnesi á laugardaginn. Þar verða flutt stutt erindi frá ólíkum sjónarhornum sjáenda, fræðafólks, listafólks og almennings. Bryndís Fjóla Pétursdóttir garðyrkjufræðingur, heilari og starfandi völva, kom í þáttinn ásamt Sigríði Ástu Olgeirsdóttur sviðslistakonu en þær munu báðar tala á málþinginu. Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni, hann var í beinu sambandi frá Ísafirði þar sem hann sækir ráðstefnuna SNOW2025, sem haldin er í tilefni þess að nú eru um 30 ár frá snjóflóðunum miklu 1995. Hann sagði okkur aðeins frá því sem þar fer fram og til dæmis nýju skafrennings- og snjósöfnunarlíkani sem hann og sonur hans, Sveinn Gauti, kynntu þar. Svo sagði Einar okkurfrá fellibyljunum Humberto og Imeldu sem að óbreyttu gætu orðið að skaðræðislægð með stefnu á Bretlandseyjar og munu líka hafa áhrif á spánna hér á landi í lok vikunnar. Tónlist í þættinum í dag: Ég veit þú kemur / GDRN og Magnús Jóhann (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ) Puppet on a String / Sandie Shaw (Bill Martin, texti Phil Coulter) Kall sat undir kletti / Þokkabót (Jórunn Viðar, texti Halldór Björnsson) You've Lost that Lovin' Feeling / Righteous Brothers (Phil Spector, Cynthia Weil og Barry Mann) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIr

    Leikveturinn í Landnámssetrinu, virkni eldri borgara og Sigrún lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Sep 29, 2025 50:00


    Við héldum áfram yfirferð okkar yfir það sem verður á leiksviðum leikhúsanna í vetur. Í dag var komið að Landnámssetrinu í Borgarnesi. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir ráða ríkjum þar og Kjartan kom til okkar og sagði okkur sögu Landnámssetursins, sem verður 20 ára næsta vor og svo fór hann með okkur yfir það sem verður á döfinni hjá þeim þennan leikveturinn. Nú er að ljúka Íþróttaviku Evrópu eða „#BeActive“, sem er alþjóðlegt hvatningarátak um hreyfingu og bætta heilsu. Við ræddum við Lýðheilsufulltrúa Reykjavíkurborgar, Hörpu Þorsteinsdóttur, um félagslega virkni eldra fólks í Reykjavík og bætt lífsgæði þeirra. Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Sigrún Alba Sigurðardóttir rithöfundur og doktorsnemi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Við fræddumst aðeins um nýju bókina hennar, Þegar mamma mín dó og svo fengum við auðvitað að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigrún talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Rúmmálsreikningur (Om udregning af rumfang) VI e.Solvej Balle På Sct. Jørgen e. Amalie Skram Vi er fem e. Mathias Faldbakken Har døden taget noget fra dig så giv det tilbage - Carls bog e. Naja Marie Aidt Svo talaði hún um höfundana Astrid Lindgren, Guðrúnu Helgadóttir, Anne-Cath Vestly, Milan Kundera, Dostojevski og Isabel Allende Tónlist í þættinum í dag: Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Ólafur Gaukur, Jón Sigurðsson og Jón Sigurðsson, texti Ólafur Gaukur og Indriði G. Þorsteinsson) Ó ljúfa líf / Flosi Ólafsson (erlend lag, texti Flosi Ólafsson) Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og texti Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIr

    Sigurður Sigurjónsson föstudagsgestur og herragarðsmatarboð

    Play Episode Listen Later Sep 26, 2025 51:59


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Sigurjónsson leikari og leikstjóri. Hann fór mjög ungur í leiklistarskólann og vakti fljótt athygli eftir útskrift. Auðvitað hefur grínið, Spaugstofan, Skaupin og margt fleira, verið fyrirferðamikið í hans ferli, en hann er einnig frábær í alvarlegri hlutverkum og í seinni tíð hefur hann einnig verið fantagóður í hlutverki skúrka. Það var virkilega gaman að spjalla við Sigurð, einn ástsælasta leikara þjóðarinnar, fara með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hafnarfirðinum og svo fengum að vita hvað hann er að bardúsa þessa dagana. Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti sem var auðvitað á sínum stað. Veðurspáin var ekki góð því var um að gera að hafa það huggulegt og búa til góðan mat og Sigurlaug var á herragarðsslóðum í matarboðshugleiðingum. Tónlist í þættinum í dag: Ég lifi í draumi / Björgvin Halldórsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Teach Your Children / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Father and son / Cat Stevens (Cat Stevens) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Að gleyma sér, söngvar úr suðri og norðri og innra og ytra virði

