Háski er hlaðvarp í umsjón Unnar Regínu. Í þáttunum heyrum við sögur þeirra sem lent hafa í lífsháska og komist í gegnum hinar ótrúlegu aðstæður. Þættirnir eru gefnir út á hverjum föstudegi.
Árið er 2022 og við horfum upp á stríð og innrás inn í land fullu af saklausum borgurum. Í þætti dagsins ætlum við að fara yfir nokkrar sögur einstaklinga sem lifað hafa af stríð og afleiðingar þess. Bæði nýjar og gamlar. Við kynnum okkur afleiðingar stríðs og mikilvægi þess að raddir þessa fólks heyrist, fólksins sem lifði af skelfilega hluti. Í stríði er enginn sigurvegari, þau bitna bara á saklausu fólki. All war is a symptom of mans failure as a thinking animal. Þessi þáttur er mér mikilvægur og finnst mér mikilvægt að sem flestir heyri raddir þessa fólks. Endilega deilið þættinum eins og vindurinn, því við sem manneskjur verðum að muna söguna, að muna raddir þeirra sem hafa varað okkur við. Þeirra sem hafa sagt sínar sögur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig aftur.
Í þætti dagsins tökum við upp þráðinn um Everest og leiðangra sem farnir voru löngu áður en nokkur maður komst á toppinn.
Árið er 1921 og við erum stödd í bænum Abertillery í Bretlandi. Ungur drengur að nafni Harold Jones er búsettur í bænum og vel liðinn af íbúum bæjarins. Er hægt að vera indæll og ljúfur en á sama tíma kaldrifjaður morðingi? Afhverju mun nafnið Harold Jones alltaf sitja eftir í hugum bæjarbúa Abertillery? Hlustaðu til að fá svar við þessu öllu saman! Styrktaðilar þáttarins eru Coca-Cola á Íslandi, Blush.is & Preppup. @haskipodcast á Instagram.
Háski Halloween special! Þann 18. Júlí árið 1984 gekk James Huberty inn á McDonalds í San Ysidro þungvopnaður og hóf að skjóta fólk. ATH Þátturinn er ekki fyrir viðkvæma. Styrktaraðilar : Coca-Cola á Íslandi, Preppup & Blush.is
Í þætti dagsins heyrum við sögu Joe Simpson og Simon Yates sem fóru fyrstir manna upp vestur hlið Siula Grande með skelfilegum afleiðingum. Í lokin heyriði mig svo blaðra mikið um þetta mál enda virkilega umdeilt. Styrktaraðilar þáttarins eru Coca-Cola á Íslandi, Blush.is & Preppup.
Í þætti dagsins heyrum við fjórar sögur, sögurnar eiga það allar sameiginlegt að fjalla um börn sem lentu í lífshættulegum aðstæðum. Styrktaraðilar þáttanna eru : Blush.is, Preppup, Bíltrix og Coca-Cola á Íslandi.
Árið 1907 var skipið Kong Trygve í Íslands siglingu með 33 menn um borð. Ekki allir lifðu þessa siglingu af eftir að skipið lenti í miklum hrakningum vegna óveðurs. Í þætti dagsins heyrum við sögu skipsins og kynnumst því hvernig lífið á sjó var á þessum árum. Instagram : @haskipodcast Styrktaraðilar þáttanna eru Preppup, Bíltrix, Blush.is & Coca-Cola á Íslandi. Heimildir þáttarins : Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson.
Geimflaug og kafbátur? Þarf að segja eitthvað meira? Styrktaraðilar : Coca-Cola á Íslandi, Preppup og Bíltrix @haskipodcast á Instagram
Sól, sandur, strendur, sundlaugarbakkar og kokteilar. Fullkominn brúðkaupsferð. Hvað gæti farið úrskeiðis? Jú, mögulega allt. Í þætti dagsins heyrum við sögu hjónanna Brandon & Brandy Wiley sem fóru í örlagaríka brúðkaupsferð. haskipodcast á Instagram Styrktaraðilar : Coca-Cola á Íslandi Preppup Bíltrix Melódía Café
Komiði sæl og blessuð! Í þætti dagsins heyrum við um sögu the Hindenburg, flottustu flugmaskínu Þjóðverja. Þátturinn er í boði Coca-Cola á Íslandi & Bíltrix!
Komiði sæl og blessuð snúðarnir mínir. Í þætti dagsins ætlum við að fara yfir fjögur mál, mál einstaklinga sem eiga sér öll sögu af lífsháska vegna gjörða annara.
Chernobyl Part 2, í þessum þætti förum við yfir atburðarásina sem átti sér stað þegar slysið í verksmiðjunni varð.
Í þætti dagsins fáum við að heyra sögu Lyudmilla Ignatenko en hún var eiginkona slökkviliðsmanns sem var fyrstur á staðinn eftir að slys varð í kjarnorkuverinu Chernobyl. Virkilega áhrifamikil frásögn sem gefur góða innsýn inn í þann hrylling sem átti sér stað í kringum þetta slys.
Í þætti dagsins fáum við að kynnast hinni mögnuðu Ada Blackjack. Ada var meðlimur áhafnar leiðangurs Vilhjalms Stefanssonar sem farinn til Wrangel eyju í Norður Íshafi. Við kynnumst lífsvilja og þrautseigju hennar og heyrum í leiðinni mitt uppáhalds mál! Þátturinn er í boði Preppup og Ísbúð Huppu!
Í þætti dagsins heyrum við tvær sögur, báðar um menn sem eiga það sameiginlegt að hafa flúið úr fangelsi og stofnað sér í mikla hættu með því.
Í þætti dagsins heyrum við sögu Enietru Washington sem lenti í skelfilegri árás, árás sem átti eftir að koma í ljós að var tengd fjölda morða í Kaliforníu.
Komiði sæl og blessuð - í þætti dagsins förum við á milli landa og heyrum frásagnir þeirra sem lent hafa í hryðjuverka árásum.
Hæ mín bestu!! Í dag á Háski 1 árs afmæli, vúhú tillykke og allt það. Takk fyrir hlustunina í gegnum þetta ár mín kæru. Henti í svakalegt mál fyrir ykkur, flóðbylgjuna í Japan.
Gleðilega páska kæru vinir! Vonandi hafið þið það gott um páskana og njótið þess að hlusta á þennan páska háska!
Sæl mín kæru! Í þætti dagsins ætlum við að heyra tvær sögur um fjölskylduferðalög sem já fóru ekki eins og vonast var til. Þátturinn er í boði Blush.is & Preppup.is
Í þætti dagsins ætlum við að heyra um fyrstu 3 leiðangra sem farnir voru á Everest á árunum 1921-1924. Styrktaraðilar þáttanna eru Blush.is & Preppup
Í þætti dagsins fjöllum við um neðanjarðar Háska, eitt stærsta námuslys sögunnar og sögu sem er lyginni líkust. Þættirnir eru í boði Blush.is og Preppup.
The Busby Babes eins og þeir voru kallaðir voru dýrkaðir og dáðir af aðdáendum Manchester United. Þann 6. Febrúar árið 1958 var liðið á leið frá Júgóslavíu eftir leik við Red Star Belgrade. Millilenda þurfti í Munich til að fylla á eldsneyti en stoppið átti að vera eins stutt og mögulegt var. Liðið átti framtíðina fyrir sér í boltanum en því miður höfðu örlögin önnur plön fyrir Busby Babes. Styrktaraðilar eru Blush.is og Preppup
Komiði sæl og blessuð kæru hlustendur. Í þætti dagsins heyrum við tvær sögur, ólíkar en báðar afskaplega áhugaverðar af dvöl fjögurra manna í Eyðimörkinni. Endilega munið að subscribe-a þáttinn á þeirri veitu sem þið eruð að hlusta á og fylgja haskipodcast á Instagram. Þátturinn er í boði Blush.is og Preppup.
1. Ágúst árið 1966 var lengi dagur sem ekki var talað um. Þann dag fór Charles Whitman með riffil upp í útsýnisturn háskólans í Texas, þar miðaði hann á saklaust fólk, og horfði eingöngu á þau sem skotmörk. Í þætti dagsins heyrum við um einstaklinga sem lifðu þessa skelfilegu atburðarrás af. Munið að fylgja @haskipodcast á Instagram og subscribe-a þættina á þeirri veitu sem þið notið. Í boði Blush.is & Preppup!
Gleðilegan föstudag kæru vinir! Þáttur dagsins.... já, orðum þetta svona. Báturinn sekkur undan þér, slæmt? Þú ert fastur út á hafi með enga leið til að ná sambandi við land, slæmt? HÁKARLAR!!!! Mjöööööög slæmt. munið að fylgja @haskipodcast á Instagram Þátturinn er í boði blush.is og Preppup!
Halló elsku vinir, ég er mætt aftur úr jólafríi til að blaðra í ykkar fögru eyru. Þáttur dagsins er magnaður. Í dag heyrum við sögu Seyðfirðinganna Gullu & Rósu sem lentu í miklum Háska er aurskriða féll í heimabæ þeirra skömmu fyrir jól. Fyrir ykkur sem hafa áhuga á að leggja björgunarsveitinni lið : Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði 0176-26-5157 580484-0349 Þátturinn er í boði Blush.is og Preppup. Instagram : @haskipodcast + haskipodcast@gmail.com
Í þætti dagsins heyrum við um fyrsta óstudda leiðangurinn yfir Suðurskautið árið 1992. Við förum svo beint úr frostinu og ísnum yfir í sjóðandi hitann á Hawaii. Getur maður lifað af að hrapa ofan í eldfjall? Við komumst að því! Þessi þáttur er sá síðasti fyrir jól en ég er farin í jólafrí - fyrir ykkur sem viljið fleiri þætti bendi ég á www.patreon.com/haski Jólaknús - U
Í þætti dagsins heyrum við um leiðangur Sir Ernest Shackleton á Suðurskautið. Skipið The Endurance og áhafnarmeðlimir þess þurfa að berjast við að halda lífi í aðstæðum sem fáir aðrir hafa eða munu upplifa. Styrktaraðilar þáttanna eru : Blush.is & PreppUp Instagram :haskipodcast
Í þætti dagsins heyrum við um veiðiferð sem fór já, algjörlega til helvítis. Það er ekki það eina sem við munum heyra um í dag en það kemur leynigestur í þáttinn sem segir okkur "Háska" sögu. Í þætti dagsins er mikið fíflast, mikið grín en ekkert sprell. Endilega fylgjið haskipodcast á Instagram. Ef þið viljið fleiri þætti & styrkja Samferða góðgerðasamtök kíkið inn á www.patreon.com/haski Þáttur dagsins er í boði blush.is & Preppup
Þann 20. Apríl 1999 gengu Eric Harris og Dylan Klebold inn í Columbine skólann með töskur fullar sprengiefnum og byssum. Planið var að drepa samnemendur sína og valda sem mestum skaða. Hvað gerðist inn í skólanum? Hverjir eru Eric Harris og Dylan Klebold? Hvernig var lífið eftir skotárásina? Hvernig var að vera Columbine fórnarlamb? Í þætti dagsins förum við yfir þetta og meira til. Endilega subscrib-ea og rate-a þáttinn og fylgja haskipodcast á Instagram og vera með í Háski Podcast grúbbunni. Styrktaraðilar þáttarins eru Blush.is, Preppup & IceHerbs.
Gleðilega hrekkjavöku. Í dag ætlum við að taka fyrir glæpamál, heyra um glæpi sem gerst hafa á Hrekkjavökunni og dettum í smá reddit sögur líka. Munið að fylgja @haskipodcast á Instagram Rate-a og subscribe-a á þeim veitum sem þið eruð að hlusta á.
Komiði blessuð og sæl - í þætti dagsins förum við um víðan völl. Já krakkar mínir, það er samtíningur! Þá segi ég ykkur frá hinum ýmsu málum sem vekja áhuga minn, og vonandi ykkar! Endilega munið að rate-a og subscribe-a þáttinn, fylgja haskipodcast á Instagram og vera með í Háski Podcast á Facebook. Háski er í boði Blush.is, Preppup & IceHerbs. Fyrir ykkur sem viljið meira : www.patreon.com/haski
Í þætti dagsins fáum við að heyra part 2 af sögu Immaculée Iligabiza. Endilega munið að subscribe-a á þeim veitum sem þið eruð að hlusta á, fylgja haskipodcast á instagram og vera með í Háski Podcast hópnum á Facebook. Háski er í boði Preppup, Blush.is og IceHerbs
Árið 1994 var 800.000 þúsund einstaklingum af Tútsa ætt slátrað í Rwanda. Það er rétta orðið þar sem að menn hökkuðu fólk í bita með sveðjum sínum. Menn snérust gegn hvor öðrum og engu máli skipti þó fólk hafi alist upp saman. Tútsar skyldu allir deyja. Immaculée Iligabiza er ein þeirra sem lifði þjóðarmorðið í Rwanda af og í þætti dagsins heyrum við magnaða sögu hennar. Endilega subscribe-ið og rate-ið þáttinn á þeirri veitu sem þið eruð að hlusta á. Verið með á instagram @haskipodcast og í Háski Podcast grúbbunni á Facebook. Þátturinn er framleiddur í boði Blush.is & IceHerbs.
