Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla, vill vekja athygli á því að félagsmenn þess geta þurft á ævilangri lyfjagjöf að halda. Fram að þessu hafa flestir farið inn á sjúkrahús á þriggja til fjögurra vikna fresti í lyfjagjöf og þurfa þá að sækja lyfjagjöfina á Landspítala sama hvar á landinu þau búa. En annar möguleiki er lyfjagjöf undir húð með dælu heima einu sinni í viku og sá möguleiki eykur lífsgæði sjúklinga verulega, tekur t.d. minni tími frá vinnu og skóla, fyrir utan mikinn sparnað fyrir heilbrigðiskerfið. Í þessari viku heldur félagið tvo fræðslufundi, annan fyrir fagfólk í heilbrigðiskerfinu og hinn fyrir almenning. Guðlaug María Bjarnadóttir, leikkona og kennari hefur átt við meðfæddan ónæmisgalla að stríða alla ævi, kom í þáttinn í dag ásamt Sigurveigu Þ. Sigurðardóttur lækni og sérfræðing í barna- og ónæmislækningum. Við forvitnuðumst svo um málþingið Álfastund, um álfa og huldufólk, sem verður haldið í Borgarnesi á laugardaginn. Þar verða flutt stutt erindi frá ólíkum sjónarhornum sjáenda, fræðafólks, listafólks og almennings. Bryndís Fjóla Pétursdóttir garðyrkjufræðingur, heilari og starfandi völva, kom í þáttinn ásamt Sigríði Ástu Olgeirsdóttur sviðslistakonu en þær munu báðar tala á málþinginu. Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni, hann var í beinu sambandi frá Ísafirði þar sem hann sækir ráðstefnuna SNOW2025, sem haldin er í tilefni þess að nú eru um 30 ár frá snjóflóðunum miklu 1995. Hann sagði okkur aðeins frá því sem þar fer fram og til dæmis nýju skafrennings- og snjósöfnunarlíkani sem hann og sonur hans, Sveinn Gauti, kynntu þar. Svo sagði Einar okkurfrá fellibyljunum Humberto og Imeldu sem að óbreyttu gætu orðið að skaðræðislægð með stefnu á Bretlandseyjar og munu líka hafa áhrif á spánna hér á landi í lok vikunnar. Tónlist í þættinum í dag: Ég veit þú kemur / GDRN og Magnús Jóhann (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ) Puppet on a String / Sandie Shaw (Bill Martin, texti Phil Coulter) Kall sat undir kletti / Þokkabót (Jórunn Viðar, texti Halldór Björnsson) You've Lost that Lovin' Feeling / Righteous Brothers (Phil Spector, Cynthia Weil og Barry Mann) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIr
Við héldum áfram yfirferð okkar yfir það sem verður á leiksviðum leikhúsanna í vetur. Í dag var komið að Landnámssetrinu í Borgarnesi. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir ráða ríkjum þar og Kjartan kom til okkar og sagði okkur sögu Landnámssetursins, sem verður 20 ára næsta vor og svo fór hann með okkur yfir það sem verður á döfinni hjá þeim þennan leikveturinn. Nú er að ljúka Íþróttaviku Evrópu eða „#BeActive“, sem er alþjóðlegt hvatningarátak um hreyfingu og bætta heilsu. Við ræddum við Lýðheilsufulltrúa Reykjavíkurborgar, Hörpu Þorsteinsdóttur, um félagslega virkni eldra fólks í Reykjavík og bætt lífsgæði þeirra. Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Sigrún Alba Sigurðardóttir rithöfundur og doktorsnemi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Við fræddumst aðeins um nýju bókina hennar, Þegar mamma mín dó og svo fengum við auðvitað að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigrún talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Rúmmálsreikningur (Om udregning af rumfang) VI e.Solvej Balle På Sct. Jørgen e. Amalie Skram Vi er fem e. Mathias Faldbakken Har døden taget noget fra dig så giv det tilbage - Carls bog e. Naja Marie Aidt Svo talaði hún um höfundana Astrid Lindgren, Guðrúnu Helgadóttir, Anne-Cath Vestly, Milan Kundera, Dostojevski og Isabel Allende Tónlist í þættinum í dag: Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Ólafur Gaukur, Jón Sigurðsson og Jón Sigurðsson, texti Ólafur Gaukur og Indriði G. Þorsteinsson) Ó ljúfa líf / Flosi Ólafsson (erlend lag, texti Flosi Ólafsson) Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og texti Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIr
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Sigurjónsson leikari og leikstjóri. Hann fór mjög ungur í leiklistarskólann og vakti fljótt athygli eftir útskrift. Auðvitað hefur grínið, Spaugstofan, Skaupin og margt fleira, verið fyrirferðamikið í hans ferli, en hann er einnig frábær í alvarlegri hlutverkum og í seinni tíð hefur hann einnig verið fantagóður í hlutverki skúrka. Það var virkilega gaman að spjalla við Sigurð, einn ástsælasta leikara þjóðarinnar, fara með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hafnarfirðinum og svo fengum að vita hvað hann er að bardúsa þessa dagana. Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti sem var auðvitað á sínum stað. Veðurspáin var ekki góð því var um að gera að hafa það huggulegt og búa til góðan mat og Sigurlaug var á herragarðsslóðum í matarboðshugleiðingum. Tónlist í þættinum í dag: Ég lifi í draumi / Björgvin Halldórsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Teach Your Children / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Father and son / Cat Stevens (Cat Stevens) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var hjá okkur í dag, en hann skrifar mikið af pistlum og hugleiðingum sem hann deilir meðal annars á akureyri.net. Þar hefur hann meðal annars skrifað um geðheilsu aldraðra, orkuveitu heilans, það að vera öðruvísi og það að gleyma sér. Við ræddum við Ólaf í dag um mikilvægi þess að gleyma sér og nokkrar aðferðir til þess. Við litum inná æfingu í Salnum í gær, þar hittum við óperusöngvarana Kristinn Sigmundsson Kolbein Ketilsson og píanóleikarann Matthildi Önnu Gísladóttur. Á morgun halda þau tónleika með söngvum úr suðri og norðri, en dagskránni verða íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum. Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur í dag það sem við köllum Mannleg samskipti. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt. Í dag talaði hann svo um innra og ytra virði okkar og hvernig getur verið misræmi þar á milli. Tónlist í þættinum í dag: Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, texti Jón Sigurðsson) Allt í gúddí / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds) Fly me to the Moon / Frank Sinatra og hljómsveit Count Basie (Bart Howard) Það er draumur að vera með dáta / Soffía Karlsdóttir (Edward Brink, texti Bjarni Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Hunda-, katta- og gæludýraeigendur þekkja það að það getur verið snúið að fá pössun fyrir dýrin ef þau þurfa að fara erlendis eða eitthvað slíkt. Arnrún Bergljótardóttir stofnaði Sporið þar sem hún býður upp á heimapössunarþjónustu fyrir gæludýr og þá í leiðinni heimilin, á meðan eigendurnir eru ekki heima. Þar hugsar hún um allar þarfir dýrsins eða dýranna og nú býður hún líka upp á ummönnun og hreyfingu hesta og fleira. Arnrún kom í þáttinn og sagði okkur aðeins frá Sporinu og hvernig þetta kom til. BragðaGarður er tveggja daga hátíð sem fagnar matarmenningu, sjálfbærni og líffræðilegri fjölbreytni og er haldin í Garðskálanum í Grasagarði Reykjavíkur. Hátíðin er haldin af Slow Food hreyfingunni og býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráinn á föstudeginum er sérstaklega sniðin að nemendum á framhaldsskólastigi og nemendur úr matvælagreinum við Menntaskólann í Kópavogi leiða jafningjafræðslu um flest það sem snýr að mat. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food á Íslandi kom í þáttinn ásamt Haraldi Sæmundssyni framkvæmdastjóra Hótel- og veitingaskólans í MK. Dávur í Dali er fyndnasti Færeyingurinn á Íslandi, a.m.k. sá eini sem við vitum af sem fæst við uppistand. Hann er núna með uppistand í Tjarnarbíó þar sem hann segir í stuttu máli frá sögu Færeyja á grafalvarlegan hátt. Aðalstarf hans er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, það var því um nóg að ræða við hann í dag. Tónlist í þættinum í dag: Af litlum neista / Pálmi Gunnarsson (Guðmundur Ingólfsson og Magnús Haraldsson) Fólkið í blokkinni / Eggert Þorleifsson (Ólafur Haukur Símonarson) Hvað um mig og þig? / Ragnhildur Gísladóttir (Magnús Eiríksson) Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Draumar eru sammannleg fyrirbæri og draumatúlkun getur hjálpað fólki við að takast á við ýmis viðfangsefni í sínu lífi, hvort heldur sem þau eru tengd tilfinningum, aðstæðum eða jafnvel flóknum úrlausnarefnum og vandamálum. Á námskeiðinu Draumar – spegill sálarinnar sem Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur hefur verið með í nokkur ár, byggir Arna á sinni eigin reynslu af því að nota draumavinnu í sálgæslu. Á málþinginu „Hvað ef ég vil vera hér?“ sem fram fer á Höfn í Hornafirði í dag og á morgun er umfjöllunarefnið ungt fólk, byggðafestuna þeirra og framtíð á landsbyggðinni. Á þinginu verður ungt fólk frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi og þau munu deila reynslu sinni. Eyrún Fríða Árnadóttir verkefnastjóri HeimaHafnar var á línunni í þættinum og sagði okkur betur frá málþinginu og stöðu ungs fólks á landsbyggðinni. Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir hefur glímt við langvinn veikindi eftir að hún fékk Covid fyrir þremur árum. Hún upplifði algjöra örmögnun, minnisleysi, mæði, heilaþoku, sjón og heyrnartruflanir, meltingartruflanir og fékk einnig sjúkdóminn Potts. Hafdís þakkar vökvagjöfum, háþrýstimeðferðum og lyfjum að hún sé á betri stað en fyrir ári en hún óttast afleiðingar niðurskurðar hins opinbera. Helga talaði við Hafdísi Ingu í Heilsuvaktinni í dag. Tónlist í þættinum í dag: Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (erlent lag, texti Friðrik Erlingsson) Draumalandið / Karlakór Reykjavíkur (Sigfús Einarsson, texti Jón Trausti (duln.f. Guðmund Magnússon)) Tico tico / Les Baxter (Les Baxter) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Við héldum áfram yfirferð okkar um leiksvið landsins þar sem skoðum hvað verður á fjölunum í leikhúsunum í vetur. Nú er komið að Leikfélagi Akureyrar, sem er hluti af Menningarfélagi Akureyrar, þar er leikhússtjóri Bergur Þór Ingólfsson, sem var í beinu sambandi frá hljóðveri RÚV á Akureyri. Bergur fór með okkur yfir hvað verður á döfinni hjá þeim í vetur. Í dag verður Katrín Ísfeld Guðmundsdóttir innanhússarkitekt með áhugavert spjall um innanhússhönnun á Borgarbókasafninu Árbæ þar sem hún gefur gestum og gangandi góð ráð. Í erindi sínu fer Katrín yfir það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi hönnun heimilisins, svo sem grunnmynd rýmisins, flæði, litaval, stíl og fleira. Við skipulagningu heimila þurfi innanhússarkitektinn í meira mæli að lesa í hvaða fólk býr þar, hvernig það umgengst rýmið og hvaða stíll og litir höfða til þess. Katrín sagði betur frá þessu í þættinum. Lesandi vikunnar var í þetta sinn Silja Ingólfsdóttir, friðar- og átakafræðingur og upplýsingafulltrúi Veitna. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Silja sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Franska Sveitarbýlið e. Jo Thomas Trílógían His Dark Materials e. Philip Pullman We Wish to Inform You That Tomorrow We Will Be Killed with Our Families: Stories from Rwanda e. Philip Gourevitch Guð kemur bara til Afghanistan til að gráta (Nach Afghanistan kommt Gott nur noch zum Weinen) e. Siba Shakib. Krossferð á gallabuxum e. Theu Beckman Kristín Steinsdóttir og Astrid Lindgren Tónlist í þættinum í dag: Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson) Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freysteinn Jóhannsson eða 12.september) Sveitapiltsins draumur / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno árið 2014 í Bandaríkjunum, rekstur þess gekk gríðarlega vel, þau unnu fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum í heiminum og það vakti mikla athygli þegar hann seldi fyrirtækið árið 2021 til Twitter og fjölskyldan flutti aftur til Íslands. Eftir það hefur Haraldur brallað ýmislegt, hann kom af stað og stjórnaði verkefninu Römpum upp Reykjavík, til að auðvelda aðgengi fyrir hjólastóla. Upprunanlega markmiðið var að byggja 100 rampa við fyrirtæki og verslanir í Reykjavík, en að lokum voru þeir orðnir yfir 1750 um allt land og nú hefur hann ýtt úr vör rampaverkefnum í Úkraínu og Panama. Hann minntist móður sinnar, Önnu Jónu, sem lést þegar hann var tíu ára og opnaði veitingastað í hennar nafni, samdi og gaf út eigin tónlist sem Önnu Jónuson. Haraldur er svo að auki með hlaðvarpsþætti, bæði á íslensku og ensku, þar sem hann spjallar við áhugavert fólk og í síðustu viku kom í ljós að hann er búinn að endurvekja Ueno, fyrirtækið sem hann seldi fyrir fjórum árum. Það var um nóg að tala við Harald í dag, við ferðuðumst með honum afturbak og áfram í tíma og rúmi, frá Vesturbænum til New York, Buenos Aires og Tokyo. Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað. Í dag spjölluðum við um hvítlauk og skonsur. Tónlist í þættinum í dag: Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson) Take Me to Church / Sinéad O'Connor (Kearns & Reynolds) Delirious Love / Neil Diamond (Neil Diamond) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld hefur komið víða við í heimi kvikmyndanna og gert tónlist við bæði erlendar og íslenskar myndir, nú síðast Eldana sem nýlega var frumsýnd en þar áður við þættina um Vigdísi sem sýndir voru hér á RÚV við góðar undirtektar. Svo hefur hún samið tónlist við tvær kvikmyndir M. Night Shyamalan, leikstjórann heimsfræga. Herdís er búsett hér á landi og eignaðist sitt annað barn fyrir skömmu og er í raun í sínu fyrsta fríi í langan tíma þar sem hún hefur verið uppbókuð í verkefni langt fram í tímann. Á meðan hefur hún einbeitt sér að því að semja sína eigin tónlist og fyrirhugað er að gefa út tvær plötur á næstu misserum. Herdís ræddi við okkur um kvikmyndatónsmíðar og fleira í dag. Við fræddumst svo aðeins um Sæmund Hólm Magnússon, sem fæddist árið 1749 og var fyrsti háskólamenntaði listamaður íslensku þjóðarinnar. Hann átti mjög merkilega og viðburðarríka ævi og þær Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi banka-útibússtjóri, kaupfélagsstjóri og bóksali í Stykkishólmi og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, safnstjóri, borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, hafa kynnt sér líf Sæmundar komu í þáttinn og sögðu okkur frá honum, en þær ætla einmitt að halda fyrirlestur um hann í næstu viku í húsakynnum Færeyska Sjómannafélagsins í Skipholti. Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur með það sem við köllum Mannleg samskipti, en þau geta einmitt verið talsvert flókin. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, og í dag ræddi hann meðvirkni til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt. Tónlist í þættinum í dag: Eldarnir / Herdís Stefánsdóttir (Herdís Stefánsdóttir) Sveitin milli sanda / Ellý Vilhjálms (Magnús Blöndal Jóhannsson) Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson) Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörn Grauengaard (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Hvar eiga heimilislausar konur að vera ef þær eru óvelkomnar alls staðar? Við ræddum stöðu þeirra hér í dag í tilefni af grein sem birt var fyrir skömmu á Vísi um yfirstandandi ósætti um að Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, flytji tímabundið í nýtt húsnæði í Ármúla 34. Húsnæðið þar sem Konukot er rekið í Eskihlíð er nánast ónýtt og komið að þolmörkum í viðhaldi. 84 konur gistu í Konukoti í fyrra, að meðaltali 9 á dag. Leit hefur staðið lengi að hentugu húsnæði en nú hafa eigendur annarrar starfsemi í Ármúla sett fyrirvara við því að þessi hópur komi þangað. Halldóra R. Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots og Bjartey Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma hjá Landspítalanum komu í þáttinn í dag og við ræddum starfsemi Konukots, hvort raunverulega stafi hætta af heimilislausum konum eða hvort þetta séu fordómar og vanþekking á þessum viðkvæma jaðarsetta hópi. Í sögufrægu húsi að Fischerundi 3 rekur fjölskylda hönnunarverslun þar sem boðið er upp á upplifun fyrir skilningarvitin. Fischersund var kjörin besta hönnunarbúðin í ár af The Reykjavik Grapevine og þau eru nýkomin frá hönnunarvikunni í Helsinki þar sem þau vöktu mikla athygli, en þau sögðu frá ilmgerð fjölskyldunnar og töfrandi ilmheimi Íslands, þau hafa verið með viðlíka viðburði með ilmviðburði víða erlendis. Lilja Birgisdóttir er ein af stofnendum Fischersunds og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá ilmum, útilykt og fleiru. Tónlist í þættinum í dag: Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason) Michelle / The Beatles (Lennon & McCartney) Gathering Stories / Jónsi (Jón Þór Birgisson, texti Jón Þór Birgisson og Cameron Crowe) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Hvað varð um íslenska hnausþykka og súra skyrið okkar og af hverju er það orðið að aukefnaþeyttri, jafnvel sykraðri þunnri jógúrt sem neytendum býðst nánast eingöngu í matvörubúðum í dag? Neytendur þurfa að leggja sig sérstaklega eftir því og fara á tiltekna staði til þess að nálgast alvöru skyr eins og þekktist í gamla daga. Hallgrímur Helgason rithöfundur hrinti af stað kröftugri umræðu um íslenska skyrið á samfélagsmiðlum um helgina og sagði fjölmarga sakna þess og spurði hvers vegna við gátum glutrað þessu niður? Við ræddum um hvað hefur breyst á framleiðslu skyrs, mjólkurvara og annarra matvæla síðastliðin ár, stöðu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og Lífræna daginn sem verður haldinn á laugardaginn næstkomandi eða 20.september víða um land. Þær Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow food á Íslandi, og Anna María Björnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og verkefnastjóri Lífræna dagsins, voru með okkur í þættinum í dag. Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í dag í Veðurspjallið. Í þetta sinn ræddi hannum veðrabrigðin, en það eru talsvert greinileg haustteikn í kortunum, kannski greinilegri en oft áður. Og sagði hann frá heimsókn sinni á Grímsstaði á Fjöllum í sumar. Þar hefur verið veðurathugunarstöð í yfir hundrað ár og er hún ein síðasta mannaða stöðin á landinu. Tónlist í þættinum í dag: Lambalæri / Ómar Ragnarsson og Lúdó sextett (Hank Williams, texti Ómar Ragnarsson) Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Vindar að hausti / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Antonio Carlos Jobim, texti Birkir Blær Ingólfsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Við héldum áfram yfirferð okkar um það sem verður á fjölum leikhúsanna í vetur, í síðustu viku var það Borgarleikhúsið, nú er komið að Þjóðleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá því sem er á döfinni á nýhöfnu leikári, en Þjóðleikhúsið á einmitt 75 ára afmæli um þessar mundir. Dagur rímnalagsins er í dag og við fengum formann Kvæðamannafélagsins Iðunnar Báru Grímsdóttur til okkar en í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Salnum í Kópavogi, þar sem barnahópar kveða og Rímnafögnuður í kvöld þar sem frumfluttir verða tveir nýjir rímnaflokkar og annar sérstaklega saminn við þetta tækifæri, Kópavogsbragur hinn síðari. Bára Grímsdóttir leyfði okkur að heyra brot úr honum í þættinum. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Sváfnir Sigurðarson, tónskáld, textahöfundur, markaðs- og kynningafulltrúi, en hann er einmitt að gefa út nýja barnabók sem kallast Brandara bíllinn. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað líka frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sváfnir sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Guð leitar að Salóme e. Júlía Margrét Einarsdóttir Óvæntur ferðafélagi e. Eiríkur Bergmann Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrímur Helgason Stundarfró e. Orri Harðar Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marquez Punktur punktur komma strik e. Pétur Gunnarsson Bjargvætturinn í grasinu e. J.D Salinger Tónlist í þættinum í dag: Þjóðsaga / Þrjú á palli (þjóðlag, texti Jónas Árnason) Létt / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Flóð og fjara / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Hún hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði og fyrir framan myndavélar og nú síðast leikur hún aðalhlutverkið, jarðskjálftafræðinginn Önnu í kvikmyndinni Eldarnir, sem byggð er á bók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Við spurðum hana út í myndina og hlutverkið og fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á sínum stað. Við ræddum í dag um hvað stendur uppúr hjá okkur matarlega séð eftir sumarið. Sigurlaug talaði um crepe suzette, Gunnar gaf upp dásamlega uppskrift fyrir kjúklingabringur og Guðrún nefndi steikt brokkolini. Tónlist í þættinum í dag: Litla stúlkan við hliðið / Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson, 12.september) Snögglega Baldur / Edda Heiðrún Bachman og Leifur Hauksson (Alan Menken, Howard Ashman, íslenskur texti Megas) I Threw It All Away - Take 1 / Bob Dylan (Bob Dylan) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Listakonan Björg Þórhallsdóttir hefur búið í Noregi nánast allt sitt líf og kom núna til Íslands til þess að kynna nýja bók sem hún skrifaði, Gleði Bjargar - Hamingjan er markmið, gleðin er afstaða. Björg er líka höfundur hinna vinsælu dagbóka Tíminn minn, sem komið hafa út hér á landi í rúman áratug. Hún hefur haslað sér völl í Noregi sem myndlistarmaður og rithöfundur og þessi nýja bók hennar var um tíma í efsta sæti bóksölulista þar í landi. Björg kom í þáttinn í dag, beint af flugvellinum, og með henni kom Hildur Blöndal, þerapisti og ráðgjafi en þær vinna saman sem þerapistar í Noregi. Við fengum svo töfrabrögð í beinni í þættinum í dag. En Lalli töframaður, eða Lárus Blöndal Guðjónsson, kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu 20.sept. og verður með sjónhverfingar og töfrabrögð. Sinfóníuhljómsveitin mun spila vinsæl lög úr söngleikjum á borð við Frozen og Mary Poppins. Að auki er að koma út barnabókin Dagur með Lalla, eftir Lalla og hann kom í þáttinn og sagði okkur betur frá bókinni, tónleikunum og töframennskunni. Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins, kom svo til okkar í dag með það sem við köllum Mannleg samskipti, þar sem við skoðum með honum ýmislegt sem viðkemur mannlegum samskiptum og hvað getur haft áhrif á þau og gert þau flókin. Í dag talaði Valdimar um áföll, sem geta verið gríðarlega margvísleg og fjölbreytt, og áhrif þeirra á okkur, til dæmis í samskiptum okkar við annað fólk, ef við fáum ekki hjálp til að takast á við afleiðingar þeirra. Tónlist í þættinum í dag: Allur lurkum laminn / Bjarni Ara (Hilmar Oddsson) Okkar eigin Osló / Valdimar Guðmundsson (Helgi Svavar Svavarsson og Bragi Valdimar Skúlason) A Woman is a Something Thing / Louis Armstrong (Ira Gershwin and George Gershwin) He Ain't Heavy He's My Brother / The Hollies (Bobby Scott & Bobby Russel) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Við fræddumst í dag um Ingunni Einarsdóttur frumkvöðul í baráttu fyrir velferð dýra á Íslandi. Hún fæddist árið 1850 og hvatti til dæmis til stofnunar dýraverndarfélagsins, sem heitir í dag Dýraverndarsamband Íslands. Hún hafði líka forgang um að félagið gæfi út rit til að fræða almenning um velferð dýra. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambandsins og hestafræðingur, var hjá okkur og sagði okkur betur frá Ingunni og dýravernd á Íslandi. Tryggvi Björgvinsson, titlaður spilameistari, ætlar að bjóða upp skemmtilega nýjung á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal; vikuleg borðspilakvöld fyrir fullorðna (16 ára og eldri) á miðvikudögum milli kl. 19:30-21:30. Tryggvi er einarður borðspilaáhugamaður úr Grafarholtinu og hefur verið viðloðandi spilamennsku frá barnsaldri. Í dag á hann borðspilasafn sem gerir honum kleift að spila mismunandi spil hvern einasta dag almanaksársins. Að lokum kynntum við okkur Tangófélagið, sem heldur upp á 25 ára afmælið með þriggja daga tangóhátíð í Kramhúsinu og Iðnó. Þau Bergljót Arnalds og Hlynur Helgason komu í þáttinn og sögðu okkur frá félaginu og tangó á Íslandi. Tónlist í þættinum í dag: Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason og Jón Jónsson (Jón Jónsson) Dýravísur / Guitar Islancio You Don't Have to Say You Love Me / Dusty Springfield (Pino Donggio, Simon Napier-Bell, V-Pallavicini og Vicky Vickham) The Tango of Love and Hate / Bergljót Arnalds (Bergljót Arnalds) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Helga Arnardóttir kom til okkar í dag, en hún verður með Heilsuvaktina annan hvern þriðjudag í þættinum, eins og síðasta vetur. Í dag sagði hún okkur frá því sem hún ætlar að fjalla um í haust, til dæmis langvarandi einkenni Covid, þyngdarstjórnunarlyfjum, breytingar á lífstíl til að ná bata eða tökum á sjúkdómum, heilsusamlegt mataræði og hreyfingu, mýtur þegar kemur að heilsu og fleira. Á Íslandi greinast árlega 15-20 konur með leghálskrabbamein og 3-5 deyja árlega vegna þess. Áhrifin eru auðvitað mikil á fjölskyldur, aðstandendur, samfélagið og atvinnulífið og meðferðin kostar gríðarlega mikið. Sirrý Ágústsdóttir er stofnandi Lífskrafts og hefur greinst með leghálskrabbamein tvívegis. Hún kom í þáttinn og sagði okkur frá Lífskrafti, sinni reynslu og markmiðinu að Ísland verði fyrsta þjóðin í heiminum til að útrýma leghálskrabbameini. Við forvitnuðumst svo að lokum um arabíska menningu sem er fagnað með tónlist og dansi í Kramhúsinu þessa vikuna. Friðrik Agni Árnason skipuleggur hátíðina Arabískar Nætur í Reykjavík, ásamt Írisi Stefaníu, þar sem þau vilja sýna þennan fjarræna menningarheim í jákvæðu ljósi. Við heyrðum í Friðrik í dag. Tónlist í þættinum í dag: Don't Try to Fool Me / Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann G. Jóhannsson) In My Life / The Beatles (Lennon & McCartney) Missisippi / Cactus Blossom Men Nazra / Nancy Ajram (Ziad Jamal) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Við héldum áfram yfirferðinni um leikhúsin í dag, að skoða það sem verður á fjölunum í vetur. Í síðustu viku var það Tjarnarbíó, nú var komið að Borgarleikhúsinu. Egill Heiðar Anton Pálsson, leikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur allt um leikárið framundan í Borgarleikhúsinu. Hinrik Carl Ellertsson, íslenskur matreiðslumaður og kennari við Menntaskólann í Kópavogi, er nýkominn heim úr ferð til Japans. Þar sinnti hann kynningu á norrænni matargerð í Nordic Pavilion á heimssýningunni í Osaka og hélt jafnframt masterclass í hinum virta Tsuji matreiðsluskóla. Á heimssýningunni í Osaka tók Hinrik Carl þátt í að kynna norræna matarmenningu ásamt kokkum frá Færeyjum og vakti þetta mikla athygli, en yfir þrjátíu greinar birtust í japönskum og erlendum fjölmiðlum. Við spjölluðum við Hinrik í dag. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Rósa Ólöf Ólafíudóttir, hjúkrunarfræðingur, djákni og uppeldisfræðingur. Hún er að skrifa bók um bróður sinn Lalla Johns, en hann tók af henni loforð áður en hann dó að hún myndi skrifa bók um hann. Við fengum hana til að segja okkur aðeins frá bókinni, Lalla og söfnuninni fyrir útgáfu bókarinnar á Karolinafund. En svo sagði hún okkur auðvitað líka frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rósa talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Biblían Ástkær e. Tony Morrison Hind's feet on high places e. Hannah Hurnard barnabækurnar Litla ljót og Láki Jarðálfur Litbrigði jarðarinnar e. Ólafur Jóhann Sigurðsson Ljóð Steins Steinarrs Tónlist í þættinum í dag: Haust / Elly Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests (Baldur Geirmundsson) Do it / Hera Hjartardóttir (Hera Hjartardóttir) Haust / Stefán Hilmarsson (Heimir Sindrason og Ari Harðarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Pírata var föstudagsgestur Mannlega þáttarins að þessu sinni. Þórhildur er nýtekin við stöðu framkvæmdastjóra alþjóðlegu samtakanna Courage International, samtök sem helga sig baráttunni fyrir frjálsu flæði upplýsinga, tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi og friðhelgi einkalífsins. Við fórum með Þórhildi Sunnu aftur í tímann í gegnum erfiða reynslu í æsku, þar sem réttlætiskenndin kviknaði og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. Matarspjallið hófst svo að nýju í dag þegar Sigurlaug Margrét kom með gest með sér í hljóðstofu, gest sem hún minnist oft á í matarspjallinu, Albert Eiríksson. Albert hefur nýlokið við að skrifa matreiðslubók um einfalda og holla rétti og hann kom ekki tómhentur. Tónlist í þættinum í dag: Farfuglarnir / Ragnheiður Gröndal (Jóhann Helgason, texti Þórarinn Eldjárn) It's a Fire / Portishead (Adrian Utley, Beth Gibbons & Geoff Barrow) Lady K / Emilíana Torrini (Emilíana Torrini og Simon Byrt, texti Emilíana Torrini) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Næsta sunnudag stendur Þjóðræknisfélag Íslendinga fyrir Þjóðræknisþingi í Reykjavík, en markmið félagsins er að efla tengsl, samhyggð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Guðrún Ágústsdóttir, formaður félagsins og Pála Hallgrímsdóttir sem er í stjórn félagsins komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá þinginu og félaginu. Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi mun vera með okkur á fimmtudögum í haust með það sem við köllum Mannleg samskipti. Við kynntumst Valdimari í dag og hvar hans reynsla liggur og fórum með honum yfir það sem hann mun taka fyrir næstu fimmtudaga, til dæmis margar hliðar meðvirkni og í rauninni hvað meðvirkni er. Áföll og afleiðingar áfalla og margt fleira, sem einmitt getur haft áhrif á samskipti okkar við annað fólk, innan fjölskyldna, í ástarsamböndum, á vinnustaðnum og í rauninni út um allt. Mynstur sem við þróum, af ýmsum ástæðum, í æsku fylgja okkur í gegnum lífið og litar öll okkar samskipti við annað fólk. Hlustendur geta svo jafnvel sent spurningar á mannlegi@ruv.is sem Valdimar Þór mun gera sitt besta við að svara næstu fimmtudaga. Uppskriftabókin er nýr matreiðsluþáttur þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratuga reynslu af matargerð og fær að kíkja í uppskriftarbækur þeirra. Uppskriftabókin eru þættir sem flétta saman matarhefðum okkar við nýsköpun og náttúruauð, með það að markmiði að miðla þekkingu á milli kynslóða. Sunneva Ása Weisshappel leikstýrir þáttunum og hún kom ásamt Sollu í þáttinn í dag, en í fyrsta þættinum koma við sögu kindakæfa og sápa. Tónlist í þættinum í dag: Garden party / Mezzoforte (Eyþór Gunnarsson) Peaceful Easy Feeling / Eagles (Jack Tempchin) Slide on by / Hera Hjartardóttir (Hera Hjartardóttir) Út hjá Haga / Bubbi Morthens (Carl Michael Bellman, íslenskur texti Hjörtur Pálsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Það eru ekki allir sem finna „einu og réttu“ leiðina í því sem þau vilja gera í lífinu. Sumir vita upp á hár hvað þau vilja læra og vinna við, jafnvel frá því þau voru mjög ung, en svo er líka töluvert margir sem hafa ekki hugmynd um hvað þau vilja verða „þegar þau verða stór“. Magnús Árni Skjöld Magnússon, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, er einn þeirra. Hann fór úr einu í annað, sökkti sér á bólakaf í mismunandi áhugamál, mismunandi nám, vinnur, jafnvel mismunandi trúarbrögð en áttaði sig svo á því að kannski væri það bara allt í lagi, kannski væri það einmitt hans leið. Hann að minnsta kosti skrifaði bókina Hvernig ég varð jógakennarinn í Kabul, þar sem hann fer yfir sína sögu og reynslu og aðferð sem hann bjó til sem hefur nýst honum og gæti jafnvel nýst fleirum. Magnús sagði okkur betur frá bókinni og þessu í þættinum. Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona bakaði í sólarhring árið 2016 og safnaði fé fyrir Kraft og nú, níu árum síðar, ætlar hún að endurtaka leikinn og baka í sólarhring núna um helgina til styrktar Berginu headspace. Þau hjónin Lilja Katrín og Guðmundur Ragnar Einarsson og þeirra börn urðu fyrir áfalli í byrjun árs þegar fóstursonur þeirra, Guðni Alexander Snorrason, lést aðeins tvítugur að aldri. Þau Lilja og Guðmundur komu í þáttinn í dag. Svo komu þær Ragnheiður Steindórsdóttir og Guðný Gústafsdóttir. En þær eru tvær af þeim sem standa að almannaheillafélaginu Vonarbrú sem stofnað var í vor. Tilgangur félagsins er meðal annars að safna fjármagni til að styrkja u.þ.b. 70 stríðshrjáðar barnafjölskyldur sem búa við mjög erfiðar aðstæður á Gaza. Markmiðið er að veita þessum fjölskyldum nauðsynlegan stuðning við kaup á mat, hreinlætisvörum og öðrum mikilvægum nauðsynjum. Þær sögðu okkur frá félaginu og starfi þess í dag, en frekari upplýsingar um það má finna á www.vonarbru.is. Tónlist í þættinum í dag: Leiðin okkar allra / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson, texti Einar Georg Einarsson) Golden Brown / The Stranglers (Dave Greenfield, Hugh Cornwell, Jean Jacques Burnel, Jet Black) Þetta loft / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Sunnudagurinn næsti verður Duchenne dagurinn, en Duchenne er sjaldgæfur vöðvasjúkdómur sem skerðir hreyfigetu og hrjáir einn af hverjum fjögur þúsund drengjum. Við fræddumst um nýja íslenska heimildarmynd sem heitir Einstakt ferðalag. Hún er um Ægi Þór 9 ára dreng frá Höfn í Hornafirði, sem er með þennan sjaldgæfa sjúkdóm, og ferðalag hans um Ísland þar sem hann hittir önnur börn með sjaldgæfa sjúkdóma. Myndin varpar ljósi á stöðu langveikra barna og aðstandenda þeirra hér á landi. Ágústa Fanney Snorradóttir, leikstjóri myndarinnar, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá henni. Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir hefur á síðustu misserum vakið athygli en hún hélt athyglisverðan fyrirlestur á ráðstefnu BUGL árið 2023 þar sem hún fór yfir reynslu sína af íslenska skólakerfinu og hvernig henni fannst það bregðast sér. Jóhanna Birna er greind með lesblindu, einhverfu og ADHD. Jóhanna Birna hefur nú lokið háskólanámi í Bandaríkjunum og hyggur á áframhaldandi nám. Hún heldur fyrirlestra um hvernig henni finnst að skólakerfið geti betuð komið til móts við börn í svipuðum aðstæðum og hún var í þegar hún gekk í grunnskóla. Svo kom Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur til okkar í veðurspjallið í dag. Hann var með uppgjör á sumarveðrinu og hverrnig við upplifum það á mismunandihátt. Einar talaði svo um hitamet og metsumur úti í heimi, horfurnar næstu daga og að lokum reyndi Einar að svara spurningunni: Hvenær mun hausta? Tónlist í þættinum í dag: Heiðlóan / Gísli Magna og Co. (Steingrímur M. Sigfússon) Þótt falli snjór / Jóhann Sigurðason (Ágúst Guðmundsson) Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson) Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Bráðaskólinn sérhæfir sig annars vegar í skyndihjálparkennslu fyrir almenning og fyrirtæki og hins vegar í ýmsum sérhæfðum námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sérstaða skólans er einna helst sú að allir kennarar eru heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur við bráðar aðstæður í daglegum störfum sínum. Skólinn var stofnaður árið 2011 og hefur síðan þá haldið yfir 580 námskeið af ýmsu tagi og nemendurnir eru orðnir ríflega 7300 talsins. Eigendaskipti urðu á Bráðaskólanum sumarið 2024 og núverandi eigendur Bráðaskólans, hjónin Haukur Smári Hlynsson svæfingahjúkrunarfræðingur og Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir á Bráðadeild LSH komu í þáttinn í dag. Við ætlum að skoða hvað verður á boðstólnum á leiksviðum leikhúsanna á komandi leikvetri. Við fáum forsvarsfólk leikhúsana til okkar næstu mánudaga og í dag reið á vaðið Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós. Hann sagði okkur frá því helsta sem verður boðið upp á í Tjarnarbíói í vetur. Svo var það fyrsti lesandi vikunnar þetta haustið, það var Kári Valtýsson, lögfræðingu og rithöfundur. Hann var að senda frá sér sína fjórðu bók, Hyldýpi, sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo fengum við auðvitað að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Kári talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Karítas án titils og Óreiða á Striga e. Kristínu Marju Baldursdóttur, Dolores Claiborne e. Stephen King Konuna í búrinu e. Jussi Adler Olsen Síðasta freisting Krists e. Niko Kazantszakis, Fight Club e. Chuck Palahniuk, The Rules of Attraction e. Bret Easton Ellis, og Charles Bukowski Tónlist í þættinum í dag: Einhversstaðar einhverntíma aftur / Ellen Kristjáns og Mannakorn (Magnús Eiríksson) SOS ást í neyð / Vilhjálmur Vilhjálmsson (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson) The last farewell / Roger Whittaker UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er í vísindaráði Almannavarna og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Við fengum Kristínu til að fara með okkur aftur í tímann á æskuslóðirnar í Breiðholtinu, í gegnum skólagönguna, MH, HÍ, doktorsnám í Svíþjóð og svo rannsóknir á eldstöðvum og jarðskjálftaóróa. Við forvitnuðumst líka um hennar tónlistarferil þar sem hún söng meðal annars í feikivinsælu lag með Rúnari Júlíussyni og Unun og spilar í dag á trommur. Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, þar var bara talað um rabarbara við sérlegan gest, Sigríði Wöhler, sérfræðing í rabarbara. Hún kom færandi hendi með köku, sýróp og kryddmauk, allt unnið úr rabarbara og allt dásamlega gott. Tónlist í þættinum í dag: Hann mun aldrei gleym'enni / Unun og Rúnar Júlíusson (Þór Eldon og Gunnar Hjálmarsson) Debaser / Pixies (Black Francis) Gigantic / Pixies (Black Francis & Kim Deal) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst í dag um það sem kallast skeiðakenningin. Höfundur kenningarinnar, Christine Miserando, þróaði þessa kenningu til að geta útskýrt fyrir vinkonum sínum hvernig hún verður að skipuleggja hvern einasta dag og að hún gæti ekki gert allt sem hún vildi, en hún glímdi frá 15 ára aldri við skerðingar á daglegu lífi vegna þreytu og verkja. Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfi hjá Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, vinnur talsvert með skeiðakenninguna í sínu starfi og hún kom í þáttinn og sagði okkur betur frá í dag. Við fengum svo lifandi tónlist um miðbik þáttarins þegar systkinin í hljómsveitinni Blood Harmony komu í viðtal og spiluðu fyrir okkur og sungu, Ösp, Örn Eldjárn, en Björk systir þeirra var fjarri góðu gamni í þetta sinn. Þau hyggja á plötuútgáfu á næsta ári og spila á nokkrum tónleikum í sumar og taka þátt í Sumartónum í Salnum í dag. Þau fluttu í hljóðverinu hjá okkur lagið Draumsnillingar sem Ösp samdi og gaf Erni í jólagjöf. Bergsteinn Sigurðsson, kollegi okkar úr sjónvarpinu, kom við á Minjasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn í sunnanverðum Patreksfirði og hitti Sigríði Soffíu Níelsdóttur, danshöfund og listakonu, en hún var þar með uppákomu undir merkjum Eldblóma, sem er hennar vörumerki fyrir hennar list, hvort sem það eru líkjörar, ilmur, flugeldasýning, haustlaukar og blómainnsetning. Bergsteinn var svo góður að leyfa okkur að senda það út í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Spánardraumur / Hljómsveit Ingimars Eydal (erlent lag, texti Einar Haraldsson) Sideways / Sigrún Stella (Sigrún Stella Draumsnillingar / Blood Harmony (Ösp Eldjárn) Tasko Tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst í dag um nám og kennslu íslensku sem annars máls í framhaldsskólum, með sérstakri áherslu á inngildingu og fjölmenningu, en málþing um einmitt það var haldið í byrjun júní á Ísafirði. Þar kom fagfólk saman í málstofum og miðluðu reynslu og þekkingu sín á milli. Jóna Dís Bragadóttir, skólastjóri Tækniskólans og Heiðrún Tryggvadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, sögðu okkur betur frá málþinginu og mikilvægi þessarar kennslu í þættinum í dag. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli. Fyrsta hátíðin var haldin sumarið 2000 og hefur verið haldin árlega síðan að frátöldu einu ári. Þjóðlagahátíðin verður haldin dagana 2. til 6. júlí og ber yfirskriftina Fljúga hvítu fiðrildin. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Gunnsteinn Ólafsson tónskáld og hann kom til okkar í dag og sagði betur frá og fræddi okkur um þjóðlagatónlist. Tónlist í þættinum í dag: Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) Heimþrá / Brek (Guðmundur Atli Pétursson, Sigmar Þór Mattíasson, Harpa Þorvaldsdóttir, Jóhann Ingi Benediktsson. Texti Jóhann Ingi Benediktsson) Kveitevisa / Österlide (Þjóðlag) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dr. Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent, við lagadeild Háskólans í Reykjavík, kom í þáttinn í dag og sagði frá Ráðstefnu um vernd barna gegn ofbeldi á heimilinu sem hún stóð að í HR í byrjun júní. Ein af frumskyldum hvers samfélags er að vernda yngstu þegnana og þessi ráðstefna var liður í því, enda eru afleiðingar ofbeldis gegn börnum margþættar og alvarlegar. Svala sagði frá því sem á ráðstefnunni kom fram og frá hennar erindi um rannsókn hennar um kynferðisbrot gegn börnum framin innan skjólveggja heimilisins. Kristinn Guðmundsson sér um matreiðsluþættina Soð sem sýndir eru í sjónvarpinu hér á RÚV, hann sagði okkur í dag frá viðburðum sem hann stendur fyrir og kallar Matarsaga Reykjaness í fimm réttum. Einar Sveinbjörnsson kom svo í veðurspjallið á Jónsmessu sem er í dag. Nýtt tungl kviknar á morgun í suðaustri og stórstreymt verður á fimmtudag og Einar sagði okkur meðal annars frá æðarvarpi og góðri dúntekju, hann sagði frá júní sem verið hefur kaldari en maí hingað til. Svo talaði hann um horfurnar framundan hér á landi og mikla hita víða um heim og spár um framhald þeirra. Tónlist í þættinum í dag: Kóngur einn dag / KK og Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason, texti Steinn Steinarr) Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson og Gunnar Þórðarson) Sólskinsdagur / B.G. og Ingibjörg (lagahöfundur ókunnur, texti Jónas Friðrik Guðnason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Nú er tími útivista og gönguferða, fólkið í landinu reimar á sig gönguskóna og nýtur fegurðar íslenskrar náttúru. Yfirleitt þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna skemmtilegar gönguleiðir, en það getur þó verið erfitt að vita hvar skal byrja og hvar þær er að finna. Jónas Guðmundsson, gönguleiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur hefur varið ótal stundum á fjöllum og á göngu um náttúru landsins og nú hefur hann gefið út nýja bók, Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann fjallar um 30 gönguleiðir einmitt á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Jónas kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessum leiðum og bókinni. Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju á hverju sumri síðan. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærst sinnar tegundar á landinu og einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Benedikt Kristjánsson söngvari sagði betur frá hátíðinni í þættinum. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sigrún Blöndal, kennari og deildarstjóri. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigrún sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Ann Cleves og Shetland seríu hennar og sögupersónunni Veru Stanhope. Lee Child og bækurnar um Jack Reacher Stig Larsson og bækurnar um Lisbeth Salander Det forsömte forår e. Hans Scherfig Fornaldarsögur Norðurlanda Hrólfssaga Kraka Tónlist í þættinum í dag: Sól mín sól / Anna Pálína Árnadóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Don't Stop Me Now / Philharmonix (Freddie Mercury) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Eliza Reid, sagnfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú. Við fórum með henni aftur á æskuslóðirnar í Ottawa í Ontario fylki Kanada, þar sem hún fæddist og ólst upp. Hún sagði okkur frá, tónlistarnámi, kórsöng, ferðalögum til Afríku og Asíu og þegar hún kom fyrst til Íslands. Svo fórum við með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og ræddum auðvitað líka um nýju bókina hennar Diplómati deyr. Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti í dag töluðum við um súkkulaðikökur, franskar súkkulaðikökur, skúffukökur og fleiri týpur. Tónlist í þættinum í dag: Allt í fína / Ragnar Bjarnason og Ragnheiður Gröndal (Karl Olgeirsson) Hafið þennan dag / Hera (Hera Hjartardóttir) What I Wouldn't Do / Serena Ryder (Serena Ryder & Jerrod Bettis) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Fasteignamarkaðurinn er gjarnan í fréttum af ýmsum ástæðum. Fasteignaverðið og þróun þess, framboð á íbúðum,leiguíbúðum og nú síðast nýtt fasteignamat. Við ákváðum því að skoða aðeins hver er staðan á fasteignamarkaðinum í dag. Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir sviðið og skoða stöðuna og hvert fasteignamarkaðurinn er að stefna. Við fjöllum gjarnan um útivist og göngur, gönguleiðir og svo framvegis. Í dag forvitnuðums viðt aðeins um göngu og útivist sem eru öðruvísi, eða hvað? Hún kallast Leiðin og er vissulega ganga, en líka sviðslistaverk, þar sem þáttakendum, eða kannski frekar gestum, er boðið í performatífa pílagrímsgöngur á nokkrum stöðum á landinu, þar sem markmiðið er að rannsaka ferðalagið sem form. Steinunn Knúts Önnudóttir sviðslistakona kom í þáttinn í dag, en hún stendur að þessum göngum, og við fengum hana til að útskýra betur fyrir okkur þessar göngur. Tónlist í þættinum í dag: Veldu stjörnu / Ellen Kristjáns og John Grant (Ellen Kristjáns, texti Bragi Valdimar Skúlason) Draumur / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir, texti Steinn Steinarr) Töfrabörn / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst um ME taugasjúkdóminn í dag og um sögu Björns Elí Jörgensen Víðissonar, en hann er 24 ára gamall og greindist með ME árið 2021. Það gæti komið einhverjum á óvart að hann hafi greinst svona ungur með ME, en þessi taugasjúkdómur getur þróast hjá einstaklingum á hvaða aldri sem er. Við tókum nýlega viðtal við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara sem glímir við ME í kjölfar langtíma Covid, en það hefur orðið algeng kveikja ME í kjölfar heimsfaraldursins. Björn Elí sagði okkur meira frá ME og sína reynslusögu í þættinum í dag. Fyrsta alþjóðlega píanókeppnin á Íslandi fer fram í Salnum í Kópavogi í ágúst. Með því að halda keppnina hérlendis er verið að bjóða upp alþjóðlegan vettvang þar sem næsta kynslóð hæfileikaríkra píanóleikara á aldrinum 10-25 ára getur látið ljós sitt skína og byggt upp tengsl við annað tónlistarfólk og kennara alls staðar að úr heiminum. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og forseti WPTA samtakanna á Íslandi sagði okkur betur frá keppninni í þættinum í dag. Við fengum svo póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni og í dag var komið að síðasta póstkorti Magnúsar til hlustenda og hann kvaddi hlustendur með því að segja aðeins frá ferli sínum hjá útvarpinu. Hann sagði líka frá því sem hann hefur verið að fást við eftir að fastri vinnu lauk fyrir einum sjö árum. Tónlist í þættinum í dag: Kartöflur / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson) Fjólublátt flauel / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) Rigning og súld / KK (Kristján Kristjánsson, texti Eyþór Gunnarsson og Kristján) Simple Pleasures / Blood Harmony (Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við kynntum okkur í dag starfsemi Droplaugastaða hjúkrunarheimilis sem fékk alþjóðlega viðurkenningu síðastliðið haust og hvatningarverðlaun Velferðaráðs Reykjavíkurborgar á dögunum. Jórunn Ósk Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða og formaður Öldrunarráðs Íslands kokm í þáttinn og sagði okkur frá starfseminni, hvað Eden heimili felur í sér, verðlaununum og því helsta sem er á döfinni hjá þeim. Við heyrðum svo í Elísabetu Ögn Jóhannsdóttur, verkefnastjóra Hinsegin hátíðar á Norðurlandi eystra sem haldin verður 18.