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 50:00


    Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var hjá okkur í dag, en hann skrifar mikið af pistlum og hugleiðingum sem hann deilir meðal annars á akureyri.net. Þar hefur hann meðal annars skrifað um geðheilsu aldraðra, orkuveitu heilans, það að vera öðruvísi og það að gleyma sér. Við ræddum við Ólaf í dag um mikilvægi þess að gleyma sér og nokkrar aðferðir til þess. Við litum inná æfingu í Salnum í gær, þar hittum við óperusöngvarana Kristinn Sigmundsson Kolbein Ketilsson og píanóleikarann Matthildi Önnu Gísladóttur. Á morgun halda þau tónleika með söngvum úr suðri og norðri, en dagskránni verða íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum. Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur í dag það sem við köllum Mannleg samskipti. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt. Í dag talaði hann svo um innra og ytra virði okkar og hvernig getur verið misræmi þar á milli. Tónlist í þættinum í dag: Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, texti Jón Sigurðsson) Allt í gúddí / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds) Fly me to the Moon / Frank Sinatra og hljómsveit Count Basie (Bart Howard) Það er draumur að vera með dáta / Soffía Karlsdóttir (Edward Brink, texti Bjarni Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    allt hann sigur arnalds svo soff valdimar karlsd ell vilhj matthildi moon frank sinatra
    Gæludýra- og húsapössun, BragðaGarður og Dávur í Dali

    Play Episode Listen Later Sep 24, 2025 54:10


    Hunda-, katta- og gæludýraeigendur þekkja það að það getur verið snúið að fá pössun fyrir dýrin ef þau þurfa að fara erlendis eða eitthvað slíkt. Arnrún Bergljótardóttir stofnaði Sporið þar sem hún býður upp á heimapössunarþjónustu fyrir gæludýr og þá í leiðinni heimilin, á meðan eigendurnir eru ekki heima. Þar hugsar hún um allar þarfir dýrsins eða dýranna og nú býður hún líka upp á ummönnun og hreyfingu hesta og fleira. Arnrún kom í þáttinn og sagði okkur aðeins frá Sporinu og hvernig þetta kom til. BragðaGarður er tveggja daga hátíð sem fagnar matarmenningu, sjálfbærni og líffræðilegri fjölbreytni og er haldin í Garðskálanum í Grasagarði Reykjavíkur. Hátíðin er haldin af Slow Food hreyfingunni og býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráinn á föstudeginum er sérstaklega sniðin að nemendum á framhaldsskólastigi og nemendur úr matvælagreinum við Menntaskólann í Kópavogi leiða jafningjafræðslu um flest það sem snýr að mat. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food á Íslandi kom í þáttinn ásamt Haraldi Sæmundssyni framkvæmdastjóra Hótel- og veitingaskólans í MK. Dávur í Dali er fyndnasti Færeyingurinn á Íslandi, a.m.k. sá eini sem við vitum af sem fæst við uppistand. Hann er núna með uppistand í Tjarnarbíó þar sem hann segir í stuttu máli frá sögu Færeyja á grafalvarlegan hátt. Aðalstarf hans er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, það var því um nóg að ræða við hann í dag. Tónlist í þættinum í dag: Af litlum neista / Pálmi Gunnarsson (Guðmundur Ingólfsson og Magnús Haraldsson) Fólkið í blokkinni / Eggert Þorleifsson (Ólafur Haukur Símonarson) Hvað um mig og þig? / Ragnhildur Gísladóttir (Magnús Eiríksson) Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Draumar, málþing um byggðafestu ungs fólks og Hafdís Inga í Heilsuvaktinni

    Play Episode Listen Later Sep 23, 2025 50:33


    Draumar eru sammannleg fyrirbæri og draumatúlkun getur hjálpað fólki við að takast á við ýmis viðfangsefni í sínu lífi, hvort heldur sem þau eru tengd tilfinningum, aðstæðum eða jafnvel flóknum úrlausnarefnum og vandamálum. Á námskeiðinu Draumar – spegill sálarinnar sem Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur hefur verið með í nokkur ár, byggir Arna á sinni eigin reynslu af því að nota draumavinnu í sálgæslu. Á málþinginu „Hvað ef ég vil vera hér?“ sem fram fer á Höfn í Hornafirði í dag og á morgun er umfjöllunarefnið ungt fólk, byggðafestuna þeirra og framtíð á landsbyggðinni. Á þinginu verður ungt fólk frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi og þau munu deila reynslu sinni. Eyrún Fríða Árnadóttir verkefnastjóri HeimaHafnar var á línunni í þættinum og sagði okkur betur frá málþinginu og stöðu ungs fólks á landsbyggðinni. Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir hefur glímt við langvinn veikindi eftir að hún fékk Covid fyrir þremur árum. Hún upplifði algjöra örmögnun, minnisleysi, mæði, heilaþoku, sjón og heyrnartruflanir, meltingartruflanir og fékk einnig sjúkdóminn Potts. Hafdís þakkar vökvagjöfum, háþrýstimeðferðum og lyfjum að hún sé á betri stað en fyrir ári en hún óttast afleiðingar niðurskurðar hins opinbera. Helga talaði við Hafdísi Ingu í Heilsuvaktinni í dag. Tónlist í þættinum í dag: Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (erlent lag, texti Friðrik Erlingsson) Draumalandið / Karlakór Reykjavíkur (Sigfús Einarsson, texti Jón Trausti (duln.f. Guðmund Magnússon)) Tico tico / Les Baxter (Les Baxter) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Leikárið hjá LA, innanhúshönnun og Silja Ingólfsd. lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Sep 22, 2025 51:34


