POPULARITY
Sjötti maðurinn kom saman í Katowice til að fara yfir leik Íslands og Slóveníu.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn kom saman í dökku herbergi í Katowice laust eftir að leik Íslands og Póllands lauk. Farið er yfir leikinn, mótið og margt fleira.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Friðrik Heiðar Vignisson og Gísli HallssonSjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn kom saman eftir að leik Íslands gegn Ísrael lauk í Katowice í Póllandi á lokamóti EuroBasket 2025. Farið er yfir leikinn og framhaldið hjá liðinu, en næst leika þeir gegn Belgíu komandi laugardag 30. ágúst.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Friðrik Heiðar Vignisson og Gísli HallssonSjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin fékk góðvin þáttarins Heisa Högg í heimsókn til þess að fara yfir EuroBasket 2025. Alla andstæðinga Íslands, borgina Katowice, væntingar og margt, margt, fleira.Ísland hefur leik á mótinu á morgun með leik gegn Ísrael. Síðan er leikið ansi þétt. Leikur á laugardag gegn Belgíu, gegn heimamönnum í Póllandi á sunnudag, Slóveníu á þriðjudag og riðlakeppnin endar svo með leik gegn Frakklandi á fimmtudag í næstu viku. Umsjón: Davíð EldurGestur: Heiðar Snær MagnússonAukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Aukasendingin settist niður með Hannesi Jónssyni framkvæmdarstjóra KKÍ og varaforseta FIBA til þess að ræða EuroBasket 2025, væntingar til liðsins, muninn á mótunum 2015, 2017 og í dag, borgina Katowice og margt fleira.Upptakan er tekin á ferðalagi íslenska liðsins frá Litháen til Póllands þar sem það er nú við lokaundirbúning sinn fyrir lokamótið sem hefst með leik gegn Ísrael komandi fimmtudag 28. ágúst í Katowice í Póllandi.Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Aukasendingin settist niður með Tryggva Snæ Hlinasyni leikmanni Bilbao og íslenska landsliðsins til þess að ræða EuroBasket 2025, ferðalag hans sem leikmanns, hverjir hafi verið erfiðustu andstæðingarnir og margt, margt fleira.Upptakan er tekin á hóteli íslenska landsliðsins í Litháen, þar sem liðið var við lokaundirbúning sinn fyrir lokamótið sem hefst með leik gegn Ísrael komandi fimmtudag 28. ágúst í Katowice í Póllandi.Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn mættur aftur eftir sumarfrí nánast fullmannaður. Öddi vant við látinn í þetta skiptið en góðurvinur þáttarins, Óðinn (Lóðinn) mætti í stað Ödda og stóð sína plikt vel. Tókum vel ígrundaða umræðu um EuroBasket hóp okkar Íslendinga, hópar andstæðinga okkar í riðlinum og skúbb varðandi Tómas Val.Góð vika slæm vika, uppáhalds sjötti og allskonar veisla. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Í þessari þriðju upptöku af Trúnó fær Valdimar Halldórsson til sín vinina Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson til þess að ræða allt milli himins og jarðar, en liðið undirbýr sig þessa dagana fyrir lokamót EuroBasket 2025 sem rúllar af stað komandi fimmtudag 28. ágúst.Báðir hafa þeir farið áður á stórmót með Íslandi, en Martin var í liðinu sem fór til Berlín 2015 og báðir voru þeir í liðinu sem fór til Helsinki 2017.Stjórnandi: Valdimar HalldórssonTrúnó er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.