-22.júní. Þar verður fjölbreytileikanum fagnað og markmiðið er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Elísabet Ögn sagði okkur betur frá hátíðinni sem meðal annara öll sveitarfélögin á Norðurlandi eystra standa fyrir. Svo var það lesandi vikunnar sem var í þetta sinn Hrefna Björg Gylfadóttir, stefnustjóri hjá Veitum. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hrefna sagði okkur frá eftirfarandi bókum og höfundum: Not the end of the world e. Hanna Ritchie The Hypocrite e. Jo Hamya Patriot e. Alexei Navalny Halldór Laxness og Han Kang Tónlist í þættinum í dag: Á skútunni minni / South River Band (Ólafur Þórðarson, texti Helgi Þór Ingason) Brotin loforð / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) Constant Craving / K.D. Lang (Mink og K.D. Lang) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Við ræddum við hann um lífið og tilveruna í dag. Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti auðvitað á sínum stað, í dag hringdum við í Albert Eiríksson og þjóðhátíðarmaturinn var ræddur, enda 17. júní á þriðjudaginn. UMSJÓN: FANNEY BIRNA JÓNSDÓTTIR
Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir áfengisvarnarsamtök eiga í vök að verjast þegar markaðsöflin eru annars vegar en líka vegna minna fé renni til forvarnarstarfs en áður. Árni komst í fréttirnar í fyrra þegar hann gagnrýndi viðbragðsleysi og seinagang lögreglu eftir að hafa sjálfur kært sig til lögreglu fyrir ólögleg áfengiskaup á netinu árinu áður. Hann sagði frá starfi samtakanna og málþingi sem þau standa fyrir 16. júní í þættinum. Alþingi samþykkti í síðustu viku frumvarp Ingu Sæland félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og er ætlað að styrkja stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, stjórnarformaður Gleym mér ei styrktarfélags, og Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, ræddu þessar breytingar og sögðu frá félaginu Gleym mér ei. Meirihluti landsmanna fer ekki eftir ráðleggingum í matarræði og breytingar á ráðleggingum sem fela meðal annars í sér minni neyslu á rauðu kjöti og meiri neyslu á grænmeti og ávöxtum hafa fengið blendin viðbrögð. Kolbrún Sveinsdóttir, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá MATÍS, fór yfir hvers vegna fólki er ráðlagt að borða minna af rauðu kjöti og af hverju hafa kjötneytendur átt undir högg að sækja að undanförnu. Tónlist í þættinum: Good vibrations / Beach Boys My Body's A Zombie For You / Dead Man's Bones Lifa af / Bríet og Birnir. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Helga Arnardóttir.
Læsi og lesskilningi íslenskra barna hefur hrakað þrátt fyrir allskonar átaksverkefni í gegnum tíðina. Deilt hefur verið um hver beri ábyrgð á þessari stöðu og sitt sýnist hverjum. En væntanlega eru allir sammála um að eitthvað verður að gera til að bæta stöðuna. Nú eru grunnskólar landsins komnir í sumarleyfi og væntanlega margir foreldrar sem velta fyrir sér hvernig eigi að halda lestri að börnum sínum næstu mánuði. Auður Björgvinsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir læsisfræðingar og kennarar ræddu þetta. Hvernig birtast tilfinningar á borð við reiði, skömm, ást, girnd, samkennd og fleira í norrænum fornsögum? Þetta verður umfjöllunarefni málþings á vegum Miðaldastofu Íslands á morgun í tilefni af útkomu bókar sem ber heitið SAGA EMOTIONS. Her fræðimanna hefur skrifað um nær allan tilfinningaskalann og rannsakað hvernig hann kemur fram hjá söguhetjum Íslendingasagnanna. Brynja Þorgeirsdóttir lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, ein höfunda og ritstjóra bókarinnar kom í þáttinn. Tónlist í þættinum í dag: Valentine / Richard Hawley Build me up Buttercup / The Foundations Umsjón: Helga Arnardóttir og Guðrún Hálfdánardóttir.
Fyrsti tölvuleikur íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Myrkur Games sem nefnist Echoes of the End eða Bergmál endalokanna í lauslegri þýðingu er að koma út í sumar eftir átta ára þróunarvinnu. Leikurinn er sá fyrsti sem fyrirtækið framleiðir og sameinar spennandi bardagakerfi, fjölbreyttar þrautir, og hjartnæma sögu í fantasíuheimi sem sækir innblástur í íslenskt landslag. Aldís Amah Hamilton leikkona leikur aðalhetju leiksins og sagði frá honum ásamt Magnúsi Guðrúnarsyni, handritshöfundi, sem býr til heiminn. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom í Veðurspjallið og talaði um hvernig veðrið getur haft áhrif á tómstundir að sumri, golfið, hlaupa-og hjólreiðafólk og íþróttamót barna og ungmenna. Hann ræddi líka um hvort frostnætur að undanförnu hafi áhrif á gróðurinn og veðurútlit næstu daga þar á meðal 17.júní sem er á næsta leiti. Og lesandi vikunnar var María Elísabet Bragadóttir rithöfundur sem deildi með okkur bókunum sem hún hefur verið að lesa og þeim sem hafa haft mest áhrif á hana. Hún sagði einnig frá því hvað er framundan hjá henni og hvernig viðtökurnar hafa verið við smásagnasafni hennar Herbergi í öðrum heimi sem er að koma fyrir augu lesenda erlendis auk þess sem smásagnasafn hennar Sápufuglinn var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins í fyrra og hlaut þar sérstaka viðurkenningu. Tónlist í þættinum í dag: Everybody´s Talking / Harry Nilsson Fragile / Sting Don´t stop / Fleetwood Mac UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG FANNEY BIRNA JÓNSDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Hilmar Guðjónsson. Hann hefur leikið ótal hlutverk á sviði og fyrir framan myndavélina á þeim 15 árum frá því hann útskrifaðist. Hann er vesturbæingur í húð og hár og KR-ingur, en við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar, ræddum töfra leiklistarinnar og áskoranir hennar. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað. Í dag talaði hún við okkur um ólífuolíur og hvernig til dæmis Grikkir nota hana í mat. Tónlist í þættinum í dag: Það sýnir sig / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson) Lucille / Han Young Ae (Han Young Ae) Oddaflug / Tómas Jónsson (Tómas Jónsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Allir geta lent í því að koma að fólki sem hefur lent í áfalli, slysi, ofbeldi, náttúruhamförum eða einhverjum öðrum alvarlegum atburðum. Þá geta fyrstu viðbrögð verið mikilvæg og ýmislegt sem ber að varast. Auðvitað ætti fagfólk að veita slíka hjálp en alvarlegir atburðir gera oft ekki boð á undan sér, því getur verið gott að kunna einföld viðbrögð sem geta hjálpað þangað til fagfólk getur komið inn í aðstæðurnar. Belinda Karlsdóttir leiðbeinandi hefur kennt sálræna fyrstu hjálp hjá Rauða krossi Íslands og á næstunni ætlar Rauði krossinn að bjóða almenningi upp á netnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp. Belinda ræddi um þetta. Barnabarn Helgu Steffensen, Hörður Bent Steffensen hefur tekið við Brúðubílnum af ömmu sinni eftir nokkurra ára hlé og býður upp á fjölda sýninga í sumar ásamt góðu teymi. Hann er leikari að mennt og var mikill aðdáandi Brúðubílsins alla sína æsku og fékk loks að taka þátt í sýningum á unglingsaldri. Hörður sagði frá sýningum sumarsins og hversu vel amma hans hélt upp á brúðurnar, handritin og leikmyndirnar sem fylgja Brúðubílnum sem á um hálfrar aldar sögu. Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Magnús er nýkominn til Eyja eftir ferðalag erlendis og lentur í norðanbrælu og kulda. Hann rifjaði upp þegar hann kom fyrst til Eyja fyrir fjórum árum þá var honum sagt að það væri þrennt sem ekki mætti krítisera í Eyjum og hann fer yfir það í póstkortinu. Í seinni hlutanum sagði hann aðeins frá brosinu sem er nánast einstakt í dýraríkinu hér á jörð. Tónlist í þættinum í dag: Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) Sveitin mín / Haukur Morthens (Jóhann Helgason) Dýrin úti í Afríku / Brúðubíllinn (Helga Steffensen) Sveitastúlkan og sveitapilturinn / Marína og Mikael (Charlie Parker, texti Marína Ósk Þórólfsdóttir) Hafið / Egill Ólafsson (Matti Lauri Kallio, texti Egill Ólafsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Fasteignamat hækkar enn og samkvæmt nýju mati fyrir árið 2026 hefur það hækkað um 9,2% á milli ára. Þetta getur auðvitað haft áhrif á fasteignagjöld en þarf ekkert endilega að gera það. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri Fasteigna hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ræddi þetta og fór einnig yfir hvernig staðið var að matinu og hvað hafði raunverulega áhrif á hækkun þess. Á mánudaginn snýr Menningargarðurinn aftur í Húsdýragarðinum, en þetta er annað sinn sem hann verður haldinn þar sem fjölbreytileika samfélagsins er fagnað með kynningu á menningu ólíkra þjóða, matreiðslu, handverksmiðju, dans, söng og sýningum. Þessi viðburður er haldinn á vegum menningarsendiherranna sem hittast í Suðurmiðstöð Reykjavíkurborgar einu sinni í mánuði. Sóley Thuy Doung, Lina Haidar Hatem og Jóhannes Guðlaugsson verkefnistjóri lýðheilsu og forvarna í Suðurmiðstöð komu í þáttinn og sögðu frá deginum. Við kynntumst svo nýjasta verðlaunahafa Verðlaunasjóðs í læknisfræði og skyldum greinum, Martin Inga Sigurðssyni, prófessor í svæfingum og gjörgæslulækningum og yfirlæknir við svæfinga-og gjörgæsludeild Landspítalans. Verðlaunin nema sjö milljónum króna en um er að ræða ein stærstu verðlaun sem veitt eru íslenskum vísindamönnum. Martin hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknarferil sinn, meðal annars við að meta einstaklingsbundna áhættu við svæfingar til að koma í veg fyrir alvarlegar aukaverkanir. Martin sagði frá sínum störfum og með honum kom Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands sem sagði frá verðlaunasjóðnum og hver rökstuðningurinn var við valið í ár. Tónlist í þættinum í dag: Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Lóan er komin / Tendra (James A. Bland, texti Páll Ólafsson) Stjörnur stara / Rebekka Blöndal (Ásgeir Jón Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal) Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson (Jenni Jóns) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Við heyrðum í dag í Sæunni Vigdísi Sigvaldadóttur, þroskaþjálfa á Egilsstöðum og býflugnabónda í Hallormsstaðaskógi. Sæunn er stödd í Seattle í Bandaríkjunum þar sem hún ætlar að læra tæknifrjóvgun býflugnadrottninga. Áætlunin er að gera Ísland sjálfbært í býflugnarækt til þess að draga úr innflutningi á býflugum, sem reynist sífellt erfiðara sökum býsjúkdóma. Við fengum Sæunni í dag til að segja okkur meðal annars frá því hvernig það kom til að hún fór út í býflugnarækt, hvað þarf til þess að fara út í ræktun og hvernig Ísland hentar fyrir býflugnarækt. Hvað tekur við að loknu kvikmyndanámi hérlendis og hvaða tækifæri bíða ungs kvikmyndagerðarfólks? Vigdís Howser Harðardóttir og Alvin Hugi Ragnarsson voru í fyrsta árgangi nýrrar kvikmyndadeildar við Listaháskóla Íslands og útskrifast um miðjan júní, en þau sögðu okkur frá lokaverkefnum sínum ásamt því að ræða kvikmyndasenuna hér á landi og hvernig þau ætla að setja mark sitt á hana. Í framhaldi af því ræddum við stöðu sviðslista á Íslandi og hverjar áskoranir og hlutverk þeirra eru við Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra Sviðslistamiðstöðvar Íslands, en á föstudaginn fór fram Bransadagur Sviðslistanna í Borgarleikhúsinu þar sem staðan var rædd og þátttakendur deildu hugmyndum og sýn sinni á framtíð sviðslista. Tónlist í þættinum í dag: Býflugan / Geirfuglarnir (Þorkell Heiðarsson) The Birds And The Bees / Jewel Akens (Herbert Newman) Sumarvísa / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Paulson, texti Iðunn Steinsdóttir) Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (H. Hendler & R. Flanagan, texti Friðrik Erlingsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Sex skúltpurverk eftir Arnar Ásgeirsson myndlistarmann voru valin úr fjölda hugmynda í samkeppni um listaverk í nýbyggingu Grensáss- endurhæfingardeildar LSH fyrir skömmu. Skúlptúrarnir mynda form sem gætu líkst framfaraferli. Þeir sýna örvar sem liðast út og suður, taka dýfur, kollsteypast en vísa upp á endanum. Örvarnar sýna að bataleiðin er ekki endilega stöðug eða bein. Arnar þekkir þetta af eigin raun eftir að hafa slasast í fyrra og eru verk hans innblásin af þeim langa tíma sem tók að ná bata og fullri líkamlegri færni. Arnar var gestur þáttarins í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristín Hulda Gísladóttir sálfræðingur hjá Ljósinu, stuðnings- og endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hún sagði frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kristín talaði um eftirafarandi bækur og höfunda: With the end in mind: dying, death, and wisdom in the age of denial e. Katheryn Mannix Just kids e. Patti Smith Cosmos e. Carl Sagan The Bell Jar e. Sylvia Plath Tónlist í þættinum í dag: Og þess vegna erum við hér í kvöld / Fjallabræður (Magnús Þór Sigmundsson) Sama sól / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Saga Garðarsdóttir leikkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hún leikur eitt aðahlutverkið í nýrri kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er sem frumsýnd var í Cannes fyrr í mánuðinum og fékk ljómandi góðar viðtökur. Saga er tiltölulega nýlent eftir viðburðaríka daga í Cannes en hún hefur auðvitað verið á sviðum leikhússanna síðustu ár ásamt því að vera sjálfstætt starfandi gamanleikkona og grínisti um allar trissur. Hún er byrjuð að æfa leikritið ÍBÚÐ 10B eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í leikstjórn Baltasars Kormáks sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í haust. Við fórum í ferðalag í gegnum lífið með Sögu Garðarsdóttur í þættinum í dag. Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað, en hún er stödd í þetta sinn á Krít hvaðan hún var í beinu sambandi. Lambakjöt, sósur, fetaostur, safaríkar melónur, hunang og olía úr fjöllunum er meðal þess sem hún sagði okkur frá í dag. Tónlist í þættinum í dag: Reyndu aftur / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Í draumalandinu / Space Station (Björgúlfur Jes Einarsson) Það sem enginn veit / Eysteinn Pétursson (Þórbergur Þórðarson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Ísland skipar 17.sætið á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla á meðan Noregur trónir á toppnum níunda árið í röð samkvæmt nýlegri úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra. Er fækkun og hnignun fjölmiðla undanfarin ár um að kenna eða er versnandi samband milli stjórnmálafólks og fjölmiðla ástæða þessarar niðurstöðu, í samanburði við hin Norðurlöndin? Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, komu í þáttinn í dag og ræddu þetta ásamt því að greina frá niðurstöðum svokallaðs Lausnamóts sem haldið var á vegum félagsins með fólki úr blaðamannastétt og öðrum stéttum samfélagsins til að leita lausna við þeim vanda sem nú steðjar að íslenskum fjölmiðlum. Við fræddumst svo um það hvað þarf að leggja á sig til að verða lama, eða andlegur kennari í Tibet búddisma, en Ringu Tulku er einmitt hátt settur tíbetskur lama og er á leiðinni til Íslands. Gunnar L. Friðriksson kom til okkar í dag en hann er í Félagi tíbetbúddista á Íslandi og sagði frá Ringu Tulku og Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Tætum og tryllum / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) Þorparinn / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson) Þúsund sinnum segðu já / Grafík (Helgi Björnsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR