POPULARITY
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Deep dive manneskjan á bakvið tónlistina þegar kom að plötunni Out of Alda sem tröllreið Bretlandi. Sögur hvunndagshetja eins og Villa á Bensanum, Lady Queen og skartgripasalans geðuga af Skaganum. Fékk þetta fólk nægilega virðingu? Einhverirsennilega alltof mikla, en þeir eru til sem eiga skilið að vera hampað oftar. Takk.
Hljómsveitin Eva var einu sinni efnileg framúrstefnuhljómsveit og sviðslistahópur en þarf nú að horfast í augu við raunveruleikann; andleg veikindi, dauðann, adhd greiningar, snemmbúið breytingaskeið og þá staðreynd að þær hafa ekki samið nýtt lag í fimm ár. Svona hljómar kynning á verkinu Kosmískt skítamix sem þær stöllur Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir, sem einmitt skipa Hljómsveitina Evu, munu frumsýna á föstudaginn. Í verkinu munu þær segja fólki frá því sem á daga þeirra hefur drifið í þessum grátbroslega en kosmíska tónleik. Vala og Sigríður komu í þáttinn í dag. Við kláruðum svo í dag yfirferð okkar um sviðslistahúsin til að kynna okkur hvað verður á fjölum þeirra í vetur. Nú er komið að Íslenska dansflokknum. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir er listdansstjóri þar og hún var með okkur í dag og sagði frá því hvað er á döfinni hjá ÍD þennan veturinn. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur og aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ. Guðrún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Guðrún talaði um eftirafarandi bækur og höfunda: Atburðurinn e. Annie Ernaux Móðurást: Oddný og Móðurást: Draumþing e. Kristínu Ómarsdóttur Gervigul e. Rebecca F. Kuang Fyrir vísindin e. Önnu Rós Árnadóttur Tove Janson, Astrid Lindgren, Guðrún Helgadóttir, Vigdís Grímsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Isabel Allende og Toni Morrison. Tónlist í þættinum í dag: Kiddi Kadilakk / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Ævilagið / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Good Vibrations / The Beach Boys (Brian Wilson & Mike Love) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUIT UP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD B-hliða stuðningsmannalög, handrið, skortur á jarðtengingu og ábyrgð 365, identity chanting, nauðsynleg og baráttan um bongótrommurnar. Við skoðuðum það hverja við þyrftum fyrir erfiðan útileik í Evrópukeppni til þess að #takayfir stúkuna og til að vera tólfti maðurinn.
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUITUP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Hver er sá mesti? Ekki besta Lengjudeildarliðið síðustu 20 ár, en 100% það mesta. Við fengum mesta spekúlant landsins í 1. deildinni, Elvar Geir Magnússon ritstjóra Fótbolta.net og son Magnúsar Einarssonar til þess að aðstoða okkur við valið. Sennilega í kringum 100 nöfn á blaði, en einungis 11 fengu kallið.
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUIT UP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Hello is this Real Madrid? Yes, this is Bjöggi calling. Would you by any chance be interested in securing the services of Julien Faubert on loan?
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUIT UP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD "Út vil ek að íslenskum sið, til þess að kaupa fótboltalið". Í nóvember 1999 mætti íslensk-lúxemborgíska félagið Stoke Holding SA á vettvang í Stoke-on-Trent, rak Gary Megson og hóf vegferð sem átti að enda í ensku úrvalsdeildinni. Það gekk ekki alveg, en what a ride!
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUIT UP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Fórum yfir sögu danskra leikmanna á Íslandi, brautryðjendur og sprengjuna danska vorið 2003. Er hægt að lesa eitthvað í lýð- og landfræðilegan uppruna danskra leikmanna sem koma til Íslands? Fengum sömuleiðis fróðari menn til að velja uppáhaldsleikmenn ásamt því að velta fyrir okkur upphafi danskra daga hjá verslunarkeðjum landsins, minnimáttarkennd þjóðarinnar gagnvart dönsku kennslu og heimsóknarverkefni Verslunarskóla Íslands til Danmerkur árin 2007 og 2008 þar sem Orri eyðilagði baðherbergi.
Skömmu fyrir miðnætti í gær sleit Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og fimmti varaforseti Alþingis, þingfundi, án samráðs við forseta Alþingis. Þetta varð til þess að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sérstakt ávarp við upphaf þingfundar í morgun, þar sem hún sagði nýja og fordæmalausa stöðu komna upp í íslenskum stjórnmálum, þar sem stjórnarandstaðan neitaði í raun að viðurkenna úrslit þingkosninga með því að halda þinginu í gíslingu með lengra málþófi en dæmi séu um í sögunni. Hún lauk svo máli sínu á yfirlýsingu um að hún og ríkisstjórnin hygðust verja Lýðveldið Ísland, stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. Stór og þung orð, og umræðan í kjölfarið einkenndist líka af stórum orðum og þungum, þar sem stjórnarliðar hafa gengið svo langt að saka Hildi um atlögu að lýðræðinu og jafnvel líkt þessu við valdaránstilraun, en stjórnarandstæðingar saka stjórnina um yfirgang og skort á samráðs- og samningsvilja. Svona hélt þetta áfram þar til fundi var frestað klukkan fimm, vegna fundar flokksformanna. Ævar Örn Jósepsson ræddi þá stöðu sem uppi er við þau EIrík Bergmann Einarsson prófessor í stjórnmálafræði og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, sem var þingfréttamaður RÚV um margra ára skeið. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUIT UP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD *Það var gömlum þætti uploadað í nótt, hér er nýjasti!*The Icebreakers syntu til sigurs á Suðurnesjunum, James Bett ruddi leiðina fyrir Marcelo og Rene Housemann á meðan Júggarnir sýndu okkur hvernig þetta var gert. Svo kom allt ruslið og mexíkóska kjúklingasúpan.
Ágústa Kolbrún var með okkur í dag og hún vildi vita hvort Hjálmar ætlar að fara í hárígræðslu. Helgi gagnrýndi atvik sem Ágústa kom sér í um daginn. Hjálmar sagði frá sinni verstu sundferð. Ágústa pakkaði Helga og Hjálmari saman.Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUIT UP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Eftir einstaklega ströngum reglum smíðuðum við lið stútfullt af týpum og minnum úr Íslandsmeistaraliðum í nútímaknattspyrnu, hinar íslensku bitru b-hliðar. Við fengum lífskúnstnerinn og fjölmiðlamanninn Jóhann Pál Ástvaldsson, einn veikasta launþega Ríkisútvarpsins, til þess að aðstoða okkur við valið. Grindvíkingar, Keflvíkingar, Þróttarar, Framarar, Fylkismenn og allir aðrir sem eiga sorgarsögur. Þessi þáttur er fyrir ykkur.
Hjálmar rifðjaði upp gamlan morgunþátt sem hann var með á Instagramminu sínu sem hét Vakan. Það var haldið suprise afmæli fyrir vin Helga heima hjá Helga um helgina. Hjálmar var að skemmta í Hjarta Hafnarfjarðar og hann sagði að þetta væri eins og að halda partýbingó á Hróarskeldu. Helgi sagði okkur af hverju fólk skellir sér á Tantranámskeið.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUIT UP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Hvað er platvinnumennska og hvernig er hún skilgreind? Af hverju gátu Kínverjar ekki búið til sínar einu pizzur og það þurfti hvern einasta pizzabakara á Íslandi til að færa út kvíarnar í Kína fyrir Pizza 67? Við vitum það ekki en giskuðum.
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - SUITUP REYKJAVÍK - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Nógu mikið höfum við rætt um sérstaka þætti fyrir hin ýmsu málefni. Við köfuðum loksins ofan í samband litla og stóra, innan sem utan vallar, í gegnum árin. Hvenær hófst þetta? Hvað gerir lítinn að litlum og stórum að stórum? Hvernig skilgreinum við þegar lítill hagar sér eins og stór? Hefur Dinka ættbálkurinn á bökkum Nílar svarið eða er það Walt litli Disney sem ætlar að svara því hvað Gummi Ben gerði fyrir Rikka Daða eða hvað Beggi gerði fyrir Pacas í Hæðinni á Stöð2? Þið fáið sennilega ekki svarið en við vonum að þið hlustið.
Helgi hélt utan um gæsahóp í morgun sem gekk ótrúlega vel. Helgi hringdi í Ágústu til að fá staðfestingu á vinuáttu sinni. Hjálmar sagði frá því þegar hann lærði að hjóla. Hæhæ verður 6 ára þann 17. júní og erum við rosalega þakklátir okkar hlustendum.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Hvað er eiginlega málið með að allir geta unnið alla og eru deildirnar að styrkjast? - Förum yfir allar neðri deildirnar - Nýjustu úrslit og umferðir - Hvað er að frétta í Utandeildinni? - Spurningar frá fans
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Kári Árna fór með okkur yfir upphaf sitt í landsliðinu á the banter years áður en hann krufði gullaldarárin og varpaði ljósi á þær rannsóknarspurningar sem við vörpuðum fram í upphafi seríunnar.
