Englaryk

Follow Englaryk
Share on
Copy link to clipboard

Vinkonurnar Hanna og Dröfn ræða bransann og stjörnurnar í Hollywood og alls staðar annars staðar og allt þar á milli!

Englaryk

  • May 15, 2020 LATEST EPISODE
  • monthly NEW EPISODES
  • 46m AVG DURATION
  • 36 EPISODES


Search for episodes from Englaryk with a specific topic:

Latest episodes from Englaryk

Englaryk 87 - Prins í panikk

Play Episode Listen Later May 15, 2020 36:03


Konur halda sig við kóngafólkið í dag en það tók mikið pláss enda hefur Dröfn miklar áhyggjur af Prince Harry í sinni heimaborg Los Angeles og hún þarf kannski að taka að sér þegar hún kemst einhvern tímann aftur út til Kali!

Englaryk 86 - Þungavigtar konur ræða Adele!

Play Episode Listen Later May 8, 2020 52:32


Konur detta í kampó og scratch margaritur og reyna að búa til stemmara úr litlu en óttist ekki því það tókst -Mál málanna var Adele - Ariana Grande á nýjan kæró - Megan Markel las bók - Met Gala frestað en internetið tók yfir og vann og margt fleira og fleira!

Englaryk 85 - Kampavín og Covid

Play Episode Listen Later Apr 23, 2020 91:57


Loksins, loksins. Sumarið er komið og konur komu saman með kampavín og kökur og fóru yfir helstu málin á þessum fordæmalausu tímum. Einn og hálfur klukkutími af gulli og bulli. Gjörið svo vel, stingið þessu í eyrun og njótið.

Englaryk 84 - Skúrkar og skilnaðir

Play Episode Listen Later Nov 10, 2019 48:43


Heysan sveysan alla húppa!! Dömurnar eru aðeins að taka haustið með smá annríki en hver er ekki í sama bát? Dröfn er stödd upp í Friskó - að sýsla og Hanna er í svefnherberginu sínu. Alla vega tóku kúkalbbar upp ansi gott pláss í þessum þætti okkar en blessað Kardashian pakkið og brothættu tilfinningar Harvey Weinsteins voru meðal annars rædd. Hendið í ykkur glóðheitu Englaryki og dettið ljómandi frískandi

Englaryk 83 - Sunnudags-ryð, bubble spons og wokeness!

Play Episode Listen Later Oct 20, 2019 66:49


Dröfn og Hanna eru dottnar inn eftir smá töf og það vottar af smá ryði hjá annar hvorri þennan sunnudaginn - runnið var yfir Kylie Jenner og Travis Scott - og Rise and shine troll mómentið sem núna er hægt að kaupa bol - J-Law gifti sig gestir voru meðal annarra Adele - no bigs en hún er að deita nýjan gæja - Jamie Oliver datt óvart inn á borð hjá okkur sem og Gwen Stefani og hvert er grín og mannfólkið að fara með þessari cancel- menningu sem fer um eins og eldur í sinu - við vitum það ekki en spáðum í því samt!

Englaryk 82 - Hvíti, hvíti svanurinn - The DD-Unit Saga

Play Episode Listen Later Sep 29, 2019 52:15


Dömurnar eru loksins orðnar sínar eigin boss ladies!!! Við erum núna our own thing og nú má fólk bara fara að passa sig því það er stefnt á toppinn og ekkert múður! Guðmóðir þáttarins er Sandra Barilli sem hélt í höndina á okkur allan tímann þar til við stóðum í fæturnar og kunnum að klippa og við vitum ekki hvað og hvað og fyrir það fær hún "legggghh" stimpil í kladdann frá okkur Engló systrum! Farið var yfir Emmy verðlaunin í mýflugumynd - kærastinn hennar Hönnu hann Kit var eins og nýsleginn túskildingur - Hanna afsakaði sitt douche-bagetterý sem DD hafnaði - Demi Moore gaf okkur moore and moore og Miley Cyrus er singúl once again! Whats good - we will tell you whats good!!!