Aukasendingin settist niður með Sigtryggi Arnari Björnssyni leikmanni Tindastóls og íslenska landsliðsins til þess að ræða EuroBasket 2025, uppruna, feril hans með landsliðinu og margt, margt fleira.Upptakan er tekin á hóteli íslenska landsliðsins í Litháen, þar sem liðið er við lokaundirbúning sinn fyrir lokamótið sem hefst með leik gegn Ísrael komandi fimmtudag 28. ágúst í Katowice í Póllandi.Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Í þessari annarri upptöku af Trúnó fær Valdimar Halldórsson fyrirliða Íslands Ægir Þór Steinarsson til sín til þess að ræða allt milli himins og jarðar, en liðið undirbýr sig þessa dagana fyrir lokamót EuroBasket 2025 sem rúllar af stað komandi fimmtudag 28. ágúst.Ægir Þór er að fara með liðinu á sitt þriðja lokamót, en hann var hluti af liðinu sem fór bæði 2015 og 2017. Síðan þá hefur hinsvegar margt breyst er varðar hlutverk hans innan liðsins, þar sem hann hefur verið fyrirliði og leiðtogi þeirra síðustu ár.Stjórnandi: Valdimar HalldórssonTrúnó er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.
Aukasendingin fékk Ólöfu Helgu Pálsdóttur í heimsókn til þess að fara yfir málefni líðandi stundar, Ísland á lokamót EuroBasket, brúðkaup Jóa Óla, ótímabæra spá Körfunnar fyrir Bónus deild kvenna og margt fleira.Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Aukasendingin fékk Sigurð Orra Kristjánsson í heimsókn til þess að fara yfir málefni líðandi stundar, undirbúningsleiki Íslands fyrir lokamót EuroBasket, slúður, ótímabæra spá Körfunnar fyrir Bónus deild karla og margt fleira.Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Í þessari fyrstu upptöku af Trúnó fær Valdimar Halldórsson landsliðsmennina Styrmi Snæ Þrastarson og Hilmar Smára Henningsson til sín til þess að ræða allt milli himins og jarðar, en liðið undirbýr sig þessa dagana fyrir lokamót EuroBasket 2025 sem rúllar af stað í lok mánaðar.Báðir voru leikmennirnir með íslenska landsliðinu þegar það vann sér inn sæti á lokamótinu, en Styrmir var einn fárra leikmanna liðsins sem tók þátt í öllum leikjum undankeppninnar.Stjórnandi: Valdimar HalldórssonTrúnó er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer leikmaður íslenska landsliðsins og Maroussi í Grikklandi Elvar Már Friðriksson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum.Elvar er 30 ára gamall og að upplagi úr Njarðvík. Eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins hóf hann að leika með meistaraflokki þeirra árið 2011. Þar var hann allar götur til 2014, en þá fór hann til LIU í bandaríska háskólaboltanum. Eftir fyrsta árið þar skipti hann um skóla og lauk feril sínum í háskólaboltanum með Barry árið 2018.Síðan þá hefur hann leikið á fjölmörgum stöðum í Evrópu, Svíþjóð, Frakklandi, Litháen, Ítalíu, Belgíu og nú síðast í sterkri efstu deild Grikklands. Þá hefur hann einnig verið í Evrópukeppnum með nokkrum þeirra liða sem hann hefur leikið fyrir.