    Við héldum áfram yfirferð okkar um leiksvið landsins þar sem skoðum hvað verður á fjölunum í leikhúsunum í vetur. Nú er komið að Leikfélagi Akureyrar, sem er hluti af Menningarfélagi Akureyrar, þar er leikhússtjóri Bergur Þór Ingólfsson, sem var í beinu sambandi frá hljóðveri RÚV á Akureyri. Bergur fór með okkur yfir hvað verður á döfinni hjá þeim í vetur. Í dag verður Katrín Ísfeld Guðmundsdóttir innanhússarkitekt með áhugavert spjall um innanhússhönnun á Borgarbókasafninu Árbæ þar sem hún gefur gestum og gangandi góð ráð. Í erindi sínu fer Katrín yfir það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi hönnun heimilisins, svo sem grunnmynd rýmisins, flæði, litaval, stíl og fleira. Við skipulagningu heimila þurfi innanhússarkitektinn í meira mæli að lesa í hvaða fólk býr þar, hvernig það umgengst rýmið og hvaða stíll og litir höfða til þess. Katrín sagði betur frá þessu í þættinum. Lesandi vikunnar var í þetta sinn Silja Ingólfsdóttir, friðar- og átakafræðingur og upplýsingafulltrúi Veitna. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Silja sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Franska Sveitarbýlið e. Jo Thomas Trílógían His Dark Materials e. Philip Pullman We Wish to Inform You That Tomorrow We Will Be Killed with Our Families: Stories from Rwanda e. Philip Gourevitch Guð kemur bara til Afghanistan til að gráta (Nach Afghanistan kommt Gott nur noch zum Weinen) e. Siba Shakib. Krossferð á gallabuxum e. Theu Beckman Kristín Steinsdóttir og Astrid Lindgren Tónlist í þættinum í dag: Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson) Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freysteinn Jóhannsson eða 12.september) Sveitapiltsins draumur / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Haraldur Þorleifsson föstudagsgestur og matarspjall um hvítlauk og skonsur

    Play Episode Listen Later Sep 19, 2025 50:00


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno árið 2014 í Bandaríkjunum, rekstur þess gekk gríðarlega vel, þau unnu fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum í heiminum og það vakti mikla athygli þegar hann seldi fyrirtækið árið 2021 til Twitter og fjölskyldan flutti aftur til Íslands. Eftir það hefur Haraldur brallað ýmislegt, hann kom af stað og stjórnaði verkefninu Römpum upp Reykjavík, til að auðvelda aðgengi fyrir hjólastóla. Upprunanlega markmiðið var að byggja 100 rampa við fyrirtæki og verslanir í Reykjavík, en að lokum voru þeir orðnir yfir 1750 um allt land og nú hefur hann ýtt úr vör rampaverkefnum í Úkraínu og Panama. Hann minntist móður sinnar, Önnu Jónu, sem lést þegar hann var tíu ára og opnaði veitingastað í hennar nafni, samdi og gaf út eigin tónlist sem Önnu Jónuson. Haraldur er svo að auki með hlaðvarpsþætti, bæði á íslensku og ensku, þar sem hann spjallar við áhugavert fólk og í síðustu viku kom í ljós að hann er búinn að endurvekja Ueno, fyrirtækið sem hann seldi fyrir fjórum árum. Það var um nóg að tala við Harald í dag, við ferðuðumst með honum afturbak og áfram í tíma og rúmi, frá Vesturbænum til New York, Buenos Aires og Tokyo. Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað. Í dag spjölluðum við um hvítlauk og skonsur. Tónlist í þættinum í dag: Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson) Take Me to Church / Sinéad O'Connor (Kearns & Reynolds) Delirious Love / Neil Diamond (Neil Diamond) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Kvikmyndatónlist Herdísar, Dagbjört og Sigrún um Sæmund Hólm og mannleg (og meðvirk) samskipti