Englaryk 81 - Don´t call it a comeback

Play Episode Listen Later Sep 1, 2019 101:39


Elsku ryksugur – lífið er óútreiknanlegt og krafðist þess að konur tóku sér smá tíma til að græja hitt og þetta eins og til dæmis að eignast lítinn dreng og byrja í nýju jobbi og renóvera hús í heilt ár. En hvað um það – við erum ekki hérna til að tala um hversdagslega hluti sem allir díla við nei við erum hérna til að skvetta smá glamúr yfir allt og alla og erum mættastar! Það komu spurningar úr sal um að taka fyrir sérstök efni eins og hvað er að frétta af Britney Spears og sjálfræðiskrísunni sem hún er í – Brad Pitt og tattúin hvað er málið með þau og ýmislegt fleira djúsí!! Skál því konur eru að fá sér og það er ekkert sem stoppar það!

Englaryk 29 - Prinsessur og pervertar

Play Episode Listen Later Aug 26, 2015 48:08


Enn á ný er þátturinn „international“ þar sem Hanna er stödd í Ósló og DD í LA að vanda en heimsborgarabragurinn yfir okkur fer að verða pínó vandró. Dr. Dre does the right thing! Samlokufýrinn Subway Jared í djúpum skít og „lenti“ Gene Simmons í pedófíl? Skussasíðan Ashley Madison verður tekin fyrir og miklu meira djúsí stöff – ekkert hómópataefni hér – við lofum!

Englaryk 28 - Hið fullkomna bisness módel!

Play Episode Listen Later Aug 19, 2015 26:33


Fyrrum barnfóstra Ben Affleck og Jennifer Garner er komin aftur í fréttirnar, hún vill nefnilega verða stjarna Gott hjá henni. Barnfóstran er að fylgja hinu fullkomna bissness plani. Eins færa vinkonurnar hræðilegar fréttir frá Hollywood og hlæja aðeins af Terrence “babywipes” Howard.

Englaryk 27 - Tveggja typpa tal

Play Episode Listen Later Aug 14, 2015 35:19


Englaryks konur lentu í kröppum dansi við tæknina og þurftu að etja kappi við landamæri, tímamismuninn og þráðlaust net en hafið ekki áhyggjur við erum með sjóðandi fréttir af barnfóstrum og fræga fólkinu. Er barnfóstra Ben Afflecks í alvöru ólétt? Stay classy Affleck! Ekki sá fyrsti og varla sá síðasti ( I see you Schwarzenegger!) Vinkonurnar fara yfir önnur mikilvæg mál eins og typpið á Lenny Kravitz og leðurbuxunar sem gáfu sig! #Penispopparinn

Englaryk 26 - Endurfundir Englaryks

Play Episode Listen Later Jul 27, 2015


Englarykið snýr aftur eftir stutt sumarfrí og endurfundi. Við rennum yfir helstu málefnin sem við misstum af eins að og JK Rowling hafi tekið og sveiflað gagnrýnendum Serenu WIlliams og bjóðum upp á englasöng!

Englaryk 25 - Snýr Tom Cruise baki við Vísindakirkjunni?

Play Episode Listen Later Jul 7, 2015 39:39


Loksins, loksins er eitthvað að gerast í Hollywood! Fullt af brúðkaupum og skilnuðum og Íslandsvinurinn Tom Cruise er mögulega að fara að valda miklu usla innan vísindakirkjunnar. Mun hana yfirgefa hana? Þú heyrðir það fyrst í Englaryki.

Englaryk 24 - Trending: "að drauga*

Play Episode Listen Later Jul 1, 2015 40:03


Að drauga er ný sögn (e. Ghosting). Charlize Theron tók til sinna ráða til a losna við Sean Penn og hætti að svara tölvupóstum, símtölum og sms-um. Hvað gerði maðurinn til þess að verðskulda slíka meðferð? Málið rætt í þaula í nýjasta Englaryks-þættinum.

Englaryk 23 - Krakkar sem eiga ekki sjéns

Play Episode Listen Later Jun 23, 2015 43:37


Ímyndaðu þér að vera dóttir Whitney Houston og Bobby Brown? Eða dóttir Elvis Presley? Það er dágóður hópur af börnum frægra sem áttu aldrei sjéns. Englaryk fer yfir þann lista. Varúð þetta er þyngsti þáttur stúlknanna frá upphafi.

Englaryk 22 - Nennir einhver plís að skilja!!??

Play Episode Listen Later Jun 16, 2015 43:55


Vinkonurnar týna saman fullt af hverjum-er-ekki-sama-fréttum enda lítið að frétta frá Hollywood. Þar eru greinilega allir í sumarfríi. Þrátt fyrir tíðindalitla viku kjöftuðu vinkonurnar um Lebron James og „frænda“ hans, svörtu-hvítu konuna, Kristen Stewart og sænsku konungshjónin svo eitthvað sé nefnt. Nennir einhver plís að skilja!

Englaryk 21 - Frægir flugdólgar

Play Episode Listen Later Jun 9, 2015


Vinkonurnar náðu loksins saman og fóru beint í stóru málin. Nýtt líf Caitlyn Jenner, fræga flugdólga og veltu upp spurningunni hvort að Fassbender væri ofbeldismaður. Hann er allavega ekki lengur á I´d hit that listanum. Sorrý.

Englaryk 20 - Er einhver heitari en Tom Hardy?

Play Episode Listen Later May 26, 2015 32:51


Englarykskonur hakka forsvarsmenn Cannes í sig fyrir að meina konum að ganga rauða dregilinn í flatbotnaskóm, tuða yfir aldursfordómum í Hollywood, kveðja David Letterman og fagna Champagne Gate. Stútfullur þáttur af gúmmulaði. Njótið.

Englaryk 19 - Bradley Cooper er ekki sexý

Play Episode Listen Later May 19, 2015 44:29


Englarykskonur fara yfir styðstu hjónaböndin í Hollywood, hörmulegt líf Lindsay Lohan og Bradley Cooper sem kemur alltof oft til tals í þættinum.

Englaryk 18 - Sex and the City er drasl

Play Episode Listen Later May 13, 2015 39:30


Umræðuefni vikunnar eru ekki af verri endanum: Ofurkonur og venjulegir karlar og venjulega líkama, #dadbod mun ekki trenda ef að Dröfn og Hanna fá eitthvað um málið að segja. Einnig, Robert Durst umfjöllun og real talk: Sex and the City er drasl. Já, við sögðum það. P.s. þátturinn var tekin upp í Japan og Kópavogi. Svona rúllum við bara.

Englaryk 17 - Manstu þegar þau voru saman?

Play Episode Listen Later Apr 28, 2015 48:07


Bruce Jenner kom út sem kona fyrir alþjóð eins og frægt er orðið. Englarykskonur ræddu þetta fræga viðtal og veltu fyrir sér hvað tekur við. Einnig ræddu vinkonurnar fráfall McDreamy og kynntu sér fornar Hollywood ástir en að fer ekkert á milli mála að Hollwood stjörnurnar eru alveg eins og krakkarnir á Kaffibarnum. Það hafa allir hafa verið með öllum.

Englaryk 16 - Johnny Depp er týndur!

Play Episode Listen Later Apr 22, 2015 41:01


Johnny Depp er týndur, Julian Assange hristir upp í Hollywood og Bobby Kristina er EKKI vöknuð.

Englaryk 15 - Sleikurinn sem skók heimsbyggðina

Play Episode Listen Later Apr 14, 2015 30:10


Tími Hillary Clinton er loks komin. Fréttastofa Englaryks spáir Clinton sigri í forsetakosningum 2016. Justin Timberlake og „what‘s her face“ eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Drake sleik eða stóra sleikmálið er krufið til mergjar. Mjög þörf og brýn umræða.

Englaryk 14 - Klikkaður Cruise

Play Episode Listen Later Apr 8, 2015 26:21


Af einhverri ástæðu eru stelpurnar í Englaryk alltaf að tala um vísindakirkjuna og Tom Cruise Nýjustu fréttir herma að stórleikarinn hafi ekki sé Suri í heilt ár!

Englaryk 13 - Stærstu lygasögurnar í Hollywood

Play Episode Listen Later Apr 1, 2015 40:25


Vinkonurnar Hanna og Dröfn fara yfir stærstu lygasögurnar í Hollywood í tilefni af deginum og ræða meðal annars af hverju er hin ótímabæra frétt af andláti Beyoncé er svona þrálát? Hver er sannleikurinn bak við Richard Gere og hamsturinn? Og í þokkabók fá hlustendur exklúsíva sögu af Tom Cruise sem hefur hvergi annarsstaðar heyrst. Only for you my friend! Hlustaðu ef þú trúir okkur ekki.

Englaryk 12 - Ást í leynum og allskonar fíklar

Play Episode Listen Later Mar 25, 2015 37:05


Englarykskonur eru hálfvængbrotnar í vikunni eftir að hafa þurft að fara í sitthvora áttina eftir dásamlega samveru í NYC. Þær detta í lauflétta umfjöllun um Britney vinkonu sína, fjalla um meðferðarvesen stjarnanna í ljósi þess að legendið Liza Minelli skutlaði sér í meðferð í síðustu viku og margt, margt fleira. Smyrjið þessu í eyrun á ykkur.

Englaryk 11 - Live from New York - It´s Englaryk n

Play Episode Listen Later Mar 17, 2015 30:08


Árshátíð Englarykskvenna fer fram í borginni sem sefur aldrei. Þátturinn var tekinn upp á hinum ýmsu stöðum í New York og er nokkurskonar óður til borgarinnar.

Englaryk 10 - Klobbaskrímslin

Play Episode Listen Later Mar 3, 2015 49:38


Í tilefni af eins árs afmæli Alvarpsins bjóða Englarykskonur upp á gómsætan þátt stútfullan af besta Hollywood-slúðrinu af tásusleikjurum, leigðum eiginkonum og klobbaskrímslum.

Englaryk 9 - Kjólahvíslarinn

Play Episode Listen Later Feb 24, 2015 44:23


Stærsta tískusýning í heimi fór fram í borg englanna síðastliðinn sunnudag. Stúlkurnar voru sammála að sumar leikkonurnar hefðu mátt ráða til sín kjólahvíslara áður en þær héldu á hátíðina. Farið yfir bestu og verstu kjólana, samfélagsmiðlaverkefnið #askhermore og drottninguna sjálfa Meryl Streep.

Englaryk 8 - Jennifer Lopez er óþolandij

Play Episode Listen Later Feb 18, 2015 56:54


Hvaða Hollywood stjarnan er mesta fíflið og hver er mesta yndið Dröfn og Hanna eru með innherjaslúður beint frá Hollywood! Vinkonurnar spá einnig til um Óskarverðlaunin og velta fyrir sér hver fer heim með styttuna eftirsóttu.

Englaryk 7 - Þriggja landa trekantur

Play Episode Listen Later Feb 11, 2015 66:28


Dröfn og Hanna halda áfram að brjóta blöð í Alvarpssögunni og fóru í alþjóðlegan trekant með Óttari M. Norðfjörð rithöfundi. Í koddahjalinu kom ýmislegt í ljós eins og að Patrick Swayze er besta manneskja í heimi, Barrack Obama mætir með persónuleg skilaboð og margt margt fleira. Þú verður að hlusta til að trúa!

Englaryk 6 - Fyrsta kynleiðréttingin í Hollywood?

Play Episode Listen Later Feb 4, 2015 34:32


Dröfn og Hanna fá Golden Girls fiðringinn og brjálaðan gigtarverk af pirringi þegar þær hneykslast á unga fólkinu í dag í nýjasta þætti Englaryks. Bruce Jenner, stjúpfaðir Kim Kardashian hefur staðfest það að hann muni gangast undir kynleiðréttingu og það verður allt tekið upp. Ungu krakkarnir vita ekki hver Missy Elliot er né Paul McCartney og Edduverðlaunin… djók.