Á flestum stöðum lætur Elvar Már duglega að sér kveða, en einstaklingsverðlaun hans eru nokkur og frá ólíkum stöðum. Árið 2020 var hann valinn bakvörður ársins í Svíþjóð, 2021 verðmætasti leikmaðurinn í Litháen og í þrígang hefur hann verið valinn körfuboltamaður ársins á Íslandi, 2021, 2022 og 2023. Þá var hann valinn leikmaður deildar sinnar síðustu tvö árin í bandaríska háskólaboltanum.Síst merkileg eru met hans og titla er varða stoðsendingar, en hann virðist nánast alltaf vera meðal stoðsendingahæstu leikmanna sem hann spilar með/gegn hvort sem það er með landsliði eða í deild. Hann á t.a.m. stoðsendingamet grísku deildarinnar, en hann gaf 17 stykki í einum og sama leiknum á nýafstöðnu tímabili.Elvar Már hefur einnig gert vel með íslenska landsliðinu, en hann mun nú í haust fara í annað skiptið með liðinu á lokamót EuroBasket.Stjórnandi: Pálmi ÞórssonFyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer leikmaður íslenska landsliðsins og Alba Berlin í Þýskalandi Martin Hermannsson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum.Martin er 30 ára og að upplagi úr KR og eftir að hafa leikið upp yngri flokka með félaginu hóf hann að leika með meistaraflokki félagsins aðeins 15 ára gamall árið 2009. Þó má segja að hann hafi unnið aðeins tvo titla með KR, 2011 og 2014, en í þeim seinni var hann besti leikmaður deildarinnar.Eftir seinni titilinn fór Martin út til Bandaríkjanna í háskóla. Þaðan fór hann svo og gerði vel með tveimur liðum í Frakklandi áður en hann fór til Alba Berlin árið 2018. Þaðan fór hann svo til Valencia á Spáni, þar sem hann lék 2020 til 2020 áður en hann fór aftur til Alba Berlin.Með bæði Alba Berlin og Valencia hefur Martin leikið í deild þeirra bestu í Evrópu, EuroLeague, en hann var t.a.m. einn stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Martin hefur einnig gert vel með íslenska landsliðinu, en hann mun nú í haust fara í þriðja skiptið með liðinu á lokamót EuroBasket.Stjórnandi: Pálmi ÞórssonFyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.
Aukasendingin kom saman með þjálfaranum Guðmundi Inga Skúlasyni og tónlistarmanninum og körfuknattleiksspekingnum Jóni Frímanns til þess að ræða fréttir vikunnar, slúður og úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar. Þá er farið yfir einhverja topp fimm lista í upptökunni, meðal annars hverjir séu bestir í að lýsa leikjum í sjónvarpi.Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn mættur aftur og fullskipaðir! Farið var ítarlega yfir seríu Tindastóls og Stjörnunnar. Rætt um bonus spjallið og Grísku bræðurna, sömuleiðis "gömlu" kallana í Stjörnunni og Silfurskeiðina.Einnig var tekin umræða um úrslitaeinvígið kvenna megin en sú sería er hrikalega spennandi. Sömuleiðis ræddum við oddaleik Ármanns og Hamars þar sem Ármenningar tryggðu sig upp í deild þeirra bestu. NBA horn, Euroleague horn og endalaust af veislu.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin fékk til sín Mumma Jones og Árna Jóhanns til að ræða undanúrslit og úrslit Bónus deildar karla/kvenna, fréttir vikunnar, nýja reglu um erlenda leikmenn, orðið á götunni, vandræði Keflavíkur, tónlist á leikjum og margt fleira.Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn loksins mættur aftur eftir alltof langa pásu. Púlsinn tekinn á úrslitakeppninni karlamegin og sömuleiðis farið yfir úrslitaeinvígi kvenna. Fyrsta deildin tekin í nefið, bæði karla og kvenna. Nokkrir fastir liðir, hvaða þjálfarar geta tekið næsta stökk? ...og hvaða leikmenn eiga nýliðarnir að leita í?Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus deildarinnar, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils.
Sjötti maðurinn x Hrafn Kristjánsson: King of the court, undanúrslitin ráðin og ná Króksararnir að landa þeim stóra?Sjötti maðurinn mættur aftur eftir alltof langa hvíld og fékk til sín þungavigtargest en í þetta skiptið var það Hrafn Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. Ferillinn var ræddur, bæði leikmanns og þjálfara. Farið yfir ýmis atvik á ferlinum og sömuleiðis rætt undanfarin ár í þjálfun. Einnig var hefðbundin yfirferð á fráfarandi 8-liða úrslitum og spáð í spilin fyrir undanúrslitin. Aðeins snert á Bónus kvenna, 1. deild karla og kvenna og sömuleiðis farið yfir meistara í 2. deild og 3. deild karla. Power ranking og allskonar veisla. Maraþon þáttur sem við vonum að fólk hafi gaman að hlusta á, sá lengsti hingað til! Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn var ekki fullmannaður og þá kemur maður i manns stað. Í þetta skiptið kom Georgi Tsonev, mikill vinur þáttarins.Farið var vel yfir úrslitakeppnina bæði í efstu deild og í þeirri fyrstu. Þrír góðir liðir og bara stuð og stemmari!Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn tók upp uppgjörsþátt Bónus deildar karla og fékk til sín góðan gest hann Árna Gunnar fyrirliða Stjörnunar b. Allskonar verðlaun og skemmtilegt ívaf í mörgum flokkum, einnig úrvalslið íslendinga og erlendra leikmanna.Þá var spáð í spilin varðandi úrslitakeppnina í efstu deildum karla- og kvenna sem og í fyrstu deild karla.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus deildarinnar, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin fékk góðkunningja þáttarins Máté Dalmay og Mumma Jones í heimsókn til að fara yfir sviðið. Ræddar eru fréttir vikunnar, lokaumferðin í Bónus deild karla, VÍS bikarvikan, hræðilegt ástand Keflavíkur og Þorlákshafnar, brotthvarf Evans úr Njarðvík, styrk Vals og margt fleira. Þá fer Mummi yfir hvaða fimm íslensku leikmenn eiga eftir að græða mest á hertum reglum um erlenda leikmenn í deildinniAukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn var á sínum stað þessa vikuna en í þetta skiptið með tvo rándýra gesti innanborðs í Máté Dalmay og Frikka Beast.Að vanda var farið yfir Bónus Karla en einnig snert mikið á allskonar málefnum úr liðinni viku. Þingið rætt, bikarinn ræddur og dramatíkin í 1. deildinni rædd. Maté með lið og að sjálfsögðu þekktir liðir á sínum stað. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus deildarinnar, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin fékk formann KR Egil Ástráðsson í heimsókn til þess að kryfja flest þeirra mála sem kosið verður um á körfuknattleiksþingi helgarinnar. Stærst mála eru kannski breytingar á reglum um erlenda leikmenn og fjölgun leikja í efstu deild, en einnig er um fjölda annarra mála að ræða svosem hvaða búningum heimalið geta verið í, hversu margir leikmenn geti farið á venslasamning og hvort taka þurfi tillit til leikdaga liða af landsbyggðinni.Hérna er hægt að lesa þau þingskjöl sem verða til umræðu og kosið verður um á körfuknattleiksþingi helgarinnarAukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus deildarinnar, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn var ekki fullskipaður að þessu sinni en fékk til sín góðan gest en það var enginn annar en Snorri Vignisson. Rætt var um Bónus deild karla, 1. deild karla og fréttir vikunnar. Allskonar liðir fengu að láta ljós sitt skína og það var meðal annars snert á tillögum sem eru á borði KKÍ varðandi reglubreytingar í einum liðnum. Snorri ræddi 3x3 á Íslandi og margt, margt fleira. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus deildarinnar, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin spjallaði í dag við Hannes Jónsson framkvæmdastjóra KKÍ. Til umræðu voru mörg ólík málefni, aðallega þó sá samningur sem sambandið gerði við pólska sambandið um að Ísland myndi leika í Katowice á EuroBasket í haust.Þá er í seinni hluta spjallsins farið yfir stórar tillögur sem fara fyrir þing KKÍ sem er á dagskrá 15. mars og þær breytingar sem verða á stjórn og hjá formanni sambandsins.Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn mættur með þátt vikunnar, en hann er með hefðbundnu sniði.Bónus deild karla er í aðalhlutverki ásamt föstum liðum inná milli. Kraftröðun, byrja/ bekkja, senda á Leifstöðina og fyrstu deildar hornið heldur áfram göngu sinni eftir góðar móttökur. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin spjallaði við aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins og þjálfara Stjörnunnar í Bónus deildinni Baldur Þór Ragnarsson á leikdegi íslenska liðsins fyrir leik gegn Ungverjalandi í Szombathely í undankeppni EuroBasket 2025.Baldur Þór hefur verið aðstoðarþjálfari íslenska liðsins á síðustu árum ásamt því að hafa verið með yngri landsliðum Íslands, en á báðum vígstöðum hefur hann gert ansi vel. Þá hefur hann einnig verið nokkuð sigursæll með félagsliðum uppeldisfélags síns í Þór, með Tindastóli, á síðasta ári úti í Þýskalandi með Ulm og nú síðast Stjörnunni.Í spjallinu fer Baldur meðal annars yfir muninn á Íslandi og Þýskalandi, hvernig leikdagur sé hjá íslenska liðinu og hvernig hann eigi við utanaðkomandi áreiti.Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn kom saman beint eftir leik Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EuroBasket 2025 og ræddi leikinn.Ísland mátti þola níu stiga tap í leiknum og þurfa því að treysta á að geta annaðhvort sigrað Tyrkland komandi sunnudag í Laugardalshöll eða að Unhverjalandi mistakist að vinna Ítalíu á sama tíma til að tryggja sig áfram á lokamótið.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin hitti fyrir leikmann íslenska landsliðsins Hauk Helga Briem Pálsson á hóteli liðsins í Berlín í gærkvöldi, en þar æfir liðið þessa dagana fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket 2025.Fyrri leikurinn er í Ungverjalandi gegn heimamönnum komandi fimmtudag og svo lýkur undankeppninni með leik heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.Haukur Helgi var aðeins 19 ára gamall árið 2011 þegar hann var fyrst valinn í íslenska landsliðið og því spannar ferill hans með liðinu að verða 14 ár. Á þessum tíma hefur Haukur að sjálfsögðu verið einn af burðarásum liðsins sem meðal annars tryggði sig inn á lokamót EuroBasket 2015 og aftur tveimur árum seinna 2017.Þá hefur Haukur að sjálfsögðu verið gífurlega farsæll sem leikmaður, fyrst með stórum skólum í Bandaríkjunum, en eftir það sem atvinnumaður á meginlandi Evrópu.Í nokkuð óhefðbundnu spjalli við Aukasendinguna fer Haukur yfir hin ýmsu málefni, meðal annars upphaf ferilsins í Bandaríkjunum, hverja hann tæki með sér í The Purge, hvernig hafi verið með íslenska liðinu á þessum fyrstu tveimur stórmótum 2015 og 2017 og hvernig liðið hafi svo breyst til dagsins í dag.Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Aukasendingin hitti fyrir fyrirliða íslenska landsliðsins Ægir Þór Steinarsson á hóteli liðsins í Berlín í dag, en þar æfir liðið þessa dagana fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket 2025. Fyrri leikurinn er í Ungverjalandi gegn heimamönnum komandi fimmtudag og svo lýkur undankeppninni með leik heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.Ægir Þór hefur marga fjöruna sopið með íslenska liðinu. Var í báðum liðunum sem fóru á lokamót, fyrst í Berlín 2015 og svo tveimur árum seinna í Helsinki 2017. Í stuttu spjalli við Aukasendinguna fer Ægir um nokkuð víðan völl, þar sem hann meðal annars ræðir breytingu á menningu liðsins, hver hún sé og hvernig hann sjái fyrir sér þessa lokaleiki, þar sem óhætt er að segja að liðið sé í dauðafæri að tryggja sig á þriðja lokamótið á aðeins tíu árum.Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn mættur aftur eftir viku pásu. Að vanda rennt yfir Bónus deild karla og í þetta skiptið var valið amk. eitt lið sem hvert einasta lið vildi ekki mæta í úrslitakeppnisseríu. Fórum yfir 1. deildina og liðna umferð þar, fréttir vikunnar, fastir liðir og allskonar stuð. Þá er sérstök umræða um landslið Íslands sem leikur í vikunni lokaleiki sína í undankeppni EuroBasket 2025.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin fékk góðkunningja þáttarins Sigurð Orra “Véfrétt” Kristjánsson í heimsókn til að fara yfir sviðið. Ræddar eru fréttir vikunnar, síðasta umferð Bónus deildar karla, leikir kvennalandsliðs Íslands gegn Tyrklandi í gær og Slóvakíu komandi sunnudag, sigurvegarar og taparar vikunnar, topp fimm listi og margt, margt, margt fleira.Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn var að vanda að taka upp á sunnudagskvöldi. Farið var yfir leiki sunnudagsins en sömuleiðis var farið yfir leikina á fimmtudags og föstudags. Margir fastir liðir, margar pælingar og útlendingamál rædd í lok þáttarins. Fyrsta deildin fékk áframhaldandi sviðsljós, topp 5 listi og margt, margt fleira. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn var fullskipaður í þetta skiptið. Farið var vel yfir Bónus deild karla og sömuleiðis fréttir vikunnar. Í fyrsta skipti í sögu þáttarins fékk 1. deild karla sviðsljósið og var það gert vegna fjölda áskorana. Power ranking og margt, margt fleira.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn er mættur þessa vikuna og fullmannaður í þetta skiptið. Farið var yfir liðna umferð í Bónus deild karla, fréttir vikunnar og fasta liði. Þá er í þættinum opinber afsökunarbeiðni frá dyggum hlustanda sem gæti komið einhverjum á óvart og margt, margt fleira.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn er mættur aftur eftir gott jólafrí. Í þetta skiptið var Ögmundur erlendis en Eyþór og Mikael stóðu vaktina í þetta. Farið var yfir Bónus deild karla í bland við skemmtilega hefðbundna liði.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin kom saman með góðkunningjum þáttarins þeim Sigurði Orra “Véfrétt” Kristjánssyni og Guðmundi Inga Skúlasyni. Farið var yfir allar viðureignir síðustu umferðar Bónus deildar karla, spáð í lagskiptingu deildarinnar og þá eru einnig ræddar Bónus deild kvenna og fyrstu deildir karla og kvenna.Þá er einnig farið yfir hvaða fimm þjálfarar sem ekki eru í Bónus deild karla ættu að fá lið á næstunni og hvaða leikmenn hafa mögulega lækkað í verði á tímabilinu.Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer fyrrum leikmaðurinn Brenton Birmingham yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum.Brenton er 52 ára gamall í dag, en skóna lagði hann á hilluna sem leikmaður b liðs Njarðvíkur árið 2016, þá 43 ára gamall. Eiginlegum feril hans með aðalliði í meistaraflokki var þó lokið nokkrum árum áður, árið 2011, en þá var hann leikmaður Njarðvíkur.Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék sem atvinnumaður í 12 tímabil á Íslandi með liðum Njarðvíkur og Grindavíkur. Í þrígang varð hann Íslandsmeistari, vann bikarinn í fjögur skipti og þá var hann valinn leikmaður ársins í þrígang, körfuboltamaður ársins 2006, innlendur leikmaður ársins 2007 og besti erlendi leikmaður ársins árið 2000. Eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt lék hann einnig fyrir íslenska landsliðið, 19 leiki á árunum 2002 til 2007. Fyrir utan Njarðvík og Grindavík á Íslandi lék hann einnig sem atvinnumaður fyrir Honka í Finnlandi, London Towers í Bretlandi og Rueil í Frakklandi á 16 ára feril sínum sem atvinnumaður.Stjórnandi: Pálmi ÞórssonFyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.