Sérfræðingurinn og Klipparinn fóru um víðan völl í þætti dagsins. Tvö íslensk lið eru í eldlinunni í Evrópu þátt lítið fari fyrir því. Fórum yfir sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ, Kristins Albertssonar. Ein umferð eftir í Olís-deild karla og mikil spenna í Olís-deild kvenna.
Helgi sagði frá tryggingafélagi í Bandaríkjunum sem getur spáð fyrir því hvenær stóri dagurinn í okkar lífi kemur. Hjálmar hefur ekki einu sinni farið í lúgusjoppu eftir hjartaáfallið. Sæmi smiður segir að enginn þurfi að hræðast dauðann því að maður bara dettur niður og allt stoppar. Hjálmar ímyndar sem hvernig lífið hans Helga væri sett á svið ef það væri Ladda sýning.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD “The Decision” hjá Tólfunni sem var fyrst og síðast í vinnuferð en ekki skemmtiferð. Skerjafjarðarskáldið Ferðasaga pípulagningamannsins um sveitir Rússlands á limmu og lúðrasveitin sem tók á móti Fálkunum. 23 manna leikmannahópur og auðvitað 32 manna starfslið. “Takk fyrir leikinn Messi” Var það einhver shaman með hestaleg sem kom Jóa Berg í gegnum meiðslin fyrir Króatíu leikinn? Svona var HM2018
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Landsliðsþynnka einkenndi árið 2016 eftir þennan ótrúlega dag á Arnarhóli. Við skröltum af stað, á sama tíma og ferill Charlie Keller fór á flug. Rúnar Eff sigraði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann söng um hversdagslegan dag í lífi einstaklings á listamannalaunum og Fókushópurinn stappaði stálinu í íslensku þjóðina eftir erfiðan dag í Finnlandi og kallaði eftir því að við gætum ekki lifað í eftirsjá. Hendiði í Leiðrettingahornið!
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Við komumst til fyrirheitna landsins.Tólfan samdi söngskrá. Við fórum að tapa öllum vináttuleikjum. Það var klassískt drama um hverjir áttu að vera í hópnum. Orri var heima og prumpaði á leið til Nice. Joe fór heim á sama tíma og mamma hans skildi ekkert á leikdegi þegar hann labbaði inn með hóp fólks og sagði "ha?? ertu mættur með mat að utan? ég ætlaði að búa til leðju!" Svona var EM god damn 2016!
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 ráðgjöf og bókhald Óumbeðinn hafði Karlsvagninn samband við útvarpsstöð og sagðist vera með þjóðhátíðarlag sem myndi fanga stemningu landans. Meginatriði lagsins voru hæðir sem enduðu í lægðum sem kallaðar voru ævintýrareisa. Ekkert nær að súmmera upp meira þá tíð sem ríkti frá 12-14, eftir að hafa hafið leik með Skattgrím og endað í gósentíð. Þegar Eggert mætti á flugvöllinn án Roy Keane með fulllan toll. Þegar Gunnar Bragi komst á þing. Þegar Gylfi smurði hann í samskeytin á móti Slóvenum úti. Þegar Þorbjörn Þórðar mætti á Vesturlandsveginn. Svona var Ísland 2012-2014. Viðmælendur þáttarins: Kolbeinn Tumi Daðason, herramaður úr norðri Haukur Harðarson, stuðningsmaður Chelsea frá unga aldri Ingimar Helgi Finnsson, forsvarsmaður Fálkanna, stúdentahópur FSU Archive efni: Fjölmiðlamenn elta Eggert Magnússon út úr Leifsstöð í upptöku frá Fótbolta.net (Arnar Björnsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Eggert Magnússon) Fótbolti.net þáttur á leikdegi Ísland Króatía (Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Sveppi Krull) Viðtal Fótbolta.net við Aron Einar fyrir leik Albaníu og Íslands (Magnús Már Einarsson og Aron Einar Gunnarsson) Frumflutningur á Lundi, Landi, Lopapeysa í flutningi Brynhildar og Karlsvagnsins í Magasín þætti FM957.
Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Ef einhver á þingi segir hlutina umbúðarlaust þá er það fyrrum saksóknari og núverandi Alþingiskona, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, en við ætlum að kalla hana Obba! Eftir að Obba kom til mín í sinn fyrsta þá hefur hún vakið mikla athygli fyrir sterkar og réttsýnar skoðanir og þess á milli, stórkostlegan húmor. Við förum yfir mál málanna og förum yfir raunhæfa möguleika til þess að komast útúr því ástandi sem er að drekkja okkur Íslendingum eftir nú, sprungna ríkisstjórn. Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - BIRTA CBD - R3 ráðgjöf og bókhald Árið 2011 greip um sig algjört fjölmiðlafár í kringum Vormenn Íslands, stráka fædda á árunum 1988-1991 og þáttöku þeirra á EM u21 sem haldið var á Jótlandi. Við fórum í gegnum allt ferlið og allt sem gerðist á bakvið tjöldin, eða á veitingahúsum eða karíókístöðum. Gestur: Bjarni Þór Viðarsson Aðrir viðmælendur: Haraldur Björnsson - Halli Landsliðs Skúli Jón Friðgeirsson - Móði jr. Þórður Ingason - Íslands- og bikarmeistari úr Grafarvogi Friðrik Dór Jónsson - Hefði getað gefið boltann meira
Í dag höldum við áfram að fjalla um viðhaldsmeðferðir við ópíóíðafíkn, frá ýmsum hliðum. Í gær héldu skaðaminnkunarsamtökin Matthildur málþing um viðhaldsmeðferðir. Á þinginu voru ræddar meðferðir þar sem ópíóíðalyf eru notuð til að meðhöndla ópíóíðafíkn. Svona meðferðir hafa verið veittar á Vogi um árabil og það eru mjög skýrar reglur um hvernig svona meðferðir eru veittar og hvaða lyf eru notuð. En þessar meðferðir, eins og þær eru veittar í dag, ná ekki til allra sem þurfa á þeim að halda. Í dag fræðumst við um viðhaldsmeðferðir. Hvert er hlutverk lyfjafræðinga? Hvernig nálgast fangelsin viðhaldsmeðferðir? Hver er framtíð viðhaldsmeðferða á Íslandi? Við hittum mann sem á yfir 2000 útvarpstæki. Hann er rafeindavirki að mennt og að eigin sögn alveg sjúkur safnari - safnar og gerir við gömul og falleg útvarpstæki, já og ýmsar skyldar græjur. Við kíkjum á hluta safnkostsins á heimili hans á Akureyri og förum meira en hundrað ár aftur í tímann. Síðan heyrum við í nýjum pistlahöfundi Samfélagsins. Það er hún Birgitta Björk Guðmarsdóttir rithöfundur. Í dag skrifar hún pistil um samgöngur og almenningsþjónustu, um mannflóruna sem birtist farþegum í strætó og um einkabílinn.
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINOS - BIRTA CBD - PRÓTÍN.IS - R3 ráðgjöf og bókhald Emil og Sindri eru hluti af hinum mjög svo spennandi 1995 árgangi sem kannski náði ekki því flugi sem búist var við af þeim en djöfull voru þeir seigir sem YOUTH! Vicente úr Valencia, Sá þýski að skóla til Thomas Frank, Leon Goretzka að hægelda menn, Sindri Björnsson dansandi um ganga Verzlunarskólans að fagna meiðslum, Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna. Viðmælendur: Orri Sigurður Ómarsson Oliver Sigurjónsson Daði Bergsson Hljóðbrot: Adam Örn Arnarsson (tekið úr útvarpsþætti fótbolti.net) Oliver Sigurjónsson (viðtal við 433) Sindri Björnsson (viðtal við fótbolti.net)
Meistaraverkið The True Believer eftir Eric Hoffer tekið fyrir og sett í nútímasamhengi. Hún fjallar um fjöldahreyfingar. Hvernig verða þær til? Hvernig fólk gengur í þær? Hvernig fólk stjórnar þeim? Út á hvað ganga þær? Kommúnismi og nasismi eru skýr dæmi - en hvað er í gangi í dag? www.patreon.com/skodanabraedur
Fimmhundruðasti þáttur Hæ Hæ kominn í loftið! Við erum ótrúlega þakklátir okkar Hæjurum, takk fyrir! Það eru stórar fréttir úr lífi Helga. Hjálmar er þessa dagana á fullu að skipuleggja Oasis tónleika sem hann ætlar á með vinum sínum. Helgi fékk heimsókn frá bóndanum sem hann var hjá þegar hann var ungur. Hjálmar er að fara í hnotuferð til Barcelona með vinum sínum.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - BIRTA CBD - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Kreppan er alltumlykjandi en rykið er þó farið að setjast. Við tekur auðn, menningarleg og knattspyrnuleg. Trúðanám nær flugi. Tveir fiskar og 5 brauð sagði Jesús en Óli Jó hafði ekki húmor fyrir einu rauðvínsglasi og tveimur bjórum. Þjóðin reynir að keyra í gegn changing of the guards og íþróttamiðlar reyna það sömuleiðis.
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINOS - BIRTA CBD - PRÓTÍN.IS - R3 ráðgjöf og bókhald
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINOS - PRÓTÍN.IS - R3 ráðgjöf og bókhald
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINOS - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD KAGGI MÁS SPECIA. Fórum yfir það þegar Ísland komst í fyrsta skipti á stórmót í gegnum alvöru dæmi, ekki í gegnum það að vinna Lettland og gera jafntefli við Austurríki. Undankeppni, milliriðill og stemning. Gullkynslóðin er mætt en það sem meira er, týnda gullkynslóðin er alls ráðandi og hún er mætt til að skila skömminni! Gestur: Ragnar Þór Gunnarsson, fyrrum unglingalandsliðsmaður og núverandi kóngur Viðmælendur Guðlaugur Victor Pálsson Hólmar Örn Eyjólfsson Arnar Sveinn Geirsson Frans Elvarsson Trausti Sigurbjörnsson Brynjar Benediktsson Finnur Orri Margeirsson Arnar Darri Pétursson Alexander Lúðvígsson
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Konan hans Viktors í Sandgerði sagði farir sínar ekki sléttar, af nokkrum sköpuðum hlut. Ívar Ingimars og Jói Kalli voru í sambærilegum hugleiðingum en Ásgeir og Logi gáfust ekki upp. DV setti upp álitshópa við minnsta tilefni og Jakob Bjarnar hélt úti sýningum í hverju blaði. Svona var Ísland '04-'06! Haldiði áfram að negla á okkur í leiðréttingahorninu!
Dr. Football með Tedda Ponzu og Gunnari Birgissyni.
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF #WeGoAgain með Atla Mikson, en on a short lease. Gleðitíðindi fyrir Guðmund Felix en einn stórtækasti íslenski slöngueigandinn varð fyrir tjóni. Guðjohnsen tekur við keflinu og Helugson öskrar í andlitið á Kahn. Þjóðin leyfði sér að dreyma eftir að Astro breyttist í Pravda en Valentin Ivanov var á öðru máli.
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD The Rise and fall of Einar Bárðarson. Ísland á HM innistæðulaust chantað í stúkunni á sama tíma og virtustu blaðamenn DV skrifuðu greinar sem hefðu helst átt heima á folk.is svæðinu þeirra. Gísli Marteinn gjörsamlega elskaði að brjóta á hugverkaréttindum og Eyjólfur Sverris raðaði inn mörkum. Svona var Ísland.
Doc Xtra á miðvikudagskvöldi. Ingó Sig og Teddi Ponza.
Ég ætla að verða 120 ára og ég hef fundið formúluna! Í þessum þætti fjalla ég um hreyfingu, mataræði, föstur, stress, tilgang og fleira tengt langlífi, sem og punkta um lífið í Japan og nýtilkomna japönskukennslu.Kæri hlustandi, þessi þáttur er opinn en ég minni á Patreon fyrir heldra fólk.
Doc, Sigurður og Baldvin Borgars frá Dalvík mættu í Hamraborgina.
Hjálmar hringdi í Evu Laufey til að fá hreint hvað hafði skeð á milli hennar og Helga á dögunum. Helgi hringdi í nokkra skemmtilega presta og spurði hvort það væri hægt að harðgifta fólk. Helgi segir frá því þegar að pizzastaður gat ekki stafað nafnið hans.IG: helgijean & hjalmarorn110Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Doc, Hörður Snævar og Jói Már í Doc Xtra.
Framhald á sjálfshjálparvegferðinni er ekki galin leið til að lýsa þessum þætti en hér er þó margt annað rætt: Kristni og wokeismi og sniðmengi þessara hugmyndastefna, að hætta að hata fólk, Trump á McDonald's í Japan, Zuckerberg, þá firringu að halda því fram að kjöt sé óhollt og loks mikilvægi þess að lesa bækur endurtekið.
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - PRÓTÍN.IS - DOMINO'S R3 RÁÐGJÖF Við fengum eina leikmanninn sem spilaði í öllum undankeppnunum sem við höfum farið yfir til þessa upp í stúdíó og bárum undir hann alla þá vitleysu sem við höfum matreitt í síðustu þáttum (Byrjar þarna eftir ca 20 mínútur eftir mikilvæga umræðu um Köttinn Kela, sem þarf meiri ást (brúðan ekki punditinn). Enduðum þáttinn á að fá fyrri viðmælendur til þess að fara yfir að þeirra mati bestu leikmennina sem þeir spiluðu með í landsliðinu á þessum tíma. Því miður fundum við ekki símtölin við Hörð Magnússon og Pétur Ormslev. Formleg kvörtun hefur verið lögð inn hjá tölvudeild ónefnds tölvufyrirtækis.
Það styttist í aldamót og þjóðin fer að taka sénsa. Þorfinnur Ómarsson og lærisveinar hans í Kvikmyndasjóði byrja að veita Edduverðlaun og leikmenn keppast við að hætta að leika fyrir íslenska landsliðið. Fórum yfir það þegar DV hrútskýrði fyrir þjóðinni hverjir væru gáfuðustu Íslendingarnar og svo var nóg að gera hjá Ingólfi Hannessyni. Á meðan er Guðjón að smíða eitthvað skrímsli og nei þá erum við ekki að meina stúkurnar sem settar voru fyrir aftan mörkin fyrir leikinn á móti Frökkum, enda voru þær leigðar frá Svíþjóð #ÞærSænsku. Tvö stig skilin eftir í Jerevan, barningur við Barthez, rýtingur frá Rebrov, eitt stykki Ingólfur kampakátur Karpin og give it Kio Briggsy til the end of the season. "Þetta er liðið okkar". Svona var Ísland '98-'00 Viðmælendur: Pétur Hafliði Marteinsson aka Social Pete Steinar Dagur Adolfsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Akraness og tengiliður gerður að hafsent. Rikki Daða og Rúnar Kristins (viðtal fengið frá www.fótbolti.net), sérfræðingar í málefnum Íslands og Frakklands Þórður Guðjónsson, áhugamaður um ferðatilhaganir Negliði á Thule og félaga sögum og leiðréttingum, ekki veitir af.
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Þrjúhundraðasti þátturinn, „I keep it 300, like the Romans“ sagði skáldið. Við byrjum á því að fara yfir Jafnréttisstofu (FUERA!) og nýju herferð hennar sem snýst um það að segja fólki hvernig það eigi að hugsa? Spurning. Síðan tölum við um Peter Thiel og nýju ólympíuleikana hans þar sem leyfilegt er að dópa. Mikilvægi testósteróns rætt. Að lokum, og þetta er mikilvægur kafli, er farið yfir þýðingu Bergþórs á lokakafla bókarinnar The Science of Getting Rich. Hlustið á þetta kæra bræðralag og verðið rík, þetta er svona einfalt. Guð blessi ykkur!
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um heitustu mál dagsins. Svandís Svavarsdóttir er í vanda og hlutabréfin eru græn. Það er ekki endilega orsakasamhengi þarna á milli en það er farið nánar yfir það í þættinum. Rætt er um stöðu matvælaráðherrans og ríkisstjórnarinnar, um þróun mála í kjaraviðræðum, dulda varasjóði ríkisins, stöðuna í orkumálum og afturhaldsáróður Landverndar, mögulegan smásölurisa sem kann að vera í smíðum og margt fleira. Svona byrjum við vikuna í hlaðvarpi þjóðarinnar.
Yndislega og hæfileikaríka leikkonan hún Katla Margrét kom í spjall til okkar og vá hvað er gott að spjalla við þetta eðaleintak. Hún hefur auðvitað komið að óteljandi verkefnum, starfar sem leikkona í Borgarleikhúsinu og leikur næst hlutverk í mjöög spennandi seríu sem kemur út eftir áramót og kallast Kennarastofan. Við ræddum leiklistina, skólakerfið, áramótaskaupið, sturlað fyndna sketsa úr Stelpunum og allskonar þar á milli! Njótið elsku hlustendur ❤️
Hjálmar er að verða fimmtugur núna í vikunni. En hann er búin að fara í óumbeðna sjálfsvinnu. Helgi brenndi gamlar myndir frá æskuárunum sínum í eld serimóníu. Hjálmar er búin að finna æskuvin sinn á Linkedin en þeir voru saman í Oxford skóla.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Helgi og Hjálmar eiga sameiginlegan vin sem skilur ekkert í vitleysunni sem þeir setja stundum á netið. Hjálmari finnst eins og það sé að verða til meiri flatneskja í lífinu, en hann vill einmitt chaos-ið.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!