Englaryk 5 - Ár typpisins

Play Episode Listen Later Jan 28, 2015 43:33


Ár typpisins byrjar vel ef marka má tískusýningu Rick Owens sem fram fór á dögunum. Rashida Jones tók blaðamann í nefið á SAG-verðlaunahátíðinni og tágrannar konur gera sig enn grennri á Instagram. En af hverju?

Englaryk 4 - Gamli, hræddi,hvíti Óskarinn?

Play Episode Listen Later Jan 21, 2015 39:58


Dröfn og Hanna ræða Óskarsverðlaunatilnefningarnar í ár og hvers vegna í ósköpunum akademían sé samansett af gömlum, hvítum hræddum mönnum. Þær trúa því og treysta að hastaggið #oskarinnheim trendi á internetinu og að Jóhann Jóhannsson verði næsta þjóðhetja Íslendinga.

Englaryk 3 - Gullna rykið

Play Episode Listen Later Jan 14, 2015 33:05


Vinkonurnar Dröfn og Hanna brjóta blað í sögunni með því að taka upp fyrsta hlaðvarpsþáttinn á ferð í tveimur heimsálfum. Þær eru sammála um að Golden Globe-hátíðinni er eina hátíðin til þess að fara á svo lengi sem að boðið sér upp á Veuve Cliquot. Sjóðandi heit samantekt frá verðlaunahátíðinni sem fram fór á sunnudaginn. Konur voru í aðalhlutverki á hátíðinni í ár, stelpurnar voru í skýjunum með það. Einnig á dagskrá ljótustu kjólarnir, vandræðalegt móment Jeremy Renner, 50 Shades of Grey og George Alamuddin.

Englaryk 2 - Skilnaðarkvíði

Play Episode Listen Later Jan 7, 2015 47:32


Meðal efnis: Beyoncé og Jay- Z að skilja? Börn fæðast í Hollywood. Hverjum er ekki sama?Jeremy Renner svíkur eiginkonuna. Gillian Anderson með kombakk ársins. Þær stöllur Hanna og Dröfn bókstaflega urðu að henda í updeit þátt þar sem stjörnurnar í Hollywood hafa ekki haft undan í að bæta við fréttum af sjálfum sér. Fleiri skilnaðir duttu inn frá síðasta þætti og voru Íslandsvinir þar á meðal fórnalamba. Hjónabönd virðast láta í minni pokann eftir að fræga fólkið hefur ferðast til Íslands og Englaryks stúlkurnar smökkuðu aðeins á þeim punkt. Nú einnig bættist við hjónaband í Hollywood í vikunni en Cameron Diaz giftist 5.janúar Benji Madden. Nokkur börn fæddust líka hópi frægra og runnið var yfir það. Að lokum tóku þær dömur skrans á sjónvarpsþáttum en þær eru með gráðu í glápi og fóru yfir það sem þeim fannst standa upp úr á árinu 2014 og hvað þeim hlakkaði til að glápa á nýja árinu.

Englaryk 1 - Skandalar og sandalar - fyrsti Englaryksþátturinn ever frá 31.des,2014

Play Episode Listen Later Dec 31, 2014 59:57


Dægurmenning og slúður beint í æð. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas aka DD Unit, sem starfar í kvikmyndabransanum í Hollywood og Hanna Eiríksdóttir aka Hotpants, kynningarstýra í Reykjavík, renna yfir helstu tíðindi líðandi stundar. Fyrsti þáttur af Englayki er er með frábrugðnu sniði. Dröfn og Hanna renna yfir þær fréttir sem þeim fannst bera af á árinu sem er að líða. Hver er skúrkur ársins? Hvað gerðist í lyftunni á milli Jay-Z og Solangé Knowles? Þessum spurningum sem og öðrum verðum svarað í fyrsta Englaryks þættinum.

Claim Englaryk

In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

Claim Cancel