Sjötti maðurinn tók upp stóra jólaþáttinn beint eftir leik Vals og Tindastóls, en gestir þáttarins eru Gunnar Birgisson sérfræðingur hjá RÚV íþróttum og Frikki Beast leikmaður Sindra í fyrstu deild karla.Þátturinn var í þeim stíl að farið var yfir öll liðin og hvað þau þurfa að gera betur eða hrósað þeim fyrir að gera vel. Sömuleiðis allskonar fastir liðir og spurt og svarað með Gunna. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn tók upp þátt þar sem farið var yfir allt það helsta úr liðinni viku. Áhugaverð kraftröðun, Q&A og nýr liður sem heitir Brakið leit dagsins ljós. Þetta og margt, margt fleira. Í næsta þætti hjá sjötta manninum fá þeir góða gesti og ætla að halda jólauppgjörsþátt, getur ekki klikkað.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn tók upp hefðbundinn þátt þar sem hefðbundnir liðir létu ljós sitt skína. Bónus deild karla, botnbaráttan, pressuna sem er á Keflavík og Val. Mikael með power rank, Eyþór með Hafnarliðinn og ung og efnileg fékk að sjá dagsins ljós. Þetta og margt, margt, margt fleira í þætti vikunnar!Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn tók upp sinn hefðbundna þátt þar sem farið var yfir liðna umferð í Bónus Karla í bland við gamla og þekkta liði. Kraftröðun á eftirminnilegustu einvígi úrslitakeppninnar á okkar lífstíð, Leifstöðin rennir með vel valda menn á Leifstöðina og margt, margt, margt fleira.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn breytti útaf vananum þar sem var farið í King of the court útgáfu eða viðtalsútgáfu. Í þáttinn fékk Sjötti maðurinn þjálfarann Árna Þór Hilmarsson sem þjálfað hefur til fjölda ára í yngri flokkum sem og meistaraflokki og þá aðallega á Flúðum, en síðast var hann með meistaraflokk karla á Selfossi. Árni hefur líka tekið að sér yngri landsliðsverkefni og margt margt fleira. Í þættinum kemst Sjötti maðurinn að ýmsu varðandi bæði leikmanninn Árna og þjálfarann Árna. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Sjötti maðurinn fór að vanda vel yfir Bónus deild karla. Rætt var allt á milli himins og jarðar í bland við ítarlegar greiningar. Hærra eða lægra, giskaðu á töluna og kraftröðun Mikka á sínum stað. Velt steinum varðandi landsliðið og margt, margt fleira. Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Aukasendingin kom saman með Mumma Jones og Véfréttinni til þess að fara yfir fréttir vikunnar, landsliðsvalið fyrir leikina mikilvægu gegn Ítalíu og gera vörutalningu í Bónus deild karla.Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.
Sjötti maðurinn var með hefðbundinn þátt í dag. Farið var vel yfir Bónus deild karla, ítarleg greining á hvern einasta leik síðustu umferðar. Þá eru fastir liðir á sínum stað og í lokin spurningar og svör.Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer fyrrum leikmaðurinn og sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds Ómar Sævarsson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum.Ómar er að upplagi úr ÍR. Árið 2010 söðlaði hann um og gekk til liðs við Grindavík, en með þeim lék hann allt þar til hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall árið 2021. Með Grindavík varð hann í tvígang Íslandsmeistari. Þá lék hann fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd árið 2009.Stjórnandi: Pálmi ÞórssonFyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer Íslandsmeistarinn Kristófer Acox yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum.Síðasta vor varð Kristófer Íslandsmeistari með Val, en titillinn var sá fimmti sem hann hefur unnið síðan hann kom heim úr háskólaboltanum árið 2017 og á þessum tíma hefur hann í þrígang verið valinn besti leikmaður deildarinnar.Kristófer er KR-ingur að upplagi þó svo hann leiki fyrir Val í dag, en ásamt þeim hefur hann einnig leikið fyrir Star Hotshots í Filipseyjum, Denain í Frakklandi og þá var hann með Furman Paladins í bandaríska háskólaboltanum. Þá hefur Kristófer einnig verið mikilvægur hluti af íslenska landsliðinu á síðustu árum, en hann fór meðal annars með þeim á lokamót EuroBasket árið 2017. Í heild hefur hann leikið 51 leik fyrir A landsliðið síðan hann lék sinn fyrsta leik árið 2015. Stjórnandi: Pálmi ÞórssonFyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.