    Play Episode Listen Later Sep 18, 2025 54:33


    Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld hefur komið víða við í heimi kvikmyndanna og gert tónlist við bæði erlendar og íslenskar myndir, nú síðast Eldana sem nýlega var frumsýnd en þar áður við þættina um Vigdísi sem sýndir voru hér á RÚV við góðar undirtektar. Svo hefur hún samið tónlist við tvær kvikmyndir M. Night Shyamalan, leikstjórann heimsfræga. Herdís er búsett hér á landi og eignaðist sitt annað barn fyrir skömmu og er í raun í sínu fyrsta fríi í langan tíma þar sem hún hefur verið uppbókuð í verkefni langt fram í tímann. Á meðan hefur hún einbeitt sér að því að semja sína eigin tónlist og fyrirhugað er að gefa út tvær plötur á næstu misserum. Herdís ræddi við okkur um kvikmyndatónsmíðar og fleira í dag. Við fræddumst svo aðeins um Sæmund Hólm Magnússon, sem fæddist árið 1749 og var fyrsti háskólamenntaði listamaður íslensku þjóðarinnar. Hann átti mjög merkilega og viðburðarríka ævi og þær Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi banka-útibússtjóri, kaupfélagsstjóri og bóksali í Stykkishólmi og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, safnstjóri, borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, hafa kynnt sér líf Sæmundar komu í þáttinn og sögðu okkur frá honum, en þær ætla einmitt að halda fyrirlestur um hann í næstu viku í húsakynnum Færeyska Sjómannafélagsins í Skipholti. Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur með það sem við köllum Mannleg samskipti, en þau geta einmitt verið talsvert flókin. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, og í dag ræddi hann meðvirkni til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt. Tónlist í þættinum í dag: Eldarnir / Herdís Stefánsdóttir (Herdís Stefánsdóttir) Sveitin milli sanda / Ellý Vilhjálms (Magnús Blöndal Jóhannsson) Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson) Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörn Grauengaard (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Húsnæðismál Konukots og ilmheimur Fischersunds

    Play Episode Listen Later Sep 17, 2025 50:52


    Hvar eiga heimilislausar konur að vera ef þær eru óvelkomnar alls staðar? Við ræddum stöðu þeirra hér í dag í tilefni af grein sem birt var fyrir skömmu á Vísi um yfirstandandi ósætti um að Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, flytji tímabundið í nýtt húsnæði í Ármúla 34. Húsnæðið þar sem Konukot er rekið í Eskihlíð er nánast ónýtt og komið að þolmörkum í viðhaldi. 84 konur gistu í Konukoti í fyrra, að meðaltali 9 á dag. Leit hefur staðið lengi að hentugu húsnæði en nú hafa eigendur annarrar starfsemi í Ármúla sett fyrirvara við því að þessi hópur komi þangað. Halldóra R. Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots og Bjartey Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma hjá Landspítalanum komu í þáttinn í dag og við ræddum starfsemi Konukots, hvort raunverulega stafi hætta af heimilislausum konum eða hvort þetta séu fordómar og vanþekking á þessum viðkvæma jaðarsetta hópi. Í sögufrægu húsi að Fischerundi 3 rekur fjölskylda hönnunarverslun þar sem boðið er upp á upplifun fyrir skilningarvitin. Fischersund var kjörin besta hönnunarbúðin í ár af The Reykjavik Grapevine og þau eru nýkomin frá hönnunarvikunni í Helsinki þar sem þau vöktu mikla athygli, en þau sögðu frá ilmgerð fjölskyldunnar og töfrandi ilmheimi Íslands, þau hafa verið með viðlíka viðburði með ilmviðburði víða erlendis. Lilja Birgisdóttir er ein af stofnendum Fischersunds og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá ilmum, útilykt og fleiru. Tónlist í þættinum í dag: Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason) Michelle / The Beatles (Lennon & McCartney) Gathering Stories / Jónsi (Jón Þór Birgisson, texti Jón Þór Birgisson og Cameron Crowe) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Skyrið, Lífræni dagurinn og veðurathugunarstöðin á Grímsstöðum