Í þætti dagsins fáum við að heyra frá örlagaríkum ferðum sem upphaflega voru farnar til að styrkja tengsl föður og dóttur og njóta saman.
Halló Halló! Mig langar að kynna fyrir ykkur áskriftarleið Háska og gefa ykkur smá sneak peak inn í hvað er í boði þar. Þátturinn sem þið heyrið í dag fjallar um Auschwitz útrýmingarbúðirnar. Til að skrá sig í áskrift farið þið inn á www.patreon.com/haski þar eru fleiri þættir og kemur nýr pakki 1.Október.
Góðan og blessaðan daginn! Í þætti dagsins heyrum við um þyrlu háska og sögur þeirra sem hafa lent í slíku. Munið að followa : haskipodcast á Instagram, subscribe-a þáttinn á þeirri veitu sem þið hlustið á og vera með í Háski Podcast á Facebook!
Í þætti dagsins heyrum við sögu konu sem lifði af Helförina. Hún var ein af 15 sem lifðu Babi Yar fjöldamorðin af þar sem 33741 Gyðingur var myrtur. Dina á magnaða sögu og ótrúlegt er að henni hafi tekist að lifa þetta af. Endilega fylgjið Háska á Instagram haskipodcast og verið með í Háski Podcast hópnum á Facebook og svo er alltaf ljúft þegar þið hendið stjörnum og subscribe-ið þáttinn. Ef þú vilt fá fleiri Háska þætti þá býð ég upp á áskriftarleið þar sem þú færð 3 auka þætti fyrir 850 krónur á mánuði. www.patreon.com/haski
Hæ elskurnar mínar! mikið hef ég saknað ykkar. Þáttur dagsins fjallar um Maraþon hlaupara sem lendir nú heldur betur í smá veseni. En einnig förum við yfir sögur fólks sem lent hefur í dýraárásum.
Í þætti dagsins heyrum við sögu vina sem nutu þess að klífa fjöll. Hörmungarnar dundu svo yfir þegar þeir voru á leið niður fjallið. Hvað ert þú tilbúin að gera til að bjarga eigin lífi? Við heyrum einnig áhugaverða frásögn frá Everest og förum yfir áhugaverðar staðreyndir um hæsta tind heims. Munið að fylgjast með á haskipodcast á Instagram og vera í Háski Podcast hópnum á Facebook.
Við kynnum til leiks glænýtt hlaðvarp, með vinkonunum Unni og Ingu Kristjáns. Í þáttunum þunglyndiskastið munu þær fara yfir geðheilsu, allskonar góð ráð til að takast á við erfiða tíma, auk þess að slá á létta strengi í tíma og ótíma. Þunglyndiskastið mun fara í loftið þann 20 ágúst og munu koma út nýjir þættir í hverri viku.
Í þætti dagsins erum við með gest. Gest sem hefur mikinn áhuga á öllu survival tengdu, hann kemur með virkilega spennandi og áhugavert mál. Sagan er ótrúleg á allan hátt.
Árið 1945 sökk Bandaríska skipið USS Indianapolis eftir að hafa orðið fyrir tundurskeyti frá Japönskum kafbát. 900 menn lentu í sjónum lifandi en fljótt myndi fækka í hópnum næstu fjóra dagana. Áhugavert og átakanlegt mál um menn í skelfilegum aðstæðum. Munið að fylgja @haskipodcast á Instagram og subscribe-a þáttinn.
Í þætti dagsins heyrum við sögur einstaklinga sem lent hafa í Hákarlaárásum. Við heyrum ýmsar áhugaverðar staðreyndir um þessar stóru skepnur og hvaða afleiðingar bit þeirra höfðu á þau Jonathan og Nicole og líf þeirra. Við heyrum einnig um þegar USS Indianapolis sökk með 1196 manns um borð og hvernig hákarlar áttu stóran þátt í mörgum dauðsföllum þar. Ekki gleyma að fylgja haskipodcast á Instagram.
Í þætti dagsins heyrum við sögur tveggja fjallgöngugarpa sem áttu það sameiginlegt að þykja gott að fara ein í göngur. En hvað gerist ef eitthvað kemur upp á og þú þarft að treysta alfarið á sjálfan þig?
Saknaði ykkar svo mikið í sumarfríinu að ég henti í laufléttan aukaþátt. Munið svo að fylgja haskipodcast á Instagram og subscribe-a þáttinn á Apple Podcast.