    Play Episode Listen Later Sep 16, 2025 52:56


    Hvað varð um íslenska hnausþykka og súra skyrið okkar og af hverju er það orðið að aukefnaþeyttri, jafnvel sykraðri þunnri jógúrt sem neytendum býðst nánast eingöngu í matvörubúðum í dag? Neytendur þurfa að leggja sig sérstaklega eftir því og fara á tiltekna staði til þess að nálgast alvöru skyr eins og þekktist í gamla daga. Hallgrímur Helgason rithöfundur hrinti af stað kröftugri umræðu um íslenska skyrið á samfélagsmiðlum um helgina og sagði fjölmarga sakna þess og spurði hvers vegna við gátum glutrað þessu niður? Við ræddum um hvað hefur breyst á framleiðslu skyrs, mjólkurvara og annarra matvæla síðastliðin ár, stöðu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og Lífræna daginn sem verður haldinn á laugardaginn næstkomandi eða 20.september víða um land. Þær Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow food á Íslandi, og Anna María Björnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og verkefnastjóri Lífræna dagsins, voru með okkur í þættinum í dag. Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í dag í Veðurspjallið. Í þetta sinn ræddi hannum veðrabrigðin, en það eru talsvert greinileg haustteikn í kortunum, kannski greinilegri en oft áður. Og sagði hann frá heimsókn sinni á Grímsstaði á Fjöllum í sumar. Þar hefur verið veðurathugunarstöð í yfir hundrað ár og er hún ein síðasta mannaða stöðin á landinu. Tónlist í þættinum í dag: Lambalæri / Ómar Ragnarsson og Lúdó sextett (Hank Williams, texti Ómar Ragnarsson) Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Vindar að hausti / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Antonio Carlos Jobim, texti Birkir Blær Ingólfsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

    Leikárið í Þjóðleikhúsinu, Bára og Kvæðamannafélagið og Sváfnir lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Sep 15, 2025 51:18


    Við héldum áfram yfirferð okkar um það sem verður á fjölum leikhúsanna í vetur, í síðustu viku var það Borgarleikhúsið, nú er komið að Þjóðleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá því sem er á döfinni á nýhöfnu leikári, en Þjóðleikhúsið á einmitt 75 ára afmæli um þessar mundir. Dagur rímnalagsins er í dag og við fengum formann Kvæðamannafélagsins Iðunnar Báru Grímsdóttur til okkar en í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Salnum í Kópavogi, þar sem barnahópar kveða og Rímnafögnuður í kvöld þar sem frumfluttir verða tveir nýjir rímnaflokkar og annar sérstaklega saminn við þetta tækifæri, Kópavogsbragur hinn síðari. Bára Grímsdóttir leyfði okkur að heyra brot úr honum í þættinum. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Sváfnir Sigurðarson, tónskáld, textahöfundur, markaðs- og kynningafulltrúi, en hann er einmitt að gefa út nýja barnabók sem kallast Brandara bíllinn. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað líka frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sváfnir sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Guð leitar að Salóme e. Júlía Margrét Einarsdóttir Óvæntur ferðafélagi e. Eiríkur Bergmann Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrímur Helgason Stundarfró e. Orri Harðar Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marquez Punktur punktur komma strik e. Pétur Gunnarsson Bjargvætturinn í grasinu e. J.D Salinger Tónlist í þættinum í dag: Þjóðsaga / Þrjú á palli (þjóðlag, texti Jónas Árnason) Létt / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Flóð og fjara / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Vigdís Hrefna föstudagsgestur og matarspjall um kjúlla, crepes og brokkolini

    Play Episode Listen Later Sep 12, 2025 51:35


    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Hún hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði og fyrir framan myndavélar og nú síðast leikur hún aðalhlutverkið, jarðskjálftafræðinginn Önnu í kvikmyndinni Eldarnir, sem byggð er á bók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Við spurðum hana út í myndina og hlutverkið og fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á sínum stað. Við ræddum í dag um hvað stendur uppúr hjá okkur matarlega séð eftir sumarið. Sigurlaug talaði um crepe suzette, Gunnar gaf upp dásamlega uppskrift fyrir kjúklingabringur og Guðrún nefndi steikt brokkolini. Tónlist í þættinum í dag: Litla stúlkan við hliðið / Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson, 12.september) Snögglega Baldur / Edda Heiðrún Bachman og Leifur Hauksson (Alan Menken, Howard Ashman, íslenskur texti Megas) I Threw It All Away - Take 1 / Bob Dylan (Bob Dylan) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Gleði Bjargar, Lalli töframaður og mannleg samskipti með Valdimar

    Play Episode Listen Later Sep 11, 2025 54:14


    Listakonan Björg Þórhallsdóttir hefur búið í Noregi nánast allt sitt líf og kom núna til Íslands til þess að kynna nýja bók sem hún skrifaði, Gleði Bjargar - Hamingjan er markmið, gleðin er afstaða. Björg er líka höfundur hinna vinsælu dagbóka Tíminn minn, sem komið hafa út hér á landi í rúman áratug. Hún hefur haslað sér völl í Noregi sem myndlistarmaður og rithöfundur og þessi nýja bók hennar var um tíma í efsta sæti bóksölulista þar í landi. Björg kom í þáttinn í dag, beint af flugvellinum, og með henni kom Hildur Blöndal, þerapisti og ráðgjafi en þær vinna saman sem þerapistar í Noregi. Við fengum svo töfrabrögð í beinni í þættinum í dag. En Lalli töframaður, eða Lárus Blöndal Guðjónsson, kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu 20.sept. og verður með sjónhverfingar og töfrabrögð. Sinfóníuhljómsveitin mun spila vinsæl lög úr söngleikjum á borð við Frozen og Mary Poppins. Að auki er að koma út barnabókin Dagur með Lalla, eftir Lalla og hann kom í þáttinn og sagði okkur betur frá bókinni, tónleikunum og töframennskunni. Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins, kom svo til okkar í dag með það sem við köllum Mannleg samskipti, þar sem við skoðum með honum ýmislegt sem viðkemur mannlegum samskiptum og hvað getur haft áhrif á þau og gert þau flókin. Í dag talaði Valdimar um áföll, sem geta verið gríðarlega margvísleg og fjölbreytt, og áhrif þeirra á okkur, til dæmis í samskiptum okkar við annað fólk, ef við fáum ekki hjálp til að takast á við afleiðingar þeirra. Tónlist í þættinum í dag: Allur lurkum laminn / Bjarni Ara (Hilmar Oddsson) Okkar eigin Osló / Valdimar Guðmundsson (Helgi Svavar Svavarsson og Bragi Valdimar Skúlason) A Woman is a Something Thing / Louis Armstrong (Ira Gershwin and George Gershwin) He Ain't Heavy He's My Brother / The Hollies (Bobby Scott & Bobby Russel) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Dýravernd á Íslandi, Spilakvöld á miðvikudögum og tangóhátíð í Reykjavík

    Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 53:27


    Við fræddumst í dag um Ingunni Einarsdóttur frumkvöðul í baráttu fyrir velferð dýra á Íslandi. Hún fæddist árið 1850 og hvatti til dæmis til stofnunar dýraverndarfélagsins, sem heitir í dag Dýraverndarsamband Íslands. Hún hafði líka forgang um að félagið gæfi út rit til að fræða almenning um velferð dýra. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambandsins og hestafræðingur, var hjá okkur og sagði okkur betur frá Ingunni og dýravernd á Íslandi. Tryggvi Björgvinsson, titlaður spilameistari, ætlar að bjóða upp skemmtilega nýjung á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal; vikuleg borðspilakvöld fyrir fullorðna (16 ára og eldri) á miðvikudögum milli kl. 19:30-21:30. Tryggvi er einarður borðspilaáhugamaður úr Grafarholtinu og hefur verið viðloðandi spilamennsku frá barnsaldri. Í dag á hann borðspilasafn sem gerir honum kleift að spila mismunandi spil hvern einasta dag almanaksársins. Að lokum kynntum við okkur Tangófélagið, sem heldur upp á 25 ára afmælið með þriggja daga tangóhátíð í Kramhúsinu og Iðnó. Þau Bergljót Arnalds og Hlynur Helgason komu í þáttinn og sögðu okkur frá félaginu og tangó á Íslandi. Tónlist í þættinum í dag: Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason og Jón Jónsson (Jón Jónsson) Dýravísur / Guitar Islancio You Don't Have to Say You Love Me / Dusty Springfield (Pino Donggio, Simon Napier-Bell, V-Pallavicini og Vicky Vickham) The Tango of Love and Hate / Bergljót Arnalds (Bergljót Arnalds) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Helga og Heilsuvaktin, Sirrý og Lífskraftur og Friðrik og arabískar nætur

    Play Episode Listen Later Sep 9, 2025 53:16


    Helga Arnardóttir kom til okkar í dag, en hún verður með Heilsuvaktina annan hvern þriðjudag í þættinum, eins og síðasta vetur. Í dag sagði hún okkur frá því sem hún ætlar að fjalla um í haust, til dæmis langvarandi einkenni Covid, þyngdarstjórnunarlyfjum, breytingar á lífstíl til að ná bata eða tökum á sjúkdómum, heilsusamlegt mataræði og hreyfingu, mýtur þegar kemur að heilsu og fleira. Á Íslandi greinast árlega 15-20 konur með leghálskrabbamein og 3-5 deyja árlega vegna þess. Áhrifin eru auðvitað mikil á fjölskyldur, aðstandendur, samfélagið og atvinnulífið og meðferðin kostar gríðarlega mikið. Sirrý Ágústsdóttir er stofnandi Lífskrafts og hefur greinst með leghálskrabbamein tvívegis. Hún kom í þáttinn og sagði okkur frá Lífskrafti, sinni reynslu og markmiðinu að Ísland verði fyrsta þjóðin í heiminum til að útrýma leghálskrabbameini. Við forvitnuðumst svo að lokum um arabíska menningu sem er fagnað með tónlist og dansi í Kramhúsinu þessa vikuna. Friðrik Agni Árnason skipuleggur hátíðina Arabískar Nætur í Reykjavík, ásamt Írisi Stefaníu, þar sem þau vilja sýna þennan fjarræna menningarheim í jákvæðu ljósi. Við heyrðum í Friðrik í dag. Tónlist í þættinum í dag: Don't Try to Fool Me / Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann G. Jóhannsson) In My Life / The Beatles (Lennon & McCartney) Missisippi / Cactus Blossom Men Nazra / Nancy Ajram (Ziad Jamal) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Leikárið í Borgarleikhúsinu, íslensk matargerð í Japan og Rósa lesandi vikunnar

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 50:00


    Við héldum áfram yfirferðinni um leikhúsin í dag, að skoða það sem verður á fjölunum í vetur. Í síðustu viku var það Tjarnarbíó, nú var komið að Borgarleikhúsinu. Egill Heiðar Anton Pálsson, leikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur allt um leikárið framundan í Borgarleikhúsinu. Hinrik Carl Ellertsson, íslenskur matreiðslumaður og kennari við Menntaskólann í Kópavogi, er nýkominn heim úr ferð til Japans. Þar sinnti hann kynningu á norrænni matargerð í Nordic Pavilion á heimssýningunni í Osaka og hélt jafnframt masterclass í hinum virta Tsuji matreiðsluskóla. Á heimssýningunni í Osaka tók Hinrik Carl þátt í að kynna norræna matarmenningu ásamt kokkum frá Færeyjum og vakti þetta mikla athygli, en yfir þrjátíu greinar birtust í japönskum og erlendum fjölmiðlum. Við spjölluðum við Hinrik í dag. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Rósa Ólöf Ólafíudóttir, hjúkrunarfræðingur, djákni og uppeldisfræðingur. Hún er að skrifa bók um bróður sinn Lalla Johns, en hann tók af henni loforð áður en hann dó að hún myndi skrifa bók um hann. Við fengum hana til að segja okkur aðeins frá bókinni, Lalla og söfnuninni fyrir útgáfu bókarinnar á Karolinafund. En svo sagði hún okkur auðvitað líka frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rósa talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Biblían Ástkær e. Tony Morrison Hind's feet on high places e. Hannah Hurnard barnabækurnar Litla ljót og Láki Jarðálfur Litbrigði jarðarinnar e. Ólafur Jóhann Sigurðsson Ljóð Steins Steinarrs Tónlist í þættinum í dag: Haust / Elly Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests (Baldur Geirmundsson) Do it / Hera Hjartardóttir (Hera Hjartardóttir) Haust / Stefán Hilmarsson (Heimir Sindrason og Ari Harðarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Þórhildur Sunna föstudagsgestur og Albert gestur í matarspjallinu

    Play Episode Listen Later Sep 5, 2025 53:23


    Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Pírata var föstudagsgestur Mannlega þáttarins að þessu sinni. Þórhildur er nýtekin við stöðu framkvæmdastjóra alþjóðlegu samtakanna Courage International, samtök sem helga sig baráttunni fyrir frjálsu flæði upplýsinga, tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi og friðhelgi einkalífsins. Við fórum með Þórhildi Sunnu aftur í tímann í gegnum erfiða reynslu í æsku, þar sem réttlætiskenndin kviknaði og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. Matarspjallið hófst svo að nýju í dag þegar Sigurlaug Margrét kom með gest með sér í hljóðstofu, gest sem hún minnist oft á í matarspjallinu, Albert Eiríksson. Albert hefur nýlokið við að skrifa matreiðslubók um einfalda og holla rétti og hann kom ekki tómhentur. Tónlist í þættinum í dag: Farfuglarnir / Ragnheiður Gröndal (Jóhann Helgason, texti Þórarinn Eldjárn) It's a Fire / Portishead (Adrian Utley, Beth Gibbons & Geoff Barrow) Lady K / Emilíana Torrini (Emilíana Torrini og Simon Byrt, texti Emilíana Torrini) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Þjóðræknisþing, Valdimar og mannleg samskipti og Uppskriftabókin á RÚV

    Play Episode Listen Later Sep 4, 2025 52:58


    Næsta sunnudag stendur Þjóðræknisfélag Íslendinga fyrir Þjóðræknisþingi í Reykjavík, en markmið félagsins er að efla tengsl, samhyggð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Guðrún Ágústsdóttir, formaður félagsins og Pála Hallgrímsdóttir sem er í stjórn félagsins komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá þinginu og félaginu. Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi mun vera með okkur á fimmtudögum í haust með það sem við köllum Mannleg samskipti. Við kynntumst Valdimari í dag og hvar hans reynsla liggur og fórum með honum yfir það sem hann mun taka fyrir næstu fimmtudaga, til dæmis margar hliðar meðvirkni og í rauninni hvað meðvirkni er. Áföll og afleiðingar áfalla og margt fleira, sem einmitt getur haft áhrif á samskipti okkar við annað fólk, innan fjölskyldna, í ástarsamböndum, á vinnustaðnum og í rauninni út um allt. Mynstur sem við þróum, af ýmsum ástæðum, í æsku fylgja okkur í gegnum lífið og litar öll okkar samskipti við annað fólk. Hlustendur geta svo jafnvel sent spurningar á mannlegi@ruv.is sem Valdimar Þór mun gera sitt besta við að svara næstu fimmtudaga. Uppskriftabókin er nýr matreiðsluþáttur þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratuga reynslu af matargerð og fær að kíkja í uppskriftarbækur þeirra. Uppskriftabókin eru þættir sem flétta saman matarhefðum okkar við nýsköpun og náttúruauð, með það að markmiði að miðla þekkingu á milli kynslóða. Sunneva Ása Weisshappel leikstýrir þáttunum og hún kom ásamt Sollu í þáttinn í dag, en í fyrsta þættinum koma við sögu kindakæfa og sápa. Tónlist í þættinum í dag: Garden party / Mezzoforte (Eyþór Gunnarsson) Peaceful Easy Feeling / Eagles (Jack Tempchin) Slide on by / Hera Hjartardóttir (Hera Hjartardóttir) Út hjá Haga / Bubbi Morthens (Carl Michael Bellman, íslenskur texti Hjörtur Pálsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Magnús kenndi jóga í Kabúl, maraþonbakstur og Vonarbrú

    Play Episode Listen Later Sep 3, 2025 49:30


    Það eru ekki allir sem finna „einu og réttu“ leiðina í því sem þau vilja gera í lífinu. Sumir vita upp á hár hvað þau vilja læra og vinna við, jafnvel frá því þau voru mjög ung, en svo er líka töluvert margir sem hafa ekki hugmynd um hvað þau vilja verða „þegar þau verða stór“. Magnús Árni Skjöld Magnússon, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, er einn þeirra. Hann fór úr einu í annað, sökkti sér á bólakaf í mismunandi áhugamál, mismunandi nám, vinnur, jafnvel mismunandi trúarbrögð en áttaði sig svo á því að kannski væri það bara allt í lagi, kannski væri það einmitt hans leið. Hann að minnsta kosti skrifaði bókina Hvernig ég varð jógakennarinn í Kabul, þar sem hann fer yfir sína sögu og reynslu og aðferð sem hann bjó til sem hefur nýst honum og gæti jafnvel nýst fleirum. Magnús sagði okkur betur frá bókinni og þessu í þættinum. Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona bakaði í sólarhring árið 2016 og safnaði fé fyrir Kraft og nú, níu árum síðar, ætlar hún að endurtaka leikinn og baka í sólarhring núna um helgina til styrktar Berginu headspace. Þau hjónin Lilja Katrín og Guðmundur Ragnar Einarsson og þeirra börn urðu fyrir áfalli í byrjun árs þegar fóstursonur þeirra, Guðni Alexander Snorrason, lést aðeins tvítugur að aldri. Þau Lilja og Guðmundur komu í þáttinn í dag. Svo komu þær Ragnheiður Steindórsdóttir og Guðný Gústafsdóttir. En þær eru tvær af þeim sem standa að almannaheillafélaginu Vonarbrú sem stofnað var í vor. Tilgangur félagsins er meðal annars að safna fjármagni til að styrkja u.þ.b. 70 stríðshrjáðar barnafjölskyldur sem búa við mjög erfiðar aðstæður á Gaza. Markmiðið er að veita þessum fjölskyldum nauðsynlegan stuðning við kaup á mat, hreinlætisvörum og öðrum mikilvægum nauðsynjum. Þær sögðu okkur frá félaginu og starfi þess í dag, en frekari upplýsingar um það má finna á www.vonarbru.is. Tónlist í þættinum í dag: Leiðin okkar allra / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson, texti Einar Georg Einarsson) Golden Brown / The Stranglers (Dave Greenfield, Hugh Cornwell, Jean Jacques Burnel, Jet Black) Þetta loft / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

    Claim Mannlegi þátturinn

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel